Þetta hérna:
Bodyglide
Ekki vera faggi og fáðu þér bodyglide!
Aðal
fimmtudagur, mars 31, 2011
miðvikudagur, mars 30, 2011
Hádegisæfing 30. mars
Mættir: Doris Day and Johnny Eagle, Huld and Sigurbirna en Óli speedtalker var sér, þurfti að skreppa 17K vegna taps um helgina. Við hin fórum rólega Hofs nema Eagle sem fór Kaplaskjól á tempói og náði okkur svo nokkru fyrir dælustöð. Rosalega er mikil sigling á drengnum og samviskusemin alveg til fyrirmyndar!
Síðan verð ég bara að minnast á að nú er ekki seinna vænna en að æfa orkugelsinntöku á löngu hlaupunum. Ég og hin mælum með GU geli og þá erum við að tala um 6-7 gel í einu þoni með vatni. Rífa skal ofan af og gera sig kláran fyrir inntöku þegar drykkjarstöð nálgast, kreista upp í sig í tveimur skotum, drekka og kyngja. Hlaupa svo áfram, glaðbeittur eins og ekkert í heiminum sé skemmtilegra! :)
Alls, 8,3-9K
Kveðja,
aðalritari
Síðan verð ég bara að minnast á að nú er ekki seinna vænna en að æfa orkugelsinntöku á löngu hlaupunum. Ég og hin mælum með GU geli og þá erum við að tala um 6-7 gel í einu þoni með vatni. Rífa skal ofan af og gera sig kláran fyrir inntöku þegar drykkjarstöð nálgast, kreista upp í sig í tveimur skotum, drekka og kyngja. Hlaupa svo áfram, glaðbeittur eins og ekkert í heiminum sé skemmtilegra! :)
Alls, 8,3-9K
Kveðja,
aðalritari
þriðjudagur, mars 29, 2011
Hádegisæfing 29. mars
Mættir: Forstart-Dagur og Þórdís (enginn veit...)og hinir vóru-Fjölnir, Sigurgeir, Ívar, Sveinbjörn, Jón Örn, Óli, Huld, Sigrún Erlends (nafna), Oddgeir, Jón Gunnar Geirdal og Sigurbirna. Fórum í skógarferð og tókum létta upphitun áður en haldið var til brekkuspretta í ASCA brekkunni, alls 6* en þeir albestu tóku 7. Létt niðurskokk að Perlu og heim í Val. Stykkishólmsfarar, sem kláruðu allt Vaselín í hólminum þurfa að fjárfesta í nokkrum krukkum af því fyrir STO og bera á viðeigandi staði. Einnig heyrðist í vonartón spurt eftir æfingu:" Ætlar þú með okkur í sturtu Oddgeir", en spyrjanda varð ekki að ósk sinni í þetta skipti.
Alls um 7,5K
Kveðja,
aðalritari
Alls um 7,5K
Kveðja,
aðalritari
mánudagur, mars 28, 2011
Stokkhólmur 2011 - Æfingabúðir í Stykkishólmi helgina 26.-27. mars
Hálf-síams-samskokk í Boston sunnudaginn 27.mars 2011
Eins og svo oft um helgar þá er lagt af stað í langferð. Yfirleitt með ipodinn í eyrum en í þetta skiptið ákvað ég að sleppa honum, enda veðrið fallegt. Eftir ca 3 Km upphitun rak ég augun í fallega ljóshærða konu koma í áttina til mín, hver skyldi þarna vera á ferð? engin önnur en annar helmingurinn af síams, Huld. Mikið rosalega var þetta skemmtileg tilviljun eða kannski ekki þar sem líklegt er að finna hana á þessu svæði snemma morguns. Hún tjáði mér þó að hlaupið hafi ekki verið skipulagt og því vorum við ekki með myndavélina með okkur til sönnunnar en fyrir ykkur sem eruð efins, spyrjið hana í hverju hún var! við erum að tala um mjög óvennulegann hlaupafatnað ;)
Við Huldu áttum góða 5 km saman og ræddum meðal annars um næsta FI-samskokk í Boston sem mun vera þann 18.apríl - Boston Maraþon dagurinn.
Allir FI-skokk meðlimir velkomnir.
Samtals fórum við Huld líklega rúmlega maraþon.
Kveðja
RRR
Við Huldu áttum góða 5 km saman og ræddum meðal annars um næsta FI-samskokk í Boston sem mun vera þann 18.apríl - Boston Maraþon dagurinn.
Allir FI-skokk meðlimir velkomnir.
Samtals fórum við Huld líklega rúmlega maraþon.
Kveðja
RRR
föstudagur, mars 25, 2011
Miðbæjarrúntur 25. mars
Mættir: Dagur, Guðni, Sveinbjörn, Bryndís, Ívar, Jón Örn og Sigurgeir.
Fórum miðbæjarrúnt á þægilegu tempói og yndislegu vorveðri. Það var gaman að sjá að allir voru mættir kl. 12:08 og tilbúnir action.
Kv. Sigurgeir
Fórum miðbæjarrúnt á þægilegu tempói og yndislegu vorveðri. Það var gaman að sjá að allir voru mættir kl. 12:08 og tilbúnir action.
Kv. Sigurgeir
fimmtudagur, mars 24, 2011
Hádegisæfing 24. mars
Mættir: Fjölnir, Sveinbjörn, Þórdís, Oddgeir, Óli, Ívar og Sigurgeir.
Í dag var 40 min tempó skv. planinu og fóru flestir Hofs þó nokkrir fóru styttra og aðrir lengra.
Það hefur borið á því að menn/konur eru að mæta of seint á æfingar og vill undirritaður minna á að tíminn hefur ekkert breyst og er farið frá Valsheimilinu kl. 12:08
Ég bendi öllum á að kynna sér "Ontime Performance" og treysti því að allir verði mættir og tilbúnir kl. 12:08 á morgun!
Kv. Sigurgeir
Í dag var 40 min tempó skv. planinu og fóru flestir Hofs þó nokkrir fóru styttra og aðrir lengra.
Það hefur borið á því að menn/konur eru að mæta of seint á æfingar og vill undirritaður minna á að tíminn hefur ekkert breyst og er farið frá Valsheimilinu kl. 12:08
Ég bendi öllum á að kynna sér "Ontime Performance" og treysti því að allir verði mættir og tilbúnir kl. 12:08 á morgun!
Kv. Sigurgeir
miðvikudagur, mars 23, 2011
Hádegisæfing 23. mars
Mættir á Garminæfingu dagsins: Þórdís, Dagur ananas, Ívar, Jón von Slimmington, Oddgeir, Sigurgeir, Huld og Sigrún. Farin var Hofsvallagata en strákarnir lengdu og Jón tók tempó og þaut framúr okkur stelpunum á heimleið. Gleðilegt er að sjá að Stokkhólmsheilkennið er að ná alveg yfirhöndinni í hópnum og hlýða lærisveinar Dags honum í einu og öllu og jafnvel elska hann, en þannig eru einmitt einkenni heilkennisins. Annað öllu minna gleðilegt er það að ekkert er hugað að ímyndarsköpun (búningum), næringarinntöku við og eftir æfingar svo og vökvabúskap og gelnotkun í langhlaupi. Þetta hefur yfirþjálfari algerlega kosið að vanrækja og hefur ekki sinnt fræðsluþætti þessara greina á nokkurn hátt hvorki efnislega né þverfaglega. Aðaritari finnur sig því knúinn til að hleypa af stað röð fyrirlestra sem munu drepa lítillega á þessum viðkvæmu málefnum og verður fyrsti fyrirlesturinn birtur á morgun.
Mottó dagsins: Það er töff að vera púkó.
Alls milli 8,4-10K
Kveðja,
aðalritari
þriðjudagur, mars 22, 2011
ASCA í CPH
Hér eru upplýsingar varðandi ASCA-hlaupið í Kaupmannahöfn. Ef félagsmenn eru áhugasamir um að fara og taka þátt má endilega skrá sig að neðan í "comments".
Kveðja,
stjórn IAC
ASCA
Kveðja,
stjórn IAC
ASCA
föstudagur, mars 18, 2011
Föstudagsæfing 18. mars
Mættir: Dagur, Ívar, Oddgeir, Huld, Sigrún.
Fórum rólegan bæjarrúnt í kulda og ófærð enda langhlaup á morgun hjá maraþondeildinni. Sjúkkit að vera ekki strax í henni, fíla ekki að fá svona snjóbunka undir skóna. Fer alveg með lúkkið. Síðan var Bjöggi le beaute að buffa sig upp fyrir árshátíðina en hann á að sjá um útkastaramálin í Valsheimilinu, þegar FI skokkarar fara að gera sig að fíflum á morgun í glimmersamfestingum og með gloss í stíl.
Alls milli 7-8K
Góða helgi,
SBN-ið
Fórum rólegan bæjarrúnt í kulda og ófærð enda langhlaup á morgun hjá maraþondeildinni. Sjúkkit að vera ekki strax í henni, fíla ekki að fá svona snjóbunka undir skóna. Fer alveg með lúkkið. Síðan var Bjöggi le beaute að buffa sig upp fyrir árshátíðina en hann á að sjá um útkastaramálin í Valsheimilinu, þegar FI skokkarar fara að gera sig að fíflum á morgun í glimmersamfestingum og með gloss í stíl.
Alls milli 7-8K
Góða helgi,
SBN-ið
fimmtudagur, mars 17, 2011
Skortur á varahlutum
miðvikudagur, mars 16, 2011
Æfing 16. mars
Mættir voru Sveinbjörn sem fór Suðurgötu með bros á vör og Ólafur Briem og Dagur sem skottuðust 10k á 48:02 af tómri gleði og hamingju. Umræðuefnið var Badidas og O.Johnson barnapúður, hvers vegna og af hvaða tilefni læt ég lesendur um að velta fyrir sér fram á föstudag þegar dregið verður úr viðstöddum lausnum.
Annars barst þættinum bréf frá félaga vorum í Lundunum sem þessa dagana æfir grimmt fyrir maraþon þar á bæ. Vildi hann ólmur taka þátt í langri æfingu á laugardaginn líkt og Stockholmsklubben tók síðastliðinn laugardagmorgun. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan varðandi frekari upplýsingar.
Góðar stundir,
Das Fürman
Annars barst þættinum bréf frá félaga vorum í Lundunum sem þessa dagana æfir grimmt fyrir maraþon þar á bæ. Vildi hann ólmur taka þátt í langri æfingu á laugardaginn líkt og Stockholmsklubben tók síðastliðinn laugardagmorgun. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan varðandi frekari upplýsingar.
Góðar stundir,
Das Fürman
þriðjudagur, mars 15, 2011
Blái hringurinn 15. mars
Mættir í Valshreiðrið: Dagur, Oddgeir, Óli, Sveinbjörn og undirritaður. Skítaveður í dag stoppaði okkur ekki í æfingu dagsins sem var tempóhlaup. Hröktumst við undan veðri og vindum í skjólgóðan skóginn og nelgdum þar 6 bláa hringi í einum rykk.
Óli og Dagur hafa byrjað undirbúning að kjarnorkuvetri og sem lið í því hefur Dagur sett bæði hjól og bíl í klössun á verkstæði þar sem fyrirliggjandi er olíukreppa og varahlutaskortur í náinni framtíð. Þá hafa þeir félagar sett sem Plan B að ljúka maraþonundirbúningi á Hornströndum en þar er nægt vatn og sjálfbær matarkista í fjöruborðinu.
Annars hörkuæfing í dag, tæpir 8km
Kveðja,
Fjölnir
miðvikudagur, mars 09, 2011
Hádegisæfing 9. mars
Mættir í -10°C í Valsheimili: Ívar, Dagur, Huld og Sigrún en Bjöggi var að lyfta við dúndrandi rokktónlist. Han hefur formlega tekið við starfi tónlistarstjóra Vals. Við hin fórum rólega Hofsvallagötu en snjór var alla leið á stígum sem þó voru greiðfærir. Búið er að ákveða að í Stokkhólmsmaraþoninu verði Dagur fremstur og síðan verður raðað eftir stærð og menn beltaðir saman á sprengjubelti. Ef einhver ætlar út úr fasa og annaðhvort dregst afturúr eða ætlar framúr, t.d. á blindu hliðinni, verður honum umsvifalaust kippt inn aftur og við það springur sprengja í beltinu og þarmeð er viðkomandi hættur í hlaupinu. Eða þetta sagði Dagur allavega...eða ekki?
Alls 8,3K í ekki svo köldu veðri
Kveðja,
Sigrún
Alls 8,3K í ekki svo köldu veðri
Kveðja,
Sigrún
þriðjudagur, mars 08, 2011
Hádegisæfing - 8. mars
Mættir : Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Ólafur Briem, Björgvin og Sigurður Anton
Jón Örn og Sveinbjörn Suðurgata, Dagur og Ólafur 10k með 5k tempói - allt í tæfingsfærð en annars björtu og góðu veðri. Hulk og Santon í gimmið.
Ráðleggingar dagsins til einfaldara lífs:
Fyrir tíma þvottavéla og þurrkara var þvegnir þvottar á laugardögum, nú á dögum er alltaf verið að þvo þvotta og nútímamaðurinn eyðir jafnvel meiri tíma til þvotta en forfeður hans þrátt fyrir tæknina. Útdeilið einu handklæði per fjölskyldumeðlim í byrjun viku og látið duga vikuna á enda. Föt sem farið er í þarf ekki að þvo samdægurs, verið í sömu fötunum í nokkra daga. Fatnaður tapar eiginleikum sínum við þvott, færri þvottar lengri líftími.
Kveðja,
Forbjörn
Jón Örn og Sveinbjörn Suðurgata, Dagur og Ólafur 10k með 5k tempói - allt í tæfingsfærð en annars björtu og góðu veðri. Hulk og Santon í gimmið.
Ráðleggingar dagsins til einfaldara lífs:
Fyrir tíma þvottavéla og þurrkara var þvegnir þvottar á laugardögum, nú á dögum er alltaf verið að þvo þvotta og nútímamaðurinn eyðir jafnvel meiri tíma til þvotta en forfeður hans þrátt fyrir tæknina. Útdeilið einu handklæði per fjölskyldumeðlim í byrjun viku og látið duga vikuna á enda. Föt sem farið er í þarf ekki að þvo samdægurs, verið í sömu fötunum í nokkra daga. Fatnaður tapar eiginleikum sínum við þvott, færri þvottar lengri líftími.
Kveðja,
Forbjörn
Skíndu, félagsmaður-skíndu!
Félagsmönnum FI-skokks er ekki bara það að hlaupa í blóð borið, hæfileikinn til að skemmta öðrum og gleðja er einnig ríkur. Lítum á þessi tón/dans dæmi:
http://www.youtube.com/watch?v=LsiiC_Kdc88
http://www.youtube.com/watch?v=NaSS_F-bkYc
How do you like Iceland, my friend?
Kv. Aðalsteinn
http://www.youtube.com/watch?v=LsiiC_Kdc88
http://www.youtube.com/watch?v=NaSS_F-bkYc
How do you like Iceland, my friend?
Kv. Aðalsteinn
mánudagur, mars 07, 2011
Hádegisæfing 7. mars
Hver er að panta þetta veður?
Mættir (nauðbeygðir): maraþonfarar-Dagur, Oddgeir, Johnny, Ívar og Sveinbjörn líka ásamt síamstvíburunum. Ekki var farandi eftir maraþonprógrammi Sigurgeirs þannig að ákveðið var að fara í skjól skógarins og hlaupnir þar nokkrir hringir. Eagle er svo einbeittur þessa dagana að hann fer eftir prógrammi sem hljóðaði upp á brekkuhlaup og fór hann því einn í það. Svo af því að það styttist í maraþonið ykkar langar mig árétta að enginn getur siglt án vinds en kannski kemur að því að einhver verði vindlaus í maraþoninu og þá er gott að hafa í huga að þó menn sigli vindlausir smáspöl þá skilja þeir aldrei við vin sinn, a.m.k. ekki án þess að tárfella...þannig að ... þið þurfið að fara að huga að búningamálum og æfa ykkur í sænskunni, ekki satt?
Alls milli 7-8K
Kveðja,
Sigrún
Mættir (nauðbeygðir): maraþonfarar-Dagur, Oddgeir, Johnny, Ívar og Sveinbjörn líka ásamt síamstvíburunum. Ekki var farandi eftir maraþonprógrammi Sigurgeirs þannig að ákveðið var að fara í skjól skógarins og hlaupnir þar nokkrir hringir. Eagle er svo einbeittur þessa dagana að hann fer eftir prógrammi sem hljóðaði upp á brekkuhlaup og fór hann því einn í það. Svo af því að það styttist í maraþonið ykkar langar mig árétta að enginn getur siglt án vinds en kannski kemur að því að einhver verði vindlaus í maraþoninu og þá er gott að hafa í huga að þó menn sigli vindlausir smáspöl þá skilja þeir aldrei við vin sinn, a.m.k. ekki án þess að tárfella...þannig að ... þið þurfið að fara að huga að búningamálum og æfa ykkur í sænskunni, ekki satt?
Alls milli 7-8K
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, mars 04, 2011
Hádegisæfing 4. mars
Mættir: Byrndís, Þórdís, Bjúti, Óli, Dagur, Ívar, Sveinbjörn og Sigurgeir.
Það er föstudagur og þá er bara eitt í stöðunni og það er miðbæjarrúntur. Í þetta skiptið fóru allir með nema Bjútí sem heldur áfram að af-rasshausa sig skv. fræðum Gillz.
Það var merkileg stund í klefanum eftir æfingu þegar það náðust söguleg sætti á milli Bjútí og FISKOKK. Frá og með deginum í dag munum við deila búningsklefa með Bjúti í sátt og samlynd :o) Heimildarmaður sagði mér að Bjúti væri búinn að taka öll völd varðandi tónlistina lyftingarsalnum.
Hérna er það sem hann hlustar mest á í dag.
Kveðja,
Sigurgeir
Það er föstudagur og þá er bara eitt í stöðunni og það er miðbæjarrúntur. Í þetta skiptið fóru allir með nema Bjútí sem heldur áfram að af-rasshausa sig skv. fræðum Gillz.
Það var merkileg stund í klefanum eftir æfingu þegar það náðust söguleg sætti á milli Bjútí og FISKOKK. Frá og með deginum í dag munum við deila búningsklefa með Bjúti í sátt og samlynd :o) Heimildarmaður sagði mér að Bjúti væri búinn að taka öll völd varðandi tónlistina lyftingarsalnum.
Hérna er það sem hann hlustar mest á í dag.
Kveðja,
Sigurgeir
fimmtudagur, mars 03, 2011
Hádegisæfing 3.mars
Mættir: Ívar, Jón Örn, Sveinbjörn, Fjölnir og Ársæll.
Ársæll fór Hofs á undan hinum. Aðrir lögðu upp með vaxandi tempóæfingu skv plani. Farinn var Hofshringurinn en Sveinbjörn tók Suðurgötu. Skorað var á fararstjóra að klára túlkun og staðfæringu á maraþonprógrammi og setja inn þær vikur sem vantar uppá. Þar til því verður skilað er mönnum bent á heimasíðu Hal til stuðnings og uppörvunar, www.halhigdon.com
Kveðja, Fjölnir
Ársæll fór Hofs á undan hinum. Aðrir lögðu upp með vaxandi tempóæfingu skv plani. Farinn var Hofshringurinn en Sveinbjörn tók Suðurgötu. Skorað var á fararstjóra að klára túlkun og staðfæringu á maraþonprógrammi og setja inn þær vikur sem vantar uppá. Þar til því verður skilað er mönnum bent á heimasíðu Hal til stuðnings og uppörvunar, www.halhigdon.com
Kveðja, Fjölnir
Miðvikudagsæfing 2. mars
Mættir : Dagur, Ívar, Ársæll og Þórdís
Ársæll og Þórdís Suðurgötu, Dagur Hofsvallagötu og Ívar elti Suðurgötuna eftir að hafa verið seinn í klefa.
Formaðurinn átti bágt í dag enda ekki búinn að hlaupa í viku eftir langferð og ótækan lifnað. Gott að taka á því til að núllstilla mælana.
Kveðja,
Formaðurinn
Ársæll og Þórdís Suðurgötu, Dagur Hofsvallagötu og Ívar elti Suðurgötuna eftir að hafa verið seinn í klefa.
Formaðurinn átti bágt í dag enda ekki búinn að hlaupa í viku eftir langferð og ótækan lifnað. Gott að taka á því til að núllstilla mælana.
Kveðja,
Formaðurinn
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)