þriðjudagur, nóvember 29, 2011

Hádegisæfing 29. nóv.

Mættir: Cargo Kings og Síams.  Sveinbjörn fór í skógarhlaup.  Fyrrnefnd fóru Hofsvallagötu með tempóívafi að kafara.  Var ekki annað að sjá en að kóngarnir nytu samvista við tvíburana sem drösluðust með þeim tempókaflann þrátt fyrir hálku og frost.  Eftir æfingu komu Gunnur og Pétur Hafliða og sögðust ætla einn stuttan, hvað svo sem það nú þýðir.
Alls 8,2k
Kveðja góð,
SBN

mánudagur, nóvember 28, 2011

Hádegi 28 nóv

Mættir 10 hlauparar, 5 af hvoru kyni.

Ársæll og Þórdís fóru á undan.  Á eftir komu Dagur, Erla, Guðni, Guðrún Ýr, Hekla,  Sigrún, Sigurgeir, Sveinbjörn.  Meira og minna léttur mánudagur í kringum völlinn, með smá "náðu bráðinni".

GI

föstudagur, nóvember 25, 2011

Fundargerð stjórnar Skokkklúbbs Icelandair

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Skokkklúbbs Icelandair var haldinn 4. nóvember sl.  Ný stjórn samþykkti að fundargerðir verði birtar, félagsmönnum til upplýsinga.  Fundargerðin er því hér með birt:


Stjórnarfundur FI-Skokk (1. fundur tímabilsins 2011-2012)

4. nóvember 2011, kl. 1500 á skrifstofu Icelandair

Mættir: Jón Örn, Ívar og Oddgeir

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar tímabilið 2011-2012. Stjórnin skipti með sér verkum. Jón Örn formaður, Ívar gjaldkeri og Oddgeir ritari. Ívari falið að ganga frá prókúru-málum við fráfarandi gjaldkera klúbbsins.

Ný stjórn lýsir yfir vilja sínum að gera fundargerðir stjórnar aðgengilegar meðlimum klúbbsins.

Endanleg starfsáætlun fyrir komandi tímabil liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir því að hún liggi fyrir eigi síðar en eftir næsta fund stjórnar sem áætlaður er í desember nk.

Þau atriði starfsáætlunarinnar sem samþykkt voru fundinum voru eftirfarandi:

- Næsti aðalfundur/árshátíð verði haldin(n) í október eða nóvember 2012.

- Almenningshlaup Icelandair fari fram fyrsta fimmtudag í maí 2012. Framkvæmdastjóri hlaupsins verður sá sami og undanfarin ár (Sigurgeir).

- Stefnt skal að þátttöku í ASCA víðavangshlaupi á næsta ári. Gert er ráð fyrir úrtökumóti í aðdraganda hlaupsins.

- Aðventuhlaup í desember á þessu ári. Verður með svipuðum hætti og síðustu ár.

Að auki voru eftirfarandi mál rædd á fundinum og munu einhver þeirra án efa falla undir endanlega starfsáætlun stjórnar:

Ný stjórn hyggst leggja metnað sinn í að hvetja starfsmenn Icelandair Group til hlaupa. Verður sjónum einkum beint að þeim sem eru byrjendur eða hafa lítið hlaupið upp á síðkastið. Stefnt að því að setja þessa vinnu í gang með vorinu (2012). Hugmyndin er sú að fylgt verði 10 vikna æfingaáætlun fyrir byrjendur. Formaður klúbbins hefur lýst sig reiðubúinn til að halda utan um þetta verkefni (kynningu og framkvæmd æfingaáætlunar) með hjálp og aðstoð annara meðlima klúbbsins.

Ný stjórn hyggst kanna hvort aðrir raunhæfir möguleikar séu til staðar hvað varðar sturtuaðstöðu félagsmanna. Verður m.a. athugað hvort hægt sé að koma upp sturtuaðstöðu í húsnæði Icelandair.

Nýrri stjórn var falið á aðalfundi klúbbins í október sl. að ákveða nafn sem sem notast skal við þegar meðlimir klúbbsins keppa á hans vegum. Verður án efa leitað til meðlima klúbbsins í þeim efnum áður en ákvörðun um endanlegt nafn verður tekin.

Stjórn klúbbsins hefur áhuga á að viðhalda þeim góða sið að hver dagur vikunnar hafi sitt þema (mánudagur – rólegur, þriðjudagur – sprettir/ brekkur o.s.frv.). Stjórnin hyggst leita til eins af reyndari meðlimum klúbbins (Dagur) varðani áframhaldandi útfærslu og viðgang þessa góða siðs. Þá er ekki útilokað að „gesta-þjálfarar“ fái að leika lausum hala öðru hvoru.

Stefnt er að því, eftir því sem sjóðsstaða leyfir, að þeir meðlimir klúbbsins er taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta ári fái þátttökugjald að hluta eða öllu leyti endurgreitt. Þá verður möguleiki til þátttökukostnaðar í öðrum atburðum metinn hverju sinni (t.d. ASCA).

Upphæð félagsgjalda næsta árs var rædd. Gert ráð fyrir því að niðurstaða í þeim efnum liggi fyrir eftir næsta fund.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 1645.

fimmtudagur, nóvember 24, 2011

Þakkargjörðarhlaup

Fimmtán hlauparar mættu á æfingar í þremur hópum.

Dagur, Fjölnir, Ívar Sigurgeir og Sveinbjörn fóru saman.

Ársæll og Þórdís fóru saman.

Guðni, Guðrún Ýr, Gunnur, Hekla, Huld, Pétur, Sigrún og Villi fóru með Frjálsa í kringum Öskjuhlíðina og sumir rúmlega það. Þrátt fyrir að vera með tvo þjálfara (Guðna og Huld) tókst þeim að týna Gunni. Líklegast er að geimverur hafi numið hana á brott í gegnum símann hennar.

GI

þriðjudagur, nóvember 22, 2011

Hádegisæfing 22. nóvember

Mættir: Gunnur, Hekla, FJÖLNIR, Sveinbjörn, Þórdís og Sigurgeir

Hofs, skógur og Fossvogur voru í boði í dag.

Það hefur mikið verið rætt um sturtuaðstöðu og sérstaklega eftir uppákomu gærdagsins. Nú bíða allir eftir tilkynningu frá stjórn um hvað skal gera.

Ég skora líka á stjórnina að mæta og hlaupa með félagsmönnum :o)

Kv. Sigurgeir

mánudagur, nóvember 21, 2011

Hádegisæfing 21. nóv.

Mættir á höfuðstöðvarnar: Á samningafundi (Ívar), á útkikki og í mótmælaaðgerðum; Dagur og Fjölnir, á flótta, B. Bjútí en virkir notendur vóru: Sveinbjörn, Anna Dís, Huld, Þórdís og Sigrún. Farinn var skemmtihringur um Hofsvallagötu og sagðar skemmtisögur á leiðinni. Kepptust sumir við að toppa sögu hins og ansi mjótt var á mununum. Hver er t.d. með flottustu....kennitöluna? Hverjir eiga t.d. von á......hæsta jólabónusnum? Eitt er víst að það er allt að gerast hjá FI skokki og útrás baðklefa er yfirvofandi. Annars var bara allt rólegt á vestur vígstöðvum í dag og allir kátir. Bæjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
Kveðja,
SBN (leigupenni)

Óskalagastundin

Hringt var inn í þáttinn í dag og beðið um þetta óskalag. Fráfarinn aðalritari getur ekki látið hjá líða að sinna þessu kalli:

Óskalagið

Just remember to park and run, if you want to have fun! :) Eða þannig.
Happy trails,
SBN

Park Run#4

Einn félagsmaður tók þátt í þessu hlaupi um helgina, Bryndís Magnúsdóttir, og fara heildarúrslit hér á eftir:
Úrslit
Til hamingju með þetta Bryndís!
Kveðja,
SBN

föstudagur, nóvember 18, 2011

Föstudagur 18. nóv.

Mættir: Dagur og Þórdís (földu sig fyrir okkur), Sveinbjörn, Óli, Huld og Sigrún. Það er alveg ávísun á fína (rólega æfingu) föstudagsfléttu að mæta á FI skokks æfingar á þessum dögum því Dagur og Sveinbjörn eru alltaf að fara í Park Run á laugardagsmorgnum. :) Allavega, þá fórum við nokkuð léttleikandi leið um hlíðar, Nóatún, Sæbraut, bílakjallara Hörpu, miðbæ, Hljómskálagarðinn (hundsuðum alveg Jónas, nýlegt afmælisbarn) og heim á hótel.
Alls um 8k og vor í lofti en hver veit hvað verður síðar?

Þau leiðu mistök urðu í kynningu bjórs á leiðinni að rangt var farið með bjórtegund og framleiðanda og biðst fyrrverandi aðalritari velvirðingar á því. Hið rétta er að hinn meinti bjór heitir Bríó og er framleiddur af Borg, brugghúsi. Þetta leiðréttist hérmeð.

Góða helgi-SBN, leigupenni OAR og þotulið (að annara áliti).

fimmtudagur, nóvember 17, 2011

Hádegisæfing 17. nóvember

Mættir : Sigrún, Hekla, Gunnur, Pétur, Villi, Dagur, Sveinbjörn, Ársæll (sér)

Flottur hópur, frjálsi í miklum meirihluta ;)

Suðurgata, gekk á með hraðaaukningum og sprettum.



miðvikudagur, nóvember 16, 2011

Park Run #3-Elliðaárdalur

Þann 12. nóv. síðastliðinn fór fram þriðja hlaupið í þessari seríu. Úrslitin voru hagstæð fyrir okkar menn sem vermdu 1. og 4. sætið í karlaflokki. Báðir voru á PB í þessari braut!
Heildarúrslit
Kveðja,
SBN

mánudagur, nóvember 14, 2011

Hádegisæfing 14. nóvember

Þrjú holl lögðu í hann í dag frá Loftleiðum. Í forstarti voru Ársæll, Erla og Þórdís. Í holli tvö voru Dagur og Fjölnir og loks Sveinbjörn og Anna Dís. Maður spyr sig hvað varð um hinn lögskipaða upphafstíma æfinga FISKOKK kl. 12:08? Þrátt fyrir að vera ósamstíga í upphafi æfingar fóru öll hollin vestur í bæ og sameinuðust í sátt og samlyndi við hótel rétt fyrir kl. 13. Nokkur vindur á köflum en annars vorveður.

Kveðja,
Fjölnir

Powerade#2

Fjórir félagsmenn tóku þátt í þessu vetrarhlaupi á fimmtudaginn síðasta. Aðstæður voru með besta móti, nánast logn og bjartur máni lýsti keppendum leið um dalina (Víði- og Elliðaár).
Heildarúrslit
Karlar:
70 Oddgeir Arnarson 43:02
99 Sigurgeir Mál Halldórsson 45:15

Konur:
110 Huld Konráðsdóttir 45:37
135 Sigrún Birna Norðfjörð 46:40

Kveðja,
upplýsingafulltrúi OAR (ekki hann sjálfur samt).

laugardagur, nóvember 12, 2011

Freaky Friday 11.11.'11

Mættir á HL: Erla, Dagur, og Poweradearnir -Sigurgeir, Huld og Sigrún. Erla sendi inn formlega beiðni um að einu sinni væri farin skemmtileg leið og þáttastjórnandi varð frómlega við þeirri beiðni og fór með meðreiðarsveina sína um miðbæinn í frábæru veðri.
Alls um 7k
SBN

fimmtudagur, nóvember 10, 2011

Hádegi 10. nóv



Undanfarar voru þau Erla, Svienbjörn og Þórdís. Eftirbátar þeir Dagur og Guðni. Allt á rólegu nótunum 7-8k.






GI

miðvikudagur, nóvember 09, 2011

Hádegisæfing 9. nóv.

Mættir á sameinaða æfingu hjá Frjálsa og IAC: Gunnur, Hekla, Sigrún Kolsöe og Guðni en frá IAC voru Anna Dís (sem tók myndina), Huld, Sigurgeir, Dagur og Sigrún. Skokkað var inn í skóginn og farið að steini í kirkjugarði sem merktur er K (alveg augljóst hvar hann er). Þar lagði fráfarandi formaður línurnar með aðstoð fulltrúa frá Frjálsa; VOD dagsins voru 4 brekkusprettir upp að lífrænu úrgangstunnunni og skokk niður. Bónussprettur var í boði nýliðanna frá Frjálsa við mikinn fögnuð. Léttur úði var á vettvangi og kátt í mönnum og konum þótt síamstvíburunum hefði þótt nóg um innskot Baldurs og Konna í návist nýliðunarkvennanna. Augljóst er á athæfi þeirra kumpána að þeir hyggja á nýja landvinninga í þeim geira en Geiri smart lét sér þetta allt í léttu rúmi liggja, enda lætur hann ekki stjórnast af slíkum sýndarveruleika.


Alls milli 6-7k en gæði nokkuð góð.

Góðar stundir,

SBN f.h. sameinaðra



mánudagur, nóvember 07, 2011

Framkvæmdaáætlun

F.v. aðalritari komst inn í aðgerðapakka nýrrar stjórnar og fann sig knúinn til að birta áætlun þeirra kumpána. Svona ætla þeir að gera þetta í vetur, skilst mér:
Smellið hér, alveg óhindrað:
SBN (hacker)

Hádegisæfing 7.11




Mættir, í frábæru veðri: Ívar, Dagur, Guðni, Óli, Erla, Anna Dís, Huld og Sigrún (fulltrúi).

Farnar voru Suðurgata, Hofs, Kaplaskjól, með perranum, allt eftir smekk og áhuga. Dagur sagði skemmtisögu úr nýafstaðinni hlaupakeppni, hverja hann sigraði með miklum yfirburðum sl. laugardag. Innri endurskoðun var ekki á æfingunni en hann var bundinn yfir einhverju misræmi sem fannst við úrvinnslu gagna eftir Park Run hlaupaseríuna á laugardag, hvar hann vermdi annað sætið, sannanlega (það náðist á mynd). Tískuhornið var á sínum stað en þar fóru fyrrverandi formaður og núverandi meintur gjaldkeri klúbbsins fyrir hópnum í litasamsetningu og báru af í þeim efnum. Fyrrverandi aðalritari kýs að nefna þessa mynd Guerillas in the mist. Dæmi svo hver fyrir sig.

Góðar stundir,

SBN

laugardagur, nóvember 05, 2011

Park run 05.11.'11 (5K)

Dagur winner!

Sveinbjörn kemur í mark. Hann varð annar.


Tveir félagsmenn öttu kappi við klukkuna í þessu vikulega hlaupi sem á rætur sínar í Bretlandi en er að breiðast út um heiminn. F.v. aðalritari, sem bágt á með að vera ekki staddur í iðunni, var staddur á vettvangi glæps að þessu sinni og hvatti félagsmenn ásamt hlaupastöllu sinni og þjálfara, Huld. Skipti engum togum en þeir tveir félagsmenn, sem fyrir okkar hönd öttu kappi, vermdu fyrsta og annað sætið í hinu stórskemmtilega Park run hlaupi, sem átti sér stað í Elliðaárdalnum í morgun, í kjöraðstæðum.



Hlekkur fyrir upplýsingar um Park run


Góðar hlaupastundir, :)

SBN

fimmtudagur, nóvember 03, 2011

Hádegi 3. nóv



Mættir á sameiginlega æfingu FISKOKK og Frjálsa 12 hlauparar, 7 konur og 5 karlar. Hótelsystur fóru sér, Pétur og Erla týndust á leiðinni en Dagur, Gauja, Guðni, Gunnur, Hekla, Huld, Sigurgeir og Sveinbjörn fóru inn í Kópavog þaðan í skógræktina. Þaðan var tekið forgjafarhlaup austur Fossvog og svo til baka í vestur og safnað saman eftir brekkuna rétt austan við Nauthól. Þeir öflugustu tóku 2k sprett. Vegalengd frá 7k.

GI

miðvikudagur, nóvember 02, 2011

Park Run-Hvað er það?

Alla laugardaga:

Smellið hér:

SBN

Hádegi 2. nóv

Parakeppni vestur á Eiðistorg. Kepptu þar Dagur og Sigrún á móti Guðna og Huld, sem vissu reyndar ekki að þau væru í keppni, frekar en fyrri daginn. 8,2k

GI

Halloween hádegi

Hlaupaskýrsla:

Hlaupinn ríkishringur í kringum flugvöllinn. Þeir sem mættu voru (í röð eftir km fjölda og innkomutíma) Dagur og Ívar, Sigurgeir, Erla og Huld, Sigrún og Guðni, Sveinbjörn.

Sturtuskýrsla:

Einum karlhlaupara varð það á að fara í sturtuna hans Sveinbjörns, enda hafði honum ekki verið kynntur starfsaldurstengdur forgangur manna í sturtur. Kemur vonandi ekki fyrir aftur.

GI