Aðalfundur og árshátíð Skokkklúbbs Icelandair verður haldinn með pompi og
prakt föstudaginn 2. nóvember. Nánari upplýsingar um staðsetningu og
tímasetningu verða birtar er nær dregur viðburðinum.
Stjórn skokkklúbbsins auglýsir jafnframt eftir velviljuðum félagsmanni sem er
tilbúinn að hýsa aðalfundinn og árshátíðina. Þeir sem eru tilbúnir,
vinsamlegast setji sig í samband við undirritaðann sem fyrst.
Kveðja, f.h. Skokkklúbbs Icelandair,
Oddgeir
Ritari
s. 8619870
sunnudagur, september 30, 2012
þriðjudagur, september 25, 2012
Tilskipun 1/2012
Eins og sagnfræðingum og öðrum áhugamönnum um þýska alþýðu ætti að vera kunnugt rísa einvaldar oftast upp úr lýðræði. Nægir að nefna bræðurna Ólaf, Davíð og Ögmund í því sambandi, sem allir urðu/eru einræðisherrar á sínum vettvangi.
Nú er svo komið að Formaður stjórnar (með stórum staf) hefur ákveðið að taka sér einræðisvald í hendur og gefa út fyrstu tilskipun klúbbsins.
Tilskipunin er svo hljóðandi
"Vegna gróðurhúsaáhrifa hefur verið ákveðið að héðan í frá SKULI lögbundinn stuttbuxnatími ná frá 1. apríl fram til 1. nóvember ár hvert"
Þeir sem hafi athugasemdir við tilskipun þessa eru vinsamlegast beðnir um að næta á æfingasvæði skotfélags Hafnarfjarðar með undirritað vottorð í leikfimi. Þar verður mótmælendum raðað í stafrófsröð og fá 13 sekúndur til að láta ljós sitt skína áður en hleypt verður af.
Annars var falleg mæting í dag. Dagur, Huld, Fjölnir, Björgvin, Formaður og síðan kom Sigrún á móti umferð.
Formaðurinn.
Nú er svo komið að Formaður stjórnar (með stórum staf) hefur ákveðið að taka sér einræðisvald í hendur og gefa út fyrstu tilskipun klúbbsins.
Tilskipunin er svo hljóðandi
"Vegna gróðurhúsaáhrifa hefur verið ákveðið að héðan í frá SKULI lögbundinn stuttbuxnatími ná frá 1. apríl fram til 1. nóvember ár hvert"
Þeir sem hafi athugasemdir við tilskipun þessa eru vinsamlegast beðnir um að næta á æfingasvæði skotfélags Hafnarfjarðar með undirritað vottorð í leikfimi. Þar verður mótmælendum raðað í stafrófsröð og fá 13 sekúndur til að láta ljós sitt skína áður en hleypt verður af.
Annars var falleg mæting í dag. Dagur, Huld, Fjölnir, Björgvin, Formaður og síðan kom Sigrún á móti umferð.
Formaðurinn.
mánudagur, september 24, 2012
Mánudagur 24. sept - Lenging
Þokkaleg mæting í dag; Dagur, Gudni, Þórdís, Sigrún, Úle, Bjöggi og Oddgeir. Flugvallarhringur (rangsælis). Er kom að gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu var Úle spurður hvort hann æfði enn að lágmarki 10k í einu. Hann kvað svo vera. Var því ákveðið að lengja í svo fullnægja mætti þörfum hann. Var því farið um Álagranda og Frostaskjól í þeim tilgangi, utan tveggja sem fóru um Hofsvallagötu. Alls 10k hjá meirihluta hópsins, en ca. 8.5k hjá minnihlutanum.
miðvikudagur, september 19, 2012
Miðvikudagur 19. september - Ferð án fyrirheits
Frábært veður og þokkaleg mæting; Guðni, Sæli, Þórdís, Villi, Óli og Oddgeir. Ferð án fyrirheits þar sem hlaupið var í gegnum Öskjuhlíðarskóg, gegnum Fox-kirkjugarð, yfir brú og að Skógrækt. Þaðan var beygt til vinstri, upp með Borgarspítala, yfir í Háaleitið, í gegnum Fram-hverfið eins og það leggur sig og ekki áð fyrr en komið var að umferðaljósum í Valshverfi við Klambratún. Þaðan var síðan straujað að upphafspuntki. Alls ca. 7.5 km.
Ívar sást síðan spretta úr Öskjuhlíðarskógi er ofangreindur hópur var að ljúka sér af. Ekki er að öðru leyti vitað hvaðan hann kom.
Ívar sást síðan spretta úr Öskjuhlíðarskógi er ofangreindur hópur var að ljúka sér af. Ekki er að öðru leyti vitað hvaðan hann kom.
þriðjudagur, september 18, 2012
Þriðjudagur 18. september - Áttu áttu?
Ef þú átt áttu þá máttu.
Mættir: Guðni, Dagur, Jói, Þórdís, Fjölnir, Huld og Sigrún. Bjöggi le Beuf var á guðs vegum.
Úrvalsæfing er síamskettirnir komu með maraþonprógramm sitt færandi hendi, við mikinn fögnuð viðstaddra. Teknir voru 6 800m sprettir frá bakaríi að kirkjugarði, enda liggur leiðin beint þangað eftir svona æfingu. Kettirnir bættu svo við 4 sprettum inn í Fossvog til þess að fullvinna æfinguna.
Hörkuæfing og vel tekið á því.
P.S. Yasso skilar kveðju og segir að þetta sé allt að koma.
Kveðja,
Sigrún
Mættir: Guðni, Dagur, Jói, Þórdís, Fjölnir, Huld og Sigrún. Bjöggi le Beuf var á guðs vegum.
Úrvalsæfing er síamskettirnir komu með maraþonprógramm sitt færandi hendi, við mikinn fögnuð viðstaddra. Teknir voru 6 800m sprettir frá bakaríi að kirkjugarði, enda liggur leiðin beint þangað eftir svona æfingu. Kettirnir bættu svo við 4 sprettum inn í Fossvog til þess að fullvinna æfinguna.
Hörkuæfing og vel tekið á því.
P.S. Yasso skilar kveðju og segir að þetta sé allt að koma.
Kveðja,
Sigrún
fimmtudagur, september 13, 2012
Þjálfun og keppni í maraþoni á OL 2012 - Æfingar, þjálfun og annar undirbúningur
Þjálfun og keppni í maraþoni á OL 2012 - Æfingar, þjálfun og annar undirbúningur
Fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class um hlaup og hlaupaþjálfun verður fram haldið veturinn 2012- 2013. Fyrsti fundur vetrarins er helgaður æfingum og öðrum undirbúningi fyrir maraþonhlaup og einkum tekið mið af undirbúningi og keppni Kára Steins Karlssonar á Ólympiuleikunum í London nú í sumar svo og muninum á undirbúningum fyrir Ólympíuleikana og Berlínarmaraþon 2011. En í Berlínarmaraþoninu 2011 bætti Kári Steinn 26 ára gamalt Íslandsmet í maraþoni. Kári Steinn á nú Íslandsmet í maraþonhlaupi, hálfu maraþoni, 10 km. og 5 km. hlaupi.
Fyrirlesarar eru CARGO KINGS, Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og Kári Steinn Karlsson. Fundurinn er 17. september kl. 20:00 í veitingasal Lauga í World Class Laugum og er aðgangur ókeypis.
Fjallað verður m.a. um eftirfarandi atriði, sér í lagi með hliðsjón af undirbúningi Kára Steins fyrir OL 2012:
Dæmigerð þjálfunaráætlun fyrir maraþonhlaup
Æfingaálag, tíðni og tegundir æfinga, km. á viku o.fl.
Helstu praktísku þættir sem snúa að undirbúningi fyrir keppni
Hlaupastrategía og markmiðasetning fyrir hlaupið
Mismunurinn á undirbúningi fyrir OL og Berlínarhlaupið 2011
Jafnframt fjallar Kári Steinn um þátttöku sína á ÓL sl. sumar og undirbúningstímabilið og svarar fyrirspurnum frá fundargestum.
Aðgangur er ókeypis.
Fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class um hlaup og hlaupaþjálfun verður fram haldið veturinn 2012- 2013. Fyrsti fundur vetrarins er helgaður æfingum og öðrum undirbúningi fyrir maraþonhlaup og einkum tekið mið af undirbúningi og keppni Kára Steins Karlssonar á Ólympiuleikunum í London nú í sumar svo og muninum á undirbúningum fyrir Ólympíuleikana og Berlínarmaraþon 2011. En í Berlínarmaraþoninu 2011 bætti Kári Steinn 26 ára gamalt Íslandsmet í maraþoni. Kári Steinn á nú Íslandsmet í maraþonhlaupi, hálfu maraþoni, 10 km. og 5 km. hlaupi.
Fyrirlesarar eru CARGO KINGS, Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og Kári Steinn Karlsson. Fundurinn er 17. september kl. 20:00 í veitingasal Lauga í World Class Laugum og er aðgangur ókeypis.
Fjallað verður m.a. um eftirfarandi atriði, sér í lagi með hliðsjón af undirbúningi Kára Steins fyrir OL 2012:
Dæmigerð þjálfunaráætlun fyrir maraþonhlaup
Æfingaálag, tíðni og tegundir æfinga, km. á viku o.fl.
Helstu praktísku þættir sem snúa að undirbúningi fyrir keppni
Hlaupastrategía og markmiðasetning fyrir hlaupið
Mismunurinn á undirbúningi fyrir OL og Berlínarhlaupið 2011
Jafnframt fjallar Kári Steinn um þátttöku sína á ÓL sl. sumar og undirbúningstímabilið og svarar fyrirspurnum frá fundargestum.
Aðgangur er ókeypis.
þriðjudagur, september 11, 2012
Þriðjudagur 11. september - 12321
Fjórir bígsperrtir og vel girtir karlkyns meðlimir mættu í hádeginu í dag í norðan gjólu. Ákveðið að fara hefðbundinn hring um Hofsvallagötu en með smá tvisti þó. Er hópurinn nálgaðist hringtorgið við Hringbraut og Suðurgötu hváði einn meðlimanna þurfa að fara um Suðurgötu þar er bjór og grill höfðu leikið hann illa í sumar. Hinir þrír héldu sínu striki og er komið var á Ægisíðu hófst hið sívinsæla 12321 tempóhlaup, þ.e.a.s. hlaupið á tempóhraða í 1 mínútu, hvílt í eina, tempó í tvær mínútur, hvílt í eina o.s.frv. Tókst þetta með miklum ágætum, enda ágætis meðvindur á þessum hluta æfingarinnar. Fór svo að lokum að þremenningunum tókst (svo gott sem) að ná Suðurgötumanninum áður en komið var að endastöð.
Virðingarfyllst,
Ritarinn
Virðingarfyllst,
Ritarinn
fimmtudagur, september 06, 2012
Fimmtudagur 6. september - Þjófstartað
Í dag var ákveðið að þjófstarta að beiðni eins félagsmanns og leggja af stað kl. 1155 í stað 1208. Skilaboð þar að lútandi virðast hafa borist sumum en öðrum ekki. Lagt var af stað rangsælis umhverfis flugvöllinn. Við Suðurgötu beygðu Dagur, Guðni og Oddgeir af en Þórdís og Sæli héldu keik áfram, sögðust ætla að fara um Hofsvallagötu. Á Suðurgötu hófu þeir er beygðu af tempóhlaup og var hlaupið á þéttu tempói næstu 4 km (hraði á bilinu 4:05 - 4:20 min/km). Talið er að Þórdís og Sæli hafi haldið jöfnu tempói alla æfinguna. Þegar verið var að toga og teygja að hlaupi loknu komu á þéttu brokki, með stuttu millibili, Jóhann Þ. Jóhannsson, meðlimur sem lítið hefur mætt hingað til en hyggst bæta úr því, og Bjöggi bjútí. Ástæða þess að þeir voru ekki í samfloti með hópnum var sú þeir höfðu ekki vitneskju um að það yrði þjófstartað.
miðvikudagur, september 05, 2012
Miðvikudagur 5. september - Menn, mýs og minnisleysi
Í dag mættu tveir menn til hlaupa í ekki svo spennandi veðri. Mýsnar héldu sig hins vegar innandyra. Einn meðlima klúbbsins þjáðist af minnisleysi og gleymdi hlaupagræjunum sínum. Mennirnir tveir er mættu fóru rúnt í skógræktina og enduðu svo æfinguna á því að renna sér niður nýuppgötvaðan arm kolkrabbans. Alls 7 km.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)