þriðjudagur, apríl 29, 2008

Hádegisæfing 29. apríl

Mættir á gæðaæfingu dagsins voru: Sigurborg og Ásdís (frá hótelunum), Dagur (frá herbúðunum), Björgvin (umboðsaðili Tito-æfingakerfisins á Íslandi), Huld (úr meistaraflokki), Höskuldur (tilvonandi Köben-fari) og Sigrún (frá bloggarar.is). Einnig var Ingunn léttklædd á hlaupum í skógi.
Lögðum upp frá HLL og hituðum upp í skógi. Vegna fjölda áskorana frá meðlimum hópsins voru teknir brekkusprettir í ASCA brekkunni og rólega niður malbiksmegin. Reyndir tóku 6 en nýir tóku 3, og þótti nóg um. Held samt að ekki hafi tekist að fæla þær burt í þessari atrennu, enda aðal svívirðingameistarinn ekki við! Vonandi koma þær aftur, enda eðal félagsskapur þar á ferð.

Tókum síðan nokkrar góðar Tito æfingar í grasinu undir stjórn umboðsaðilans.

Skemmtileg æfing í rokinu. :)
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, apríl 25, 2008

Úrslitin í víðavangshlaupi Í.R.

Þó nokkrir félagar úr FI SKOKK þreyttu hlaupið sumardaginn fyrsta og er árangur þeirra hér að neðan:
Heildarúrslit

3 19:18 Dagur Björn Egonsson 1964 Icelandair
4 20:02 Guðni Ingólfsson 1967 Icelandair
29 20:25 Oddgeir Arnarson 1970 Icelandair
18 21:52 Jens Bjarnason 1960 Icelandair
4 22:58 Sigrún Birna Norðfjörð 1966 Icelandair
1 23:29 Bryndís Magnúsdóttir 1950 Icelandair
60 27:09 Jón Mímir Einvarðsson 1970 (keppir nú fyrir Múmíuna)

Einnig keppti góðvinur hlaupahópsins og aufúsugestur, Höskuldur Ólafsson:
9 20:40 Höskuldur Ólafsson 1965

Talan fyrir framan sýnir röð í flokki en tíminn er þar á eftir. Sveitakeppni Icelandair fór vel og var liðið í 9. sæti með Dag, Guðna og Oddgeir í forsvari.

Að öðrum ólöstuðum á Bryndís Magnúsdóttir einna mest hrós skilið en hún sigraði í sínum aldursflokki og átti það fyllilega skilið.

Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Myndir úr ASCA hlaupinu

Smellið hér:

Veljið síðan Foto til vinstri á síðunni. Góða skemmtun!
SBN

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Armstrong um Boston maraþon

Lesið það hér

Hádegisæfing 23. apríl

Mættum í dag í góðu veðri: Hössi, Dagur, Fjölnir, Sigrún og Erlendur. Einnig voru seniorarnir Jói og Sveinbjörn á eigin vegum og Ingunn var sér. Sérstaka athygli vöktu yngismeyjarnar Sigurborg og Ásdís frá hótelunum, en þær eru að fikra sig nær og nær hlaupahópnum og eru að sjálfsögðu velkomnar á æfingu með okkur í fyllingu tímans (strax ef vill). Fórum Hofsvallagötuna á rúmlega 5 tempói og hékk Erlendur (aðdáandi hljómsveitarinnar Foreigner) merkilega lengi í rassinum á okkur. Þegar vindurinn skall á okkur á Ægisíðu varð aðeins lengra á milli. Hössi er í lokafasa maraþonsundirbúnings og var búinn með 4 þegar hann hitti okkur, tálgaður að sjá(samt brúnn og sætur líka eftir Karabíska). Við hin vorum bara venjuleg, þó ekki Sigrún, hún hefur enn ekki náð fullum styrk eftir að sjá Lance Armstrong klára Boston maraþonið með stæl.
Fín æfing, alls 8,6K.

Hvetjum alla til að mæta í hádeginu á morgun í sumardagsins fyrsta hlaupið í kringum tjörnina. Byrjar klukkan 12.

Kveðja,
Sigrún

Skráning hér:

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Hádegisæfing - 22. apríl

Mættir: Dagur, Jói, Björgvin, Guðni, Fjölnir, Sveinbjörn og Sigurgeir. Farið var í skóginn til að vernda okkur frá rokinu. Boðið var upp á "hub"-sprettir en þeir fara þannig fram að allir hlaupa í röð á eftir þjálfaranum og þegar hann segir hub þá aukum við hraðann þar til hann segir aftur hub. Ég veit ekki hvað allir þessir stígar heita sem við fórum en þeir voru þó nokkrir og suma hef ég aldrei farið áður! Dagur passaði að sjálfsögðu upp á það að við tækjum brekkuspretti og ber ég honum þakkir fyrir það. Ræddum sumarfatnað FISKOKK og þar kom fram að frá og með 1. maí er bannað hlaupa í síðbuxum. Samtals voru þetta 7 km.

Sigurgeir

mánudagur, apríl 21, 2008

Hádegisæfing í Boston 21. apríl

Æfingar eiga sér engin landamæri.  Þess vegna mættu Huld, Sigrún og gestahlauparinn Inga Dagmar (pikkuðum hana upp í flugvélinni í gær) á æfingu hér í Boston.  Hlupum þægilega 7K á 40 mín. um hlaupasvæðið hér í Boston.  Veður gott, fer hlýnandi og sólin skín.  Maraþonið er byrjað og við á leið út að borða á Poor House og svo að horfa á hlaupið.  Æðislegt fjör!
Kveðja,  ;)
Sigrún

laugardagur, apríl 19, 2008

Parísar maraþon 6. apríl

Einn félagi í FI SKOKK tók þátt í þessu hlaupi og stóð sig frábærlega vel. Til hamingju með þetta!

4944 Baldur Haraldsson ÍR Skokk 03:13:53

Nánar

föstudagur, apríl 18, 2008

Hádegisæfing 18. apríl

Mættum í dag í frábæru veðri: Bryndís, Oddgeir, Dagur, Björgvin og Sigrún. Sveinbjörn var einnig á hlaupum.
Fórum miðbæjarrúntinn í frábæru veðri og þægilegu taltempói. Á Austurvelli var gerður aðsúgur að hópnum og Dagur varð fyrir árás ástsjúkrar skólastúlku sem var við hóp ungmenna að dimmitera. Sá hún í honum föðurlega ímynd og heillaðist af teinréttum hlaupastílnum. Lét hún aðra í hópnum vera, enda yngri og ekki eins árennilegir. Komumst síðan klakklaust út úr þessu og héldum heim á hótel.

Fín æfing með sýningarelítunni. Alls 8K

Kveðja, Sigrún

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Er þetta ekki eitthvað fyrir okkur?

Worldairlineroadrace

Hádegisæfing 17. apríl

Fimmtudagur og aðeins fólk með áhuga mætti: Oddný, Fjölnir og Sigrún. Ákváðum að fylgja eigin hvötum og fórum á gæðaæfingu (án harðstjórans). Hituðum upp í skógi og fórum í kirkjugarðinn. Söfnuðumst saman í brekku og tókum 4 brekkur á hraða og skokk restina af hringnum (eins og um daginn). Fínasta æfing og hlýtt en vindasamt. Erum að skríða saman eftir Róm.
Fín æfing og sýnir glöggt hversu agaður hópurinn er orðinn.
Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 16. apríl

Hrun í mætingu í dag, aðeins hard core pönkarar. Mættir: Dagur, Bjöggi metall og Sigrún.
Fórum nokkra blá stíga í hífandi roki en hlýju veðri. Björgvin bryddaði upp á þeirri nýjung að hlaupa með þyngingar á höndum, enda maðurinn orðinn fisléttur og allur að tærast upp. Hætta á að maður fjúki ef maður fjárfestir ekki í slíkum búnaði.
Kv. Sigrún

þriðjudagur, apríl 15, 2008

When in Rome, do as the Romans do

Frábær árangur náðist í ASCA keppninni í Róm eins og kunnugt er en þar var kvennaliðið valið það alfallegasta á svæðinu. Liðið stillti sér hóvært upp fyrir myndatöku af því tilefni sem sjá má hér: Krýningin á fallegasta liðinu

Fleiri skemmtilegar uppákomur voru í ferðinni eins og vera ber og voru sumir færðir "upp eða niður" um nafn, eftir því sem við átti. Aðrir héldu sínum nöfnum, enda búnir að ávinna sér sess innan hópsins. Hér eru nokkur af nýju viðurnefnunum, en hver og einn verður að para þau við rétta aðila.
Karlar:
The mummy attacker
Karate kid
Bambino bros.
Marlboro man
JB. Gubb
Catch me if you can smelltu hér
Konur:
The corner cutter
The scene stealer

Það ætti að vera nokkuð ljóst hver er hvað en endilega hafið samband ef um vafaatriði er að ræða. Eins ef fleiri eða betri tillögur að nöfnum detta inn.
Kveðja,
aðalritarinn

London maraþon

Á sunnudag hljóp Huld Konráðs. FI-SKOKK félagi maraþon í London á 3.12.09 og bætti sig frá fyrri tíma um 17 sek. Til hamingju Huld!
Anna Dís

mánudagur, apríl 14, 2008

ASCA Róm

ASCA cross country var hlaupið í Róm við ágætar aðstæður í góðu veðri. Kvennaliðið lenti í öðru sæti og karlaliðið í þriðja sæti. Stefán Már þjálfari var í þriðja sæti í karlakeppninni. Liðið unir því sátt og glatt við ferðina og árangurinn.
Nánari upplýsingar um tíma og sæti verða settar hér á síðuna fyrir vikulok sem og myndir frá mótinu.
Minni keppendur á að skila umfram farseðlum til Sveinbjarnar Egilssonar. Það má líka skila þeim í umslag merkt Sveinbirni í afgreiðslu aðalskrifstofu. Keppnistreyjum má skila hreinum og fínum á sama stað. Þeir sem mæta á æfingu á fimmtudag geta skilað treyjum og farseðlum þá.
Góðar stundir,
Anna Dís

miðvikudagur, apríl 09, 2008

"Viltu leyfa mér að verða samferða..."

Í ljósi síðustu verðhækkana á eldsneyti er ekki í vegi að þátttakendur verði sambíla til Keflavíkur þar sem því verður við komið.

Endilega setjið inn ferðaáætlun í comment þannig að umræðan geti farið í gang...

Veðrið í Róm, smella hér

Hádegisæfing - 9. apríl

Mættir: Dagur, Björgvin, Óli og Sigurgeir.
Það var róleg æfing í dag skv. reglunum fyrir Róm n.k. laugardag. Fórum Suðurgötu-hringinn á rólegum hraða. Guðni hefði sagt að við fórum rangsælis hring en samt réttan hring, nánari upplýsingar gefur Guðni ;o) Ræddum aðeins Róm og hvort að afsakanir fyrir hlaup væru teknar gildar!

Sigurgeir

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hádegisæfing - 8. apríl

Mættir: Dagur, Óli, Jói, Sveinbjörn og Bryndís

Lagt var upp með 800m spretti á brautinni. Joggað út að minnismerkinu um veru breska hersins á Íslandi. Þaðan voru sprettirnir teknir með ströndinni rétt út fyrir kafarann (undan vindi niður slakkann) og síðan tilbaka eftir 60sek hvíld (uppí vindinn upp brekku).
Jói tók 6stk en stytti í 400m, Sveinbjörn tognaði í læri eftir 3 spretti, Bryndís tók 4 spretti og Dagur og Óli tóku 5 spretti (D: 3:01,3:08,2:52,3:01,2:42).
Góð æfing í dýrlegu veðri.

Rólegt á morgun og enn rólegra á fimmtudaginn fyrir þá sem enn eru á klakanum.

God bedring til þeirra sem liggja heima í aumingjaskap.

Herr Dagur

Hádegisæfing 7. apríl

Mættum í frábæru veðri: Guðni, Oddgeir, Jói, Sveinbjörn, Dagur, Oddgeir, Hjörvar, Sigrugeir og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuna á ágætis tempói en Dagur og Oddgeir fóru Kaplaskjólið. Jói og Sveinbjörn fóru sér og Óli, sem lagði af stað á vitlausum tíma, náði okkur samt í restina, sem og Dagur og Oddgeir. Verið er að fínpússa liðsmenn fyrir ASCA næstu helgi og ýmis plön á lofti, aðallega hjá sumum.
Löng æfing (9,5K ca.)og fækkuðu menn fötum vegna góðviðris. Skemmst er þó frá því að segja að hlaupahjónin S og O lögðust í bælið um miðjan gærdag, með heiftarlega pest. Komum því ekki í bráð.
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, apríl 04, 2008

Hádegisæfing 4. apríl

Rjómablíða og fallegt veður. Mættir á æfingu: Hjörvar, Dagur, Oddgeir, Sveinbjörn og Sigrún. Fórum bæjarrúntinn í yndislegu veðri og fallegu sjávarútsýni. Athygli vakti að Hjörvar og Sveinbjörn létu sig hafa það að fylgja okkur og eru allir að færast í aukana. Fórum þetta á mjög þægilegum hraða og létum sjá okkur á öllum réttu stöðunum, Höfða, miðbæ, ráðhús, Hljómskálagarð og.fl.
Fín æfing, 8K á 43 mín.

Kveðja,
Sigrún