miðvikudagur, maí 30, 2012
Hádegisæfing 30. maí
Mættir á pinnann: Dagur, Guðni, Sveinbjörn og Bjöggi. Ársæll var á eigin vegum. Fórum rólega Suðurgötu og ræddum aðeins hvíld eftir maraþon. Sumir hvíla 1 dag, aðrir 1 dag fyrir hverja mílu. Einnig ræddum við merkingu orðsins náungakærleikur, en sumir í hópnum virðast ekki skilja hugtakið.
Hér eru nokkrar útgáfur:
http://www.runnersworld.com/community/forums/training/marathon-race-training/3-4-week-rest-after-marathon
SBN
sunnudagur, maí 27, 2012
EDI Marathon 2012 Unofficial timing
Nokkrir vaskir FI skokks sveinar og meyjar þreyttu þetta hlaup, 3 í hálfu og 8 í heilu maraþoni. Veður var með besta móti, sól, hægviðri og um 20 gráður plús, þegar leið á. Óopinberir tímar fara hér á eftir:
Heilt
Oddgeir 3:16
Sigurgeir 3:21
Dagur 3:28
Fjölnir 3:29
Óli 3:34
Ása 3:45
Ívar 3:46
Jón Örn 4:17
Hálft
Huld 1:37
Sigrún 1:43
Ársæll 1:50
Kveðja,
fulltrúi ritara
Ath. Það sem helst var markvert við hlaupið var að 2 úr hálfa maraþoninu voru nýsestir á salerni þegar ræst var og einn í heilu var keyrður í hjólastól um marksvæðið eftir hlaup. Hann mun héreftir keppa í hjólastólarallýi, fötlunarflokkur A2.
Heilt
Oddgeir 3:16
Sigurgeir 3:21
Dagur 3:28
Fjölnir 3:29
Óli 3:34
Ása 3:45
Ívar 3:46
Jón Örn 4:17
Hálft
Huld 1:37
Sigrún 1:43
Ársæll 1:50
Kveðja,
fulltrúi ritara
Ath. Það sem helst var markvert við hlaupið var að 2 úr hálfa maraþoninu voru nýsestir á salerni þegar ræst var og einn í heilu var keyrður í hjólastól um marksvæðið eftir hlaup. Hann mun héreftir keppa í hjólastólarallýi, fötlunarflokkur A2.
miðvikudagur, maí 23, 2012
Hádegisæfing 23. maí
Mættir: Doris Day, Johnny Eagle, Omen, Wicked Stepmothers, Ivanhoe. Ætlunin var að hlaupa í 1,5 tíma skv. EDI og á bakaleið mættum við Fjölni og Gamle Ole en þeir hlupu með okkur til baka. Mér er alveg sama á hvaða tíma þið hlaupið, mér er sama í hvernig skotapilsi þið verðið, mér er jafnvel sama hvort þið gerið PB eða ekki en mér er ekki sama ef þið þekkið ekki þessi lög og getið ekki sungið með þegar ég og Gamle Ole tökum númerið okkar. Ókey?!!
http://m.youtube.com/index?desktop_uri=%2F%3Fgl%3DGB%26hl%3Den-GB&hl=en-GB&gl=GB#/watch?v=z-JmbHfeIhQ
http://m.youtube.com/index?desktop_uri=%2F%3Fgl%3DGB%26hl%3Den-GB&hl=en-GB&gl=GB#/watch?v=X6zFaF9TgzA
Kveðja,
SBN
mánudagur, maí 21, 2012
Hádegisæfing 21. maí
Mættir: María Rún, Ársæll, Óli, Ívar, Dagur og Sigurgeir
Það var róleg Hofs skv. EDI-plani. María og Ársæll fóru Suðurgötu.
Kv. Sigurgeir
Það var róleg Hofs skv. EDI-plani. María og Ársæll fóru Suðurgötu.
Kv. Sigurgeir
föstudagur, maí 18, 2012
Föstudagsæfing 18. maí
Toppmæting í dag: Sveppi, Anna Dís, Cutress, Óli alsgáði, Fjölnir, Bjútí, Riverhappy, Eagle, Dagur, Sigrún. Fórum rólega Hofsvallagötu í fínasta veðri. Einnig sást til Bryndísar sem var á eigin leið. Nú er ekki úr vegi að minna EDI fara að fara að hysja upp um sig sokkana, mylja úr bestu brókinni og byrja að carbólóda, sé ásetningur í þá átt. Svo er bara að sigla þetta létt og brosa í markinu. Maður veit eldrei hver leynist þar bakvið þúfu.
Heyrðist á æfingu í dag:"Hvernig ætli sé að hlaupa óþunnur?". Hvorugt þeirra sem samtalið áttu virtust vita það.
Góða helgi-
SBN
föstudagur, maí 11, 2012
Teygjur er til einskis
Ég vissi það, ég sagði það...
http://www.hamragrill.is/content/article.php?id=307
Kveðja,
Dagur
fimmtudagur, maí 10, 2012
10. maí - Tempó (þó ekki hljómsveitin Tempó)
4 EDI einstaklingar (OFSÓ) voru svo óþolinmóðir á komast á tempóæfinguna að þeir ákváðu að byrja kl 1130 (í stað 1208). Hlaupið um vestur Hringbraut og út á Nes. Þar hófust tempó hlaupin (4 x 7 mín) er lágu um Gróttu, að Eiðistorgi og enduðu á Ægissíðu. Niðurskokk frá Ægissíðu til höfuðstöðvanna. Aðrir EDI einstaklingar ætluðu að framkvæma sambærilega sambærilega æfingu seinna um daginn að lokinni IT ráðstefnu.
Pólitísk ráðning bæjarritara
Framsóknarmaður ráðinn bæjarritari í Kópavogi. Hneyksli og spilling af verstu gerð.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/75152/
Fyrrverandi bæjarritari hefur sést við æfingar á Kópavogsvelli í hópi fagurlimaðra gæðinga.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/75152/
Fyrrverandi bæjarritari hefur sést við æfingar á Kópavogsvelli í hópi fagurlimaðra gæðinga.
miðvikudagur, maí 09, 2012
Hádegisæfing 9. maí
Mættir: Guðni, Huld, Sigurgei, Fjölnir og Sigrún. Fórum óhefðbundinn bæjarrúnt með viðkomu við Icelandair kaffihúsið á Lækjartorgi og Icelandair Hotel Marina. Lögð voru á ráðin með skemmtanahald eftir EDI og nefnd er að vinna að vali á veitingastað. Guðni, sem orðinn er árinu eldri, lét sér fátt um finnast og teymdi liðið ákveðnum skrefum um krákustíga miðbæjarins.
Gott veður og sól í sinni,
alls um 8k
kv. SBN
Gott veður og sól í sinni,
alls um 8k
kv. SBN
þriðjudagur, maí 08, 2012
8. maí - Hámark(s árangur)
Þá var komið að hámarki sprettæfinga fyrir Edinborgarfara. Alls skildi hitað upp í 28 mín, hlaupnir 9 x 800m sprettir og svo 28 mín niðurskokk. Fór þetta fram síðdegis.
Lagt af stað frá HLL kl rúmlega 17 (upphitun) á hinn rómaða íþróttaleikvang Mávabæjar, þar sem sprettirnir voru teknir. Síðan hlaupið aftur að HLL (niðurskokk). Tæplega tveggja tíma æfing.
Þetta framkvæmdu: Hulduefnið, Johnnie Be Good, Óli Spóli, Ibsen, Fjölnir í Spice Girls, Geiri glassúr, Oddgeir pulsukóngur og Dag eftir dag.
Fyrr um daginn hafði Sigga Bí tekið sama prógram í nágrenni heimilis síns.
Ekki er vitað hvað fór fram á hádegisæfingunni en þeir sem mættu þá mega gjarnan "kommenta".
Riddarinn
Lagt af stað frá HLL kl rúmlega 17 (upphitun) á hinn rómaða íþróttaleikvang Mávabæjar, þar sem sprettirnir voru teknir. Síðan hlaupið aftur að HLL (niðurskokk). Tæplega tveggja tíma æfing.
Þetta framkvæmdu: Hulduefnið, Johnnie Be Good, Óli Spóli, Ibsen, Fjölnir í Spice Girls, Geiri glassúr, Oddgeir pulsukóngur og Dag eftir dag.
Fyrr um daginn hafði Sigga Bí tekið sama prógram í nágrenni heimilis síns.
Ekki er vitað hvað fór fram á hádegisæfingunni en þeir sem mættu þá mega gjarnan "kommenta".
Riddarinn
mánudagur, maí 07, 2012
Skokkhópar topp 10 7. maí
Hópar - TOP 10 maí
Hópur 10+ Sum Fél. km
FI SKOKK 831,8 16 52,0
ÍR Skokk 1.304,8 30 43,5
ÍR Hlaup 1.052,5 27 39,0
HAUKAR-Laugavegur 2012 444,9 12 37,1
Afrekshópur / Ármann 1.854,5 53 35,0
Skokkhópur Garðabæjar 690,6 20 34,5
Hlaupasamtök Lýðveldisins 687,6 20 34,4
Laugaskokk 1.649,6 49 33,7
Valur Skokk 768,4 23 33,4
Eyrarskokk 447,1 14 31,9
Hádegisæfing 7. maí
Mættir:
María Rún, fór Öskjuhlíðarhring, Óli, Dagur, Guðni, Huld, Ívar, Sigrún. Þau fóru Hofsvallagötuna á EDI tempói. Búið er að ákveða að það verður Eurovísjón gleðskapur kvöldið fyrir maraþon í EDI en ekki er alveg vitað hvar. það sem er vitað er hinsvegar það að hver kemur með sinn snakkpoka og kók. Einnig sást til Arnanna, Oddgeirs og Mr. Eagle, en þeir voru báðir á sérleiðum. Gamle Ole, fyrrum stóraðdáandi Hannesar Hólmsteins, þurfti mjög skyndilega að stökkva niður í Nauthólsvík og kom tilbaka með fólskulegan sælusvip. Ekki skyldi mann undra ef fréttir af Öskjuhlíðarperranum færu að birtast von bráðar í netmiðlum. Aftur.
Kv. S
laugardagur, maí 05, 2012
Day after run 2012
Fín mæting var í hið hefðbundna eftirhlaup Icelandairhlaups og fara tímar þátttakenda hér á eftir:
Arndís Ýr 26:40
Guðni 29:13
Huld 29:57
Óli Briem 30:17
Sigrún Birna 32:07
Pétur Pan 34:29
Þórdís 35:12
Ársæll 36:27
Anna Dís 36:47
Gunnur 37:05
Hekla 40:30
María Rún 42:06
Arndís Ýr 26:40
Guðni 29:13
Huld 29:57
Óli Briem 30:17
Sigrún Birna 32:07
Pétur Pan 34:29
Þórdís 35:12
Ársæll 36:27
Anna Dís 36:47
Gunnur 37:05
Hekla 40:30
María Rún 42:06
föstudagur, maí 04, 2012
Icelandairhlaupið fimmtudaginn 3. maí
Hið árlega Icelandairhlaup fór fram fimmtudaginn 3. maí. Mjög góð þátttaka var í hlaupinu enda veður með allra besta móti. Alls skiluðu 557 hlauparar sér í mark sem er ekki langt frá metinu sem slegið var árið 2010 (sjá mynd hér að neðan er sýnir fjölda þeirra er hafa skilað sér í mark frá árinu 1995).
Vegalengd hlaupsins var sem fyrr 7 km. Sigurvegari hlaupsins var Kári Steinn Karlsson á tímanum 21:20. Fyrst kvenna var Fríða Rún Þórðardóttir á tímanum 27:33. Nánari úrslit hlaupsins má nálgast á hlaup.is.
Öll framkvæmd hlaupsins gekk eins vel og á verður kosið, ekki síst fyrir sakir að óvenju margir meðlimir skokkklúbbsins, auk annara velunnara, sáu sér fært að mæta til vinnu. Já, það er óhætt að segja að það hafi verið valinn starfsmaður í hverju rúmi. Vilja framkvæmdastjóri hlaupsins, Sigurgeir Már Halldórsson, og stjórn skokkklúbbsins koma á framfæri þökkum til allra þeirra er lögðu hönd á plóg. Vonandi verður næsta Icelandairhlaup enn stærra og glæsilegra!
Hér má svo sjá nokkrar myndir frá hlaupinu.
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
Mynd - Siggi Anton |
fimmtudagur, maí 03, 2012
3. maí - Tempóæfing fyrir þá sem vildu
Hluti Edínaborgarfara mættu á hádegisæfinguna: Þeir sem hyggjast hlaupa heilt maraþon tóku tempó (ekki sjampó) æfingu sem fólst í:
- 28 mínútna forhitun (náðist ekki alveg vegna tímaskorts)
- 2 sinnum 15 mínútna tempói með 4 mínútna rólegu skokki á milli
- og svo 28 mínútna kólnun (náðist heldur ekki alveg vegna tímaskorts).
Þetta framkvæmdu þeir FOD auk G (ekki Edínaborgarfari). Að auki vóru mættar Edínaborgar 1/2 maraþon fararnir Síams, auk Gunnar. Þær stúlkur ákvaðu að vera ekkert að æsa sig of mikið og tóku eitthvað rólegri æfingu en strákarnir.
Það spurðist út að Í hefði tekið sína tempóæfingu snemma um morguninn.
Í kvöld fer svo Icelandairhlaupið fram. Veðrið lofar góðu.
Góðar stundir,
ritari skokkklúbbsins.
- 28 mínútna forhitun (náðist ekki alveg vegna tímaskorts)
- 2 sinnum 15 mínútna tempói með 4 mínútna rólegu skokki á milli
- og svo 28 mínútna kólnun (náðist heldur ekki alveg vegna tímaskorts).
Þetta framkvæmdu þeir FOD auk G (ekki Edínaborgarfari). Að auki vóru mættar Edínaborgar 1/2 maraþon fararnir Síams, auk Gunnar. Þær stúlkur ákvaðu að vera ekkert að æsa sig of mikið og tóku eitthvað rólegri æfingu en strákarnir.
Það spurðist út að Í hefði tekið sína tempóæfingu snemma um morguninn.
Í kvöld fer svo Icelandairhlaupið fram. Veðrið lofar góðu.
Góðar stundir,
ritari skokkklúbbsins.
Town of runners
Vill benda á eftirfarandi atburð
http://www.facebook.com/#!/events/449507811742850/
og síðu myndarinnar þar sem er að finna góða trillu
http://www.townofrunners.com/
Kveðja,
Dagur
http://www.facebook.com/#!/events/449507811742850/
og síðu myndarinnar þar sem er að finna góða trillu
http://www.townofrunners.com/
Kveðja,
Dagur
miðvikudagur, maí 02, 2012
Hádegisæfing 2. maí
Brautarskoðun og létt hlaup með ASCA sögum. Gerandi var SBN en þolendur voru GI og SMH en einnig sást SVE og OLI var á sametime séræfingu.
Alls tæpir 7k
SBN
P.S. Munið að mæta tímanlega í höfuðstöðvarnar á morgun þið sem vinnið við hlaupið. Þar fáið þið vesti og frekari upplýsingar um störfin.
Alls tæpir 7k
SBN
P.S. Munið að mæta tímanlega í höfuðstöðvarnar á morgun þið sem vinnið við hlaupið. Þar fáið þið vesti og frekari upplýsingar um störfin.
þriðjudagur, maí 01, 2012
1. maí - Sprettæfing í Mávabæ
Mættir á sprettæfingu á aðalíþróttaleikvangi Mávabæjar (alias Klobbavogur) vóru eftirtaldir: FÍDOS
Upphitun fyrir æfinguna hófst frá heimili hvers og eins og var miðað við að menn yrðu komnir á ráspól íþróttaleikvangsins kl. 0900. Þar tóku við 8 sinnum 800 metra sprettir og runnu þeir ljúft um fætur manna, svo ljúft að einhverjir rugluðust í talningunni (héldu að þeir ættu fleiri spretti eftir) eða vildu taka bónussprett(i). Niðurskokk fólst svo í því að hver og einn hélt heim á leið.
Fyrrum aðalritari flokksis tók síðan sambærilegt prógram tveim klukkustundum síðar (reyndar ekki í Mávabæ). Ekki er vitað hvað aðrir meðlimir flokksins gerðu á frídegi verkafólks, en þeir sem gerðu eitthvað mega gjarnan skrifa um það í athugasemdakerfinu.
Núverandi ritari flokksins
Óverendát
Upphitun fyrir æfinguna hófst frá heimili hvers og eins og var miðað við að menn yrðu komnir á ráspól íþróttaleikvangsins kl. 0900. Þar tóku við 8 sinnum 800 metra sprettir og runnu þeir ljúft um fætur manna, svo ljúft að einhverjir rugluðust í talningunni (héldu að þeir ættu fleiri spretti eftir) eða vildu taka bónussprett(i). Niðurskokk fólst svo í því að hver og einn hélt heim á leið.
Fyrrum aðalritari flokksis tók síðan sambærilegt prógram tveim klukkustundum síðar (reyndar ekki í Mávabæ). Ekki er vitað hvað aðrir meðlimir flokksins gerðu á frídegi verkafólks, en þeir sem gerðu eitthvað mega gjarnan skrifa um það í athugasemdakerfinu.
Núverandi ritari flokksins
Óverendát
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)