Mættir: Huld, Inga, Óli, Jói Pilot, Fjölnir og Sveinbjörn á sérleið.
Hofsvallagata með hámarks D-vítamín inntöku. Kvennfólkið lagði á ráðin með fyrirhugaða ASCA keppni. Enn er laust sæti í karlaliðinu.
fþá CK
fimmtudagur, október 31, 2013
miðvikudagur, október 30, 2013
Árshátíðin - Hýsing óskast
Árshátíð Skokkklúbbs Icelandair verður haldinn laugardaginn 16.
nóvember. Aðalfundurinn verður haldinn fyrr um daginn. Nánar um það síðar.
Stjórn skokkklúbbsins auglýsir eftir velviljuðum félagsmanni sem er tilbúinn að hýsa árshátíðina. Þeir sem eru tilbúnir, vinsamlegast setji sig í samband við undirritaðann sem fyrst.
Kveðja, f.h. Skokkklúbbs Icelandair,
Oddgeir
Ritari
s. 8619870
Stjórn skokkklúbbsins auglýsir eftir velviljuðum félagsmanni sem er tilbúinn að hýsa árshátíðina. Þeir sem eru tilbúnir, vinsamlegast setji sig í samband við undirritaðann sem fyrst.
Kveðja, f.h. Skokkklúbbs Icelandair,
Oddgeir
Ritari
s. 8619870
þriðjudagur, október 29, 2013
Þriðjudagur 29. okt - Fjórir kóngar
Fjórir kóngar mættu í dag: Hinir lúnu Cargó Kíngs og hinir hressu GI og Oddur. Rólegur hringur um flugvöllinn að beiðni Cargó Kíngs.
Fjörlegar umræður spunnust um hið margrómaða KSÍ og nýjustu uppátæki þeirra.
Alls 8,6 km.
Fjörlegar umræður spunnust um hið margrómaða KSÍ og nýjustu uppátæki þeirra.
Alls 8,6 km.
mánudagur, október 28, 2013
Mánudagur 28.okt
Mættir: Cargo Kings, Sveinbjörn og Óli auk Jóa á göngu.
Kóngarnir fóru rólegan skógræktarhring rétttsælis öfugan. Sveinbjörn fór sér og Óli kom seint og um síðir í maraþon endurheimtur eftir flott hlaup um helgina.
fþá CK
Kóngarnir fóru rólegan skógræktarhring rétttsælis öfugan. Sveinbjörn fór sér og Óli kom seint og um síðir í maraþon endurheimtur eftir flott hlaup um helgina.
fþá CK
föstudagur, október 25, 2013
Hver er meðlimurinn?
Nýlega voru tveir meðlimir skokkklúbbsins í staddir í bænum Fuengirola á Spáni. Var þar dvalið í góðu yfirlæti í íbúð starfsmannafélags Icelandair. Við lestur gestabókarinnar hnutu menn um nöfn annarra félagsmanna sem hafa verið duglegir að nýta sér íbúðina, enda íbúðin fín og bærinn huggulegur.
Kvöld eitt þegar umræddir meðlimir skokkklúbbsins sátu að snæðingi á ágætum veitingastað í bænum var þeim litið inn í eldhúsið. Þeim til mikillar furðu sáu þau einn meðlima klúbbsins ljóslifandi í kokkabúningi, reiðandi fram girnilegar kræsingar af mikilli innlifun. Náuðst nokkrar myndir af okkar manni við iðju sína. Að vísu eru þær ekki í bestu gæðum en verða að duga.
Og nú er spurt: Hver er meðlimurinn? Tilgátur óskast sendar í "Comment-a-kerfið". Önnur spurning: Hvað er hann eiginlega að gera þarna? Tilgátur óskast einnig sendar í "Comment-a-kerfið".
Kvöld eitt þegar umræddir meðlimir skokkklúbbsins sátu að snæðingi á ágætum veitingastað í bænum var þeim litið inn í eldhúsið. Þeim til mikillar furðu sáu þau einn meðlima klúbbsins ljóslifandi í kokkabúningi, reiðandi fram girnilegar kræsingar af mikilli innlifun. Náuðst nokkrar myndir af okkar manni við iðju sína. Að vísu eru þær ekki í bestu gæðum en verða að duga.
Og nú er spurt: Hver er meðlimurinn? Tilgátur óskast sendar í "Comment-a-kerfið". Önnur spurning: Hvað er hann eiginlega að gera þarna? Tilgátur óskast einnig sendar í "Comment-a-kerfið".
miðvikudagur, október 23, 2013
Miðvikudagur 23. okt - Lokaundirbúningur í gangi fyrir FM-hlaupið
Mætt í undirbúning fyrir næstu helgi, þegar FM-hlaupið svokallaða fer fram, voru: Einhverfu bræðurnir Dagur og Úle, síamssystur, Sigurgeir og Oddur. Þá mætti Jói einnig í nýrri gerð af hlaupaskóm.
Vegalengdir í boði í FM-hlaupinu verða 1/2 maraþon og heilt maraþon.
Af einhverfu bræðrunum er það að frétta að þeir eru í lokaundirbúningi sínum fyrir þriðja maraþonið á skömmum tíma, á meðan Sigurgeir og Oddur eru að gera sig klára fyrir 1/2 maraþon. Huld er ennþá volg fyrir 1/2 en Sigrún segir pass.
Æfingaprógram einhverfu bræðranna virðist nokkuð sérstakt því á dagskránni í dag, 3 dögum fyrir maraþonhlaup, var ærlegt tempó. Alls hlupu þeir 10 km. Restin hljóp styttra og mun hægar, alls 8,5 km.
Vegalengdir í boði í FM-hlaupinu verða 1/2 maraþon og heilt maraþon.
Af einhverfu bræðrunum er það að frétta að þeir eru í lokaundirbúningi sínum fyrir þriðja maraþonið á skömmum tíma, á meðan Sigurgeir og Oddur eru að gera sig klára fyrir 1/2 maraþon. Huld er ennþá volg fyrir 1/2 en Sigrún segir pass.
Æfingaprógram einhverfu bræðranna virðist nokkuð sérstakt því á dagskránni í dag, 3 dögum fyrir maraþonhlaup, var ærlegt tempó. Alls hlupu þeir 10 km. Restin hljóp styttra og mun hægar, alls 8,5 km.
fimmtudagur, október 17, 2013
Fimmtudagur 17. október - Ekkert "junk"
Loks komu upp þær aðstæður að hægt var að knýja fram alvöru æfingu. Settir voru fram valkostir (les. afarkostir) þ.e. 6x800 eða tempó. Fyrri kosturinn varð ofan á og í æfingunni tóku þátt Dagur, Fjölnir, Ívar og Huld. Leystu allir verkefnið með sóma og hlupu á sama hraða og Dagur hljóp 37. kílómetrann í gegnum bjórstöðvarnar í Einhverframaraþoninu. Það var nb hraðasti kílómetrinn.
Auk áðurnefndra sást til Óla og Sveinbjörns.
Að leiðarlokum var stóra hlaupahanskamálið leyst farsællega, þökk sé FC og hans hirð.
Kveðja góð,
Huld
Miðvikudagur 16.okt
Mættir: Guðni og Fjölnir. Ársæll í forstarti
Rólegur hringur í góða veðrinu um Fossvog-Háaleiti-Safamýri-Hlíðar og heim. Samtals um 8km.
Kv, FÞÁ
Rólegur hringur í góða veðrinu um Fossvog-Háaleiti-Safamýri-Hlíðar og heim. Samtals um 8km.
Kv, FÞÁ
miðvikudagur, október 16, 2013
Tapað / Fundið
Starfsmaður kom að máli við ábyrgan Cargo King og var með svarta hlaupahanska (líklega kvennmanns) sem fundust í gær við teygingaraðstöðu hlaupara undir gafli hótels.
Ef einhver telur sig eiga tilkall til þessara hanska getur viðkomandi sett sig í samband við undirritaðann.
Kv, Fjölnir
mánudagur, október 14, 2013
Þættinum hefur borist bréf.....
Ævareiður hlustandi hringdi inn vísukorn vegna Eindhoven uppákomunnar og var greinilega mikið niðri fyrir er hann söng þessar línur fyrir þáttastjórnanda:
"Hann drekkur bjór þrisvar í viku
og notar karate sem líkamsrækt.
Hann hleypur maraþon um helgar
með mynd af Degi í vasanum...
Með mynd af Degi í vasanum?"
Lagið-tengist ekki þessari frétt og heldur ekki myndin!
Við þökkum þessum hlustanda fyrir sitt innlegg.
Góðar stundir!
"Hann drekkur bjór þrisvar í viku
og notar karate sem líkamsrækt.
Hann hleypur maraþon um helgar
með mynd af Degi í vasanum...
Með mynd af Degi í vasanum?"
Lagið-tengist ekki þessari frétt og heldur ekki myndin!
Við þökkum þessum hlustanda fyrir sitt innlegg.
Góðar stundir!
Takið daginn frá - Aðalfundur og árshátíð Skokkklúbbs Icelandair verða haldin laugardaginn 16. nóvember
Aðalfundur og árshátíð Skokkklúbbs Icelandair verða haldin
laugardaginn 16. nóvember nk. Nánari upplýsingar varðandi tíma
og staðsetningu verða veittar er nær dregur.
Mánudagur 14. okt - Fjölnir CK er mættur
Hófleg mæting í dag þrátt fyrir frábært veður: Fyrstur af stað (of snemma) var Fjölnir CK, já ég endurtek Fjölnir CK! Á réttum tíma fóru Huld síams, ÞórdísÆ og Oddur. Sveinbjörn mætti líka á réttum tíma en hvarf fljótlega inn í skóg. Lestina ráku svo Íbbi og Matti.
Mismunandi áherslur og vegalengdir í dag, frá ca. 7 km og upp í 10 km.
Sigurgeir CK birtist í vinnufötunum í lok æfingar. Var hann í leit að félaga sínum honum Fjölni CK og virtist nokkuð áhyggjufullur. Þegar þetta er ritað hefur ekkert spurst til Fjölnis CK og eru þeir sem eitthvað vita um ferðir hans beðnir um að gefa sig fram við vallarstjóra.
Mismunandi áherslur og vegalengdir í dag, frá ca. 7 km og upp í 10 km.
Sigurgeir CK birtist í vinnufötunum í lok æfingar. Var hann í leit að félaga sínum honum Fjölni CK og virtist nokkuð áhyggjufullur. Þegar þetta er ritað hefur ekkert spurst til Fjölnis CK og eru þeir sem eitthvað vita um ferðir hans beðnir um að gefa sig fram við vallarstjóra.
sunnudagur, október 13, 2013
Skötuhjú í borgarferð
Svo virðist sem skötuhjúin Dagur og Úle hafi brugðið sér í helgarferð til Eindhoven í þeim tilgangi að taka þátt í skemmtiskokki sem haldið er árlega í borginni. Völdu félagarnir lengstu vegalengd í boði, alls 42,2 km. Hér að neðan má sjá myndir af þeim kumpánum að hlaupi loknu, ásamt tímum. Vel gert hjá þessu skemmtilega pari!
Dagur Egonsson, Hollendingurinn fljúgandi, á 3:28:01
Ólafur Briem, Europhiaman, á 3:28:20
föstudagur, október 11, 2013
Föstudagur 11. okt - Bæjarins besta hlaup
Mætt í dag: GI, Sigrún síams, Sigurgeir og Oddur. Hópurinn fór bæjarrúnt í ágætu veðri. Hlýtt en nokkuð vindasamt. Alls 7,5 km.
Jakkafata-Úle mætti einnig en þó allt of seint. Þar af leiðandi var ekki var hægt að bíða eftir honum og ekki er vitað hvað hann tók sér fyrir hendur.
P.s. Fín mæting í "Powder-aid" hlaupið hans Dags í gærkveldi.
Jakkafata-Úle mætti einnig en þó allt of seint. Þar af leiðandi var ekki var hægt að bíða eftir honum og ekki er vitað hvað hann tók sér fyrir hendur.
P.s. Fín mæting í "Powder-aid" hlaupið hans Dags í gærkveldi.
miðvikudagur, október 09, 2013
Úrslit ASCA úrtökumótsins liggja fyrir
Úrslit ASCA úrtökumótsins sem fram fór þriðjudaginn 8. okt. liggja fyrir. Það var fín mæting hjá konunum og boðið upp á hörkukeppni. Mæting hjá körlunum var ívið lakari en fínir tímar hjá þeim sem hlupu. Þátttökufjöldinn dugir til að manna kvenna- og karlasveit fyrir komandi ASCA hlaup í Madrid.
Konurnar hlupu alls tvo hringi í Öskjuhlíðinni en karlarnir hlupu fjóra. Hver hringur var u.þ.b. 1,7 km að lengd. Röð og tímar þátttakenda eru hér að neðan. Lokatími kvennanna er í seinni dálki (feitletrað), sá fyrri er millitími eftir fyrri hring. Sama gildir um karlana, síðasti dálkur (feitletraður) er lokatími en dálkarnir þrír á undan eru millitímar hringja 1-3. Tvær konur og einn karl mættu að auki en luku ekki hlaupi.
Konur:
Ívar
Konurnar hlupu alls tvo hringi í Öskjuhlíðinni en karlarnir hlupu fjóra. Hver hringur var u.þ.b. 1,7 km að lengd. Röð og tímar þátttakenda eru hér að neðan. Lokatími kvennanna er í seinni dálki (feitletrað), sá fyrri er millitími eftir fyrri hring. Sama gildir um karlana, síðasti dálkur (feitletraður) er lokatími en dálkarnir þrír á undan eru millitímar hringja 1-3. Tvær konur og einn karl mættu að auki en luku ekki hlaupi.
Konur:
Inga | 08:10 | 16:17 | ||
Huld | 08:10 | 16:24 | ||
Sigrún Erle | 08:10 | 16:29 | ||
Björg | 08:15 | 16:54 | ||
Þórdís O Anna Dís Karlar: |
||||
Þórólfur | 07:10 | 14:08 | 21:03 | 27:52:39 |
Oddgeir | 07:10 | 14:22 | 21:48 | 29:09:05 |
Viktor | 07:15 | 14:50 | 22:36 | 30:12:92 |
Klemens | 07:30 | 15:13 | 23:03 | 30:47:69 |
þriðjudagur, október 08, 2013
Miðvikudagur 9. okt - Nýja Dressman auglýsingin
Mættir í réttum "dresskóða" fyrir væntanlega Dressman-auglýsingu voru: Bjöggi B, Sigurgeir, Oddur, GI og Dagur. Að auki mættu Síamssystur sem viðhlæjendur. Hefðbundinn hringur um flugvöllinn via Hofsvallagötu, nema Bjöggi B sem fór í sér myndatöku á Suðurgötunni. Þá sást til Jóa á góðu skriði í grennd við Dressmen og Síamssystur.
U.þ.b. 8,6 km hjá flestum.
U.þ.b. 8,6 km hjá flestum.
Hádegisæfing 07.okt
Mættir: Huld. Inga, Óli, Ívar, Dagur, Fjölnir, Sveinbjörn, Jói.
Sveinbjörn og Jói á sérleiðum en aðrir fóru Hofs í rjómablíðu. Mikil spenna í mannskapnum vegna úrtökumóts ASCA
Kv, FÞÁ CK
Sveinbjörn og Jói á sérleiðum en aðrir fóru Hofs í rjómablíðu. Mikil spenna í mannskapnum vegna úrtökumóts ASCA
Kv, FÞÁ CK
mánudagur, október 07, 2013
Vika 41
Mánudagur: Rólegt 7-9 km.
Þriðjudagur: 4x1600 á keppnis-pace.
Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km
Fimmtudagur: 55 mín tempó.
Föstudagur: Rólegt 7-9 km.
Laugardagur: 2 klst. (3/1).
Þriðjudagur: 4x1600 á keppnis-pace.
Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km
Fimmtudagur: 55 mín tempó.
Föstudagur: Rólegt 7-9 km.
Laugardagur: 2 klst. (3/1).
föstudagur, október 04, 2013
Föstudagur 4. okt - Skógurinn
Mætt: Dagur, ÞórdísO, 1 síamssystir, Oddur, Úle og Íbbi.
Menn og konur leituðu í Öskjuhlíðarskóginn í dag, enda norðangarri og fremur svalt í veðri. Dagur leiddi hópinn um skóginn enda maðurinn öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Svo fór að lokum að einhverjir heltust úr lestinni, hvort sem það var af völdum hafvillu eða uppgjafar.
Af kargókóngum er það helst að frétta að annar þeirra sást laumast að krásum Hamborgarafabrikkunnar á meðan á æfingu stóð en hinn ók hring eftir hring á bílastæði aðalstöðvanna á sama tíma.
Menn og konur leituðu í Öskjuhlíðarskóginn í dag, enda norðangarri og fremur svalt í veðri. Dagur leiddi hópinn um skóginn enda maðurinn öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Svo fór að lokum að einhverjir heltust úr lestinni, hvort sem það var af völdum hafvillu eða uppgjafar.
Af kargókóngum er það helst að frétta að annar þeirra sást laumast að krásum Hamborgarafabrikkunnar á meðan á æfingu stóð en hinn ók hring eftir hring á bílastæði aðalstöðvanna á sama tíma.
Fimmtudagur 3. okt - King for a day
Mætt: Dagur, önnur síams systra, Oddur, Sigurgeir og Úle, sem fékk að vera "king for a day" í fjarveru Fjölnis. Sæli og Sveinki fóru sér á undan.
Tempóæfing í þægilegri kantinum. Veður svo gott að hægt hefði verið "að spila borðtennis við þessar aðstæður", að mati Úle.
Tempóæfing í þægilegri kantinum. Veður svo gott að hægt hefði verið "að spila borðtennis við þessar aðstæður", að mati Úle.
miðvikudagur, október 02, 2013
Miðvikudagur 2. okt - The Boys
Það voru hinir geðþekku drengir í tríóinu The Boys sem mættu í dag en sá hópur samanstendur af Degi, Matta og Oddi. Rólegt hlaup í rólegu veðri. Sigrún Síams mætti svo í lokin og tók síðustu mínútu æfingarinnar.
Tempó á morgun.
Tempó á morgun.
Þriðjudagur 1. október
Það voru bara meistarar sem mættu í dag, enda meistaramánuður hafinn. Inga, Dagur, Matthías og Huld tóku æfingu dagsins samkvæmt æfingaáætlun sem flestum ætti að vera kunn. Karlpeningurinn ætlaði engu að síður að víkja sér undan æfingunni en Ingu tókst með harðræði að knýja fram hlýðni. Í sem stystu máli hljóðaði æfingin upp á 5x800 og hófust sprettirnir við bakarí og lá leiðin um Hofs, Ægisíðu að Nauthóli. Verkaskiptingin var þannig að Inga, Matti og Huld sáu um að hlaupa en Dagur reiknaði og hrópaði upp millitíma.
Allir hlutaðeigandi voru sáttir að leiðarlokum og uppskáru 8 km.
Kveðja góð, Huld
Allir hlutaðeigandi voru sáttir að leiðarlokum og uppskáru 8 km.
Kveðja góð, Huld
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)