Mættum tveir Höskuldur og Dagur, fórum bæjarrúntinn í þessu líka svakalega veðri, rjómalogni og sólskini.
Þar sem þetta var væntanlega síðasta hádegisæfingin óska ég öllum gleðilegs árs.
Munið eftir Gamlárshlaupi ÍR á mánudaginn. Allir sem vettlingi geta valdið að mæta.
Dagur
föstudagur, desember 28, 2007
fimmtudagur, desember 27, 2007
Hádegisæfing - 27. desember
Mættir voru Ólafur, Höskuldur og undirritaður. Fórum Hofsvallagötun á frísku tempói, 8,71km, 44:22mín, 5:06 avg. Kaldur blástur úr norðri beit í andlitið á útleiðinni en fengum síðan skjól eftir að við beygðum inná Hofsvallagötu, við Öskjuhlíðina fórum við síðan inní skóginn aftur í skjól.
Ræddum myndina um Jón Pál Sigmarsson frá kvöldinu áður og mismunandi aðferðir við að ná sem flestum kaloríum út úr jólamatnum.
Allir ætlum við að mæta í hádeginu á morgun.
Dagur
Ræddum myndina um Jón Pál Sigmarsson frá kvöldinu áður og mismunandi aðferðir við að ná sem flestum kaloríum út úr jólamatnum.
Allir ætlum við að mæta í hádeginu á morgun.
Dagur
sunnudagur, desember 23, 2007
Gleðileg jól!
IAC óskar félagsmönnum sínum og öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsællar bætingar á nýju ári. Þökkum allar góðu hlaupastundirnar á árinu. :)
Brekkur eru oftast lægri
en þær sýnast neðan frá.
Hannes Hafstein.
Strá í hreiðrið, 1988.
Stjórn IAC
Brekkur eru oftast lægri
en þær sýnast neðan frá.
Hannes Hafstein.
Strá í hreiðrið, 1988.
Stjórn IAC
föstudagur, desember 21, 2007
Hádegisæfing - 21. desember
Fámennt í dag eftir vel heppnaða jólaæfingu í gær.
Dagur og Huld fóru Sæbraut-Miðbæjarhringinn á mjúku sub 5mín tempói. Kreistum túrinn uppí 10km með því að taka krók í Öskjuhlíðina.
Dagur og Huld fóru Sæbraut-Miðbæjarhringinn á mjúku sub 5mín tempói. Kreistum túrinn uppí 10km með því að taka krók í Öskjuhlíðina.
Jólaæfing 20. des. 2007
Fríður hópur lagði af stað frá HL á slaginu 17.15 stundvíslega í átt að Fossvogi. Mætt voru: Stefán þjálfari, Bryndís, Huld, Sibba, Jens, Mímir, Sveinbjörn, Guðni, Ágúst, Fjólnir, Höskuldur og Anna Dís. Stefáni varð að máli að við tækjum eins konar æfingarlíki sem hjómar svo: við göngubrú inn í Fossvog var numið staðar og hlaupið til baka inn að brautarenda með mið að ljósastaurum. Tveir staurar hratt og síðan tveir hægt. Við brautarenda var snúið í átt að HL, teknar nokkrar "drill" æfingar, skokkað að Hlíðarenda og síðan beina leið á HL. Æfing tók um 42. mín. og spannaði 7K. Teknar voru góðar teygjur við sundlaugarinngang á undan sturtu og heitum potti í lok æfingar sem síðan endaði í sælustund á bar hótelsins.
miðvikudagur, desember 19, 2007
Síðasta æfing fyrir jól er 20.des. fimmtudag kl 17.15
Minni á jólaæfinguna kl. 17.15 fimmtudag.
Allir að mæta.
Kv. FI SKOKK
Allir að mæta.
Kv. FI SKOKK
Hádegisæfing - 19. desember
Nú er úti veður vott
verður allt að klessu.
Mikið átti Sigrún gott
að hlaupa ein í þessu.
Tók samviskusamlega einn rólegan upphitunarhring í skóginum. Síðan 3 brekkur í brautinni, hraði upp, rólega niður. Endaði síðan á einum löngum spretti í gegnum þveran skóginn út að rústum. Vantaði sárlega hrægammana sem vanir eru að glefsa í skottið á mér í sprettunum. Fín æfing í ruddalegu veðri.
Sigrún
verður allt að klessu.
Mikið átti Sigrún gott
að hlaupa ein í þessu.
Tók samviskusamlega einn rólegan upphitunarhring í skóginum. Síðan 3 brekkur í brautinni, hraði upp, rólega niður. Endaði síðan á einum löngum spretti í gegnum þveran skóginn út að rústum. Vantaði sárlega hrægammana sem vanir eru að glefsa í skottið á mér í sprettunum. Fín æfing í ruddalegu veðri.
Sigrún
þriðjudagur, desember 18, 2007
Hádegisæfing - 18. desember.
Mættir í góða veðrinu í dag:
Mímir, Höskuldur, Dagur og Sigrún.
Tókum þægilega æfingu í dag frá HL, Hlíðar, undirgöng undir Miklubraut, Nóatún, hluta Borgartúns, Sæbraut, Ráðhús framhjá Hljómskála og þaðan tilbaka að hótelinu eftir stíg. Rúmlega 8 km og engin sundrung var í hópnum sem skrafaði létt samhliða hreyfingunni.
Sigrún
Mímir, Höskuldur, Dagur og Sigrún.
Tókum þægilega æfingu í dag frá HL, Hlíðar, undirgöng undir Miklubraut, Nóatún, hluta Borgartúns, Sæbraut, Ráðhús framhjá Hljómskála og þaðan tilbaka að hótelinu eftir stíg. Rúmlega 8 km og engin sundrung var í hópnum sem skrafaði létt samhliða hreyfingunni.
Sigrún
Hádegisæfing - 17. desember
Mættir þann dag: Huld, Dagur, Guðni, Mímir, Höskuldur, Sigurgeir, Óli og Anna Dís
Lagt var af stað frá HL í átt að Hringbraut og stefnan tekin á Suðurgötu. Við horn Suðurgötu skiptist hópur í tvennt. Mímir og Anna Dís kláruðu rúma 7K. Við horn Hofsvallagötu skiptist hópur aftur í tvennt. Guðni og Sigurgeir kláruðu 9K. Þeir fótfráu hlaupara sem eftir voru fóru inn á Kaplaskjólsveg.
Mikill áhugi var í hópnum að Gamlárshlaupi.
Anna Dís
Lagt var af stað frá HL í átt að Hringbraut og stefnan tekin á Suðurgötu. Við horn Suðurgötu skiptist hópur í tvennt. Mímir og Anna Dís kláruðu rúma 7K. Við horn Hofsvallagötu skiptist hópur aftur í tvennt. Guðni og Sigurgeir kláruðu 9K. Þeir fótfráu hlaupara sem eftir voru fóru inn á Kaplaskjólsveg.
Mikill áhugi var í hópnum að Gamlárshlaupi.
Anna Dís
sunnudagur, desember 16, 2007
Powerade Vetrarhlaup - Úrslit Desember
Aðeins tveir kepptu undir merkjum Icelandair að þessu sinni:
50:08 Sigrún Birna Norðfjörð, önnur í aldursflokki
61:21 Helga Árnadóttir, fimmta í aldursflokki
Einnig tók þátt Höskuldur Ólafsson á 45:23 sem skilaði honum þriðja sæti í aldursflokki.
Hatröm barátta virðist í uppsiglingu hjá konum 40-44, Sigrún Birna leiðir keppnina með 27 stig en fast á hæla hennar fylgir Sigrún Barkardóttir, ÍR Skokk með 26 stig. Sigrún Birna var á undan Sigrúni Barkar í fyrstu tveimur hlaupunum, en nú sigraði Sigrún Barkar með aðeins 6 sek. mun. Huld var með fullt hús stiga í þessum flokki fyrir hlaupið en lét ekki sjá sig. Þrátt fyrir það er verðlaunasæti stutt undan. Verður spennandi að fylgjast með keppni þeirra í næstu hlaupum.
Leitt var að sjá ekki fleiri úr okkar hópi en þrátt fyrir slæma veðurspá og sérlega slæmt veður tímana á undan fór hlaupið fram í afbragsveðri.
Kveðja, Dagur
50:08 Sigrún Birna Norðfjörð, önnur í aldursflokki
61:21 Helga Árnadóttir, fimmta í aldursflokki
Einnig tók þátt Höskuldur Ólafsson á 45:23 sem skilaði honum þriðja sæti í aldursflokki.
Hatröm barátta virðist í uppsiglingu hjá konum 40-44, Sigrún Birna leiðir keppnina með 27 stig en fast á hæla hennar fylgir Sigrún Barkardóttir, ÍR Skokk með 26 stig. Sigrún Birna var á undan Sigrúni Barkar í fyrstu tveimur hlaupunum, en nú sigraði Sigrún Barkar með aðeins 6 sek. mun. Huld var með fullt hús stiga í þessum flokki fyrir hlaupið en lét ekki sjá sig. Þrátt fyrir það er verðlaunasæti stutt undan. Verður spennandi að fylgjast með keppni þeirra í næstu hlaupum.
Leitt var að sjá ekki fleiri úr okkar hópi en þrátt fyrir slæma veðurspá og sérlega slæmt veður tímana á undan fór hlaupið fram í afbragsveðri.
Kveðja, Dagur
föstudagur, desember 14, 2007
Síðasta æfing fyrir jól er 20. des.- allir að mæta í stuði
Kæru skokkfélagar.
Á nýju ári hefjast æfingar á fimmtudögum hjá FI SKOKK undir stjórn Stefáns Más Ágústssonar. Lagt verður af stað frá sundlaug Hótel Loftleiða, á fimmtudögum kl. 17.15. Búið er að semja um vægt gjald fyrir nýtingu á aðstöðu í búningsklefa.
Við ætlum að taka forskot á sæluna og hittast 20. des. kl. 17.15 á æfingu. Á eftir verður boðið upp á sælustund í potti og hressingu. Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið og vilja hreyfa sig fyrir jól!
F.h. stjórnar,
Sigrún B. Norðfjörð
fimmtudagur, desember 13, 2007
Hádegisæfing - 13. desember.
Mættir í dag: Fjölnir, Mímir og Oddgeir.
Fjölnir fór skógræktarhringinn en flugverndar- og flugöryggisfulltrúar félagsins tóku 3 brekkuspretti í Öskjuhlíð, ásamt fleiru, að sögn. Engin vitni voru að æfingunni.
Sigrún
Fjölnir fór skógræktarhringinn en flugverndar- og flugöryggisfulltrúar félagsins tóku 3 brekkuspretti í Öskjuhlíð, ásamt fleiru, að sögn. Engin vitni voru að æfingunni.
Sigrún
miðvikudagur, desember 12, 2007
Hádegisæfing - 12. desember.
Hálka í dag en þokkalegt veður. Mættir: Dagur, Sigrún og Guðni.
Æfingin var fullkomið "recovery" hlaup eftir þriðjudaginn, enda sumir að stefna á Powerade á morgun. Fórum frá HLL í gegnum Hlíðar og framhjá Menntaskólanum, svona til að sýna ungmennum hvernig bæri að stunda holla hreyfingu og þaðan upp í Kringlu. Guðni og Sigrún héldu síðan austur fyrir Útvarpshús og hring þar en Dagur hafði átt óskilgreint erindi í musteri Mammons, sem þau fyrrnefndu vildu alls ekki láta bendla sig við. Dagur kom síðan á móti okkur með poka (þó ekki brúnan) og sameinuðumst við í léttu skokki niður í Fossvogsdal, framhjá LSH og beina leið eftir stíg strandlengjunnar, Nauthólsvík og heim. Alls 7,3 km.
Þetta var ein léttasta æfing sem verið hefur lengi, enda mættu bara þeir sem ekki létu bugast á þriðjudeginum.
Sigrún
Æfingin var fullkomið "recovery" hlaup eftir þriðjudaginn, enda sumir að stefna á Powerade á morgun. Fórum frá HLL í gegnum Hlíðar og framhjá Menntaskólanum, svona til að sýna ungmennum hvernig bæri að stunda holla hreyfingu og þaðan upp í Kringlu. Guðni og Sigrún héldu síðan austur fyrir Útvarpshús og hring þar en Dagur hafði átt óskilgreint erindi í musteri Mammons, sem þau fyrrnefndu vildu alls ekki láta bendla sig við. Dagur kom síðan á móti okkur með poka (þó ekki brúnan) og sameinuðumst við í léttu skokki niður í Fossvogsdal, framhjá LSH og beina leið eftir stíg strandlengjunnar, Nauthólsvík og heim. Alls 7,3 km.
Þetta var ein léttasta æfing sem verið hefur lengi, enda mættu bara þeir sem ekki létu bugast á þriðjudeginum.
Sigrún
þriðjudagur, desember 11, 2007
Hádegisæfing - 11. desember.
Mættum einvala lið í dag:
Fjölnir, Sigurgeir, Guðni,'Oli, Dagur og Sigrún. Gott og milt veður til æfinga, snjólaust. Þar sem allir úr harðsnúna hópnum mættu var tekin rækileg gæðaæfing. Upphitun í Öskjuhlíð, svo 3svar blái hringur á hraða, með interval-starti. 2svar gegnum skóginn-sprettur og skokk tilbaka. Líka interval-start. Þá ASCA brekka á hraðaaukningu og rólega niður á stíg fyrir neðan skóg þar sem menn bættu aðeins í og kláruðu upp brekku og svo rólegt heim til HLL. Var góður rómur gerður að faglega útsettri æfingu, sem tók á flesta og þreytti þónokkra og hefði komið sér vel að hafa 3ja lungað á æfingunni eða a.m.k. risagervinýru með vasa.
Alls 7,3km afgreiddir í dag.
Sigrún
Fjölnir, Sigurgeir, Guðni,'Oli, Dagur og Sigrún. Gott og milt veður til æfinga, snjólaust. Þar sem allir úr harðsnúna hópnum mættu var tekin rækileg gæðaæfing. Upphitun í Öskjuhlíð, svo 3svar blái hringur á hraða, með interval-starti. 2svar gegnum skóginn-sprettur og skokk tilbaka. Líka interval-start. Þá ASCA brekka á hraðaaukningu og rólega niður á stíg fyrir neðan skóg þar sem menn bættu aðeins í og kláruðu upp brekku og svo rólegt heim til HLL. Var góður rómur gerður að faglega útsettri æfingu, sem tók á flesta og þreytti þónokkra og hefði komið sér vel að hafa 3ja lungað á æfingunni eða a.m.k. risagervinýru með vasa.
Alls 7,3km afgreiddir í dag.
Sigrún
mánudagur, desember 10, 2007
Hádegisæfing - 10.desember.
Mættir á æfingu dagsins (Dagsins): Mímir, Fjölnir, Hjörvar (special appearance), Dagur og Sigrún.
Hjörvar fékk það verkefni að hlaupa út á dælustöð frá HLL og tilbaka, óskaddaður. Mímir fór "reverse" hring frá HLL og skar leiðina með Suðurgötunni og tók ströndina heim á HLL. Kennarasleikjurnar Sigrún og Fjölnir fóru með sínum yfirboðara sama hring og Mímir, nema skáru sína leið með Hofsvallagötunni og strandlengjuna tilbaka til HLL. Sáum Mími í smækkaðri mynd (v/fjarlægðar) hluta leiðarinnar en allar áætlanir um að hlaupa hann uppi brugðust, enda hvasst nokkuð og snævi lögð braut, sem gerði allan framúrakstur nokkuð óhentugan. Var það mál manna að ef menn ætla sér í ASCA-liðið í mars, dugir ekki að lifa á fornri frægð heldur verða verkin að tala. Það er því ljóst að ef Cargo-menn ætla sér í liðið verða þeir að sýna betra mætingarhlutfall og ekki sniðganga "erfiðu" dagana.
Sigrún
Hjörvar fékk það verkefni að hlaupa út á dælustöð frá HLL og tilbaka, óskaddaður. Mímir fór "reverse" hring frá HLL og skar leiðina með Suðurgötunni og tók ströndina heim á HLL. Kennarasleikjurnar Sigrún og Fjölnir fóru með sínum yfirboðara sama hring og Mímir, nema skáru sína leið með Hofsvallagötunni og strandlengjuna tilbaka til HLL. Sáum Mími í smækkaðri mynd (v/fjarlægðar) hluta leiðarinnar en allar áætlanir um að hlaupa hann uppi brugðust, enda hvasst nokkuð og snævi lögð braut, sem gerði allan framúrakstur nokkuð óhentugan. Var það mál manna að ef menn ætla sér í ASCA-liðið í mars, dugir ekki að lifa á fornri frægð heldur verða verkin að tala. Það er því ljóst að ef Cargo-menn ætla sér í liðið verða þeir að sýna betra mætingarhlutfall og ekki sniðganga "erfiðu" dagana.
Sigrún
föstudagur, desember 07, 2007
Hádegisæfing 7. des
Það var sannkölluð cargo-æfing; mættir voru Fjölnir, Ingunn, Sigurgeir og Dagur. Farið var á jólabollu hraða skógræktarhringinn. Í bakaleiðinni var farið upp brekkuna að Perlunni þar sem farinn var rólegur hringur í kringum Perluna og útsýnisins notið í botn. Þaðan var hlaupið blái stígurinn með smá twist að HLL. Veðurblíðan var stórkostleg og sannkölluð jólastemning með snjóinn á öllum trjánum. Er ekki frá því að það heyrðist í nokkrum raula jólalög á bakaleiðinni.
Sigurgeir
Sigurgeir
fimmtudagur, desember 06, 2007
miðvikudagur, desember 05, 2007
Hádegisæfing - 5. desember.
Mættir í dag í ágætu veðri:
Guðni, Dagur, Höskuldur, Fjölnir, Sigurgeir, Ingunn, Sigrún og nýliðinn Björgvin Harri.
Fjórar vegalengdir voru í boði, en Ingunn tók 5 hringi í Öskjuhlíð og Björgvin Harri fór út að dælustöð og tilbaka. Héldum hin af stað frá HLL og vorum samferða áleiðis vestur í bæ. Guðni tók Suðurgötuna með Cargo-genginu þeim Fjölni og Sigurgeiri, upp á Hringbraut og þaðan beina leið heim að HLL. Dagur, Höskuldur og Sigrún héldu áfram og tóku tempóhlaup áfram vestur en eftir smá tíma var Degi farið að leiðast þófið og vildi auka hring sem hann tók Höskuld með sér í. Þeir fóru því áfram út á Kaplaskjólsveg, en Sigrún beygði upp Hofsvallagötu og hafði það meginmarkmið að láta ekki langfetana ná sér. Þeir höfðu annað í huga og sigu jafnt og þétt á bráðina. Þegar horni Flugvallarvegar við Valsheimili var náð skynjaði Sigrún að líkur væru á að hún yrði hlaupin uppi og hófst þá hinn æðisgengnasti lokasprettur. Síðustu metrana var svokölluð "all-out" tækni notuð af öllum hlutaðeigandi en allt kom fyrir ekki, langfetarnir lutu í gras. Lauk þessari skemmtilegu æfingu því á hinn farsælasta hátt og allir gengu glaðir til búningsherbergja.
Sigrún
Guðni, Dagur, Höskuldur, Fjölnir, Sigurgeir, Ingunn, Sigrún og nýliðinn Björgvin Harri.
Fjórar vegalengdir voru í boði, en Ingunn tók 5 hringi í Öskjuhlíð og Björgvin Harri fór út að dælustöð og tilbaka. Héldum hin af stað frá HLL og vorum samferða áleiðis vestur í bæ. Guðni tók Suðurgötuna með Cargo-genginu þeim Fjölni og Sigurgeiri, upp á Hringbraut og þaðan beina leið heim að HLL. Dagur, Höskuldur og Sigrún héldu áfram og tóku tempóhlaup áfram vestur en eftir smá tíma var Degi farið að leiðast þófið og vildi auka hring sem hann tók Höskuld með sér í. Þeir fóru því áfram út á Kaplaskjólsveg, en Sigrún beygði upp Hofsvallagötu og hafði það meginmarkmið að láta ekki langfetana ná sér. Þeir höfðu annað í huga og sigu jafnt og þétt á bráðina. Þegar horni Flugvallarvegar við Valsheimili var náð skynjaði Sigrún að líkur væru á að hún yrði hlaupin uppi og hófst þá hinn æðisgengnasti lokasprettur. Síðustu metrana var svokölluð "all-out" tækni notuð af öllum hlutaðeigandi en allt kom fyrir ekki, langfetarnir lutu í gras. Lauk þessari skemmtilegu æfingu því á hinn farsælasta hátt og allir gengu glaðir til búningsherbergja.
Sigrún
mánudagur, desember 03, 2007
Hádegisæfing 3. desember
Mættir í dag : Guðni, Mímir, Huld, Ingunn, Höskuldur, Dagur, Jói. Jói fór í kraftgöngu og Ingunn tók 6km í Öskjuhlíðinni. Restin varð samferða út að 3km eftir dælustöð, þá snéru Guðni og Mímir við en Huld, Höskuldur og Dagur fóru útá Keilugranda (9,6km).
Veðrið geggjað, blanka logn og sól.
Veðrið geggjað, blanka logn og sól.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)