Þrír félagar tóku þátt í Jökulsárhlaupinu, frá Dettifossi niður í Ásbyrgi, 32,7km. Veður var frábært (fyrir áhorfendur) sól og 22 stiga hiti. Blessunarlega fyrir hlaupara var smá gola. Þetta er fallegasta hlaupaleið sem hægt er að hugsa sér, en eins og einn hlaupari sagði, "kallar á mikla fótavinnu" vegna undirlags.
33 03:03:15 Guðni Ingólfsson
34 03:04:12 Jakob Schweitz Þorsteinsson (bæting um 13 mín frá 2009)
83 03:44:44 Jens Bjarnason
112 skiluðu sér í mark.
miðvikudagur, júlí 28, 2010
mánudagur, júlí 19, 2010
WARR-skráningarfrestur
Captains,
The deadline for getting the early bird discount is almost here.
Encourage your team to register before the deadline to get the discount.
http://worldairlineroadrace.org/index.html
Check out the web page and note there are many changes this year.
Ron Maxwell
The deadline for getting the early bird discount is almost here.
Encourage your team to register before the deadline to get the discount.
http://worldairlineroadrace.org/index.html
Check out the web page and note there are many changes this year.
Ron Maxwell
sunnudagur, júlí 18, 2010
Laugavegurinn 2010
föstudagur, júlí 16, 2010
Hádegisæfing - 16.júlí
Fámennt var á pinna í dag. Fjölnir, Jens og Táta fóru hefðbundna Hofsvallagötu í blíðviðrinu.
Góða helgi,
Fjölnir
Góða helgi,
Fjölnir
fimmtudagur, júlí 15, 2010
Hádegisæfing@tempo.is
Nú hefur loks tekist að hrekja alla félagsmenn á braut því einungis 3 mættu í dag; Óli, Huld og Sigrún og fór Óli í forstarti smá lengingu til að ná 10K en síams fóru tempóhlaup frá Ægisíðu að kafara í steikjandi sól. Skokkuðum síðan öll saman heim á hótel og Óli rétt náði inn í baðklefa karla fyrir lokun.
Alls 8,3-10K
Kveðja,
Sigrún
Alls 8,3-10K
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, júlí 14, 2010
Hádegisæfing 14. júlí
Það var náttla ekki hægt að senda strákana eina á æfingu og því fóru síams til móts við 3 syngjandi sjómenn í vesturátt (sbr. Vesturfararnir) og hittum þar fyrir Kafbátinn, Oddinn og JGG tribal tattú sem vóru einmitt að koma af Hofsvallagötu. Mikil sól skein í heiði og náði berunaráráttan heljartökum á innátalanda Íslands, fljótlega er síams birtust, og var hægt að sjá að tönun var töluverð á stjórn- og bakborða. Við Nauthólsvík kom los á hópinn, einn hljóp undan sér og fór heim á hótel en JGG og FÞÁ skelltu sér í sjóinn og síams, með planaða sjóférð, skelltu sér í sjógallana og svömluðu kátar í sjónum í félagsskap Sigga Antons og nokkurra krossfiska (sem voru að koma af Crossfit æfingu).
Rólegt og gott í boði hússins og um 8K á mann.
Blesssssssssssssssssssssss
aðalritari (UNESCO)
P.S. Sigurgeir-virkar pungurinn í sveitinni eða ertu án sambands?
Rólegt og gott í boði hússins og um 8K á mann.
Blesssssssssssssssssssssss
aðalritari (UNESCO)
P.S. Sigurgeir-virkar pungurinn í sveitinni eða ertu án sambands?
Ármannshlaupið 13. júlí
Tveir félagsmenn tóku þátt í hlaupinu við kjöraðstæður og skiluðu mjög góðum tímum:
31. Viktor J. Vigfússon 00:41:15 - 11. í flokki
58. Baldur Haraldsson 00:43:43 -20. í flokki
Glæsilegt, til hamingju!
IAC
Heildarúrslit
31. Viktor J. Vigfússon 00:41:15 - 11. í flokki
58. Baldur Haraldsson 00:43:43 -20. í flokki
Glæsilegt, til hamingju!
IAC
Heildarúrslit
þriðjudagur, júlí 13, 2010
Hádegisæfing@brekkan.is
Maður þarf víst að sjá einn um þetta blogg eftir að allir skallarnir fóru í frí; Gráni, skalli og músin en það er allt í lagi, maður er alveg að nenn'essu...
Einvala lið mætti sjálfviljugt á markaðstorgið í dag og beið þess er verða vildi undir stjórn Síams1 en hún hafði fyrirskipað Ösku(r)hlaup í dag. Þeir sem mættu vóru eftirtaldir: Jens og Táta, en Jens hleypur um þessar mundir á vegum Össurar með glænýja hulsu á hægri fæti, sem hann er að álagsprófa með útflutning í huga. Reyndar var einungis um teip að ræða en í fjarska virkaði fóturinn eins og álímdur. Allavega, líka vóru þarna Rúna Rut sem er í taperingu fyrir Laugaveginn, Huld sem er frænka Halhigdons (og þeirra bræðra), Fjölnir sem er alveg í stórsókn (loksins laus við Glamúrinn) og Sigrún sem er viljalaust verkfæri S1 þessa dagana. Hituðum aðeins upp og fórum í ASCA brekkuna og tókum þar 4 spretti í fínu færi (búið að bera í brautina) og síðan niðurskokk um Hlíðar í hellidembu. Það var mál manna að loksins þegar allar stórkanónurnar væru farnar í frí væri hægt að æfa af einhverju viti. Ekki einhver endalaus Hofsvallagata og eitthvað tilgangslaust ruslhlaup...ég get svarið það, loksins er einhver vinnufriður hérna....
Ástarkveðja, en ekki saknaðar-
Alls 8,6K
aðal
Einvala lið mætti sjálfviljugt á markaðstorgið í dag og beið þess er verða vildi undir stjórn Síams1 en hún hafði fyrirskipað Ösku(r)hlaup í dag. Þeir sem mættu vóru eftirtaldir: Jens og Táta, en Jens hleypur um þessar mundir á vegum Össurar með glænýja hulsu á hægri fæti, sem hann er að álagsprófa með útflutning í huga. Reyndar var einungis um teip að ræða en í fjarska virkaði fóturinn eins og álímdur. Allavega, líka vóru þarna Rúna Rut sem er í taperingu fyrir Laugaveginn, Huld sem er frænka Halhigdons (og þeirra bræðra), Fjölnir sem er alveg í stórsókn (loksins laus við Glamúrinn) og Sigrún sem er viljalaust verkfæri S1 þessa dagana. Hituðum aðeins upp og fórum í ASCA brekkuna og tókum þar 4 spretti í fínu færi (búið að bera í brautina) og síðan niðurskokk um Hlíðar í hellidembu. Það var mál manna að loksins þegar allar stórkanónurnar væru farnar í frí væri hægt að æfa af einhverju viti. Ekki einhver endalaus Hofsvallagata og eitthvað tilgangslaust ruslhlaup...ég get svarið það, loksins er einhver vinnufriður hérna....
Ástarkveðja, en ekki saknaðar-
Alls 8,6K
aðal
mánudagur, júlí 12, 2010
Hádegisæfing 12. júlí
Eftir síðasta allsherjarblogg veit ég vart hvað skal segja, öllu lengra þá væri þetta bók. Allavega mættu nokkrir til leiks í dag á rólega Hofsvallagötu, eða þau Jens og Táta, Huld og Gnarr, Sigrún og Oddgeir en sérleiðis voru Jón Örn og Jói. Æfingin var hin rólegasta en spannaði um 8K og sumir af viðstöddum voru í vímu eftir sigur gærdagsins. Markið
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, júlí 09, 2010
"The Power of nudity" eða "afl alsberunarinnar" 9. júlí 2010
Jæja jæja jæja.
Ég segi ekki meir.
Þvílíkt og annað eins.
Í dag mættu Bryndís (sér), Dagur, Glamúr, Bjútí og Fjölnir. Ákváðum við fjórmenningarnir að taka hefðbundin föstudags bæjarrúnt í blíðviðrinu. Reyndar vorum við ekki komnír út af bílastæðinu við HLL þegar Dagur fór að tala um "full monty" á Sæbraut. Anyways, hlupum við fagurlega leggjaðir og tanaðir í drasl sem leið lá upp á Lönguhlíð og vorum í sakleysi okkar að ræða einhver mjög alvarleg og mikilvæg mál þegar kvenmaður sem kom auga á hópinn hrópaði upp yfir sig i einhverskonar geðshræringarkasti "djöfull eruð þið heitir" sem fylgt var eftir með allgóðu blístri. Þetta myndi útleggjast á ensku eitthvað á þessa leið "my gosh, yo're so freakin HOT". Þar með var eiginlega ísinn brotinn og andleg kynferðisleg áreitni í okkar garð gekk um allt þverbak í þessari ferð. Það ber þó að taka það fram að berunarárátta klúbbmeðlima kristallaðist þegar við komum niður á Sæbraut en þá svipuðu menn sér úr að ofan, og hljóp öll hersingin því "half monty" (ef það er til), alla leið heim á HLL. Bara til að ná utan um allar þær "áreitnir" sem við urðum fyrir á leiðinni tel ég best að númera atvikin eftir því sem þau áttu sér stað.
1. Eftir berun á Sæbraut mættum við ungri fallegri dömu sem var mjög starsýnt á hópinn, en leit undan og niður í jörðin rauð í framan en brosandi meðan við svifum framhjá með sperrta kassa í spandexinu að neðan.
2. Skömmu síðar á Sæbrautinni mættum við Austurískum hjónum á sextugsaldri þar sem maðurinn brosti sínu blíðasta til hópsins. Greindum við það sem svo að hann væri í raun samkynhneigður en væri samt ennþá fastur inni í skáp og giftur konu.
3. Við Sólfarið var hópur kven-nemenda úr Artz- and fazhion University of Usbekistan sem hrópaði og tók myndir af okkur er við skeiðuðum framhjá á seinna hundraðinu.
4. Örfáum metrum seinna vorum við staddir á gönguljósunum á Sæbrautinni að bíða eftir græna kallinum, en skemmst er frá því að segja að Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýsla sat í bíl og flautaði og brosti eins og hún ætti lífið að leysa og vildi bíða á græna ljósinu og fá hópinn hlaupandi fyrir framan bílinn.
5. Er við hlupum fram hjá Stjórnarráðinu hafði kona sem talaði í hátalarakerfi orð á því að við sem værum að hlaupa ættum að ganga til liðs við mótmælendur í stað þess að hlaupa svona. (Það er reyndar erfitt að flokka þetta sem kynferðislega áreitni en ég ætla nú samt að gera það hérna, það er svona betra fyrir meðaltalið).
6. Í Austurstrætinu var mikið brosað og horft og fann hópurinn verulega fyrir því hvernig vegfarendur klæddu þá með augunum úr því litla sem var eftir að fatnaði á annars hel-tönuðum kroppunum.
7. Í Hlómskálagarðinum var hópur ungmeyja sem brosti sínu breiðasta rak upp gól og veifaði ákaft er við hlupum framhjá.
Þarna var okkur eiginlega öllum lokið og menn nánast bugaðir af áreiti. Eins og einhver sagði, "hún hefði alveg eins getað bara klipið í p...inn á mér".
8. Nei nei, hér var ekki öllu lokið, sei sei nei, þegar við gullfallegir, en fíluðum okkur dálítið "violated" hlupum framhjá Valsvellinum, var heill flokkur fótboltakvenna sem rak upp gól og öskraði á eftir okkur langleiðina niður í undirgöng. Maður taldi sig vera hólpinn þar en nei,
9. Á dimmasta stað í undirgöngunum mættum við veðurfréttakonu af Stöð 2, (þessari sem skyggir ekki alltaf á Austurlandið) og brosti hún sínu blíðasta og hægði verulega á sér (eða vorum það við) þegar við mættumst.
Eftir þetta komumst við sem betur fer óáreittir að HLL. Hópurinn varð fyrir þvílíku áfalli við þetta hlaup að 3 af 4 hafa ákveðið að fara beint í sumarfrí og munu því ekki sjást hér á næstu vikum.
Upp kom umræða um það hvort Síams með allt sit "hotness og sex-appeal" virkuðu sem "chick repellers" fyrir Male memebers of the club, eftir reynslu dagsins. Þ.e. fáum við meiri athygli veikara kynsins í fjarveru þeirra...? Jahh maður smyr sig?
Ef ÞÚ hinsvegar ert ennþá að lesa þessa hrikalega löngu og sjálfumglöðu færslu, ertu nákvæmlega jafn klikkaður/klikkuð og þú þarft að vera til að geta verið meðlimur í FISKOKK :-) Sem er gott mál.
Gleðilegt sumar og sjáumst í ágúst.
Bjútí.
fimmtudagur, júlí 08, 2010
Reykjavíkurmaraþon
Ágætu hlauparar!
Sjóðsstaða Skokkklúbbsins er góð og er félagsmönnum boðin frí þátttaka í Reykjavíkurmaraþonið 21. ágúst 2010.
Klúbbmeðlimir skrá sig á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is) líkt og aðrir þátttakendur en fá síðan þátttökugjaldið endurgreitt.
Til að fá endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningnúmer og kennitala.
Endurgreiðslan miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir 18. ágúst, sjá verðskrá hlaupsins.
Á móti gerum við ráð fyrir að allir keppi undir merkjum 'Icelandair' í sveitakeppninni, hlaupi eins og vindurinn, komi glaðbeittir í mark og hafi gaman að öllu saman.
Samhliða hlaupinu ætlar Icelandair Group að styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Fylgist með á myWork og skráið ykkar þar þegar sá tími kemur.
Athugið að skrá þarf sig í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins.
Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins
Sjóðsstaða Skokkklúbbsins er góð og er félagsmönnum boðin frí þátttaka í Reykjavíkurmaraþonið 21. ágúst 2010.
Klúbbmeðlimir skrá sig á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is) líkt og aðrir þátttakendur en fá síðan þátttökugjaldið endurgreitt.
Til að fá endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningnúmer og kennitala.
Endurgreiðslan miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir 18. ágúst, sjá verðskrá hlaupsins.
Á móti gerum við ráð fyrir að allir keppi undir merkjum 'Icelandair' í sveitakeppninni, hlaupi eins og vindurinn, komi glaðbeittir í mark og hafi gaman að öllu saman.
Samhliða hlaupinu ætlar Icelandair Group að styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Fylgist með á myWork og skráið ykkar þar þegar sá tími kemur.
Athugið að skrá þarf sig í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins.
Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins
miðvikudagur, júlí 07, 2010
Hádegisrecovery 7. júlí
Present: RRR, VC,DE, HUK, BB, OAR and SBN. Joe did his private training in the woods. The rat pack did a perfect recovery to Kopavogur and Fossvogur bypassing Oskjuhlid with a brief stopover at Solland. Some of us were wondering if it would be of any use if we could be born again equipped with the same knowledge we have today, it would make things easier but others doubted that highly.
“The road of life twists and turns and no two directions are ever the same. Yet our lessons come from the journey, not the destination.”
A total of 7,6K
Best rgrds,
SBN
“The road of life twists and turns and no two directions are ever the same. Yet our lessons come from the journey, not the destination.”
A total of 7,6K
Best rgrds,
SBN
þriðjudagur, júlí 06, 2010
Tröppuæfing 6. júlí
Mættir í dag á fyrirfram umbeðna æfingu (biðja þarf um æfingu með a.m.k. 24 stunda fyrirvara): Tómas Ingason, Dagur Egonsson, Fjölnir Þ. Árnason, Huld Konráðsdóttir, Oddgeir Arnarson og Sigrún Birna Norðfjörð. Hvergi var hinsvegar að sjá Sigurgeir Má Halldórsson né Björgvin Harra Bjarnason en þeir höfðu einmitt innherjavitneskju um WOD dagsins. Farin var hin margumbeðna tröppuæfing á brautinni vestur í bæ; Nauthólsvík-Ægisíða. Sprettirnir voru eftirfarandi: 1, 2, 3, 4, 3, 2, 1mín. með 1 mín. á milli nema 2mín. á milli 4-3. Sérstaka athygli vakti framlag TI úr tekjustýringu, en hann var mjög framarlega í sinni nálgun á æfingunni. Samt sem áður var fugl dagsins klárlega Albatross, eða Oddur carbonfiber, sem með hraða hljóðsins fór mjög framarlega í flokki á æfingunni. Eftirá fóru hörðustu menn í sjóinn en síams kældu leggina í flæðarmálinu og dáðust að dýfingum og sundfimi drengjanna. A.m.k. 3 stjörnur.
Kveðja,
aðal
Kveðja,
aðal
mánudagur, júlí 05, 2010
Hádegisæfing 5. júlí
Þátttakendur æfingarinnar í dag voru allir að koma beint af gay pride búningamátun. Allavega voru allir hlaupagallarnir "in gay colours". Þetta er eiginlega fyrsta æfing skokkklúbbsins þar sem tiltölulega mikil samloðun var í gangi, þ.e. menn hlupu frekar þétt saman, sem er óvenjulegt. Jói og Jón Eagle voru á sérleiðum en litskrúðugi hópurinn fór rólega Hofsvallagötu (hm...?). Þetta vóru Dagur og eftirtaldir hjarðsveinar og meyjar; Jón Gunnar Geirdal (vissuð þið nokkuð að hann setti PB í Miðnæturhlaupinu um daginn?), Sigurgeir á undir 80, Fjölnir í matching, Bjöggi á hámarkspúlsi hagamúsar, Huld á kæruleysissprautu og Sigrún í skónefnd.
Alls um 8,3K
Þar sem margir meðlimir hyggja á maraþon á þessu ári set ég inn tengil sem ítarefni í því tilliti. Ítarefni til maraþons
Góðar stundir,
Sigrún
Alls um 8,3K
Þar sem margir meðlimir hyggja á maraþon á þessu ári set ég inn tengil sem ítarefni í því tilliti. Ítarefni til maraþons
Góðar stundir,
Sigrún
föstudagur, júlí 02, 2010
Föstudagurinn langi 2. júlí 2010
Börnin mín stór og smá.
Hafi ég verið með eitthvað grín hér á síðum okkar FISKOKK-verja hér s.l. þriðjudag um að æfingin hafi verið erfið, þá vil ég bara taka það til baka og biðjast afsökunar á því að hafa haldið því fram. Það kemur til af því að æfing dagsins var (á latínu fyrir Aðal) svokallað "Totallis Horriblis". Eins og Kristur forðum burðaðist með krossinn upp á Gólonhæðir fyrir aftöku, leiddi foringinn lömbin sín (þ.e. mig, Sigurgeir, Guðna og Oddgeir) upp á Valhúsahæð til aftöku. Eins og þið þekkið og í stuttu máli sagt var mönnum att saman og allir þöndu drusluna eins og hún dró. T.d. sem merki um það hvað menn lögðu í sprettinn er sár á hægra hné eftir að undirritaður hneig niður á steypta gangstéttina í markinu, gjörsamlega búin á því með BPM upp á eins og 192. (Toppiði það). Alls endaði þetta í um 10K. Ársæll var einnig mættur og fór Suðurgötuhring upp á 7K í blíðunni.
Með nokkuð góðri von um að æfing dagsins telji en verði ekki flokkuð sem hvíld.
Í guðs friði.
Mr. BPM
fimmtudagur, júlí 01, 2010
Hádegisæfing 1. júlí
Mættir í dag: Guðni, Dagur, Bjöggi í sparijakkanum, Huld og Sigrún. Fórum í yfirlýst brúarhlaup en ég bara fattaði það ekki fyrr en eftir 3 brýr, whatever...það var allavega hlaupið út og suður m.a. inn í Fossvog og Háaleiti, Safamýri og franhjá Grand Hóteli hvar farið var yfir brú og haldið til baka (reyndar um undirgöng)og þaðan nokkurn veginn venjulega leið heim á hótel.
Alls um 9,3K og búið að loka baðklefa þegar að var komið, eða ég held það!
Kveðja,
Sigrún
Alls um 9,3K og búið að loka baðklefa þegar að var komið, eða ég held það!
Kveðja,
Sigrún
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)