mánudagur, febrúar 28, 2011
Mánudagsæfing 28. febrúar
Það hefði náttúrulega enginn þurft að mæta í dag því það er ekki hlaupár en samt er hlaupaár þannig að það þurftu samt nokkrir að mæta og svoleiðis...
Bjöggi var að runkast á lóðunum, Ársæll var á sérleið, Óli kom úr perraleiðangri, eldrauður og "ég fór sko 10", einmitt. Eins og einhver trúi því? Við hin sómkæru fórum Hofsvallagötu en það voru þau Sigurgeir, Huld, Þórdís og Sigrún. Haglél og vindur hélt okkur félagsskap á köflum og vindurinn (sem er ekki vinur minn) kom úr öllum áttum. Á morgun halda 2 félagsmenn í víking til Istanbul til þess að kynna sér hlaupaleiðir með Bosporussundi.
Alls rúmir 8K
Kveðja,
aðalritari
föstudagur, febrúar 25, 2011
...ó, ekki aftur...
5. Full kærulaus á æfingum og finnst æfingar hjá öðrum betri. Yfirleitt með tyggjó og hanska við. Góður leikskilningur. A
6. Dagfarsprúður með ágætan leikskilning. Á mikið inni sem eflaust kemur á óvart í vor. B
7. Hefur tekið stórum framförum og er óðum að öðlast leikskilning á við hina. Vinnusemi afar góð. Gæti komið verulega á óvart í vor. B
8. Áhugalaus um keppnir, mikill leikskilningur en lítill árangur. Hefur of mikinn áhuga á öðrum formum hreyfinga. C
Úpps...I did it again...verð að fara að læra betur á þetta...
Sami
Svar í "comments" fyrir neðan.
6. Dagfarsprúður með ágætan leikskilning. Á mikið inni sem eflaust kemur á óvart í vor. B
7. Hefur tekið stórum framförum og er óðum að öðlast leikskilning á við hina. Vinnusemi afar góð. Gæti komið verulega á óvart í vor. B
8. Áhugalaus um keppnir, mikill leikskilningur en lítill árangur. Hefur of mikinn áhuga á öðrum formum hreyfinga. C
Úpps...I did it again...verð að fara að læra betur á þetta...
Sami
Svar í "comments" fyrir neðan.
Hádegisæfing 25. febrúar
Mættir: Ívar og Ársæll á sérleið, Bjöggi í buffinu en Johnny, O-man, Huld og Sigrún fóru rokhring sem Sigrún stytti fyrir sig, vegna roks og þ.h.
O-ið er komið á fullt í prógrammið, enda ekki seinna vænna, þar sem það er rétt tæplega hálfnað. Annars bara allt rólegt og fyrst svörin við FI-leaks voru svona góð er ekki að vita nema fleiri gögn leki út...........
Yfir og út,
aðal
O-ið er komið á fullt í prógrammið, enda ekki seinna vænna, þar sem það er rétt tæplega hálfnað. Annars bara allt rólegt og fyrst svörin við FI-leaks voru svona góð er ekki að vita nema fleiri gögn leki út...........
Yfir og út,
aðal
fimmtudagur, febrúar 24, 2011
Lykilmannalistinn eða Schindlers list
Hverjir eru þetta:
1. Lykilmaður, alltof mikið sjálfstraust. Búinn að vera lengi í bransanum en lítill leikskilningur. Nýtir tækifærin vel. A
2. Væri góður ef hann æfði eitthvað, merkilega mikil geta miðað við vinnuframlag. Enginn leikskilningur en eldfljótur. Utangátta. A
3. Stórar væntingar, hefur uppi mikil plön en framfylgir þeim sjaldnast. Merkilega seigur miðað við slitrótt æfingaplan. Getur orðið betri með aldrinum. B
4. Finnur allar afsakanir til að sleppa við æfingar. Góður þegar æfir en dettur út á ögurstundu. Móralskt mikilvægur. A
Ahh....úbbs, þetta átti bara að fara á stjórn....sælll..............djö...
Verðlaun í boði fyrir 4 rétta og möguleiki á að verða lykilmaður.
Kveðja,
C maður (e'ðða sé hægt)
Fundargerð stjórnarfundar 23.02.'11
Fundargerð IAC 23.02.‘11
Mættir:SMH, DE, FÞÁ, SBN, ÁH
1. Rædd þátttaka okkar í ASCA sem haldið verður 29. apríl-1. maí nk. Hlaup haldið í CPH af SAS á Amager. Ef áhugi og vilji er hægt að senda bæði karla og kvennalið með hefðbundnum styrkjum. Sett upp tilkynning á vef til að kanna þátttökuvilja okkar fólks.
2. Ætlunin er að kaupa hlaupafatnað, síðerma bol og buxur og tengja þau kaup við vinnu við Icelandairhlaupið þann 5. maí, líkt og gert var í fyrra. Skokkklúbbur niðurgreiðir að hluta og félagsmaður sem starfar við hlaup greiðir hluta. Tískunefndin mun beita sér í þessu máli.
3. Icelandair hlaup 5. Maí. (kick off fundur) Unnið skv. Framkvæmdaáætlun SMH með smávægilegri hlutverkatilfærslu. Engir verðlaunapeningar, erum að skoða möguleika á „giveaways“, ætlum að senda bréf fyrr út núna, reyna að beina öllum inn á netskráningu, tökum ekki við kortum í skráningu á staðnum og verð hækkar í 1500 ef skráning er á staðnum. Stefnt að afhendingu nr. daginn áður fyrir forskráða í anddyri HL. Kaup á vestum fyrir starfsmenn hlaups merktum Icelandair. Óvissa með aðkomu á framhlið hótels í maí vegna endurnýjunar húsnæðis.
Fundi slitið,
Kv. Sigrún B.
Mættir:SMH, DE, FÞÁ, SBN, ÁH
1. Rædd þátttaka okkar í ASCA sem haldið verður 29. apríl-1. maí nk. Hlaup haldið í CPH af SAS á Amager. Ef áhugi og vilji er hægt að senda bæði karla og kvennalið með hefðbundnum styrkjum. Sett upp tilkynning á vef til að kanna þátttökuvilja okkar fólks.
2. Ætlunin er að kaupa hlaupafatnað, síðerma bol og buxur og tengja þau kaup við vinnu við Icelandairhlaupið þann 5. maí, líkt og gert var í fyrra. Skokkklúbbur niðurgreiðir að hluta og félagsmaður sem starfar við hlaup greiðir hluta. Tískunefndin mun beita sér í þessu máli.
3. Icelandair hlaup 5. Maí. (kick off fundur) Unnið skv. Framkvæmdaáætlun SMH með smávægilegri hlutverkatilfærslu. Engir verðlaunapeningar, erum að skoða möguleika á „giveaways“, ætlum að senda bréf fyrr út núna, reyna að beina öllum inn á netskráningu, tökum ekki við kortum í skráningu á staðnum og verð hækkar í 1500 ef skráning er á staðnum. Stefnt að afhendingu nr. daginn áður fyrir forskráða í anddyri HL. Kaup á vestum fyrir starfsmenn hlaups merktum Icelandair. Óvissa með aðkomu á framhlið hótels í maí vegna endurnýjunar húsnæðis.
Fundi slitið,
Kv. Sigrún B.
miðvikudagur, febrúar 23, 2011
ASCA Cross Country í CPH
Ágætu félagar.
Næsta ASCA mót verður haldið í Kaupmannahöfn á Amager af SAS dagana 29.4-1.5 nk. Ákveðið hefur verið að kanna áhuga félagsmanna á viðburði þessum og biðjum við ykkur því að skrá ykkur í "comments" hér að neðan ef áhugi er fyrir hendi að taka þátt. Tilheyrandi úrtökumót er svo fyrirhugað í vikunni fyrir hlaupið og verður það nánar auglýst síðar.
Bestu kveðjur,
stjórn IAC
Næsta ASCA mót verður haldið í Kaupmannahöfn á Amager af SAS dagana 29.4-1.5 nk. Ákveðið hefur verið að kanna áhuga félagsmanna á viðburði þessum og biðjum við ykkur því að skrá ykkur í "comments" hér að neðan ef áhugi er fyrir hendi að taka þátt. Tilheyrandi úrtökumót er svo fyrirhugað í vikunni fyrir hlaupið og verður það nánar auglýst síðar.
Bestu kveðjur,
stjórn IAC
Hádegisæfing 23. feb.
Mættir: Ívar, Dagur, Sigurgeir, Bjöggi, Óli og , þrátt fyrir gríðarlegt baktal síðustu daga-Síamstvíburarnir ógurlegu.
Farinn var rólegur Suðurgötuhringur, öfugur, til að vinna gegn perraáhrifum gærdagsins. Allir voru í recovery en enginn vissi af hverju því enginn gerði neitt erfitt í gær en anyways...Búið er að raða í herbergi fyrir Stokkhólmsheilkennið. Herbergjaskipan er þannig: 8 verða saman í herbergi á upptökuheimili í útjaðri Stokkhólms, í fjórum kojum, tveir í hverri. Verð 30SEK á haus í 3 daga. Einn einstaklingur verður á 5 stjörnu lúksushóteli við hlið rásmarksins í einstaklingsherbergi, deluxe. Verð 500SEK nóttin, án skatta. Hommar eru ekki leyfðir á hæðinni og hundahald er bannað.
Komið hefur verið að máli við aðalritara að mæta betur á æfingar sökum bloggleysis en aðalritari er að vinna í því að fá setta upp vefsjá sem tengist heimabíókerfi aðal þannig að ekki sé nauðsynlegt að vera staddur á æfingunni til að sjá hvað fer þar fram. Einnig er unnið að uppsetningu samskonar kerfis í baðklefa í Valsheimili því þar er víst æði margt og misjafnt á kreiki, fyrir og eftir æfingar.
Alls um 7-8K í fínasta veðri. Óskalagið:
Kveðja,
Sigrún
Farinn var rólegur Suðurgötuhringur, öfugur, til að vinna gegn perraáhrifum gærdagsins. Allir voru í recovery en enginn vissi af hverju því enginn gerði neitt erfitt í gær en anyways...Búið er að raða í herbergi fyrir Stokkhólmsheilkennið. Herbergjaskipan er þannig: 8 verða saman í herbergi á upptökuheimili í útjaðri Stokkhólms, í fjórum kojum, tveir í hverri. Verð 30SEK á haus í 3 daga. Einn einstaklingur verður á 5 stjörnu lúksushóteli við hlið rásmarksins í einstaklingsherbergi, deluxe. Verð 500SEK nóttin, án skatta. Hommar eru ekki leyfðir á hæðinni og hundahald er bannað.
Komið hefur verið að máli við aðalritara að mæta betur á æfingar sökum bloggleysis en aðalritari er að vinna í því að fá setta upp vefsjá sem tengist heimabíókerfi aðal þannig að ekki sé nauðsynlegt að vera staddur á æfingunni til að sjá hvað fer þar fram. Einnig er unnið að uppsetningu samskonar kerfis í baðklefa í Valsheimili því þar er víst æði margt og misjafnt á kreiki, fyrir og eftir æfingar.
Alls um 7-8K í fínasta veðri. Óskalagið:
Kveðja,
Sigrún
Bingo track
Varð bara að deila þessu með ykkur en var á æfingu í gærkvöldi og það var Bingo track æfing....mæli með þessu :)
Útskýring:
Búið var að prenta út Bingo spjöld, nokkrar gerðir eftir hraða hvers og eins, t.d. var mitt spjald með tölur á bilinu 48 - 63 sem þýddi að ég þurfti að hlaupa hvern hring (200m) á því bilinu og haka við þá tölu sem ég náði eftir hvern hring. T.d. átti ég í miklu basli við að ná að haka við tölurnar 55,56,57 því annað hvort var ég að enda í 54 eða 58 sem ég ég var búin að haka út áður. Einnig þótt mér mjög erfitt að vera kringum 60, eitt dæmi var að ég átti til tölurnar 60, 61 og 63 og endað í 62!! Rúnan var ekkert rosalega sátt þá! Annað dæmi var að ég þurfti að fara á annað hvort 48 eða 49 og endað í 47! sem sagt, ekki alveg komin með bestu tilfinningu fyrir pacinu, enda er maður alltaf með Garmin, en þetta var mjög skemmtileg tilbreyting og tók vel á. Enduðum með 33 hringi eða 6,6 K af Bingói, æfingin var samtals hjá mér 11,7K með öllu :)
p.s. Dagur, já 1.maí er M-dagurinn minn, Providence Rhode Island
Kveðja
RRR
Útskýring:
Búið var að prenta út Bingo spjöld, nokkrar gerðir eftir hraða hvers og eins, t.d. var mitt spjald með tölur á bilinu 48 - 63 sem þýddi að ég þurfti að hlaupa hvern hring (200m) á því bilinu og haka við þá tölu sem ég náði eftir hvern hring. T.d. átti ég í miklu basli við að ná að haka við tölurnar 55,56,57 því annað hvort var ég að enda í 54 eða 58 sem ég ég var búin að haka út áður. Einnig þótt mér mjög erfitt að vera kringum 60, eitt dæmi var að ég átti til tölurnar 60, 61 og 63 og endað í 62!! Rúnan var ekkert rosalega sátt þá! Annað dæmi var að ég þurfti að fara á annað hvort 48 eða 49 og endað í 47! sem sagt, ekki alveg komin með bestu tilfinningu fyrir pacinu, enda er maður alltaf með Garmin, en þetta var mjög skemmtileg tilbreyting og tók vel á. Enduðum með 33 hringi eða 6,6 K af Bingói, æfingin var samtals hjá mér 11,7K með öllu :)
p.s. Dagur, já 1.maí er M-dagurinn minn, Providence Rhode Island
Kveðja
RRR
föstudagur, febrúar 18, 2011
The Cargo Kings
Mættir: The Cargo Kings, Sveinbjörn og Bjútí.
Bjúti horfði á Mannasiði Gillz í gærkvöldi og fór eftir öllum hans ráðum í ræktinni í dag og klárt að hann hagar sér ekki eins og rasshaus! Aðrir fóru Skógræktarhringinn.
Við auglýsum eftir Síams sem hafa ekki komið á æfingu í margar vikur! Þær sáust síðast í Central Park daðrandi við allt og alla sem mættu þeim!
Góða helgi.
Kv. The Cargo Kings
Bjúti horfði á Mannasiði Gillz í gærkvöldi og fór eftir öllum hans ráðum í ræktinni í dag og klárt að hann hagar sér ekki eins og rasshaus! Aðrir fóru Skógræktarhringinn.
Við auglýsum eftir Síams sem hafa ekki komið á æfingu í margar vikur! Þær sáust síðast í Central Park daðrandi við allt og alla sem mættu þeim!
Góða helgi.
Kv. The Cargo Kings
Forever Wild 17.02.11
Síamstvíburarnir skelltu sér í æfingaferð til NY til þess að viðhalda alþjóðlegu tengslaneti sínu í Bandaríkjunum. Tekin var æfing í Central Park árdegis hvar snjóbunkar vetrarins voru byrjaðir að láta undan geislum sólarinnar með tilheyrandi bráðnun. Hlaupinn var 10K hringur í fallegu veðri og við myndauppstillingu komu tvær kornungar og sætar hlaupaskvísur og sögðu (eðlilega): "You look so cute, let me take your picture". Þetta var kærkomið fyrir tvíburana því erfitt var að ná skilti inn á myndina sem nauðsynlegt var að hafa með. Síðan var haldið áfram að hlaupa og við þökkuðum fyrir myndatökuna með því að spæna framúr elskulegu hlaupaskvísunum í verstu brekkunni í garðinum. Ég hugsa að þeim hafi ekki fundist við eins cute þá.
Fínt hlaup og frábært veður, yfir og út.
Síams 2, signing off.
fimmtudagur, febrúar 17, 2011
Breytingar á BQ
Fyrir þá sem eru eitthvað að spá í BQ þá er hér smá tilkynning http://www.baa.org/
Kv
RRR
Kv
RRR
miðvikudagur, febrúar 16, 2011
Hádegisæfing 16. febrúar 2011
Hello.
The attendance today was rather bad. Only Riverhappy, Nationalteam, and Johnny Eagle took the run. South-street to be exact. Saving-friend lifted weights like it would be no tomorrow in the Falcon-home.
I don't know why I write this in english but probably because I've attended to many english conf calls today.
Cheers,
Bjútí.
The attendance today was rather bad. Only Riverhappy, Nationalteam, and Johnny Eagle took the run. South-street to be exact. Saving-friend lifted weights like it would be no tomorrow in the Falcon-home.
I don't know why I write this in english but probably because I've attended to many english conf calls today.
Cheers,
Bjútí.
þriðjudagur, febrúar 15, 2011
Hádegisæfing - 15. febrúar
Mættir: Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Fjölnir, Óli, Sigurgeir og maðurinn hennar Sigrúnar(Aðal).
Sveinbjörn fór sér á meðan aðrir fóru skv. maraþon-planinu. Í dag var í boði 4 x 800m sprettir. Þegar komið var að Suðurgötu ákv. maðurinn hennar Aðal að fara Suðurgötu enda bara rétt rúmur sólahringur síðan hann staðfesti þátttöku sína í Stokkhólm. Restin hélt áfram Hofs og tóku 4 spretti skv. áætlun með bros á vör.
Það vakti athygli flestra í sturtuklefanum hversu lítið handklæði Formaðurinn var með til að þurrka sér. Þetta var einhver speedo tuska sem var ekki mikið stærri en þvottapoki en skv. honum er þetta það nýjasta í íþróttaheiminum!
Kv. Sigurgeir
Sveinbjörn fór sér á meðan aðrir fóru skv. maraþon-planinu. Í dag var í boði 4 x 800m sprettir. Þegar komið var að Suðurgötu ákv. maðurinn hennar Aðal að fara Suðurgötu enda bara rétt rúmur sólahringur síðan hann staðfesti þátttöku sína í Stokkhólm. Restin hélt áfram Hofs og tóku 4 spretti skv. áætlun með bros á vör.
Það vakti athygli flestra í sturtuklefanum hversu lítið handklæði Formaðurinn var með til að þurrka sér. Þetta var einhver speedo tuska sem var ekki mikið stærri en þvottapoki en skv. honum er þetta það nýjasta í íþróttaheiminum!
Kv. Sigurgeir
mánudagur, febrúar 14, 2011
Hádegisæfing 14. febrúar
Dagur, Jón Örn og Fjölnir rúlluðu Hofs í rólegheitum en Sveinbjörn og Þórdís fóru sér. Björgvin við sama heygarðshornið í tækjasal.
Þau stórtíðindi bárust svo seinnipartinn þegar Oddgeir staðfesti skráningu í Stockholm Marathon og ljóst að FISKOKK-maraþonsveitin verður sérlega öflug í vor.
Kveðja,
Fjölnir
Þau stórtíðindi bárust svo seinnipartinn þegar Oddgeir staðfesti skráningu í Stockholm Marathon og ljóst að FISKOKK-maraþonsveitin verður sérlega öflug í vor.
Kveðja,
Fjölnir
Muppets newsflash
"It´s too late, Dr. Bob. The patient is sinkin'".O-man has registered for the SM.
Regards,
Adel writer
Regards,
Adel writer
föstudagur, febrúar 11, 2011
Hádegismössun 11. febrúar 2011
Blitchen.
Var einn í klefa 14 í dag, henti engum út og það var heldur ekki neinn i klefa 15 :-) Ekki furða þar sem veður var vægast sagt ömurlegt. Buxurnar mínar eru ennþá blautar eftir að ég hljóp út í bil FYRIR hádegi og nú er klukkan 13:30. M.ö.o. ég er ánægður með að það kom enginn og þóttist ætla að fara að hlaupa í hádeginu í dag. Það segir mér bara eitt, "þið eruð mannleg". Reyndar var ég stórlega farinn að efa það að harðasti kjarninn i þessum hópi væri mannlegur, heldur væri hér um að ræða vélar, svokölluð "cyborgs" (borið fram - Sæborg). Það gleður mig ósegjanlega að komast að því að við erum öll bræður og systur.
Í Guðs friði börnin mín.
Bjútí.
Var einn í klefa 14 í dag, henti engum út og það var heldur ekki neinn i klefa 15 :-) Ekki furða þar sem veður var vægast sagt ömurlegt. Buxurnar mínar eru ennþá blautar eftir að ég hljóp út í bil FYRIR hádegi og nú er klukkan 13:30. M.ö.o. ég er ánægður með að það kom enginn og þóttist ætla að fara að hlaupa í hádeginu í dag. Það segir mér bara eitt, "þið eruð mannleg". Reyndar var ég stórlega farinn að efa það að harðasti kjarninn i þessum hópi væri mannlegur, heldur væri hér um að ræða vélar, svokölluð "cyborgs" (borið fram - Sæborg). Það gleður mig ósegjanlega að komast að því að við erum öll bræður og systur.
Í Guðs friði börnin mín.
Bjútí.
fimmtudagur, febrúar 10, 2011
Hádegisæfing - 10. febrúar
Mættir: Bjúti, Sveinbjörn, Ársæll, Fjölnir, Jón Örn og Sigurgeir.
Bjúti fór í járnin eins og venjulega. Sveinbjörn og Ársæll fóru sér.
Restin tók tempó eins og planið fyrir STO gerir ráð fyrir. Fórum Hofs þar sem var tekið 30 min tempó, 10/10/10. Æfingin varð extra erfið sökum veðurs og færðar en allir kláruðu með bros á vör.
Það vekur athygli að Bjúti er orðinn svo massaður að það þorir engin að vera með honum í klefa lengur, hann henti okkur í klefa nr. 15 á meðan hann var með nr. 14 útaf fyrir sig!
Kv. Sigurgeir
Bjúti fór í járnin eins og venjulega. Sveinbjörn og Ársæll fóru sér.
Restin tók tempó eins og planið fyrir STO gerir ráð fyrir. Fórum Hofs þar sem var tekið 30 min tempó, 10/10/10. Æfingin varð extra erfið sökum veðurs og færðar en allir kláruðu með bros á vör.
Það vekur athygli að Bjúti er orðinn svo massaður að það þorir engin að vera með honum í klefa lengur, hann henti okkur í klefa nr. 15 á meðan hann var með nr. 14 útaf fyrir sig!
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, febrúar 08, 2011
Pollahlaup í Boston 8.febrúar 2011
Lagt var af stað frá "höfuð"stöðvum Iclelandair Hotels í Ameríku, nánar tiltekið Charles River. Í dag var það ekki snjórinn sem var að trufla, heldur voru það pollarnir. Eftir að hafa reynt að hlaupa upp í kant og tekið nokkur misheppnuð splittstökk ákveð ég bara að strauja yfir pollana og hafa svolítið gaman að þessu. Minnti mig svolítið á Laugaveginn síðasta sumar ;)
Pollarnir hresstu mig all svakalega og sannfærðu mig um að hlaupaleysi síðustu viku væri af hinu góða enda þarf RRR að halda vel á spöðum næstu vikurnar þar sem hún "óvart" skráði sig í maraþon þann 1.maí nk.
Samtals voru þetta 10,1K og 2L af vatni (sem sátu eftir í hlaupaskónum!)
Hlaupakveðja
RRR
Pollarnir hresstu mig all svakalega og sannfærðu mig um að hlaupaleysi síðustu viku væri af hinu góða enda þarf RRR að halda vel á spöðum næstu vikurnar þar sem hún "óvart" skráði sig í maraþon þann 1.maí nk.
Samtals voru þetta 10,1K og 2L af vatni (sem sátu eftir í hlaupaskónum!)
Hlaupakveðja
RRR
Hádegisæfing - 8. febrúar
Mættir: Sveinbjörn, Ársæll, Þórdís, Fjölnir, Dagur, Jón Örn, Ívar, Óli og Sigurgeir. Einnig voru Bjúti og Siggi Antons í Valsheimilinu að hamra lóðin.
Ársæll fór Flugvallahringinn á meðan aðrir tóku stefnuna í kirkjugarðinn sökum veðurs. Þar voru í boði 6 brekkusprettir að hætti FISKOKK. Allir tóku vel á því þó misvel en að lokum voru allir sáttir með afrek dagsins.
Stórfrétt dagsins er án efa að The Cargo Kings mættu báðir í fyrsta skiptið í Valsheimilið á æfingu, þ.e. saman. Eins við var að búast varð allt vitlaust og höfðu þeir ekki undan við að gefa æstum aðdáendum eiginhandaáritun enda langt síðan Valsmenn/konur hafa séð Íslands- og bikarmeistara :o)
Kv. Sigurgeir
Ársæll fór Flugvallahringinn á meðan aðrir tóku stefnuna í kirkjugarðinn sökum veðurs. Þar voru í boði 6 brekkusprettir að hætti FISKOKK. Allir tóku vel á því þó misvel en að lokum voru allir sáttir með afrek dagsins.
Stórfrétt dagsins er án efa að The Cargo Kings mættu báðir í fyrsta skiptið í Valsheimilið á æfingu, þ.e. saman. Eins við var að búast varð allt vitlaust og höfðu þeir ekki undan við að gefa æstum aðdáendum eiginhandaáritun enda langt síðan Valsmenn/konur hafa séð Íslands- og bikarmeistara :o)
Kv. Sigurgeir
föstudagur, febrúar 04, 2011
Hádegisæfing 4. feb.
Mættir: Jón Örn, Dagur, Sigurgeir, Ívar, Huld og Sigrún. Farin var róleg Hofsvallagata í þæfingi og kulda og má aðalritari sitja undir gríðarlegri pressu varðandi þátttöku Oddsins í Stokkhólmsmaraþoninu. Ég spyr: "Er ekki nóg að ég sjái um allt, þarf ég líka að sjá um þetta?". Nei, drengurinn verður að klára þetta formsatriði sjálfur.
Góðar stundir og kveðja,
Sigrún
Alls 8,3K
Góðar stundir og kveðja,
Sigrún
Alls 8,3K
Samskokk
Samskokk
Þá er komið að fyrsta samskokki ársins. Við í Laugaskokki ætlum að bjóða öðrum hlaupurum að hlaupa með okkur laugardaginn 5. febrúar nk. Farið verður frá Laugum kl. 9:30 stundvíslega og verður Rocky hringurinn hlaupinn en hann er um 14 km langur, auðvelt er að lengja hann til þess að fara 19 km, 23 km eða lengra.
Í boði er nota aðstöðuna í World Class til þess að skipta um föt, fara í sturtu og teygja á eftir átökin.
Þá er komið að fyrsta samskokki ársins. Við í Laugaskokki ætlum að bjóða öðrum hlaupurum að hlaupa með okkur laugardaginn 5. febrúar nk. Farið verður frá Laugum kl. 9:30 stundvíslega og verður Rocky hringurinn hlaupinn en hann er um 14 km langur, auðvelt er að lengja hann til þess að fara 19 km, 23 km eða lengra.
Í boði er nota aðstöðuna í World Class til þess að skipta um föt, fara í sturtu og teygja á eftir átökin.
fimmtudagur, febrúar 03, 2011
miðvikudagur, febrúar 02, 2011
Hádegisæfing 2. febrúar
Mættir: Fjölnir og Bjöggi (aðalleikarar í seríunni Missing), Þórdís dekkjasleikir, Dagur formaður og Sigrún f.h. fíkla. Ákveðið var að fara rólegan hring vestur í bæ um Vesturvallagötu, Holtsgötu, Vesturgötu, Hverfisgötu, Snorrabraut, Valsheimili en það telst heldur óvenjuleg bæjarleið. Nokkur þæfingur var á stígum en veður gott og milt til hlaupa. Fjölnir lofar rosalegu kombakki en Dagur telur ólíklegt að drengurinn nái að slá á Örninn sem er á hrikalegri siglingu þessa dagana og til alls líklegur.
Alls 7,6K
Kveðja,
aðal
Mental note: Skoðið hvort baugfingur handa ykkar er lengri eða styttri en vísifingur. Ef svo er ( þ.e. ef hann er lengri)hafið þið góða hlaupaeiginleika sem eru ykkur meðfæddir. Ef ekki, eruð þið bara vonlaus. Ef baugfingurinn er hinsvegar lengri eruð þið í meiri hættu á að þurfa á hnjáskiptum að halda í framtíðinni. Og þetta var orð dagsins styrkt af sauðfjárveikivarnanefnd landbúnaðarins (SFVL).
Alls 7,6K
Kveðja,
aðal
Mental note: Skoðið hvort baugfingur handa ykkar er lengri eða styttri en vísifingur. Ef svo er ( þ.e. ef hann er lengri)hafið þið góða hlaupaeiginleika sem eru ykkur meðfæddir. Ef ekki, eruð þið bara vonlaus. Ef baugfingurinn er hinsvegar lengri eruð þið í meiri hættu á að þurfa á hnjáskiptum að halda í framtíðinni. Og þetta var orð dagsins styrkt af sauðfjárveikivarnanefnd landbúnaðarins (SFVL).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)