Þá er enn einn mánuðurinn að baki og í valnum liggja 218,3 km. Missti úr þrjá hlaupadaga (þar af tvo sunnudaga) sem heggur verulega í heildarmagnið. Hef samt náð að auka vegalengdirnar og stefni ótrauður á að hlaupa heilt maraþon í Mainz í Þýskalandi í maí. Gangi það eftir verða þó engin persónuleg met slegin, það er ljóst. Sem fyrr hef ég lagt aðaláhersluna á vegalengdir en hef þó tekið eina gæðaæfingu (tempo hlaup eða spretti) í hverri viku. Ég sakna þess mikið að geta ekki hlaupið með ykkur í hádeginu, það er oft erfitt að fara einn út í kuldann eftir langan vinnudag.
Í mánuðinum voru þetta alls 218,3 km á 15 hlaupadögum. Lengsta hlaup var 30,2 km. Þess má geta að ég náði að "hala inn stig" í fimm löndum utan heimalandsins í mánuðinum: Portúgal, Ítalíu, Bretlandi, Rússlandi og Lettlandi.
Hvernig gekk ykkur hinum?
Kveðja, Jens
þriðjudagur, mars 31, 2009
Flóahlaup Samhygðar sl.laugardag
Úrslit í hlaupinu sem fram fór 28. mars má finna hér, þar kepptu 2 f'élagsmenn, Dagur og Baldur og viðhengi (Höskuldur) í 10 kílómetra hlaupi á fínum tíma. Ekki hafa mér þó borist til eyrna sögur af kökuáti þeirra félaga! Úrslit
Kveðja,
IAC
Kveðja,
IAC
föstudagur, mars 27, 2009
Sjósund á föstudegi 27. mars
Mættir til sjósunds voru: Sigurgeir (klöppum fyrir því), Fjölnir, Geirdalinn, Huld, Guðmunda, Anna Dís og Sigrún en á eigin vegum Chuck-arinn úr innri endurskoðun (internal duckwatching). Skokkuðum mössuð í drasl út í Nauthólsvík, sviptum okkur spjörum og skelltum okkur í sjóinn, með mismiklum skrækjum. Sumir kölluðu á foreldra sína, aðrir bara syntu. Sátum svo í alsælunni í pottinum góða stund til að worka á taninu. Skrýtin tilviljun að aðaltöffari hópsins sá sér ekki fært að mæta og fylgisveinn hans komst heldur ekki, enda var hann á aðalfundi astmaveikra, en þar er hann gjaldkeri og formaður. Því miður strákar, þið dettið út úr lúppunni ef þetta heldur svona áfram! En hinir strákar, þið eruð bara geðveikir. Ýkt kúl á því og allt.
Kveðja,
Sigrún
fimmtudagur, mars 26, 2009
Hádegisæfing 26.mars
Mættum í góðri trú (haldandi að þjálfari hefði svalað fýsnum sínum í 5*800m í gær) en svo var ekki. Hverjum hefði dottið í hug að við værum leidd í sakleysi beint inn í tempóhlaup. Hlupum inn Fox og tilbaka (strákar um 5K og aðal 4,5K). Skokk á eftir og slúttað með einum skógarspretti með forgjöf. Þetta undirgengu: Dagur, Guðni, Oddgeir, Sigurgeir og Sigrún en Óli slóst síðan í för, en hann hafði áður farið fjallabaksleið um ormagöng, að vanda. Þetta samræmist hinni nýju hlaupakenningu "tempo is the new recovery". Alltaf eitthvað sníðúgt á Íslandi!
Alls 7,7K
Kveðja,
Sigrún
Alls 7,7K
Kveðja,
Sigrún
Sjósund 27. mars
miðvikudagur, mars 25, 2009
Hádegisæfing 25. mars
Mættir voru: Hössi, Dagur, Huld, Sigrún og Sveinbjörn (að hluta til á sérleið). Fórum Hofsvallagötu á frekar þægilegu tempói nema Dagur, sem fór 5*800 á 90-100% hraða, með skokki á milli. Enginn er maður með mönnum nema sá sem vinnur eftir prósentukerfinu. Hlaupa á 90% hraða, borða 70% súkkulaði, hvíla 100% o.s.frv. Það tilkynnist hérmeð að hið mánaðarlega sjósund FI fer fram á föstudag, 27. mars, í hádeginu. Menn eru hvattir til að klæðast skóm eða ullarsokkumog taka með sér handklæði og sundföt, eða klæðast þeim undir hlaupagallanum. Síðan er vert að geta kökuhlaups Flóamanna, sem fram fer á laugardag en innifalið í skráningargjaldinu er hið víðfræga og glæsilega hlaðborð þeirra Flóamanna sem enginn verður svikinn af eftir hlaupið. Eru menn hvattir til þátttöku í þessu skemmtilega hlaupi og skrá sig hér fyrir neðan í comments, til að sameinast um bílferðir.
Flóahlaup UMF Samhygðar
Alls 8,7K
Kveðja,
Sigrún (100% teygja)
Flóahlaup UMF Samhygðar
Alls 8,7K
Kveðja,
Sigrún (100% teygja)
þriðjudagur, mars 24, 2009
Hádegi 24. mars 2008
Í forföllum þjálfara var undirritaður settur þjálfari. Hlaut sú setning góðar undirtektir þeirra sem mættir voru sem voru auk hans, Huld, Kalli, Óli, Sigurgeir og Sveinbjörn. Auk þeirra sáust Jói, Sirrý og Björg.
Æfingin var framhald af æfingu frá síðustu viku, þ.e. 5*800. Glöggir lesendur ættu að geta getið sér til um hvað verði gert í næstu viku. Hinir mæta bara eins og lömb til slátrunar.
GI
Æfingin var framhald af æfingu frá síðustu viku, þ.e. 5*800. Glöggir lesendur ættu að geta getið sér til um hvað verði gert í næstu viku. Hinir mæta bara eins og lömb til slátrunar.
GI
Hádegisæfing 23. mars
Mætt voru til leiks auk Jóa á sérleið: Dagur, Guðni, Höskuldur, Sveinbjörn og Huld. Sveinbjörn fór Suðurgötu en rest Hofsvallagötu. Þetta var svokallað 70% hlaup, þ.e. rólegt, og þurfti fólk svolítið að róa hvert annað. Umræður um kökuát félagsmanna og kökuhlaup í Flóanum voru aðallega notaðar til þess. Af því tilefni birtist hér kökuuppskrift (með 70% súkkulaði!):
Súkkulaðihrákaka
Botn
100g möndlur
100g kókosmjöl
200g döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
½ msk hreint vanilluduft eða vanillusykur
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman.
Gott að byrja á að setja döðlurnar í volgt vatn til að mýkja þær og setja þær sér í blandarann. Blanda möndlurnar og allt hitt síðan saman og setja það svo saman við döðlurnar.
Súkkulaðikrem ef vill (má líka bræða 70% súkkulaði ofan á!!)
½ dl kaldpressuð kókosolía
1 dl hreint kakóduft
1/2 dl agavesýróp
Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi. Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft og agavesýróp í skál og hrærið saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið í frysti í 1-2 klst. Ber sett ofan á ef vill.
Súkkulaðihrákaka
Botn
100g möndlur
100g kókosmjöl
200g döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
½ msk hreint vanilluduft eða vanillusykur
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman.
Gott að byrja á að setja döðlurnar í volgt vatn til að mýkja þær og setja þær sér í blandarann. Blanda möndlurnar og allt hitt síðan saman og setja það svo saman við döðlurnar.
Súkkulaðikrem ef vill (má líka bræða 70% súkkulaði ofan á!!)
½ dl kaldpressuð kókosolía
1 dl hreint kakóduft
1/2 dl agavesýróp
Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi. Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft og agavesýróp í skál og hrærið saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið í frysti í 1-2 klst. Ber sett ofan á ef vill.
föstudagur, mars 20, 2009
Subway mótaröðin 20. mars
Fyrsta hlaup Subway mótaraðarinnar var haldið í dag. Mættir voru: Fjölnir Subwayfíkill, Sigurgeir, fv. rekstrarstjóri Subway, Dagur tempóbrjálæðingur, Huld bátaberi og Sigrún eldhnöttur. Oddgeir og Jói voru á eigin vegum en sá fyrrnefndi fór í öfugri röð á Subway staðina en missti af okkur samt. Alltaf aðeins á skjön við veruleikann drengurinn sá. Ljóst var að um ægilegt tempóhlaup yrði að ræða og byrjuðum við á Borgartúni, svo Lækjargötu og þá Subway við umferðamiðstöð, þar sem pantaðir vóru bátar á línuna. Eftir það rólegt heim á hótel með kafbátinn undir höndum, til að halda hita. Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið effort verið lagt í að fá sér einn sveittan. Ja, svei mér þá.
Alls 8,4K
Góða helgi,
Sigrún
fimmtudagur, mars 19, 2009
Hádegisæfing 19. mars
Mættir í frábæru veðri: Sigurgeir, Dagur, Sigrún nafna, Huld (kom á spretti), Oddgeir (líka), Sveinbjörn, Sigrún og Jói í kraftgöngu. Óli fór um ormagöng eins og síðast. Töluverð linkind ríkir í herbúðunum þessa daganaog því var tekið rólegt hlaup frá hóteli í Kópavog-Fox og Naut tilbaka í þessu líka fína veðri. Hugur nokkurra stefnir á hálfmaraþon í apríllok, aðrir eru á krossgötum. Á morgun fer hinsvegar fram 1. hluti Subway mótaraðarinnar þar sem kafbátastaðirnir verða þræddir einn af öðrum og keyptur einn sveittur á þeim síðasta. Munið að hafa pening í brók á morgunaf því tilefni. Einnig má nefna að hið mánaðarlega sjósund sýningarsamtakanna "Hlauparar gegn selspiki" fer fram þann 27. mars, á hádegisæfingu, og eru allir hvattir til þátttöku. Nánar um það síðar. Góður búnaður eru skór eða ullarsokkar og vettlingar, ef vill, ásamt handklæðaræmu til þerringar eftirá.
Alls 8K
Lifið heil,
Sigrún
miðvikudagur, mars 18, 2009
Hádegisæfing 18. mars
Mæting: Sveinbjörn, Jói (ekki á séræfingu), JGnarr, Fjölnir, Huld og Sigurgeir (dulbúinn sem Kalli). Sveinbjörn fór sínar leiðir. Restin fór Hofsvallagötu. Huld aka Dvergurinn tók að sér að héra Geiturnar þrjár! Það var tempó frá HLL að kafara.
Total 8,7 km @ 41:02
Það er ekki oft sem það vantar Guðna, Dag og Aðal á sömu æfinguna. Skv. þeim upplýsingum sem við höfum þá er Dagur veikur eða næstum því veikur, Guðni að lesa sig til á hlaup.com og Aðal liggur enn þá í brekkunni við Fylkisvöll eftir Powerade!
Kv. Sigurgeir
Total 8,7 km @ 41:02
Það er ekki oft sem það vantar Guðna, Dag og Aðal á sömu æfinguna. Skv. þeim upplýsingum sem við höfum þá er Dagur veikur eða næstum því veikur, Guðni að lesa sig til á hlaup.com og Aðal liggur enn þá í brekkunni við Fylkisvöll eftir Powerade!
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, mars 17, 2009
Hádegisæfing 17. mars
F.Y.I. Yasso is back, alive and kicking. Í dag mættu til æfinga: Kalli (sem var 12 mánuði að klára 6 mánaða uppgjörið og hefur ekki sést lengi), Dagur, sem var fárveikur og lagði ekki í neitt erfitt, Guðni, sem er búinn að opinbera (sig) og Sigrún , sem er dauðfegin að keppnistímabilinu sé lokið svo hægt sé að fara að æfa eitthvað. Ingunn var á eigin vegum og Óli á sérleið, um ormagöng, að því er virtist. Guðni fékk þann eftirsótta heiður að stjórna æfingu dagsins og gerði það bara býsna vel. Hlupum frá hóteli nýja veg í Nauthólsvík og þaðan út á Ægisíðu, tókum 4*800m spretti (Yasso's), með ca. 200m hvíld á milli. Dagur var fljótur að gleyma veikindunum og var samferða Guðna en Kalli, sem hljóp með gervilið í hné, var sem eldhnöttur sem og Sigrún, sem var býsna spræk miðað við að Yasso er ekki besti vinur hennar. Veður var fagurt og milt en fannhvítir fjallanna tindar benda þó til að vorið sé ekki alveg komið enn.
Alls milli 8-9K (mælir datt út)
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, mars 16, 2009
Hádegisæfing 16. mars
Á ofurfallegum degi mættu á réttum tíma: Ása viðhengi, Sigurgeir, Fjölnir, Guðni, Huld, Sigrún og Jói á sérleið. Á vitlausum tíma: Dagur. Farin var róleg Hofsvallagata en Dagur fór stutt Kaplaskjól á "heart rate pace" -140 sem er það nýjasta fyrir þá sem eiga allt.
Alls 8,7K í sól og snjó.
Kveðja,
Sigrún
Alls 8,7K í sól og snjó.
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, mars 13, 2009
Freaky Friday the 13th
Tilvitnun dagsins:"Já, loksins. Það var kominn tími til að þið færuð að hreyfa ykkur!"*
Mætt á pinnan: Dagur ásamt 3 keppendum gærdagsins þeim; Guðna, Fjölni og Sigrúnu. Jói var á eigin vegum að vanda. Fórum óhefðbundið föstudagshlaup með viðkomu á Sólvallagötu, framhjá Ánanaustum, höfnin, þar fórum við svokallaða Járnbraut fram og tilbaka, framhjá Slippnum (strákarnir þurfa að komast í slipp fljótlega), Austurstræti, þar sem við urðum fyrir aðsúgi ræsisrottna, (*), Bankastræti (sem er eini bankinn sem hrundi ekki), Skólavörðustígur með Rocky, Egilsgata , Valsheimilin og heim á hótel. Miklar og örar framfarir hafa átt sér stað upp á síðkastið í hlaupaheiminum. Hér eru nokkrar þeirra:
Fast is the new slow
Tempo is the new recovery
Hills are the new flats
And last but not least-Silver is the new gold
Þakka þeim sem hlýddu,
Góðar stundir í kvöld! Alls 9,05K
Aðalritari
Ath. Það sást til Huldar í sparihlaupaBostonjúniforminu sínu með tilheyrandi taglsveiflum og ekki fór á milli mála að hún var í félagsskap karlkyns ofurhlaupara. Þetta er náttúrulega ámælisverð hegðun félagsmanns, að hlaupa yfir æfingasvæði hópsins og þar að auki með viðhaldi. Fussumsvei!
fimmtudagur, mars 12, 2009
My Brush with Greatness
Var staddur í bænum Acoteias í Portúgal sl. sunnudag. Ég ákvað að taka daginn snemma, var kominn út kl. 7:30 og nú skyldi hlaupið langt. Ég fann nokkra Breta sem voru í sömu hugleiðingum og slóst í hóp þeirra. Eftir stutta kynningu og spjall um veðrið barst talið að hlaupum - no surprise there - og gerði ég mér fljótt grein fyrir því að ég kom ekki að tómum kofanum hjá einum viðmælanda minna.
"Yes, a few", svaraði hann þegar ég spurði hvort hann hefði hlaupið heilt maraþon. Eðlileg næsta spurning var hvaða tíma hann ætti og ekki stóð á svarinu. "Two - O - Nine". Einmitt, 2:09. Þarna var á ferðinni Mike Gratton sem m.a. hefur unnið London maraþonið.
Rétt sem snöggvast fannst mér ég standa ótrúlega nærri frægð og frama áður en hinn ískaldi sannleikur rann upp fyrir mér; ég væri bara miðaldra kall sem væri að rembast við að hlaupa og hefði hitt kurteisan Breta sem var svo vinsamlegur að hægja á sér til að ég hefði félagsskap.
Í framhaldinu fór ég til Ítalíu til að rífast við framleiðendur flugvélasæta sem eru ekki að standa sig í stykkinu. Ég mun hlífa ykkur við þeirri sögu.
Kveðja, -jb
"Yes, a few", svaraði hann þegar ég spurði hvort hann hefði hlaupið heilt maraþon. Eðlileg næsta spurning var hvaða tíma hann ætti og ekki stóð á svarinu. "Two - O - Nine". Einmitt, 2:09. Þarna var á ferðinni Mike Gratton sem m.a. hefur unnið London maraþonið.
Rétt sem snöggvast fannst mér ég standa ótrúlega nærri frægð og frama áður en hinn ískaldi sannleikur rann upp fyrir mér; ég væri bara miðaldra kall sem væri að rembast við að hlaupa og hefði hitt kurteisan Breta sem var svo vinsamlegur að hægja á sér til að ég hefði félagsskap.
Í framhaldinu fór ég til Ítalíu til að rífast við framleiðendur flugvélasæta sem eru ekki að standa sig í stykkinu. Ég mun hlífa ykkur við þeirri sögu.
Kveðja, -jb
þriðjudagur, mars 10, 2009
Hádegisæfing 10. mars
Mættir voru: Sveinbjörn og Bjöggi á Suðurgötuleið, á Hofsvallagötu á "um og yfir 5" vóru: Guðni, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Huld og Sigrún (geitin, innsk. höf.). Rólegt og rómó í dag þrátt fyrir að kvalari hópsins sé í endurkomu, svalari en nokkru sinni. Allavega sló felmtursþögn á flokkinn þegar fyrirliðinn með fagurlimuðum fótum fetaði sig framhjá fimmmenningunum (hvað eru mörg eff í því?). Heyrst hefur að sumir telji sig ekki geta unnið aðra á fimmtudag, aðrir ætla sér sæti rétt á undan föðursystur Fjölnis, enn aðrir ætli að hrista vini sína af sér og einhverjir óttast vinslit geitar og dvergs. Svo eru einhverjir, skynsamir, sem eru bara í hægðum sínum að hvíla fyrir átökin, enda þurfa þeir bestu sáralítiðað æfa. í mesta lagi 2x í mánuði og málið er dautt. Ef einhver er aflögufær með dulargervi myndi aðalritari þiggja það til handargagns á ögurstundu.
Alls 8,7K
Kveðja,
S.geit (lesist: skeit)
Alls 8,7K
Kveðja,
S.geit (lesist: skeit)
mánudagur, mars 09, 2009
Hádegisæfing 9. mars
Kalt og sól, strekkingur á stöku stað. Hefðbundin Hofsvallagata á rólegum nótum. Mættir vóru fulltrúar sætiskeppenda í P.Aid + Sveinbjörn í skógi+ Jói á sérleið með Müllersæfingum í bland, eða; Hössi, Gnarr, Guðni, Huld og Sigrún (raðað í sætis- og virðingarröð án tillits til kynjakvóta). Heyrst hefur að nk. fimmtudag muni frasavélin fara mikinn á slefinu, hlaupadólgur muni beita drápskattareðli sínu í rafstöðvarbrekkunni, dagfarsprúður sláni muni sigra sinn flokk auðveldlega og að dvergur muni leiða taugabúnt til góðs í síðasta f. hlaupinu. Ekki þarf nema eitt kraftaverk að koma til svo að allir framantaldir gangi úr húsi á föstudagskvöld með verðlaunapening og eða grip undir höndum. Nú og svo má líka láta sér nægja að verða dreginn út með 12*12oz. af Burn eða Powerade orkudrykkjum. Sumir setja markið ekki endilega hærra en svo. Nema ef vera skyldi fótboltamark.
Alls 8,7K
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, mars 06, 2009
Hádegisæfing 6. mars
Mættum fá í dag en góð: Jói á séræfingu, Guðni, Hössi, Bryndís og Sigrún á sýningarrúnti niður í bæ, hefðbundinn. Þar glampaði sól og fögur fjallasýn gladdi hal og drós. Aðalritari biðst innilega forláts á þeirri hrappallegu yfirsjón sinni að hafa í skýringartexta gærdagsins látið hjá líða að nefna nafn staðgengils þjálfara, sjálfan Guðna Ingólfsson, matgæðing, bókmenntaáhugamann og hlaupara m.m. og er það einlæg ósk undirritaðrar að þetta atvik verði ekki til að rjúfa þau annars góðu tengsl og stuðningshópa sem byggst hafa upp á undanförnum misserum, í kringum hlaupaæfingar. Ljóst er að engum var betur treystandi í gær til að stjórna æfingu dagsins.
Góða helgi,
Alls 8,15K
Kv. Sigrún
Góða helgi,
Alls 8,15K
Kv. Sigrún
fimmtudagur, mars 05, 2009
Hádegisæfing 5. mars
Frábært veður í dag, þjálfarafrí og allt. Mættir voru: Guðni, Gnarr, Sveinbjörn (Suðurgata), Jói (sérhlaup og armbeygjur), Óli, Huld og Sigrún og var farið rólegt Hofsvallagötuhlaup í glampandi sól og blíðu en köldu veðri. Greinilegt var á öllu að strákarnir þola illa við án okkar því gleðin var ósvikin er þeir sáu orginalinn og kópíuna mæta á svæðið í "matching" hlaupafötum.
Alls 8,7 K
Kveðja,
Sigrún
Alls 8,7 K
Kveðja,
Sigrún
Hlaupafréttir
Geri ráð fyrir að þetta sé ástæðan fyrir því að stelpurnar hafa ekki látið sjá sig síðustu daga - sama vandamálið -> http://mbl.is/mm/folk/frettir/2009/03/04/brjostin_vekja_athygli/
miðvikudagur, mars 04, 2009
Hádegi 4. mars 2009
Kvaðratrótardagurinn (3/3/09) fór fram hjá mér í gær. Ófyrirgefanlegt. Kemur ekki fyrir aftur. Búinn að setja reminder á 4.4.2016
Í dag mættu Guðni og Geirdal. Báðir eru að berjast fyrir verðlaunasæti í Powerade, en síðasta keppni vetrarins fer fram eftir viku. Því var einboðið að taka kolkrabbann. Frábært veður og færið bærilegt miðað við árstíma. Flestir sprettir þannig að annar var á undan og hinn á eftir. Rólegt á morgun.
Guðni
Í dag mættu Guðni og Geirdal. Báðir eru að berjast fyrir verðlaunasæti í Powerade, en síðasta keppni vetrarins fer fram eftir viku. Því var einboðið að taka kolkrabbann. Frábært veður og færið bærilegt miðað við árstíma. Flestir sprettir þannig að annar var á undan og hinn á eftir. Rólegt á morgun.
Guðni
þriðjudagur, mars 03, 2009
Hádegi 3. mars 2009
Fimm mættir í dag. Sveinbjörn með tempóæfingu en Óli og Guðni á léttu tölti með honum Skógræktarhring. Jói og Ingunn á séræfingu fyrir árshátíðina.
6,6k
GI
6,6k
GI
mánudagur, mars 02, 2009
Febrúar
Nýjar febrúartölur úr Suðvesturkjördæmi: Alls 14 hlaupadagar og samtals 184 km. Lengsta hlaup var 26k. Legg ennþá aðaláherslu á vegalengdir en hef náð að taka gæðaæfingu í hverri viku. Komið endilega með ykkar tölur. Kveðja, Jens
Hádegisæfing 2. mars
Mættir í dag til tækjavarðar: Bjútí, Dagur liðugi, Guðni sprettur (áður G. kjaftur), Sigrún hin, Huld sú sama, Sveinbjörn sér, Jói kraft og Sigrún aðal. Fórum hið klassíska tempóhlaup mánudaganna, þó með þeirri undantekningu að Sveinbjörn og Bjöggi fóru Suðurgötuna. Stelpur fóru Hofsvallagötu að kafara,með mismiklu efforti en Day & Night samsteypan fór Kaplaskjólið með tvisti og blaðburðardreng. Veður var fagurt og þrátt fyrir smá vind og snjó á braut var æfingin hin skemmtilegasta. Einhverjir voru með bölmóð og sögðust ekki mæta á morgun því "maður nennti ekki að æfa með svona liði sem hefði svona auðveldar æfingar", eða eitthvað svoleiðis og aðrir voru með fóbíurnar sínar uppi á borðum. Mánudagar leggjast greinilega misvel í fólk en af því að aðalritari brá sér af bæ til Akureyrar um nýliðna helgi kom þessi kætingskveðskapur upp í hugann og vonandi kætir hann fleiri. Þó ekki væri nema í smástund.
Alls tæpir 9,7K ca. hjá lávarðadeild en 8,7K hjá sýningarstúlkunum.
Kveðja,
Sigrún
Alls tæpir 9,7K ca. hjá lávarðadeild en 8,7K hjá sýningarstúlkunum.
Kveðja,
Sigrún
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)