föstudagur, maí 29, 2009

Er alvöru lið á þínum vinnustað?

Ég auglýsi eftir útsjónarsömum konum og körlum í fanta formi með óþreytandi sigurvilja til að taka þátt í 24 stunda keppni á Laugarvatni í ágúst.

Sjá www.lidsheild.is

Áhugasamir láti vita hér að neðan í comment.

Kveðja,
Dagur

p.s.
Aumingjar geta sleppt því að sýna áhuga

Hádegisæfing 29. maí

Mæting: Sigurgeir, Dagur, Fjölnir, Huld, Guðni, Anna Dís og Kalli. Vegna veðurs, ca. 15-18 m/sek, var ákv. að fara í skjólið í kirkjugarðinum. Það endaði að sjálfsögðu með 3 sprettum + bónus sprettur. Eftir sprettina fengu allir að stjórna æfingunni í 2 min og úr varð þokkaleg BootCamp æfing með sprettum, armbeygjum, magaæfingum og furðulegri skrefa-æfingu ala Guðni!

Total 8,5 km.

Sigurgeir

miðvikudagur, maí 27, 2009

Hádegisæfing 27. maí



Mættir í blíðskaparveðri: Dagur, Kalli, Sigurgeir, Fjölnir, 'Oli (um ormagöng), Bryndís og Sigrún og Jói (sér). Fórum Kaplaskjólið með lengingu og mættum Fjölni á bakaleið en Óli kom hinsvegar á brjáluðu tempói og náði okkur hjá flugbrautarenda. Dagur er að undirbúa sig fyrir innlimum í Búddisma og hlustar á pistla þess efnis á leið til vinnu. Sigurgeir er enn að reyna að ná Sigrúnu í kílómetrum. Fjölnir er hinsvegar að jafna sig eftir veikindi og er hér ein limra að því tilefni:


Lesið lítinn Fjölnispistil
lasinn hann varð, fékk ristil.
Marinn á baki
gagnslaus á laki
linur, með herðakistil.
Alls 9,3-K

Kveðja,

Sigrún

þriðjudagur, maí 26, 2009

Hádegisæfing 26. maí

Mættir: Jói (sér), Dagur, Guðni (special appearance), Bryndís og Sigrún. Farin var öfug hálf Hofsvallagata og til baka. Brakandi blíða. Skrýtið að sumir innan hópsins reyna ekki að klóra í bakkann hvað vegalengdir áhrærir og ætla að tapa sinni keppni á kongunglegan hátt.
Alls 8,9-K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, maí 25, 2009

Hádegisæfing 25. maí

Mættir: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Jón Gunnar, Már, Hössi, Kalli og Jói. Gnarrinn þurfti að taka út refsingu fyrir að hlaupa ekki neitt um helgina! Aðal fær dæmda á sig 20 km í refsingu fyrir að mæta ekki og þarf að taka það af heildar km. í maí ;o)

Kv. Sigurgeir

Rútuhlaupið 23. maí






Nokkrir félagar hlaupaklúbbsins tóku á laugardag þátt í "Rútuhlaupinu" þar sem hlaupið var frá Nesjavallaleið og til byggða (endað í Laugum). Hófum hlaupið á því að leggja stein í vörðu, sem orðin er nokkuð myndarleg. Á að giska 70 manns hófu hlaupið, margir valinkunnir hlauparar þar á meðal. Nokkuð þungbúið var í fyrstu, rigningarsuddi en hægviðri. Síðar létti til og að endingu var komin sól og blíða (síðustu 10). Rútan stoppaði á 5 km fresti og reiddi fram drykki. Það var því hægðarleikur að plata sig aftur og aftur til að hlaupa milli drykkjarstöðva og hugsa sér að maður væri alltaf bara að hlaupa 5 km. Skemmtileg stemning var í hópnum, vísur og brandarar flugu og léttu lund. Það var ekki fyrr en síðustu 7 sem aðalritari kenndi þreytu en þá var svo stutt eftir að að tók því engan veginn. Að vísu reyndist leiðin 31 km sem gerði það að verkum að síðasti km var frekar þreyttur. Á myndunum má sjá FI SKOKKARANA Huld, Bryndísi, Jens, Sigrúnu og svo þau Sigrúnu (nöfnu) og Úlfar. Mjög fínn dagur sem endaði í grilli í Laugum! Skildi reyndar ekki hvernig allir gátu hámað í sig pylsu og kók, en það er önnur saga. :)
Kveðja,
aðalritari

föstudagur, maí 22, 2009

Hádegisæfing 22. maí



Mættir í frábæru hlaupaveðri: Hössi (new king), Dagur (dethroned), Kalli, Már, Óli, Anna Dís, Ása og Sigrún. Jói var á eigin vegum og í armbeygjum. Hinir fóru hefðbundinn miðbæjarsýningarrúnt með einum Hössatempó km (3:50) og hálfum Jónasi.

Alls. 8,3-K

Kveðja,

Sigrún

miðvikudagur, maí 20, 2009

Hádegisæfing 20. maí 09

Guðni og Kalli Hofs og Jói annað.

Meðalblóðflögumagn hefur líklega aldrei verið meira á æfingu en í dag. Þá erum við heldur ekki of léttir til að gefa blóð, þó að menn gætu haldið annað.

GI

þriðjudagur, maí 19, 2009

Notað Garmin hlaupaúr

Vitið þið um einhvern sem vill selja?
Kíkið á þennan hlekk
Kv. SBN

Hádegisæfing 19. maí

Mættum 5 frækin í dag: Bryndís, Huld, Oddgeir, Dagur og Sigrún. Fórum rólegt (hm..) recovery hlaup um miðbæ í bongóblíðu. Ákveðið hefur verið, vegna fjölda áskorana, að stofna stuðningshóp hafnaðra blóðgjafa (SHB), sökum tíðra hafnana meðal félagsmanna okkar af hendi Blóðbankans. Tveir hópar eru í boði: þeirra sem hafnað er sökum vanþyngdar og þeirra sem hafnað er sökum ónothæfra blóðflagna. Vinsamlega skráið ykkur í "comments" fyrir neðan og tilgreinið hvorum hópnum þið tilheyrið.
Alls 8-K
Kveðja,
Sigrún

A.S. Minni hérmeð á Rútuhlaupið á laugardag.

mánudagur, maí 18, 2009

Hádegisæfing 18. maí -Animal Farm

Frábær mæting í dag: Ársæll á eigin hring og Jói líka. Restin: Kalli, Hössi, Már, Erlendur, Sigurgeir, Oddgeir, Gnarr, Dagur, Óli, Huld og Sigrún fóru tempóhlaup, ýmist frá Hofsvallagötu eða Kaplaskjól langt/stutt. Rosalega sól var í boði og skörtuðu þær stöllur Huld og Sigrún sérstökum búnaði að því tilefni, með dýramynstri. Var gerður nokkuð góður rómur að þessum herlegheitum nema einum aðila mislíkaði þetta og sagði þær "gærulegar" með búnaðinn. Allir söfnuðust síðan saman við kafara og skokkað heim á hótel. Tvær glennur urðu á vegi hópsins á heimleið, en það voru þær sjósundsdrottningar Anna Dís og Guðmunda, sem lágu hálfnaktar í vegarkantinum og biðu þess að verða uppgötvaðar. Þær náðu þó á engan hátt að skyggja á fegurð zebrasystranna, það er ljóst.
Allt 8,7-9,3-K
Kveðja,
Sigrún

Fullkomnun hjá Nike

Ágætu klúbbmeð-limir.

"You can make love standing up in a puddle of massage oil and you won't fall down."

Fullkomnun hefur verið náð, athugið meðfylgjandi vefsíðu:
http://www.theonion.com/content/news/nike_introduces_new_intercourse?utm_source=a-section

Með kveðju,
Bjútíið

fimmtudagur, maí 14, 2009

Hádegisæfing 14. maí



Mætt í dag: Jói á sérleið, Ársæll á rangri Suðurgötu og Huld, Jón Gnarr og Sigrún á réttri Hofsvallagötu í hr (hífandi roki). Gnarrinn var bara sprækur þrátt fyrir mikið heilsuleysi undanfarið og hresstist við að hitta flugfreyjurnar. Eftir æfingu kom Jói að máli við okkur og bað okkur um að skella okkur inn í Blóðbankabílinn, sem var á bílaplaninu. Skipti þá engum togum að eftir grandvarlega rannsókn á okkur stöllum í lokuðu viðtalsherbergi var annarri okkar alfarið hafnað sem blóðgjafa. Ástæðan: Jú, sú hin sama var of létt! Hinni var hinsvegar tekið opnum örmum, enda fer þar annálaður offitusjúklingur og bjórsvelgur, sem öllum mun vera ljóst, og þykir aflögufær um 1 blóðpott eða svo.

Alls 8,7-K

Kveðja,

Sigrún

miðvikudagur, maí 13, 2009

Hádegisæfing 13. maí

Hvern langar ekki að njóta skjóls í kirkjugarði og gera spretti í leiðinni? Þetta gerðu þau Dagur, Huld og Sigrún í dag í rokinu, en nánast logn í garðinum. Gerðum 6* brekkuspretti, nokkuð góða. Eftirá voru gerðar armbeygjur (sællar minningar) og Pilates magaæfingar m.m. Jói var á séræfingu, utan garðs og kvartaði undan dræmum nafnbirtingum hans á síðunni. Á þessum leiðu mistökum er hérmeð beðist velvirðingar.
Alls 7-K
Kveðja,
Sigrún

Mainz-Marathon í Þýskalandi





Sunnudaginn 10. maí tóku tveir meðlimir skokkklúbbsins þátt í Mainz-Marathoni í Þýskalandi; Bryndís Magnúsdóttir keppti í hálfmaraþoni og Jens Bjarnason í maraþoni. Með í för voru einnig Úlfar félagi okkar, eiginmaður Bryndísar, og Baldur Oddsson, fyrrum klúbbmeðlimur og þátttakandi í víðavanghlaupi ASCA fyrir okkar hönd. Úlfar hljóp heilt maraþon en Baldur hljóp ekki en var engu að síður ómissandi hluti af liðinu.
Hugmyndin að þátttöku í þessu hlaupi varð til einhvern sunnudagsmorguninn í vetur þegar við vorum að hlaupa í myrkri og kulda hér heima. Skráning í stórt hlaup erlendis hjálpaði okkur við að setja æfingamarkmið og halda okkur við æfingar í svartasta skammdeginu. Ástæður þess að Mainz varð fyrir valinu voru m.a heppileg tímasetning, gott orðspor hlaupsins og falleg staðsetning við bakka Rínar, auk þess sem hægt var að velja milli heils og hálfs maraþons.

Þegar kom að skráningu í janúar kom í ljós að löngu var uppselt í hlaupið. Eftir bréfaskriftir við skipuleggjendur var okkur boðið að taka þátt, okkur að kostnaðarlausu, og vorum við því í raun einhvers konar VIP þátttakendur. Þetta var mjög höfðinglegt af skipulegjendum sem eru borgaryfirvöld í Mainz.
Hópurinn hittist á Frankfurt flugvelli föstudaginn fyrir hlaup. Bryndís, Úlfar og Baldur komu fljúgandi frá Íslandi en Jens kom til Frankfurt á svipuðum tíma frá Yakutiu í Austur-Síberíu, nokkuð þreyttur en bar sig vel.
Við borðuðum á mjög góðum pastastað á föstudagskvöldinu. Kolvetnin runnu ljúft niður, ekki síst hjá Jens sem (að eigin sögn) hafði lítið borðað annað en hrossakjöt alla vikuna. Laugardeginum var eytt í bíltúr um Rínardalinn. Ef undan er skilin vínsmökkun í Rudesheim am Rhein var hegðun liðsins almennt góð.

Sunnudagurinn rann upp með fallegu veðri. Spáð hafði verið rigningu en reyndin varð önnur. Það var reyndar skýjað í startinu en fljótlega birti til og skein sólin á okkur mestan tímann. Hitinn fór upp í 20 gráður en við vorum sammála um að það hefði ekki truflað okkur svo mjög, okkur leið öllum vel í hlaupinu. Bryndís stóð sig best og var í raun hársbreidd að vinna sinn aldursflokk, lenti í þriðja sæti á 1:54:34, Jens kláraði heilt á 3:45:37 og Úlfar kom í mark á 3:55:47.

Baldur var á leið til Spánar og kvaddi okkur fljótlega að hlaupi loknu. Við hin skáluðum í kampavíni og héldum upp á daginn með veislumáltíð um kvöldið, fullkominn endir á frábærri hlaupaferð.

Jens Bjarnason

þriðjudagur, maí 12, 2009

Næstu hlaup

Langar að vekja athygli ykkar á nokkrum hlaupum á næstunni:

06.06.2009 - Úlfljótsvatnshlaupið
30.05.2009 - Mývatnsmaraþon
23.05.2009 - Rútuhlaupið
21.05.2009 - Olíshlaup Fjölnis
21.05.2009 - Smárahlaup Breiðabliks
16.05.2009 - Eyvindarstaðahlaupið
17.05.2009 - Kópavogsþríþraut
16.05.2009 - Neshlaupið

Kv.
SBN

Hádegisæfing 12. maí


Mættir í hávaðaroki: Oddgeir, Dagur, Huld og Sigrún. Fórum öfuga Hofsvallagötu þar sem Dagur lýsti heimspeki "Trekkara", en hann er mikill og einlægur aðdáandi Star Trek. Aðeins of framúrstefnulegt fyrir okkur, þessi jarðbundnu. Ath. Þess má geta að gæti verið að Dagur hafi orðið fyrir alvarlegum sykurskorti á laugardag. Þá hjólaði hann við 3ja mann um 100 km (sem hann kallar blítt álag/blödt pålæg (dansk)), og við þann gerning festist hann í útópískri heimsmyndarskynvillu, sem gjarnan einkennir Star Trek myndirnar. Vert er að fara blíðum höndum um Stóra Dana á næstu dögum.
Alls 8,7-K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, maí 08, 2009

"Daginn eftir Icelandair hlaupið"

Neðangreindir aðilar mættu galvaskir í strekkingsvindi á köflum til að þreyta þetta skemmtilega hlaup. Ath. að ekki sést á þessum tölum en kvenkeppendur voru hafðir með Icelandair ennisbönd, til aðgreiningar frá karlkeppendunum, enda enginn annar sjáanlegur munur þar á.
27:35 Dagur
29:48 Guðni
30:10 Oddgeir
30:58 Karl
31:04 Huld
32:57 Sigrún
34:34 Anna Dís
Góða helgi,
Sigrún (í umboði Dags, tímavarðar)

Tímar fyrri ára.

15. Icelandairhlaupið 7. maí



Hlaupið í gær tókst með ágætum, 544 luku keppni með glæsibrag. Heldur hvasst var í veðri en það hafði ekki áhrif á þátttökumet gærdagsins. Þótt engar þátttökumedalíur væru í þetta sinn var gerður góður rómur að ennisböndum, súpu og brauði, sælgætispokum og orkudrykkjum. Sigurvegarar komu ekki á óvart en það voru þau Þorbergur Ingi (23:30) og Arndís Ýr (25:58)sem sigruðu. Nánar má sjá úrslit hér:

Stjórn IAC þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn í gær kærlega fyrir vinnu við undirbúning og framkvæmd hlaupsins.

Kveðja,

IAC

miðvikudagur, maí 06, 2009

Hádegisæfing 6.maí


Sól og blíða á æfingu dagsins þar sem tekin var test-yfirferð í Icelandairbrautinni fyrir morgundaginn. Búið er að mæla og ótrúlegt en satt þá reyndist brautin enn 7km. Sáum þó ekki merkingu á 4km, en erum þess nokkuð viss að hún er mitt á milli 3. og 5. km. Einnig var nokkur léttir að uppgötva, eftir samtal við borgarstarfsmann, að verið er að leggja lokahönd á að steypa kantstein hægra megin í brautinni við startið. Mættir voru: Kalli, Sveinbjörn, Dagur, Anna Dís og Sigrún.
Alls 7K
Kveðja,
Sigrún


Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Vaxandi norðaustanátt, 8-13 m/s síðdegis. Dálítil rigning eða súld, en slydda til fjalla. Þykknar upp S- og SV-lands eftir hádegi, en úrkomulítið. Norðan 10-18 og rigning eða slydda með köflum á morgun, einkum norðaustantil, en bjartviðri á S- og SV-landi. Hiti 0 til 12 stig, hlýjast S-lands.
Spá gerð 06.05.2009 kl. 12:33

þriðjudagur, maí 05, 2009

Hádegisæfing 5. maí



Mættir í góðu veðri: Dagur, Oddgeir, Sigurgeir og Sigrún. Fórum frekar rólega Hofsvallagötu með smá lengingu um Sörlaskjól. Þau gleðitíðindi bárust aðalritara rétt áðan að Björgvini og frú hefðu fæðst tvíburar í nótt, 12 og 13 merkur. Drengur og stúlka (vinnuheiti Snúður og Snælda) og heilsast öllum vel en eru þreyttir. Óskum við FI skokkarar þeim hérmeð innilega til hamingju!

Alls 9,4-K

Kveðja,

Sigrún

mánudagur, maí 04, 2009

Hádegi 4. maí 09

Guðni, Huld, Kalli, Óli fóru ýmsar vegalengdir í roki og rigningu.

sunnudagur, maí 03, 2009

Hagtölur mánaðarins

Eftirfarandi hagtölur fyrir aprílmánuð hafa loks verið reiknaðar og yfirfarnar. Niðurstaðan er sú að hér er engin kreppa í gangi!

Hljóp alls 200,5 km í mánuðinum sem reyndar er heldur minna en síðast og minna en áætlað var. Hér ber þó að hafa í huga að ég tók tvö stutt hlaupahlé, hið fyrra í fjóra daga, hitt í þrjá. Ég virðist einfaldlega þurfa að taka mér meiri hvíld en flestir aðrir eftir erfiðar æfingar. Spurning um að fara að fylgjast betur með hvíldarpúlsinum svo maður sé örugglega að fá næga hvíld. Sem sagt:

Alls 200,5 km á 17 hlaupadögum.
Lengsta hlaup var 32km.
Eitt langt hlaup í hverri viku og a.m.k. ein gæðaæfing þess utan.

Planið er að fara heilt maraþon í Mainz á sunnudaginn eftir viku. Tel mig nokkuð kláran í það ef ekkert óvænt kemur upp á. Ég óttast mest að það verði óþægilega heitt. Kemur í ljós.

Kveðja, Jens