þriðjudagur, júní 30, 2009

Bláskógaskokkið

Tveir félagsmenn okkar kepptu um sl. helgi í þessu 16 kílómetra hlaupi og má finna úrslit þess hér:
Þess ber einnig að geta að Baldur Haraldsson sigraði í hlaupinu á heildina og Huld Konráðsdóttir sigraði sinn aldursflokk. Glæsilegt hjá þeim og til hamingju!
1 1:06:19 Baldur Haraldsson 1965
9 1:13:27 Huld Konráðsdóttir 1963

Hádegisæfing 30. júní



Mættir í hita og blíðviðri: Kalli, Bryndís, Dagur, Huld og Sigrún. Sveinbjörn var á eigin prógrammi, alsæll eftir fjölskylduhátíðina. Fórum rólegan miðbæjarsýningarrúnt og sýndum okkur og sáum aðra. Fengum það upp úr Kalla að hann vill helst hafa konurnar massaðar, kraftalegar niður og með línur. "Nú, þá svona allt öðruvísi en við", "nei, alveg eins og þið" var svarað og þá var deginum algerlega bjargað. Hver hefði trúað þessu? Við sem héldum að það væri týpan á myndinni en svo er ekki!

Alls 8-K

Kveðja,

Sigrún

mánudagur, júní 29, 2009

Hádegisæfing 29. júní



Mættir í neðri deild: Bogi Nils Bogason (vá!), Ársæll og Sveinbjörn. Í efri deild: Kalli, Gnarr, Óli, Glamúr, Dagur, Guðni og Sigrún. Fórum rólega Hofsvallagötu/Kaplaskjól með tempókafla (sumir) í steikjandi hita en skýjuðu. Háleit markmið eru fyrir næsta hlaup, Ármannshlaupið, en þá ætlar Gnarr að keppa án öryggisteppisins og fara á 38 mínútum (eða: "þetta er náttúrulega 40 mínútna spretthlaup hjá sumum í 34 mínútur". ;)
Alls 8,7-9,2
Kveðja, Sigrún
Ath. Myndin sýnir Geirdalinn með teppið í síðasta hlaupi.

föstudagur, júní 26, 2009

Þema dagsins - fuglanöfn

Síðasta föstudag (mannanafnadaginn mikla) var gefið loforð um að dagurinn í dag yrði tileinkaður fuglanöfnum. Þannig fór hluti mættra í heimsókn á Grímstaðarholtið og hljóp Þrastargötu, Fálkagötu, Smyrilsveg og Arnargötu. Hinn möguleikinn hefði verið að fara upp í Hólahverfi. Bónusgata var Grímshagi sem þessi hópur hefur ekki hlaupið áður. Þátttakendur: Bryndís, Fjölnir, Geirdal, Guðni, Oddgeir og Óli. Fimm síðastnefndu hlupu að sjálfsögðu berir að ofan.

Annar hópur, skipaður Árna og Boga undir styrkri forystu Ársæls fór inn í Fossvog. Kannski að heimsækja Aðal, hver veit? Þá fór Sveinbjörn á móti fuglahópnum og sameinaðist honum að lokum.

Þá er rétt að nefna að hjólreiðanotkun íslenskra rithöfunda hefur vakið athygli hádegishlaupara í þessari viku. Í gær mættum við Braga Ólafssyni og í dag Pétri Gunnarssyni. Spennandi að sjá her verður á hjólinu á mánudaginn kemur.

GI

fimmtudagur, júní 25, 2009

Bláskógaskokk og Þorvaldsdalsskokk

Langaði til að kanna áhuga á Bláskógaskokki (5 og 16 km) næsta laugardag og/eða Þorvaldsdalskokki (25 km) laugardaginn 4. júlí. Fínasta veðri spáð fyrir austan fjall á laugardaginn. Tilvalið að sameina Bláskógaskokk og fjölskylduhátíðina á Flúðum fyrir þá sem þangað ætla. Skoðið endilega málið á hlaup.is og setjið í athugasemdir ef þið hafið áhuga.
Kveðja, Huld

Hádegisæfing 24. júní



Mættir: Óli, Huld, Guðni og Sigrún. Fórum þreytta Hofsvallagötu en Óli var ekkert þreyttur og tók því 100 armbeygjur og fór svo um ormagöng Kaplaskjólið.

Alls 8,7-K

Kveðja,

Sigrún


Ath. Þar sem ný fagstétt hefur myndast innan FI SKOKK birtist þessi mynd. Einungis 2 félagsmenn tilheyra stéttinni og kallast hún "Hérar Til Sigurs", eða HTS: þau Guðni og Huld. Þeir sem vilja láta héra sig er bent á að hafa samband við umboðsmann þeirra, hérastubb bakara.

miðvikudagur, júní 24, 2009

Hádegisæfing 24. júní

Mættir: Óli í kolkrabba, Dagur, Guðni, Huld, Sigrún og Oddgeir. Fórum vestur í bæ á rólegu tempói en Oddgeir fór reverse hring. Við Huld fórum síðan í erindi vestur í bæ en Doris Day and Night fóru Kaplaskjólið og hittu Oddinn bakvið stein á bakaleið.
Alls 9,3-K
Kv. Sigrún

Miðnæturhlaupið

Frábært veður og fullt af fólki. Fljótt á litið fundust þessir félagsmenn/starfsmenn/viðhengi. Eflaust vantar einhver nöfn:

10K

12 Jón Gunnar Geirdal Ægisson 20 00:39:07 00:39:11
22 Oddgeir Arnarson 43 00:41:24 00:41:37
17 Guðni Ingólfsson 49 00:41:42 00:41:46
25 Sigurgeir Már Halldórsson 50 00:41:43 00:41:46
5 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir 76 00:42:37 00:42:41
3 Huld Konráðsdóttir 88 00:43:12 00:43:38
34 Jens Bjarnason 121 00:45:08 00:45:16
43 Fjölnir Þór Árnason 155 00:46:52 00:47:03
7 Nanna Þóra Andrésdóttir 176 00:47:59 00:48:03
29 Rúna Rut Ragnarsdóttir 239 00:50:35 00:50:41
69 Björg Stefanía Sigurgeirsdóttir 346 00:54:35 00:54:56
40 Ársæll Harðarson 428 00:58:02 00:58:46

Þetta var dagur Geiranna því Geirdal, Oddgeir og Sigurgeir voru allir með PB auk Fjölnis. Huld vann til verðlauna.

5k

1 Bryndís Magnúsdóttir 37 00:23:05 00:23:05
108 Lena Magnúsdóttir 00:32:55 00:33:22

Bryndís fyrst í aldursflokki.

GI

mánudagur, júní 22, 2009

Miðnæturhlaup á morgun

Kæru hlaupavinir og félagar. Eigum við ekki að fjölmenna annað kvöld. Það á að vera ágætasta hlaupaveður skv. spánni.
Kveðja, Jens

Hádegisæfing 22. júní

Mættir: Sigurgeir, Gnarrinn, Dagur, Óli, Oddgeir og Huld.
Í boði var Hofsvallagata fyrir þá sem vildu rólegt og stefna á að keppa annað kvöld, Meistaravellir og Meistaravellir + bónus. Það er mikill hugur í mönnum og konum fyrir hlaupinu annað kvöld. Sumir eru að ákv. sig á hvaða tempó þeir/þær ætla á meðan aðrir eru staðráðnir í að gera PB. Það vekur athygli að Aðal hefur verið ráðin sem brautarvörður á morgun og mun hún vera þar sem flestir eiga það til að svindla og stytta sér leið ;o)

Total 8,7-10 km

Kv. Sigurgeir

laugardagur, júní 20, 2009

Freaky Friday 19. júní

Mættir í dag í þemahlaup mannanafna: Kalli, Dagur, Guðni, Huld, Sigrún, Gnarr, Oddgeir og Bryndís. Fórum eins margar mannanafnagötur og hægt var að koma við á endurreisnartempói. Sól og gaman. Aðalritari eyddi 10 klst. í að fletta upp götuheitum og para saman við google maps til að stauta sig framúr prógramminu. Strax farin að kvíða næsta þemahlaupi. :)
Alls 8,6-K
Kveðja,
Sigrún

BollagataGunnarsbrautGuðrúnargataKjartansgataHrefnugataFlókagataMánagataSkeggjagataSkarphéðinsgataVífilsgataNjálsgataGrettisgataBergþórugataKárastígurBaldursgataLokastígurTýsgataÞórsgataFreyjugataÓðinsgataVálastígurNönnustígurBragagataIngólfsstrætiMímisvegurFjölnisvegur

föstudagur, júní 19, 2009

Fréttaskot : Formaður á hlaupum

Snemma í morgun sást til formanns skokkklúbbsins á hlaupum í Elliðárdalnum. Formaðurinn var fullklædd svo ekki sást í bert hold þrátt fyrir tilskipun stjórnar um annað.
Einbeitt stikaði hún áfram með hljóðbauk tengdan við hlustirnar (skyldi hún hafa verið að hluta á þennan...) og hvikaði hvergi þótt óbreyttur félagsmaðurinn reyndi árangurlaust að vekja eftirtekt hennar og sér.
Ljóst er að comeback er á næsta leiti.

fimmtudagur, júní 18, 2009

Hádegisæfing 18. júní

Mættir í sól og blíðu: Sveinbjörn, Dagur, Guðni, Kalli, Fjölnir, Ása, Huld og Sigrún. Fórum í Hljómskálagarð til að taka 6*hálffullan Jónas (hann var svo fullur í gær að hann gat ekki meir) sem eru um 400m sprettir með léttu skokki á milli. Sérstaka athygli vakti að Ása, fulltrúi Glamúrs, stóð sig ótrúlega vel og von er til að tímar falli á þeim bæ á næstu dögum. Einnig kom að máli við aðalritara útlendingur, sem ekki hefur af eðlilegum orsökum náð fullkomnu valdi á blæbrigðum íslensks máls, og spurðist fyrir um orðið "vanfær". Er hér tilvitnun því til frekari skýringar. Sjá nánar Er ekki nema sjálfsagt að leiðbeina og hjálpa nýbúum og öðrum innflytjendum um svoleiðis útskýringar í framtíðinni. Það er þó hinsvegar ljóst að ef einhver var vanfær á Jónasi í dag, telst það vera aðalritari, en það stafar af getuleysi en ekki þungun.
Alls 8,6-K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, júní 15, 2009

Hádegisæfing 15. júní

Mættir: Gnarr, Dagur, Guðni, Oddgeir, Kalli, Sigrún. Óli og Sveinbjörn á eigin vegum. Farin var Kaplaskjólsleið og Hofsvallagata, Kapla á tempói en hitt rólegt. Vert er að geta þess að meðlimir FI SKOKK eru beðnir um að halda sig við eina keppninsgrein, þ.e. hlaup en vera ekki að reyna við aðrar íþróttagreinar, sérstaklega ekki gamlir. Menn geta bara dottið og meitt sig, eyðilagt keppnisgögn (hjól eða þ.h.) og eða fipað andstæðinga sína.
Alls 9,3-K og 8,6-K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, júní 12, 2009

Sahara eyðimerkurmaraþonið

Hér er linkur í áhugaverða lýsingu Ágústar Kvaran á þessu maraþoni. Ágúst hljóp þetta fyrr á þessu ári.

Hádegisæfing 12. júní

Ef ekki er ástæða til hvíldar er nauðsynlegt að hraða sinni för...
Mættir: Kalli, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Dagur, og Sigrún. Jói, Bryndís og Óli í sérprógrammi, Suðurgötu og fleiru. Hinir fóru Valhúsahæð með tempóhring sem ég veit ekki lengdina á. Þegar svona langt er hlaupið þarf að hraða sér bæði út, heim og á milli. Kemur á óvart! Fantafín tempóæfing í sól og blíðu þótt gert væri smá grín að aðal af og til.
Alls sléttir 10-K
Kveðja,
Sigrún
Ath. Jói skorar á okkur að hlaupa upp á Akranes í næsta hádegi.

fimmtudagur, júní 11, 2009

Hádegi 11. júní 2009

Guðni, Huld og Kalli fóru hringinn í kringum Reykjavík millistríðsáranna, Snorrabraut, Sæbraut, Geirsgata, Framnesvegur, Hringbraut. Jói og Óli voru sér.

GI

miðvikudagur, júní 10, 2009

Hádegisæfing 10. júní

Mættir í kolkrabbann: Kalli, Fjölnir (1st timer), Dagur, Guðni, Huld (í tennisdragt), Oddgeir og Sigrún. Tókum hina ógurlegu 4 arma krabbans og menn skilja nú betur hví enginn óskar eftir þessum æfingum reglulega. Sveinbjörn, Ingunn og Jói voru í sérverkefnum. Sól skein í heiði (og í sinni, stundum) og 8 km kláraðir í viðbjóðinn. Það eru bara hinir alhuguðustu sem munu óska eftir þessu í framtíðinni.
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, júní 09, 2009

Hádegisæfing 9. júní

Mættir: Dagur, Guðni, Huld og Sigrún. Ingunn og Jói voru á sérleið en Sá síðarnefndi hljóp flugvallarhring. Við hin fórum í boði "andans" um nýjar slóðir í góðu veðri. Ég get ekki skýrt frá hvaða leið var farin því andinn yfirtók æfinguna. Á morgun verður hinsvegar leitað í smiðju kolkrabbans, enda sjómannadagurinn rétt nýbúinn.
Alls 7,5-K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, júní 08, 2009

Hádegisæfing 8. júní

Mættir nokkrir vitleysingar og nokkrir eðlilegir: (e) Jói og Sveinbjörn sem og 2 dömur frá hótelum. (v) Dagur (loser, lætur HB vinna sig í þríþraut), Gnarr (kom fram sem rotþró), Sigurgeir (svaf), Ása, Huld, Kalli (með froskinn í hælnum), Óli (venjuleg leið), Oddgeir og Sigrún. Aðal fór bakara-kafara tempó en hinir fóru Kapla eða blaðburð á tempói. Veður var með eindæmum gott og ýmsir sprækir. Það vakti sérstaka athygli að Glamúr og Gnarr hafa verið iðnir við ljósabekkina undanfarið og ættu þeir aðeins að róa sig í þeim efnum. Eftir æfingu fór Glamúrinn síðan í allsherjar innkaupaferð fyrir FI SKOKK til N.Y. í boði Senu.
Alls 8,7-9,5-K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, júní 05, 2009

Hádegisæfing með sjósundi 5. júní

Hittumst við Huld við kirkjugarðsenda og tókum upphitun út í Nauthólsvík. Skiluðum þar sjósundsgræjunum og héldum áfram vestureftir, hvar við tókum 3*2000 metra (sprett/tempókafla), með 1,5 mín. á milli. Aðalritari fékk smá afslátt af síðasta og skipti honum upp í 2*1000, v. örmögnunar. Huld tók svo einn 1000m til en aðal skokkaði til móts við væntanlega hlaupara frá HL. Þar reyndist enginn svo við flýttum okkur bara í sjóinn, sem mældist heilar 9,6°C. Þar hittum við Guðmundu og Önnu Dís, sem einnig höfðu hlaupið um Elliðaárdal. Syntum við út að bauju sem er í fyrsta sinn sem okkur Huld tekst það. Anna Dís fór lengra, enda harðgerðari en við. Síðan fréttist af Oddinum en hann tók flugvöllinn á tempói.
Góða helgi,
Sigrún

fimmtudagur, júní 04, 2009

Hádgisæfing 4. júní

Mætt í dag í frábæru veðri: Sigurgeir (believe it or not), Ása, Huld, Jens og Sigrún að ógleymdri Tátu. Fórum rétta Hofsvallagötu á hvíldartempói sem enginn þurfti á að halda nema aðalritarinn og kannski Táta. Minnstu munaði að aðal væri hjóluð niður af hjólreiðamanni en stórslysi var þó forðað þótt tæpt væri. Á morgun er fyrirhugað sjósund og eru lysthafendur eindregið hvattir til að mæta á HL kl. 12.08 með viðeigandi búnað.
Alls 8,7-K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, júní 03, 2009

Hádegisæfing 3. júní

Mættir: Ársæll (Suðurgata), Jói á eigin vegum en við hin á Dags vegum. Dagur þurfti að flýta sér inn á fund og því var ákveðið að taka Hofsvallagötuna (alla leið) á tempói og fara hana á undir 40 mín. þ.e. alla 8, 7 kílómetrana. Lagt var af stað og hljóp hver sem hann gat alla leið. Gaman væri að fá í "comments" tímana hjá viðkomandi, til gamans (eða ekki).
Fínasta tempóæfing í sól og blíðu.
Alls 8,7-K
Kveðja,
Sigrún

Born to Run

Myndband á jútúb með vísun í bók sem sviptir hulunni af því hvers vegna við erum alltaf meidd.

Áhugavert.

Kveðja, Dagur

þriðjudagur, júní 02, 2009

Hádegi 2. júní 2009

Guðni og Huld fóru Hofsvallagötuna. 3km á tempó 4:03, 4:12, 4:01. Góð æfing. Aðrir sem sást til: Ingunn á hlaupum, Jói á göngu, Sveinbjörn í gufu og Ársæll í mat. Aðrir komnir í sumarfrí, eða hvað?

GI