föstudagur, desember 30, 2011

Hádegisæfing 30. desember

Mættir: The Cargo Kings og Dagur.

Fórum Fossvoginn þar sem við vorum nokkuð öruggir að það væri búið að skafa brautina. Fórum samt ekki yfir í Kópavog þrátt fyrir að undirritaður reyndi að tæla þá yfir skítalækinn.

Vonandi eiga allir gleðileg áramót og sjáumst hress og kát á nýju ári :o)

Kv. Sigurgeir

fimmtudagur, desember 29, 2011

The Dawning of the Octopus

Æfingar standa nú yfir á stórmyndinni um kolkrabbann, sem fræg varð að endemum fyrir nokkrum misserum.  Hér má sjá lokatöku dagsins en leikarar kröfðust þess að fá bónussprett sem fúslega var veittur af leikstjóra og tökuliði en þá var þegar búið að þysja inn 4 örmum af krabbanum plús einum 50 kvikindum af  froskahoppum og armbeygjum í frábæru færi dagsins.  Stefnt er að sýningu myndarinnar um miðbik árs 2012.
Kveðja,
SBN

Hádegisæfing 29. desember

Mættir : Ívar, Óli, Dagur og Katrín

Fórum Hofs, snjórinn öslaður uppundir hendur á köflum.

Venni fyrir Óla.

Hádegisæfing 28. desember

Mættir : Erla og Þórdís Hofs snemma, Sveinbjörn Suðurgata, Dagur Hofs

miðvikudagur, desember 28, 2011

Sælir eru þeir sem....

Hádegisæfing 27. desember

Undirritaður var sá eini sem hóf hlaup í dag frá Natura. Ákvað að fara rétt "Sæli´s" í kringum flugvöllinn um Hofsvallagötu. Einmana í þungum þönkum og þæfingi hljóp ég næstum á annan hlaupara sem ég mætti við HR. Þar var komin Þórdís sem hafði lagt af stað að heiman til að hlaupa sama hring en rang "Sæli´s" um sömu Hofsvallagötu. Tókust með okkur fagnaðarfundir og sneri ég samstundis við og elti Dísu. Við ræddum atburði liðinna daga, Jólamatinn og gjafirnar og margt fleira skemmtilegt. Nokkur snjóþæfingur víða og dálítil hálka á köflum. Bjartviðri annars.Fáir á ferli á stígnum. Kvöddumst á Ægissíðu þegar Dísa fór heim og ég til vinnu. Hreppti éljagang síðusta kílómeterinn. Dísa hefur farið ca 8,5 en ég endaði á 10, 4 með krullum. Ég hljóp á hálku gormum frá Afreksvörum, eins gott í hálkunni, okurverðið sem ég greiddi var samt enn að pirra mig.

kv.
Sæli


laugardagur, desember 24, 2011

Gleðileg jól!

Óska öllum meðlimum hlaupahópsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Lifið heil.
Heyr himna smiður

SBN

föstudagur, desember 23, 2011

Góð mæting í aðventuhlaupið

Góð mæting var í aðventuhlaupið. Alls mættu 16 hlauparar og var það mál elstu meðlima klúbbsins að aldrei í sögunni hefði verið eins góð mæting. Veður var ágætt þó færðin væri frekar erfið sökum hálku. Hlauparar létu það hins vegar ekkert á sig fá og hlupu 9 km hring þar sem m.a. var tekinn "dead-ari" í Tjarnargötu og dansað í kringum norska jólatréð á Austurvelli, börnum sem þar voru stödd til nokkurrar skelfingar.


Að hlaupi loknu létu menn líða úr sér í heitum potti, sjó-gufu og sauna á Sóley Natura Spa. Að lokum safnaðist hópurinn saman á veitingastað hótelsins þar sem niðurstöður skoðanakönnunar um keppnisnafn klúbbsins voru kynntar (flestir vilja að Icelandair verði notað) auk þess sem formaður fór yfir aðgerðaáætlun stjórnar á komandi tímabili.

Gleðileg jól

þriðjudagur, desember 20, 2011

Fundargerð - 2. stjórnarfundur skokkklúbssins, haldinn 15. desember 2011


Stjórnarfundur FI-Skokk (2. fundur tímabilsins 2011-2012)

15. desember 2011, kl. 1200 á skrifstofu Icelandair

Mættir: Jón Örn - formaður, Ívar - gjaldkeri og Oddgeir - ritari

Annar fundur stjórnar tímabilið 2011-2012. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Jafnframt var lagt til að dagskrá komandi funda verði kynnt stjórnarmönnum í fundarboðinu. Eftirfarandi mál voru á dagskrá þessa fundar:

- Ákveðið var að félagsgjöld næsta árs verði óbreytt.

- Uppfæra þarf félagatal klúbbsins/netföng. Mál í höndum formanns og ritara.

- Uppfæra þarf lög félagsins til samræmis við ákvarðanir síðasta aðalfundar. Mál í höndum ritara.

- Formaður hyggst kynna hádegishlaupin fyrir starfsmönnum Icelandair á Mywork strax eftir áramót.

- Keppnisnafn klúbbsins: Skoðanakönnun verður útbúinn og birt á blogginu innan skamms og verða niðurstöður hennar síðan kynntar í aðventuhlaupinu 22. desember. Stjórnin mun hafa niðurstöður skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafn verður tekin.

- Formaður er búinn að hafa samband við Dag vegna þemadaganna en nánari útfærsla liggur ekki fyrir.

- Gjaldkera var falið að ganga frá prókúru-málum við fráfarandi gjaldkera klúbbsins eftir fyrsta stjórnarfund. Málið er enn í vinnslu en verður væntanlega klárað í næstu viku.

- Sturtuaðstöðumálin: Vel var tekið í málið að hálfu stjórnenda Icelandair. Þó er ljóst að sturtuaðstöðu verður ekki komið upp í höfuðstöðvum Icelandair við núverandi aðstæður m.a. vegna þess að nauðsynlegar frárennslislagnir eru ekki lengur til staðar. Gjaldkeri klúbbsins mun halda málinu áfram opnu gagnvart stjórnendum Icelandair.

- ASCA: Austrian mun halda ASCA Cross Country 2012 í Vín. Endanleg dagssetning er ekki komin frá þeim en gert er ráð fyrir að hlaupið fari fram einhverntíma á tímabilinu 27. apríl – 29. maí.

- Hlaupadagskrá FI-Skokk: Stjórn FI-Skokk hyggst birta lista yfir þau hlaup og atburði á árinu 2012 sem gaman væri fyrir meðlimi klúbbsins að sameinast um að mæta í. Dagskráin verður birt á blogginu fljótlega.

- Starfsáætlun tímabilsins 2011-2012 endanlega útfærð auk annarra áhersluatriða stjórnar (sjá nánar í fundargerðinni).


Endanleg starfsáætlun fyrir komandi tímabil liggur nú fyrir og er svohljóðandi:

- Næsti aðalfundur/árshátíð verði haldin(n) í október eða nóvember 2012.

- Almenningshlaup Icelandair fari fram fyrsta fimmtudag í maí 2012. Framkvæmdastjóri hlaupsins verður sá sami og undanfarin ár (Sigurgeir).

- Stefnt skal að þátttöku í ASCA víðavangshlaupi á næsta ári. Gert er ráð fyrir úrtökumóti í aðdraganda hlaupsins.

- Aðventuhlaup í desember á þessu ári. Verður með svipuðum hætti og síðustu ár.

- Ný stjórn hyggst leggja metnað sinn í að hvetja starfsmenn Icelandair Group til hlaupa. Verður sjónum einkum beint að þeim sem eru byrjendur eða hafa lítið hlaupið upp á síðkastið. Stefnt að því að setja þessa vinnu í gang með vorinu (2012). Hugmyndin er sú að fylgt verði 10 vikna æfingaáætlun fyrir byrjendur (frá mars og fram í maí). Formaður klúbbsins hefur lýst sig reiðubúinn til að halda utan um þetta verkefni (kynningu og framkvæmd æfingaáætlunar) með hjálp og aðstoð annara meðlima klúbbsins.


Auk starfsáætlunarinnar teljast eftirfarandi atriðið til sérstakra áhersluatriða stjórnar:

- Ný stjórn hyggst kanna hvort aðrir raunhæfir möguleikar séu til staðar hvað varðar sturtuaðstöðu félagsmanna. Verður m.a. athugað hvort hægt sé að koma upp sturtuaðstöðu í húsnæði Icelandair.

- Stjórn klúbbsins hefur áhuga á að viðhalda þeim góða sið að hver dagur vikunnar hafi sitt þema (mánudagur – rólegur, þriðjudagur – sprettir/ brekkur o.s.frv.). Stjórnin hyggst leita til eins af reyndari meðlimum klúbbins (Dagur) varðandi áframhaldandi útfærslu og viðgang þessa góða siðs. Þá er ekki útilokað að „gesta-þjálfarar“ fái að leika lausum hala öðru hvoru.

- Stefnt er að því, eftir því sem sjóðsstaða leyfir, að þeir meðlimir klúbbsins er taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta ári fái þátttökugjald að hluta eða öllu leyti endurgreitt. Þá verður möguleiki til þátttökukostnaðar í öðrum atburðum metinn hverju sinni (t.d. ASCA).


Þau verkefni sem liggur fyrir að vinna þurfi í fyrir næsta stjórnarfund:

- Kynna skokkklúbbinn á Mywork, þ.m.t. hádegishlaupin – formaður

- Útfærsla á þemadagsæfingunum – formaður, í samráði við Dag

- Ákveða endanlega keppnisnafn skokkklúbbsins – stjórnin

- Kynna starfsáætlun og sérstök áhersluatriði stjórnar fyrir tímabilið 2011-2012 á blogginu – ritari

- Koma jarðneskum eigum klúbbsins fyrir í geymslu hjá umsjónamanni fasteigna – gjaldkeri

- Birta hlaupadagskrá FI-Skokk - ritari

- Hefja forundirbúning Icelandairhlaupsins, m.a. útfærslu hlaupaleiðar – stjórnin


Næsti fundur áætlaður í janúar 2012

Fundi slitið 1330

mánudagur, desember 19, 2011

Hádegi 19. des

Tvær stúlkur, tveir karlar, tvær brýr, tvær kirkjur, einn almenningsgarður, tvenn undirgöng, 8.2k.

laugardagur, desember 17, 2011

Undir hvaða nafni vilt þú að meðlimir klúbbsins keppi?

Á síðasta aðalfundi var nýrri stjórn falið að ákveða nafn sem notað skal af meðlimum klúbbsins þegar þeir keppa á hans vegum.  Stjórnin hefur nú efnt til skoðanakönnunar á blogginu þar sem félagsmönnum er boðið að kjósa um þau fjögur nöfn sem stjórnin hefur ákveðið að komi til greina.  Skoðanakönnunin verður opin til kl 16, fimmtudaginn 22. desember og mun stjórnin kynna niðurstöðu hennar á aðventuhlaupinu, sem hefst klukkustund síðar.

Þeir meðlimir klúbbsins sem hafa skoðanir á þessu máli eru hvattir til þátttöku í könnuninni.  Stjórnin mun síðan hafa niðurstöðu skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafnið verður tekin.

Kveðja,
stjórnin

miðvikudagur, desember 14, 2011

Aðventuhlaupinu frestað til fimmtudagsins 22. desember

Allmargir félagsmenn hafa lýst því yfir að þeir eigi ekki heimangengt í áður auglýst aðventuhlaup fimmtudaginn 15. desember.  Því hefur stjórn skokkklúbbsins ákveðið að fresta aðventuhlaupinu til fimmtudagsins 22. desember.

Lagt verður af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17.  Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu þann dag en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.

Félagsmenn munu fá aðgang að sturtuaðstöðu, sauna og heitum potti á Sóley Natura Spa á Hótel Loftleiðum sér að kostnaðarlausu.  Félagsmenn þurfa hins vegar sjálfir að koma með handklæði og sundfatnað.  Kann stjórn skokkklúbbsins stjórnendum Sóley Natura Spa bestu þakkir fyrir þetta rausnarlega boð.

Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.

Kveðja,
Stjórn skokkklúbbsins

Hádegisæfing miðvikudaginn 14. desember

Mætt voru: Sigrún, Katrín, Dagur, Oddgeir og Ðe kargó-primadonnas-kings.

Ðe kargó-primadonnas-kings létu að sjálfsögðu bíða eftir sér og brast hina er mættir voru að lokum þolinmæðin og lögðu rólega af stað með það fyrir augum að hægt yrði að ná þeim.  Það reyndist rétt því ðe KKs náðu restinni, lafmóðir, nokkru síðar.

Farinn var hefðbundinn rangsælis Hofsvallagötu-hringur (KKs og Oddgeir) með lengingu um Kaplaskjól fyrir þá sem það vildu (Sigrún, Katrín og Dagur).  Kaplaskjólsfólkið einsetti sér að ná Hofsvallagötuhópnum fyrir Kafarann og tókst það nokkurn veginn.  Vel gert.

Alls voru hlaupnir 8,6 km annars vegar og 9,2 km hins vegar.

Frjálsi orðinn stórveldi


þriðjudagur, desember 13, 2011

Hádegi 13. des

Í forstarti: Ársæll og Þórdís.  Hlupu 10k, takk fyrir.
Í 12:08 starti:  Formaðurinn á fyrstu æfingu fyrir Edinborgarmaraþon.  Flugvöllur 6,3k
Í 12:11 starti:  Frjálsi (Guðni, Hekla, Sigrún og Sveinbjörn).  Skógrækt með 3 þrekæfingastoppum.  6,5k.

GI

Vefur til að útbúa einstaklingsmiðað æfinga program.

Fannst þetta bara svo sniðugt að mér fannst ég þurfa að setja þetta hérna inn.
http://gainfitness.com/strength
Í Guðs friði lömbin mín.
Bjúti

mánudagur, desember 12, 2011

Hádegisæfing 12. des.

Mættir á HL-Katrín, Hekla, Gunnur, Dagur, Guðni, Sigurgeir, Sveinbjorn, Huld, Sigrún og Ársæll (sér). Fórum Hofsvallagötu í loðnu færi og smá kulda. Greinilegt var á samkomunni að Símaseiningin á sér enn nokkra aðdáendur þrátt fyrir mikla og fagra nýliðun frá hótelbyggingunni og skrifstofunni, en þeim fer þó merkjanlega fækkandi. Alls 8,6k Kveðja, SBN

föstudagur, desember 09, 2011

Aðventuhlaup FI Skokk

Nú líður senn að hinu marg rómaða aðventuhlaupi skokkklúbbsins.  Hlaupið fer fram fimmtudaginn 15. desember nk. og eru félagsmenn hvattir til að mæta.  Lagt verður að af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17.  Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu á fimmtudaginn en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.  Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.

Hádegisæfing 9. des.

Mættir í fimbulkulda: Gunnur og Pétur á sérleið, Sveinbjörn í sælustund í sundlaug, Ívar, Dagur, Oddgeir (nýr liðsmaður), Gauja og Hekla, Huld og Sigrún.  Fór fylkingin hefðbundinn bæjarrúnt með Sæbraut og Hljómskálagarðsívafi.  Allir undu glaðir við sitt og voru misvel klæddir til verknaðarins en einna mesta athygli vakti þó Gauja en hún var sérstaklega styrkt af jöklarannsóknafélaginu en þeir fá fólk til að prófa hlífðarfatnað við ýmsar voveiflegar aðstæður eins og t.d. útihlaup.  Mikið var rætt um pylsur og blæti gagnvart þeim en einn félagsmaður er illa haldinn af fíkn í pylsur á meðan annar lifir á geli og gulrótum.  Einnig var bandaríski matvælaiðnaðurinn krufinn sem og krosssmit E-coli og fleiri skemmtilegra gerla og baktería. 
Kveðja góð-SBN

Powerade #3

Nokkrir félagsmenn mættu í þetta skemmtilega vetrarhlaup um Elliðaárdal í gærkveld og fara tímarnir hér á eftir:




54. Oddgeir Arnarson 45:43

105. Ívar S. Kristinsson 49:35

109. Huld Konráðsdóttir 49:53

128. Sigrún B. Norðfjörð 51:04

193. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 55:26

208. Ársæll Harðarson 58:03



Sérstaklega ber að geta þess að á leið tveggja keppenda á vettvang blótaði a.m.k. annar þeirra og hafði uppi gífuryrði um það að félagsmenn væru píndir í þetta hlaup og nytu svo engra fríðinda umfram aðra, þrátt fyrir innherjatengsl við hlaupshaldara. Þeir fengju a.m.k. adrei konfekt í desemberhlaupinu, það væri bara feita fólkið sem fengi það. Þessir sömu félagsmenn fengu síðan báðir forláta konfektkassa í markinu og eru strax farnir að íhuga stöðu holdarfars síns. Það hefði samt verið skemmtilegra að hafa konfektið í hlaupavænni umbúðum, en kærar þakkir samt! Þetta var frábært þrátt fyrir mínus 6 gráðurnar.



Kveðja,

leigupenninn (perrinn?)

fimmtudagur, desember 08, 2011

Skráning í Edinburgh Marathon

Mikill áhugi er meðal FI-skokkara fyrir ferð í Edinburgh Marathon og nú þegar hafa fjórir úr hinu alræmda sænska gengi; Oddgeir, Sigurgeir,Ólafur og Fjölnir skráð sig í heilt maraþon og vitað er um fleiri sem eru líklegir til að slást í hópinn á næstu dögum.

Það er ljóst að búast má við góðri stemmningu á Rose Street eftir hlaup og bindum við miklar vonir við sérþekkingu Óla Briem á malt viskíi og öðru skemmtilegu sem Skotarnir hafa upp á að bjóða. Þeir sem ekki treysta sér í hlaupið geta líka tekið skemmtilega áskorun "Rose Street Challenge" sem krefst annars konar úthalds.Nánar hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rose_Street

Hlauparar skrá sig aftur á móti hér: http://www.edinburgh-marathon.com/

FÞÁ

Hádegi 8. des

Dagur, Fjölnir, Guðni, Katrín og Sveinbjörn í 12:11 starti frá IHRN. Hofsvallagata (8,6k) með lengingu (8,9k) fyrir ákafa. Þórdís fór fyrr og lengra (9,2k). Nennti ekki að hanga með rólega liðinu.

GI

miðvikudagur, desember 07, 2011

Hádegisæfing 7. des. '11


Fjölnir og Sigurgeir á hlaupum, Þórdís að hlaupa og lyfta. Dagur, Ívar, Anna Dís, Huld 2 (Doppelgänger) og Sigrún í hádegisjóga og tóku inn mikið aðf hvítu ljósi í gegnum háhraðatengingu og fundu kærleikann í sér og öllu öðru.

Kveðja,

SBN

þriðjudagur, desember 06, 2011

Hádegi 6. des

Þrjár konur (Hekla, Katrín (ekki lengur nýliði) og Þórdís) og þrír karlar (Ársæll, Dagur og Guðni) skokkuðu upp í mót austan andvara, út í Kópavog, Skógrækt og til baka.  Þá var tekinn fyrsti sprettur í Kolkrabba (í boði Þórdísar (takk Þórdís)).  Sá tók frá 5 og upp í 6 mínútur.  Safnað saman og rólega heim.  Samtals 7,3K 45 mín.

Á morgun verður jógatími í boði Katrínar.  Hefst 12:05 á Sóley Spa, Icelandair Hotel Reykjavík Natura. 

GI

mánudagur, desember 05, 2011

Edinborgarmaraþonið 2012


Einn félagsmaður hefur fengið fararleyfi að heiman (ótrúlegt en satt) til að taka þátt í þessu hlaupi. Nú þurfa hinir bara að standa við stóru orðin. Koma svo! Æfa svo þjóðsönginn eftir Robert Burns.

Edinborg 2012

Kveðja,

SBN

Hádegi 5. des

Í forstarti Anna Dís, Ársæll og Katrín (nýliði). Fóru rangsælis vesturfyrir Hlíðarenda og síðan Hofsvallagötu.

Í 12:08 starti Dagur, Guðni og Ívar. Fóru rangsælis suðurfyrir Hlíðarenda og síðan Suðurgötu. Náðu forstartshópnum við flugbrautarenda og síðan samhlaup heim á hótel, með viðeigandi yfirheyrslum Dags á nýliðanum.

Samtals um 7,5K

GI