fimmtudagur, júlí 26, 2012

Tempo Thursday the 26th

Mættir: Siggi Óli, gamle Ole, JB Le Canadien, Huld og SBN. Fyrir hlaup voru meðlimir myndaðir í bak og fyrir af ljósmyndara frá ASICS og e.t.v. landar eitthvert okkar risasamningi við fyrirtækið á næstunni. Þeirra helsti markhópur er einmitt smáfeitir amatörskokkarar going 50, or gone... Jæja, en allavega þá fórum við tempókafla frá HR að Víkinni í Fox (4k)og voru menn ýmist á 10k eða hmp, eftir vild. Í dalnum hittum við svo júfórískan hlaupara sem fór mikinn í 400m sprettum, en hann hefur nú formlega klofið sig frá elítunni með þessum voveiflega hætti. Þetta ku vera ritari hópsins, aka le Odd. Kveðja góð, SBN

miðvikudagur, júlí 25, 2012

Miðvikudagur 25. júlí - Blotnar maður minna með því að hlaupa í rigningu í stað þess að ganga?

Það er greinilegt að æfing gærdagsins sat í fólki, a.m.k. ef marka má mætingu dagsins.  Aðeins mættu á tíma (svo vitað sé) Síamskettirnir tveir og Oddgeir.

Ákveðið var að fara hefðbundinn flugvallarhring.  Strax var ljóst að nokkur þreyta var í mannskapnum og er komið var að Þjóðminjasafninu beygðu Síamskettirnir skyndilega af leið og hurfu niður Suðurgötu - skildu sem sagt Oddgeir eftir á Hringbrautinni.  Oddgeir ákvaða að hlaupa um Hofsvallagötu og ákvað jafnframt að bæta aðeins í í þeirri veiku von að geta náð Síamsköttunum áður en komið yrði að HLL.  Þegar hann nálgaðist Dælustöð sá hann tvær þústir í fjarska, nálgaðist þær óðfluga, og náði þeim loks.  Þústirnar reyndust vera Síams á göngu eftir Ægissíðunni.  Að lokum fengust þær af stað.  Nálægt Kafara birtist svo skyndilega gamle Ole úr leyni á öfugum hring, með írskt söngvatn í kverkum.  Hann sneri við á punktinum og hljóp með Síams og Oddgeiri til baka að HLL.  7-9  km hjá Síams og Oddgeiri og rúmlega 3 km hjá Ole.

Nokkuð ringdi síðastu tvo kílómetrana og var tíminn notaður til að fara yfir niðurstöðu nýjustu rannsóknar á því hvort maður blotni minna með því að hlaupa á milli staða í rigningu í stað þess að ganga.  Niðurstaða nýjustu rannsóknarinnar (ólíkt fyrri rannsókn) er sem sagt sú að það skiptir máli hvort þú hleypur eða gengur - Almenna reglan er sú að þú blotnar minna ef þú hleypur.

Gjört 25. júlí, Anno 2012
Ritari FI Skokk

þriðjudagur, júlí 24, 2012

Miðvikudagur 24. júlí - Le spretts

Fín mæting í le spretts í dag (alls 8 manns og konur): Guð-ni, Síams, JayBe, Oddgeir, Sveinki, Gunnur.  Gestahlaupari dagsins var enginn annar en Siggi Óli.

Dagsskipunin var sprettir sem 1/2 Síams (Huld) sá um að útfæra.  Byrjað á 4 x 300 m sprettum með 100 m skokki á milli.  Síðan var farið í 3 x 1200 m spretti og svo endað í því sem byrjað var á; 4 x 300 m sprettum með 100 m skokki á milli.  Sem sagt hörkuæfing og almenn ánægja.

Ritari FI skokk

mánudagur, júlí 23, 2012

Þriðjudagur 23. júlí - Sumarfrí ráða ríkjum

Mætt í dag voru Síams, JB, O og Sveinki.

Svo virðist sem, ef marka má mætinguna í dag og síðustu daga, að allflestir meðlimir klúbbsins sem eru vanir að láta sjá sig í hádeginu séu í sumarfríi.  Reyndar eru 4 af þeim 5 er mættu í dag einnig í sumarfríi, en þau létu það hins vegar ekki koma í veg fyrir mætingu.

Nokkuð var kvartað undan þreytu og var því farinn rólegur hringur um Hofsvallagötu.  Að vísu stytti Sveinki sér leið með því að beygja inn í Björnsbakarí á Hringbraut og panta sér sérbakað.  O lengdi síðan aðeins í og fór um Kaplaskjól.  Eins gott að menn taki lýsi í fyrramálið þar sem von er á sprettum.

Ritari

föstudagur, júlí 20, 2012

Föstudagurinn 20. júlí - Bæjarrúntur um bakgarða borgarinnar

Mætt voru: Síams, O, Arndís Ýr og Jón Grillari.  Þjófstartið að þessu sinni sáu þær María og Bryndís um (fóru að sögn flugvallarhring um Suðurgötu).  Hin fimm lögðu af stað í bæinn þar sem komið var víða við, þó víða væri leitað, en þó sérstaklega í bakgörðum hinna ýmsu húsa í mið- og vesturbæ borgarinnar.  Alls 8 km.  Reyndar var aðeins kvartað yfir háum hraða í þessum bæjarrúnti.  Ég læt ykkur lesendur góðir um það að giska á hvert hinna fimm fræknu féll helst grunur á.

Ritari

fimmtudagur, júlí 19, 2012

Fimmtudagurinn 19. júlí - Tempúr

Mætt í  hádeginu voru JayZ (alias JB), Síamsfræin og O(bama).  Ekki virtist mikill áhugi hjá fyrir tempúræfingu dagsins, a.m.k. ekki til að byrja með.  Þar sem mannskapurinn stóð ráðvilltur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu og réð ráðum sínum, birtust þeim þrír íðilfagrir meðlimir klúbbsins á leið austur Hringbraut.  Þetta voru þær Þórdís, Gunnur og Katrín Spa.  Hvað voru þær eiginlega að gera þarna?  Jú, þær voru "bara að taka 10 km" eins og þær orðuðu það (svona nokkurn veginn).  Eftir að hafa skipst á kveðjum í smá stund skeiðuðu þær áleiðis að hótelinu en tempúr-liðið hélt af stað.  Skildi þéttu tempó haldið að dælustöð og var  það og gert (alls 3 km).  Eftir það var niðurskokk.  JayZ og O(bama) tók síðan smá aukarúnt til að ná 10 km (Síamsfræin voru þegar búin að ná því).

Ritari

miðvikudagur, júlí 18, 2012

Miðvikudagsæfing 18. júlí - Meyjar í miðbæ

Einungis kvenkyns félagsmenn sáu sér fært að mæta á æfingu dagsins. Anna Dís, Steinunn Una, Þórdís og Huld notuðu tækifærið og spókuðu sig í miðbænum við fádæma athygli vegfarenda. Fór svo að umferð stöðvaðist og öll starfsemi lamaðist á meðan þær þeystust um miðbæinn í litríkum fatnaði. Nokkrir aðdáendur reyndu að ná sambandi við meyjarnar sem gáfu ekki færi á sér. Óþekkti skrifstofumaðurinn naut þó athygli þeirra um stund. Eitthvað um 7,5 km.
Kveðja, HUK 

þriðjudagur, júlí 17, 2012

Þriðjudagsþunder 17.júlí

Mættir:Ívar, Johnny, Guðni(í Sunnu), Huld, Jens og Sigrún. Hituðum upp að Hofsvallagötu og fórum þá 3*1000m og 4*400m. Smá niðurskokk í restna. Fín æfing í boði Huldumeyjar. Kveðja að handan -(þetta var svo erfitt að ég er framliðin) SBN

mánudagur, júlí 16, 2012

Mánudagsæfing 16. júlí

Mættir:Jens, Guðni, Huld, Gunnur og Sigrún. Fórum rólegan rúnt í bæinn og niður á höfn, hvar GI var með skyggnilýsingar. Fórum síðan upp Skólavörðustíg og á hótelið. Heavy stöff á morgun.. Kv. SBN

föstudagur, júlí 13, 2012

Föstudagurinn 13. júlí - Bæjarrúntur

Mætt voru: JB, Tag Hauer, Gun, hálfur Siams, O, Guð-ni og Jón Haförn.

Hefðbundinn bæjarrúntur sem liggur um Valsheimili, Klambratún, Nóatún, Borgartún, Skúlagötu, Austurstræti og -völlur, Tjörnin (ekki áhugi á einum Jónasi að þessu sinni), BSÍ (þar sem aðalrétturinn á veitingastofunni er sagður Kjammi og Kók), Valsheimili og þaðan til HLL.

Ritari

fimmtudagur, júlí 12, 2012

Fimmtudagurinn 12. júlí - Kolbrabbinn er mættur aftur

Í kjölfar þess að Gunnur hafði óskað sérstaklega eftir brekkusprettum í dag var ákveðið að rifja upp Kolkrabbann.  En hvað gerðist?  Þegar félagsmenn mættu á ráspól um hádegisbil voru Gunnur og Hekla alsælar að ljúka sinni æfingu (engar brekkur).  Þær ákváðu sem sagt að "taka bara löns áðetta" einhvern tíma seinna.

Þeir sem mættu kl. 1208 voru JB, Anna Dís, Þórdís, Dagur, Guðni (hlaupastíll hans tekinn fyrir á æfingunni í gær), Síams og O.  Eftir 2 km upphitun var lagst til atlögu við Kolkrabbann, alls 4 mislangir/sterkir armar.  Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að 3 af 8 félagsmönnum voru að þreyta þessa raun í fyrsta skipti.  Niðurskokk í framhaldi af Kolbrabbanum.  Alls rúmir 8 km.

Ritari

miðvikudagur, júlí 11, 2012

Miðvikudagurinn 11. júlí - Ný andlit

Mætt voru Síams, Dagur, Glassúr, O ásamt nýju andlitunum þ.e.a.s. Steinunni Unu hjá tækniþjónustunni í KEF ásamt dóttur sinni.  Hofsavallagötuhringur þar sem farið var yfir hlaupastíl félagsmanna og vakti það athæfi allmikla kátínu.  Alls 8 km.  Er komið var að HLL voru þar að teygja og tvista; Arndís Ýr og Þórdís (ekki Ýr).  Þær fóru s.s. Cher.

Ritari

Hádegisæfing 10. júlí

Mættir á gæðaæfingu: JB, GI, DE, HK og SN. Æfingin var í boði Huldar og hljóðaði (ekki hátt) upp á 4*400m @ 5k pace, 2000 m @ 10k pace og 4*400m @ 5k pace. Smá upphitun og niðurskokk. Vonandi fer ég rétt með en ef ekki þá verður bara einhver að leiðrétta mig. Alls 9,6 SBN

mánudagur, júlí 09, 2012

Hádegisæfing 9. júlí

Mættir: Guðni, Jens (frá Kanada), Gunnur, Anna Dís, Dagur, Katrín og Sigurgeir

Gunnur og Katrín fóru Suðurgötu á meðan rest fór rólega Hofs. Það gekk samt eitthvað illa til að byrja með að fá Jens til að halda rólegu tempó, greinilegt að rólegt í Kanada er eitthvað hraðar en á Íslandi. Það var gaman að fá Jens í heimsókn og vonandi hefur hann tíma til að heiðra okkur með nærveru sinni oftar í sumarfríinu sínu.

Það fréttist af nokkrum félagsmönnum fyrir norðan í síðustu viku að keppa í Akureyrarhlaupinu:

10 KM
30:18    Kári Steinn Karlsson
36:55    Arndís Ýr Hafþórsdóttir
40:30    Dagur Egonsson

Kveðja,
Sigurgeir

föstudagur, júlí 06, 2012

Hádegisæfing 6. júlí

Þar sem enginn var mættur utan Síams var ekkert annað í stöðunni en að hlaupa (af sér spekið) í miðbæinn og máta gallabuxur og kaupa þær skömmu síðar. Þessi æfing var í boði tískurisans Lee. Alls 7 P.s. Bryndís var reyndar mætt en var buxnalaus og við gátum ekki leyft það á æfingu svo við sendum hana heim.

Hádegisæfing 5. júlí

Mættir: Þórdís, Oddgear, Huld og Sigrún. Fórum 3*5 mïn. tempókafla með léttu upp og niðurskokki, eða þannig. Fín æfing, SBN

þriðjudagur, júlí 03, 2012

Þriðjudagur 3. júlí - Gæðaæfing dagsins á réttu "peisi"

Mætt á gæðaæfingu dagsins voru: Sigrún, Guðni, Dagur og Oddgeir.  Hefðbundinn Hofsvallagötuhringur (sem er rangsælis) með 6x800m sprettum er hófust við Björnsbakarí á Hringbraut og lauk skömmu fyrir komu að HLL.  Áhugaverðar umræður um forsetakosningarnar voru að komast í gang er sprettirnir hófust.  Eftir það var hvorki minnst á Óla né Þóru þar sem öll umframorka sumra fór í að reikna ætlað "peis" sprettanna miðað við sub40 markmið Guðna.  Alls hlaupnir ca. 9 km.

Ritari

mánudagur, júlí 02, 2012

Mánudagurinn 2. júlí - Pinnstífar nafngiftir

Vitað er að eftirfarandi mættu í dag: Dagur, Ársæll, Sveinkbjörn, Huld, Sigrún og Oddgeir.

Á æfingunni barst það m.a. í tal hversu pinnstífur Dagur er enn á vissum stöðum eftir Esjugöngu um þarsíðustu helgi.

Að auki var farið yfir nafngiftir þeirra félagsmanna er mættu til leiks:  Dagur - Þýðir bara dagur, segir Dagur.  Ársæll - Árrisull og sæll.  Sveinkbjörn - Stytti sér leið og gat því ekki tjáð sig um nafngift sína.  Huld - Á huldu.  Sigrún - Útleggst sem Victoria á ensku.  Oddgeir - Oddhvasst spjót að sögn Sigrúnar.

Ðats ol.