föstudagur, desember 28, 2012

Alvöru hádegisæfingin 28. desember

Alvöru hádegisæfinguna tóku þrjú á palli í vosbúð, slabbi og kulda.  Huld, Sigrún og Oddgeir lögðu af stað á tilsettum tíma þegar ljóst var að kuldaskræfurnar treystu sér ekki út, þær vildu sem sagt hafa það notalegt og kósý á spandexskýlunum sínum í spa-inu (sjá færsluna hér að neðan).  Það tók að vísu nokkra klukkutíma að ná upp hita í tær þriggja á palli eftir æfingu, en er það ekki svo að stundum verða menn að færa smá fórnir til að ná árangri?

Ritarinn.

Hádegisæfing 28. desember

Mættir á síðustu æfingu FISKOKK þetta árið voru Dagur og Sigurgeir!

Vegna veðurs þá var ákveðið að taka æfinguna inni á bretti. Tókum upphitun í 2 km og svo 5x600m spretti með vaxandi tempó og 400m rólegt á milli. Niðurskokkið var rúmur km.

Vonandi hafa allir það yndislegt um áramótin og sjáumst hress og kát á nýju hlaupaári.

Kveðja,
Sigurgeir

fimmtudagur, desember 27, 2012

Hádegisæfing 27. des

Mættir: Dagur, Villi og Sigurgeir.

Fórum rólegan skógræktarhring. Á leiðinni var m.a. rætt um drenginn (man ekki nafnið) sem hleypur með öll jólakortin sín. Við höfum ákveðið að útfæra þessa hugmynd og mun FISKOKK bjóða póstþjónustu um næstu jól og það verður að sjálfsögðu hlaupið með öll kortin. Með þessu ætlum við að safna fyrir maraþon-ferð þeirra sem bjóða fram krafta sína. Við fórum yfir nákvæma útfærslu á þessu og það er of langt að fara í details hérna en þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við undirritaðan á næstu æfingum :o)

Kveðja,
Sigurgeir

föstudagur, desember 21, 2012

Föstudagur 21. des - Kirkjubæjararmbeygjur


Í ljósi þess að jólin eru á næsta leyti var ákveðið að taka rúnt um kirkjur bæjarins.  Hver og ein(n) (Huld, Dagur Guðni, Ívar og Oddgeir) fékk að velja sér kirkju að eigin vali, sem þó þurfti að vera innan hlaupadrægis æfingarinnar.  Að auki voru tvær kirkjur í bónus.

Rúnturinn var svohljóðandi:  Neskirkja, Landakotskirkja, Dómkirkjan, Fríkirkjan, Aðventkirkjan (við Ingólfsstræti), Hallgrímskirkja og Friðrikskapella (að Hlíðarenda).  Við hverja kirkju voru síðan teknar 10 armbeygjur.

Alls rúmir 7 km + 70 armbeygjur.

Gleðileg jól.

                             Tekið á því við Landakot            Copyright HUK


                     The Boys Band         Copyright HUK


fimmtudagur, desember 20, 2012

Fimmtudagur 20. des - Nú mega jólin koma

Nú mega jólin koma sagði skáldið og eflaust nokkuð til í því þar sem hið árlega aðventuhlaup skokkklúbbsins átti sér stað í dag.  Svipuð mæting og hin síðari ár, hæfilega fjölmennt og góðmennt.

Nú bar svo við að tveir vitringar birtust skyndilega í búningsherbergi karla rétt fyrir hlaup og höfðu með sér góðar gjafir, þ.e.a.s. ónotað Garmin hlaupaúr og gott skap.  Lýstu þeir veginn og fylgdu hlaupurunum góðan hluta aðventuhlaupsins.  Reyndar hefðu þeir mátt byrja lýsinguna strax við höfuðstöðvarnar því Sigurgeiri tókst að hlaupa niður tvo óupplýsta gangandi vegfarendur á fyrstu metrunum.

Að loknu hlaupi og sturtu var skottast upp í höfuðstöðvarnar þar sem biðu manna veitingar og barmafull dagskrá.  Hlýddu menn m.a. á stjórnarmenn fara yfir starfsáætlun stjórnar auk áhugaverðrar framsetningar á lang stærsta draumi Dags (skammstafað LSD).  Að lokum var síðan stutt myndasýning frá Edinborgarför nokkurra meðlima klúbbsins fyrr á árinu.

P.s. Vitringarnir voru þeir Jón Baldursson, a.k.a. JB RUN, og Bertel frá Icelandair Cargo og stóðu þeir sig vel og fóru tæplega 7 km.

miðvikudagur, desember 19, 2012

Miðvikudagur 19. des - Jólin nálgast

Ágætis mæting í dag nú er líða fer að jólum, alls 9 stykki.  8 stykki fóru út að skógrækt, með smá viðkomu í K_obbavogi, enda Glamúrinn með í för.  Á leiðinni til baka var fyrsti armur Kolkrabbans tekinn (rólega enda voru sumir á gæðaæfingu í går) og síðan hlaupið utan í og með hlíðum Öskjuhlíðar.  Alls 7.5 km.

Eina stykkið sem ekki fór með út að skógrækt, þ.e. fór Cher, var formaður vor.  Sögðu illar tungur að hann hefði hlaupið út undan sér í fússi eftir meintar deilur í búningsherberginu rétt fyrir æfingu.  Undirritaður hefur litla trú á sögu þessari og telur líklegast að hér hafi einungis verið um hárbeitt grín af hálfu formanns vors að ræða.

föstudagur, desember 14, 2012

Föstudagur 14. des - 10 litlir.....

10 litlir hlauparar hlupu í hádeginu.  Bæjarrúntur á dagskrá en strax við Valsheimili slitu Sæli og Dísa sig frá hópnum og fóru rólegt og rómantískt.  Restin, 8 litlir hlauparar, hljóp sína leið.  Engin afföll urðu meðal hlaupara, ólíkt sögunni um 10 litla, og allir voru voða glaðir þegar þeir skiluðu sér til baka að höfuðstöðvunum.

Desember Powderarde hlaupið var í gærkvöldi og lá forvígismaður þess, Dagur, undir miklu ámæli meðal samhlaupara fyrir lélega dreifingu á konfektkössum til þeirra félagsmanna klúbbsins sem höfðu fyrir því að mæta (uppskeran var 0 kassi!).  Degi var all brugðið við þessa atlögu og hvæsti að næst yrðu engir konfektkassar í boði í desemberhlaupi Powderade, og hananú!

miðvikudagur, desember 12, 2012

Hið árlega aðventuhlaup skokkklúbbs Icelandair

Hið ómissandi og eftirsótta aðventuhlaup skokkklúbbsins fer fram fimmtudaginn 20. desember nk. Lagt verður að af stað frá Hótel Loftleiðum kl. 1708. Vegna mikillar aðsóknar og eftirspurnar eru félagsmenn hvattir til að mæta.......tímanlega. Lengd hlaupsins mun eins og áður ráðast af veðri og færð en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.

Félagsmenn fá aðgang að sturtu á Sóley Natura Spa á Hótel Loftleiðum sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn þurfa sjálfir að koma með handklæði og sundfatnað (krafa að hálfu staðarhaldara).
Að loknu hlaupi mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.

Kveðja,
Stjórn skokkklúbbsins

þriðjudagur, desember 11, 2012

Hjartað og hlaupin

Ívar benti mér á þessa grein sem birtist á vefnum í kjölfar andláts Caballo Blanco.
Áhugavert, en látið ekki glepjast af falsspámönnum.

Einnig eru hér áhugaverðar myndir úr síðasta fréttabréfi Runner's World.
Takið eftir fótaburðinum.

Kveðja, Dagur


Hádegisæfing 11. des

Mættir: Oddgeir, Fjölnir, Sigurgeir, Dagur, Ívar og Jói (ðe six pack).

Eins og venjulega á þriðjudögum þá var tempó. Í þetta skiptið var ákveðið að fara út á Nes og taka hringinn góða, þar sem það er svo langt síðan við höfum gert það. Á leiðinni skipti yfirþjálfarinn hópnum í tvö lið og það var keppni með forgjöf. Þetta var æsispennandi og ég man ekki hver vann :o) Svo var tekið rólegt að HÍ og þá var bætt aðeins í tempó-ið heim að HLL.
Virkilega skemmtileg æfing og menn höfðu orð á því að það er langt síðan það hefur verið svona góð tempó-æfing og líklega væri það vegna þess að loksins var engin kvk á æfingunni, aðeins ðe six pack!
Total 9,9 km


Heyrst hefur að JB RUN sé á markaðnum að reyna ná í nýja meðlimi og þeir voru m.a. á jólabollunni að fá fólk til að skrá sig í klúbbinn. Það er sorglegt að sjá að JB RUN skuli nota tækifærið þegar fólk er í glasi og tekur kannski ekki alltaf réttar ákvarðanir í því ástandi. Ég skora á ykkur að láta ekki glepjast og sýnið stuðning ykkur við FISKOKK :o)


Kv. Cargo Kings

föstudagur, desember 07, 2012

Föstudagur 7. des - Bótox

Mætt í hádeginu á bolludegi voru Johnnie Örn, Dagur, Sesamie 1&2 og Oddgeir.

Miðbæjarrúntur þar sem ákveðið var að kanna hvort finna mætti vott af jólastemningu á Laugaveginum.  Um leið og komið var inn á Laugaveginn mætti hópnum hrúga af slökkvi- og sjúkrabílum á leið í útkall.  Það var sem sagt kviknað í húsi á Laugaveginum.  Er hópurinn smeygði sér framhjá mannhafinu er fylgdist með ósköpunum varð á vegi þeirra hurð á sjúkrabíl.  Skipti engum togum að hin opna hurð veitti annarri Sesamie-systra þungt högg á munninn.  Neðri vör bólgnaði strax og líktist fljótt þvi sem vænta mætti eftir góða bótox meðferð.  Létu menn þetta duga og héldu heim á leið enda nóg komið af áhættuatriðum í dag.

þriðjudagur, desember 04, 2012

Hádegisæfing 4. desember

Mættir voru:
Ársæll, Dagur, Guðni, Huld og Sigrún.
Strákarnir ákváðu að losa sig við Ársæl þannig að þeir gætu verið einir með Síams.  Ársæll fór því sérleið.  Ákveðið var að yfirnjörður hópsins myndi skipuleggja æfinguna og fórum við fjögur glaðbeitt út á Klambratún í æfingu sem kallast 4L.  Tókum við fjórum sinnum L á mismunandi  formatti í stígkantinum eða á grasinu.  Var það samdóma álit nefndarinnar að skemmtilegri og fjölbreyttari æfing hefði ekki verið framkvæmd í háa herrans tíð og ætlaði þakkarbréfunum aldrei að hætta að rigna inn til Guðna, yfirnjarðar.  Þess ber þó að geta að ísinn var varhugaverður á köflum og eins gott að passa sig sbr. lesningu að neðan.
Góðar stundir,
SBN

Jólahaldsávarðing!!!

Frá heilsumálaráðnum er henda nýggja ÁVARÐINGIN komin:

Vodka & ísur oyðileggja nýruni;

Romm & ísur oyðleggja livrina;

Whiskey & ísur oyðileggja hjartað;

Ginn & ísur oyðileggja heilan;

Pepsi & ísur oyðileggja tenninar...

Líkt er altso til, at ísur drepur, sama hvörjum tú blandar hann við!

Ávarða tíni vinfólk: bein fyri ísinum – og drekk einans reinar vörur!

Kopiera og send ávarðingina víðari í STUNDINI!

Tú kanst bjarga einum mannalívi!

(Minst til, hvat ísurin gjördi við Titanic

mánudagur, desember 03, 2012

Hádegisæfing 3. desember

Vegna fjölda áskorana tók ég að mér þessa færslu.
Mættir voru: Anna Dís, Jón Örn, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Huld og Sigrún.  Á öfugri leið til móts við okkur voru faggarnir O-man und gamle Ole.  Fórum Hofsvallagötuhring undir stjórn Parísarfaranna, Fjölnis og Johnnys.  Rætt var um sameiningu Síams og Kings og hvað þyrfti að gerast til þess að af henni yrði.  Gaman var að sjá hvað Cargókóngarnir voru vörpulegir og smart og einungis herslumun vantar upp á til að hægt sé að kalla þá "hlaupara".  Þetta er alveg að koma strákar, ekki gefast upp.
Au revoir,
le freak
Ath. Sveinki kemst ekkert á æfingar í desember því hann er upptekinn við myndatökur og allskyns jólasveinauppákomur um allan bæ.
Jólalag