þriðjudagur, apríl 30, 2013

Miðvikudagur 30. apríl - Gluggaveður

Heldur fámennt í fallegu en köldu veðri.

Sem fyrr kærði Ársæll sig ekki um að hlaupa með pöpulnum og dreif sig því of snemma af stað.  Sem fyrr fengust engar upplýsingar um það hve langt hann hljóp, en væntanlega voru það 7-8 km.

Sem fyrr fóru Síams og Oddur á tilsettum tíma.  Hlupu þau umhverfis flugvöllinn, alls 7 km. 

Hlúajárnið var ekki sem fyrr seinn fyrir og tók því smá sýnishorn af hlaupaæfingu eða ca. 5 km.

Dræm mæting að undanförnu hlýtur að þýða að menn hvíli þessa dagana fyrir The day after run nk. föstudag eða þá að menn séu orðnir svo grannir að þeir þurfi ekki að hreyfa sig lengur.

mánudagur, apríl 29, 2013

Hádegisæfing 29. apríl

Mættir: Huld, Þórólfur, Jón, Óli og Sigurgeir.

Formaðurinn fór Flugvallahringinn, Óli stefndi á 10k og rest fór rólega Hofs.

Heyrst hefur að líklegt sé að Cargo Kings mæti saman í Day After Run á föstudaginn. Eðlilega er mikil spenna í hópnum og lítið annað rætt þessa dagana en endurkoma Cargo Kings. Það verður að teljast líklegt að þátttökumet verði í Day After Run þar sem margir munu freista þess að hlaupa með Kings.

Ég vil svo minna alla á að mæta á fimmtudaginn og aðstoða við Icelandair hlaupið.

Kveðja,
Sigurgeir

föstudagur, apríl 26, 2013

Föstudagur 26. apríl - Einn dagur til kosninga

Bæjarrúntur í blíðu veðri með svaka six pack; Huld, Þórdís, Óli, Ívar, Sigurgeir og Oddgeir.  Ýmislegt skrafað, þar á meðal kosningarnar á morgun, og mis trúverðug kosningaloforð framboðanna.

Við höfuðstöðvarnar beið svo formaður vor.  Hann hafið brugðið sér á sérhannaða formannsæfingu, æfingu sem fátt er vitað um enda top síkret.

Sexmenningarnir hlupu 8 km en vegalengdin hjá formanni er top síkret.

mánudagur, apríl 22, 2013

Mánudagur 22. apríl - There is no such thing as a free lunch (revisited)

Dræm mæting í dag, alls fjórir aðilar, þar af þrír á tíma (Huld, Sigrún og Oddur nýliði) og eitt þjófstart (Alsæll).

Ástæða dræmrar mætingar kom í ljós við lok æfingar þegar þeir sem hlupu sáu aðra meðlimi klúbbsins streyma úr Þingsölum með vömbina úttroðna af samlokum og mæjónes út á kinnar.  Fremstur í flokki fór Úle von Pung sem ljómaði allur þar sem hann hélt á stafla af haganlega skornum rækjusamlokum sem hann tók með sér í nesti úr Þingsölum.  Hann, ásamt fleirum, hafði sem sagt verið á framboðskynningu stjórnmálaflokka sem þessa dagana berjast um hylli kjósenda.  Liður í því er væntanlega boð um vel útilátnar veitingar.  Er hugsanlegt að hér eigi við sígild mantra frjálshyggjumanna: "There is no such thing as a free lunch"?  Hver veit?

Alls 7 km hjá þremenningunum, en ekki fékkst upp úr Alsælum hve langt hann fór.

laugardagur, apríl 20, 2013

Föstudagur 19. apríl - Saga af móður og systur

Six pack mætti í dag, þó ekki nákvæmlega sama six pack og mætti á þrusuæfinguna sl. miðvikudag.  Six pack-ið í dag samanstóð s.s. af Huld, Siggu Bí, Úle von Pung, Johnnie Lemon, Bjögga Bronco og Oddi nýliða.

Veður var ekki eins og búið var að lofa en menn og konur létu það engin áhrif hafa á sig.  Menn héldu sig þó að mestu í og við Öskjuhlíðaskóg.  Menn héldu nokkuð jöfnum dampi (hraða) á æfingunni.  Einn hlauparanna gat þó ómögulega haldið í við hina og dróst því nokkuð fljótt aftur úr.  Deildar meiningar voru um það meðal hinna hvort ástæða væri til að bíða eftir honum eða ekki og fór í því sambandi að bera á umræðu um einelti, Stefán Karl og Regnbogabörn.  Að lokum hitti hópurinn hin meinta einelta inni í skógi og kom þá upp úr dúrnum að hinn meinti einelti varð dauðfeginn þegar hann sá hina hverfa úr augsýn.

Þá var komið að sögustund, sögustundar er vísar til fyrirsagnar þessa pistils, þ.e.a.s. sagan af móður og systur.  Sagan er eitthvað á þessa leið (giv or teik):  Síamssystur voru einhversstaðar sem fyrr á mannfagnaði.  Svífur þá á þær ævarforn aðdáandi annarar þeirra (aðdáandi Siggu Bí).  Upphefst nú töluverð reikistefna sem endar eitthvað á þá lund að aðdáandinn spyr, eftir að hafa virt Huld fyrir sér í þónokkra stund: "Er þetta dóttir þín, Sigrún?".

Ritarinn

fimmtudagur, apríl 18, 2013

Hið árlega Icelandairhlaup er á næsta leiti - Óskum eftir starfsfólki

Ágætu félagar í Skokkklúbbi Icelandair.

Hið árlega Icelandairhlaup verður haldið í 19. sinn fimmtudaginn 2. maí kl. 19:00.  Undirbúningur hlaupsins er nú þegar í fullum gangi.  Eins og áður vantar okkur röska félagsmenn til að vinna við hlaupið á hlaupadag enda í mörg horn að líta. Sú nýbreytni verður á hlaupinu í ár að notast verður við flögur við tímamælingu.

Félagsmenn sem geta mætt til vinnu 2. maí eru vinsamlegast beðnir um að skrá nafn sitt í ummælakerfið hér að neðan.  Mikilvægt er að félagsmenn mæti tveimur tímum fyrir hlaup eða kl. 17:00 svo hægt verði að útdeila verkefnum í tíma. Mæting er í höfuðstöðvar félagsins.
 
Við bendum á að þar sem hlaup þetta er skipulagt af skokkklúbbnum eru félagsmenn hvattir til þess verja frekar kröftum sínum þetta kvöld til vinnu við hlaupið í stað þess að taka þátt í hlaupinu sjálfu.  Félagsmenn eru jafnframt hvattir til að fjölmenna í staðinn í hádeginu daginn eftir og taka svokallað "the day after run" þar sem sami hringur er hlaupinn á tíma.

Þeim félagsmönnum sem vinna við hlaupið mun standa til boða að kaupa hágæða hlaupafatnað frá CW-X með styrk (niðurgreiðslu) frá skokkklúbbnum. Hlaupafatnaðurinn verður til sýnis og mátunar í hófi sem haldið verður strax að hlaupi loknu.

Með von um góð og skjót viðbrögð,
Stjórn Skokkklúbbs Icelandair

Hádegisæfing 18. apríl

Mættir: Þórólfur, á "recovery æfingu".  Ætlar svo á aðra æfingu í kvöld.  Hinir voru Jói og Sigrún.  Þau fóru Suðurgötu með spjallrásina opna. Yndislegt veður og frá mörgu að segja.
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, apríl 17, 2013

117th Boston Marathon

Tveir félagsmenn hlupu þetta hlaup í gær:
Hér á eftir fara tímar Íslendinga sem náðu að klára hlaupið. Sprengjurnar sprungu um klukkustund eftir að Sigrún kom í mark. Eftir það var markinu lokað og algert öngþveiti ríkti í borginni. Heppni réði því að enginn Íslendinganna varð fyrir beinum áhrifum af meintum hryðjuverkum.
Röð - Allir
Röð - Kyn
Röð - Flokkur
Tími
Nafn
Aldur
247
228
28
02:38:48
Fridleifur Fridleifsson
43
315
294
39
02:41:04
Birgir Saevarsson
40
3979
3615
660
03:11:14
Petur Smari Sigurgeirsson
42
4223
413
352
03:12:30
Elisabet Margeirsdottir
28
4335
3893
230
03:13:07
Fridrik A. Gudmundsson
52
4955
584
483
03:16:11
Melkorka Kvaran
36
5911
5054
410
03:20:16
Karl Hirst
53
7008
5751
935
03:24:36
Hordur Gudjonsson
49
7239
1350
158
03:25:33
Olafia Kvaran
42
7374
1407
83
03:26:03
Huld Konradsdottir
49
7510
6046
50
03:26:36
Kjartan B. Kristjansson
60
8465
6598
265
03:30:03
Gautur Thorsteinsson
55
8469
1869
116
03:30:04
Ingibjorg Kjartansdottir
48
8760
2015
131
03:31:11
Berglind Johannsdottir
49
11406
7953
506
03:40:28
Magnus Jonsson
56
11735
3651
358
03:41:36
Sigrun Birna Nordfjord
46
12673
8496
1200
03:45:19
Jon Gunnar Jonsson
51
15940
6009
395
03:59:19
Erla Gunnarsdottir
50
17098
6737
48
04:08:41
Ingibjorg Jonsdottir
63
Skammvinn gleði ríkti eftir hlaupið en mest var glaðst yfir því að vera á lífi og komast heim sem er alveg nýr vinkill á því að sigrast á öllum kílómetrunum. Stundum fær maður harkalegar áminningar um það hvað mestu máli skiptir. Það gerðist þarna.

Bestu kveðjur,
Sigrún B.

Miðvikudagurinn 17. apríl - Six pack

Það voru sex naglar (six pack) sem mættu í dag: Dagur ðe tormentor, Guðni Muse, Johnnie Lemon, Anders fra Svergie, Úle fra Island og Oddur (nýliðinn).

Það að Johnnie Lemon skyldi mæta í dag dugði Degi til að blása í herlúðra hörkunnar.  Ekki skemmdi heldur fyrir að Anders fra Svergie mætti einnig en hann dvelur um þessar mundir hér á landi við æfingar, enda maðurinn á leið í Stokkhólmsmaraþonið 1. júní nk.  Gæðaæfingin fólst í rösku hlaupi út á Seltjarnarnes, tempóhringi (rúmlega 1700m) á Nesinu og svo rösku hlaupi til baka.

Rétt rúmir 10 km og ánægðir naglar í lok æfingar.

Ritarinn

föstudagur, apríl 12, 2013

Föstudagsæfing 12. apríl

Mættir: Sveinbjörn á eigin leið, Dagur, Óli, Huld og Sigrún.  Dagur og Óli fóru vestur í bæ en Huld og Sigrún fóru um Suðurgötu og miðbæ í átt að HL.  Um hvíldarhlaup var að ræða af þeirra hálfu. Ískalt veður en flennisól og tanið í hámarki. Not!
Góða helgi-
SBN
Indriði

miðvikudagur, apríl 10, 2013

Hádegishlaup 10. apríl 2013

Mættir:  Dagur, Guðni, Ívar, Ólafur

Leið:  HLL-Való-HLL samtals 10k

Veður:  Kalt en fallegt og fínt á leiðinni til baka

GI

þriðjudagur, apríl 09, 2013

Hádegisæfing 09.04.'13

Mættir á pinna:
Jón Örn, Dagur, Oddgeir, Jón Gunnar Geirdal-aka Mr. Lemon, Huld og Sigrún.
Fórum Suðurgötu með 2*2000m@mp.  Hvað það þýðir á íslensku veit enginn.  Æfingin var hin skemmtilegasta og sumarveður (rugl veður) í boði. Við mikinn fögnuð Dags fengu tvibbarnir nýtt nafn, eða Snuðra og Tuðra, og eru það réttnefni. Alls um 8 km.

Þórdís og sæluhúsið lögðu af stað löngu áður en þau máttu.  Þau fóru um Hofsvallagötu og fóru létt meða.

SBN

föstudagur, apríl 05, 2013

Afmælishlaup Bjögga Bjútí-s

Í dag var hlaupið til heiðurs BB, sem varð 39 ára í dag, einmitt á afmæli sínu.  Ótrúlegt en satt.  Hann fékk hádegisleyfi frá Belgjagerðinni og skokkaði tindilfættur með okkur niður í bæ um æskuslóðir sínar í Töfluholti, Pilluholti, Lyfjabrunni...Nei, Meðal(a)holti, hvar hann sleit barnsskóm sínum að hluta til.  Það hús virtist nú í eyði.  Síðan var haldið niður í bæ um Rauðarárstíg og Laugaveg og um Austurvöll og Hljómskálagarð.  Meðfylgjandi mynd er tekin þar hjá honum Jónasi okkar.  Hlupum síðan heim á hótel og göntuðumst við afmælisbarnið og fleiri.
Toppmæting í blíðunni:
Þórdís, Huld (myndasmiður), Ívar, Jón Örn, Guðni, Dagur, Oddgeir, Sigrún og Björgvin sjálfur.
Alls um 8km
Góða helgi, ;)
SBN

Til upplýsinga fyrir kvenkynsmeðlimi skokkklúbbsins - Kynning á íþróttabúnaði

Við vorum beðin um að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri við kvenkynsmeðlimi skokkklúbbsins:

"Í tilefni af því að við vorum að taka í sölu verðlauna íþróttabrjóstarhaldara frá Panache, viljum við bjóða konum í skokkhópi Icelandair, á kynningarkvöld í Selenu fimmtudaginn 11. apríl frá kl. 18-20.

Við tökum vel á móti ykkur, léttar veitingar í boði og 20% kynningarafsláttur.

Þessi einstaki íþróttahaldari frá Panache minnkar hreyfingu brjósta um 83% og veitir þessi verðlauna hönnun hámarks stuðning og þægindi. Sjá meðfylgjandi fylgiskjal með nánari upplýsingum.

Við vonumst til að sjá sem flestar í versluninni Selenu, bláu húsunum við Faxafen (Suðurlandsbraut 50).

Kær kveðja,
Bryndís
S: 553-7355 og 695-4999"




fimmtudagur, apríl 04, 2013

Hádegisæfing 4.4.2013

Góðir hálsar.
Mættir voru Dagur, Óli og undirrituð.  Veður var með eindæmum gott, Valhúsahæðarhringurinn tekinn og umræðuefnið of krassandi til birtingar.  Frábær æfing í enn betri félagsskap.
Alls 10km
SBN
Filippus Bragi

miðvikudagur, apríl 03, 2013

Hádegisæfing 3. apríl

Mættir:
Ársæll, já fínt, já sæll...Þórdís og Anna Dís í forstarti á eigin vegum.
Hinir:
Oddur (nýliði), Gamle Ole, Dagur tískudrós, Huld, Sigrún, Bjöggi Bjútí og Johnny.  Fórum Framnesveg í 3-2-1 æfingu sem ekki má enskuskjóta.  Þrír kílómetrar á hálfmaraþonskeppnishraða, tveir kílómetrar á 10 kílómetrakeppnishraða og 1 kílómetri á 5 kílómetraog þiðþekkiðframhaldiðkeppnishraða. Frábært veður var og mikill ánægjuauki að sjá hversu prúðbúnir sumir komu til æfinganna.  Eftir kafla tvö féllu þessi frómu orð frá Óla (tekin úr bókmenntahorni Bob Morans):  "Mann, mann. Ich bin gespannt wie ein Regenschirm".  Túlki það hver á sinn hátt.
Alls  9,8km
Góðar stundir-SBN

þriðjudagur, apríl 02, 2013

Hádegishlaup 2. apríl 2013

Flestir gleymdu að hlaupa apríl. 

Þess í stað var tekin æfing gærdagsins í boði Viktors, 8*500m á 1:45-1:55.  Með Viktori hlupu Dagur og Guðni.  Ársæll og Þórdís voru fulltrúar S&M og fór á undan.

GI