mánudagur, september 30, 2013

Vika 40

Mánudagur: 7-9 km rólegt.
Þriðjudagur: 5x800 m á 10 km pace
Miðvikudagur: 7-9 km rólegt.
Fimmtudagur: 30 mín tempó
Föstudagur: 7-9 km rólegt.
Laugardagur: 15 km keppnishlaup.

Mánudagur 30. sept - Nauðsynlegt að menn haldi ró sinni

Mætt í dag voru:  Huld, Ívar (hver er það aftur?), Dagur, Úle, Valli og Oddur.

Valli og Oddur voru svo spenntir fyrir tempóæfingu morgundagsins að þeir urðu bara að taka hana núna.  Restin hélt hins vegar ró sinni, lengdi aðeins í og hljóp sína leið.  Rúmlega 9 km hjá V&O en 10 km hjá hinum.

Að vísu skilaði Huld sér ekki til höfuðstöðvanna í lok æfingar og hér með lýst eftir henni.

föstudagur, september 27, 2013

Föstudagur 27. sept - Cul de sac

Fínt veður og ágæt mæting:  Dagur, Úle, Síams, Þórdís hin nýja, Valli og Oddur.  Sæli og ðe duckwatcher fóru prívat, sitt í hvoru lagi.

Óvissuferð í boði Úle og gekk á ýmsu.  Óvenju mikið af snörpum, skörpum og skyndilegum beygjum ásamt áður ókunnum húsasundum.  Leiðin sem var farin er svo flókin og ruglingsleg að hún verður ekki frekar tíunduð hér.

Þá bar það til tíðinda að öðrum síamstvíburanna tókst að strauja niður menntamann í bókstaflegri merkingu þegar hópurinn hljóp í gegnum yfirráðasvæði Háskóla Íslands svo lá við stórskaða fyrir háskólasamfélagið.

fimmtudagur, september 26, 2013

Hádegisæfing - TEMPÓ

Mættir: Matthías, Huld, Inga, Dagur, Óli og Sigurgeir

Óli var eitthvað tímabundinn og var mættur kl. 11:08. Við hittum hann á fyrsta km hjá okkur en þá var hann að klára á fljúgandi siglingu og hafði engan tíma til að tala við okkur.

Aðrir tóku æfingu dagsins sem var 50 min tempó. Það er ekki hægt að segja annað en að allir stóðu sig eins og hetjur. ALLIR fóru Meistaravelli og það var engin að skala þessa æfingu :o)

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, september 25, 2013

Miðvikudagur 25. sept - Gæðaúttekt búninga- og sturtuaðstöðunnar

Það voru aðeins þeir allra hörðustu sem treystu sér út í hádeginu, nebbilega Íbbi og Oddur.  Áttu þeir góða stund saman.

Það sást til Dags í búnings- og sturtuaðstöðu félagsmanna í hádeginu og er talið að hann hafi verið í árlegri gæðaúttekt og þar af leiðandi ekki komist út að hlaupa.

þriðjudagur, september 24, 2013

Þriðjudagur 24. sept - 3X1600

Í dag mættu Dagur, Úle, Huld, Ársæll, Matti og Oddur.

Nú skyldi taka 3X1600m spretti á áætluðum ½ maraþons keppnishraða hvers og eins.  Ársæll og Matti ákváðu reyndar að taka ekki þátt í þessari vitleysu og fóru um Suðurgötu.  Hin héldu áfram, byrjuðu tempósprettina eftir að komið var yfir Hofsvallagötu, og beygðu af Hringbraut við Meistaravelli.
Vegalengdir frá ca. 7km upp í ca. 9,5km.

mánudagur, september 23, 2013

Vika 39

Mánudagur: Rólegt 7-9 km.
Þriðjudagur: 3x1600 m á keppnis-pace.
Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km.
Fimmtudagur: 50 mín tempó
Föstudagur: Rólegt 7-9 km.
Laugardagur: 1:45

föstudagur, september 20, 2013

Föstudagur 20. sept - Ný cargó sending

Kargókíngs voru uppteknir í uppvaskinu í dag í kjölfar tilraunaeldhúss Bertels og sendu því fulltrúa sinn á æfinguna.  Fulltrúi þeirra var Inga, en hún hóf nýverið störf hjá kargóinu.  Auk hennar mættu HogS, Úlen, Bjöggi, Oddur, Sæli og Þórdís en þau tvö síðastnefndu fóru á undan.

Föstudagsbæjarrúntur með ormagöngum og öllu.

fimmtudagur, september 19, 2013

Hádegisæfing 19. sept

Mættir: Óli, Fjölnir, Dagur, Ársæll, Ívar og Sigurgeir.

Ársæll fór aðeins á undan og Ívar eitthvað á eftir.

Aðrir mættu á sinn stað kl. 12:08.

Í dag var 45 mín tempóæfing. Það var boðið upp á Hofs og Kapla-langt + perri.
Flestir fóru Kapla-langt en samt var einn sem fór Hofs en hann er búinn að lofa að lengja þegar næsta tempóæfing verður.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, september 18, 2013

Hádegisæfing 18. sept.

Ég þori ekki að skrifa neitt, ég mátti ekki vera á æfingunni.  Við GI skiptum dögunum á milli okkar en ég mætti óvart tvo daga í röð. Hinir voru Huld, Dagur, GI og B.Bjútí.  Síðan gat maður ekkert hlaupið eftir að maður frétti hverjir voru gestakokkar í starfsmannamötuneytinu í dag; CK.  Hjálp!  Þetta er náttúrulega fín afsökun fyrir þá sem nenna engu að þykjast vera að elda.
Frábært veður var í dag og fengum við Huld ávítur fyrir að vera í vitlausum buxum, þ.e. síðum.  Þetta mun aldrei gerast aftur og er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. 
Með vísan til fyrri umræðna hlaupahópsins eru til meðferðarúrræði fyrir þá sem vilja hætta að hlaupa:

1. Fá vinnu við vetrarraðhlaupsseríu Poweradehlaupsins.
2. Þykjast vera að elda í einhverju mötuneyti.
3. Láta vísa sér af æfingu fyrir rangan klæðaburð.
4. Gerast sendiherrafrú í útlöndum.
5. Trúa að maður geti hætt með hverri einustu frumu líkamans, ekki bara halda að maður geti það.

Ýmsir möguleikar eru greinilega í stöðunni sem áður voru ekki sýnilegir.

Æfingin í dag var skv. plani (sjá æfingaáætlun) en GI og Dagur tóku smá auka sprett til að sýna sig aðeins fyrir okkur.  Þeir kunna þetta strákarnir okkar.
Ókei, bæ.
SBN
Mynd úr tilraunaeldhúsi höfuðstöðvanna

þriðjudagur, september 17, 2013

Hádegisæfing 17. september

Núðlu grænmetissúpa með engifer og soja
Steiktar kjötbollur að hætti ömmu
Grænmetisbaka með jógúrtsósu

Björgvin var ekki svangur og æfði inni.

mánudagur, september 16, 2013

Vika 38

Mánudagur: 7-9 km rólegt.
Þriðjudagur: 4x800m sprettir á 10 km pace.
Miðvikudagur: 7-9 km rólegt.
Fimmtudagur: 45 mín tempó.
Föstudagur: 8-9 km (6,4 km á keppnishraða)
Laugardagur: 1:45 (3/1)

Hádegishlaup 16. sept 2013

Dagur, Guðni, Óli og Sveinbjörn í Öskjuhlíð.
GI

föstudagur, september 13, 2013

Föstudagurinn 13. sept - Engin óhöpp í dag

Bæjarrúntur í tilefni föstudagsins, föstudagsins þrettánda.  Hefðbundinn hringur á þægilegum spjallhraða þar sem þátt tóku: Dagur, Úle, GI, Óskar, Sigurgeir og Oddur.  Allir komust heilir frá æfingunni, engin óhöpp og engin hjátrú í gangi, sjö níu þrettán!

Þrátt fyrir almenn rólegheit og afslöppun sá Sigurgeir aftur ástæðu til þess að kvarta yfir því að menn framkvæmdu æfinguna ekki rétt, að of geyst væri farið (hann virtist sjálfur hálf lúinn að sjá eftir mikið æfingaálag að undanförnu).

fimmtudagur, september 12, 2013

Fimmtudagur 12. sept - Tempóæfing

Í dag var prógram í boði Sigurgeirs en það hljóðaði upp á hlaup í 30 mínútur sem skiptust í 10 mín. upphitun, 15 mín. tempó og 5 mín. niðurskokk.  Þeir sem kusu að mæta í þetta voru Þórólfur, Dagur, Úle, Sigurgeir, Oddur, Bjöggi, Síams 1 og Síams 2.  Þórdís kaus að fara á undan og sér.

Dagur krafðist þess að hlaupinn yrði réttsælis hringur um flugvöllinn, þrátt fyrir sterkan útsynning.  Það þýddi óhjákvæmilega að þegar komið var að tempókafla æfingingarinnar, við suðurenda N/S flugbrautar, var vindur í hámarki og óhagstæður með afbrigðum.  Menn héldu þó haus og tóku á því.  Reyndar virtist Þórólfur hlaupa í meðvindi allan tímann, slíkur var hraðinn á manninum.  Menn og konur skiluðu sér síðan að höfuðstöðvum á mismunandi tímum enda mishratt hlaupið og mislangar vegarlengdir farnar.

Sigurgeir var ekki alls kostar sáttur við hópinn í dag og hélt því fram að hann hefði verið sá eini sem framkvæmdi æfinguna rétt, þ.e. hélt sig nákvæmlega við 10, 15, 5 mínútna skiptinguna.

miðvikudagur, september 11, 2013

Hádegishlaup 11. september 2013

Mættir:  Björgvin, Dagur, Guðni, Huld, Matti og Óskar

Hlaupið inn í Fossvog og um Öskjuhlíðina.  Samtals 7k.

GI

Vika 37

Það gleymdist að setja æfingarplanið fyrir vikuna, seint er betra en aldrei!

Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km
Fimmtudagur: 30 mín tempó
Föstudagur: Rólegt 7-9 km
Laugardagur: 10 km keppnishlaup. Þeir sem tóku ekki langt um síðustu helgi eiga að taka 90 mín hlaup!

þriðjudagur, september 10, 2013

Hádegisæfing þriðjudaginn 10. sept - Hvert fóru allir?

Eftir fína mætingu síðustu daga var heldur fámennara yfir að líta, enda veður ekki gott.  Þó létu Fjölnir og Oddur það ekki slá sig út af laginu og tóku sína gæðaæfingu með vindinn og regnið í fangið.  Öfugur flugvallarhringur um Hofsvallagötu.  6x400m sprettir hófust á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og lauk við N/S braut flugvallarins.  Alls tæpir 9K í dag.

Í dag var komið að Sigrúnu að leysa Huld af og bíða við höfuðstöðvarnar og kasta kveðju á landann er hann lauk æfingu sinni.

mánudagur, september 09, 2013

Hádegisæfing mánudaginn 9. sept - Í hvaða átt er Súlnasalur?

Fín mæting í hádeginu.  Sveinbjörn lagði hálfnakinn af stað á undan hinum sem voru:  Þórólfur, Dagur, GI, Oddur, Úle, Bjöggi og mú....ég meina Fjölnir.  Rangsælis flugvallarhringur.

Allt gekk samkvæmt áætlun þar til menn nálguðust Bjössabakarí á Hringbraut.  Þá fór Bjöggi eitthvað að heltast úr lestinni og dró þá GI og Fjölni með sér í þann pakka.  Allt í einu beygði Bjöggi hart í bak og tók strikið beint á Súlnasal Hótel Sögu með þá GI og Fjölni í eftirdragi.  Tvennum sögum fer af því hvaða erindi hann og félagar hans áttu þangað en þeir voru þögulir sem gröfin þegar gengið var á þá að æfingu lokinni.  Þóróflur, Dagur, Oddur og Úle héldu sínu striki og beygðu ekki af Hringbraut fyrr en við Framnesveg.  Endaði þar af leiðandi í 10K hjá þeim.  Dagur hafði á orði að þessi æfing hefði verið "sköluð" upp á við hjá honum, Oddi og Úle, þökk sé Þórólfi.

Við höfuðstöðvarnar beið síðan Huld.  Hún hafði tekið séræfingu og ákvað að kasta kveðju á landann af því tilefni.

Lýst er eftir æfingaplaninu.  Það sást síðast í fórum Valla víðförla.  Ekkert hefur til þeirra spurst í nokkurn tíma.  Ekki gott þegar menn slá svona slöku við.

föstudagur, september 06, 2013

Hádegisæfing föstudaginn 6. sept - Ætlar þú að nota þetta vatn?

Mætt í dag: Dagur, Óskar, GI, Sigrún (núna í hlaupafötum), Valli og Oddur.  Músin sem var í aðalhlutverki á æfingunni í gær var hvergi sjáanleg.  Það fréttist víst af henni í kantínunni að gæða sér á steikarsamloku og bernaise.

Æfingin í boði GI sem þræddi miðbæ Reykjavíkur og sýndi meðhlaupurum sínum staði sem hann fór með gamlar kærustur á í den, þ.á.m. Hólavallakirkjugarð (hvað var í gangi þar?).  Endaði í alls 8K.

Í lok æfingar risu upp deilur meðal manna hvort menn hafi gefið nóg í æfinguna.  Dagur og Oddur viðurkenndu að þeir hefðu "skalað" æfinguna.  Það fannst Valla alger firra og sagðist aldrei "skala"sínar æfingar.  Annaðhvort færi hann "all in" í þær eða lullaði bara (lullaði s.s. í dag).

Þá er komið að því að skýra út fyrirsögn æfingarinnar.  Spurningin heyrðist í karlasturtunni eftir æfingu gærdagsins.  Bjöggi sem var nýbúinn að endurræsa vatnið í sinni sturtu, steig um stundarsakir úr sturtunni og var ekki alveg ljóst hvort hann hyggðist fara aftur undir vatnið eða ekki.  Þá kemur Dagur aðvífandi á leið til sturtu, staðnæmist hjá Bjögga og spyr: "ætlar þú að nota þetta vatn?".

fimmtudagur, september 05, 2013

Hádegisæfing fimmtudaginn 5. sept - Sigrún, af hverju ertu í svörtum ruslapoka?

Mætt(ir) í dag voru: Dagur, Valli, Bjöggi Bí, Bechmel, Oddur og músin, en hún hafði ákveðnu hlutverki að gegna.  Að auki mætti Sigrún til leiks en þegar búið var að hlaupa tæpan kílómeter áttaði hún sig á því að hún var í hversdagsfötunum, hafði gleymt að fara í hlaupagallann fyrir æfingu.  Við það kvaddi hún hópinn og sást ekki meir.  Degi var nokkuð brugðið er hann sá Sigrúnu leggja af stað í hversdagsfötunum og var honum sérstaklega starsýnt á svartan mittisregnjakka sem hún klæddist.  Spurði hann því fordómalaust, "Sigrún, af hverju ertu í svörtum ruslapoka?".

Í dag lá fyrir að taka æfingu með 25 mínútna innvöfðum tempókafla.  Hefðbundinn rangsælis flugvallarhringur, með möguleika á lengingu, varð fyrir valinu.  Bjöggi og Bechmel gáfu snemma til kynna að þeir hyggðust ekki þreyta þessa raun og kvöddu við Suðurgötu.  Restin, Dagur, Valli, Oddur og músin héldu áfram.  Við Björnsbakarí á Hringbraut var komið að því að hefja tempóhluta æfingarinnar.  Hlutverk músarinnar skal nú gert heyrikunnugt:  Músin skyldi fara um Hofsvallagötu á meðan Dagur, Valli og Oddur skyldu fara um Meistaravelli, Kaplaskjól langt og Perrann.  Músin var sem sagt agn sem hinir áttu að reyna að hlaupa uppi.  Er skemmst frá því að segja að þeim félögum mistókst ætlunarverk sitt herfilega enda umrædd mús mun sprækari en hún gaf til kynna þegar verið var að leggja henni lífsreglurnar við upphaf hlaups.  Það fauk nokkuð í Valla þegar hann áttaði sig á því að ekki myndi takast að hlaupa músina uppi og hafði á orði að hún hefði "skalað" æfinguna (þetta er língó sem Valli heyrði um daginn á x-fit æfingu).  Menn hittust að lokum sælir og glaðir við HLH þar sem teygt var og spjallað.

Spurning til þín lesandi: Hver var músin?

þriðjudagur, september 03, 2013

Hádegisæfing 3.sept

Mættir: Bertel, Huld, Guðni, Dagur, Jói og Sigurgeir.

Plan dagsins voru 8xbrekkur og tókum við það að sjálfsögðu í kirkjugarðinum.

Allir tóku vel á því með bros á vör.

Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, september 02, 2013

Hádegishlaup, 2. september 2013

Týnda kynslóðin mætti í hádegishlaup, Ársæll, Dagur, Guðni og Jói sem eyddu hádeginu í Öskjulíðinni og svo Sigurgeir sem náði ekki að hlaupa í gær af því hann var of upptekinn að horfa á bæði liðin sín tapa fótboltaleikjum (gengur betur næst), þannig að hann hljóp 13 í rokinu í dag sem refsingu.

GI