fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Hádegisæfing 29.nóvember

Mættir tveir í hádeginu, Mímir og enginn annar en Klemenz sem hafði fengið bæjarleyfi. Nokkrir hringir teknir í Öskjuhlíðinni í rokinu. Mímir fór tæpa 5 km en Klemenz rúma 6km.

Mímir

p.s.
Kannski rétt að geta líka mánudagsæfingarinnar 26. nóv. Þá voru mættir Dagur, Óli og Mímir. Hlaupnir hringir í Öskjuhlíðinni, Mímir sprengdur eftir ca 5km, Dagur og Óli héldu áfram á hraða sem var yfir öllum skynsemismörkum og bættu þar við ca. tveimur km.

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Hádegisæfing - 28. nóvember

Mættir í dag voru: Dagur (of seinn :)), Höskuldur, Anna Dís, Ingunn og Sigrún. Guðni fór í undirbúningsgöngu/skokk en hann hyggur á endurkomu 1. des. sem án efa verður glæsileg.
Hlupum frá HLL og út á Ægisíðu, strandleiðina. Snerum þar við og hlupum sömu leið tilbaka. Töldum það réttara vegna hálku og tókum einn km á auknum hraða og síðan jafnt skokk heim. Alls um 9 km. Anna Dís og Ingunn sneru fyrr við en hlupu um 7 km.

Sigrún

föstudagur, nóvember 23, 2007

Hádegisæfing - föstudagur 23. nóv.

Fín föstudagsæfing í dag.
Mættir: Anna Dís, Mímir, Jens, Sigrún, Ingunn og Fjölnir. Jói var á kraftgöngu. Jens vildi taka hraðaaukningu í 25 mín. og fór alla leið í bæinn, Sæbraut, út í Héðinshús og svo tilbaka (eflaust 10 km) en Anna, Mímir og Sigrún tóku bæinn, Sæbraut, ráðhús og heim, með smá kafla sem Sigrún jók hraðann og beið svo eftir sínum félögum. Héldum síðan heim á þægilegum föstudagshraða þar sem við hittum Ingunni (4 hringir í Öskjuhlíð) og Fjölni sem greindi ekki frá sínu hlaupi, en talið er að það hafi spannað 6-7 km vegalengd. Sameinuðumst síðan öll með Jóa í teygjum, sem sagði að því fylgdu alltaf kvalir að komast í form. Veit ekki hvort um var að ræða hvali eða kvöl. Söknuðum fyrrverandi formanns og það var það eina sem var "freaky" á þessum fína föstudegi.

Sigrún

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Hádegisæfing- fimmtudagur 22. nóv.

Gæðaæfing tekin í dag í fosti og stillu undir faglegri stjórn þjálfarans.
Mættir voru Dagur, Oddgeir og Sigrún.
Hlupum greiðlega frá HLL út á Eiðistorg, ca. 4 km. Tókum síðan "litla hring" (1,8 km) á góðu tempói, Oddgeir og Dagur saman og Sigrún hinn hringinn á móti. Áttum að reyna að komast fyrst á upphafspunkt. Fínn sprettur! Hlupum svo heim á HLL og enduðum í 10 km alls.
Frábær æfing.

Hitti síðan Ingunni í búningsklefanum en hún fór 4 hringi í Öskjuhlíðinni og gerði magaæfingar.

Sigrún

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Hádegisæfing- miðvikudagur 21. nóv.

Fínt veður til æfinga í dag, sól og smá strekkingur á köflum.
Mættir: Sigurgeir, Fjölnir, Höskuldur, Oddgeir, Mímir, Sigrún og Sveinbjörn (heilsubótarskokk). Einnig sást til Jóa á sinni kraftgöngu.
Sigurgeir og Fjölnir tóku öfugan flugvallarhring á ágætu tempói. Restin fór skógræktarhringinn á þægilegum félagshraða, þó ekki hægt. Endað í brekkunni í gegnum suður-Hlíðar uppeftir í átt að Perlu og inn í skóginn þar sem stígar voru þræddir aftur heim til HLL. Fín miðvikudagsæfing.
Sigrún

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ný stjórn-næsta starfsár

Ný stjórn IAC kom saman á fyrsta stjórnarfundi starfsársins og fór yfir starfið framundan.
Á döfinni á næsta starfsári er m.a.:

Síðasta æfing fyrir jól þann 20. des. Endað í heitum potti á HLL. Allir hvattir til að mæta enda svífur léttur andi yfir vötnum á þessari æfingu. Nánar auglýst síðar.

Jan./feb. 2008- úrtökumót fyrir ASCA keppnina. Alitalia á að halda næstu keppni í Róm og stjórn er ekki kunnugt um annað en að svo verði.

Mars 2008- ASCA keppni flugfélaga í Evrópu.

Maí 2008-Icelandair hlaupið. 7 km hlaup í kringum flugvöllinn. Allir félagsmenn hvattir til að hjálpa til við hlaupið.

Ágúst 2008- Reykjavíkurmaraþon. 2 síðustu starfsár hefur verið hlaupið til styrktar Vildarbörnum. Góður hvati fyrir alla til að taka þátt og leggja sitt af mörkum.

Hádegisæfing - þriðjudagur 20. nóvember

Mættir voru Anna Dís, Höskuldur, Sveinbjörn, Dagur, Jóhann (kraftganga um Öskjuhlíðina)

Sveinbjörn tók rólegan hring í hlíðinni, en Sveinbjörn á í meiðslum og vildi bara fá sér ferskt loft.
Aðrir fylgdust að út að Þjóðminjasafni þar sem leiðir skildu. Anna Dís fór Suðurgötuna með vaxandi hraða eftir að komið var niður á Ægissíðuna á meðan Dagur og Höskuldur tóku 5km (4:10, 4:16, 4:30, 4:20, 4:03) tempó æfingu út á Kapplaskjólsveg og að kafaranum.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Hádegisæfing - föstudaginn 16. nóv

Frekar fámennt í dag þrátt fyrir blíðskaparveður og ákjósanleg hlaupaskilyrði. Höskuldur Gæslumaður og Fjölnir hlupu Suðurgötuhringinn (7,5 km) á "föstudagstempói". Ingunn mætti aðeins seinna og tók á því í skóginum þar sem hún tók fjóra hringi á rúmlega "föstudagstempói". Góða helgi og sjáumst á mánudag.

Fjölnir

The 26th World Airline Road Race

The 26th World Airline Road Race has been run and won. Congratulations to Lazhar Hamadi of Qantas who won both race the 10km in 33.56 and 5km in16.49. In the women’s event Annette Ronnerman (38.33) from American airlines won the 10km whilst Katherine Henville (19.23) British Airways pipped Annette in the 5km We have been receiving many emails from across the world attesting to the success and the enjoyment all the participants. With 1252 registered runners from 38 countries and 77 airlines or airline related companies, the event now in its 26th year is truly a world-class race. Many of the overseas competitors made this; their annual vacation so over 2000 international visitors were around Sydney’s Darling Harbour for the 4-day event.
While many runners were out sampling the sights of Sydney. Others enjoyed the sponsor’s function held at the Qantas Heritage Centre in Sydney airport where George Roberts enthralled the guests with stories from his 71-year tenure at Qantas. The Qantas running club presented the Royal Flying Doctor Service with a donation from all the runners’ entry fees
The Team captains attended the Lord Mayor’s reception at Town hall where Councillor Marcelle Hoff recounted her years as a Qantas flight Attendant and welcomed the runners to Sydney.
Race day started at 3am with the 100 volunteer race crew setting up in Tumbalong Park. As the Full moon gave way to early dawn the 10kmk was run around Darling harbor, Prymont Park where the runners had a great view of the Harbour Bridge, Anzac bridge and Prymont Bridge with the city skyline as a backdrop. Those who slept in were able to run the 5km held at 0730.
The finale was the Gala dinner and awards held in the Sydney convention centre for 800 guest highlights after the awards were the cultural item featuring a didgeridoo player and the surprise reappearance of Bruce the Roo to lead everyone onto the dance floor. A truly memorable 4 days for which we owe a vote of thanks to all our hard working committee, volunteers, sponsors and runners.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Hádegisæfing - fimmtudag 15. november

Mætt voru: Dagur þjáfari, Jón Mímir, Rannveig, Sirrý, Böðvar (nýliði) og Anna Dís. Við komi á HL sást til Jóa Úlfars. á kraftgöngu.
Upphitun á rólegu tempói í gegnum Öskjuhlíð niður í Nauthólsvík. Þar tók við Boot Camp þjálfun, 3-4 hringir af rösku hlaupi upp og niður sjávarbörð meðfram sandinum. Í beinu framhaldi var skokkað yfir ströndina þvera með 10 armréttum við pottinn og síðan skokk að tröppum upp af ströndinni. Tröppur voru skokkaðar upp og niður meðan hópurinn náði saman og þá endað á byrjunarreit í 20 magaæfingum. Þá tók við rólegt niðurskokk til baka í gegnum Öskjuhlíð með einum ca. 500-600 m spretti.
Er mál manna að þetta hafa verið hin besta æfing.

Anna Dís

Jakkarnir komnir

Nýju jakkarnir eru tilbúnir til afhendingar í versluninni AFREKSVÖRUR í Síðumúla 31 á opnunartíma verslunar (kl. 11.00-18.00)
Þar liggur fyrir nafnalisti þeirra sem þegar hafa greitt staðfestingu.
Enn eiga þrír eistaklingar eftir að greiða 5000 kr. inn á reikn. FI-SKOKK og þeir beðnir um að gera það sem fyrst.


miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Hádegisæfing - Miðvikudagur 14. nóvember

Góð mæting : Jón Mímir, Rannveig (mætt aftur eftir langa fjarveru), Sirrý (nýliði), Fjölnir (glæsileg endurkoma), Ingunn og Dagur. Einnig sást til Ágústs á hlaupunum með eiginkonuna á hælunum.

Lagt var upp með léttri æfingu ca. 5km. Hlupum inn að skógrækt og upp brekkuna, köstuðum þar mæðinni og rúlluðum síðan tilbaka yfir göngubrúnna upp Suðurhlíðina upp brekkuna að Perlunni, þar safnaðist hópurinn saman og jogguðum síðan rólega gegnum skóginn að hótelinu, endaði í rúmlega 6km.

Ekki nóg með það heldur heimtaði Rannveig 100 magaæfingar og 50 armbeygjur eftir teygjur.

Sjáumst á morgun þá er stefnan að fara í Nauthólsvíkina.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

WARR - Race Results Sydney 2007

Fyrir áhugasama þá er hér linkur á WARR úrslitin frá Sydney.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Ný stjórn Skokkklúbbsins

Ný stjórn var kosin á aðalfundi klúbbsins. Stjórnina skipa: Sveinbjörn (Icelandair Group), Sigurgeir (Icelandair Cargo) og Jens, Anna Dís og Sigrún (Icelandair).

Stjórnin hefur fengið viðurnefnið "sófastjórnin", ekki vegna þessa að hér eru á ferðinni sófahlauparar heldur vegna þessa að flestir meðlimir hennar sátu allir í sama sófanum þegar gengið var til kosninga.


Powerade Vetrarhlaupið - Nóvember

Sex kepptu að þessu sinni undir merkjum Skokkklúbbsins (Icelandair).

46:38 Huld Konráðsdóttir, 1. sæti í aldursflokki
47:12 Sigrún Birna Norðfjörð, 2. sæti í aldursflokki
48:22 Sigurgeir Már Halldórsson
50:12 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, 3. sæti í aldursflokki
53:18 Ívar S. Kristinsson
57:11 Helga Árnadóttir

Lög og markmið Icelandair Athletics Club

Lög og markmið Icelandair Athletics Club voru borin upp og samþykkt með breytingum á aðalfundi. Sjá gildandi lög og markmið hér að neðan:

Tilgangur
Tilgangur klúbbsins er að vera vettvangur fyrir þá félaga í STAFF sem hafa ánægju af allri hreyfingu til heilsubótar.

Markmið
Markmið klúbbsins er að veita félagsmönnum sínum fjölbreytt tækifæri og félagsskap til að stunda hreyfingu. Klúbburinn skal þannig vera í fararbroddi innan samstæðunnar við skipulagningu og með hvatningu til þátttöku í hvers kyns atburðum sem stuðla að hreyfingu.

Lög félagsins
1. Klúbburinn heitir Icelandair Athletics Club, starfar undir merkjum STAFF og er opinn öllum félagsmönnum STAFF.

2. Aðalfundur kýs stjórn klúbbsins til eins árs í senn. Í stjórn sitja fimm félagsmenn, formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Stjórnin skiptir með sér verkum.

3. Ný stjórn leggur fram framkvæmdaáætlun fyrir komandi starfsár eigi síðar en fyrsta janúar.

4. Ný stjórn ræður framkvæmdastjóra almenningshlaupsins sem haldið skal í maí.

5. Félagsmenn greiða árgjald til að standa undir rekstrarkostnaði klúbbsins. Stjórnin ákveður árgjald hverju sinni.

6. Klúbburinn stendur fyrir skipulögðum æfingum af einhverju tagi.

7. Klúbburinn stendur fyrir almenningshlaupi fyrsta fimmtudag í maí. Stjórn klúbbsins er heimilt að færa þessa dagsetningu til um allt að fjórtán daga þegar sérstaklega stendur á.

8. Klúbburinn skipuleggur þátttöku í ASCA keppnum ár hvert í samræmi við áhuga félagsmanna.

9. Klúbburinn býður félagsmönnum í Reykjavíkurmaraþonið ár hvert, bjóði sjóðsstaðan upp á það. Félagar hlaupa í nafni Icelandair.

10. Starfsári klúbbsins lýkur með lokahófi sem haldið er í október eða nóvember ár hvert. Lokahófið er jafnframt aðalfundur klúbbsins.

11. Tilgangur félagsins, markmið og lög þess skulu borin upp á aðalfundi félagsins til samþykktar, með eða án breytinga.

Skýrsla stjórnar IAC starfsárið 2006-2007

Inngangur
Síðasta starfsár Skokkklúbbsins var með því viðburðaríkasta sem sést hefur. Á síðasta aðalfundi var kosin ný stjórn eins og vera ber og skiptin hún með sér verkum:

Dagur (formaður annað árið í röð), hlutverk formanns er að halda utan um starfsemina, samskipti við þjálfara, boða til stjórnarfunda, umsjón og þrif keppnisbúninga
Huld (ritari), ritari sér um samskipti við félagsmenn
Anna Dís (gjaldkeri), passar budduna og ávaxtar sjóði klúbbsins
Guðni (meðstjórnandi og framkvæmdastjóri Icelandair hlaupsins)

Skráðir félagsmenn eru nú um 78 samkvæmt núuppfærðri og endurskoðaðri félagaskrá. Í fyrra voru þeir 60 og hefur því fjölgað um 30% á árinu.

Helstu viðburðir
Úrtökumót fyrir ASCA
Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í úrtökumóti fyrir ASCA, en sextán klúbbmeðlimir mættu í úrtökumót, tólf karlar og fjórar konur. Hart var barist um sæti í karlaliðinu.Hlaupið var á sama hring og keppt var síðan á keppninni sjálfri. 1,75km langur hringur í Öskjuhlíðinni, hlupu karlarnir fjóra hringi en konurnar tvo. Í kjölfar úrtökumótsins var liðið valið átta karlar og fjórar konur. Karlaliðið var samsett af starfsmönnum fimm fyrirtækja í samstæðunni.

ASCA - Víðavangshlaup 2007 í Reykjavík
Keppnin var haldin 10. mars á Íslandi. Sjö flugfélög skráðu lið til keppni, British Airways, Lufthansa, SAS, Iberia, Aer Lingus, Austrian Airlines og Icelandair. Heildarfjöldi keppenda var kringum 90.
Hlaupið var í Öskjuhlíðinni og þrátt fyrir mikla snjókomu kvöldið fyrir keppni gekk hlaup mjög vel. Frjálsíþróttadeild ÍR sá um framkvæmd hlaupsins. Að hlaupi loknu var boðið uppá súpu og brauð í mötuneyti hótelsins áður en farið var í Bláa Lónið með hópinn. Um kvöldið var síðan verðlaunaafhending og kvöldverður á Hótel Loftleiðum. Atburðurinn tókst í alla staði vel þökk sé góðum undirbúningi allra sem að komu og fengum við sendan fjöldan allan af þakkarbréfum eftir að þátttakendur komu til síns heima. Var það mál manna að aldrei hafi tekist eins vel til og verður þessi dagur seint toppaður. Ekki spillti fyrir að kvennalið Icelandair sigraði og karla liðið náði sínum besta árangri hingað til. Sjá myndina á YouTube.



Icelandair hlaupið
13. Icelandair hlaupið fór fram 3. maí við frábærar aðstæður í sóli og logni. Við fengum fína umfjöllun í “Ísland í dag” og var hlaupið ræst í beinni útsendingu. Þátttakendur voru 392 og bætti Kári Steinn brautarmetið sitt sem sett var í fyrra. Almenn ánægja var með trakteringar eftir hlaup, heit súpa, brauð, drykkir og bananar, verðlaunaafhendingin til fyrirmyndar og síðast en ekki síst afburða starfsfólk, valinn maður í hverri stöðu sem sá til þess að dæmið gekk fullkomlega upp - við erum best í heimi.

Ísland á iði – Hjólað í vinnuna
Skokkklúbburinn sjá um að skipuleggja þátttöku í átakinu og var þátttaka almennt góð um alla samstæðuna.

Þjálfari og æfingar
Skipulagðar æfingar voru með breyttu sniði á starfsárinu. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson var fenginn til að blogga vikulegar æfingar síðastliðinn vetur og voru þær teknar á fimmtudögum í hádeginu. Annars var ákveðið að auglýsa upp hádegisæfingarnar 12:08 frá sundlauginni að Hótel Loftleiðum alla virka daga. Formaðurinn tók það upp hjá sér að stjórna æfingum í sumar og í haust og hefur ríkt járnagi að sögn margra. Þetta virðist hafa haft jákvæð áhrif enda hefur þátttakan hefur verið mjög góð og margir nýjir meðlimir bæst í hópinn. Í stuttu máli er skipulag æfinganna þannig að mánudaga, miðvikudaga og föstudaga eru rólegt hlaup, á þriðjudögum og fimmtudögum eru síðan gæðaæfingar með fjölbreyttu sniði. Föstudagarnir eru sérstakir en þá er tekinn “Freaky Friday” – þá er reynt að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt.

Samskipti við félagsmenn
Formlegri útgáfu fréttabréfs var hætt. Þess í stað var ákveðið að setja upp frétta- og upplýsingasíðu klúbbsins á slóðinni http://fiskokk.blogspot.com/ og virðist það hafa gefist vel þrátt fyrir að skrif félagsmanna mættu vera meiri. Til áminningar eða þegar mikið stendur til eru sendur út rafpóstur á félagsmenn.
Það sem af er árinu hafa heimsóknir á síðuna verið 1.688, síður skoðaðar eru 2.306. Í tengslum við ASCA var haldið út upplýsingasíðu fyrir þátttakendur og mæltist það vel fyrir, heimsóknir á síðuna voru 618 og síður skoðaðar voru 1.416.

Gallar
Eitt af síðustu embættisverkum fráfarandi stjórnar var að ganga frá kaupum á vetrarhlaupajökkum. Þátttaka í þeim kaupum var mjög góð og verða þeir afhentir á næstu vikum.
Kaupin er niðurgreidd úr sjóðum klúbbsins.

Þátttaka í hlaupum
Þátttaka félagsmanna í hlaupum á sl. starfsári var ágæt. Gamlárshlaup ÍR, 5 félagsmenn. Powerade Vetrarhlaup, 13 þátttökur, þar af lenti Anna Dís í fyrsta sæti í sínum aldursflokki og Huld í öðru sæti. Sveinbjörn varð íslandsmeistari á meistaramóti öldunga innanhúss í 60m hlaupi á 9,30. Í Boston maraþonið fóru síðan fjórir. Annað týndist síðan til yfir sumarið, en hápunkturinn var Reykjavíkurmaraþonið. Þar líkt og í fyrra átti Skokkklúbburinn frumkvæði að því að Icelandair Group hét á starfsmenn að hlaupa til styrktar Vildarbörnum. Alls hlupu 82, 953 km og söfnuðust 2.859.000.

Vökvaskortur á árshátíðinni

Á árshátíðinni gerðist það sem fæstir áttu von á og ekki má gerast á stundum sem þessari. Allir drykkir voru uppurir vel fyrir miðnætti. Þrátt fyrir tilraunir húsráðanda til að bæta úr ástandinu var ekkert við ráðið.
Sem formaður fráfarandi stjórnar klúbbsins tek ég fulla ábyrgð á þessum mistökum og biðst afsökunar. Er það einlæg von mín að þetta muni ekki eiga sér stað aftur.

Fyrrverandi formaður,
Dagur B.

föstudagur, nóvember 09, 2007

AFMÆLI..AFMÆLI....AFMÆLI

Afreksvörur halda upp á 3 ára afmæli sitt laugardaginn 10. nóv. og mánudaginn 12. nóv. 30% afsláttur af öllum vörum aðeins þessa tvo daga.

"Freaky Friday" fyrir aðalfund/árshátíð

Góð mæting var á síðustu æfingu starfsársins. Mættir voru Sigrún, Ingunn, Oddgeir, Ólafur, Sigurgeir, Dagur og Magga (nýr meðlimur). Farið var á skrafhraða frá Hótel Loftleiðum, yfir Miklatúnið, niður Skipholtið gegnum fjármálahverfið framhjá Höfða og útá Sæbraut, þaðan gegnum miðbæinn yfir Austurvöll kringum Tjörnina og síðan tilbaka að hótelinu. Þeir sem voru sérstaklega frískir fengu aukaverkefni á leiðinni.

Einnig sjást til Guðna og Jóa á kraftgöngu í Öskjuhlíðinni.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Øl giver nye kræfter

Øl er sundere end vand efter træning, viser en ny undersøgelse.

Offentliggjort 05.11.07 kl. 14:39

Nu skal man bruge en undskyldning, hvis man vil drikke vand efter træningen.

For det er faktisk sundere at drikke øl end vand, efter at man har haft sved på panden. Det viser en undersøgelse ifølge Bild.T-Online, foretaget af professor Manuel J. Castillo Garzón på Universidad de Grenada i Spanien.

Det videnskabelige grundlag for undersøgelsen er test af 25 sportsudøvere og hvilken drik, der bedst gav dem nye kræfter efter anstrengelserne.

Og her var vinderen altså øl. For øl bibringer kroppen mineraler, som den ellers mister, når den sveder. Det gælder bl.a. kalium, calcium, zink og jern.

Derudover indeholder øl b-vitaminer, som genopbygger og styrker nerverne og hjernen.

Forskerne anbefaler 0,5 liter øl til mænd og 0,25 liter til kvinder efter træning.