mánudagur, maí 31, 2010

Hádegisæfing 31. maí

Mættir: Sér: Anna Dís, Ársæll, Sveinbjörn, Jói. Á Hofsvallagötuleið: Gamli sorrí Gráni, Gráni, graði Rauður og Hvítur, RRR, ásamt aðalritara, sem fulltrúa heilabilaðra.
Fórum rólega Hofsvallagötu og hlustuðum á nokkrar reynslusögur úr maraþonhlaupum og fengum ð vita að "positive thinking" væri algjörlega ofmetið afl. Best væri að vera bara áfram fúll, hundleiðinlegur og neikvæður. Þá myndi maður hámarka líkur sínar á að komast af í samfélaginu. Það skal þó tekið fram að upplýsingar þessar samræmast í engu stefnu og lífsskoðunum aðalritara, sem horfir vongóður til framtíðar í barnalegri einfeldni.
Alls 8,8K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, maí 28, 2010

Hádegisæfing 28. maí

Mættir í non Subway run (bátur mánaðarins var nebblega uppseldur):Jón Örn, Guðni, Huld, Oddgeir, Rúna Rut (postmarathoner)og aðalritari. Á sérleið í Hlöllabátshlaupinu: Sigurgeir og Fjölnir.
Fórum Fox með dufktersívafi um Sólland á bakaleið í glimrandi fínu veðri.
Alls 8,3K
Kveðja og góða helgi!
Sigrún

fimmtudagur, maí 27, 2010

Hádegisæfing 27. maí


Mættir á fyrirfram ákveðna æfingu hjá síams II: Bjöggi, Huld, Sveinbjörn, Oddgeir og Sigrún.
Tókum tröppuna: 2-3-4-3-2 mínútna spretti með 1,5 mín. á milli nema 3 mín á milli í miðju. "Djöfull er gott veður" og "svakalega er þetta skemmtilegt" eru setningar sem fleygt var á meðan. Sveppi var sjóðheitur á kantinum og allir vinir í skóginum.
Alls 8K með upphitun og niðurskokki
Kveðja,
aðalritari
Check this out!

miðvikudagur, maí 26, 2010

Félagsmenn á hlaupum



Rúna Rut Ragnarsdóttir tók þátt í Kaupmannahafnarmaraþoninu á sl. sunnudag og stóð sig með prýði á tímanum 4:14:57.
Til hamingju með þetta!
IAC

Fréttatilkynning

Þessi frétt var að berast frá upplýsingafulltrúa.
Kveðja, 1&2

Hádegisæfing 26. maí

Hola!
Það voru semsé nokkrir mættir í dag: Kristján (er það ekki?), Sveinbjörn, Bjöggi, Guðni, Dagur, Óli og Sigrún.
Fórum bæjarrúnt vestur í bæ (JL), framhjá höfninni (Tryggvagata), miðbær, Skólavörðustígur (Rocky)og þaðan framhjá Val og einhverjar lúppur inn í Öskjuhlíð og heim á hótel. Ef veður væri betra væri það hreinlega verra, svo mikil sól var í boði. Á morgun verður æfingin í boði síams II og þar verða engin markmannsvettlingatök viðhöfð.
Alls um 8K
Adios,
aðal

Hádegisæfing 25. maí 2010

Yello.
Fruntalega helvítisdjöfull góð æfing í dag. Mættir voru, Oddgeir, Dagur, Guðni, Jón Gunnar, Huld og Bjöggi. Man ekki eftir fleirum. Tekið var alveg sérstaklega vel á því á Hofsvalla, Kaplaskjóls hringum og tempó-hlaup dauðans var semsagt í dag.
Án þess að fjölyrða meira um æfinguna maxaði BPM-ið hjá sumum í 190......
Segi ekki meir.
Góðar stundir.
Bjútí

föstudagur, maí 21, 2010

Freaky Friday 21. maí

Vinnustaðagrín er ekki alltaf fyndið og það sem á að vera fyndið missir oft marks en einstaka sinnum sprettur mikil fyndni uppúr misheppnaðri fyndni....það var a.m.k. reynsla aðalritara í dag. Förum samt ekki nánar út í það v/persónuverndar. Mættur var fríður flokkur í dag til æfinga og aðeins einn var sér, eða Jón Örn. Þau válegu tíðindi hafa hinsvegar borist að Karl nokkur Thode sé hættur störfum hjá fyrirtækinu vegna feilkaupa á túrkislituðum, niðurmjóum sokkabuxum. Mikill missir er að þessum öðlingi og krossfittara, sem aldrei hafði hlaupið með öðrum eins gamlingjum á sinni starfsævi. Aðrir á æfingu dagsins voru, Dagur, Bjöggi, Fjölnismenn (Sigurgeir og Fjölnir), Huld, Bjöggi, Sveinbjörn, Óli og Sigrún. Farinn var einhver rugl túr um miðbæinn með skrensi upp á hóla og torg og með frostahoppum í garði Landakots, við mikinn fögnuð viðstaddra. Þaðan var haldið heim á hótel í algjörlega súperfínu veðri sem var helst til of gott, ef eitthvað var. Ætlunin var, við komu í baðklefa, að gera grikk inni í karlaklefa en vegna seinnar komu fórnarlambs og snemmkomu saklauss hjástandara, var ekki hægt að fullvinna atriðið sem skyldi. Það bíður því birtingar seinni tíma, í öðru formi.
Alls um 8K
Hvað sem helgin ætlar ykkur-góðar stundir!
Kveðja,
aðalritari

Rútuhlaupið er á morgun

Sjá upplýsingar hér:
Kveðja,
IAC

fimmtudagur, maí 20, 2010

Hádegisæfing 20. maí

Í dag er Fjölnishlaupið og þess vegna mætti Fjölnir á æfingu. Aðrir sem svöruðu kalli voru: Dagur, Guðni, Bjöggi, Sveinbjörn, Sigurgeir, Oddgeir og aðalritarinn. Farin var Hofsvallagata (sérdeild) en aðrir fóru Kaplaskjól og sumir tóku lengingar, í boði þjálfara. 3R hyggur á maraþonhlaup í Kaupmannahöfn um helgina og óskar IAC henni velfarnaðar og góðs gengis í hlaupinu. Aldrei þessu vant verða "maraþon grúppíurnar" 1&2 ekki á svæðinu, en þær þurfa að sinna skyldustörfum annars staðar á hnettinum. Ekki eru samt öll kurl komin til grafar með það mál.
Létt var yfir mannskapnum í dag, enda ekki verið að pína og leggja í einelti nema í undantekningartilfellum. Hey ekki gleyma þessu, remember? ABS
Alls 8,2-9K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, maí 19, 2010

Hádegisæfing 19. maí

Ég held að óhætt sé að kalla þetta tempóæfingu og þeir sem mættu á hana voru: Dagur, Bjöggi, Sigurgeir, Huld og Sigrún en á séræfingu vóru Ársæll og á enn meiri séræfingu, Mr. Briem. Allavega fórum við nokkuð rösklega út á Eiðistorg til að taka "hringinn" á tempói. Sérstaka athygli vakti að lýðræðislega var valið að taka þennan hring en einnig mátti velja hvora leiðina maður fór, þ.e. upp eða niðurfyrir. Skemmst er frá því að segja að þarna var um töluverð átök að ræða og leitun að annarri og betri skemmtan. Þó dettur mér eitt í hug, kolkrabbinn, en hann er ívið skemmtilegri. Frábært hlaupaveður var í boði og ekki skemmdi samböðun símas fyrir í restina, í baðklefa kvenna.
Alls 9.75K
Kveðja,
aðalritari

mánudagur, maí 17, 2010

Hádegisæfing 17. maí

Mættir í dag: Jón Örn (sér), ég hefði núna sagt "hardcore-ið" og svo nöfnin en þar sem svo margir lesa þetta sleppi ég því og segi ...og á æfingu mættu: Dagur,Guðni og Huld (allt fv. kennarar), og Sigrún (fv. starfsmaður apóteks). Degi lá mikið á að leggja af stað á auglýstum tíma til að draga úr félagsáhrifum æfingarinnar. Farin var Hofsvallagata á frekar rólegu tempói en Dagur og Guðni lengdu um 2 lúppur, enda vilja þeir ekki vera staðnir að því að síams séu opinberlega að horfa á rassinn á þeim. Sérstaklega ekki á stofnæðum borgarinnar. Kvartað var undan lélegri birtingu hlaupaúrslita á síðunni en aðalritari frábiður sér slíkar aðdróttanir. Birting er eftir því sem þurfa þykir og oft hefur lögmálið "fyrstur kemur fyrstur fær" verið við lýði þannig að aðalritari, sem telur sig enn vera upplýsingafulltrúa hóps, hefur ekki komist að vegna birtingarsnerpu annarra í hópi. Það er hinsvegar þannig að sum hlaup eru þannig að þau eru of nálægt manni og gleymast þessvegna hraðar en önnur. Er hérmeð beðist velvirðingar á þessu. Á leið hópsins vestur í bæ mættum við þvengmjóum spretthlaupara á a.m.k. 3:15 pace, á móti. Það væri vissulega glapræði að ætla sér maraþonhlaup með slíkum einstaklingi, allavega ekki nema eftir ca. 3-4 samskokk til viðbótar. Einnig sást til Óla, á séræfingu í skógi, en hann er á massífum uppbyggingar og sprettæfingum hjá rússneskum hlaupaþjálfara sem miðar að því að koma honum í ASCA liðið í haust. Þar er greinilega mikið verk framundan.
Alls hjá strákum 9,3K
Kveðja,
Sigrún

Félagsmenn á hlaupum

Jens Bjarnason tók þátt í Würzburg Marathon í Bæjarlandi 16. maí á tímanum 3:48:56

Baldur Haraldsson tók þátt í Neshlaupinu 16. maí, 7,5km á 31:09
Viktor J.Vigfússon tók þátt í Neshlaupinu 16. maí, 15km á 01:06:02
Jakob Schweitz Þorsteinsson, einnig í Neshhlaupi, 15km á 01:08:45
Neshlaup úrslit
Flottur árangur hjá þeim félögum, til hamingju með þetta!
IAC

föstudagur, maí 14, 2010

Móskarðahnjúkar á morgun 15. maí

Minnum á gönguna-nánari upplýsingar að finna á mywork og í pósti til félagsmanna.
Kveðja,
stjórn IAC

Freaky Friday 14. maí

Ég hef orðið margs vísari af samneyti mínu við FI-skokkara, og það sem hefur ekki drepið mig hefur gert mig sterkari. Sumt af uppgötvunun mínum telst til fánýts fróðleiks en annað eru lögmál og/eða vísindi. Þó ekki endilega nýjasta tækni, samt. Allavega...í vísindarannsókn dagsins mættu: Dagur, I.N.R.I. (SVE), Guðni, Oddur frá Jöklarannsóknum ehf., Huld, Oddgeir, Jón Gunnar og undirrituð. Fórum löglega fram borinn miðbæjarsýningarrúnt í frábæru veðri, alls 8,2K.
Hér á eftir fara nokkrar af uppgötvununum mínum á "ferðum Guðríðar", athugið að ekki er um neina flokkun að ræða eftir vægi:
Oddurinn er fyrrum nemandi eins úr hópnum
Huld hefur náð einna mestri normaldreifingu í kennslu
Guðni getur ekki myndast illa, er ekki fær um það
SVE á sér uppáhaldslag sem er með Spandau Ballet
Cargo bros geta brosað með tvöfaldan Zinger á kantinum
Gnarr er fyndnasti maður í heimi
Dagur hefur kennt a.m.k. einum úr hópnum tölvufræði, svo vitað sé, en þá var hann óþekkjanlegur með ljósar krullur niður á bak
Björgvin býr yfir einna mestri dreifingu á einstaklingum í hópnum m.v. verga þjóðarframleiðslu
Sigrún starfaði eitt sinn við þvottahús Landakots hvar stundum var að finna líffæri í vösum skurðstofufatnaðar
Flest sem fer fram á æfingum er efni í fréttaskot Séð(s) og Heyrt(s)
Gleðilegt sumar,
aðal.

miðvikudagur, maí 12, 2010

Hádegisæfing dauðans

Nú er sá háttur hafður á hjá FI-skokk að fjöldaáskoranir duga til þess að fá "sköllótta draslið" til samstarfs. Í krafti valds síns beittu nokkrir valinkunnir hlauparar klúbbsins persónutöfrum sínum til að knýja fram gæðaæfingu í dag, með einbeittan brotavilja að vopni. Það varð því úr eftir nokkurt samningaþref að farin var samningaleið og bæði valin flöt sprettun og endað á kolkröbb-un. Fyrst vóru semsé (eftir litla upphitun) teknir 5*3 mín. sprettir á flötu (vestureftir strönd)og til baka með 1:45 mín. á milli. Töluverð hröðun var í gangi en menn voru að skila frá 700m til tæpra 900m á þessu tímabili, eftir aldri og fyrri störfum. Var bleik því nokkuð brugðið að þessu loknu er "aðal í myndinni kom inn og sagði": "Fyrst við tókum ekki kolkrabbann þá er það minnsta sem við getum gert er að fara 3ja arminn". Einmitt! Ekkert betra við tímann að gera....svo við skriðum upp vafningsviðinn (brautin upp að Perlu)hvar meðlimir klifu í línu uppeftir. Síðan bar mannskapnum að auka hröðun við hlið, ofarlega, því þar "er hallinn nánast orðinn neikvæður". Að frátöldu öllu ofangreindu var þessi æfing sú jafnbesta sem verið hefur um nokkuð langt skeið og er leitun að annarri eins skemmtun. Mættir voru á séræfingu: Rúna Rut, Sigurborg, Ársæll, Jón Örn. Á framangreinda æfingu: Dagur (stefnandi), Gnarr (gerðabeiðandi), Huld (sækjandi), Björgvin (vitorðsmaður), Sigurgeir (verjandi)og Sigrún (tjónþoli).
Alls 7,3K af fullorðins
Au revoir!
aðal

þriðjudagur, maí 11, 2010

Hádegisæfing 11.maí 2010

Góðir hálsar, og Dagur (hann er eitthvað rámur greyið).
Í dag var boðið upp á svokallað "schizophrenic-junk-run" sem einnig mætti kalla "Fartlek". Ákveðið var að hlaupa að Kópavogskirkju, þaðan yfir Hamraborg, niður hjá Toyota og svo inní Fossvog og eitthvað inn í skógrækt og svo bara svona eitthvað út í türkis-bláin. Þetta gekk allt saman voða "straight forward" þangað til við komum í Fossvoginn og formaðurinn tók fram fyrir hendurnar á Guðna, snarbeygði og sagðist ekki vilja hlaupa meir' nema við færum yfir þessa "rómantísku brú" sem hann hafði komið auga á. Hópurinn ákvað að láta þetta eftir honum og skeiðaði léttfættur yfir þessa mjög svo rómantísku trébrú. Eftir hring í skógrækt sem var að miklu leyti "utan vega" var tölt yfir göngubrúnna og áleiðis heim, en formaður vor var í vor-fíling og fór með hópinn upp í gegnum Fossvogskirkjugarð, sem endaði í 1 x1 spretti frá K-inu og upp. Því næst brokkuðum við áleiðis heim, með tvisti í Öskjuhlíðinni þar sem menn fóru á stökki upp og niður og út og suður. Allt endaði þetta nú vel samt sem áður og menn tóku fetið heim. Guðni hafði á orði að þessi æfing væri nú bara í "junk" flokki þar sem þetta var ekki rólegt og ekki sprettir og því þyrfti eignlega að taka aðra æfingu í kvöld bara til að dagurinn telji.....
Mætt voru, Egonsson, Ingólfsson, Konráðsdóttir, Bjarnason og Árnason. Einnig voru mætt og fóru aðra leið, Harðarson, Egilsson, Magnúsdóttir og Ragnarsdóttir.
8,4 K 46 mín.

P.s. Spurning fyrir þá sem hafa nákvæmlega ekkert betra að gera en að lesa þetta vitleysis blogg.
Hvað nefndi ég margar gangtegundir íslenska hestsins í færslunni hér að ofan.

Góðar stundir.
Bjútí

mánudagur, maí 10, 2010

Áríðandi skilaboð vegna ASCA keppninnar

Hi Folks,

Due to the uncertainty of air travel over the coming weekend, we regrettably have to postpone the ASCA Cross Country event until later this year. At the ASCA agm in Madrid last weekend, concern was expressed by several delegates over possible disruption to their travel plans due to the closure of Irish airspace and a postponement was agreed by all the delegates whose teams had an interest in the event.

Looking forward to meeting you all later in the year, the date will be advised when finalised.

Best Regards,

Jim.

Hádegisæfing 10. maí

Gleðilegt sumar!
Það sást í dag að sumarið er komið og hlauparar eru hvattir til að pakka niður skíðagallanum, markmannshönskunum og ullarbolunum og sýna glæpsamlega berun á stígum borgarinnar í sumar. Auk þess er bannað að vera í síðbuxum eftirleiðis og bein tilmæli til hóps að klæðast skjóllitlum toppum við. Annað er ámælisvert.
Annars mættu í dag: Gnarr (á vélinni, frasa sko..), Dagur, Guðni, Bjútí, Fjölnir (að plögga væntanlegt Fjölnishlaup), Geiri Smart, Huld (stud. MPH) og Sigrún (Stu, stu ...studio line). Farin var hefðbundin Hofsvallaleið með lengingum um Kaplaskjól og Meistaravelli fyrir áhugasama og tempó að kafara. Síðan samskokk og berun heim að hóteli með skógartvisti, vegna tímabundinnar hörfunar.
Alls, 8,7-9,3K
Góðar stundir.
SBN

föstudagur, maí 07, 2010

"Day after run"-7. maí

Mjög fjölmennt var í eftirhlaupi gærdagsins en til leiks mættu félagsmenn og hlupu sömu braut og keppt var á í gær, í 16. Icelandairhlaupinu. Tímarnir fara hér á eftir:
Dagur 26:58
Hössi 27:49
Guðni 27:54
Oddgeir 28:22
Sigurgeir 29:04
Viktor 29:45
Bjöggi 30:05
Óli 30:20
Huld 30:45
Sigrún 32:18
Bryndís 32:18 (ógilt, 6,88km)
Rúna Rut 32:47
Ársæll 39:32
Nýja brautin var fín og ánægjulegt að sleppa við "brekkuna" frá horni á Valsheimili. Aðalritari sá hinsvegar um að lækka skemmtanagildið töluvert og er reglulega leiður í bragði fyrir þær sakir og biður hlutaðeigendur afsökunar. Þarna bar kappið klárlega fegurðina ofurliði.
Góða helgi,
Sigrún

Icelandair hlaupið

Sæl
Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu við hlaupið í gær. Án ykkur hefði þetta ekki gengið svona vel. Það er mjög gaman að lesa comment á hlaup.com þar sem flestir ef ekki allir eru mjög ánægðir með hlaupið. Klapp klapp fyrir okkur öllum ;o) Hérna eru nokkrar myndir frá hlaupinu.

Kv. Sigurgeir







fimmtudagur, maí 06, 2010

Hádegisæfing 6. maí

Í dag er megrunarlausi dagurinn og því hefði verið tilvalið að skella sér á jötuna. Þess í stað mættu nokkrir samviskusamir hlauparar og prufukeyrðu nýju brautina fyrir 16. Icelandairhlaupið í kvöld. Þetta voru: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Bjöggi, Óli, Huld og Sigrún. Einnig sást til óþekkts hlaupara, gera teygjuæfingar við súlu.
Allt útlit er fyrir góða þátttöku og flott hlaupaveður í kvöld.
Alls rúmir 7K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, maí 05, 2010

Hádegisæfing 5. maí

Mættir í dag: Ársæll í forstarti, Dagur, Gnarr, Sigurgeir, Óli og Sigurborg af hótelum, Jón Örn( sér)og Sigrún. Ótrúlega gott hlaupaveður, Lundúnaþoka og logn og var tekin Hofsvallagata með einni lengingu formanns. Útlit er fyrir fjölmenni á morgun í Icelandairhlaupinu og veðurspá góð. Ef einhverjir af starfsmönnum hlaups eiga skærlituð öryggisvesti eru þeir beðnir að hafa þau meðferðis á morgun.
Alls um 8,7K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, maí 03, 2010

Hádegisæfing 3. maí

Mættir á pinna: Jón Örn, Sveinbjörn, Huld, Bryndís, Oddgeir og Sigrún en á 8K sérleið var Ársæll. Við hin fórum könnunarhring í braut fyrir Icelandairhlaup því Oddurinn hafði um sl. helgi mælt brautina við annan mann. Milt veður og úði en við lúkningu hlaups birtust nokkrir skælbrosandi félagsmenn, með munninn fullan af hádegismat. Eitthvað skrýtin verkefnastjórnun þarna, ekki satt?
Alls 7K og braut í lagi, kílómetramerkingar eru bláar og greinilegar á leiðinni.
Kveðja,
Sigrún
Séð af kantinum eftir æfingu dagsins: