Fyrst enginn annar bloggar...
..og eins og okkur sé ekki sama þótt Guðni sé upptekinn við að skoða umsóknir um væntanlegar flugfreyjur...
Fórum allavega á fagæfingu fimmtudagsins í spikbræðslustöðinni við Kringlu með- eða horfandi á elite-group. Æfing dagsins: 4*8 mín. tempó með 3mín. skokk á milli.
Söknuðum þess að sjá ykkur ekki hlaupa framhjá glugganum á WC-inu.
Kveðja,
SBN
fimmtudagur, janúar 31, 2013
miðvikudagur, janúar 30, 2013
Miðvikudagsæfing 30.01.
FARÐU NIÐUR OG FARÐU ÚR FÖTUNUM!
Þetta var bein skipun sem gefin var til Dags er hann hugðist sleppa því að fara á æfingu með Síams. Þessu hlýddi hann orðalaust og okkur fannst auðmýkt hans og undirgefni til fyrirmyndar. Svona viljum við hafa þá!
Jæja, en allavega þá var enginn á þessari æfingu fyrir utan okkur þrjú, sem fórum Hofsvallagötu á 5:15 (held ég) en reyndar hittum við fyrir hana Lilju og kærastann hennar skammt frá dælustöð, en kærastinn var í sérmerktri flík sem á stóð "Þjálfari". Var Dagur hvattur til að fá sér svona jakka en þá benti hann réttilega á að það væru svo margir þjálfarar í hópnum að það gengi ekki. Síðan var eitt þjóðþrifamál leitt til lykta er við hlupum fram á Gylfa Magnússon, æskuvin Guðna, og undirrituð notaði tækifærið til að spyrja í eitt skipti fyrir öll hvort réttara væri að nota orðið "innistæðitrygging" eða "innstæðutrygging". Augljóst, myndu kannski einhverjir segja en hagfræðiprófessorinn hvað um gamalt hugtak að ræða og nota bæri hugtakið innstæða, t.d. væri það notað í lagamáli. Þessi niðurstaða bjargaði algerlega deginum hjá undirritaðri og er sem þungu fargi af mér létt.
Alls rúmir 8K
Ath. Einnig sást til Joe boxer á kraftgöngu á Flugvallarvegi. Hvað eru mörg i í því?
Þetta var bein skipun sem gefin var til Dags er hann hugðist sleppa því að fara á æfingu með Síams. Þessu hlýddi hann orðalaust og okkur fannst auðmýkt hans og undirgefni til fyrirmyndar. Svona viljum við hafa þá!
Jæja, en allavega þá var enginn á þessari æfingu fyrir utan okkur þrjú, sem fórum Hofsvallagötu á 5:15 (held ég) en reyndar hittum við fyrir hana Lilju og kærastann hennar skammt frá dælustöð, en kærastinn var í sérmerktri flík sem á stóð "Þjálfari". Var Dagur hvattur til að fá sér svona jakka en þá benti hann réttilega á að það væru svo margir þjálfarar í hópnum að það gengi ekki. Síðan var eitt þjóðþrifamál leitt til lykta er við hlupum fram á Gylfa Magnússon, æskuvin Guðna, og undirrituð notaði tækifærið til að spyrja í eitt skipti fyrir öll hvort réttara væri að nota orðið "innistæðitrygging" eða "innstæðutrygging". Augljóst, myndu kannski einhverjir segja en hagfræðiprófessorinn hvað um gamalt hugtak að ræða og nota bæri hugtakið innstæða, t.d. væri það notað í lagamáli. Þessi niðurstaða bjargaði algerlega deginum hjá undirritaðri og er sem þungu fargi af mér létt.
Alls rúmir 8K
Ath. Einnig sást til Joe boxer á kraftgöngu á Flugvallarvegi. Hvað eru mörg i í því?
þriðjudagur, janúar 29, 2013
Keðjubréf 29.01.
Ekki ætla ég að slíta bloggkeðjuna...
..þessvegna geri ég fastlega ráð fyrir að þið séuð ofuráhugasöm (eða sá eini sem les bloggið) um hversvegna Síams mæta stundum ekki til æfinga á pinnann. Jú, vegna fagæfinga í spikbræðslustöðinni. Í dag vóru það 8*90 sek. sprettir í 4% halla on ðe brett. Þar hafið þið það! Og hættið svo þessum sífelldu spurningum og æðibunugangi á kommentakerfinu! OK?????
Bestu kveðjur/keðjur úr verinu-
SBN
..þessvegna geri ég fastlega ráð fyrir að þið séuð ofuráhugasöm (eða sá eini sem les bloggið) um hversvegna Síams mæta stundum ekki til æfinga á pinnann. Jú, vegna fagæfinga í spikbræðslustöðinni. Í dag vóru það 8*90 sek. sprettir í 4% halla on ðe brett. Þar hafið þið það! Og hættið svo þessum sífelldu spurningum og æðibunugangi á kommentakerfinu! OK?????
Bestu kveðjur/keðjur úr verinu-
SBN
mánudagur, janúar 28, 2013
Hádegisæfing 28. janúar
Mættir : Ole og Dagur
Fórum Eiðistorg á skeiði í sviptivindi.
Æfingunni barst vísa frá JB
Fjölnir litli datt í dí
og meiddi sig á fótnum
aldrei varð hann upp frá því
jafngóður í fótnum
Kveðja,
Dagur
Fórum Eiðistorg á skeiði í sviptivindi.
Æfingunni barst vísa frá JB
Fjölnir litli datt í dí
og meiddi sig á fótnum
aldrei varð hann upp frá því
jafngóður í fótnum
Kveðja,
Dagur
sunnudagur, janúar 27, 2013
Laugardagsæfing 26. janúar
Fyrsta langa hlaup tveggja klúbbmeðlima í hinu langþráða Boston prógrammi fór fram í dölunum tveimur, Fossvogs og Elliðaár í nýföllnum snjóm. Ekki er hægt að segja að um draumahlaup hafi verið að ræða ef félagsskapurinn er undanskilinn en sá þáttur hefur þó ekki hvað minnst vægi í hugum þátttakenda. Undirrituð stenst þó engan veginn samanburðinn við nýjasta hlaupafélaga Sigrúnar sem getið er í síðustu færslu. Mættum Ívari og hundi hans á leið okkar þar sem annar dró hinn áfram.
Kveðja góð,
Huld
föstudagur, janúar 25, 2013
Akureyrarævintýr 20.01.2013
Ég má til með að deila með ykkur litlu ævintýri sem ég bjó mér til á Akureyri nýlega. Þannig var að ég fór í hlaup einn morguninn frá hlíðum Vaðlaheiðar og upp í Glerárhvefi. Það er í sjálfu sér ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að þegar ég lauk hlaupinu við Keiluhöllina á AEY rakst ég á skemmtilegan fýr úr heimi hlaupanna. Sá hinn sami er margreyndur maraþonhlaupari og er frægur fyrir sína framúrstefnulegu hárgreiðslu, lokkinn framgreidda. Ég vatt mér að honum og spurði (eftir smá umhugsun) "væri það mjög dónalegt af mér að biðja um mynd af okkur saman"? "Dónalegt, ég veit ekki einu sinni hvað orðið þýðir", svaraði hann. Þetta var upphafið af okkar skemmtilegu samræðum sem veittu mér ákveðna hvatningu og vissu fyrir því að það er allt hægt. Jón hefur hlaupið fjöldamörg maraþon um sína löngu ævi og langt frá því að vera hættur. Ég spurði hann hvort að hann ætlaði að hlaupa fleiri maraþon um ævina og svarið var "meðan ég stend á löppunum hleyp ég". Ætlum við ekki að gera það líka?
SBN
Ath. Ef einhverjir velta fyrir sér myndgæðunum eða skorti á þeim skal það játað að myndin er tekin á sveittan og gamlan Nokia síma, ekki var annað í boði. Einnig geta glöggir áhorfendur séð keppnisnúmer Jóns nælt í hann frá síðasta RM. Snilld!
Föstudagsæfing 25. jan.
Stórkostleg mæting í dag: Dagur, Guðni, Óli, Jón Örn, Gulla og Síams (komu úr launsátri). Ívar kom síðan í bakið á okkur, fór Hofsvallagötuna á tempói. Við hin fórum bæjarrúnt í blíðskaparveðri og vel fór á með mannskapnum og ekki var laust við að ástar- og saknaðarkveðjunm rigndi yfir tvíburana, a.m.k. frá sumum.
Gaman er að sjá að nýliðunin er í fullum blóma og vonumst við til að hún haldi áfram, þ.e. nýliðunin. A.m.k. 2 þorskígildi. ;)
Góða helgi og hafið í huga- "It ain't over till the fat lady sings".
"It ain't over till (or until) the fat lady sings is a colloquialism, essentially meaning that one should not assume the outcome of some activity (e.g. a sporting contest) until it has actually finished,..."
milli 7-8k
SBN
Gaman er að sjá að nýliðunin er í fullum blóma og vonumst við til að hún haldi áfram, þ.e. nýliðunin. A.m.k. 2 þorskígildi. ;)
Góða helgi og hafið í huga- "It ain't over till the fat lady sings".
"It ain't over till (or until) the fat lady sings is a colloquialism, essentially meaning that one should not assume the outcome of some activity (e.g. a sporting contest) until it has actually finished,..."
milli 7-8k
SBN
fimmtudagur, janúar 24, 2013
Fimmtudagur 24 jan 2013
Mættir: Dagur, Guðni og Guðlaug Harpa
Hlaupið suður í átt að Nesti Fossvogi. Þar mátti velja að snúa við eða að fara yfir í Kópavog, norður Kringlumýrarbraut inn í Holtin yfir Klambratún og að IHRN.
Bara gaman.
Kveðja
Guðni
Hlaupið suður í átt að Nesti Fossvogi. Þar mátti velja að snúa við eða að fara yfir í Kópavog, norður Kringlumýrarbraut inn í Holtin yfir Klambratún og að IHRN.
Bara gaman.
Kveðja
Guðni
miðvikudagur, janúar 23, 2013
Hádegisæfnig 23. janúar
Mættir : Dagur, Guðni, Sigurgeir og Óli
Rólegt, Skógræktin, rúmlega 7k.
Dýrlegt veður og frábært hlaup.
Kveðja,
Dagur
Rólegt, Skógræktin, rúmlega 7k.
Dýrlegt veður og frábært hlaup.
Kveðja,
Dagur
Hádegisæfing 22. janúar
Mættir : Dagur, Guðni, Jón Örn, Gunnur og Jóhann
Jón Örn gaf dagsskipunina.
Brekkusprettir í kirkjugarði, langt 'K' 90sec.
Flestir fannst nóg um að taka 5 kvikindi en Jón Örn er einbeittur í sínu PAR prógrammi og hækkaði í 7.
Kveðja,
Dagur
Jón Örn gaf dagsskipunina.
Brekkusprettir í kirkjugarði, langt 'K' 90sec.
Flestir fannst nóg um að taka 5 kvikindi en Jón Örn er einbeittur í sínu PAR prógrammi og hækkaði í 7.
Kveðja,
Dagur
mánudagur, janúar 21, 2013
Hádegisæfing 21. janúar
Magnaður mánudagur!
Mættir: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Jón Örn og Óli
Óli fór Suðurgötu og restin fór Eiðistorg (9k) á 5mín tempói.
Blíðskaparveður og létt yfir hópnum.
Meðal umræðuefnis var handboltaleikurinn við Frakka í gær.
Kveðja,
Dagur
Mættir: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Jón Örn og Óli
Óli fór Suðurgötu og restin fór Eiðistorg (9k) á 5mín tempói.
Blíðskaparveður og létt yfir hópnum.
Meðal umræðuefnis var handboltaleikurinn við Frakka í gær.
Kveðja,
Dagur
föstudagur, janúar 18, 2013
Hádegisæfing 18. 1
Mikið fjölmenni var á æfingu dagsins, í blíðskaparveðri.
Mættir voru: Dagur, Jón Örn, Ívar, Sigurgeir, Sigrún Erlends frá Staff, sem einnig er skráður meðlimur klúbbsins, nýliðarnir og flugfreyjurnar Jóhanna Dögg Pétursdóttir og Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir. Vonumst við til að sjá allar þessar ofuskutlur aftur, og aftur og aftur...
Fórum tiltölulega hefðbundinn föstudagshring og enduðum á HL, eftir milli 7-8km hlaup. Nokkur mál vóru á dagskrá og voru þau leidd farsællega til lykta og megi helgin verða öllum ánægjuleg.
Góðar stundir,
SBN fh. hóps
Limra dagsins: (til gamans)
Svo lést hann Leópold kjaftur
og lofaði að ganga ekki aftur
en svo gekk hann aftur
og aftur-og aftur
og aftur-og aftur-og aftur.
Gísli Rúnar Jónsson
Mættir voru: Dagur, Jón Örn, Ívar, Sigurgeir, Sigrún Erlends frá Staff, sem einnig er skráður meðlimur klúbbsins, nýliðarnir og flugfreyjurnar Jóhanna Dögg Pétursdóttir og Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir. Vonumst við til að sjá allar þessar ofuskutlur aftur, og aftur og aftur...
Fórum tiltölulega hefðbundinn föstudagshring og enduðum á HL, eftir milli 7-8km hlaup. Nokkur mál vóru á dagskrá og voru þau leidd farsællega til lykta og megi helgin verða öllum ánægjuleg.
Góðar stundir,
SBN fh. hóps
Limra dagsins: (til gamans)
Svo lést hann Leópold kjaftur
og lofaði að ganga ekki aftur
en svo gekk hann aftur
og aftur-og aftur
og aftur-og aftur-og aftur.
Gísli Rúnar Jónsson
fimmtudagur, janúar 17, 2013
Hádegisæfing 17. 1
Hvernig tengist
lífi manns? Jú, það tengist því á þann hátt að ef viðkomandi er kúlulaga getur verið gott að vita rúmmál kúlunnar. Eða ekki. Kannski er hægt að reikna út eitthvað skemmtilegt um þessa kúlu. Segi svona bara....
En allavega voru of margir mættir í dag eða: Jón Örn, sem er á eigin vegum í einhverju allsherjar leyniprógrammi. Held að það tengist stóra bílnúmeramálinu, hafnfirska. Hinir sem mættu voru: Guðni, Dagur, Ívar, Jói, Huld og undirrituð. Ákveðið var að fara í spretti, 4*1000m sem mun vera ágætis byrjun. Á heimleið sást til nýjasta meðlims klúbbsins, Sigríðar Sólar, á hlaupum á austurleið. Á morgun er svo von á nýjum meðlimi og verður spennandi að sjá hver það verður, en það vita einungis bleikstökkur.
Allt í lagi þá, blezzzzzzzzzzzz.......
SBN- aka fulltrúinn
lífi manns? Jú, það tengist því á þann hátt að ef viðkomandi er kúlulaga getur verið gott að vita rúmmál kúlunnar. Eða ekki. Kannski er hægt að reikna út eitthvað skemmtilegt um þessa kúlu. Segi svona bara....
En allavega voru of margir mættir í dag eða: Jón Örn, sem er á eigin vegum í einhverju allsherjar leyniprógrammi. Held að það tengist stóra bílnúmeramálinu, hafnfirska. Hinir sem mættu voru: Guðni, Dagur, Ívar, Jói, Huld og undirrituð. Ákveðið var að fara í spretti, 4*1000m sem mun vera ágætis byrjun. Á heimleið sást til nýjasta meðlims klúbbsins, Sigríðar Sólar, á hlaupum á austurleið. Á morgun er svo von á nýjum meðlimi og verður spennandi að sjá hver það verður, en það vita einungis bleikstökkur.
Allt í lagi þá, blezzzzzzzzzzzz.......
SBN- aka fulltrúinn
miðvikudagur, janúar 16, 2013
Newsflash***Nýr félagsmaður***
Skokkklúbbnum hefur borist liðsauki með nýjum félaga sem skráði sig í dag. Þetta er hún Sigríður Sól , fv. flugfreyja, eða
(SIGRÍÐUR SÓL BJÖRNSDÓTTIR)
Ferðaráðgjafi/Travel Consultant
Viðskiptasöludeild/Corporate Sales Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og voumst til að sjá hana sem fyrst á æfingu.
Kveðja,
SBN f.h. OAR
(SIGRÍÐUR SÓL BJÖRNSDÓTTIR)
Ferðaráðgjafi/Travel Consultant
Viðskiptasöludeild/Corporate Sales Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og voumst til að sjá hana sem fyrst á æfingu.
Kveðja,
SBN f.h. OAR
Hádegisæfing 16. 1
Mættir:
í baðklefa-Johnny, ekki fer frekari sögum af hans afdrifum.
Hinir vóru-Guðni, Dagur, Huld og Sigrún. Hópurinn var fullkomlega stíliseraður, drengirnir í bláum mittisjökkum við sokkabuxurnar og stúlkurnar í bleiku einkennisjökkunum við sínar. Fórum skemmtilega vesturbæjarleið með óhefðbundnu sniði í blíðskaparveðri. Mikill og einbeittur áhugi samferðamanna hefur beinst að hlaupaprógrammi Síams fyrir Boston og spurningum virðist ekki ætla að linna hvað það varðar. Tvíburarnir eru hinsvegar pollrólegir og skeytingarlausir hvað prógrammið áhrærir. Einnig virðist furðu sæta að þær báðar, komnar að fótum fram úr elli og hrumleika, skyldu hafa komist inn í þetta stórmerkilega hlaup á eigin forsendum en ekki með sérleyfisbréfum og mútugreiðslum undir borðið. Því til glöggvunar fylgir tafla um tímatakmarkanir sem gilda fyrir 2013, ef einhverjir vilja stefna þangað. Síðan ef það gengur ekki má alltaf athuga með kynskipti. Mér skilst að svoleiðis sé á tilboði núna á hópkaup.is, en hvað veit ég?
Kveðja góð,
SBN- fulltrúi ritara í fjarveru hans.
í baðklefa-Johnny, ekki fer frekari sögum af hans afdrifum.
Hinir vóru-Guðni, Dagur, Huld og Sigrún. Hópurinn var fullkomlega stíliseraður, drengirnir í bláum mittisjökkum við sokkabuxurnar og stúlkurnar í bleiku einkennisjökkunum við sínar. Fórum skemmtilega vesturbæjarleið með óhefðbundnu sniði í blíðskaparveðri. Mikill og einbeittur áhugi samferðamanna hefur beinst að hlaupaprógrammi Síams fyrir Boston og spurningum virðist ekki ætla að linna hvað það varðar. Tvíburarnir eru hinsvegar pollrólegir og skeytingarlausir hvað prógrammið áhrærir. Einnig virðist furðu sæta að þær báðar, komnar að fótum fram úr elli og hrumleika, skyldu hafa komist inn í þetta stórmerkilega hlaup á eigin forsendum en ekki með sérleyfisbréfum og mútugreiðslum undir borðið. Því til glöggvunar fylgir tafla um tímatakmarkanir sem gilda fyrir 2013, ef einhverjir vilja stefna þangað. Síðan ef það gengur ekki má alltaf athuga með kynskipti. Mér skilst að svoleiðis sé á tilboði núna á hópkaup.is, en hvað veit ég?
Kveðja góð,
SBN- fulltrúi ritara í fjarveru hans.
Boston Marathon Qualifying Standards (effective for 2013 race) | ||
Age | Men | Women |
---|---|---|
18–34 | 3hrs 5min | 3 hrs 35min |
35–39 | 3hrs 10min | 3 hrs 40min |
40–44 | 3hrs 15min | 3 hrs 45min |
45–49 | 3hrs 25min | 3 hrs 55min |
50–54 | 3hrs 30min | 4 hrs 0min |
55–59 | 3hrs 40min | 4 hrs 10min |
60–64 | 3hrs 55min | 4 hrs 25min |
65–69 | 4hrs 10min | 4 hrs 40min |
70–74 | 4hrs 25min | 4 hrs 55min |
75–79 | 4hrs 40min | 5 hrs 10min |
80+ | 4hrs 55min | 5 hrs 25min |
Hádegisæfing 15.1
Að sögn mætti Dagur einn á þessa æfingu. Engin vitni eru samt að æfingunni þannig að um uppspuna gæti eins verið að ræða.
SBN
SBN
Hádegisæfing 14.1
Mættir í eftir Powerade umræðuhlaup (stigalega séð): Johnny, Huld, Dagur, nýliðinn Lilja (úr tekjustýringu) og Sigrún. Eftir ófrægingarherferð Dags gegn hinum meintu "vondu stjúpum" fór hópurinn saman vestureftir. Johnny tók Lilju með sér Suðurgötuhringinn en hin þrjú fóru lengra. Eineltisstefna hópsins var iðkuð á leiðinni og virðist lifa góðu lífi þessa dagana.
Alls um 10k
SBN fulltrúi ritara
Alls um 10k
SBN fulltrúi ritara
föstudagur, janúar 11, 2013
Hádegisæfing 11.1.
Mættir: Ársæll og Þórdís í forstarti.
Almennir: Dagur, Guðni, Huld og Sigrún.
Þau síðarnefndu fóru bæjarhring og þrættu mestalla leiðina um hvort réttlætanlegt væri að skíra kvenmann nafninu Blær. Skiptar skoðanir voru um þetta.
Alls um 7k
Arnar segir að ein kona heiti Blær í þjóðskrá, en hún er fædd 1973. Árnastofnun hafi einnig staðfest að Blær hafi verið notað hér á landi bæði sem karlmanns- og kvenmannsnafn. Í bókinni Nöfn Íslendinga sé af finna nafnið Blær sem kvenmannsnafn. Það séu því sterk rök fyrir því að heimila kvenmannsnafnið Blæ í mannanafnaskrá. Þar að auki sé búið að skíra Blæ þessu nafni og hún hafi borið það í 14 ár.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um eitt mál af þessum toga, en þar var tekist á um bann finnskra stjórnvalda við því að maður fengi að heita nafninu Axl. Maðurinn vann málið.
Arnar er bjartsýnn á að Blær vinni málið. Björk segir að Blær bíði spennt eftir niðurstöðunni. Það sé tímabært að ljúka þessari þrætu.
Til gamans: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/136813/
Og beyginarmyndir orðsins, einnig til gamans:
http://is.wiktionary.org/wiki/bl%C3%A6r
Alltí læ....blesssssssssssss,
SBN
Almennir: Dagur, Guðni, Huld og Sigrún.
Þau síðarnefndu fóru bæjarhring og þrættu mestalla leiðina um hvort réttlætanlegt væri að skíra kvenmann nafninu Blær. Skiptar skoðanir voru um þetta.
Alls um 7k
Ein kona skráð undir nafninu Blær í þjóðskrá
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hjá lögmannsstofunni Lex, fer með þetta mál fyrir hönd Blævar. Fyrirtaka var í málinu í dag. Hann segir krafa sé gerð um að úrskurður mannanafnanefndar verði dæmdur ógildur. Jafnframt er farið fram á að ríkið greiði Blæ miskabætur vegna framgöngu þess í málinu.Arnar segir að ein kona heiti Blær í þjóðskrá, en hún er fædd 1973. Árnastofnun hafi einnig staðfest að Blær hafi verið notað hér á landi bæði sem karlmanns- og kvenmannsnafn. Í bókinni Nöfn Íslendinga sé af finna nafnið Blær sem kvenmannsnafn. Það séu því sterk rök fyrir því að heimila kvenmannsnafnið Blæ í mannanafnaskrá. Þar að auki sé búið að skíra Blæ þessu nafni og hún hafi borið það í 14 ár.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um eitt mál af þessum toga, en þar var tekist á um bann finnskra stjórnvalda við því að maður fengi að heita nafninu Axl. Maðurinn vann málið.
Arnar er bjartsýnn á að Blær vinni málið. Björk segir að Blær bíði spennt eftir niðurstöðunni. Það sé tímabært að ljúka þessari þrætu.
Til gamans: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/136813/
Og beyginarmyndir orðsins, einnig til gamans:
http://is.wiktionary.org/wiki/bl%C3%A6r
Alltí læ....blesssssssssssss,
SBN
miðvikudagur, janúar 09, 2013
Hádegisæfing með Gamle Ole -9.1.
Loksins, loksins....
Feginleikinn var tær og einlægur þegar Síamssystur og GO fóru saman í slagveðrinu lítinn monthring um Öskjuhlíð og rifjuðu upp skemmtileg atvik um menn og málefni. Samdóma álit þremenninganna var að þau þrjú væru þau einu í klúbbnum sem augljóslega þyldu að æfa við þessar aðstæður, þ.e. rok og rigningu og var það sannað með æfingunni.
Kveðja,
SBN
Feginleikinn var tær og einlægur þegar Síamssystur og GO fóru saman í slagveðrinu lítinn monthring um Öskjuhlíð og rifjuðu upp skemmtileg atvik um menn og málefni. Samdóma álit þremenninganna var að þau þrjú væru þau einu í klúbbnum sem augljóslega þyldu að æfa við þessar aðstæður, þ.e. rok og rigningu og var það sannað með æfingunni.
Kveðja,
SBN
mánudagur, janúar 07, 2013
Hádegisæfing 7.1.
Mættir: Johnny, Geiri smart, Day, Ivanhoe og tveir eldri borgarar, sem gangast stundum við nafninu Síams. Einhverjar spurningar vöknuðu um hvort eitthvað maraþonprógramm væri farið í gang. Hvort einhver væri að fara í maraþon, hvar og af hverju. Fjölnir er t.d. byrjaður í sínu prógrammi sem felst í 6*800m spretthvíldum, Johnny er í sínu prógrammi og lætur glys og glaum ekki trufla sig, Síams eru ekki byrjaðar í sínu en eru þó í lengdri og vaxandi hvíld, en það hlýtur að breytast fljótlega. Hópurinn fór þrjár leiðir; Suðurgötu, Hofs og Dagur og Ívar fóru lengingu með 3k tempókafla@4:50. Þá fannst Ívari alveg nóg komið. Þegar komið var að teygjustund kom upp umræða um til hvaða örþrifaráða væri heppilegt að grípa ef manni fyndist sem hlaupaferillinn væri runninn sitt skeið. Sú tillaga sem hvað sterkast kemur til greina er að fara beint á stera, ekki endilega þá sterkustu sem hafa miklar aukaverkanir, heldur hina sem koma manni í fremstu röð. Þess ber þó að gæta í keppnum að koma ekki of snemma í mark, til að forðast óþægindi lyfjaprófs. M.ö.o. það borgar sig að taka stera en það borgar sig ekki að sýna að maður er orðinn einn af þeim bestu, þótt maður sé það. Þetta heilræði geta allir í klúbbnum nýtt sér!
Kveðja,
afleysingaritarinn getulausi, aka SBN.
Kveðja,
afleysingaritarinn getulausi, aka SBN.
föstudagur, janúar 04, 2013
Hádegisæfing fös 4. janúar - Hvar eru Parísarfararnir?
Þrjú holl lögðu af stað í dag á mismunandi tímum. Í fyrsta holli var Ársæll, sem þjófstartaði. Í öðru holli voru 3R, 1/2 Síams (Sigrún) og Sigrún (newbie frá hótelinu). Þær þjófstörtuðu lítillega. Í þriðja holli, og á tíma, voru Dagur, Bretta-Geiri, Gamle Úle (telst orðið nafn með réttu), Oddgeir og Anna Dís. Öll hollin fóru einhverja útgáfu af flugvallarhring.
Sá er þetta ritar getur einungis lýst því sem fram fór í þriðja holli. Bar þar ýmislegt á góma. Skal hér stuttlega sagt frá tveimur umræðuefnunum. Fyrst skal nefna undrun manna á fjarveru Parísarfaranna. Finnst mönnum Parísarfararnir fara kæruleysislega af stað við upphaf æfingaáætlunarinnar. Þá skal og nefna skiptar skoðanir manna í þriðja holli á fyrirætlun þjóðkirkjunnar að safna fé til tækjakaupa á Landspítalanum. Einhver fann þessu allt til foráttu (talaði um skattpeninga sína o.s.frv.) á meðan öðrum fannst þetta bara fínt (að það skipti ekki máli hvaðan gott kemur jafnvel þó um skattpeninga Dags sé að ræða).
Sá er þetta ritar getur einungis lýst því sem fram fór í þriðja holli. Bar þar ýmislegt á góma. Skal hér stuttlega sagt frá tveimur umræðuefnunum. Fyrst skal nefna undrun manna á fjarveru Parísarfaranna. Finnst mönnum Parísarfararnir fara kæruleysislega af stað við upphaf æfingaáætlunarinnar. Þá skal og nefna skiptar skoðanir manna í þriðja holli á fyrirætlun þjóðkirkjunnar að safna fé til tækjakaupa á Landspítalanum. Einhver fann þessu allt til foráttu (talaði um skattpeninga sína o.s.frv.) á meðan öðrum fannst þetta bara fínt (að það skipti ekki máli hvaðan gott kemur jafnvel þó um skattpeninga Dags sé að ræða).
miðvikudagur, janúar 02, 2013
Hádegisæfing 2. janúar - Fyrsti í hlaupi
Mætt á fyrstu æfingu skokkklúbbsins í dag eftir algleymi jóla og áramóta voru: 3R, Alsæll, Brekku Jón, Huld, Oddgeir og Dagur.
Færi var frekar erfitt, hörkuhálka og læti. Reyndar sást Dagur hvergi þegar hópurinn hafði hlaupið skamma stund. Hvar var Dagur? Laumaðist hann kannski inn á brettið góða í spa-inu þegar hann áttaði sig á erfiðu færi?
Stysta útgáfa flugvallarhringsins tekin í dag enda engin ástæða til fara of geyst af stað á nýju ári (7k).
Þegar hópurinn var að teygja að loknu hlaupi birtist Dagur allt í einu. Sagðist hann hafa hlaupið "hringinn" um Hofsvallagötu, hann hefði misst af hópnum þar sem Gipsið hans fann ekki tungl.
Færi var frekar erfitt, hörkuhálka og læti. Reyndar sást Dagur hvergi þegar hópurinn hafði hlaupið skamma stund. Hvar var Dagur? Laumaðist hann kannski inn á brettið góða í spa-inu þegar hann áttaði sig á erfiðu færi?
Stysta útgáfa flugvallarhringsins tekin í dag enda engin ástæða til fara of geyst af stað á nýju ári (7k).
Þegar hópurinn var að teygja að loknu hlaupi birtist Dagur allt í einu. Sagðist hann hafa hlaupið "hringinn" um Hofsvallagötu, hann hefði misst af hópnum þar sem Gipsið hans fann ekki tungl.
þriðjudagur, janúar 01, 2013
Gamlárshlaup ÍR
Eftirtaldir hlupu undir merkjum skokkklúbbsins í Gamlárshlaupi ÍR á síðasta degi ársins:
42:10 Oddgeir Arnarson
50:14 Sigrún Birna Norðfjörð
51:01 Rúna Rut Ragnarsdóttir (3R)
53:39 Huld Konránsdóttir (hljóp til góðs með ungum syni sínum)
Áramótakveðja,
Stjórn skokkklúbbsins
42:10 Oddgeir Arnarson
50:14 Sigrún Birna Norðfjörð
51:01 Rúna Rut Ragnarsdóttir (3R)
53:39 Huld Konránsdóttir (hljóp til góðs með ungum syni sínum)
Áramótakveðja,
Stjórn skokkklúbbsins
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)