Mættir í tempóæfingu í dag voru forsetinn, Dagur og Oddgeir. Þórdís lagði af stað á undan. Tempóæfingin var 20 mín. upphitun, 3 x 5 mín. sprettir með 1 mín. rólegu skokki á milli, og svo 20 mín. niðurskokk. Endaði í 10 km.
Fréttst hefur að kargódrengirnir hyggist taka lokaða séræfingu eftir vinnu í dag þar sem hraðinn á þessari æfingu var helst til mikill fyrir þá.
fimmtudagur, febrúar 27, 2014
mánudagur, febrúar 17, 2014
Mánudagur 17. feb - Tú tæms túdei
Það var verulega fátt um fína drætti í mætingunni í dag. Undirritaður mætti galvaskur í þeirri von að þar biðu spegilegir karlar og konur, æst í að hlaupa í góða veðrinu. Svo reyndist ekki vera. Undirritaður hélt því áfram með fyrstu löngu æfinguna sína í undirbúningi fyrir Lifrarpollsmaraþonið í vor.
Alls tú tæms.
Alls tú tæms.
föstudagur, febrúar 14, 2014
Föstudagur 14. feb - Reiv í tólin
Óli og Oddgeir sáu um að fylgja Ingu Cargó um miðbæ Reykjavíkur í hádegishlaupinu. Komið við á Sónar-hátíðinni í Hörpu og smá "reiv" tekið með tilheyrandi hliðarskrikkjum. Planki á plani í lokin.
Alls 8 km.
Alls 8 km.
þriðjudagur, febrúar 11, 2014
Þriðjudagur 11. feb - Brekkusprettirnir að hefjast
Sjö fagrir skjónar mættu í dag til sprettæfinga í kirkjugarðinum: Þórólfur, Jói yngri, Sigurgeir CK, Úle, Ívar, Dagur og Oddgeir.
Fyrsti í brekkusprettum fyrir komandi maraþon í vor, alls 6 stk, þó með mismunandi útfærslum og stíl.
Tæplega 9 km hjá flestum.
Fyrsti í brekkusprettum fyrir komandi maraþon í vor, alls 6 stk, þó með mismunandi útfærslum og stíl.
Tæplega 9 km hjá flestum.
mánudagur, febrúar 10, 2014
Mánudagur 10. feb - Hvar eru allir???
Það var einungis einn hlaupari sem treysti sér út í veðrið í dag, ritari stjórnar.
Langur flugvallarhringur, 10 km.
Langur flugvallarhringur, 10 km.
föstudagur, febrúar 07, 2014
Föstudagur 7. feb - Hjónakorn, kóngur og drottning
Í dag mættu hjónakornin Sigrún og Oddgeir ásamt konungi og drottningu Cargósins, þeim Fjölni og Ingu.
Bæjarrúntur í blíðu veðri. Ýmislegt skrafað.
Rúmlega 8 km.
Bæjarrúntur í blíðu veðri. Ýmislegt skrafað.
Rúmlega 8 km.
fimmtudagur, febrúar 06, 2014
Úrslit ASCA úrtökumótsins
ASCA úrtökumótið fór fram við kjöraðstæður seinnipartinn í dag. Margt var um gæðahlaupara. Þarna sást meðal annars til Ólympíufara, svo eitthvað sé nefnt.
Alls mættu 8 keppendur til leiks, 6 karlar og 2 konur, auk þriðja kvenkyns keppandans sem tókst ekki að nálgast hlaupabúnað sinn í höfuðstöðvunum í tæka tíð þar sem einhver óprúttinn aðili hafði læst hann inni í þar til gerðu herbergi/geymslu.
2 km upphitun var frá höfuðstöðvum að rásmarki. Ræst við Þyrluþjónustuna og hlaupið að mótum Ægisíðu og Hofsvallagötu. Þar var snúið við og sama leið hlaupin til baka. Þetta dugði konunum en karlarnir urðu síðan að snúa við hjá Þyrluþjónustunni og hlaupa að Dælustöðinni og til baka. 5,7 km hjá konum og 6,8 km hjá körlum.
Tímavarsla og dómgæsla var í öruggum og fumlausum höndum Sveinbjörns og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Úrslitin fara hér að neðan ásamt mynd af hópnum áður en lagt var af stað frá höfuðstöðvunum:
Konur - 5,7 km:
Björg 25:45
Gísla 29:48
Karlar - 6,8 km:
Kári Steinn 22:14
Viktor 26:50
Oddgeir 26:54
Brynjólfur 28:00
Ívar 29:26
Óli 29:38
Alls mættu 8 keppendur til leiks, 6 karlar og 2 konur, auk þriðja kvenkyns keppandans sem tókst ekki að nálgast hlaupabúnað sinn í höfuðstöðvunum í tæka tíð þar sem einhver óprúttinn aðili hafði læst hann inni í þar til gerðu herbergi/geymslu.
2 km upphitun var frá höfuðstöðvum að rásmarki. Ræst við Þyrluþjónustuna og hlaupið að mótum Ægisíðu og Hofsvallagötu. Þar var snúið við og sama leið hlaupin til baka. Þetta dugði konunum en karlarnir urðu síðan að snúa við hjá Þyrluþjónustunni og hlaupa að Dælustöðinni og til baka. 5,7 km hjá konum og 6,8 km hjá körlum.
Tímavarsla og dómgæsla var í öruggum og fumlausum höndum Sveinbjörns og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Úrslitin fara hér að neðan ásamt mynd af hópnum áður en lagt var af stað frá höfuðstöðvunum:
Konur - 5,7 km:
Björg 25:45
Gísla 29:48
Karlar - 6,8 km:
Kári Steinn 22:14
Viktor 26:50
Oddgeir 26:54
Brynjólfur 28:00
Ívar 29:26
Óli 29:38
Oddgeir, Kári Steinn, Ívar, Óli, Gísla, Björg, Viktor og Brynjólfur (Mynd: Anna Dís) |
miðvikudagur, febrúar 05, 2014
Minnum á ASCA úrtökumótið - Skemmtileg ferð til London í boði
Minnum á ASCA úrtökumótið - Skemmtileg ferð til London í boði. Sjá nánar í tölvupósti sem félagsmenn fengu sendann í dag, miðvikudag.
Æ læk it. Æ læk it a loh.
Æ læk it. Æ læk it a loh.
Miðvikudagur 5. feb - Aðstæður kannaðar að nýju
Ágæt mæting í dag. Ársæll var undanfari. Á eftir honum komu Huld, Dagur, Fjölnir, Úle og Oddgeir. Rangsælis flugvallahringur um Hofsvallagötu.
Hlaupastígarnir við sjóinn líta mun betur út í dag en í gær og ekkert því til fyrirstöðu að halda úrtökumótið á morgun.
Rúmlega 8 km.
Hlaupastígarnir við sjóinn líta mun betur út í dag en í gær og ekkert því til fyrirstöðu að halda úrtökumótið á morgun.
Rúmlega 8 km.
þriðjudagur, febrúar 04, 2014
Þriðjudagur 4. feb - Aðstæður kannaðar
Fjölnir og Oddgeir mættu í dag til að kanna brautaraðstæður fyrir komandi úrtökumót nk. fimmtudag. Ívar og Þórólfur fóru fyrr og á guðs vegum.
Öskjuhlíðaskógur er át (out) og hlaupastígarnir við sjóinn líta svona og svona út. Vonandi ná hlýjindi og væta næstu tvo daga að laga ástand hlaupastíganna enn frekar.
Alls 9 km.
Öskjuhlíðaskógur er át (out) og hlaupastígarnir við sjóinn líta svona og svona út. Vonandi ná hlýjindi og væta næstu tvo daga að laga ástand hlaupastíganna enn frekar.
Alls 9 km.
mánudagur, febrúar 03, 2014
Hálka...
Mættir: Sigurgeir, Ívar, Óli og Inga.
Fórum í Fossvoginn í frekar leiðinlegri færð, hálku!
Ræddum aðeins mætingu síðustu vikur og þá kom í ljóst að Inga er búin að mæta í nokkur skipti en þá er bara aldrei bloggað...einmitt!
Á morgun verður gæðaæfing fyrir þá sem hafa gaman af því...
Kv. Sigurgeir
Fórum í Fossvoginn í frekar leiðinlegri færð, hálku!
Ræddum aðeins mætingu síðustu vikur og þá kom í ljóst að Inga er búin að mæta í nokkur skipti en þá er bara aldrei bloggað...einmitt!
Á morgun verður gæðaæfing fyrir þá sem hafa gaman af því...
Kv. Sigurgeir
föstudagur, janúar 31, 2014
Föstudagur 31. jan - Að sinna erindum í bæjarrúnti
Félagarnir Ívar, Dagur og Oddgeir sáu um hlaupin í dag á meðan Sveinbjörn og Jói sáu um aðra hreyfingu.
Einn hlauparanna átti brýnt erindi í Tryggingastofnun og var því ákveðið að stilla bæjarrúntinn af í samræmi við það. Þar komu menn hins vegar að lokuðum dyrum rétt fyrir hálf eitt. Í ljós kom að afgreiðslan er opin á föstudögum frá 10 til hvorki meira né minna en 12. Þeim er átti erindið tókst hins vegar að ljúka sér af þar sem hægt var að koma bréfi því er hann hafði meðferðis í þar til gerða lúgu. Við það hélt hópurinn sína leið, glaður í bragði.
Bæjarrúnturinn endaði síðan í tæplega 8 km.
Einn hlauparanna átti brýnt erindi í Tryggingastofnun og var því ákveðið að stilla bæjarrúntinn af í samræmi við það. Þar komu menn hins vegar að lokuðum dyrum rétt fyrir hálf eitt. Í ljós kom að afgreiðslan er opin á föstudögum frá 10 til hvorki meira né minna en 12. Þeim er átti erindið tókst hins vegar að ljúka sér af þar sem hægt var að koma bréfi því er hann hafði meðferðis í þar til gerða lúgu. Við það hélt hópurinn sína leið, glaður í bragði.
Bæjarrúnturinn endaði síðan í tæplega 8 km.
fimmtudagur, janúar 30, 2014
Fimmtudagur 30. jan - Góðverk dagsins
Mætt í dag voru Úle, Dagur, Oddgeir og Síamssystur. Cargobræður komust ekki þar sem þeir eru enn að jafna sig eftir átök þriðjudagsæfingarinnar (að sögn kunnugra).
Rangsælis hringur um flugvöllinn. Á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar skildu leiðir. Síams fóru Hofsvallagötu en drengirnir héldu áfram, annars vegar niður Kaplaskjólsveg og hins vegar niður Meistaravelli. Það runnu tvær grímur á Dag (setti upp kindarlegan svip) þarna á horninu þegar hann áttaði sig á því að hann ætti að fara tempó með drengjunum en ekki rólegt með stelpunum. "Ég hafði hugsað mér að fara með stelpunum" sagði hann þá.
Drengirnir náðu Síams rétt eftir Dælustöðina. Verður ekki látið upp hér hvað þær voru að gera þegar þeir komu að þeim!
Dagur hafði enn tíma til að vinna góðverk og það tókst. Fyrrum ráðherra var á hlaupum við Þyrluþjónustuna. Degi fannst hann fara fullt hægt yfir og linnti ekki látum fyrr en honum hafði tekist að fá hann til að auka hraðann og halda honum að Kafara. Að vísu var fyrrum ráðherra þá kominn í mikla andnauð, en Degi var alveg sama. Hann hafði náð sínu fram og var bara býsna ánægður með þetta allt saman.
Alls 8-9 km.
Rangsælis hringur um flugvöllinn. Á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar skildu leiðir. Síams fóru Hofsvallagötu en drengirnir héldu áfram, annars vegar niður Kaplaskjólsveg og hins vegar niður Meistaravelli. Það runnu tvær grímur á Dag (setti upp kindarlegan svip) þarna á horninu þegar hann áttaði sig á því að hann ætti að fara tempó með drengjunum en ekki rólegt með stelpunum. "Ég hafði hugsað mér að fara með stelpunum" sagði hann þá.
Drengirnir náðu Síams rétt eftir Dælustöðina. Verður ekki látið upp hér hvað þær voru að gera þegar þeir komu að þeim!
Dagur hafði enn tíma til að vinna góðverk og það tókst. Fyrrum ráðherra var á hlaupum við Þyrluþjónustuna. Degi fannst hann fara fullt hægt yfir og linnti ekki látum fyrr en honum hafði tekist að fá hann til að auka hraðann og halda honum að Kafara. Að vísu var fyrrum ráðherra þá kominn í mikla andnauð, en Degi var alveg sama. Hann hafði náð sínu fram og var bara býsna ánægður með þetta allt saman.
Alls 8-9 km.
föstudagur, janúar 24, 2014
Föstudagur 24. jan - Bannað að skilja eftir
Síamssystur heiðruðu samkomuna í dag ásamt Úle og Oddgeiri.
Fóru bæjarrúnt, enda föstudagur. Síamssystur kvörtuðu sáran undan því að vera skildar eftir á hlaupum. Það má ekki gerast og hlýddu Úle og Oddgeir skilyrðistlaust, enda þægir drengir.
Rúmlega 7 km
Fóru bæjarrúnt, enda föstudagur. Síamssystur kvörtuðu sáran undan því að vera skildar eftir á hlaupum. Það má ekki gerast og hlýddu Úle og Oddgeir skilyrðistlaust, enda þægir drengir.
Rúmlega 7 km
fimmtudagur, janúar 23, 2014
Fimmtudagur 22. jan - Fimm á tempói
Gæðaæfing í dag með þeim Þórólfi, Degi, Ívari, Úle og Oddgeiri.
Flugvallarhringur um Kaplaskjól (hjá sumum) og Meistaravelli (hjá hinum) með sambærilegum sprettköflum og verið hafa á boðstólum upp á síðkastið.
Alls frá 10,5 km til 11,0 km.
Flugvallarhringur um Kaplaskjól (hjá sumum) og Meistaravelli (hjá hinum) með sambærilegum sprettköflum og verið hafa á boðstólum upp á síðkastið.
Alls frá 10,5 km til 11,0 km.
miðvikudagur, janúar 22, 2014
Miðvikudagur 22. jan - Tveir spaðar
Tveir spaðar hlupu í dag, Dagur og Oddgeir. Hlupu stuttan flugvallarhring, um Suðurgötu, kátir og sprækir.
Alls 7 km + planki.
Jói var svo sjóðheitur á kantinum.
Alls 7 km + planki.
Jói var svo sjóðheitur á kantinum.
þriðjudagur, janúar 21, 2014
Þriðjudagur 21. jan - Æfing til heiðurs Alice Cooper
Þessi mættu í dag: Þórólfur, Fjölnismaður, Dagur, Ívar, Oddgeir og Katrín Edda.
Katrín Edda snéri á strákana og fór snemma af stað, var að ljúka sinni æfingu þegar þeir voru að gera sig klára. Strákarnir vissu að í dag væri þriðjudagur og að á þriðjudögum er ætlast til þess að menn hafi einhver gæði í æfingunum. Dagur var alveg með á hreinu hvað yrði á dagskránni; Cooper-testið! Það felur í sér 12 mínútna "all in" sprett sem síðan er endurtekinn að einhverjum tíma liðnum og framfarir (eða afturfarir) þannig mældar. Hefðbundinn rangsælis hringur um flugvöllinn um Hofsvallagötu. Cooper-testið hófst svo á mótum Hofsvallagötu og Ægisíðu og lauk meira og minna hjá mönnum við Þyrluþjónustuna, sem er vestan við braut 01. Verður að segjast eins og er að menn voru bara býsna sprækir!
Til stendur að halda Cooper-testið mánaðarlega fram á vor til að mæla árangur manna og kvenna, m.a. þeirra sem ætla sér í maraþon á næstunni.
Alls rúmlega 8 km.
Katrín Edda snéri á strákana og fór snemma af stað, var að ljúka sinni æfingu þegar þeir voru að gera sig klára. Strákarnir vissu að í dag væri þriðjudagur og að á þriðjudögum er ætlast til þess að menn hafi einhver gæði í æfingunum. Dagur var alveg með á hreinu hvað yrði á dagskránni; Cooper-testið! Það felur í sér 12 mínútna "all in" sprett sem síðan er endurtekinn að einhverjum tíma liðnum og framfarir (eða afturfarir) þannig mældar. Hefðbundinn rangsælis hringur um flugvöllinn um Hofsvallagötu. Cooper-testið hófst svo á mótum Hofsvallagötu og Ægisíðu og lauk meira og minna hjá mönnum við Þyrluþjónustuna, sem er vestan við braut 01. Verður að segjast eins og er að menn voru bara býsna sprækir!
Til stendur að halda Cooper-testið mánaðarlega fram á vor til að mæla árangur manna og kvenna, m.a. þeirra sem ætla sér í maraþon á næstunni.
Alls rúmlega 8 km.
mánudagur, janúar 20, 2014
Mánudagur 20. jan - 5+1
Ágæt mæting í dag, 5+1: Dagur, 1/2 Cargo kóngur, Úle, Ívar, Oddgeir og Huld.
Mismikill metnaður í dag, sumir fóru langt, aðrir styttra, sem er bara í fínu lagi. Sumir hlutu drjúgan spöl um helgina.
Þeir sem lengst fóru náðu góðum 9 km.
Mismikill metnaður í dag, sumir fóru langt, aðrir styttra, sem er bara í fínu lagi. Sumir hlutu drjúgan spöl um helgina.
Þeir sem lengst fóru náðu góðum 9 km.
laugardagur, janúar 18, 2014
Föstudagur 17. jan - Vörutalning og árshlutauppgjör
Bæjarrúntur, þar sem Síamssystur, önnur Cargo systra, forsetinn og Oddgeir mættu.
Frábært veður, hlýtt og rjómalogn. Það varð tilefni til bölsýni af hálfu Cargo systur, sem óttast að okkur verði refsað í sumar með leiðinlegru veðri vegna þess góða veðurs er nú ríkir.
Í höfuðstað tóku hin Cargo systirin og JB Run á móti hópnum. Vambirnar voru vel útkýldar og þeir í óðaönn að stanga úr tönnunum. Er gengið var á þá af hverju þeir kysu frekar óhollustu í stað hreyfingar brugðu þeir fyrir sig bókhaldstungumáli, að þeirra hefði verið þörf í mötuneytinu vegna vörutalningar á frönsku kartöflunum og árshlutauppgjöri þar að lútandi.
Alls 8,5 km.
Frábært veður, hlýtt og rjómalogn. Það varð tilefni til bölsýni af hálfu Cargo systur, sem óttast að okkur verði refsað í sumar með leiðinlegru veðri vegna þess góða veðurs er nú ríkir.
Í höfuðstað tóku hin Cargo systirin og JB Run á móti hópnum. Vambirnar voru vel útkýldar og þeir í óðaönn að stanga úr tönnunum. Er gengið var á þá af hverju þeir kysu frekar óhollustu í stað hreyfingar brugðu þeir fyrir sig bókhaldstungumáli, að þeirra hefði verið þörf í mötuneytinu vegna vörutalningar á frönsku kartöflunum og árshlutauppgjöri þar að lútandi.
Alls 8,5 km.
fimmtudagur, janúar 16, 2014
Fimmtudagur 16. jan - Gæði, gæði, hraði
Orðið yfir æfingu dagsins er gæði, a.m.k. fyrir suma. Til æfingar mættu Þórólfur, Dagur og Oddgeir. Sami hringur og á þriðjudaginn, með sömu sprettútúrdúrunum, en á miklu meiri hraða.
Alls 10 km.
Alls 10 km.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)