fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Hádegi 28. ágúst 2008

Eftir að hafa tekið 4k tempó í gær var farið í brúarhlaup í dag. 3 brýr og ein undirgöng, nánar tiltekið. Sumum fanst hratt farið, en þeir hinir sömu eru líklega enn þreyttir eftir helgina. Þjálfarinn sagði amk að þetta væri hægt. Samtals 9,7

Mættir voru harðkjarnahálfmaraþonhlaupararinir Huld, Hössi, Óli og Guðni og svo Dagur.

GI

mánudagur, ágúst 25, 2008

Hádegisæfing 25. ágúst

Í dag voru mættir: Guðni, Dagur, 'Oli, Jens, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar í baðklefa og hafði hún verið á æfingu.
Fórum öfuga Hofsvallagötu og þótti aðalritara nokkuð rösklega farið miðað við allt. Þjálfarinn var á öðru máli og sagði að nú tækju við ný markmið og tempóið keyrt upp á ný. Allright! Menn eru náttúrulega ekkert þreyttir eftir að hafa sett sér hjárænuleg markmið sem enginn vandi var að ná. Það er augljóst. Annars var veður heldur hryssingslegt þótt hlýtt væri. Gerð var hávísindaleg könnun á æfingunni varðandi orkugel og má lesa nánar um hana hér.


Alls 8,6K

Kv. Sigrún

Reykjavíkurmaraþon - Góð þátttaka




Í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina var góð þátttaka og lágu skokkklúbbsmeðlimir ekki á liði sínu í þeim efnum. Nokkrir voru að taka þátt í fyrsta sinn en aðrir hafa keppt ár eftir ár. Veður var milt og gott með smá golu á köflum sem skóp nánast kjöraðstæður fyrir hlauparana. Hér getur að líta nokkra af tímum þátttakenda:

(Fyrri tími er byssutími en seinni er flögutími)
Maraþon 42,2 km

46 3:21:40 ( / /3:21:20) Klemens Sæmundsson

170 3:55:47 ( / /3:55:27) Árni Már Sturluson

171 3:55:50 ( / /3:54:04) Arnar Benjamín Ingólfsson


Hálft maraþon 21,1 km
43 1:31:09 (1:31:03) Baldur Úlfar Haraldsson
45 1:31:24 (1:31:13) Guðni Ingólfsson
92 1:36:16 (1:36:05) Huld Konráðsdóttir
134 1:38:51 (1:38:07) Ólafur Briem
246 1:48:05 (1:46:29) Tómas Ingason
326 1:49:22 (1:48:47) Sigrún Birna Norðfjörð
372 1:51:07 (1:50:38) Björgvin Harri Bjarnason

10 km
26 39:42 ( 39:36) Dagur Björn Egonsson
73 43:28 ( 43:13) Oddgeir Arnarson
100 44:50 ( 44:28) Sigurgeir Már Halldórsson
281 49:06 ( 48:47) Jens Bjarnason
379 50:31 ( 49:34) Bryndís Magnúsdóttir
108 56:29 ( 55:20) Björg Stefanía Sigurgeirsdóttir
825 57:26 ( 56:33) Ársæll Harðarson
1242 58:48 ( 57:21) Ágústa Valdís Sverrisdóttir
467 1:01:23 ( 58:51) Sigríður Björnsdóttir
487 1:01:38 ( 59:07) Hekla Aðalsteinsdóttir
1950 1:05:39 (1:04:08) Sigurborg Ýr Óladóttir



Margir fleiri hlupu og má endilega koma þeim nöfnum á framfæri við undirritaða.
Sjáumst á æfingu.


Kveðja,
Sigrún
Úrslit í RM

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Hádegisæfing 20. ágúst

Já fínt, já sæll... 3 dagar í þonið og í dag mættu: Ágústa (er að læra nöfnin ennþá), nýr strákur (?), gamall strákur (þýzki djöfullinn sem er danskur), Odd-man, B. Bjútí, Sigurgeir sjaldséði og Sigrún taugabúnt. Farið var á rólegu tempói ca. 5-6K, eftir smekk og bækur bornar saman um hvað væri best að eta og drekka fyrir hlaup. Mismunandi var eftir árgerðum hvað hentar hverjum en meðal tilmæla var:
Borða hollt
Drekka nóg (þó ekki klst. fyrir keppni)
Hvíla sig

Þetta eru klassísku ráðin. Hinsvegar er það ljóst að þó svo að menn séu bræður á æfingu er enginn annars bróðir í leik og viðbúið að eftir laugardaginn líti dagsins ljós a.m.k. einn nýr yfirstrumpur en spyrjum þó að leikslokum með það.

Yfir og út.
Sigrún

P.S. Bjöggi-hættu að hvíla þína tösku.

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Hádegisæfing 19. ágúst

Mæting: Guðni, Oddgeir, Sigurgeir, Óli, Anna Dís, Bryndís, Björgvin, Kalli og Sveinbjörn. Vona að ég sé ekki að gleyma neinum. Kalli og Sveinbjörn fór á "séræfingu" á meðan aðrir fóru Suðurgötuna rólega. Mikið var rætt um hvaða markmið allir eru með fyrir Rvk. maraþon og voru allir sammála um að gera sitt allra besta og aðeins betur en það ;o)

Kv. Sigurgeir

Upplýsingar vegna Reykjavíkurmaraþons


Vinsamlegast nálgist keppnisgögn vegna þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni í Laugadalshöllinni föstudaginn 22. ágúst milli níu árdegis og níu um kvöldið. Þátttökugögn innihalda meðal annars þátttökunúmer, flögu í skóginn og bol, ásamt boði í pastaveislu á vegum Barilla. Pastapartýið stendur frá 16.00-21.00 og til að fá aðgang þarf að framvísa keppnisnúmeri. Á keppnisdag bíður ÍTR öllum þátttakendum í sund í sundlaugum Reykjavíkur sem og daginn eftir. Aðgöngumiði í sund fylgir keppnisgögnum.
Þökk fyrir þátttökuna og gangi ykkur vel !

mánudagur, ágúst 18, 2008

Hádegisæfing


Mættir í dag á síðustu gæðaæfingu fyrir RM (þeir sem þorðu): Höskuldur, Guðni, Dagur, Bjútíið, Oddgeir, Óli og Sigrún. Óljóst var í upphafi hvað ætti að gera og ólíkt þjálfara hópsins að leita álits félagsmanna en það stafar eflaust af því að Sigurgeir nokkur Már hafði Ólympíuhlaup í hyggju en var svo hvergi nærri þegar hlaupa átti. Var því ákveðið að hita upp eftir ströndinni í vestur og taka 4*400m spretti þar sem síðasti yrði á "all-out" tempói. Gekk þetta eftir og voru sumir frekar hraðir. Síðan var tekið þétt tempó heim að hóteli og gerðar málamyndateygjur. Eftir þessa æfingu er það ljóst að nauðsynlegt er að koma upp sjúkratjaldi við Ægisíðu þar sem er að finna "First Aid Kit" með lágmarksbúnaði, s.s. astmatæki, Ibufen, hulsu, bjór, magabelti og startköplum. Ef slíkur búnaður væri fyrirliggjandi ættu sumir félagsmenn greiðara aðgengi að seinni hluta æfingarinnar og myndu klára "bjútífúllí".


Alls 9,3K

Kv. Sigrún

föstudagur, ágúst 15, 2008

Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst-skráning

Ágætu hlauparar.
Senn rennur út skráningarfresturinn fyrir hlaupið. Skráið ykkur tímanlega.
Með kveðju,
stjórn FI-SKOKK

Smelltu hér til að skrá þig:

Freaky Friday

Góð mæting í dag: Dagur, Oddgeir, Bjöggi, Ársæll, Hannes (special appearance), Sigurborg, Sveinbjörn og Sigrún. Stalla Sigurborgar, Ásdís, ætlaði að hlaupa en gerð var krafa um að hún færi buxnalaus sem henni hugnaðist ekki (skil ekkert í því), og féll því hennar þátttaka niður að sinni.
Oddgeir og Dagur fóru Hofsvallagötu á skriði, Sigrún og Bjöggi fóru Suðurgötuna á jöfnu "hjónatempói", Sveinbjörn var í 500m sprettum en restin fór flugvallarhringinn, með smá tvisti. Sérstaka athygli vakti búnaður Sveinbjörns, en hann bar sérstaka"hulsu" á fæti og velta menn því fyrir sér hvort hún sé notuð í vafasömum tilgangi. Einnig er ábending frá þjálfara um að félagar taki sig nú taki og "hristi" vitleysuna úr hausnum á sér fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Hvernig menn gera það er þó þeirra einkamál, aðalatriðið er að losna við innri röddina sem heldur aftur af árangri.
Capice? (Italian for "do you understand"?)

Helgarstuðkveðja,
Sigrún

Málfarshornið


Komið hefur að máli við mig ungur maður, danskættaður dreifbýlingur með fyrirspurn um titil miðvikudagsæfinganna. Ákveðið hefur verið að þær æfingar verði framvegis nefndar "No whining Wednesday" sökum mikils kvarts og kveins í félagsmönnum, en á þeim æfingum er gersamlega tekið fyrir allt slíkt. Aðeins er leyfilegt að mæta, hlýða og framkvæma. Jafnvel brosa, ef svo ber undir. Til að fyrirbyggja misskilning er notuð -ing ending sagnarinnar "to whine" í stað "No whine Wednesday" því í framburði þess síðarnefnda gæti fólk haldið að um væri að ræða "No wine Wednesday", en svo er ekki.

Þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir.
Málfarsráðunautur FI-SKOKK



fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Hádegisæfing 14. ágúst

Mæting : Ólafur, Dagur, Sveinbjörn, Laufey og Huld

Lagt af stað í rólegu tempói niður að tjörn. Þar skiptist hópurinn, Sveinbjörn og Laufey tóku nokkra hringi kringum tjörnina á meðan restin fór öfugan bæjarrúnt. Lentum í úrhellisrigningu.
Gaman að fá kvennfólk í hópinn eftir hrútaæfinguna í gær.

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Hádegisæfing 13. ágúst

Mæting: Guðnir, Óli, Dagur, Sigurgeir, Ársæll, Hössi. Einnig sást Andrés á hlaupum, vitu ekki hvert hann fór. Ársæll fór flugvallahringinn með stæl, ætluðum að ná honum en sáum hann aldrei. Restin af hópnum fór Kaplaskjólið, hálf naktir að sjálfsögðu. Í dag tók formlega gildi æfingaform sem verður framvegis á miðvikudögum og það er kallað "No whining Wednesday". Þá ákveður þjálfarinn hvernig æfing verður og það eina sem má spurja er hversu langt og hversu hratt eigum við að hlaupa! Það má ekki heyrast orð eins og erfitt, úff eða í þá áttina. Í dag var boðið upp á tempó-hlaup frá Suðurgötunni í gegnum Kaplaskjólið að kafarahúsinu. Þegar komið var að dælustöðinni áttu allir að gefa allt sem þeir áttu eftir að kafaranum. Niðurstaðan var frábær æfing ;o)

Ég vil benda kvenfólki FISKOKK á að það er að verða síðasti séns að sjá okkur folana hálf nakta á hlaupum áður en sumarblíðan verður á enda, lofa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum enda allir tanaðir í drasl.

Sigurgeir

Hádegisæfing - 12. ágúst

Mæting : Guðni, Sveinbjörn, Ársæll, Ágústa Valdís, Sigurborg og Dagur

Á dagskránni voru sprettir kringum tjörnina. 3-5 x 1/2 Jónas sem allir kláruðu með glæsibrag og hlutu aðdáunarandvörp gangandi vegfarendi að launum.
Brakandi blíða og léttur andvari. Á morgun miðvikudag "No Whine Wednesday".

Dagur

mánudagur, ágúst 11, 2008

Hádegisæfing 11. ágúst

Mæting: Sigurgeir, Guðni, Björgvin, Sveinbjörn, Kalli, Ársæll, Óli og Dagur. Þegar við vorum að mæta sáum við Bryndísi sem var búin með æfingu dagsins.
Hópurinn skiptist í þrennt: Sveinbjörn, Kalli og Ársæll fóru flugvallahringinn - Sigurgeir, Guðni og Björgvin fóru Hofsvallagötu - Dagur og Óli fóru Kaplaskjólið. Það var brakandi blíða og mátti sjá marga úr hópnum í dag hálf nakta á hlaupum...sex appeal-ið lak af okkur ;o) Á leiðinni varð hópurinn sem fór Hofsvallagötu var við furðulegt par sem faldi sig bakvið vegg á Ægisíðunni, þegar betur var að gáð reyndist þetta vera ritari FISKOKK og eiginmaður hennar! Þau hafa sjálfsagt verið að halda upp á daginn.

Kæri ritari FISKOKK...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ;o)

Sigurgeir

föstudagur, ágúst 08, 2008

Hádegisæfing 8. ágúst

Mæting: Sigurgeir, Dagur, Björgvin, Sveinbjörn, Óli og Bryndís.
Það er föstudagur og fínt veður = miðbæjarúntur. Sveinbjörn hélt sig við sitt prógram.
Þeir sem hafa mætt á föstudögum í góðu veðri þekkja leiðina og því óþarfi að telja hana upp. Að sjálfsögðu voru Ólympíuleikarnir ræddir og erum við núna formlega hætt að æfa fyrir Ólympíuleikana. Það komu upp hugmyndir um að við myndum reyna við tímana í 10 km daginn eftir að þeir fara fram á Ólympíuleikunum eða hlaupum jafn lengi og besti tíminn verður og sjáum hvað við náum langt, útfærum þetta betur í næstu viku. 10 km kvenna fer fram fös. 15. ágúst og karla sun. 17. ágúst, þannig að það er við hæfi að við tökum okkar hlaup mánudaginn 18. ágúst ;o)
Annars bara nokkuð gott hlaup í dag, ca. 8 km.

Sigurgeir

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Hádegisæfing 6. ágúst

Mæting: Dagur, Bjöggi, Óli, Sigurgeir, Sveinbjörn, Kalli (nýr) og tvær stúlkur sem ég veit ekki hvað heita.
Sveinbjörn fór á séræfingu og stúlkurnar ónefndu fóru að ég held skógræktarhringinn.
Restinn hitaði upp í ca. 2 km í átt að Fossvogsdalnum. Þá tóku við 4 x 800 m sprettir þar sem þjálfarinn fór fram á að allir væru undir 3:45. Það tókst flestum ef ekki öllum að vera undir þessum tíma og gott betur. Sumir voru undir 3:00 og aðrir rétt fyrir ofan. Á heimleið var smá óvæntur glaðningur og var þá ASCA brekkan tekin frá upphafi til enda en ekki hraðar en síðast maður sem var nú samt nokkuð hratt. Að lokum var haldið heim á leið á rólegu tempó.
Atvik dagsins er án efa þegar nýliðinn Kalli fór beint í sturtuna sem er merkt þjálfaranum og engin hefur þorað að nota ekki einu sinni þó þjálfarinn er ekki á æfingu!

Sigurgeir

föstudagur, ágúst 01, 2008

Hádegi 31. júlí 2008

Fimm hlauparar mættir. Ákveðið að skipta frekar eftir aldri heldur en hárlit, þannig að Sveinbjörn og Ársæll (eldri hópurinn) fór sína leið en Björgvin, Óli og Guðni (yngri hópurinn) fór í bæjarferð. Björgvin var útnefndur foringi dagsins (til reynslu).

Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að hádegishlaupahópurinn síðustu vikur er meira og minna kvenmannslaus, þrátt fyrir (eða vegna þess að) karlarnir séu alltaf að verða léttklæddari.

Guðni