Þórólfur, Dagur, Huld, Þórdís, Íben og Oddgeir mættu þennan síðasta dag maí mánaðar í sunnan roki og bílskúr.
Þórólfur, Þórdís og Íben fóru flugvallarhringinn rangsælis um Suðurgötu (ca. 7 km) en Dagur, Huld og Oddgeir fóru alla leið út að Eiðsgranda, beygðu svo inn á Keilugranda, í gegnum Frostaskjólið og þaðan út að Ægisíðu (ca. 10 km).
föstudagur, maí 31, 2013
fimmtudagur, maí 30, 2013
Hádegisæfing 30. maí
Mættir: Dagur, Óli og Sigurgeir.
Undirritaður fór Hofs á meðan Hrútarnir fór 10K.
Kv. Sigurgeir
Undirritaður fór Hofs á meðan Hrútarnir fór 10K.
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, maí 28, 2013
Þriðjudagur 28. maí - Rock on
Mætt í dag voru Sigrún, Oddgeir, Úle, Bjöggi Bronco og Jón 2G.
Annar dagurinn í röð sem Jón 2G mætir. Drengurinn er greinilega að komast í feiknaform þrátt fyrir óheilbrigt líferni um síðustu helgi sem snillingurinn Tom Cruise.
Bjöggi Bronco er líka allur að koma til þó hann þurfi enn sem komið er að styðja sig við hvíldarbekkinn þegar á Ægisíðuna er komið. Fyrir þá sem ekki vita þá á Bjöggi sér fortíð úr solla rokkheimsins. Hyggur hann á endurkomu í þeim efnum því gamla hljómsveitin hans er búin að bóka tónleika á sjómannadaginn. Hljómsveitin sem um ræðir er Austurland að Glettingi og gerði hún það gott á síðasta áratug síðustu aldar. Hér að neðan er hlekkur þar sem heyra má hljóðdæmi af tveim hitturum þeirrar ágætu sveitar. Lögin eru Stúlkan við ströndina og Alein við tvö.
Austurland að Glettingi....Rock on!!!
Annar dagurinn í röð sem Jón 2G mætir. Drengurinn er greinilega að komast í feiknaform þrátt fyrir óheilbrigt líferni um síðustu helgi sem snillingurinn Tom Cruise.
Bjöggi Bronco er líka allur að koma til þó hann þurfi enn sem komið er að styðja sig við hvíldarbekkinn þegar á Ægisíðuna er komið. Fyrir þá sem ekki vita þá á Bjöggi sér fortíð úr solla rokkheimsins. Hyggur hann á endurkomu í þeim efnum því gamla hljómsveitin hans er búin að bóka tónleika á sjómannadaginn. Hljómsveitin sem um ræðir er Austurland að Glettingi og gerði hún það gott á síðasta áratug síðustu aldar. Hér að neðan er hlekkur þar sem heyra má hljóðdæmi af tveim hitturum þeirrar ágætu sveitar. Lögin eru Stúlkan við ströndina og Alein við tvö.
Austurland að Glettingi....Rock on!!!
Tríóið Austurland að Glettingi á góðri stund ásamt aðdáendum
mánudagur, maí 27, 2013
Hádegisæfing 27. maí
Mættir: Dagur, Huld, Óli, Rock of Ages (JGG aka Tom Cruise) og Sigurgeir
Fórum skógræktina í von um logn og betra veður.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu í dag þá fór Hr. Lemon í búningapartý hjá fræga fólkinu um helgina og vann kosninguna um besta búninginn. Hérna er mynd af honum frá því á laugardaginn og dæmir nú hver fyrir sig!
Kveðja,
Sigurgeir
Fórum skógræktina í von um logn og betra veður.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu í dag þá fór Hr. Lemon í búningapartý hjá fræga fólkinu um helgina og vann kosninguna um besta búninginn. Hérna er mynd af honum frá því á laugardaginn og dæmir nú hver fyrir sig!
Kveðja,
Sigurgeir
föstudagur, maí 24, 2013
Föstudagsæfing 24.5.
Mættir: Dagur og Sigrún.
Fórum bæjarrúnt og umræðuefnin voru mörg og skemmtileg; rassastækkanir, listdans, maraþonjakkar, hjólhýsamenning, "kolonihaver", ráðherrar, heimsbókmenntir og fleira.
Semsagt, mjög fín æfing á góðum degi.
Kv. SBN
Fórum bæjarrúnt og umræðuefnin voru mörg og skemmtileg; rassastækkanir, listdans, maraþonjakkar, hjólhýsamenning, "kolonihaver", ráðherrar, heimsbókmenntir og fleira.
Semsagt, mjög fín æfing á góðum degi.
Kv. SBN
fimmtudagur, maí 23, 2013
Fimmtudagur 23. maí - Fo(u)r amigos
Já, þeir mættu í dag; Cargo Kings (báðir) ásamt Degi og Oddgeiri. Allir í stíl í sínum fallega bláu Craft jökkum. Þetta var fögur sjón, svona til að byrja með. Cargo Kings voru bísperrtir framan af en þrek þeirra þvarr er leið á æfinguna (töluðu eitthvað um æfingaleysi og meiðsli). Sá eldri þeirra var skynsamur og kaus að taka beygjuna umhverfis flugvöllinn við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu á meðan sá yngri og óreyndari reyndi að halda í við Dag og Oddgeir, sem beygðu af Hringbraut við Framnesveg. Hópurinn safnaðist síðan saman við Kafara og hljóp taktfast til höfuðstöðva.
Meðalvegalengd hjá Cargo Kings var töluvert styttri en meðalvegalengd Dags og Oddgeirs.
Meðalvegalengd hjá Cargo Kings var töluvert styttri en meðalvegalengd Dags og Oddgeirs.
föstudagur, maí 17, 2013
Föstudagur 17. maí - Í gegnum rokgjarnan Vesturbæ einn í hádegi ég hljóp
Undirritaður var sá eini (svo vitað sé) sem ómakaði sig við að mæta í hádeginu í dag, þrátt fyrir góðar aðstæður.
Það þýddi ekkert annað fyrir undirritaðan en að girða sig í brók og brokka af stað. Leiðin lá vestur í bæ, Hringbrautina á enda og þaðan að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem snúið var við og hlaupið í átt að Ægisíðu. Markmiðið var að taka 10K á a.m.k. jafngóðu tempói og Dagur tók á miðvikudaginn, þegar hann mætti einn í hádeginu og hljóp 10. Má segja að markmiðið hafi náðst.
Ritari skokkklúbsins
Það þýddi ekkert annað fyrir undirritaðan en að girða sig í brók og brokka af stað. Leiðin lá vestur í bæ, Hringbrautina á enda og þaðan að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem snúið var við og hlaupið í átt að Ægisíðu. Markmiðið var að taka 10K á a.m.k. jafngóðu tempói og Dagur tók á miðvikudaginn, þegar hann mætti einn í hádeginu og hljóp 10. Má segja að markmiðið hafi náðst.
Ritari skokkklúbsins
fimmtudagur, maí 16, 2013
Fimmtudagur 16. maí - Getraun dagsins
Hér á eftir fer getraun.
Mætt í dag voru Guðni, Dagur, Óli, Fjölnir CK, Huld og Oddgeir. Rangsælis flugvallarhringur um Suðurgötu með einum perra við Lynghaga, fyrir þá sem vildu smá tempó (markmiðið að ná hinum fyrir Kafara). Þórólfur var seinn fyrir, fór svipaða leið og hin og skilaði sér til höfuðstöðva rétt á eftir þeim.
Nú bar svo við að einn ofangreindra upplýsti snemma hlaups með allmiklum þunga að hann hefði nýlega orðið fyrir aðkasti barns úr Hjallastefnunni. Aðstæður voru þær að umræddur aðili var á hlaupum við Öskjuhlíð og átti stutt eftir af æfingunni þegar barnið úr Hjallastefnunni, sem var þarna á göngu með samnemendum sínum og leiðbeinendum, vatt sér að honum og sagði "hæ afi". Já, barnið sagði "hæ afi"!! Og um þetta snýst getraun dagsins. Var það Guðni, Dagur, Óli eða Fjölnir CK sem mátti þola þessi óvægu og samviskulausu ummæli. Vinsamlegast svarið getrauninni hér til hliðar. Rétt svar verður tilkynnt að hvítasunnuhelgi lokinni.
Mætt í dag voru Guðni, Dagur, Óli, Fjölnir CK, Huld og Oddgeir. Rangsælis flugvallarhringur um Suðurgötu með einum perra við Lynghaga, fyrir þá sem vildu smá tempó (markmiðið að ná hinum fyrir Kafara). Þórólfur var seinn fyrir, fór svipaða leið og hin og skilaði sér til höfuðstöðva rétt á eftir þeim.
Nú bar svo við að einn ofangreindra upplýsti snemma hlaups með allmiklum þunga að hann hefði nýlega orðið fyrir aðkasti barns úr Hjallastefnunni. Aðstæður voru þær að umræddur aðili var á hlaupum við Öskjuhlíð og átti stutt eftir af æfingunni þegar barnið úr Hjallastefnunni, sem var þarna á göngu með samnemendum sínum og leiðbeinendum, vatt sér að honum og sagði "hæ afi". Já, barnið sagði "hæ afi"!! Og um þetta snýst getraun dagsins. Var það Guðni, Dagur, Óli eða Fjölnir CK sem mátti þola þessi óvægu og samviskulausu ummæli. Vinsamlegast svarið getrauninni hér til hliðar. Rétt svar verður tilkynnt að hvítasunnuhelgi lokinni.
þriðjudagur, maí 14, 2013
Þriðjudagur 14. maí - Men only
Í dag hlupu aðeins karlar og var það vel. Rangsælis flugvallarhringur. Dagur æsti hluta dáðadrengja til tempóhlaups frá horni Hringbrautar og Hofsvallagötu að Kafara. Draumamarkmiðið var að ná öðrum Kargó konungnum sem fór um Suðurgötu, konungi sem nýlega kom í leitirnar eftir laaaaaanga fjarveru. Dagur öskraði á mannskapinn á meðan tempóhlutanum stóð, svo mikill var áfkafi hans. Lét hann sér það í léttu rúmi liggja þó einn úr hópnum reyndi að stynja upp úr sér á milli djúprar öndunar að hann hefði verið á tvöfaldri æfingu í gær. "Þú getur bara hvílt þig í kvöld" var svar Dags. Kargó kóngi tókst að halda andlitinu því þrátt fyrir hvatningaöskur Dags tókst mönnum ekk að ná í skottið á honum fyrir Kafara, þó ekki hafi munað miklu.
Á Ægisíðu mættu menn Björgvini nokkrum Bronco að teygja og toga við bekk. Hann vildi ekki slást í för en skilaði sér engu að síður í höfuðstöðvar á skikkanlegum tíma.
Þá fréttist að formaður skokkklúbbsins hefði ætlað að fara út í hádeginu en hefði hætt við og beðið GPS hlaupaúrið sitt að taka hlaupið fyrir sig.
Á Ægisíðu mættu menn Björgvini nokkrum Bronco að teygja og toga við bekk. Hann vildi ekki slást í för en skilaði sér engu að síður í höfuðstöðvar á skikkanlegum tíma.
Þá fréttist að formaður skokkklúbbsins hefði ætlað að fara út í hádeginu en hefði hætt við og beðið GPS hlaupaúrið sitt að taka hlaupið fyrir sig.
mánudagur, maí 13, 2013
Hádegishlaup 13. maí 2013
Fullt af hlaupurum í ósamstæðum fötum hlupu ósamstæðar vegalengdir.
Óli - Hofsvallagötu
Matti - Suðurgötu
Ársæll og Þórdís - Miðbær
Dagur, Guðni og Huld - Sjávarsíðan að Hofs og til baka
Bjöggi - Til og frá Nauthólsvík með 45 mín þrekæfingum
Sigrún Birna - andlegur stuðningur og hvatning við ræsingu
Veður með besta móti
GI
Óli - Hofsvallagötu
Matti - Suðurgötu
Ársæll og Þórdís - Miðbær
Dagur, Guðni og Huld - Sjávarsíðan að Hofs og til baka
Bjöggi - Til og frá Nauthólsvík með 45 mín þrekæfingum
Sigrún Birna - andlegur stuðningur og hvatning við ræsingu
Veður með besta móti
GI
föstudagur, maí 10, 2013
Freaky Friday 10. maí
Mættir í dag: Einungis þeir sem pössuðu inn í litapallettu dagsins, hinir voru strax sendir heim.
Komumst að því á miðbæjarbröltinu að textavélin á Óla hefur of marga skjátexta pr. mynd. Þetta þarf að laga. Fundum einnig út að ef stunduð er skíðaíþrótt í samvinnu við GPS tæki og mælingin fer yfir 60km er um svokallað "sírennsli" að ræða (höf. Dagur). Þá gildir einu hvort hluti mælingarinnar fellur inn í ferðatíma í lyftu eða beint rennsli á skíðum. Svo kom í ljós að þeir sem "lúkka" best og eru mest tanaðir nota Orobronze eða Oroblu brúnkukrem. Það þolir nokkra þvotta en best er að sleppa alveg baðferðum ef fyrirbyggja á lýsingu.
Í lok hlaups kom æstur ljósmyndari á staðinn við annan mann og heimtaði að fá að taka mynd af hópnum. Hyggst hann nota myndina á forsíðu blaðsins Bleikt og Blátt, en risaafmælisúgáfa er einmitt í prentun núna. Þetta vakti ómælda kátínu félagsmanna, eins og glögglega má sjá. Óþarft er að kynna félagsmenn myndarinnar en aðrir félagar, sem ekki bera skynbragð á rétta litasamsetningu, eru hvattir til að kynna sér búninga- og útlitsreglur félagsins á innra neti.
Föstudagslagið
Alls milli 40-50k
Góða helgi-SBN
Komumst að því á miðbæjarbröltinu að textavélin á Óla hefur of marga skjátexta pr. mynd. Þetta þarf að laga. Fundum einnig út að ef stunduð er skíðaíþrótt í samvinnu við GPS tæki og mælingin fer yfir 60km er um svokallað "sírennsli" að ræða (höf. Dagur). Þá gildir einu hvort hluti mælingarinnar fellur inn í ferðatíma í lyftu eða beint rennsli á skíðum. Svo kom í ljós að þeir sem "lúkka" best og eru mest tanaðir nota Orobronze eða Oroblu brúnkukrem. Það þolir nokkra þvotta en best er að sleppa alveg baðferðum ef fyrirbyggja á lýsingu.
Í lok hlaups kom æstur ljósmyndari á staðinn við annan mann og heimtaði að fá að taka mynd af hópnum. Hyggst hann nota myndina á forsíðu blaðsins Bleikt og Blátt, en risaafmælisúgáfa er einmitt í prentun núna. Þetta vakti ómælda kátínu félagsmanna, eins og glögglega má sjá. Óþarft er að kynna félagsmenn myndarinnar en aðrir félagar, sem ekki bera skynbragð á rétta litasamsetningu, eru hvattir til að kynna sér búninga- og útlitsreglur félagsins á innra neti.
Föstudagslagið
Alls milli 40-50k
Góða helgi-SBN
miðvikudagur, maí 08, 2013
Miðvikudagur 8. maí - 10K
Já þið lásuð rétt. Í dag var einungis ein vegalengd í boði: 10 km = 10.000 m = 1.000.000 cm.
Til þessa hlaups valdist úrvalsfólk: Ársæll, ásamt dísunum sínum þeim Þórdísi og Önnu Dís, Óli, Dagur, Huld, Sigrún og Oddgeir.
Veður var frábært (er komið vor?) og allir kátir og sælir að loknu hlaupi.
Á morgun er frídagur enda uppstigningardagur, en á dönsku útleggst sá dagur sem Kristi himmelfart. Góðar stundir.
Til þessa hlaups valdist úrvalsfólk: Ársæll, ásamt dísunum sínum þeim Þórdísi og Önnu Dís, Óli, Dagur, Huld, Sigrún og Oddgeir.
Veður var frábært (er komið vor?) og allir kátir og sælir að loknu hlaupi.
Á morgun er frídagur enda uppstigningardagur, en á dönsku útleggst sá dagur sem Kristi himmelfart. Góðar stundir.
þriðjudagur, maí 07, 2013
Þriðjudagur 7. maí - Annar kargókonunganna er fundinn!
Það bar helst til tíðinda á æfingu dag að annar kargókónganna kom í leitirnar. Þegar gengið var á hann hvar hann hefði haldið til og af hverju hann hefði ekki mætt á síðustu æfingar, í ljósi stórra yfirlýsinga að undanförnu, baðst hann undan því að svara. Létu menn það gott heita enda fegnir að vera búnir að endurheimta helming Cargo Kings teymisins.
Auk umrædds kargókóngs mættu Huld, Sigrún, Formi og Oddgeir, auk Óla sem spratt úr leyni í lok æfingar líkt og í gær. Flestir fóru Hofsvallagötu, alls 8,6 km.
Enn er lýst eftir hinum kargókónginum sem gengur, eins og fram hefur komið, einnig undir gælunafninu Wheelie. Sem fyrr eru allir þeir sem eitthvað vita um ferðir hans og hlaupaplön beðnir um að láta félaga hans í skokkklúbbnum vita. Þeir sakna hans.
Auk umrædds kargókóngs mættu Huld, Sigrún, Formi og Oddgeir, auk Óla sem spratt úr leyni í lok æfingar líkt og í gær. Flestir fóru Hofsvallagötu, alls 8,6 km.
Enn er lýst eftir hinum kargókónginum sem gengur, eins og fram hefur komið, einnig undir gælunafninu Wheelie. Sem fyrr eru allir þeir sem eitthvað vita um ferðir hans og hlaupaplön beðnir um að láta félaga hans í skokkklúbbnum vita. Þeir sakna hans.
mánudagur, maí 06, 2013
Mánudagur 6. maí - Hvar eru Cargo Kings?
Ágæt mæting í dag. Veður allgott, hiti í hærra lagi m.v. undanfarna daga; heiðríkja með smávegis af hressandi austanátt. Gunnur, Dagur, Guðni, Huld, Sigrún og Oddgeir fóru á réttum tíma. Ársæll og Bjöggi fóru líka, bara ekki á réttum tíma. Fyrrnefndu fóru flugvallarhring via Suðurgata. Rúmlega 7 km. Ekki náðst í Ársæl og Bjögga áður en blogg þetta fór í innslátt. Svo má ekki gleyma Óla sem spratt fram úr leyni þegar hópurinn var að teygja að loknu hlaupi.
Annars lýsir lögreglan eftir Cargo Kings. Þeir höfðu boðað komu sína á mánudagsæfinguna en hvorugur mætti á umræddum tíma. Síðast sást til þeirra við vinnu við Icelandairhlaupið fimmtudaginn 2. maí sl. Vitni töldu sig einnig hafa séð annan þeirra í "the day after run" á föstudeginum en það hefur ekki fengist staðfest. Þeir sem telja sig vita um ferðir Cargo Kings eru vinsamlegast beðnir um að láta hlaupafélaga þeirra í skokkklúbbnum vita.
Annars lýsir lögreglan eftir Cargo Kings. Þeir höfðu boðað komu sína á mánudagsæfinguna en hvorugur mætti á umræddum tíma. Síðast sást til þeirra við vinnu við Icelandairhlaupið fimmtudaginn 2. maí sl. Vitni töldu sig einnig hafa séð annan þeirra í "the day after run" á föstudeginum en það hefur ekki fengist staðfest. Þeir sem telja sig vita um ferðir Cargo Kings eru vinsamlegast beðnir um að láta hlaupafélaga þeirra í skokkklúbbnum vita.
Mynd af þeim félögum. Annar þeirra gengur undir gælunafninu Wheelie.
föstudagur, maí 03, 2013
The fabúlus Day after run
The fabúlus Day after run fór fram við frábærar hlaupaaðstæður í dag. Alls voru skráðir 15 einstaklingar til hlaups en 8 fengu DNS. Til að forða þeim frá enn meiri smán hefur verið ákveðið að nafngreina þessa einstaklinga ekki. Annars sáust glæsilegir taktar í hlaupinu og hlupu sumir á tátiljum og flestir tóku gríðarlegan endasprett og jafnvel hefur því verið fleygt fram að Lemon börkur hafi komið mönnum framúr á lokasprettinum.
Í karlaflokki voru úrslit sem hér segir:
1. Þórólfur Ingi Þórsson 24:51:99
2. Viktor Vigfússon 28:04:413. Ólafur Briem 31:10:03
4. Jón Gunnar Geirdal 33:50:56
5. Sigurgeir 33:50:58
6. Jón Örn DNF
Í Kvennaflokki var bara einn ótvíræður sigurvegari. Fleiri náðu ekki í mark áður en það var tekið niður.
1. Anna Dís 36:01:03
Í öðrum fréttum er það helst að Icelandairhlaupið fór fram í gær og skiluðu sér 351 einstaklingur í mark. Einn veiktist á leiðinni og hátt í 50 einstaklingar fengu kvíðakast áður en hlaupið hófst og hlupu því ekki.
Veður var annars með besta móti þrátt fyrir að snjóað hefði fyrr um daginn. Nóg var af súrefni fyrir alla og súpa, brauð Soccerade og bananar fyrir alla eins og þeir gátu í sig látið. Þeim sem okkur styrkja við þetta hlaup verður seint þakkað nægjanlega vel eða mikið. Fyrstur í mark var Kári Steinn á tímanum 21:29 og heldur hann því réttinum á nr. 1 á næsta ári. Flott pace hjá Kára eða 3:04. Fyrst kvenna var Ebba Særún Brynjars á 26:55 sem gerir pace upp á 3:51.
kv.
Formi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)