laugardagur, ágúst 31, 2013

Vika 36

Mánudagur: 7-9 km rólegt.
Þriðjudagur: 8 x brekkur.
Miðvikudagur: 7-9 km rólegt.
Fimmtudagur: 45 mín tempó
Föstudagur: 4,8 km pace. Hérna á að hlaupa á þeim hraða sem þú ætlar að hlaupa á í HM, gott að taka smá upphitun og niðurskokk. Þannig að þetta endar í ca. 7-8 km.
Laugardagur: 90 mín.

fimmtudagur, ágúst 29, 2013

Alvöru æfing fyrir alvöru fólk!

Mættir: Huld og Cargo Kings.

Í dag var 40 mín tempó. Það er gaman að segja frá því að met var slegið í tempó-kaflanum þar sem allir voru vel undir 3:30 pace. Það var virkilega gaman að sjá hversu vel allir tóku á því og eru með fókusinn í lagi fyrir HM.

Á morgun er rólegt 7-9 km og þ.a.l. líklegt að menn eins og Oddur, Guðni o.fl. láti sjá sig :o)

Cargo Kings komast ekki í hádeginu á morgun þar sem þeir þurfa að undirbúa sig fyrir Strandblaksmót Icelandair Group sem verður í Sporthúsinu kl. 17:00 á morgun (föstudag). Kings hafa æft af fullum krafti fyrir strandblakið og fylgir hér myndband sem var tekið á æfingu okkar í gær, http://www.youtube.com/watch?v=Zmfd9etbXGE

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, ágúst 28, 2013

Hádegisæfing miðvikudaginn 28. ágúst - Marathonman lætur á sér kræla

Honum var vel tekið á sinni fyrstu æfingu eftir RM-ið sl. laugardag.  Já við erum að tala um hann gode gamle Úle.  Hann mætti þrælsprækur, pinnstífur og til í tuskið.  Engum sögum fer hins vegar af hlaupafélaga hans, Degi, sem einnig hljóp heilt maraþon í RM.  Talið er líklegt að hann sé ekki eins vel á sig kominn eftir hlaupið og Úle og þurfi meiri hvíld áður en hann reimar aftur á sig hlaupaskóna.

Auk Úle Marathonman mættu: GI (búinn að hvíla eftir RM), báðir Síams, Valli (tekur léttu æfingarnar) og Oddur.  Rangsælis flugvallarhringur um Hofs hjá strákunum en Síams fóru um Suðurgötu.  8,6K hjá þeim sem fóru lengst.

Þegar menn voru að týnast af svæðinu eftir æfingu dúkkaði Matti Sveinbjörns allt í einu upp.  Enginn veit hvaðan hann kom en hann var í hlaupafatnaði, í hlaupaskóm, sveittur og glaður sem hlýtur að þýða að hann var að hlaupa.  Er hann hér með beðinn um að gefa sig fram við aðra hlaupara við upphaf æfinga svo hægt sé að fylgjast betur með honum.

þriðjudagur, ágúst 27, 2013

Klemenz lagður af stað hringinn í kringum landið


Klemenz Sæmundsson, félagi í Skokkklúbbi Icelandair, lagði í dag af stað í hringferð um landið á hjóli. Hann hyggst ljúka hringferðinni rétt um viku síðar eða miðvikudaginn 4. september, en þann dag verður kappinn fimmtugur. Strax í framhaldi af hringferðinni ætlar Klemenz svo að hlaupa "Klemmann" svokallaðan en hann liggur frá Reykjanesbæ um Sandgerði, Garð og aftur í Reykjanesbæ. Hann býður alla þá sem vilja hlaupa, hjóla eða ganga með honum þennan síðasta hluta ferðarinnar velkomna (hvort sem er öll vegalengdin eða hluti hennar). Með þrekraun þessari hyggst Klemenz safna áheitum til styrktar Blóðlækningadeild LSH.

Nánari upplýsingar um ferð Klemenzar og þátttöku í "Klemmanum" má finna hér á hlaup.is Einnig er hægt að fylgjast með ferðum hans á facebook hér. Stjórn Skokkklúbbs Icelandair hvetur félagsmenn til að fjölmenna í Reykjanesbæ seinnipartinn 4. september og samfagna Klemenz í "Klemmanum" hvort sem er hlaupandi, hjólandi eða gangandi og styrkja um leið gott málefni.

Hádegisæfing þriðjudaginn 27. ágúst - Gaman gaman

Þau sem mættu í dag voru:  Fjölnir (já hann mætti), Huld, Bjöggi og Oddur.  Einnig sást til Þórólfs vera að ljúka sinni æfingu þegar fyrrgreindir aðilar voru að leggja af stað.  Að auki fréttist af Úle maraþonfara í búningsklefanum en ekki er vitað hvort hann fór eitthvað lengra en það.

Valli víðförli hafði sett upp metnaðarfulla dagskrá fyrir daginn í dag.   Þegar á reyndi sá Valli sér hins vegar ekki fært að mæta (var hugsanlega í símanum).  Dagskráin frá Valla í dag hljóðaði upp á 8 x 400m spretti.  Fjölnir, Huld og Oddur fóru um Hofsvallagötu og hófu sína spretti á gatnamótum þeirrar götu og Hringbrautar.  Bjöggi ákvað að fara um Suðurgötu og hóf hann sína spretti við hringtorg þeirrar götu og Hringbrautar.  Var það samdóma álit manna að þessi æfing hefði verið hin besta skemmtun og gert mönnum og konum gott.  Alls 8,6K hjá þeim sem fóru lengst.

Frést hefur að Valli hyggist mæta á léttu æfinguna á morgun

mánudagur, ágúst 26, 2013

Hádegisæfing mánudaginn 26. ágúst - Valli og Oddur sameinast

Það urðu fagnaðarfundir hjá þeim köppum Valla víðförla og Oddi er þeir mættu loks báðir í hádegishlaup í dag.  Með þeim í för voru hinir rómuðu síamskettir.  Ívar sást á vappi fyrir utan hótelið með íþróttapokann sinn en virtist ekki alveg viss um hvað hann vildi gera, talaði loks um að hann myndi æfa í einrúmi í dag.

Farinn var réttsælis hringum um flugvöllinn via Hofsvallagötu.  Á þriðja kílómeter, við dælustöðina, rakst hópurinn á Bjögga Bronco og Þórdísi, en þau höfðu lagt fyrr af stað.  Þar norpuðu þau og virtust við fyrstu sýn vera í reykingapásu.  Svo reyndist ekki vera heldur voru þau að teygja af öllum lífs og sálarkröftum.  Menn köstuðu kveðju á landann og straujuðu svo burt.

Alls 8,6K hjá þeim sem lengst fóru.

Úrslit í RM maraþoninu

Eftirfarandi félagsmenn tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn og fara úrslit hér á eftir.  Byssutími er fyrri tími, flögutími sá seinni:

Maraþon
Dagur B. Egonsson 3:23:48/3:23:40
Ólafur Briem 3:31:29/3:31:23
Rúna Rut Ragnarsdóttir 4:11:26/4:09:15


1/2 maraþon
Kári Steinn Karlsson 1:07:40/1:07:37
 

10K
Þórólfur Þ. Þórsson 36:29/36:26
Arndís Ýr Hafþórsdóttir 38:37/38:34
Jakob Schweitz Þorsteinsson 43:24/43:14
Bertel Ólafsson 52:30/51:43
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 54:53/53:22
Matthías Sveinbjörnsson 57:26/56:00
Ársæll Harðarsson (hleypur undir nafninu Ingibjörg Kristjánsd.) 57:27/55:57
Ívar S. Kristinsson 57:28/55:53
Fjölnir Þ. Árnason 1:01:32/59:41
Inga Lára Gylfadóttir 1:02:00/1:00:48
Inga Rut Jónsdóttir 1:02:04/1:00:22

Ef einhver nöfn vantar í upptalninguna hér að ofan þá vinsamlegast sendið kvartanir og athugasemdir á oar@icelandair.is ásamt tímum.

Æfingarplan fyrir viku 35

Mánudagur: Rólegt 7-9 km
Þriðjudagur: 8*400 m sprettir á 5 km pace.
Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km
Fimmtudagur: 40 mín tempó. Hérna er upplagt að mæta í Fossvogshlaupið, sjá á hlaup.is
Föstudagur: Rólegt 7-9 km
Laugardagur: 90 mín (3/1).

Kveðja,
Sigurgeir

sunnudagur, ágúst 25, 2013

Klemminn tekur hringinn - Þér er boðið að taka þátt

Góður félagi okkar í Skokkklúbbi Icelandair, Klemenz Sæmundsson, hyggst næstkomandi þriðjudag (27. ágúst) leggja upp í hringferð um landið á hjóli.  Hann hyggst ljúka hringferð sinni rétt um viku síðar, eða miðvikudaginn 4. september.  Þann dag verður Klemenz fimmtugur.  Eins og þetta allt sé ekki nóg þá hyggst Klemenz ljúka hringferðinni með því hlaupa "Klemmann".  Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar frá Klemenz um þetta allt saman:

"Nú fer að styttast í það að ég leggi af stað að hjóla hringinn. Fer af stað þriðjudaginn 27. ágúst og kem heim á afmælisdaginn minn 4. september en þá næ ég virðulegum aldri og verð fimmtugur. Í beinu framhaldi af hjólinu mun ég hlaupa „klemmann“ en hann er 23,5 km frá heimili mínu og er hlaupið til Sandgerðis og út í Garð og þaðan aftur heim. Þetta allt er til styrktar Blóðlækningadeild LSH. Er þetta ekki góð æfing fyrir okkar ágæta skokkhóp til að koma og taka þátt?"

 
 Hvað segja félagsmenn um að mæta á Reykjanesið á fimmtugsafmæli Klemenz og hlaupa "Klemmann" eða hluta hans og styrkja um leið gott málefni?   Nánari upplýsingar um "Klemmann" verða birtar er nær dregur 4. september.

föstudagur, ágúst 23, 2013

Hádegisæfing föstudaginn 23. ágúst - Hver var að lýsa eftir Oddi?

Oddur mætti í dag og hljóp um bæinn í hópi fagurra símassystra.  Nokkru áður hafði Ívar læðst af stað, hann ætlaði greinilega að láta lítið fyrir sér fara (það sást samt til hans).  Götur og stígar miðbæjar þræddir af kostgæfni og m.a. hlaupið fram hjá hópi útlendinga sem hvöttu okkur áfram og sögðust komnir hingað til að hlaupa í RM á morgun.  Alls 8K í dag.

Valli víðförli virðist hafa miklar áhyggjur af fjarveru Odds, enda skiljanlegt.  Af Oddi er það að frétta að hann er búinn að vera mjög upptekinn upp á síðkastið þar sem hann þarf að vinna fyrir kargóið.  Verður svo áfram næstu daga en svo mun vonandi rofa eitthvað til.

fimmtudagur, ágúst 22, 2013

Hádegisæfing 22. ágúst

Mættir: Dagur og Cargo Kings.

Æfing dagsins var 30 mín tempó sem allir tóku með bros á vör, fórum Hofs.

Það virðist ætla vera erfitt að halda öllum saman á æfingu. Núna þegar Fjölnir er kominn í leitinar þá erum við búin að týna öðrum í staðin! Heyrst hefur að Guðni sé ástfanginn af nýja mötuneytinu og getur ekki hætt að borða!

Oddur er týndur!



Oddur er mjög rólegur og hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu vikur. Hann er ekki mög hlýðinn þar sem hann var geltandi stanslaust síðast þegar hann mætti á tempó æfingu og svo sást í skottið á honum á rólegri æfingu á föstudeginum. Líklega varð hann viðskila við eiganda sinn í miðbænum og vonumst við til að hann sláist aftur í hópinn á morgun þegar það verður farið í miðbæinn.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, ágúst 21, 2013

Hádegisæfing 21. ágúst

Það var hrærður og stoltur þjálfari sem horfði á eftir þeim Sigrún B. og Fjölni vagga af stað í æfingu dagsins.  Sjálfur ákvað ég að taka hvíldardag enda stórverkefni framundan.

Ljóst má vera að eftir góða æfingu í gær hafa margir þurft á hvíld að halda enda heilsteikt grísafillet með kartöflubátum og dijon sinnepssósu á matseðlinum.

Yfirþjálfarinn
Dagur


 

þriðjudagur, ágúst 20, 2013

Hádegisæfing 20. ágúst

Mættir: Bjúti, Dagur, Óli, Jói, Guðni, Hr. Lemon, Huld, Sveinbjörn, Bertel og Valli.

Bertel og Jói fór sér á meðan aðrir tóku æfinguna skv. plani.

Planið í dag voru 7 brekkusprettir og þeir voru að sjálfsögðu teknir í kirkjugarðinum! Ekki verður rætt um tímana sem sáust í þessum sprettum nema að þeir voru aðeins lakari en þegar við vorum öll upp á okkar besta, en ég hef fulla trú á þessum hóp og veit að þetta á bara eftir að verða betra :o)

Formleg leit hefur verið hafin af Fjölni sem hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Fjölnir var klæddur svörtum stuttbuxum og bláum bol merktum Edinborg maraþon síðast þegar það sást til hans. Hann er 183 cm á hæð, 110 kg og svarar nafninu Wheelie. Allir sem hafa upplýsingar um ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaðan á skrifstofu Icelandair Cargo.

Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, ágúst 19, 2013

Æfingaráætlun í viku 34

Ég biðst afsökunar á því hversu seint þetta kemur en treysti því að allir hafi áttað sig á því að það var rólegt 7-9 km í dag :o)

Vonandi eru allir búnir að fylgja planinu og tóku sitt annað langa hlaup um helgina og klárir í viku nr. 3.

Annars lítur vikan svona út:

Þriðjudagur: 7x brekkusprettir
Miðvikudagur: Rólegir 7-9 km
Fimmtudagur: 30 mín tempó
Föstudagur: Rólegir 7-9 km. Hérna má líka taka auka hvíldardaga fyrir þá sem þess þurfa.
Laugardagur: 5 km keppnishlaup.

Kveðja,
Sigurgeir

Hádegishlaup 19. ágúst 2013

Mættir voru Huld ásamt týndu sauðunum sem auglýst var eftir á föstudaginn var, en það voru Björgvin, Dagur, Guðni og Ólafur.  Óli fór Hofsvallagötu en aðrir Suðurgötu.

Nú er helst auglýst eftir hlaupaáætlun fyrir vikuna, en í síðustu viku var lofað brekkusprettum á æfingunni sem verður á sama tíma á morgun.

GI

föstudagur, ágúst 16, 2013

Föstudagur 16. ágúst - Þreytan segir til sín

Svo virðist sem þreytan sé farin að segja til sín eftir ágæta mætingu síðustu daga.  Menn eins og Valli, Guðni í Sunnu og Úle virðast alveg búnir á því og því hvergi sjáanlegir.  Hins vegar sást til Dags á bílaplaninu rétt áður en æfingin hófst.  Hann þóttist hins vegar ekkert þekkja hlaupafélaga sína þegar þeir ætluðu að kasta á hann kveðju. Honum virtist meira ummunað að vera kammó við nýju vini sína á fjórðu hæðinni, enda á leiðinni með þeim í frítt golf.

Aðeins þeir allra hraustustu mættu, þ.e. Huld, Sigrún, Oddur og Ársæll.  Ársæll fór snemma eins og svo oft áður og lá leið hans um Hofsvallagötu.  Restin fór hins vegar í bæinn við mikinn fögnuð borgarbúa.  Leiðin var gróflega þessi: Hlíðarnar - Klambratún - Laugavegur - Bankastræti - Austurstræti - Fischersund - Vesturgata - Bræðraborgarstígur - Sólvallagata - Hólavallagarður - Hljómskálagarður - Gamla-Hringbraut - HLL, alls 8,5K.

Enn og aftur undrast menn fjarveru Fjölnis.  Hann bloggaði í gær (eða var það hann sem bloggaði?) að hann myndi mæta í dag.  En viti menn, enginn fþá.

fimmtudagur, ágúst 15, 2013

Fimmtudagur 15. ágúst - Oddur kominn í leitirnar

Fín mæting í dag þrátt fyrir vætutíð: Dag-Úle kombóið, Valli og Oddur, GI, Bjöggi bjútí og hindin Huld.  Að auki mætti Sigrún en þó ekki fyrr en æfingin var yfirstaðin, en það er nú önnur saga.

Tempóhlaup í boði Valla sem þýddi ca. 15 mínútur í upphitun, 20 tempó og 10 í niðurskokk, alls ca. 45 mínútur.  Flestir fóru um Hofsvallagötu, nema Dag-Úle kombóið sem fór enn lengra og Bjöggi sem fræsti Suðurgötu.

Almennn ánægja með þetta allt saman.

Að lokum:  Lýst var eftir Valla og Oddi.  Nú eru þeir fundnir.  Nú er lýst eftir Fjölni.  Hann ku starfa hjá Icelandair Cargo.  Hann mætir iðulega til vinnu með íþróttatösku með sér.  Að öðru leyti er lítið vitað um ferðir hans.

miðvikudagur, ágúst 14, 2013

Hádegishlaup 14. ágúst 2013

Bertel, Dagur, Guðni og Ívar fóru Suðurgötu á 5:15 meðahraða (hraðar fyrst meðan menn voru að ná hvor öðrum og hægar eftir það).

Talið er að Óli hafi mætt og hlaupið langt.  Ekkert sást samt til hans.

Valli og Oddur báðir að sinna viðskiptavinum.

GI

þriðjudagur, ágúst 13, 2013

Valli er fundinn!

Mættir: Guðni, Óli, Dagur, Huld, Sveinbjörn og Cargo Kings (báðir...)

Sveinbjörn fór sér.

Skv. plani voru 7x400m sprettir og það tóku allir sprettina með bros á vör enda stór plön hjá flestum fyrir HM í október.

Það hefur mikið verið rætt og skrifað um mætingu ákv. aðila, en það hefur alveg gleymst að leita af Oddi. Oddur hefur komið með stórar yfirlýsingar um árangur í HM 26. okt. en ekkert sést til hans á æfingum síðustu daga!

Hvar er Oddur?



Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, ágúst 12, 2013

Hvar er Valli?

Hádegishlaup 12. ágúst 2013



Ársæll og Ívar hlupu Suðurgötuhring
Bertel, Dagur, Fjölnir, Guðni og Huld hlupu út á Granda og fylgdu þaðan línu út að Hörpu
Sveinbjörn var sér

Eftir hlaupið standa samt tvær spurningar.  1)  Hvaða lína er þetta eiginlega sem menn hlupu eftir og svo 2) Hvar er Valli? (eða öllu heldur Sigurgeir).

GI

laugardagur, ágúst 10, 2013

Æfingarplan fyrir viku 33

Það eru nokkrir í hópnum að hefja undirbúning fyrir 1/2 maraþon (haustmaraþon félags maraþonhlaupara) sem fer fram 26. okt n.k. Einnig eru tveir drengir að æfa sig fyrir maraþonveislu sem hefst í Rvk. maraþoninu og tekur einmitt enda í HM 26. okt.

Eftir umræður gærdagsins á æfingu var ákveðið að setja vikuplan á síðuna fyrir þá sem hafa áhuga á að fara 1/2 maraþon.

Vika 33 lítur svona út:
Mánudagur: 7-9 km á rólegu pace
Þriðjudagur: Upphitun - 7x400m sprettir á 5 km pace - niðurskokk
Miðvikudagur: 7-9 km á rólegu pace
Fimmtudagur: 45 mín tempó. Upphitun -10 km pace - niðurskokk
Föstudagur: 7-9 km á rólegu pace. Hér er stefnt á að hafa fyrsta Lemon hlaupið.
Laugardagur: Langt hlaup, 90 mín.
Sunnudagur: Hvíld

Fyrir áhugasama þá er æfingaráætlunin hér: http://www.halhigdon.com/training/51133/Half-Marathon-Advanced-Training-Program

Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir á æfingar kl. 12:08 hvort sem þeir hafa áhuga að fylgja þessu plani eða fara sínar eigin leiðir.

Sjáumst hress og kát kl. 12:08 á mánudaginn :o)

Kveðja,
Sigurgeir

föstudagur, ágúst 09, 2013

Hádegishlaup 9. ágúst 2013

Ársæll, Dagur, Guðni, Huld, Óli, Sigurgeir fór bæjarrúnt í þokkalegu veðri. 

Mæting í vikunni hefur verið fín og á bara eftir að batna. 

GI

fimmtudagur, ágúst 08, 2013

Hádegishlaup 8. ágúst 2013

Mættir:  Dagur, Guðni, Oddgeir, Ólafur.

Í símanum: Sigurgeir

Hlaupaleið:  Inn í Fossvog og yfir í Kópavog og til baka.

Veður:  Vott

GI

miðvikudagur, ágúst 07, 2013

Hádegishlaup miðvikudaginn 7. ágúst - Á tali hjá Guðna Ingólfs

Á tíma: Dagur, Odd- og Sigurgeir.
Á öðrum tímum: Laufey, Þórólfur og Úle.
Á tali: Guðni (komst ekki þar sem hann var í símanum).

DOS hlupu út að Eiðistorgi og til baka, alls 9K.
Úle hljóp á golfvöllinn á Seltjarnarnesi og til baka, alls 16K.
Þórólfur sagðist ætla að fara mjög hægt.
Laufey sást í skóginum og ekki vitað frekar um ferðir hennar.

Ritari

þriðjudagur, ágúst 06, 2013

Hádegishlaup 6. ágúst 2013

Bertel 7k
Odd- og Sigurgeir Hofs, 8,6k
Dagur og Guðni, Framnes, 10k
Sveinbjörn sér
María Rún sér

GI