Frábærar aðstæður voru til líkamsdýrkunar í dag, það sýndi metþátttaka 776 hlaupara (jólasveina og annarra búningabera og án) í dag. Ræsing var kl. 12.00 og var búið að nema á brott einu brekku leiðarinnar, við töluverðan fögnuð viðstaddra. Góð mæting var meðal FI SKOKK-meðlima og án. Einnig vóru nokkrir áhangendur hópsins og fóru sumir þeirra full mikinn. Úrslit þeirra sem til sást eru eftirfarandi, talan á undan sýnir röð í flokki. Heildarúrslit.
Karlar:
4 39:31 Dagur Björn Egonsson 1964 SK.FLUGL
7 40:23 Höskuldur Ólafsson 1965 ÍSÍ
26 41:36 Jón Gunnar Geirdal Ægisson 1974 ÍSÍ
10 42:29 Guðni Ingólfsson 1967 SK.FLUGL
31 47:42 Jens Bjarnason 1960 SK.FLUGL
190 53:48 Erlendur Svavarsson 1972 ÍSÍ
191 53:50 Jón Mímir Einvarðsson 1970 SK.FLUGL
Konur:
1 44:04 Huld Konráðsdóttir 1963 SK.FLUGL
5 47:10 Sigrún Birna Norðfjörð 1966 VALUR
2 51:42 Bryndís Magnúsdóttir 1950 SK.FLUGL
8 53:06 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 1960 SK.FLUGL
55 56:22 Rúna Rut Ragnarsdóttir 1976 ÍSÍ
Athygli vekur að menn og konur keppa undir ýmsum merkjum en innst slær hjarta skokkklúbbsins.
Aðalritari vill nota þetta tækifæri og óska öllum gleðilegs árs og friðar og þakkar allar sætar og súrar hlaupastundir á árinu sem er að líða, sérstaklega þær allra sveittustu.
Lifið heil!
Kveðja,
f.h. IAC
SBN
Annáll
miðvikudagur, desember 31, 2008
mánudagur, desember 29, 2008
Hádegisæfing 29. desember
Mætt í dag: Sveinbjörn, Huld og Sigrún. Tókum Suðurgötuhringinn með 4x 400m sprettum á milli. Huld og Sveinbjörn gerðu æfinguna vel en þar sem ég tók þetta í gær var ég ekki á fullu gasi. Frábært veður og autt. Viðrar vel til gamlárshlaups ef heldur áfram.
Alls 7 -K rúmir
Kveðja,
Sigrún
Alls 7 -K rúmir
Kveðja,
Sigrún
sunnudagur, desember 28, 2008
Skil á maxtölum í armbeygjuáskorun viku 4
föstudagur, desember 26, 2008
WARR - Upplýsingar
Nú eru upplýsingar farnar að berast um næsta WARR hlaup. Farið inn á http://worldairlineroadrace.org/warr2009_race_info.htm og kannið málið. Eins og áður hefur komið fram mun hlaupið fara fram í Hangzhou í Kína í september. Enn er beðið frekari upplýsinga, m.a. um væntanleg kostakjör á bókuðum farseðlum til Shanghai. Fylgist með á http://worldairlineroadrace.org/. Kveðja, Jens
þriðjudagur, desember 23, 2008
Buxur í óskilum
Hössi fann hjá sér svartar síðar tights Nike hlaupabuxur í stærðinni small. Væntanlega hefur hann tekið þær í misgripum eftir einhverja æfinguna eða ...
Ef einhver saknar þeirra þá látið vita.
Kveðja,
Dagur
Ef einhver saknar þeirra þá látið vita.
Kveðja,
Dagur
mánudagur, desember 22, 2008
Hádegisæfing 22. desember
Myndin er af Kalla.
Mættir í dag í post-Powerade fíling: Gnarr, GI-2008, Odd, Huld forsíðustúlka og Sigrún Adelstein. Óli hafði sést við iðju sína í baðklefa nokkru fyrr. Fórum Kaplaskjólið í meðvirka hlaupinu hans Guðna þar sem hann þurfti að ná inn 2008 km fyrir ársuppgjörið sem hann og gerði. Óskum honum innilega til hamingju með það!!! Veður var nokkuð vott og hvasst og kom það skemmtilega við kauninn á fyrrum keppendum P-hlaupsins sem kennt er við ógeð þessa dagana. Sérstaklega má tilgreina ísnála-effektinn á bakaleið, sem þó var barnaleikur miðað við það sem þátttakendur eru vanir. Góður rómur var gerður að hressingu hlaupsins sem endaði í 9,35-K sem allir voru rennblautir.
Limra dagsins
Á hlaupum milli staura
með pungsveitta Giljagaura
var slabbað í dag
það er okkar fag
að fórn'okkur fyrir smáaura.
Góðar stundir.
Sigrún
sunnudagur, desember 21, 2008
Armbeygjuáskorun-skil á maxtölum í viku 3
föstudagur, desember 19, 2008
Fríkaður frjádagur 19. des.
Fórum Suðurgötuna strandmegin ég og Dagur og var það ansi hreint fínt hlaup í sköfnu færi. Ekki oft sem tveir af helstu gæðingum hópsins fá næði til að sýna sig í sínu helköttaða ásigkomulagi. Góða helgi.
Alls 7,6-K
Kveðja,
Sigrún :)
Alls 7,6-K
Kveðja,
Sigrún :)
fimmtudagur, desember 18, 2008
Jólakvöldæfing fimmtudag 18. des.
Frábær mæting var á jólaæfingu skokkklúbbsins í kvöld. Þar voru samankomin þau: Jens og tíkin (man ekki nafnið), Sibba, támarði ofurhlauparinn, Sveppi með veskið, Oddgeir "ég kem allsber fram ef ég þarf", Fjölnir froskagleypir, Sigurgeir (glamúr is my middle name), Anna Dís megabeib, Ársæll ambeygjumógúll, Huld the cover girl, Bryndís "you can leave your light on", Guðni RM-kerfisþræll og Sigrún, armbeygjukvíðasjúklingur. Sveppi vildi taka við stjórnartaumumog leiddi okkur á vesturleið á leið niður á tjörn. Þar mátti taka hringi að vild, kringum tjörnina og endaði æfingin í 2 góðum hringjum á sæmilegu tempói m.v. aðstæður og 3. hringur var tekinn að Jónasi og þaðan skokkað heim í samfloti. Áður hafði tík Jens lent á bráðastefnumóti og því þurfti Jens að hverfa á braut all snarlega og ekki í fyrsta sinn. Við hin fylgdumst að heim á hótel þar sem gengið var til baðklefa og ýmist farið í saunabað og/eða gengið til sameiginlegrar kerlaugar, þar sem neytt var veitinga af bakka. Æfingin var hin hressilegasta og þrátt fyrir þungt og "loðið" færi nutu þátttakendur ljúfrar samveru í hvívetna.
Alls tæpir 8-K og hverrar krónu virði.
Kveðja,
Sigrún
Alls tæpir 8-K og hverrar krónu virði.
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, desember 17, 2008
Hádegisæfing 17. desember
Allt vaðandi í Guggum í dag!
Mættir voru Kallinn (með buff), Oddurinn, Hössinn, Ólinn og Dagurinn ásamt formanns Guggunni og þremur flugdeildar Guggum á eigin vegum.
Karlhormónarnir æptu á átök og ráðist var í kolbrabbann. Eftir annan sprett laumaði Kalli út úr sér "...hvað vorum við velja þessa æfingu..." - en allir kláru æfingu með reisn þrátt fyrir erfitt færi, sleipt og þungt.
Fín æfing.
Kalli kveðjur með þessari æfingu klakann og heldur á vit ævintýranna - hann mun dvelja á Seychelleyjum um hátíðarnar - 'lucky bastard'. Seychelleyjar er eyjaklasi í Indlandshafi, norður af Madagascar. Hann mun halda áfram æfingum á ströndinni og gefa skýrslu þegar hann kemur tilbaka.
Einvígi virðist vera í uppsiglingu í næsta Powerade Vetrarhlaupi eftir ummæli Hnakkans í athugasemdum við lýsingu Guðna frá síðasta hlaupi, þar gerir hann stólpa grín að bæði Guðna og Hössa. Gaman verður að fylgjast með.
Næst - jólaæfingin á morgun - sjá hér að neðan.
Kveðja,
Dagur
Mættir voru Kallinn (með buff), Oddurinn, Hössinn, Ólinn og Dagurinn ásamt formanns Guggunni og þremur flugdeildar Guggum á eigin vegum.
Karlhormónarnir æptu á átök og ráðist var í kolbrabbann. Eftir annan sprett laumaði Kalli út úr sér "...hvað vorum við velja þessa æfingu..." - en allir kláru æfingu með reisn þrátt fyrir erfitt færi, sleipt og þungt.
Fín æfing.
Kalli kveðjur með þessari æfingu klakann og heldur á vit ævintýranna - hann mun dvelja á Seychelleyjum um hátíðarnar - 'lucky bastard'. Seychelleyjar er eyjaklasi í Indlandshafi, norður af Madagascar. Hann mun halda áfram æfingum á ströndinni og gefa skýrslu þegar hann kemur tilbaka.
Einvígi virðist vera í uppsiglingu í næsta Powerade Vetrarhlaupi eftir ummæli Hnakkans í athugasemdum við lýsingu Guðna frá síðasta hlaupi, þar gerir hann stólpa grín að bæði Guðna og Hössa. Gaman verður að fylgjast með.
Næst - jólaæfingin á morgun - sjá hér að neðan.
Kveðja,
Dagur
Jólaæfing kl.17.15 á fimmtudag 18. des.
þriðjudagur, desember 16, 2008
Hádegisæfing 16. desember
Orð dagsins: Að vera á sjávarréttakúrnum er "when I seafood, I eat it".
Fyrst er hér áríðandi tilkynning frá einum aðalaðstandanda Powerade vetrarraðhlaupsins:"Ef veður verður verra eða jafnslæmt og í ógeðshlaupinu sl. fimmtudag mun hlaup verða fellt niður. Ekki mun vera forsvaranlegt að ætla nokkrum starfsmanni hlaupsins að stunda sína vinnu við viðlíka aðstæður og mynduðust á keppnissstað."
Mættir í dag í fallegu veðri en snjó voru: Ingunn og Laufey á sérleið í skógi (hvað er svona spennandi þar í innviðum trjánna?), Sveinbjörn, Fjölnir (Suðurgata), Sigurgeir (Hvell Geiri/Flash Gordon) og Sigrún (Hofs) og Dagur, sem var sendur lengri leiðina í Kaplaskjól af því að við nenntum ekki að hafa hann hjá okkur alla leiðina. Samdóma álit 3jamannanefndar á Ægisíðu krefst þess að Gnarr nokkur Hnakki skili inn blóð og þvagprufusýnum til RALA sem allra fyrst. Grunur leikur á að um misnotkun kynbótaefna sé að ræða samkvæmt niðurstöðum úr síðasta keppnis. Gæti rannsókn þessi hæglega leitt af sér tafarlausa brottvikningu. Annað mál, sem ekki er síður visst umþóttunarefni, er að heyrst hefur að nokkrir meðlimir klúbbsins séu farnir að velja sælustund í jólahlaðborði framyfir auglýstan æfingatíma og er það athæfi nú til skoðunar hjá opinberum aðilum.
Suðurgatan 7,eitthvað
Hofs 8,6 eins og venjulega
Kapli 9,3-4
Munið eftir jólaæfingunni á fimmtudag kl. 17.15. Pottur og sæla á eftir.
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, desember 15, 2008
Breaking News
Þjálfarinn hefur talað og létti þá allri heimsbyggðinni:
http://hundredpushups.com/what.html
"Remember, the main aim of the hundred push ups program is to improve your strength, fitness and general health. It really doesn't matter what style of push up you perform as long as you continue to make progress and keep challenging yourself. "
Good to know.
Aðalritarinn
http://hundredpushups.com/what.html
"Remember, the main aim of the hundred push ups program is to improve your strength, fitness and general health. It really doesn't matter what style of push up you perform as long as you continue to make progress and keep challenging yourself. "
Good to know.
Aðalritarinn
Brúar- og kærustuhlaupið 15.desember
Mættir voru við hamarshögg: Sveinbjörn (fylgdi okkur fyrsta kaflann), Dagur, Hössi, Kalli með húfu, Óli, Huld og Sigrún. Fórum gegnum skóg frá hóteli og framhjá skógrækt, Háaleitisbraut, Fellsmúli með nýjum stíg, Ármúli, Safamýri, Hlíðar og heim á hótel. Strákarnir héldu sig í frontinum enda ræddu þeir gamla tíma þar sem menn áttu kærustu í hverri höfn, "já, þá var nú gaman að lifa", og bentu dreymnir á hvern heimasætugluggann á fætur öðrum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og andi einkvænis svífur yfir vötnum sem vissulega getur verðið andlega krefjandi. Ja, sei sei. Menn mega muna sinn fífil fegurri í þeim efnum. Við stelpurnar þurfum ekki að rifja upp svona fortíð sem engin er þannig að við héldum okkur bakatil. Veður var að mestu gott en snjór yfir öllu. Tekinn var status á því hvernig framkvæma á hina fullkomnu armbeygju og er ansi hætt við að margir fengju sínar ekki teknar gildar ef farið væri eftir þessum allsendis ofurfáránlegu viðmiðum.
Aðalritari lýsir yfir miklum áhyggjum af hinu meinta hvarfi Steypireyðar, vill að hann tilkynni til næsta strandstaðar strax ef hann hyggst halda á djúpsjávarmið og/eða ef hann er á Kolmunnaveiðum. Ellegar verður Hafró að fara í umfangsmikla leit að skepnunni með tilheyrandi fínkembingu á sjávarbotni.
Alls 8,3-K
Kveðja,Sigrún hvalavinur
sunnudagur, desember 14, 2008
Armbeygjuáskorun-skil á 3 maxtölum í viku 2
Vinsamlegast skilið inn maxtölum vikunnar skv. æfingaprógrammi í "comments", þ.e. nafn og 3x maxtala (sem er talan úr síðasta setti hvers æfingadags og tilgreinið viku og dálk).
Dæmi: Dagur Egonsson (3/45/100) vika 2/ dálkur 3.
Dæmi: Dagur Egonsson (3/45/100) vika 2/ dálkur 3.
föstudagur, desember 12, 2008
Freaky Friday 12. desember
Það sem er "freaky" er að einhverjir eftirlifendur hlaupsins í gær séu aftur mættir til leiks en annars var fantagóð mæting. Sveinbjörn og Anna Dís skelltu sér Suðurgötuna, Sigurborg og Ágústa fóru í tjarnar/miðbæjarhlaup og restin (Dagur, Óli, Kalli, Guðni, Huld og Sigrún) fór Hofsvallagötu eða Kapla/Granaskjól. Fallegt veður og stillt en snjór á braut og undirliggjandi hálka. Með þakklæti í huga eftir að hafa komist lífs af í gær bið ég fólk að njóta helgarinnar og ganga hægt eða hratt um gleðinnar dyr.
Alls á bilinu 5-7-8,6-9,3K
Í tilefni dagsins
Kveðja,
Sigrún
Ath. munið að klára armbeygjur og skila inn tölum á sunnudag.
Alls á bilinu 5-7-8,6-9,3K
Í tilefni dagsins
Kveðja,
Sigrún
Ath. munið að klára armbeygjur og skila inn tölum á sunnudag.
fimmtudagur, desember 11, 2008
Ógeðshlaupið
Í stað þriðja vetrarraðhlaupsins var haldið ógeðshlaup í kvöld. Reyndar var það haldið undir merkjum Powerade og þetta voru sömu mennirnir sem stóðu fyrir þessu, en ég læt ekki blekkjast svo auðveldlega.
www.vedur.is segir að það hafi verið SA 18 m/sek kl 21 þegar hlaupinu lauk. Það er ekki ofmælt og fróðlegt að vita hvað vindurinn fór upp í kviðum. Eitt var að geta ekki staðið í lappirnar, verið rennblautur en hitt verra að ná ekki andanum.
Tímarnir mínir voru í besta falli áhugaverðir:
4:48, 6:05 (ath algjört flatlendi), 4:20 (fauk upp brekkuna), 4:36, 4:06
4:08, 4:02, 5:24, 6:59 (ekki prentvilla), 6:11 = 51:24, nýtt ekkimet, 37. í mark af ca 150 sem lögðu af stað.
Aldrei hef ég hlaupið á 10km hraða en farið samt fram út manni, eins og ég gerði á 10. km.
Hössi virtist sprækur þrátt fyrir meintan lasleika síðustu viku og fór sæmilega hratt af stað. Oddgeir og Gnarri byrjuðu fyrir aftan mig, en hafa líklegast farið framúr á öðrum k, tók aldrei eftir þeim og sá þá ekki koma í mark á eftir mér.
Ca. tímar þeirra sem komu á eftir mér: Huld (53:57), Sigurgeir (55:06), Sigrún (55:47), Ása (57:11).
Það er eins gott að við fáum einhver stig fyrir að klára, þó að röð í mark (í mínu tilfelli) gefi ekki tilefni til óhóflegrar bjarsýni.
Ágæt lýsing á veðrinu er að Dagur var inni í bíl með tímatökuna, en það hef ég ekki séð áður.
Fyrstu verðlaun í kvöld fá allir þeir sem mættu og hlupu. Sérstök aukaverðlaun fær Dagur fyrir að ná að plata okkur vitleysingana út.
Takk fyrir mig. Þetta verður ekki verra. Nú mun ALDREI vera hægt sleppa hlaupi vegna veðurs.
Guðni I
www.vedur.is segir að það hafi verið SA 18 m/sek kl 21 þegar hlaupinu lauk. Það er ekki ofmælt og fróðlegt að vita hvað vindurinn fór upp í kviðum. Eitt var að geta ekki staðið í lappirnar, verið rennblautur en hitt verra að ná ekki andanum.
Tímarnir mínir voru í besta falli áhugaverðir:
4:48, 6:05 (ath algjört flatlendi), 4:20 (fauk upp brekkuna), 4:36, 4:06
4:08, 4:02, 5:24, 6:59 (ekki prentvilla), 6:11 = 51:24, nýtt ekkimet, 37. í mark af ca 150 sem lögðu af stað.
Aldrei hef ég hlaupið á 10km hraða en farið samt fram út manni, eins og ég gerði á 10. km.
Hössi virtist sprækur þrátt fyrir meintan lasleika síðustu viku og fór sæmilega hratt af stað. Oddgeir og Gnarri byrjuðu fyrir aftan mig, en hafa líklegast farið framúr á öðrum k, tók aldrei eftir þeim og sá þá ekki koma í mark á eftir mér.
Ca. tímar þeirra sem komu á eftir mér: Huld (53:57), Sigurgeir (55:06), Sigrún (55:47), Ása (57:11).
Það er eins gott að við fáum einhver stig fyrir að klára, þó að röð í mark (í mínu tilfelli) gefi ekki tilefni til óhóflegrar bjarsýni.
Ágæt lýsing á veðrinu er að Dagur var inni í bíl með tímatökuna, en það hef ég ekki séð áður.
Fyrstu verðlaun í kvöld fá allir þeir sem mættu og hlupu. Sérstök aukaverðlaun fær Dagur fyrir að ná að plata okkur vitleysingana út.
Takk fyrir mig. Þetta verður ekki verra. Nú mun ALDREI vera hægt sleppa hlaupi vegna veðurs.
Guðni I
miðvikudagur, desember 10, 2008
Hádegisæfing - 10. desember
Mæting : Guðni, Dagur, Anna Dís, Kalli, Huld, Björg og var ekki Sveinbjörn þarna líka?
Kalli átti setningu dagsins þar sem hann stóð á stuttbuxunum í búningsklefanum og spurði: "...er húfuveður?". Var þetta spurning um að verða ekki kalt á hausnum eða átti að koma í veg fyrir að hárgreiðslan ruglaðist og hárgelið læki niður í augun?
Þar sem Powerade Vetrarhlaupið er á morgun var tvennt í boði. Annars vegar Suðurgata á stelpuhraða með Guðni fyrir þá sem voru að fara í Powerade eða treystu sér ekki í meira og hins vegar Hofsvallagata eða meira út að kafara á veiðihraða fyrir þá sem ekki voru að fara Powerade eða vildu meira.
Anna Dís vildi fara á kerlingarhraða en þar sem aðeins voru Guggur og Gaurar á æfingu var aðeins boðið uppá stelpuhraða á Suðurgötuna.
Góð æfing í 8 gráðu hita og greinjandi rigningu.
Kveðja,
Dagur
Kalli átti setningu dagsins þar sem hann stóð á stuttbuxunum í búningsklefanum og spurði: "...er húfuveður?". Var þetta spurning um að verða ekki kalt á hausnum eða átti að koma í veg fyrir að hárgreiðslan ruglaðist og hárgelið læki niður í augun?
Þar sem Powerade Vetrarhlaupið er á morgun var tvennt í boði. Annars vegar Suðurgata á stelpuhraða með Guðni fyrir þá sem voru að fara í Powerade eða treystu sér ekki í meira og hins vegar Hofsvallagata eða meira út að kafara á veiðihraða fyrir þá sem ekki voru að fara Powerade eða vildu meira.
Anna Dís vildi fara á kerlingarhraða en þar sem aðeins voru Guggur og Gaurar á æfingu var aðeins boðið uppá stelpuhraða á Suðurgötuna.
Góð æfing í 8 gráðu hita og greinjandi rigningu.
Kveðja,
Dagur
þriðjudagur, desember 09, 2008
Hádegisæfing 9. desember
Mæting í dag var góð: Ingunn og Laufey fraktskvísur vóru á eigin vegum, Sveinbjörn fór Suðurgötuhringinn (hefði klárlega átt að koma með okkur) en restin fór rólega Hofsvallagötu, eftir megni (sem þýðir að sumir eru rólegri en aðrir). Þetta vóru Guðni, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Bryndís og Sigrún. Snjór var á brautinni en sandað á stíg, sem er gott en ákveðinn kvíðbogi er samt í þeim hlaupurum sem hyggjast fórna sér í Powerade á fimmtudaginn, varðandi veður og færð. Annað, öllu alvarlegra mál er þó ofar í huga félagsmanna, en það er stóra vínsmökkunarmálið sem nú virðist í uppsiglingu og er á of viðkvæmu stigi til að hægt sé að greina frá því í smáatriðum. Spyrja verður að leikslokum um lúkningu þess máls og verða dæmin að tala sínu máli á fimmtudaginn. Munið: "Eftir einn, ei aki neinn" en hinsvegar minnir mig að einn góðkunningi lögreglunnar hafi sagt: "Eftir tvo, hlauptu svo". Glöggir lesendur vita eflaust við hvurn er átt.
Fínt veður og alls 8,75K
Veðurspáin fyrir fimmtudaginn
Kveðja,
Sigrún
Fínt veður og alls 8,75K
Veðurspáin fyrir fimmtudaginn
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, desember 08, 2008
Hádegisæfing 8. des. "Simulatorinn"
Samkvæmt plani var "simulatorinn" tekinn í dag, Sveinbjörn var á eigin vegum en í herminn mættu: Guðni, Kalli, Oddgeir, Huld og Sigrún. Dagur kom svo inn eftir fyrsta hring en hann þurfti að bera út fríblöð í Múlahverfi fyrst og hljóp þaðan. Fyrir ókunna skal þess getið að hermirinn er braut sem er um 800m löng, liggur upp ASCA-brekku í skógi, áfram í átt að Perlu, 180° snúningur (mikilvægt að ná góðum möndulsnúningi), niður malarstíg (nú snævi þakinn) og áfram eftir vegi í gegn hjá keðju. Lenging brautar var grenjuð í gegn af ljósfextum kvenkyns þátttakendum og er það vel. Þessi leið var tekin 3x eftir um 2K upphitun, skokkað rólega á milli og niðurskokk eftir það. Alls var æfingin um 8K í snjó en fínu veðri. Enn eiga nokkrir, sem tóku áskorunina um armbeygjur alvarlega, eftir að skila inn sínum 1. viku tölum. Þar á meðal er upphafsmaður og sá sem er í forsvari æfinganna ásamt öðrum slúbbertum. Menn mega búast við dagsektum ef frekari tafir verða á birtingu talna.
Kveðja,
Sigrún
Running form - how to improve it.
Kveðja,
Sigrún
Running form - how to improve it.
sunnudagur, desember 07, 2008
Armbeygjuáskorun-skil á 3 maxtölum í viku 1
Vinsamlegast skilið inn maxtölum vikunnar skv. æfingaprógrammi í "comments", þ.e. nafn og 3x maxtala (sem er talan úr síðasta setti hvers æfingadags).
Dæmi: Jón Jónsson (8/12/16).
Dæmi: Jón Jónsson (8/12/16).
föstudagur, desember 05, 2008
Freaky Friday
Réttsæll flugvallarhringur í frosti. Spænt síðasta kaflann.
Alls 7,3K
Kveðja, Sigrún og Oddman
Ath. Gangið hægt um gleðinnar dyr í "The Ball"
Alls 7,3K
Kveðja, Sigrún og Oddman
Ath. Gangið hægt um gleðinnar dyr í "The Ball"
Hlaupabuxur-Nýtt
fimmtudagur, desember 04, 2008
Thursday December 4th- Without Mercy
Skínandi veður í dag (fyrir utan smá rok) og mættir samkvæmt nafnakalli: Bjöggi, Guðni, Dagur, Sigurgeir og Fjölnir, Oddgeir, Huld og Sigrún. Þrátt fyrir kolkrabbann í gær voru sumir hungraðir í átök og því var stillt upp til stórátaka. Allir fóru Suðurgötuna og þaðan fóru Dagur, Bjöggi, Guðni og Oddgeir spretti í "blaðburðarhringnum" (1600m, 800m, 400m, og 200m). Mættumst síðan á Ægisíðu og slefuðum restina að 2 sprettum með þeim, Huld og ég en fyrr höfðu The Cargos stungið af inn í skóg og horfið. Fórum síðan restin inn að ASCA rótum og tókum brekkuna + möl með 180° twisti og niður (alls rúmir 700m) og fannst okkur alveg vanta síðasta kaflann til að um fullkomna Powerade eftiröpun væri að ræða. Ef á að kalla þessa æfingu "simulatorinn" verður að slútta í gegn hjá keðjunni, ekki satt? Þá erum við farin að tala saman um rafstöðvarbrekku, hæð, langan kafla og niður, ef glöggir lesendur kynnu að kannast við sig í þeim kringumstæðum.
Lengra holl rúmir 9K
Styttra 8,1K
Bjöggi this one is for you :)
Kveðja,
Sigrún
Lengra holl rúmir 9K
Styttra 8,1K
Bjöggi this one is for you :)
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, desember 03, 2008
No Whining Wednesday - Kolkrabbinn
Mættum í kalsaveðrinu í dag: Anna Dís og Ársæll í skógarhlaupi, Kalli (sokka og buxnalaus), Óli, Sigurgeir, Geirdal og Sigrún til að fara "kolkrabbann" undir stjórn Dags. Dagur er hinsvegar farinn í jólaköttinn og hefur ekkert til hans spurst en það aftraði ekki sjálfseyðingarhvatarhópnum sem gerði sína æfingu nokkuð skammlaust við hörð skilyrði, hálku og vind. Sýnu sprækastur var þó Geirdal, enda er hann svotil nýdansaður úr einhverju indjánasvetti og þ.a.l. laus við allar áhyggjur og þyngingar.
Alls 7,6-K
Minni lesendur á að sinna armbeygjuprógramminu samviskusamlega!
Kveðja,
Sigrún
Alls 7,6-K
Minni lesendur á að sinna armbeygjuprógramminu samviskusamlega!
Kveðja,
Sigrún
Til minnis
þriðjudagur, desember 02, 2008
Testósterónslausi dagurinn 2. desember
Loksins, loksins!
Mættum tvær skvísur í dag, formaðurinn og aðalritarinn. Fórum réttan flugvallarhring (rómantísku leiðina), alls 7,3-K.
Geri orð W.H. Auden að mínum í dag:
"Stop all the clocks, cut off the telephone. Prevent the dog from barking with a juicy bone. Silence the pianos and with muffled drum, Bring out the coffin... let the mourners come. Let aeroplanes circle, moaning overhead, Scribbling on the sky the message: He is Dead. Put crepe bows 'round the necks of public doves, Let traffic policemen wear black, cotton gloves. He was my North, my South, my East, my West. My working week and my Sunday rest. My noon, my midnight, my talk, my song, I thought love would last forever: I was wrong. The stars are not wanted now, put out every one. Pack up the moon and dismantle the sun. Pour out the ocean and sweep up the wood, For nothing now can ever come to any good."
Strákar, ekki láta ykkur nokkurntíma aftur detta í hug að skrópa aftur. Ekki allir í einu, a.m.k.
Kveðja,
Sigrún
Mættum tvær skvísur í dag, formaðurinn og aðalritarinn. Fórum réttan flugvallarhring (rómantísku leiðina), alls 7,3-K.
Geri orð W.H. Auden að mínum í dag:
"Stop all the clocks, cut off the telephone. Prevent the dog from barking with a juicy bone. Silence the pianos and with muffled drum, Bring out the coffin... let the mourners come. Let aeroplanes circle, moaning overhead, Scribbling on the sky the message: He is Dead. Put crepe bows 'round the necks of public doves, Let traffic policemen wear black, cotton gloves. He was my North, my South, my East, my West. My working week and my Sunday rest. My noon, my midnight, my talk, my song, I thought love would last forever: I was wrong. The stars are not wanted now, put out every one. Pack up the moon and dismantle the sun. Pour out the ocean and sweep up the wood, For nothing now can ever come to any good."
Strákar, ekki láta ykkur nokkurntíma aftur detta í hug að skrópa aftur. Ekki allir í einu, a.m.k.
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, desember 01, 2008
Hádegisæfing 1. desember
Í frosti og stillu lögðum við upp frá Loftleiðum: Dagur, Guðni, Kalli, Óli og Sigrún til þess að freista gæfunnar á Eiðistorgi. Anna Dís og Ársæll voru á hamingjunnar vegum en Jói fór öfugan flugvallarhring. Hardcorið, með hálfnakinn þátttakanda (Coolio), fór mikinn út á Eiðistorg og skiptumst þar í 2 fylkingar sem hlupu "hringinn" á tempóinu. Skipti þar engum togum að Dagur og Óli fóru sína leið en Guðni og Kaldi fóru reverse, með aðalritarann í eftirdragi, og þurfti G-ið að hafa sig allan við til að halda Cooli-óinu fyrir aftan sig. Þar sannast réttilega "less is more" eins og ég hef iðulega sagt, varðandi ytra atgervi. Stöldruðum svo við smástund við staurinn og héldum heim en alls slefar þessi æfing hátt í 10-K og þessvegna verður að hlaupa hana hratt.
Fín æfing en kalt.
Eftir æfingu tók aðalritarinn samviskusamlega vasabrotsarmbeygjurnar sínar og lét síðan 17 ára ökuvitleysing keyra á sig, vegna fjölda áskorana og hálku.
Þakka þeim sem stungu mig hrottalega af í dag.
Góðar stundir.
Sigrún :)
Armbeygjuáskorun
Þessir hafa tekið áskoruninni og hér eru niðurstöður úr initial test:
Sveinbjörn 20
Bryndís 20
Geirdal 40
Anna Dís 30
Ása 19
Sigurgeir 23
Dagur 35
Óli 40
Sigrún B. 20
Guðni 27
Kalli 42
Hössi 38
Matthías 22
Jens 12
Jói 20
Ársæll 17
Gott er að prenta út áætlunina í vasabroti og hafa á sér öllum stundum.
Deadline fyrir tölur (3 x max) fyrstu vikunnar er á sunnudaginn 7. desember - þeir sem ekki skila inn tölum teljast hafa skorast undan.
Kveðja,
Dagur
Sveinbjörn 20
Bryndís 20
Geirdal 40
Anna Dís 30
Ása 19
Sigurgeir 23
Dagur 35
Óli 40
Sigrún B. 20
Guðni 27
Kalli 42
Hössi 38
Matthías 22
Jens 12
Jói 20
Ársæll 17
Gott er að prenta út áætlunina í vasabroti og hafa á sér öllum stundum.
Deadline fyrir tölur (3 x max) fyrstu vikunnar er á sunnudaginn 7. desember - þeir sem ekki skila inn tölum teljast hafa skorast undan.
Kveðja,
Dagur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)