Mættir í dag: Sveinbjörn allsherjar, BB moviestar, Guðni leiðarhöfundur, Dagur tannlæknaskelfir og Sigrún uppnefnari. Fórum rólega Suðurgötu, þar sem sprettir voru á dagskrá í gær. Á miðri leið heyrðist neyðarópið "hjálp" frá Sveinbirni og skipti þá engum togum en hópurinn var nærri hjólaður niður af morðóðum hjólreiðamanni á stíg. Neyðarópið átti að sjálfsögðu að hljóma "hjól" frá fyrrnefndum félagsmanni en kom hinsegin út. Er þeim tilmælum beint til félagsmanna að þeir reyni að vera skorinortari í sinni framgöngu hvað tjáningu varðar, til að forðast misskilning og eða stórslys. Þarna hefði rétta kallið hljómað "reiðhjól", eða jafnvel "passið ykkur á morðóða reiðhjóladólgnum" eða eitthvað á þeim nótum. Eins er afar hvimleitt þegar félagsmenn, sem skráðir eru iðkendur á hlaup.com, skila ekki a.m.k. 40-50km. á mánuði til samneyslu FI-skokks, og verða þ.a.l. þess valdandi að liðið hangir illa eða ekki inni á topp 10 lista vikunnar. Þetta er nú til skoðunar hjá skoðunarmönnum stjórnar. Lýkur þar reiðilestrinum.
Smá tvist var farið í dag um Lynghaga (hvar leiðarhöfundur sleit hluta barnsskó sinna)og þaðan um VR2 göngustíg m.m. og hefðbundin leið heim framhjá H.Í.
Nokkuð loðið færi var og skaflar en engin úrkoma í grennd, ekki einu sinni á stöku stað.
Alls tæpir 8K
Annars bara góða helgi og bæ,
Sigrún
föstudagur, febrúar 26, 2010
miðvikudagur, febrúar 24, 2010
Hádegisæfing 24. febrúar
Mættir í kulda til tækjavarðar á pinna: 3R, Óli 3D, Quanta la Gústa-la, Victory city, Cargo-bros, Duckwatcher, Roadrunner, Der Trainer, The man who came down from
the stool, Sjón von Eagleville, Odd-man, Karate kid, BB Mar, The Goat and last but not least, Baldur Bluebird, who made a special appearance. Farinn var Hofsvallagötuhringur (sumir styttra) en aðrir tóku tempólengingar í v-bæ. Nokkuð kalt var í veðri en það virtist ekki hindra áhugasama meðlimi og gesti í að fjölmenna á æfingu. (alls 16 einstaklingar)
Alls frá 7-9,5K ca.
Kveðja,
Sigrún
There was a thin runner from Cork
he thought about doing New York
got quite a good start
but then had to fart
and missed the last mile, like a dork.
(The Goat, 24th of feb.)
the stool, Sjón von Eagleville, Odd-man, Karate kid, BB Mar, The Goat and last but not least, Baldur Bluebird, who made a special appearance. Farinn var Hofsvallagötuhringur (sumir styttra) en aðrir tóku tempólengingar í v-bæ. Nokkuð kalt var í veðri en það virtist ekki hindra áhugasama meðlimi og gesti í að fjölmenna á æfingu. (alls 16 einstaklingar)
Alls frá 7-9,5K ca.
Kveðja,
Sigrún
There was a thin runner from Cork
he thought about doing New York
got quite a good start
but then had to fart
and missed the last mile, like a dork.
(The Goat, 24th of feb.)
Warner Bros kynna: "The Sprinter"
Vegna fjölda áskoranna FISKOKK meðlima.
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa bókina....
SJÁIÐ MYNDINA!
http://www.youtube.com/watch?v=I8RPPvhtHi8
(Það vantar bara Gnarrinn í að lesa inn á trailerinn :-)
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa bókina....
SJÁIÐ MYNDINA!
http://www.youtube.com/watch?v=I8RPPvhtHi8
(Það vantar bara Gnarrinn í að lesa inn á trailerinn :-)
þriðjudagur, febrúar 23, 2010
Hádegisæfing 23. febrúar 2010
Einstök veðurblíðan heldur áfram hér við Öskjuhlíðina og meðlimir FISKOKK njóta þar góðs af. Eins og skáldið sagði hér um árið, "today is a good day to spill your gut". Mætt til aftöku (af fúsum og frjálsum vilja) voru; Ostasamlokan(Dagur), Guðni hægri hönd (yfirþjálfarans þ.e.a.s.), Ofur-Huld, Sveinbjörn Berserkur(a.k.a. Sveppi), 3R, Björgvin Mar Bjarnason. Trommarinn (Briem) mætti seint og Ritarinn faldi sig bak við tré þar til æfingin var búin og skeiðaði þá létt á fæti til hópsins og hljóp síðustu 900 metrana rólega heim á HLL með genginu. Flott æfing það.
Æfingin fólst í því eftir 10 mín upphitunarskokk að hlaupa Asca hringinn eins oft og hver gat á 25 mínútum. Drullu erfitt, en allir glaðir....það er aðal málið. Menn ferðuðust mislangt eins og gengur en þetta varieraði frá því að vera ca. 6,5 Km upp í rúmlega 8 Km. Svo rólegt heim.
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að æfing morgundagsins mun fara fram upp í Mosfellsdal....... :-)
Ævinlega margblessuð.
Bjútí.
Æfingin fólst í því eftir 10 mín upphitunarskokk að hlaupa Asca hringinn eins oft og hver gat á 25 mínútum. Drullu erfitt, en allir glaðir....það er aðal málið. Menn ferðuðust mislangt eins og gengur en þetta varieraði frá því að vera ca. 6,5 Km upp í rúmlega 8 Km. Svo rólegt heim.
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að æfing morgundagsins mun fara fram upp í Mosfellsdal....... :-)
Ævinlega margblessuð.
Bjútí.
mánudagur, febrúar 22, 2010
Hádegisæfing 22. febrúrar 2010
Mætt í dag í bliðskapar veðri.
Dagur, Guðni, Huld, Óli Briem, Jón Örn, Sveibjörn og Björgvin Harri.
Farin Suðurgata, Hofsvallagata með tvistum hér og þar allt eftir þvi hversu vel menn (og konur) voru upplagðir/ar. Mér skildist á þjálfarateymi að þetta væri bara lognið á undan storminum því á morgun yrði boðið upp á brekkuspretti.
Upphitun lýkur þegar vart verður við uppsölur, og æfingu lýkur þegar lifur og nýrum verður rennt afur niður vélindu og komið fyrir á sínum stöðum.
(P.s. af flutningafræðilegum ástæðum (logistics) verður æfingin haldin í Fossvogskirkjugarði, styttra að færa menn til þar og koma mönnum í geymslu).
Það var gaman að kynnast ykkur.
Bjútí.
Dagur, Guðni, Huld, Óli Briem, Jón Örn, Sveibjörn og Björgvin Harri.
Farin Suðurgata, Hofsvallagata með tvistum hér og þar allt eftir þvi hversu vel menn (og konur) voru upplagðir/ar. Mér skildist á þjálfarateymi að þetta væri bara lognið á undan storminum því á morgun yrði boðið upp á brekkuspretti.
Upphitun lýkur þegar vart verður við uppsölur, og æfingu lýkur þegar lifur og nýrum verður rennt afur niður vélindu og komið fyrir á sínum stöðum.
(P.s. af flutningafræðilegum ástæðum (logistics) verður æfingin haldin í Fossvogskirkjugarði, styttra að færa menn til þar og koma mönnum í geymslu).
Það var gaman að kynnast ykkur.
Bjútí.
Hnjask
Þessi mynd er ekki mjög "Bjútí-fúl". Eftir gríðarlegan hópþrýsting frá yfirþjálfara samþykkti ég að tekin yrði mynd af "hnjaskinu" frá því á Mestaramóti Öl-dunka fyrir 10 dögum. Einnig hefur orðið vart við ákveðna pressu frá FISKOKK félögum um að greint yrði frá í detail hvað fór hér fram.
Á MÍ tók undirritaður þátt í 60 m spretti og kúlu. Í stuttu máli var árangurinn sá sami og hjá Handboltalandsliðinu - Silfur og Brons. Tognun á hamstring varð hinsvegar í 60 m hlaupinu eftir ca 30 metra og þurfti því undirritaður að keppa tognaður í kúlunni. Það er ekki til bóta, ég get vottað það.
Það væri sennilega ráðlegt að mæta á nokkrar æfingar áður en þátttaka í næsta móti verður að veruleika. Engu að síður hefur stefnan verið sett á gullið að ári í báðum greinum, það kemur ekki annað til greina. Fyrir þá hafa mikinn áhuga á anatomy-u er skilgreining á vöðvanum Ham-string tekin af Wikipedia og birt hér að neðan.
Í guðs friði.
Bjútí.
Hamstring
From Wikipedia, the free encyclopedia
Posterior view of left lower extremity.
Interior muscular view of the three muscles that make up the hamstring
In human anatomy, the hamstring refers to one of the three posterior thigh muscles, or to the tendons that make up the borders of the space behind the knee. In modern anatomical contexts, however, they usually refer to the posterior thigh muscles, or the tendons of the semitendinosus, the semimembranosus and the biceps femoris. In quadrupeds, it refers to the single large tendon found behind the knee or comparable area.
Á MÍ tók undirritaður þátt í 60 m spretti og kúlu. Í stuttu máli var árangurinn sá sami og hjá Handboltalandsliðinu - Silfur og Brons. Tognun á hamstring varð hinsvegar í 60 m hlaupinu eftir ca 30 metra og þurfti því undirritaður að keppa tognaður í kúlunni. Það er ekki til bóta, ég get vottað það.
Það væri sennilega ráðlegt að mæta á nokkrar æfingar áður en þátttaka í næsta móti verður að veruleika. Engu að síður hefur stefnan verið sett á gullið að ári í báðum greinum, það kemur ekki annað til greina. Fyrir þá hafa mikinn áhuga á anatomy-u er skilgreining á vöðvanum Ham-string tekin af Wikipedia og birt hér að neðan.
Í guðs friði.
Bjútí.
Hamstring
From Wikipedia, the free encyclopedia
Posterior view of left lower extremity.
Interior muscular view of the three muscles that make up the hamstring
In human anatomy, the hamstring refers to one of the three posterior thigh muscles, or to the tendons that make up the borders of the space behind the knee. In modern anatomical contexts, however, they usually refer to the posterior thigh muscles, or the tendons of the semitendinosus, the semimembranosus and the biceps femoris. In quadrupeds, it refers to the single large tendon found behind the knee or comparable area.
föstudagur, febrúar 19, 2010
Freaky Friday 19. febrúar
Á pinna: Sveinki, Guðni (kominn af stólnum), Huld og Sigrún (Flugstoðir)og síðan kom Óli Briem enn og aftur úr ormagöngum í skógi og kvaðst hafa farið Masterfields (trúi því hver sem vill). Nokkuð kalt í veðri og gjóla en Guðni leiddi okkur um skóg inn í Fossvog og kirkjugarð með menningar og leiklistarsögulegu ívafi. Ekki vert að Faust meira um það, en allir eru hvattir til að sjá þá sýningu og vera staðsettir aftarlega í sal, vegna yfirhangandi drýsla á stöku stað. Setning dagsins var hinsvegar úr málfarshorninu: "Við erum tveir einir" (þetta er málvenja) en ekki telst rétt að segja "ég var einn einn" eða hvað þá heldur "við vorum þrír einir", ef svo ber undir um fjölda iðkenda í baðklefa eða á æfingu. Þetta er nú komið í farveg og verður leitt til lykta von bráðar en af sama tilefni finn ég mig knúna til að gera eina vísu Hávamála að mínum:
Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð ef villur vega,
auðigur þóttumst
er eg annan fann,
maður er manns gaman.
Og í snilldarþýðingu W.H. Audens (sem var skápaklæðskiptingur)
English translated by W. H. Auden and P. B. Taylor
Young and alone on a long road,
Once I lost my way:
Rich I felt when I found another;
Man rejoices in man.
Síðan skora ég á Bjútíið eða kreftst þess að hann fjalli um afrek sín á innanhússmóti öldunga sem ég frétti lauslega af áðan, með sér færslu.
Alls um 8,5K
Annars góða helgi og over and out. :)
SBN-ið
Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð ef villur vega,
auðigur þóttumst
er eg annan fann,
maður er manns gaman.
Og í snilldarþýðingu W.H. Audens (sem var skápaklæðskiptingur)
English translated by W. H. Auden and P. B. Taylor
Young and alone on a long road,
Once I lost my way:
Rich I felt when I found another;
Man rejoices in man.
Síðan skora ég á Bjútíið eða kreftst þess að hann fjalli um afrek sín á innanhússmóti öldunga sem ég frétti lauslega af áðan, með sér færslu.
Alls um 8,5K
Annars góða helgi og over and out. :)
SBN-ið
fimmtudagur, febrúar 18, 2010
Hádegisæfing 18. febrúar 2010
Í gullfallegu veðri, sól frost og logn, mættu Jóhann Úlfarsson, Jói Húsvörður, Sköllótti kallinn í kjallaranum, ljósameistari Pelican og Joe the Conqueror. Skokkuðu þeir allir saman um hlíðar og dali og tóku vel á því að sögn húsvarðarins. "Ég held þetta hafi verið ein erfiðasta æfing FISKOKK frá upphafi" sagði ljósameistarinn sem var ennþá að ná fullu jafnvægi og sjón núna um kl. 15:00.
Að öllu gríni slepptu þá mætti Jói EINN í dag. Ég spyr bara, hvað er í gangi? Undirritaður er sjálfur alveg svaðalega tognaður eftir að hafa ofmetnast um síðustu helgi en er á réttri leið og mun mæta í næstu viku, þó ekki væri nema til að "tak´á´ð'i" með "the Lone Ranger" (nýtt nafn á Jóanum).
Aðrir limir FISKOKK vinsamlegast skili sér í hús og mæti á "pinnan" 12:08, þetta verður ekki liðið og bara eins gott að yfirþjálfarinn er norður í landi að borða ostasamlokur og drekka kakó í Hlíðarfjalli og mun því ekkert frétta af þessari dræmu mætingu.
With love and peace.
Bjútí hinn tognaði.
Að öllu gríni slepptu þá mætti Jói EINN í dag. Ég spyr bara, hvað er í gangi? Undirritaður er sjálfur alveg svaðalega tognaður eftir að hafa ofmetnast um síðustu helgi en er á réttri leið og mun mæta í næstu viku, þó ekki væri nema til að "tak´á´ð'i" með "the Lone Ranger" (nýtt nafn á Jóanum).
Aðrir limir FISKOKK vinsamlegast skili sér í hús og mæti á "pinnan" 12:08, þetta verður ekki liðið og bara eins gott að yfirþjálfarinn er norður í landi að borða ostasamlokur og drekka kakó í Hlíðarfjalli og mun því ekkert frétta af þessari dræmu mætingu.
With love and peace.
Bjútí hinn tognaði.
miðvikudagur, febrúar 17, 2010
Matarhornið
Saltfisksalat "Mama Gracia" (Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna)
Forréttur handa 4-6 (eða aðalréttur í meira magni þá)
200g saltfiskur, ekki útvatnaður (sniðugt að kaupa rifinn, þ.e. saltfiskræmur)
1kg appelsínur
2 langir og mjóir blaðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 glas af ólífum með steini (svörtum)
3msk ólífuolía (t.d. jómfrúar, Himnesk Hollusta eða einhver góð)
Sumir kynnu að vilja svartan pipar úr kvörn.
Hrár saltfiskurinn er hreinsaður vel, rifinn niður í ræmur og settur í skál. Appelsínurnar flysjaðar og allt hvíta lagið skorið vandlega burt. Þær eru skornar í bita og settar út í. Blaðlauknum og ólífunum bætt út í. Ólífuolíunni hellt út í og þetta látið bíða a.m.k. 6 klst. Appelsínusafinn hefur þau áhrif að saltfiskurinn verður ekki lengur eins og hrár. Þetta salat er dæmigert fyrir Andalúsíu og gott er að bjóða upp á gott brauð og tilheyrandi rauðvín með.
Mikið lítur þú vel út beibí, frábært hár!
Kveðja,
aðalritari, úr djúpinu.
Hádegisæfing 17. febrúar
Úr öskunni í eldinn á öskudaginn: Það gerðu Jón Örn, Guðni á stólnum (staðgengill þjálfara), Óli, Sigurborg og Rúna Rut, Sveinbjörn, Mr. Briem, Jói, Sigurgeir, Höskuldur, Huld og Sigrún. Sumir fóru sér, aðrir fóru hjá sér en séræfing dagsins var að taka tempó með lengingu og var Kaplaskjólið stysta vegalengd möguleg fyrir fullorðnu deildina. Þrír af strákunum tóku síðan alla mögulega útúrdúra til lengingar, enda eru þeir sífellt að reyna að ganga í augun á okkur stelpunum. Ekki dugir samt að ganga svo hrikalega í augun á okkur að þið hverfið sjónum, það er fulllangt gengið. Annars var bara æðislegt veður og nokkrir virtust fegnir að aðalritarinn reyndist ekki dauður, heldur nýkominn úr séræfingaleyfi.
Alls max. 9,7 hjá Ivy League
Kveðja,
Sigrún
Alls max. 9,7 hjá Ivy League
Kveðja,
Sigrún
þriðjudagur, febrúar 16, 2010
Hádegisæfing 16. febrúar
Mætt: Jói, Dagur, Guðni, Fjölnir, Sigurgeir, Rúna Rut, Ingunn og Óli. Jói og Ingunn fóru sér en við sáum Óla þegar við komum til baka. Skrítið með þann dreng hvernig hann birtist alltaf í klefanum eftir æfingar, hefur einhver séð hann hlaupa???
Í dag var æfing fyrir ASCA eins og formaðurinn hefur tilkynnt hér á síðunni. Eins og æfingaplanið segir til um þá voru brekkursprettir í boði. Það var upphitun í gegnum skóginn til móts við duftgarðinn. Þá tóku við 6 sprettir upp að bílastæði Perlunar, ca 330 m, og svo rólegt skokk niður til að ná andanum. Svo var rólegt til baka að HLL.
Moment dagsins er klárlega þegar Guðni stóð upp á stól í klefanum fyrir æfingu og tilkynnti að formaðurinn hafi falið honum um að sjá um æfingu dagsins í hans fjarveru. Guðni hélt ræðu um hvernig æfingin átti að vera og allir verða hlusta á hann o.s.frv. Þegar Guðni hafði lokið sér af birtist Dagur og kannaðist ekkert við að hafa beðið Guðna um að sjá um æfingu dagsins ;o)
Total 7,5 km
Kv. Sigurgeir
Í dag var æfing fyrir ASCA eins og formaðurinn hefur tilkynnt hér á síðunni. Eins og æfingaplanið segir til um þá voru brekkursprettir í boði. Það var upphitun í gegnum skóginn til móts við duftgarðinn. Þá tóku við 6 sprettir upp að bílastæði Perlunar, ca 330 m, og svo rólegt skokk niður til að ná andanum. Svo var rólegt til baka að HLL.
Moment dagsins er klárlega þegar Guðni stóð upp á stól í klefanum fyrir æfingu og tilkynnti að formaðurinn hafi falið honum um að sjá um æfingu dagsins í hans fjarveru. Guðni hélt ræðu um hvernig æfingin átti að vera og allir verða hlusta á hann o.s.frv. Þegar Guðni hafði lokið sér af birtist Dagur og kannaðist ekkert við að hafa beðið Guðna um að sjá um æfingu dagsins ;o)
Total 7,5 km
Kv. Sigurgeir
mánudagur, febrúar 15, 2010
Æfingaáætlun fram að ASCA
Nú er ASCA keppnin komin á áætlun um miðjan maí og því ekki úr vegi að setja einhvern strúktur á æfingar klúbbsins í hádeginu. Sem óformlegur þjálfari klúbbsins legg ég eftirfarandi til:
Mánudagar : Rólegt 7-9k, reiknað er með því flestir hafi tekið lengra hlaup um helgina ýmist á laugar- eða sunnudegi og því ekki tekið rólegt recovery
Þriðjudagar : Byrjum æfingartímabilið í brekkunum (Kolkrabbinn, Kirkjugarðurinn, Öskjuhlíðarbrekkan m.m.) til styrktar en færum okkur svo meira yfir í sprettina eftir því sem líður á æfingatímabilið
Miðvikudagar : 'No Whining Wednesdays', hefðbundinn eltingarleikur eftir getu og nennu hvers og eins, Hofsvallagatan eða forgjafarhlaup
Fimmtudagar : Þriðju hverja viku tekið vel á því á sprettæfingum, t.d. 2x(4x1:45m), í fyrsta skipti 26. febrúar. Síðan dettur Vetrarhlaupið inn 11. mars. Aðra daga Hofsvallagata eftir smekk
Föstudagar : 'Freaky Friday' að hætti hússins
Reikna skal með löngu hlaupi um helgar og bent á hina fjölmörgu skokkhópa sem skipulega svoleiðis. Annars erum við líka með sms-lista sem hægt er að vera með í. Þess á milli eru síðan lyftingar, sund, hjólreiðar, göngur, skíði eða hvaðeina sem fólki dettur í hug að taka sér fyrir hendur.
Æfingaráætlunin gerir ráð fyrir að ekki mæti allir alltaf en þó þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi og allir geti hlaupið með. Þannig geti þátttakendur, á eigin forsendum og markmiðum, tekið ákvörðun um það hvernig tekið er þátt í æfingunum hverju sinni. Einnig er alltaf hægt að 'fara sér'.
Sjáum hress á næstu æfingu,
Dagur, Formaður (ef einhver skyldi hafa gleymt því)
Mánudagar : Rólegt 7-9k, reiknað er með því flestir hafi tekið lengra hlaup um helgina ýmist á laugar- eða sunnudegi og því ekki tekið rólegt recovery
Þriðjudagar : Byrjum æfingartímabilið í brekkunum (Kolkrabbinn, Kirkjugarðurinn, Öskjuhlíðarbrekkan m.m.) til styrktar en færum okkur svo meira yfir í sprettina eftir því sem líður á æfingatímabilið
Miðvikudagar : 'No Whining Wednesdays', hefðbundinn eltingarleikur eftir getu og nennu hvers og eins, Hofsvallagatan eða forgjafarhlaup
Fimmtudagar : Þriðju hverja viku tekið vel á því á sprettæfingum, t.d. 2x(4x1:45m), í fyrsta skipti 26. febrúar. Síðan dettur Vetrarhlaupið inn 11. mars. Aðra daga Hofsvallagata eftir smekk
Föstudagar : 'Freaky Friday' að hætti hússins
Reikna skal með löngu hlaupi um helgar og bent á hina fjölmörgu skokkhópa sem skipulega svoleiðis. Annars erum við líka með sms-lista sem hægt er að vera með í. Þess á milli eru síðan lyftingar, sund, hjólreiðar, göngur, skíði eða hvaðeina sem fólki dettur í hug að taka sér fyrir hendur.
Æfingaráætlunin gerir ráð fyrir að ekki mæti allir alltaf en þó þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi og allir geti hlaupið með. Þannig geti þátttakendur, á eigin forsendum og markmiðum, tekið ákvörðun um það hvernig tekið er þátt í æfingunum hverju sinni. Einnig er alltaf hægt að 'fara sér'.
Sjáum hress á næstu æfingu,
Dagur, Formaður (ef einhver skyldi hafa gleymt því)
laugardagur, febrúar 13, 2010
Powerade Vetrarhlaup - Úrslit febrúar
37:58 Höskuldur Ólafsson
40:22 Jón Gunnar Geirdal
43:19 Sigurgeir Már Halldórsson
43:34 Viktor Vigfússon
44:01 Oddgeir Arnarson
44:34 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
45:35 Sigurður Óli Gestsson
46:05 Fjölnir Þór Árnason
46:11 Huld Konráðsdóttir
47:26 Jakob S. Þorsteinsson
49:28 Björgvin Harri Bjarnason
49:47 Rúna Rut Ragnarsdóttir
50:53 Tómas Beck
40:22 Jón Gunnar Geirdal
43:19 Sigurgeir Már Halldórsson
43:34 Viktor Vigfússon
44:01 Oddgeir Arnarson
44:34 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
45:35 Sigurður Óli Gestsson
46:05 Fjölnir Þór Árnason
46:11 Huld Konráðsdóttir
47:26 Jakob S. Þorsteinsson
49:28 Björgvin Harri Bjarnason
49:47 Rúna Rut Ragnarsdóttir
50:53 Tómas Beck
föstudagur, febrúar 12, 2010
Hádegisæfing 12. febrúar
Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn, Jói, Guðni, Dagur, Óli Briem, Bjöggi, Fjölnir og Huld
Farin var hefðbundinn miðbæjarrúntur að hætti FISKOKK. Aðalumræðuefni dagsins var að sjálfsögðu Powerade-hlaup gærdagsins. Þá á ég við bæði Powerade-vetrarhlaupið og einnig "Frjálsa-Hádegis-Poweradehlaupið" sem gefur stóra bróður lítið eftir miðað við fríðan flokk keppenda og þá tíma sem hafa sést þar síðustu mánuði. Í gærkvöld skiptust aftur á móti skin og skúrir hjá meðlimum FISKOKK, þó langmest skin, því að margir settu annaðhvort PB eða brautarmet. Það má því eiga von á magnþrungnu hlaupi 11.mars nk. sem skv. innri endurskoðanda er hið 60. í röðinni!
P.S. Ég vek athygli á því að þeir sem töldu sig hafa misst af Polar RS200 hlaupaúrinu með púlsmæli og skrefa/km-mæli (foot Pod) sem auglýst var til sölu hér fyrr í vikunni geta sett sig á biðlista fyrir úrinu með því að skrifa í "Comment" . Eigandi mun hafa samband við hinn heppna
Góða helgi,
Fjölnir
Farin var hefðbundinn miðbæjarrúntur að hætti FISKOKK. Aðalumræðuefni dagsins var að sjálfsögðu Powerade-hlaup gærdagsins. Þá á ég við bæði Powerade-vetrarhlaupið og einnig "Frjálsa-Hádegis-Poweradehlaupið" sem gefur stóra bróður lítið eftir miðað við fríðan flokk keppenda og þá tíma sem hafa sést þar síðustu mánuði. Í gærkvöld skiptust aftur á móti skin og skúrir hjá meðlimum FISKOKK, þó langmest skin, því að margir settu annaðhvort PB eða brautarmet. Það má því eiga von á magnþrungnu hlaupi 11.mars nk. sem skv. innri endurskoðanda er hið 60. í röðinni!
P.S. Ég vek athygli á því að þeir sem töldu sig hafa misst af Polar RS200 hlaupaúrinu með púlsmæli og skrefa/km-mæli (foot Pod) sem auglýst var til sölu hér fyrr í vikunni geta sett sig á biðlista fyrir úrinu með því að skrifa í "Comment" . Eigandi mun hafa samband við hinn heppna
Góða helgi,
Fjölnir
fimmtudagur, febrúar 11, 2010
Hádegi 11. feb 2010
Í tilefni Powerade í kvöld fóru þeir sem ekki tíma að borga sig í það 10K í hádeginu. Hinir sem tíma að borga en treysta sér ekki í 10 fóru ýmist 8 eða 9.
Mættir voru Dagur, Guðni, Jóhann, Sveinbjörn og Tómas I.
Þeir sem fóru 10 fóru þá á 43:28 sem er 52sek betra en á sama tíma fyrir mánuði.
GI
Mættir voru Dagur, Guðni, Jóhann, Sveinbjörn og Tómas I.
Þeir sem fóru 10 fóru þá á 43:28 sem er 52sek betra en á sama tíma fyrir mánuði.
GI
miðvikudagur, febrúar 10, 2010
Hádegi 10. feb 2010
Jón Örn og Ingunn sér,
3R og Sigurborg inn að göngubrú og svo eitthvað sér (en þó saman).
Björgvin, Dagur, Guðni og Briem þriggja brúa hlaup með sögu frá Degi við hverja brú.
Huld og Sigrún birtust þegar hópurinn var rétt lagður af stað og hurfu jafn skyndilega inni í miðjum skógi.
9K
GI
3R og Sigurborg inn að göngubrú og svo eitthvað sér (en þó saman).
Björgvin, Dagur, Guðni og Briem þriggja brúa hlaup með sögu frá Degi við hverja brú.
Huld og Sigrún birtust þegar hópurinn var rétt lagður af stað og hurfu jafn skyndilega inni í miðjum skógi.
9K
GI
Hádegi 9. feb 2010
Björgvin, Bryndís, Dagur, Fjölnir, Guðni, Sveinbjörn Kópavogur og Fossvogur + Öskuhlíð (4 af 6). Ársæll á sólóróli.
7,5K
GI
7,5K
GI
þriðjudagur, febrúar 09, 2010
Til sölu
Ég er að selja notað Polar RS200 hlaupaúr með púls- og skrefa/km-mæli. Verð 15.000 kr. PB á þessu úri er vel undir 45 min í 10 km ;o)
Kv. Sigurgeir
Kv. Sigurgeir
mánudagur, febrúar 08, 2010
Hádegisæfing 8. feb.
Surprise! Það er ekki orðum aukið að alltaf verða félagsmenn jafnhissa á að sjá hvern annan á hverri einustu æfingu og svo var einnig í dag. Mættir: Jón Örn, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Sveinbjörn, Oddgeir, Óli og Sigrún. Farin var Hofsvallagata (treysti mér ekki lengur til að segja til um hvort hún var rétt- eða rangsælis. Það sem ég veðja á er yfirleitt alltaf öfugt, eða rétt...eða, já)..allavega fórum við Huld Hofs en drengir fóru lengingu um Kapla og blað en síðan þegar að kafara kom hafði Sveppi dregið okkur rösklega að landi þannig að þeir náðu okkur ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Síðan við rætur HR sást hverjir drekka Egils Kristal því einungis 4 liðsmenn treystu sér í "simmann" upp brekkuna og twist niður. Það þarf varla að taka það fram að það vóru: Óli Briem, Dagur og Síams (SBN og HUK), en síams-ið er meira svona í aðra áttina því annar síams vill ekki góðkenna hinn síams, allavega ekki opinberlega, enda einu tvíburarnir sem eru gerólíkir að hegðun, atferli og framkomu, svo útlitinu sé sleppt.
Veður var með eindæmum (tví-, eða þrídæmum e.t.v.) og alls voru hlaupnir á bilinu-
7-8,7-9,8K á kant
Einnig sást til Ingunnar á eigin vegum.
Kveðja,
aðalritari
Veður var með eindæmum (tví-, eða þrídæmum e.t.v.) og alls voru hlaupnir á bilinu-
7-8,7-9,8K á kant
Einnig sást til Ingunnar á eigin vegum.
Kveðja,
aðalritari
föstudagur, febrúar 05, 2010
Hádegisæfing - 5. febrúar
Tískuhorn Bjögga Bjútí
fimmtudagur, febrúar 04, 2010
Samskokk frá Laugum á laugardag 6. feb. kl. 9:30
Ágætu félagsmenn.
Minni á fyrsta samskokk skokkhópa sem fer fram á laugardag:
Af hlaup.is vefnum:
Sameiginlgt hlaup á Laugardaginn frá Laugum.
Þá er allt að verða klárt hjá okkur. Leið hefur verið valin sem hljómar svona: Laugar- Laugardalur- inní Elliðárdal við sprengisand farið þar hægra megin, fljótlega er beygt inní Neðra Breiðholt, gegnum Mjóddina, Kópavogsdalinn, fyrir Kársnesið, Kringlumýrarbraut heim. Þessi hringur er 19 km en hann býður uppá marga möguleika til þess að stytta eða lengja.
World Class ætlar að bjóða hlaupurum sem koma milli 9:00-9:30 frítt í stöðina þennan dag og jafnframt eftir hlaup þannig að fólk getur nýt sér aðstöðuna í Laugum. Einnig verða Laugar Café með sérstakt tilboð fyrir hlaupara þennan dag. Allir hlauparar frá 10% afslátt af mat í Laugarcafé og svo er tilboði á boostbarnum sá græni sem inniheldur spínat, engifer, appelsínusafa, banana, mango stórt glas á 590,- eðal hollur og góður drykkur sjá á heimasíðu www.laugarcafe.is
Hér má sjá myndband frá hlaupinuHlökkum til að sjá ykkur
Kveðja Laugaskokkarar
www.laugaskokk.is
Sigrún Erlendsdóttir 04.02.2010
Minni á fyrsta samskokk skokkhópa sem fer fram á laugardag:
Af hlaup.is vefnum:
Sameiginlgt hlaup á Laugardaginn frá Laugum.
Þá er allt að verða klárt hjá okkur. Leið hefur verið valin sem hljómar svona: Laugar- Laugardalur- inní Elliðárdal við sprengisand farið þar hægra megin, fljótlega er beygt inní Neðra Breiðholt, gegnum Mjóddina, Kópavogsdalinn, fyrir Kársnesið, Kringlumýrarbraut heim. Þessi hringur er 19 km en hann býður uppá marga möguleika til þess að stytta eða lengja.
World Class ætlar að bjóða hlaupurum sem koma milli 9:00-9:30 frítt í stöðina þennan dag og jafnframt eftir hlaup þannig að fólk getur nýt sér aðstöðuna í Laugum. Einnig verða Laugar Café með sérstakt tilboð fyrir hlaupara þennan dag. Allir hlauparar frá 10% afslátt af mat í Laugarcafé og svo er tilboði á boostbarnum sá græni sem inniheldur spínat, engifer, appelsínusafa, banana, mango stórt glas á 590,- eðal hollur og góður drykkur sjá á heimasíðu www.laugarcafe.is
Hér má sjá myndband frá hlaupinuHlökkum til að sjá ykkur
Kveðja Laugaskokkarar
www.laugaskokk.is
Sigrún Erlendsdóttir 04.02.2010
Undanrásir skemmtiatriða fyrir ASCA-mót
Nú þegar er farið að sverfa til stáls í forkeppninni fyrir ASCA-keppnina í maí. Keppt verður í tveimur flokkum; flokki skemmtiatriða og flokki fótfrárra. Tveir og tveir geta keppti í fyrri flokknum en seinni flokkurinn er "sóló". Ef skemmtiatriði á að teljast keppnishæft og verður valið til flutnings, flytjast þeir keppendur sjálfkrafa í hlaupaliðið, enda hafi a.m.k. annar tveggja sýnt með ótvíræðum hætti fram á hæfileika sína í þeim efnum. Það er síðan geðþóttaákvörðun stjórnar að ákveða hvort og hvaða hlutverki viðkomandi skemmtikraftur gegnir í sjálfu hlaupaliðinu. Nú þegar má greina mikla spennu og væntingar vegna yfirvofandi vals.
Séð í baðklefa drengja í dag:
Kveðja,
aðalritari (50% bull og restin vitleysa)
Séð í baðklefa drengja í dag:
Kveðja,
aðalritari (50% bull og restin vitleysa)
Hádegisæfing 4. febrúar
Þetta var síðasta æfingin fyrir Ólympíuleikana í vetraríþróttum og fyrsta æfing fyrir ASCA keppnina í maí.
Forstart: Tómas Ingason (9K), Mr. Briem (4 ASCA-hill repeats), Jói (að hluta með okkur en einnig sér), Sveinbjörn (á eigin sprettum og með okkur), Dagur, Guðni, Fjölnir, Oddgeir, Bjöggi og Sigrún með mulningsvélinni. Dagsskipunin var þannig: Hlaupa út með ströndinni, taka 4*1:45 mín. spretti með 1 mín. á milli (skokk) og svo annað svona sett, með 4 mín. skokki á milli. Þetta var leyst samviskusamlega og rösklega af hendi, þrátt fyrir pantaðan hliðar- og mótvind á bakaleið en þó mátti kenna nokkurrar þreytu hjá fulltrúa Seglagerðarinnar, sem þó "druslaðist" þetta, að eigin sögn. Engan bilbug var hinsvegar að sjá á fulltrúa retro hlaupatískunnar, sem sprangaði teinréttur fremstur í flokki, að vanda (sig).
Að lokum var tekinn svokallaður bónussprettur (þéttingur) í gegnum skóg en þar kepptu menn í ýmsum fituflokkum. Þéttur, þéttari, þéttastur-allt eftir hlaupahraða.
Alls um 8,5K
Spurning dagsins: Um hvern er sungið í eftirfarandi textakorni?
Gítargripin fylgja með fyrir BB, sem er á fullu að æfa keppnishæft skemmtiatriði fyrir ASCA.
Vísbending:Eitt sinn sagði Megas þegar hann var spurður að því af hverju hann semdi svona andstyggilega texta um konur, en fallega og tregafulla texta um hesta? "Það er vegna þess að ég er skíthræddur við hesta, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka, kasta manni af baki, eða sparka í mann. Konur eru ósköp meinlausar".
Forstart: Tómas Ingason (9K), Mr. Briem (4 ASCA-hill repeats), Jói (að hluta með okkur en einnig sér), Sveinbjörn (á eigin sprettum og með okkur), Dagur, Guðni, Fjölnir, Oddgeir, Bjöggi og Sigrún með mulningsvélinni. Dagsskipunin var þannig: Hlaupa út með ströndinni, taka 4*1:45 mín. spretti með 1 mín. á milli (skokk) og svo annað svona sett, með 4 mín. skokki á milli. Þetta var leyst samviskusamlega og rösklega af hendi, þrátt fyrir pantaðan hliðar- og mótvind á bakaleið en þó mátti kenna nokkurrar þreytu hjá fulltrúa Seglagerðarinnar, sem þó "druslaðist" þetta, að eigin sögn. Engan bilbug var hinsvegar að sjá á fulltrúa retro hlaupatískunnar, sem sprangaði teinréttur fremstur í flokki, að vanda (sig).
Að lokum var tekinn svokallaður bónussprettur (þéttingur) í gegnum skóg en þar kepptu menn í ýmsum fituflokkum. Þéttur, þéttari, þéttastur-allt eftir hlaupahraða.
Alls um 8,5K
Spurning dagsins: Um hvern er sungið í eftirfarandi textakorni?
Gítargripin fylgja með fyrir BB, sem er á fullu að æfa keppnishæft skemmtiatriði fyrir ASCA.
Vísbending:Eitt sinn sagði Megas þegar hann var spurður að því af hverju hann semdi svona andstyggilega texta um konur, en fallega og tregafulla texta um hesta? "Það er vegna þess að ég er skíthræddur við hesta, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka, kasta manni af baki, eða sparka í mann. Konur eru ósköp meinlausar".
miðvikudagur, febrúar 03, 2010
ATH. Breyting!! ASCA Cross Country Event 2010 Dublin
Nú gerast hlutirnir hratt. Breytt dagsetning.
"Dear Delegates,
Due to a fixture clash with the ASCA agm, the cross country event will now be held on the 14-16 May. Same hotel details. I will forward package details and hotel contact details shortly.
Best Regards,
Jim Mc Evoy,
Aer Lingus Delegate."
"Dear Delegates,
Due to a fixture clash with the ASCA agm, the cross country event will now be held on the 14-16 May. Same hotel details. I will forward package details and hotel contact details shortly.
Best Regards,
Jim Mc Evoy,
Aer Lingus Delegate."
Hádegisæfing 3.febrúar
Mættir: Jón Örn, Hótel-Óli, Guðni, Huld, Óli Briem og Fjölnir.
Hótel-Óli fór í sérverkefni en hinir fóru öfuga Suðurgötu eða Hofs af veðurfarslegum ástæðum enda köld og stíf austanátt. Athygli vakti að Guðni (sem lýst var eftir í gær) er snúinn aftur úr Karphúsinu og boðaði meira að segja komu sína aftur á morgun. Hvetjum alla aðra mæta líka.
Kveðja, Fjölnir
Hótel-Óli fór í sérverkefni en hinir fóru öfuga Suðurgötu eða Hofs af veðurfarslegum ástæðum enda köld og stíf austanátt. Athygli vakti að Guðni (sem lýst var eftir í gær) er snúinn aftur úr Karphúsinu og boðaði meira að segja komu sína aftur á morgun. Hvetjum alla aðra mæta líka.
Kveðja, Fjölnir
ASCA Cross Country Event Dublin
Eftirfarandi barst frá Beggu, ASCA fulltrúa STAFF. Merkið við í dagbókina strax í dag.
"Dear Delegates,
Aer Lingus invites you to Dublin on 7-9 May to compete in the ASCA Cross Country event. The hotel details are on the ASCA calendar and the package details will be posted in a few days.
I am finalising the Bridge event, full details in a few days.
Best Regards,
Jim Mc Evoy,
Aer Lingus Delegate."
"Dear Delegates,
Aer Lingus invites you to Dublin on 7-9 May to compete in the ASCA Cross Country event. The hotel details are on the ASCA calendar and the package details will be posted in a few days.
I am finalising the Bridge event, full details in a few days.
Best Regards,
Jim Mc Evoy,
Aer Lingus Delegate."
þriðjudagur, febrúar 02, 2010
Æfingar fyrir karla yfir 40
Ekki það að það séu einhverjir svona gamlir að æfa hjá okkur en...XXX
Aðal
Aðal
Til upprifjunar
Til að fyrirbyggja misskilning: BB Smellið hér:
Þarna var bjútíið ekki orðinn tvíburafaðir og þ.a.l. ekki með nema lítinn hluta þeirrar ábyrgðar sem á honum hvílir í dag.
SBN
Þarna var bjútíið ekki orðinn tvíburafaðir og þ.a.l. ekki með nema lítinn hluta þeirrar ábyrgðar sem á honum hvílir í dag.
SBN
Hádegisæfing 2. febrúar
Smá kuldi í dag en annars ljómandi fínt veður. Mættir: Forstart-Bjöggi, Anna Dís og Oddný (caught at the scene of the crime), Sveinbjörn og Jói sér en Dagur, Sigurgeir Vínarfari, Oddgeir, Bryndís og Sigrún fóru Hofsvallagötu en strákarnir lengingar á kapla og blaðburðar, með látum. Þó vill formaður koma því á framfæri að Oddgeir fær "dnf" í kladdann að þessu sinni, þrátt fyrir lipurlega framgöngu í byrjun. Annars allt tíðindalítið af vestur vigstöðvum.
Alls milli 8,6 og 9,3K
Lifið heil. :)
Sigrún
Ath. Lýst er eftir nokkrum félagsmönnum og eru þeir beðnir um að gefa sig fram við næstu strandstöð landssíma Íslands strax: (ekkert hefur spurst til um ferðir þeirra síðustu misseri)
Karl Thode Karlsson
Guðni Ingólfsson
Sigurður Anton
mánudagur, febrúar 01, 2010
Hádegisæfing 1. febrúar
Fáir mættir í dag: Jón Örn (á eigin vegum), Bjöggi og Sveinbjörn fóru Suðurgötuna og Dagur og Sigrún Hofsvallagötu þar sem dregnir voru upp úr hattinum 2*1K tempókaflar (á 4:16 ca) og 2K á um og yfir 5, fyrir og eftir. Náðum Sveppa og Bjögga hjá Nauthóli, enda höfðu þeir þá gleymt sér og voru komnir í Avon gönguna, til góðs. Frábært veður var, alveg logn og milt en launhált. Einnig sást til Ingunnar sem og tveggja heiðurskvenna, í forstarti, sem ég kann því miður ekki deili á.
Alls frá 7-8,6K
Kveðja,
Sigrún
Orð dagsins: (tileinkuð Bjútí-inu en gagnleg öllum)
perfer et obdura; dolor hic tibi proderit olim
Be patient and tough; some day this pain will be useful to you.
Alls frá 7-8,6K
Kveðja,
Sigrún
Orð dagsins: (tileinkuð Bjútí-inu en gagnleg öllum)
perfer et obdura; dolor hic tibi proderit olim
Be patient and tough; some day this pain will be useful to you.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)