mánudagur, mars 31, 2008

Hádegisæfing 31.mars

Vorum mætt í dag nokkrir blástakkar: Guðni (sem skrópaði í marsmarþoninu), Björgvin (sem bugaðist á undirbúningstímabilinu), Jói (sem vill ekki vera á séræfingum), Sveinbjörn (sem gefur ekki kost á sér), Dagur (The Terminator), Oddgeir ( Couldn't care less-frístundaskokkari), Anna Dís (áfram The Boss) og Sigrún (Klæðskiptingur og hrákadallur). Fórum lögbundinn Hofsvallagötuhring og splittuðumst á leiðinni í 2 grúppur þar sem önnur fór Suðurgötuna. Einhver háskólaþrá þarna í gangi. Vindur var nokkur á leiðinni og dró það aðeins úr, ekki mikið þó. Var fegin á æfingu að mér var leitt fyrir sjónir að vanlíðan í hlaupi stafar ekki (aldrei) af líkamlegum kvölum, þarna er á ferð andlegt kvalræði. Létti mikið við þetta. Taldi skrokkinn í ólagi en er bara cool á því að vera með hausinn í rugli.

Góð "recovery" æfing, "back to life" einskonar og er ég strax farin að kanna næsta hálfmaraþon, svo ég geti komið og horft á hin fíflin, hlaupandi um í hommabuxum og hlýrabol!
Alls 8,6K á ca. 43 mín.

Kveðja,
Sigrún

sunnudagur, mars 30, 2008

ASCA Róm

Keppendur í ASCA í Róm eru beðnir um að senda kennitölu sína í pósti til: anna.dis@simnet.is sem fyrst vegna útgáfu farseðla.
Síða ASCA er: http://www.asca.cc/index.asp
Ef þið sjáið villur í nafnalista þar eða öðrum upplýsingum vinsamlega látið mig vita sem fyrst.
Anna Dís

laugardagur, mars 29, 2008

Marsmaraþon 29. mars

Mættir voru: Huld, Dagur, Baldur og Sigrún.

Það var með nokkru óráði að ég lauk hálfu maraþoni í dag, ekki var mikil innistæða hjá mér fyrir slíku hlaupi. Hinir áttu meira erindi í erfiðið og stóðu sig öll með prýði. Fann verulega fyrir því að inneign í vegalengd var engin, enda lengsta hlaupið mitt nýlega 14K og hef ég ekki farið lengra en það þetta ár og allt árið á undan. Anyways.. kvöl er góð og þutu ýmsar svartnættishugsanir gegnum hugann þegar ég fór síðustu 7 á hugarorkunni, engin var orkan í fótunum. Datt þá í hug hvort ætti að segja: "Sársaukinn er eilífur, upplifunin er tímabundin" eða var það öfugt "sársaukinn er tímabundinn, upplifunin eilíf". Whatever.. skora á alla sem þjást af sjálfseyðingarhvöt að reyna þetta, .a.m.k. einu sinni.
Fór svo úr hlaupinu og hélt barnaafmæli:).

Kem með tímana okkar úr skokkhópnum þegar þeir detta inn.

Takk Helga Björns mín fyrir frábæra aðstoð á leiðinni!

Bestu kveðjur,
Sigrún

P.S. Hef ákveðið að sérhæfa mig í skemmtiskokki eftir þetta.

Hádegisæfing 28. mars

Mættir : Oddgeir, Dagur og Ingunn.
Ingunn fór í skóginn en Oddgeir og Dagur dúllubossuðust Sæbraut og gegnum miðbæinn, 8km @ 39 mín.

fimmtudagur, mars 27, 2008

Hádegisæfing 27.mars

Mættir í dag í köldu veðri: Höskuldur, Dagur, Fjölnir, Mímir (síðasta hlaup) og Sigrún. Einnig sást til Óla Briem en hann liggur sterklega undir grun um að stunda óviðurkvæmilega iðju í Öskjuhlíðinni, hvað annað? Einnig var Ingunn að æfa.

Hópurinn hélt frá HLL og skokkaði um 4K inn í Fossvogsdal þar sem snúið var við og tempóhlaup tekið 3K tilbaka. Þar var startað með forgjöf, fallegastir fyrst og fór ljókkandi. Menn fengu tímaviðmið og fóru langt framúr þeim, enda harðar refsingar að veði. Til að særa ekki stolt ljóta fólksins, leyfði ég semsagt öllum strákunum að fara framúr mér á leiðinni því ekki er gott að vera bæði ljótur og lélegur. Var ekki laust við að ég kenndi mér meins í bakhluta eftir verknaðinn. Allt gert til að halda friðinn. Tímar voru fínir hjá öllum og hefur vart annað eins sést, nema í keppni. Niðurskokk að hóteli um 1,5K.

Alls 9K á meðalhraða 5.11 með öllu (pissustoppi og fleiru).

Kv. Sigrún

Ábending frá þjálfara: Ekki er heimilt að neyta áfengra drykkja eða stunda hvílubrögð héðan í frá og þartil eftir mót. Það slævir alla einbeitingu og sigurvilja. Heyrst hefur að sumir virði þetta bann að vettugi og er það brottrekstrarsök úr liðinu. Menn eru því beðnir um að halda aftur af sér í þessu samhengi.

miðvikudagur, mars 26, 2008

Matur er mannsins megin

Spænskur kjúklingur (uppskrift).

Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 26. mars

Hvar ertu nú?

Mættar voru í dag í köldu veðri og smá strekkingi 5 ferskar fjallageitur: Fjölnir, Sigurgeir, Höskuldur, Oddgeir og Sigrún. Ekkert bólaði hinsvegar á skipstjóranum og því spyrjum við: "Hvar ertu nú?"-Hefði nú ekki verið sniðugra fyrir þig að fá far í "Oldsmobílnum Ungverjans" í gær?
Anyways... hlupum Hofsvallagötuhringinn á ca. 5 tempói sem gera 8,6K á 43 mínútum. Ljóst er að enginn af þessum sem mættu verður kallaður drop-out að viðurnefni en hinsvegar eru tveir þrautreyndir í mikilli hættu í þeim efnum.

Kveðja, Sigrún

Kennitölur og eftirnöfn

Ágætu meðhlauparar!
Vegna farseðlaútgáfu fyrir Rómarferð þarf að skila inn kennitölu keppanda til STAFF, því STAFF greiðir miðann okkar. Allir keppendur eru því vinsamlega beðnir að senda mér póst með kennitölu og nafni þess dótturfyrirtækis Icelandair sem þeir starfa hjá.
Gott væri í leiðinni að fá fullt nafn maka ef hún/hann er með í för til að setja með í vinnslu á útgáfu farseðla.
Vinsamlega sendið upplýsingar á anna.dis@simnet.is
Bkv. Anna Dís

þriðjudagur, mars 25, 2008

Týndur bikar

Heyrst hefur að ASCA farandbikar kvenna sé týndur. Hér að neðan er linkur í mynd sem náðist af kvennfólki sem grunað er um að bera ábyrgð á hvarfinu. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar sem leitt geta til þess að bikarinn finnist eru vinsamlega beðnir um að koma þeim á framfæri hér á síðunni.

https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiDSBTrMifJdbLW4mtbPZm7rneZP-znpV30XudIqZt-yVX_fh98agPPEpwSeXcTHULfK9IrdJKKoangX3pDl-nQbogvDusSYshn9p1KCFgfCuMy7zA0xeE3dVB730W5S1DKMwWS/s1600-h/DSC00055.JPG

Þriðjudagur 25. mars

Mætt: Dagur, Höskuldur, Guðni, Sveinbjörn, Sigurgeir, Björgvin, Bryndís, Óli og Anna Dís.
Svo mikið lá Degi á að halda tímaáætlun, enda framundan löng æfing, að hópurinn splittaðist. Ekkert hefur spurst til Óla og Bryndísar frá því rúmlega tólf á hádegi. Leiðin lá á fæti frá HL að Háskólanum meðfram Aðalbyggingunni, yfir Suðurgötu, framhjá Sögu og þaðan rakleiðis út að Hagkaupum á Nesinu. Hópurinn skiptist í rangsælis og réttsælis hring ca 2 K frá horninu þar sem Bónus er eða var og þar á undan fiskverkun. Nokkur umræða var um hvor hringurinn er léttari. Sveinbjörn og Björgvin óku að Hótel Sögu og tóku á sprett inn í æfinguna þaðan. Undirrituð fékk ferð til baka að HL með þessum höfðingjum í nýjum glæsilegum bíl Sveinbjarnar.
Anna Dís

mánudagur, mars 24, 2008

2. í páskum -"hverfa/hvarf"

Mættum fersk við Árbæjarlaug kl. 08:00 og ákváðum að fara í Hvarf (semsagt hlaupa í því hverfi) og fara kringum Elliðavatn. Það voru: Guðni, Hössi, Dagur, Anna Dís og Sigrún. Veður var mjög gott, snjóföl yfir og stillt. Vorum á ágætis ferð eða ca. avg. 5.20 (+/-) og fórum 13.6K og tíminn var u.þ.b. 1.16 klst. ef ég tók rétt eftir. Kaloríubrennsla var nokkur og áttum við því fyllilega skilið að rífa í okkur páskaeggjaleifarnar eftir hlaup. Ræddum aðeins nafngiftir, hvort þær muni fylgja manni áfram, en ekkert er öruggt í þeim efnum og menn geta fengið nýtt viðurnefni fyrirvaralaust. Sérstaklega ef menn mæta ekki, þá er hætt við að menn verði kallaðir "drop-outer", "quitter" eða eitthvað enn verra. Stripperinn hefur ekki slegið lokatóninn í þeirri fúkyrðamelódíu.
Strákarnir virtust vera ánægðir með stíginn kringum vatnið en mér fannst hann heldur mjúkur fyrir minn smekk, er vön harðara viðnámi. Veit þó ekki með Önnu Dís. Fín æfing samt og rétt passaði því þegar ég kom heim var ég kölluð út, vegna fjölda áskorana, til að sækja fótboltabullur til Manchester. Ég er einmitt sérstaklega hrifin af þeim! ;)
Kv. Sigrún

laugardagur, mars 22, 2008

Laugardagur

Mætt við Árbæjarlaug á slaginu 8.00 voru: Dagur, Höskuldur, Guðni og undirrituð. Hlaupaleiðin lá framhjá Elliðárvatni inn í Smáralind, eftir skítalæk að Kópavogshæli. Þaðan var tekinn stuttur hringur umhverfis hús Jens og svo haldið rakleiðis inn Fossvoginn og Elliðárdalinn að Árbæjarlaug. Þar skildu leiðir. Dagur og Höskuldur fóru létta 5K til viðbótar meðan við Guðni hættum eftir 19K á tempó 5.29. Höskuldur stefnir á Kaupmannahafnarmaraþon og er því á fjúgandi ferð.
Mál manna var nú gætum við með góðri samvisku hámað í okkur páskegg af öllum stærðum og gerðum.
Páskakveðja,
Anna Dís

fimmtudagur, mars 20, 2008

Morgunæfing 20. mars

Tveir langfetar (Dagur, Höskuldur) mættu kl. 8:00 á 15km@5:07 æfingu frá Árbæjarlauginni. Farið var á slóðir Rauðavatns-Ásu, Grafarholt og Grafarvogur.

Aðrir sem haft var samband við með sms kvöldið áður reyndust allir með góðar afsakanir, 'busy', fullur, ekki í bænum.

Kveðja, Dagur

miðvikudagur, mars 19, 2008

Hádegisæfing 19. mars

Hrun krónunnar virðist hafa alvarleg áhrif á mætingu skokkhópsins, en hrun var á mætingu í dag. Einungis þrír jaxlar mættu: Björgvin, Dagur og Sigrún. Athygli vakti að alveg stytti upp á meðan æfingin fór fram, enda stórstjörnur á ferð. Fórum á þægilegu (í alvöru) tempói bæjarrúnt: Snorrabraut, Sæbraut, hafnarsvæði, framhjá Búllunni, í gegnum miðbæinn með tilheyrandi matarfýlu, upp framhjá M.R. og Laufásveg í átt að HLL. (Gleymdi alveg að sýna þeim húsið þitt Óli, sorrí). Ræddum fjármál m.a. og hversu mikið peningar geta verið fyrir manni. Alveg sérstaklega þegar þeir eru ekki til.
Ætlum að sms-a á hópinn um páskana varðandi hlaup. Ef þið viljið vera með í grúppu látið þá Der Trainer vita.

Alls mjög frískandi 8 km í fínu veðri.
Kv. Sigrún

P.S. Björgvin tók ofsafenginn 60m endasprett og kom okkur alveg í opna skjöldu. Áttum ekki svar.

þriðjudagur, mars 18, 2008

Hádegisæfing 18. mars

Áður fyrr biðu menn eftir Húsinu á Sléttunni eða Derrick en nú er beðið með óþreyju eftir gereyðingarþríleiknum: The Beach Terminator. Í dag var fyrsti þáttur seríunnar og í fallegu veðri mættu: Sigurgeir, Fjölnir, Dagur, Höskuldur, Óli, Björgvin, Bryndís, Sveinbjörn og Sigrún. Jói var einnig á hlaupum. Hlupum með öndina á hálsinum út með ströndinni í vesturátt í upphitun. Söfnuðumst saman og áttum að taka 2 frekar langa spretti (450 og 630 m) með smá hvíld á milli. Eftir það skokk út að "hvíta húsinu" á Ægisíðu og þar snúið við til að taka tempóhlaup tilbaka út að "kafara" í Nauthólsvík(tæpir 3 km). Eftir það skokkað heim á Hótel. Þetta var æfing sem tók vel á og menn áttu að finna smjörþefinn af keppninni sem framundan er.

Frábært veður og fransbrauð í fótum. :)

Kv. Sigrún

laugardagur, mars 15, 2008

Brókargyrðing á löngum laugardegi

Hittumst í mínus 7 gráðum og logni við Árbæjarlaug kl. 7.15: Guðni, Sigrún, Pétur Helgason og Dagur (í skrípabúningi-dah!).

Fórum rólega af stað og hlupum um víðan völl, Elliðaárdal, Kleppsveg, Sæbraut, Laugarnestanga, Wall Street, Laugardal, og enduðum í Skeifunni, að sækja bíl Péturs.
Enduðum í 14 km á 1:14 með ca. avg. pace 5.15.

Kveðja,
Sigrún

Ath. hægt er að láta bæta sér á sms lista Dags með því að hafa samband.

föstudagur, mars 14, 2008

Hádegisæfing 14.mars

Í dag var fallegt og milt veður, kjöraðstæður til sýninga. Því fórum við sýningarrúnt um bæinn. Mættir: The Queen (Huld), Der Trainer (Dagur), The Sprinter (Björgvin), The Comebacker -var ekki(Guðni), The Non-efforter (Oddgeir), The Wannabe (Sigurgeir), The Trailer (Fjölnir), The Lady (Bryndís), The Boss (Anna Dís) og The Stripper (Sigrún). Einnig hlupu aðrar leiðir Sveinbjörn og Ingunn, en ég læt vera að sinni að uppnefna þau.
Fórum á rösklegum hraða (að mér fannst) niður í bæ, Sæbraut, Ráðhús og Hljómskálagarð. Skrýtið hvað Dagur virðist þrá athygli bæjargesta (á hlaupum) sem hann kallar gjarnan "f. amateurs", hvað sem hann meinar með því. Tókum síðan einn hálffullan Jónas og sat Powerade þreytan aðeins í sumum. Ekki öllum. Drottningin var fersk með O og D. Skokkuðum síðan heim og alls mældist þessi leiðangur á 9. km og var hlaupið hið dásamlegasta.

Góða helgi!
Sigrún

Mental Note:

Powerade Vetrarhlaupið - Mars

Hér eru tímar okkar fólks frá því í gærkvöldi:

44:34 Oddgeir Arnarson
44:42 Guðni Ingólfsson
44:45 Sigurgeir Már Halldórsson
45:44 Huld Konráðsdóttir
47:17 Fjölnir Þór Árnason
47:44 Sigrún Birna Norðfjörð
48:52 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir

Age-Graded Calculator

En er von fyrir gamalt fólk.

Í nýjasta tölublaði Runners World á vefnum er birt reiknivél þar sem hægt er að reikna út stöðu sína gagnvart öðrum hlaupurum þar sem tekið er tillit til aldurs.

Ef við tökum úrslitin frá í gærkvöldi og setjum í samhengi við 'Age-Graded Time' kemur eftirfarandi í ljós:

42:15 Guðni Ingólfsson
42:47 Huld Konráðsdóttir
43:04 Oddgeir Arnarson
44:14 Sigurgeir Már Halldórsson
44:21 Fjölnir Þór Árnason
45:46 Sigrún Birna Norðfjörð
48:44 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir

miðvikudagur, mars 12, 2008

Engin eftirmiðdagsæfing fimmtudag

Mættu í Powerade í staðinn!
Stjórn IAC

Hádegisæfing 12. mars

Í frábæru veðri mættum við til að taka rólega daginn, enda síðasta Powerade á morgun. Sveinbjörn fór á eigin vegum en Oddgeir, Hjörvar, Guðni, Dagur og Sigrún fóru skógræktarhringinn á frekar þægilegum hraða. Var haft á orði hversu diplómatísk vinnubrögð voru viðhöfð við val ASCA-hópsins og mikill hugur í mönnum um að standa sig við æfingar. Allir ASCA farar eru því eindregið hvattir til að sýna hvað í þeim býr í Powerade hlaupinu á morgun og fjölmenna. Þar gæti skilið á milli feigs og ófeigs.

Kveðja, Sigrún

þriðjudagur, mars 11, 2008

Hádegisæfing 11. mars

Mættir í dag á frekar snarpa æfingu: Bryndís, Anna Dís, Fjölnir, Sigurgeir, Hjörvar, Dagur og Sigrún. Einnig voru Jói og Ingunn á eigin vegum, þó ekki saman.
Tekin var "tröppuæfing" (Die Treppe-auf Deutsch), sem er alþekkt frá útrýmingarbúðum SS. Hituðum upp frá hóteli og fórum stíg í Nauthólsvík út á Ægisíðu. Á þessari leið kynntumst við tröppunni. Hún fól í sér spretti -1, 2, 3, 4, 3, 2, 1 mínútu með 30 sek. hvíld á milli. Öskrað var á lýðinn með reglulegu millibili og reyndu menn að hlýða skipunum eftir megni. Skokkað heim og hinn hefðbundni lokasprettur tekinn niður brekkuna af Sigurgeiri og Degi. Alls ca. 8,5 (Dagur lengra).
Sehr schön! Veður dásamlegt.
Kv. Sigrún

föstudagur, mars 07, 2008

Lengra um helgar

Er ekki málið að gyrða í brók og fara lengra um helgar?

Nánar hér:

Hádegisæfing 7. mars

"Freaky recovery Friday" í dag. Mættir voru í eftirkeppnihlaup í dag: Dagur, Fjölnir, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Fórum Suðurgötuhringinn á venjulegum hraða með viðkomu í Háskóla Íslands, mötuneyti. Héldum síðan áfram hefðbundna leið á átt að Loftleiðum. Veður var blítt og fagurt og fannhvítir fjallanna tindar. Leiðinlegt þótti mér þó að hlaupa í slettunum af undanförunum, kólnaði um loppurnar við það. Mál manna var að allir hefðu staðið sig með prýði í gær og að stjórnin ætti fyrir höndum erfitt verk með liðskipan karla. Niðurstöðu er að vænta eftir helgi. Hittum síðan Ingunni eftir æfinguna og hafði hún verið á hlaupum.

Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, mars 06, 2008

Úrtökumótið kl. 17.15

Veðurguðirnir ætla að skemmta okkur í dag en enginn sagði að lífið yrði auðvelt, bara að það yrði skemmtilegt. Mættu í dag tímanlega í hið æsispennandi úrtökumót fyrir ASCA Cross Country hlaupið í Róm. Verður þú einn af Rómarförunum í ár?

Stjórn IAC

miðvikudagur, mars 05, 2008

Hádegisæfing 5. mars

Í fallegu veðri mættum við á rólega æfingu:
Dagur (der trainer), Huld (special appearance), Anna Dís (heimsfari) og Sigrún (óbreytt) og fórum að kanna brautaraðstæður fyrir morgundaginn. Allt er á réttri leið, svolítil bleyta og slabb á köflum þó. Fórum 2 hringi og skokkuðum síðan aðeins í nágrenni Nauthólsvíkur. Alls 6,5 km.
Eftir æfingu sást til Björns Árna sem hafði skokkað 3 km en ætlar ekki að mæta á morgun. Ætlar að bíða með það þangað til hann verður eins "ungur" og Dagur.

Kv. Sigrún

ASCA - upplýsingar fyrir tilvonandi Rómarfara

Dear Team Captains, Please find enclosed the invitation for this year's ASCA Cross Country competition which will take place on Sat. 12th April in Rome.

http://www.asca.cc/04_Activities/01_Per_Sport_Type/CrossCountryRunning/2008_ROM/ASCA_12_aprile_08_ROM.pdfPlease pass this information onto your team mates. Don&#65533t forget to register your team via your delegate on the ASCA homepage:

http://www.asca.cc/05_Calender/D01_calender_list_teams.asp?IDE=168&sport=22&date=11.04.2008

Hope to meet all of you in Rome!
Best Regards,RalphRalph BehrensManager AthleticsLufthansa Sportverein Hamburg e.V.

þriðjudagur, mars 04, 2008

Minni á úrtökumótið fimmtudag kl. 17.15

Ágætu félagar.
Mætum tímanlega í úrtökumótið fyrir ASCA Cross Country. Hringurinn í Öskjuhlíð er ca. 1,7 km. Karlar hlaupa 4 hringi og konur 2. Stefán Már verður á klukkunni. Verum klædd eftir veðri því brautin er ekki sem best.

Sjáumst,
Stjórn IAC

Hádegisæfing 4. mars

Mér datt í hug lag Sigurrósar "Viðrar vel til loftárása" þegar ég lagði ein af stað á æfingu í dag. Veður afleitt, rigning og rok og færi allslæmt. Ákvað þó að "testa" ASCA brautina og hitaði upp smá og tók síðan tvo keppnishringi á hraða og náði góðu skriði á seinni. Það verður að segjast að brautin er afleit, snjór og slabb og hlákan sér um að þetta er pollahlaup. Kom veðurbarin en sæl að HLL og tók 30 armbeygjur og 60 maga. Hafði áður hitt Sigurgeir en hann fór 3 ASCA hringi og var slæptur eftir veðrið. Þeir Cargo bræður eru nú rétt í þessu að leggja lokadrög að bestu hugsanlegu nálgun á ASCA hringinn á fimmtudaginn og munu gefa út fréttabréf þar að lútandi á næstunni.

Kv. Sigrún