Sumir sem mættu í dag vissu alveg að von var á einhverju en aðrir héldu því fram í einfeldni sinni að um auðvelda æfingu yrði að ræða. "Ignorance is bliss" og allt það en svo eru aðrir (þeir minnst líklegustu)sem þurfa á hvatningu að halda við ástundun æfinga sinna. Lítum á eitt nýlegt myndband þar að lútandi úr herbúðum Síams:
Hvað sem því líður vóru þrír á eigin vegum, Ársæll, Jói og Sveinbjörn allsherjar. Þeir sem undirgengust lóðrétta æfingu vóru: Guðni (sem þolir ekki ljóskur), Dagur (surprise!), Sigurgeir (blue eyes), Óli (Velocity rotate),Bjöggi (brekkubani), Oddur (lightweight), svo og Síams I og II. Hituðum upp í skjóli skógar en síðan var haldið rakleiðis í átt að aftökustað, þ.e. við rætur Valsbrekkunnar, svokölluðu, sem menn voru vanir að selja upp við, þ.e. ef menn höfðu hlaupið hana nokkrum sinnum í röð og jafnvel með mann á sér. Einungis vóru teknar fjórar brekkur í þetta sinn, með 1 mín. hvíld á kantinum á milli. Fæstir vóru með mann á bakinu og sluppu meira að segja við aukasprett vegna lýðræðislegrar niðurfellingar.
Eftirá vóru teknar 50 armbeygjur og magaæfingar.
Fruntalega góð æfing í frábærum félasskap.
Minni áhugasama á skemmtilega æfingu morgundagsins eða -7 kirkna hlaupið með tilheyrandi armbeygjum og halelújaópum!
Alls 6,3k
Kveðja,
Sigrún
þriðjudagur, mars 30, 2010
mánudagur, mars 29, 2010
Hádegisæfing 29. mars
Fín mæting var í dag í sól en kalsaveðri.´A sérleið voru Jón örn og Sveinbjörn en hópurinn, sem samanstóð af: Gnarr, Hössa, Guðna, Degi, Bjögga, Huld og Sigrúnu fór óhefðbundna leið í Kópavoginn og þaðan niður í Fox og síðan með Nauhólsvík aftur að hóteli. Niðurstaða dagsins:
Teygjur eru fyrir konur og það borgar sig ekki að eyða dýrmætum æfinga- og eða sturtutíma í slíkt dekur.
Menn halda því áfram að vera pinnstífir og ná ekki niður á tær sér. En hverjum er ekki sama um slíkan óþarfa? Ef einhver vill hinsvegar fræðast um teygjur er slíkan fróðleik að finna hér:
Alls um 8,2K
B there or b square@tmrw's training!
Kveðja,
aðalritari
Teygjur eru fyrir konur og það borgar sig ekki að eyða dýrmætum æfinga- og eða sturtutíma í slíkt dekur.
Menn halda því áfram að vera pinnstífir og ná ekki niður á tær sér. En hverjum er ekki sama um slíkan óþarfa? Ef einhver vill hinsvegar fræðast um teygjur er slíkan fróðleik að finna hér:
Alls um 8,2K
B there or b square@tmrw's training!
Kveðja,
aðalritari
föstudagur, mars 26, 2010
Úrtökumót fyrir ASCA keppni í Dublin-15. apríl
Nokkuð hefur verið kvartað undan lélegu upplýsingaflæði varðandi viðburð þennan og greini ég því frá því að úrtökumót fyrir ASCA cross country keppnina í Dublin, sem fram fer 14.-16. maí nk. verður haldið við höfuðstöðvar Icelandair í Öskjuhlíð þann 15. apríl nk. Nánari upplýsingar munu birtast síðar.
Kveðja,
f.h. stjórnar IAC
Sigrún
Kveðja,
f.h. stjórnar IAC
Sigrún
Freaky Friday 26. mars
Fín mæting í dag í "recovery": Sveinbjörn, Jón Örn, Guðni, Dagur, Bjöggi, Fjölnir, Baldur (sp. appearance, en dulbúinn sem Gajúl), Huld og Sigrún. Fórum rólegan (hm..?) bæjarrúnt eftir Sæbraut með viðkomu við húsið sem brann við hlið Gauks á Stöng (hét það þegar maður var og hét)og þar var ekkert að sjá. Síðan var haldið rakleiðis eftir hefðbundinni leið, Tjarnargata, framhjá hljómskála og beint heim á hótel. Mikil veðurblíða var í boði hússins og sætti það furðu, a.m.k. hjá aðalritara, að berun varð ekki opinberuð við hamarshögg. Greinilegt að fælingarmáttur aðalritara er nokkur, hvað varðar berun, en það er þó von hans að bert hold (Bertolt)félagsmanna fái að njóta sín á strætum borgarinnar áður en langt um líður.
Þakka þeim sem lásu og góðar stundir.
Í tilefni dagsins:
"Because things are the way they are, things will not stay the way they are".
Bertolt Brecht
Kv.
Sigrún :)
Þakka þeim sem lásu og góðar stundir.
Í tilefni dagsins:
"Because things are the way they are, things will not stay the way they are".
Bertolt Brecht
Kv.
Sigrún :)
26. mars 2010 Hversu hratt skal hlaupa á mismunandi æfingum?
Fann þetta á netinu í gær.
Þessa reiknivél er hægt að nota til að finna hraða í lykilæfingum.
Þú setur inn tímann og færð út á hvaða hraða á að æfa. Fínar skýringar á síðunni.
Skv. McMillan ættu 1000m interval áfangar að vera á 4:14-4:24 fyrir þann sem stefnir á 45mín í 10km.
Réttast er að hlaupa keppnishlaup og nota þann tíma til að finna út hraða á æfingum.
Njótið vel.
Bjútí
Þessa reiknivél er hægt að nota til að finna hraða í lykilæfingum.
Þú setur inn tímann og færð út á hvaða hraða á að æfa. Fínar skýringar á síðunni.
Skv. McMillan ættu 1000m interval áfangar að vera á 4:14-4:24 fyrir þann sem stefnir á 45mín í 10km.
Réttast er að hlaupa keppnishlaup og nota þann tíma til að finna út hraða á æfingum.
Njótið vel.
Bjútí
fimmtudagur, mars 25, 2010
Hádegisæfing-risið úr rústunum 25. mars
Það var sól og blíða meðfram ströndinni í Nauthólsvík í dag þar sem fagrir limir FI-skokks létu Garmin geisa. Mættir til verknaðarins vóru: Gnarr (ástar og saknaðarkveðjur), Fjölnir (smá kvef), Sigurgeir (sem reyndi allt hvað hann gat til að strippa), Dagur (yfirþjálfari á ofurlaunum), Huld (úr baðklefa karla), Bjöggi (180BPM, at least), Óli (ótextaður)og Sigrún (sem vegna fjölda áskorana mætti á gæðaæfingu). Í forstarti hafði sést til: Oddnýjar og Ársæls á sitthvorri sérleiðinni. Ákveðið hafði verið í gær að taka 2 sett af 1:45mín. sprettum með 1mín. á milli en 3 mín. milli setta. Þetta var framkvæmt samviskusamlega við dómaraflaut, sem gall við í upphafi og við lok hvers spretts, frá afar stoltum yfirþjálfara og sérleyfishafa flautunnar. Athygli vakti að bjútíið var á útopnu í öllum sprettum og stóð sig afar vel en einnig þykir furðu sæta að Gnarr, sem hefur verið með hópnum í anda en ekki í líkama undanfarið, leyfði Degi að vera skrefinu á undan í öllum sprettum, og virðist ekki þurfa að æfa nema brotabrot af því sem aðrir þurfa með mælanlega mun minni árangri. Einhvert óeðli greip um sig í lok æfingar og tókst með naumyndum að afstýra "allir úr að ofan" sýningu meðfram reykingahorni HR en það varð samdóma álit félagsmanna að ekki væri þess virði að tjalda skinhvítum, en um leið helköttuðum efri búkum framan í reykingaæsku landsins og bíður sá gerningur því betri tíma.
Alls um 8K
Pungur marsmánaðar er tvímælalaust bjútíið og fær hann þetta óskalag að launum
Síðan skal ítrekað að félagsmenn verða að kynna sér myndskeiðið sem yfirþjálfari setti inn til að skerpa á keppnisfókus og einbeitingu.
Góðar stundir,
Sigrún
Alls um 8K
Pungur marsmánaðar er tvímælalaust bjútíið og fær hann þetta óskalag að launum
Síðan skal ítrekað að félagsmenn verða að kynna sér myndskeiðið sem yfirþjálfari setti inn til að skerpa á keppnisfókus og einbeitingu.
Góðar stundir,
Sigrún
miðvikudagur, mars 24, 2010
Powerade Vetrarhlaup - Mars úrslit
37:57 Höskuldur Ólafsson (2. sæti í stigakeppni aldursflokka)
41:55 Guðni Ingólfsson
42:39 Viktor Vigfússon
44:30 Huld Konráðsdóttir (1. sæti í stigakeppni aldursflokka)
44:51 Ólafur Briem
47:38 Jens Bjarnason
48:59 Helgi Þ. Kristjánsson
50:06 Rúna Rut Ragnarsdóttir (3. sæti í stigakeppni aldursflokka)
51:57 Björgvin Harri Bjarnason
59:19 Jonathan Cutress
Þess að auki náði Hólmfríður Ása 1. sæti í sínum aldursflokki.
Í keppni skokkhópa lenti Icelandir í 7. sæti með 141 stig, einu stigi á undan Skokkklúbbi Garðabæjar. Konurnar áttu 131 af þessum 141 stigi.
41:55 Guðni Ingólfsson
42:39 Viktor Vigfússon
44:30 Huld Konráðsdóttir (1. sæti í stigakeppni aldursflokka)
44:51 Ólafur Briem
47:38 Jens Bjarnason
48:59 Helgi Þ. Kristjánsson
50:06 Rúna Rut Ragnarsdóttir (3. sæti í stigakeppni aldursflokka)
51:57 Björgvin Harri Bjarnason
59:19 Jonathan Cutress
Þess að auki náði Hólmfríður Ása 1. sæti í sínum aldursflokki.
Í keppni skokkhópa lenti Icelandir í 7. sæti með 141 stig, einu stigi á undan Skokkklúbbi Garðabæjar. Konurnar áttu 131 af þessum 141 stigi.
Afreksáætlanir þjálfarans á villugötum?
Líkt og boðað hefur verið eru markvissar gæðaæfingar tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Það hefur aftur á móti sýnt sig að þátttakendur á hádegisæfingunum virðast meðvitað eða ómeðvitað forðast þessa æfingadaga.
Í gær þriðjudaginn 23. mars tók steininn úr þegar aðeins mættu tveir einstaklingar til að takast á við þraut dagsins sem var sex sinnum stokkurinn upp af Valsheimilinu. Fjórir mættu á sérleið.
Hverju þessu veldur skal ósagt látið en næsta augljóst að fastmótað skipulag, markviss ástundun og einbeiting virðist ekki eiga uppá pallborðið hjá meirihluta þátttakenda þó vissulega megi finna einstaklinga sem stunda íþrótt sína af einurð og áhuga.
Gaman væri að heyra álit þáttakenda hádegisæfingu á fyrirkomulagi og framkvæmd.
Kveðja,
Dagur, yfirþjálfari
Í gær þriðjudaginn 23. mars tók steininn úr þegar aðeins mættu tveir einstaklingar til að takast á við þraut dagsins sem var sex sinnum stokkurinn upp af Valsheimilinu. Fjórir mættu á sérleið.
Hverju þessu veldur skal ósagt látið en næsta augljóst að fastmótað skipulag, markviss ástundun og einbeiting virðist ekki eiga uppá pallborðið hjá meirihluta þátttakenda þó vissulega megi finna einstaklinga sem stunda íþrótt sína af einurð og áhuga.
Gaman væri að heyra álit þáttakenda hádegisæfingu á fyrirkomulagi og framkvæmd.
Kveðja,
Dagur, yfirþjálfari
föstudagur, mars 19, 2010
Fríkaður Frjádagur 19. mars
Eftir töluvert hátt fall niður á jörðina frá Lisboa í gær ákvað aðalritari að hlaupa glaðbeittur á æfingu að hitta sína sómakæru æfingafélaga. Þar voru mættir á pinna: Bjöggi hinn fagri, Óli risk, Bryndís (veit ekki hvort ég má: "amma" ;)), ofur Huld og Sigrún de Porto. Fórum í bæjarrúnt með nokkuð hefðbundnu sniði hvar veðrið lék við útlimi og hár. Vert er þó að geta þess að aðalritari, sem tengdi strípihneigð félagsmanna við sína nærveru, verður að horfast í augu við að berunarárátta hósins, eða meðlima innan hóps, er með öllu sjálfsprottin og á eigin ábyrgð iðkenda.
Alls í dag 8K@45 min.
Góða helgi,
SBN ;)
Alls í dag 8K@45 min.
Góða helgi,
SBN ;)
fimmtudagur, mars 18, 2010
Hádegisæfing 18. mars 2010
Dagsskipunin í dag var tempóhlaup. (náðuði þessum Dags-skipunin :-)
Stefnt á Hofs- með lengingum sem hver og einn valdi. Schönheit og Donald Duck (Andrés í tekjustýringu) fóru venjulega Hofsvallagötu en "the Pink Lady", Fokkerinn og Adolf H.(der Führer) fóru í einhverjar lengingar sem ég er ekki alveg klár á hverjar voru. Það var s.s. hlaupið á þægilegum hraða út að horni á Hofsvallagötu og þar "varð allt vitlaust" og hlaupið eins og druslan dróg að kafara. Þaðan rólegt heim. Semsagt gæðaæfing á háu stigi og allir helsáttir. Ljósameistarinn tók 5x1500 á eigin vegum og Tommi Inga var líka á eigin vegum og tók alveg örugglega vel á´ðí.
Vegalengdir frá 8,1 - 8,7 Km. á ca. 45 mín.
Í Guðs friði,
Fríðfinnur Jeppesen
Stefnt á Hofs- með lengingum sem hver og einn valdi. Schönheit og Donald Duck (Andrés í tekjustýringu) fóru venjulega Hofsvallagötu en "the Pink Lady", Fokkerinn og Adolf H.(der Führer) fóru í einhverjar lengingar sem ég er ekki alveg klár á hverjar voru. Það var s.s. hlaupið á þægilegum hraða út að horni á Hofsvallagötu og þar "varð allt vitlaust" og hlaupið eins og druslan dróg að kafara. Þaðan rólegt heim. Semsagt gæðaæfing á háu stigi og allir helsáttir. Ljósameistarinn tók 5x1500 á eigin vegum og Tommi Inga var líka á eigin vegum og tók alveg örugglega vel á´ðí.
Vegalengdir frá 8,1 - 8,7 Km. á ca. 45 mín.
Í Guðs friði,
Fríðfinnur Jeppesen
miðvikudagur, mars 17, 2010
Meðaltals-hádegisæfing 17. mars 2010
Ja go'dag!
Á pinna 12:08 var lagt á ráðin með það að fara rólega (öfuga) Hofsvallagötu með refsingu fyrir þá sem ekki mættu í gær svona til að hafa eitthvað réttlæti í þessu. Plönin um rólega Hofs fóru hinsvegar veg allrar veraldar svona cirka í brekkunni upp Öskjuhlíðina (200 metra frá HLL). Mætt í þann félagsskap voru Gnarrinn og Síams til við bótar við der Führer, Fokkerinn, Cargo-systur og Friðfinn. Auk þessa hóps mættu Johnny Eagle, Óli Hótel, the Lighting designer og Já-sæll (Ársæll). Þessir fjórmenningar hlupu hver í sína áttina enda enginn þeirra með GPS :-) Jú svo var Tommi Inga líka en hann fór rétta leið því hann á Garm :-)
Fyrstnefndi hópurinn fór ca. 8,7 Km á 5:14mín Pace. Nema Gnarrinn bætti við tveimur lengingum, annarri með Síams og hinni með Foringjanum.
Undirrituðum fannst þetta pace óþægilega nálægt keppnis pace svona miðað við upplegg um rólega æfingu og varð því aðeins að hafa fyrir hlutunum á meðan Gnarrinum og fleirum fannst þetta vera að breytast í gönguklúbb. Þegar í mark var komið fékk ég ágæta réttlætingu á þessu frá Fokkernum. "Að meðaltali var þetta meðal-róleg æfing".....
Verð að sætta mig við þá skýringu
Held ég verði bara að finna eitthvað meðal við þessu..
Meine liebens,
Schönheit.
Á pinna 12:08 var lagt á ráðin með það að fara rólega (öfuga) Hofsvallagötu með refsingu fyrir þá sem ekki mættu í gær svona til að hafa eitthvað réttlæti í þessu. Plönin um rólega Hofs fóru hinsvegar veg allrar veraldar svona cirka í brekkunni upp Öskjuhlíðina (200 metra frá HLL). Mætt í þann félagsskap voru Gnarrinn og Síams til við bótar við der Führer, Fokkerinn, Cargo-systur og Friðfinn. Auk þessa hóps mættu Johnny Eagle, Óli Hótel, the Lighting designer og Já-sæll (Ársæll). Þessir fjórmenningar hlupu hver í sína áttina enda enginn þeirra með GPS :-) Jú svo var Tommi Inga líka en hann fór rétta leið því hann á Garm :-)
Fyrstnefndi hópurinn fór ca. 8,7 Km á 5:14mín Pace. Nema Gnarrinn bætti við tveimur lengingum, annarri með Síams og hinni með Foringjanum.
Undirrituðum fannst þetta pace óþægilega nálægt keppnis pace svona miðað við upplegg um rólega æfingu og varð því aðeins að hafa fyrir hlutunum á meðan Gnarrinum og fleirum fannst þetta vera að breytast í gönguklúbb. Þegar í mark var komið fékk ég ágæta réttlætingu á þessu frá Fokkernum. "Að meðaltali var þetta meðal-róleg æfing".....
Verð að sætta mig við þá skýringu
Held ég verði bara að finna eitthvað meðal við þessu..
Meine liebens,
Schönheit.
þriðjudagur, mars 16, 2010
Hádegisæfing 16. mars
Tókum léttan Suðurgötuhring með twisti (valhoppuðum alltaf annan hvern Km)......
Ekki alveg.
Tókum einhvern þann hrottalegasta kolkrabba sem um getur í sögu Öskjuhlíðarninnar.
Mættir til aftöku í dag voru; Der Führer, Fokkerinn(Guðni), Cargo-systur, Óli Briem-bretti og Schönheit. Því miður get ég ekki sagt neitt meira um þessa æfingu því ég man ekki eftir neinu,...blóðið komst ekki upp í heila, það var allt í munninum. Mig rámar í að Jói ljósameistari hafi verið þarna einhversstaðar að gera einhvern andskotan.
Ef hlaupaklúbbar almennt taka svona æfingar, þá meina ég af þessu erfiðleikastigi, þá heiti ég Friðfinnur Jeppesen. Það eina sem mér dettur í hug til að lýsa þessari æfingu er að hún minnti mig á b-kvikmyndaseríuna "Mortal Combat". Annað hvort er að duga....eða drepast.
Over and out.
Shönheit.
Ekki alveg.
Tókum einhvern þann hrottalegasta kolkrabba sem um getur í sögu Öskjuhlíðarninnar.
Mættir til aftöku í dag voru; Der Führer, Fokkerinn(Guðni), Cargo-systur, Óli Briem-bretti og Schönheit. Því miður get ég ekki sagt neitt meira um þessa æfingu því ég man ekki eftir neinu,...blóðið komst ekki upp í heila, það var allt í munninum. Mig rámar í að Jói ljósameistari hafi verið þarna einhversstaðar að gera einhvern andskotan.
Ef hlaupaklúbbar almennt taka svona æfingar, þá meina ég af þessu erfiðleikastigi, þá heiti ég Friðfinnur Jeppesen. Það eina sem mér dettur í hug til að lýsa þessari æfingu er að hún minnti mig á b-kvikmyndaseríuna "Mortal Combat". Annað hvort er að duga....eða drepast.
Over and out.
Shönheit.
Hádegisæfing 15. mars og hana nú! (sagði hænan)
Enn og aftur í fjarveru aðal fer bloggið í tómt rugl og enginn tekur af skarið með að blogga æfingar. Anyways, í gær í blíðunni voru mættir, Dagur, Guðni, Bjútí og Tommi Inga. Þrír þeir fyrst nefndu fór Hofs. Uppleggið var að fara bara temmilega rólega. Þar sem menn voru mættir í "shortara" að neðan kom óhjákvæmilega upp vor í mannskapnum og var því ekki um að ræða neitt slak-tauma tölt heldur bara þokkalega þéttan skeiðsprett. Alls 8,0 Km á 41:22. Mig minnir að Tommi Inga hafi farið Suðurgötu og tekið 5 Km í tempói.
Luv'ya'll!
Bjútí
Luv'ya'll!
Bjútí
föstudagur, mars 12, 2010
Hádegisæfing 12. mars
Mega post powerade í dag: Jón Örn, Óli Briem, Huld, Guðni (who, by the way, is back), Dagur, Bjöggi, Hössi og Sigrún. Ákveðið var að fara stutt og rólegt vegna gærdagsins og var merkilega vel staðið við það. Fórum Snorrabraut og í miðbæinn eftir Sæbraut og stuttan sýningarrúnt um Austurvöll, Tjarnargötu og hefðbundið heim á hótel. Mikil gleði var ríkjandi í hópnum, enda Powerade uppskeruhátíðin í kvöld og munu þar nokkrir glaðbeittir félagsmenn taka við verðlaunum; bikar, gulli, silfri og bronsi. Greinilegt að eitthvað er að kikka inn hér hjá hlaupahópnum og sannast þar hið fornkveðna að æfingin skapi meistarann. Glæsilegur árangur eftir 60. hlaupið í vetrarraðhlaupsseríunni.
Alls 6,8K
Kveðja,
aðalritari
Alls 6,8K
Kveðja,
aðalritari
fimmtudagur, mars 11, 2010
Hádegisæfing 11. mars 2010
Lítil mæting í dag enda allir að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir kvöldið.
Tómas I. var þó mættur og fór einhverja 5 Km tempó en restina rólega. (veit ekki heildar vegalengd) í frábæru veðri. Bjútí fór í subbu-klefann við hliðina á búningsherbergjum HLL og pumpaði járn í nokkra stund. Bara svona til að gera eitthvað annað en að fara að éta kjötbollur í brúnni og ís í hádegismat í mötuneyti Icelandair. Hef samt tekið ákvörðun um að fara ekki á hestadóp til að ná hraðar árangri....
Langar bara að segja góða skemmtun í kvöld og gangi ykkur vel í 60. Vetrarhlaupinu.
Frábært framtak.
Hip-hip Húrra!
Megi Þór sonur Óðins berja ykkur kraft í brjóst í kvöld.
Kv. Schönheit (Bjútí á germönsku)
Tómas I. var þó mættur og fór einhverja 5 Km tempó en restina rólega. (veit ekki heildar vegalengd) í frábæru veðri. Bjútí fór í subbu-klefann við hliðina á búningsherbergjum HLL og pumpaði járn í nokkra stund. Bara svona til að gera eitthvað annað en að fara að éta kjötbollur í brúnni og ís í hádegismat í mötuneyti Icelandair. Hef samt tekið ákvörðun um að fara ekki á hestadóp til að ná hraðar árangri....
Langar bara að segja góða skemmtun í kvöld og gangi ykkur vel í 60. Vetrarhlaupinu.
Frábært framtak.
Hip-hip Húrra!
Megi Þór sonur Óðins berja ykkur kraft í brjóst í kvöld.
Kv. Schönheit (Bjútí á germönsku)
10. mars 2010
Entschuldigung, excuses, vabandus(Estonian), justifikim (Albanian)
Biðst forláts á því að hafa ekki glósað æfingu gærdagsins fyrr en núna.
Allavega þá fórum við rólegan hring inn í Fossvogsdal-skógrækt. Ef ég man rétt þá voru mættir í þann hring; Dagur, Guðni, Jón Örn, Huld, Björgvin og Óli Briem. 3XR og Victory City voru samferða framanaf en fóru ca 6 km, upp fyrsta arminn í kolkrabba og eitthvað meira með spretti. Skógræktarhringurinn var ca 7,5 Km og 46-47 mín.
Allir frekar rólegir á því í dag vegna 60. Vetrarhlaupsins í kvöld fimmtudag 11. mars. Allir að skoða vitalið við formann vorn, Dag son Egons í morgunblaðinu í dag.
Lifið heil, og áfram Höttur.
Kv. Bjútí
Biðst forláts á því að hafa ekki glósað æfingu gærdagsins fyrr en núna.
Allavega þá fórum við rólegan hring inn í Fossvogsdal-skógrækt. Ef ég man rétt þá voru mættir í þann hring; Dagur, Guðni, Jón Örn, Huld, Björgvin og Óli Briem. 3XR og Victory City voru samferða framanaf en fóru ca 6 km, upp fyrsta arminn í kolkrabba og eitthvað meira með spretti. Skógræktarhringurinn var ca 7,5 Km og 46-47 mín.
Allir frekar rólegir á því í dag vegna 60. Vetrarhlaupsins í kvöld fimmtudag 11. mars. Allir að skoða vitalið við formann vorn, Dag son Egons í morgunblaðinu í dag.
Lifið heil, og áfram Höttur.
Kv. Bjútí
þriðjudagur, mars 09, 2010
Hádegisæfing 9. mars
Æfing dagsins var í boði Seglagerðarinnar og hægt var að heita á hlauparana fyrirfram en allt söfnunarfé rennur til samtakanna: "Það er ekkert að því að vera allsber úti að hlaupa" en einmitt tveir mjög virkir félagsmenn eru meðlimir í þeim samtökum. Mæting var heldur dræm, enda búið að gefa út stormviðvörun í gær og sést þar enn og aftur hverjir drekka Egils kristal. Fulltrúar hópsins í yndislegu hlaupaveðri í dag voru: DBME, GI, BHB, RRR og SBN, allt dulkóðaðir einstaklingar. Hituðum smá upp og héldum að svokölluðum bláa stíg í skógi hvar teknir voru 5 brekkusprettir með mismunandi tímaskilyrðum og breytilegri vegalengd. Eftir þann er menn töldu lokasprett kom mikið los á hópinn og einn félagsmaður, sem hafði jú verið með framíköll og reynt að trufla þjálfarann áður, fór fram á að fá að hlaupa einn sprett í viðbót, við hlið þjálfara síns, hálfnakinn. Við þetta fipaðist BHB algerlega við iðju sína (ormatínslu við jörðu)og spratt upp sem byssubrenndur og þeyttist á eftir þeim strípalingum í gegnum skóg að upphafspunkti. 3R og ekkert R skokkuðu léttflissandi á eftir strákunum, alveg bit!
Alls var æfingin 6,8K og voru þeir allir peninganna virði!
Takk fyrir mig og gleðileg jól.
Aðalritari
Alls var æfingin 6,8K og voru þeir allir peninganna virði!
Takk fyrir mig og gleðileg jól.
Aðalritari
mánudagur, mars 08, 2010
Hádegisæfing 8. mars
Fínt veður í dag til hlaupa og það nýttu sér galvösk og vaskir: Ársæll (í forstarti)Jón Örn (Suðurgata), Sveinbjörn (um ormagöng), Ingunn (Öskjuhlíðarbrekkur), Ólafur, Dagur, Guðni, Bjöggi, Oddgeir, Huld og Sigrún, sem fóru Hofsvallagötu á samfélagstempói með lengingu um blaðburð. Var þar mál manna að Dagur væri allur að koma til eftir að hafa undirgengist samskokk Fjölnis á laugardaginn og væri allur að mýkjast upp í framgöngu sinni um erfiðleikastig æfinga og gildi félagshlaupa. Adam var þó ekki lengi einn í Paradís og er viðbúið að annað hljóð verði komið í strokkinn á morgun þegar boðið verður upp á brekkuspretti með norrænu ívafi.
Alls 8,8K í dag þótt sumir Garmar hafi sýnt annað.
Hér er dagsstemningin í dag-allir fá að njóta sín!
Luv, ;)
SBN
Alls 8,8K í dag þótt sumir Garmar hafi sýnt annað.
Hér er dagsstemningin í dag-allir fá að njóta sín!
Luv, ;)
SBN
föstudagur, mars 05, 2010
Hádegisæfing 5. mars
Eftir nokkrar afsökunarbeiðnir lagði hópurinn af stað: Jón Örn og Sveinbjörn á sérleiðum, Dagur, Guðni, Oddgeir, Sigurgeir, Fjölnir og Sigrún á vesturleið, annars vegar Meistaravelli en hinsvegar tempólengingar, eftir því sem við átti og eftir geðþótta hvers og eins. Mikið slabb og bleyta í boði hússins og allt "fynd" í sögulegu lágmarki. Hvort er fyndnara t.d. eitt grín eða tvö gönt? Er sjálf ekki viss. Set inn einn skotheldan en gamlan brandara í uppáhaldi.
Annars bara góða helgi elskurnar....love all, serve all, eins og Hard Rock!
Alls frá rúmum 9-10K
Annars bara góða helgi elskurnar....love all, serve all, eins og Hard Rock!
Alls frá rúmum 9-10K
fimmtudagur, mars 04, 2010
Fundargerð stjórnarfundar IAC 04.03.'10
Mættir: ÁH, DE, FÞÁ, SMH og SBN.
Fyrir fund kynnti ÁH hlaupafatnað frá Nano, ehf. ( www.Nano.is ) sem heitir Jako. Í skoðun að kaupa búninga frá þeim eða Craft. Um er að ræða Jakka, langerma peysur og síðar „tights“. Litur á jakka og peysu blár en buxur svartar. Til stendur að styrkja þá félagsmenn til þessara búningakaupa sem koma að vinnu við Icelandairhlaupið þann 6. maí nk. Jakkinn er þá hafður sem aðalflík en hinar eru valkvæðar fyrir hvern og einn. Þetta verður afgreitt í lok maí.
Icelandairhlaupið 6. maí
Framkvæmdastjóri hlaupsins (SMH) skipar nefnd sem sér um hlaupið og hún skiptir með sér verkum.
Höldum áfram bréfasendingum til keppenda, engar medalíur, óbreytt verð.
Nauðsynlegt að hnika startinu og færa leiðina í lok hlaups. (u.þ.b. 600-800m)
ASCA-hlaup 14.-16. maí
Hlaupið sjálft er 15. maí og mun kvennalið skipa 3+1- og karlalið 6+1 einstaklinga.
STAFF styrkir til þátttöku í formi flugmiða og ákveðna upphæð dagpeninga sem eyrnamerktir eru keppendum. Makar og gestahlauparar standa straum af eigin kostnaði.
Úrtökumót fyrir ASCA verður haldið þ. 15. apríl. Nánar auglýst síðar.
Umsjónarmenn fyrir ASCA og ferð eru ÓB og SBN.
Liðið verður tilkynnt þ. 23. apríl.
Í maí
ÁH, SVE og JÚ sjá um 3 göngur fyrir félagsmenn á fjöll, 2 léttari og 1 lengri yfir Esjuna. Styttri göngur verða á virkum degi eftir vinnu en sú lengri um helgi.
Sigrún B. Norðfjörð,
ritari IAC
Fyrir fund kynnti ÁH hlaupafatnað frá Nano, ehf. ( www.Nano.is ) sem heitir Jako. Í skoðun að kaupa búninga frá þeim eða Craft. Um er að ræða Jakka, langerma peysur og síðar „tights“. Litur á jakka og peysu blár en buxur svartar. Til stendur að styrkja þá félagsmenn til þessara búningakaupa sem koma að vinnu við Icelandairhlaupið þann 6. maí nk. Jakkinn er þá hafður sem aðalflík en hinar eru valkvæðar fyrir hvern og einn. Þetta verður afgreitt í lok maí.
Icelandairhlaupið 6. maí
Framkvæmdastjóri hlaupsins (SMH) skipar nefnd sem sér um hlaupið og hún skiptir með sér verkum.
Höldum áfram bréfasendingum til keppenda, engar medalíur, óbreytt verð.
Nauðsynlegt að hnika startinu og færa leiðina í lok hlaups. (u.þ.b. 600-800m)
ASCA-hlaup 14.-16. maí
Hlaupið sjálft er 15. maí og mun kvennalið skipa 3+1- og karlalið 6+1 einstaklinga.
STAFF styrkir til þátttöku í formi flugmiða og ákveðna upphæð dagpeninga sem eyrnamerktir eru keppendum. Makar og gestahlauparar standa straum af eigin kostnaði.
Úrtökumót fyrir ASCA verður haldið þ. 15. apríl. Nánar auglýst síðar.
Umsjónarmenn fyrir ASCA og ferð eru ÓB og SBN.
Liðið verður tilkynnt þ. 23. apríl.
Í maí
ÁH, SVE og JÚ sjá um 3 göngur fyrir félagsmenn á fjöll, 2 léttari og 1 lengri yfir Esjuna. Styttri göngur verða á virkum degi eftir vinnu en sú lengri um helgi.
Sigrún B. Norðfjörð,
ritari IAC
Hádegisæfing 4.mars (ekki Munchausen æfing).
Meine liebens freunde.
Bjútí, BB Mar, eða Bjöggi Two-toes, eða hvað sem þið viljið kalla mig var mættur á pinna 12:08 eins og lög gera ráð fyrir. Það vakti athygli undirritaðs allt echo-ið í karlaklefanum fyrir æfingu því ÞAR VAR ENGINN nema ég og eina hljóðið sem ég heyrði var þegar ég öskraði út í tómið "STRÁÁÁKAAAR....þett'er ekkert fyndið-yndið-dið-ið" af því ég hélt að verið væri að stríða mér og allir væru að fela sig. Ef fullyrðing Aðal um að að auk hennar og Síams hafi "Odd-man" verið mættur á æfingu þá bara bið ég Gussa að hjálpa honum því annað hvort er hann orðinn svo feimin og grannur að ég sá hann ekki og hann sagði ekki orð, eða þá að hann hefur troðið sér inn í einn skápinn og beðið eftir að ég færi út. Með tárin í augunum og tómleika og einmanaleikatilfinningu í maganum gekk ég þungum skrefum upp stigann og út að pinna og beið þar á meðan Garmurinn náði sambandi og horfði biðjandi til allra átta í von um að í fjarskanum myndi birtast hlaupa-bróðir eða -systir. Það varð ekki.
Hljóp ég réttan Suðurgötu-hring (FYI sem er rangsælis Sigrún)og fannst það alveg ótrúlega helv...leiðinlegt því færið var blautt og enginn til að tala við nema raddirnar í höfðinu. Mælirinn sagði 7,5 Km og 41 mínúta þegar í mark var komið og voru teknar 50 armbeygjur í forstofunni á sundlauginn þannig að nauðsynlegt hefði verið að klofa yfir kallin ef einhver hefði komið inn (já sundlaugin var opin).
Ég dreg stórlega í efa að meint æfing sem talað er um hér í síðustu færslu hafi átt sér stað og máli mínu til stuðnings talar færsluhöfundur um Munchausen um leið og greint er frá því hvað hafi verið gert á æfingunni.
Ég frábið mér því að fólk komi með færslur þar sem það "þykist" hafa mætt á æfingu.
Vegna þess "trauma" sem ég varð fyrir í dag vegna ofangreinds mun ég ekki mæta á morgun heldur verða í sálrænni-taugaslökunar-meðferð hjá Kukl-félagi Kópavogs.
Adios amigos.
Þetta er lag dagsins...grenjjjj
http://www.youtube.com/watch?v=6KlhhvfAhM4
Bjútí -fúli
Bjútí, BB Mar, eða Bjöggi Two-toes, eða hvað sem þið viljið kalla mig var mættur á pinna 12:08 eins og lög gera ráð fyrir. Það vakti athygli undirritaðs allt echo-ið í karlaklefanum fyrir æfingu því ÞAR VAR ENGINN nema ég og eina hljóðið sem ég heyrði var þegar ég öskraði út í tómið "STRÁÁÁKAAAR....þett'er ekkert fyndið-yndið-dið-ið" af því ég hélt að verið væri að stríða mér og allir væru að fela sig. Ef fullyrðing Aðal um að að auk hennar og Síams hafi "Odd-man" verið mættur á æfingu þá bara bið ég Gussa að hjálpa honum því annað hvort er hann orðinn svo feimin og grannur að ég sá hann ekki og hann sagði ekki orð, eða þá að hann hefur troðið sér inn í einn skápinn og beðið eftir að ég færi út. Með tárin í augunum og tómleika og einmanaleikatilfinningu í maganum gekk ég þungum skrefum upp stigann og út að pinna og beið þar á meðan Garmurinn náði sambandi og horfði biðjandi til allra átta í von um að í fjarskanum myndi birtast hlaupa-bróðir eða -systir. Það varð ekki.
Hljóp ég réttan Suðurgötu-hring (FYI sem er rangsælis Sigrún)og fannst það alveg ótrúlega helv...leiðinlegt því færið var blautt og enginn til að tala við nema raddirnar í höfðinu. Mælirinn sagði 7,5 Km og 41 mínúta þegar í mark var komið og voru teknar 50 armbeygjur í forstofunni á sundlauginn þannig að nauðsynlegt hefði verið að klofa yfir kallin ef einhver hefði komið inn (já sundlaugin var opin).
Ég dreg stórlega í efa að meint æfing sem talað er um hér í síðustu færslu hafi átt sér stað og máli mínu til stuðnings talar færsluhöfundur um Munchausen um leið og greint er frá því hvað hafi verið gert á æfingunni.
Ég frábið mér því að fólk komi með færslur þar sem það "þykist" hafa mætt á æfingu.
Vegna þess "trauma" sem ég varð fyrir í dag vegna ofangreinds mun ég ekki mæta á morgun heldur verða í sálrænni-taugaslökunar-meðferð hjá Kukl-félagi Kópavogs.
Adios amigos.
Þetta er lag dagsins...grenjjjj
http://www.youtube.com/watch?v=6KlhhvfAhM4
Bjútí -fúli
Hádegisæfing 4. mars
Stórkostleg mæting í dag í algjörlega frábæru færi og alls engum pollum og sköflum. Mættir, alveg skælbrosandi: Oddgeir (alveg á úthverfunni), Huld (sérstaklega hress) og Sigrún (alveg í banastuði). Fórum brjálaðan tempóhring á Hofs svo vart hefur sést annað eins. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins vel tekið á því og í dag!
Alls 8,7K
Allir þeir sem trúa þessu rétti upp hönd. Þeir sem þekkja meistara ýkjusagnanna, Munchausen, sleppi því.
Kveðja,Sigrún
Alls 8,7K
Allir þeir sem trúa þessu rétti upp hönd. Þeir sem þekkja meistara ýkjusagnanna, Munchausen, sleppi því.
Kveðja,Sigrún
þriðjudagur, mars 02, 2010
Næsta samskokk hlaupahópa verður 6. mars
Hlaupið er frá sundlaug Grafarvogs kl. 09:30 og sér Fjölnir um framkvæmdina að þessu sinni.
Fjölmennum,
stjórn IAC
Fjölmennum,
stjórn IAC
2/3
Þetta er svo flott dagsetning - stendur því bara ein og sér í titlinum.
Í dag fóru Björgvin, Dagur, Guðni og Rúna Rut 6 brekkuhringi í kirkjugarðinum og tóku ágætlega á því. Þetta áttu að vera 5 hringir en var fjölgað um einn því að Guðni hljóp þann fyrsta ekki almennilega. Sveinbjörn hljóp út að dælustöð. S.s. eitthvað fyrir alla.
GI
Í dag fóru Björgvin, Dagur, Guðni og Rúna Rut 6 brekkuhringi í kirkjugarðinum og tóku ágætlega á því. Þetta áttu að vera 5 hringir en var fjölgað um einn því að Guðni hljóp þann fyrsta ekki almennilega. Sveinbjörn hljóp út að dælustöð. S.s. eitthvað fyrir alla.
GI
mánudagur, mars 01, 2010
Leiðrétting-áríðandi!
Þau leiðu mistök voru gerð við birtingu staðalgilda fyrir FI-skokk hvar getið var að hver meðlimur þyrfti að skila 40-50km á mánuði til samneyslunnar. Hið rétta er vitanlega 40-50km á viku, eða, ef vel á að vera, um 200km á mánuði. Allt annað er óásættanlegt, að mati stjórnar.
Þessari ábendingu er hérmeð komið til skila vegna ábendingar formanns.
Kveðja,
Sigrún
Þessari ábendingu er hérmeð komið til skila vegna ábendingar formanns.
Kveðja,
Sigrún
Hádegisæfing 1. mars
Fín mæting í dag: Jói (á undan), Jón Örn (sér), Sveinbjörn (saman og svo sér), mættum Oddnýju og Önnu Dís, Guðni two times, Dagur, Bjöggi, Fjölnir og Sigrún. Róleg æfing í vetrarsólinni, farið 4 km inn í Fossvog og svipað til baka. Afar loðið færi á stígum þrátt fyrir að starfsmenn Reykjavíkurborgar skafi þá endrum og sinnum. Margir kvenfyrirlitningarbrandarar með ljóskuívafi fuku á leiðinni, enda líta strákarnir svo á að aðalritari sé hvorki kona né ljóska, svo vel fellur hann inn í hópinn. Að því tilefni langar mig varpa fram brandara í spurningu: "Af hverju eru ljóskubrandarar svona stuttir"? Svar: "Til þess að karlmenn geti skilið þá".
Þakka þeim sem hlupu alls um 8K-
aðalritari
Þakka þeim sem hlupu alls um 8K-
aðalritari
Fróðleikur frá aðalgúru yfirþjálfarans
Recommended number of running/walking days per week by age:
35 and under: no more than 5 days a week
36-45: no more than 4 running days a week [you may walk or cross train (XT) on 2 other days if desired]
46-59: run every other day/ up to 3 walk or XT* days, if desired
60+: 3 days a week/up to 3 walk or XT* days if desired
70+: 2 running days and 1 long walk day/ up to 3 other walk or XT* days
80+: One long run, one shorter run, and one long walk/ up to 2 other walk days
*XT means “cross training”
- From Running Until You're 100 by Jeff Galloway
35 and under: no more than 5 days a week
36-45: no more than 4 running days a week [you may walk or cross train (XT) on 2 other days if desired]
46-59: run every other day/ up to 3 walk or XT* days, if desired
60+: 3 days a week/up to 3 walk or XT* days if desired
70+: 2 running days and 1 long walk day/ up to 3 other walk or XT* days
80+: One long run, one shorter run, and one long walk/ up to 2 other walk days
*XT means “cross training”
- From Running Until You're 100 by Jeff Galloway
Rólegt í dag eftir langa æfingu helgarinnar
Topplag vikunnar í Rússlandi - lærið textann fyrir hádegið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)