Þrot Glitnis hafði áhrif á mætinguna í dag enda flestir meðlimir klúbbsins eflaust með miklar innistæður í bankanum og sömuleiðis mikið bundið í hlutabréfum.
Að minnsta kosti getur það ekki hafa verið loforð um brekkuæfingu sem fældi menn frá.
Mæting : Dagur og Ólafur, hótel Baldur á eigin vegum.
Loforð um brekkuæfingu stóðst. Tókum 'The Four Arm Octopussy'. Fjórar langar brekkur upp Öskjuhlíðina, frá suðurenda kirkjugarðs, stokkurinn, malbik að sunnanverðu og að lokum skógarstígurinn. Allir alla leið upp. Samtals 8,5k.
Kveðja, Dagur
þriðjudagur, september 30, 2008
mánudagur, september 29, 2008
Hádegisæfing 29. september
Í undurfögru veðri dagsins mættu: Sveinbjörn (á eigin vegum), Joe Boxer og Elísabet ásamt þeim Degi, Hössa, Óla, Bjögga, Kalla, Jóni Gnarr-i, Oddgeiri, Huld og Sigrúnu. Hefðbundinn mánudagur var í mannskapnum, þó sýnu meiri hjá hraðlestinni en öðrum. Þrjár leiðir voru í boði; Suður (Bjútí og Kalli), Hofs (Huld, Gnarr, Sigrún og Odd), Granaskjól-long (Óli, Hössi, Day). Meiningin var að taka tempókafla frá horninu á þessum þremur leiðum og gerðu menn það, samviskusamlega.
Suður ?
Hofs 8,6K
Grani 10,1K
Frábært æfingaveður og áform gerð um brekkur, spretti, no-whining á næstunni, og allt. Félagsmenn eru því hvattir til að mæta eins og samviska þeirra og líkamsburðir leyfa.
Kveðja,
Sigrún
Suður ?
Hofs 8,6K
Grani 10,1K
Frábært æfingaveður og áform gerð um brekkur, spretti, no-whining á næstunni, og allt. Félagsmenn eru því hvattir til að mæta eins og samviska þeirra og líkamsburðir leyfa.
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, september 26, 2008
Freaky Friday 26. september
Mættum í dag í fallegu veðri: Sigrún Erlends (alias dúkkulísan), Fjölnir (FH-ingur), Sveinbjörn (dælustöð og tilbaka) og Sigrún (járnfrúin). Þjálfari hópsins hjólaði framhjá í startinu og gaf handleiðslu.Fórum í sýningarferð um miðbæinn með viðkomu á nokkrum áherslupunktum sem og gegnumhlaupi um Ráðhúsið. Algert logn og uppstytta var á leiðinni og ferskleiki sveif yfir vötnum. Söknuðum félaga okkar og er það ámælisvert ef menn setja fyrir sig veðrabreytingar ef ná á árangri í íþróttum. M.ö.o. úrkoma í grennd, er ekki góð afsökun hjá FI SKOKKhópnum.
Alls 8K
Kv. Sigrún
Minni á Hjartadagshlaupið á sunnudag.
Alls 8K
Kv. Sigrún
Minni á Hjartadagshlaupið á sunnudag.
fimmtudagur, september 25, 2008
Hádegisæfing 25. september
Það var fríður sýningarflokkur sem bar merki IAC á lofti og fór í útsýnis og kynningarrúnt í bæinn í dag. Þetta voru, að sjálfsögðu, Huld, Kalli, Dagur, Bjöggi (the beautiful one) og Sigrún. Wolfman Joe var á eigin vegum. Veður var hið fegursta, og vinir vindsins brostu mót sólu, systur sinni, með gleði í hjarta. Gott áhorf var á leiðinni og var samdóma álit vegfarenda að þarna færi þéttur (ekki í merkingunni feitur) flokkur, sem léti ekki kappið bera fegurðina ofurliði. (sbr. orð sr. Friðriks)
Alls 8K
Kveðja,
Sigrún
Munið þið eftir þessu?
Alls 8K
Kveðja,
Sigrún
Munið þið eftir þessu?
miðvikudagur, september 24, 2008
Hádegisæfing 24. september No Whining Wednesday
A Thought To Inspire
We go from whining infant to waddling toddler to gold-medal sprinter partly by nature, but mostly by will and determination and intelligence. - Alan Steinberg
Mættir í dag: Cargo bros. Fjölnir og Sigurgeir, Bryndís, Jón Gunnar, Oddgeir, Dagur og Sigrún. Jói sást á eigin vegum í restina. Fórum vestur í bæ, rólegt til að byrja með og síðan voru 3 leiðir í boði: Suður, Hofs og Kapla. Bryndís fór Suður (þurfti að mæta á fund), Fjölnir, Sigurgeir, Jón Gunnar og Sigrún fóru Hofs og Dagur og Oddgeir fóru Kaplaskjólið. Meiningin var að taka tempó frá því er leiðir skildu og út að kafara. Skemmst er frá því að segja að á þeim kafla bættist í hópinn einn liðsmaður, Kári Illugason, og skemmdi hann aðeins fyrir bæði hraða og stíl nokkurra hlaupara. Ýmist henti hann okkur afturábak, út á hlið eða lét okkur ekki eftir fría braut. Þó var sem hann næði ekki að fipa þjálfarann, sem kom og át uppi smælingjana jafnt og þétt. Síðan er að kafara kom hélt Kári sína leið en við hin héldum heim á hótel í hellidembu.
Alls 8,6/9,5K
Veit ekki lengd Suðurgötu
Bestu kv.
Sigrún
We go from whining infant to waddling toddler to gold-medal sprinter partly by nature, but mostly by will and determination and intelligence. - Alan Steinberg
Mættir í dag: Cargo bros. Fjölnir og Sigurgeir, Bryndís, Jón Gunnar, Oddgeir, Dagur og Sigrún. Jói sást á eigin vegum í restina. Fórum vestur í bæ, rólegt til að byrja með og síðan voru 3 leiðir í boði: Suður, Hofs og Kapla. Bryndís fór Suður (þurfti að mæta á fund), Fjölnir, Sigurgeir, Jón Gunnar og Sigrún fóru Hofs og Dagur og Oddgeir fóru Kaplaskjólið. Meiningin var að taka tempó frá því er leiðir skildu og út að kafara. Skemmst er frá því að segja að á þeim kafla bættist í hópinn einn liðsmaður, Kári Illugason, og skemmdi hann aðeins fyrir bæði hraða og stíl nokkurra hlaupara. Ýmist henti hann okkur afturábak, út á hlið eða lét okkur ekki eftir fría braut. Þó var sem hann næði ekki að fipa þjálfarann, sem kom og át uppi smælingjana jafnt og þétt. Síðan er að kafara kom hélt Kári sína leið en við hin héldum heim á hótel í hellidembu.
Alls 8,6/9,5K
Veit ekki lengd Suðurgötu
Bestu kv.
Sigrún
þriðjudagur, september 23, 2008
Esjuganga 4. október
Gönguferð á Esjuna - Skráning í flýtileiðum "Esjuganga" - Hiking trip - mountain Esja
Boðið er upp á fríar rútuferðir, en lagt verður af stað frá aðalskrifstofum Icelandair Group á Reykjavíkurflugvelli kl. 10:30. Áhugasamir skrái þátttöku sína í gegnum flýtileiðir (quiklinks) Esjuganga á mywork vef Icelandair. Allir velkomnir.
Munið að hafa með ykkur nesti og að klæða sig eftir veðri.
Stjórn IAC
Boðið er upp á fríar rútuferðir, en lagt verður af stað frá aðalskrifstofum Icelandair Group á Reykjavíkurflugvelli kl. 10:30. Áhugasamir skrái þátttöku sína í gegnum flýtileiðir (quiklinks) Esjuganga á mywork vef Icelandair. Allir velkomnir.
Munið að hafa með ykkur nesti og að klæða sig eftir veðri.
Stjórn IAC
Hádegisæfing 23. september
Það var enginn svikinn af æfingu dagsins í dag. Á eigin vegum voru Laufey og Ingunn, fulltrúar Cargo-bros en mættir í útrýmingarbúðirnar voru: Dagur, Oddgeir, Kalli, Bjöggi, Bryndís og Sigrún. Skokkuðum inn í skóginn og hituðum aðeins upp. Skipun dagsins var að hlaupa bláa stíg (nú skreyttur bleikum slaufum) "på skiftevis", eins og baunastöppurnar segja. Skiptumst á að leiða stíginn (ca. 800m) og röðin var; Sigrún, Bryndís, Bjöggi, Oddgeir, Kalli og Dagur sem öll settu sitt persónulega mark á hringina. Í síðasta hring komu þær Cargo-systur og hlupu með okkur síðasta hringinn, sem síðan endaði á æfingasvæðinu inni í skógi, þar sem lok gereyðingarinnar fóru fram með 2x10 armbeygjum og 2x20 fótlyftum. Þeir sem eftir stóðu þá (allir) fóru fetið heim á hótel, ýmist með mold, hor eða köngla hangandi á sér. Semsé "operation normal".
Æfingin var einhver sú mest hressandi sem aðalritari hefur tekið þátt í og gefur fögur fyrirheit um gott framhald.
Alls um 6K (Garmurinn datt samt út lengst inni í regnskóginum)
Kveðja,
Sigrún
Æfingin var einhver sú mest hressandi sem aðalritari hefur tekið þátt í og gefur fögur fyrirheit um gott framhald.
Alls um 6K (Garmurinn datt samt út lengst inni í regnskóginum)
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, september 22, 2008
Hádegisæfing 22. september
"Það er ekki nóg að hlaupa langt, þú þarft líka að geta hlaupið hratt" voru orð Dagsins í dag, í bókstaflegri merkingu. Á mánudögum sýna FI SKOKK meðlimir og áhangendur fína mætingu og í dag mættu: Jói, Sveinbjörn, Sigurborg og Ágústa á eigin vegum. Á annarra vegum: Bjöggi, Guðni, Dagur, Óli, Kalli, Jón Gunnar, Huld, Hössi, Fjölnir, Sigrún. Tveir mættu of seint, annar hljóp okkur uppi, hinn kom úr óvæntri átt. Boðið var upp á 3 leiðir: Suður, Hofs eða Kapla. Athygli vakti að enginn valdi fyrsta kost, enda naglar á ferð. Slumma fór Hofs en "hardcorið"fór Kapla. Það þarf ekki að taka fram hverjir það voru, og þó. Það var náttúrulega hjólatríóið; Óli, Dagur og Hössi sem spændi alla leið. Restin fór Hofs.
Í restina var tekinn einn sprettur í gegnum skóginn og voru menn mistilbúnir í hann.
Hryssing veður var á leiðinni og greinilegt að margir í hópnum eru ekki tilbúnir að gefa yl sumars alveg strax upp á bátinn og klæddu sig efnislitlum pjötlum, skjóllitlum. Aðrir, skynsamari, klæddu sig eftir veðri eins og kennt var í barnaskóla. Þótt mæting væri til fyrirmyndar í dag er ekki nóg að byrja hverja viku á fögrum fyrirheitum, nauðsynlegt er mæta vel alltaf, til að lenda ekki í kjölsoginu. Þeir taka til sín sem eiga.
Hofs 8,6K
Kapla 9,6K
Kveðja,
Sigrún
Í restina var tekinn einn sprettur í gegnum skóginn og voru menn mistilbúnir í hann.
Hryssing veður var á leiðinni og greinilegt að margir í hópnum eru ekki tilbúnir að gefa yl sumars alveg strax upp á bátinn og klæddu sig efnislitlum pjötlum, skjóllitlum. Aðrir, skynsamari, klæddu sig eftir veðri eins og kennt var í barnaskóla. Þótt mæting væri til fyrirmyndar í dag er ekki nóg að byrja hverja viku á fögrum fyrirheitum, nauðsynlegt er mæta vel alltaf, til að lenda ekki í kjölsoginu. Þeir taka til sín sem eiga.
Hofs 8,6K
Kapla 9,6K
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, september 19, 2008
Hádegisæfing 19. sept
Mættir: Dagur, Óli (í síðbrók og ullarhúfu), Kalli, Huld, Fjölnir, Sigurborg og Ágústa. Einnig sást til Jóa hér og þar.
Skelltum okkur í bæjarferð og þjálfarinn lagði þunga áherslu á að við héldum hópinn. Byrjað var á að hlaupa Hringbraut og niður að ráðherrabústað við Tjörnina. Þegar þangað var komið spretti þjálfarinn út um allar trissur að smala saman eftirleguhlaupurum og öðrum sem komnir voru með heimþrá. Eins og honum einum er lagið náði hann að stappa stálinu í mannskapinn og hópurinn hljóp nú allur saman hnarrreistur kringum Tjörnina. Þegar hér var komið við sögu blés hressilega á móti úr suðri og því leitaði hjörðin skjóls á heimleiðinni. Farið var eftir Fjólugötu/Sóleyjargötu og Smáragötu í skjóli hárra trjáa. Þarna fengum við líka sögulegt inngrip frá Óla en hann sleit barnsskónum (fyrstu hlaupaskónum) á þessum slóðum. Hjá kapellu séra Friðriks fór svo mönnum að hlaupa kapp í kinn, tempóið aukið og svo fór að meirihluti hópsins tók brekkuna, sem nú er kennd við Jón Gunnar "Hnakka", upp að Perlu, niður í skóginn og bláa stíginn heim á HLL. Höfðu menn á orði að Kalli væri endanlega kominn í úrvalsdeildina og hlaup út að rafmagnskassa og dæluhlaup heyrðu nú sögunni til.
Samtals 8,0 km
Góða helgi, Fjölnir
Skelltum okkur í bæjarferð og þjálfarinn lagði þunga áherslu á að við héldum hópinn. Byrjað var á að hlaupa Hringbraut og niður að ráðherrabústað við Tjörnina. Þegar þangað var komið spretti þjálfarinn út um allar trissur að smala saman eftirleguhlaupurum og öðrum sem komnir voru með heimþrá. Eins og honum einum er lagið náði hann að stappa stálinu í mannskapinn og hópurinn hljóp nú allur saman hnarrreistur kringum Tjörnina. Þegar hér var komið við sögu blés hressilega á móti úr suðri og því leitaði hjörðin skjóls á heimleiðinni. Farið var eftir Fjólugötu/Sóleyjargötu og Smáragötu í skjóli hárra trjáa. Þarna fengum við líka sögulegt inngrip frá Óla en hann sleit barnsskónum (fyrstu hlaupaskónum) á þessum slóðum. Hjá kapellu séra Friðriks fór svo mönnum að hlaupa kapp í kinn, tempóið aukið og svo fór að meirihluti hópsins tók brekkuna, sem nú er kennd við Jón Gunnar "Hnakka", upp að Perlu, niður í skóginn og bláa stíginn heim á HLL. Höfðu menn á orði að Kalli væri endanlega kominn í úrvalsdeildina og hlaup út að rafmagnskassa og dæluhlaup heyrðu nú sögunni til.
Samtals 8,0 km
Góða helgi, Fjölnir
fimmtudagur, september 18, 2008
Hádegisæfing 18. september
Í rokinu í dag mættu: Óli (fór sér vegna kvefs), Guðni, Sigrún og Jói, sem var á eigin hring. Jói furðaði sig á því hvort enginn nennti lengur að mæta og leitaði okkar ákaft. Við erum hinsvegar svo séð að við fórum í kirkjugarðsbúgí, vegna roks. Þar hlupum við Guðni, nánast í makindum, og ræddum íþróttir, bókmenntir og fleira merkilegt. Þræddum stíga, brekkur og flatlendi og fórum yfir málefnin. Komumst að því að margar bækur eru góðar, aðrar verri. Þó er ein bók sem aðalritara láðist að nefna en það er bók franska rithöfundarins/flugmannsins Antoine de Saint Exupéry Le Petit Prince (Litli prinsinn), en hún er sú bók sem hefur mannbætandi áhrif. Það hafði einnig æfingin í dag sem endaði í 8K
Kveðja,
Sigrún
Ath. Ef einhver vill meiri mannbætingu smellið þá hér og lesið um litlu leyndarmálin
Kveðja,
Sigrún
Ath. Ef einhver vill meiri mannbætingu smellið þá hér og lesið um litlu leyndarmálin
Meistaramót Íslands í 5000m kv. og 10000m ka.
Meistaramót Íslands í 5000 m hlaupi kvenna og 10.000 m hlaupi karla fer fram mánudaginn 22. september. Mótið fer fram á Laugardalsvelli og tímaseðillinn er sá sami. Þátttökugjald er 1.250 kr. Fyrirspurnir er hægt að senda á frjalsar@armenningar.is .
Smellið hér fyrir tímaseðil (á tenglinum MÍ 5000/10000)
Kveðja,Frjálsíþróttadeild Ármanns.
Smellið hér fyrir tímaseðil (á tenglinum MÍ 5000/10000)
Kveðja,Frjálsíþróttadeild Ármanns.
miðvikudagur, september 17, 2008
WARR 2008 - Myndir
Komin í mark. Á myndinni eru frá vinstri: Úlfar Hinriksson eiginmaður Bryndísar, Jens Bjarnason ITS, Jón Mímir Einvarðsson Jet-X (áður starfsmaður flugrekstrarsviðs Icelandair) og Bryndís Magnúsdóttir þjónustudeild. Sérstök athygli er vakin á nýtískulegum bol sem Mímir klæðist. Bolurinn mun hafa verið hannaður hjá Tískuhúsi Jóa Úlfars.
þriðjudagur, september 16, 2008
Árshátíð/aðalfundur 15. nóvember
Ágætu félagar.
Árshátíð/aðalfundur skokkklúbbsins verður þann 15. nóvember nk. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.
Stjórn IAC
Árshátíð/aðalfundur skokkklúbbsins verður þann 15. nóvember nk. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.
Stjórn IAC
mánudagur, september 15, 2008
Hádegisæfing 15. september
Haustæfingar FI SKOKK fara af stað með miklum krafti og frábærri mætingu. Í fallegu (úrkoma í grennd) veðri í dag mættu: Dagur (man in tights, yeah!), Hössi (prúði), Guðni (notorious), Jón Gunnar (hnakki), Sigurgeir (the secret target man), Bjöggi (Thinner (sbr. Stephen King)), Fjölnir (The awakening), Óli (batman), Baldur (newcomer), Huld (ennþá drottning), Sigrún (dress like Huld but that does not cover it), og á eigin vegum Ágústa, Sigurborg, Elísabet, Hrafnhildur, Ingunn og Jói (boxer). Farinn var hinn hefðbundni Hofsvallagötuhringur utan bjútís og aðalritara, þau þurftu að "de-briefa" eftir RM, enda hafa þau ekki getað borið saman bækur sínar síðan. Restin fór Hofs og einnig tók sokkabuxnamaðurinn sig til og fór í enda æfingar með hnakkann í smá yfirhalningu í skógi. Verður ekki farið nánar í um hvað sú athöfn snerist en furðu vakti að hnakkinn kom í sokkabuxunum til byggða, en þjálfarinn í stuttbuxum.
Fín æfing og eru menn og konur hvattir til áframhaldandi ástundunar, enda líður að gleðskap, þegar nóvember er hálfnaður er árshátíð klúbbsins ráðgerð.
Kveðja,
Sigrún
Hofs 8,6K
Suður 7,5K
Fín æfing og eru menn og konur hvattir til áframhaldandi ástundunar, enda líður að gleðskap, þegar nóvember er hálfnaður er árshátíð klúbbsins ráðgerð.
Kveðja,
Sigrún
Hofs 8,6K
Suður 7,5K
sunnudagur, september 14, 2008
Þríþraut Árbæjarþreks
Einn vaskur félagi, Dagur Egonsson, keppti í ágústlok í þríþraut og eru síðbúin úrslit hér:
IAC
IAC
föstudagur, september 12, 2008
Freaky Friday 12. september
Góð mæting í dag: Á eigin vegum vóru: Ársæll (já fínt, já sæll), Óli (drjóli, alltaf á hjóli), Jói (spói, gamli Nói) og e.t.v. fleiri, sá það ekki nógu vel. Á sýningu vóru: Dagur (vonar ennþá), Guðni (untouchable), Sigurgeir (virtual reality), Fjölnir (traildog), Jón Gunnar (hérinn úr "Sigurgeir í Undralandi") og Sigrún (fulltrúi minnihlutans). Farin var sýningarferð um hlíðar, Nóatún, "Wall Street", Sæbraut, downtown, Fischersund, yfir Miklatún og sem leið lá heim á hótel. Súld var á leiðinni og þótti mönnum það vel. Sumir stefna á Powerade, aðrir á haustmaraþon FM en þó nokkrir eru stefnulaus reköld. Sérstaka athygli vakti að þjálfarinn vildi ekki hlaupa samsíða drengjunum í hópnum inn Austurstræti, heldur hægði á sér til samlætis aðalritara, í von um frægð. Þetta bendir til ótta um hnignandi áhorf en aðalritarinn getur staðfest að viðkomandi nýtur enn aðdáunar, bæði samferðamanna sem og þeirra sem verða á vegi hópsins. Hinsvegar er það ljóst að með nýjum félaga sem ekkert þarf að æfa, hafa aðrir ónefndir félagar hópsins eignast í það minnsta verðugan keppinaut, ef ekki ofjarl.
Alls 7,9K@41.30
Helgarstuðkveðja,
Sigrún
Alls 7,9K@41.30
Helgarstuðkveðja,
Sigrún
miðvikudagur, september 10, 2008
No whining Wednesday 10. september
Mæting: Sigurgeir, Jónsi, Guðni, Dagur, Óli, Bjöggi, Huld, Bryndís, Jói, Elísabet og Hössi.
Elísabet og Jói fóru sínar leiðir. Restin fór í eltingaleik þar sem mátti velja Suðurgötuna, Hofsvallagötu eða Kaplaskjólið. Farið var allar leiðir og til að gera langa sögu stutta þá náði engin neinum, allir stóðust álagi nema kannski einn en hann verður ekki nefndur á nafn hér. Æfingin í dag var mikið tempó en samt ekkert til að væla yfir enda bannað á miðvikudögum ;o)
Kv. Sigurgeir
Elísabet og Jói fóru sínar leiðir. Restin fór í eltingaleik þar sem mátti velja Suðurgötuna, Hofsvallagötu eða Kaplaskjólið. Farið var allar leiðir og til að gera langa sögu stutta þá náði engin neinum, allir stóðust álagi nema kannski einn en hann verður ekki nefndur á nafn hér. Æfingin í dag var mikið tempó en samt ekkert til að væla yfir enda bannað á miðvikudögum ;o)
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, september 09, 2008
Hádegisæfing 9. september
Mæting: Guðni, Dagur, Sigurgeir, Ágúst, Kalli, Ingunn, Jói og Hössi.
Kalli fór að dælustöð og til baka. Ekki er vitað nákvæmlega hvert Jói og Ingunn fóru.
Restin fór öfugan Hofsvallahring. Dagur mætti of seint og fór hópurinn á undan honum og hann ætlaði að ná okkur, nema að það gleymdist að taka fram við hann að við færum "öfugan" hring. Við mættum þjálfaranum nánast á miðjunni þar sem hann snéri við og kláraði með okkur. Fín æfing á sæmilegu tempó, 42:20 min.
Kv. Sigurgeir
Kalli fór að dælustöð og til baka. Ekki er vitað nákvæmlega hvert Jói og Ingunn fóru.
Restin fór öfugan Hofsvallahring. Dagur mætti of seint og fór hópurinn á undan honum og hann ætlaði að ná okkur, nema að það gleymdist að taka fram við hann að við færum "öfugan" hring. Við mættum þjálfaranum nánast á miðjunni þar sem hann snéri við og kláraði með okkur. Fín æfing á sæmilegu tempó, 42:20 min.
Kv. Sigurgeir
mánudagur, september 08, 2008
Hádegisæfing 8. september (val-æfing)
Mæting: Sigurgeir, Dagur, Guðni, Fjölnir, Óli, Bjöggi, Sveinbjörn og Elísabet.
Sveinbjörn fór sínar eigin leiðir og Elísabet líka, veit samt ekki hvort þau fóru saman. Restin helt af stað í gegnum skóginn í átt að kirkjugarðinum. Þegar komið var í kirkjugarðinn var upphitun lokið skv. þjálfaranum. Við tók val, þ.e. hver og einn réði hraðanum í ákv. tíma eða vegalengd. Teknir voru mislangir og hraðir sprettir í garðinum. Þegar allir voru búnir, bæði að velja sprett og búnir á því, þá kom umferð 2! Þá færðum við okkur í skóginn og heldum áfram með spretti ásamt því að menn bættu við "twist" í sprettina eins og t.d. hnélyftur, armbeygjur, magaæfingar o.fl.
Moment dagsins: Bjöggi spretti af stað upp brekkur eftir 20 armbeygjur og þegar hann áttaði sig á því að það átti ekki að spretta þá varð hann bara fúll. Ath. að þetta var 11. sprettur dagsins, átti greinilega nóg eftir ;o)
Total 8 km í dag.
Kv. Sigurgeir
Sveinbjörn fór sínar eigin leiðir og Elísabet líka, veit samt ekki hvort þau fóru saman. Restin helt af stað í gegnum skóginn í átt að kirkjugarðinum. Þegar komið var í kirkjugarðinn var upphitun lokið skv. þjálfaranum. Við tók val, þ.e. hver og einn réði hraðanum í ákv. tíma eða vegalengd. Teknir voru mislangir og hraðir sprettir í garðinum. Þegar allir voru búnir, bæði að velja sprett og búnir á því, þá kom umferð 2! Þá færðum við okkur í skóginn og heldum áfram með spretti ásamt því að menn bættu við "twist" í sprettina eins og t.d. hnélyftur, armbeygjur, magaæfingar o.fl.
Moment dagsins: Bjöggi spretti af stað upp brekkur eftir 20 armbeygjur og þegar hann áttaði sig á því að það átti ekki að spretta þá varð hann bara fúll. Ath. að þetta var 11. sprettur dagsins, átti greinilega nóg eftir ;o)
Total 8 km í dag.
Kv. Sigurgeir
laugardagur, september 06, 2008
WARR 2008
Sl. miðvikudag héldum við fjögur áleiðis til Ottawa í Kanada til að hlaupa í World Airline Road Race götuhlaupinu en þetta mun vera í fyrsta skipti sem okkar fulltrúar mæta þar til leiks. Í hópnum voru: Bryndís Magnúsdóttir og Úlfar Hinriksson eiginmaður hennar, Jens Bjarnason og Jón Mímir Einvarðsson sem nú starfar hjá Primera Air (Jet-X) og keppti undir þeirra nafni. Ekki gekk ferðalagið áfallalaust. Einn úr hópnum þáði fullmikið af veitingum í fljótandi formi á leiðinni út og varð viðskila við hópinn í flugstöðinni í Toronto. Viðkomandi missti af framhaldsflugi til Ottawa en mun hafa skemmst sér prýðilega um kvöldið með hópi íslenskra leikara sem voru í vélinni til Toronto á leið á kvikmyndahátíð í borginni.
Á fimmtudaginn og föstudaginn var ýmislegt í gangi fyrir hlaupara, m.a. heimsókn til borgarstjóra Ottawa (reyndar var ekki öllum boðið) og merkilegt fyrirbæri sem kallast "T-shirt Swapping Party" þar sem við kunnum reyndar ekki leikreglurnar og urðum svolítið utan gátta, maður bætir það bara upp næst.
Í morgun var svo hlaupið sjálft. Boðið var upp á bæði 5k og 10k og hlupum við öll 10k. Brautin var marflöt fram-og-til-baka braut eftir bökkum Rideau árinnar. Veðurskilyrði voru líka mjög góð, hægur vindur, hlýtt (15C) og regnúði. Allir úr hópnum voru mjög sáttir við sína tíma og bættu Bryndís, Jens og Mímir öll sína tíma frá því í RM. Ekki er búið að birta tímana en okkur telst til að Jens hafi hlaupið á 46+, Bryndís á 47+, Úlfar á 48+ og Mímir á 54+. Nákvæmir tímar verða settir hér inn á síðuna þegar þeir verða birtir, ásamt myndum úr ferðinni. Í kvöld verður svo gala dinner og skv. venju við aðstæður sem þessar munum við ferðafélagarnir hittast og skála á undan. Heimferð verður seinni partinn á morgun og er hópurinn væntanlegur til Keflavíkur frá Toronto á mánudagsmorguninn (ef þið skilduð vilja vakna og taka á móti okkur). Vonandi náum við að halda betur hópinn á heimleiðinni.
Þetta er búin að vera frábær ferðin, borgin falleg og skemmtileg og við erum búin að hitta mikið af gömlum kunningjum úr ASCA. Þetta er margfalt fjölmennari atburður en ASCA Cross Country og er yfirbragðið líka allt annað. Skipuleg dagskrá nær yfir fimm daga og má því segja að WARR sé nærri því að vera vikuferð ef vel á að vera, en ekki helgarferð eins og við erum vön úr ASCA.
Bestu kveðjur frá Ottawa,
Bryndís, Jens, Mímir og Úlfar.
Á fimmtudaginn og föstudaginn var ýmislegt í gangi fyrir hlaupara, m.a. heimsókn til borgarstjóra Ottawa (reyndar var ekki öllum boðið) og merkilegt fyrirbæri sem kallast "T-shirt Swapping Party" þar sem við kunnum reyndar ekki leikreglurnar og urðum svolítið utan gátta, maður bætir það bara upp næst.
Í morgun var svo hlaupið sjálft. Boðið var upp á bæði 5k og 10k og hlupum við öll 10k. Brautin var marflöt fram-og-til-baka braut eftir bökkum Rideau árinnar. Veðurskilyrði voru líka mjög góð, hægur vindur, hlýtt (15C) og regnúði. Allir úr hópnum voru mjög sáttir við sína tíma og bættu Bryndís, Jens og Mímir öll sína tíma frá því í RM. Ekki er búið að birta tímana en okkur telst til að Jens hafi hlaupið á 46+, Bryndís á 47+, Úlfar á 48+ og Mímir á 54+. Nákvæmir tímar verða settir hér inn á síðuna þegar þeir verða birtir, ásamt myndum úr ferðinni. Í kvöld verður svo gala dinner og skv. venju við aðstæður sem þessar munum við ferðafélagarnir hittast og skála á undan. Heimferð verður seinni partinn á morgun og er hópurinn væntanlegur til Keflavíkur frá Toronto á mánudagsmorguninn (ef þið skilduð vilja vakna og taka á móti okkur). Vonandi náum við að halda betur hópinn á heimleiðinni.
Þetta er búin að vera frábær ferðin, borgin falleg og skemmtileg og við erum búin að hitta mikið af gömlum kunningjum úr ASCA. Þetta er margfalt fjölmennari atburður en ASCA Cross Country og er yfirbragðið líka allt annað. Skipuleg dagskrá nær yfir fimm daga og má því segja að WARR sé nærri því að vera vikuferð ef vel á að vera, en ekki helgarferð eins og við erum vön úr ASCA.
Bestu kveðjur frá Ottawa,
Bryndís, Jens, Mímir og Úlfar.
föstudagur, september 05, 2008
WARR 6.sept. í Ottawa-okkar fólk
Þann 6. september munu keppa fyrir okkar hönd þau Bryndís Magnúsdóttir og Jens Bjarnason ásamt Úlfari og Jóni Mími í WARR í Ottawa í Kanada. Óskum þeim góðs gengis og birtum tíma og úrslit um leið og hægt er.
Kv. IAC
Kv. IAC
fimmtudagur, september 04, 2008
Hádegisæfing 4. september
Það var ansi hár "babe"-stuðull á æfingu dagsins en þar voru samankomnar: Huld, Sigrún (nafnan) og Sigrún. Æfingin átti að vera auðveld og var því farinn flugvallarhringur á ágætum hraða í yndislegu veðri. Söknuðum strákanna ekki neitt, enda nóg umræðuefni í boði sem hefði vel geta dugað í heilt maraþon. Vorum þó alveg á því að strákarnir hefðu misst af góðum bita á þessari æfingu, kannski ekki mjög feitum en góðum.
Alls 7,1K@4.59
Kveðja,
Sigrún
Alls 7,1K@4.59
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, september 03, 2008
Hlaup á döfinni
Nokkur hlaup fara fram 6. september, m.a.:
Brúarhlaup Selfossi
Kötluhlaup-Vík Mýrdal
Reykjanesmaraþon
Nú er bara að hamra járnið á meðan það er heitt!
Kv.
IAC
Brúarhlaup Selfossi
Kötluhlaup-Vík Mýrdal
Reykjanesmaraþon
Nú er bara að hamra járnið á meðan það er heitt!
Kv.
IAC
þriðjudagur, september 02, 2008
Sigur í þríþraut
Það fer nú ekki hátt, en Dagur vann Árbæjarþríþrautina sem fór fram um síðustu helgi. Einn bikar í hús þar. Meðal keppanda voru verðandi járnkarlar.
mánudagur, september 01, 2008
Öldungamót USÚ 20. september
Kem hér eftirfarandi upplýsingum á framfæri samkvæmt beiðni:
Öldungamót í frjálsum íþróttum fer fram 20. september nk. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar og skráning á síðunni www.iformi.is
Keppt verður í tveimur aldurflokkum í frjálsum 30 – 44 ára 45 +. Þær greinar sem keppt eru í eru hlaup 100m, 800m, 3000m, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast í kvenna og 100m, 1500m, 5000m, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast í karla.
Bestu kveðjur,
IAC
Öldungamót í frjálsum íþróttum fer fram 20. september nk. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar og skráning á síðunni www.iformi.is
Keppt verður í tveimur aldurflokkum í frjálsum 30 – 44 ára 45 +. Þær greinar sem keppt eru í eru hlaup 100m, 800m, 3000m, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast í kvenna og 100m, 1500m, 5000m, langstökk, kúluvarp, spjótkast og kringlukast í karla.
Bestu kveðjur,
IAC
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)