
Ágætu félagar.
Nú er það fastákveðið sem auglýst var að árshátíðin okkar verður haldin þann 14. október í húsakynnum Huldar Konráðsdóttur og fjölskyldu, Stigahlíð 52. Félagsmenn og makar eru hjartanlega velkomnir og hvattir til þess að mæta. Húsið opnar kl. 19:00 og klæðnaður er frjáls. Gott er hinsvegar að hafa í huga að snyrtimennska, hófsemi og prúðmennska eru eiginleikar sem sem flestir ættu að hafa að leiðarljósi þessa kvöldstund, sem og alla daga. Að venju verður aðalfundi skotið inn í annars skemmtilega dagskrá þar sem félagsmenn og makar gera sér glaðan dag með mat og drykk við hæfi. Skráning í gleðina fer fram hér í "comments", fyrir þriðjudaginn 11. október. Fjölmennum í stuði-
SBN f.h. stjórnar