fimmtudagur, september 29, 2011

Árshátíðin 2011 verður 14. október



Ágætu félagar.
Nú er það fastákveðið sem auglýst var að árshátíðin okkar verður haldin þann 14. október í húsakynnum Huldar Konráðsdóttur og fjölskyldu, Stigahlíð 52. Félagsmenn og makar eru hjartanlega velkomnir og hvattir til þess að mæta. Húsið opnar kl. 19:00 og klæðnaður er frjáls. Gott er hinsvegar að hafa í huga að snyrtimennska, hófsemi og prúðmennska eru eiginleikar sem sem flestir ættu að hafa að leiðarljósi þessa kvöldstund, sem og alla daga. Að venju verður aðalfundi skotið inn í annars skemmtilega dagskrá þar sem félagsmenn og makar gera sér glaðan dag með mat og drykk við hæfi. Skráning í gleðina fer fram hér í "comments", fyrir þriðjudaginn 11. október. Fjölmennum í stuði-
SBN f.h. stjórnar

þriðjudagur, september 27, 2011

Hádegisæfing 27. september

Mættir: Anna Dís, Guðni, Óli, Ívar, Huld og Sigrún. Björgvin kom í vísitasjón til þess að leggja línurnar en var að öðru leyti áhorfandi. Hlupum saman út í kirkjugarð til upphitunar en skötuhjúin Guðni og Anna Dís vildu vera ein þannig að við hin forðuðum okkur út á Ægisíðu í spretti skv. plani hjá tvíburunum. Eitthvað er þjálfarinn orðinn þreyttur á undirmanni sínum og gengu blammeringar á víxl á milli svo Ívar og Óli áttu fótum sínum fjör að launa. Annars var um stórskemmtilega æfingu að ræða, upphitun -4*400m +2*800m sprettir-4*400m, en þó ekki "all out", með ca. 2 mín hvíld á milli. Meira svona all out of luck eða nei annars, five miles out. Annars styttist í brottför S1 og 2 og verða eflaust margir fegnir að losna við þær, a.m.k. um stund.
10K hjá sérleyfishöfum
Kveðja nokkuð góð, SBN

mánudagur, september 26, 2011

Nýr félagsmaður

Nýr ofurhlaupari bættist í hóp iðkenda í dag er Kári Steinn Karlsson gekk til liðs við hlaupahópinn. Hann hefur verið ráðinn til starfa hjá ITS, Rekstrardeild. Ljóst er að með tilkomu hans mun getu- og fríðleiksstuðull okkar hækka svo um munar, enda er drengurinn nýbúinn að slá Íslandsmet í heilu maraþoni og náði um leið þeim einstaka árangri að ná ólympíulágmarkinu fyrir næstu leika í Lundúnum. Við bjóðum Kára Stein hjartanlega velkominn og óskum honum innilega til hamingju með framúrskarandi árangur.
Kveðja,
stjórn IAC
Frétt af MBL

Hádegisæfing 26. september

Mættir í eftirrignigu dagsins: Ársæll, Sveinbjörn, Bjöggi 4X4, Dagur og Sigrún. Fyrstu 3 fóru Suðurgötu en stjórnarhjúin Hofsvallagötu í smáúða. Mál dagsins var hvort gott væri að eiga bíl/bíla og hvort væri betra að eiga metan eða rafbíl? Ekki voru hjúin alveg á einu máli en ljóst er þó að bensínverð er komið fram úr öllu hófi sem og matvælaverð sem og....já við stoppum hér og rjúfum útsendinguna með óskalagi:
Óskalag
Kv. SBN

laugardagur, september 24, 2011

Árshátíð 14. okt.

Ágætu félagar.
Árshátíð klúbbsins ásamt aðalfundi verður að öllu óbreyttu haldin þ. 14. okt. nk. ef viðeigandi húsnæði finnst. Iðkendur og makar eru hjartanlega velkomnir.
Nánar auglýst síðar. Partí

Stjórn IAC

föstudagur, september 23, 2011

Freaky Friday 23. september



Mættir: Cargosystur og Síams ásamt Sveinbirni og Önnu Dís. Boðið var upp á bæjarferð með tvisti inn í skuggasund gömlu hótel Borgar, hvaðan menn áttu ýmist minningar um gubb, piss eða eitthvað annað þaðan af verra frá ungdómsárunum. Nutum við leiðsagnar Önnu Dísar, leiðsögumanns, sem sýndi okkur styttuna af Óþekkta skrifstofumanninum,verk eftir Magnús Tómasson sem innri endurskoðun tók út á viðeigandi hátt og fann strax mikinn samhljóm með. ..."Óþekkti skrifstofumaðurinn hans sem sjá má í porti við Lækjargötu þar sem neðri hlutinn er maður en efri hlutinn steinn". Eins og glöggt sést á myndinni er mikill samhljómur með félögunum á myndinni.
Alls um 7-8k
Góða helgi og bæ!
SBN

Ath.:verið er að spyrða saman 2 pör í parakeppni Powerade, Cargo bros. vs. Síams sys. en sökum þess að framkvæmdastjóri vetrarhlaupanna er mjög reglufastur og ekki hrifinn af neinu afbrigðilegu er þessum nýju pörum í hópnum bannað að keppa sem pörum, þrátt fyrir að hafa sannanlega til þess gild vígslu- og búsetuvottorð.

Afhending á Craft fötunum

Ágætu félagar.
Stefnt er að afhendingu Craft fatnaðarins í lok næstu viku, eða þegar allar vörur hafa borist frá birgja. Nánari leiðbeiningar varðandi greiðslu og fyrirkomulag afhendingar munu berast eftir helgi.
Bestu kveðjur,
stjórn IAC
SBN

mánudagur, september 19, 2011

CRAFT 2011



Ágætu félagar.

Starfsmönnum Icelandair hlaupsins, sem eru jafnframt félagsmenn, gefst kostur á að fá niðurgreiddan Craft hlaupafatnað sem valinn hefur verið. Um er að ræða renndan, langerma bol og síðar hlaupabuxur. Hægt er að máta fatnaðinn hjá Daníel Smára í Afreksvörum í Glæsibæ. Þeir sem ekki hafa pantað stærðir eru beðnir um að senda póst á sbn.crew@icelandair.is fyrir föstudaginn 23. september. Vinsamlegast tilgreinið hvort þið hyggist panta bæði buxur og bol, eða annaðhvort. Takið einnig fram hvort um karl- eða kvenstærð er að ræða. Kostnaður hvers meðlims er u.þ.b. kr. 4000.- pr. stk. en skokkklúbburinn greiðir mismuninn. Hjálagðar eru myndir af fatnaðinum en iðkendum er frjálst að velja aðra liti af bol, sem skoða má í verslun Afreksvara.

Með þökk fyrir aðstoðina í Icelandairhlaupinu,
SBN f.h. stjórnar

föstudagur, september 16, 2011

The day after run

Í dag fór fram eftirhlaup Icelandair hlaupsins í gær og mættu nokkrir galvaskir hlauparar á vettvang til að spreyta sig á brautinni. Nokkuð hvasst var og slagveðursrigning en þó milt. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá tímana sína að neðan í "comments".
Bestu kv. SBN

Falin myndavél

Þetta myndskeið náðist í gær er IT menn Icelandair voru að reyna að vinna úr gögnum hlaupsins. Of mikil tækni þarna á ferð.


Kveðja,
SBN

fimmtudagur, september 15, 2011

Afhending gagna í gær



Í gær fór fram afhending gagna á Natura hótelinu fyrir Icelandairhlaupið. Stjórnarmenn og meðlimir klúbbsins skiptu með sér vöktum og afhentu keppnisnúmer og nælur, samviskusamlega. Þetta mæltist vel fyrir hjá hlaupurunum sem t.d. komu brosandi og ánægðir í faðm ástríkra síamstvíburanna sem leystu keppendur út með hnyttnum ummælum og ættfræðiupprifjunum. Þetta form á afhendingu er eflaust það sem koma skal hjá klúbbnum.
Kveðja,
stjórn IAC

miðvikudagur, september 14, 2011

Hádegisæfing 14. september

Mættir: Þórdís, Dagur og Sigurgeir.

Þórdís fór aðeins fyrr af stað þar sem hún treysti ekki rólega tempóinu hjá Der Führer. Við fórum flugvallahringinn til að skoða aðstæður fyrir morgundaginn.

Við mættum að sjálfsögðu Síams 1&2 sem halda áfram að æfa án okkar en ég verð að segja að þær fór núna alveg yfir strikið og ég veit bara ekki hvernig á að bregðast við svona löguðu. Við mættum þeim á hlaupum með öðrum karlmanni sem er ekki meðlimur FISKOKK...

Hérna má svo sjá topp 10 hlaup hjá Síams: Smellið hér
Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, september 13, 2011

Icelandair hlaupið

Ágætu félagar.

Starfsmenn hlaupsins á fimmtudaginn, þann 15. september eru vinsamlegast beðnir um að mæta tímanlega að höfuðstöðvum Icelandair, eða um kl. 16:00, til undirbúningsvinnu fyrir hlaupið. Allir starfsmenn hlaups klæðast skærlitum öryggisvestum sem afhent verða fyrir framan hótel en þar verður einnig úthlutað verkefnum. Starfsmenn eru síðan vinsamlegast beðnir um að skila vestunum aftur til framkvæmdastjóra hlaups, Sigurgeirs Más, eftir hlaup.



Með góðri hlaupakveðju og þökk,

stjórn IAC

Hádegisæfing 13. sept




Mættir: Dagur, Ársæll, Sveinbjörn, Fjölnir, Guðni (nýliði og kandídat sem næsti framkvæmdastjóri Icelandair hlaupsins), Þórdís, Erla og Huld.
Ársæll hefur tekið við af B. Bronco sem kvennaljómi félagsins og hann stakk snemma af stað í Hofsvallagötuhring með Þ og E en Huld mætti of seint á startpinna og þurfti að gera sér að góðu að hlaupa með okkur hinum. Við fórum Suðurgötu en D og F hlupu 4x800m spretti via Lynghagann. Pikkuðum Sveinka upp á ströndinni og hann nelgdi síðustu tvo sprettina með okkur.
Lentum svo í fanginu á lögreglu og bodygard-sveit er heim á hótel var komið sem skýrist af heimsókn sendinefndar kínverska þingsins til Íslands. Þrátt fyrir mjög stranga gæslu og afbrigðilegar teyjur formanns á plani, sluppum við í gegn að lokum.

Kveðja,
Fjölnir

mánudagur, september 12, 2011

Taumlaus gleði síamstvíburanna


Gleði S1 og S2 var fölskvalaus í dag á löngu æfingu vikunnar en þá brutu þær leiðakerfið upp og skelltu sér út að álveri og síðan fjallabaksleið til baka. Ekki er það ásetningsbrot af þeirra hálfu að sniðganga æfingar FI skokks þessa dagana heldur er einungis um sérsniðið æfingaplan að ræða, þar sem náin samskipti við vini og vandamenn eru stranglega bönnuð, fram að keppnisdegi í Chicago. Þetta skilja allir sannir og hreinræktaðir íþróttamenn.
LOL,
SBN

sunnudagur, september 11, 2011

Fyndnar fjölskyldumyndir 10.09.'11





Misjafnt hafast mennirnir að. Sumir eiga afmæli og bregða undir sig betri fætinum, aðrir fá hlaup í afmælisgjöf. Þetta henti einmitt einn félagsmann úr FI skokki í gær er hann tók við 21,1 km hlaups gjöf frá eiginkonu sinni er fram fór í Vestmannaeyjum, Pompei norðursins, í fyrsta sinn. Eiginkonan ákvað að vera svolítið stórtæk í ár og gefa eiginmanninum lengstu gjöfina en hægt var að kaupa 5km, 10km og 21,1km til gjafa. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri að hætti eyjarskeggja og mátti sjá fleiri valinkunna hlaupara á svæðinu. Brautin var einstaklega erfið, snarbrattar brekkur og svínslega niðurhallandi slakkar hvert sem augað eygði. Afmælisdrengurinn leysti út sína gjöf með mestu prýði og ánægju og setti enn eitt PB-ið á árinu og varð 4. yfir heildina í sinni vegalengd. (úrslitin hafa ekki verið birt ennþá v. skemmda á sæstreng). Til öryggis hafði eiginkonan þó ræst út eina sjúkrabílinn á eynni, ef ske kynni að eiginmanninum dytti í hug að ráða henni bana fyrir höfðingskapinn. Allt fór þó á besta veg og afmælisdrengurinn gekk alsæll frá verkefninu með þeim orðum að betri afmælisdag hefði hann jafnvel aldrei upplifað.
HeildarúrslitKveðja úr verinu (tölvu)
SBN

föstudagur, september 09, 2011

Hádegisæfing 9. september

Mættir: Óli, Sveinbjörn og Sigurgeir.

Þrátt fyrir að það sé föstudagur og við eigum að fara í miðbæinn skv. lögum FISKOKK var ákveðið að fara smá rúnt í Fossvogsdalnum. Eins og svo aftur áður þá rákumst við á Síams 1&2 á æfingu án okkar! Eftir að hafa fylgst aðeins með þeim úr fjarlægð þá er ég farinn að skilja af hverju þær vilja ekki æfa með okkur, þær eru að æfa sérstakan Pheobe hlaupastíl sem þær ætla að prófa í Chicago.

Góða helgi.

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, september 04, 2011

Icelandairhlaupið 15. sept. 2011

Ég minni þá félagsmenn, sem skráðu sig til vinnu við Icelandairhlaupið, á að hlaupið fer fram á breyttum tíma, það verður ræst klukkan 18:00 og því er gott að sem flestir skili sér á vettvang kl. 16:00, sé þess kostur.

Bestu kveðjur,
stórn IAC

Skráðir til vinnu

Reykjanesmaraþon

Um helgina fór fram hlaup í Reykjanesbæ.
Þrír félagsmenn kepptu fyrir okkar hönd: Heildarúrslit

10K
33 00:51:00 Björg Alexandersdóttir 1975

39 00:52:11 Gísla Rún Kristjánsdóttir 1981

10K
44 00:53:03 JONATHAN CUTRESS 1960

21,1K
15 01:48:09 Tómas Beck 1980

Innilega til hamingju með árangurinn, enda nokkrir á PB!
Stjórn IAC

laugardagur, september 03, 2011

Fyrstur kemur fyrstur fær


Hvernig nær BB, aka Bjöggi bjútí í allar skvísurnar úr FI skokki? Jú, hann mætir korteri fyrr á æfingu og hözzlar allar gellurnar sem streyma inn í lobbíið og skokkar með þeim léttan Ólympíuhring. Ironman hvað? Huzzleman.org
Sökkerzzzzzzzzzzzzzz
N.N.

föstudagur, september 02, 2011

Fossvogshlaup Víkings



Í gær fór fram Fossvogshlaup Víkings í vindstreng frá Irene.
Tveir félagsmanna þreyttu hlaupið: (talan á undan sýnir röð af heild)

5K 5 18:25 Oddgeir Arnarson 1970 (PB)

10K 17 41:51 Viktor J. Vigfússon 1967

10K 27 44:12 Ivar Kristinsson 1974 (PB að því að talið er)

Til hamingju með þetta, aldeilis frábært!
Kveðja,
SBN f.h. IAC

Hádegisæfing 2. september

Mættir: Bjössi Bronco, Þórdís, RRR, Síams 1 & 2, Oddgeir, Fjölnir, Dagur, Óli og Sigurgeir.

Ég á ekki til orð yfir þann sirkus sem átti sér stað í dag. Þetta er alveg með ólíkindum hvernig Bjössi Bronco aka Bjúti hagaði sér í dag og stal ÖLLU kvennfólkinu á sér-æfingu. Síams 1&2 tóku meira að segja tempó frá Fossvoginum vestur í bæ til að ná æfingu með BB.

Restin af karlpeningnum fór skemmtilegan rúnt um Fossvogsdalinn kvennmannslausir og ræddu það hvernig konunar í FISKOKK leika sér að tilfinningum okkar og líta bara á okkur sem einhverja kjötbita sem er gaman að horfa á fáklædda þegar þeim hentar.

Góða helgi :o)

Kv. Sigurgeir