Mættir: Guðni, Jens, Sigurgeir og Stefán þjálfari.
Byrjuðum á þægilegri upphitum þar sem hlaupið var að göngubrúnni yfir Kringlumýrabrautina. Þaðan var haldið að Nauthólsvík þar sem tóku við 10 x 250 m sprettir á ströndinni. Í niðurskokkinu var tekin hringur í kirkjugarðinum og svo tilbaka að HLL. Æfingin endaði í 10 km.
Fyrir áhugasama þá var veðrið eftirfarandi á æfingunni: -9 gráður og 7 m/s. Mesti 10 mín vindur var 10 m/s og mesta hviða fór í 17 m/s. Vindkæling í -9 gráðum og 7 m/s er ca -24 gráður!
Sigurgeir
fimmtudagur, janúar 31, 2008
Hádegisæfing - 31. janúar.
Kalt veður í dag og smá rok sem góður félagsskapur bætti upp. Mættir voru: Björgvin Harri, Oddný, Oddgeir, Dagur og Sigrún.
Lögðum upp með að fara Fossvoginn en á vissum tímapunkti benti ákveðið "jæja" frá þjálfara til þess að nú tæki gæðaæfing við sem hún og gerði. Fórum 8x400m spretti með ca. 100 m hvíld á milli (skokk eða labb). Sérstaklega var til þess tekið hvað Björgvin hélt æfinguna vel út miðað við stærð og fyrri störf. Æfingin tók vel í í restina en menn réðu þó vel við sprettina, enda stuttir.
Síðasta spölinn að HLL "sprengdi" síðan Björgvin Harri af þvílíkum krafti að hvaða snjóruðningstæki sem er hefði fengið minnimáttarkennd. Hefur hann því hrifsað til sín titilinn um magnaðasta endasprettinn og á hann skuldlausan. :)
Skemmtilegasta æfing!
Sigrún
Lögðum upp með að fara Fossvoginn en á vissum tímapunkti benti ákveðið "jæja" frá þjálfara til þess að nú tæki gæðaæfing við sem hún og gerði. Fórum 8x400m spretti með ca. 100 m hvíld á milli (skokk eða labb). Sérstaklega var til þess tekið hvað Björgvin hélt æfinguna vel út miðað við stærð og fyrri störf. Æfingin tók vel í í restina en menn réðu þó vel við sprettina, enda stuttir.
Síðasta spölinn að HLL "sprengdi" síðan Björgvin Harri af þvílíkum krafti að hvaða snjóruðningstæki sem er hefði fengið minnimáttarkennd. Hefur hann því hrifsað til sín titilinn um magnaðasta endasprettinn og á hann skuldlausan. :)
Skemmtilegasta æfing!
Sigrún
miðvikudagur, janúar 30, 2008
3 brýr og undirgöng
Hádegi 30 jan 08.
Mættir Bryndís, Guðni, Hössi, Ingunn og Jói. Undirritaður hafði fengið þá upphefð að vera beðinn að stjórna æfingunni í fjarveru Dags. Hin þrjú fræknu tóku æfingu sem ég taldi mig eiga höfundarrétt á og heitir 3 brýr og undirgöng. Brýrnar eru yfir Kringlumýrarbraut (fyrir í Fossvog), yfir Miklubraut (hjá Kringlu) og yfir Kringlumýrarbraut (hjá Klúbbnum). Undirgöngin hjá Hlíðarenda. Samtals 9,5k í flott veðri.
Guðni
Mættir Bryndís, Guðni, Hössi, Ingunn og Jói. Undirritaður hafði fengið þá upphefð að vera beðinn að stjórna æfingunni í fjarveru Dags. Hin þrjú fræknu tóku æfingu sem ég taldi mig eiga höfundarrétt á og heitir 3 brýr og undirgöng. Brýrnar eru yfir Kringlumýrarbraut (fyrir í Fossvog), yfir Miklubraut (hjá Kringlu) og yfir Kringlumýrarbraut (hjá Klúbbnum). Undirgöngin hjá Hlíðarenda. Samtals 9,5k í flott veðri.
Guðni
þriðjudagur, janúar 29, 2008
Hádegisæfing 29.- janúar
Gæðaæfing tekin í dag og frábær mæting: Jói (séræfingar í skógi), Björgvin Harri, Óli, Dagur, Oddgeir, Guðni, Höskuldur, Már (Hérinn), Anna Dís og Sigrún.
Hituðum upp í skóginum og síðan tóku við brekkuhlaup og gátu menn valið 4-6 spretti í brekkunni (þeirri malbikuðu). Skokkuðum síðan niður gömlu brekkuna rólega á milli og þeir hörðustu fóru 6 en hinir 5 eða 4. Söfnuðumst síðan saman í niðurskokki og fórum niður fyrir Öskjuhlíð á stíg þar sem hópurinn hljóp saman í hnapp þar til ca. 400 m voru eftir og áttu menn að gefa í af eigin afli og skapsmunum og klára upp á topp í brekkunni. Fældist þá einn gæðingurinn og hljóp undan sér, út úr brautinni, og hefur síðan fengið viðurnefnið "Hérinn". Sýndist þá og sannaðist að kapp er best með forsjá og stundum er betra að fara hægar yfir en fara þó. :)
Allir fengu þó góða æfingu út úr þessu og veðrið lék menn grátt á köflum með miklu hagléli. Skemmtileg æfing!
Sigrún
Hituðum upp í skóginum og síðan tóku við brekkuhlaup og gátu menn valið 4-6 spretti í brekkunni (þeirri malbikuðu). Skokkuðum síðan niður gömlu brekkuna rólega á milli og þeir hörðustu fóru 6 en hinir 5 eða 4. Söfnuðumst síðan saman í niðurskokki og fórum niður fyrir Öskjuhlíð á stíg þar sem hópurinn hljóp saman í hnapp þar til ca. 400 m voru eftir og áttu menn að gefa í af eigin afli og skapsmunum og klára upp á topp í brekkunni. Fældist þá einn gæðingurinn og hljóp undan sér, út úr brautinni, og hefur síðan fengið viðurnefnið "Hérinn". Sýndist þá og sannaðist að kapp er best með forsjá og stundum er betra að fara hægar yfir en fara þó. :)
Allir fengu þó góða æfingu út úr þessu og veðrið lék menn grátt á köflum með miklu hagléli. Skemmtileg æfing!
Sigrún
mánudagur, janúar 28, 2008
Hádegisæfing - 28. janúar
Mættir: Dagur, Sigurgeir, Fjölnir, Ingunn, Jói, Höskuldur og Már (kópavogsbúi). Ingunn fór nokkra bláa-hringi í Öskjuhlíðinni. Jói fór í átt að Fossvogi enda fallegt útsýni á hægri hönd, þ.e. Kópavogur ;o) Restin fór Hofsvallagötuna á góðu tempói. Árshátíðin bar á góma þó svo að menn mundu mismikið eftir henni eða hverja þeir hittu.
Minni á æfingu hjá Stefáni kl. 17:15 á fimmtudaginn.
Sigurgeir
Minni á æfingu hjá Stefáni kl. 17:15 á fimmtudaginn.
Sigurgeir
föstudagur, janúar 25, 2008
Tómas hleypur maraþon
Tómas Ingason, Tekjustýringardeild gerði sér lítið fyrir og hljóp Walt Disney World Marathon þann 13. janúar síðastliðinn.
Hann var á staðnum, ákvað að skella sér með stuttum fyrirvara og taka hlaupið sem góða langa æfingu. Þátttakendur voru 18.000 og var þröngt á þingi alla leiðina þannig að hann komst ekki eins hratt yfir og hann vildi. Tómas á 3:47 frá Reykjavíkurmaraþoni síðan í ágúst 2007. Æfingatíminn hans í þessu hlaupi var 4:23.
Dagur
Hann var á staðnum, ákvað að skella sér með stuttum fyrirvara og taka hlaupið sem góða langa æfingu. Þátttakendur voru 18.000 og var þröngt á þingi alla leiðina þannig að hann komst ekki eins hratt yfir og hann vildi. Tómas á 3:47 frá Reykjavíkurmaraþoni síðan í ágúst 2007. Æfingatíminn hans í þessu hlaupi var 4:23.
Dagur
Hádegisæfing - 25. janúar.
Einungis tveir mætti á meistaraflokksæfingu í dag í miklum snjó og smáéljum á köflum. Þótt Reykjanesbraut loki og flugsamgöngur liggi niðri æfa skokkfélagar IAC og láta engan bilbug á sér finna. Dagur og Sigrún fóru í "sýningarferð" í bæinn. Frá HLL niður Snorrabraut, Laugaveg, Austurstræti, Ráðhús, Hljómskálagarður og yfir brýr og heim. Á köflum var færi þungt og djúpir skaflar sem gerðu það að verkum að undirritaðri leið eins og lítilli stelpu að elta pabba sinn. Stígar voru þó sæmilegir á köflum og náðum við um 6,4 km alls. Hittum svo Óla við HLL en hann hafði verið seinn og á eftir að skila vottorðinu og létum við hann því umsvifalaust taka 35 armbeygjur í beit, í refsingarskyni! Hann fór stutt í dag en fór þó. :=)
Sigrún
Sigrún
fimmtudagur, janúar 24, 2008
Tenging á hlaupadagbókina
Ágætu skokkfélagar.
Langar að benda ykkur á hlaupadagbókina á hlaup.is. Þar er hægt að skrá allar æfingar og fylgjast með hvað hinir eru að gera líka. Ferlega sniðugt!
Kv. Sigrún
Af vef UFA:
"Rétt er að benda hlaupurum og í raun þolíþróttafólki öllu á hlaupadagbókina sem Stefán Thordarson hefur hannað og var opnuð nýlega. Hlaupadagbókin er opin internet-æfingadagbók, þar sem fólk færir inn æfingar sínar og fær yfirlit yfir eigin æfingar og æfingar annarra. Hlaupadagbókin, er ókeypis, og opin fyrir alla, fyrir fólk sem hleypur, gengur, hjólar og / eða syndir, bæði með hollustu og keppni sem markmið. Það er bæði gagnlegt og gaman að vera með í svona æfingadagbók - og því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegra. Hægt er að fá allar æfingar (eitt ár í einu) sýndar á Excel sniði"
Tengingin er: Hlaupadagbókin
Langar að benda ykkur á hlaupadagbókina á hlaup.is. Þar er hægt að skrá allar æfingar og fylgjast með hvað hinir eru að gera líka. Ferlega sniðugt!
Kv. Sigrún
Af vef UFA:
"Rétt er að benda hlaupurum og í raun þolíþróttafólki öllu á hlaupadagbókina sem Stefán Thordarson hefur hannað og var opnuð nýlega. Hlaupadagbókin er opin internet-æfingadagbók, þar sem fólk færir inn æfingar sínar og fær yfirlit yfir eigin æfingar og æfingar annarra. Hlaupadagbókin, er ókeypis, og opin fyrir alla, fyrir fólk sem hleypur, gengur, hjólar og / eða syndir, bæði með hollustu og keppni sem markmið. Það er bæði gagnlegt og gaman að vera með í svona æfingadagbók - og því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegra. Hægt er að fá allar æfingar (eitt ár í einu) sýndar á Excel sniði"
Tengingin er: Hlaupadagbókin
Hádegisæfing - 24. janúar.
Góð mæting í dag: Már og Höskuldur (Gæslan), Hjörvar, Björgvin Harri, Óli, Dagur, Jói og Sigrún.
Jói fór sína leið en verður samskipa okkur áður en langt um líður. Björgvin og Hjörvar fóru saman aðeins stytta leið sem og Óli, sem ber við meiðslum. Hann þarf þó að sýna gilt vottorð. Dagur, Már, Höskuldur og Sigrún fóru skógræktarhringinn frá HLL á þægilegum hraða og það sýndi sig fljótlega að fyrrverandi formaður hefur eignast bandamann/jafningja á æfingunum í nýliðanum Má, sem var í engu eftirbátur Dags í brekkum. Höskuldur kaus að taka brekkurnar rólega með Sigrúnu, sem fer að eiga harla bágt í samneyti við þessa frísku öðlingspilta.
Snjór var nokkuð mikill, sérstaklega inni í skógi, en veður fallegt og stillt með sól á seinni hluta æfingar. Alls rúmir 7 km.
Sigrún
Jói fór sína leið en verður samskipa okkur áður en langt um líður. Björgvin og Hjörvar fóru saman aðeins stytta leið sem og Óli, sem ber við meiðslum. Hann þarf þó að sýna gilt vottorð. Dagur, Már, Höskuldur og Sigrún fóru skógræktarhringinn frá HLL á þægilegum hraða og það sýndi sig fljótlega að fyrrverandi formaður hefur eignast bandamann/jafningja á æfingunum í nýliðanum Má, sem var í engu eftirbátur Dags í brekkum. Höskuldur kaus að taka brekkurnar rólega með Sigrúnu, sem fer að eiga harla bágt í samneyti við þessa frísku öðlingspilta.
Snjór var nokkuð mikill, sérstaklega inni í skógi, en veður fallegt og stillt með sól á seinni hluta æfingar. Alls rúmir 7 km.
Sigrún
Fimmtudagsæfing kl. 17.15
Ágætu hlauparar!
Stefán Már er veikur í dag og á ekki heimangengt á æfingu. Hann er búinn að setja upp æfingu dagsins. Það er borgarstjóraæfing í dag. Hitað upp í átt að Ráðhúsi. Frá Ráðhúsi eru teknir hringir umhverfis tjörnina. 4 hringir með 2. mín. hvíld á 10K tempó fyrir þá sem sækjast eftir erfiði. 2-3 hringir með 2. mín. hvíld einnig á 10K tempó fyrir þá sem eru í rólegri gír. Niðurskokk að HL. Þessi æfing er nálægt 10K í heild.
Anna Dís
Stefán Már er veikur í dag og á ekki heimangengt á æfingu. Hann er búinn að setja upp æfingu dagsins. Það er borgarstjóraæfing í dag. Hitað upp í átt að Ráðhúsi. Frá Ráðhúsi eru teknir hringir umhverfis tjörnina. 4 hringir með 2. mín. hvíld á 10K tempó fyrir þá sem sækjast eftir erfiði. 2-3 hringir með 2. mín. hvíld einnig á 10K tempó fyrir þá sem eru í rólegri gír. Niðurskokk að HL. Þessi æfing er nálægt 10K í heild.
Anna Dís
Skriðsundsnámskeið
5 vikna skriðsundsnámskeið
28.jan til 29.feb.
Kennari: Niklas Brix
Kennsla fer að mestu fram á ensku. Kennari bæði á bakkanum og ofan í lauginni eftir þörfum. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta skriðsundstækni sína.
Kennsla fer fram í innilauginni í Laugardal.
Mánudaga kl. 20:30-21:30
Föstudaga kl 07:00-08:00
Verð: 6.000 kr
Vinsamlegast áframsendið þennan póst til allra sem gæti haft áhuga.
Stjórn ÞRÍR
28.jan til 29.feb.
Kennari: Niklas Brix
Kennsla fer að mestu fram á ensku. Kennari bæði á bakkanum og ofan í lauginni eftir þörfum. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta skriðsundstækni sína.
Kennsla fer fram í innilauginni í Laugardal.
Mánudaga kl. 20:30-21:30
Föstudaga kl 07:00-08:00
Verð: 6.000 kr
Vinsamlegast áframsendið þennan póst til allra sem gæti haft áhuga.
Stjórn ÞRÍR
miðvikudagur, janúar 23, 2008
Hádegisæfing - 23. janúar
Góð mæting í dag eftir óveður gærdagsins. Mættir voru: Björgvin, Jói, Ingunn, Dagur, Oddgeir, Höskuldur, Sigurgeir og Fjölnir.
Björgvin var á hraðferð og fór af stað nokkuð á undan öðrum út að dælustöð. Jói fór einnig fyrr af stað út fyrir dælustöð að kassa nokkrum og til baka, Dagur hafði gefið Jóa upplýsingar um að þetta væru um að væri 5 km en samkvæmt nýjustu útreikningum eru þetta um 6 km og Jói því kominn fram úr sínum áætlunum. Ljóst er að hann verður kominn á Hofsvallagötuna innan skamms ef fram fer sem horfir.
Restin af hjörðinni skokkaði í Nauthólsvík. Þar var ákveðið að taka gæðaæfingu 4 x 1.000m spretti og hverjum og einum var úthlutað tímamörkum miðað við aldur og fyrri störf. Ingunn sneri heim eftir fyrsta sprett (við Dælustöð). Fjölnir hálfmeiddur gat ekki beitt sér til fulls og var því sendur á undan vestur eftir til að vera í hlutverki héra/fórnarlambs. Dagur, Höskuldur, Oddgeir og Sigurgeir tóku fyrstu þrjá spretti af feikna krafti út að Hofsvallagötu þrátt fyrir mikla ófærð á stígum vegna grjóts og þara eftir óveðrið. Síðan var hægt á og hlaupið heim á leið þar til kom að Njarðargötu þar sem síðasti spretturinn var tekinn að Valsheimili, þar var hægt á í smástund þar til Sigurgeir rauk upp aftur og tók svokallaðan "eftirsprett" heim að HLL.
Sem sagt fín æfing fyrir alla!
Fjölnir
Björgvin var á hraðferð og fór af stað nokkuð á undan öðrum út að dælustöð. Jói fór einnig fyrr af stað út fyrir dælustöð að kassa nokkrum og til baka, Dagur hafði gefið Jóa upplýsingar um að þetta væru um að væri 5 km en samkvæmt nýjustu útreikningum eru þetta um 6 km og Jói því kominn fram úr sínum áætlunum. Ljóst er að hann verður kominn á Hofsvallagötuna innan skamms ef fram fer sem horfir.
Restin af hjörðinni skokkaði í Nauthólsvík. Þar var ákveðið að taka gæðaæfingu 4 x 1.000m spretti og hverjum og einum var úthlutað tímamörkum miðað við aldur og fyrri störf. Ingunn sneri heim eftir fyrsta sprett (við Dælustöð). Fjölnir hálfmeiddur gat ekki beitt sér til fulls og var því sendur á undan vestur eftir til að vera í hlutverki héra/fórnarlambs. Dagur, Höskuldur, Oddgeir og Sigurgeir tóku fyrstu þrjá spretti af feikna krafti út að Hofsvallagötu þrátt fyrir mikla ófærð á stígum vegna grjóts og þara eftir óveðrið. Síðan var hægt á og hlaupið heim á leið þar til kom að Njarðargötu þar sem síðasti spretturinn var tekinn að Valsheimili, þar var hægt á í smástund þar til Sigurgeir rauk upp aftur og tók svokallaðan "eftirsprett" heim að HLL.
Sem sagt fín æfing fyrir alla!
Fjölnir
þriðjudagur, janúar 22, 2008
Hádegisæfing - 22. janúar
Mættur : Dagur
Þar sem enginn annar mætti ákvað ég að sleppa æfingu í dag enda vonskuveður og fólki ráðlagt að vera ekki á ferli (er þetta léleg eða góð afsökun?).
Dagur
Þar sem enginn annar mætti ákvað ég að sleppa æfingu í dag enda vonskuveður og fólki ráðlagt að vera ekki á ferli (er þetta léleg eða góð afsökun?).
Dagur
mánudagur, janúar 21, 2008
Hádegisæfing - 21. janúar
Mættir: Fjölnir, Sigurgeir, Dagur, Guðni, Höskuldur, Bryndís, Ingunn og Jói.
Boðið var upp á bland í poka. Jói fór á sína leynilegu "séræfingu", Ingunn fór í átt að Fossvoginum og restin stefndi á Hofsvallagötu-hring. Þegar kom að því að beygja inn Hofsvallagötu þá ákv. Dagur og Höskuldur að fara Frostaskjólið og reyna ná restinni. Þeir náður okkur (Fjölnir, Guðni, Sigurgeir) við dælustöðina eftir að við lengdum/styttum leiðina með því að fara Einarsnes/Skeljanes til að létta á færðinni sem var erfið á stígunum. Hópurinn skokkaði saman að kafarahúsinu þar sem Dagur ákv. að bæta aðeins í. Að lokum endaði þetta í hörku endasprett þar sem Dagur æsti upp Fjölnir og mig til að klára sig 100%. Til að gera langa sögu stutta þá kom Fjölnir á þvílíkum spretti í loka brekkuna einmitt þegar ég hélt að hann væri búinn, sem sagt vanmat að bestu gerð ;o)
Sigurgeir
Boðið var upp á bland í poka. Jói fór á sína leynilegu "séræfingu", Ingunn fór í átt að Fossvoginum og restin stefndi á Hofsvallagötu-hring. Þegar kom að því að beygja inn Hofsvallagötu þá ákv. Dagur og Höskuldur að fara Frostaskjólið og reyna ná restinni. Þeir náður okkur (Fjölnir, Guðni, Sigurgeir) við dælustöðina eftir að við lengdum/styttum leiðina með því að fara Einarsnes/Skeljanes til að létta á færðinni sem var erfið á stígunum. Hópurinn skokkaði saman að kafarahúsinu þar sem Dagur ákv. að bæta aðeins í. Að lokum endaði þetta í hörku endasprett þar sem Dagur æsti upp Fjölnir og mig til að klára sig 100%. Til að gera langa sögu stutta þá kom Fjölnir á þvílíkum spretti í loka brekkuna einmitt þegar ég hélt að hann væri búinn, sem sagt vanmat að bestu gerð ;o)
Sigurgeir
föstudagur, janúar 18, 2008
Hádegisæfing - 18. janúar.
Mættir í dag í köldu veðri:
Jói (séræfing), Höskuldur, Fjölnir (kom frá Dubai en var að lækka heimsmarkaðsverð á olíu), Dagur, Oddgeir og Sigrún. Ákváðum að fara Hofsvallagötuhringinn rangsælis frá HLL en það varð nú eitthvað annað. Dagur vildi fara Kaplaskjólsveg og við fylgdum honum nema Fjölnir sem fór Hofsvallagötuna. Fékk þá hinn frái fyrrverandi formaður þá afbragðshugmynd að reyna að hlaupa Fjölni uppi og reyndu hinir félagsmenn að elta hann dágóða stund. Höskuldur fór mikinn og Oddgeir líka en minni sögum fer af Sigrúnu sem skilin var eftir í íséli á hjara veraldar. Tókst Degi svo með ævintýralegum hætti að hlaupa Fjölni uppi við hliðargirðingu suðurenda flugbrautar og mátti sjá glitta í vígtennurnar er hann nálgaðist saklaust fórnarlambið. Sameinuðumst síðan við Nauthólsvík (Kafarann) og flýttum okkur heim, enda klukkan að verða eitt. Þessi æfing breyttist því úr rólegri æfingu í tempó (4 km) og endaði alls í rúmlega 9,3 km.
Góða helgi!
http://www.youtube.com/watch?v=BgoOihBb78w
Sigrún
Jói (séræfing), Höskuldur, Fjölnir (kom frá Dubai en var að lækka heimsmarkaðsverð á olíu), Dagur, Oddgeir og Sigrún. Ákváðum að fara Hofsvallagötuhringinn rangsælis frá HLL en það varð nú eitthvað annað. Dagur vildi fara Kaplaskjólsveg og við fylgdum honum nema Fjölnir sem fór Hofsvallagötuna. Fékk þá hinn frái fyrrverandi formaður þá afbragðshugmynd að reyna að hlaupa Fjölni uppi og reyndu hinir félagsmenn að elta hann dágóða stund. Höskuldur fór mikinn og Oddgeir líka en minni sögum fer af Sigrúnu sem skilin var eftir í íséli á hjara veraldar. Tókst Degi svo með ævintýralegum hætti að hlaupa Fjölni uppi við hliðargirðingu suðurenda flugbrautar og mátti sjá glitta í vígtennurnar er hann nálgaðist saklaust fórnarlambið. Sameinuðumst síðan við Nauthólsvík (Kafarann) og flýttum okkur heim, enda klukkan að verða eitt. Þessi æfing breyttist því úr rólegri æfingu í tempó (4 km) og endaði alls í rúmlega 9,3 km.
Góða helgi!
http://www.youtube.com/watch?v=BgoOihBb78w
Sigrún
Dubai Maraþon
Fjölnir var í Dubai í síðustu viku. Væntanlega til að leggja Haile Gebrselassie línurnar fyrir maraþonið sem fram fór í dag. Haile hjó nærri sínu eigin heimsmeti, sjá fréttina á gulfnews.com
Dagur
Dagur
fimmtudagur, janúar 17, 2008
Kvöldæfing - 17. janúar
Mættir: Anna Dís, Guðni, Sigurgeir, Ása og Stefán þjálfari.
Byrjuðum með rólegri upphitun þar sem var skokkað í átt að kirkjugarðinum og niður brekkuna rétt áður en komið er að garðinum. Þá var farið til baka að Valsheimilinu. Við Valsheimilið voru teknir 2svar x 5 brekkusprettir upp hitaveitustokkinn í átt að Perlunni, ca. 130 m, og rólegt niður. Næst var rólegt niðurskokk að Nauthólsvík og til baka að HLL. Þurftum að hægja á Stefáni í niðurskokkinu þar sem hraðinn var frekar mikill eftir erfiða æfingu. Samtals endaði æfinginn í 9,6 km.
Stjórn IAC vonast til sjá fleiri á næstu fimmtudagsæfingu. Mælum með að fólk mæti og njóti handleiðslu Stefáns sem er mjög duglegur að fara yfir hlaupastílinn hjá okkur og hvernig má bæta hann.
Sigurgeir
Byrjuðum með rólegri upphitun þar sem var skokkað í átt að kirkjugarðinum og niður brekkuna rétt áður en komið er að garðinum. Þá var farið til baka að Valsheimilinu. Við Valsheimilið voru teknir 2svar x 5 brekkusprettir upp hitaveitustokkinn í átt að Perlunni, ca. 130 m, og rólegt niður. Næst var rólegt niðurskokk að Nauthólsvík og til baka að HLL. Þurftum að hægja á Stefáni í niðurskokkinu þar sem hraðinn var frekar mikill eftir erfiða æfingu. Samtals endaði æfinginn í 9,6 km.
Stjórn IAC vonast til sjá fleiri á næstu fimmtudagsæfingu. Mælum með að fólk mæti og njóti handleiðslu Stefáns sem er mjög duglegur að fara yfir hlaupastílinn hjá okkur og hvernig má bæta hann.
Sigurgeir
Hádegisæfing - 17. janúar
Mættir í dag: Jói (fór sér), Oddný með stelpur úr hópadeild og Dagur og Sigrún.
Við Dagur fórum þægilegan hring (frá HLL og Kaplaskjólið) á rólegu tempói. Mikil ófæra var á köflum og var mál manna að ekki væri vel staðið að ruðningi á göngustígum borgarinnar.
Frábært veður og sólarglenna gladdi geðslagið sem og þeir 9,3 km sem afgeiddir voru.
Sigrún
Við Dagur fórum þægilegan hring (frá HLL og Kaplaskjólið) á rólegu tempói. Mikil ófæra var á köflum og var mál manna að ekki væri vel staðið að ruðningi á göngustígum borgarinnar.
Frábært veður og sólarglenna gladdi geðslagið sem og þeir 9,3 km sem afgeiddir voru.
Sigrún
miðvikudagur, janúar 16, 2008
Fyrir byrjendur
Comment frá 10. janúar:
"ef e-h byrjendur vilja mæta á fimmtudgöum í hádegi, þá erum við, stór hluti Hópadeildar að stefna á hádegisskokk 1x í viku. hafið samband við mig, Oddný"
"ef e-h byrjendur vilja mæta á fimmtudgöum í hádegi, þá erum við, stór hluti Hópadeildar að stefna á hádegisskokk 1x í viku. hafið samband við mig, Oddný"
Hádegisæfing - 16. janúar
Mættir: Sveinbjörn, Fjölnir, Dagur, Guðni, Björgvin, Sigurgeir, Anna Dís og Ingunn.
Þrátt fyrir að það sé miðvikudagur ákv. þjálfarinn að hafa gæðaæfingu. Farinn var öfugur Hofsvallargötu-hringur. Hópurinn minnkaði þegar leið á hlaupið. Sumir fóru að dælustöð, aðrir Suðurgötuna og restin fór Hofsvallagötuna. Dagur bætti að sjálfsögðu við 5 sprettum í hlaupið en var sá eini sem gat klárað 5 spretti, aðrir kláruðu næstum því 4! Færðin var erfið en það stoppaði ekki hópinn.
Minni á æfingu á morgun kl. 17:15
Sigurgeir
Þrátt fyrir að það sé miðvikudagur ákv. þjálfarinn að hafa gæðaæfingu. Farinn var öfugur Hofsvallargötu-hringur. Hópurinn minnkaði þegar leið á hlaupið. Sumir fóru að dælustöð, aðrir Suðurgötuna og restin fór Hofsvallagötuna. Dagur bætti að sjálfsögðu við 5 sprettum í hlaupið en var sá eini sem gat klárað 5 spretti, aðrir kláruðu næstum því 4! Færðin var erfið en það stoppaði ekki hópinn.
Minni á æfingu á morgun kl. 17:15
Sigurgeir
Hádegisæfing - 15. janúar
Mættir : Huld, Jói, Sveinbjörn, Jón Mímir og Dagur (5).
Rólegt eftir sprettina í gær. Huld, Jón og Dagur gerðu tilraun til að fara fyrir flugbrautina en þar hafði fokið í skafla og var ekki búið að skafa, snéru þá við og fóru útað skógrækt. Á leiðinni mættu þau Jóa og Sveinbirni sem höfðu farið í þá áttina. Huld hélt síðan áfram eitthvað inní Fossvogsdal.
Rólegt eftir sprettina í gær. Huld, Jón og Dagur gerðu tilraun til að fara fyrir flugbrautina en þar hafði fokið í skafla og var ekki búið að skafa, snéru þá við og fóru útað skógrækt. Á leiðinni mættu þau Jóa og Sveinbirni sem höfðu farið í þá áttina. Huld hélt síðan áfram eitthvað inní Fossvogsdal.
mánudagur, janúar 14, 2008
Hádegisæfing - 14. janúar
Mættir : Ingunn, Anna Dís, Huld, Jói, Sveinbjörn, Björgvin, Sigurgeir, Guðni og Dagur (9).
Í snjómuggu, vægu frosti og blíðum vindi var farið inní Öskjuhlíðina þar sem hópurinn tók brekkuspretti af mikilli elju og þrautseigju.
Í snjómuggu, vægu frosti og blíðum vindi var farið inní Öskjuhlíðina þar sem hópurinn tók brekkuspretti af mikilli elju og þrautseigju.
Runners World
Ágætu hlauparar!
Ég er með stafla af Runners World blöðum sem ég væri afar hamingjusamur að losna við. Datt í hug að bjóða þau félögum hlaupaklúbbsins. Lysthafendur vinsamlega sendið póst á: gigjajon@mi.is. Er annars á leiðinni á haugana ef ekki vill betur til, sem mér þætti miður.
Kær kveðja, Jón Hjartar
sunnudagur, janúar 13, 2008
Powerade Vetrarhlaup - Úrslit janúar
Góð þátttaka var frá okkur í síðasta vetrarhlaupi og mættu sex til leiks að þessu sinni:
47:26 Jens Bjarnason
48:45 Sigrún Birna Norðfjörð
49:56 Sigurgeir Már Halldórsson
51:22 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
53:36 Jón Mímir Einvarðsson
56:27 Helga Árnadóttir
Einnig hljóp Höskuldur Ólafsson á 43:42
Jens er að bæta sig frá því í október, Sigrún varð fyrst í sínum aldursflokki og sleppir ekki hendinni af bikarnum í stigakeppni aldursflokka, Sigurgeir og Anna Dís hægja aðeins á sér síðan í nóvember en eiga eftir að koma sterk inn með bættri ástundun, Jón Mímir er enn fjarri sínum bestu tímum frá seríunni 2002-2003 en hefur sýnt góðar framfarir síðustu vikurnar, Helga Árna er að bæta sig vel og nær nú 5mín betri tíma en í desember.
Kveðja, Dagur
47:26 Jens Bjarnason
48:45 Sigrún Birna Norðfjörð
49:56 Sigurgeir Már Halldórsson
51:22 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
53:36 Jón Mímir Einvarðsson
56:27 Helga Árnadóttir
Einnig hljóp Höskuldur Ólafsson á 43:42
Jens er að bæta sig frá því í október, Sigrún varð fyrst í sínum aldursflokki og sleppir ekki hendinni af bikarnum í stigakeppni aldursflokka, Sigurgeir og Anna Dís hægja aðeins á sér síðan í nóvember en eiga eftir að koma sterk inn með bættri ástundun, Jón Mímir er enn fjarri sínum bestu tímum frá seríunni 2002-2003 en hefur sýnt góðar framfarir síðustu vikurnar, Helga Árna er að bæta sig vel og nær nú 5mín betri tíma en í desember.
Kveðja, Dagur
föstudagur, janúar 11, 2008
Hádegisæfing - 11.desember.
Bjartur og fallegur dagur til æfinga og mættir voru: Sveinbjörn (var á séræfingu), Ingunn (Öskjuhlíðin) Dagur, Bryndís og Sigrún.
Tókum Suðurgötuhringinn rangsælis frá HLL á þægilegu "recovery" tempói, enda einn meðlimur klúbbsins orðinn langt leiddur af keppnisstreitu Powerade hlaupaseríunnar en hyggst þó standa við gefin loforð um að ljúka við 6 hlaup. Gaman væri ef fleiri meðlimir sýndu verkefninu sömu húsbóndahollustu.
Fín æfing í kuldanum, alls um 7,5 km.
Sigrún :)
Tókum Suðurgötuhringinn rangsælis frá HLL á þægilegu "recovery" tempói, enda einn meðlimur klúbbsins orðinn langt leiddur af keppnisstreitu Powerade hlaupaseríunnar en hyggst þó standa við gefin loforð um að ljúka við 6 hlaup. Gaman væri ef fleiri meðlimir sýndu verkefninu sömu húsbóndahollustu.
Fín æfing í kuldanum, alls um 7,5 km.
Sigrún :)
fimmtudagur, janúar 10, 2008
Hádegisæfing - 10. janúar
Góð mæting þrátt fyrir Powerade Vetrarhlaupið í kvöld.
Mættir : Jói, Sveinbjörn, Ólafur, Dagur og svo mætti Oddný með Ingu Dís og Unni úr hópadeildinni, við bjóðum þær velkomnar og vonumst til að sjá þær sem oftast í framtíðinni.
Oddný fór með Ingu og Unni 20mín skokk og göngu. Jói og Sveinbjörn fóru léttan hring á rólegu tempó og Ólafur og Dagur tóku Keilugrandann 10km/44:45 sem er PR hjá Ólafi og besti tími klúbbmeðlims á árinu.
Mættir : Jói, Sveinbjörn, Ólafur, Dagur og svo mætti Oddný með Ingu Dís og Unni úr hópadeildinni, við bjóðum þær velkomnar og vonumst til að sjá þær sem oftast í framtíðinni.
Oddný fór með Ingu og Unni 20mín skokk og göngu. Jói og Sveinbjörn fóru léttan hring á rólegu tempó og Ólafur og Dagur tóku Keilugrandann 10km/44:45 sem er PR hjá Ólafi og besti tími klúbbmeðlims á árinu.
miðvikudagur, janúar 09, 2008
Engin fimmtudagsæfing 10. jan. kl.17.15
Engar kvöld fimmtudagsæfingar eru sama dag og Powerade hlaup ber upp.
Kveðja,
stjórn IAC
Kveðja,
stjórn IAC
Hádegisæfing 9.-janúar
Mættur fríður flokkur í dag í nokkuð köldu en fínu veðri: Anna Dís, Jói, Hjörvar, Björgvin Harri, Höskuldur, Ingunn, Dagur, Oddgeir og Sigrún.
Menn fóru mislangt. Ingunn hljóp hringi í Öskjuhlíð (3-4), Hjörvar var með leyniprógramm, Björgvin og Anna Dís fóru út að dælustöð og tilbaka, sem og Jói Úlfars. Restin fór Hofsvallagötuhringinn á þægilegu strákatempói, enda tóku menn fullt tillit til Sigrúnar sem var á 75% stelputempói með hósta. Alls 8,7km. Fín æfing!.
Sigrún
Menn fóru mislangt. Ingunn hljóp hringi í Öskjuhlíð (3-4), Hjörvar var með leyniprógramm, Björgvin og Anna Dís fóru út að dælustöð og tilbaka, sem og Jói Úlfars. Restin fór Hofsvallagötuhringinn á þægilegu strákatempói, enda tóku menn fullt tillit til Sigrúnar sem var á 75% stelputempói með hósta. Alls 8,7km. Fín æfing!.
Sigrún
þriðjudagur, janúar 08, 2008
Hádegisæfing - 8. janúar
Mættir : Hjörvar, Sveinbjörn, Jón Mímir, Sigurgeir, Dagur, Guðni og Höskuldur. Á dagskránni voru brekkusprettir í Öskjuhlíðinni, sem voru kláraðir með glæsibrag. Rólegt á morgun enda Powerade Vetrarhlaupið á fimmtudaginn.
Menn voru yfirlýsingaglaðir á nýju ári. Hjörvar ætlar að vera fljótari en Jón Mímir. Sigurgeir ætlar að hlaupa hraðar en eiginkonan eða 10km/42:23. Guðni ætlar að sá til þess að Jens muni ekki sigra sig afur í keppnishlaupi.
Menn voru yfirlýsingaglaðir á nýju ári. Hjörvar ætlar að vera fljótari en Jón Mímir. Sigurgeir ætlar að hlaupa hraðar en eiginkonan eða 10km/42:23. Guðni ætlar að sá til þess að Jens muni ekki sigra sig afur í keppnishlaupi.
mánudagur, janúar 07, 2008
Hádegisæfing - 7. janúar
Fjölmenni mikið á björtum degi á nýju ári. Mikið testerón í loftinu enda allt karlmenn, hvar er kvenfólkið?
Mættir : Jói Úlfars, Sveinbjörn, Jón Mímir, Erlendur, Dagur, Ólafur og Björgvin.
Menn hlupu mislangt allt eftir ásigkomulagi og núverandi getu.
Mættir : Jói Úlfars, Sveinbjörn, Jón Mímir, Erlendur, Dagur, Ólafur og Björgvin.
Menn hlupu mislangt allt eftir ásigkomulagi og núverandi getu.
föstudagur, janúar 04, 2008
fimmtudagur, janúar 03, 2008
Fimmtudagsæfing kl. 17.15
Fríður og föngulegur hópur lagði af stað frá HL á slaginu 17.15. Hópurinn samanstóð af Stefáni Má, Guðna og undirritaðri. Veður aftraði ekki æfingu. Hitað var upp í skjóli Öskjuhlíðar. Síðan voru teknir sprettir í brekkunni okkar góðu sem við nýttum í ASCA hlaupinu, nema að nú var hringnum snúið við. Sprettur upp malbik og rólegt niðurskokk niður moldarveginn. Stefán fylgdi eftir hlaupastíl og ráðlagði okkur með breytingar til bóta. Sprettirnir voru 7 og síðan niðurskokk inn í kirkjugarð og upp að Perlu. Heildartími var 1 klst. og 10 mín. og vegalengd rétt rúmir 10 K.
Anna Dís
Anna Dís
Hádegisæfing 3. jan.
Mætt í dag: Óli, Dagur og Sigrún.
Veður hundleiðinlegt en félagsskapurinn í sérflokki.
Hituðum upp í Öskjuhlíðinni en þar voru stígar gljúpir og skornir vegna vatnsveðurs. Sáum einnig fallið grenitré sem ráðist hafði á meðlimi hópsins í gær sem naumlega skutu sér undan. Hlupum síðan inn í kirkjugarð og Dagur reyndi að finna góðan stað fyrir brekkuspretti. Lét okkur taka einn "dummy" sprett en fann síðan betri stað (alveg óútreiknanlegur) og þar gerðum við 4 brekkur á hraða og skokk niður. Hlupum upp brekkuna að stórum grænum gámi merktum "lífrænn úrgangur" og töldum við þarna vera á ferðinni stórt safnduftker sem við vildum ekki enda í.
Þetta var fín æfing eftir jólaóhófið og í takt við markmiðasetningu hópsins um hámarksárangur. Skokkuðum síðan einn bláan hring og sáum í Ingunni Cargo og tókum auka hring til að ná henni.
Sigrún
Veður hundleiðinlegt en félagsskapurinn í sérflokki.
Hituðum upp í Öskjuhlíðinni en þar voru stígar gljúpir og skornir vegna vatnsveðurs. Sáum einnig fallið grenitré sem ráðist hafði á meðlimi hópsins í gær sem naumlega skutu sér undan. Hlupum síðan inn í kirkjugarð og Dagur reyndi að finna góðan stað fyrir brekkuspretti. Lét okkur taka einn "dummy" sprett en fann síðan betri stað (alveg óútreiknanlegur) og þar gerðum við 4 brekkur á hraða og skokk niður. Hlupum upp brekkuna að stórum grænum gámi merktum "lífrænn úrgangur" og töldum við þarna vera á ferðinni stórt safnduftker sem við vildum ekki enda í.
Þetta var fín æfing eftir jólaóhófið og í takt við markmiðasetningu hópsins um hámarksárangur. Skokkuðum síðan einn bláan hring og sáum í Ingunni Cargo og tókum auka hring til að ná henni.
Sigrún
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Fimmtudagur-kvöldæfing kl 17.15
Minni á kvöldæfinguna 17.15 fimmtudag undir leiðsögn Stefáns þjálfara. Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir þá sem eiga erfitt með að komast í hádeginu en eftir sem áður verða einnig æfingar hjá skokkhópnum kl. 12.08 í hverju hádegi. Allir eru velkomnir á þessar æfingar.
Kveðja,
Stjórn IAC
Kveðja,
Stjórn IAC
Hádegisæfing - 2. janúar
Nýju ári tekið opnum örmum, mættir voru Ólafur, Jón Mímir og Dagur. Farið var skógræktarhringinn á rólegu tempói og rætt um markmiðasetningu fyrir 2008 og eftirfylgni.
Við göngubrúnna yfir Kringlumýrarbraut var skipt liði, Jón Mímir fór styrstu leið tilbaka á meðan Ólafur og Dagur tóku léttan fartleik upp og í gegnum Öskjuhlíðina.
Við göngubrúnna yfir Kringlumýrarbraut var skipt liði, Jón Mímir fór styrstu leið tilbaka á meðan Ólafur og Dagur tóku léttan fartleik upp og í gegnum Öskjuhlíðina.
þriðjudagur, janúar 01, 2008
Gamlárshlaup Í.R.
Vaskir hlauparar úr FI SKOKK hlupu í Gamlárshlaupi Í.R. og stóðu sig prýðilega í rysjóttu veðri. Autt var að mestu og rok á köflum en bestur var síðasti km, vindur í bak og lokasprettur niður í móti.
30 41:07 Dagur Björn Egonsson 1964 SK.FLUGL 5. í flokki
48 43:40 Höskuldur Ólafsson 1965 ÍSÍ 8. í flokki
55 43:59 Huld Konráðsdóttir 1963 SK.FLUGL 1. í flokki
86 46:47 Jens Bjarnason 1960 SK.FLUGL 12. í flokki
92 47:04 Jakob Schweitz Þorsteinsson ÍSÍ 14. í flokki
103 47:55 Guðni Ingólfsson 1967 SK.FLUGL 19. í flokki
120 48:53 Sigrún Birna Norðfjörð 1966 SK.FLUGL 2. í flokki
287 57:14 Jón Mímir Einvarðsson 1970 SK.FLUGL 1o1. í flokki
290 57:25 Helga Árnadóttir 1971 SK.FLUGL 20. í flokki
Kveðja -Sigrún
30 41:07 Dagur Björn Egonsson 1964 SK.FLUGL 5. í flokki
48 43:40 Höskuldur Ólafsson 1965 ÍSÍ 8. í flokki
55 43:59 Huld Konráðsdóttir 1963 SK.FLUGL 1. í flokki
86 46:47 Jens Bjarnason 1960 SK.FLUGL 12. í flokki
92 47:04 Jakob Schweitz Þorsteinsson ÍSÍ 14. í flokki
103 47:55 Guðni Ingólfsson 1967 SK.FLUGL 19. í flokki
120 48:53 Sigrún Birna Norðfjörð 1966 SK.FLUGL 2. í flokki
287 57:14 Jón Mímir Einvarðsson 1970 SK.FLUGL 1o1. í flokki
290 57:25 Helga Árnadóttir 1971 SK.FLUGL 20. í flokki
Kveðja -Sigrún
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)