fimmtudagur, apríl 08, 2010

Hádegisæfing 8. apríl

Mættir í forstarti: Sveinbjörn og Jói. Á aðalleið: Dagur, Bjöggi, Oddur carbonfibre og hans ektakvinna. Fórum rólegan Meistaravöll með smá útúrdúrum fyrir lengra komna en smá töf varð þó á ræsingu æfingar vegna seinnar komu vélar frá salerni fatlaðra. Um er að ræða einstakling, sem keppir fyrir hönd FI skokks á paralympics (s4) í iðju sem aðalritari kann ekki vel við að nefna, en shit, hvað með það! Hann heldur allavega uppi merkjum klúbbsins í þessum flokki, altsvo. Veður var með eindæmum gott og mældist æfingin alls 8,7K. Björgvin bað mig sérstaklega að geta einnar vefsíðu, sem hann heldur úti í sambandi við keppnisferðir sínar, og fer hún hér á eftir:
Smellið á tengil (alveg óhrædd)
Að lokum vil ég geta þess, í framhjáhlaupi, að tíminn er ekki allt í hlaupum. Þetta er bein tilvitnun í yfirþjálfara hópsins (sjálfskipaðan).
Kveðja,
Sigrún (sem heldur til Akureyris á morgun, sbr. Hér er Akureyrir, um Akureyri, frá Akureyri til Akureyris, ef einhver ætlar að véfengja það)

miðvikudagur, apríl 07, 2010

Hádegisæfing 7. apríl 2010

Bllleeeezzzzzz.
Jæja, það er ekki að spyrja að því um leið og foringinn gefur sauðsvörtum almúganum færi á að ráða hvernig æfingin verður þá verður náttúrulega VALSBREKKAN fyrir valinu. Einhverjar duldar hvatir flugmannsins geðþekka (Oddgeiros el Airoplainos)ollu því að hann nánast lagðist á hnéin með tárvot augu(smá dramatisering) til að fá því framgengt að brekkusprettir dagsins færu fram á hitaveitustokk þeim sem kenndur er við Valsheimilið. Vegna gríðarlegs hópþrýstings (frá Degi) ákvað hópurinn að láta undan og samþykkti með semingi að þetta yrði "set-up" dagsins.
Mætt til aftöku voru; téður flugkappi, áðurnefndur foringi, Ülaf von der Briem-erburg, Jón Ránfugl, Heart-beaterinn, hÓteL-I, og El Polis de Conquerre og Já-sæll var fulltrúi sérútbúinna.
Hlaupnir vor 2,2 K verulega hægt í upphitun, svona bara til að ná að mynda almennilegann kvíðahnút í maga fyrir átökin. Set-up ið var 2-4 sprettir allt eftir getu og nennu hvers og eins. Eftir mjög svo ómannúðlega meðhöndlun FISKOKK meðlima í téðri Valsbrekku var skokkað heim í gegnum Öskjuhlíðina á svona temmilegum hjólastóla hraða.
Frábærlega góð æfing með ennþábetra fólki.

P.s. það fórst fyrir að blogga æfinguna þann 31. mars s.l. en þá var undirritaður DREGIN áfram með lungun á framtönnunum af foringjanum í svokallað Píslarhlaup, eða 7 Kirkna hlaup þar sem 10 armbeygjur voru teknar við hverja kirkju. Sökum BPM yfir heilsuverndarviðmiðum fram eftir páskum eftir þessa æfingu tókst ekki að blogga. Sama dag mættu Bryndís og Innri og tóku 6 kirkjur með stæl.

Schnitzel,
Max BPM

þriðjudagur, apríl 06, 2010

WARR 22.-25. september nk. upplýsingar

WARR (smellið á tengilinn)

Upplýsingar:
From Katherine Henville and Roderick Hoffman of the London Host team

All WARR Team Captains,

We hope that those of you who have Easter breaks are having good ones and that those who don't have equally good breaks lined up soon. We trust that you are all looking forward to coming to London in September for what this year we are calling the World Airline Road Race Festival.

The WARR London Host team have been hard at work arranging the best event we can for you all and both the host website and the international websites have been updated with the latest information and details of how to signup for the Festival.

Our objectives for London is that all participants enjoy the festival, run well, have fun and feel they have received value for money.

As ever we need your help in promoting the event around your airline and teams and for some of the necessary administration. The rest of this communication covers the key points. These are:
1. Sponsorship
2. Promotional Poster
3. Electronic Entries only
4. The need to signup in advance
5. Team Captain pack pickup
6. BA Travel

Firstly - Sponsorship - please note that we are delighted that Amadeus are joining in and enhancing the fun as Gold Sponsors. Please give Amadeus your support in return and if you already have dealing with them please thank your contact for Amadeus' contribution to this event.

Next please find attached a poster promoting the Festival. Please pass this around your airline and print off and hang copies on notice boards. We've left space at the bottom for you to add your contact details – remember that our chairman Ron Maxwell has issued a challenge to you to bring the largest number of new runners. In the ‘Supporters’ section of the London website there is also a new leaflet that you can print off and distribute.

To keep costs down we are only allowing electronic signup through the website. If you have team members who are unable to signup electronically then you will need to make the entry for them. If you have any difficulties with signup then contact Ron at runmax@yahoo.com .

We’ve arranges venues that have the capacity for twice as many Airline WARRiors than attended in Ottawa or Hangzhou. Nevertheless the potential team size information that you provided us with suggests that we will sell out both the Race Festival and the Awards Party. For this reason we want to set the expectation straight away that all WARRiors will have to sign-up before they come to London – we will not allow any “walk-in” entries during the registration week. We want you to pass that message around – we don't want anyone turning up in London without an entry and finding that they can't get in. We have studied a previous year's booking profile and this suggests that the Festival will reach capacity towards the end of August. We will monitor how many WARRiors have signed up and advise you again before capacity is reached.

We have personal experience of travelling standby to WARR events, including arriving very late on the evening before the race and even failing to arrive, so we do understand why some WARRiors are reluctant to signup for WARR before they can guarantee their arrival. For this reason this year we will offer a Team Captain facility to pick up registration packs for their team members who are worried about not making it or arriving late on the evening before the races. There will be a cash surcharge of £5 per pack to cover our administrative costs for this and we will need to know in advance that you, the team captain, will be picking up extra packs. We are not communicating this facility as we appreciate some Team Captains might be unwilling to collect packs for their teams. If however you are happy to do this, then please pass this information on to your teams. We will contact you again, nearer the time of the Festival, to ask if you need this facility.

Several of you have asked whether British Airways will be offering staff rate fares for staff of airlines with whom the airline doesn't have reciprocal staff travel arrangements – and for friends and families. Unfortunately, given our current situation, the airline has declined to offer this. The airline is providing discounted commercial fares for the Festival – these will save you tens of dollars off commercial BA fares and guarantee you a seat to London. The link for these is on the London website.

Links and email addresses…

London Host Website www.warrlondon.com
International Website www.worldairlineroadrace.org
Any questions and ideas for London info@warrlondon.com
Any signup related queries runmax@yahoo.com

Katherine and Roderick

World Airline Road Race Festival
22nd to 25th September 2010, London, England

þriðjudagur, mars 30, 2010

Hádegisæfing 30. mars

Sumir sem mættu í dag vissu alveg að von var á einhverju en aðrir héldu því fram í einfeldni sinni að um auðvelda æfingu yrði að ræða. "Ignorance is bliss" og allt það en svo eru aðrir (þeir minnst líklegustu)sem þurfa á hvatningu að halda við ástundun æfinga sinna. Lítum á eitt nýlegt myndband þar að lútandi úr herbúðum Síams:
Hvað sem því líður vóru þrír á eigin vegum, Ársæll, Jói og Sveinbjörn allsherjar. Þeir sem undirgengust lóðrétta æfingu vóru: Guðni (sem þolir ekki ljóskur), Dagur (surprise!), Sigurgeir (blue eyes), Óli (Velocity rotate),Bjöggi (brekkubani), Oddur (lightweight), svo og Síams I og II. Hituðum upp í skjóli skógar en síðan var haldið rakleiðis í átt að aftökustað, þ.e. við rætur Valsbrekkunnar, svokölluðu, sem menn voru vanir að selja upp við, þ.e. ef menn höfðu hlaupið hana nokkrum sinnum í röð og jafnvel með mann á sér. Einungis vóru teknar fjórar brekkur í þetta sinn, með 1 mín. hvíld á kantinum á milli. Fæstir vóru með mann á bakinu og sluppu meira að segja við aukasprett vegna lýðræðislegrar niðurfellingar.
Eftirá vóru teknar 50 armbeygjur og magaæfingar.
Fruntalega góð æfing í frábærum félasskap.
Minni áhugasama á skemmtilega æfingu morgundagsins eða -7 kirkna hlaupið með tilheyrandi armbeygjum og halelújaópum!
Alls 6,3k
Kveðja,
Sigrún

Píslarhlaupið 2. apríl

Smellið hér:
Kveðja,
Sigrún, ritari IAC

3. apríl-samskokk hjá Árbæjarskokki

Upplýsingar hér:
kveðja,
Sigrún, ritari IAC.

mánudagur, mars 29, 2010

Hádegisæfing 29. mars

Fín mæting var í dag í sól en kalsaveðri.´A sérleið voru Jón örn og Sveinbjörn en hópurinn, sem samanstóð af: Gnarr, Hössa, Guðna, Degi, Bjögga, Huld og Sigrúnu fór óhefðbundna leið í Kópavoginn og þaðan niður í Fox og síðan með Nauhólsvík aftur að hóteli. Niðurstaða dagsins:
Teygjur eru fyrir konur og það borgar sig ekki að eyða dýrmætum æfinga- og eða sturtutíma í slíkt dekur.
Menn halda því áfram að vera pinnstífir og ná ekki niður á tær sér. En hverjum er ekki sama um slíkan óþarfa? Ef einhver vill hinsvegar fræðast um teygjur er slíkan fróðleik að finna hér:
Alls um 8,2K
B there or b square@tmrw's training!
Kveðja,
aðalritari

föstudagur, mars 26, 2010

Úrtökumót fyrir ASCA keppni í Dublin-15. apríl

Nokkuð hefur verið kvartað undan lélegu upplýsingaflæði varðandi viðburð þennan og greini ég því frá því að úrtökumót fyrir ASCA cross country keppnina í Dublin, sem fram fer 14.-16. maí nk. verður haldið við höfuðstöðvar Icelandair í Öskjuhlíð þann 15. apríl nk. Nánari upplýsingar munu birtast síðar.
Kveðja,
f.h. stjórnar IAC
Sigrún

Freaky Friday 26. mars

Fín mæting í dag í "recovery": Sveinbjörn, Jón Örn, Guðni, Dagur, Bjöggi, Fjölnir, Baldur (sp. appearance, en dulbúinn sem Gajúl), Huld og Sigrún. Fórum rólegan (hm..?) bæjarrúnt eftir Sæbraut með viðkomu við húsið sem brann við hlið Gauks á Stöng (hét það þegar maður var og hét)og þar var ekkert að sjá. Síðan var haldið rakleiðis eftir hefðbundinni leið, Tjarnargata, framhjá hljómskála og beint heim á hótel. Mikil veðurblíða var í boði hússins og sætti það furðu, a.m.k. hjá aðalritara, að berun varð ekki opinberuð við hamarshögg. Greinilegt að fælingarmáttur aðalritara er nokkur, hvað varðar berun, en það er þó von hans að bert hold (Bertolt)félagsmanna fái að njóta sín á strætum borgarinnar áður en langt um líður.
Þakka þeim sem lásu og góðar stundir.
Í tilefni dagsins:
"Because things are the way they are, things will not stay the way they are".
Bertolt Brecht
Kv.
Sigrún :)

26. mars 2010 Hversu hratt skal hlaupa á mismunandi æfingum?

Fann þetta á netinu í gær.
Þessa reiknivél er hægt að nota til að finna hraða í lykilæfingum.

Þú setur inn tímann og færð út á hvaða hraða á að æfa. Fínar skýringar á síðunni.
Skv. McMillan ættu 1000m interval áfangar að vera á 4:14-4:24 fyrir þann sem stefnir á 45mín í 10km.
Réttast er að hlaupa keppnishlaup og nota þann tíma til að finna út hraða á æfingum.

Njótið vel.
Bjútí

fimmtudagur, mars 25, 2010

Þetta myndband skal hafa í huga við afreksþjálfun




Vinsamlega kynnið ykkur það!
Með leyfi yfirþjálfara,
aðalritari

Hádegisæfing-risið úr rústunum 25. mars

Það var sól og blíða meðfram ströndinni í Nauthólsvík í dag þar sem fagrir limir FI-skokks létu Garmin geisa. Mættir til verknaðarins vóru: Gnarr (ástar og saknaðarkveðjur), Fjölnir (smá kvef), Sigurgeir (sem reyndi allt hvað hann gat til að strippa), Dagur (yfirþjálfari á ofurlaunum), Huld (úr baðklefa karla), Bjöggi (180BPM, at least), Óli (ótextaður)og Sigrún (sem vegna fjölda áskorana mætti á gæðaæfingu). Í forstarti hafði sést til: Oddnýjar og Ársæls á sitthvorri sérleiðinni. Ákveðið hafði verið í gær að taka 2 sett af 1:45mín. sprettum með 1mín. á milli en 3 mín. milli setta. Þetta var framkvæmt samviskusamlega við dómaraflaut, sem gall við í upphafi og við lok hvers spretts, frá afar stoltum yfirþjálfara og sérleyfishafa flautunnar. Athygli vakti að bjútíið var á útopnu í öllum sprettum og stóð sig afar vel en einnig þykir furðu sæta að Gnarr, sem hefur verið með hópnum í anda en ekki í líkama undanfarið, leyfði Degi að vera skrefinu á undan í öllum sprettum, og virðist ekki þurfa að æfa nema brotabrot af því sem aðrir þurfa með mælanlega mun minni árangri. Einhvert óeðli greip um sig í lok æfingar og tókst með naumyndum að afstýra "allir úr að ofan" sýningu meðfram reykingahorni HR en það varð samdóma álit félagsmanna að ekki væri þess virði að tjalda skinhvítum, en um leið helköttuðum efri búkum framan í reykingaæsku landsins og bíður sá gerningur því betri tíma.
Alls um 8K
Pungur marsmánaðar er tvímælalaust bjútíið og fær hann þetta óskalag að launum
Síðan skal ítrekað að félagsmenn verða að kynna sér myndskeiðið sem yfirþjálfari setti inn til að skerpa á keppnisfókus og einbeitingu.
Góðar stundir,
Sigrún

miðvikudagur, mars 24, 2010

Powerade Vetrarhlaup - Mars úrslit

37:57 Höskuldur Ólafsson (2. sæti í stigakeppni aldursflokka)
41:55 Guðni Ingólfsson
42:39 Viktor Vigfússon
44:30 Huld Konráðsdóttir (1. sæti í stigakeppni aldursflokka)
44:51 Ólafur Briem
47:38 Jens Bjarnason
48:59 Helgi Þ. Kristjánsson
50:06 Rúna Rut Ragnarsdóttir (3. sæti í stigakeppni aldursflokka)
51:57 Björgvin Harri Bjarnason
59:19 Jonathan Cutress

Þess að auki náði Hólmfríður Ása 1. sæti í sínum aldursflokki.

Í keppni skokkhópa lenti Icelandir í 7. sæti með 141 stig, einu stigi á undan Skokkklúbbi Garðabæjar. Konurnar áttu 131 af þessum 141 stigi.

Afreksáætlanir þjálfarans á villugötum?

Líkt og boðað hefur verið eru markvissar gæðaæfingar tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga. Það hefur aftur á móti sýnt sig að þátttakendur á hádegisæfingunum virðast meðvitað eða ómeðvitað forðast þessa æfingadaga.

Í gær þriðjudaginn 23. mars tók steininn úr þegar aðeins mættu tveir einstaklingar til að takast á við þraut dagsins sem var sex sinnum stokkurinn upp af Valsheimilinu. Fjórir mættu á sérleið.

Hverju þessu veldur skal ósagt látið en næsta augljóst að fastmótað skipulag, markviss ástundun og einbeiting virðist ekki eiga uppá pallborðið hjá meirihluta þátttakenda þó vissulega megi finna einstaklinga sem stunda íþrótt sína af einurð og áhuga.

Gaman væri að heyra álit þáttakenda hádegisæfingu á fyrirkomulagi og framkvæmd.

Kveðja,
Dagur, yfirþjálfari

föstudagur, mars 19, 2010

Fríkaður Frjádagur 19. mars

Eftir töluvert hátt fall niður á jörðina frá Lisboa í gær ákvað aðalritari að hlaupa glaðbeittur á æfingu að hitta sína sómakæru æfingafélaga. Þar voru mættir á pinna: Bjöggi hinn fagri, Óli risk, Bryndís (veit ekki hvort ég má: "amma" ;)), ofur Huld og Sigrún de Porto. Fórum í bæjarrúnt með nokkuð hefðbundnu sniði hvar veðrið lék við útlimi og hár. Vert er þó að geta þess að aðalritari, sem tengdi strípihneigð félagsmanna við sína nærveru, verður að horfast í augu við að berunarárátta hósins, eða meðlima innan hóps, er með öllu sjálfsprottin og á eigin ábyrgð iðkenda.
Alls í dag 8K@45 min.
Góða helgi,
SBN ;)

fimmtudagur, mars 18, 2010

Hádegisæfing 18. mars 2010

Dagsskipunin í dag var tempóhlaup. (náðuði þessum Dags-skipunin :-)
Stefnt á Hofs- með lengingum sem hver og einn valdi. Schönheit og Donald Duck (Andrés í tekjustýringu) fóru venjulega Hofsvallagötu en "the Pink Lady", Fokkerinn og Adolf H.(der Führer) fóru í einhverjar lengingar sem ég er ekki alveg klár á hverjar voru. Það var s.s. hlaupið á þægilegum hraða út að horni á Hofsvallagötu og þar "varð allt vitlaust" og hlaupið eins og druslan dróg að kafara. Þaðan rólegt heim. Semsagt gæðaæfing á háu stigi og allir helsáttir. Ljósameistarinn tók 5x1500 á eigin vegum og Tommi Inga var líka á eigin vegum og tók alveg örugglega vel á´ðí.
Vegalengdir frá 8,1 - 8,7 Km. á ca. 45 mín.
Í Guðs friði,
Fríðfinnur Jeppesen

miðvikudagur, mars 17, 2010

Meðaltals-hádegisæfing 17. mars 2010

Ja go'dag!
Á pinna 12:08 var lagt á ráðin með það að fara rólega (öfuga) Hofsvallagötu með refsingu fyrir þá sem ekki mættu í gær svona til að hafa eitthvað réttlæti í þessu. Plönin um rólega Hofs fóru hinsvegar veg allrar veraldar svona cirka í brekkunni upp Öskjuhlíðina (200 metra frá HLL). Mætt í þann félagsskap voru Gnarrinn og Síams til við bótar við der Führer, Fokkerinn, Cargo-systur og Friðfinn. Auk þessa hóps mættu Johnny Eagle, Óli Hótel, the Lighting designer og Já-sæll (Ársæll). Þessir fjórmenningar hlupu hver í sína áttina enda enginn þeirra með GPS :-) Jú svo var Tommi Inga líka en hann fór rétta leið því hann á Garm :-)
Fyrstnefndi hópurinn fór ca. 8,7 Km á 5:14mín Pace. Nema Gnarrinn bætti við tveimur lengingum, annarri með Síams og hinni með Foringjanum.
Undirrituðum fannst þetta pace óþægilega nálægt keppnis pace svona miðað við upplegg um rólega æfingu og varð því aðeins að hafa fyrir hlutunum á meðan Gnarrinum og fleirum fannst þetta vera að breytast í gönguklúbb. Þegar í mark var komið fékk ég ágæta réttlætingu á þessu frá Fokkernum. "Að meðaltali var þetta meðal-róleg æfing".....
Verð að sætta mig við þá skýringu
Held ég verði bara að finna eitthvað meðal við þessu..
Meine liebens,
Schönheit.

þriðjudagur, mars 16, 2010

Þeir sem ekki komust á æfingu í dag æfi þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=K2cYWfq--Nw

Hádegisæfing 16. mars

Tókum léttan Suðurgötuhring með twisti (valhoppuðum alltaf annan hvern Km)......
Ekki alveg.
Tókum einhvern þann hrottalegasta kolkrabba sem um getur í sögu Öskjuhlíðarninnar.
Mættir til aftöku í dag voru; Der Führer, Fokkerinn(Guðni), Cargo-systur, Óli Briem-bretti og Schönheit. Því miður get ég ekki sagt neitt meira um þessa æfingu því ég man ekki eftir neinu,...blóðið komst ekki upp í heila, það var allt í munninum. Mig rámar í að Jói ljósameistari hafi verið þarna einhversstaðar að gera einhvern andskotan.
Ef hlaupaklúbbar almennt taka svona æfingar, þá meina ég af þessu erfiðleikastigi, þá heiti ég Friðfinnur Jeppesen. Það eina sem mér dettur í hug til að lýsa þessari æfingu er að hún minnti mig á b-kvikmyndaseríuna "Mortal Combat". Annað hvort er að duga....eða drepast.
Over and out.
Shönheit.

Hádegisæfing 15. mars og hana nú! (sagði hænan)

Enn og aftur í fjarveru aðal fer bloggið í tómt rugl og enginn tekur af skarið með að blogga æfingar. Anyways, í gær í blíðunni voru mættir, Dagur, Guðni, Bjútí og Tommi Inga. Þrír þeir fyrst nefndu fór Hofs. Uppleggið var að fara bara temmilega rólega. Þar sem menn voru mættir í "shortara" að neðan kom óhjákvæmilega upp vor í mannskapnum og var því ekki um að ræða neitt slak-tauma tölt heldur bara þokkalega þéttan skeiðsprett. Alls 8,0 Km á 41:22. Mig minnir að Tommi Inga hafi farið Suðurgötu og tekið 5 Km í tempói.
Luv'ya'll!
Bjútí

föstudagur, mars 12, 2010

Hádegisæfing 12. mars

Mega post powerade í dag: Jón Örn, Óli Briem, Huld, Guðni (who, by the way, is back), Dagur, Bjöggi, Hössi og Sigrún. Ákveðið var að fara stutt og rólegt vegna gærdagsins og var merkilega vel staðið við það. Fórum Snorrabraut og í miðbæinn eftir Sæbraut og stuttan sýningarrúnt um Austurvöll, Tjarnargötu og hefðbundið heim á hótel. Mikil gleði var ríkjandi í hópnum, enda Powerade uppskeruhátíðin í kvöld og munu þar nokkrir glaðbeittir félagsmenn taka við verðlaunum; bikar, gulli, silfri og bronsi. Greinilegt að eitthvað er að kikka inn hér hjá hlaupahópnum og sannast þar hið fornkveðna að æfingin skapi meistarann. Glæsilegur árangur eftir 60. hlaupið í vetrarraðhlaupsseríunni.
Alls 6,8K
Kveðja,
aðalritari

fimmtudagur, mars 11, 2010

Hádegisæfing 11. mars 2010

Lítil mæting í dag enda allir að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir kvöldið.
Tómas I. var þó mættur og fór einhverja 5 Km tempó en restina rólega. (veit ekki heildar vegalengd) í frábæru veðri. Bjútí fór í subbu-klefann við hliðina á búningsherbergjum HLL og pumpaði járn í nokkra stund. Bara svona til að gera eitthvað annað en að fara að éta kjötbollur í brúnni og ís í hádegismat í mötuneyti Icelandair. Hef samt tekið ákvörðun um að fara ekki á hestadóp til að ná hraðar árangri....
Langar bara að segja góða skemmtun í kvöld og gangi ykkur vel í 60. Vetrarhlaupinu.
Frábært framtak.
Hip-hip Húrra!
Megi Þór sonur Óðins berja ykkur kraft í brjóst í kvöld.
Kv. Schönheit (Bjútí á germönsku)

10. mars 2010

Entschuldigung, excuses, vabandus(Estonian), justifikim (Albanian)
Biðst forláts á því að hafa ekki glósað æfingu gærdagsins fyrr en núna.
Allavega þá fórum við rólegan hring inn í Fossvogsdal-skógrækt. Ef ég man rétt þá voru mættir í þann hring; Dagur, Guðni, Jón Örn, Huld, Björgvin og Óli Briem. 3XR og Victory City voru samferða framanaf en fóru ca 6 km, upp fyrsta arminn í kolkrabba og eitthvað meira með spretti. Skógræktarhringurinn var ca 7,5 Km og 46-47 mín.
Allir frekar rólegir á því í dag vegna 60. Vetrarhlaupsins í kvöld fimmtudag 11. mars. Allir að skoða vitalið við formann vorn, Dag son Egons í morgunblaðinu í dag.
Lifið heil, og áfram Höttur.
Kv. Bjútí

þriðjudagur, mars 09, 2010

Hádegisæfing 9. mars

Æfing dagsins var í boði Seglagerðarinnar og hægt var að heita á hlauparana fyrirfram en allt söfnunarfé rennur til samtakanna: "Það er ekkert að því að vera allsber úti að hlaupa" en einmitt tveir mjög virkir félagsmenn eru meðlimir í þeim samtökum. Mæting var heldur dræm, enda búið að gefa út stormviðvörun í gær og sést þar enn og aftur hverjir drekka Egils kristal. Fulltrúar hópsins í yndislegu hlaupaveðri í dag voru: DBME, GI, BHB, RRR og SBN, allt dulkóðaðir einstaklingar. Hituðum smá upp og héldum að svokölluðum bláa stíg í skógi hvar teknir voru 5 brekkusprettir með mismunandi tímaskilyrðum og breytilegri vegalengd. Eftir þann er menn töldu lokasprett kom mikið los á hópinn og einn félagsmaður, sem hafði jú verið með framíköll og reynt að trufla þjálfarann áður, fór fram á að fá að hlaupa einn sprett í viðbót, við hlið þjálfara síns, hálfnakinn. Við þetta fipaðist BHB algerlega við iðju sína (ormatínslu við jörðu)og spratt upp sem byssubrenndur og þeyttist á eftir þeim strípalingum í gegnum skóg að upphafspunkti. 3R og ekkert R skokkuðu léttflissandi á eftir strákunum, alveg bit!
Alls var æfingin 6,8K og voru þeir allir peninganna virði!
Takk fyrir mig og gleðileg jól.
Aðalritari

mánudagur, mars 08, 2010

Hádegisæfing 8. mars

Fínt veður í dag til hlaupa og það nýttu sér galvösk og vaskir: Ársæll (í forstarti)Jón Örn (Suðurgata), Sveinbjörn (um ormagöng), Ingunn (Öskjuhlíðarbrekkur), Ólafur, Dagur, Guðni, Bjöggi, Oddgeir, Huld og Sigrún, sem fóru Hofsvallagötu á samfélagstempói með lengingu um blaðburð. Var þar mál manna að Dagur væri allur að koma til eftir að hafa undirgengist samskokk Fjölnis á laugardaginn og væri allur að mýkjast upp í framgöngu sinni um erfiðleikastig æfinga og gildi félagshlaupa. Adam var þó ekki lengi einn í Paradís og er viðbúið að annað hljóð verði komið í strokkinn á morgun þegar boðið verður upp á brekkuspretti með norrænu ívafi.
Alls 8,8K í dag þótt sumir Garmar hafi sýnt annað.
Hér er dagsstemningin í dag-allir fá að njóta sín!
Luv, ;)
SBN

föstudagur, mars 05, 2010

Minni á samskokkið á morgun

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar frá Fjölni.
Kv. Sigrún

Hádegisæfing 5. mars

Eftir nokkrar afsökunarbeiðnir lagði hópurinn af stað: Jón Örn og Sveinbjörn á sérleiðum, Dagur, Guðni, Oddgeir, Sigurgeir, Fjölnir og Sigrún á vesturleið, annars vegar Meistaravelli en hinsvegar tempólengingar, eftir því sem við átti og eftir geðþótta hvers og eins. Mikið slabb og bleyta í boði hússins og allt "fynd" í sögulegu lágmarki. Hvort er fyndnara t.d. eitt grín eða tvö gönt? Er sjálf ekki viss. Set inn einn skotheldan en gamlan brandara í uppáhaldi.
Annars bara góða helgi elskurnar....love all, serve all, eins og Hard Rock!
Alls frá rúmum 9-10K

fimmtudagur, mars 04, 2010

Fundargerð stjórnarfundar IAC 04.03.'10

Mættir: ÁH, DE, FÞÁ, SMH og SBN.
Fyrir fund kynnti ÁH hlaupafatnað frá Nano, ehf. ( www.Nano.is ) sem heitir Jako. Í skoðun að kaupa búninga frá þeim eða Craft. Um er að ræða Jakka, langerma peysur og síðar „tights“. Litur á jakka og peysu blár en buxur svartar. Til stendur að styrkja þá félagsmenn til þessara búningakaupa sem koma að vinnu við Icelandairhlaupið þann 6. maí nk. Jakkinn er þá hafður sem aðalflík en hinar eru valkvæðar fyrir hvern og einn. Þetta verður afgreitt í lok maí.

Icelandairhlaupið 6. maí
Framkvæmdastjóri hlaupsins (SMH) skipar nefnd sem sér um hlaupið og hún skiptir með sér verkum.
Höldum áfram bréfasendingum til keppenda, engar medalíur, óbreytt verð.
Nauðsynlegt að hnika startinu og færa leiðina í lok hlaups. (u.þ.b. 600-800m)
ASCA-hlaup 14.-16. maí
Hlaupið sjálft er 15. maí og mun kvennalið skipa 3+1- og karlalið 6+1 einstaklinga.
STAFF styrkir til þátttöku í formi flugmiða og ákveðna upphæð dagpeninga sem eyrnamerktir eru keppendum. Makar og gestahlauparar standa straum af eigin kostnaði.
Úrtökumót fyrir ASCA verður haldið þ. 15. apríl. Nánar auglýst síðar.
Umsjónarmenn fyrir ASCA og ferð eru ÓB og SBN.
Liðið verður tilkynnt þ. 23. apríl.

Í maí
ÁH, SVE og JÚ sjá um 3 göngur fyrir félagsmenn á fjöll, 2 léttari og 1 lengri yfir Esjuna. Styttri göngur verða á virkum degi eftir vinnu en sú lengri um helgi.

Sigrún B. Norðfjörð,
ritari IAC

The hottest

Smellið hér
Kveðja,
Munch von hausen

Hádegisæfing 4.mars (ekki Munchausen æfing).

Meine liebens freunde.
Bjútí, BB Mar, eða Bjöggi Two-toes, eða hvað sem þið viljið kalla mig var mættur á pinna 12:08 eins og lög gera ráð fyrir. Það vakti athygli undirritaðs allt echo-ið í karlaklefanum fyrir æfingu því ÞAR VAR ENGINN nema ég og eina hljóðið sem ég heyrði var þegar ég öskraði út í tómið "STRÁÁÁKAAAR....þett'er ekkert fyndið-yndið-dið-ið" af því ég hélt að verið væri að stríða mér og allir væru að fela sig. Ef fullyrðing Aðal um að að auk hennar og Síams hafi "Odd-man" verið mættur á æfingu þá bara bið ég Gussa að hjálpa honum því annað hvort er hann orðinn svo feimin og grannur að ég sá hann ekki og hann sagði ekki orð, eða þá að hann hefur troðið sér inn í einn skápinn og beðið eftir að ég færi út. Með tárin í augunum og tómleika og einmanaleikatilfinningu í maganum gekk ég þungum skrefum upp stigann og út að pinna og beið þar á meðan Garmurinn náði sambandi og horfði biðjandi til allra átta í von um að í fjarskanum myndi birtast hlaupa-bróðir eða -systir. Það varð ekki.
Hljóp ég réttan Suðurgötu-hring (FYI sem er rangsælis Sigrún)og fannst það alveg ótrúlega helv...leiðinlegt því færið var blautt og enginn til að tala við nema raddirnar í höfðinu. Mælirinn sagði 7,5 Km og 41 mínúta þegar í mark var komið og voru teknar 50 armbeygjur í forstofunni á sundlauginn þannig að nauðsynlegt hefði verið að klofa yfir kallin ef einhver hefði komið inn (já sundlaugin var opin).
Ég dreg stórlega í efa að meint æfing sem talað er um hér í síðustu færslu hafi átt sér stað og máli mínu til stuðnings talar færsluhöfundur um Munchausen um leið og greint er frá því hvað hafi verið gert á æfingunni.
Ég frábið mér því að fólk komi með færslur þar sem það "þykist" hafa mætt á æfingu.

Vegna þess "trauma" sem ég varð fyrir í dag vegna ofangreinds mun ég ekki mæta á morgun heldur verða í sálrænni-taugaslökunar-meðferð hjá Kukl-félagi Kópavogs.
Adios amigos.
Þetta er lag dagsins...grenjjjj
http://www.youtube.com/watch?v=6KlhhvfAhM4
Bjútí -fúli

Hádegisæfing 4. mars

Stórkostleg mæting í dag í algjörlega frábæru færi og alls engum pollum og sköflum. Mættir, alveg skælbrosandi: Oddgeir (alveg á úthverfunni), Huld (sérstaklega hress) og Sigrún (alveg í banastuði). Fórum brjálaðan tempóhring á Hofs svo vart hefur sést annað eins. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins vel tekið á því og í dag!
Alls 8,7K
Allir þeir sem trúa þessu rétti upp hönd. Þeir sem þekkja meistara ýkjusagnanna, Munchausen, sleppi því.
Kveðja,Sigrún

þriðjudagur, mars 02, 2010

Næsta samskokk hlaupahópa verður 6. mars

Hlaupið er frá sundlaug Grafarvogs kl. 09:30 og sér Fjölnir um framkvæmdina að þessu sinni.
Fjölmennum,
stjórn IAC

2/3

Þetta er svo flott dagsetning - stendur því bara ein og sér í titlinum.

Í dag fóru Björgvin, Dagur, Guðni og Rúna Rut 6 brekkuhringi í kirkjugarðinum og tóku ágætlega á því. Þetta áttu að vera 5 hringir en var fjölgað um einn því að Guðni hljóp þann fyrsta ekki almennilega. Sveinbjörn hljóp út að dælustöð. S.s. eitthvað fyrir alla.

GI

mánudagur, mars 01, 2010

Leiðrétting-áríðandi!

Þau leiðu mistök voru gerð við birtingu staðalgilda fyrir FI-skokk hvar getið var að hver meðlimur þyrfti að skila 40-50km á mánuði til samneyslunnar. Hið rétta er vitanlega 40-50km á viku, eða, ef vel á að vera, um 200km á mánuði. Allt annað er óásættanlegt, að mati stjórnar.
Þessari ábendingu er hérmeð komið til skila vegna ábendingar formanns.
Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 1. mars

Fín mæting í dag: Jói (á undan), Jón Örn (sér), Sveinbjörn (saman og svo sér), mættum Oddnýju og Önnu Dís, Guðni two times, Dagur, Bjöggi, Fjölnir og Sigrún. Róleg æfing í vetrarsólinni, farið 4 km inn í Fossvog og svipað til baka. Afar loðið færi á stígum þrátt fyrir að starfsmenn Reykjavíkurborgar skafi þá endrum og sinnum. Margir kvenfyrirlitningarbrandarar með ljóskuívafi fuku á leiðinni, enda líta strákarnir svo á að aðalritari sé hvorki kona né ljóska, svo vel fellur hann inn í hópinn. Að því tilefni langar mig varpa fram brandara í spurningu: "Af hverju eru ljóskubrandarar svona stuttir"? Svar: "Til þess að karlmenn geti skilið þá".
Þakka þeim sem hlupu alls um 8K-
aðalritari

Fróðleikur frá aðalgúru yfirþjálfarans

Recommended number of running/walking days per week by age:

35 and under: no more than 5 days a week
36-45: no more than 4 running days a week [you may walk or cross train (XT) on 2 other days if desired]
46-59: run every other day/ up to 3 walk or XT* days, if desired
60+: 3 days a week/up to 3 walk or XT* days if desired
70+: 2 running days and 1 long walk day/ up to 3 other walk or XT* days
80+: One long run, one shorter run, and one long walk/ up to 2 other walk days

*XT means “cross training”

- From Running Until You're 100 by Jeff Galloway

Rólegt í dag eftir langa æfingu helgarinnar

Topplag vikunnar í Rússlandi - lærið textann fyrir hádegið.

föstudagur, febrúar 26, 2010

Freaky Friday 26. febrúar

Mættir í dag: Sveinbjörn allsherjar, BB moviestar, Guðni leiðarhöfundur, Dagur tannlæknaskelfir og Sigrún uppnefnari. Fórum rólega Suðurgötu, þar sem sprettir voru á dagskrá í gær. Á miðri leið heyrðist neyðarópið "hjálp" frá Sveinbirni og skipti þá engum togum en hópurinn var nærri hjólaður niður af morðóðum hjólreiðamanni á stíg. Neyðarópið átti að sjálfsögðu að hljóma "hjól" frá fyrrnefndum félagsmanni en kom hinsegin út. Er þeim tilmælum beint til félagsmanna að þeir reyni að vera skorinortari í sinni framgöngu hvað tjáningu varðar, til að forðast misskilning og eða stórslys. Þarna hefði rétta kallið hljómað "reiðhjól", eða jafnvel "passið ykkur á morðóða reiðhjóladólgnum" eða eitthvað á þeim nótum. Eins er afar hvimleitt þegar félagsmenn, sem skráðir eru iðkendur á hlaup.com, skila ekki a.m.k. 40-50km. á mánuði til samneyslu FI-skokks, og verða þ.a.l. þess valdandi að liðið hangir illa eða ekki inni á topp 10 lista vikunnar. Þetta er nú til skoðunar hjá skoðunarmönnum stjórnar. Lýkur þar reiðilestrinum.
Smá tvist var farið í dag um Lynghaga (hvar leiðarhöfundur sleit hluta barnsskó sinna)og þaðan um VR2 göngustíg m.m. og hefðbundin leið heim framhjá H.Í.
Nokkuð loðið færi var og skaflar en engin úrkoma í grennd, ekki einu sinni á stöku stað.
Alls tæpir 8K
Annars bara góða helgi og bæ,
Sigrún

miðvikudagur, febrúar 24, 2010

Hádegisæfing 24. febrúar

Mættir í kulda til tækjavarðar á pinna: 3R, Óli 3D, Quanta la Gústa-la, Victory city, Cargo-bros, Duckwatcher, Roadrunner, Der Trainer, The man who came down from
the stool, Sjón von Eagleville, Odd-man, Karate kid, BB Mar, The Goat and last but not least, Baldur Bluebird, who made a special appearance. Farinn var Hofsvallagötuhringur (sumir styttra) en aðrir tóku tempólengingar í v-bæ. Nokkuð kalt var í veðri en það virtist ekki hindra áhugasama meðlimi og gesti í að fjölmenna á æfingu. (alls 16 einstaklingar)
Alls frá 7-9,5K ca.
Kveðja,
Sigrún

There was a thin runner from Cork
he thought about doing New York
got quite a good start
but then had to fart
and missed the last mile, like a dork.
(The Goat, 24th of feb.)

Warner Bros kynna: "The Sprinter"

Vegna fjölda áskoranna FISKOKK meðlima.

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa bókina....

SJÁIÐ MYNDINA!

http://www.youtube.com/watch?v=I8RPPvhtHi8

(Það vantar bara Gnarrinn í að lesa inn á trailerinn :-)

Inni- tvíþraut í Laugum 25. feb.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.
Kveðja,
IAC

þriðjudagur, febrúar 23, 2010

Hádegisæfing 23. febrúar 2010

Einstök veðurblíðan heldur áfram hér við Öskjuhlíðina og meðlimir FISKOKK njóta þar góðs af. Eins og skáldið sagði hér um árið, "today is a good day to spill your gut". Mætt til aftöku (af fúsum og frjálsum vilja) voru; Ostasamlokan(Dagur), Guðni hægri hönd (yfirþjálfarans þ.e.a.s.), Ofur-Huld, Sveinbjörn Berserkur(a.k.a. Sveppi), 3R, Björgvin Mar Bjarnason. Trommarinn (Briem) mætti seint og Ritarinn faldi sig bak við tré þar til æfingin var búin og skeiðaði þá létt á fæti til hópsins og hljóp síðustu 900 metrana rólega heim á HLL með genginu. Flott æfing það.
Æfingin fólst í því eftir 10 mín upphitunarskokk að hlaupa Asca hringinn eins oft og hver gat á 25 mínútum. Drullu erfitt, en allir glaðir....það er aðal málið. Menn ferðuðust mislangt eins og gengur en þetta varieraði frá því að vera ca. 6,5 Km upp í rúmlega 8 Km. Svo rólegt heim.
Af gefnu tilefni skal það tekið fram að æfing morgundagsins mun fara fram upp í Mosfellsdal....... :-)
Ævinlega margblessuð.
Bjútí.

mánudagur, febrúar 22, 2010

Hádegisæfing 22. febrúrar 2010

Mætt í dag í bliðskapar veðri.
Dagur, Guðni, Huld, Óli Briem, Jón Örn, Sveibjörn og Björgvin Harri.
Farin Suðurgata, Hofsvallagata með tvistum hér og þar allt eftir þvi hversu vel menn (og konur) voru upplagðir/ar. Mér skildist á þjálfarateymi að þetta væri bara lognið á undan storminum því á morgun yrði boðið upp á brekkuspretti.
Upphitun lýkur þegar vart verður við uppsölur, og æfingu lýkur þegar lifur og nýrum verður rennt afur niður vélindu og komið fyrir á sínum stöðum.

(P.s. af flutningafræðilegum ástæðum (logistics) verður æfingin haldin í Fossvogskirkjugarði, styttra að færa menn til þar og koma mönnum í geymslu).

Það var gaman að kynnast ykkur.
Bjútí.

Hnjask

Þessi mynd er ekki mjög "Bjútí-fúl". Eftir gríðarlegan hópþrýsting frá yfirþjálfara samþykkti ég að tekin yrði mynd af "hnjaskinu" frá því á Mestaramóti Öl-dunka fyrir 10 dögum. Einnig hefur orðið vart við ákveðna pressu frá FISKOKK félögum um að greint yrði frá í detail hvað fór hér fram.
Á MÍ tók undirritaður þátt í 60 m spretti og kúlu. Í stuttu máli var árangurinn sá sami og hjá Handboltalandsliðinu - Silfur og Brons. Tognun á hamstring varð hinsvegar í 60 m hlaupinu eftir ca 30 metra og þurfti því undirritaður að keppa tognaður í kúlunni. Það er ekki til bóta, ég get vottað það.
Það væri sennilega ráðlegt að mæta á nokkrar æfingar áður en þátttaka í næsta móti verður að veruleika. Engu að síður hefur stefnan verið sett á gullið að ári í báðum greinum, það kemur ekki annað til greina. Fyrir þá hafa mikinn áhuga á anatomy-u er skilgreining á vöðvanum Ham-string tekin af Wikipedia og birt hér að neðan.
Í guðs friði.
Bjútí.



Hamstring
From Wikipedia, the free encyclopedia

Posterior view of left lower extremity.
Interior muscular view of the three muscles that make up the hamstring
In human anatomy, the hamstring refers to one of the three posterior thigh muscles, or to the tendons that make up the borders of the space behind the knee. In modern anatomical contexts, however, they usually refer to the posterior thigh muscles, or the tendons of the semitendinosus, the semimembranosus and the biceps femoris. In quadrupeds, it refers to the single large tendon found behind the knee or comparable area.

föstudagur, febrúar 19, 2010

Freaky Friday 19. febrúar

Á pinna: Sveinki, Guðni (kominn af stólnum), Huld og Sigrún (Flugstoðir)og síðan kom Óli Briem enn og aftur úr ormagöngum í skógi og kvaðst hafa farið Masterfields (trúi því hver sem vill). Nokkuð kalt í veðri og gjóla en Guðni leiddi okkur um skóg inn í Fossvog og kirkjugarð með menningar og leiklistarsögulegu ívafi. Ekki vert að Faust meira um það, en allir eru hvattir til að sjá þá sýningu og vera staðsettir aftarlega í sal, vegna yfirhangandi drýsla á stöku stað. Setning dagsins var hinsvegar úr málfarshorninu: "Við erum tveir einir" (þetta er málvenja) en ekki telst rétt að segja "ég var einn einn" eða hvað þá heldur "við vorum þrír einir", ef svo ber undir um fjölda iðkenda í baðklefa eða á æfingu. Þetta er nú komið í farveg og verður leitt til lykta von bráðar en af sama tilefni finn ég mig knúna til að gera eina vísu Hávamála að mínum:

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð ef villur vega,
auðigur þóttumst
er eg annan fann,
maður er manns gaman.

Og í snilldarþýðingu W.H. Audens (sem var skápaklæðskiptingur)

English translated by W. H. Auden and P. B. Taylor

Young and alone on a long road,
Once I lost my way:
Rich I felt when I found another;
Man rejoices in man.

Síðan skora ég á Bjútíið eða kreftst þess að hann fjalli um afrek sín á innanhússmóti öldunga sem ég frétti lauslega af áðan, með sér færslu.
Alls um 8,5K
Annars góða helgi og over and out. :)
SBN-ið

fimmtudagur, febrúar 18, 2010

Hádegisæfing 18. febrúar 2010

Í gullfallegu veðri, sól frost og logn, mættu Jóhann Úlfarsson, Jói Húsvörður, Sköllótti kallinn í kjallaranum, ljósameistari Pelican og Joe the Conqueror. Skokkuðu þeir allir saman um hlíðar og dali og tóku vel á því að sögn húsvarðarins. "Ég held þetta hafi verið ein erfiðasta æfing FISKOKK frá upphafi" sagði ljósameistarinn sem var ennþá að ná fullu jafnvægi og sjón núna um kl. 15:00.
Að öllu gríni slepptu þá mætti Jói EINN í dag. Ég spyr bara, hvað er í gangi? Undirritaður er sjálfur alveg svaðalega tognaður eftir að hafa ofmetnast um síðustu helgi en er á réttri leið og mun mæta í næstu viku, þó ekki væri nema til að "tak´á´ð'i" með "the Lone Ranger" (nýtt nafn á Jóanum).
Aðrir limir FISKOKK vinsamlegast skili sér í hús og mæti á "pinnan" 12:08, þetta verður ekki liðið og bara eins gott að yfirþjálfarinn er norður í landi að borða ostasamlokur og drekka kakó í Hlíðarfjalli og mun því ekkert frétta af þessari dræmu mætingu.
With love and peace.
Bjútí hinn tognaði.

miðvikudagur, febrúar 17, 2010

Matarhornið



Saltfisksalat "Mama Gracia" (Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna)

Forréttur handa 4-6 (eða aðalréttur í meira magni þá)
200g saltfiskur, ekki útvatnaður (sniðugt að kaupa rifinn, þ.e. saltfiskræmur)
1kg appelsínur
2 langir og mjóir blaðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 glas af ólífum með steini (svörtum)
3msk ólífuolía (t.d. jómfrúar, Himnesk Hollusta eða einhver góð)
Sumir kynnu að vilja svartan pipar úr kvörn.

Hrár saltfiskurinn er hreinsaður vel, rifinn niður í ræmur og settur í skál. Appelsínurnar flysjaðar og allt hvíta lagið skorið vandlega burt. Þær eru skornar í bita og settar út í. Blaðlauknum og ólífunum bætt út í. Ólífuolíunni hellt út í og þetta látið bíða a.m.k. 6 klst. Appelsínusafinn hefur þau áhrif að saltfiskurinn verður ekki lengur eins og hrár. Þetta salat er dæmigert fyrir Andalúsíu og gott er að bjóða upp á gott brauð og tilheyrandi rauðvín með.

Mikið lítur þú vel út beibí, frábært hár!
Kveðja,
aðalritari, úr djúpinu.

Hádegisæfing 17. febrúar

Úr öskunni í eldinn á öskudaginn: Það gerðu Jón Örn, Guðni á stólnum (staðgengill þjálfara), Óli, Sigurborg og Rúna Rut, Sveinbjörn, Mr. Briem, Jói, Sigurgeir, Höskuldur, Huld og Sigrún. Sumir fóru sér, aðrir fóru hjá sér en séræfing dagsins var að taka tempó með lengingu og var Kaplaskjólið stysta vegalengd möguleg fyrir fullorðnu deildina. Þrír af strákunum tóku síðan alla mögulega útúrdúra til lengingar, enda eru þeir sífellt að reyna að ganga í augun á okkur stelpunum. Ekki dugir samt að ganga svo hrikalega í augun á okkur að þið hverfið sjónum, það er fulllangt gengið. Annars var bara æðislegt veður og nokkrir virtust fegnir að aðalritarinn reyndist ekki dauður, heldur nýkominn úr séræfingaleyfi.
Alls max. 9,7 hjá Ivy League
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Hádegisæfing 16. febrúar

Mætt: Jói, Dagur, Guðni, Fjölnir, Sigurgeir, Rúna Rut, Ingunn og Óli. Jói og Ingunn fóru sér en við sáum Óla þegar við komum til baka. Skrítið með þann dreng hvernig hann birtist alltaf í klefanum eftir æfingar, hefur einhver séð hann hlaupa???

Í dag var æfing fyrir ASCA eins og formaðurinn hefur tilkynnt hér á síðunni. Eins og æfingaplanið segir til um þá voru brekkursprettir í boði. Það var upphitun í gegnum skóginn til móts við duftgarðinn. Þá tóku við 6 sprettir upp að bílastæði Perlunar, ca 330 m, og svo rólegt skokk niður til að ná andanum. Svo var rólegt til baka að HLL.

Moment dagsins er klárlega þegar Guðni stóð upp á stól í klefanum fyrir æfingu og tilkynnti að formaðurinn hafi falið honum um að sjá um æfingu dagsins í hans fjarveru. Guðni hélt ræðu um hvernig æfingin átti að vera og allir verða hlusta á hann o.s.frv. Þegar Guðni hafði lokið sér af birtist Dagur og kannaðist ekkert við að hafa beðið Guðna um að sjá um æfingu dagsins ;o)

Total 7,5 km

Kv. Sigurgeir

mánudagur, febrúar 15, 2010

Æfingaáætlun fram að ASCA

Nú er ASCA keppnin komin á áætlun um miðjan maí og því ekki úr vegi að setja einhvern strúktur á æfingar klúbbsins í hádeginu. Sem óformlegur þjálfari klúbbsins legg ég eftirfarandi til:

Mánudagar : Rólegt 7-9k, reiknað er með því flestir hafi tekið lengra hlaup um helgina ýmist á laugar- eða sunnudegi og því ekki tekið rólegt recovery

Þriðjudagar : Byrjum æfingartímabilið í brekkunum (Kolkrabbinn, Kirkjugarðurinn, Öskjuhlíðarbrekkan m.m.) til styrktar en færum okkur svo meira yfir í sprettina eftir því sem líður á æfingatímabilið

Miðvikudagar : 'No Whining Wednesdays', hefðbundinn eltingarleikur eftir getu og nennu hvers og eins, Hofsvallagatan eða forgjafarhlaup

Fimmtudagar : Þriðju hverja viku tekið vel á því á sprettæfingum, t.d. 2x(4x1:45m), í fyrsta skipti 26. febrúar. Síðan dettur Vetrarhlaupið inn 11. mars. Aðra daga Hofsvallagata eftir smekk

Föstudagar : 'Freaky Friday' að hætti hússins

Reikna skal með löngu hlaupi um helgar og bent á hina fjölmörgu skokkhópa sem skipulega svoleiðis. Annars erum við líka með sms-lista sem hægt er að vera með í. Þess á milli eru síðan lyftingar, sund, hjólreiðar, göngur, skíði eða hvaðeina sem fólki dettur í hug að taka sér fyrir hendur.

Æfingaráætlunin gerir ráð fyrir að ekki mæti allir alltaf en þó þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi og allir geti hlaupið með. Þannig geti þátttakendur, á eigin forsendum og markmiðum, tekið ákvörðun um það hvernig tekið er þátt í æfingunum hverju sinni. Einnig er alltaf hægt að 'fara sér'.

Sjáum hress á næstu æfingu,
Dagur, Formaður (ef einhver skyldi hafa gleymt því)

laugardagur, febrúar 13, 2010

Powerade Vetrarhlaup - Úrslit febrúar

37:58 Höskuldur Ólafsson
40:22 Jón Gunnar Geirdal
43:19 Sigurgeir Már Halldórsson
43:34 Viktor Vigfússon
44:01 Oddgeir Arnarson
44:34 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
45:35 Sigurður Óli Gestsson
46:05 Fjölnir Þór Árnason
46:11 Huld Konráðsdóttir
47:26 Jakob S. Þorsteinsson
49:28 Björgvin Harri Bjarnason
49:47 Rúna Rut Ragnarsdóttir
50:53 Tómas Beck

föstudagur, febrúar 12, 2010

Hádegisæfing 12. febrúar

Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn, Jói, Guðni, Dagur, Óli Briem, Bjöggi, Fjölnir og Huld

Farin var hefðbundinn miðbæjarrúntur að hætti FISKOKK. Aðalumræðuefni dagsins var að sjálfsögðu Powerade-hlaup gærdagsins. Þá á ég við bæði Powerade-vetrarhlaupið og einnig "Frjálsa-Hádegis-Poweradehlaupið" sem gefur stóra bróður lítið eftir miðað við fríðan flokk keppenda og þá tíma sem hafa sést þar síðustu mánuði. Í gærkvöld skiptust aftur á móti skin og skúrir hjá meðlimum FISKOKK, þó langmest skin, því að margir settu annaðhvort PB eða brautarmet. Það má því eiga von á magnþrungnu hlaupi 11.mars nk. sem skv. innri endurskoðanda er hið 60. í röðinni!

P.S. Ég vek athygli á því að þeir sem töldu sig hafa misst af Polar RS200 hlaupaúrinu með púlsmæli og skrefa/km-mæli (foot Pod) sem auglýst var til sölu hér fyrr í vikunni geta sett sig á biðlista fyrir úrinu með því að skrifa í "Comment" . Eigandi mun hafa samband við hinn heppna

Góða helgi,
Fjölnir

fimmtudagur, febrúar 11, 2010

Hádegi 11. feb 2010

Í tilefni Powerade í kvöld fóru þeir sem ekki tíma að borga sig í það 10K í hádeginu. Hinir sem tíma að borga en treysta sér ekki í 10 fóru ýmist 8 eða 9.

Mættir voru Dagur, Guðni, Jóhann, Sveinbjörn og Tómas I.

Þeir sem fóru 10 fóru þá á 43:28 sem er 52sek betra en á sama tíma fyrir mánuði.

GI

miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Hádegi 10. feb 2010

Jón Örn og Ingunn sér,

3R og Sigurborg inn að göngubrú og svo eitthvað sér (en þó saman).

Björgvin, Dagur, Guðni og Briem þriggja brúa hlaup með sögu frá Degi við hverja brú.

Huld og Sigrún birtust þegar hópurinn var rétt lagður af stað og hurfu jafn skyndilega inni í miðjum skógi.

9K

GI

Hádegi 9. feb 2010

Björgvin, Bryndís, Dagur, Fjölnir, Guðni, Sveinbjörn Kópavogur og Fossvogur + Öskuhlíð (4 af 6). Ársæll á sólóróli.

7,5K

GI

þriðjudagur, febrúar 09, 2010

Til sölu

Ég er að selja notað Polar RS200 hlaupaúr með púls- og skrefa/km-mæli. Verð 15.000 kr. PB á þessu úri er vel undir 45 min í 10 km ;o)

Kv. Sigurgeir

mánudagur, febrúar 08, 2010

Hádegisæfing 8. feb.

Surprise! Það er ekki orðum aukið að alltaf verða félagsmenn jafnhissa á að sjá hvern annan á hverri einustu æfingu og svo var einnig í dag. Mættir: Jón Örn, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Sveinbjörn, Oddgeir, Óli og Sigrún. Farin var Hofsvallagata (treysti mér ekki lengur til að segja til um hvort hún var rétt- eða rangsælis. Það sem ég veðja á er yfirleitt alltaf öfugt, eða rétt...eða, já)..allavega fórum við Huld Hofs en drengir fóru lengingu um Kapla og blað en síðan þegar að kafara kom hafði Sveppi dregið okkur rösklega að landi þannig að þeir náðu okkur ekki þrátt fyrir mikinn vilja. Síðan við rætur HR sást hverjir drekka Egils Kristal því einungis 4 liðsmenn treystu sér í "simmann" upp brekkuna og twist niður. Það þarf varla að taka það fram að það vóru: Óli Briem, Dagur og Síams (SBN og HUK), en síams-ið er meira svona í aðra áttina því annar síams vill ekki góðkenna hinn síams, allavega ekki opinberlega, enda einu tvíburarnir sem eru gerólíkir að hegðun, atferli og framkomu, svo útlitinu sé sleppt.
Veður var með eindæmum (tví-, eða þrídæmum e.t.v.) og alls voru hlaupnir á bilinu-
7-8,7-9,8K á kant
Einnig sást til Ingunnar á eigin vegum.
Kveðja,
aðalritari

föstudagur, febrúar 05, 2010

Hádegisæfing - 5. febrúar

Það var glatt á hjalla á æfingunni í dag. Sól skein í heiði og létt yfir mannskapnum. Hjörvar mætti í heimsókn og var í stuði.


Tískuhorn Bjögga Bjútí



Vantar athugasemdir frá Bjögga Bjútí. Hann mun hér fjalla um nýjustu strauma og stefnur úr háborg tískunar - London. Hjörvar er einmitt búsettur í London og fylgist grant með öllu sem þar gerist. Hjörvar er sýndur hér í nýjustu tísku.

fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Samskokk frá Laugum á laugardag 6. feb. kl. 9:30

Ágætu félagsmenn.
Minni á fyrsta samskokk skokkhópa sem fer fram á laugardag:
Af hlaup.is vefnum:

Sameiginlgt hlaup á Laugardaginn frá Laugum.
Þá er allt að verða klárt hjá okkur. Leið hefur verið valin sem hljómar svona: Laugar- Laugardalur- inní Elliðárdal við sprengisand farið þar hægra megin, fljótlega er beygt inní Neðra Breiðholt, gegnum Mjóddina, Kópavogsdalinn, fyrir Kársnesið, Kringlumýrarbraut heim. Þessi hringur er 19 km en hann býður uppá marga möguleika til þess að stytta eða lengja.
World Class ætlar að bjóða hlaupurum sem koma milli 9:00-9:30 frítt í stöðina þennan dag og jafnframt eftir hlaup þannig að fólk getur nýt sér aðstöðuna í Laugum. Einnig verða Laugar Café með sérstakt tilboð fyrir hlaupara þennan dag. Allir hlauparar frá 10% afslátt af mat í Laugarcafé og svo er tilboði á boostbarnum sá græni sem inniheldur spínat, engifer, appelsínusafa, banana, mango stórt glas á 590,- eðal hollur og góður drykkur sjá á heimasíðu www.laugarcafe.is
Hér má sjá myndband frá hlaupinuHlökkum til að sjá ykkur
Kveðja Laugaskokkarar
www.laugaskokk.is
Sigrún Erlendsdóttir 04.02.2010

Undanrásir skemmtiatriða fyrir ASCA-mót

Nú þegar er farið að sverfa til stáls í forkeppninni fyrir ASCA-keppnina í maí. Keppt verður í tveimur flokkum; flokki skemmtiatriða og flokki fótfrárra. Tveir og tveir geta keppti í fyrri flokknum en seinni flokkurinn er "sóló". Ef skemmtiatriði á að teljast keppnishæft og verður valið til flutnings, flytjast þeir keppendur sjálfkrafa í hlaupaliðið, enda hafi a.m.k. annar tveggja sýnt með ótvíræðum hætti fram á hæfileika sína í þeim efnum. Það er síðan geðþóttaákvörðun stjórnar að ákveða hvort og hvaða hlutverki viðkomandi skemmtikraftur gegnir í sjálfu hlaupaliðinu. Nú þegar má greina mikla spennu og væntingar vegna yfirvofandi vals.
Séð í baðklefa drengja í dag:
Kveðja,
aðalritari (50% bull og restin vitleysa)

Hádegisæfing 4. febrúar

Þetta var síðasta æfingin fyrir Ólympíuleikana í vetraríþróttum og fyrsta æfing fyrir ASCA keppnina í maí.
Forstart: Tómas Ingason (9K), Mr. Briem (4 ASCA-hill repeats), Jói (að hluta með okkur en einnig sér), Sveinbjörn (á eigin sprettum og með okkur), Dagur, Guðni, Fjölnir, Oddgeir, Bjöggi og Sigrún með mulningsvélinni. Dagsskipunin var þannig: Hlaupa út með ströndinni, taka 4*1:45 mín. spretti með 1 mín. á milli (skokk) og svo annað svona sett, með 4 mín. skokki á milli. Þetta var leyst samviskusamlega og rösklega af hendi, þrátt fyrir pantaðan hliðar- og mótvind á bakaleið en þó mátti kenna nokkurrar þreytu hjá fulltrúa Seglagerðarinnar, sem þó "druslaðist" þetta, að eigin sögn. Engan bilbug var hinsvegar að sjá á fulltrúa retro hlaupatískunnar, sem sprangaði teinréttur fremstur í flokki, að vanda (sig).
Að lokum var tekinn svokallaður bónussprettur (þéttingur) í gegnum skóg en þar kepptu menn í ýmsum fituflokkum. Þéttur, þéttari, þéttastur-allt eftir hlaupahraða.
Alls um 8,5K
Spurning dagsins: Um hvern er sungið í eftirfarandi textakorni?
Gítargripin fylgja með fyrir BB, sem er á fullu að æfa keppnishæft skemmtiatriði fyrir ASCA.
Vísbending:Eitt sinn sagði Megas þegar hann var spurður að því af hverju hann semdi svona andstyggilega texta um konur, en fallega og tregafulla texta um hesta? "Það er vegna þess að ég er skíthræddur við hesta, maður veit aldrei upp á hverju þeir taka, kasta manni af baki, eða sparka í mann. Konur eru ósköp meinlausar".

miðvikudagur, febrúar 03, 2010

ATH. Breyting!! ASCA Cross Country Event 2010 Dublin

Nú gerast hlutirnir hratt. Breytt dagsetning.

"Dear Delegates,
Due to a fixture clash with the ASCA agm, the cross country event will now be held on the 14-16 May. Same hotel details. I will forward package details and hotel contact details shortly.

Best Regards,
Jim Mc Evoy,

Aer Lingus Delegate."

Hádegisæfing 3.febrúar

Mættir: Jón Örn, Hótel-Óli, Guðni, Huld, Óli Briem og Fjölnir.
Hótel-Óli fór í sérverkefni en hinir fóru öfuga Suðurgötu eða Hofs af veðurfarslegum ástæðum enda köld og stíf austanátt. Athygli vakti að Guðni (sem lýst var eftir í gær) er snúinn aftur úr Karphúsinu og boðaði meira að segja komu sína aftur á morgun. Hvetjum alla aðra mæta líka.

Kveðja, Fjölnir

ASCA Cross Country Event Dublin

Eftirfarandi barst frá Beggu, ASCA fulltrúa STAFF. Merkið við í dagbókina strax í dag.


"Dear Delegates,

Aer Lingus invites you to Dublin on 7-9 May to compete in the ASCA Cross Country event. The hotel details are on the ASCA calendar and the package details will be posted in a few days.

I am finalising the Bridge event, full details in a few days.

Best Regards,
Jim Mc Evoy,

Aer Lingus Delegate."

þriðjudagur, febrúar 02, 2010

Æfingar fyrir karla yfir 40

Ekki það að það séu einhverjir svona gamlir að æfa hjá okkur en...XXX
Aðal

Til upprifjunar

Til að fyrirbyggja misskilning: BB Smellið hér:
Þarna var bjútíið ekki orðinn tvíburafaðir og þ.a.l. ekki með nema lítinn hluta þeirrar ábyrgðar sem á honum hvílir í dag.
SBN

Hádegisæfing 2. febrúar



Smá kuldi í dag en annars ljómandi fínt veður. Mættir: Forstart-Bjöggi, Anna Dís og Oddný (caught at the scene of the crime), Sveinbjörn og Jói sér en Dagur, Sigurgeir Vínarfari, Oddgeir, Bryndís og Sigrún fóru Hofsvallagötu en strákarnir lengingar á kapla og blaðburðar, með látum. Þó vill formaður koma því á framfæri að Oddgeir fær "dnf" í kladdann að þessu sinni, þrátt fyrir lipurlega framgöngu í byrjun. Annars allt tíðindalítið af vestur vigstöðvum.
Alls milli 8,6 og 9,3K
Lifið heil. :)
Sigrún
Ath. Lýst er eftir nokkrum félagsmönnum og eru þeir beðnir um að gefa sig fram við næstu strandstöð landssíma Íslands strax: (ekkert hefur spurst til um ferðir þeirra síðustu misseri)
Karl Thode Karlsson
Guðni Ingólfsson
Sigurður Anton

mánudagur, febrúar 01, 2010

Hádegisæfing 1. febrúar

Fáir mættir í dag: Jón Örn (á eigin vegum), Bjöggi og Sveinbjörn fóru Suðurgötuna og Dagur og Sigrún Hofsvallagötu þar sem dregnir voru upp úr hattinum 2*1K tempókaflar (á 4:16 ca) og 2K á um og yfir 5, fyrir og eftir. Náðum Sveppa og Bjögga hjá Nauthóli, enda höfðu þeir þá gleymt sér og voru komnir í Avon gönguna, til góðs. Frábært veður var, alveg logn og milt en launhált. Einnig sást til Ingunnar sem og tveggja heiðurskvenna, í forstarti, sem ég kann því miður ekki deili á.
Alls frá 7-8,6K
Kveðja,
Sigrún
Orð dagsins: (tileinkuð Bjútí-inu en gagnleg öllum)
perfer et obdura; dolor hic tibi proderit olim
Be patient and tough; some day this pain will be useful to you.

Auglýsing

Meistaramót öldunga í frjálsum.
Smellið hér
Allir öldungar (35 ára og eldri) eru hvattir til að mæta.
Kveðja,
stjórn IAC

föstudagur, janúar 29, 2010

Formúla fyrir hlaupaár

Formúlan fyrir hlaupaár er:



Ég hef engann tíma til að fara út í nákvæmar skýringar á því hvernig á að nota formúluna og læt ykkur um að finna út úr því. Allavega er x = bmi stuðullinn á mismunandi æviskeiðum og n = næringarupptaka á helstu byggingarefnum líkamans yfir sama tímabil. Út úr þessu fæst það sem ég kýs að kalla Q-Score sem er sá fjöldi hlaupaára sem viðkomandi á eftir af sinni farsælu ævi.

Það merkilega við þessa formúlu að hún lýsir einnig hlutfallinu milli skreflengdar fullorðins Navi og lengd handleggs frá handarkrika að rótum þumalfingurs. Hvernig á þessu stendur veit enginn...

Freaky Friday 29. janúar

Mættir á pinnann: Bjöggi bjútí, Ása Jónasarmódel, Huld prototype, Óli 3rd floor, Dagur á sama gólfi kominn frá BOS úr stofufangelsinu, Oddgeir (sem kann ekki umferðarreglurnar)og aðalritari (stundum á topp 10, allavega í smástund) og Jói, sem fór sér, enda nýbúinn að eiga afmæli og að safna fjallstindum. Fórum nokkuð hefðbundinn miðbæjarsýningarrúnt (eftir nokkrar þæfingar)og sól skein í heiði og á fjöll og dali. Heit umræða myndaðist um hlaup(a)ár, þ.e. hversu mikið hver og einn mætti hlaupa á ári ef miðað er við 30-40km "avg." viku hlaupara. Nokkrar hugmyndir komu upp um skilgreiningu hugtaksins og hvað það ætti að heita. Samkvæmt einhverjum gúrú að nafni Galloway er best að hlaupa um 150km á mánuði annars er maður að "taka af sér". Aðalritari, sem ekki fellur inn í þessa idealformúlu þessa dagana vill eindregið hvetja IT menn til að skila fullprófaðri, raunhæfri formúlu til útreiknings á þessu fyrir hinn venjulega félagsmann á gólfinu. Annars verður kenning þessi dauð og ómerk og virt að vettugi.
Góða helgi-
Alls 8K
Sigrún

Setning dagsins er í spurningaformi: "Þarf maður að vera vitlaus ef maður þekkir ekki J.D. Salinger og hefur ekki áhuga á bókum en hefur verið í skóla og þekkir samt Galloway?"
Svarið við þessu fæst í næsta þætti þegar "Nurse Piggy says: You have to be quick, Dr. Bob, the patient is sinking". ("What is he thinking? That is the question?")

fimmtudagur, janúar 28, 2010

Hlaupaskór hafa breytt líkamsbeitingu

Af vef mbl.is

Hádegisæfing 28. janúar

Mættir: Bryndís, Jói og Sigurgeir.

Það voru tvær leiðir í boði í dag, sér og Hofsvallagata. Þegar við komum að póstkassanum var formaðurinn mættur á svæðið til að merkja við hverjir voru mættir. Það sem stendur upp úr í dag er að formaðurinn var á bíl og hefur undirritaður aldrei séð hann á bíl áður!

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, janúar 27, 2010

Nýtt á hlaupadagbókinni-www.hlaup.com

Samskokk
Check it out!
Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 27. janúar

Fín mæting í dag í sumarveðri: Jón Örn, Sigurborg og Ólafur fóru sér (um 7-8K) en Bjöggi, Fjölnir, Rúna Rut og aðalritari fóru Hofsvallagötu (8,7K). Yndislegt sumarveður var, milt og hlýtt. Strákarnir okkar eru strákarnir okkar (allavega mínir) en Bakkabræður (eins og þeir voru í gamla daga í þjóðsögunum) voru langtum trúverðugri en þeir sem við þekkjum undir sama nafni í dag. Það er nokkuð ljóst.

Ath. Fréttst hefur að DE stundi brettahlaup í Boston og velta menn því fyrir sér hvort hann hafi ekki útivistarleyfi í USA. Maður spyr sig?
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, janúar 25, 2010

föstudagur, janúar 22, 2010

Hádegi 22. jan 2010

Mættir voru: Ingunn (sér), Jón Örn (sér), Briem (seint og sér) og svo Dagur, Erlendur, Guðni, Huld og Jón Gunnar (saman).

Saman hópurinn hljóp um vesturbæ og Þingholt. M.a. annar hlaupið fram hjá núverandi og fyrrverandi bústað Erlendar. Vonir stóðu til að hópnum yrði boðið í vöflur en ekki varð úr því. Ýmsar sjaldfarnar götur hlaupnar. Endað á einni Crossfit æfingu í boði Erlendar (fyrst hann klikkaði á vöflunum).

Samtals 8,4 á 43:47

GI

fimmtudagur, janúar 21, 2010

Hádegisæfing 21. janúar

Mættir: Dagur, Guðni, Tómas (fyrsta skipti á æfingu), Sveinbjörn og Jói

Vegna veðurs var farið í Öskjuhlíðina og teknir 5 x sprettir á Bláa hringnum. Frá starti inní skóginum upp og niður brekkuna þar sem spretturinn endaði og síðan joggað tilbaka að startinu. Fín æfing og var gaman að sjá félaga Tómas á sinni fyrstu æfingu. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum í framtíðinni.

Dagur, formaður

Félagsmaður sigurvegari í 5k hlaupi

Í morgun sannaðist það að morgunstund gefur gull í mund. Eldsnemma (7:30) í morgun var haldið 5k hlaup við Laugardalinn, 'Læknar á rás fyrir Grensás'. Á meðan aðrir sneru sér á hina hliðina við gnauðið í vindinum tók félagsmaður Jakobína Guðmundsdóttir þátt í hlaupinu og kom fyrst í mark kvenna. Jakobína æfir dags daglega með Árbæjarskokki.

Góður árangur þar.

Dagur, formaður

miðvikudagur, janúar 20, 2010

Orðabók FI SKOKK-fyrir fólkið á gólfinu

"Það þarf nú að fara að koma upp orðabók þar sem kenninöfn hlaupafélaga eru þýdd á okkar annars ylhýru tungu. RRR, Gnarrr, bjútí, Aðal og meas. einhver sem kallar sig Stjórn IAC".

Af gefnu tilefni:

Aðal= aðalritari FI-skokk/geitin, eða bara eitthvað sem hentar (Sigrún Birna Norðfjörð), öðru nafni IAC (Icelandair Athletics Club)
Bjútí= Björgvin Harri Bjarnason (alias Bjöggi bjútí, eða B.B.)
Drottningin= Bryndís Magnúsdóttir (búin að keppa í ASCA öll árin að ég tel)
Cargosystur/bræður= Sigurgeir Már Halldórsson (Glamúr)og Fjölnir Þ. Árnason
Doris Day&Night=Dagur Björn Marcher Egonsson (Der Führer/harðstjórinn, sköllótti þjálfarinn(erlendis) og Guðni Ingólfsson (Hardcore dept.)
Gnarr, Gnarinn= Jón Gunnar Geirdal, stundum Geirdallurinn.
Hérinn, Síams, Prototýpan og fl.= Huld Konráðsdóttir (fyrirmynd aðal).
Hössi/Roadrunner/Höskuldur hugumprúði= Höskuldur Ólafsson, áhangandi og eitt af flaggskipum FI skokk.
JB (JayBee)= Jens Bjarnason, margreyndur hlaupari.
Karate Kid/Briemarinn= Ólafur Briem, 3rd floor.
Johnny Eagle= Jón Örn, skemmtileg "comment" einkenna viðkomandi.
Jóhann Úlfarsson= Joe Boxer, The Mad Rocker og fl. Einn af stofnendum klúbbsins.
Oddgear/Oddurinn/O-man= Oddgeir Arnarson.
Sveppi/Sveppurinn/Duckwatcher-inn (endurskoðandi), Chuckar-inn= Sveinbjörn Egilsson, innri endurskoðun.
RRR (Triple R)= Rúna Rut Ragnarsdóttir, nýliði á siglingu.
Victory City= Sigurborg frá Icehotels.

Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á persónur og leikendur í farsa FI skokk, öðru nafni IAC. Endilega komið með ábendingar, því eflaust gleymi ég einhverjum óviljandi.

Bestu kveðjur,
aðal (SBN)

Hádegisæfing 20. janúar



Ógó margir í dag: Dagur (hardcore), Guðni (í kærastahorninu), Huld (on the sideline), Óli (as himself), Sigurborg (victory city), Rúna Rut (Triple R), Ólafur (Doppelgänger 3D), Jói (frumherji), Sigurgeir (hælisleitandi), Fjölnir (FH-ingur), Sveinbjörn (Chuck-arinn m. leyfi höf.), Oddgeir ("magn er ekki sama og gæði"), Bryndís (frá Suezskurðum.org), Jón Örn (from Eagleville), Ingunn (huldumey úr skógi)og loks aðalritarinn (á topp 10). Úff...(Dagur bað mig sko sérstaklega að uppnefna alla í dag, ekki halda að ég hafi gaman af þessu!) Fórum í einni slummu *Bíp*-Hofsvallagötu hvar þeir 4 fyrsttöldu tóku tempólengingar "in bítvín" en nýliðarnir, sem nota bene, eru í stórsókn, fóru flugvallarhringinn, sem ber að hrósa sérstaklega fyrir. Mr. Eagle var á eigin vegum, enda kann hann ekki við þegar aðalritari lýsir æfingum með orðunum "rólegt recovery" þegar allt annað er uppi á teningnum. Þið hafið heyrt um áfallastreitu og viðbrogð við henni, jú, t.d. er það aðalritara mikið áfall að sjá hve blómlega er staðið að innleiðingu kvenkyns nýliða í FI-skokk hópnum og minnist ekki sérstaklega að hafa fengið slíka drottningarmeðferð í árdaga. Til að sporna við þessu augljósa óréttlæti hefur hann gert annarra orð að sínum, eða: "when the going gets tough, the tough goes shopping" enda skellti hann sér í Intersport og keypti sér lyftingasett...þannig að....
Alls 8,7-9,3K
'A presto'-
aðalritari ;)

þriðjudagur, janúar 19, 2010

Hádegisæfing - 19. janúar

Mættir : Sigurgeir Gys, Fjölnir, Ása, Rúna Rut ásamt Jóa og Óla sem voru á eigin vegum.

Æfing dagsins leiddi okkur að 'K'inu inní kirkjugarði. Teknir voru 5 hringir + 1 bónussprettur. Skemmt er frá því að segja að Ása hleypti lífi í keppni milli manna. Sigurgeir gerði sitt ýtrasta til að halda í við spúsu sína og tókst það fyrstu fjóra. Í fimmta spretti heyrðust viðvörunarhróp og hvatningarköll frá Fjölni, síðan angistarstunur frá Sigurgeir þar sem Ása þeystist fram úr honum og kom í mark á undan. Blóðbragð var bragð dagsins enda ekki lagt upp með annað. Í bónussprettnum kom RRR (ætlar Laugarveginn í sumar) verulega á óvart og fylgdi formanninnum upp í miðja brekku á feikna hraða, hún á bersýnilega mikið inni. Sigurgeir rak lestina í síðasta sprett, gjörsamlega búinn. Fjölnir var skynsamur allan tímann og skilaði sínu.
Á leiðinni tilbaka var tekinn léttur sprettur gegnum hlíðina þar sem Óli birtist allt í einu át off nóver.

Kveðja, Dagur (formaður)

mánudagur, janúar 18, 2010

Hádegisæfing 18. janúar

Mættir: Guðni, Sigurgeir, Björgvin, Oddgeir, Jón Örn, Dagur, Anna Dís og Oddný

Kellurnar fóru saman á meðan tuddarnir þjösnuðust á klakanum Suðurgötu, Hofs og Lynghaga. Farið var yfir stöðuna eftir Vetrarhlaupið og spáð í spilin varðandi væntanlegt ASCA lið. Guðni lagði til að við héldum úrtökumót fyrir ASCA hvort sem verður af keppninni eða ekki, bara svona til að setja standardinn. Nýr félagsmaður Viktor Vigfússon ITS, hljóp á góðum tíma - hraðar en sumir.
Sigurgeir var stóryrtur að venju, gerði gys að magninu hjá Fjölni, sagði að magn væri ekki sama og gæði og tók Oddgeir undir það. Sigurgeir sagði einnig að Fjölnir yrði alltaf 5 mín á eftir sér... sjáum til hvernig það fer.
Enginn í þessum hópnum hafði hug á að fara Laugarveginn svo vitað var, en Sigurgeir ætlar með frúnni í Óshlíðina, spurning hvort ekki verði stemmning. Einnig var rætt um Frjálsa Laugarvegshlaupið sem reyndar hefur fallið niður tvö síðastliðin ár af óviðráðanlegum ástæðum. Að lokum var mönnum tíðrætt um parathon og það hvernig og með hvaða skilyrðum ætti að para þátttakendur saman - margvíslegar skemmtilegar hugmyndir komu fram.

Kveðja, Dagur (formaður)

sunnudagur, janúar 17, 2010

Læknahlaupið 2010- 5km

"Á rás fyrir Grensás". Hvetjum alla til að taka þátt!
Skráning og upplýsingar
Kveðja,
IAC

laugardagur, janúar 16, 2010

föstudagur, janúar 15, 2010

Eftir Powerade æfing 15. jan.

Mættir: Huld og Bjöggi (úr fullorðins) en úr áhangendagrúppu voru Óli (sér), Dagur (admin.) Oddgeir, Jón Örn og Sigrún. Fórum rólegan "recovery" bæjarhring því hrista þurfti þreytuna úr mannskapnum. Aðalritari, sem ekki hefur verið keppnisglaður síðustu misseri, fékk enn eitt rothöggið er veik von vaknaði í brjósti hans um að geta kannski orðið aðstoðarmaður á plani (ekki starfsmaður)í Powerade seríunni. Öllum framadraumum hans sem aðstoðarmanns var sópað upp í vindinn þegar "aðallinn í myndinn kom inn og sagði": það þarf að vera 5 ár á plani áður en maður getur orðið gjaldgengur fyrir úthlutun á Kraftgalla" (starfsmenn klæðast honum við hlaupið, sérstaklega í aftakaveðrum). Þarmeð var ljóst að aðal yrði að fara að keppa aftur ellegar að kaupa sér Kraftgalla sjálfur ætli hann sér að tolla í "starfsmaður á plani" tískunni 2010.
Alls um 8K
Góða helgi,
Sigrún

fimmtudagur, janúar 14, 2010

Hádegisæfing 14. janúar

Mætt í dag á 10km tempóæfingu: Guðni, Dagur og Sigrún. Fórum 5km út með ströndinni á Ægisíðu með snúningi á Nesvegi og þaðan sömu leið tilbaka. Sigrún fór 10km og negldi þar niður (stoppaði)en drengirnir lengdu um 700m í gegnum skóg til að geta orðið samferða aðal síðustu metrana sem þeim mistókst vegna hröðunaráhrifa. Smá mótvindur tafði á bakaleið en hlaupið var engu að síður skemmtilegt, svona skömmu síðar.
Alls 10-10,7 km
Óskalag dagsins er tileinkað þeim sem mættu ekki og þeim sem keppa í kvöld:
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, janúar 13, 2010

Framkvæmdaáætlun 2010

Mars, þátttaka í ASCA í Dublin (Ólafur Briem og Sigrún)

6. maí, Icelandair-hlaupið (framkvæmdastjóri Sigurgeir)

Maí, Þrjár fjallgöngur, síðasta gangan verður yfir Esjuna í Kjós þar sem Ársæll býður til veislu á ættaróðali sínu (Jói og Sveinbjörn)
5.-25. maí, Hjólað í vinnuna 2010 (Guðni og Dagur)

14.-15. ágúst, Hjólaferð Landmannalaugar-Þórsmörk (Sigurður Anton)

21. ágúst, Reykjavíkurmaraþon, klúbburinn stefnir á að fjölmenna

25. september, WARR London (Jens og Bryndís)

15. október, Aðalfundur og árshátíð

Þess utan eru að sjálfsögðu æfingar alla virka daga í hádeginu frá HLL klukkan 12:08 og aragrúi annarra atburða sem klúbburinn hvetur til þátttöku í.
____________________________
f.h. stjórnar IAC
Dagur Egonsson

Hádegisæfing 13. janúar

...allt vaðandi í "Guggum" í dag, svo margar að ég man ekki helminginn af þeim..
Úff, en allavega af þeim sem ég man mættu þessir: Guðni, Dagur, Jói, Jón Örn, Ársæll, Bjöggi, Sigurbjörg, Rúna Rut með fylgdarsvein (Árni...getur það passað?),(editor's note: Ólafur Loftsson) Huld og Sigrún og svo mættum við tveimur Guðrúnum á útleið. Fórum rangsæla Hofsvallagötu í svakalega fínu vorveðri en hópurinn tvístraðist fljótlega og ekki er ljóst hvert megnið af hlaupurunum fór en Jón Örn fór Suðurgötuna og Jói gerði slatta af armbeygjum eftir æfingu. Mikilvægar læknisfræðilegar upplýsingar komu fram á leiðinni eftir Ægisíðu og fara þær hér á eftir:
1. Stundum er Oddgeir blár og kaldur að reyna að ná sambandi með skottinu (sbr. Avatar), en ég er þess fullviss að þessi tilvitnun er ranghermd þótt hún hafi e.t.v. eitthvað sannleiksgildi.
2. Ef gerð er nýrnaígræðsla (transplant)er gamla nýrað látið vera og eru menn þá með 3 nýru þangað til það óhreyfða hrörnar/visnar og verður óstarfhæft af náttúrulegum völdum. Við þessa staðreynd setur nokkurn ugg að FI skokkurum sem sjá þetta fyrir sér sem allegoríu/myndlíkingu hvar nýr meðlimur birtist í hlaupaklúbbnum sem hægt og rólega bolar hinum gamla meðlim út sem visnar og deyr af náttúrulegum orsökum sökum hinnar fersku yfirtöku nýja meðlims. Enginn sem mætti í dag hefur hugsað sér að upplifa þetta og hyggjast menn nú æfa sem aldrei fyrr.

Alls um 8,7 km en aðrir með aðeins minna
Minni á Powerade annað kvöld fyrir fullorðna.
Kveðja,
Sigrún
Óskalag dagsins Bjöggi, this one is for you.

þriðjudagur, janúar 12, 2010

Hádegisæfing 12. janúar



Fín mæting í dag á rólega æfingu: Óli (ormagöng), Sveinbjörn (líka), Jói, Dagur, Bjöggi og Sigrún fóru fínan skógartúr með viðkomu í skógrækt í Fox og þaðan upp áleiðis að Perlu með exiti inn í Öskjuhlíð, hvar 3*3 krossfit æfingar voru teknar við upphífingastöð K. Thode Karlssonar. Yndislegt vor/haustveður var í boði almættisins í dag og ótrúlega falleg fjallasýn í panorama útsýni. Það virðist sem svo að sumir FI skokkfélaga hafi ánetjast röngum hluta af æfingaprógrammi klúbbsins, þ.e. lestri bloggsíðunnar en þeir hinir sömu eru eindregið hvattir til að láta til sín taka á hlaupastígunum í bland við lesturinn. Að vera eða að vera ekki á æfingu, þar er efinn.
Alls um 7km
Kveðja,
aðal ofurbloggari

mánudagur, janúar 11, 2010

Hádegisæfing 11. janúar

Í góða veðrinu í dag mættu þeir sem fá kraft úr Kókómjólk....
Það voru: Jón Örn (Suðurgata), Sveinbjörn (líka), Jói (vildi ekki stytta og fór um 7km), Óli (einn af nýju Lobbyistunum, þ.e. hannn hangir í hótellobbýum og gerir armbeygjur), Dagur formaður, Guðni, Sigurgeir, Huld og Sigrún héldu vestur í bæ hvar Óli tók lengingu með Guðna og Dagur fór enn lengra en H, S og S fóru Hofsvallagötu. Núna þegar dag tekur að lengja og sól hækkar á lofti er upplagt að skrá sig á póstlista formanns og fá tilboð frá einkaklúbbnum um helgar. Tilboðin gilda ýmist á laugardags- eða sunnudagsmorgnum og spanna millilöng hlaup og eða fjallaklifur. Ræsing er nokkuð snemmbúin en þátttaka sýnir að hlaupaleiðirnar eru fyrir alla. Fjöldi þátttakenda í vetur hefur spannað allt frá 0 upp í 3 mest sem best sýnir þá gríðarlegu grósku sem á sér stað innan skokkklúbbsins.
Í dag 7-7,8-8,7-9 km.
Sólarkveðja,
Sigrún aðalritari

föstudagur, janúar 08, 2010

Freaky Friday 8. janúar

Mættum í dag full eftirvæntingar um að sjá alla HR-ingana....well, við mættum eftirtalin: Sigurborg (sér), Sveinbjörn, Andrés, Ársæll og Oddný fóru Fossvoginn, og Jói sem fór Grensásveginn og Jón Gunnar Geirdal, Bryndís og Sigrún fóru hefðbundinn bæjarrúnt með sýningarívafi í mildu og frostlausu veðri. Það sem var helst "freaky" við þennan frjádag var það að allir hlupu þá leið sem þeir vildu í dag, svona nánast.
Af því tilefni er þetta óskalag:
Alls 7,4K

Orð dagsins:
Þó að feli skúrir skin,
skugga aukist valdið,
meðan einn ég á mér vin
áfram get ég haldið.
- Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson

Góða helgi,
Sigrún B. aðalritari

fimmtudagur, janúar 07, 2010

Hádegisæfing 7. janúar

Það sást greinilega í dag hverjir drekka Egils Kristal...
Mættir voru í glampandi sól: Bjöggi á 180 bpm, Guðni sem gleymdi sér, Dagur sem hefur ofurtrú á klósettpappír, Óli sem er hlunnfarinn í nesti miðað við smáfugla og undirrituð sem er á vinstri beygju á stefnu. Fórum Valsleið vestur í bæ hvar aðalritari hélt að hann slyppi létt með venjulegri Hofsvallagötu en svo reyndist ekki vera því rakleitt skyldi halda upp á Akranes. Restin af leiðinni er í þokumóðu en þó brá fyrir Brunnstíg, höfninni með viðkomu í skipi, Laugavegi, Vitastíg en síðan um ormagöng á Eiríksgötu, Valsheimili, Öskjuhlíðarstokkur (Yura-brekkan ef menn voru í Val), þó ekki með mann á bakinu, eins og var til siðs, hjáleið og niður 3. kolkrabbaarminn á hótel. Ofurfallegt veður og vor í lofti (var það ekki annars?)en launhált á stöku stað.
Alls hlaupnir 8,5 km
Kveðja,
Sigrún
Hér má líta myndband sem ku vera lýsandi fyrir stemninguna sem ríkir í baðklefa FI Skokk eftir æfingar. Þarna má greina þjálfara, vanan meðlim og nýliða sem augljóslega er ekki vel áttaður um stéttaskiptinguna innan hópsins.

miðvikudagur, janúar 06, 2010

Kosning á langhlaupara ársins 2009

Hvet alla til að lesa þetta og kjósa:
Smella hér:
Kveðja,
Sigrún

No whining Wednesday 6th of January



...eða þannig. Það mátti allavega ekki væla neitt á miðvikudögum á undangengnu misseri og ég held að það bann sé enn í fullu gildi. Þessir mættu á æfingu dagsins, óvitandi um örlög sín: Jón Örn, Guðni, Dagur, Sigurgeir, Huld, Rúna Rut , Bjöggi og Sigrún. Sigurborg frá hótelum fór sér, enda skynsöm snót. Eitthvað los var á hópnum í upphafi æfingar og það var ekki fyrr en stefnan var tekin á Fossvog úr Nauthólsvík er aðalritari, óvitandi síns vits að vanda, áttaði sig illu heilli á því að nú skyldi þráfaldlegri beiðni hans um töku kolkrabbans sinnt. Greina mátti nokkra tilhlökkun í hópnum við rætur fyrsta arms krabbans og sóttu menn misgóðar minningar í langtímaminnið, ef slíkt var til staðar. Það verður þó að teljast þjálfaranum til tekna að hann ætlaði okkur ekki nema 3 arma í þetta sinn en sá 4. bíður betri færðar, væntanlega. Sumir meðlima voru að prófa þessa æfingu í 1. sinn og verður að hrósa þeim sérstaklega fyrir það. Viðtöl voru síðan tekin við þátttakendur eftir slembiúrtaki eftirá og hér eru tvö bestu svörin. Spurt var: "Hvernig fannst þér kolkrabbinn"?
Svar A: "Þetta var frábært, gaman"! (Þetta verður að teljast besta svarið en er hinsvegar rangt svar)-RRR
Svar B: "Ég er að deyja, ég sé ekki tilgang með því að lifa lengur". BB (Þetta er svarið sem telst til fyrirmyndar og það svar sem rannsakandi var að slægjast eftir)

Allir komust þó á réttu róli til mannheima og vóru alsælir með útiveru dagsins, "seize the day" eða "carpe diem" eins og Horace hefði viljað hafa það, hefði hann verið á æfingunni, altso.
Alls 7,3K
Kveðja,
aðalritari

þriðjudagur, janúar 05, 2010

Hádegisæfing 5. janúar

Mættir: Guðni, Dagur, Óli, Hössi, Huld, Rúna Rut og Sigrún.
Meiningin var að taka kolkrabbann í dag þannig að þeir sem ekki mættu sökum þess geta ekki glaðst og talið sig sloppna því æfingin fór ekki fram, henni var frestað þangað til frost nær a.m.k. -8 gráðum á °C. Í stað þess fór fríður flokkur Hofsvallagötuna í sól og blíðu (brrr)en hardcore hópurinn fór í lengingu.
Alls styttra 8K en lengra 8,6K
Ég vil benda áhugasömum á að Laugavegsskráningin hefst í dag og þá gildir að vera fljótur að ákveða sig. :)
Góðar stundir,
Sigrún

mánudagur, janúar 04, 2010

Nýársæfing 4. janúar

Mættir á fyrstu æfingu 2010: Ársæll í forstarti, Dagur með engilinn, Fjölnir á PB-inu, Sigurgeir venjulegur, Bjöggi líka á PB-inu og Sigrún með glampann. Fórum Hofsvallagötu eftir Valsslóðum í brunakulda en Dagur, Sigurgeir og Fjölnir tóku ca. 2 lengingar aukreitis. Eitthvað var um markmiðasetningar og voru nokkur hinna uppgefnu markmiða afar verðug fyrir árið 2010 og jafnvel raunhæf. Dagur naut hinsvegar aðstoðar engils við að ná sínu markmiði á síðasta ári (að fara undir 40mín í 10K)og þar að auki ruglaði hann "virtual partnerinn" sinn svo þetta reyndist frekar létt verk. Af því tilefni fær hann óskalag dagsins sem hljómar ef smellt er hér:
Alls 8,7-9K
Góðar stundir,
aðalritari

laugardagur, janúar 02, 2010

Gamlárshlaup ÍR-úrslit

Nokkrir félagar og áhangendur tóku þátt í þessu hlaupi og stóðu sig með prýði:
Heildarúrslit:

Karlar:
38:30 Höskuldur Ólafsson (2. í flokki)
39:38 Dagur Björn Egonsson (4. í flokki)
41:25 Jón Gunnar Geirdal Ægisson (34. í flokki)
45:05 Fjölnir Þór Árnason (25. í flokki)
47:10 Jens Bjarnason (27. í flokki)
49:39 Helgi Marcher Egonsson (47. í flokki)
53:12 Björgvin Harri Bjarnason (171. í flokki)
54:09 Sveinbjörn Valgeir Egilsson (19. í flokki)
56:20 Tómas Beck (212. í flokki)

Konur:
41:10 Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (1. í flokki)
51:09 Rúna Rut Ragnarsdóttir (32. í flokki)
59:00 Helga Árnadóttir (86. í flokki)

(Ef einhverjir telja sig hlunnfarna má koma með ábendingar í "comment" hér að neðan)
Gleðilegt ár og sjáumst hress á æfingu.
IAC