Mættir voru við múrinn Jón Örn, Sveinbjörn og Rúnan
Öll vorum við á sama máli með að taka rólegann mini flugvallahring. Við rúlluðum þetta vel og létum veðrið leika við okkur.
Samtals 6,5K
Kveðja
3R
mánudagur, júlí 18, 2011
Föstudagur 15.júlí
Mættir voru við múrinn, Bjöggi, Dagur og Rúnan.
Farinn var bæjarrúntur, hvort hefðbundinn eða óhefbundinn er ég ekki viss en strákarnir sáu um skipulagningu á leið meðan daman sá um að halda pace-i en planið var drauma MP pace fyrir Rúnuna, nánar til tekið 5:20. Farið var niður að Sæbraut fram hjá Hörpunni fögru og framhjá bæjarins bestu þar sem Rúnan tók eitt laglegt fall og þar þurfti aðeins að staldra við....en til að gera langa sögu stutta þá skiluðu sér allir heim að múr, samtals 6,8K.
Keðja
3R
Farinn var bæjarrúntur, hvort hefðbundinn eða óhefbundinn er ég ekki viss en strákarnir sáu um skipulagningu á leið meðan daman sá um að halda pace-i en planið var drauma MP pace fyrir Rúnuna, nánar til tekið 5:20. Farið var niður að Sæbraut fram hjá Hörpunni fögru og framhjá bæjarins bestu þar sem Rúnan tók eitt laglegt fall og þar þurfti aðeins að staldra við....en til að gera langa sögu stutta þá skiluðu sér allir heim að múr, samtals 6,8K.
Keðja
3R
fimmtudagur, júlí 14, 2011
Hádegisæfing frá Natura Spa múrnum
Mættir: Dagur, 3R og Sigrún auk Icelandair Hotels meðlims Ingu Rutar Karlsdóttur. Fórum Hofsvallagötu og þaðan 3* 1000m tempókafla með 500m skokki á milli út að kirkjugarði en þaðan skokk heim og sameinuðumst Ingu við HR. Frábært hlaupaveður og allt að gerast!
IGS meðlimur Björn Kjartan Sigurþórsson er nýr í skokkklúbbi. Við bjóðum alla nýja og gamla unnendur góðrar hreyfingar hjartanlega velkomna. ;)
Alls 9,5K
Kveðja góð,
SBN
IGS meðlimur Björn Kjartan Sigurþórsson er nýr í skokkklúbbi. Við bjóðum alla nýja og gamla unnendur góðrar hreyfingar hjartanlega velkomna. ;)
Alls 9,5K
Kveðja góð,
SBN
Leynilegt skjal
Ákveðið hefur verið að birta hér leynileg gögn sem geymd hafa verið í innsigluðu umslagi síðan 27. maí, degi áður en STO maraþonið fór fram. (man einhver eftir því?).
Upplýsingar þessar endurspegla á engan hátt skoðanir annnarra stjórnarmanna og er aðalritari einn ábyrgur fyrir þessum tölum, enda hafi hann einn fullt umboð til gagnavinnslu af þessu tagi.
ETA fyrir STO (estimated time of arrival)
Dagur 3:18
Schweitz:3:24
Óli 3:25
Schweitz:3:24
OAR: 3:26
Ívar: 3:35
SMH:3:40
FÞÁ: 3:45
JÖB: 3:48
Rauntími í STO
Dagur 3:39:09
Óli 3:27:32
Schweitz 3:28:15
OAR 3:29:17
Ívar 3:37:23
SMH 3:33:37
FÞÁ 3:42:41
JÖB 3:51:06
Svo er ég enn að velta fyrir mér maraþonsögunni, kemur hún eða ekki frá einhverjum keppenda. Var Geiri smart ekki búinn að lofa?
Kveðja góð,
aðalritari
Upplýsingar þessar endurspegla á engan hátt skoðanir annnarra stjórnarmanna og er aðalritari einn ábyrgur fyrir þessum tölum, enda hafi hann einn fullt umboð til gagnavinnslu af þessu tagi.
ETA fyrir STO (estimated time of arrival)
Dagur 3:18
Schweitz:3:24
Óli 3:25
Schweitz:3:24
OAR: 3:26
Ívar: 3:35
SMH:3:40
FÞÁ: 3:45
JÖB: 3:48
Rauntími í STO
Dagur 3:39:09
Óli 3:27:32
Schweitz 3:28:15
OAR 3:29:17
Ívar 3:37:23
SMH 3:33:37
FÞÁ 3:42:41
JÖB 3:51:06
Svo er ég enn að velta fyrir mér maraþonsögunni, kemur hún eða ekki frá einhverjum keppenda. Var Geiri smart ekki búinn að lofa?
Kveðja góð,
aðalritari
miðvikudagur, júlí 13, 2011
Hádegisæfing 12. júlí
Mættir : Dagur, Guðni og Gerður?
Dagur og Guðni, fórum Skógræktina og ræddum væntanlegt comeback Guðna, hverja þyrfti að hirta og hverjum hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af. Dagskráin sagði tempó æfing og héldum við góðu tempó, byrjuðum rólega á 5:45 og bættum síðan í þannig að síðasti km var á 5:20.
Kveðja,
Dagur
Dagur og Guðni, fórum Skógræktina og ræddum væntanlegt comeback Guðna, hverja þyrfti að hirta og hverjum hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af. Dagskráin sagði tempó æfing og héldum við góðu tempó, byrjuðum rólega á 5:45 og bættum síðan í þannig að síðasti km var á 5:20.
Kveðja,
Dagur
þriðjudagur, júlí 12, 2011
ASCA Athletics 20. ágúst
Dear delegates,
the ASCA event 'Athletics 20-08-2011, BA - London' reached the deadline end of July and only two guest teams are inserted, missing players .... !?
Please inform your teamcaptains and in case of interest, act soon !!
A possible cancellation due lack of interest is in the space!
b/rgds,
Erich
Einhverjir áhugasamir...
the ASCA event 'Athletics 20-08-2011, BA - London' reached the deadline end of July and only two guest teams are inserted, missing players .... !?
Please inform your teamcaptains and in case of interest, act soon !!
A possible cancellation due lack of interest is in the space!
b/rgds,
Erich
Einhverjir áhugasamir...
mánudagur, júlí 11, 2011
Klemenz og Jakob í hálfum járnkarli
Þeir Klemenz Sæmundsson og Jakob Schweitz Þorsteinsson sem æfa þríþraut undir merkjum Þríþrautadeildar UMFN annars vegar og 3SH hins vegar stóðu sig með ágætum á íslandsmeistaramótinu í hálfum járnkarli um helgina.
Í hálfum járnkarli er synt 1,9km, hjólað 90km og að lokum hlaupið hálft maraþon.
Sjá úrslitin.
Í hálfum járnkarli er synt 1,9km, hjólað 90km og að lokum hlaupið hálft maraþon.
Sjá úrslitin.
föstudagur, júlí 08, 2011
Hádegisæfing 8. júlí
Mættir á Hótel Natura: Dagur, Bryndís og Sigurgeir.
Bryndís rétt missti af okkur og fór skógræktarhring. Dagur og Sigurgeir fóru miðbæ eins og lög gera ráð fyrir á föstudögum!
Nú fer að styttast í Reykjavíkur maraþon og margir farnir að huga að undirbúningi fyrir það hlaupið ef ekki nú þegar byrjaðir. Það hefur verið ákveðið að setja upp æfingaplan í hádeginu sem hentar öllu.
Mánudagur: Rólegt
Þriðjudagur: Tempó
Miðvikudagur: Rólegt
Fimmtudagur: Sprettir
Föstudagur: Miðbær
Laugardagur/Sunnudagur: Frjálst
Þetta er að sjálfsögðu frjálst og engin skylda að fara erfiða æfingu á þriðjudegi eða fimmtudegi ef einhver vill það ekki. Það verður bara skrifað um það hérna á síðunni og allir félagsmenn geta gert grín að viðkomandi ef hann/hún tók ekki þátt æfingu dagsins :o)
Kveðja,
Sigurgeir
Bryndís rétt missti af okkur og fór skógræktarhring. Dagur og Sigurgeir fóru miðbæ eins og lög gera ráð fyrir á föstudögum!
Nú fer að styttast í Reykjavíkur maraþon og margir farnir að huga að undirbúningi fyrir það hlaupið ef ekki nú þegar byrjaðir. Það hefur verið ákveðið að setja upp æfingaplan í hádeginu sem hentar öllu.
Mánudagur: Rólegt
Þriðjudagur: Tempó
Miðvikudagur: Rólegt
Fimmtudagur: Sprettir
Föstudagur: Miðbær
Laugardagur/Sunnudagur: Frjálst
Þetta er að sjálfsögðu frjálst og engin skylda að fara erfiða æfingu á þriðjudegi eða fimmtudegi ef einhver vill það ekki. Það verður bara skrifað um það hérna á síðunni og allir félagsmenn geta gert grín að viðkomandi ef hann/hún tók ekki þátt æfingu dagsins :o)
Kveðja,
Sigurgeir
fimmtudagur, júlí 07, 2011
Hádegisæfing 7. júlí 2011
Shallalalala ævintýri eeeeen gerast.
Í dag voru mættir hlauparar sem ekki hafa sést í langa tíð og jafnvel hlauparar sem hafa bara aldrei sést. Það var náttúrulega ævintýralega gott veður (miðað við sumarið hingað til). Formaðurinn, Vansæll, 3R og Bjössi Bronco voru mætt á pinna og hlaupu eins og vindurinn (því það var einginn vindur) áleiðis í bæjarrúnt en sveigðum af leið neðarlega í Lönguhlíð (v/ þoku við sjóinn) tókum Kringlumýrarbrautina áleiðis niður í Bullhillscreek. Hvar karlpeningurinn fækkaði allverulega fötum og "deyf" sér í sjóinn. (Sögnin að dýfa beygist sterkt í kenninmyndum á eftirfarandi hátt ef einhver skyldi vera að pæla í því, Dýfa, deyf, dufum, dofið) 3R hafið vit á að forða sér heim á hótel áður en þessi ófögnuður hóf buslugang sinn þarna í óþökk sela á svæðinu. (Það var í alvöru selur þarna að horfa á okkur). Vart mátti á milli sjá hvor var hærri í fituprósentunni selurinn eða við. Að sundferð lokinni var "hlupið" heim og aðstaðan á Hotel Natura gjörnýtt. Landsliðs tók með sér eina drottningu úr Distribution deildinni að nafni Birta (hér eftir kölluð Brightness)og fóru þær Suðurgötuhring í þokunni þar. Oddný úr hópadeild var líka mætt og fór ótroðnar slóðir, þ.e. ég veit ekki hvert hún fór.
Mikið djöfull var þetta æðislegt.
Þið eruð frábær,
nú tek ég bláu pilluna
Kv. Bronco-inn
Í dag voru mættir hlauparar sem ekki hafa sést í langa tíð og jafnvel hlauparar sem hafa bara aldrei sést. Það var náttúrulega ævintýralega gott veður (miðað við sumarið hingað til). Formaðurinn, Vansæll, 3R og Bjössi Bronco voru mætt á pinna og hlaupu eins og vindurinn (því það var einginn vindur) áleiðis í bæjarrúnt en sveigðum af leið neðarlega í Lönguhlíð (v/ þoku við sjóinn) tókum Kringlumýrarbrautina áleiðis niður í Bullhillscreek. Hvar karlpeningurinn fækkaði allverulega fötum og "deyf" sér í sjóinn. (Sögnin að dýfa beygist sterkt í kenninmyndum á eftirfarandi hátt ef einhver skyldi vera að pæla í því, Dýfa, deyf, dufum, dofið) 3R hafið vit á að forða sér heim á hótel áður en þessi ófögnuður hóf buslugang sinn þarna í óþökk sela á svæðinu. (Það var í alvöru selur þarna að horfa á okkur). Vart mátti á milli sjá hvor var hærri í fituprósentunni selurinn eða við. Að sundferð lokinni var "hlupið" heim og aðstaðan á Hotel Natura gjörnýtt. Landsliðs tók með sér eina drottningu úr Distribution deildinni að nafni Birta (hér eftir kölluð Brightness)og fóru þær Suðurgötuhring í þokunni þar. Oddný úr hópadeild var líka mætt og fór ótroðnar slóðir, þ.e. ég veit ekki hvert hún fór.
Mikið djöfull var þetta æðislegt.
Þið eruð frábær,
nú tek ég bláu pilluna
Kv. Bronco-inn
Ráðgjöf og kynningu á utanvegaskóm frá ASICS
Ágæti viðtakandi.
Ég vildi vekja athygli á rágjöf og kynningu á utanvegaskóm frá ASICS sem haldin verður í sal ÍSÍ í Laugardalnum á morgun fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:00.
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari og höfundur Hlaupahandbókarinnar, flytur fyrirlestur um Laugavegshlaupið og nauðsynlegan undirbúning.
Kynningin er á vegum Hlaupaskór.is í samstarfi við ASIC umboðið en í lok kynningar verður hægt að fá skó, sokka og orkugel og -duft á góðum afslætti auk þess sem sýnishorn verða af öðrum vörum sem hægt verður að panta.
Heldurðu að þú gætir komið þessu á framfæri við þinn hlaupahóp?
Kynning á utanvegaskóm.
Staður: ÍSÍ - Engjavegi 6, Laugardal
Dags.: 7. júlí
Tími: 20:00
Afsláttur: 10-20%
Nánari upplýsingar á Hlaupaskór.is og á Facebook síðu Hlaupaskór.is
Með bestu kveðjum,
Vignir Már
Hlaupaskór.is
S. 869-2388
Ég vildi vekja athygli á rágjöf og kynningu á utanvegaskóm frá ASICS sem haldin verður í sal ÍSÍ í Laugardalnum á morgun fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:00.
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari og höfundur Hlaupahandbókarinnar, flytur fyrirlestur um Laugavegshlaupið og nauðsynlegan undirbúning.
Kynningin er á vegum Hlaupaskór.is í samstarfi við ASIC umboðið en í lok kynningar verður hægt að fá skó, sokka og orkugel og -duft á góðum afslætti auk þess sem sýnishorn verða af öðrum vörum sem hægt verður að panta.
Heldurðu að þú gætir komið þessu á framfæri við þinn hlaupahóp?
Kynning á utanvegaskóm.
Staður: ÍSÍ - Engjavegi 6, Laugardal
Dags.: 7. júlí
Tími: 20:00
Afsláttur: 10-20%
Nánari upplýsingar á Hlaupaskór.is og á Facebook síðu Hlaupaskór.is
Með bestu kveðjum,
Vignir Már
Hlaupaskór.is
S. 869-2388
miðvikudagur, júlí 06, 2011
Hádegisæfing 6. júlí
Mættir á Hótel Natura: Huld og Sigurgeir.
Fórum rólega Hofs sem var samt ekkert svo rosalega rólegt. Huld heilsaði öllum sem við mættum og sagði þekkja allt þetta fólk, er ekki alveg viss með það!
Kv. Sigurgeir
Fórum rólega Hofs sem var samt ekkert svo rosalega rólegt. Huld heilsaði öllum sem við mættum og sagði þekkja allt þetta fólk, er ekki alveg viss með það!
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, júlí 05, 2011
Hádegisæfing 5. júlí
Mættir : Vansæll, Tóta tirelicker, Strúturinn og Þunnhærði þjálfarinn
Hofs eða Framnes í rugl veðri. Frábær æfing frá Natura Spa.
Hofs eða Framnes í rugl veðri. Frábær æfing frá Natura Spa.
Samningar hafa náðst ...
Samningar hafa náðst við Natura Spa að Icelandair Hotels Reykjavik Natura um aðgang að sturtuaðstöðu fyrir meðlimi klúbbsins. Þökk sé klúbbmeðlimum sem starfa á hótelinu. Samningur þessi gildir frá deginum í dag.
Hafði samband við formanninn beint varðandi frekari upplýsingar.
Hafði samband við formanninn beint varðandi frekari upplýsingar.
Hádegisæfing 4. júlí
Mættir : Ársæll, Þórdís, Anna Dís, Oddný, Bryndís og undirritaður
Ársæll fór með kellurnar inní Fossvog en formaðurinn fór aleinn Eiðistorgið.
Sumarkveðjur,
Dagur
Ársæll fór með kellurnar inní Fossvog en formaðurinn fór aleinn Eiðistorgið.
Sumarkveðjur,
Dagur
fimmtudagur, júní 30, 2011
Hádegisæfing 30. júní
Mættir: Ársæll, Þórdís, Sveinbjörn og The Cargo Kings.
Ársæll og Þórdís fóru Hofs, lögðu af stað aðeins á undan! Sveinbjörn var á sprettæfingu. The Cargo Kings tóku rólega Suðurgötu.
Kveðja,
Sigurgeir
Ársæll og Þórdís fóru Hofs, lögðu af stað aðeins á undan! Sveinbjörn var á sprettæfingu. The Cargo Kings tóku rólega Suðurgötu.
Kveðja,
Sigurgeir
miðvikudagur, júní 29, 2011
Hádegisæfing 29. júní
Ekki var fyrir fjölmenninu að fara á æfingu dagsins frekar en síðustu vikurnar. Dagur og Fjölnir fóru Hofsvallagötu á vaxandi tempó.
Stokkhólmssveitin virðist vera úrbrædd eftir langt og strangt tímabil en vonandi fer nú að sjást til fleiri á æfingum enda ekki seinna að vænna að fara að æfa af viti fyrir RM 2011.
Kveðja, Fjölnir
Stokkhólmssveitin virðist vera úrbrædd eftir langt og strangt tímabil en vonandi fer nú að sjást til fleiri á æfingum enda ekki seinna að vænna að fara að æfa af viti fyrir RM 2011.
Kveðja, Fjölnir
mánudagur, júní 27, 2011
Hlaup í hádeginu
Ágætu félagsmenn.
Við minnum á að alla virka daga kl. 12:08 fara fram hlaupaæfingar frá Valsheimilinu að Hlíðarenda og svo verður áfram. Þar er búninga- og sturtuaðstaða og eru allir félagsmenn og velunnarar velkomnir á æfingar þangað.
Hlaupakveðjur,
stjórn IAC
Við minnum á að alla virka daga kl. 12:08 fara fram hlaupaæfingar frá Valsheimilinu að Hlíðarenda og svo verður áfram. Þar er búninga- og sturtuaðstaða og eru allir félagsmenn og velunnarar velkomnir á æfingar þangað.
Hlaupakveðjur,
stjórn IAC
Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst
Ágætu félagsmenn.
Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer 20. ágúst.
Styrkurinn frá FISKOKK að þessu sinni verður sú upphæð sem það kostar að skrá sig á tímabilinu 2. apríl til 30. júní. Þeir sem skrá sig fyrir 1. júlí fá því 100% endurgreiðslu á gjaldinu en þeir sem skrá sig eftir það þurfa að borga mismuninn. Skráning
Dæmi:
Ef ég skrái mig í dag þá borga ég 4000 kr. og fæ endurgreiddar 4000 kr. frá FISKOKK.
Ef ég skrái mig t.d. 5. júlí í 10 km þá fæ ég endurgreiddar 4000 kr. en það kostar 5000 kr., þannig að ég borga sjálfur 1000 kr.
Hver og einn þarf síðan að skrá sig í hlaupið og senda kvittun og bankaupplýsingar með upplýsingum um hlaupavegalengd á Fjölni Þ. Árnason- fjolnir.arnason@icelandair.is.
Verðskrá RM. Með bestu hlaupakveðju,
Stjórn IAC
Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer 20. ágúst.
Styrkurinn frá FISKOKK að þessu sinni verður sú upphæð sem það kostar að skrá sig á tímabilinu 2. apríl til 30. júní. Þeir sem skrá sig fyrir 1. júlí fá því 100% endurgreiðslu á gjaldinu en þeir sem skrá sig eftir það þurfa að borga mismuninn. Skráning
Dæmi:
Ef ég skrái mig í dag þá borga ég 4000 kr. og fæ endurgreiddar 4000 kr. frá FISKOKK.
Ef ég skrái mig t.d. 5. júlí í 10 km þá fæ ég endurgreiddar 4000 kr. en það kostar 5000 kr., þannig að ég borga sjálfur 1000 kr.
Hver og einn þarf síðan að skrá sig í hlaupið og senda kvittun og bankaupplýsingar með upplýsingum um hlaupavegalengd á Fjölni Þ. Árnason- fjolnir.arnason@icelandair.is.
Verðskrá RM. Með bestu hlaupakveðju,
Stjórn IAC
föstudagur, júní 24, 2011
Miðnæturhlaup 23.6
Nokkrir félagsmenn tóku þátt í hlaupinu svo vitað sé:
5K
Byssutími Flögutími
88 af heild (3. í fl.) Jonathan James Cutress 00:24:59 00:24:55
10K
Byssutími Flögutími
116 af heild (5. í fl.)Huld Konráðsdóttir 00:43:45 00:43:38
186 af heild (10. í fl.)Sigrún Birna Norðfjörð 00:46:35 00:46:24
Ef vitað er um fleiri endilega setjið inn í comments hér að neðan.
Kv. aðalritari
5K
Byssutími Flögutími
88 af heild (3. í fl.) Jonathan James Cutress 00:24:59 00:24:55
10K
Byssutími Flögutími
116 af heild (5. í fl.)Huld Konráðsdóttir 00:43:45 00:43:38
186 af heild (10. í fl.)Sigrún Birna Norðfjörð 00:46:35 00:46:24
Ef vitað er um fleiri endilega setjið inn í comments hér að neðan.
Kv. aðalritari
þriðjudagur, júní 21, 2011
Hádegisæfing 21. júní

Mættir: Sveinbjörn (Suður), Dagur, Óli, Huld og Sigrún fóru Kaplaskjól í frábæru veðri og tani (hjá sumum). Á bakaleið var stoppað í Nauthólsvík og strákarnir þurftu svosem ekki mikla hvatningu til að fleygja sér í sjóinn (ekki á færeysku samt). Samskokk heim í herbúðir Vals, sem virðast okkar FI skokkara síðasta (skálka)skjól þessa dagana. Frábært veður og allir í góðum gír! Ársæll, sem hélt að hann væri einn var á sérleið og var í banastuði.
Yfir og út,
aðalritari
Ath. "Strákarnir okkar" (ykkar) vilja koma því á framfæri við aðstandendur klúbbmeðlima að einn af STO er áberandi best giftur (öfund) því viðkomandi á eiginkonu sem styður hann í hvívetna með ráðum og dáð og snýr jafnvel baki í fótboltaleik (ef henni er gert að fylgja manni sínum þangað) báða hálfleikina og leikur sér glöð og hljóðlát með símann sinn. Þetta kallar maður alvöru klappstýru!!!!!
fimmtudagur, júní 16, 2011
Það eru skýringar á öllu
miðvikudagur, júní 15, 2011
Hádegisæfing 15. júní
Mættir: Dagur, Ívar, Óli og Sigurgeir.
Já loksins mætti hluti af Stokkhólmförunum á æfingu, það hefur ekki farið mikið fyrir hlaupum hjá okkur síðustu daga!
Við fórum rólega Suðurgötu í brakandi blíðu :o)
Kv. Sigurgeir
Já loksins mætti hluti af Stokkhólmförunum á æfingu, það hefur ekki farið mikið fyrir hlaupum hjá okkur síðustu daga!
Við fórum rólega Suðurgötu í brakandi blíðu :o)
Kv. Sigurgeir
mánudagur, júní 13, 2011
Daujur?
Heil og sæl
Langaði nú bara að kasta kveðju á ykkur og kanna hvort það væru ekki örugglega allir á lífi þarna heima! Get ekki sagt að það líti út fyrir það en vildi bara tékka ;)
Héðan frá BOS er bara fínt að frétta. Æfingarnar ganga ágætlega, þar til annað kemur í ljós. Hlakka til að hlaupa með ykkur í sumar en ég mun láta sjá mig í júlí og fram að RM þ.e. ef klúbburinn er enn til staðar ;)
Bið að heilsa í bili
Kv
RRR
Langaði nú bara að kasta kveðju á ykkur og kanna hvort það væru ekki örugglega allir á lífi þarna heima! Get ekki sagt að það líti út fyrir það en vildi bara tékka ;)
Héðan frá BOS er bara fínt að frétta. Æfingarnar ganga ágætlega, þar til annað kemur í ljós. Hlakka til að hlaupa með ykkur í sumar en ég mun láta sjá mig í júlí og fram að RM þ.e. ef klúbburinn er enn til staðar ;)
Bið að heilsa í bili
Kv
RRR
fimmtudagur, júní 09, 2011
Hádegisæfing 9. júní
Mættar og fullar eftirvæntingar með að hitta á maraþonhlauparana: Huld og Sigrún. Bjöggi var á sínum stað með AC/DC. Enginn annar var svæðinu og ekki sást tangur né tetur af neinum. Það er náttúrulega alveg óásættanlegt þegar sumarfrí og annað þ.h. eru látin skemma fyrir æfingasókn.
Kv. SBN
Kv. SBN
miðvikudagur, júní 08, 2011
One time hit
Það er leiðinlegt frá því að segja að strákarnir okkar eru bara gufaðir upp eftir Stokkhólm. Engin hlaup, ekkert blogg bara Dressman og ekkert helv.. kjaftæði!
Kommon, ...hvar eruð þið?
Kv. aðalritari
Kommon, ...hvar eruð þið?
Kv. aðalritari
miðvikudagur, júní 01, 2011
Viðrun maraþonara
Fòrum ì dag Hofsvallagötu til þess að vita hvort Oddurinn kynni að hlaupa eða hvort hann væri búinn að tapa þvì. Hann var ennþà með'etta. Kv. SBN
þriðjudagur, maí 31, 2011
Styrktaræfingar
Sæll öll.
Rakst á þessa massa-góðu síðu (náðu þið þessum, "massa-góðu :-) á veraldarvefnum.
Ef ykkur langar að bæta ykkur í styrk og gera æfingar þá er hægt að skoða annsi margt hér inni.
Njótið vel.
Bjössi Bronco
Rakst á þessa massa-góðu síðu (náðu þið þessum, "massa-góðu :-) á veraldarvefnum.
Ef ykkur langar að bæta ykkur í styrk og gera æfingar þá er hægt að skoða annsi margt hér inni.
Njótið vel.
Bjössi Bronco
laugardagur, maí 28, 2011
Síðustu metrarnir
STO results
Tímar FI-skokkara:
2277
20730
» Oddgeir Arnarson (ISL)
Island
70
3.29.17
3720
18287
» Fjolnir Thor Arnason (ISL)
Island
66
3.42.41
2685
18286
» Sigurgeir Mar Halldorsson (ISL)
Island
74
3.33.37
3102
13250
» Ivar Kristinsson (ISL)
Island
74
3.37.23
4460
19635
» Jon Orn Brynjarsson (ISL)
Island
69
3.51.06
2143
5967
» Jakob Schweitz Thorsteinsson (ISL)
Island
61
3.28.15
3300
3004
» Dagur Egonsson (ISL)
Island
64
3.39.07
2045
19542
» Olafur Briem (ISL)
Island
62
3.27.32
Kveðja,
SBN
2277
20730
» Oddgeir Arnarson (ISL)
Island
70
3.29.17
3720
18287
» Fjolnir Thor Arnason (ISL)
Island
66
3.42.41
2685
18286
» Sigurgeir Mar Halldorsson (ISL)
Island
74
3.33.37
3102
13250
» Ivar Kristinsson (ISL)
Island
74
3.37.23
4460
19635
» Jon Orn Brynjarsson (ISL)
Island
69
3.51.06
2143
5967
» Jakob Schweitz Thorsteinsson (ISL)
Island
61
3.28.15
3300
3004
» Dagur Egonsson (ISL)
Island
64
3.39.07
2045
19542
» Olafur Briem (ISL)
Island
62
3.27.32
Kveðja,
SBN
föstudagur, maí 27, 2011
Konurnar í STO eru á EXPO-inu
Status update


Food & fun

Talað við vörðinn eða ekki...

Team spirit
Það er helst að frétta af drengjunum að þeir pluma sig feykivel í Svíaríki, búnir að fara í skoðunarferð, þeir fóru út að borða, fengu sér bjór (nei, það getur ekki verið!), stilltu sér upp fyrir myndatöku fyrir framan tryllta áhorfendur svo allt bendir til að félagslegi þátturinn sé að rokka feitt hjá þeim. Í kvöld ætla þeir að hafa kvöldvöku í húsvarðaríbúðinni og máta hlaupabúningana sína, taka pósur og æfa möntruna. Strákarnir skila kærri kveðju til allra aðdáenda sinna, nær og fjær með óskalaginu: Smella hér
yfir og út,
upplýsingafulltrúi
fimmtudagur, maí 26, 2011
Status update

Strákarnir okkar komust heilu og höldnu til Stokkhólms í morgun íklæddir sænska landsliðsgallanum. Meðfylgjandi mynd sýnir þá ferska og flotta, nýkomna úr hverfiskjörbúðinni hvar þeir keyptu sér síld og pylsur fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Eins og sjá má ríkir mikill einhugur með drengjunum og hafa þeir raðað sér saman í herbergi eftir áhugasviðum en allir þessir fallegu drengir eru áhugamenn um frímerkjasöfnun, lestur góðra bóka og skíðaiðkun. Það kom því í hlut yfirkjörstjórnar að spyrða saman Cargo-systur og Oddinn (sem gætir velsæmis í þeirra búðum) og hinsvegar Dag, Ívar og Óla vegna innherjasvika af 3. hæð. Jón Örn sér svo um að koma drengjunum í rúmið á skikkanlegum tíma enda maður einsamall og býr í húsvarðarherbergi sænska gistiheimilisins.
Kveðja,
upplýsingafulltrúi drengjanna, aka The mother
miðvikudagur, maí 25, 2011
Hádegisæfing 25. maí

Drengirnir voru allir með maraþonklippinguna á tæru
Mættir á síðustu æfingu fyrir brottför: Dagur, Ívar, Oddgeir, Sigurgeir og Ívar (STO), Þórdís sér (Hofs) og Bjössi Bronco á sínum stað í le beauf, Huld og Sigrún í kveðjuhorninu og Sveinbjörn á kantinum. Fórum bara í stutt hlaup til heiðurs "strákunum okkar" og náðum að kyssa þá sem voru mættir. Þeim sem mættu ekki óskum við góðs gengis og skemmtunar í hlaupinu.
Megi góðar óskir og ljúfir vindar feykja ykkur í mark á laugardaginn.
Knús,
aðalritari
Stokkhólm maraþon
Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur í Stokkhólm þá er hægt að gera það á síðu hlaupsins, http://www.stockholmmarathon.se/Start/index.cfm?Lan_ID=3 eða http://results.marathon.se/2011/?lang=EN
Hlaupið byrjar kl. 11:30 á sænskum tíma, sem er 9:30 á íslenskum tíma.
Hérna eru svo rásnúmerin okkar:
20730 Oddgeir
18287 Fjölnir
19542 Óli Briem
19635 Jón Örn
3004 Dagur
18286 Sigurgeir
13250 Ívar
5967 Jakob
Kveðja,
Stokkhólmfarar
Hlaupið byrjar kl. 11:30 á sænskum tíma, sem er 9:30 á íslenskum tíma.
Hérna eru svo rásnúmerin okkar:
20730 Oddgeir
18287 Fjölnir
19542 Óli Briem
19635 Jón Örn
3004 Dagur
18286 Sigurgeir
13250 Ívar
5967 Jakob
Kveðja,
Stokkhólmfarar
Sænska byltingin
Nú er ljóst að strákarnir okkar halda til Stokkhólms á vit ævintýranna á morgun (ef flogið verður) og spennandi verður að fylgjast með þeim á laugardaginn í Stokkhólmsmaraþoninu. Gaman væri ef Sigurgeir, verndari hópsins, gæti sett inn tengil hvar hægt væri að fylgjast með hlaupinu netleiðis.
Munið svo möntruna ykkar "ég er flottur, ég er töff" sem gott er að grípa í á leiðinni.
Kveðja,
aðalritari
Ekki gleyma að fá ykkur Surströmming eftir hlaup.
mánudagur, maí 23, 2011
Hádegisæfing 23. maí
Mættir: Oddgeir, Jakob, Óli, Sigurgeir og Bjössi Bronco.
BB fór í lóðin eins og venjulega. Samkvæmt planinu voru rólegir 5 km í boði í dag en Óli og Jakob voru ekki nógu sáttir með það og fóru 8-10 km.
Kv. Sigurgeir
BB fór í lóðin eins og venjulega. Samkvæmt planinu voru rólegir 5 km í boði í dag en Óli og Jakob voru ekki nógu sáttir með það og fóru 8-10 km.
Kv. Sigurgeir
föstudagur, maí 20, 2011
Hádegisæfing 20. maí


Óli og Johnny ræða pósur fyrir auglýsinguna. "Já, það er best að ég sé fremstur, ég er með sporin á hreinu og þið labbið inn í svona spíss á eftir mér....þaggi?"
Mættir í stóra sundrungarhlaupið: Þórdís, Sveinbjörn, Fjölnir, Sigurgeir, Oddgeir, Huld, Sigrún (nafnan) og mamman. Mættir í ástandsskoðun: Óli og Johnny (stóðust skoðunina) og Bjössi Grensás var á lóðaríi. Hann tekur ekki nema 110kg í liggjandi bekk (9*), sem er náttúrulega ekki neitt!
Allavega...mikil sundrung ríkti í hópnum og fóru allir tvist og bast og út í loftið. Eini fasti punkturinn var þó að Óli og Johnny (sem munu koma fram í næstu Dressman auglýsingu) tóku sig helvíti vel út í sænska landsliðsgallanum, hverjum þeir munu ferðast í til og frá keppnisstað, ásamt liðsfélögum sínum.
Alls um 7-8K
Kveðja,
SBN
Fjölnishlaupið 19. maí
Tveir félagsmenn tóku þátt í þessu hlaupi í gær í kalsaveðri og strekkingi:
Viktor J. Vigfússon 41:22 (21. af heild og 6. í flokki)
Jens Bjarnason 48:04 (48. af heild og 3. í flokki)
Til hamingju með þetta!
IAC
Viktor J. Vigfússon 41:22 (21. af heild og 6. í flokki)
Jens Bjarnason 48:04 (48. af heild og 3. í flokki)
Til hamingju með þetta!
IAC
fimmtudagur, maí 19, 2011
Hádegisæfing 19. maí
Mættir: Stokkhólmfarar mínus Jón. Einnig var Bjöggi Bronco á svæðinu að pumpa stálin.
Það er frekar rólegt planið þessa dagana hjá okkur Stokkhólmförum. Í dag var Skógræktarhringurinn í boði á rólegu tempói. Oddgeir missti sig í fögnuði þegar við komum að Kópavogi og brunaði inn í KÓP en okkur tókst að kalla á strákinn og fá hann til að hlaupa með okkur að Valsheimilinu. Hann lætur hlaup um Kópavog bíða betri tíma.
Þar sem Bjöggi Bronco var eitthvað ósáttur við lagavalið mitt síðast þá læt ég hérna 3 klassara frá hinum sænska Dr. Alban fylgja með. Þetta kemur öllum í réttan gír :o)
http://www.youtube.com/watch?v=xgKWtpVfaWA
http://www.youtube.com/watch?v=48j2hYLbVbg
http://www.youtube.com/watch?v=L03JVPaZpyc
Kv. Sigurgeir
Það er frekar rólegt planið þessa dagana hjá okkur Stokkhólmförum. Í dag var Skógræktarhringurinn í boði á rólegu tempói. Oddgeir missti sig í fögnuði þegar við komum að Kópavogi og brunaði inn í KÓP en okkur tókst að kalla á strákinn og fá hann til að hlaupa með okkur að Valsheimilinu. Hann lætur hlaup um Kópavog bíða betri tíma.
Þar sem Bjöggi Bronco var eitthvað ósáttur við lagavalið mitt síðast þá læt ég hérna 3 klassara frá hinum sænska Dr. Alban fylgja með. Þetta kemur öllum í réttan gír :o)
http://www.youtube.com/watch?v=xgKWtpVfaWA
http://www.youtube.com/watch?v=48j2hYLbVbg
http://www.youtube.com/watch?v=L03JVPaZpyc
Kv. Sigurgeir
miðvikudagur, maí 18, 2011
Hádegisæfing 18. maí
Mættir: Þórdís í forstarti, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Huld og Óli fóru Hofsvallagötu en Jón Örn, Sveinbjörn og Sigrún fóru Suðurgötu í mjög fínu veðri. Einhvers misskilnings virðist gæta varðandi MEL (minimum equipment list) fyrir STO því væntanlegir maraþonfarar vita ekki hvað er á listanum, þótt hann sé fram settur á afar skýran og myndrænan hátt.
Alls 7-8,3K
Kv. SBN
Ath. Mjög affarsælt er í dag að giftast sér aðeins eldri einstaklingum, einkum ef menn hyggjast njóta góðra lifeyrisréttinda og eiga flottan bíl.
Óskalagið
Alls 7-8,3K
Kv. SBN
Ath. Mjög affarsælt er í dag að giftast sér aðeins eldri einstaklingum, einkum ef menn hyggjast njóta góðra lifeyrisréttinda og eiga flottan bíl.
Óskalagið
For all of you sissies out there who have not run a Marathon..yet :-)
Horfiði nú á þetta fyrir mig, sérstaklega þið Stokkhólmsfarar og látið þetta vera ykkur hvatning og muniði það sem hann segir, "When you think you're done you are about 40% into what your body is capable off doing". Hugsiði um það þegar veggurinn birtis fyrir framan ykkur.
GO FISKOKK
Le Beuf
GO FISKOKK
Le Beuf
þriðjudagur, maí 17, 2011
Hádegisæfing 17. maí
Mættir: Dagur, Sveinbjörn, Óli, Oddgeir, Jón Örn og Sigurgeir.
Sveinbjörn var á sérleið en aðrir fóru skv. Stokkhólm-plani. Í dag var 30 min tempó í boði og var því ákv. að fara Suðurgötu.
Það er mikil tilhlökkun í hópnum og menn geta vart beðið eftir því að komast til Stokkhólm. Álagsmeiðslu eru farin að gera vart við sig hjá nokkrum í hópnum en til að koma í veg fyrir þau þá er möst að vera "undir" fram að hlaupi...
Starfsfólk Henson vinna 18 klst. á dag við að sérsauma á okkur ferðagalla og verða þeir afhendir við formlega athöfn á mánudaginn.
Hérna er eitt gott til að koma öllum í gírinn fyrir Stokkhólm, http://www.youtube.com/watch?v=COHt17Sfrw0
Kv. Sigurgeir
Sveinbjörn var á sérleið en aðrir fóru skv. Stokkhólm-plani. Í dag var 30 min tempó í boði og var því ákv. að fara Suðurgötu.
Það er mikil tilhlökkun í hópnum og menn geta vart beðið eftir því að komast til Stokkhólm. Álagsmeiðslu eru farin að gera vart við sig hjá nokkrum í hópnum en til að koma í veg fyrir þau þá er möst að vera "undir" fram að hlaupi...
Starfsfólk Henson vinna 18 klst. á dag við að sérsauma á okkur ferðagalla og verða þeir afhendir við formlega athöfn á mánudaginn.
Hérna er eitt gott til að koma öllum í gírinn fyrir Stokkhólm, http://www.youtube.com/watch?v=COHt17Sfrw0
Kv. Sigurgeir
mánudagur, maí 16, 2011
Hádegisæfing 16. maí

Mættir: Þórdís og Ársæll á flýtileið Hofs, Bjöggi á sínum stað í buffaló (skóm), Dagur (neihhh...!!!), Sveinbjörn, Óli, Jacob´s Creek von Schweitz, Huld og mamman.
Fórum saman út á horn á Hofs en strákarnir lengdu og við hin fórum Suður og Hofs í fínasta veðri, þrátt fyrir allskonar veðrabrigði rétt áður. Eitthvað var Jakob að misskilja hlutverk sitt á æfingunni og fór of mikinn (sem er bannað ef menn mæta 1x á 3ja ára fresti) og hafði rétt hlaupið mæðgurnar uppi á heimreiðinni í Valsheimilið. Aðeins of brúnn gaur og massaður!
Ath-SMH er staddur hjá Henson og er verið að ljúka við að sauma sænska ferðasettið sem sýnt verður fljótlega á tískuviku í Valsheimilinu. Einnig er verið að útbúa lista fyrir væntanlega maraþongæja, en hann verður gefinn út fljótlega og mun innihalda þær vörur og viðlegubúnað sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis til Sverige, einkum ef menn hyggjast þrímenna í herbergi.
miðvikudagur, maí 11, 2011
mánudagur, maí 09, 2011
Hádegisæfing 9. maí
Mættir: Jón Örn, Óli, Oddgeir, Dagur, Huld og Sigrún (+ gamall aðdáandi). Skemmst er frá því að segja að fyrir æfingu átti undirrituð létt spjall við þennan gamla aðdáanda sinn, hvern hún hefur ekki séð í árafjöld, og rifjaði hann upp með henni ýmislegt frá gamalli leiktíð á Valsvellinum. Samtalinu lauk heldur snögglega þegar aðdáandinn spurði og horfði rannsakandi augum á Huld:"Eee setta dotti sin, Chuiwún?" (Ísl. Er þetta dóttir þín, Sigrún?) "Nei, þetta er mamma mín", svaraði Sigrún. Eða nei annars, við erum tvíburar". Lýkur þá þætti Þorgeirs hnúfubaks að sinni. Annars fór æfingin vel fram, flestir fóru í smá lengingu en Oddgeir fór á harðaspretti heim til þess að kveikja undir pulsunum/pylsunum. Bjöggi var á buffinu með nýjasta safndiskinn frá hljómsveitinni BUFF, enda ekki pylsuæta drengurinn sá. Vinsamlega svarið vísindalegri könnun á síðunni varðandi pylsuát og afleiðingar þess.
Kveðja,
aðalritari
Kveðja,
aðalritari
Forerunner 210 á tilbooð
Ég var að hugsa hvort Hlaupaskór.is mætti ekki bjóða uppá 20% kynningarafslátt af Forerunner 210 hlaupaúrinu sem er hér :
www.hlaupaskor.is/vorur/hlaupaur-og-pulsmaelar/YkbACawFxELEAo=/forerunner-210
Til að fá afsláttinn myndur áhugsamir meðlimir þá bara senda póst á vignir@hlaupaskor.is
Með bestu kveðjum,
Vignir Már
Hlaupaskór.is
S. 869-2388
www.hlaupaskor.is/vorur/hlaupaur-og-pulsmaelar/YkbACawFxELEAo=/forerunner-210
Til að fá afsláttinn myndur áhugsamir meðlimir þá bara senda póst á vignir@hlaupaskor.is
Með bestu kveðjum,
Vignir Már
Hlaupaskór.is
S. 869-2388
föstudagur, maí 06, 2011
Hádegisæfing 6. maí
Mættir: Dagur, Jón Örn, Huld og Sigrún. Ársæll var sér en var mættur í viðeigandi búningi (stuttum) og Bjöggi var helmassaður á lóðaríi. Aðrir sáu sér ekki fært a mæta. Hugsuð voru upp ráð til þess að bæta mætingareinkunn nokkurra. T.d. var stungið upp á að ákveðnum aðila yrði fljótlega "hleypt til" ellegar hann leiddur upp undir húsvegg og hann sk...... Einhver allsherjar stífla í gangi þar. Anyways...einnig voru ræddar vakt- og hvíldartímareglur FI skokkara og þóttu 2 félagsmenn nýta sér þau ákvæði hvað best. Að auki var lauslega drepið á ASCA málum og rætt af hverju um svo mikla hnignun í keppninni er að ræða, þ.e. stopul mæting, fækkun keppenda, engin nýliðun. Kalt mat okkar var að einræði ríki í höfuðstöðvum ASCA hvaðan engu má breyta eða bylta og að meðan svo sé hnigi frægðarsól þessarar ágætu flugfélagakeppni hratt til viðar. Ekki rekaviðar samt.
Góða helgi og til hamingju með afmælið Valsmenn, nær og fjær!
Alls rúmir 7K
Kveðja,
aðalritari
Góða helgi og til hamingju með afmælið Valsmenn, nær og fjær!
Alls rúmir 7K
Kveðja,
aðalritari
fimmtudagur, maí 05, 2011
Hádegisæfing 5. maí
Mættir í Val: Ársæll, (sérleið) Dagur, Huld, Oddgeir, Johnny, SMH le Bliké (tempó-Kapla), Sigrún Erlends (rækjan), Guðni Ingólfs (long time never since, like the man said) og Sigrún gamla (Suðurgata) og Beautilicious var á Buffington en aðrir voru ekki tilnefndir. Enginn bilbugur er í Stokkhólmsförum og er þar hver silkihúfan ofan á annarri í sambandi við áform og fögur fyrirheit. Gaman verður að fylgjast með þeim köppum hvort sem þeir eru að þreyta sitt fyrsta maraþon eða ekki. Í dag er viss söknuður og sorg í loftinu því að í fyrsta sinn frá upphafi er ekki Icelandair hlaup í kvöld eins og vera átti og eiga eflaust margir um sárt að binda í því samhengi. Þó er nægur tími til stefnu og við stefnum á skemmtilegt hlaup 15. sept nk.
Over and out,
aðalritari
Over and out,
aðalritari
Á ferð og flugi með Huldari og Sigurbirni

Ekki þurfa allar æfingar að fara fram frá sama punktinum. Huldar og Sigurbjörn skoppuðu upp og niður Esjuna í gærmorgun í fríðum hópi, tóku síðan lönz á þetta á Nauthóli og sáu Þórdísi út um gluggann (hún var í hnébuxum, flott!) og fóru síðan seinnipart dags í 9o mín. Hot vinyasa yoga í WC á Seltjarnarnesi (Udinese). Það var fyrst þá að lúkkið þurfti að víkja og kappið bar fegurðina ofurliði eins og sést á meðfylgjandi (hryllings)mynd.
Lýkur þá þætti Huldars og Sigurbjörns að sinni,
Góðar stundir.
þriðjudagur, maí 03, 2011
Hádegisæfing 3. maí
Mættir: Oddgeir, Fjölnir, Jón Örn, Dagur, Óli, Ívar, Þórdís og Sigurgeir.
Það var bland í poka í dag. Sumir voru rólegir, aðrir voru í 8x800m sprettum og einhverjir voru í millilangt.
Það er farið að sjá tilhlökkun í Stokkhólmförum og kannski dæmi um hversu mikið við höfum verið saman undanfarnar vikur á æfingum að menn eru farnir að tala í GSM naktir og finnst það bara sjálfsagt mál (sem betur fer var gott samband inn í klefa).
Góðar stundir,
Sigurgeir
Það var bland í poka í dag. Sumir voru rólegir, aðrir voru í 8x800m sprettum og einhverjir voru í millilangt.
Það er farið að sjá tilhlökkun í Stokkhólmförum og kannski dæmi um hversu mikið við höfum verið saman undanfarnar vikur á æfingum að menn eru farnir að tala í GSM naktir og finnst það bara sjálfsagt mál (sem betur fer var gott samband inn í klefa).
Góðar stundir,
Sigurgeir
mánudagur, maí 02, 2011
Hádegisæfing 2. maí
Mættir: Óli, Oddgeir, Huld og Sigrún. Í forstarti: Ársæll, lenging í forstarti, Fjölnir og Smartlinks. Buff, BB Beautylicious. Stokkhólmssveinar voru í 16K nema Óli, hann fattaði það ekki en Síams fóru Hofs og eftir hlaup var tekin "debriefing" um Vormaraþonið, hnébuxur og skófatnað. Ljóst er að þeir sem mæta í síðum héreftir verða útilokaðir, þeir sem hlaupa heilt fyrir Stokkhólm verða dissaðir og þeir sem eru með ólöglegt samráð verða ávítaðir. Best er því að fylgja reglum klúbbsins í hvívetna. Sjúklega gott veður og sumar og sól í vændum. Engin þörf er því á því að wörka á taninu í brúnkuklefanum.
Kveðja,
aðalritari
Kveðja,
aðalritari
2011 Cox Providence Rhode Marathon
Rúna Rut Ragnarsdóttir hljóp á tímanum 4:08:09 varð í 578. sæti, 155. sæti meðan kvenna og í 47. sæti í aldursflokki. Þetta er PR hjá 3R (átti áður rétt undir 4:15 í CPH í fyrra).
Eða eins og hún sagði sjálf:
" ...leið alveg svaka vel allan tímann og finn varla fyrir því að hafa verið að hlaupa, kláraði á 04:08:xx en planið var akkúrat að líða svona því nú tek ég viku hvíld og byrja svo strax í undirbúningi fyrir RM en þá ætla ég að gefa allt í og reyna við BQ. Rosa ánægt miðað við undirbúninginn og þetta var líka PB."
Til hamingju með gott hlaup.
Eða eins og hún sagði sjálf:
" ...leið alveg svaka vel allan tímann og finn varla fyrir því að hafa verið að hlaupa, kláraði á 04:08:xx en planið var akkúrat að líða svona því nú tek ég viku hvíld og byrja svo strax í undirbúningi fyrir RM en þá ætla ég að gefa allt í og reyna við BQ. Rosa ánægt miðað við undirbúninginn og þetta var líka PB."
Til hamingju með gott hlaup.
sunnudagur, maí 01, 2011
Vormaraþon FM 2011
Hálfmaraþon
01:29:57 Viktor Jens Vigfússon
01:35:27 Oddgeir Arnarson
01:35:35 Sigurgeir Már Halldórsson
01:35:51 Ólafur Briem
01:36:12 Ívar S. Kristinsson
01:41:53 Jón Örn Brynjarsson
01:50:13 Tómas Beck
01:35:35 Sigurgeir Már Halldórsson
01:35:51 Ólafur Briem
01:36:12 Ívar S. Kristinsson
01:41:53 Jón Örn Brynjarsson
01:50:13 Tómas Beck
Maraþon
03:18:57 Dagur Egonsson
Fleiri?
föstudagur, apríl 29, 2011
Tilboð á hlaupaskóm til starfsmanna Icelandair
Tilboð á Onitsuka Tiger Asics skóm Icelandair
Tilboð á Asics skóm Icelandair
Tilboð á GT2150 Icelandair
Til að nýta sér tilboðin hafið samband við
Scanco ehf
Gunnar Einarsson
Tel:7770007
Tilboð á Asics skóm Icelandair
Tilboð á GT2150 Icelandair
Til að nýta sér tilboðin hafið samband við
Scanco ehf
Gunnar Einarsson
Tel:7770007
ASCA í CPH um helgina
Ágætu félagar.
Þar sem við erum ekki meðal þátttakenda í ár í ASCA keppninni ásamt fleirum hefur Ralph Behrens, ASCA fulltrúi, óskað eftir hugmyndum um hvað mætti gera til að laða að fleiri keppendur því þessi viðburður hefur farið fallandi fæti undanfarin ár. Ef þið hafið hugmyndir um hvað mætti betur fara eða hver sé ástæðan fyrir því að svona fáir mæta skráið hugmyndir/skoðanir ykkar hér að neðan eða á Facebook (ASCA eða Ralph).
Bestu kveðjur,
aðalritari
Þar sem við erum ekki meðal þátttakenda í ár í ASCA keppninni ásamt fleirum hefur Ralph Behrens, ASCA fulltrúi, óskað eftir hugmyndum um hvað mætti gera til að laða að fleiri keppendur því þessi viðburður hefur farið fallandi fæti undanfarin ár. Ef þið hafið hugmyndir um hvað mætti betur fara eða hver sé ástæðan fyrir því að svona fáir mæta skráið hugmyndir/skoðanir ykkar hér að neðan eða á Facebook (ASCA eða Ralph).
Bestu kveðjur,
aðalritari
fimmtudagur, apríl 28, 2011
Garmin vandræði
Sælt veri fólkið. Ég hef í nokkur ár verið stoltur eigandi af Garmin Forerunner 305. Nú er ég búinn að týna USB hleðslutækinu. Hvað er til ráða?
Kveðja, Jens
miðvikudagur, apríl 27, 2011
Hádegisæfing 27. apríl
Mættir: Ívar í forstarti, Dagur og Jón Örn (í kvartbuxum, sem er bannað fyrir 1. maí), Óli (sem fékk hlaupna skó), Sigurgeir, Sveinbjörn sprettur, Huld, Þórdís og Sigrún. Farin var róleg Hofsvallagata en B liðið fór Suðurgötu og einn úr C liði gekk á köflum. Veður var afburðagott og lofar góðu fyrir sumarið en spáð er 17°C á mánudag. Því er ekki úr vegi að ítreka búningareglurnar: Stuttbuxur/hálfsíðar og sumarlegur bolur eða jakki við frá 1. maí - 1. okt. (var það ekki annars?)
Kveðja,
Sigrún
Kveðja,
Sigrún
þriðjudagur, apríl 26, 2011
Vormaraþon F.M. 30. apríl
Á laugardaginn fer fram vormaraþon félags maraþonhlaupara, ekki klikka á forskráningu í það. Keppt er í heilu- og hálfu maraþoni.
Skráningarblað
Kveðja,
aðalritari
Skráningarblað
Kveðja,
aðalritari
sunnudagur, apríl 24, 2011
Víðavangshlaup Í.R. 21. apríl
Sumardags fyrsta hlaupið bar upp á skírdag að þessu sinni og áttum við tvo fulltrúa í hlaupinu, svo vitað sé. Erfiðar aðstæður voru til hlaups, rok og rigning.
Tímarnir:
Sveinbjörn V. Egilsson 23:57 (137. af heild og 16. í flokki)
Dagur Björn Egonsson 32:06 (327. af heild og 69. í flokki)
Vitað er að Sveinbjörn ætlaði sér undir 25 mínúturnar og það tókst með glæsibrag og vel það. Minna er vitað um áform formanns og verður hann sjálfur að svara fyrir sig.
Glæsilegt! Til hamingju.
Mynd
Tímarnir:
Sveinbjörn V. Egilsson 23:57 (137. af heild og 16. í flokki)
Dagur Björn Egonsson 32:06 (327. af heild og 69. í flokki)
Vitað er að Sveinbjörn ætlaði sér undir 25 mínúturnar og það tókst með glæsibrag og vel það. Minna er vitað um áform formanns og verður hann sjálfur að svara fyrir sig.
Glæsilegt! Til hamingju.
Mynd
þriðjudagur, apríl 19, 2011
Hádegisæfing 19. apríl
Mættir: Ívar, Dagur, Jón Örn og Sigurgeir.
Ívar og Jón Örn voru seinir og fóru á eigin vegum 7-8 km. Undirritaður og Dagur tóku Hofs á vaxandi tempó en gáfu sér samt tíma til að koma við í Öskjuhlíð og sjá hvort eitthvað var eftir af páskaeggjum þar sem Fréttablaðið faldi nokkur slík á laugardaginn.
Kv. Sigurgeir
Ívar og Jón Örn voru seinir og fóru á eigin vegum 7-8 km. Undirritaður og Dagur tóku Hofs á vaxandi tempó en gáfu sér samt tíma til að koma við í Öskjuhlíð og sjá hvort eitthvað var eftir af páskaeggjum þar sem Fréttablaðið faldi nokkur slík á laugardaginn.
Kv. Sigurgeir
Boston 18. apríl-Marathon Monday

Boston 2011 Winner-Mutai

Á ferð og flugi með Huldari og Sigurbirni

The course

Heartbrake Hill

Kveðjustund

Tímarnir
Árlega fara Huldar og Sigurbjörn í Víking til Boston til að taka út Boston maraþonið. Brautin er forprófuð áður en keppendur mæta til leiks, keppendur teknir út og veðjað á sigurvegara. Að þessu sinni er gestur Huldars og Sigurbjarnar stórhlauparinn 3R, sem einmitt er búsett í Boston og var sérstaklega valin til þess að vera gestur þáttarins í ár. Til þess að vera gjaldgengur þarf maður að vera hlaupari, eiga skærbláan Sugoi jakka og vita það að það eru hestöfl í Hámarki.
Við byrjuðum daginn snemma eða kl. 07:00 til þess að forprófa brautaraðstæður og ganga úr skugga um að verið væri að setja upp drykkjarstöðvar og salernisaðstöðu á viðeigandi stöðum. Hlupum þrjár saman að rótum Heartbrake Hill sem er u.þ.b. 10K punktur og snerum þá við til að halda sömu leið til baka. Veðrið var alveg með eindæmum gott, sól, passlegur hiti og skottvindur alla leiðina til baka, sem þýddi kjöraðstæður fyrir hlauparana. Eftir æfinguna var horft á elítuna starta í beinni útsendingu uppi á hóteli og veðjað á hverjir myndu sigra. Goucher og Hall, amerísku "favoritarnir" yrðu ofarlega en myndu ekki vinna, Tune myndi koma sterk inn og ekki týnast, eins og í fyrra og svo frv. Eftir þetta var haldið á sóðalegan og sveittan morgunverðarstað í nágrenninu og þaðan haldið rakleiðis út í braut til að sjá fyrstu keppendur koma í mark. Fyrir þá sem þekkja erum við staðsettar á horni Boylston street, við síðustu beygju hlauparanna þar sem slökkvistöðin stendur og u.þ.b. 500m eru að markinu. Það er því oft um svakalega endaspretti að ræða á þessum stað og að þessu sinni voru 3 konur saman í hnapp og tveir karlar og úrslitin réðust á allra síðustu metrunum. Nokkrir íslendingar tóku þátt að þessu sinni og náðum við að sjá 2 þeirra koma í þessa beygju. Þegar mesta spennan var liðin hjá kvöddum við Huldar 3R, sem hélt alsæl til síns heima, staðráðin í að hlaupa þessa braut áður en langt um líður. Síamstvíburarnir eru e.t.v. til viðræðu um slíkt líka. Síðan fóru Síams að sækja skó fyrir væntanlega maraþonhlaupara ÍAC, því ekki er hægt að komast skammlaust í gegnum heilt mþ skólaus, þótt nokkrir hafi reynt það hér í Boston.
Huldar og Sigurbjörn þakka fyrir sig og taka lagið...það eru hestöfl í Hámarki, það eru hestöfl í hámarki....iiiiiiiiiiiiii....ii.
Kveðja,
Sigurbjörn
Puðað í London
Mig langar að byrja á að þakka ykkur fyrir góðar kveðjur, en ég þóttist vita að ég yrði hvort eð er of seinn að reporta tímann minn sjálfur. Vel gert Dagur, enda skemmtilega fram sett hjá Tjallanum, flott að geta fengið alla millitímana svona svart á hvítu:)
Það var meira fiðringur í mér en spenningur þegar ég lagðist til hvílu á laugardagskvöldið, búinn að fara yfir það í huganum svona 5 sinnum hvaða ráðs ég gripi til ef ég skildi missa af lestinni heiman frá mér í Twickenham kl. 07:14 niður á Waterloo morguninn eftir, þaðan sem ég myndi svo tengjast öðrum lestum sem kæmu mér yfir á Blackheath stöðina í A-London, þaðan sem ræst yrði út í maraþonið kl. 09:45.
Ég var því pollrólegur þegar ég kom út á Twickenham lestarstöðina snemma að morgni maraþondagsins og sá (mér til mæðu reyndar) að lestirnar voru ekki að ganga (engineering work for god's sake!) og var því með back-upið á hreinu. Hljóp einfaldlega aftur heim og ræsti út frúna og börnin og fékk skutl niður í bæ. Mætti því heldur seinna á "hátíðarsvæðið" en ég hafði ætlað mér og kominn í algjöran hlandspreng - núna af spenningi!
Það voru þrjú svæði fyrir hlauparana (rautt, grænt og blátt) þar sem menn gerðu sig klára og komu sér fyrir á ráslínunni.... eða öllu heldur í rásröðina löngu. Ég var á bláa svæðinu og var þar í "hólfi 6" en það var ætlað þeim sem stefndu á 4 klst hlaup. Þetta var sannkallað hátíðarsvæði, maður drakk einhvern veginn í sig stemninguna en hún var gríðarleg hjá öllum þessum fjölda og einhvers staðar í fjarska heyrði maður viðtöl við einhverjar stjörnur sem voru að gera sig klárar að hlaupa með MÉR! Komið var að Richard Branson sjálfum að ræsa hlaupið...
...rúmum 8 mínútum síðar komst ég yfir ráslínuna loksins og við héldum áfram göngunni... Jæja, 1-2 KM síðar fannst mér ég loksins vera farinn að skokka eitthvað, en æi, þarna var fyrsti sjúkrabíllinn kominn að sækja einhvern óheppinn sem lá ansi rispaður út í kanti og hafði ekki náð á fyrstu drykkjarstöðina. Þetta varð því að fyrsta flöskuhálsinum og við komin aftur í göngu... Smátt og smátt opnaðist þetta aftur og nú blasti við manni ótrúleg sjón: að horfa upp eftir stræti sem teygði sig að því er virtist endalaust áfram og það eina sem sást voru græn tré beggja megin strætisins og svo allir regnbogans litir á hlaupum þar á milli.
Mér leið mjög vel. Hafði borðað og drukkið nokkuð skynsamlega síðustu dagana og var með gelin klár. Fékk mér fyrst að drekka í 10KM og byrjaði þá að gela mig og gerði það á hálftíma fresti eftir það. Það var að brjótast svolítið um í kollinum á mér þetta rólega start að mér fannst, hvernig færi með 4 tíma targetið úr þessu, versus það að fara að breyta um áætlun í miðju hlaupi og byrja bara að njóta þess. Þetta voru svolítið sérstakar pælingar sem héldu áfram í nokkra KM þangað til ég hugsaði að ég skyldi bara halda áfram að njóta þess (eins og hægt er að njóta þess að sjá hvað hægt er að ná út úr líkamanum við þessar aðstæður; logn, sól og 20 stiga hiti) en svo þegar ég var í ca. 30 KM fannst mér eins og ég ætti klárlega að halda áfram að miða við 4 klst. Á þessum kafla sá maður ótrúlegustu fígúrur; banana á hlaupum sem górilla var að elta, slökkviliðsmenn í sínu fulla gervi með kúta á bakinu og hlaupandi í stígvélum (pælið í því!), brúðhjón, verðandi brúðhjón í líki Kate og Prince William, mann klæddan í ristastóran Rubik kubb og var að leysa þrautir á hlaupunum os.frv., os.frv.
Það var meira fiðringur í mér en spenningur þegar ég lagðist til hvílu á laugardagskvöldið, búinn að fara yfir það í huganum svona 5 sinnum hvaða ráðs ég gripi til ef ég skildi missa af lestinni heiman frá mér í Twickenham kl. 07:14 niður á Waterloo morguninn eftir, þaðan sem ég myndi svo tengjast öðrum lestum sem kæmu mér yfir á Blackheath stöðina í A-London, þaðan sem ræst yrði út í maraþonið kl. 09:45.
Ég var því pollrólegur þegar ég kom út á Twickenham lestarstöðina snemma að morgni maraþondagsins og sá (mér til mæðu reyndar) að lestirnar voru ekki að ganga (engineering work for god's sake!) og var því með back-upið á hreinu. Hljóp einfaldlega aftur heim og ræsti út frúna og börnin og fékk skutl niður í bæ. Mætti því heldur seinna á "hátíðarsvæðið" en ég hafði ætlað mér og kominn í algjöran hlandspreng - núna af spenningi!

...rúmum 8 mínútum síðar komst ég yfir ráslínuna loksins og við héldum áfram göngunni... Jæja, 1-2 KM síðar fannst mér ég loksins vera farinn að skokka eitthvað, en æi, þarna var fyrsti sjúkrabíllinn kominn að sækja einhvern óheppinn sem lá ansi rispaður út í kanti og hafði ekki náð á fyrstu drykkjarstöðina. Þetta varð því að fyrsta flöskuhálsinum og við komin aftur í göngu... Smátt og smátt opnaðist þetta aftur og nú blasti við manni ótrúleg sjón: að horfa upp eftir stræti sem teygði sig að því er virtist endalaust áfram og það eina sem sást voru græn tré beggja megin strætisins og svo allir regnbogans litir á hlaupum þar á milli.
Mér leið mjög vel. Hafði borðað og drukkið nokkuð skynsamlega síðustu dagana og var með gelin klár. Fékk mér fyrst að drekka í 10KM og byrjaði þá að gela mig og gerði það á hálftíma fresti eftir það. Það var að brjótast svolítið um í kollinum á mér þetta rólega start að mér fannst, hvernig færi með 4 tíma targetið úr þessu, versus það að fara að breyta um áætlun í miðju hlaupi og byrja bara að njóta þess. Þetta voru svolítið sérstakar pælingar sem héldu áfram í nokkra KM þangað til ég hugsaði að ég skyldi bara halda áfram að njóta þess (eins og hægt er að njóta þess að sjá hvað hægt er að ná út úr líkamanum við þessar aðstæður; logn, sól og 20 stiga hiti) en svo þegar ég var í ca. 30 KM fannst mér eins og ég ætti klárlega að halda áfram að miða við 4 klst. Á þessum kafla sá maður ótrúlegustu fígúrur; banana á hlaupum sem górilla var að elta, slökkviliðsmenn í sínu fulla gervi með kúta á bakinu og hlaupandi í stígvélum (pælið í því!), brúðhjón, verðandi brúðhjón í líki Kate og Prince William, mann klæddan í ristastóran Rubik kubb og var að leysa þrautir á hlaupunum os.frv., os.frv.
Svo fór draumurinn aftur að fjarlægjast. Það rann upp fyrir mér að mig langaði ekkert í meira gel, var að reyna að koma meiru ofan í mig þegar ég sprengdi gumsið fram í mig og yfir úrið sem varð allt klístrað og mér fannst fara í eitthvað rugl - í bili a.m.k. Svo fór Garmurinn að sýna mér aftur einhverjar tölur sem hlutu að vera réttur tími og ég byggði hlaup mitt á þessu þar til ég var kominn 800M að marklínunni og sá að ég var enn rétt innan við 4 tímana, svo var skilti sem sýndi 600M og svo 400M (djísus, var þetta ekkert að verða búið?). Svo loksins þegar ég komst yfir marklínuna og sagði Garminum að hætta að mæla mig þá sýndi hann mér 4 klst. 00 mín og 31 sek!!
Dagur hefur þó uppljóstrað official tímanum mínum og við hann stend ég. Ég fékk minn verðlaunapening að launum, staðfestingarskjal, epli, mars, vatn, bómullarbol, sportdrykk og koss að launum frá stuðningsfólki mínu sem mér þótti frábært að sjá á milli 11 og 12 mílna marksins. Það veitti manni frábæra hvatningu.
Og svo ég segi nú alveg satt og rétt frá, þá varð mér á einhverju verulega erfiðu augnablikinu hugsað til ykkar og snjóhlaupsins okkar frá því á árshátíðardaginn. Þá mundi ég það ég yrði sá sem myndi setja viðmiðið þetta vorið og nú er það komið og hananú!
Bestu kveðjur héðan úr 25 stigum og sól,
Hjörvar
mánudagur, apríl 18, 2011
sunnudagur, apríl 17, 2011
London Marathon 2011
Mikil spenna var í London Maraþoninu í morgun enda enginn annar en Hjörvar félagi vor á ráspól. Mikið hefur verið rætt um væntanlega frammistöðu Hjörvars sem með hlaupi sínu setur standardinn fyrir Stokkhólm í næsta mánuði. Sjá tímana hans hér fyrir neðan. Gaman verður að fá frásögn hans af þolrauninni hér á síðuna.
Frábær árangur Hjörvar og til hamingju.
Kveðja, Dagur
Frábær árangur Hjörvar og til hamingju.
Kveðja, Dagur
föstudagur, apríl 15, 2011
Föstudagsæfing 15. apríl
Mættir í dag: Ívar, Jón Örn, Dagur, Sigurgeir, Sveinbjörn og Sigrún og fórum við léttan miðbæjarrúnt í skárra veðri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Er við hlupum yfir Austurvöll áreittu okkur ölvuð ungmenni í skrípabúningum og fór Dagur fremstur, að vanda, enda elskar hann hróp og köll ungmeyja sem eru að slíta barnsskónum í hinum ýmsu menntastofnunum landsins þessa dagana og eru að dimmitera vítt og breitt.
Alls um 7K
Kveðja,
Sigrún
Alls um 7K
Kveðja,
Sigrún
fimmtudagur, apríl 14, 2011
Hádegisæfing 14. apríl
Mættir: Bjöggi í lyftingum (axlir), Sveinbjörn á sérleið um miðbæ, Dagur, Fjölnir, Gamle Ole og Jón Örn ásamt Huld í tempóhlaupi, mislöngu, en Þórdís og Sigrún fóru Suðurgötu í væast sagt hundaveðri og slyddu. En hver hugsar um veður þegar félagsskapurinn er góður?
7-9K
Kveðja,
Sigrún
Ath. Minni á Píslarhlaupið næsta miðvikudag en þá er hlaupið milli kirkna í borginni.
7-9K
Kveðja,
Sigrún
Ath. Minni á Píslarhlaupið næsta miðvikudag en þá er hlaupið milli kirkna í borginni.
Icelandairhlaup 2011
Ágætu félagsmenn.
Vegna framkvæmda við hótel og lóð félagsins er komin upp sú staða að nauðsynlegt reynist að fresta fyrirhuguðu Icelandairhlaupi, sem vera átti 5. maí, til 15. september nk. Í stað þess að fella hlaupið niður í ár var þessi dagsetning valin af stjórn með það að leiðarljósi að ekki væru þá önnur hlaup á dagskrá. Við hlökkum því til að enda sumarið á þessu flotta hlaupi okkar í endurbættu umhverfi og vonumst að sjálfsögðu eftir starfskröftum félagsmanna við undirbúning og framkvæmd þess.
Með kveðju,
stjórn IAC
Vegna framkvæmda við hótel og lóð félagsins er komin upp sú staða að nauðsynlegt reynist að fresta fyrirhuguðu Icelandairhlaupi, sem vera átti 5. maí, til 15. september nk. Í stað þess að fella hlaupið niður í ár var þessi dagsetning valin af stjórn með það að leiðarljósi að ekki væru þá önnur hlaup á dagskrá. Við hlökkum því til að enda sumarið á þessu flotta hlaupi okkar í endurbættu umhverfi og vonumst að sjálfsögðu eftir starfskröftum félagsmanna við undirbúning og framkvæmd þess.
Með kveðju,
stjórn IAC
miðvikudagur, apríl 13, 2011
Hádegisæfing 13. apríl
Mættir: Fjölnir, Óli og Sigurgeir.
The Cargo Kings þurftu að mæta aðeins fyrr til að ná að hlaupa og vera mættir á fund kl. 13:00. Á sama augnabliki mætti Óli sem ætlaði að fara 17 km og mætti því fyrr. TCK fór rólega Hofs skv. plani. Þegar við komum aftur inn í klefa tókum við eftir því að það var engin á æfingu, þ.e. sem átti að byrja kl. 12:08...uuusssss!
Kv. The Cargo Kings + Óli
The Cargo Kings þurftu að mæta aðeins fyrr til að ná að hlaupa og vera mættir á fund kl. 13:00. Á sama augnabliki mætti Óli sem ætlaði að fara 17 km og mætti því fyrr. TCK fór rólega Hofs skv. plani. Þegar við komum aftur inn í klefa tókum við eftir því að það var engin á æfingu, þ.e. sem átti að byrja kl. 12:08...uuusssss!
Kv. The Cargo Kings + Óli
þriðjudagur, apríl 12, 2011
Hádegisæfing 12. apríl
Mættir: Sveinbjörn, Ívar, Jón Örn (sér), Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Oddgeir, Huld, Sigrún og einnig sást Joe boxer á hlaupum í skógi. Farið var skv. plani Stokkhólmsmanna í skemmtilega 800m spretti, sjö kvikindi við Hlíðarfót og flestum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og hressandi.
Alls tæpir 8K
Kveðja,
Sigrún
Alls tæpir 8K
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, apríl 11, 2011
Hádegisæfing 11. apríl
Sælir núna!
Mættir til æfinga: Ívar og Oddgeir að taka 10K@mp, Óli kom út um ormagöng, Sigrún, Huld og Sveinbjörn fóru Suðurgötu í hagléli á köflum en annars í fínu veðri. Nú er farið að síga á seinni hluta maraþonæfinga Stokkhólmsfara og því er ekki úr vegi að henda inn einni könnun.
Góðar stundir,
aðalritari
Mættir til æfinga: Ívar og Oddgeir að taka 10K@mp, Óli kom út um ormagöng, Sigrún, Huld og Sveinbjörn fóru Suðurgötu í hagléli á köflum en annars í fínu veðri. Nú er farið að síga á seinni hluta maraþonæfinga Stokkhólmsfara og því er ekki úr vegi að henda inn einni könnun.
Góðar stundir,
aðalritari
laugardagur, apríl 02, 2011
Morgunæfing 2. apríl
Stokkhólmfarar voru mættir á stífluna við Höfðabakkabrú kl. 7:58 og var planið að leggja af stað kl. 8:00. Farið var í gegnum Kópavoginn með smá stopp í myndatöku. Svo var haldið áfram að Vífilstaðavatni og þaðan í Heiðmörkina. Fórum í gegnum Heiðmörk meðfram Elliðavatni og aftur að stíflunni góðu.
Kv. Stokkhólmfarar
fimmtudagur, mars 31, 2011
miðvikudagur, mars 30, 2011
Hádegisæfing 30. mars
Mættir: Doris Day and Johnny Eagle, Huld and Sigurbirna en Óli speedtalker var sér, þurfti að skreppa 17K vegna taps um helgina. Við hin fórum rólega Hofs nema Eagle sem fór Kaplaskjól á tempói og náði okkur svo nokkru fyrir dælustöð. Rosalega er mikil sigling á drengnum og samviskusemin alveg til fyrirmyndar!
Síðan verð ég bara að minnast á að nú er ekki seinna vænna en að æfa orkugelsinntöku á löngu hlaupunum. Ég og hin mælum með GU geli og þá erum við að tala um 6-7 gel í einu þoni með vatni. Rífa skal ofan af og gera sig kláran fyrir inntöku þegar drykkjarstöð nálgast, kreista upp í sig í tveimur skotum, drekka og kyngja. Hlaupa svo áfram, glaðbeittur eins og ekkert í heiminum sé skemmtilegra! :)
Alls, 8,3-9K
Kveðja,
aðalritari
Síðan verð ég bara að minnast á að nú er ekki seinna vænna en að æfa orkugelsinntöku á löngu hlaupunum. Ég og hin mælum með GU geli og þá erum við að tala um 6-7 gel í einu þoni með vatni. Rífa skal ofan af og gera sig kláran fyrir inntöku þegar drykkjarstöð nálgast, kreista upp í sig í tveimur skotum, drekka og kyngja. Hlaupa svo áfram, glaðbeittur eins og ekkert í heiminum sé skemmtilegra! :)
Alls, 8,3-9K
Kveðja,
aðalritari
þriðjudagur, mars 29, 2011
Hádegisæfing 29. mars
Mættir: Forstart-Dagur og Þórdís (enginn veit...)og hinir vóru-Fjölnir, Sigurgeir, Ívar, Sveinbjörn, Jón Örn, Óli, Huld, Sigrún Erlends (nafna), Oddgeir, Jón Gunnar Geirdal og Sigurbirna. Fórum í skógarferð og tókum létta upphitun áður en haldið var til brekkuspretta í ASCA brekkunni, alls 6* en þeir albestu tóku 7. Létt niðurskokk að Perlu og heim í Val. Stykkishólmsfarar, sem kláruðu allt Vaselín í hólminum þurfa að fjárfesta í nokkrum krukkum af því fyrir STO og bera á viðeigandi staði. Einnig heyrðist í vonartón spurt eftir æfingu:" Ætlar þú með okkur í sturtu Oddgeir", en spyrjanda varð ekki að ósk sinni í þetta skipti.
Alls um 7,5K
Kveðja,
aðalritari
Alls um 7,5K
Kveðja,
aðalritari
mánudagur, mars 28, 2011
Stokkhólmur 2011 - Æfingabúðir í Stykkishólmi helgina 26.-27. mars
Hálf-síams-samskokk í Boston sunnudaginn 27.mars 2011
Eins og svo oft um helgar þá er lagt af stað í langferð. Yfirleitt með ipodinn í eyrum en í þetta skiptið ákvað ég að sleppa honum, enda veðrið fallegt. Eftir ca 3 Km upphitun rak ég augun í fallega ljóshærða konu koma í áttina til mín, hver skyldi þarna vera á ferð? engin önnur en annar helmingurinn af síams, Huld. Mikið rosalega var þetta skemmtileg tilviljun eða kannski ekki þar sem líklegt er að finna hana á þessu svæði snemma morguns. Hún tjáði mér þó að hlaupið hafi ekki verið skipulagt og því vorum við ekki með myndavélina með okkur til sönnunnar en fyrir ykkur sem eruð efins, spyrjið hana í hverju hún var! við erum að tala um mjög óvennulegann hlaupafatnað ;)
Við Huldu áttum góða 5 km saman og ræddum meðal annars um næsta FI-samskokk í Boston sem mun vera þann 18.apríl - Boston Maraþon dagurinn.
Allir FI-skokk meðlimir velkomnir.
Samtals fórum við Huld líklega rúmlega maraþon.
Kveðja
RRR
Við Huldu áttum góða 5 km saman og ræddum meðal annars um næsta FI-samskokk í Boston sem mun vera þann 18.apríl - Boston Maraþon dagurinn.
Allir FI-skokk meðlimir velkomnir.
Samtals fórum við Huld líklega rúmlega maraþon.
Kveðja
RRR
föstudagur, mars 25, 2011
Miðbæjarrúntur 25. mars
Mættir: Dagur, Guðni, Sveinbjörn, Bryndís, Ívar, Jón Örn og Sigurgeir.
Fórum miðbæjarrúnt á þægilegu tempói og yndislegu vorveðri. Það var gaman að sjá að allir voru mættir kl. 12:08 og tilbúnir action.
Kv. Sigurgeir
Fórum miðbæjarrúnt á þægilegu tempói og yndislegu vorveðri. Það var gaman að sjá að allir voru mættir kl. 12:08 og tilbúnir action.
Kv. Sigurgeir
fimmtudagur, mars 24, 2011
Hádegisæfing 24. mars
Mættir: Fjölnir, Sveinbjörn, Þórdís, Oddgeir, Óli, Ívar og Sigurgeir.
Í dag var 40 min tempó skv. planinu og fóru flestir Hofs þó nokkrir fóru styttra og aðrir lengra.
Það hefur borið á því að menn/konur eru að mæta of seint á æfingar og vill undirritaður minna á að tíminn hefur ekkert breyst og er farið frá Valsheimilinu kl. 12:08
Ég bendi öllum á að kynna sér "Ontime Performance" og treysti því að allir verði mættir og tilbúnir kl. 12:08 á morgun!
Kv. Sigurgeir
Í dag var 40 min tempó skv. planinu og fóru flestir Hofs þó nokkrir fóru styttra og aðrir lengra.
Það hefur borið á því að menn/konur eru að mæta of seint á æfingar og vill undirritaður minna á að tíminn hefur ekkert breyst og er farið frá Valsheimilinu kl. 12:08
Ég bendi öllum á að kynna sér "Ontime Performance" og treysti því að allir verði mættir og tilbúnir kl. 12:08 á morgun!
Kv. Sigurgeir
miðvikudagur, mars 23, 2011
Hádegisæfing 23. mars

Mættir á Garminæfingu dagsins: Þórdís, Dagur ananas, Ívar, Jón von Slimmington, Oddgeir, Sigurgeir, Huld og Sigrún. Farin var Hofsvallagata en strákarnir lengdu og Jón tók tempó og þaut framúr okkur stelpunum á heimleið. Gleðilegt er að sjá að Stokkhólmsheilkennið er að ná alveg yfirhöndinni í hópnum og hlýða lærisveinar Dags honum í einu og öllu og jafnvel elska hann, en þannig eru einmitt einkenni heilkennisins. Annað öllu minna gleðilegt er það að ekkert er hugað að ímyndarsköpun (búningum), næringarinntöku við og eftir æfingar svo og vökvabúskap og gelnotkun í langhlaupi. Þetta hefur yfirþjálfari algerlega kosið að vanrækja og hefur ekki sinnt fræðsluþætti þessara greina á nokkurn hátt hvorki efnislega né þverfaglega. Aðaritari finnur sig því knúinn til að hleypa af stað röð fyrirlestra sem munu drepa lítillega á þessum viðkvæmu málefnum og verður fyrsti fyrirlesturinn birtur á morgun.
Mottó dagsins: Það er töff að vera púkó.
Alls milli 8,4-10K
Kveðja,
aðalritari
þriðjudagur, mars 22, 2011
ASCA í CPH
Hér eru upplýsingar varðandi ASCA-hlaupið í Kaupmannahöfn. Ef félagsmenn eru áhugasamir um að fara og taka þátt má endilega skrá sig að neðan í "comments".
Kveðja,
stjórn IAC
ASCA
Kveðja,
stjórn IAC
ASCA
föstudagur, mars 18, 2011
Föstudagsæfing 18. mars
Mættir: Dagur, Ívar, Oddgeir, Huld, Sigrún.
Fórum rólegan bæjarrúnt í kulda og ófærð enda langhlaup á morgun hjá maraþondeildinni. Sjúkkit að vera ekki strax í henni, fíla ekki að fá svona snjóbunka undir skóna. Fer alveg með lúkkið. Síðan var Bjöggi le beaute að buffa sig upp fyrir árshátíðina en hann á að sjá um útkastaramálin í Valsheimilinu, þegar FI skokkarar fara að gera sig að fíflum á morgun í glimmersamfestingum og með gloss í stíl.
Alls milli 7-8K
Góða helgi,
SBN-ið
Fórum rólegan bæjarrúnt í kulda og ófærð enda langhlaup á morgun hjá maraþondeildinni. Sjúkkit að vera ekki strax í henni, fíla ekki að fá svona snjóbunka undir skóna. Fer alveg með lúkkið. Síðan var Bjöggi le beaute að buffa sig upp fyrir árshátíðina en hann á að sjá um útkastaramálin í Valsheimilinu, þegar FI skokkarar fara að gera sig að fíflum á morgun í glimmersamfestingum og með gloss í stíl.
Alls milli 7-8K
Góða helgi,
SBN-ið
fimmtudagur, mars 17, 2011
Skortur á varahlutum
miðvikudagur, mars 16, 2011
Æfing 16. mars
Mættir voru Sveinbjörn sem fór Suðurgötu með bros á vör og Ólafur Briem og Dagur sem skottuðust 10k á 48:02 af tómri gleði og hamingju. Umræðuefnið var Badidas og O.Johnson barnapúður, hvers vegna og af hvaða tilefni læt ég lesendur um að velta fyrir sér fram á föstudag þegar dregið verður úr viðstöddum lausnum.
Annars barst þættinum bréf frá félaga vorum í Lundunum sem þessa dagana æfir grimmt fyrir maraþon þar á bæ. Vildi hann ólmur taka þátt í langri æfingu á laugardaginn líkt og Stockholmsklubben tók síðastliðinn laugardagmorgun. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan varðandi frekari upplýsingar.
Góðar stundir,
Das Fürman
Annars barst þættinum bréf frá félaga vorum í Lundunum sem þessa dagana æfir grimmt fyrir maraþon þar á bæ. Vildi hann ólmur taka þátt í langri æfingu á laugardaginn líkt og Stockholmsklubben tók síðastliðinn laugardagmorgun. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan varðandi frekari upplýsingar.
Góðar stundir,
Das Fürman
þriðjudagur, mars 15, 2011
Blái hringurinn 15. mars

Mættir í Valshreiðrið: Dagur, Oddgeir, Óli, Sveinbjörn og undirritaður. Skítaveður í dag stoppaði okkur ekki í æfingu dagsins sem var tempóhlaup. Hröktumst við undan veðri og vindum í skjólgóðan skóginn og nelgdum þar 6 bláa hringi í einum rykk.
Óli og Dagur hafa byrjað undirbúning að kjarnorkuvetri og sem lið í því hefur Dagur sett bæði hjól og bíl í klössun á verkstæði þar sem fyrirliggjandi er olíukreppa og varahlutaskortur í náinni framtíð. Þá hafa þeir félagar sett sem Plan B að ljúka maraþonundirbúningi á Hornströndum en þar er nægt vatn og sjálfbær matarkista í fjöruborðinu.
Annars hörkuæfing í dag, tæpir 8km
Kveðja,
Fjölnir
miðvikudagur, mars 09, 2011
Hádegisæfing 9. mars
Mættir í -10°C í Valsheimili: Ívar, Dagur, Huld og Sigrún en Bjöggi var að lyfta við dúndrandi rokktónlist. Han hefur formlega tekið við starfi tónlistarstjóra Vals. Við hin fórum rólega Hofsvallagötu en snjór var alla leið á stígum sem þó voru greiðfærir. Búið er að ákveða að í Stokkhólmsmaraþoninu verði Dagur fremstur og síðan verður raðað eftir stærð og menn beltaðir saman á sprengjubelti. Ef einhver ætlar út úr fasa og annaðhvort dregst afturúr eða ætlar framúr, t.d. á blindu hliðinni, verður honum umsvifalaust kippt inn aftur og við það springur sprengja í beltinu og þarmeð er viðkomandi hættur í hlaupinu. Eða þetta sagði Dagur allavega...eða ekki?
Alls 8,3K í ekki svo köldu veðri
Kveðja,
Sigrún
Alls 8,3K í ekki svo köldu veðri
Kveðja,
Sigrún
þriðjudagur, mars 08, 2011
Hádegisæfing - 8. mars
Mættir : Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Ólafur Briem, Björgvin og Sigurður Anton
Jón Örn og Sveinbjörn Suðurgata, Dagur og Ólafur 10k með 5k tempói - allt í tæfingsfærð en annars björtu og góðu veðri. Hulk og Santon í gimmið.
Ráðleggingar dagsins til einfaldara lífs:
Fyrir tíma þvottavéla og þurrkara var þvegnir þvottar á laugardögum, nú á dögum er alltaf verið að þvo þvotta og nútímamaðurinn eyðir jafnvel meiri tíma til þvotta en forfeður hans þrátt fyrir tæknina. Útdeilið einu handklæði per fjölskyldumeðlim í byrjun viku og látið duga vikuna á enda. Föt sem farið er í þarf ekki að þvo samdægurs, verið í sömu fötunum í nokkra daga. Fatnaður tapar eiginleikum sínum við þvott, færri þvottar lengri líftími.
Kveðja,
Forbjörn
Jón Örn og Sveinbjörn Suðurgata, Dagur og Ólafur 10k með 5k tempói - allt í tæfingsfærð en annars björtu og góðu veðri. Hulk og Santon í gimmið.
Ráðleggingar dagsins til einfaldara lífs:
Fyrir tíma þvottavéla og þurrkara var þvegnir þvottar á laugardögum, nú á dögum er alltaf verið að þvo þvotta og nútímamaðurinn eyðir jafnvel meiri tíma til þvotta en forfeður hans þrátt fyrir tæknina. Útdeilið einu handklæði per fjölskyldumeðlim í byrjun viku og látið duga vikuna á enda. Föt sem farið er í þarf ekki að þvo samdægurs, verið í sömu fötunum í nokkra daga. Fatnaður tapar eiginleikum sínum við þvott, færri þvottar lengri líftími.
Kveðja,
Forbjörn
Skíndu, félagsmaður-skíndu!
Félagsmönnum FI-skokks er ekki bara það að hlaupa í blóð borið, hæfileikinn til að skemmta öðrum og gleðja er einnig ríkur. Lítum á þessi tón/dans dæmi:
http://www.youtube.com/watch?v=LsiiC_Kdc88
http://www.youtube.com/watch?v=NaSS_F-bkYc
How do you like Iceland, my friend?
Kv. Aðalsteinn
http://www.youtube.com/watch?v=LsiiC_Kdc88
http://www.youtube.com/watch?v=NaSS_F-bkYc
How do you like Iceland, my friend?
Kv. Aðalsteinn
mánudagur, mars 07, 2011
Hádegisæfing 7. mars
Hver er að panta þetta veður?
Mættir (nauðbeygðir): maraþonfarar-Dagur, Oddgeir, Johnny, Ívar og Sveinbjörn líka ásamt síamstvíburunum. Ekki var farandi eftir maraþonprógrammi Sigurgeirs þannig að ákveðið var að fara í skjól skógarins og hlaupnir þar nokkrir hringir. Eagle er svo einbeittur þessa dagana að hann fer eftir prógrammi sem hljóðaði upp á brekkuhlaup og fór hann því einn í það. Svo af því að það styttist í maraþonið ykkar langar mig árétta að enginn getur siglt án vinds en kannski kemur að því að einhver verði vindlaus í maraþoninu og þá er gott að hafa í huga að þó menn sigli vindlausir smáspöl þá skilja þeir aldrei við vin sinn, a.m.k. ekki án þess að tárfella...þannig að ... þið þurfið að fara að huga að búningamálum og æfa ykkur í sænskunni, ekki satt?
Alls milli 7-8K
Kveðja,
Sigrún
Mættir (nauðbeygðir): maraþonfarar-Dagur, Oddgeir, Johnny, Ívar og Sveinbjörn líka ásamt síamstvíburunum. Ekki var farandi eftir maraþonprógrammi Sigurgeirs þannig að ákveðið var að fara í skjól skógarins og hlaupnir þar nokkrir hringir. Eagle er svo einbeittur þessa dagana að hann fer eftir prógrammi sem hljóðaði upp á brekkuhlaup og fór hann því einn í það. Svo af því að það styttist í maraþonið ykkar langar mig árétta að enginn getur siglt án vinds en kannski kemur að því að einhver verði vindlaus í maraþoninu og þá er gott að hafa í huga að þó menn sigli vindlausir smáspöl þá skilja þeir aldrei við vin sinn, a.m.k. ekki án þess að tárfella...þannig að ... þið þurfið að fara að huga að búningamálum og æfa ykkur í sænskunni, ekki satt?
Alls milli 7-8K
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, mars 04, 2011
Hádegisæfing 4. mars
Mættir: Byrndís, Þórdís, Bjúti, Óli, Dagur, Ívar, Sveinbjörn og Sigurgeir.
Það er föstudagur og þá er bara eitt í stöðunni og það er miðbæjarrúntur. Í þetta skiptið fóru allir með nema Bjútí sem heldur áfram að af-rasshausa sig skv. fræðum Gillz.
Það var merkileg stund í klefanum eftir æfingu þegar það náðust söguleg sætti á milli Bjútí og FISKOKK. Frá og með deginum í dag munum við deila búningsklefa með Bjúti í sátt og samlynd :o) Heimildarmaður sagði mér að Bjúti væri búinn að taka öll völd varðandi tónlistina lyftingarsalnum.
Hérna er það sem hann hlustar mest á í dag.
Kveðja,
Sigurgeir
Það er föstudagur og þá er bara eitt í stöðunni og það er miðbæjarrúntur. Í þetta skiptið fóru allir með nema Bjútí sem heldur áfram að af-rasshausa sig skv. fræðum Gillz.
Það var merkileg stund í klefanum eftir æfingu þegar það náðust söguleg sætti á milli Bjútí og FISKOKK. Frá og með deginum í dag munum við deila búningsklefa með Bjúti í sátt og samlynd :o) Heimildarmaður sagði mér að Bjúti væri búinn að taka öll völd varðandi tónlistina lyftingarsalnum.
Hérna er það sem hann hlustar mest á í dag.
Kveðja,
Sigurgeir
fimmtudagur, mars 03, 2011
Hádegisæfing 3.mars
Mættir: Ívar, Jón Örn, Sveinbjörn, Fjölnir og Ársæll.
Ársæll fór Hofs á undan hinum. Aðrir lögðu upp með vaxandi tempóæfingu skv plani. Farinn var Hofshringurinn en Sveinbjörn tók Suðurgötu. Skorað var á fararstjóra að klára túlkun og staðfæringu á maraþonprógrammi og setja inn þær vikur sem vantar uppá. Þar til því verður skilað er mönnum bent á heimasíðu Hal til stuðnings og uppörvunar, www.halhigdon.com
Kveðja, Fjölnir
Ársæll fór Hofs á undan hinum. Aðrir lögðu upp með vaxandi tempóæfingu skv plani. Farinn var Hofshringurinn en Sveinbjörn tók Suðurgötu. Skorað var á fararstjóra að klára túlkun og staðfæringu á maraþonprógrammi og setja inn þær vikur sem vantar uppá. Þar til því verður skilað er mönnum bent á heimasíðu Hal til stuðnings og uppörvunar, www.halhigdon.com
Kveðja, Fjölnir
Miðvikudagsæfing 2. mars
Mættir : Dagur, Ívar, Ársæll og Þórdís
Ársæll og Þórdís Suðurgötu, Dagur Hofsvallagötu og Ívar elti Suðurgötuna eftir að hafa verið seinn í klefa.
Formaðurinn átti bágt í dag enda ekki búinn að hlaupa í viku eftir langferð og ótækan lifnað. Gott að taka á því til að núllstilla mælana.
Kveðja,
Formaðurinn
Ársæll og Þórdís Suðurgötu, Dagur Hofsvallagötu og Ívar elti Suðurgötuna eftir að hafa verið seinn í klefa.
Formaðurinn átti bágt í dag enda ekki búinn að hlaupa í viku eftir langferð og ótækan lifnað. Gott að taka á því til að núllstilla mælana.
Kveðja,
Formaðurinn
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)