föstudagur, júlí 20, 2012

Föstudagurinn 20. júlí - Bæjarrúntur um bakgarða borgarinnar

Mætt voru: Síams, O, Arndís Ýr og Jón Grillari.  Þjófstartið að þessu sinni sáu þær María og Bryndís um (fóru að sögn flugvallarhring um Suðurgötu).  Hin fimm lögðu af stað í bæinn þar sem komið var víða við, þó víða væri leitað, en þó sérstaklega í bakgörðum hinna ýmsu húsa í mið- og vesturbæ borgarinnar.  Alls 8 km.  Reyndar var aðeins kvartað yfir háum hraða í þessum bæjarrúnti.  Ég læt ykkur lesendur góðir um það að giska á hvert hinna fimm fræknu féll helst grunur á.

Ritari

fimmtudagur, júlí 19, 2012

Fimmtudagurinn 19. júlí - Tempúr

Mætt í  hádeginu voru JayZ (alias JB), Síamsfræin og O(bama).  Ekki virtist mikill áhugi hjá fyrir tempúræfingu dagsins, a.m.k. ekki til að byrja með.  Þar sem mannskapurinn stóð ráðvilltur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu og réð ráðum sínum, birtust þeim þrír íðilfagrir meðlimir klúbbsins á leið austur Hringbraut.  Þetta voru þær Þórdís, Gunnur og Katrín Spa.  Hvað voru þær eiginlega að gera þarna?  Jú, þær voru "bara að taka 10 km" eins og þær orðuðu það (svona nokkurn veginn).  Eftir að hafa skipst á kveðjum í smá stund skeiðuðu þær áleiðis að hótelinu en tempúr-liðið hélt af stað.  Skildi þéttu tempó haldið að dælustöð og var  það og gert (alls 3 km).  Eftir það var niðurskokk.  JayZ og O(bama) tók síðan smá aukarúnt til að ná 10 km (Síamsfræin voru þegar búin að ná því).

Ritari

miðvikudagur, júlí 18, 2012

Miðvikudagsæfing 18. júlí - Meyjar í miðbæ

Einungis kvenkyns félagsmenn sáu sér fært að mæta á æfingu dagsins. Anna Dís, Steinunn Una, Þórdís og Huld notuðu tækifærið og spókuðu sig í miðbænum við fádæma athygli vegfarenda. Fór svo að umferð stöðvaðist og öll starfsemi lamaðist á meðan þær þeystust um miðbæinn í litríkum fatnaði. Nokkrir aðdáendur reyndu að ná sambandi við meyjarnar sem gáfu ekki færi á sér. Óþekkti skrifstofumaðurinn naut þó athygli þeirra um stund. Eitthvað um 7,5 km.
Kveðja, HUK 

þriðjudagur, júlí 17, 2012

Þriðjudagsþunder 17.júlí

Mættir:Ívar, Johnny, Guðni(í Sunnu), Huld, Jens og Sigrún. Hituðum upp að Hofsvallagötu og fórum þá 3*1000m og 4*400m. Smá niðurskokk í restna. Fín æfing í boði Huldumeyjar. Kveðja að handan -(þetta var svo erfitt að ég er framliðin) SBN

mánudagur, júlí 16, 2012

Mánudagsæfing 16. júlí

Mættir:Jens, Guðni, Huld, Gunnur og Sigrún. Fórum rólegan rúnt í bæinn og niður á höfn, hvar GI var með skyggnilýsingar. Fórum síðan upp Skólavörðustíg og á hótelið. Heavy stöff á morgun.. Kv. SBN

föstudagur, júlí 13, 2012

Föstudagurinn 13. júlí - Bæjarrúntur

Mætt voru: JB, Tag Hauer, Gun, hálfur Siams, O, Guð-ni og Jón Haförn.

Hefðbundinn bæjarrúntur sem liggur um Valsheimili, Klambratún, Nóatún, Borgartún, Skúlagötu, Austurstræti og -völlur, Tjörnin (ekki áhugi á einum Jónasi að þessu sinni), BSÍ (þar sem aðalrétturinn á veitingastofunni er sagður Kjammi og Kók), Valsheimili og þaðan til HLL.

Ritari

fimmtudagur, júlí 12, 2012

Fimmtudagurinn 12. júlí - Kolbrabbinn er mættur aftur

Í kjölfar þess að Gunnur hafði óskað sérstaklega eftir brekkusprettum í dag var ákveðið að rifja upp Kolkrabbann.  En hvað gerðist?  Þegar félagsmenn mættu á ráspól um hádegisbil voru Gunnur og Hekla alsælar að ljúka sinni æfingu (engar brekkur).  Þær ákváðu sem sagt að "taka bara löns áðetta" einhvern tíma seinna.

Þeir sem mættu kl. 1208 voru JB, Anna Dís, Þórdís, Dagur, Guðni (hlaupastíll hans tekinn fyrir á æfingunni í gær), Síams og O.  Eftir 2 km upphitun var lagst til atlögu við Kolkrabbann, alls 4 mislangir/sterkir armar.  Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að 3 af 8 félagsmönnum voru að þreyta þessa raun í fyrsta skipti.  Niðurskokk í framhaldi af Kolbrabbanum.  Alls rúmir 8 km.

Ritari

miðvikudagur, júlí 11, 2012

Miðvikudagurinn 11. júlí - Ný andlit

Mætt voru Síams, Dagur, Glassúr, O ásamt nýju andlitunum þ.e.a.s. Steinunni Unu hjá tækniþjónustunni í KEF ásamt dóttur sinni.  Hofsavallagötuhringur þar sem farið var yfir hlaupastíl félagsmanna og vakti það athæfi allmikla kátínu.  Alls 8 km.  Er komið var að HLL voru þar að teygja og tvista; Arndís Ýr og Þórdís (ekki Ýr).  Þær fóru s.s. Cher.

Ritari

Hádegisæfing 10. júlí

Mættir á gæðaæfingu: JB, GI, DE, HK og SN. Æfingin var í boði Huldar og hljóðaði (ekki hátt) upp á 4*400m @ 5k pace, 2000 m @ 10k pace og 4*400m @ 5k pace. Smá upphitun og niðurskokk. Vonandi fer ég rétt með en ef ekki þá verður bara einhver að leiðrétta mig. Alls 9,6 SBN

mánudagur, júlí 09, 2012

Hádegisæfing 9. júlí

Mættir: Guðni, Jens (frá Kanada), Gunnur, Anna Dís, Dagur, Katrín og Sigurgeir

Gunnur og Katrín fóru Suðurgötu á meðan rest fór rólega Hofs. Það gekk samt eitthvað illa til að byrja með að fá Jens til að halda rólegu tempó, greinilegt að rólegt í Kanada er eitthvað hraðar en á Íslandi. Það var gaman að fá Jens í heimsókn og vonandi hefur hann tíma til að heiðra okkur með nærveru sinni oftar í sumarfríinu sínu.

Það fréttist af nokkrum félagsmönnum fyrir norðan í síðustu viku að keppa í Akureyrarhlaupinu:

10 KM
30:18    Kári Steinn Karlsson
36:55    Arndís Ýr Hafþórsdóttir
40:30    Dagur Egonsson

Kveðja,
Sigurgeir

föstudagur, júlí 06, 2012

Hádegisæfing 6. júlí

Þar sem enginn var mættur utan Síams var ekkert annað í stöðunni en að hlaupa (af sér spekið) í miðbæinn og máta gallabuxur og kaupa þær skömmu síðar. Þessi æfing var í boði tískurisans Lee. Alls 7 P.s. Bryndís var reyndar mætt en var buxnalaus og við gátum ekki leyft það á æfingu svo við sendum hana heim.

Hádegisæfing 5. júlí

Mættir: Þórdís, Oddgear, Huld og Sigrún. Fórum 3*5 mïn. tempókafla með léttu upp og niðurskokki, eða þannig. Fín æfing, SBN

þriðjudagur, júlí 03, 2012

Þriðjudagur 3. júlí - Gæðaæfing dagsins á réttu "peisi"

Mætt á gæðaæfingu dagsins voru: Sigrún, Guðni, Dagur og Oddgeir.  Hefðbundinn Hofsvallagötuhringur (sem er rangsælis) með 6x800m sprettum er hófust við Björnsbakarí á Hringbraut og lauk skömmu fyrir komu að HLL.  Áhugaverðar umræður um forsetakosningarnar voru að komast í gang er sprettirnir hófust.  Eftir það var hvorki minnst á Óla né Þóru þar sem öll umframorka sumra fór í að reikna ætlað "peis" sprettanna miðað við sub40 markmið Guðna.  Alls hlaupnir ca. 9 km.

Ritari

mánudagur, júlí 02, 2012

Mánudagurinn 2. júlí - Pinnstífar nafngiftir

Vitað er að eftirfarandi mættu í dag: Dagur, Ársæll, Sveinkbjörn, Huld, Sigrún og Oddgeir.

Á æfingunni barst það m.a. í tal hversu pinnstífur Dagur er enn á vissum stöðum eftir Esjugöngu um þarsíðustu helgi.

Að auki var farið yfir nafngiftir þeirra félagsmanna er mættu til leiks:  Dagur - Þýðir bara dagur, segir Dagur.  Ársæll - Árrisull og sæll.  Sveinkbjörn - Stytti sér leið og gat því ekki tjáð sig um nafngift sína.  Huld - Á huldu.  Sigrún - Útleggst sem Victoria á ensku.  Oddgeir - Oddhvasst spjót að sögn Sigrúnar.

Ðats ol.

föstudagur, júní 29, 2012

Föstudagurinn 29. júní - Tvist og bast

Mætt á réttum tíma voru Arndís Ýr og Oddgeir.  Huld, Ársæll og Sigurgeir þjófstörtuðu hins vegar "rójalí" og lögðu af stað áður en klukkan varð 1208.  A og O fóru Hofsvallagötuhringinn á góðu róli.  Ritara skilst að HÁS hópurinn hafi farið svipaða leið nema hvað Sigurgeir lengdi (um Meistaravelli) og bætti (4:30 min/km) í, enda maðurinn búinn að lýsa því yfir að hann ætli að verða sub40 maður á þessu ári.  Reyndar virðist þessi aukna vegalengd og aukni hraði hafa tekið sinn toll af orkuforða Sigurgeirs því það sást til hans strax að hlaupi loknu vera að panta sér stóran bát mánaðarins á Subway.

Ritari skokkklúbbsins.

fimmtudagur, júní 28, 2012

Fimmtudagurinn 28. júní - Létt tempóhlaup

Mætt: Ársæll (hættur á kexkúr), Guðni sub40, Sigrún, Oddgeir og María (sér).  Einnig sást til Þórdísar á hlaupum við rætur Öskjuhlíðar undir lok hefðbundins æfingatíma.  Veður einstaklega gott.  Tekin voru 2x5 mín tempóhlaup (byrjað á Hofsvallagötu og endað ca. við dælustöð).  Ársæll var mjög sprækur og því ekki nema von að maður spyrji sig af hverju hann hafi ákveðið að hætta á kexkúrnum?  Hann einn getur svarað því.

Virðingarfyllst,
ritarinn

Hádegisæfing 27. júní

Mættir: Síams 1&2, Guðni, Dagur, Oddgeir og Sigurgeir.

Fórum smá rúnt um miðbæinn, Háskólagarðana og Nauthól heim að HRN. Það hefur verið ákveðið að byrja aftur á sprettum og tempó - sprettir á þriðjudögum og tempó á fimmtudögum - fyrir þá sem hafa áhuga.
Það vekur athygli að aðstoðaritarinn er upptekinn við samningaviðræður Símas og Cargo Kings og hefur þ.a.l. ekki gefið sér tíma til að blogga um æfingarnar, vonandi klárast þessar samningaviðræður fljótlega!

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, júní 26, 2012

Þriðjudagurinn 26. júní - Sprettirnir eru komnir

Mætt í hörku-5x800m-spretti á Hofsvallagötu og Ægissíðu voru: Guðni, Huld, Sigrún, Ársæll (á nýjum kex-kúr), Sveinbjörn og Oddgeir.  Samkvæmt Síams er þetta það sem koma skal (fyrir þá sem vilja).  Sér voru María og Aðalheiður.

mánudagur, júní 18, 2012

Esperantó - nýtt mál - nýjir tímar


Til þess að forðast allan misskilning á hádegisæfingunum verður hér eftir aðeins talað esperantó.  Vinsamlega kynnið ykkur frasana hér að neðan og mætið undirbúin á morgun.

Kveðja,
Dagur



Lunĉo Trejnado 18a junio

Bona oficojn ĉe lunchtime. Estis kvar membroj þjófstarta (ne la unuan fojon okazas). Oni diras ke havi Ársæll, María Rún, Þórdís kaj anonima novulo estis en movado. La tempo havis dato, Guðni, Siam (ambaŭ), Gunnar, Sveinkbjörn kaj O-viro. Ideale, la diskuto pri kio konsistigas bono kaj malbono lingvo. Inkludante Estis krufið se venonta ĵaŭdo esti konsiderata post 3 tagoj aŭ 10 tagoj, cxu gxi estas preferinde paroli pri la oka jardeko kiel la periodo inter 1970 kaj 1980 1980 kaj 1990. Neniu rezulto akirita en ĉi gaso turdoj sed la nova lingvo konsultisto grupo, tago, proponis por porti ĝin al la koordinato discrepancia klare ekzistas inter la diversaj lingvoj tiurilate (ekz. islanda, dana kaj angla). Estos interese observi progreson ekde tago oni bone konata lingvo.

Vi ĉiam,
Dagur

Mánudagsæfing, 18. júní

Ágætis mæting í hádeginu.  Það sást til fjögurra félagsmanna þjófstarta (ekki í fyrsta skipti sem það gerist).  Sagt er að þar hafi Ársæll, María Rún, Þórdís og ónefndur nýliði verið á ferð.  Á réttum tíma fóru hins vegar Dagur, Guðni, Síams (báðar), Úle, Gunnur, Sveinkbjörn og O-man.  Helst var rætt um það hvað teljist rétt og rangt málfar.  M.a. var krufið hvort næsti fimmtudagur teljist vera eftir 3 daga eða 10 daga og hvort sé eðlilegra að tala um 8. áratuginn sem tímabilið milli 1970 og 1980 eða 1980 og 1990.  Engin niðurstaða fékkst í þetta argaþras önnur en sú að nýr málfarsráðunautur hópsins, Dagur, bauðst til að taka það að sér að samræma misræmið sem augljóslega ríkir milli ýmissa tungumála í þessum efnum (t.d. íslensku, dönsku og ensku).  Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála enda Dagur rómaður tungumálamaður.

miðvikudagur, júní 13, 2012

Magnaður miðvikudagur

Góð æfing í blíðskaparveðri.
Mættir : Sigurgeir, Fjölnir, Guðni, Óli, Huld, Dagur og Geraldine Cros (sjá mynd) starfsmaður Jens Bjarna í Montreal.








Hofs með lengingu útá Kappla fyrir stóðhestana, tempó ríflega 3k niður á 4:03

Punktar frá æfingu:
  • N1 mun verða með einkaleyfi á dreifingu bók Cargo Kings um næstu jól
  • með hverju keyptu eintaki fæst 12 tommu bátur á Subway
  • Jón Gunnar Geirdal ætlar að fara að mæta (höfum heyrt þetta áður)
  • Cargo Kings skipuleggja næsta Subway hlaup og kynna dagsetninguna fyrirfram
  • Subway hlaupið mun að þessu sinni verða alþjóðlegt
  • Sigurgeir er 16,1% feitur og er því ekki tjöbbí
  • orðatiltækið 'feitur eins og veðurfréttamaður' hefur verið samþykkt
  • ekki var farið í sjósund vegna þess að Sigurgeir og Fjölnir vildu það ekki en ætla að fara næst
  • Einar Örn hafði ekkert með það að gera að þyggja boðsferðina til París
  • Cargo Kings og Símas hyggja á samruna innan FI Skokk undir nafninu The Kings of Siam, hagsmunagæsluhópur fallega fólksins
  • æfing aftur á morgun og hinn og hinn og hinn..
Góðar stundir,
DE

mánudagur, júní 11, 2012

Fréttir af Cargo Kings

Ólyginn sagði að Cargo Kings hyggja á bókaútgáfu.  Bókin mun koma út fyrir næstu jól og fjalla um hvernig eigi að hlaupa maraþon á undir 3:30.  Titill bókarinnar hefur þegar verið ákveðinn, "Hægri - vinstri" og undirtitillinn "Vinstri - hægri".  Forsíðu bókarinnar mun prýða mynd sem tekin var stuttu eftir að komið var í mark í Edinborgarmaraþoninu.  Getspakir geta reynt að finna út hvor er hvað á myndinni.



Hádegisæfing 11. júní

Toppmæting í dag: Sveinbjörn, Dagur, Guðni, Oddgeir, Jón Örn, Óli, Sigurgeir, Fjölnir, Huld og Sigrún. Fórum Hofsvallagötu á fínu róli og sumir enduðu í sjóbaði, aka blautbolskeppni eldri borgara. Hinir, sem með fullu viti fara hlupu heim á hótel í teygjur. Alls um 8,6k Kveðja, SBN

föstudagur, júní 08, 2012

Hádegisæfing 8. júní

Mættir: Bryndís, Anna Dís, Þórdís, Katrín (nýliði), Sveinbjörn, Dagur, Óli og Sigurgeir.

Ég held að stelpurnar + Sveinbjörn hafi farið öfuga Hofs á meðan strákarnir fóru rétta Hofs. Hvað er öfug og rétt Hofs???

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, júní 05, 2012

Edinborgarfari kemur í mark


Ég læka á þetta.  Hver er maðurinn?

Hádegisæfing 5. júní

Mættir: Ársæll og Þórdís sér. Sveinbjörn, Dagur, Oddgeir, Fjölnir og Sigrún fóru skoðunarferð í bæinn og veltu fyrir sér hvenær rétt væri að byrja með "kolkrabbann" eftir maraþon. Um 8k SBN

mánudagur, júní 04, 2012

Mánudagsæfing 4. júní

Mætt á le pin: María Rún, fór sér. Ársæll og Þórdís 10K. Huld, Sveinbjörn, Oddgeir og Sigrún sem fóru Hofsvallagötu á rólegum og rómantískum nótum. Veður var með eindæmum gott en vissulega hefð verið gaman að sjá fleiri úr le group. Kveðja, SBN

föstudagur, júní 01, 2012

Staðfest úrslit frá Edinborg

Leiðrétt úrslit:

Heilt maraþon
Oddgeir 03:15:56  PB
Sigurgeir 03:21:43 PB
Dagur 03:26:58
Fjölnir 03:29:47 PB
Óli 03:33:57
Ása 03:45:08 PB (fyrsta hlaup)
Ívar 03:46:01
Jón Örn 04:17:32

Hálft maraþon
Huld 01:37:23
Sigrún 01:43:35 PB
Ársæll 01:50:27 besti tími í 10 ár

Kveðja,
fulltrúi ritara

Hádegisæfing fimmtudagur 31. maí

Ársæll fór 10k enda ferskur eftir gott hlaup í Edinborg.

Dagur og Ólafur fóru í stutta sendiferð inná Hverfisgötu tóku síðan strikið inní Nauthólsvík þar sem farið var í sjóinn sem var kaldur en frískandi.

Ætlunin er að endurtaka leikinn föstudag.

DE

miðvikudagur, maí 30, 2012

Hádegisæfing 30. maí

Mættir á pinnann: Dagur, Guðni, Sveinbjörn og Bjöggi. Ársæll var á eigin vegum. Fórum rólega Suðurgötu og ræddum aðeins hvíld eftir maraþon. Sumir hvíla 1 dag, aðrir 1 dag fyrir hverja mílu. Einnig ræddum við merkingu orðsins náungakærleikur, en sumir í hópnum virðast ekki skilja hugtakið. Hér eru nokkrar útgáfur: http://www.runnersworld.com/community/forums/training/marathon-race-training/3-4-week-rest-after-marathon SBN

sunnudagur, maí 27, 2012

EDI Marathon 2012 Unofficial timing

Nokkrir vaskir FI skokks sveinar og meyjar þreyttu þetta hlaup, 3 í hálfu og 8 í heilu maraþoni.  Veður var með besta móti, sól, hægviðri og um 20 gráður plús, þegar leið á.  Óopinberir tímar fara hér á eftir:
Heilt
Oddgeir 3:16
Sigurgeir 3:21
Dagur 3:28
Fjölnir 3:29
Óli 3:34
Ása 3:45
Ívar 3:46
Jón Örn 4:17

Hálft
Huld 1:37
Sigrún 1:43
Ársæll 1:50

Kveðja,
fulltrúi ritara

Ath.  Það sem helst var markvert við hlaupið var að 2 úr hálfa maraþoninu voru nýsestir á salerni þegar ræst var og einn í heilu var keyrður í hjólastól um marksvæðið eftir hlaup.  Hann mun héreftir keppa í hjólastólarallýi, fötlunarflokkur A2.

miðvikudagur, maí 23, 2012

Hádegisæfing 23. maí

Mættir: Doris Day, Johnny Eagle, Omen, Wicked Stepmothers, Ivanhoe. Ætlunin var að hlaupa í 1,5 tíma skv. EDI og á bakaleið mættum við Fjölni og Gamle Ole en þeir hlupu með okkur til baka. Mér er alveg sama á hvaða tíma þið hlaupið, mér er sama í hvernig skotapilsi þið verðið, mér er jafnvel sama hvort þið gerið PB eða ekki en mér er ekki sama ef þið þekkið ekki þessi lög og getið ekki sungið með þegar ég og Gamle Ole tökum númerið okkar. Ókey?!! http://m.youtube.com/index?desktop_uri=%2F%3Fgl%3DGB%26hl%3Den-GB&hl=en-GB&gl=GB#/watch?v=z-JmbHfeIhQ http://m.youtube.com/index?desktop_uri=%2F%3Fgl%3DGB%26hl%3Den-GB&hl=en-GB&gl=GB#/watch?v=X6zFaF9TgzA Kveðja, SBN

mánudagur, maí 21, 2012

Hádegisæfing 21. maí

Mættir: María Rún, Ársæll, Óli, Ívar, Dagur og Sigurgeir

Það var róleg Hofs skv. EDI-plani. María og Ársæll fóru Suðurgötu.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, maí 18, 2012

Föstudagsæfing 18. maí

Toppmæting í dag: Sveppi, Anna Dís, Cutress, Óli alsgáði, Fjölnir, Bjútí, Riverhappy, Eagle, Dagur, Sigrún. Fórum rólega Hofsvallagötu í fínasta veðri. Einnig sást til Bryndísar sem var á eigin leið. Nú er ekki úr vegi að minna EDI fara að fara að hysja upp um sig sokkana, mylja úr bestu brókinni og byrja að carbólóda, sé ásetningur í þá átt. Svo er bara að sigla þetta létt og brosa í markinu. Maður veit eldrei hver leynist þar bakvið þúfu. Heyrðist á æfingu í dag:"Hvernig ætli sé að hlaupa óþunnur?". Hvorugt þeirra sem samtalið áttu virtust vita það. Góða helgi- SBN

fimmtudagur, maí 10, 2012

10. maí - Tempó (þó ekki hljómsveitin Tempó)

4 EDI einstaklingar (OFSÓ) voru svo óþolinmóðir á komast á tempóæfinguna að þeir ákváðu að byrja kl 1130 (í stað 1208).  Hlaupið um vestur Hringbraut og út á Nes.  Þar hófust tempó hlaupin (4 x 7 mín) er lágu um Gróttu, að Eiðistorgi og enduðu á Ægissíðu.  Niðurskokk frá Ægissíðu til höfuðstöðvanna.  Aðrir EDI einstaklingar ætluðu að framkvæma sambærilega sambærilega æfingu seinna um daginn að lokinni IT ráðstefnu.

Pólitísk ráðning bæjarritara

Framsóknarmaður ráðinn bæjarritari í Kópavogi.  Hneyksli og spilling af verstu gerð.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/75152/

Fyrrverandi bæjarritari hefur sést við æfingar á Kópavogsvelli í hópi fagurlimaðra gæðinga.

miðvikudagur, maí 09, 2012

Hádegisæfing 9. maí

Mættir: Guðni, Huld, Sigurgei, Fjölnir og Sigrún.  Fórum óhefðbundinn bæjarrúnt með viðkomu við Icelandair kaffihúsið á Lækjartorgi og Icelandair Hotel Marina.  Lögð voru á ráðin með skemmtanahald eftir EDI og nefnd er að vinna að vali á veitingastað.  Guðni, sem orðinn er árinu eldri, lét sér fátt um finnast og teymdi liðið ákveðnum skrefum um krákustíga miðbæjarins.
Gott veður og sól í sinni,
alls um 8k
kv. SBN

þriðjudagur, maí 08, 2012

8. maí - Hámark(s árangur)

Þá var komið að hámarki sprettæfinga fyrir Edinborgarfara.  Alls skildi hitað upp í 28 mín, hlaupnir 9 x 800m sprettir og svo 28 mín niðurskokk.  Fór þetta fram síðdegis.

Lagt af stað frá HLL kl rúmlega 17 (upphitun) á hinn rómaða íþróttaleikvang Mávabæjar, þar sem sprettirnir voru teknir.  Síðan hlaupið aftur að HLL (niðurskokk).  Tæplega tveggja tíma æfing.

Þetta framkvæmdu: Hulduefnið, Johnnie Be Good, Óli Spóli, Ibsen, Fjölnir í Spice Girls, Geiri glassúr, Oddgeir pulsukóngur og Dag eftir dag.

Fyrr um daginn hafði Sigga Bí tekið sama prógram í nágrenni heimilis síns.

Ekki er vitað hvað fór fram á hádegisæfingunni en þeir sem mættu þá mega gjarnan "kommenta".

Riddarinn

mánudagur, maí 07, 2012

Skokkhópar topp 10 7. maí

 Hópar - TOP 10 maí  Hópur  10+  Sum Fél. km   FI SKOKK 831,8 16 52,0   ÍR Skokk 1.304,8 30 43,5   ÍR Hlaup 1.052,5 27 39,0   HAUKAR-Laugavegur 2012 444,9 12 37,1   Afrekshópur / Ármann 1.854,5 53 35,0   Skokkhópur Garðabæjar 690,6 20 34,5   Hlaupasamtök Lýðveldisins 687,6 20 34,4   Laugaskokk 1.649,6 49 33,7   Valur Skokk 768,4 23 33,4   Eyrarskokk 447,1 14 31,9 

Hádegisæfing 7. maí

Mættir: María Rún, fór Öskjuhlíðarhring, Óli, Dagur, Guðni, Huld, Ívar, Sigrún. Þau fóru Hofsvallagötuna á EDI tempói. Búið er að ákveða að það verður Eurovísjón gleðskapur kvöldið fyrir maraþon í EDI en ekki er alveg vitað hvar. það sem er vitað er hinsvegar það að hver kemur með sinn snakkpoka og kók. Einnig sást til Arnanna, Oddgeirs og Mr. Eagle, en þeir voru báðir á sérleiðum. Gamle Ole, fyrrum stóraðdáandi Hannesar Hólmsteins, þurfti mjög skyndilega að stökkva niður í Nauthólsvík og kom tilbaka með fólskulegan sælusvip. Ekki skyldi mann undra ef fréttir af Öskjuhlíðarperranum færu að birtast von bráðar í netmiðlum. Aftur. Kv. S

laugardagur, maí 05, 2012

Day after run 2012

Fín mæting var í hið hefðbundna eftirhlaup Icelandairhlaups og fara tímar þátttakenda hér á eftir:
Arndís Ýr 26:40
Guðni 29:13
Huld 29:57
Óli Briem 30:17
Sigrún Birna 32:07
Pétur Pan 34:29
Þórdís 35:12
Ársæll 36:27
Anna Dís 36:47
Gunnur 37:05
Hekla 40:30
María Rún 42:06

föstudagur, maí 04, 2012

Icelandairhlaupið fimmtudaginn 3. maí

Hið árlega Icelandairhlaup fór fram fimmtudaginn 3. maí.  Mjög góð þátttaka var í hlaupinu enda veður með allra besta móti.  Alls skiluðu 557 hlauparar sér í mark sem er ekki langt frá metinu sem slegið var árið 2010 (sjá mynd hér að neðan er sýnir fjölda þeirra er hafa skilað sér í mark frá árinu 1995).





Vegalengd hlaupsins var sem fyrr 7 km.  Sigurvegari hlaupsins var Kári Steinn Karlsson á tímanum 21:20.  Fyrst kvenna var Fríða Rún Þórðardóttir á tímanum 27:33.  Nánari úrslit hlaupsins má nálgast á hlaup.is.

Öll framkvæmd hlaupsins gekk eins vel og á verður kosið, ekki síst fyrir sakir að óvenju margir meðlimir skokkklúbbsins, auk annara velunnara, sáu sér fært að mæta til vinnu. Já, það er óhætt að segja að það hafi verið valinn starfsmaður í hverju rúmi.  Vilja framkvæmdastjóri hlaupsins, Sigurgeir Már Halldórsson, og stjórn skokkklúbbsins koma á framfæri þökkum til allra þeirra er lögðu hönd á plóg.  Vonandi verður næsta Icelandairhlaup enn stærra og glæsilegra!

Hér má svo sjá nokkrar myndir frá hlaupinu.

Mynd - Siggi Anton


Mynd - Siggi Anton

Mynd - Siggi Anton

Mynd - Siggi Anton

Mynd - Siggi Anton


Mynd - Siggi Anton








fimmtudagur, maí 03, 2012

3. maí - Tempóæfing fyrir þá sem vildu

Hluti Edínaborgarfara mættu á hádegisæfinguna:  Þeir sem hyggjast hlaupa heilt maraþon tóku tempó (ekki sjampó) æfingu sem fólst í:

 - 28 mínútna forhitun (náðist ekki alveg vegna tímaskorts)
 - 2 sinnum 15 mínútna tempói með 4 mínútna rólegu skokki á milli
 - og svo 28 mínútna kólnun (náðist heldur ekki alveg vegna tímaskorts).

Þetta framkvæmdu þeir FOD auk G (ekki Edínaborgarfari).  Að auki vóru mættar Edínaborgar 1/2 maraþon fararnir Síams, auk Gunnar.  Þær stúlkur ákvaðu að vera ekkert að æsa sig of mikið og tóku eitthvað rólegri æfingu en strákarnir.

Það spurðist út að Í hefði tekið sína tempóæfingu snemma um morguninn.

Í kvöld fer svo Icelandairhlaupið fram.  Veðrið lofar góðu.

Góðar stundir,
ritari skokkklúbbsins.

Town of runners

Vill benda á eftirfarandi atburð

http://www.facebook.com/#!/events/449507811742850/

og síðu myndarinnar þar sem er að finna góða trillu

http://www.townofrunners.com/

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, maí 02, 2012

Hádegisæfing 2. maí

Brautarskoðun og létt hlaup með ASCA sögum.  Gerandi var SBN en þolendur voru GI og SMH en einnig sást SVE og OLI var á sametime séræfingu.
Alls tæpir 7k
SBN
P.S. Munið að mæta tímanlega í höfuðstöðvarnar á morgun þið sem vinnið við hlaupið.  Þar fáið þið vesti og frekari upplýsingar um störfin.

þriðjudagur, maí 01, 2012

1. maí - Sprettæfing í Mávabæ

Mættir á sprettæfingu á aðalíþróttaleikvangi Mávabæjar (alias Klobbavogur) vóru eftirtaldir: FÍDOS

Upphitun fyrir æfinguna hófst frá heimili hvers og eins og var miðað við að menn yrðu komnir á ráspól íþróttaleikvangsins kl. 0900.  Þar tóku við 8 sinnum 800 metra sprettir og runnu þeir ljúft um fætur manna, svo ljúft að einhverjir rugluðust í talningunni (héldu að þeir ættu fleiri spretti eftir) eða vildu taka bónussprett(i).  Niðurskokk fólst svo í því að hver og einn hélt heim á leið.

Fyrrum aðalritari flokksis tók síðan sambærilegt prógram tveim klukkustundum síðar (reyndar ekki í Mávabæ).  Ekki er vitað hvað aðrir meðlimir flokksins gerðu á frídegi verkafólks, en þeir sem gerðu eitthvað mega gjarnan skrifa um það í athugasemdakerfinu.

Núverandi ritari flokksins
Óverendát

mánudagur, apríl 30, 2012

ASCA 2012 í Vín

Það var fríður hópur er hélt á vit ævintýranna í Vínarborg helgina 27. – 29. apríl. Lagt var af stað á föstudagsmorgni og var millilent í Frankfurt. Hópurinn komst svo í tvennu lagi þaðan til Vínar og voru allir komnir á hótelið um kvöldmatarleytið.


Hlaupið var á laugardegi og hófst hlaupið hjá konunum klukkan 0940 (heilum 10 austurrískum mínútum á eftir áætlun) og hjá körlunum 45 mínútum síðar. Hlaupinn var hringur í útjaðri þorpsins Fischamend. Hringurinn var alls 4.75 km að lengd og hlupu konurnar einn slíkan en karlarnir tvo, eða 9.50 km.

Hitabylgju hafði verið spáð í Austurríki þessa helgi og gekk það eftir. Þegar keppninn hófst var hitinn kominn vel yfir 25 gráður. Meðlimir skokkklúbbsins létu það hins vegar ekkert á sig fá og gerðu sér lítið fyrir og unnu allt sem hægt var að vinna. Konurnar lentu í fyrsta sæti í liðakeppninni eftir nokkuð tvísýna baráttu við hinar austurísku Mozart dömur. Karlarnir gerðu síðan nokkuð sem engan hafði órað fyrir og unnu sína liðakeppni.  Það merkilega við þennan hóp er e.t.v. það hversu jafn hann er, fyrir utan afreksfólkið sem er í sérflokki, og líka það að 6 nýliðar voru í liðinu.

Hlaupaleiðin var skemmtileg, malarstígar um repjuakra og einhverjir sáu stökkvandi dádýr. Hvort sem það var alvöru eða ekki, skiptir ekki máli. Ein skemmtileg setning heyrðist eftir hlaup er einn meðlimur kvennaliðsins spurði Arndísi: „Leistu eitthvað við á leiðinni?“ Arndís, sem svaraði svellköld, „Rak ég eitthvað við á leiðinni“?

Um kvöldið að lokinni skoðunarferð um víðan völl var verðlaunaafhending og dansiball og var skemmtuninni gerð góð skil af okkar fólki. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar við sáum úrslitin á prenti og áttuðum okkur á því að „strákarnir okkar“ hefðu einnig sigrað í liðakeppninni. Það var mál keppenda að sjaldan hefðu þeir tekið þátt í jafn skemmtilegu og viðbuðaríku móti og einhverjir töluðu jafnvel um hápunkt ferils. Það eru forréttindi og ekkert minna að hafa verið þátttakandi að þessum viðburði.

Takk fyrir okkur.

Fyrrverandi og núverandi ritari FI.




föstudagur, apríl 27, 2012

Ferðadagurinn 27. apríl
Það var aldeilis föngulegur hópur hlaupara sem sást á göngum Leifsstöðvar í morgunsárið.  Þessi fríði flokkur er á leið til Vínar til að taka þátt í ASCA og til að sækja þá meðlimi sem lengi hefur vantað í klúbbinn. Heyrst hefur að Bikar K. og Bikar M. bíði eftir félögum sínum í Vínarborg.
Góða ferð og gangi ykkur vel að finna okkar týndu félaga. 
Hér er svo eitt gott  hlaupalag til að ná upp stemmingu í hópinn.  Ekki samt taka texta lagsins of alvarlega.

kv.
Formi

fimmtudagur, apríl 26, 2012

Síðdegisæfing 26. apríl

Mættir: Dagur, Guðni og Cargo Kings.

Við fórum skv. EDI-plani: 25 wup/wdn; 3(5t/1e). Leiðin lá út á Nes (Gróttu) eins og venjulega þegar það er tempó, má ekki breyta út af vananum :o)

Það kom til tals að það væri slæmt að mæta ekki á æfingar því þá er talað illa um mann, betra að mæta og þá er ekki verið að baktala þig. En það sem var ekki öllum ljóst sem voru á æfingu er að það er líka talað illa um mann ef þú mætir ekki í búningsklefann :o)

Ég óska öllum ASCA-förum góða ferð og treysti því að þið verðið FISKOKK til sóma og komið heim með bikar!

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, apríl 24, 2012

ASCA -upplýsingar

http://www.la-lsv.de/ASCA/CC2012-EventDetails.pdf

mánudagur, apríl 23, 2012

Hádegisæfing 23. apríl

Mættir: Gurrý og Mjallhvít, sér, Dagur, Sigurgeir, Guðni, Fjölnir, Ívar, Óli.....Ársæll...veit ekki með fleiri? En allavega voru Oddurinn og viðhengið hans á alvöru æfingu en ekki einhverju fitubolluskokki, eins og sumir.... Kveðja, Viðhengið

Vormaraþon FM

Á laugardaginn fór fram vormaraþon FM þar sem boðið var upp á hálft- og heilt maraþon.
Margir okkar félagsmanna þreyttu hlaupið með flottum árangri í frábæru veðri, sól og hægum andvara.  Tímarnir birtast þegar búið er að leiðrétta þá, en einhver bilun varð í tímatökukerfi.
Einn galli var þó á gjöf Njarðar-
Tilkynning frá stjórn FM vegna Vorþonsins 2012


"Brautin í vormaraþoninu var of löng!
Þau slæmu mistök urðu við merkingar á hlaupabrautinni kvöldið fyrir keppnisdaginn að snúningskeilan við Ægissíðuna var sett niður á röngum stað eða á gamla snúningspunktinn. Þetta gerði það að verkum að brautin lengdist um nákvæmlega 111m í hvora átt. Þetta þýðir að 1/2 maraþonið var 222m of langt og maraþonið 444m... of langt. Við hörmum þessi mistök og biðjum alla þátttakendur innilega afsökunar á þessu. Margir voru nálægt því að bæta sig og í sumum tilvikum við það að brjóta niður múra sem vissulega hefðu fallið hefði þetta ekki gerst. Okkur er fullkomlega ljóst að svona lagað má bara ekki gerast. Við voru að vinna við þetta seint um kvöldið eftir vinnu í myrkri sem er engin afsökun en skýrir kannski hvernig okkur yfirsást þetta. Í björtu daginn eftir lá þetta alveg ljóst fyrir. Hér var um mannleg mistök að ræða og ekkert við því að gera úr því sem komið er. Við munum gera ráðstafanir sem tryggja það að þetta komi ekki fyrir aftur. Þær munu felast í því að fjarlægja allar eldri merkingar og merkja nýja snúningspunktinn greinilega."

F.h. stjórnar FM

Pétur Helgason formaður

sunnudagur, apríl 22, 2012

London maraþon

Einn félagsmaður hljóp í dag? http://results-2012.virginlondonmarathon.com/2012/index.php?content=detail&fpid=search&pid=search&id=0000030F5ECC83000003B85E&lang=EN&event=MAS&ageclass= Kv. Sbn

föstudagur, apríl 20, 2012

Freaky Friday

Mættir: Schweppes, Gamle Ole, Day, Glamúr, Johnny, B.B King, Sbn. Fórum örstuttan túr inn í Fox því EDI strákarnir eru að fara í vormaraþonið á morgun. Góða helgi, Sbn

þriðjudagur, apríl 17, 2012

Síðdegisæfing 17. apríl

Mættir: Dagur, Ívar, Óli og Sigurgeir.

Eins og planið segir til um var farin róleg upphitun að Kópavogsvelli þar sem við tókum 8x800m með 400m rólegt á milli, síðan var rólegt niðurskokk heim.

Fjölnir sá sér ekki fært að mæta og æfa á heimavelli Breiðabliks þar sem hann fékk í magann í síðustu viku og ákv. þ.a.l. að æfa einn á heimavelli FH!

Undirritaður sá Ársæl, Erlu, Þórdísi og Jón Örn á hörku tempói í hádeginu.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, apríl 13, 2012

Icelandair hlaupið 2012

Kæru félagar,

Núna styttist í 18. Icelandair hlaupið, það fer fram 3. maí nk. kl. 19:00.
Eins og alltaf þá er ekki hægt að halda svona flott hlaup án þess að fá gott starfsfólk til að vinna við hlaupið á hlaupadag. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í "comments" hér að neðan og þeir félagsmenn sem starfa við hlaupið fá niðurgreiðslu á hlaupafatnaði, sem verið er að semja um. Mikilvægt er að starfsmenn mæti kl. 17:00 á höfuðstöðvar félagsins.
Nánari upplýsingar síðar.

Með von um góð viðbrögð,
Stjórn IAC

Föstudagurinn þrettándi

Mættir:
Sér: Gunnur, Hekla, Gurrý, Pan, Þórdís,Erla og  Bryndís.
Saman í bæjarferð-Huld, Óli, Oddgeir, Ívar, Dagur og Sigrún.
Fórum klassískan miðbæjarrúnt á rólegu nótunum og ræddum um háleit markmið ASCA keppninnar.  Haft var á orði að aldrei myndi hafa verið sent sterkara lið karla á mótið.  Ég sem leikmaður spyr á móti: Hefur einhvern tíman verið sent sterkt karlalið á þetta mót?
Kveðja,
Sigrún, secretarius emeritus

fimmtudagur, apríl 12, 2012

Síðdegisæfing 12. apríl

Mættir: Dagur, Erla, Fjölnir og Sigurgeir.

Erla fór Hofs á meðan restin fór út á Nes/Gróttu í tempó skv. EDI.

Það var leiðinlegt að sjá hversu marga EDI-fara vantaði á æfingu og vonum við að þeir hafi ekki misst sjónar á markmiðunum og komi ferskir á næsta þriðjudag í spretti.

Við fréttum af Óla á hörku tempó í hádeginu.

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, apríl 11, 2012

Hádegisæfing 11. apríl

Mættir: Huld, Gunnur, Pétur, Guðni, Dagur, Þórdís, Sigurgeir, Óli, Ívar og Ársæll.

Það var rólegt í boði skv. EDI og var farið Skógræktarhringurinn. Eitthvað vafðist það fyrir Huld og hennar föruneyti hvernig Skógræktarhringurinn er og fór hún, Þórdís og Pétur einhverja furðulega útgáfu af leiðinni. Ársæll mætti seint en við mættum honum á heimleið.

Á morgun ætla EDI-farar að fara tempó kl. 17:08

Kv. Sigurgeir

Síðdegisæfing 10. apríl

Mættir: Guðni, Dagur, Óli, Ívar, Huld, Fjölnir og Sigurgeir.

Þar sem sprett- og tempóæfingar eru farnar að taka 80-90 min hafa EDI-farar ákveðið að taka þessar æfingar kl. 17:08 á þriðjudögum og fimmtudögum til að geta klárað þær skv. æfingaráætlun. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir að mæta með okkur á þessum tíma og skemmta sér í góðum hóp :o)

Í dag voru 25wup/wdn + 7x800m sprettir í boði. Við fórum frá HRN að Kópavogsvelli þar sem sprettirnir voru teknir á braut. Allir voru ánægðir með að taka þetta á Kópavogsvelli nema Fjölnir sem fékk í magann og átti erfitt á heimavelli Breiðabliks! Vonandi mun hann taka völlinn í sátt og mæta ferskur næsta þriðjudag.

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, apríl 04, 2012

Hádegisæfing 4. apríl

Það var fámennt í dag, aðeins undirritaður og Ársæll.

Fórum rólega Hofs eins og EDI-planið gerir ráð fyrir.

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, apríl 03, 2012

Hádegisæfing 3. apríl

Mættir á 12:08 æfingu : Dagur, Sveinbjörn, Sigurgeir, Fjölnir, Guðni og Gunnur

Dagsskipunin hljóðaði uppá 6x800m með 400m/2mín rólegt á milli.  Æfingin var tekin í Fossvogsdalnum og gekk vonum framar.

Einnig sást til Ársæls, Önnu Dísar og Þórdísar sem fóru fyrr.

Burrito - málsverður sigurvegara


Í framhaldi af umræðu um mataræði á hlaupunum vildi ég benda á hávísindalega grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um ágæti og árangur mexíkóskrar matarlistar á keppnisfólk í öllum íþróttagreinum.

Fyrstur með nýjan fróðleik.

Góðar stundir,
Dagur

föstudagur, mars 30, 2012

ASCA

Route map: http://www.la-lsv.de/ASCA/CC2012-Route.pdf Kv. Sbn

30. mars - Bæjarrúntur á föstudegi

Ágætis mæting í mildu veðri: Dagur, Ívar, Sigrún, Óli rakari, Oddgeir, Gunnur, Willy og Guðrún Ýr.

Bæjarrúnturinn hlaupinn, enda jú föstudagur, og ýmislegt skrafað á meðan.  Vegalengd alls 8 km.

fimmtudagur, mars 29, 2012

"Oh Vienna" - Útlit fyrir hörkukeppni í ASCA

Útlit er fyrir hörkukeppni í ASCA-víðavangshlaupinu í lok apríl nk.  Eins og áður hefur komið fram fer hlaupið fram í Vínarsnitseli og er í boði Austrian.

Þátttaka er með allra besta móti en 6 kvennalið og 7 karlalið hafa boðað komu sína.  Stjórn Skokkklúbbs Icelandair hefur unnið hörðum höndum að því að koma saman sterku en jafnframt léttleikandi liði og er óhætt að segja að það verði valinn kven(maður) í hverju rúmi þegar lagt verður af stað til Vínar 27. apríl nk.

Hér að neðan má sjá þau lið sem nú þegar hafa staðfest þátttöku sína í ASCA-víðavangshlaupinu (staðfestur fjöldi þátttakenda er innan sviga).

Konur:
Austrian Airlines (5)
British Airways (4)
SAS (2)
Icelandair (4)
Lufthansa (6)
Iberia (3)

Menn:
DHL (6)
Iberia (7)
Lufthansa (6)
SAS (3)
Austrian (8)
Icelandair (6)
British Airways (6)

Lið Icelandair verður tilkynnt hér á bloggsíðunni á allra næstu dögum.

Tempo Thursday the 29th

Mættir í forstart: Dagur, Óli, Fjölnir, Johnny og við bættust Huld, Sigrún og Omen. Sóttir voru: Guðni, Gurrý og Pan. Strákarnir hituðu upp einhverja milljón hringi og síðan var haldið að HR og tekið 2* 12 mín. tempó með 3 mínútna hvíld. Frábært veður var og allir í stuði, eða því sem næst. Niðurskokk um Öskjuhlíð til baka. Alls um 12-13k Kveðja, S

þriðjudagur, mars 27, 2012

Brekkusöngurinn hinn síðasti, 27. mars

Mættir: Gurrý, Peter Pan, aðeins sein, Ibenholt, Day, Omen, Gamle Ole ( á skilorði), Sbn úr fylgsni sínu. Eftir smá upphitun fórum við 3*3 brekkuspretti við viðvarandi hlátrasköll og glaum. Mikill söknuður verður af þessum æfingum, það er ljóst! Síðan smá niðurskokk og samskol á Natura Spa hjá drengjakórnum. Lærdómur dagsins: Því verra, því betra! Kveðja, Fulltrúi ritara

mánudagur, mars 26, 2012

Mánudagsæfing 26. mars

Ókei, ókei..... Mættir í roki og rigning: Íbbi, Day, Huld og SBN og fóru í skógarferð inn í Öskjuhlíð, til þess að leita skjóls. Rákumst á Cargókóngana, en þeir eru á séræfingum þessa dagana. Alls um 8k Ath. Síðasta K- ið er á morgun. Einhverjir kynnu að gleðjast yfir því. Kveðja góð- Sigrún

laugardagur, mars 24, 2012

ParkRun nr. 13 - 24.mars 2012

Góð mæting hjá okkur

22:59 Huld Konráðsdóttir fyrst kvenna, 71.21% age grade það hæsta í hlaupinu, fyrsta hlaup
21:09 Dagur Egonsson, 2. sæti,  68,09% age grade, 8. hlaupið í 2. sæti, sami tíma og í síðasta hlaupi þann 3. mars
21:58 Ívar Kristinsson, 60,77%, annað hlaupið, sami tími og í síðasta hlaupi þann 3. mars
25:12 Ólafur Briem, 58,08%, annað hlaupið en nokkuð hægar en síðast þegar hann hljóp á 22:38 þann 3. mars einnig

Hópurinn tók síðan gott 10k niðurskokk í vorblíðunni.

Kveðja,
Dagur


föstudagur, mars 23, 2012

EDI 2012 - Æfing laugardaginn 24. mars

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er kominn linkur hér á síðuna (undir Hagnýtir hlekkir) í þá maraþon æfingaáætlun sem við erum að styðjast við sem erum að fara til Edinborgar í maraþonið í lok maí.

Á morgun laugardag verður lagt af stað frá Árbæjarlauginni klukkan 9:00.
Upphitun tæpur klukkutími fyrir ParkRun (5k - munið að skrá ykkur og prenta út strikamerki) og síðan niðurskokk annar klukkutími.  Áætluð lok fyrir klukkan 11:30.  Upp- og niðurskokk á rólegu tempói.

Allir velkomnir og möguleiki á að taka hvaða hluta þessarar æfingar sem er því hún brotnar svo skemmtilega uppí þrjá hluta.

Góðar stundir,
Dagur

miðvikudagur, mars 21, 2012

ASCA fréttir

Samkvæmt síðustu upplýsingum verða 2 stórstjörnur í ASCA liðinu okkar í ár, að öðrum liðsmönnum ólöstuðum, en það er þau Arndís Ýr Hafþórsdóttir (Fjárvakri) og Kári Steinn Karlsson (ITS). Listi með keppendum verður birtur við fyrsta tækifæri ásamt frekari upplýsingum er varða keppnina. Kveðja, Upplýsingafulltrúi

þriðjudagur, mars 20, 2012

Isotonisch

Isotonic drinks or not...hver man ekki eftir þessu? http://m.youtube.com/watch?v=06254FF0o10 SBN

Brekkan@8* 20. mars

Mættir í kirkjugarðinn á K-ið: Johnny, Day, Ivanhoe, O, Forerunner og Drykkjarstöðin hans O. Hituðum upp og fórum svo brekkuna 8* skv. hálandaleikaprógrammi í frábæru veðri. Seinni part dags fréttist af Le Kings, en þeir eru á séræfingum um þessar mundir, vegna spéhræðslu. U.þ.b. 10k Kveðja, S Óskalagið er: http://m.youtube.com/watch?v=8BGbeDb5VIk

mánudagur, mars 19, 2012

Mánudagurinn 19. mars - Réttsælis, ekki rangsælis

Eftirfarandi mættu í hádeginu: Degonsson, Gingolfsson, Örninn sast, Obriem, Oarnarson, Hulkonrads og Adis.

Ákveðið að brjóta upp formið og fara Hofsvallahringinn réttsælis, þ.e.a.s. ef tekið er mið af sólargangi.  Sumir pínu lemstraðir eftir langhlaup helgarinnar (þ.m.t. "royal fall" og timburmenn), aðrir minna.  Nokkuð pískrað um mögulega þátttöku í ASCA og hvort senda megi þátttakanda í hópnum sem telur sig falla undir flokk hreyfiskertra.

fimmtudagur, mars 15, 2012

Úrtökumót fyrir ASCA 2012

Í dag fór fram úrtökumót í Öskjuhlíð við fínar aðstæður, hægan andvara og sól.  Stígar voru auðir og skógurinn ekki of gljúpur, jarðvegslega séð. ;)
Fín mæting var á vettvang, sumir vissu af þessu, aðrir ekki en létu sig þó hafa það að taka þátt.  Konur hlupu 3* 1,76km hringi(alls 5,3k) og karlarnir 4*1,76km (alls 7,04k).  (fengu niðurfelldan einn hring vegna góðrar hegðunar).

Tímarnir fara hér á eftir:
Oddgeir 29:25
Dagur 29:40
Ívar 31:40
Óli 32:16

Kvennatímum verða gerð skil í "comments" hér að neðan:

Kveðja,
SBN (This means nothing to me, oh...Viennahhh...)

þriðjudagur, mars 13, 2012

Þriðjudagur 13. mars - Brekkusprettirnir heilla

Mætt par excellence á æfingu í: Dag, Íbbi, Örninn er sestur, Sveinbjörn andaskoðandi, Mjölnir, Huls, Þórdís og Oddurinn.

Boðið upp á brekkuspretti í Ole Kirkegaard.  7 sprettir hjá flestum og frammistaða góð, svo góð að Mjölnir taldi góðan árangur hljóta að stafa af meðvindi upp brekkuna!

laugardagur, mars 10, 2012

Powerade#6

Sl. fimmtudag fór fram lokahlaup Powerade seríunnar og var þátttaka af okkar félagsmönnum afar góð.  Úrslit liggja ekki fyrir, enda er lokahóf hlaupsins í kvöld, og birtast úrslitin í kjölfarið og skömmu síðar hér á síðunni.
Þessir mættu, svo vitað sé:

Heildarúrslit

 41:43    Arndís Ýr Hafþórsdóttir        
 45:00    Oddgeir Arnarson               
 45:09    Sigurgeir Már Halldórsson     
 45:34    Ívar S. Kristinsson    
 47:27    Huld Konráðsdóttir            
 48:24    Sigrún Birna Norðfjörð        
 52:34    Anna Dís Sveinbjörnsdóttir    

Kveðja,
SBN

miðvikudagur, mars 07, 2012

Úrtökumót ASCA

ASCA víðavangshlaupið fer að þessu sinni fram í Vín helgina 27-29. apríl.
Úrtökumót Skokkklúbbs Icelandair fer hins vegar fram í hádeginu fimmtudaginn 15. mars nk. Hlaupinn verður hefðbundinn ASCA hringur í skógi Öskjuhlíðar (konur hlaupa nokkra hringi og karlar aðeins fleiri). Úrslit úrtökumótsins verða höfð til hliðsjónar við val á þátttakendum sem sendir verða út fyrir hönd klúbbsins í lok apríl.
Um leið fer stjórn Skokkklúbbs Icelandair þess á leit við þá félagsmenn sem hafa hug á því að keppa í Vín í apríl að þeir tilkynni slíkt í athugsemdakerfið sem fyrst. Munið að láta nafn ykkar fylgja með tilkynningunni. Þetta er mikilvægt þar sem stjórnin þarf að svara því innan skamms hvort Icelandair sendi lið í keppnina eða ekki.
Kveðja,
Stjórn Skokkklúbbs Icelandair

þriðjudagur, mars 06, 2012

Þriðjudagur 6. mars - Tekið á því í brekkusprettum

Mætt galvösk í brekkuspretti í Fossvoxkirkegaard:

Day in day out, Hulk ásamt fylgdarkonunni, Cargo 1 og 2, Oddur úr leyni, Gunnur og Katrín Spa. 

Upphitun + 8 x 90 sec. brekkusprettir teknir við mikla ánægju aðstandenda + niðurskokk

Aðrir sem kunna að hafa hlaupið þennan dag, og er ekki getið hér að ofan, vinsamlegast komið ábendingum á framfæri í athugasemdakerfi.

8k run


Gott að vita fyrir maraþon

Ólyginn sagði mér að.... http://www.crampfix.com/ Tékkið á þessu. Kveðja, SBN

föstudagur, mars 02, 2012

Föstudagsæfing 2.3. 2012

Mættir: í forstarti voru Anna Dís, Þórdís og Ársæll. Tempóhlaup var hjá Degi, Cargokings og Huld, (3*5 mín@10k tempó).Sigrún í venjulegu og Gamle Ole var á ormagangaleið og skaust allt í einu upp úr jörðinni, veifandi Garmin tækinu sínu, hróðugur. Á morgun er Park Run hjá EDI og af því tilefni fá þeir óskalagið Park Life. http://m.youtube.com/index?desktop_uri=%2F&gl=US#/watch?v=fSL0cwCCE8Y Gôða helgi, SBN

fimmtudagur, mars 01, 2012

Fimmtudagsæfing 01. 03. '12

Mættir: Gunnur Le Bon með Gurrý geimskutlu á sérleið.  Skv. EDI plani voru Schweppes, Gamle Ole, O-man und SBN sem fóru Suðurgötu meðupphitun og síðan 3*5 mín. tempóköflum@10K pace.  Niðurskokk heim á HL.  Flott veður en loðið færi.
U.þ.b. 7K
Kveðja,
SBN

föstudagur, febrúar 24, 2012

Föstudagur 24. feb.

Freaky Friday um miðbæinn með O, Huld, Johnny E, Ivanhoe, SBN en á sérleiðum voru Riverhappy, Katrín, Gurrý, Gunnur, Gamle Ole og að ég held Schweppes. Arndís Ýr var líka nýbúin á æfingu og var að teygja í sólinni. Bongóblíða og auðar götur en síamssystur voru ekki nógu ánægðar með litla athygli í miðbæjarferðinni, eða ekki.  Meira að segja borgarstjórinn leit ekki tvisvar í áttina enda náttúrulega upptekinn við að vera sniðugur.
Alls 8,3k
SBN (var ég ekki annars hætt sem ritari?)
Þið sem eruð að fara á árshátíð, reynið að haga ykkur, svona einu sinni!

Fimmtudagsæfing 23. feb.

Tempóæfing skv. EDI:
Mættir Ársæll og Katrín, sér.
Sveinbjörn sér, Ívar sér.
Jón Örn, sér.
Oddgeir, Sigurgeir, Fjölnir og Sigrún tóku tempó inn í Fossvog, Kóp megin í fárviðri en á bakaleið um Fossvog, réttu megin var stafalogn og fuglasöngur.  2*8mín tempókaflar með 2 mín. ról. á milli plús upph. og niðurskokk.
Alls um 10k
Kv. SBN

fimmtudagur, febrúar 16, 2012

Samfélagið í nærmynd 16. feb.

Mættir: Óli, Sigurgeir, Sigrún en úr Frjálsa voru Gunnur le Bon og William the Conqueror, sem voru  á sérleið.  Þremenningarnir fóru Hofsvallagötu í ágætu veðri en síðan skall á með hagléli um miðjan tempókaflann (8 mín.).  Í niðurskokkinu heim að hóteli helltum við úr skálum reiði okkar varðandi niðurfellingu skulda, erlend lán, óráðsíu, skattþrep og fleira óréttlæti samfélagsins.  Höfum við því ákveðið að fimmtudagar verði samfélagslega reiðir dagar.
Fín æfing, 8,2k
Kveðja,
SBN

miðvikudagur, febrúar 15, 2012

Miðvikudagur 15. feb

Mættir:  Gauja, Guðni, Jón Örn, Katrín og Villi.  Jón Örn tók æfingu skv. EDI prógrammi.  Aðrir fóru 7k hring inn í Skógrækt.

GI

þriðjudagur, febrúar 14, 2012

Valentínusaræfing 14. febrúar

Strákarnir okkar, voru svo elskulegir að færa okkur Valentínusargjöf, eins og sönnum herramönnum sæmir, og gáfu okkur stelpunum 5 brekkur í K-inu í gjöf í kirkjugarðinum.  Mættir: Hlújárn, Cargo kóngar, Eagle, vondu stjúpurnar, gamle Ole og hluti Frjálsa, eða fegurðardísirnar, Gauja, Gunnur og Hekla.  Skokkuðum létt í garðinn og tókum brekkurnar hverja á fætur annarri við mikinn fögnuð.  Síðan var rætt um að æfa þyrfti skoska hreiminn vel fyrir Edinborg og velja þyrfti bjór og viskí fyrir fögnuðinn eftir hlaupið, það væri aðalatriði.
Ljóst er að Eagle-inn er í sókn því hann stóð sig vel í brekkunum.
Bæjjjjjjjjjjjjj
SBN
500 miles

mánudagur, febrúar 13, 2012

Mánudagsæfing 13. feb.

Mánudagar eru dissdagar. Þá mæta félagsmenn og hrauna yfir fjarstadda fjölskyldumeðlimi sína. Á hinum æfingadögunum er þetta bannað og þessvegna er kjörið að mæta og blása út eftir helgarnar á mánudagsæfingar. Fullkominn trúnaður ríkir og raddleynd er í boði. Þeir sem mættu: Ívar (seinn), Jón Örn (sér),Sveinbjörn (sér), Huld, Sigurgeir og Sigrún sem fóru Hofsvallagötu í fínu veðri. Kveðja góð, SBN

miðvikudagur, febrúar 08, 2012

Hádegisæfing 8. feb

Mættir: Oddgeir, Jón Örn og Sigurgeir.

Suðurgata og Hofs var í boði í dag og æfing dagsins var að reyna hlaupa skv. Edinborgar-plani, þ.e. eins rólega og áætlun segir til um. Það gekk ekki alveg upp hjá okkur!

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, febrúar 07, 2012

Þriðjudagsæfing 7.feb.


Skv. Edinborgarsáttmála voru mættir:
Ívar, Sigurgeir, Fjölnir, Oddgeir, Huld, Jón Örn og Sigrún. Þjálfarinn var hinsvegar fjarri góðu gamni vegna slyss er hann varð fyrir á leið til vinnu. Hann hefur nú verið settur á sjúkralista og þjálfarastaðan hefur verið boðin út.  Sá sem gefur fyrrverandi aðalritara flestar rauðvínsflöskur hreppir stöðuna.
Tókum: Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brekkur í beit og bættum við einni bónusbrekku að beiðni Huldar við MIKINN fögnuð.
Kveðja,
SBN


mánudagur, febrúar 06, 2012

Edinborg Maraþon 2012 - Vika 6.-12. febrúar

Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Powerade Vetrarhlaup, tíminn er notaður til að stilla pace'ið inní áætlunina framundan
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 90 mín

Kveðja,
Dagur



fimmtudagur, febrúar 02, 2012

Hádegisæfing skv. Edinborgarsáttmála 02.02.2012


Óskalagið
Mættir í slagviðri: Þórdís, Katrín, Sveinbjörn, Ársæll, Guðni, Dagur og vondu stjúpurnar.  Ívar Hlújárn var á Guðs vegum.
Fórum frá HL inn í Fox með léttri upphitun og síðan voru teknir 2* 6mín. tempókaflar með smá labbi á milli og niðurskokki 2k í restina. 
Séð og heyrt á æfingunni: "Djöfull hlakka ég til þegar ég verð orðinn ljótur og gamall og allir hætta að klípa mig (í rassinn)".
Alveg fínasta æfing.
Kveðja,
SBN
Ath. Myndin sýnir vondu stjúpurnar á góðum degi (Degi/deigi?)

miðvikudagur, febrúar 01, 2012

Heia Heia

Hér er eitthvað fyrir þá sem fá ekki fulla útrás á hlaup.com eða vilja ekki vera með þar en skrá samt sína hreyfingu http://www.heiaheia.com/

GI

Hádegisjarðarför 31. janúar 2012

Kl. 12:11 lögðu 5 félagar (Formaðurinn, Ex, Brím, Vinningssneið og Innri)  í hlaupaklúbbnum af stað í jarðarför.  Fyrst var tekin blaut upphitun niður á kirkjugarðsbotn.  Þaðan voru síðan þreyttir 4 sprettir um 90 sekúndur hver upp á grafarbakka.  Að þessu loknu var blautað heim aftur í mislyndu veðri.  Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast okkar er bent á að minningarhlaup eru haldin í hverju hádegi  á svipuðum tíma.


Þá sáust bæði Ofurdís og Snemmglaður vera að liðka skanka sína, en þau fóru víst hefðbundnari leiðir um vesturbæ Reykjavíkur.  Gjaldkerinn hafði greinilega mikið að gera og var mest í símanum þann tíma sem hann var meðal oss.  Hann leit nú samt út fyirr að hafa komist í sturtu og því að minnsta kosti nýþveginn.


 Formaðurinn.