mánudagur, nóvember 29, 2010

Mánudagur 29. nóv

Mættir: Ársæll, Ívar, Jói, Sveinbjörn, Þórdís, Jón Örn, Dagur, Jón Gunnar og Sigurgeir.

Allir fóru sér nema Ívar, Dagur, Sigurgeir og JGG sem tóku Kapla-langt í rólegheitum sökum hálku! Þetta er samt orðin spurning hver fer sér þegar við erum 4 á móti 5 :o)

Mikil umræða kom um nýtt nafn á JGG sem hefur látið húðflúðra á sig risa fugl í fögrum litum. Nokkur nöfn eru í skoðun: Fönix aka Ryksugan, Þrösturinn, N1 Jón, Fuglinn Felix.

Það var ákveðið að breyta aðeins æfingarplaninu þessa vikuna og lítur það svona út.
Þriðjudagur - Eltingaleikur
Miðvikudagur - Frjálst
Fimmtudagur - Kolkrabbinn og skora ég á Siams 1 & 2 + viðhengið (Oddgeir) að mæta :o)
Föstudagur - Hlaup í 101 fyrir þá sem eru ekki byrjaðir að drekka fyrir jólabolluna.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, nóvember 26, 2010

Föstudagsæfing 26. nóvember



Tókum "hommann" á þetta í dag, fórum öfugan bæjarhring sem telst algjör nýbreytni hjá hópnum. Í sérhópi voru Jói og Sveinbjörn en á venjulegri æfingu voru Dagur, Jón Örn, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Fórum afar þægilegan bæjarhring, alveg öfugan og er ég ekki frá því að hann sé bara skemmtilegri. Kalt var í veðri en sól og yndislegt hlaupaveður. Athygli vekur stopul mæting nokkurra félagsmanna, t.d. Cargosystra, en þeir eru sjálfsagt að éta á einhverri búllunni í stað þess að sinna musterinu og svo er skrýtið með Björgvin hvað hann er upptekinn í Valsheimilinu alltaf. Hann mætti ekki en gallinn sem hann æfir í niðri í Val lá hinsvegar á gólfinu við skrifborðið hans áðan, sbr. mynd.
Góða helgi,
Sigrún

Hádegisæfing - 25. nóvember

Mættir : Björgvin, Ársæll, Gerður, Enn einn Fönix Jón, og Dagur

Ársæll Suðurgata, Gerður dælustöð, Jón og undirritaður týndum Björgvin upp við Valsheimilið og fórum við eltingaleik Suðurgata-Hofsvallagata. Hofsvallagötu piltar náðu góðu 4k tempó hlaupi með fínu splitti 4:09, 4:16, 4:05, 4:15 og Suðurgötu drengurinn tók líka á því þegar rándýrin nálguðust.

Eftir æfingu vakti athygli mína hópur klúbbmeðlima sem safnast hafði saman á bílaplaninu fyrir fram HLL. Hvað voru þeir að gera? Hvert voru þeir að fara? Hvaðan komu þeir? Þessar spurningar ásamt fleirum leituðu á menn eftir æfingu dagsins.

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, nóvember 24, 2010

Hádegisæfing 24. nóv.

Mættir: Jói, sér og Þórdís á Suðurgötu (held ég)en Dagur, Óli, Oddgeir, Jón Örn og Sigrún fóru Hofsvallagötu nema þeir 2 fyrstnefndu fóru tempólengingu vestureftir. Nokkur hálka var á stíg og kalt en fallegt veður og stillt. Mikil faðmlög skullu á í lok æfingar en þar fóru Ingunn Cargo systir og Mr. Sommersby mikinn í faðmlagi dagsins, ja sei sei.
Alls um 9K hjá ÓB og DE en 8,1K hjá rest.
Kveðja,
aðal
P.S. Þeir sem ekki treysta sér í alvöru jólabjór þessa dagana geta smakkað formannsdrykkinn vinsæla sem mun verða sérinnfluttur fyrir jólabollu Cargo systra.

þriðjudagur, nóvember 23, 2010

Þ-hrikalegur þriðjudagur 23. nóv.



Djöfulsins rosa mæting, ha? Það má ekki spyrjast út að æfingarnar okkar séu orðnar svo léttar að það geti bara hvaða fáviti sem er mætt á þær...Kræst!
Þarna voru hótelskvísurnar Sigurborg og Ágústa á eigin vegum. Johnny Eagle á Suðurgötu í andlegum undirbúningi fyrir undirbúningstímabilið og Joe í skógarferð. Aðrir voru: Gísli (fulltrúi annarrar Cargosysturinnar, þeirrar yngri), Þórdís landsliðs, Ívar sem hljóp í var fyrir Fjölni, Fjölnir, sem hafði kjark til þess að mæta á eigin æfingu ólíkt sumum, Sveinki sprettur, Bjöggi bigmassa, D. Sommersby, Huld Higdon og Sigrún limruþrjótur. Skokkuðum létt í gegnum skóg með Dag Sommersby í fararbroddi, með eldglampa í augunum sem veit ekki endilega á gott. Að þessu sinni átti að leiða hópinn í brekkuna handan við HL, við Perlu í landi Leynimýrar, sem áður hét. Tókum 4 spretti í brekkunni með léttu skokki á milli (hver sprettur um 330m ca.). Þegar þarna var komið sögu kom Ólafur nokkur Briem í hægðum sínum og spurði hvort við værum í gönguhópi? Frekar svona áberandi innkoma hjá honum og ekki í fyrsta sinn sem hann er gómaður við vafasama iðju í skógarþykkninu. Eftir það var farið þéttingshratt í gegnum skóg og þaðan létt skokk að stíg sem liggur í gegnum skóg, að gamla virkinu í átt að HL, hvar teknir voru forgjafarsprettir. Kom þá fram hin skemmtilega setning "Ég er spretthlaupari, en ekki langhlaupari" sem hafði ríkt sannleiksgildi og þarfnast ekki endurskoðunar, allra síst af endurskoðanda (engl. duckwatcher).
Fínasta æfing í frosti og hálku og þeim sem hugðust vera áfram í hvíld er nú ljóst að dagar víns og rósa eru liðnir, í bili.
Alls 6,3K
Kveðja,
aðalritari
P.S. Sigurgeir, ef þú ætlar að nota unglinga til að hlaupa fyrir þig á næstunni verðurðu nú að passa þig á því að þeir séu ekki betri en þú!

mánudagur, nóvember 22, 2010

Hádegisæfing - 22. nóvember

Mættir : Ívar, Ólafur, Sveinbjörn, Jón Örn, Þórdís, Ársæll, Björgvin og Dagur

Allir á sérleið nema Ívar og undirritaður, fórum Meistarann, teygðum túrinn uppí 10k og hittum Ólaf á síðustu kílómetrunum. Jón Örn undirbýr sig á fullu þessa dagana fyrir undirbúninginn að undirbúningstímabilinu fyrir undirbúninginn að Stockholm Marathon uppá eigin spýtur, en eins og allir vita er gott að vera vel undirbúinn fyrir hann.

Á morgun mæta Cargo Kings dýrvitlausir á gæðaæfingu samkvæmt pöntun.

Góðar stundir,
Stuttklippti þjálfarinn

Limruhornið



G.I.

Hann Guðni er nærri því gleymdur
við skráargerð kannski best geymdur
það er samt hans galli
að detta, sé halli
á fjöllum, ef í hlaupi er teymdur.

Bak eða brjósk, eða bæði
hann brýtur, ef myndast gott næði
samt er hann fljótur
ef virkar hans fótur
og brynjar sig gegn heymæði.


Ekki er laust við að hópurinn sakn‘ans
er drengurinn farinn til fjandans?
Kond‘aftur Gráni
fóturinn skáni
og eflist þá geð mannsandans.

föstudagur, nóvember 19, 2010

Biðlisti-here are the results from the Swedish jury

Confirmation of registration
Article No. Quantity Price Sum
Registration to Reservlista Stockholm Marathon 2011, Waiting list. yes please 1 0.00 SEK 0.00 SEK
Total Price 0.00 SEK
Inc. Vat 0.00 SEK
First name: Oddgeir
Last name: Arnarson
Email: oar@icelandair.is
Race Class: Waiting list. yes please

Ársuppgjörið 2010



Gaman er að spá í hvaða markmið hver og einn setti sér fyrir hlaupaárið. Sumir ná sínu markmiði, aðrir hafa enn smá tíma (til 31. des.)og einstaka fara framúr sínum áætlunum, t.d. ef vera skyldi að hafa óvart lent í maraþonprógrammi. Endilega setjið inn töluna sem þið ætluðuð að hlaupa og hver talan er miðað við 19. nóvember, í dag. Athugið-engar hraðatakmarkanir eru í gildi við þessa gagnaöflun.
Góða helgi,
Sigrún

Föstudagsæfing í sumarveðri 19. nóvember

Þrenns lags æfingar voru í boði:
Sér: Jói
Landsliðs: Laufey og Þórdís (7K flugvallar)
Meistaraflokks: Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Sveinbjörn, Jón Örn og Sigrún (maraþonfulltrúi og tengiliður félagsmanna við Stokkhólm).
Meistaraflokkurinn fór bæjarrúnt með viðkomu hjá Jónasi þar sem þeir sem vildu gátu tekið 1 Jónas. Samskokk heim á hótel. Aðalritari var inntur eftir því hvort hann væri ekki búinn að skrá O-ið í Stokkhólm en eitthvað láðist að biðja um það heimafyrir en gerð verður bót á þessu í dag, síðasta dag skráningar, enda hefur O-ið sýnt viss einkenni Stokkhólmsheilkennisins. Það er von aðalritara að útbreiðsla faraldursins sé nú í rénun en hann hyggst fylgja liðinu á keppnisstað og skaffa drykki, nudd og sálræna hvatningu sem hann hefur numið í herbúðum FI-Skokks. "Þú lítur vel út og þú rúllar vel" eru setningar sem munu heyrast í Stokkhólmi, jafnvel þótt aðalritara finnist það ekki í raun. Íslandi allt!
Gleðileg jól og bæ.
Alls 8K
Sigrún

miðvikudagur, nóvember 17, 2010

FYI

Brautin í Stokkhólmi.
http://www.stockholmmarathon.se/start/content_popup.cfm?Sec_ID=438
Kv. aðal

Notið endurskinsmerki!

Mbl.is

Maraþonfarar athugið!

Gott er að stunda fjölbreytta þjálfun fyrir maraþonhlaup og æskilegt er að gæta hófs í mat og drykk vilji menn öðlast hið klassíska og alltumfaðmandi maraþonútlit, sem svo mjög er í tísku um þessar mundir. Sniðugt er að brjóta upp æfingarnar með allskyns teygjum og hoppi eins og hjálagt upplýsingamyndband glögglega sýnir. Þess má geta að þessi er að byrja sína þjálfun þannig að þið þurfið ekki að óttast að enda svona.
Kveðja, le freak
Aerobic

Hádegisæfing 17. nóv.



Mættir: Þórdís landsliðs, Dagur neon, Óli kung-fu, Oddgeir carbon-fiber, Huld maraþondrottning og Sigrún kraftaverka (sbr. "það verður kraftaverk ef hún verður klukkutíma á eftir henni)". Fórum rólega Hofsvallagötu Síams en strákarnir fóru tempólengingu vestureftir. Hart er þjarmað að O-man um að skrá sig í Stokkhólmsheilkennið og virðist sem hann sé allur að mýkjast í þá átt. Einnig sást til JÖB hvar hann gekk glaðbeittur frá matsal hótels, en hann er einmitt með heilkennið. Mjög sérstakt veður var, logn, glerhált og þokumistur sem lá yfir í annars sólskini og fallegu veðri.
Alls um 8K og yfir
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, nóvember 16, 2010

Þriðjudagsæfing

Mættir: Bjútí, Jón Örn, Jói, Sveinbjörn, Þórdís og The Cargo Kings.

Eins og allir vita þá er þriðjudagur í dag og skv. plani eru brekkusprettir í boði. The Cargo Kings tóku þessu að sjálfsögðu alvarlega og ákv. að bjóða upp á brekkuspretti í kirkjugarðinum. Það var eins og einhver hefði prumpað illilega því hópurinn tvístraðist í allar áttir og engin þorði með The Cargo Kings í brekkuspretti! Sem sagt allir sér nema The Cargo Kings sem tóku 6 spretti samviskusamlega og í fjórða spretti var brautarmetið slegið :o)

Athygli vakti að D.Sommersby og Hérinn (meidddur) voru ekki á æfingu en samt sem áður voru sturturnar þeirra í fullri notkun eftir æfingu. Hafa menn talað um þarna hafi átt sér stað ákveðin kynslóðarskipti innan klúbbsins. Gönguklúbburinn hefur brugðist mjög skjótt við þessum kynslóðarskiptum og hefur nú til umfjöllunar umsóknir þeirra í klúbbinn.

Einnig hefur vakið athygli okkar að Síams hafa lítið sést á hlaupum eftir þátttöku í samsokki í NYC :o) Vonumst við eftir því að sjá þessa gleðigjafa fljótlega á æfingu með okkur í hádeginu.

Að lokum viljum við benda áhugasömum á að það eru aðeins 962 sæti laus í Stokkhólm maraþonið.

Kveðja,
The Cargo Kings

Track indoor

Kvöldæfingin var með Community Running og þar sem hitastigið hér í Boston getur farið ansi langt undir frostmark þá var ákveðið að frá og með byrjun Nóvember yrðu æfingarnar indoor á track. Þetta var fyrsta æfingin mín inni en vegna ferðalaga sl. 2 vikur hef ég ekki getað mætt ;( Ég var að vanda alltof vel klædd og í þokkabót í einhverjum eróbikk buxum, ekki mjög promising!
Æfing dagsins var upphitun utandyra í yndislegu veðri og svo hófst ballið. 2 sett af 1200m, 600m, 600m - 1200@5K pace og 600@3K pace. Skipt var upp í 2 hópa eftir fyrstu 1200,valið stóð á milli að vera lélegust í fyrsta hópnum eða best í seinni hópnum, valdi að vera í seinnihópnum, veit hvað þið eruð að hugsa, en stundum er bara gaman að fá að vera fyrstur! Dagur og Huld, þið þekki það ;) Æfingin gekk vel, en ég var svona næstum því dauð á eftir. Það sem hélt mér gangandi voru fréttirnar af einni sem hljóp maraþon fyrir nokkrum vikum. Hennar besti tími var 4.15 (eins og minn) og stefndi hún á undir 4 tímum en ef allt gengi upp þá 3.45 sem durgar til að qualifya fyrir Boston. Hón tók þetta á 3:43 og þegar hún sagði mér það, þá leið mér eins og ég hefði náð þessum tíma sjálf, ánægjan mín var svo svakaleg að hálfa væri nóg, hún heldur eflaust að ég sé á mörkum þess að vera hálf geðveik en það sem hún veit ekki er að ég er að stefna nákvæmlega á það sama. Ég veit þá allavega að þetta er hægt og úr því hún gat það, þá get ég það!

Samtals góðir 9,6K

Happy running from Runa Runner

mánudagur, nóvember 15, 2010

Powerade Vetrarhlaup - Nóvember

Fjölmargir klúbbmeðlimir tóku þátt í öðru vetrarhlaupi þessa vetrar:

43:10 Viktor Vigfússon
43:43 Oddgeir Arnarson
44:14 Sigurgeir Már Halldórsson
45:45 Sigurður Óli Gestsson
46:02 Ívar S. Kristinsson
46:02 Fjölnir Þór Árnason
48:43 Jens Bjarnason
50:29 Rúna Rut Ragnarsdóttir
52:38 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir

Stockholm !

Jo vist, nu er det snart slut med tilmeldinger...

Se her hvem har allreda tilmelt.

föstudagur, nóvember 12, 2010

On the cover of the Rolling Stone


Það er nú ekki ofsögum sagt af ferðum Síamstvíburanna til stóra eplisins (Jonagold). Ekki voru þær fyrr komnar á expo-ið þegar blaða- og umboðsmenn flykktust að þeim og vildu ólmir taka þá tali. Sumir vildu fara í post-race ísbað með þeim, aðrir vildu snerta en enn aðrir vildu taka myndir af tvíburunum með þeim allra bestu í NY. Loks féllust Síams á að stilla sér upp með einu átrúnaðargoði sínu, gegn ríflegri þóknun. Hér getur að líta afrakstur þeirrar vinnu og mun þetta verða forsíða RW í desember.
Kveðja,
S2

Fríkaður Frjádagur 12. nóv.

Það sem var fríkað við þennan frjádag var það að óðum fækkar í hópi þeirra sem stunda hlaupaæfingar frá HL, þ.e.a.s. þeirra sem EKKI hafa farið heilt maraþon. Þetta stendur samt allt til bóta því Stokkhólmsheilkennið hefur gert vart við sig innan hópsins og mér skilst að skráningu ljúki um helgina. Annars fórum við hin í rólegt miðbæjarhlaup í nokkrum vindi og kulda en Jói fór sér í Öskjuhlíð og Bjútíið var á buffbúllunni (Valsheimilinu) að buffa.
Alls tæpir 8K
Hjálagt er fögnunarmyndband Síams eftir hlaupið í NY
Kveðja,
Sigrún

The Incredible Hulk

Undanfarna mánuði hefur Björgvin Harri stundað ákafar líkamsæfingar í Valsheimilinu á meðan við hin höfum traðkað malbikið og árangur hefur ekki látið á sér standa.

Tricep, bicep og vinir þeirra allir mættir á svæðið.

miðvikudagur, nóvember 10, 2010

Hádegisæfing - 10. nóvember

Mættir : Bjútí Valsari, Dagur og Óli Nikk á sprintfartspel leið útá Eiðistorg, ásamt RRR (í heimsókn frá Boston og ætlar í Vetrarhlaupið á morgun), Sigurborgu og Ágústu Valdísi sem fóru Suðurgötuna.

Fríður hópur á fallegum degi.

Powerade Vetrarhlaupið á morgun.

Kveðja,
Dagur

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

ING NY MARATHON-Uncut version


Huld on the rocks, shaken but not stirred!



Ice ice baby!



Eftirhlaups fögnuður


Beðið eftir starti


Fyrir framan Public Library um kl. 05:15


Ferð Síams 1 og 2 gekk vel til NY og á Radisson SAS hótelinu lofaði „Olga“ okkur því að herbergið okkar væri hljóðlátt. Það reyndist staðsett fyrir ofan diskótek hótelsins svo ekki þarf að fjölyrða um svefn þá nóttina. Fengum okkur fluttar á degi 2. (daginn fyrir hlaupið) í annað herbergi með töluverðum tilfæringum. Eftir nokkurra klukkutíma óstöðvandi ungabarnsgrát í næsta herbergi sáum við að þetta myndi sennilega ekki ganga upp var ákveðið að fá annað herbergi á yfirfullu hótelinu. Fengum loks ágætt herbergi, hátt uppi, með „queen size“ rúmi sem tvíburarnir sáu fram á að geta hvílt sig í. Herbergið var ágætlega búið, með tvískiptu „stinningarkerfi“í rúminu og loftjónandi ofnæmisrakatæki á kantinum. Tvíburarnir gátu því stinnt sinn helminginn hvoran af rúminu, skyldi linkun vera að ná yfirhöndinni. Þegar kom að svefni fyrir hlaupið var slökkt kl. 21:00 og menn keyrðir í bælið. Um 3 um nóttina var vöknun með hafragraut, kaffi og óteljandi klósettferðum og svo var arkað út á Public Library til að taka rútuna yfir á Staten Island í svarta myrkri (05:15) hvar við tók tæplega fjögurra tíma bið í „þorpunum“ í skítakulda og roki. Lítið var um sæti en meira af „port a potty“ eða „pot pourri“ eins og við kölluðum það. Þarna ægði saman öllu kolruglaða liðinu sem hugðist hlaupa NY maraþonið og kuldinn var nokkuð bítandi. Síðan þegar um klukkutími var í start þurftu Síams að taka upp „Apartheid“ og hverfa hvor í sinn bás til að bíða startsins. Loks fór hlaupið af stað og við vorum ákveðnar í að njóta stundarinnar. Ekki er unnt með orðum að lýsa stemningunni á götunum en hún var svo mögnuð að Forest Gump og Reynir Pétur hefðu ekki geta verið glaðari en við. Sólheimaglottsáhrifin voru allsráðandi! Svo liðu mílurnar hver af annarri og við hlupum í gegnum hvert hverfið á fætur öðru í sól en nokkuð stífum hliðarvindi, á köflum. Þarna ægði saman allskonar fólki, gyðingum, þeldökkum, feitum, mjóum og hávaðasömum áhorfendum sem öskruðu eins og enginn væri morgundagurinn. Reyndar voru gyðingarnir með stillt á „silent“ en það kom ekki að sök. Öðru hverju mátti heyra „go-Deloitte“ sem gladdi Síamshjörtun. S1 fór nokkuð létt yfir leiðina en trúði S2 fyrir smá hnignunareinkennum á ca. 38.K. Einnig voru síðustu "yardarnir" frekar óspennandi. Þegar S2 kom að mílu 21 var ljóst að mikill fótakrampi (áður óþekktur) var að ná yfirhöndinni á báðum fótum og þá hugsaði S2 til baka og áttaði sig á hvað var að gerast. Jú, um morguninn (nóttina) þegar tvíburarnir tóku vítamínin sín hafði S2 tekið torkennilega töflu sem lá á náttborðinu og merkt var „Viagra“. Fótakramparnir voru því vegna áhrifa stinningarlyfja og var nánast um „rigor mortis“ ástand að ræða, í báðum fótum, enda hámarksþéttni töflunnar í blóði um 7-8 tímum eftir inntöku. Á einhvern undraverðan hátt tókst S2 þó að skrölta áfram síðustu mílurnar, með smá gönguköflum, og komast brosandi í fo... markið. Tilfinningin var einstök, yfirþyrmandi og ósvikin. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af okkur og við erum sammála um að þetta var minnst stressandi hlaup sem við höfum báðar tekið þátt í með hámarks glöðnunaráhrifum, fyrir, á meðan og á eftir. S1 beið svo eftir S2 við UPS fatabússinn og var fögnun allsráðandi. Bjórbanninu var síðan aflétt skömmu síðar þegar við höfðum heilsað upp á Oddgeir, sem var á kantinum og nokkra Íslendinga sem voru í hlaupinu. Fengum okkur síðan smá hressingu og óísótónískan drykk á veitingastað, íklæddar álteppunum og þurftum í lokin að labba heim hótel, sem var ekki mjög stutt leið. Á hótelinu beið okkar það skemmtilega verkefni að fara í ísbað en hærri skaðræðisvein hafa sennilega ekki heyrst frá neinu herbergi þennan daginn og ég læt það liggja á milli hluta hver átti öskur dagsins. Semsé, fullkominn dagur í besta hugsanlega félagsskap. Getum ekki beðið eftir næsta!
S1 & S2

Hádegis-tískuslys 9. nóvember 2010

Sælir nú góðir hálsar (sagði kórstjórinn).
Í blíðunni í dag voru mættir, ljósameistarinn hinn eini sanni og the notorious I.N.R.I, en þeir fóru báðir sér. Þá voru mættir Der Führer, The Karate Kid, Bjútí og Cargo-systur a.k.a. Cargo-Kings (að eigin sögn). Einnig var Ívar mættur, en hér með er auglýsi ég eftir almennilegu nickname á kauða því það bara gengur ekki að menn fái að vera svona lengi í klúbbnum án þess að vera teknir fyrir. Sem fulltrúi fljóða var nýliðinn Dísa Skvísa mætt og fór sér en felldi engann klúbbmeðlim að þessu sinni heldur sást til hennar skriðtækla nokkur gamalmenni sem voru á heilsubótargöngu í blíðviðrinu. Anyhew, Bjútí og Cargo-systur voru í vel syncronizeraðir í klæðaburði og glæsilegir á velli þar sem þeir hlupu taktföstum og vel "coreograferuðum" skrefum sem leið lá um Meistaravelli. Staðalbúnaður dagsins var, hvítir hlaupaskór, svartar Nike síðar hlaupabuxur, nýji ljósblái(með vott af túrkis) FISKOKK hlaupajakkinn. Það eina sem aðskildi þessa glæstu þremenninga var buffið. Að öðru leiti en því var ekki hægt að þekkja þá í sundur. Því miður er ekki hægt að segja það sama um þá félaga Foringjann og Ívar, sem voru látnir hlaupa aðeins á undan og ekki með vel stíliseruðum þremenningunum. Þeir voru klæddir alveg út og suður, engin settering, enginn staðall, og að auki var foringinn í svo gulum jakka að nokkrir japanskir túristar rugluðust á honum og sólinni "út á pinna" og lögðust í sólbað á bílaplaninu. Eru menn vinsamlegast beðnir um að gæta sín í þessum efnum hér eftir, hringja sig saman kvöldið fyrir hlaup og ákveða samstæðan búning fyrir hádegishlaupið dagin eftir. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig saklausu fólki líður sem mætir hópnum á förnum vegi og menn eru bara klæddir alveg út og suður...engin settering....ekkert...! Ég bara hálf kvíði fyrir því þegar það fara að hrannast inn hérna kvartanirnar vegna þessa skorts á "gay-ness" sem sumir klúbbmeðlimir urðu uppvísir að í dag. Sko, það er eitt að fara út að hlaupa í sokkabuxum, en annað að fara út að hlaupa í sokkabuxum "with style"...yeahh baby :-)
Í Guðs friði börnin mín.
Bjútí

mánudagur, nóvember 08, 2010

New York Maraþon

Við áttum þrjá glæsilega fulltrúa í þessu hlaup. Sjá úrslit allra íslendinganna hér, þar á meðal okkar tíma.

föstudagur, nóvember 05, 2010

"Forréttindahlaup" 5. nóv

Mættir í dag: Björgvin, Ársæll, Jói, Dag Sommerby, Jón Örn, Óli sænski, Fjölnir auk þess sem nýr meðlimur Þórdís kom skemmtilega á óvart og mætti annan daginn í röð.
Aðalæfing dagsins var hefðbundið miðbæjarhlaup þar sem mönnum var tíðrætt um forréttindi og hvort og hversu rétt sé að segja að foréttindi séu sjálfsköpuð eða áunnin. Frábært veður í dag og einhver hefði eflaust sagt að það væru forréttindi að fá að hlaupa úti í þessu veðri og útsýni, hversu rétt sem það er svo að segja það.
Í Íslensku Orðabókinni stendur; forréttindi h ft. aðstaða sem e-r nýtur umfram aðra; einkaréttur: það eru f. mín.
Minni alla á samskokk á morgun laugardaginn 6. nóvember en þá býður Vesturbæjarhópurinn (Hlaupasamtök Lýðveldisins) hlaupurum í samskokk frá Vesturbæjarlauginni. Lagt verður af stað frá Vesturbæjarlaug kl. 09:30.

Góða helgi, Fjölnir

P.S. Sigurgeir bað mig um að skila þessu:
"Den 5 november var 15 841 löpare anmälda till ASICS Stockholm Marathon 2011. Samma datum i fjol var 14 893 löpare anmälda.

20 000 anmälningar accepteras till ASICS Stockholm Marathon 2011.
Även vid 2010 års Stockholm Marathon accepterades 20 000 anmälningar. Loppet var då fulltecknat den 17 november 2009.

Information om antal anmälda uppdateras varje dag."

Hádegisæfing - 4. nóvember

Mættir : Dagur, Oddgeir, Sigurgeir, Sveinbjörn og Þórdís (nýr meðlimur)

Sveinbjörn og Þórdís fóru Suðurgötuna á meðan restin fór Hofsvallagötuna. Bjart og gott veður en kalt. Meðlimir áttu erfitt að fóta sig í snjónum og náði Þórdís að fella Sveinbjörn með sniðglímu á lofti á einum hálkublettinum.

Þórdís Ævarsdóttir starfar í Dreifikerfum hjá Icelandair (sama deild og Bjútí).
Þórdís á að baki glæstan feril með landsliðinu í handbolta og er mjög liðtækur hlaupari. Meðal annars hljóp hún síðasta Icelandair hlaup (2010) á 39:02.

miðvikudagur, nóvember 03, 2010

Limruhornið




Björgvinslimra

Hann Björgvin er kallaður bjútí
svakalegt brein og kjútí
þó er það skrýtið
hvað greyið veit lítið
um hvað ber að varast, uppí.

Hópurinn hraðstækkar óðum
meðan höfðinginn lyftir lóðum
Bjöggi- „hvað er í gangi“?
þótt mikið þig langi
að troðfylla húsið af fljóðum.

Með fimm börn á framfæri sínu
og fleti í stofunn‘á dýnu
til að vald‘ekki tjóni
er best að hann prjóni
smokk, fyrir nýja haustlínu.

Með haustkveðju,
aðal

Hádegisæfing 3. nóvember

Heyrt í baðklefa karla: "Ursäkta, men vad tränar ni för? Mig, jag träner för Stockholm Marathon. Det krävs styrka, uthållighet och skönhet."

Já, menn eru farnir að æfa grimmt fyrir Stokkhólm og ekki veitir af. Í brunakulda mættu þeir Ársæll á eigin vegum, Síams 1 og 2 á sérleið í síðasta hlaupi fyrir NY, og Dagur, Fjölnir, Óli og Geiri smart á Kaplaskjólsleið (held ég). Ljóst er að veturinn er kominn og eru síamssystur fegnar að vera að ljúka sínu maraþonprógrammi en ekki að hefja það.

Skemmtilegt er frá því að segja að Cargo systur mættu í sérstökum gjafabolum (fyrir þá sem eru með barn á brjósti)frá Stokkhólmsmaraþoninu með logoinu: "Jeg tränar for svenske mænd som drikker te och Baileys". Skemmtilegt. :)

Annars bara bæ,
SBN

þriðjudagur, nóvember 02, 2010

Hádegisæfing - 2. nóvember

Mættir : Dagur, Ívar, Oddgeir, Sveinbjörn, Ársæll, Jói, Björgvin, Jón Örn

Dagur, Ívar og Oddgeir fóru kolkrabbann í boði Ívar sem tók dýrið haustaki og sleppti ekki fyrr en það gafst upp. Drengurinn sá í fanta formi.
Sveinbjörn tók rækjuna (fyrstu þrír af fjórum).

Ársæll, Hofsvallagata á eigin vegum
Jói, á eigin vegum á Öskjuhlíðarhólnum
Jón Örn, 'fór yfir og tilbaka'
Björgvin, tók styrktaræfingar á grindarbotni og kvið samkvæmt prógrammi

"Hefði verið gaman að hafa fleiri með í kolkrabbanum"
"30% af tölunni á viktinni er huglæg"

Kveðja,
Dagur

sunnudagur, október 31, 2010

Úrslit í ASCA í Dublin

Ef einhverjir hafa áhuga á að kíkja á úrslitin eru þau hér:
Myndir
Kveðja,
Sigrún

laugardagur, október 30, 2010

föstudagur, október 29, 2010

Nýr meðlimur

Nýjasti meðlimur klúbbsins leit dagsins ljós í gær þegar Sigurgeir og Ása eignuðust stóran og stæðilegan Blika. Allt gekk vel og allir hressir.
Til hamingju með nýja hlauparann.

kv, fþá

fimmtudagur, október 28, 2010

Hádegisæfing, fimmtudagur 28.10

Mættir : Ívar, Oddgeir, Sveinbjörn, Jón Örn, Jói, Dagur

Fóru menn mislangt á misjöfnum hraða, ýmist einir sér eða í smærri hópum, en allir skiluðu sér þó í sturtu að lokinni æfingu.

Ívar fékk að kynnast einum armi kolkrabbans (í hægu tempói) og óskaði eftir því að hann yrði tekinn í næstu viku við lófatak viðstaddra. Komið verður til móts við það.

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, október 27, 2010

Hádegisæfing 27. október

Það væri gott ef Dagur færi í 1 maraþon á viku, þá væru æfingarnar þægilegri fyrir okkur hin. Anyways...mætt í dag: Dagur, Óli og Sigrún. Fórum miðbæjarrúnt í frábæru veðri og ræddum m.a. að fólk ætti að reyna að vera ekki veikt til sparnaðar fyrir heilbrigðiskerfið. Bjöggi ætti að fara úr sokkunum ef hann vill ekki bara eignast stelpur. Það væri miklilvægt að koma flott í gegnum markið í maraþoni, t.d. með handahlaupi, armbeygjum, arabastökki eða þvílíku. (tillögur????)Síðan vill aðalritari ítreka við félagsmenn að ef þeir vilja EKKI fá birta um sig limru á blogginu verða þeir að senda þar til gerða beiðni á löggiltum skjalapappír, í tvíriti til aðalritara. Aðalritari lofar á móti að styðjast við þokkalegt velsæmi og nokkra velvild í limrunum.
Alls 7,5K
Kveðja,
Sigrún

Limruhornið



Dagslimrur

Já, hlaupadrengurinn Dagur
er dálítið langur og magur
þó hefur einn ljóð
sem vekur viðbjóð
er rettu upp dregur, óragur.

Enginn er fljótari að hlaupa
líkt og eyðimerkurgaupa
þó vanti á kroppinn
hárið á toppinn
hann ekki mun leggja upp laupa.

Samt er skrýtið hans háttarlag
þótt skipulag sé hans fag
hann Egonsson
hleypur maraþon
en skráir sig sama dag.

Kveðja,
aðalritari

þriðjudagur, október 26, 2010

No Whining Tuesday

Mættir: Jón Örn, Jói, Dagur, Ívar, Sveinbjörn, Oddgeir, Hjörvar og Sigurgeir.

Formaðurinn bauð upp á val í dag og varð eltingaleikur fyrir valinu hjá flestum en nokkrir fóru sér. Formaðurinn er í recovery eftir helgina og Oddgeir tók líka recovery (veit ekki eftir hvað). Aðrir tóku að sjálfsögðu eltingaleikinn alla leið og keyrðu sig út eða svona næstum því.

Skráning í Stokkholm maraþon gengur vel og stenfir í góðan hóp frá FISKOKK í hlaupið. Þið sem hafið áhuga á að koma með okkur þá er enn þá hægt að skrá sig, http://www.stockholmmarathon.se/start/


Vänliga Hälsningar,
Sigurgeir

Haustmaraþon FM 23. október



Nokkrir félagsmenn tóku þátt í þessu hlaupi á laugardaginn í frábæru haustveðri, 2m/sek. og sól.

Heilt maraþon:
7 03:20:47 Dagur Egonsson

Hálft maraþon:
23 01:29:17 Baldur Ú Haraldsson
54 01:38:01 Huld Konráðsdóttir
63 01:38:43 Fjölnir Þór Árnason
109 01:52:45 Sigrún Birna Norðfjörð

Flott þetta, til hamingju!

Heildarúrslit

You are so fast!!

Kvöldæfing með Community running. Skammturinn í dag var róleg upphitun kringum MIT svæðið og þar hitti ég á eina sem gat frætt mig um hin og þessi maraþon. Eftir fína upphitun hófst æfingin, 6x800m. Ég fór í þungu skónum mínum því ég var þreytt eftir 5K hlaup sem ég þreytti í gær og ekki má gleyma gómsætri ostaköku sneið sem voru verðlaun afrakstursins!. Var sem sé þung, södd (reyndar eftir kvöldmatinn!) og á túr í þokkabót (sorrý strákar!), sem sé ekki í stuði. Lét mig þó hafa það og gerði mitt besta, enda búin að liggja yfir massaðri markmiðasetningu fyrir árið 2011 og þarf að spíta í og ekkert væl. Skipt var upp í tvo hópa og ég lenti í lakari hópnum eftir fyrsta hringinn (glatað!) en í mínum hópi voru bara konur, hinum allt bara karlar nema ein sem er hraðir en allt hratt, held meira að segja að hún myndi hafa Huld! Ég gleymi alveg að segja að í upphafi er hópnum skipt í tvennt, einn hópur er að æfa fyrir hálft og heilt og hinn fyrir 10K og 5K og ég er í þeim hópi fram að áramótum (sjálfviljug!) ætla svo að vippa mér yfir í hinn á nýja árinu. Að loknum 6x800m var niðurskokk og þar fékk ég besta comment ever, "you are so fast". Ég var ekki viss um hvern var að tala og sagði eins og kjáni, who ? you!! me, Noooooo. Á þessu ætla ég að lifa lengi ;)

Annars er tilgangurinn minn við a hlaupa ekki að vera endilega hraðastur (samt með keppnisskap), það er ekki endilega að fara lengst (samt gaman). Það er að njóta og hafa gaman af.

p.s. ég er að volenteera hér í Westgate og er farin að þjálfa heimavinnandi húsmæðurnar með börnin 2x í viku, fyrsta æfingin var í dag og jedúdda mía, það var vel mætt og svaka för. Mikið var það nú gaman. Mér leið pínu eins og ég væri Dagur eða Huld, það var góð tilfinning ;)

Kveðja frá Boston & happy running
RRR

fimmtudagur, október 21, 2010

Nýjung-limruhornið!


Aðalritari hefur ákveðið að koma með þessa nýjung inn á bloggsíðuna. Ef menn vilja alls ekki lenda í því að fá á sig limrur verða þeir hinir sömu að hafa samband við aðlalritara bréfleiðis eða netleiðis. Annars eiga menn von á því að hent verði fram limru(m) um viðkomandi. Þeir sem ekki hafa gaman af vitleysisleirburði eru hvattir til að hætta að lesa hér.
Góðar stundir,
Sigrún


Ólalimrur Briem

Karate-kóngurinn Óli
var stundum á "Kopper"-hjóli
aðhyllist flokkinn
mundar oft smokkinn
svo varinn sé vel, hans drjóli.

Nú er hann hagfræðingur
með eldsneyti heimsins slyngur
höndlar með tunnur
Siggur og Gunnur
en í frístundum hástöfum syngur.

Kannski skellir sér til Kil-kenny
og kreistir út einstaka "penny"
til að kaupa sér "pint"
þá allt virðist vænt
þar til breytist í klikkað fúl-menni.

Hádegisæfing 21. október

Mættir: Sveinbjörn, sér en Dagur, Gnarr, Huld og Sigrún fóru tempóhlaup frá Hofs til kafara (allavega var þetta Síams tempó-æfing)í fínu en kuldalegu veðri. Bjútíið var hinsvegar að næra byssurnar í Valsheimilinu með einhverjum buff aukandi æfingum.
Alls 8,5K
kveðja,
aðpalritari

Er hreyfing holl?

Ef göngutúrar væru svo góðir fyrir heilsuna sem sagt er, þá væri pósturinn eilífur.

Hvalurinn syndir allan daginn, borðar bara fisk & hann er feitur.

Kanínan hleypur & hoppar allan daginn, en lifir að meðaltali um 5 ár.

Skjaldbakan hvorki hleypur né hoppar, er alltaf síðust í mark,... hreyfir sig næstum ekki neitt & lifir í 150 ár.

Stutta niðurstaða þessa er því sú að ég held áfram að slappa af & gera ekki neitt!!

Áframsent frá Jóni Baldurssyni (félagsmaður)

miðvikudagur, október 20, 2010

Hádegisæfing 20.október

Sænskt þema í dag þar sem Dag Sommersby og Gul-blái Kafbáturinn fóru skógrækt og Fossvog á maraþontempói. Á bakaleið hittum við annan tilvonandi Stokkhólmsfara, Óla Briem, þar sem hann hentist á milli arma í fjögurra arma kolkrabbahlaupi. Á meðan öllu þessu stóð lyfti Mr. Beautiful lóðum í Valsheimili.

Kv, Fjölnir

þriðjudagur, október 19, 2010

Hádegisæfing 19. okt.

Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn og Dagur sem fóru rólega Suðurgötu þrátt fyrir stórkostlegt boð frá S1 og 2 um að koma í ASCA brekku og taka þar 6 lauflétta brekkuspretti með súrefnisþurrðarívafi.
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, október 18, 2010

Hádegisæfing

Mættir: Jón Örn, Ívar, Sveinbjörn, Dagur, Óli, JGG og Sigurgeir.

Ívar og Sveinbjörn fóru sér og meðan rest reyndi fyrir sér í eltingaleik. Jón Örn fór Suðurgötu, Glamúr/Gnarr fóru Hofs og Óli/Dagur Meistaravelli. Það lét engin ná sér og það náði engin neinum! Það þarf eitthvað að fara yfir tilganginn með eltingaleiknum fyrir Óla þar sem hann fer alltaf lengstu leið sem er í boði en þegar hann kemur í mark þá eru flestir búnir í sturtu og farnir aftur að vinna :o)

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, október 17, 2010

3R med Siams i Boston 17.10.10



Siams skelltu ser i aefingaferd til BOS til ad aefa timamismun og venjast loftslagi i USA og hittu 3R tindilfaetta a brunni vid Charles River. Attum saman yndislegt stelpuhlaup i kringum ana og spjolludum um markmid og aaetlanir naestu missera. Haeglatt vedur og solarglenna og finasta recovery fyrir Siams sem hafa nu hlaupid sitt sidasta langa hlaup i bili fyrir NY.

Alls, 9,3K og allir i godum gir!
Kvedja fra BOS-RRR, HUK og SBN

miðvikudagur, október 13, 2010

Eltingaleikur

Mættir: Óli, Dagur, Jón Örn og Sigurgeir.

Það er greinilegt að margir meðlimir FISKOKK ætla í Powerade hlaupið annað kvöld miðað við mætinguna í dag!

Jón Örn fór flugvallahringinn en aðrir fóru í eltingaleik þar sem undirritaður var fenginn til að leika bráðina.

Minni á aðalfund/árshátíð á föstudaginn :o)

Kv. Sigurgeir

mánudagur, október 11, 2010

Árshátíðin 15.10.10

Ágætu félagar.

Á föstudaginn verður aðalfundur klúbbsins haldinn með árshátíð. Ef einhverjir eiga enn eftir að skrá sig eru þeir hinir sömu beðnir um að gera það hið snarasta. Annars mæta allir til Jens Bjarnasonar á Huldubraut 4 kl. 19:00 í spariskapi, en Jens fagnar einmitt fimm tugum í dag.

Sjáumst hress og kát,
stjórnin

laugardagur, október 09, 2010

ASCA Dublin

Vegna ónógrar þátttöku hefur stjórn klúbbsins ákveðið að draga tilbaka þátttökutilkynningu okkar til þessarar keppni. Aðeins fjórir einstaklingar lýstu yfir áhuga.

Við höfum tekið þátt nær óslitið síðan 1992 og var það með sorg í hjarta að þessi ákvörðun var tekin. En koma tímar koma ráð. Við lítum björtum augum til framtíðar og sjáum fríðan hóp taka þátt í næstu keppni enda um að ræða einn af skemmtilegri atburðum á dagskrá klúbbsins.

Sjáumst öll á aðalfundinum/árshátíðinni um næstu helgi.

Kveðja,
Dagur
Formaðurinn

föstudagur, október 08, 2010

Freaky Friday

Mættir: Oddgeir og Sigurgeir

Thank God its Friday og í tilefni dagsins var farið Freaky Friday. Það sem var freaky við hann er að við slepptum því að fara bæjarúnt og tókum rólega Hofs í staðin. Við vonum að rúðustrikaði formaðurinn fyrirgefi okkur þetta :o)

Það er áberandi hvað það er orðið fámennt á æfingum. Hér eru nokkrar ástæður sem gætu valdið því að það sé farið að fækka verulega á æfingum.

1. Síams mæta ekki eins oft og áður þar sem það passar ekki í maraþon-prógrammið þeirra. Þær eru jafn vinsælar og Ingó Veðurguð og oftast mikill fjöldi sem mætir á þau mannamót þar sem þær eru.

2. Guðni hefur ekki komið síðan í sumar. Einhverjir hafa áhyggjur af því hver á að héra sig þegar yfirhérinn er ekki í æfingu. Það er hætt við því að þeir sem treysta á Guðna sjá ekki tilgang með því að æfa þegar engin héri er á staðnum til að leiðbeina þeim.

3. Bjútí hefur lítið mætt á æfingar og sést það á klæðnaði þeirra sem eru að mæta. Það er engin trendsetter á svæðinu til að leiðbeina fólki hvernig á að klæða sig. Fréttir herma að hann stundi lyftingar sem aldrei fyrr og stefni á að vera hel köttaður og tanaður í drasl þegar hann lætur sjá sig aftur.

4. RRR hefur fært sig um set og æfir nú eins og vindurinn í Boston. Eftir að hún flutti hefur ekki sést til félaga hennar af hótelinu á hlaupum.

5. ASCA æfingaráætlun frá formanninum. Þessi áætlun hræðir sjálfsagt einhverja og þora þeir ekki að mæta á gæðaæfingar. Það var samt tekið fram að hver og einn má hlaupa skv. sínu plani, þetta var bara ætlað sem viðmið fyrir þá sem vildu nota sér það.

Allt það fallega og skemmtilega fólk sem hefur tök á því að mæta í hádeginu og langar að hlaupa með eintómum gleðigjöfum er vinsamlegast beðið um að mæta á pinna kl. 12:08 alla virka daga :o)

Góða helgi,
Sigurgeir

fimmtudagur, október 07, 2010

Hádegisæfing 7. október 2010

Ja god dag. (er þetta ekki annars eins svona á sænsku eins og dönsku Sigurgeir?)
Ekki seinna vænna en að fara að æfa sig í sænskuni. Nú e'mmar nennir því ekki þá geta þeir sem vilja bara farið í IKEA og fengið sér sænskar "fríkadellur" 5, 10 eða 15 stk eftir svengd.
Anyhew, undirritaður fór í sitt heittelskaða Valsheimili og tók kviðæfingar eins og enginn væri morgundagurinn.
Swiss ball crunch 20 reps 3 sett
Plankin framan 1 mín 3 sett
Plankinn hliðar 1 mín (hvor hlið) 3 sett
Magi á bekk lyfta rassi 20 reps 3 sett.
Svo hlaup í 25 mín.
Oddgeir var líka mættur og fór Hofsvallagötu og Ársæll fór Suðurgötu.
S.s. þrír á séræfingu, enginn saman, nema þá hver og einn fór saman....
....hvað sem öðru líður.
Góðar stundir
Flakið

Stokkhólm Maraþon 2011



Sæl

Undirritaðir hafa skráð sig til leiks í Stokkhólm maraþonið 28. maí n.k. Við viljum endilega kanna áhuga FISKOKK meðlima að safna saman hóp og fara í þetta skemmtilega hlaup sem er talið í topp 10 skemmtilegustu maraþon í heiminum :o) Þegar hafa nokkrir sýnt áhuga á því að slást í hópinn. Ath. að í fyrra seldist upp í hlaupið um miðjan nóvember og miðað við skráningu núna mun mjög líklega seljast upp eitthvað fyrr.

Slóðin á síðuna til að skrá sig er hér, http://www.stockholmmarathon.se/start/

Til sönnunar að við höfum skráð okkur vorum við beðnir um að láta kvittun fylgja með þessari frétt.

Anmälningsbekräftelse
Artikelnamn Antal à pris Summa
Registration to Stockholm Marathon 2011
Förnamn: Sigurgeir Mar
Efternamn: Halldorsson
Födelsedatum : 1974-10-09
Klubb: Island
Nationalitet: Island
c/o:
Gatuadress : Straumsalir 2

Postnummer : 201
Ort : KOPAVOGUR
Land: Island
Email: smh@icelandair.is
Telefon: +354 557 8151
Mobilnummer: +354 840 7066
Klass: Herrar

Förnamn: Fjolnir Thor
Efternamn: Arnason
Födelsedatum : 1966-12-26
Klubb: Island
Nationalitet: Island
c/o:
Gatuadress : Alfaskeidi 105

Postnummer : 220
Ort : HAFNARFJORDUR
Land: Island
Email: ftha@icelandair.is
Telefon: +354 565 4303
Mobilnummer: +354 840 7099
Klass: Herrar

Kveðja,
The Cargo Kings

miðvikudagur, október 06, 2010

Hádegisæfing 6. október

Frábær mæting í dag, aðalritarinn mætti og tók 10K, frekar þreytta og dáðist að fallegu veðri og hugsaði um mat.
Kveðja,
Sigrún

ASCA kepnnin í Dublin 30.10.10



Ágætu félagar.
Nú styttist í keppni flugfélaga í cross-country hlaupi sem haldin er í Dyflinni á Írlandi. Við höfum enn ekki tilkynnt keppnislið en allir þeir sem áhuga hafa og geta hugsað sér að taka þátt vinsamlegast riti nafn sitt fyrir neðan í "comments", í síðasta lagi á morgun, fimmtudag. Ekkert eiginlegt úrtökumót verður haldið en menn geta framvísað nýlegum tímum úr götuhlaupum, eða farið inn í liðið á öðrum forsendum.

Kveðja,
stjórn IAC

þriðjudagur, október 05, 2010

No Whining Tuesday

Mættir: Dagur, Hössi, Oddgeir, Sigrún, Huld, Óli, Fjölnir, Sveinbjörn og Sigurgeir.
Skv. æfingarplani Übertrainer er No Whining Tuesday sem er hefðbundin eltingarleikur en það var aðeins breytt af vananum að ósk The Cargo Kings. Í staðin fyrir eltingarleikinn var farið 5 x bláa hringi í Öskjuhlíðinni (átti að vera brekkusprettir í Kirkjugarðinu!). Sigrún og Huld fóru sér (vá hvað var gaman að skrifa þetta) skv. maraþonáætlun sinni sem að ég held að hafi endað í eltingarleik hjá þeim.

Athygli vakti í klefanum eftir hlaupið þegar var komið að vigtun hvað undirritaður hefur bætt miklum vöðvamassa á sig eftir aðeins eina æfingu í World Class :o)

Góðar stundir,
Sigurgeir aka Kjötstykkið

Track á mánudagskvöldi 4.október

Sé að það er lítið um blogg síðustu daga og því best að ég skelli inn einni færslu :)

Í kvöld var það track æfing með Community Running en fyrir þá sem ekki vita þá hef ég fundið mér nýjann hlaupahóp, sorrý en ég bara varð (búin að setja á mig smá pressu!). Fínn hópur, ansi margir og mörg ný andlit í hvert sinn sem ég mæti, veit aldrei hvort ég sé sú nýja eða viðkomandi svo ég bara er farin að stökkva á liðið og spyrja og oft eru þetta nýliðar líka. Finnst alltaf jafn gaman að pæla út frá útliti um hvernig hlaupara um er að ræða. Sumir lúkka alveg í fáránlegu formi, með bumbu og allt og eru svo drullu góðir og öfugt, segir manni að dæma ekki alltaf út frá útliti, sem er nú svolítið eins og við Íslendingar gerum!

Æfing dagsins var á track við MIT í smá rigningu og örlitlu roki...nú kom sér vel að hafa æft hlaup í allskonar veðri og tók ég iðulega fram úr á rokhliðinni ;) - þarna er úthaldið líka að skila sér ;) he he he

Æfingin var svohljóðandi: 2,5 K warm up, 1x800m + 1x1000m + 1x1200m + 1x1000m + 1x800m + cool down.
Samtals 8,8K

Nokkuð góð æfing og vá hvað ég hef gott af þessu, kem sjálfri mér sífellt meira á óvart og á nóg eftir inni....sumir þurfa að fara að vara sig...he he he (grín).

Kveja frá RRR

föstudagur, október 01, 2010

Árshátíð/aðalfundur 15. október



Ágætu félagar.
Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir en það er að sjálfsögðu árshátíð með aðalfundi klúbbsins. Sá mikli öðlingur og félagsmaður, Jens Bjarnason, hefur ákveðið að ljá okkur húsakynni sín undir fagnaðinn (Huldubraut 4, Kóp.) og erum við í stjórn honum afar þakklát fyrir það. Ef þú ert ekki á snúrunni og ert til í góðan gleðskap skráðu þá nafn þitt og maka þíns, hyggist hann koma með, í "comments" fyrir neðan, fyrir 10. október. Vonumst til að sjá sem flesta!
f.h. stjórnar,
Sigrún B. Norðfjörð
Leiðarlýsing fyrir þá sem ekki hafa komið í Kópavog

Hádegisæfing 1. október

Mættir voru: Bryndís (sér), Bjöggi (lyftingar í Val), en Dagur, Óli og Sigrún fóru miðbæjarrúnt í ágætu veðri. Við Austurvöll voru mótmæli með tilheyrandi lögregluvörslu og nokkrum mannfjölda. Einnig mátti sjá tjöld sem sofið hafði verið í og við grasið stóð (Sk)Tjaldborg heimilanna, sem verður að teljast nokkuð fyndið. Dagur ætlaði að hlaupa uppað lýðnum og kalla :"Hvað er í gangi, farið heim og fáið ykkur vinnu" en við rétt náðum að stöðva það. Lítið hefur sést til nokkurra félagsmanna að undanförnu og eru þeir eindregið hvattir til að mæta á æfingar, annaðhvort í síðum eða stuttum.
Góða helgi,
Sigrún

fimmtudagur, september 30, 2010

Á döfinni ...

Á morgun 1. október lýkur stuttbuxnatímabilinu þetta árið en eins og allir félagsmenn vita eru það óskráðar reglur klúbbsins að á tímabilinu 1. maí - 1. október skal hlaupið í stuttbuxum (mælt frá miðju hnéskeljar að neðri brún eigi síðar en 8cm).

Úti er 10 gráðu hiti. Við höldum áfram að hlaupa í stuttbuxum, ekki af því að við þurfum heldur vegna þess að við viljum!

ASCA Dublin verður haldið 30. október. Munum við senda lið?
Áhugasamir látið vita með því að kommentera á þennan þráð sem fyrst. Deadline 7. október.

Árshátíð og aðalfundur verður 15. október. Takið kvöldið frá núna.

Kveðja,
Dagur, formaður

miðvikudagur, september 29, 2010

Hádegisæfing 29. september

Mættir: Bjöggi (á séræfingu í Valsheimili), Sveinbjörn, Oddurinn, Dagur, Huld og Sigrún. Rottan frá í gær var líka mætt á pinna en yfirþjálfari sá til þess að hún komst á betri stað og kemur líklega ekki meir. Fórum inn í skóginn til að veðrast ekki mikið og hlupum þar hring eftir hring. Við komu á hótel kom Öskjuhlíðarflassarinn ÓB, en hann hafði verið á sérleið og hafði alveg farið framhjá okkur hinum. Nú væri gott að þeir sem hyggjast gefa kost á sér í ASCA liðið fari að gera upp hug sinn en lokasvars er krafist í byrjun október.
Góðar stundir,
Kveðja,
aðal

þriðjudagur, september 28, 2010

Hádegisæfing 28. september



Mættir í dag: Ásæll (sér), Ívar, Dagur, Bjöggi, Huld og Sigrún. Hituðum smá upp og fórum svo galvösk í ASCA brekkuna og tókum 7 spretti þar í beit, án hvíldar. Athygli vakti framganga Ívars (Hlújárns)og Björgvins bigmassa, en þeir sprettu úr spori af miklum móð. Þegar gengið var til baðklefa lá hinsvegar einn meðlimur FI-skokks í valnum, örendur, enda tók hann vel á á æfingunni.
Alls tæpir 7K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, september 24, 2010

Hádegisæfing 24. sept

Skelfileg mæting í dag. Aðeins undirritaður og Ljósameistarinn sáu sér fært að æfa í dag. Ákveðið var að skipta "hópnum" í tvennt. Ljósameistarinn hélt upp á fyrstu göngu gönguklúbbsins sem var í gær með því að fara í röska göngu í Öskjuhlíð en undirritaður braut allar óskrifaðar föstudagsreglur um rólegheit og miðbæjarrúnta og naut frelsisins í botn með því að æfa brekkuspretti í kirkjugarðsbrekkunni góðu.
Flott veður og flott æfing.

Góða helgi, Fjölnir

fimmtudagur, september 23, 2010

Stjórnarfundur 23. september 2010

Mættir voru : Dagur (formaður), Sigurgeir, Fjölnir, Sigrún (kom of seint)

Ársæll var löglega afsakaður.

1. Fjölnir lagði fyrir og skýrði út fjárhagslega stöðu klúbbsins og niðurstöðu Icelandair hlaupsins 2010.

2. Erindi barst frá félagsmanni (Jón Baldursson) sem varpaði fram spurningunni "Er ekki alvarlegt þegar menn stofna gönguklúbb þegar tilgangur hlaupaklúbbsins er að stuðla að allri hreyfingu til heilsubótar?"
Stjórnin lítur þetta ekki alvarlegum augum. Þrátt fyrir að tilgangur klúbbsins sé að stuðla að allri hreyfingu þá setjum við okkur ekki upp á móti stofnun sérsambanda sem hafa þrengri starfsvettvang. Tilgangur klúbbsins ásamt markmiðum og hlutverki er í sífelldri endurskoðun og eru félagsmenn hvattir til að mæta á aðalfundi og viðra skoðanir sínar.

3. ASCA Dublin 2010 (30. október)
Ekki verður um eiginlegt úrtökumót að ræða heldur geta þeir sem gefa kost á sér til keppninnar sent inn sinn besta tíma úr hvaða keppnishlaupi sem er á tímabilinu 21/9-14/10. Þrátt fyrir að eiga ekki tíma frá þessu tímabili geta meðlimir gefið kost á sér og er það þá undir duttlungum stjórnarinnar komið hvort þeir fái að taka þátt.
Þeir sem gefa kost á sér til þátttöku í ASCA þurfa að gera það á vefsvæði klúbbsins (comment á þennan þráð) eigi síðar en 7. október.
Reynt verður að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki með styrk frá bæði STAFF og IAC en gera má ráð fyrir að kostnaður verði undir 10þ. per mann.

4. Aðalfundur/Árshátið
Dagsetningin er föstudagurinn 15. október. Staðsetning er óráðin en við óskum eftir hugmyndum. Fjölnir mun sjá um innkaup fljótandi veitinga og leitar tilboða í mat í samráði við Sigrúni (ritara). Nánara fyrirkomulag verður tilkynnt síðar.

5. Önnur mál
Engin sem vert að nefna hér

Kveðja,
f.h. Sigrúnar (ritara), Dagur (formaður)

Þríhyrningurinn í Boston 22.september

Æfing kvöldsins byrjaði á hjólaferð að áfangastað en Community Running hittist þar alla miðvikudaga við Charles River. Á miðvikudögum er tempó, á mánudögum er track og laugardögum er lon run, ég hef bara mætt á miðvikudögum, get séð um mig sjálf í löngu hlaupunum, hefði gott af track en ætla að geyma það aðeins, fínt að byrja á þessu.

Crowdið var fínt og ég er alveg að finna mig þarna, gaman að vera komin meðal svona hlaupa "nörda" en í hópnum eru m.a. prúttarinn, síams 2 1/2, konan mín, oldís og svo few slowers sem ég bara á eftir að finna nöfn á ;)

Æfing kvöldsins var þríhyrningurinn..... byrjaði á litlum hring og mjög rólegt jogg @5:50-6:00, næsti aðeins hraðari og lengri @ 5:10-5:20, sá þriðji hraðastur og lengstur eða um 2 km @4:45-4.50 , fjórðu eins og annar og fimmti eins og fyrsti.
Samtals fínir 6,5 km

Endaði svo æfinguna á að taka smá hjólaútúrdúr og koma við í búðinni og kaupa í matinn. Svona er lífið í Boston þegar maður er bíllaus ;)

Kveðja frá Boston - Cambridge

miðvikudagur, september 22, 2010

Hádegisæfing 22. sept

Það var snörp æfing í hádeginu í dag, enda úrvalsdeildin á ferð.
Björgvin hélt áfram í Post-Marathon endurhæfingu en er samt farinn að plana næsta maraþon. Jói á við smávægileg meiðsli að stríða og hleypur ekki þessa dagana en arkar þrekhringinn með tilheyrandi æfingum. Dagur, Óli og Fjölnir hlupu Hofsvallahringinn á vaxandi tempói en Óli bætti við lengingum hér og þar upp í 10K enda ætlar hann sér stóra hluti í ASCA. Athygli vakti að Þjálfi vildi ekki neinn hasar í dag og bar við ströngum æfingum með Síamssystrum.

Kveðja, Fjölnir

þriðjudagur, september 21, 2010

Hádegisæfing 21. sept.

Time flies when you're having fun...
Allavega þá mætti smá hópur á pinna í dag, sumir á sérleið en aðrir í operation desert-storm. Sigurborg og Ágústa voru á eigin vegum og Ívar líka en Huld, Dagur, Sveinbjörn og Sigrún tóku smá upphitun og fóru síðan 7*800m spretti á brautinni Naut-Ægis en þessi æfing er einmitt liður í áætlun þeirra síamssystra fyrir þátttöku þeirra í NY skemmtiskokkinu í byrjun nóvember. Kjöraðstæður voru, skýjað og nánast logn.
Fín æfing.
Alls 9,2K
Góðar stundir,
aðal

mánudagur, september 20, 2010

Vilt þú verða Íslandsmeistari?

Næstkomandi fimmtudag klukkan 18:00 verður haldið MÍ í 5km og 10km í Kaplakrika.
Nánari upplýsingar um mótið verður á mótaforritinu á fri.is.
Hlaupið er OPIÐ öllum keppendum, innan og utan félags. Skráningar eru á Mótaforriti FRÍ eða sendist til siggih@hafnarfjordur.is

Sjá nánar.

föstudagur, september 17, 2010

Félagsmenn á faraldsfæti



í síðustu viku brugðu 2 félagsmenn sér til Spánar í æfingabúðir og tóku hlaup í eftirtöldum borgum: Madrid, Abejar (smábær), Logrono, Zaragoza og Barcelona í miklum hita, eða allt frá 25°C-38°C, þegar mest var. Þessar æfingar kölluðu á mikinn þorsta og því var upplagt og viðbúið að þessir félagsmenn þyrftu að svala þorstanum með einhverjum hætti. Þessvegna var borðleggjandi að stoppa við Irache-bodeguna í Navarra til að svala sárasta þorstanum. Þessi staður er reyndar þekktur áningarstaður meðal svokallaðra pílagríma sem ferðast á El Camino de Santiago de Compostela en okkar félagsmenn ferðuðust einnig á þeim slóðum, þótt í bíl væri. Glöggt má sjá á mynd að úr öðrum krananum rennur vatn og úr hinum vín og ekki þarf að skima lengi til að sjá hvor aðilinn stendur við vínið og hvor við vatnið. Óhætt er að mæla með þessu æfingaformi fyrir félagsmenn FI-skokks, þ.e.a.s. ef menn hyggjast hætta þeirri áráttukenndu hegðun að vera sífellt að fjölga mannkyninu.
Góðar stundir,
aðal

Hádegisæfing 17. september

Mættir: Jói, Sveinbjörn, Bryndís, Dagur, Fjölnir, Anna Dís, Oddgeir (er keppni framundan???) og Sigurgeir.

Það er föstudagur og skv. rúðustrikaða formanni okkar þá skal fara miðbæjarrúnt skv. áætlun! Flestir sáu sér fært að fara miðbæjarrúnt þó nokkrir ákv. að fara sér sem er líka í lagi :o)

Oddgeir: ertu búinn að melta þetta?

Kv. Sigurgeir

Hoteliers í Boston

Mánudaginn síðasta var bankað á dyrnar, bank bank, ég opnaði og þar var engin önnur en Sigurborg eða betur þekkt sem Victory city eða enn betur þekkt sem SYO mætt á svæðið ásamt spúsa sínum honum Odd"stone". Ég bauð þeim að ganga í bæinn og Odd"stone" ákvað að doka við meðan við stöllur myndum taka einn Charles rúnt. Ég ákvað að láta Tómasinn vita að "ókunnugur" maður myndi bíða í stofunni meðan við SYO færum að skokka, tók ekki sénsinn að ignora þau skilaboð, hefði ekki vilja koma heim í það blóðbað!!!

Lagt var af stað á fínu tempoi, eða um 5:20 umhverfis Charles að Sience Museum og til baka að Harvard Bridge (fyrir þá sem þekkja BOS þá er þetta mjög skemmtileg leið). Mikið spjallað, eða eiginlega var þetta sóló spjall því ég hafði svo mikið að segja og útskýra að SYO komst ekkert að. Endað á smá hverfisrúnt umhverfis MIT svæðið og RRR þurfti að sjálfsögðu að sýna henni MIT Track, þar er nú hægt að taka nokkra spretti!. Samtals voru þetta góðir 8K og frábært að fá loksins félagsskap.

Fyrir utan þetta skemmtilega hlaup þá hefur verið einmanalegt á fiskokk æfingunni hér í BOS og því neyddist ég til að finna mér annan hlaupahóp sem kallar sig Community running, líst vel á og til gamans má geta að ég er loksins ekki lélegust á æfingunni, en hvort það er gott eða slæmt verður bara að koma í ljós.

Bið að heilsa í bili, more later...

Kv
RRR

þriðjudagur, september 14, 2010

Hádegisæfing 14. sept

Þeir sem þoldu æfingu gærdagsins og sáu sér fært að mæta í dag voru: Dagur, Ívar og Fjölnir. Þá mættu líka Björgvin, Óli, Jói, Ársæll og Anna Dís.
Hópurinn tvístraðist í allar áttir; Ársæll og Anna Dís þjófstörtuðu og er ekki vitað meira um ferðir þeirra, Björgvin fór í þreksal Valsmanna í meðhöndlun og samningaþref, Jói fór í fimleika/styrktaræfingu og rest og rusl hljóp út á Eiðistorg og Hringbraut til baka á blússandi siglingu undan sterkum norðanvindi.
Samtals 9km hjá þeim sem lengst fóru.

Kveðja, Fjölnir

mánudagur, september 13, 2010

Hádegisæfing 13. sept

Í dag átti að vera fimleika- og styrktaræfing í boði Jóa og var því múgur og margmenni mættur í rásmarkið kl. 12:08. Mættir voru: Sigurgeir, Fjölnir, Gnarrinn, Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Ívar og þá mætti Jakob (ITS) loksins en hann er í stórsókn í hlaupunum.
Sigurgeir er með styrktaræfinga-fóbíu og vældi mikið í Þjálfa þar til hann ákvað að fresta styrktaræfingu og að hlaupið skyldi vestureftir og tekinn tempó eltingaleikur að Kafara. Menn fóru ýmist, Suðurgötu, Hofs, Kapla eða Meistaravelli, jafnvel með blaðburðarlengingum. Menn voru misjafnlega sprækir í dag en allir tóku vel á því og skiluðu sínu.
Samtals 7-9 km í dag

Kveðja, Fjölnir

föstudagur, september 10, 2010

Fréttir af félögum



Ég var staddur á skrifstofunni í London í dag föstudag og tók hádegisæfinguna með þeim Hjörvari og Darren (nýr félagsmaður). Hlaupnir voru 10k+ með nokkrum léttum æfingum í lokin. Hlaupum tók okkur um Regent Park upp Primrose Hill meðfram skipaskurðum og svo fórum við að skoða blómin. Góð og þétt æfing í góðum veðri og frábærum félagsskap. Þeir Hjörvar og Darren eru í fantaformi og æfa þessa dagana af krafti fyrir ASCA í Dublin. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir gerðu kröfu um sæti í keppnisliðinu. Nú þurfa menn á klakanum að hysja upp um sig buxurnar.

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, september 08, 2010

Hádegisæfing 8. sept.

Mættir: Matthías (sérleið), Huld, Sigurgeir og Sigrún.
Í trássi við lög (róleg æfing á mið.)skyldi keyra síams.org prógrammið og á matseðli voru 6 ASCA brekkur með öllu. Hituðum upp smá í hlíðinni og hófumst síðan handa við æfinguna, sem reyndist hin besta skemmtan. Allir hlutaðeigandi voru nálægt ælumörkum í síðasta spretti, alveg skv. áætlun. Sigurgeir hafði á orði að ekkert grín væri að detta inn í síamsprógrammið en það hefði þó lyft æfingunni verulega, að enginn ljótur var viðstaddur, til að draga fegurðarstuðulinn niður og er það vel. Bjútí is pein og allt það...
Eftir æfingu tóku síams dauðagönguna, 3 hringi og vakti sú uppákoma svo mikla aðdáun og athygli að einn starfsmaður skrifstofu fann sig knúinn til að heimsækja okkur til að sjá hvað væri svona gaman við þetta. Hann sá það og gladdist með.
Alls um 7K
Kveðja,
aðalritari
P.S. Sigurgeir-þú ert alltaf velkominn í mþ prógramm síamstvíburanna, hvar gleðin er við völd! ;)

þriðjudagur, september 07, 2010

Hádegisæfingar 6. og 7. september

Í gær mánudag var þrekæfing samkvæmt prógrammi. Jói (þrekmeistari) tók að sér að stjórna æfingunni og gerði það með stakri prýði. Svo vel að hann var eindregið hvattur til að stjórna æfingu næsta mánudag, sem hann og gekkst við í auðmýkt.
Mættir voru : Dagur, Sveinbjörn, Ívar S., Jón Örn og Jói. Matthías á sérleið. Dauðagangan situr enn í mér nú að kvöldi þriðjudags.

Í dag þriðjudag var tempó hlaup. Mættir voru : Dagur, Ólafur, Matthías, Sveinbjörn og Jói. Síðastnefndu þrír á sérleið. Tempó hlaupið var Hofsvallagatan á 4:36 min/km. Næs í blíðunni.

Kveðja,
Dagur

sunnudagur, september 05, 2010

Brúarhlaupið á Selfossi

Sl. laugardag fór fram Brúarhlaup í strekkingsvindi. Nokkrir af okkar félagsmönnum héldu merkjum félagsins á lofti: (talan á undan sýnir röð í flokki)
21Km
4 1:29:50 Baldur Úlfar Haraldsson 1965
1 1:39:15 Huld Konráðsdóttir 1963
2 1:54:54 Sigrún Björg Ingvadóttir 1971
10Km
8 41:46 Viktor Jens Vigfússon 1967
23 47:57 Ásgeir Gunnar Stefánsson 1969

Glæsilegt! Til hamingju með þetta.
Kveðja,
IAC
Heildarúrslit

föstudagur, september 03, 2010

3.september "The Wreck is Back"



Mættir í föstudagsrúnt í boði Flaksins: Dagur, Jón Örn, Fjölnir og að sjálfsögðu "The Wreck" himself.
Flakið virðist óðum vera að ná fyrri styrk eftir miklar hremmingar í RM 2010 og mætti eftir stutt hlé í nýja straufría jakkanum sínum úr Craft 2011-línunni. Það var því ljóst af klæðaburðinum, þó að við hinir höfum ekki fattað það strax, að hann var með sýningarþörf á háu stigi og brunaði með okkur sýningarrúnt sem leið liggur niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hlupum við fram og aftur blindgötuna og til baka upp Skólavörðustíg þar sem útdeilt var refsisprettum til þeirra er ekki sáu sér fært að mæta á kvalarfulla hádegisæfingu gærdagsins.
Fínasta hlaup og alls 8,4km

Góða helgi, Fjölnir

fimmtudagur, september 02, 2010

Hádegisæfing 2. september

Mættir: Ívar, Dagur, Oddgeir, Óli, Sveinbjörn og Fjölnir en Sigrún og Huld voru á séræfingu. Svo vitnað sé til orða Fjölnis: "Eftir stutta upphitun var hlaupin ASCA-brekkan, eins margir sprettir og hver gat á 25 mín. Sprettur upp og áfram niður heilan hring. Ein mínuta í hvíld eftir hvern hring."
Alls um 7K
Kv. Sigrún

miðvikudagur, september 01, 2010

Leyndarmál þess að hlaupa hratt

Leyndarmálið hefur verið afhjúpað. Í nýlegri grein á Runners World greinir Michelle Hamilton nokkur frá því að ekki sé nóg að hlaupa hratt á æfingum, aðra þætti verður einnig að hafa í huga.

- loose weight
- wear less
- sleep more
- drink caffeine
- limit the junk food

Góð/stutt grein.

Hádegisæfing 31. ágúst

Mættir: Björgvin, Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Oddgeir, Huld, Björn Malmquist (gestur)og Sigrún. Ekki var sótt gull í greipar Ægis í dag frekar en aðra daga en farin var, engu að síður, róleg Hofsvallagata sem reyndist róleg fyrir suma en ekki alla. Einhver sérstök áætlun er farin í gang v. ASCA og það kallar á erfiða æfingu á morgun skv. plani. Menn eru því hvattir til að mæta vel og snyrtilega, sérlega ef um er að ræða að gefa kost á sér í fyrirhugaða ASCA ferð í lok október. Eftir æfingu voru gerðar hoppæfingar hjá sérdeild en síams tóku plankann, í útlitslegum tilgangi. Einhver óánægja var í hópnum, sem lofað hafði verið góðum teygjum í lok æfingar. Er það vel skiljanlegt því mikils teygjuskorts gætir í lok æfinga og má gjarnan bæta úr því. Björgvin, sem hefur hámarkspúls hagamúsar, stefnir á að ná, í fyllingu tímans, hámarkspúlsi hamsturs, en það ku vera mjög eftirsóknarvert. Einnig vill sá sami taka það fram að hann að hann er feginn að vera ekki giftur S2, því það gæti hann ekki og voru fleiri á sama máli um það hvað sig varðar. Það er því mikill léttir fyrir S2 sem loks upplifir það að það sé loksins einhver sem ekki vill hvorki kvænast né giftast viðkomandi.
Samt kveðja og góðan dag,
Alls 8,6K
S2

þriðjudagur, ágúst 31, 2010

No Whining Tuesday - 31. ágúst

Mættir: Jói, Óli, Jón, Sigurgeir og Ívar.
Jói fór sína leið og aðrir fóru skv. æfingaplani þjálfarans. Þannig að í dag var boðið upp á eltingarleik. Ívar og Jón fóru Suðurgötu, undirritaður fór Kapla-stutt og Óli reyndi að safna km í 10 km hlaup. Engin lét ná sér þannig að allir stóðustu prófið...eða féllu þar sem þeir náðu engum!

Eitthvað hefur æfingaprógrammið vafist fyrir þjálfaranum þar sem sást til hans og Bjúti rölta inn á veitingastaðinn á HLL þar sem beið þeirra væntanlega sveittur borgari og franskar...

Kv. Sigurgeir

mánudagur, ágúst 30, 2010

Hádegis - hell 30. ágúst 2010

Jæja, þá er að koma miðnætti og maður svona rétt að ná andanum, og ætti því að vera fær um að blogga æfinguna. Strax í búningsklefanum fyrir æfingu sagði Übertrainer-inn, þetta er fyrsti dagurinn af "Hell-week". Svo mörg voru þau orð. Sannleiksgildi þessara orða átti eftir að raungerast nokkrum mínútum síðar.
Anyways, mættir voru, Jón Örn (sem ég skrifa núna fyrstann af því ég gleymdi að telja hann upp s.l. föstudag og biðst hér með formlega afsökunar á því) Gnarrinn, Guðni, Flakið, Innri, Sonurinn var líka mættur og Joey the lighting designer en þeir fór sér. Við hinir hlupum sem leið lá niður í Nauthólsvík þar sem Dagur setti okkur fyrir. Verkefni dagsins var þrekæfing sem einhver Cross-fit djöfsi kenndi Degi í sumarfríinu. Æfingingin fólst í eftirfarandi.
Hlaupa 1 hring 3 sett af æfingum
Hlaupa 2 hringi 2 sett af æfingum
Hlaupa 3 hringi og 1 sett af æfingum.
Hlaupahringurinn var á grasinu og í sandinum við víkina og var á að giska 300 metrar
Æfingasettin voru ekki af þessum heimi, en þau samanstóðu af;
20 armbeygjum,
20 magaæfingum (sit-up)
20 hnébeygjum (standandi og beygja niður fyrir 90°)
20 "hopp" (veit ekki hvað þessi æfing heitir en hún er svona. Byrja liggjandi á maganum standa upp og hoppa og klappa höndum saman fyrir ofan haus - endurtekið 20sinnum).

Í stuttu máli náði enginn að klára æfinguna en Gnarrin fór næst því og náði að hlaupa 3 hringina fyrir síðasta settið. Enda kemur þessi gríski guða-vöxtur ekki af sjálfu sér, eins og hann orðaði það sjálfur :-)
Flestir hinna náðu að klára fram að þriggja hringja hlaupinu.

Semsagt flestir tóku því samtals 100 armbeygjur, 100 maga, 100 hnébeygjur og 100 hopp. Það verður að segjast að þetta tók aðeins í, og var þ.a.l. alveg massa-góð æfing hjá foringjanum. Það verður að segjast að skrefin heim úr Nauthólsvíkinni voru annsi þung hjá okkur félögunum.
Samvkæmt mínum skilningi má eiga von á fleiri svona æfingum næstu misserin, sem er gott. Því það er nokkuð til í því sem átrúnaðargoð okkar allra, Gilzenegger sagði í sumar. "Það er öllum drullusama um það hvað þú hljópst 10Km á í vetur, það sem skiptir máli er að look-a vel í sundlaugunum". Svo mörg voru þau orð og yfirþjálfarinn hefur greinilega tekið mark á þessu og sett þrekæfingar á dagskrá allavega fram að ASCA.

Það verður að segjast að það var annsi mikið testó-sterón á æfingunni í dag og svita og hrútalyktin var massíf. Ef ekki hefði komið til þessarar orkulosunar í hádeginu má fastlega gera ráð fyrir því að þeir sem voru á æfingunni hefðu hagað sér svona er heim var komið.
Lifið heil,
Flakið.

föstudagur, ágúst 27, 2010

Hádegisæfing 27. ágúst 2010

...góðan daginn daginn daginn. (Endirinn á puttavísunum :-)
Allavegana. Mættir í dag og til í allt voru, Daddi diskó, Guðni, Flakið, Briemsterinn, Innri og sonur hans (nýliði) Matthías Sveinbjörnsson.
Farið var brúarhlaup í tilefni dagsins. Skógurinn, kirkjugarður, yfir Fossvogsbrú o.s.frv. Að mati Flaksins var þetta ógurlegur hraði, en þegar ferð var lokið var þetta ekki nema pace upp á ca. 5:20. Hringurinn var s.s. 9,1 Km og fórum við það á 47:39 mín að mig minnir. Sumir fóru aðeins styttra, en allir voru glaðir í bragði eftir hlaup dagsins sem er gott :-) Það er s.s. leyfilegt að hafa gaman að hlaupunum núna alveg fram í næstu viku en þá hefst massíft undirbúningsprógram fyrir ASCA í boði yfirþjálfara. Það verður að segjast að miðað við hugmyndir diskótekarans verður þetta hreint helvíti og öll bros og ánægja vegna hlaupa mun fjúka burt á fyrstu æfingu.
Kv. Flakið

fimmtudagur, ágúst 26, 2010

Hádegisæfing 26. ágúst

Mættir í dag: Oddgeir, Hössi, Huld, Fjölnir og Sveinbjörn.
Hlaupið fram í Fossvogsdal að Víkinni og svo dalinn til baka Kópavogsmegin fram hjá æskustöðvum Sigurgeirs Blika. Skynjuðum mikla taugaveiklun í Kópavoginum enda sumir þar (menn og kolkrabbar) farnir að trúa því að þeir verði Íslandsmeistarar. Sjáum nú til með það.
Samtals 9,6 km og einhverjir fóru meira eða minna.

Kveðja, Fjölnir

miðvikudagur, ágúst 25, 2010

Hádegisæfing 25.ágúst

Mættir: Björgvin, Dagur, Ívar, Jón Örn, Sigurgeir og Fjölnir.
Fórum hefðbundnar leiðir vestur í bæ þar sem sumir fóru Hofs og aðrir Kapla-langt með hraðaukningum. Sárir vöðvar hér og þar hjá sumum eftir laugardaginn en menn samt byrjaðir að leggja drög af frekari afrekum á næstu vikum og mánuðum.
8,5 til 9,4km lágu í dag

Kveðja, Fjölnir

þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Hádegisæfing 24. ágúst



Mættir í dag á bæjarsýningu: Guðni, Dagur, Hössi (úr runna), Sveinbjörn, Bjútí (sem héreftir verður kallaður "Flakið"), Oddgeir og Sigrún. Vegna gríðarlegrar sýningarþarfar hjá formanni fórum við í rólegan miðbæ til að njóta síðustu daga stuttbuxna og sólaráhrifa sumarsins. Gott veður og sól skein í heiði og mikla furðu aðalritara vakti sú staðreynd að Björgvin, sem örentist 20m frá marklínu sl. laugardag, hljóp með sem lamb að vori og ekki var að sjá að þarna færi maður í háum póstnúmeraflokki sem nýlega hefði fengið væga nýrnabilun v. vökva- og eða æfingaskorts. Á mynd má sjá vélina sem Bjöggi þurfti að fara í eftir hlaupið.

"The Flake/Flakið"
Björgvin er 42 búinn að hlaupa
hann beinlínis lagði upp laupa
tuttugu metrum frá marki
lagðist niður og leitaði að kjarki
til að lufsast yfir og byrja að staupa (sig).
Höf. ókunnur.

Alls tæpir 8K
Kveðja,
aðal

mánudagur, ágúst 23, 2010

Hávísindaleg rannsókn 23. ágúst


Í dag mættu í árlega úttekt á gelnotkun maraþonhlaupara í RM. Þetta voru þau: Hössi, Jón Gunnar, Oddgeir, Dagur (enda búinn að hvíla í heilan dag), Huld, Sigurgeir, Fjölnir, Sveinbjörn og Sigrún. Æfing þessi snýst um að hlaupa Hofsvallagötu og á bakaleið við Ægisíðu og heim á hótel söfnum við notuðum gelbréfum (einhverjir myndu segja geljabréfum)sem liggja í valnum eftir hlauparana. Á myndinni sem fylgir má sjá dreifingu tegunda og þar sem ég er ekki "administrator" á þessa úttekt læt ég öðrum eftir að fjalla sérstaklega um þá dreifingu, gerist þess þörf. Greinilegt er þó á öllu að hið svokallaða "Energy Gel" hefur vinninginn að þessu sinni.
Alls 8,6K
Kveðja,
aðalritari
Hjálagður er hlekkur færslunnar í fyrra til samanburðar

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Reykjavíkurmaraþon

Góð þátttaka félagsmanna var í Reykjavíkurmaraþoni að þessu sinni. Hér fyrir neðan eru tímarnir (flögutímar, hafa skal það sem fljótara er).

10k
41:28 Viktor Jens Vigfússon
45:43 Fjölnir Þór Árnason
47:20 Sæmundur Guðmundsson
50:58 Rúna Rut Ragnarsdóttir
53:32 Ársæll Harðarson
53:33 Jonathan James Cutress
54:08 Örn Geirsson
56:03 Gísla Rún Kristjánsdóttir
60:43 Sigurjón Ólafsson (hnjask á hné eftir 7k)
62:12 Björg Alexandersdóttir
63:18 Ívar S. Kristinsson (nýr félagsmaður, hljóp með dóttur sinni)
64:06 Margrét Elín Arnarsdóttir
76:22 Sigríður Björnsdóttir (hljóp með dóttur sinni)

Sveitakeppni 10k
2:21:43 Icelandair B (Viktor, Sæmundur, Rúna) lenti í 5. sæti
2:36:21 Icelandair 10K A (Einar, Ársæll, Jonathan) lenti í 12. sæti
2:54:20 Sveit A Icelandair (Fjölnir, Björg, Margrét) lenti í 25. sæti

1/2 maraþon
1:27:22 Baldur Haraldsson
1:33:58 Sigurgeir Már Halldórsson
1:42:04 Sigurður Óli Gestsson
1:42:18 Jens Bjarnason
1:52:27 Halldór Benjamín Þorbergsson
1:58:33 Jón Örn Brynjarsson
1:59:42 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
1:59:58 María Björk Wendel
2:13:55 Ágústa Valdís Sverrisdóttir
2:13:55 Sigurborg Ýr Óladóttir (þær hótelsystur leiddust í mark)
2:14:11 Guðmunda Magnúsdóttir
2:14:19 Sigfús Ásgeir Kárason

Sveitakeppni í hálfu maraþoni
4:59:10 Icelandair (Sigurgeir, Sigurður Óli, Jens) lenti í 10.sæti
6:18:35 Icelandair Sveit A (Anna Dís, María, Guðmunda) lenti í 41. sæti

Maraþon
3:17:53 Árni Már Sturluson
3:26:22 Dagur Egonsson
3:28:13 Ólafur Briem
3:58:23 Helgi Þorkell Kristjánsson
4:10:17 Tómas Beck
4:42:39 Björgvin Harri Bjarnason

Sveitakeppni í maraþoni
10:54:13 Icelandair - The Expendables (Dagur, Ólafur, Helgi) lenti í 2. sæti
11:31:39 Iceair aviators (Árni, Sigrún Björg, Tómas) lenti í 7. sæti

p.s.
Látið vita ef einhverja vantar.
Annars eru heildarúrslitin að finna á marathon.is

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Reykjavíkurmaraþon

Ágætu félagar,

Munið að skrá ykkur fyrir miðnætti á morgun 18. ágúst, á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is). Endurgreiðsla frá Skokkklúbbnum miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir þennan tíma.

Til að fá þátttökugjaldið endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningsnúmer, kennitala og vegalengd ef hana er ekki hægt að ráða af upphæðinni. Þá þarf einnig að klára hlaupið með bros á vör.

Athugið að skrá þarf í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins. Þegar hafa einhverjar sveitir verið myndaðar. Notum þennnan þráð og 'comment' hér að neðan til að koma saman sveitunum í öllum vegalengdum og notum sveitaheitin Icelandair A, Icelandair B, osfrv. Samhliða þessum munum við taka saman lista á fimmtudaginn og raða í sveitir á grundvelli þátttökukvittana sem gjaldkeranum berast.

Icelandair Group mun styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Skráið ykkar á myWork fyrir börnin.

Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins

mánudagur, ágúst 16, 2010

ASCA Cross Country Dublin 2010

Eftirfarandi skeyti barst fyrir helgi:

"ALSAA Aer Lingus Sports Clubs

Invites all our ASCA friends to Dublin to take part in the Annual Cross Country Race on October 30th 2010.

The package price of €120 pp will be paid in cash at the captain’s meeting.

Hotel details: Clarion Hotel, Dublin Airport. (4*). www.clarionhoteldublinairport.com
Room Rates (incl Breakfast): €75 Single Room, €85 Twin Room, €95 Triple Room.
Extra Nights: Same Rate.

Contact hotel directly on info@clarionhoteldublinairport.com or +353 1 808 0500 to arrange accommodation and mention ‘ASCA Cross Country Event’ to get special rate. All hotel bills to be paid for by the guests.

The hotel will not guarantee the special room rates after 14th October.

We look forward to meeting you all in Dublin for a good weekend or longer!

Jim Mc Evoy,
Aer Lingus ASCA Delegate.
mcevoyjim@eircom.net"

Við tökum því upp þráðinn frá því í maí þegar keppninni var frestað þá vegna eldgossins. Ljóst er að velja þarf í liðið uppá nýtt enda menn í misjöfnu ásigkomulagi eftir sumarið og enn langt til stefnu. Við taka stífar æfingar að loknu Reykjavíkurmaraþoni þannig að við getum verið félaginu, landi og þjóð til sóma. Nánari upplýsingar um val í liðið birtast hér um leið og þær liggja fyrir þó eigi síðar en fyrir mánaðarlok ágúst.
Varðandi fjárhagslegu hliðina þá skulum við reikna með að sama verði uppá teningnum og í vor þ.e. STAFF styrkir þátttakendur með flugfari + dagpeningum (20.000 ISK), þessu til viðbótar styrkir klúbburinn þátttakendur um sem svarar einni gistinótt.

Góðar stundir.

Kveðja,
Dagur formaður

p.s. Gaman væri að heyra hver stemmningin er fyrir þátttöku. Setjið inn komment á þráðinn.

föstudagur, ágúst 13, 2010

Subway hlaupið 13. ágúst



Mættir í Subway hlaup #2 í dag voru Subway-kóngarnir, Dagur, Ársæll, Huld, Sigrún, Oddgeir og Rúna. Á sérleið voru Jón og Óli.
Það var mettþátttaka í hlaupið og gaman að sjá mörg ný andlit í hlaupinu. Greinilegt að hlaupið er að festast í sessi hjá mörgum hlaupurum sem bíða spenntir eftir næsta hlaupi. Farin var hefbundin Subway hringur sem er að koma við á Subway Borgartúni, Austurstræti og Hringbraut, mikilvægt er að "klukka" hurðina á öllum stöðunum.
Eftir hlaupið var haldið subway party þar sem allir þátttakendur og aðrir á sérleið gæddu sér á dýrindis partyplöttum frá Subway og var myndin tekin við það tækifæri.
Í dag var ekki bara Subway hlaup á dagskrá því það var líka lokamæling í fitubollukeppni Dags og Guðna. Til að gera langa sögu stutta þá lét Guðni ekki sjá sig þrátt fyrir að hafa farið í klippingu og gefið blóð til að reyna létta sig. Einnig hefur heyrst að Guðni hafi ekki borðað í marga daga og menn velta fyrir sér hvort hann komst ekki sökum næringarskorts!

Kv. Sigurgeir

fimmtudagur, ágúst 12, 2010

Subway hlaup föstudaginn 13. ágúst 2010


Sæl

Nú er komið að næsta Subway hlaupi sem verður haldið föstudaginn 13. ágúst 2010 og er brottför frá HLL kl. 12:00 í stað 12:08! Þetta er hlaup sem hentar öllum jafnt byrjendum sem lengra komnum og verður hraða stillt í hóf. Sú breyting verður frá fyrsta hlaupi þar sem hver og einn þurfti að kaupa sér bát mánaðarins að núna mun FISKOKK bjóða partýplatta frá Subway sem verður í boði eftir hlaupið.

Til upprifjunar þá er hér linkur á síðasta Subway hlaup sem fór fram í mars 2009 ;o)
http://fiskokk.blogspot.com/2009/03/subway-motaroin-20-mars.html

Kveðja,
Subway Kóngarnir

9 dagar í RM

Mættir: Dagur, Fjölnir, Guðni, Oddgeir, Óli og Sveinbjörn. Fjórir fyrstnefndu fóru út Hringbrautina, Vesturgötuna, Austurstræti, Laugarveg og Miklatún. Samtals tæplega 8k.

GI

miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Afmælishlaup 11. ágúst

Það sést hverjir þora í afmælishlaup aðal og drekka Egils Kristal en þeir mættu í dag í höfuðstöðvarnar til að afhenda gjöfina sem vóru 5*800m sprettir á kantinum á leiðinni kafari-Ægisíða. Þau sem vóru svo elskuleg að mæta eru eftirtalin: Ársæll, Johnny Eagle, Gústa-ló, Day with(K)Night, Fjölnismenn, Oddgear, S1 og 2...gleymi ég einhverjum? En allavega langaði mig mikið eftir æfingu að æfa mig aðeins fyrir Íslandsmótið í hrútaþukli og voru menn mjög áfjáðir um það verkefni, a.m.k. liðsmenn í baðklefa karla, en ekki varð neitt úr áformum mínum því eiginmaðurinn firrtist við og þvertók fyrir allt svoleiðis. Djö...mar! Annars er það helst að frétta að eftir æfingu faldi aðal sig bakvið súlu við sundlaug og brá hverjum liðsmanninum á fætur öðrum með fólskulegu framstökki. Varð þar með 2 liðsmönnum ofbrugðið því aðeins var meiningin að bregða formanninum, og það all rækilega, vegna vangoldinna hefnda. Telst nú fullhefnt, en hinum ofbrugðnu var veitt áfallahjálp í skýli 9, við suðurenda flugbrautar og eru þeir hérmeð beðnir velvirðingar á uppákomu þessari!
Takk fyrir í dag, alls rúmir 7K
Kveðja-afmælisbarnið! ;)

þriðjudagur, ágúst 10, 2010

Hádegisæfing 10. ágúst

Mættir: Sveinbjörn (sér),Dagur, Guðni, Rúna Rut, Oddgeir, Sigrún og síðan mættum við Gerði úr Fjárvakri og Ársæli Hawai, á siglingu á austurleið. Fórum Hofsvallagötu (ætla ekki að reyna að skilgreina hvort hún var réttsæl eða rangsæl)á ágætu rúlli. Dagur hefur hafið lokaundirbúning fyrir RM, hann tekur síðustu 2 vikurnar föstum tökum, aðra vikuna létt og hina rólega.
Við hin erum bara á okkar róli sem er allavega.
Alls 8,6K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, ágúst 09, 2010

Hádegi 9. ágúst 2010

Mættir: Ársæll,Bogi,Dagur,Guðni,Halldór,Jón Örn,Oddgeir,Sveinbjörn.

Fóru einir sér eða í smærri hópum (3 var stærsti hópurinn) allt að 8K (Hofs).

GI

Formaður í fjölmiðlum

Formaðurinn má vart dífa stórutánni í Nauthólsvíkina þá eru fjölmiðlarnir mættir á svæðið. Árið 2007 var það þýska sjónvarpsstöðin ARD sem tók hálftíma langt viðtal og núna aftur í júlí var Skjáreinn mættur á svæðið þegar pilturinn tók þátt í Fossvogssundi.

Sjáið þáttinn á vefsvæði Skjáeins.

Kringum 4:15 og 6:36. (Samkvæmt þessu hefur það aðeins tekið rúmar tvær mínútur að synda þennan kílómeter).

þriðjudagur, ágúst 03, 2010

Hádegisæfing 3. ágúst

Mættar voru þrjár konur og einn karl, eða þau Rúna Rut, Huld, Sveinbjörn og Sigrún. Sveinbjörn var á gönguslóðum vegna bakvandræða en hinar fóru Hofsvallagötu með síamstempóhlaupi.
Alls um 8K og allir glaðir!
Kveðja,
Sigrún

Reykjavíkurmaraþon-munið að skrá ykkur

Ágætu hlauparar!

Sjóðsstaða Skokkklúbbsins er góð og er félagsmönnum boðin frí þátttaka í Reykjavíkurmaraþonið 21. ágúst 2010.

Klúbbmeðlimir skrá sig á vef Reykjavíkurmaraþons (www.marathon.is) líkt og aðrir þátttakendur en fá síðan þátttökugjaldið endurgreitt.

Til að fá endurgreitt þarf að áframsenda þátttökukvittun sem berst í tölvupósti til gjaldkera klúbbsins (fjolnir.arnason@icelandair.is) þar sem fram kemur reikningnúmer og kennitala.

Endurgreiðslan miðast við að skráning í hlaupið fari fram fyrir 18. ágúst, sjá verðskrá hlaupsins.

Á móti gerum við ráð fyrir að allir keppi undir merkjum 'Icelandair' í sveitakeppninni, hlaupi eins og vindurinn, komi glaðbeittir í mark og hafi gaman að öllu saman.

Samhliða hlaupinu ætlar Icelandair Group að styrkja Vildarbörn um 500 punkta fyrir hvern kílómeter sem starfsmenn hlaup. Fylgist með á myWork og skráið ykkar þar þegar sá tími kemur.

Athugið að skrá þarf sig í sveitakeppnina sérstaklega á vef hlaupsins.

Kveðja,
Dagur Egonsson
Formaður Skokkklúbbsins

Barðsneshlaupið

Tvær vegalengdir voru í þessu hlaupi sem fór fram þann 31. ágúst, 13K og 27K.
Einn félagsmaður tók þátt í lengri vegalengdinni:
8 2:39:00 Viktor J. Vigfússon
Frábær árangur, til hamingju!
Hér má sjá heildarúrslit.
Kveðja,
IAC