miðvikudagur, febrúar 03, 2010
ASCA Cross Country Event Dublin
"Dear Delegates,
Aer Lingus invites you to Dublin on 7-9 May to compete in the ASCA Cross Country event. The hotel details are on the ASCA calendar and the package details will be posted in a few days.
I am finalising the Bridge event, full details in a few days.
Best Regards,
Jim Mc Evoy,
Aer Lingus Delegate."
þriðjudagur, febrúar 02, 2010
Æfingar fyrir karla yfir 40
Aðal
Til upprifjunar
Þarna var bjútíið ekki orðinn tvíburafaðir og þ.a.l. ekki með nema lítinn hluta þeirrar ábyrgðar sem á honum hvílir í dag.
SBN
Hádegisæfing 2. febrúar

Smá kuldi í dag en annars ljómandi fínt veður. Mættir: Forstart-Bjöggi, Anna Dís og Oddný (caught at the scene of the crime), Sveinbjörn og Jói sér en Dagur, Sigurgeir Vínarfari, Oddgeir, Bryndís og Sigrún fóru Hofsvallagötu en strákarnir lengingar á kapla og blaðburðar, með látum. Þó vill formaður koma því á framfæri að Oddgeir fær "dnf" í kladdann að þessu sinni, þrátt fyrir lipurlega framgöngu í byrjun. Annars allt tíðindalítið af vestur vigstöðvum.
Alls milli 8,6 og 9,3K
Lifið heil. :)
Sigrún
Ath. Lýst er eftir nokkrum félagsmönnum og eru þeir beðnir um að gefa sig fram við næstu strandstöð landssíma Íslands strax: (ekkert hefur spurst til um ferðir þeirra síðustu misseri)
Karl Thode Karlsson
Guðni Ingólfsson
Sigurður Anton
mánudagur, febrúar 01, 2010
Hádegisæfing 1. febrúar
Alls frá 7-8,6K
Kveðja,
Sigrún
Orð dagsins: (tileinkuð Bjútí-inu en gagnleg öllum)
perfer et obdura; dolor hic tibi proderit olim
Be patient and tough; some day this pain will be useful to you.
föstudagur, janúar 29, 2010
Formúla fyrir hlaupaár

Ég hef engann tíma til að fara út í nákvæmar skýringar á því hvernig á að nota formúluna og læt ykkur um að finna út úr því. Allavega er x = bmi stuðullinn á mismunandi æviskeiðum og n = næringarupptaka á helstu byggingarefnum líkamans yfir sama tímabil. Út úr þessu fæst það sem ég kýs að kalla Q-Score sem er sá fjöldi hlaupaára sem viðkomandi á eftir af sinni farsælu ævi.
Það merkilega við þessa formúlu að hún lýsir einnig hlutfallinu milli skreflengdar fullorðins Navi og lengd handleggs frá handarkrika að rótum þumalfingurs. Hvernig á þessu stendur veit enginn...
Freaky Friday 29. janúar
Góða helgi-
Alls 8K
Sigrún
Setning dagsins er í spurningaformi: "Þarf maður að vera vitlaus ef maður þekkir ekki J.D. Salinger og hefur ekki áhuga á bókum en hefur verið í skóla og þekkir samt Galloway?"
Svarið við þessu fæst í næsta þætti þegar "Nurse Piggy says: You have to be quick, Dr. Bob, the patient is sinking". ("What is he thinking? That is the question?")
fimmtudagur, janúar 28, 2010
Hádegisæfing 28. janúar
Það voru tvær leiðir í boði í dag, sér og Hofsvallagata. Þegar við komum að póstkassanum var formaðurinn mættur á svæðið til að merkja við hverjir voru mættir. Það sem stendur upp úr í dag er að formaðurinn var á bíl og hefur undirritaður aldrei séð hann á bíl áður!
Kv. Sigurgeir
miðvikudagur, janúar 27, 2010
Hádegisæfing 27. janúar
Ath. Fréttst hefur að DE stundi brettahlaup í Boston og velta menn því fyrir sér hvort hann hafi ekki útivistarleyfi í USA. Maður spyr sig?
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, janúar 25, 2010
föstudagur, janúar 22, 2010
Hádegi 22. jan 2010
Saman hópurinn hljóp um vesturbæ og Þingholt. M.a. annar hlaupið fram hjá núverandi og fyrrverandi bústað Erlendar. Vonir stóðu til að hópnum yrði boðið í vöflur en ekki varð úr því. Ýmsar sjaldfarnar götur hlaupnar. Endað á einni Crossfit æfingu í boði Erlendar (fyrst hann klikkaði á vöflunum).
Samtals 8,4 á 43:47
GI
fimmtudagur, janúar 21, 2010
Hádegisæfing 21. janúar
Vegna veðurs var farið í Öskjuhlíðina og teknir 5 x sprettir á Bláa hringnum. Frá starti inní skóginum upp og niður brekkuna þar sem spretturinn endaði og síðan joggað tilbaka að startinu. Fín æfing og var gaman að sjá félaga Tómas á sinni fyrstu æfingu. Vonandi eigum við eftir að sjá meira af honum í framtíðinni.
Dagur, formaður
Félagsmaður sigurvegari í 5k hlaupi
Góður árangur þar.
Dagur, formaður
miðvikudagur, janúar 20, 2010
Orðabók FI SKOKK-fyrir fólkið á gólfinu
Af gefnu tilefni:
Aðal= aðalritari FI-skokk/geitin, eða bara eitthvað sem hentar (Sigrún Birna Norðfjörð), öðru nafni IAC (Icelandair Athletics Club)
Bjútí= Björgvin Harri Bjarnason (alias Bjöggi bjútí, eða B.B.)
Drottningin= Bryndís Magnúsdóttir (búin að keppa í ASCA öll árin að ég tel)
Cargosystur/bræður= Sigurgeir Már Halldórsson (Glamúr)og Fjölnir Þ. Árnason
Doris Day&Night=Dagur Björn Marcher Egonsson (Der Führer/harðstjórinn, sköllótti þjálfarinn(erlendis) og Guðni Ingólfsson (Hardcore dept.)
Gnarr, Gnarinn= Jón Gunnar Geirdal, stundum Geirdallurinn.
Hérinn, Síams, Prototýpan og fl.= Huld Konráðsdóttir (fyrirmynd aðal).
Hössi/Roadrunner/Höskuldur hugumprúði= Höskuldur Ólafsson, áhangandi og eitt af flaggskipum FI skokk.
JB (JayBee)= Jens Bjarnason, margreyndur hlaupari.
Karate Kid/Briemarinn= Ólafur Briem, 3rd floor.
Johnny Eagle= Jón Örn, skemmtileg "comment" einkenna viðkomandi.
Jóhann Úlfarsson= Joe Boxer, The Mad Rocker og fl. Einn af stofnendum klúbbsins.
Oddgear/Oddurinn/O-man= Oddgeir Arnarson.
Sveppi/Sveppurinn/Duckwatcher-inn (endurskoðandi), Chuckar-inn= Sveinbjörn Egilsson, innri endurskoðun.
RRR (Triple R)= Rúna Rut Ragnarsdóttir, nýliði á siglingu.
Victory City= Sigurborg frá Icehotels.
Vonandi varpar þetta einhverju ljósi á persónur og leikendur í farsa FI skokk, öðru nafni IAC. Endilega komið með ábendingar, því eflaust gleymi ég einhverjum óviljandi.
Bestu kveðjur,
aðal (SBN)
Hádegisæfing 20. janúar

Ógó margir í dag: Dagur (hardcore), Guðni (í kærastahorninu), Huld (on the sideline), Óli (as himself), Sigurborg (victory city), Rúna Rut (Triple R), Ólafur (Doppelgänger 3D), Jói (frumherji), Sigurgeir (hælisleitandi), Fjölnir (FH-ingur), Sveinbjörn (Chuck-arinn m. leyfi höf.), Oddgeir ("magn er ekki sama og gæði"), Bryndís (frá Suezskurðum.org), Jón Örn (from Eagleville), Ingunn (huldumey úr skógi)og loks aðalritarinn (á topp 10). Úff...(Dagur bað mig sko sérstaklega að uppnefna alla í dag, ekki halda að ég hafi gaman af þessu!) Fórum í einni slummu *Bíp*-Hofsvallagötu hvar þeir 4 fyrsttöldu tóku tempólengingar "in bítvín" en nýliðarnir, sem nota bene, eru í stórsókn, fóru flugvallarhringinn, sem ber að hrósa sérstaklega fyrir. Mr. Eagle var á eigin vegum, enda kann hann ekki við þegar aðalritari lýsir æfingum með orðunum "rólegt recovery" þegar allt annað er uppi á teningnum. Þið hafið heyrt um áfallastreitu og viðbrogð við henni, jú, t.d. er það aðalritara mikið áfall að sjá hve blómlega er staðið að innleiðingu kvenkyns nýliða í FI-skokk hópnum og minnist ekki sérstaklega að hafa fengið slíka drottningarmeðferð í árdaga. Til að sporna við þessu augljósa óréttlæti hefur hann gert annarra orð að sínum, eða: "when the going gets tough, the tough goes shopping" enda skellti hann sér í Intersport og keypti sér lyftingasett...þannig að....
Alls 8,7-9,3K
'A presto'-
aðalritari ;)
þriðjudagur, janúar 19, 2010
Hádegisæfing - 19. janúar
Æfing dagsins leiddi okkur að 'K'inu inní kirkjugarði. Teknir voru 5 hringir + 1 bónussprettur. Skemmt er frá því að segja að Ása hleypti lífi í keppni milli manna. Sigurgeir gerði sitt ýtrasta til að halda í við spúsu sína og tókst það fyrstu fjóra. Í fimmta spretti heyrðust viðvörunarhróp og hvatningarköll frá Fjölni, síðan angistarstunur frá Sigurgeir þar sem Ása þeystist fram úr honum og kom í mark á undan. Blóðbragð var bragð dagsins enda ekki lagt upp með annað. Í bónussprettnum kom RRR (ætlar Laugarveginn í sumar) verulega á óvart og fylgdi formanninnum upp í miðja brekku á feikna hraða, hún á bersýnilega mikið inni. Sigurgeir rak lestina í síðasta sprett, gjörsamlega búinn. Fjölnir var skynsamur allan tímann og skilaði sínu.
Á leiðinni tilbaka var tekinn léttur sprettur gegnum hlíðina þar sem Óli birtist allt í einu át off nóver.
Kveðja, Dagur (formaður)
mánudagur, janúar 18, 2010
Hádegisæfing 18. janúar
Kellurnar fóru saman á meðan tuddarnir þjösnuðust á klakanum Suðurgötu, Hofs og Lynghaga. Farið var yfir stöðuna eftir Vetrarhlaupið og spáð í spilin varðandi væntanlegt ASCA lið. Guðni lagði til að við héldum úrtökumót fyrir ASCA hvort sem verður af keppninni eða ekki, bara svona til að setja standardinn. Nýr félagsmaður Viktor Vigfússon ITS, hljóp á góðum tíma - hraðar en sumir.
Sigurgeir var stóryrtur að venju, gerði gys að magninu hjá Fjölni, sagði að magn væri ekki sama og gæði og tók Oddgeir undir það. Sigurgeir sagði einnig að Fjölnir yrði alltaf 5 mín á eftir sér... sjáum til hvernig það fer.
Enginn í þessum hópnum hafði hug á að fara Laugarveginn svo vitað var, en Sigurgeir ætlar með frúnni í Óshlíðina, spurning hvort ekki verði stemmning. Einnig var rætt um Frjálsa Laugarvegshlaupið sem reyndar hefur fallið niður tvö síðastliðin ár af óviðráðanlegum ástæðum. Að lokum var mönnum tíðrætt um parathon og það hvernig og með hvaða skilyrðum ætti að para þátttakendur saman - margvíslegar skemmtilegar hugmyndir komu fram.
Kveðja, Dagur (formaður)
sunnudagur, janúar 17, 2010
laugardagur, janúar 16, 2010
föstudagur, janúar 15, 2010
Eftir Powerade æfing 15. jan.
Alls um 8K
Góða helgi,
Sigrún
fimmtudagur, janúar 14, 2010
Hádegisæfing 14. janúar
Alls 10-10,7 km
Óskalag dagsins er tileinkað þeim sem mættu ekki og þeim sem keppa í kvöld:
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, janúar 13, 2010
Framkvæmdaáætlun 2010
6. maí, Icelandair-hlaupið (framkvæmdastjóri Sigurgeir)
Maí, Þrjár fjallgöngur, síðasta gangan verður yfir Esjuna í Kjós þar sem Ársæll býður til veislu á ættaróðali sínu (Jói og Sveinbjörn)
5.-25. maí, Hjólað í vinnuna 2010 (Guðni og Dagur)
14.-15. ágúst, Hjólaferð Landmannalaugar-Þórsmörk (Sigurður Anton)
21. ágúst, Reykjavíkurmaraþon, klúbburinn stefnir á að fjölmenna
25. september, WARR London (Jens og Bryndís)
15. október, Aðalfundur og árshátíð
Þess utan eru að sjálfsögðu æfingar alla virka daga í hádeginu frá HLL klukkan 12:08 og aragrúi annarra atburða sem klúbburinn hvetur til þátttöku í.
____________________________
f.h. stjórnar IAC
Dagur Egonsson
Hádegisæfing 13. janúar
Úff, en allavega af þeim sem ég man mættu þessir: Guðni, Dagur, Jói, Jón Örn, Ársæll, Bjöggi, Sigurbjörg, Rúna Rut með fylgdarsvein (Árni...getur það passað?),(editor's note: Ólafur Loftsson) Huld og Sigrún og svo mættum við tveimur Guðrúnum á útleið. Fórum rangsæla Hofsvallagötu í svakalega fínu vorveðri en hópurinn tvístraðist fljótlega og ekki er ljóst hvert megnið af hlaupurunum fór en Jón Örn fór Suðurgötuna og Jói gerði slatta af armbeygjum eftir æfingu. Mikilvægar læknisfræðilegar upplýsingar komu fram á leiðinni eftir Ægisíðu og fara þær hér á eftir:
1. Stundum er Oddgeir blár og kaldur að reyna að ná sambandi með skottinu (sbr. Avatar), en ég er þess fullviss að þessi tilvitnun er ranghermd þótt hún hafi e.t.v. eitthvað sannleiksgildi.
2. Ef gerð er nýrnaígræðsla (transplant)er gamla nýrað látið vera og eru menn þá með 3 nýru þangað til það óhreyfða hrörnar/visnar og verður óstarfhæft af náttúrulegum völdum. Við þessa staðreynd setur nokkurn ugg að FI skokkurum sem sjá þetta fyrir sér sem allegoríu/myndlíkingu hvar nýr meðlimur birtist í hlaupaklúbbnum sem hægt og rólega bolar hinum gamla meðlim út sem visnar og deyr af náttúrulegum orsökum sökum hinnar fersku yfirtöku nýja meðlims. Enginn sem mætti í dag hefur hugsað sér að upplifa þetta og hyggjast menn nú æfa sem aldrei fyrr.
Alls um 8,7 km en aðrir með aðeins minna
Minni á Powerade annað kvöld fyrir fullorðna.
Kveðja,
Sigrún
Óskalag dagsins Bjöggi, this one is for you.
þriðjudagur, janúar 12, 2010
Hádegisæfing 12. janúar

Fín mæting í dag á rólega æfingu: Óli (ormagöng), Sveinbjörn (líka), Jói, Dagur, Bjöggi og Sigrún fóru fínan skógartúr með viðkomu í skógrækt í Fox og þaðan upp áleiðis að Perlu með exiti inn í Öskjuhlíð, hvar 3*3 krossfit æfingar voru teknar við upphífingastöð K. Thode Karlssonar. Yndislegt vor/haustveður var í boði almættisins í dag og ótrúlega falleg fjallasýn í panorama útsýni. Það virðist sem svo að sumir FI skokkfélaga hafi ánetjast röngum hluta af æfingaprógrammi klúbbsins, þ.e. lestri bloggsíðunnar en þeir hinir sömu eru eindregið hvattir til að láta til sín taka á hlaupastígunum í bland við lesturinn. Að vera eða að vera ekki á æfingu, þar er efinn.
Alls um 7km
Kveðja,
aðal ofurbloggari
mánudagur, janúar 11, 2010
Hádegisæfing 11. janúar
Það voru: Jón Örn (Suðurgata), Sveinbjörn (líka), Jói (vildi ekki stytta og fór um 7km), Óli (einn af nýju Lobbyistunum, þ.e. hannn hangir í hótellobbýum og gerir armbeygjur), Dagur formaður, Guðni, Sigurgeir, Huld og Sigrún héldu vestur í bæ hvar Óli tók lengingu með Guðna og Dagur fór enn lengra en H, S og S fóru Hofsvallagötu. Núna þegar dag tekur að lengja og sól hækkar á lofti er upplagt að skrá sig á póstlista formanns og fá tilboð frá einkaklúbbnum um helgar. Tilboðin gilda ýmist á laugardags- eða sunnudagsmorgnum og spanna millilöng hlaup og eða fjallaklifur. Ræsing er nokkuð snemmbúin en þátttaka sýnir að hlaupaleiðirnar eru fyrir alla. Fjöldi þátttakenda í vetur hefur spannað allt frá 0 upp í 3 mest sem best sýnir þá gríðarlegu grósku sem á sér stað innan skokkklúbbsins.
Í dag 7-7,8-8,7-9 km.
Sólarkveðja,
Sigrún aðalritari
föstudagur, janúar 08, 2010
Freaky Friday 8. janúar
Af því tilefni er þetta óskalag:
Alls 7,4K
Orð dagsins:
Þó að feli skúrir skin,
skugga aukist valdið,
meðan einn ég á mér vin
áfram get ég haldið.
- Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson
Góða helgi,
Sigrún B. aðalritari
fimmtudagur, janúar 07, 2010
Hádegisæfing 7. janúar
Mættir voru í glampandi sól: Bjöggi á 180 bpm, Guðni sem gleymdi sér, Dagur sem hefur ofurtrú á klósettpappír, Óli sem er hlunnfarinn í nesti miðað við smáfugla og undirrituð sem er á vinstri beygju á stefnu. Fórum Valsleið vestur í bæ hvar aðalritari hélt að hann slyppi létt með venjulegri Hofsvallagötu en svo reyndist ekki vera því rakleitt skyldi halda upp á Akranes. Restin af leiðinni er í þokumóðu en þó brá fyrir Brunnstíg, höfninni með viðkomu í skipi, Laugavegi, Vitastíg en síðan um ormagöng á Eiríksgötu, Valsheimili, Öskjuhlíðarstokkur (Yura-brekkan ef menn voru í Val), þó ekki með mann á bakinu, eins og var til siðs, hjáleið og niður 3. kolkrabbaarminn á hótel. Ofurfallegt veður og vor í lofti (var það ekki annars?)en launhált á stöku stað.
Alls hlaupnir 8,5 km
Kveðja,
Sigrún
Hér má líta myndband sem ku vera lýsandi fyrir stemninguna sem ríkir í baðklefa FI Skokk eftir æfingar. Þarna má greina þjálfara, vanan meðlim og nýliða sem augljóslega er ekki vel áttaður um stéttaskiptinguna innan hópsins.
miðvikudagur, janúar 06, 2010
No whining Wednesday 6th of January

...eða þannig. Það mátti allavega ekki væla neitt á miðvikudögum á undangengnu misseri og ég held að það bann sé enn í fullu gildi. Þessir mættu á æfingu dagsins, óvitandi um örlög sín: Jón Örn, Guðni, Dagur, Sigurgeir, Huld, Rúna Rut , Bjöggi og Sigrún. Sigurborg frá hótelum fór sér, enda skynsöm snót. Eitthvað los var á hópnum í upphafi æfingar og það var ekki fyrr en stefnan var tekin á Fossvog úr Nauthólsvík er aðalritari, óvitandi síns vits að vanda, áttaði sig illu heilli á því að nú skyldi þráfaldlegri beiðni hans um töku kolkrabbans sinnt. Greina mátti nokkra tilhlökkun í hópnum við rætur fyrsta arms krabbans og sóttu menn misgóðar minningar í langtímaminnið, ef slíkt var til staðar. Það verður þó að teljast þjálfaranum til tekna að hann ætlaði okkur ekki nema 3 arma í þetta sinn en sá 4. bíður betri færðar, væntanlega. Sumir meðlima voru að prófa þessa æfingu í 1. sinn og verður að hrósa þeim sérstaklega fyrir það. Viðtöl voru síðan tekin við þátttakendur eftir slembiúrtaki eftirá og hér eru tvö bestu svörin. Spurt var: "Hvernig fannst þér kolkrabbinn"?
Svar A: "Þetta var frábært, gaman"! (Þetta verður að teljast besta svarið en er hinsvegar rangt svar)-RRR
Svar B: "Ég er að deyja, ég sé ekki tilgang með því að lifa lengur". BB (Þetta er svarið sem telst til fyrirmyndar og það svar sem rannsakandi var að slægjast eftir)
Allir komust þó á réttu róli til mannheima og vóru alsælir með útiveru dagsins, "seize the day" eða "carpe diem" eins og Horace hefði viljað hafa það, hefði hann verið á æfingunni, altso.
Alls 7,3K
Kveðja,
aðalritari
þriðjudagur, janúar 05, 2010
Hádegisæfing 5. janúar
Meiningin var að taka kolkrabbann í dag þannig að þeir sem ekki mættu sökum þess geta ekki glaðst og talið sig sloppna því æfingin fór ekki fram, henni var frestað þangað til frost nær a.m.k. -8 gráðum á °C. Í stað þess fór fríður flokkur Hofsvallagötuna í sól og blíðu (brrr)en hardcore hópurinn fór í lengingu.
Alls styttra 8K en lengra 8,6K
Ég vil benda áhugasömum á að Laugavegsskráningin hefst í dag og þá gildir að vera fljótur að ákveða sig. :)
Góðar stundir,
Sigrún
mánudagur, janúar 04, 2010
Nýársæfing 4. janúar
Alls 8,7-9K
Góðar stundir,
aðalritari
laugardagur, janúar 02, 2010
Gamlárshlaup ÍR-úrslit
Heildarúrslit:
Karlar:
38:30 Höskuldur Ólafsson (2. í flokki)
39:38 Dagur Björn Egonsson (4. í flokki)
41:25 Jón Gunnar Geirdal Ægisson (34. í flokki)
45:05 Fjölnir Þór Árnason (25. í flokki)
47:10 Jens Bjarnason (27. í flokki)
49:39 Helgi Marcher Egonsson (47. í flokki)
53:12 Björgvin Harri Bjarnason (171. í flokki)
54:09 Sveinbjörn Valgeir Egilsson (19. í flokki)
56:20 Tómas Beck (212. í flokki)
Konur:
41:10 Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (1. í flokki)
51:09 Rúna Rut Ragnarsdóttir (32. í flokki)
59:00 Helga Árnadóttir (86. í flokki)
(Ef einhverjir telja sig hlunnfarna má koma með ábendingar í "comment" hér að neðan)
Gleðilegt ár og sjáumst hress á æfingu.
IAC
þriðjudagur, desember 29, 2009
Hádegisæfing 29. desember
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, desember 28, 2009
Hádegisæfing 28. desember

Mætt í dag í fyrsta snjóhlaup ársins: Sveinbjörn (sér), Óli (sér) en Dagur, Huld og Sigrún saman. Tókum hefðbundna Hofsvallagötu í loðnu færi í rólegheitum. Dagur hefur sett smá kynningu á hlaup.is undir hlaupahópa um skokkklúbb Flugleiða. Þetta er hugsað til þess að kynna starfsemi klúbbsins og bjóða þá sem hafa áhuga á að mæta velkomna. Gríðarlegur árangur náðist í dag á æfingu dagsins en þá mættu 3 af fastahlaupurum á æfingu (fyrir utan sérleiðarfólk) og telst okkur til að fleiri hafi mætt en vildu. Hvort þetta er jákvætt eða neikvætt er huglægt mat túlkenda. Heit umræða myndaðist innan hópsins um jólakveðjur, þ.e. hvenær er tilhlýðilegt að bjóða gleðileg jól, gleðilegt ár og þessháttar. Ekki telst við hæfi að bjóða gleðilegt ár t.d. fyrir áramót, nema ef sá sem kveðjunni kastar hyggist ekki sjá viðkomandi fyrr en að áramótum liðnum. Það sama á við um jólakveðjur. Ekki þykir við hæfi að bjóða gleðileg jól fyrir jól, þegar jólin eru ekki komin. Þetta er verðugt rannsóknarefni fyrir málfarsráðunaut skokkklúbbsins. Síðan er vafaatriði með dagana milli jóla og nýárs, hvað ber að segja þá? "Gleðilega hátíð", kannski. Eða ekki? Setning dagsins var þó klárlega frá hótelgestum sem biðu í snjómuggu fyrir utan hótel við upphaf æfingar:"Are you going running NOW?", og svo síðar í samtalinu: "You look like a an ultra-marathoner". Glöggir lesendur verða svo að reyna að finna út við hvern þessi skemmtilega athugasemd á. Sá hinn sami mun allavega lifa eitthvað á henni framyfir áramót.
Alls 8,6 km
Kveðja góð,
Sigrún
sunnudagur, desember 27, 2009
Gamlárshlaup Í.R.
Minnum á þetta skemmtilega hlaup þar sem gamla árið er kvatt með 10 km hlaupi. Hvetjum alla til að mæta!
Forskráning hafin á hlaup.is
Kveðja,
IAC
miðvikudagur, desember 23, 2009
Þorláksmessuæfing 23. desember

Í forstarti: Jón Örn. Á pinna: Dagur, Sigurgeir, Gnarr (í skötuskóm (skate)), Oddgeir, Huld og Sigrún. Fórum Hofsvallagötu í strekkingi en Dagur og O-ið fóru lengingu Kapla/blaðburðarstubb. Andi skötunnar sveif yfir vötnum en var meira innan frá hjá aðalritara, sem át heiftarlega yfir sig af ammoníaksleginni og floti í gærkveld. Þeir sem hyggja á skötuát í dag munið að enginn er maður með mönnum nema að borða a.m.k. 3 diska.
Lifið heil og gleðileg jól!
Alls frá 8,7-9,3 km.
Sigrún
Hádegisæfing 22.des
Jólakveðja, Fjölnir
mánudagur, desember 21, 2009
Hádegisæfing - 21. desember
Talandi um sjósund að vetri og finnskt icehole swimming, hér er hvernig Kanadamenn stunda þessa íþrótt.
Kveðja,
Dagur, formaður
föstudagur, desember 18, 2009
Frjáls föstudagur 17. desember
Athugið: Ef drukkinn er Jólakaldi (bjór) og Viagra brutt með verður til ástand sem kallast stinningskaldi, en það var einn úr hlaupahópnum sem skýrði okkur frá þessu í gær, enda hefur hann einstaklega góða reynslu af slíkri iðju.
Góða helgi,
Sigrún
fimmtudagur, desember 17, 2009
Jólaæfing 17. des. kl. 17:08
Skemmtileg æfing í frábærum félagsskap. Því miður var fríður flokkur ekki festur á filmu en ég votta það að hann var óvenjufríður þetta árið!
Góðar stundir,
Sigrún
miðvikudagur, desember 16, 2009
Hádegisæfing 16. desember
Fórum rólegan og skemmtilegan hring frá HLL í boði formanns. HLL-Fossvogur-Borgarspítali-Suðurver-Framheimilið-Kringlan-Öskjuhlíð-HLL.
Æðislegt veður, stillt og fallegt".
Alls 7,5km
Kveðja,
Sigrún
Ath: Sérstaka athygli vakti SE en hann birtist ítrekað aftur og aftur, þegar síst skyldi, en hvarf þess á milli niður í ormagöng.
þriðjudagur, desember 15, 2009
Jólaæfing IAC næsta fimmtudag 17. des.

Skokkklúbbur Icelandair heldur sína árlegu jólaæfingu á fimmtudag 17. desember. Allir félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegri æfingu sem endar í heita potti sundlaugar hótels Loftleiða að vanda, þar sem boðið verður upp á drykk. Velunnarar og áhangendur klúbbsins eru einnig velkomnir. Mæting er við inngang hótels og verður lagt af stað kl. 17:08. Athugið að æfingin er við allra hæfi.
Kveðja,
Stjórn IAC.
Hádegisæfing 15. desember
Flestir komu þó óskaddaðir í mark og rauk hitaský upp af mannskapnum, sökum áreynslu.
Alls mældust þessar vegalengdir milli 8,4K-7,7K.
Athugið: einn félagsmaður hefur verið að villa á sér heimildir með bæði dulbúningum og kennitöluflakki í vetrarraðhlaupinu og er sá hinn sami beðinn að láta af þeim ósköpum enda tefur það alla úrvinnslu hlaups. Þetta eru bein tilmæli frá formanni klúbbs.
Góðar stundir,
Sigrún
mánudagur, desember 14, 2009
Hádegisæfing 14. desember
Alls DE 10K, GI 9,3 ca. -aðrir með allt frá 9 niður í eitthvað pínulítið af k-áum.
Kveðja,
SBN
laugardagur, desember 12, 2009
Powerade Vetrarhlaup - Desember úrslit
39:51 Höskuldur Ólafsson (þriðji í aldursflokki)
44:33 Sigurgeir Már Halldórsson
45:04 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir (sigurvegari í aldursflokki)
46:44 Huld Konráðsdóttir (sigurvegari í aldursflokki)
46:50 Sigurður Óli Gestsson (bæting um eina og hálfa mínútu frá síðasta hlaupi)
49:18 Jens Bjarnason
51:35 Rúna Rut Ragnarsdóttir (bæting um tvær mínútur frá síðasta hlaupi)
53:54 Björgvin Harri Bjarnason (fyrsta vetrarhlaupið)
54:34 Tómas Beck
59:02 Sigurjón M. Ólafsson
Kveðja, Dagur formaður
föstudagur, desember 11, 2009
Hádegishlaup 11. des 09
GI
fimmtudagur, desember 10, 2009
Hádegisæfing 10. desember
Lagt var upp með 10k hlaupin spretti meðfram ströndinni fram og tilbaka (Guðni og Dagur), Sveinbjörn ákvað að taka 8k og var vendipunkturinn merktur með kaffimáli.
Lokatíminn á Guðna var 44:23 sem leggur sig á 4:26 meðalhraða. Sveinbjörn var á 5mín tempói út en hægði eitthvað á sér á bakaleiðinni.
Kveðja,
Dagur, formaður
miðvikudagur, desember 09, 2009
Meðlimir á ferð og flugi
Upphitunarmiðvikudagur
Allir eru hvattir til að mæta galvaskir í hlaupið sem hefst kl. 20:00 við Árbæjarlaug.
Alla 7,7-9,6 K
Kveðja,
Sigrún
þriðjudagur, desember 08, 2009
Þokkalegur þriðjudagur 8. des - Hádegisæfing
Mætt voru í dag Huld, Rúna, Dagur, Kalli, Bjöggi, Jón Örn og Alvar.
Nýliðarnir tveir síðastnefndu fór á eigin vegum 5 og 6 Km og eru klárlega að bæta sig með hverri æfingu. "Keep up the good work boys". Hin 5 (fræknu) fór Suðurgötuhring...réttsælis...rólega, eða svo var mér allavega sagt þ.e. að þetta hefði verið rólegt. Engu að síður mældust þetta 7,7 km á 42:30 ca. Allir glaðir og fínn spjallrúntur.
Bjútí
mánudagur, desember 07, 2009
Mjúkur mánudagur 7. desember
Alls ofurrrólegir 8,7 K
Góðar stundir,
Sigrún
föstudagur, desember 04, 2009
Bolludagshlaup-samt ekki feitabollu
Alls hjá síams 7,3 K en hinir á huldu.
Kveðja,
Sigrún
Drykkjusiðir meðlima
Kveðja,
Dagur, formaður

miðvikudagur, desember 02, 2009
Tilkynning frá gestaþjálfara
Sérlegir aðstoðarþjálfarar Dagur og Guðni munu sjá til þess að æfingaáætlun verði framgengt og leggja línurnar. Á morgun, föstudag, er æsileg tempóæfing mögulega með Powerade Simulator.
Gestaþjálfari mun hér eftir tileinka sér aðferðir fjarþjálfunar en þær hafa gefist einkar vel og margir náð frábærum árangri með þeirri aðferð.
Kveðja, Fjölnir Fjarþjálfi
Hádegi 2. des 2009
Dagur, Guðni, Huld og Höskuldur fóru eftir fyrirmælum gestaþjálfarans fjarverandi sem var:
"02.des, Moð á miðvikudegi
Vesturbær eða jafnvel Kópavogur/skógrækt, fer eftir veðri og stemmningu. Rólegt og hentar öllum."
Til að verða við sem mestu af skilaboðunum var hlaupið að Skógræktinni, þaðan inni í Kópavog, upp að Hamraborg og niður í Kópavoginn, þar yfir í vesturbæinn (Kópavogs auðvitað) og stystu leið heim. Byrjaði rólega en endaði hraðar enda voru menn að renna út á tíma.
Samtals 9,7k
GI
Aðstoðamaður Gestaþjálfara
þriðjudagur, desember 01, 2009
Hádegislýðveldishlaup 1. des í fimbulfrosti
Mikið skelfing var fátt á æfingunni í dag. Það voru hinsvegar hörkutólin og ofurmennin, Alvar, Dagur og Bjútí sem mættu á "pinnan" kl. 12:08. Alvar kvaðst ætla ca. 5 kvikind á sínum hraða og var góðfúslega gefið leyfi til þess af yfirþjálfara. Dagur og Bjútí fóru að tilmælum gestaþjálfara og hlupu beina leið til Jóns Sigurðssonar í tilefni dagsins, en þaðan var haldið til Jónasar og teknir 4 "Jónasar" á seinna hundraðinu (verst hvað hálkan skemmdi fyrir manni í beygjunum :-). Að svo búnu var hlaupið heim á HLL. Fínn rúntur sem endaði í rétt um 8 Km á 40 og eitthvað mínútum.
Það verður að viðurkennast að nokkrir líkamshlutar sem lítt eru brúkaðir við útihlaup voru ansi kaldir er heim var komið, enda frostið ekki nema um -7°C.
Yfir og út.
Bjútí.
mánudagur, nóvember 30, 2009
Hádegisæfing - 30.nóv
Gestaþjálfari varð fyrir nokkrum vonbrigðum með mætingu í dag hvort sem um er að kenna að loksins lét veturinn sjá sig eða hvort Huld sé með svona mikið aðdráttarafl miðað við okkur hina (líklega). Það var allavega boðið upp á bráðskemmtilega æfingu við allra hæfi og var góður rómur gerður að frumraun gestaþjálfarans. J&J fóru sérleiðir en restin fór Hofsvallagötu. Helmingur hópsins hljóp aðeins fram úr sér og fóru perra-lengingu en annars fór allt vel fram.
Á morgun er svo boðið upp á fullveldishlaup og spretti.
Kveðja, Fjölnir
sunnudagur, nóvember 29, 2009
Drög að æfingaáætlun vikunnar
30.nóv, Hefðbundinn mánudagur
Róleg Hofsvallagata við allra hæfi, möguleiki á að stytta og lengja eftir smekk en engin læti!
01.des, Fullveldishlaup FISKOKK
Fullveldisdagurinn verður tekinn af krafti og því við hæfi að hlaupa rösklega niður á Austurvöll heiðra Jón Sig. og þaðan að Tjörn og taka nokkra Jónasarspretti.
02.des, Moð á miðvikudegi
Vesturbær eða jafnvel Kópavogur/skógrækt, fer eftir veðri og stemmningu. Rólegt og hentar öllum.
03.des, Torture Thursday
Tempóhlaup, mögulega með Powerade Simulator viðbót. Ekki fyrir viðkvæma en þó boðið upp á fleiri útfæslur ef menn treysta sér ekki.
04.des, Freaky Friday
Óhefðbundinn hringur í rólegheitum og kjaftagangi.
Gestaþjálfari áskilur sér rétt til að breyta dagskrá eftir veðri, vindum og stemmningu hverju sinni.
Kveðja, Fjölnir
föstudagur, nóvember 27, 2009
Bæjarrúntur - föstudaginn 27. nóv
Mættir í dag með móral dauðans eftir kalkúnaveisluna í gær, Fjölgeir (Sigurgeir og Fjölnir), Gnarr-inn og Bjútí. Eini maðurinn sem mætti í dag með hreina samvisku (því hann mætti í gær líka) var hinn alræmdi John Eagle, sem Bjútí veit núna alveg hvað heitir :-)
Þessi kvintet "beið við staurinn" á bílastæði HLL eftir Huld Hellweek og tautuðu út í loftið, "hvað eigum við að gera, hvert eigum við að hlaupa....etc." Það varð hópnum til bjargar að yfirþjálfari og formaður klúbbsins gekk í borgaralegum klæðum yfir bílastæðið í átt að mötuneytinu og sagði hópnum að fara rólegann bæjarrúnt (það stóð víst hér á síðunni). Að svo mæltu runnu 5 menningarnir af stað í hálku og snjó. Jón Örn (John Eagle) fylgdi hópnum framan af en fór síðan eigin leið og endaði í einhverjum 6 kvikindum. Hinir fóru hefðbundinn bæjarrúnt þó með því twisti að Gnarrin var sendur í 1 Jónas í refsingu, sem var reyndar ekki svo mikil refsing en hvað um það. Hópurinn fór 8 Km á 41:20.
P.s. allir þeir sem mættu í dag höfðu létst (ekki látist) frá því stigið var á vigt síðast, er það vel.
Í guðs friði,
Bjútí
fimmtudagur, nóvember 26, 2009
Ægisíða – 26. nóvember
Samkeppni við Thanksgiving máltíð í mötuneyti var gestaþjálfara ekki í hag í hádeginu en þá kom skýrt í ljós hverjir eru alvöru og hverjir láta kalkún ganga fyrir hlaupaiðkun. Þótti því öruggara að tryggja einhverja mætingu og gestahlaupari kallaður til. Sibba mætti því HH til trausts og halds, auk hennar létu eftirtaldir sjá sig: Guðni, Jói, Alvar, Ólafur og Tómas. Lagt var af stað áleiðis vestur í bæ, Jói fór Hofsvallagötu, Guðni, Sibba og Huld fóru Meistaravelli, aðrir styttra. Sérlega ánægjulegt er að segja frá því að þetta var lengsta hlaup Jóa í 6 ár og hann hefur stefnt að því í nokkurn tíma að hlaupa Hofsvallagötuna. Því takmarki er nú náð, til hamingju Jói! Reyndu þau þrjú sem eftir voru að gera eltingaleik úr hlaupinu og þurfti Guðni að lengja tvívegis til að ná einhverri spennu í þann leik, fór þó svo að lokum að Guðni náði fyrstur að Kafara og er honum hér með óskað til hamingju með þann árangur.
Ekki er ljóst hvort gestaþjálfari kemst á æfingu á morgun en þeim sem mæta er frjálst að taka sýningarhlaup um miðbæinn að eigin vali.
Góðar stundir,
HH
miðvikudagur, nóvember 25, 2009
Hádegisæfing 25. nóvember - Vesturbær-Nes
Hössi mætti á sjálfrennireið af Toyota gerð á slaginu "Zwölf" við innganginn á Icelandair HO. Dagur, Ársæll og Bjútí sátu í vestur í bæ að sundlaug vesturbæjar. Þar voru mættir fyrir Óli Breim og nýr félagsmaður úr Fjárvakri sem búið var að kynna held ég og mér er alveg fyrirmunað að muna hvað heitir núna enda syfjaður með afbrigðum og ekkert of vel gefin "to begin with". Anyhow. Hópurinn fylgdist að fyrstu nokkurhundruð metrana en Ársæll tók svo nýliðann og fór með hann um stíga vesturbæjar og -ness en Bjútí elti "lordana" í hlaupaklúbbnum út að Lindargötu og fór þá vel þekktu leið til baka norðanmegin á nesinu, á Eiðistorg og svo heim í laug. Lordarnir "bættu við" á miðri leið frá Lindargötu og fóru auka hring vestur í Golfklúbb (þrátt fyrir fimbulkulda og rok)og svo Marathon-leiðina eftir ströndinni og svo heim í laug. Þessi hópar fóru ca. 5, 7 og 9 Km.
Þa'eldénú!
Kv. Bjútí
Myndir af nýjum félagsmönnum úr Icelandair Cargo
þriðjudagur, nóvember 24, 2009
Æfing á morgun – 25. nóvember
Á morgun verður ekkert heitt vatn í höfuðstöðvum og næsta nágrenni þannig að þeir sem vilja endilega fara í sturtu eftir æfingu verða að snúa sér annað. Þá datt gestaþjálfara að sjálfsögðu í hug að tilvalið væri að þrífa sig í Nauthólsvík eftir gott sjóbað en sú tillaga var felld hið snarasta og fullyrt að þar væri örugglega ekkert heitt vatn heldur.
Því verður farið akandi frá hóteli að Vesturbæjarlaug kl.1200 og hlaupið þaðan. Tilvalið er að fara hring um Seltjarnarnes, t.d. Vesturbæjarlaug, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Hringbraut sem gera tæpa 7km. Þetta má hlaupa rólega, hratt eða þar á milli.
Æsingur – 24. nóvember
Á æfingu í dag tókst einhverjum að telja 13 manns. Alvar, Björgvin, Bryndís, Dagur, Fjölnir, Guðni, Hössi, Ingunn, Jói, Sigurgeir, Sveinbjörn og undirrituð. Glöggir lesendur átta sig nú á því að einn vantar til að ná tölunni 13. Sá sem verður fyrstur til að benda á þann sem vantar í upptalninguna fær verðlaun.
Dagskipanin var að hita upp að kafara og taka þaðan 500m spretti í vesturátt, 4-6 stykki eftir smekk, áhuga og þörfum hvers og eins. Stærsti hluti hópsins tók þátt í þessari dagskrá og fór svo að lokum að strákarnir vældu út einn til viðbótar, svo úr urðu 7 sprettir hjá hluta hópsins og endaði í æðisgengnum endaspretti. Þurfti gestaþjálfari að beita hörðu til að koma í veg fyrir áttunda sprettinn þvílík var þörfin fyrir spretti, greinilega uppsöfnuð.
mánudagur, nóvember 23, 2009
Æskuslóðirnar – 23. nóvember
Mætt voru í björtu og köldu veðri Ása, Björgvin, Dagur, Alvar, Jón Örn, Jói og Sveinbjörn. Eftir að lagt var af stað reyttust skrautfjaðrirnar smám saman af hópnum uns eftir stóðu hin þrjú fyrstnefndu ásamt gestaþjálfaranum HH sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Langþráð tækifæri til stjórnunar var nýtt til hins ýtrasta og æskuslóðir HH heimsóttar. Hlaupið var sem leið lá í Kópavog, yfir Borgarholt, fram hjá Kópavogskirkju og Kastalagerði hvar hin íturvaxna HH ólst að nokkru leyti upp í álfasteinunum en þar voru í uppvextinum lögð drög að íðilfögrum líkamsvexti hennar með steinaburði og öðrum æfingum. Þaðan var haldið stystu leið til baka og náði æfingin 8km. Alvar, nýr meðlimur klúbbsins, sýndi úr hverju hann er gerður og rifjaði upp gamla takta. Hljóp hann með okkur að Kringlumýrarbraut, sneri þar við og náði 5km. Jón Örn hætti við að fara í gufu en fór þess í stað að dælu. Jói og Sveinbjörn pössuðu hvor annan í séræfingum í kirkjugarði og skógi og gerðu þar hinar ýmsu æfingar, að sögn. Einnig sást til Baldurs á hlaupum. Heyrst hefur að fólk hafi verið að spara sig á æfingunni til þess að koma sterkt inn á morgun þegar sprettir verða á boðstólum. Það skal þó tekið fram að æfingin á morgun er við allra hæfi og allir geta tekið þátt, hver á sínum hraða.
Kveðja, HH
sunnudagur, nóvember 22, 2009
föstudagur, nóvember 20, 2009
Bully-the-ginger-hlaup
Hlaupinn var Freaky Friday hringur. Sæbraut-Arnarhlóll. Arnarhóll er góður aftökustaður, ber hátt í landslaginu og þangað sést víða að. Þar var myndaður hringur um rauðkollinn og hann tuskaður dáldið til, þangað til hann lagði á flótta (með tilþrifum, á harða spretti) sem leið lá niður Arnarhólinn, út Austurstrætið, yfir Hallærisplanið, fram hjá Alþingi og í gegnum Ráðhúsið. Þar lauk þessum eltingaleik í góðri sátt. Síðan var tölt heim á leið.
Kveðja, Óli.

fimmtudagur, nóvember 19, 2009
Freaky Red Day
Kveðja, Óli
Þrautakóngur í Sóllandi
Twin Peaks verkefni frestað. Í staðinn tekið Plan B, skógarþraut í Öskjuhlíð þar sem hlaupinn var einn stór hringur um Öskuhlíð sem mest í náttúrunni. Byrjun var hefðbundin þangað til komið var að Kirkjugarðssvæði. Hlaupið inn í Sólland Duftgarð og hitað upp fyrir tvo spretti með þrautakóng á meðan hlaupinn var kynningarhringur. Að honum loknum skiptu menn sér í tveggja manna hópa þar sem annar aðilinn gegndi hlutverki héra. Tekinn var sprettur og hérarnir leiddu hlaupið - einn hringur. Áð og svo haft hlutverkaskipti fyrir seinni hring. Eftir þetta var Sólland kvatt og haldið áfram austur og norður fyrir Öskjuhlíð og hringnum lokað með spagetti brokk-ólí í skóginum.
Tvennt minnisstætt: Kalli frumreyndi nýja byltingarkennda tegund af hlaupaskóm sem líkjast mest górillufótum, svartir ilskór. Nú vantar bara hárígræðlsu á bak og bringu. Svo hitt að Sigurgeir minnti á dag rauðhæðra á morgun "pick on reds day" Þannig verður hlaupið á morgun tileinkað rauðhærðum. Allir að mæta með rauðar kollur og í rauðum búningum á Freaky Friday.
Óli
miðvikudagur, nóvember 18, 2009
Boðhlaup á Klambratúni
Hlaupið að Klambratúni og þegar þangað var komið var gerð stutt grein fyrir boðhlaupsverkefninu. Um var að ræða tvo hringi út frá miðju svæðisins, annarsvegar hægri hring, í átt að Miklubraut, út fyrir trjábeðið og með fram því samsíða Miklubraut og svo inn á aftur í sv-horni og til baka. Hinn hringurinn var rangsælis í austur og svo vinstri beygju hring, mun styttri og alltaf í sjónlínu frá miðju. Hringirnir voru svo prufukeyrðir á hægu brokki en svo kom að skiptingu í lið og þá fóru mál að vandast. Eftir nokkrar diskússjónir þá kom Dagur með nokkuð góða lausn (algóriþmi úr IT deildinni). Það var að hafa tvö 5 manna lið og til að sem flestir hefðu eitthvað fyrir stafni af því liðin voru svo fjölmenn, að taka báðar hlaupaleiðir í notkun strax í stað þess að afgreiða einn hring í einu. Þessi flækja gekk upp og það sem meira var, keppnin var nokkuð spennandi. Eins og í gamla daga var ekki valið í lið á jafnréttisgrundvelli heldur kosið og byrjað á þeim bestu (kallast einelti í dag). Án þess að fara nánar út í þetta þá reynist jafnt með liðum. Þau máttu ákveða sjálf skipan í keppnisröð og hringi og keflin (skóflur) gengu greiðlega milli keppenda á meðan á keppni stóð. Í restina varð gríðalegt einvígi á milli Sveinbjörns og Rúnu Rutar á lokasprettinum en Sveinbjörn (íslandsmethafi í spretti) rauf hljóðmúrinn á síðustu metrunum og innsiglaði sigur fyrir sitt lið. Nokkrar mínútur voru svo notaðar í lokin í sprikl. Myndaður var hringur og þurfti hver og einn að bjóða hinum upp á smá Jane Fonda áður en skokkað var heim á leið.
Heyrst hefur að Gestaþjálfari næstu viku verði Huld og gárungarnir farnir að tala um Huld HellWeek.
Með þökk fyrir góðan dag,
o-l-i-att-icelandair-punktur-is
þriðjudagur, nóvember 17, 2009
Powerade Vetrarhlaup - Nóvember úrslit
39:18 Höskuldur Ólafsson (þriðji í aldursflokki)
43:02 Oddgeir Arnarson
43:36 Baldur Haraldsson
43:58 Jón Gunnar Geirdal
44:32 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir (sigurvegari í aldursflokki)
44:34 Sigurgeir Már Halldórsson
45:45 Huld Konráðsdóttir (sigurvegari í aldursflokki)
46:20 Fjölnir Þór Árnason
47:20 Sigurður Óli Gestsson
48:28 Jens Bjarnason
53:31 Tómas Beck
53:36 Rúna Rut Ragnarsdóttir (tíunda í aldursflokki)
56:49 Sigurjón M. Ólafsson
Fjölmennur hópur og glæsilegir fulltrúar klúbbsins.
Kveðja, Dagur formaður
Píslarhlaup
Epilogue: Dagur kom með skemmtilega vídd á leiðinni, en það er að stökkva og príla yfir allar hindranir sem verða á veginum. Þetta gæti orðið skemmtilegt verkefni fyrir hlaupahópinn að vinna úr.
Óli.
mánudagur, nóvember 16, 2009
Mánudagur 16. nóvember 2009
Óli
föstudagur, nóvember 13, 2009
Gestaþjálfari næstu viku
Hann hefur sett saman eftirfarandi æfingaprógram sem hann mun fylgja eftir með harðri hendi.
Sjáumst á æfingum í næstu viku.
Kveðja,
Dagur, formaður
Freaky Friday
Alls 7,4 ca.
Góða helgi og gat ekki látið hjá líða að spila lag fallinns meistara og bendi á nýútkomna bók um ævi hans.
Sigrún
fimmtudagur, nóvember 12, 2009
Skemmtiatriðið frá ÓB og SBN
Smellið hér
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, nóvember 11, 2009
Hádegisæfing - 11. nóvember
Til fróðleiks er hér upplýsingar um inngöngu í Hells Angels af wikipedia :
"To become a full member, the Prospect must be voted on by the rest of the full club members. Prior to votes being cast, a Prospect usually travels to every chapter in the sponsoring chapter's geographic jurisdiction and introduces himself to every Full-Patch. This process allows each voting member to become familiar with the subject and to ask any questions of concern prior to the vote. Successful admission usually requires more than a simple majority, and some clubs may reject a Prospect for a single dissenting vote. Some form of formal induction follows, wherein the Prospect affirms his loyalty to the club and its members. The final logo patch (top Hells Angels rocker) is then awarded at this initiation ceremony. The step of attaining full membership can be referred to as "being patched"."
Setning dagsins er fengin frá Jóni Erni eftir hlaup : "Hvaða sturtu má ég nota?"
Kveðja,
Dagur, Formaður
þriðjudagur, nóvember 10, 2009
Hádegisæfing - 10. nóvember
Allur hópurinn fór bæjarrúntinn í vetrarblíðunni með styttingum.
Bryndísi lenti í því að reka tærnar í misjöfnu í gangstéttinni við Ráðhúsið og skall í götuna. Hún hruflaði sig á hendinni og allir urðu skelkaðir, en mín stökk á fætur aftur og hélt ótrauð áfram. Henni Bryndísi okkar er ekki fisjað saman - algjör nagli!
Við Alþingishúsið og fyrir framan Stjórnarráðið stóð Jói fyrir mótmælum, mótmælti meðan annars skattahækkunum og lýsti afstöðu sinni til sitjandi forsætisráðherra.
Á leiðinni rákumst við á orðið 'rýmingartími' og geta félagsmenn velt fyrir sér merkingu og tilgangi þessa orðs.
Ólafur Briem mun verða gestaþjálfari í næstu viku.
Kveðja,
Dagur, formaðurinn
Nýr félagsmaður
Jón æfir mikið þessa dagana og hljóp meðal annars, að eigin sögn, nýlega í 12 mínútur án þess að stoppa.
mánudagur, nóvember 09, 2009
Hádegisæfing 9. nóv.
Alls 8-9K
Kveðja,
Aðal
Eftirskrift
laugardagur, nóvember 07, 2009
Race day 7th of nov.
Kveðja,
Aðal
Stadan- FRA
Meira sidar, ;)
Adal
fimmtudagur, nóvember 05, 2009
Hádegisæfing 5. nóvember
Alls á bilinu 6-7-8-9K
Góðar stundir,
Sigrún
miðvikudagur, nóvember 04, 2009
Nýr félagsmaður
Dagur
Formaður
Keppnistreyjur - ASCA
Eitthvað vantar uppá lagerinn. Þess vegna ...
... þeir sem eru með nýjar keppnistreyjur í sínum fórum og eru ekki að fara, vinsamlega komið þeim hreinum og stífpressuðum til fararstjóra án tafar
.. eir sem eru að fara og eru með keppnistreyju látið farastjóra vita
Við þurfum að tryggja að við mætum með löglegt keppnislið, annars er betur heima setið.
Dagur
Formaður
Hádegisæfing 4. nóvember
Dagskipun gestaþjálfarans í góða veðrinu var Kópavogur. Aðalega gert til að "sleikja upp" Sigurgeir síðan í gær. Allavegana, tólf manns hlupu af stað saman í hóp, tvær snótir úr LL hlupu með út að Fossvogsbrú en 10 héldu áfram yfir í hinn dulmagnaða vog kenndan við afkvæmi sela. Þeir sem ekki tóku þátt í skipulagðri æfingu gærdagsins var "refsað" og var þeim gert að hlaupa lóðbeint upp að Kársneskirkju á þéttum hraða og sameinast svo hinum hópnum aftur við sjávarsíðuna.
Í stuttu máli; Dagur, Óli, Sigurgeir, Fjölnir og Oddgeir tóku út refsinguna. Hinir hlupu með sjávarsíðunni og önduðu að sér ferskum sjávarilminum um leið og Sigrún sagði hópnum flugfreyjusögur. Sigrún, Guðni, Sveinbjörn, Bryndís og Bjútí fóru 4 Km fram - og 4 Km til baka. Fyrir þá sem eru slakir í samlagningu gerir það RÚMLEGA 8 Km á 45 mín. "Refsingjarnir" fóru 9,3 Km á ca 43 mín. Dugleg djöfuls yfirferð það.
Á morgun verður boðið upp á hefðbundnari æfingu en síðustu tvo daga, eingöngu til að hafa fastann punkt í tilverunni fyrir þá einhverfu klúbbmeðlimi sem þola illa breytingar :-)
Boðið verður upp á Suður- Hof- Meistaravelli- Keilugranda og Akranes, allt eftir styrk og áhuga.
Hér kemur pepplag "dauðans" fyrir þá sem þurfa smá pepp vegna harðsperra.
Njótið á all-nokkrum styrk.
http://www.youtube.com/watch?v=V8rZWw9HE7o
Auf wieder sehen.
Bjútí.
þriðjudagur, nóvember 03, 2009
Hádegisæfing 3. nóvember
Hetjur dagsins voru:
Huld hin harðskeytta, Bryndís berserkur, Bangsamamma Brútal, Guðni hinn geðveiki, Sveinbjörn "sérleið", Jói "brekkusprettur", Andrés ofurmaður og Bjöggi Bjútí.
Góðar stundir, Gestaþjálfarinn.
mánudagur, nóvember 02, 2009
Hádegisæfing 2. nóvember
Á morgun verður boðið upp á þrekæfingu og skemmtilegar sprettaæfingar (stuttir sprettir og sprengja) og mannskapurinn hvattur til að vera með vettlinga þar sem það er þægilegra þegar teknar eru armbeygjur. Einnig verður "Tito" rifjaður upp.
Kv. Bjútí