föstudagur, febrúar 25, 2011

...ó, ekki aftur...

5. Full kærulaus á æfingum og finnst æfingar hjá öðrum betri. Yfirleitt með tyggjó og hanska við. Góður leikskilningur. A

6. Dagfarsprúður með ágætan leikskilning. Á mikið inni sem eflaust kemur á óvart í vor. B

7. Hefur tekið stórum framförum og er óðum að öðlast leikskilning á við hina. Vinnusemi afar góð. Gæti komið verulega á óvart í vor. B

8. Áhugalaus um keppnir, mikill leikskilningur en lítill árangur. Hefur of mikinn áhuga á öðrum formum hreyfinga. C

Úpps...I did it again...verð að fara að læra betur á þetta...

Sami
Svar í "comments" fyrir neðan.

Hádegisæfing 25. febrúar

Mættir: Ívar og Ársæll á sérleið, Bjöggi í buffinu en Johnny, O-man, Huld og Sigrún fóru rokhring sem Sigrún stytti fyrir sig, vegna roks og þ.h.
O-ið er komið á fullt í prógrammið, enda ekki seinna vænna, þar sem það er rétt tæplega hálfnað. Annars bara allt rólegt og fyrst svörin við FI-leaks voru svona góð er ekki að vita nema fleiri gögn leki út...........
Yfir og út,
aðal

fimmtudagur, febrúar 24, 2011

Lykilmannalistinn eða Schindlers list


Hverjir eru þetta:

1. Lykilmaður, alltof mikið sjálfstraust. Búinn að vera lengi í bransanum en lítill leikskilningur. Nýtir tækifærin vel. A

2. Væri góður ef hann æfði eitthvað, merkilega mikil geta miðað við vinnuframlag. Enginn leikskilningur en eldfljótur. Utangátta. A

3. Stórar væntingar, hefur uppi mikil plön en framfylgir þeim sjaldnast. Merkilega seigur miðað við slitrótt æfingaplan. Getur orðið betri með aldrinum. B

4. Finnur allar afsakanir til að sleppa við æfingar. Góður þegar æfir en dettur út á ögurstundu. Móralskt mikilvægur. A

Ahh....úbbs, þetta átti bara að fara á stjórn....sælll..............djö...

Verðlaun í boði fyrir 4 rétta og möguleiki á að verða lykilmaður.

Kveðja,
C maður (e'ðða sé hægt)

Fundargerð stjórnarfundar 23.02.'11

Fundargerð IAC 23.02.‘11
Mættir:SMH, DE, FÞÁ, SBN, ÁH

1. Rædd þátttaka okkar í ASCA sem haldið verður 29. apríl-1. maí nk. Hlaup haldið í CPH af SAS á Amager. Ef áhugi og vilji er hægt að senda bæði karla og kvennalið með hefðbundnum styrkjum. Sett upp tilkynning á vef til að kanna þátttökuvilja okkar fólks.
2. Ætlunin er að kaupa hlaupafatnað, síðerma bol og buxur og tengja þau kaup við vinnu við Icelandairhlaupið þann 5. maí, líkt og gert var í fyrra. Skokkklúbbur niðurgreiðir að hluta og félagsmaður sem starfar við hlaup greiðir hluta. Tískunefndin mun beita sér í þessu máli.
3. Icelandair hlaup 5. Maí. (kick off fundur) Unnið skv. Framkvæmdaáætlun SMH með smávægilegri hlutverkatilfærslu. Engir verðlaunapeningar, erum að skoða möguleika á „giveaways“, ætlum að senda bréf fyrr út núna, reyna að beina öllum inn á netskráningu, tökum ekki við kortum í skráningu á staðnum og verð hækkar í 1500 ef skráning er á staðnum. Stefnt að afhendingu nr. daginn áður fyrir forskráða í anddyri HL. Kaup á vestum fyrir starfsmenn hlaups merktum Icelandair. Óvissa með aðkomu á framhlið hótels í maí vegna endurnýjunar húsnæðis.
Fundi slitið,
Kv. Sigrún B.

miðvikudagur, febrúar 23, 2011

ASCA Cross Country í CPH

Ágætu félagar.
Næsta ASCA mót verður haldið í Kaupmannahöfn á Amager af SAS dagana 29.4-1.5 nk. Ákveðið hefur verið að kanna áhuga félagsmanna á viðburði þessum og biðjum við ykkur því að skrá ykkur í "comments" hér að neðan ef áhugi er fyrir hendi að taka þátt. Tilheyrandi úrtökumót er svo fyrirhugað í vikunni fyrir hlaupið og verður það nánar auglýst síðar.
Bestu kveðjur,
stjórn IAC

Hádegisæfing 23. feb.

Mættir: Ívar, Dagur, Sigurgeir, Bjöggi, Óli og , þrátt fyrir gríðarlegt baktal síðustu daga-Síamstvíburarnir ógurlegu.
Farinn var rólegur Suðurgötuhringur, öfugur, til að vinna gegn perraáhrifum gærdagsins. Allir voru í recovery en enginn vissi af hverju því enginn gerði neitt erfitt í gær en anyways...Búið er að raða í herbergi fyrir Stokkhólmsheilkennið. Herbergjaskipan er þannig: 8 verða saman í herbergi á upptökuheimili í útjaðri Stokkhólms, í fjórum kojum, tveir í hverri. Verð 30SEK á haus í 3 daga. Einn einstaklingur verður á 5 stjörnu lúksushóteli við hlið rásmarksins í einstaklingsherbergi, deluxe. Verð 500SEK nóttin, án skatta. Hommar eru ekki leyfðir á hæðinni og hundahald er bannað.
Komið hefur verið að máli við aðalritara að mæta betur á æfingar sökum bloggleysis en aðalritari er að vinna í því að fá setta upp vefsjá sem tengist heimabíókerfi aðal þannig að ekki sé nauðsynlegt að vera staddur á æfingunni til að sjá hvað fer þar fram. Einnig er unnið að uppsetningu samskonar kerfis í baðklefa í Valsheimili því þar er víst æði margt og misjafnt á kreiki, fyrir og eftir æfingar.
Alls um 7-8K í fínasta veðri. Óskalagið:
Kveðja,
Sigrún

Bingo track

Varð bara að deila þessu með ykkur en var á æfingu í gærkvöldi og það var Bingo track æfing....mæli með þessu :)
Útskýring:
Búið var að prenta út Bingo spjöld, nokkrar gerðir eftir hraða hvers og eins, t.d. var mitt spjald með tölur á bilinu 48 - 63 sem þýddi að ég þurfti að hlaupa hvern hring (200m) á því bilinu og haka við þá tölu sem ég náði eftir hvern hring. T.d. átti ég í miklu basli við að ná að haka við tölurnar 55,56,57 því annað hvort var ég að enda í 54 eða 58 sem ég ég var búin að haka út áður. Einnig þótt mér mjög erfitt að vera kringum 60, eitt dæmi var að ég átti til tölurnar 60, 61 og 63 og endað í 62!! Rúnan var ekkert rosalega sátt þá! Annað dæmi var að ég þurfti að fara á annað hvort 48 eða 49 og endað í 47! sem sagt, ekki alveg komin með bestu tilfinningu fyrir pacinu, enda er maður alltaf með Garmin, en þetta var mjög skemmtileg tilbreyting og tók vel á. Enduðum með 33 hringi eða 6,6 K af Bingói, æfingin var samtals hjá mér 11,7K með öllu :)

p.s. Dagur, já 1.maí er M-dagurinn minn, Providence Rhode Island
Kveðja
RRR

föstudagur, febrúar 18, 2011

The Cargo Kings

Mættir: The Cargo Kings, Sveinbjörn og Bjútí.
Bjúti horfði á Mannasiði Gillz í gærkvöldi og fór eftir öllum hans ráðum í ræktinni í dag og klárt að hann hagar sér ekki eins og rasshaus! Aðrir fóru Skógræktarhringinn.

Við auglýsum eftir Síams sem hafa ekki komið á æfingu í margar vikur! Þær sáust síðast í Central Park daðrandi við allt og alla sem mættu þeim!

Góða helgi.

Kv. The Cargo Kings

Forever Wild 17.02.11



Síamstvíburarnir skelltu sér í æfingaferð til NY til þess að viðhalda alþjóðlegu tengslaneti sínu í Bandaríkjunum. Tekin var æfing í Central Park árdegis hvar snjóbunkar vetrarins voru byrjaðir að láta undan geislum sólarinnar með tilheyrandi bráðnun. Hlaupinn var 10K hringur í fallegu veðri og við myndauppstillingu komu tvær kornungar og sætar hlaupaskvísur og sögðu (eðlilega): "You look so cute, let me take your picture". Þetta var kærkomið fyrir tvíburana því erfitt var að ná skilti inn á myndina sem nauðsynlegt var að hafa með. Síðan var haldið áfram að hlaupa og við þökkuðum fyrir myndatökuna með því að spæna framúr elskulegu hlaupaskvísunum í verstu brekkunni í garðinum. Ég hugsa að þeim hafi ekki fundist við eins cute þá.
Fínt hlaup og frábært veður, yfir og út.
Síams 2, signing off.

fimmtudagur, febrúar 17, 2011

Breytingar á BQ

Fyrir þá sem eru eitthvað að spá í BQ þá er hér smá tilkynning http://www.baa.org/

Kv
RRR

miðvikudagur, febrúar 16, 2011

Hádegisæfing 16. febrúar 2011

Hello.
The attendance today was rather bad. Only Riverhappy, Nationalteam, and Johnny Eagle took the run. South-street to be exact. Saving-friend lifted weights like it would be no tomorrow in the Falcon-home.
I don't know why I write this in english but probably because I've attended to many english conf calls today.
Cheers,
Bjútí.

þriðjudagur, febrúar 15, 2011

Hádegisæfing - 15. febrúar

Mættir: Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Fjölnir, Óli, Sigurgeir og maðurinn hennar Sigrúnar(Aðal).

Sveinbjörn fór sér á meðan aðrir fóru skv. maraþon-planinu. Í dag var í boði 4 x 800m sprettir. Þegar komið var að Suðurgötu ákv. maðurinn hennar Aðal að fara Suðurgötu enda bara rétt rúmur sólahringur síðan hann staðfesti þátttöku sína í Stokkhólm. Restin hélt áfram Hofs og tóku 4 spretti skv. áætlun með bros á vör.

Það vakti athygli flestra í sturtuklefanum hversu lítið handklæði Formaðurinn var með til að þurrka sér. Þetta var einhver speedo tuska sem var ekki mikið stærri en þvottapoki en skv. honum er þetta það nýjasta í íþróttaheiminum!

Kv. Sigurgeir

mánudagur, febrúar 14, 2011

Hádegisæfing 14. febrúar

Dagur, Jón Örn og Fjölnir rúlluðu Hofs í rólegheitum en Sveinbjörn og Þórdís fóru sér. Björgvin við sama heygarðshornið í tækjasal.
Þau stórtíðindi bárust svo seinnipartinn þegar Oddgeir staðfesti skráningu í Stockholm Marathon og ljóst að FISKOKK-maraþonsveitin verður sérlega öflug í vor.

Kveðja,
Fjölnir

Muppets newsflash

"It´s too late, Dr. Bob. The patient is sinkin'".O-man has registered for the SM.
Regards,
Adel writer

föstudagur, febrúar 11, 2011

Hádegismössun 11. febrúar 2011

Blitchen.
Var einn í klefa 14 í dag, henti engum út og það var heldur ekki neinn i klefa 15 :-) Ekki furða þar sem veður var vægast sagt ömurlegt. Buxurnar mínar eru ennþá blautar eftir að ég hljóp út í bil FYRIR hádegi og nú er klukkan 13:30. M.ö.o. ég er ánægður með að það kom enginn og þóttist ætla að fara að hlaupa í hádeginu í dag. Það segir mér bara eitt, "þið eruð mannleg". Reyndar var ég stórlega farinn að efa það að harðasti kjarninn i þessum hópi væri mannlegur, heldur væri hér um að ræða vélar, svokölluð "cyborgs" (borið fram - Sæborg). Það gleður mig ósegjanlega að komast að því að við erum öll bræður og systur.
Í Guðs friði börnin mín.
Bjútí.

fimmtudagur, febrúar 10, 2011

Hádegisæfing - 10. febrúar

Mættir: Bjúti, Sveinbjörn, Ársæll, Fjölnir, Jón Örn og Sigurgeir.
Bjúti fór í járnin eins og venjulega. Sveinbjörn og Ársæll fóru sér.
Restin tók tempó eins og planið fyrir STO gerir ráð fyrir. Fórum Hofs þar sem var tekið 30 min tempó, 10/10/10. Æfingin varð extra erfið sökum veðurs og færðar en allir kláruðu með bros á vör.

Það vekur athygli að Bjúti er orðinn svo massaður að það þorir engin að vera með honum í klefa lengur, hann henti okkur í klefa nr. 15 á meðan hann var með nr. 14 útaf fyrir sig!

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, febrúar 08, 2011

Pollahlaup í Boston 8.febrúar 2011

Lagt var af stað frá "höfuð"stöðvum Iclelandair Hotels í Ameríku, nánar tiltekið Charles River. Í dag var það ekki snjórinn sem var að trufla, heldur voru það pollarnir. Eftir að hafa reynt að hlaupa upp í kant og tekið nokkur misheppnuð splittstökk ákveð ég bara að strauja yfir pollana og hafa svolítið gaman að þessu. Minnti mig svolítið á Laugaveginn síðasta sumar ;)

Pollarnir hresstu mig all svakalega og sannfærðu mig um að hlaupaleysi síðustu viku væri af hinu góða enda þarf RRR að halda vel á spöðum næstu vikurnar þar sem hún "óvart" skráði sig í maraþon þann 1.maí nk.

Samtals voru þetta 10,1K og 2L af vatni (sem sátu eftir í hlaupaskónum!)
Hlaupakveðja
RRR

Hádegisæfing - 8. febrúar

Mættir: Sveinbjörn, Ársæll, Þórdís, Fjölnir, Dagur, Jón Örn, Ívar, Óli og Sigurgeir. Einnig voru Bjúti og Siggi Antons í Valsheimilinu að hamra lóðin.

Ársæll fór Flugvallahringinn á meðan aðrir tóku stefnuna í kirkjugarðinn sökum veðurs. Þar voru í boði 6 brekkusprettir að hætti FISKOKK. Allir tóku vel á því þó misvel en að lokum voru allir sáttir með afrek dagsins.

Stórfrétt dagsins er án efa að The Cargo Kings mættu báðir í fyrsta skiptið í Valsheimilið á æfingu, þ.e. saman. Eins við var að búast varð allt vitlaust og höfðu þeir ekki undan við að gefa æstum aðdáendum eiginhandaáritun enda langt síðan Valsmenn/konur hafa séð Íslands- og bikarmeistara :o)

Kv. Sigurgeir

föstudagur, febrúar 04, 2011

Hádegisæfing 4. feb.

Mættir: Jón Örn, Dagur, Sigurgeir, Ívar, Huld og Sigrún. Farin var róleg Hofsvallagata í þæfingi og kulda og má aðalritari sitja undir gríðarlegri pressu varðandi þátttöku Oddsins í Stokkhólmsmaraþoninu. Ég spyr: "Er ekki nóg að ég sjái um allt, þarf ég líka að sjá um þetta?". Nei, drengurinn verður að klára þetta formsatriði sjálfur.
Góðar stundir og kveðja,
Sigrún
Alls 8,3K

Samskokk

Samskokk

Þá er komið að fyrsta samskokki ársins. Við í Laugaskokki ætlum að bjóða öðrum hlaupurum að hlaupa með okkur laugardaginn 5. febrúar nk. Farið verður frá Laugum kl. 9:30 stundvíslega og verður Rocky hringurinn hlaupinn en hann er um 14 km langur, auðvelt er að lengja hann til þess að fara 19 km, 23 km eða lengra.

Í boði er nota aðstöðuna í World Class til þess að skipta um föt, fara í sturtu og teygja á eftir átökin.

fimmtudagur, febrúar 03, 2011

miðvikudagur, febrúar 02, 2011

Hádegisæfing 2. febrúar

Mættir: Fjölnir og Bjöggi (aðalleikarar í seríunni Missing), Þórdís dekkjasleikir, Dagur formaður og Sigrún f.h. fíkla. Ákveðið var að fara rólegan hring vestur í bæ um Vesturvallagötu, Holtsgötu, Vesturgötu, Hverfisgötu, Snorrabraut, Valsheimili en það telst heldur óvenjuleg bæjarleið. Nokkur þæfingur var á stígum en veður gott og milt til hlaupa. Fjölnir lofar rosalegu kombakki en Dagur telur ólíklegt að drengurinn nái að slá á Örninn sem er á hrikalegri siglingu þessa dagana og til alls líklegur.
Alls 7,6K
Kveðja,
aðal
Mental note: Skoðið hvort baugfingur handa ykkar er lengri eða styttri en vísifingur. Ef svo er ( þ.e. ef hann er lengri)hafið þið góða hlaupaeiginleika sem eru ykkur meðfæddir. Ef ekki, eruð þið bara vonlaus. Ef baugfingurinn er hinsvegar lengri eruð þið í meiri hættu á að þurfa á hnjáskiptum að halda í framtíðinni. Og þetta var orð dagsins styrkt af sauðfjárveikivarnanefnd landbúnaðarins (SFVL).

mánudagur, janúar 31, 2011

Chicago Marathon 2011

Registration for the 2011 Bank of America Chicago Marathon Opens February 1
Registration for the highly anticipated 2011 Bank of America Chicago Marathon will open at midnight (CST) on Tuesday, February 1. The 34th edition of Chicago’s prestigious 26.2-miler will take place on Sunday, October 9, 2011, starting and finishing in Grant Park.

Those wishing to register can log on to chicagomarathon.com starting at 12 a.m. on Tuesday. Entries will be accepted on a first-come, first-served basis and registration will remain open until the event reaches its 45,000 participant-capacity. The entry fee is $145 for U.S. participants and $170 for participants outside the U.S.

Kveðja,
aðal

Hádegisæfing 31. janúar



Mættir á æfingu í rigningu og roki: Jón Örn, Dagur, Ívar, Huld, Sveinbjörn og Sigrún en Óli fór um ormagöng og Bjöggi var við dilkaskurð í Valsheimili. Hlupum frekar blautan skógarhring, út og suður, en þar var allavega skjól á meðan. Svakalegar fréttir berast nú frá Nýju Jórvík, hvar tveir félagsmenn eru í einhverskonar meðferð gegn einhverju torkennilegu heilkenni sem ekki hefur tekist að lækna hérlendis. Þegar síðast fréttist til þeirra voru þeir staddir á hótelbar Martinique, umvafðir innkaupapokum og glæsipíum.
Í dag alls 7K
Kveðja,
Sigrún
P.S. SMH&GI-Big brother is watching you!

laugardagur, janúar 29, 2011

Hlaupasería Atlantsolíu og FH - Janúar

23 19:56 Jakob Schweitz Þorsteinsson Hlaupahópur FH
56 21:32 Jón Örn Brynjarsson FISKOKK

Flottir tímar strákar

föstudagur, janúar 28, 2011

Breaking News!

FYI-OAR
Welcome to the 2011 ASICS Stockholm Marathon!

On 28 January 150 runners from the waiting list were given the opportunity to enter the 2011 ASICS Stockholm Marathon.
You are one of these runners.
If you want to enter the race, please go to: http://registration.marathon.se/Registration.aspx?LanguageCode=en&RaceId=51&CampaignCode=RES1
Only runners who have received this e-mail may enter through this website. Entries from other runners will be rejected.
The deadline for accepting this offer is 15 February.
The entry fee is 103 euro.
You will find information about the 2011 Asics Stockholm Marathon here:
http://www.stockholmmarathon.se/start/content.cfm?Sec_ID=431&Rac_ID=199&Lan_ID=3

Best regards
ASICS Stockholm Marathon

Hádegisæfing 28. janúar

Mættir: Dagur, Guðni, Þórdís, Óli, Bjútí, Sveinbjörn og Sigurgeir.

Óli og Sveinbjörn voru seinir fyrir og fóru sér á meðan Bjúti tók Gillz á þetta og ræktar byssurnar í ræktinni. Aðrir fóru Hofsvallagötu og þægilegu tempó.

Það vekur undrun mína að loksins þegar ég mæti í sérstökum búning fyrir Aðal þá lætur hún ekki sjá sig en ég lét það að sjálfsögðu ekki stoppa mig. Það var virkilega notalegt að hlaupa í átt að Valsheimilinu í fagurgrænum Blikabúning :o) Ég hef því ákveðið að hafa treyjuna í töskunni og skelli mér í hana þegar Aðal mætir á æfingu...

Kv. Geiri Bliki

miðvikudagur, janúar 26, 2011

Hádegisæfing 26. janúar

Mættir: Guðni, Jón Örn, Huld, Sigurgeir, Dagur, Sveinbjörn og Sigrún. Sveinbjörn, Sigrún og Guðni fóru Suðurgötu á þægilegum hraða en hinir fóru Hofsvallagötu á óþægilegum hraða (sem ekki allir voru sammála um hver var). Sigurgeir, sem sótt hefur um félagsskipti yfir í Val, mætti á sína fyrstu meistaraflokksæfingu í langan tíma en hann hefur nú formlega hafið undirbúning fyrir undirbúninginn fyrir Stokkhólm. Enn hefur ekkert fréttst af umsókn Oddgeirs fyrir Stokkhólm en til stendur að skoða sérstaklega þá sem fá inni vegna sértækra aðstæðna en hann er einmitt að reyna að komast inn á þeirri forsendu að bein hans eru úr koltrefjum og eru hol að innan.
Alls rúmir 8K
Kveðja,
aðalritari

mánudagur, janúar 24, 2011

Mánudagsæfing i BOS 24. jan.


Séð yfir Charles River í morgunsárið-falleg birta.

Geðsjúklingarnir!

Áttum hlaupadate her i BOS 3R og ég og létum frostspár og vidvaranir um útiveru sem vind um eyru þjóta. Hittumst hja Charles River, ísilagðri, og hlupum fínan hring i mínus 20°C vindkaelingu. Allir i áhofninni minni rédu mér eindregid frá þessu og sögdu ad þetta gæti ég ekki en vid RRR skemmtum okkur hid besta i morgunsárid (07)og nokkrir jafnruglaðir okkur voru a hlaupum. Annars er ekki mælt sérstaklega med útiveru i dag! Annars bara allt gott og áhöfnin á FI-630 bauðst til að koma mér til geðlæknis. Það sjá náttúrulega allir að það þarf ég nú ekki!
Knus, SBN og 3R, signing off

föstudagur, janúar 21, 2011

Hádegisæfing 21. janúar

Jæja...
Búin með ungverska gúllassúpu, Brazilíhneturnar,taka sushi á þetta, búin með Vínarsnitzelið, búin með kjötbollurnar...þá er bara spurning um að skella sér í einn Döner á morgun, eða súrkálið.
Allavega neyddist aðalritari til að mæta því engin skrif fara fram þessa daga á vefnum og einhver verður að gera það.
Mættir vóru: BB le Beauf sem setti lóð á vogarskálarnar. Á almennri æfingu voru Sveinbjörn, Jón Örn, Huld og Sigrún. Skelltum okkur rólegan bæjarrúnt á hefðbundnum nótum. Mikill og ofsafenginn jógaáhugi hefur gripið um sig meðal félagsmanna og því er ekki úr vegi að láta stöðu dagsins fylgja.
Góða helgi,
alls 7K
Kveðja,
Sigrún
Tree

miðvikudagur, janúar 19, 2011

Lífshlaupið 2011

Ágætu félagar.
Við viljum vekja athygli ykkar á þessu og hvetjum alla til að taka þátt, bæði sem einstaklingar og lið.
Kveðja,
stjórnin
Lífshlaupið 2011

Háleit markmið 2011

Fyrir þá sem eru að hugsa út fyrir kassann:
100Km hlaup
Kveðja,
aðalritari

mánudagur, janúar 17, 2011

Hádegisæfing 17. janúar





Mættir í Valsheimilið: Dagur, Sveinbjörn, Oddgeir, Ívar, Johnny, Huld, Þórdís og Sigrún. Þórdís og Sveinbjörn voru á sérleiðum en hinir fóru Hofsvallagötuna án Dags og Ívars en þeir lengdu (Kaplaskjól) og samskokk var frá kafara að Valsheimili. Glerhált var og þæfingur á stígum en annars fínt hlaupaveður. Sérstaka athygli vakti fjarvera Cargosystranna, en þeir virðast halda að nóg sé að skrá þátttöku sína í maraþon, ekki þurfi að æfa sérstaklega fyrir það. Annað sem einkennilegt er, er það að Öskjuhlíðarperrinn Ólafur Briem kom á flennisiglingu út úr skógarrjóðri, kafrjóður, og virti félaga sína að vettugi er hann skeiðaði einbeittur í átt að búningsklefa Valsheimilisins. Þar virtist jörðin hafa gleypt hann og síðan hefur ekkert til hans spurst. Óli, hvað er í gangi?
Annars var Eagle að biðja um hæga endursýningu á Erninum og er góðfúslega orðið við því hérmeð. Það er semsé fyrri myndin sem ber að styðjast við, hin var tekin á æfingunni.
Alls um 8,3K
Kveðja,
Sigrún

ASCA cross country



Komin er dagsetning fyrir næstu keppni sem haldin verður í CPH af SAS þann 29. apríl. Það er því ekki úr vegi að rífa fram lírukassann og nikkuna, hyggist menn vera gjaldgengir í liðið. Krafist verður lágmarkskunnáttu í nótnalestri og söng í úrtökumótinu en hægt er að fá fegurðarafslátt (þ.e. ef menn eru mjög fallegir og eru falskir). Allir þyngdarflokkar leyfðir.
Nánar síðar,
stjórnin

föstudagur, janúar 14, 2011

Hádegisæfing 14. janúar

Mættir í Valsheimili: Bjöggi (le Beuf), Eagle, Briem, Odd, Hulz und Sigz. Tókum kæruleysið á þetta og fórum bæjarrúnt með öfugum garnaflækjum, svolítið svona tilviljanakenndar beygjur. Merkt verður við þá sem mættu í dag en allir hinir fengu skróp í kladdann. Var það mál manna að formaðurinn, kominn af léttasta skeiði, hefði eflaust ofreynt sig í markvörslunni í Powerade í gær, eða á stoppklukkunni, nema hvorttveggja sé. Einhver sagði þó að hann hefði farið í klippingu sem er náttúrulega mögulegt.
Allavega...alls um 7K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, janúar 12, 2011

Bloggsíðan-skoðanakönnun

Komið hefur upp sú hugmynd að færa bloggsíðuna yfir á facebook. Félagsmenn og aðrir notendur eru hvattir til að láta skoðun sína í ljós með því að taka þátt og svara. Sjá til hliðar.

Kveðja,
aðalritari

Hádegisæfing 12. janúar



Mættir: Jón Örn og Huld (seint), Dagur, Guðni, Þórdís, Oddgeir, Ársæll og Sigrún á réttum tíma. Fórum öll Suðurgötuhringinn nema Dagur og Oddgeir fóru Hofsvallagötu á tempóhlaupi. Reyndar þurfti Dagur að stoppa og aðstoða gamla konu sem var góðglöð á Ægisíðu með hundana sína í flækju og leysti það verkefni með prýði. Þetta tafði formanninn um 1,5 mínútu og vegna óvenju skarprar sjónar taldi hann sig nokkrum sinnum sjá Oddgeir á leiðinni en við nánari eftirfylgni reyndust þetta vera umferðarskilti. Það er náttúrulega ekki mikill munur á útliti skiltis og Oddgeirs eins og allir sjá.
Alls tæpir 7,5-9K
Kveðja,
aðalritari

mánudagur, janúar 10, 2011

Heimsyfirráð eða...


Það er mjög erfitt að vera hógvær um þessar mundir...

Hádegisæfing 10. janúar



Paa grund af en stor stigning i udenlandske hits kan man nok godt være bekendt for at skrive paa fremmedsprog en gang i mellem her paa siden.
Til stede i dag fra Valsheimili: Örnen, Dagen, Hulden, Ivaren, Gudnen, Sigrunen men Thordis landshholdets og Bjorgvin fra Jensens Böfhus var paa egen veje. Vi de andere, tog Hofsvallagadesringen paa roligt tempo, men Dag (ikke Hammerskjold)kan ikke lide de langsomme löbere og derfor tog han med sine medarbejdere lidt stigende tempo fra enden af runwayen paa sudenden af indenrigslufthavnen. For förste gang i en meget lang tid har vi nu genopretted Gudni, en af klubbens favoritter, og det giver forventninger om en rigtig god og morsom træningsperiode med intensivt snak om vin og mad og alt det der. Hjertelig velkommen tilbage Gudni!
Totalt i dag 8,3-9K
Hilsen,
Sigrun hovedsekretær

Det ser lidt underligt ud at nu i starten af træningsperioden for Stockholm kan Cargosöstrene ikke finde tid til træning og det er lidt mærkeligt fordi at det var jo dem som startede hypen omkring Stockholm og Stockholmssyndromen.

miðvikudagur, janúar 05, 2011

Hádegisæfing 5. janúar

Mættir: Jón Örn, Dagur, Óli, Huld og Sigrún. Á séræfingu voru Þórdís og Ívar en Björgvin, 18 barna faðir í Valsheimum, var að hlaða byssurnar.
Hinir fóru Hofsvallagötuhring í köldu en sólríku veðri, sem hluta af Stokkhólmsheilkennisáætlun sem kölluð er "C". Hvort það segir eitthvað um styrkleika áætlunarinnar skal ósagt látið en gaman væri hinsvegar að fá að lesa þetta plagg, svona til að vara sig á verstu dögunum.
Alls um 8K
Kveðja,
Sigrún aðalritari og ritstjóri efnis

þriðjudagur, janúar 04, 2011

Hádegisæfing - 4. janúar

Mættir : Jón Örn, Þórdís, Dagur fóru brekkuspretti í skóginum, Björgvin kreisti buffin og Ársæll lenti í sandroki í Flugvallarhring.

Allir léttir í lund í kuldanum.


Kveðja,
Dagur

Æfingar frá Valsheimili 12:08



Ágætu félagsmenn.
Það skal ítrekað hér að æfingar fara nú fram frá Valsheimili. Þar er búningsklefi til afnota fyrir okkur en ef menn hyggjast fara í sturtu eftir æfingar er nauðsynlegt að hafa meðferðis eigið handklæði, því bannað er að ganga óþerraður til vinnu á ný eftir æfingar. Nokkuð hefur borið á þessu undanfarið og því vill stjórn klúbbsins beina þessum tilmælum til klúbbmeðlima.
Allir eru hvattir til að mæta.
Kveðja,
stjórn IAC

mánudagur, janúar 03, 2011

Hádegisæfing 3. janúar

Mættir í Valsheimili: Dagur, Jón Örn, Oddgeir og Sigrún en Björgvin var á buffæfingu í lyftingasal. Einnig sást til Óla koma askvaðandi að Valsheimili skömmu eftir tilsettan tíma. Formlegu undirbúningstímabili fyrir undirbúningstímabilið er nú lokið og æfingar eru hafnar fyrir Stokkhólmsmaraþonið. Þeir sem mæta til æfinga framvegis mega því eiga von á því að þurfa að undirgangast prógrammið, sem reyndar byrjar hægt og rólega.
Alls um 8K
Kveðja,
aðalritari

laugardagur, janúar 01, 2011

Gamlárshlaup ÍR

Metþátttaka í góðu færi þrátt fyrir einhverja hálku á köflum.

39:41 Dagur Björn Egonsson
41:31 Viktor Jens Vigfússon
41:50 Jakob Schweitz Þorsteinsson
43:42 Oddgeir Arnarson
44:32 Fjölnir Þór Árnason
45:00 Huld Konráðsdóttir
47:43 Jón Örn Brynjarsson
50:27 Rúna Rut Ragnarsdóttir
50:38 Jakobína Guðmundsdóttir
53:04 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
53:08 Sveinbjörn Valgeir Egilsson
55:34 Ársæll Harðarson
61:46 Sigrún Birna Norðfjörð

Gleðilegt ár,
Dagur, formaðurinn

p.s.
Látið vita ef einhvern vantar á listann

miðvikudagur, desember 29, 2010

Aðstaða til hádegisæfinga

Vegna endurbóta á Hótel Loftleiðum munum við missa þá aðstöðu sem við höfum haft í sundlauginni frá og með áramótum og þann tíma sem endurbæturnar vara, að minnsta kosti þrjá mánuði.

Lausn á þessu aðstöðuleysi er fundin.

Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri Icelandair og Valsmaður hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að við fáum aðgang að búnings- og sturtuklefunum hjá þeim í hádeginu meðan á endurbótunum á hótelinu stendur. Frá og með 3. janúar næstkomandi.

Hádegisæfingarnar halda þannig áfram óbreyttar með óbreyttri tímasetningu 12:08, nema nú frá Valsheimilinu. Þeir sem taka þátt frá aðalskrifstofu þurfa að gera ráð fyrir ferðatíma.

Kveðja,
Dagur, formaður

Hádegisæfing - 29. desember

Mættir : Ívar, Oddgeir, Sveinbjörn, Ársæll, Dagur og Þórdís

Margir á sérleið en megináherslan var á Skógræktina.

Nú er Gamlárshlaup ÍR á föstudaginn (Gamlársdag), veðurspáin er góð, skemmtilegt að enda árið á góðu hlaupi og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta. Gott að skrá sig í tíma og ná í rásnúmerið fyrir hlaup. Sjá allar upplýsingar á Hlaupasíðunni.

Kveðja,
Dagur

þriðjudagur, desember 28, 2010

Hádegisæfing - 28. desember

Mættir : Jón Örn, Sveinbjörn, Jói, RRR, Oddgeir, Dagur, Ívar, Ársæll

Margir sér en meginþunginn fór Hofs með nokkrum í eltingaleik á Kappla.
Góð stemmning fyrir áramótahlaupinu hjá ÍR enda spáin góð.

Kveðja,
Dagur, formaður

mánudagur, desember 27, 2010

Áramótagátan

Síðunni hefur borist gáta:

það er stundum ánum í
ýmsir munnar kjamsa á því
getur stundum borið blý
besta íþrótt forn og ný

-Hulda-

Dregið verður úr innsendum lausnum á nýársdag, í verðlaun eru utanlandsferðir og eitthvað af bílum.

Kveðja,
Dagur, formaður

föstudagur, desember 24, 2010

Gleðileg jól!



Sendum öllum félögum hugheilar jólakveðjur með þökk fyrir liðið ár á hlaupum.
Gleðileg jól!
Stjórn IAC

fimmtudagur, desember 23, 2010

Hádegisæfing 23. des

Rólegt á vesturvígstöðvunum í dag og fáir á ferli, þó mættu Óli, Ívar og Fjölnir. Hlupum hefðbundna Hofsvallagötu nema Óli sem fór Kapla auk Perrans.

Gleðileg Jól
Fjölnir

miðvikudagur, desember 22, 2010

Miðvikudagurinn 22. desember

Mættir: Dagur, Fjölnir, Jón, Óli og Sigurgeir. Aðrir stóðustu ekki freistinguna í mötuneytinu og fóru í jólamatinn!

Dagur fór sér í verslunarleiðangur á Skólavörðustíginn. Aðrir fór Kapla-langt og Óli tók perrann að venju. Á morgun verður boðið upp á skötuhlaup.

Kv. Sigurgeir

Jólaæfing FI skokks



Jólaæfing skokkklúbbsinns var haldin í gær í fimbulkulda eftirmiðdgsins og farinn var svokallaður hefðbundinn hringur. Hlaupið var vestur í bæ og stefnan tekin á tjörnina. Það bar þá helst til tíðinda að tekinn var almenningsvagn frá Skerjafirði inn á Suðurgötu hvar hlaupinu var fram haldið, gegnum miðbæ, upp Skólavörðustíg og Eiríksgata í átt að Val og heim á hótel. Eftir hlaupið var sest í sælustund með öl á kantinum og framkvæmdaáætlun 2011
kynnt ásamt því að einn félagsmaður, Anna Dís, var heiðruð vegna nýliðins fimmtugsafmælis síns á dögunum.
Mættir voru: Anna Dís, Sveinbjörn, Ívar, Oddgeir, Huld, Fjölnir, Dagur, Jón Örn, Sigrún en á bar mættu Bryndís, Guðni og Sigurgeir.
Alls 8K
Jólakveðja,
Sigrún

mánudagur, desember 20, 2010

Hádegisæfing - 20. desember

Mættir : Oddgeir, Dagur, Ívar, Þórdís, Sveinbjörn, Jói, Jón Örn

Allir ýmist á sérleið eða ekki. Vegalengdir mismunandi, en allir þó saman í lokin.

Kveðja,
Dagur

sunnudagur, desember 19, 2010

Powerade Vetrarhlaup - Desember

Gott hlaup í ágætis veðri:

42:08 Viktor Vigfússon (krækti í stig í sterkum aldursflokki)
44:35 Oddgeir Arnarson (gazellan var létt á fæti)
45:58 Huld Konráðsdóttir (þriðja í flokki með bros á vör)
46:32 Sigurður Óli Gestsson (átti í basli og að eigin sögn slökknaði á honum í brekkunni)
49:59 Gísli Jónsson (lærlingur, bæting um 10mín frá því í nóvember)

Kaldárhlaupið - 10k

Félagi vor Jakob Schweitz Þorsteinsson tók þátt á tímanum 40:56 og endaði í 9. sæti.

Fyrnagóður tími og stutt í að hann fari undir 40 mínútna múrinn.

laugardagur, desember 18, 2010

Hádegisæfing 17. desember

Mættir : Ólafur og Dagur á 10k sérleið í hífandi roki, Þórdís einnig á sérleið Hofsvallagötuna hlægjandi með vindinum - 'vindurinn er vinur minn' og Björgvin köggull lætur ekki fegurðina bera kappið ofurliði og æfir áfram af krafti með Valsmönnum léttur í lund - sæll, hvað karlinn er orðinn massaður.

Til umræðu voru tvær kvikmyndir

http://www.imdb.com/video/imdb/vi3538092313/

http://www.imdb.com/video/screenplay/vi1526530841/

Kveðja,
Dagur

fimmtudagur, desember 16, 2010

Hádegisæfing 16. des.



Mættir í dag: Jón Örn, Huld og Sigrún. Í frekar nístandi kulda fórum við ríkisleiðina en tókum tempó frá Hofs að kafara, við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Maður hélt eitt augnablik að fyrst "enginn" var mættur þá yrði farin létt bæjarleið eða eitthvað... en eldri síamstvíburinn vildi endilega fara tempóhlaup með okkur og er ég búin að heita á Johnny Eagle vínflösku, ef hann fer á 47:25 í gamlárshlaupinu, og er ég fullviss um að hann getur það léttilega. Kuldinn nísti merg og bein, svo illilega að tvíburarnir þurftu að fara í mergskipti eftir æfinguna.
Góðar stundir, 'Oskalagið
aðal
Alls, 8K

miðvikudagur, desember 15, 2010

Jólaæfing FI skokks-breytt dagsetning 21. des.



Athugið, æfingin hefur verið færð til 21. desember kl. 17:08 vegna fjölda áskorana.

Ágætu félagar!
Á þriðjudaginn 21. des. fer fram jólaæfing skokkklúbbsins. Athugið að æfingin er kl. 17:08 og er við allra hæfi. Hefðbundinn jóladrykkur á eftir.
Mætum öll.
Með jólakveðju,
stjórn IAC

þriðjudagur, desember 14, 2010

Þriðjudagsæfing 14. desember


Mættir: Dagur, Sveinbjörn, Fjölnir, Sigurgeir, Jón Örn, Gísli staðgengill, Huld og Sigrún en Jói var á sérleið.
Hinir fóru létta upphitun í gegnum skóg út í kirkjugarð, að braut K. (ég held að það sé vegna þess að yfirþjálfari var í KFUM og K þegar hann var lítill með krullur). Ákveðið hafði verið í gær að taka brekkuspretti og það var gert með þokkalegum sóma, 5 sinnum með einum bónusspretti. (skylda var að vera á 60 sek. eða undir sem tókst svona næstum því)Sérstaka athygli vakti að Sigurgeir lætur staðgengil sinn hlaupa fyrir sig og skiptir honum inná þegar hann er þreyttur. Annað vakti einnig athygli aðalritara en það var að Sigurgeir er ansi þögull við æfingar sínar og þegar spurt var hverju það sætti var svarið: "Mér er ekki skemmt!". Skrýtið, okkur hinum fannst þetta æðislega gaman og ekki vorum við með varamann til að hlaupa erfiðustu sprettina.
Alls rúmir 7K
Kveðja,
aðal

mánudagur, desember 13, 2010

Mánudagsæfing

Mættir: Ársæll, Jói, Sveinbjörn, Dagur, Ívar, Jón, JGG, Fjölnir, Huld, Oddgeir, Óli og Sigurgeir.

Hluti fór sér rest fór Hofs og sumir extra. Engin veit hvað Óli gerði nema að hann kom allt í einu út úr kvennaklefanum eftir æfingu, ótrúlegt hvað þessi drengur poppar upp á ótrúlegustu stöðum og stundum!

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, desember 12, 2010

Jólaæfing FI skokks 21. des. kl. 17:08-Breyting !



Ágætu félagar!
Næstkomandi fimmtudag fer fram jólaæfing skokkklúbbsins. Athugið að æfingin er kl. 17:08 og er við allra hæfi. Hefðbundinn jóladrykkur á eftir.
Mætum öll.
Með jólakveðju,
stjórn IAC

föstudagur, desember 10, 2010

Hádegisæfing - 10. desember

Mættir : Sveinbjörn, Jói, Dagur og Lárus.

Sveinbjörn og Jói á sérleið. Dagur og Lárus leikandi léttir um tún og stræti, klukkuðu 10k á 44:26 í gamni.

Kveðja,
Dagur

p.s.
Hver er þessi Lárus gæti einhver spurt.
En Lárus er ímyndaður vinur hennar Guðrúnar dóttir móðursystur minnar. Ég og Lárus sungum saman í kór þegar við vorum yngri. Hann býr erlendis um þessar myndir en var í heimsókn á Íslandi og ákvað að koma með mér að hlaupa í hádeginu eftir sem fáir mæta þessi hádegin. Ferskur, skemmtilegur og góður strákur.

Google : 2010 á þremur mínútum
http://www.youtube.com/watch?v=F0QXB5pw2qE

Allir eru að fá sér!
http://www.youtube.com/watch?v=Yv29p_w--4w&feature=player_embedded

þriðjudagur, desember 07, 2010

Rapping Flight Attendant from Southwest Airlines

Ég treysti því að Síams taki upp þennan sið í vélum Icelandair :o)

Kv. Sigurgeir

föstudagur, desember 03, 2010

Jólabolluhlaup 3. des

Meðan einhverjir meðlimir voru þegar byrjaðir á jólabolludjammi mættu nokkrir bindindismenn og héldu uppi merki klúbbsins með sígildu miðbæjarhlaupi. Þetta voru:
Óli sænski, Eagle, Pointe, The Cargo Intern (staðgengill Hróa) og Kafbáturinn.
Óli tók út refsingar vegna fjarveru frá Kolkrabba í gær og tók heilan Jónas en aðrir rúlluðu rólega 8 km í sól og blíðu.
Að lokinni æfingu rákumst við svo á Fjárvakursmenn í baðklefa með bjórkippur í stað hlaupaskóa í sínum töskum.

Skál,
Kafbáturinn

fimmtudagur, desember 02, 2010

Limruhornið


Já, einu sinni enn.....


Með svakalegt Stokkhólmsheilkenni
og svitaband um sitt enni
Hleypur Johnny von Örn
beint niðrá tjörn
þótt báðir lærvöðvar brenni.

Maðurinn undirbýr maraþonhlaup
með því að fá sér eitt og eitt staup
Það er ekk‘eins og hann megi
óhlýðnast Degi
og örmagna leggja upp laup.

Hann Johnny er einn af örfáum
er hafa á fótunum fráum
haldist í flokki
með FI skokki
í svörtum sokkum, uppháum.

Jólaæfing FI skokks

Smellið hér:

Lítið myndskeið úr höfuðstöðvunum...

Klick här til at titta
Hilsen,
S2

Hádegisæfing 2. desember


Ekkert er eins gaman og hressandi og að stunda líkamsæfingar í góðra vina hópi. Í dag mættu aðeins þeir sem þora, að borða ORA..
Þetta voru: Sveppi, Ívar Hlújárn, Doris Day, Mr. Eagle, Geiri smart, Fjölli, Oddur, S1 og 2. Bjöggi var forfallaður, þurfti að fara í kjötvinnsluna að sníða dilk. Við hin fórum í hefðbundna upphitun fyrir kolkrabbann, en þrátt fyrir andlát hans eftir HM er minningu hans haldið á lofti af félagsmönnum FI. Flestir tóku heilan kolkrabba en Jón Örn þurfti að taka rækjuna, vegna anna og Sveppi tók humarinn því hann þurfti að fara að árita eina af jólabókunum í ár, eða Sveppabókina. Flestir voru sammála um það að svona æfingar séu þær almest skemmtilegustu sem hægt er að komast á og þægilegt að hlaupa svona langar brekkur. Maður skilur bara ekki af hverju fleiri mæta ekki, t.d. af skrifstofunni. Fínt að brjóta upp daginn og svona! Jæja, allavega komum við það seint heim á hótel eftir niðurskokk að ekki reyndist unnt að mynda allan hópinn en hér má sjá 3 fulltrúa í góðum gír eftir æfinguna.
Alls 7,7K í vetrarsól
Kveðja,
aðal

miðvikudagur, desember 01, 2010

Hádegisæfing 1. des 2010

Það var rólegt á vesturvígstöðvunum í dag. Mæting var með slakasta móti, Gísli og Laufey mættu frá Cargo og Landsliðs var mætt líka held ég og fór sér. Cargo fólkið var í einhverjum þægilegheitum bara og sjálfur fór ég í mitt Valsheimili og hélt áfram minni kjötvinnslu þar. Mér skildist reyndar að Cargosystur hefðu verið að hvíla í dag því að á morgun verður boðið upp á KOLKRABBANN ógurlega. Mér skilst að uppleggið hjá þeim fyrir Kolkrabbann sé, "allt annað en uppsölur er væll".
Í Guðs friði börnin mín stór og smá.
Bjútí

þriðjudagur, nóvember 30, 2010

Þriðjudagsæfing 30. nóv

Mættir: Dagur, Ívar, Huld, Fjölnir, Sveinbjörn, Jón Örn og Þórdís. Allir nema Þórdís, sem kom of seint og fær S í kladdann, hlupu vestur í bæ þar sem hluti hópsins tók snögga handbremsubeyju til vinstri við Suðurgötu meðan hinir héldu í humátt á eftir Þjálfa sem negldi svo niður Hofsvallagötu. Ef einhver vogaði sér að halda að tempóið væri þegar byrjað þegar komið var á Ægissíðuna þá var það alrangt því þar hófst actually æfingin. Þar tilkynnti Þjálfi að nú yrði tekið tempó þar sem menn myndu skiptast á að leiða hópinn. Það skipti engum togum að sett var í botn og fljótlega lágu 3km í einum rykk(4:10, 4:11 og 3:58). Þá var tekin smá kæling á mannskapinn sem var orðinn bandvitlaus af æsingi. Þegar menn höfðu aftur náð áttum var sett í botn á ný frá Kafara og 1 km í viðbót á 3:59 þar sem Þjálfi öskraði menn áfram síðustu metrana. Síðust 300m voru svo í rólegu niðurskokki :-)
Flott æfing og mikið stuð

P.S. Lýst er eftir bifreiðinni S2. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um hvar hana er að finna vinsamlegast hafið samband við formann stjórnar IAC

Kv, Fjölnir

mánudagur, nóvember 29, 2010

Mánudagur 29. nóv

Mættir: Ársæll, Ívar, Jói, Sveinbjörn, Þórdís, Jón Örn, Dagur, Jón Gunnar og Sigurgeir.

Allir fóru sér nema Ívar, Dagur, Sigurgeir og JGG sem tóku Kapla-langt í rólegheitum sökum hálku! Þetta er samt orðin spurning hver fer sér þegar við erum 4 á móti 5 :o)

Mikil umræða kom um nýtt nafn á JGG sem hefur látið húðflúðra á sig risa fugl í fögrum litum. Nokkur nöfn eru í skoðun: Fönix aka Ryksugan, Þrösturinn, N1 Jón, Fuglinn Felix.

Það var ákveðið að breyta aðeins æfingarplaninu þessa vikuna og lítur það svona út.
Þriðjudagur - Eltingaleikur
Miðvikudagur - Frjálst
Fimmtudagur - Kolkrabbinn og skora ég á Siams 1 & 2 + viðhengið (Oddgeir) að mæta :o)
Föstudagur - Hlaup í 101 fyrir þá sem eru ekki byrjaðir að drekka fyrir jólabolluna.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, nóvember 26, 2010

Föstudagsæfing 26. nóvember



Tókum "hommann" á þetta í dag, fórum öfugan bæjarhring sem telst algjör nýbreytni hjá hópnum. Í sérhópi voru Jói og Sveinbjörn en á venjulegri æfingu voru Dagur, Jón Örn, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Fórum afar þægilegan bæjarhring, alveg öfugan og er ég ekki frá því að hann sé bara skemmtilegri. Kalt var í veðri en sól og yndislegt hlaupaveður. Athygli vekur stopul mæting nokkurra félagsmanna, t.d. Cargosystra, en þeir eru sjálfsagt að éta á einhverri búllunni í stað þess að sinna musterinu og svo er skrýtið með Björgvin hvað hann er upptekinn í Valsheimilinu alltaf. Hann mætti ekki en gallinn sem hann æfir í niðri í Val lá hinsvegar á gólfinu við skrifborðið hans áðan, sbr. mynd.
Góða helgi,
Sigrún

Hádegisæfing - 25. nóvember

Mættir : Björgvin, Ársæll, Gerður, Enn einn Fönix Jón, og Dagur

Ársæll Suðurgata, Gerður dælustöð, Jón og undirritaður týndum Björgvin upp við Valsheimilið og fórum við eltingaleik Suðurgata-Hofsvallagata. Hofsvallagötu piltar náðu góðu 4k tempó hlaupi með fínu splitti 4:09, 4:16, 4:05, 4:15 og Suðurgötu drengurinn tók líka á því þegar rándýrin nálguðust.

Eftir æfingu vakti athygli mína hópur klúbbmeðlima sem safnast hafði saman á bílaplaninu fyrir fram HLL. Hvað voru þeir að gera? Hvert voru þeir að fara? Hvaðan komu þeir? Þessar spurningar ásamt fleirum leituðu á menn eftir æfingu dagsins.

Kveðja,
Dagur

miðvikudagur, nóvember 24, 2010

Hádegisæfing 24. nóv.

Mættir: Jói, sér og Þórdís á Suðurgötu (held ég)en Dagur, Óli, Oddgeir, Jón Örn og Sigrún fóru Hofsvallagötu nema þeir 2 fyrstnefndu fóru tempólengingu vestureftir. Nokkur hálka var á stíg og kalt en fallegt veður og stillt. Mikil faðmlög skullu á í lok æfingar en þar fóru Ingunn Cargo systir og Mr. Sommersby mikinn í faðmlagi dagsins, ja sei sei.
Alls um 9K hjá ÓB og DE en 8,1K hjá rest.
Kveðja,
aðal
P.S. Þeir sem ekki treysta sér í alvöru jólabjór þessa dagana geta smakkað formannsdrykkinn vinsæla sem mun verða sérinnfluttur fyrir jólabollu Cargo systra.

þriðjudagur, nóvember 23, 2010

Þ-hrikalegur þriðjudagur 23. nóv.



Djöfulsins rosa mæting, ha? Það má ekki spyrjast út að æfingarnar okkar séu orðnar svo léttar að það geti bara hvaða fáviti sem er mætt á þær...Kræst!
Þarna voru hótelskvísurnar Sigurborg og Ágústa á eigin vegum. Johnny Eagle á Suðurgötu í andlegum undirbúningi fyrir undirbúningstímabilið og Joe í skógarferð. Aðrir voru: Gísli (fulltrúi annarrar Cargosysturinnar, þeirrar yngri), Þórdís landsliðs, Ívar sem hljóp í var fyrir Fjölni, Fjölnir, sem hafði kjark til þess að mæta á eigin æfingu ólíkt sumum, Sveinki sprettur, Bjöggi bigmassa, D. Sommersby, Huld Higdon og Sigrún limruþrjótur. Skokkuðum létt í gegnum skóg með Dag Sommersby í fararbroddi, með eldglampa í augunum sem veit ekki endilega á gott. Að þessu sinni átti að leiða hópinn í brekkuna handan við HL, við Perlu í landi Leynimýrar, sem áður hét. Tókum 4 spretti í brekkunni með léttu skokki á milli (hver sprettur um 330m ca.). Þegar þarna var komið sögu kom Ólafur nokkur Briem í hægðum sínum og spurði hvort við værum í gönguhópi? Frekar svona áberandi innkoma hjá honum og ekki í fyrsta sinn sem hann er gómaður við vafasama iðju í skógarþykkninu. Eftir það var farið þéttingshratt í gegnum skóg og þaðan létt skokk að stíg sem liggur í gegnum skóg, að gamla virkinu í átt að HL, hvar teknir voru forgjafarsprettir. Kom þá fram hin skemmtilega setning "Ég er spretthlaupari, en ekki langhlaupari" sem hafði ríkt sannleiksgildi og þarfnast ekki endurskoðunar, allra síst af endurskoðanda (engl. duckwatcher).
Fínasta æfing í frosti og hálku og þeim sem hugðust vera áfram í hvíld er nú ljóst að dagar víns og rósa eru liðnir, í bili.
Alls 6,3K
Kveðja,
aðalritari
P.S. Sigurgeir, ef þú ætlar að nota unglinga til að hlaupa fyrir þig á næstunni verðurðu nú að passa þig á því að þeir séu ekki betri en þú!

mánudagur, nóvember 22, 2010

Hádegisæfing - 22. nóvember

Mættir : Ívar, Ólafur, Sveinbjörn, Jón Örn, Þórdís, Ársæll, Björgvin og Dagur

Allir á sérleið nema Ívar og undirritaður, fórum Meistarann, teygðum túrinn uppí 10k og hittum Ólaf á síðustu kílómetrunum. Jón Örn undirbýr sig á fullu þessa dagana fyrir undirbúninginn að undirbúningstímabilinu fyrir undirbúninginn að Stockholm Marathon uppá eigin spýtur, en eins og allir vita er gott að vera vel undirbúinn fyrir hann.

Á morgun mæta Cargo Kings dýrvitlausir á gæðaæfingu samkvæmt pöntun.

Góðar stundir,
Stuttklippti þjálfarinn

Limruhornið



G.I.

Hann Guðni er nærri því gleymdur
við skráargerð kannski best geymdur
það er samt hans galli
að detta, sé halli
á fjöllum, ef í hlaupi er teymdur.

Bak eða brjósk, eða bæði
hann brýtur, ef myndast gott næði
samt er hann fljótur
ef virkar hans fótur
og brynjar sig gegn heymæði.


Ekki er laust við að hópurinn sakn‘ans
er drengurinn farinn til fjandans?
Kond‘aftur Gráni
fóturinn skáni
og eflist þá geð mannsandans.

föstudagur, nóvember 19, 2010

Biðlisti-here are the results from the Swedish jury

Confirmation of registration
Article No. Quantity Price Sum
Registration to Reservlista Stockholm Marathon 2011, Waiting list. yes please 1 0.00 SEK 0.00 SEK
Total Price 0.00 SEK
Inc. Vat 0.00 SEK
First name: Oddgeir
Last name: Arnarson
Email: oar@icelandair.is
Race Class: Waiting list. yes please

Ársuppgjörið 2010



Gaman er að spá í hvaða markmið hver og einn setti sér fyrir hlaupaárið. Sumir ná sínu markmiði, aðrir hafa enn smá tíma (til 31. des.)og einstaka fara framúr sínum áætlunum, t.d. ef vera skyldi að hafa óvart lent í maraþonprógrammi. Endilega setjið inn töluna sem þið ætluðuð að hlaupa og hver talan er miðað við 19. nóvember, í dag. Athugið-engar hraðatakmarkanir eru í gildi við þessa gagnaöflun.
Góða helgi,
Sigrún

Föstudagsæfing í sumarveðri 19. nóvember

Þrenns lags æfingar voru í boði:
Sér: Jói
Landsliðs: Laufey og Þórdís (7K flugvallar)
Meistaraflokks: Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Sveinbjörn, Jón Örn og Sigrún (maraþonfulltrúi og tengiliður félagsmanna við Stokkhólm).
Meistaraflokkurinn fór bæjarrúnt með viðkomu hjá Jónasi þar sem þeir sem vildu gátu tekið 1 Jónas. Samskokk heim á hótel. Aðalritari var inntur eftir því hvort hann væri ekki búinn að skrá O-ið í Stokkhólm en eitthvað láðist að biðja um það heimafyrir en gerð verður bót á þessu í dag, síðasta dag skráningar, enda hefur O-ið sýnt viss einkenni Stokkhólmsheilkennisins. Það er von aðalritara að útbreiðsla faraldursins sé nú í rénun en hann hyggst fylgja liðinu á keppnisstað og skaffa drykki, nudd og sálræna hvatningu sem hann hefur numið í herbúðum FI-Skokks. "Þú lítur vel út og þú rúllar vel" eru setningar sem munu heyrast í Stokkhólmi, jafnvel þótt aðalritara finnist það ekki í raun. Íslandi allt!
Gleðileg jól og bæ.
Alls 8K
Sigrún

miðvikudagur, nóvember 17, 2010

FYI

Brautin í Stokkhólmi.
http://www.stockholmmarathon.se/start/content_popup.cfm?Sec_ID=438
Kv. aðal

Notið endurskinsmerki!

Mbl.is

Maraþonfarar athugið!

Gott er að stunda fjölbreytta þjálfun fyrir maraþonhlaup og æskilegt er að gæta hófs í mat og drykk vilji menn öðlast hið klassíska og alltumfaðmandi maraþonútlit, sem svo mjög er í tísku um þessar mundir. Sniðugt er að brjóta upp æfingarnar með allskyns teygjum og hoppi eins og hjálagt upplýsingamyndband glögglega sýnir. Þess má geta að þessi er að byrja sína þjálfun þannig að þið þurfið ekki að óttast að enda svona.
Kveðja, le freak
Aerobic

Hádegisæfing 17. nóv.



Mættir: Þórdís landsliðs, Dagur neon, Óli kung-fu, Oddgeir carbon-fiber, Huld maraþondrottning og Sigrún kraftaverka (sbr. "það verður kraftaverk ef hún verður klukkutíma á eftir henni)". Fórum rólega Hofsvallagötu Síams en strákarnir fóru tempólengingu vestureftir. Hart er þjarmað að O-man um að skrá sig í Stokkhólmsheilkennið og virðist sem hann sé allur að mýkjast í þá átt. Einnig sást til JÖB hvar hann gekk glaðbeittur frá matsal hótels, en hann er einmitt með heilkennið. Mjög sérstakt veður var, logn, glerhált og þokumistur sem lá yfir í annars sólskini og fallegu veðri.
Alls um 8K og yfir
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, nóvember 16, 2010

Þriðjudagsæfing

Mættir: Bjútí, Jón Örn, Jói, Sveinbjörn, Þórdís og The Cargo Kings.

Eins og allir vita þá er þriðjudagur í dag og skv. plani eru brekkusprettir í boði. The Cargo Kings tóku þessu að sjálfsögðu alvarlega og ákv. að bjóða upp á brekkuspretti í kirkjugarðinum. Það var eins og einhver hefði prumpað illilega því hópurinn tvístraðist í allar áttir og engin þorði með The Cargo Kings í brekkuspretti! Sem sagt allir sér nema The Cargo Kings sem tóku 6 spretti samviskusamlega og í fjórða spretti var brautarmetið slegið :o)

Athygli vakti að D.Sommersby og Hérinn (meidddur) voru ekki á æfingu en samt sem áður voru sturturnar þeirra í fullri notkun eftir æfingu. Hafa menn talað um þarna hafi átt sér stað ákveðin kynslóðarskipti innan klúbbsins. Gönguklúbburinn hefur brugðist mjög skjótt við þessum kynslóðarskiptum og hefur nú til umfjöllunar umsóknir þeirra í klúbbinn.

Einnig hefur vakið athygli okkar að Síams hafa lítið sést á hlaupum eftir þátttöku í samsokki í NYC :o) Vonumst við eftir því að sjá þessa gleðigjafa fljótlega á æfingu með okkur í hádeginu.

Að lokum viljum við benda áhugasömum á að það eru aðeins 962 sæti laus í Stokkhólm maraþonið.

Kveðja,
The Cargo Kings

Track indoor

Kvöldæfingin var með Community Running og þar sem hitastigið hér í Boston getur farið ansi langt undir frostmark þá var ákveðið að frá og með byrjun Nóvember yrðu æfingarnar indoor á track. Þetta var fyrsta æfingin mín inni en vegna ferðalaga sl. 2 vikur hef ég ekki getað mætt ;( Ég var að vanda alltof vel klædd og í þokkabót í einhverjum eróbikk buxum, ekki mjög promising!
Æfing dagsins var upphitun utandyra í yndislegu veðri og svo hófst ballið. 2 sett af 1200m, 600m, 600m - 1200@5K pace og 600@3K pace. Skipt var upp í 2 hópa eftir fyrstu 1200,valið stóð á milli að vera lélegust í fyrsta hópnum eða best í seinni hópnum, valdi að vera í seinnihópnum, veit hvað þið eruð að hugsa, en stundum er bara gaman að fá að vera fyrstur! Dagur og Huld, þið þekki það ;) Æfingin gekk vel, en ég var svona næstum því dauð á eftir. Það sem hélt mér gangandi voru fréttirnar af einni sem hljóp maraþon fyrir nokkrum vikum. Hennar besti tími var 4.15 (eins og minn) og stefndi hún á undir 4 tímum en ef allt gengi upp þá 3.45 sem durgar til að qualifya fyrir Boston. Hón tók þetta á 3:43 og þegar hún sagði mér það, þá leið mér eins og ég hefði náð þessum tíma sjálf, ánægjan mín var svo svakaleg að hálfa væri nóg, hún heldur eflaust að ég sé á mörkum þess að vera hálf geðveik en það sem hún veit ekki er að ég er að stefna nákvæmlega á það sama. Ég veit þá allavega að þetta er hægt og úr því hún gat það, þá get ég það!

Samtals góðir 9,6K

Happy running from Runa Runner

mánudagur, nóvember 15, 2010

Powerade Vetrarhlaup - Nóvember

Fjölmargir klúbbmeðlimir tóku þátt í öðru vetrarhlaupi þessa vetrar:

43:10 Viktor Vigfússon
43:43 Oddgeir Arnarson
44:14 Sigurgeir Már Halldórsson
45:45 Sigurður Óli Gestsson
46:02 Ívar S. Kristinsson
46:02 Fjölnir Þór Árnason
48:43 Jens Bjarnason
50:29 Rúna Rut Ragnarsdóttir
52:38 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir

Stockholm !

Jo vist, nu er det snart slut med tilmeldinger...

Se her hvem har allreda tilmelt.

föstudagur, nóvember 12, 2010

On the cover of the Rolling Stone


Það er nú ekki ofsögum sagt af ferðum Síamstvíburanna til stóra eplisins (Jonagold). Ekki voru þær fyrr komnar á expo-ið þegar blaða- og umboðsmenn flykktust að þeim og vildu ólmir taka þá tali. Sumir vildu fara í post-race ísbað með þeim, aðrir vildu snerta en enn aðrir vildu taka myndir af tvíburunum með þeim allra bestu í NY. Loks féllust Síams á að stilla sér upp með einu átrúnaðargoði sínu, gegn ríflegri þóknun. Hér getur að líta afrakstur þeirrar vinnu og mun þetta verða forsíða RW í desember.
Kveðja,
S2

Fríkaður Frjádagur 12. nóv.

Það sem var fríkað við þennan frjádag var það að óðum fækkar í hópi þeirra sem stunda hlaupaæfingar frá HL, þ.e.a.s. þeirra sem EKKI hafa farið heilt maraþon. Þetta stendur samt allt til bóta því Stokkhólmsheilkennið hefur gert vart við sig innan hópsins og mér skilst að skráningu ljúki um helgina. Annars fórum við hin í rólegt miðbæjarhlaup í nokkrum vindi og kulda en Jói fór sér í Öskjuhlíð og Bjútíið var á buffbúllunni (Valsheimilinu) að buffa.
Alls tæpir 8K
Hjálagt er fögnunarmyndband Síams eftir hlaupið í NY
Kveðja,
Sigrún

The Incredible Hulk

Undanfarna mánuði hefur Björgvin Harri stundað ákafar líkamsæfingar í Valsheimilinu á meðan við hin höfum traðkað malbikið og árangur hefur ekki látið á sér standa.

Tricep, bicep og vinir þeirra allir mættir á svæðið.

miðvikudagur, nóvember 10, 2010

Hádegisæfing - 10. nóvember

Mættir : Bjútí Valsari, Dagur og Óli Nikk á sprintfartspel leið útá Eiðistorg, ásamt RRR (í heimsókn frá Boston og ætlar í Vetrarhlaupið á morgun), Sigurborgu og Ágústu Valdísi sem fóru Suðurgötuna.

Fríður hópur á fallegum degi.

Powerade Vetrarhlaupið á morgun.

Kveðja,
Dagur

þriðjudagur, nóvember 09, 2010

ING NY MARATHON-Uncut version


Huld on the rocks, shaken but not stirred!



Ice ice baby!



Eftirhlaups fögnuður


Beðið eftir starti


Fyrir framan Public Library um kl. 05:15


Ferð Síams 1 og 2 gekk vel til NY og á Radisson SAS hótelinu lofaði „Olga“ okkur því að herbergið okkar væri hljóðlátt. Það reyndist staðsett fyrir ofan diskótek hótelsins svo ekki þarf að fjölyrða um svefn þá nóttina. Fengum okkur fluttar á degi 2. (daginn fyrir hlaupið) í annað herbergi með töluverðum tilfæringum. Eftir nokkurra klukkutíma óstöðvandi ungabarnsgrát í næsta herbergi sáum við að þetta myndi sennilega ekki ganga upp var ákveðið að fá annað herbergi á yfirfullu hótelinu. Fengum loks ágætt herbergi, hátt uppi, með „queen size“ rúmi sem tvíburarnir sáu fram á að geta hvílt sig í. Herbergið var ágætlega búið, með tvískiptu „stinningarkerfi“í rúminu og loftjónandi ofnæmisrakatæki á kantinum. Tvíburarnir gátu því stinnt sinn helminginn hvoran af rúminu, skyldi linkun vera að ná yfirhöndinni. Þegar kom að svefni fyrir hlaupið var slökkt kl. 21:00 og menn keyrðir í bælið. Um 3 um nóttina var vöknun með hafragraut, kaffi og óteljandi klósettferðum og svo var arkað út á Public Library til að taka rútuna yfir á Staten Island í svarta myrkri (05:15) hvar við tók tæplega fjögurra tíma bið í „þorpunum“ í skítakulda og roki. Lítið var um sæti en meira af „port a potty“ eða „pot pourri“ eins og við kölluðum það. Þarna ægði saman öllu kolruglaða liðinu sem hugðist hlaupa NY maraþonið og kuldinn var nokkuð bítandi. Síðan þegar um klukkutími var í start þurftu Síams að taka upp „Apartheid“ og hverfa hvor í sinn bás til að bíða startsins. Loks fór hlaupið af stað og við vorum ákveðnar í að njóta stundarinnar. Ekki er unnt með orðum að lýsa stemningunni á götunum en hún var svo mögnuð að Forest Gump og Reynir Pétur hefðu ekki geta verið glaðari en við. Sólheimaglottsáhrifin voru allsráðandi! Svo liðu mílurnar hver af annarri og við hlupum í gegnum hvert hverfið á fætur öðru í sól en nokkuð stífum hliðarvindi, á köflum. Þarna ægði saman allskonar fólki, gyðingum, þeldökkum, feitum, mjóum og hávaðasömum áhorfendum sem öskruðu eins og enginn væri morgundagurinn. Reyndar voru gyðingarnir með stillt á „silent“ en það kom ekki að sök. Öðru hverju mátti heyra „go-Deloitte“ sem gladdi Síamshjörtun. S1 fór nokkuð létt yfir leiðina en trúði S2 fyrir smá hnignunareinkennum á ca. 38.K. Einnig voru síðustu "yardarnir" frekar óspennandi. Þegar S2 kom að mílu 21 var ljóst að mikill fótakrampi (áður óþekktur) var að ná yfirhöndinni á báðum fótum og þá hugsaði S2 til baka og áttaði sig á hvað var að gerast. Jú, um morguninn (nóttina) þegar tvíburarnir tóku vítamínin sín hafði S2 tekið torkennilega töflu sem lá á náttborðinu og merkt var „Viagra“. Fótakramparnir voru því vegna áhrifa stinningarlyfja og var nánast um „rigor mortis“ ástand að ræða, í báðum fótum, enda hámarksþéttni töflunnar í blóði um 7-8 tímum eftir inntöku. Á einhvern undraverðan hátt tókst S2 þó að skrölta áfram síðustu mílurnar, með smá gönguköflum, og komast brosandi í fo... markið. Tilfinningin var einstök, yfirþyrmandi og ósvikin. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af okkur og við erum sammála um að þetta var minnst stressandi hlaup sem við höfum báðar tekið þátt í með hámarks glöðnunaráhrifum, fyrir, á meðan og á eftir. S1 beið svo eftir S2 við UPS fatabússinn og var fögnun allsráðandi. Bjórbanninu var síðan aflétt skömmu síðar þegar við höfðum heilsað upp á Oddgeir, sem var á kantinum og nokkra Íslendinga sem voru í hlaupinu. Fengum okkur síðan smá hressingu og óísótónískan drykk á veitingastað, íklæddar álteppunum og þurftum í lokin að labba heim hótel, sem var ekki mjög stutt leið. Á hótelinu beið okkar það skemmtilega verkefni að fara í ísbað en hærri skaðræðisvein hafa sennilega ekki heyrst frá neinu herbergi þennan daginn og ég læt það liggja á milli hluta hver átti öskur dagsins. Semsé, fullkominn dagur í besta hugsanlega félagsskap. Getum ekki beðið eftir næsta!
S1 & S2

Hádegis-tískuslys 9. nóvember 2010

Sælir nú góðir hálsar (sagði kórstjórinn).
Í blíðunni í dag voru mættir, ljósameistarinn hinn eini sanni og the notorious I.N.R.I, en þeir fóru báðir sér. Þá voru mættir Der Führer, The Karate Kid, Bjútí og Cargo-systur a.k.a. Cargo-Kings (að eigin sögn). Einnig var Ívar mættur, en hér með er auglýsi ég eftir almennilegu nickname á kauða því það bara gengur ekki að menn fái að vera svona lengi í klúbbnum án þess að vera teknir fyrir. Sem fulltrúi fljóða var nýliðinn Dísa Skvísa mætt og fór sér en felldi engann klúbbmeðlim að þessu sinni heldur sást til hennar skriðtækla nokkur gamalmenni sem voru á heilsubótargöngu í blíðviðrinu. Anyhew, Bjútí og Cargo-systur voru í vel syncronizeraðir í klæðaburði og glæsilegir á velli þar sem þeir hlupu taktföstum og vel "coreograferuðum" skrefum sem leið lá um Meistaravelli. Staðalbúnaður dagsins var, hvítir hlaupaskór, svartar Nike síðar hlaupabuxur, nýji ljósblái(með vott af túrkis) FISKOKK hlaupajakkinn. Það eina sem aðskildi þessa glæstu þremenninga var buffið. Að öðru leiti en því var ekki hægt að þekkja þá í sundur. Því miður er ekki hægt að segja það sama um þá félaga Foringjann og Ívar, sem voru látnir hlaupa aðeins á undan og ekki með vel stíliseruðum þremenningunum. Þeir voru klæddir alveg út og suður, engin settering, enginn staðall, og að auki var foringinn í svo gulum jakka að nokkrir japanskir túristar rugluðust á honum og sólinni "út á pinna" og lögðust í sólbað á bílaplaninu. Eru menn vinsamlegast beðnir um að gæta sín í þessum efnum hér eftir, hringja sig saman kvöldið fyrir hlaup og ákveða samstæðan búning fyrir hádegishlaupið dagin eftir. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig saklausu fólki líður sem mætir hópnum á förnum vegi og menn eru bara klæddir alveg út og suður...engin settering....ekkert...! Ég bara hálf kvíði fyrir því þegar það fara að hrannast inn hérna kvartanirnar vegna þessa skorts á "gay-ness" sem sumir klúbbmeðlimir urðu uppvísir að í dag. Sko, það er eitt að fara út að hlaupa í sokkabuxum, en annað að fara út að hlaupa í sokkabuxum "with style"...yeahh baby :-)
Í Guðs friði börnin mín.
Bjútí

mánudagur, nóvember 08, 2010

New York Maraþon

Við áttum þrjá glæsilega fulltrúa í þessu hlaup. Sjá úrslit allra íslendinganna hér, þar á meðal okkar tíma.

föstudagur, nóvember 05, 2010

"Forréttindahlaup" 5. nóv

Mættir í dag: Björgvin, Ársæll, Jói, Dag Sommerby, Jón Örn, Óli sænski, Fjölnir auk þess sem nýr meðlimur Þórdís kom skemmtilega á óvart og mætti annan daginn í röð.
Aðalæfing dagsins var hefðbundið miðbæjarhlaup þar sem mönnum var tíðrætt um forréttindi og hvort og hversu rétt sé að segja að foréttindi séu sjálfsköpuð eða áunnin. Frábært veður í dag og einhver hefði eflaust sagt að það væru forréttindi að fá að hlaupa úti í þessu veðri og útsýni, hversu rétt sem það er svo að segja það.
Í Íslensku Orðabókinni stendur; forréttindi h ft. aðstaða sem e-r nýtur umfram aðra; einkaréttur: það eru f. mín.
Minni alla á samskokk á morgun laugardaginn 6. nóvember en þá býður Vesturbæjarhópurinn (Hlaupasamtök Lýðveldisins) hlaupurum í samskokk frá Vesturbæjarlauginni. Lagt verður af stað frá Vesturbæjarlaug kl. 09:30.

Góða helgi, Fjölnir

P.S. Sigurgeir bað mig um að skila þessu:
"Den 5 november var 15 841 löpare anmälda till ASICS Stockholm Marathon 2011. Samma datum i fjol var 14 893 löpare anmälda.

20 000 anmälningar accepteras till ASICS Stockholm Marathon 2011.
Även vid 2010 års Stockholm Marathon accepterades 20 000 anmälningar. Loppet var då fulltecknat den 17 november 2009.

Information om antal anmälda uppdateras varje dag."

Hádegisæfing - 4. nóvember

Mættir : Dagur, Oddgeir, Sigurgeir, Sveinbjörn og Þórdís (nýr meðlimur)

Sveinbjörn og Þórdís fóru Suðurgötuna á meðan restin fór Hofsvallagötuna. Bjart og gott veður en kalt. Meðlimir áttu erfitt að fóta sig í snjónum og náði Þórdís að fella Sveinbjörn með sniðglímu á lofti á einum hálkublettinum.

Þórdís Ævarsdóttir starfar í Dreifikerfum hjá Icelandair (sama deild og Bjútí).
Þórdís á að baki glæstan feril með landsliðinu í handbolta og er mjög liðtækur hlaupari. Meðal annars hljóp hún síðasta Icelandair hlaup (2010) á 39:02.

miðvikudagur, nóvember 03, 2010

Limruhornið




Björgvinslimra

Hann Björgvin er kallaður bjútí
svakalegt brein og kjútí
þó er það skrýtið
hvað greyið veit lítið
um hvað ber að varast, uppí.

Hópurinn hraðstækkar óðum
meðan höfðinginn lyftir lóðum
Bjöggi- „hvað er í gangi“?
þótt mikið þig langi
að troðfylla húsið af fljóðum.

Með fimm börn á framfæri sínu
og fleti í stofunn‘á dýnu
til að vald‘ekki tjóni
er best að hann prjóni
smokk, fyrir nýja haustlínu.

Með haustkveðju,
aðal

Hádegisæfing 3. nóvember

Heyrt í baðklefa karla: "Ursäkta, men vad tränar ni för? Mig, jag träner för Stockholm Marathon. Det krävs styrka, uthållighet och skönhet."

Já, menn eru farnir að æfa grimmt fyrir Stokkhólm og ekki veitir af. Í brunakulda mættu þeir Ársæll á eigin vegum, Síams 1 og 2 á sérleið í síðasta hlaupi fyrir NY, og Dagur, Fjölnir, Óli og Geiri smart á Kaplaskjólsleið (held ég). Ljóst er að veturinn er kominn og eru síamssystur fegnar að vera að ljúka sínu maraþonprógrammi en ekki að hefja það.

Skemmtilegt er frá því að segja að Cargo systur mættu í sérstökum gjafabolum (fyrir þá sem eru með barn á brjósti)frá Stokkhólmsmaraþoninu með logoinu: "Jeg tränar for svenske mænd som drikker te och Baileys". Skemmtilegt. :)

Annars bara bæ,
SBN

þriðjudagur, nóvember 02, 2010

Hádegisæfing - 2. nóvember

Mættir : Dagur, Ívar, Oddgeir, Sveinbjörn, Ársæll, Jói, Björgvin, Jón Örn

Dagur, Ívar og Oddgeir fóru kolkrabbann í boði Ívar sem tók dýrið haustaki og sleppti ekki fyrr en það gafst upp. Drengurinn sá í fanta formi.
Sveinbjörn tók rækjuna (fyrstu þrír af fjórum).

Ársæll, Hofsvallagata á eigin vegum
Jói, á eigin vegum á Öskjuhlíðarhólnum
Jón Örn, 'fór yfir og tilbaka'
Björgvin, tók styrktaræfingar á grindarbotni og kvið samkvæmt prógrammi

"Hefði verið gaman að hafa fleiri með í kolkrabbanum"
"30% af tölunni á viktinni er huglæg"

Kveðja,
Dagur