laugardagur, desember 24, 2011

Gleðileg jól!

Óska öllum meðlimum hlaupahópsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Lifið heil.
Heyr himna smiður

SBN

föstudagur, desember 23, 2011

Góð mæting í aðventuhlaupið

Góð mæting var í aðventuhlaupið. Alls mættu 16 hlauparar og var það mál elstu meðlima klúbbsins að aldrei í sögunni hefði verið eins góð mæting. Veður var ágætt þó færðin væri frekar erfið sökum hálku. Hlauparar létu það hins vegar ekkert á sig fá og hlupu 9 km hring þar sem m.a. var tekinn "dead-ari" í Tjarnargötu og dansað í kringum norska jólatréð á Austurvelli, börnum sem þar voru stödd til nokkurrar skelfingar.


Að hlaupi loknu létu menn líða úr sér í heitum potti, sjó-gufu og sauna á Sóley Natura Spa. Að lokum safnaðist hópurinn saman á veitingastað hótelsins þar sem niðurstöður skoðanakönnunar um keppnisnafn klúbbsins voru kynntar (flestir vilja að Icelandair verði notað) auk þess sem formaður fór yfir aðgerðaáætlun stjórnar á komandi tímabili.

Gleðileg jól

þriðjudagur, desember 20, 2011

Fundargerð - 2. stjórnarfundur skokkklúbssins, haldinn 15. desember 2011


Stjórnarfundur FI-Skokk (2. fundur tímabilsins 2011-2012)

15. desember 2011, kl. 1200 á skrifstofu Icelandair

Mættir: Jón Örn - formaður, Ívar - gjaldkeri og Oddgeir - ritari

Annar fundur stjórnar tímabilið 2011-2012. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Jafnframt var lagt til að dagskrá komandi funda verði kynnt stjórnarmönnum í fundarboðinu. Eftirfarandi mál voru á dagskrá þessa fundar:

- Ákveðið var að félagsgjöld næsta árs verði óbreytt.

- Uppfæra þarf félagatal klúbbsins/netföng. Mál í höndum formanns og ritara.

- Uppfæra þarf lög félagsins til samræmis við ákvarðanir síðasta aðalfundar. Mál í höndum ritara.

- Formaður hyggst kynna hádegishlaupin fyrir starfsmönnum Icelandair á Mywork strax eftir áramót.

- Keppnisnafn klúbbsins: Skoðanakönnun verður útbúinn og birt á blogginu innan skamms og verða niðurstöður hennar síðan kynntar í aðventuhlaupinu 22. desember. Stjórnin mun hafa niðurstöður skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafn verður tekin.

- Formaður er búinn að hafa samband við Dag vegna þemadaganna en nánari útfærsla liggur ekki fyrir.

- Gjaldkera var falið að ganga frá prókúru-málum við fráfarandi gjaldkera klúbbsins eftir fyrsta stjórnarfund. Málið er enn í vinnslu en verður væntanlega klárað í næstu viku.

- Sturtuaðstöðumálin: Vel var tekið í málið að hálfu stjórnenda Icelandair. Þó er ljóst að sturtuaðstöðu verður ekki komið upp í höfuðstöðvum Icelandair við núverandi aðstæður m.a. vegna þess að nauðsynlegar frárennslislagnir eru ekki lengur til staðar. Gjaldkeri klúbbsins mun halda málinu áfram opnu gagnvart stjórnendum Icelandair.

- ASCA: Austrian mun halda ASCA Cross Country 2012 í Vín. Endanleg dagssetning er ekki komin frá þeim en gert er ráð fyrir að hlaupið fari fram einhverntíma á tímabilinu 27. apríl – 29. maí.

- Hlaupadagskrá FI-Skokk: Stjórn FI-Skokk hyggst birta lista yfir þau hlaup og atburði á árinu 2012 sem gaman væri fyrir meðlimi klúbbsins að sameinast um að mæta í. Dagskráin verður birt á blogginu fljótlega.

- Starfsáætlun tímabilsins 2011-2012 endanlega útfærð auk annarra áhersluatriða stjórnar (sjá nánar í fundargerðinni).


Endanleg starfsáætlun fyrir komandi tímabil liggur nú fyrir og er svohljóðandi:

- Næsti aðalfundur/árshátíð verði haldin(n) í október eða nóvember 2012.

- Almenningshlaup Icelandair fari fram fyrsta fimmtudag í maí 2012. Framkvæmdastjóri hlaupsins verður sá sami og undanfarin ár (Sigurgeir).

- Stefnt skal að þátttöku í ASCA víðavangshlaupi á næsta ári. Gert er ráð fyrir úrtökumóti í aðdraganda hlaupsins.

- Aðventuhlaup í desember á þessu ári. Verður með svipuðum hætti og síðustu ár.

- Ný stjórn hyggst leggja metnað sinn í að hvetja starfsmenn Icelandair Group til hlaupa. Verður sjónum einkum beint að þeim sem eru byrjendur eða hafa lítið hlaupið upp á síðkastið. Stefnt að því að setja þessa vinnu í gang með vorinu (2012). Hugmyndin er sú að fylgt verði 10 vikna æfingaáætlun fyrir byrjendur (frá mars og fram í maí). Formaður klúbbsins hefur lýst sig reiðubúinn til að halda utan um þetta verkefni (kynningu og framkvæmd æfingaáætlunar) með hjálp og aðstoð annara meðlima klúbbsins.


Auk starfsáætlunarinnar teljast eftirfarandi atriðið til sérstakra áhersluatriða stjórnar:

- Ný stjórn hyggst kanna hvort aðrir raunhæfir möguleikar séu til staðar hvað varðar sturtuaðstöðu félagsmanna. Verður m.a. athugað hvort hægt sé að koma upp sturtuaðstöðu í húsnæði Icelandair.

- Stjórn klúbbsins hefur áhuga á að viðhalda þeim góða sið að hver dagur vikunnar hafi sitt þema (mánudagur – rólegur, þriðjudagur – sprettir/ brekkur o.s.frv.). Stjórnin hyggst leita til eins af reyndari meðlimum klúbbins (Dagur) varðandi áframhaldandi útfærslu og viðgang þessa góða siðs. Þá er ekki útilokað að „gesta-þjálfarar“ fái að leika lausum hala öðru hvoru.

- Stefnt er að því, eftir því sem sjóðsstaða leyfir, að þeir meðlimir klúbbsins er taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta ári fái þátttökugjald að hluta eða öllu leyti endurgreitt. Þá verður möguleiki til þátttökukostnaðar í öðrum atburðum metinn hverju sinni (t.d. ASCA).


Þau verkefni sem liggur fyrir að vinna þurfi í fyrir næsta stjórnarfund:

- Kynna skokkklúbbinn á Mywork, þ.m.t. hádegishlaupin – formaður

- Útfærsla á þemadagsæfingunum – formaður, í samráði við Dag

- Ákveða endanlega keppnisnafn skokkklúbbsins – stjórnin

- Kynna starfsáætlun og sérstök áhersluatriði stjórnar fyrir tímabilið 2011-2012 á blogginu – ritari

- Koma jarðneskum eigum klúbbsins fyrir í geymslu hjá umsjónamanni fasteigna – gjaldkeri

- Birta hlaupadagskrá FI-Skokk - ritari

- Hefja forundirbúning Icelandairhlaupsins, m.a. útfærslu hlaupaleiðar – stjórnin


Næsti fundur áætlaður í janúar 2012

Fundi slitið 1330

mánudagur, desember 19, 2011

Hádegi 19. des

Tvær stúlkur, tveir karlar, tvær brýr, tvær kirkjur, einn almenningsgarður, tvenn undirgöng, 8.2k.

laugardagur, desember 17, 2011

Undir hvaða nafni vilt þú að meðlimir klúbbsins keppi?

Á síðasta aðalfundi var nýrri stjórn falið að ákveða nafn sem notað skal af meðlimum klúbbsins þegar þeir keppa á hans vegum.  Stjórnin hefur nú efnt til skoðanakönnunar á blogginu þar sem félagsmönnum er boðið að kjósa um þau fjögur nöfn sem stjórnin hefur ákveðið að komi til greina.  Skoðanakönnunin verður opin til kl 16, fimmtudaginn 22. desember og mun stjórnin kynna niðurstöðu hennar á aðventuhlaupinu, sem hefst klukkustund síðar.

Þeir meðlimir klúbbsins sem hafa skoðanir á þessu máli eru hvattir til þátttöku í könnuninni.  Stjórnin mun síðan hafa niðurstöðu skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafnið verður tekin.

Kveðja,
stjórnin

miðvikudagur, desember 14, 2011

Aðventuhlaupinu frestað til fimmtudagsins 22. desember

Allmargir félagsmenn hafa lýst því yfir að þeir eigi ekki heimangengt í áður auglýst aðventuhlaup fimmtudaginn 15. desember.  Því hefur stjórn skokkklúbbsins ákveðið að fresta aðventuhlaupinu til fimmtudagsins 22. desember.

Lagt verður af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17.  Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu þann dag en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.

Félagsmenn munu fá aðgang að sturtuaðstöðu, sauna og heitum potti á Sóley Natura Spa á Hótel Loftleiðum sér að kostnaðarlausu.  Félagsmenn þurfa hins vegar sjálfir að koma með handklæði og sundfatnað.  Kann stjórn skokkklúbbsins stjórnendum Sóley Natura Spa bestu þakkir fyrir þetta rausnarlega boð.

Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.

Kveðja,
Stjórn skokkklúbbsins

Hádegisæfing miðvikudaginn 14. desember

Mætt voru: Sigrún, Katrín, Dagur, Oddgeir og Ðe kargó-primadonnas-kings.

Ðe kargó-primadonnas-kings létu að sjálfsögðu bíða eftir sér og brast hina er mættir voru að lokum þolinmæðin og lögðu rólega af stað með það fyrir augum að hægt yrði að ná þeim.  Það reyndist rétt því ðe KKs náðu restinni, lafmóðir, nokkru síðar.

Farinn var hefðbundinn rangsælis Hofsvallagötu-hringur (KKs og Oddgeir) með lengingu um Kaplaskjól fyrir þá sem það vildu (Sigrún, Katrín og Dagur).  Kaplaskjólsfólkið einsetti sér að ná Hofsvallagötuhópnum fyrir Kafarann og tókst það nokkurn veginn.  Vel gert.

Alls voru hlaupnir 8,6 km annars vegar og 9,2 km hins vegar.

Frjálsi orðinn stórveldi


þriðjudagur, desember 13, 2011

Hádegi 13. des

Í forstarti: Ársæll og Þórdís.  Hlupu 10k, takk fyrir.
Í 12:08 starti:  Formaðurinn á fyrstu æfingu fyrir Edinborgarmaraþon.  Flugvöllur 6,3k
Í 12:11 starti:  Frjálsi (Guðni, Hekla, Sigrún og Sveinbjörn).  Skógrækt með 3 þrekæfingastoppum.  6,5k.

GI

Vefur til að útbúa einstaklingsmiðað æfinga program.

Fannst þetta bara svo sniðugt að mér fannst ég þurfa að setja þetta hérna inn.
http://gainfitness.com/strength
Í Guðs friði lömbin mín.
Bjúti

mánudagur, desember 12, 2011

Hádegisæfing 12. des.

Mættir á HL-Katrín, Hekla, Gunnur, Dagur, Guðni, Sigurgeir, Sveinbjorn, Huld, Sigrún og Ársæll (sér). Fórum Hofsvallagötu í loðnu færi og smá kulda. Greinilegt var á samkomunni að Símaseiningin á sér enn nokkra aðdáendur þrátt fyrir mikla og fagra nýliðun frá hótelbyggingunni og skrifstofunni, en þeim fer þó merkjanlega fækkandi. Alls 8,6k Kveðja, SBN

föstudagur, desember 09, 2011

Aðventuhlaup FI Skokk

Nú líður senn að hinu marg rómaða aðventuhlaupi skokkklúbbsins.  Hlaupið fer fram fimmtudaginn 15. desember nk. og eru félagsmenn hvattir til að mæta.  Lagt verður að af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17.  Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu á fimmtudaginn en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.  Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.

Hádegisæfing 9. des.

Mættir í fimbulkulda: Gunnur og Pétur á sérleið, Sveinbjörn í sælustund í sundlaug, Ívar, Dagur, Oddgeir (nýr liðsmaður), Gauja og Hekla, Huld og Sigrún.  Fór fylkingin hefðbundinn bæjarrúnt með Sæbraut og Hljómskálagarðsívafi.  Allir undu glaðir við sitt og voru misvel klæddir til verknaðarins en einna mesta athygli vakti þó Gauja en hún var sérstaklega styrkt af jöklarannsóknafélaginu en þeir fá fólk til að prófa hlífðarfatnað við ýmsar voveiflegar aðstæður eins og t.d. útihlaup.  Mikið var rætt um pylsur og blæti gagnvart þeim en einn félagsmaður er illa haldinn af fíkn í pylsur á meðan annar lifir á geli og gulrótum.  Einnig var bandaríski matvælaiðnaðurinn krufinn sem og krosssmit E-coli og fleiri skemmtilegra gerla og baktería. 
Kveðja góð-SBN

Powerade #3

Nokkrir félagsmenn mættu í þetta skemmtilega vetrarhlaup um Elliðaárdal í gærkveld og fara tímarnir hér á eftir:




54. Oddgeir Arnarson 45:43

105. Ívar S. Kristinsson 49:35

109. Huld Konráðsdóttir 49:53

128. Sigrún B. Norðfjörð 51:04

193. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 55:26

208. Ársæll Harðarson 58:03



Sérstaklega ber að geta þess að á leið tveggja keppenda á vettvang blótaði a.m.k. annar þeirra og hafði uppi gífuryrði um það að félagsmenn væru píndir í þetta hlaup og nytu svo engra fríðinda umfram aðra, þrátt fyrir innherjatengsl við hlaupshaldara. Þeir fengju a.m.k. adrei konfekt í desemberhlaupinu, það væri bara feita fólkið sem fengi það. Þessir sömu félagsmenn fengu síðan báðir forláta konfektkassa í markinu og eru strax farnir að íhuga stöðu holdarfars síns. Það hefði samt verið skemmtilegra að hafa konfektið í hlaupavænni umbúðum, en kærar þakkir samt! Þetta var frábært þrátt fyrir mínus 6 gráðurnar.



Kveðja,

leigupenninn (perrinn?)

fimmtudagur, desember 08, 2011

Skráning í Edinburgh Marathon

Mikill áhugi er meðal FI-skokkara fyrir ferð í Edinburgh Marathon og nú þegar hafa fjórir úr hinu alræmda sænska gengi; Oddgeir, Sigurgeir,Ólafur og Fjölnir skráð sig í heilt maraþon og vitað er um fleiri sem eru líklegir til að slást í hópinn á næstu dögum.

Það er ljóst að búast má við góðri stemmningu á Rose Street eftir hlaup og bindum við miklar vonir við sérþekkingu Óla Briem á malt viskíi og öðru skemmtilegu sem Skotarnir hafa upp á að bjóða. Þeir sem ekki treysta sér í hlaupið geta líka tekið skemmtilega áskorun "Rose Street Challenge" sem krefst annars konar úthalds.Nánar hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rose_Street

Hlauparar skrá sig aftur á móti hér: http://www.edinburgh-marathon.com/

FÞÁ

Hádegi 8. des

Dagur, Fjölnir, Guðni, Katrín og Sveinbjörn í 12:11 starti frá IHRN. Hofsvallagata (8,6k) með lengingu (8,9k) fyrir ákafa. Þórdís fór fyrr og lengra (9,2k). Nennti ekki að hanga með rólega liðinu.

GI

miðvikudagur, desember 07, 2011

Hádegisæfing 7. des. '11


Fjölnir og Sigurgeir á hlaupum, Þórdís að hlaupa og lyfta. Dagur, Ívar, Anna Dís, Huld 2 (Doppelgänger) og Sigrún í hádegisjóga og tóku inn mikið aðf hvítu ljósi í gegnum háhraðatengingu og fundu kærleikann í sér og öllu öðru.

Kveðja,

SBN

þriðjudagur, desember 06, 2011

Hádegi 6. des

Þrjár konur (Hekla, Katrín (ekki lengur nýliði) og Þórdís) og þrír karlar (Ársæll, Dagur og Guðni) skokkuðu upp í mót austan andvara, út í Kópavog, Skógrækt og til baka.  Þá var tekinn fyrsti sprettur í Kolkrabba (í boði Þórdísar (takk Þórdís)).  Sá tók frá 5 og upp í 6 mínútur.  Safnað saman og rólega heim.  Samtals 7,3K 45 mín.

Á morgun verður jógatími í boði Katrínar.  Hefst 12:05 á Sóley Spa, Icelandair Hotel Reykjavík Natura. 

GI

mánudagur, desember 05, 2011

Edinborgarmaraþonið 2012


Einn félagsmaður hefur fengið fararleyfi að heiman (ótrúlegt en satt) til að taka þátt í þessu hlaupi. Nú þurfa hinir bara að standa við stóru orðin. Koma svo! Æfa svo þjóðsönginn eftir Robert Burns.

Edinborg 2012

Kveðja,

SBN

Hádegi 5. des

Í forstarti Anna Dís, Ársæll og Katrín (nýliði). Fóru rangsælis vesturfyrir Hlíðarenda og síðan Hofsvallagötu.

Í 12:08 starti Dagur, Guðni og Ívar. Fóru rangsælis suðurfyrir Hlíðarenda og síðan Suðurgötu. Náðu forstartshópnum við flugbrautarenda og síðan samhlaup heim á hótel, með viðeigandi yfirheyrslum Dags á nýliðanum.

Samtals um 7,5K

GI

þriðjudagur, nóvember 29, 2011

Hádegisæfing 29. nóv.

Mættir: Cargo Kings og Síams.  Sveinbjörn fór í skógarhlaup.  Fyrrnefnd fóru Hofsvallagötu með tempóívafi að kafara.  Var ekki annað að sjá en að kóngarnir nytu samvista við tvíburana sem drösluðust með þeim tempókaflann þrátt fyrir hálku og frost.  Eftir æfingu komu Gunnur og Pétur Hafliða og sögðust ætla einn stuttan, hvað svo sem það nú þýðir.
Alls 8,2k
Kveðja góð,
SBN

mánudagur, nóvember 28, 2011

Hádegi 28 nóv

Mættir 10 hlauparar, 5 af hvoru kyni.

Ársæll og Þórdís fóru á undan.  Á eftir komu Dagur, Erla, Guðni, Guðrún Ýr, Hekla,  Sigrún, Sigurgeir, Sveinbjörn.  Meira og minna léttur mánudagur í kringum völlinn, með smá "náðu bráðinni".

GI

föstudagur, nóvember 25, 2011

Fundargerð stjórnar Skokkklúbbs Icelandair

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Skokkklúbbs Icelandair var haldinn 4. nóvember sl.  Ný stjórn samþykkti að fundargerðir verði birtar, félagsmönnum til upplýsinga.  Fundargerðin er því hér með birt:


Stjórnarfundur FI-Skokk (1. fundur tímabilsins 2011-2012)

4. nóvember 2011, kl. 1500 á skrifstofu Icelandair

Mættir: Jón Örn, Ívar og Oddgeir

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar tímabilið 2011-2012. Stjórnin skipti með sér verkum. Jón Örn formaður, Ívar gjaldkeri og Oddgeir ritari. Ívari falið að ganga frá prókúru-málum við fráfarandi gjaldkera klúbbsins.

Ný stjórn lýsir yfir vilja sínum að gera fundargerðir stjórnar aðgengilegar meðlimum klúbbsins.

Endanleg starfsáætlun fyrir komandi tímabil liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir því að hún liggi fyrir eigi síðar en eftir næsta fund stjórnar sem áætlaður er í desember nk.

Þau atriði starfsáætlunarinnar sem samþykkt voru fundinum voru eftirfarandi:

- Næsti aðalfundur/árshátíð verði haldin(n) í október eða nóvember 2012.

- Almenningshlaup Icelandair fari fram fyrsta fimmtudag í maí 2012. Framkvæmdastjóri hlaupsins verður sá sami og undanfarin ár (Sigurgeir).

- Stefnt skal að þátttöku í ASCA víðavangshlaupi á næsta ári. Gert er ráð fyrir úrtökumóti í aðdraganda hlaupsins.

- Aðventuhlaup í desember á þessu ári. Verður með svipuðum hætti og síðustu ár.

Að auki voru eftirfarandi mál rædd á fundinum og munu einhver þeirra án efa falla undir endanlega starfsáætlun stjórnar:

Ný stjórn hyggst leggja metnað sinn í að hvetja starfsmenn Icelandair Group til hlaupa. Verður sjónum einkum beint að þeim sem eru byrjendur eða hafa lítið hlaupið upp á síðkastið. Stefnt að því að setja þessa vinnu í gang með vorinu (2012). Hugmyndin er sú að fylgt verði 10 vikna æfingaáætlun fyrir byrjendur. Formaður klúbbins hefur lýst sig reiðubúinn til að halda utan um þetta verkefni (kynningu og framkvæmd æfingaáætlunar) með hjálp og aðstoð annara meðlima klúbbsins.

Ný stjórn hyggst kanna hvort aðrir raunhæfir möguleikar séu til staðar hvað varðar sturtuaðstöðu félagsmanna. Verður m.a. athugað hvort hægt sé að koma upp sturtuaðstöðu í húsnæði Icelandair.

Nýrri stjórn var falið á aðalfundi klúbbins í október sl. að ákveða nafn sem sem notast skal við þegar meðlimir klúbbsins keppa á hans vegum. Verður án efa leitað til meðlima klúbbsins í þeim efnum áður en ákvörðun um endanlegt nafn verður tekin.

Stjórn klúbbsins hefur áhuga á að viðhalda þeim góða sið að hver dagur vikunnar hafi sitt þema (mánudagur – rólegur, þriðjudagur – sprettir/ brekkur o.s.frv.). Stjórnin hyggst leita til eins af reyndari meðlimum klúbbins (Dagur) varðani áframhaldandi útfærslu og viðgang þessa góða siðs. Þá er ekki útilokað að „gesta-þjálfarar“ fái að leika lausum hala öðru hvoru.

Stefnt er að því, eftir því sem sjóðsstaða leyfir, að þeir meðlimir klúbbsins er taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta ári fái þátttökugjald að hluta eða öllu leyti endurgreitt. Þá verður möguleiki til þátttökukostnaðar í öðrum atburðum metinn hverju sinni (t.d. ASCA).

Upphæð félagsgjalda næsta árs var rædd. Gert ráð fyrir því að niðurstaða í þeim efnum liggi fyrir eftir næsta fund.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 1645.

fimmtudagur, nóvember 24, 2011

Þakkargjörðarhlaup

Fimmtán hlauparar mættu á æfingar í þremur hópum.

Dagur, Fjölnir, Ívar Sigurgeir og Sveinbjörn fóru saman.

Ársæll og Þórdís fóru saman.

Guðni, Guðrún Ýr, Gunnur, Hekla, Huld, Pétur, Sigrún og Villi fóru með Frjálsa í kringum Öskjuhlíðina og sumir rúmlega það. Þrátt fyrir að vera með tvo þjálfara (Guðna og Huld) tókst þeim að týna Gunni. Líklegast er að geimverur hafi numið hana á brott í gegnum símann hennar.

GI

þriðjudagur, nóvember 22, 2011

Hádegisæfing 22. nóvember

Mættir: Gunnur, Hekla, FJÖLNIR, Sveinbjörn, Þórdís og Sigurgeir

Hofs, skógur og Fossvogur voru í boði í dag.

Það hefur mikið verið rætt um sturtuaðstöðu og sérstaklega eftir uppákomu gærdagsins. Nú bíða allir eftir tilkynningu frá stjórn um hvað skal gera.

Ég skora líka á stjórnina að mæta og hlaupa með félagsmönnum :o)

Kv. Sigurgeir

mánudagur, nóvember 21, 2011

Hádegisæfing 21. nóv.

Mættir á höfuðstöðvarnar: Á samningafundi (Ívar), á útkikki og í mótmælaaðgerðum; Dagur og Fjölnir, á flótta, B. Bjútí en virkir notendur vóru: Sveinbjörn, Anna Dís, Huld, Þórdís og Sigrún. Farinn var skemmtihringur um Hofsvallagötu og sagðar skemmtisögur á leiðinni. Kepptust sumir við að toppa sögu hins og ansi mjótt var á mununum. Hver er t.d. með flottustu....kennitöluna? Hverjir eiga t.d. von á......hæsta jólabónusnum? Eitt er víst að það er allt að gerast hjá FI skokki og útrás baðklefa er yfirvofandi. Annars var bara allt rólegt á vestur vígstöðvum í dag og allir kátir. Bæjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
Kveðja,
SBN (leigupenni)

Óskalagastundin

Hringt var inn í þáttinn í dag og beðið um þetta óskalag. Fráfarinn aðalritari getur ekki látið hjá líða að sinna þessu kalli:

Óskalagið

Just remember to park and run, if you want to have fun! :) Eða þannig.
Happy trails,
SBN

Park Run#4

Einn félagsmaður tók þátt í þessu hlaupi um helgina, Bryndís Magnúsdóttir, og fara heildarúrslit hér á eftir:
Úrslit
Til hamingju með þetta Bryndís!
Kveðja,
SBN

föstudagur, nóvember 18, 2011

Föstudagur 18. nóv.

Mættir: Dagur og Þórdís (földu sig fyrir okkur), Sveinbjörn, Óli, Huld og Sigrún. Það er alveg ávísun á fína (rólega æfingu) föstudagsfléttu að mæta á FI skokks æfingar á þessum dögum því Dagur og Sveinbjörn eru alltaf að fara í Park Run á laugardagsmorgnum. :) Allavega, þá fórum við nokkuð léttleikandi leið um hlíðar, Nóatún, Sæbraut, bílakjallara Hörpu, miðbæ, Hljómskálagarðinn (hundsuðum alveg Jónas, nýlegt afmælisbarn) og heim á hótel.
Alls um 8k og vor í lofti en hver veit hvað verður síðar?

Þau leiðu mistök urðu í kynningu bjórs á leiðinni að rangt var farið með bjórtegund og framleiðanda og biðst fyrrverandi aðalritari velvirðingar á því. Hið rétta er að hinn meinti bjór heitir Bríó og er framleiddur af Borg, brugghúsi. Þetta leiðréttist hérmeð.

Góða helgi-SBN, leigupenni OAR og þotulið (að annara áliti).

fimmtudagur, nóvember 17, 2011

Hádegisæfing 17. nóvember

Mættir : Sigrún, Hekla, Gunnur, Pétur, Villi, Dagur, Sveinbjörn, Ársæll (sér)

Flottur hópur, frjálsi í miklum meirihluta ;)

Suðurgata, gekk á með hraðaaukningum og sprettum.



miðvikudagur, nóvember 16, 2011

Park Run #3-Elliðaárdalur

Þann 12. nóv. síðastliðinn fór fram þriðja hlaupið í þessari seríu. Úrslitin voru hagstæð fyrir okkar menn sem vermdu 1. og 4. sætið í karlaflokki. Báðir voru á PB í þessari braut!
Heildarúrslit
Kveðja,
SBN

mánudagur, nóvember 14, 2011

Hádegisæfing 14. nóvember

Þrjú holl lögðu í hann í dag frá Loftleiðum. Í forstarti voru Ársæll, Erla og Þórdís. Í holli tvö voru Dagur og Fjölnir og loks Sveinbjörn og Anna Dís. Maður spyr sig hvað varð um hinn lögskipaða upphafstíma æfinga FISKOKK kl. 12:08? Þrátt fyrir að vera ósamstíga í upphafi æfingar fóru öll hollin vestur í bæ og sameinuðust í sátt og samlyndi við hótel rétt fyrir kl. 13. Nokkur vindur á köflum en annars vorveður.

Kveðja,
Fjölnir

Powerade#2

Fjórir félagsmenn tóku þátt í þessu vetrarhlaupi á fimmtudaginn síðasta. Aðstæður voru með besta móti, nánast logn og bjartur máni lýsti keppendum leið um dalina (Víði- og Elliðaár).
Heildarúrslit
Karlar:
70 Oddgeir Arnarson 43:02
99 Sigurgeir Mál Halldórsson 45:15

Konur:
110 Huld Konráðsdóttir 45:37
135 Sigrún Birna Norðfjörð 46:40

Kveðja,
upplýsingafulltrúi OAR (ekki hann sjálfur samt).

laugardagur, nóvember 12, 2011

Freaky Friday 11.11.'11

Mættir á HL: Erla, Dagur, og Poweradearnir -Sigurgeir, Huld og Sigrún. Erla sendi inn formlega beiðni um að einu sinni væri farin skemmtileg leið og þáttastjórnandi varð frómlega við þeirri beiðni og fór með meðreiðarsveina sína um miðbæinn í frábæru veðri.
Alls um 7k
SBN

fimmtudagur, nóvember 10, 2011

Hádegi 10. nóv



Undanfarar voru þau Erla, Svienbjörn og Þórdís. Eftirbátar þeir Dagur og Guðni. Allt á rólegu nótunum 7-8k.






GI

miðvikudagur, nóvember 09, 2011

Hádegisæfing 9. nóv.

Mættir á sameinaða æfingu hjá Frjálsa og IAC: Gunnur, Hekla, Sigrún Kolsöe og Guðni en frá IAC voru Anna Dís (sem tók myndina), Huld, Sigurgeir, Dagur og Sigrún. Skokkað var inn í skóginn og farið að steini í kirkjugarði sem merktur er K (alveg augljóst hvar hann er). Þar lagði fráfarandi formaður línurnar með aðstoð fulltrúa frá Frjálsa; VOD dagsins voru 4 brekkusprettir upp að lífrænu úrgangstunnunni og skokk niður. Bónussprettur var í boði nýliðanna frá Frjálsa við mikinn fögnuð. Léttur úði var á vettvangi og kátt í mönnum og konum þótt síamstvíburunum hefði þótt nóg um innskot Baldurs og Konna í návist nýliðunarkvennanna. Augljóst er á athæfi þeirra kumpána að þeir hyggja á nýja landvinninga í þeim geira en Geiri smart lét sér þetta allt í léttu rúmi liggja, enda lætur hann ekki stjórnast af slíkum sýndarveruleika.


Alls milli 6-7k en gæði nokkuð góð.

Góðar stundir,

SBN f.h. sameinaðra



mánudagur, nóvember 07, 2011

Framkvæmdaáætlun

F.v. aðalritari komst inn í aðgerðapakka nýrrar stjórnar og fann sig knúinn til að birta áætlun þeirra kumpána. Svona ætla þeir að gera þetta í vetur, skilst mér:
Smellið hér, alveg óhindrað:
SBN (hacker)

Hádegisæfing 7.11




Mættir, í frábæru veðri: Ívar, Dagur, Guðni, Óli, Erla, Anna Dís, Huld og Sigrún (fulltrúi).

Farnar voru Suðurgata, Hofs, Kaplaskjól, með perranum, allt eftir smekk og áhuga. Dagur sagði skemmtisögu úr nýafstaðinni hlaupakeppni, hverja hann sigraði með miklum yfirburðum sl. laugardag. Innri endurskoðun var ekki á æfingunni en hann var bundinn yfir einhverju misræmi sem fannst við úrvinnslu gagna eftir Park Run hlaupaseríuna á laugardag, hvar hann vermdi annað sætið, sannanlega (það náðist á mynd). Tískuhornið var á sínum stað en þar fóru fyrrverandi formaður og núverandi meintur gjaldkeri klúbbsins fyrir hópnum í litasamsetningu og báru af í þeim efnum. Fyrrverandi aðalritari kýs að nefna þessa mynd Guerillas in the mist. Dæmi svo hver fyrir sig.

Góðar stundir,

SBN

laugardagur, nóvember 05, 2011

Park run 05.11.'11 (5K)

Dagur winner!

Sveinbjörn kemur í mark. Hann varð annar.


Tveir félagsmenn öttu kappi við klukkuna í þessu vikulega hlaupi sem á rætur sínar í Bretlandi en er að breiðast út um heiminn. F.v. aðalritari, sem bágt á með að vera ekki staddur í iðunni, var staddur á vettvangi glæps að þessu sinni og hvatti félagsmenn ásamt hlaupastöllu sinni og þjálfara, Huld. Skipti engum togum en þeir tveir félagsmenn, sem fyrir okkar hönd öttu kappi, vermdu fyrsta og annað sætið í hinu stórskemmtilega Park run hlaupi, sem átti sér stað í Elliðaárdalnum í morgun, í kjöraðstæðum.



Hlekkur fyrir upplýsingar um Park run


Góðar hlaupastundir, :)

SBN

fimmtudagur, nóvember 03, 2011

Hádegi 3. nóv



Mættir á sameiginlega æfingu FISKOKK og Frjálsa 12 hlauparar, 7 konur og 5 karlar. Hótelsystur fóru sér, Pétur og Erla týndust á leiðinni en Dagur, Gauja, Guðni, Gunnur, Hekla, Huld, Sigurgeir og Sveinbjörn fóru inn í Kópavog þaðan í skógræktina. Þaðan var tekið forgjafarhlaup austur Fossvog og svo til baka í vestur og safnað saman eftir brekkuna rétt austan við Nauthól. Þeir öflugustu tóku 2k sprett. Vegalengd frá 7k.

GI

miðvikudagur, nóvember 02, 2011

Park Run-Hvað er það?

Alla laugardaga:

Smellið hér:

SBN

Hádegi 2. nóv

Parakeppni vestur á Eiðistorg. Kepptu þar Dagur og Sigrún á móti Guðna og Huld, sem vissu reyndar ekki að þau væru í keppni, frekar en fyrri daginn. 8,2k

GI

Halloween hádegi

Hlaupaskýrsla:

Hlaupinn ríkishringur í kringum flugvöllinn. Þeir sem mættu voru (í röð eftir km fjölda og innkomutíma) Dagur og Ívar, Sigurgeir, Erla og Huld, Sigrún og Guðni, Sveinbjörn.

Sturtuskýrsla:

Einum karlhlaupara varð það á að fara í sturtuna hans Sveinbjörns, enda hafði honum ekki verið kynntur starfsaldurstengdur forgangur manna í sturtur. Kemur vonandi ekki fyrir aftur.

GI

mánudagur, október 24, 2011

Hádegisæfing 24. okt

Mættir: Sveinbjörn, Jón Örn, Óli, Sigurgeir, Þórdís, Huld, Anna Dís, Erla, Bryndís og Margrét (nýliði).

Flestir fóru Suðurgötu og restin fór Hofs og nokkrir bættu perranum við.

Það er gaman að sjá að nýja stjórnin er strax farin að safna nýliðum í klúbbinn. Í dag mætti Margrét á sína fyrstu æfingu hjá okkur. Hún á að baki glæsilegan feril með Keflavík og landsliðinu í körfu, hérna er myndband af henni að sýna nokkra takta.

http://www.leikbrot.is/2011/01/16/paraskotkeppni-kki-margret-og-falur/

Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, október 18, 2011

Hádegisæfing 18. október

Mættir: Síams, Erla, Dagur, Sveinbjörn, Ársæll, Sigurgeir og Þórdís sem var mjög seint á ferð.

Farið var róleg Hofs í brakandi blíðu.

Kv. Sigurgeir

Vantar þig ástæðu til að fara ekki út að hlaupa?

Nokkrar góðar...

mánudagur, október 17, 2011

Hádegisæfing 17. október




Mætt: Erla, Þórdís, Dagur og Ívar.


Bland í poka í dag. Erla og Þórdís fóru Hofsvallagötu (með lengingu fyrir Valsheimili), Dagur Kaplaskjól og Ívar Suðurgötu.

Eins og þeir sem sóttu aðalfund félagsins sl. laugardagskvöld, þá hlutu tillögur þáverandi formanns til lagabreytinga fremur dræmar undirtektir fundarmanna og sá hann sig á endanum knúin til að segja embætti sínu lausu (enda útséð með að hann næði endurkjöri). Á sama tíma lýsti hann því yfir að hann myndi áfram vinna óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins og hefur m.a. tekið að sér starf skúrara í Spa-inu okkar, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Látið ykkur því ekki bregða ef þið sjáið vaskann skúrara á vappi í klefunum næstu mánuðina.


Samtals 7-10 k.

Ívar.

laugardagur, október 15, 2011

NÝ stjórn

Ágætu félagar.

Á aðalfundi í gær var kjörin ný stjórn. Úr stjórn ganga: Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Ársæll og Sigrún. Í stjórn sitja: Ívar, Jón Örn og Oddgeir ásamt Ásæli sem kjörinn var skoðunarmaður reikinga. Fráfarandi stjórn óskar nýrri stjórn velfarnaðar í starfi hlaupaklúbbsinns.

Kveðja,
f.h. fráfarandi stjórnar-SBN

föstudagur, október 14, 2011

Fyrirársháðtíðarhlaup

Mættir: Dagur, Ársæll, Sigurgeir, Fjölnir, Bryndís, Oddgeir, Þórdís, Anna Dís og Sigrún.

Fórum rólega Suðurgötu en Cargokings með Degi og Oddgeiri fóru Lynghagalengingu og komu svo í bakið á okkur við Hjallastefnuleikskólann. Fínt veður en kannski aðeins of mikið rok.
Góð stemning fyrir kvöldið. Munið-krafist verður algerrar snyrti- og prúðmennsku í kvöld.
Alls milli 7 og 8K
Kveðja,
aðalritari

miðvikudagur, október 12, 2011

09.10.'11 Chicago Marathon














Til þess að standast samanburðarrannsókn hef ég ákveðið að birta söguna og hér er hún, óritskoðuð:


Við stöllur Huld og Sigrún hlupum semsé maraþon í Chicago þann 9. október, á afmælisdegi Sigurgeirs Más. Hvorug okkar man hversvegna við ákváðum að gera þetta og hvorug okkar kannast við að hafa stungið upp á verkefninu. Samt gerðum við þetta sjálfviljugar, næstum.


Við æfðum í tæpa 4 mánuði.


Við stunduðum heitjóga og bekkpressur, framan af.


Við borðuðum hafragraut með Chia fræjum og bláberjum, flesta morgna.


Við drukkum rauðrófusafa og borðuðum banana.


Við notuðum Magnesíumduft, skv. ráðleggingum fagmanns.


Við létum eins og fífl og hlógum, mest að okkur og smávegis að öðrum.


Við blótuðum margoft, hroðalega.


Við hlupum 60-80 km á viku, stundum minna, stundum meira.


Við villtumst í löngu hlaupunum og keyptum skartgripi í leiðinni.


Við sniðgengum samhlaupara okkar, nema á ruslæfingum (djók).


Við heimsóttum 3R til BOS og fórum í samhlaup um Charles River.


Við kviðum verkefninu ekki mjög.


Við létum Oddgeir fljúga með okkur til BOS á leið okkar til CHI og sváfum báðar hjá honum við töluverða undrun annarra, ekki okkar.


Við nutum aðdáunar eldri manns í BOS sem sagði:"Hey you, awesome people, please take me home and feed me." Þetta var ekki flækingur.


Við gistum á fínu hóteli í CHI á Magnificent Mile og borðuðum brauð, pasta og karbólóduðum eins og andskotinn sjálfur, með tilheyrandi útlitsbreytingum.


Við mættum í keppnishólfin okkar kl. 07:18 en hólfin lokuðu kl. 07:20 (startað 07:30).


Við áttum von á hita en ekki 30°C á keppnisdag.


Við áttum von á fótakrömpum en ekki svona miklum.


Við rifum í okkur gel á leiðinni, eins og fíklar.


Við létum sprauta á okkur vatni.


Við kláruðum hlaupið með stæl, þó ekki American.


Við fundum hvora aðra eftir hlaup, við töluverðan fögnuð á vettvangi glæps.


Við lágum í grasinu eftir hlaup og hlógum að hinum sem skjögruðu og drukkum frían bjór.


Við veltum fyrir okkur hvort við myndum brenna í sólinni þrátt fyrir sólarvörn 30.


Við gengum aftur heim á hótel (eins og í N.Y.), 4 mílur.


Við hittum Marilyn Monroe sem leyfði okkur að hanga í pilsfaldi sínum.


Við fengum okkur Starbucks kaffi og gátum vart staðið upp eftir það.


Við fáruðumst yfir því að engin umfjöllun væri um hlaupið í sjónvarpinu en önnur okkar fattaði ekki að það væri slökkt á sjónvarpinu.


Við fréttum að 35 ára slökkviliðsmaður hefði látist í brautinni.


Við drukkum ískaldan Samuel Adams, Octoberfest, á hótelherberginu.


Við fórum í sturtu og fögnuðum svo á kampavínsbar þar sem við fengum vonda þjónustu en gott prosecco.


Við borðuðum á góðum sushistað og kneyfuðum Sapporo og blönduðum geði við infædda sem þekktu Bjork og voru wannabees.


Við fórum snemma heim að sofa.


Við komumst ekki með áætlaðri vél Jet Blue frá CHI til BOS og biðum þeirrar næstu með örlítinn kvíðboga í brjósti.


Við fengum far með næstu vél en útilokuðum að ná FI-631, BOS-KEF.


Við fengum forgang sem alþjóðlegir maraþonhlauparar þegar við hlupum frá borði og hlupum alla leið frá terminal C til E á nýju heimsmeti.


Við lentum 20:50 í BOS og vorum komnar inn í Icelandair vélina kl. 21:10, kófsveittar í dry-fit maraþonjökkunum okkar.


Við sáum og reyndum að terminalahlaup er e.t.v. vanmetin keppnisgrein.


Við flugum heim og komum glaðar í faðm ástvina sem vart héldu vatni af einskærri hrifningu.


Við birtum ykkur myndirnar og hvetjum ykkur til að reyna þetta líka með einhverjum sem ykkur þykir skemmtilegur og jafnvel vænt um. Best væri samt ef þeim hinum sama þætti vænt um ykkur líka.


F.h. Síamssystra (SBN)

Hádegisæfing 12. október

Mættir : Dagur, Ívar, Ársæll, Arndís

Ársæll tókst á við rokið og rigninguna á Suðurgötuhringnum á meðan restin hörfaði inní skóginn. 7k steinláu á frískum degi.

mánudagur, október 10, 2011

Hádegisæfing 10. okt

Mættir: Ársæll, Jón Örn, Dagur, Ívar, Anna Dís, Sveinbjörn, Bjútí, Óli og Sigurgeir.

Það var bland í poka við allra hæfi í dag. Menn og konur fóru Suður-, Hofs-, Kapla eða Meistaravelli.

Kveðja,
Sigurgeir

sunnudagur, október 09, 2011

Chicago Maraþon 2012

Síams eru komnar í mark

Huld á 3:27:26 og Sigrún á 3:47:11

Glæsilegir tímar.

föstudagur, október 07, 2011

Hádegisæfing 7. október

Mættir: Jón Örn, Dagur, Fjölnir, Bjúti, Ársæll og Sigurgeir.

Jón Örn fór sér, hann er að skipurleggja endurkomu í úrvalsdeildina. Bláa Fylkingin og Fjölnir fór í Miðbæinn eins og lög gera ráð fyrir á föstudögum. Nokkrir bættu við einum Jónasi svona til að brjóta upp föstudaginn.

Eins og svo oft áður hittum við nokkra róna á leið okkar um miðbæinn og hófst þá mikil umræða um hvað er róni. Er það maður sem hefur misst stjórn á drykkju sinni og misst allt eða er það maður sem hefur gaman af útivist.

Hérna er smá útskýring yfir hvaðan orðið róni kemur: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3777

Að lokum er svo kannski við hæfi að hlusta á eitt lag um drykkfelldann mann sem kannski var róni, hver veit...
http://www.youtube.com/watch?v=R_t-Xci82ds

Góða helgi og farið varlega í drykkjunni um helgina :o)

Kv. Sigurgeir

fimmtudagur, október 06, 2011

Hádegisæfing - 6. október

Mættir : Dagur, Oddgeir, Guðni, Þórdís og Hekla

Rólegur túr í bæinn með lengingum. Farið að kólna og tímabært að taka fram vettlinga og húfu.

Síams halda til Chicago í dag og munu hlaupa maraþonið þar á sunnudag. Við fylgjumst með af eftirvæntingu. Undirbúningur þeirra systra hefur verið mjög markviss og má búast við góðum árangri.

Kveðja,
Dagur


miðvikudagur, október 05, 2011

Icelandair Cargo auglýsingaherferðin

Ekkert er Cargobræðrum óviðkomandi. Þessar elskur sáu sig knúna til að flikka upp á annars rytjulegan klæðnað Síamssystra fyrir Chicago hlaupið sem yfirvofandi er og leggja þeim til þessa sláandi fínu hlaupaboli. Ekki er að sökum að spyrja með útlitið fyrir hlaupið, það getur ekki orðið annað en gott. Brosbolir sáu svo um að silfurmerkja herlegheitin við mikinn fögnuð viðstaddra. Hafi þeir bræður þökk fyrir svo óeigingjarnt og þakklátt útspil til handa Síamssystrum.


Bestu kveðjur,

SBN og HUK

þriðjudagur, október 04, 2011

Hádegi 4. okt 2011


Í hádeginu í dag varð sögulegur samruni þegar meðlimir Frjálsa Skokkklúbbsins voru mættir til að hlaupa 12:08 á sama tíma og Dagur og Erla. Í stuttu máli þá yfirtók sá Frjálsi æfinguna og fulltrúar gamla Skokkklúbbsins létu sér það gott heita. Hlaupið var inn að Skógrækt, upp hjá Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, í Öskjuhlíðinni og heim. Á leiðinni tókst formanninum þó að véla skokkara hins Frjálsa inn í gamla klúbbinn og teljast þær Hekla og Gunnur (sjá mynd, sem reyndar var ekki tekin á æfingunni) nú fullgildir félagar.

Jón Örn var sér.

Guðni frjálsi

mánudagur, október 03, 2011

Þriggjamannanefndin á séræfingu í BOS 02.10.'11



Á sunnudagsmorgun hittust þessir meðlimir skokkklúbbsins og tóku þátt í samhlaupi með bökkum Charles River og MIT svæðisins í BOS, sem er heimavöllur 3R, í blíðskaparveðri. Mjög kært er með þessum einstaklingum og láta þær einskis tækifæris ófreistað í að brenna sínum sjálfupphlaðandi hitaeiningum víðsvegar að um heiminn. Raki og síðbúið sumarveður umlék þátttakendur sem nutu leiðsagnar 3R sem sýndi S1 og 2 sínar heimaslóðir, háskólasvæðið, íþróttaaðstöðuna og sitt nánasta nærumhverfi. Góður rómur var gerður að uppákomu þessari og kátína réð för. 3 stjörnur af 3 mögulegum!
Alls 17K
Kveðja,
aðalritari

fimmtudagur, september 29, 2011

Árshátíðin 2011 verður 14. október



Ágætu félagar.
Nú er það fastákveðið sem auglýst var að árshátíðin okkar verður haldin þann 14. október í húsakynnum Huldar Konráðsdóttur og fjölskyldu, Stigahlíð 52. Félagsmenn og makar eru hjartanlega velkomnir og hvattir til þess að mæta. Húsið opnar kl. 19:00 og klæðnaður er frjáls. Gott er hinsvegar að hafa í huga að snyrtimennska, hófsemi og prúðmennska eru eiginleikar sem sem flestir ættu að hafa að leiðarljósi þessa kvöldstund, sem og alla daga. Að venju verður aðalfundi skotið inn í annars skemmtilega dagskrá þar sem félagsmenn og makar gera sér glaðan dag með mat og drykk við hæfi. Skráning í gleðina fer fram hér í "comments", fyrir þriðjudaginn 11. október. Fjölmennum í stuði-
SBN f.h. stjórnar

þriðjudagur, september 27, 2011

Hádegisæfing 27. september

Mættir: Anna Dís, Guðni, Óli, Ívar, Huld og Sigrún. Björgvin kom í vísitasjón til þess að leggja línurnar en var að öðru leyti áhorfandi. Hlupum saman út í kirkjugarð til upphitunar en skötuhjúin Guðni og Anna Dís vildu vera ein þannig að við hin forðuðum okkur út á Ægisíðu í spretti skv. plani hjá tvíburunum. Eitthvað er þjálfarinn orðinn þreyttur á undirmanni sínum og gengu blammeringar á víxl á milli svo Ívar og Óli áttu fótum sínum fjör að launa. Annars var um stórskemmtilega æfingu að ræða, upphitun -4*400m +2*800m sprettir-4*400m, en þó ekki "all out", með ca. 2 mín hvíld á milli. Meira svona all out of luck eða nei annars, five miles out. Annars styttist í brottför S1 og 2 og verða eflaust margir fegnir að losna við þær, a.m.k. um stund.
10K hjá sérleyfishöfum
Kveðja nokkuð góð, SBN

mánudagur, september 26, 2011

Nýr félagsmaður

Nýr ofurhlaupari bættist í hóp iðkenda í dag er Kári Steinn Karlsson gekk til liðs við hlaupahópinn. Hann hefur verið ráðinn til starfa hjá ITS, Rekstrardeild. Ljóst er að með tilkomu hans mun getu- og fríðleiksstuðull okkar hækka svo um munar, enda er drengurinn nýbúinn að slá Íslandsmet í heilu maraþoni og náði um leið þeim einstaka árangri að ná ólympíulágmarkinu fyrir næstu leika í Lundúnum. Við bjóðum Kára Stein hjartanlega velkominn og óskum honum innilega til hamingju með framúrskarandi árangur.
Kveðja,
stjórn IAC
Frétt af MBL

Hádegisæfing 26. september

Mættir í eftirrignigu dagsins: Ársæll, Sveinbjörn, Bjöggi 4X4, Dagur og Sigrún. Fyrstu 3 fóru Suðurgötu en stjórnarhjúin Hofsvallagötu í smáúða. Mál dagsins var hvort gott væri að eiga bíl/bíla og hvort væri betra að eiga metan eða rafbíl? Ekki voru hjúin alveg á einu máli en ljóst er þó að bensínverð er komið fram úr öllu hófi sem og matvælaverð sem og....já við stoppum hér og rjúfum útsendinguna með óskalagi:
Óskalag
Kv. SBN

laugardagur, september 24, 2011

Árshátíð 14. okt.

Ágætu félagar.
Árshátíð klúbbsins ásamt aðalfundi verður að öllu óbreyttu haldin þ. 14. okt. nk. ef viðeigandi húsnæði finnst. Iðkendur og makar eru hjartanlega velkomnir.
Nánar auglýst síðar. Partí

Stjórn IAC

föstudagur, september 23, 2011

Freaky Friday 23. september



Mættir: Cargosystur og Síams ásamt Sveinbirni og Önnu Dís. Boðið var upp á bæjarferð með tvisti inn í skuggasund gömlu hótel Borgar, hvaðan menn áttu ýmist minningar um gubb, piss eða eitthvað annað þaðan af verra frá ungdómsárunum. Nutum við leiðsagnar Önnu Dísar, leiðsögumanns, sem sýndi okkur styttuna af Óþekkta skrifstofumanninum,verk eftir Magnús Tómasson sem innri endurskoðun tók út á viðeigandi hátt og fann strax mikinn samhljóm með. ..."Óþekkti skrifstofumaðurinn hans sem sjá má í porti við Lækjargötu þar sem neðri hlutinn er maður en efri hlutinn steinn". Eins og glöggt sést á myndinni er mikill samhljómur með félögunum á myndinni.
Alls um 7-8k
Góða helgi og bæ!
SBN

Ath.:verið er að spyrða saman 2 pör í parakeppni Powerade, Cargo bros. vs. Síams sys. en sökum þess að framkvæmdastjóri vetrarhlaupanna er mjög reglufastur og ekki hrifinn af neinu afbrigðilegu er þessum nýju pörum í hópnum bannað að keppa sem pörum, þrátt fyrir að hafa sannanlega til þess gild vígslu- og búsetuvottorð.

Afhending á Craft fötunum

Ágætu félagar.
Stefnt er að afhendingu Craft fatnaðarins í lok næstu viku, eða þegar allar vörur hafa borist frá birgja. Nánari leiðbeiningar varðandi greiðslu og fyrirkomulag afhendingar munu berast eftir helgi.
Bestu kveðjur,
stjórn IAC
SBN

mánudagur, september 19, 2011

CRAFT 2011



Ágætu félagar.

Starfsmönnum Icelandair hlaupsins, sem eru jafnframt félagsmenn, gefst kostur á að fá niðurgreiddan Craft hlaupafatnað sem valinn hefur verið. Um er að ræða renndan, langerma bol og síðar hlaupabuxur. Hægt er að máta fatnaðinn hjá Daníel Smára í Afreksvörum í Glæsibæ. Þeir sem ekki hafa pantað stærðir eru beðnir um að senda póst á sbn.crew@icelandair.is fyrir föstudaginn 23. september. Vinsamlegast tilgreinið hvort þið hyggist panta bæði buxur og bol, eða annaðhvort. Takið einnig fram hvort um karl- eða kvenstærð er að ræða. Kostnaður hvers meðlims er u.þ.b. kr. 4000.- pr. stk. en skokkklúbburinn greiðir mismuninn. Hjálagðar eru myndir af fatnaðinum en iðkendum er frjálst að velja aðra liti af bol, sem skoða má í verslun Afreksvara.

Með þökk fyrir aðstoðina í Icelandairhlaupinu,
SBN f.h. stjórnar

föstudagur, september 16, 2011

The day after run

Í dag fór fram eftirhlaup Icelandair hlaupsins í gær og mættu nokkrir galvaskir hlauparar á vettvang til að spreyta sig á brautinni. Nokkuð hvasst var og slagveðursrigning en þó milt. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá tímana sína að neðan í "comments".
Bestu kv. SBN

Falin myndavél

Þetta myndskeið náðist í gær er IT menn Icelandair voru að reyna að vinna úr gögnum hlaupsins. Of mikil tækni þarna á ferð.


Kveðja,
SBN

fimmtudagur, september 15, 2011

Afhending gagna í gær



Í gær fór fram afhending gagna á Natura hótelinu fyrir Icelandairhlaupið. Stjórnarmenn og meðlimir klúbbsins skiptu með sér vöktum og afhentu keppnisnúmer og nælur, samviskusamlega. Þetta mæltist vel fyrir hjá hlaupurunum sem t.d. komu brosandi og ánægðir í faðm ástríkra síamstvíburanna sem leystu keppendur út með hnyttnum ummælum og ættfræðiupprifjunum. Þetta form á afhendingu er eflaust það sem koma skal hjá klúbbnum.
Kveðja,
stjórn IAC

miðvikudagur, september 14, 2011

Hádegisæfing 14. september

Mættir: Þórdís, Dagur og Sigurgeir.

Þórdís fór aðeins fyrr af stað þar sem hún treysti ekki rólega tempóinu hjá Der Führer. Við fórum flugvallahringinn til að skoða aðstæður fyrir morgundaginn.

Við mættum að sjálfsögðu Síams 1&2 sem halda áfram að æfa án okkar en ég verð að segja að þær fór núna alveg yfir strikið og ég veit bara ekki hvernig á að bregðast við svona löguðu. Við mættum þeim á hlaupum með öðrum karlmanni sem er ekki meðlimur FISKOKK...

Hérna má svo sjá topp 10 hlaup hjá Síams: Smellið hér
Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, september 13, 2011

Icelandair hlaupið

Ágætu félagar.

Starfsmenn hlaupsins á fimmtudaginn, þann 15. september eru vinsamlegast beðnir um að mæta tímanlega að höfuðstöðvum Icelandair, eða um kl. 16:00, til undirbúningsvinnu fyrir hlaupið. Allir starfsmenn hlaups klæðast skærlitum öryggisvestum sem afhent verða fyrir framan hótel en þar verður einnig úthlutað verkefnum. Starfsmenn eru síðan vinsamlegast beðnir um að skila vestunum aftur til framkvæmdastjóra hlaups, Sigurgeirs Más, eftir hlaup.



Með góðri hlaupakveðju og þökk,

stjórn IAC

Hádegisæfing 13. sept




Mættir: Dagur, Ársæll, Sveinbjörn, Fjölnir, Guðni (nýliði og kandídat sem næsti framkvæmdastjóri Icelandair hlaupsins), Þórdís, Erla og Huld.
Ársæll hefur tekið við af B. Bronco sem kvennaljómi félagsins og hann stakk snemma af stað í Hofsvallagötuhring með Þ og E en Huld mætti of seint á startpinna og þurfti að gera sér að góðu að hlaupa með okkur hinum. Við fórum Suðurgötu en D og F hlupu 4x800m spretti via Lynghagann. Pikkuðum Sveinka upp á ströndinni og hann nelgdi síðustu tvo sprettina með okkur.
Lentum svo í fanginu á lögreglu og bodygard-sveit er heim á hótel var komið sem skýrist af heimsókn sendinefndar kínverska þingsins til Íslands. Þrátt fyrir mjög stranga gæslu og afbrigðilegar teyjur formanns á plani, sluppum við í gegn að lokum.

Kveðja,
Fjölnir

mánudagur, september 12, 2011

Taumlaus gleði síamstvíburanna


Gleði S1 og S2 var fölskvalaus í dag á löngu æfingu vikunnar en þá brutu þær leiðakerfið upp og skelltu sér út að álveri og síðan fjallabaksleið til baka. Ekki er það ásetningsbrot af þeirra hálfu að sniðganga æfingar FI skokks þessa dagana heldur er einungis um sérsniðið æfingaplan að ræða, þar sem náin samskipti við vini og vandamenn eru stranglega bönnuð, fram að keppnisdegi í Chicago. Þetta skilja allir sannir og hreinræktaðir íþróttamenn.
LOL,
SBN

sunnudagur, september 11, 2011

Fyndnar fjölskyldumyndir 10.09.'11





Misjafnt hafast mennirnir að. Sumir eiga afmæli og bregða undir sig betri fætinum, aðrir fá hlaup í afmælisgjöf. Þetta henti einmitt einn félagsmann úr FI skokki í gær er hann tók við 21,1 km hlaups gjöf frá eiginkonu sinni er fram fór í Vestmannaeyjum, Pompei norðursins, í fyrsta sinn. Eiginkonan ákvað að vera svolítið stórtæk í ár og gefa eiginmanninum lengstu gjöfina en hægt var að kaupa 5km, 10km og 21,1km til gjafa. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri að hætti eyjarskeggja og mátti sjá fleiri valinkunna hlaupara á svæðinu. Brautin var einstaklega erfið, snarbrattar brekkur og svínslega niðurhallandi slakkar hvert sem augað eygði. Afmælisdrengurinn leysti út sína gjöf með mestu prýði og ánægju og setti enn eitt PB-ið á árinu og varð 4. yfir heildina í sinni vegalengd. (úrslitin hafa ekki verið birt ennþá v. skemmda á sæstreng). Til öryggis hafði eiginkonan þó ræst út eina sjúkrabílinn á eynni, ef ske kynni að eiginmanninum dytti í hug að ráða henni bana fyrir höfðingskapinn. Allt fór þó á besta veg og afmælisdrengurinn gekk alsæll frá verkefninu með þeim orðum að betri afmælisdag hefði hann jafnvel aldrei upplifað.
HeildarúrslitKveðja úr verinu (tölvu)
SBN

föstudagur, september 09, 2011

Hádegisæfing 9. september

Mættir: Óli, Sveinbjörn og Sigurgeir.

Þrátt fyrir að það sé föstudagur og við eigum að fara í miðbæinn skv. lögum FISKOKK var ákveðið að fara smá rúnt í Fossvogsdalnum. Eins og svo aftur áður þá rákumst við á Síams 1&2 á æfingu án okkar! Eftir að hafa fylgst aðeins með þeim úr fjarlægð þá er ég farinn að skilja af hverju þær vilja ekki æfa með okkur, þær eru að æfa sérstakan Pheobe hlaupastíl sem þær ætla að prófa í Chicago.

Góða helgi.

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, september 04, 2011

Icelandairhlaupið 15. sept. 2011

Ég minni þá félagsmenn, sem skráðu sig til vinnu við Icelandairhlaupið, á að hlaupið fer fram á breyttum tíma, það verður ræst klukkan 18:00 og því er gott að sem flestir skili sér á vettvang kl. 16:00, sé þess kostur.

Bestu kveðjur,
stórn IAC

Skráðir til vinnu

Reykjanesmaraþon

Um helgina fór fram hlaup í Reykjanesbæ.
Þrír félagsmenn kepptu fyrir okkar hönd: Heildarúrslit

10K
33 00:51:00 Björg Alexandersdóttir 1975

39 00:52:11 Gísla Rún Kristjánsdóttir 1981

10K
44 00:53:03 JONATHAN CUTRESS 1960

21,1K
15 01:48:09 Tómas Beck 1980

Innilega til hamingju með árangurinn, enda nokkrir á PB!
Stjórn IAC

laugardagur, september 03, 2011

Fyrstur kemur fyrstur fær


Hvernig nær BB, aka Bjöggi bjútí í allar skvísurnar úr FI skokki? Jú, hann mætir korteri fyrr á æfingu og hözzlar allar gellurnar sem streyma inn í lobbíið og skokkar með þeim léttan Ólympíuhring. Ironman hvað? Huzzleman.org
Sökkerzzzzzzzzzzzzzz
N.N.

föstudagur, september 02, 2011

Fossvogshlaup Víkings



Í gær fór fram Fossvogshlaup Víkings í vindstreng frá Irene.
Tveir félagsmanna þreyttu hlaupið: (talan á undan sýnir röð af heild)

5K 5 18:25 Oddgeir Arnarson 1970 (PB)

10K 17 41:51 Viktor J. Vigfússon 1967

10K 27 44:12 Ivar Kristinsson 1974 (PB að því að talið er)

Til hamingju með þetta, aldeilis frábært!
Kveðja,
SBN f.h. IAC

Hádegisæfing 2. september

Mættir: Bjössi Bronco, Þórdís, RRR, Síams 1 & 2, Oddgeir, Fjölnir, Dagur, Óli og Sigurgeir.

Ég á ekki til orð yfir þann sirkus sem átti sér stað í dag. Þetta er alveg með ólíkindum hvernig Bjössi Bronco aka Bjúti hagaði sér í dag og stal ÖLLU kvennfólkinu á sér-æfingu. Síams 1&2 tóku meira að segja tempó frá Fossvoginum vestur í bæ til að ná æfingu með BB.

Restin af karlpeningnum fór skemmtilegan rúnt um Fossvogsdalinn kvennmannslausir og ræddu það hvernig konunar í FISKOKK leika sér að tilfinningum okkar og líta bara á okkur sem einhverja kjötbita sem er gaman að horfa á fáklædda þegar þeim hentar.

Góða helgi :o)

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, ágúst 31, 2011

Steindi Jr. vs Kári Steinn

Þetta setur hlutina í ákveðið samhengi, nú auk þess að hafa einnig allnokkuð skemmtanagildi.
Au revoir
Le Beuf

mánudagur, ágúst 29, 2011

Er það SATT sem menn segja um landann?



Mættir í höfuðstöðvarnar: Þórdís, Dagur og Ívar (sér)ásamt Huld og Sigrúnu (vegna fjölda áskorana)í blíðskaparveðri. Þórdís fylgdi okkur áleiðis og fór Suðurgötuna og einnig 5 brekkur í skógi en Dagur var svo frá sér numinn af birtinu flugfreyjanna að hann knúði fram fínasta tempóhlaup vestur í bæ og heim á hótel. Spurningin er bara hvar hinir umkvörtunaraðilarnir hafi verið meðan þetta fór fram?
Alls um 10K
Kveðja,
SBN

fimmtudagur, ágúst 25, 2011

Maraþon "saga" 3R

Veit þið eruð öll svo spennt yfir að heyra smá sögu og hvað þá maraþon sögu. Lagt var af stað í mitt fimmta maraþon, þriðja RM þannig að bæði vegalengdin og leiðin kom ekki á óvart! Veðrið eins og þið vitið var eins og best verður á kosið og lítið um það að segja. Lagði af stað frekar stressuð enda búin að setja mér ansi háleit markmið, þ.e. klára á 3:45 en minn besti tími var 4:08 sem ég þreytti núna í Maí sl. Ég vissi að þetta yrði strembið en var ákveðin í að reyna eins og ég gat að halda mig við planið. Ástæðan fyrir því að ég setti mér þetta markmið var ekki af því ég er spennt endilega fyrir því að qualifya fyrir Boston, heldur af því ég bý í Boston og langar að hlaupa það hlaup meðan ég bý þar. Ég lofaði sjálfri mér því að prufa fyrst að reyna að qualifya áður en ég myndi reyna aðrar leiðir til að tryggja mér Bib númer!

Stressið fór svona af fljótlega og planið var að fyrstu 5K áttu að vera mun rólegri en restin og hélt ég því heilmikið aftur af mér fyrstu 5K. Eftir 5K gaf ég svolítið í og eftir nákvæmlega hálft maraþon var ég akkúrat á goal (ekki golf!) pace-i. Eins hélt ég mig nákvæmlega við að labba allar drykkjastöðvar og taka gel við aðra hverja drykkjastöð.

Það var ferlega gaman að hitta Ársæl niður við Sundahöfn og hann var sæll á ferð enda á fínu róli, kvaddi hann við Kirkjusand þar sem leiðir skyldu og var mjög kát að heyra að hann fylgdi fyrirmælunum mínum, þ.e. gefa bara í, enda lítið eftir :)

Eftir ca 25 km fann ég að ég var örlítið farin að hægja á mér, hugsaði mikið að hlaupa eftir hjartanu sem ég þá gerði og það virkaði bara nokkuð vel. Eftir ca 30K var hraðinn aðeins farin að minnka og dugði þá ekki til að hugsa um að hlaupa eftir hjartanu, skrokkurinn var bara orðinn þreyttur þótt pumpan í fínu standi!, Hér hægðist aðeins á mér og ég var mjög meðvituð um það, var samt að reyna en hafði hér töluverðar áhyggjur ef ég myndi pressa of þá myndi ég lenda á vegg svo ég var þokkalega sátt við mig þótt ég væri aðeins að hægja á mér. Vissi að 12K væri löng vegalengd ef ég færi að pressa of mikið og vildi frekar ná að halda mig við að hlaupa alla leið en lenda í vandræðum, skynsemin sem sagt í fyrirrúmi. Eftir ca 35K eða þegar maður er kominn að Gróttu þurfti ég aðeins að berjast við kollinn sem vildi helst labba en ég gaf það ekki eftir enda með slæma reynslu af slíku, og hélt því áfram, komst yfir það þegar ég stoppaði á næstu drykkjarstöð en þá leyfði ég mér að labba meðan ég sötraði á vatni og orku, tók viljandi 3 glös til að næla mér í smá auka labbi tíma¨! hérna var ég aðeins farin að semja við sjálfan mig en vaknaði til lífsins þegar ég sá 4 konur koma fram hjá mér en það var ekki búið að vera mikið um þær svona síðasta legginn....ákvað að nú myndi ég taka mig taki, kíla á þetta enda þá bara um 5K eftir. Nýtt plan, halda í þessar skvísur....ég þurfti að gefa svolítið í til að ná þeim því þessar viðræður höfðu tekið mig nokkrar sek, náði þeim svo og tjáði þeim að ég ætlaði mér að halda í við þær alla leið, bara svo þær vissu nú hvað þessi kona sem varla vildi tjá sig væri að gera þarna, já ég var eiginlega orðin of þreytt til að tala þannig að ég ákvað bara að einbeita mér að því að láta þær ekki fram hjá mér fara, það var alveg nóg að hugsa um þessa stundina. Heyrði í þeim nokkrum sinnum góla, engann æsing stelpur, við ætlum að klára þetta með stæl, ákvað bara að hlýða en var farin að gefa svolítið í.... Þær voru sem sé svaka hressar og blöðruðu og blöðruðu og styttu stundirnar alveg svakalega og gerðu þetta mun bærilegra og bara alls ekki svo slæmt. Ég viðurkenni alveg að ég var orðin þreytt enda aldrei hlaupið eins hratt svona lengi. Ég kom þjótandi í mark á tímanum 3:52:28 sem var 7 mín hægar en upphaflega planið var, en ég var alsæl, ánægð með árangurinn enda 16 mín bæting síðan í maí, ekki annað hægt og ánægð að hafa sett mér svona háleitt markmið, hefði líklega aldreið náð þessum tíma hefði ég sett mér markmið að klára undir 4 tímum! Þrátt fyrir flotta bætingu þá náði ég ekki markmiðinu, þ.e. að qualifya fyrir Boston en þá tekur bara við nýtt markmið, að finna mér leið til þess að tryggja mér Bib númer í næsta Boston maraþoni, apríl 2012.

Ef einhver lumar á góðum ráðum í þeim efnum, þá eru þau vel þegin :)


Kveðja
3R

Turn to stone



Eitthvað virðist bera á afbrýði karlmanna í klúbbnum um þessar mundir í garð Síamssamsteypunnar og er ýjað að því fjálglega að þær telji sig yfir aðra klúbbmeðlima hafnar hvað æfingatíma áhrærir. Þetta er slík reginfirra og misskilningur og leiðréttist hér með. Síamstvíburarnir tóku sprettæfingu skv. plani í dag í brautinni okkar og þá var hvergi hægt að greina karllæg gen eða annað sem minnti á meðlimi FI skokks. Tvíburarnir eru steinrunnir yfir yfirlýsingum þessum og steini lostnar og hvetja þá sem telja sig syndlausa að kasta fyrsta steininum.

Og til að undirstrika sorg tvíburanna yfir ummmælum þessum birtist hér ljóð Steins Steinarrs:

Það vex eitt blóm fyrir vestan
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.

Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá,
og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.

Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.

Kveðja góð,
SBN



miðvikudagur, ágúst 24, 2011

Hádegisæfing 24. ágúst



Mættir: Óli, Dagur, Þórdís, Baldur, Eiríkur, Erla bikardrottning (mynd) og Sigurgeir.

Það var gaman að sjá að það voru þrír nýliðar í dag og ætla allir að mæta aftur og fara stunda hlaup af krafti í vetur!

Eiríkur og Baldur fór dælustöð, Erla og Þórdís fóru Flugvallahring og rest fór Hofs. Til að reyna halda hópinn sem lengst og byggja upp þann ungmennafélagsanda sem hefur ríkt hjá FISKOKK, þá fórum við öfugan hring. Þegar við erum komin að Kafara þá mætum við SÍAMS 1&2!!! Þær telja sig vera yfir okkur hafin og geta greinilega ekki æft með okkur lengur, enda báðar með PB á laugardaginn! En við þurfum ekki að örvænta þar sem töluverð endurnýjun hefur orðið á kvennfólki í hópnum og höfum við fulla trú á Þórdísi, Arndísi og Erlu.

Einnig hefur borið á því að betri helmingur The Cargo Kings hefur verið að mæta einn á æfingar og lýsum við því eftir Fjölni. Þeir sem vita um ferðir hans er beðin um að minna hann á að það eru æfingar kl. 12:08 alla virka daga frá Hótel Reykjavík Natura.

Kveðja,
Betri helmingur The Cargo Kings

þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Verðlaun í aldursflokkum í RM 2011

Vert er að geta þess að Bryndís Magnúsdóttir varð fyrst í 10K á laugardaginn í sínum aldursflokki, 60-69 ára, eins og sjá má hér.

Einnig verður ekki litið framhjá afreki Huldar Konráðsdóttur, en hún varð 3. í sínum aldursflokki, 40-49 ára, í hálfmaraþoni, eins og sést hér.

Síðast en ekki síst ber að geta þess að okkar nýi ofurfélagsmaður, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, sigraði sinn aldursflokk, 19-39 ára glæsilega, eins og sjá má hér. Reyndar ber einnig að geta þess að þessi hnáta var einnig fyrst kvenna í 10K hlaupinu, og skyldi engan undra. Frábær árangur!

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn, sem vissulega er eftirtektarverður og glæsilegur í senn.

SBN f.h. stjórnar IAC

mánudagur, ágúst 22, 2011

Úrslit úr RM á laugardag

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram á laugardaginn í sérdeilis góðu veðri, hægum andvara og sól. Margir félagsmenn öttu kappi við klukkuna að þessu sinni og er árangurinn eftirfarandi:
Heildarúrslit Runpix.com
RM Úrslit (talan á undan sýnir röð af heild)

10K
27 39:20 ( 39:15) Oddgeir Arnarson 1970 IS108
30 39:30 ( 39:26) Arndís Ýr Hafþórsdóttir 1988 IS112 Fjölnir 10
56 40:49 ( 40:44) Viktor Jens Vigfússon 1967 IS107
99 42:52 ( 42:44) Sigurgeir Már Halldórsson 1974 IS109
602 50:53 ( 50:35) Sveinbjörn Valgeir Egilsson 1954 IS109
777 52:44 ( 52:34) Bryndís Magnúsdóttir 1950 IS111
1219 56:25 ( 54:12) Dagur Björn Egonsson 1964 IS110

21,1K Hálfmaraþon101
101 1:33:20 ( 43:27/1:33:15) Huld Konráðsdóttir 1963 IS105
292 1:43:38 ( 49:04/1:43:27) Sigrún Birna Norðfjörð 1966 IS108
446 1:48:21 ( 52:05/1:48:01) Sigfús Kárason 1966 IS112
509 1:50:09 ( 51:44/1:49:32) Sigrún Björg Ingvadóttir 1971 IS101
582 1:51:35 ( 52:02/1:51:07) Björg Alexandersdóttir 1975 IS260
657 1:53:19 ( 54:06/1:53:05) Jakobína Guðmundsdóttir 1964 IS108
693 1:54:01 ( 53:56/1:53:20) Ársæll Harðarson 1956 ISSko
709 1:54:20 ( 54:13/1:53:44) Ásta Hallgrímsdóttir 1971 IS107
816 1:57:00 ( 55:38/1:55:41) Gísla Rún Kristjánsdóttir 1981 IS111
1199 2:08:34 (1:00:26/2:08:08) Helgi S Þorsteinsson 1956 IS101

42,2K Maraþon

60 3:21:02 (46:48/1:33:01/1:37:58/2:19:59/2:55:29/3:20:48) Ólafur Briem 1962
25 3:53:16(54:23/1:47:54/1:53:49/3:52:28)Rúna Rut Ragnarsdóttir 1976 IS105
311 4:04:02(51:59/1:48:28/1:54:49/2:49:45/3:34:00/4:03:53)Tómas Beck 1980

Ljóst er að margir hlupu sitt PB hlaup þennan dag og mikil gleði og kátína skein úr hverju andliti, bæði fyrir og eftir hlaup. Félagsmenn eru hvattir til að koma með viðbætur í "comments" hér að neðan eða senda póst á sbn.crew@icelandair.is telji þeir sig hlunnfarna í úrslitum eða í umfjöllun.
Glæsilegt! Til hamingju öll með þennan frábæra dag.
SBN f.h. stjórnar IAC


Hádegisæfing 22. ágúst

Mættir: Ársæll, Þórdís, Sveinbjörn, Ívar, Dagur og Sigurgeir.

Hópurinn skiptist í tvennt og fór helmingurinn Hofs á meðan hinir fóru Kapla-langt. Allir voru með bros á vör eftir árangurinn í RM á laugardaginn og greinilegt að mörg PB féllu hjá félagsmönnum um helgina.

Kveðja,
Sigurgeir



Hver er stúlkan sem hrifsaði gullið af íbúum Gnúpverjahrepps og Árborgar í fyrra?

sunnudagur, ágúst 21, 2011

RM 2011




Góð þátttaka félagsmanna í hreint frábæru veðri. Persónuleg met féllu í hrönnum.
Nánari upplýsingar fylgja síðar. Myndir sýnir Huld og SBN að afloknu hálfmaraþoni, báðar á PR. Sjá tímann hjá SBN hér.

föstudagur, ágúst 19, 2011

Nýr félagsmaður

Daginn fyrir RM mættu tveir á æfingu. Formaðurinn og nýr félagsmaður, Arndís Ýr Hafþórsdóttir. Arndís er margföld afrekskona í hlaupum og kemur til með að styrkja kvennalið klúbbsins svo um munar. Arndís starfar hjá Fjárvakri og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Fórum léttan Suðurgötuna á rúmum 32mín.

Gangi ykkur vel á morgun.

miðvikudagur, ágúst 17, 2011

Icelandairhlaupið 2011-starfsmenn vantar

Heilir og sælir, ágætu félagar.

Eins og flestum er kunnugt var Icelandairhlaupinu okkar frestað í vor vegna framkvæmda við hótelið. Hlaupið er hinsvegar á dagskrá núna 15. september og undirbúningur þess í fullri vinnslu. Eins og áður vantar okkur margar hendur og starfskrafta til að vinna við hlaupið á hlaupadag, í allskyns störf. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í "comments" hér að neðan og þeir félagsmenn sem starfa við hlaupið fá niðurgreiðslu í hlaupafatnaði frá Craft, sem verið er að semja um, langerma treyju og síðar buxur. Sú breyting hefur orðið á ræsingu hlaups að það hefst nú kl. 18:00 sem þýðir að starfsmenn mæta um kl. 16:00 niður á höfuðstöðvar félagsins. Nánari upplýsingar síðar.

Með von um góð viðbrögð,
stjórn IAC

mánudagur, ágúst 15, 2011

Helgarfléttan

Í gær tóku Síamssystur langa æfingu inn í RM kerfinu (brautinni f. RM) og mættu þar galvöskum karatedrengnum honum Óla sem var á siglingu í austurátt, í síðasta langa fyrir heila(aðgerðina) á laugardaginn. Hægt var að greina örlítinn söknuð beggja megin borðsins enda hafa þessir fornvinir varla sést svo mánuðum skiptir eða síðan Stokkhólmsheilkennið rann sitt skeið og Chicago Town pizzurnar tóku yfir. Ljóst er þó að menn stunda sínar æfingar í hljóði og einrúmi í meira mæli en áður.
Kveðja,
aðalritari

þriðjudagur, ágúst 09, 2011

Hádegisæfing 9. ágúst

Mættir : Sveinbjörn, Ársæll, Ívar, Dagur, RRR, Ólafur Briem á sérleið

Sprettir í boði Sveinbjarnar. 6x400m meðfram ströndinni, 4 út, 2 heim.

Allir tóku vel á því. Krökt af hlaupurum á stígnum.

Æfingin endaði með sundferð í Nauthólsvík.

Fréttir af félögum

Jökulsárhlaupið 6. ágúst
13,2km Gerður Jóelsdóttir 1:39:53 76. sæti

Barðsneshlaupið 30. júlí
27km Ívar S. Kristinsson 3:18:20 22. sæti

Fleiri?

Hádegisæfing 8. ágúst

Mættir : Sveinbjörn, Ársæll, Ívar, Dagur

Farin var Hofsvallagata og Meistaravellir. Ársæll æfir af kappi fyrir hálft í Reykjavíkurmaraþoni og fundu Ívar og Dagur fyrir því enda náðu þeir þeim félögum Ársæli og Sveinbirni ekki fyrir kafara þrátt fyrir sub 4:30 tempó.

Sveinbjörn vildi kalla þessa æfingu 'The Gay After Run' enda sólin hátt á lofti og allir hýrir.

Æfingin endaði með sundferð í Nauthólsvík.

fimmtudagur, ágúst 04, 2011

Hlauparar í lyftu


Verð að leyfa öllum að sjá hvernig félagar í hlaupaklúbbnum ferðast á milli hæða eftir æfingu, nota stigan nei af og frá ????

Þær eru smá hristar en tala sýnu máli ??

kveðja, best regards,
Jóhann Úlfarsson

Hádegisæfing 4. ágúst

Mættir: Þórdís, Ársæll, Sveinbjörn, Óli, Dagur, Ívar og Sigurgeir.

Í dag var Hofs í boði þar sem sumir tóku það rólega á meðan aðrir tóku 4 x 800m spretti. Óli lét svo að sjálfsögðu sjá sig í klefanum eftir æfingu eins og svo oft áður, engin veit hvað hann gerði í dag!

Kveðja,
Sigurgeir

þriðjudagur, ágúst 02, 2011

Hádegisæfing 2. ágúst

Mættir: Sveinbjörn, Séra Jón, 3R, Dagur, Hjörvar og Sigurgeir.

Sumir tóku það rólega og fóru sér á meðan aðrir tóku þátt í æfingu dagsins.

Í dag var tempó í boði og af því tilefni fór Formaðurinn með okkur Framnesveginn, svo við gætum tekið 5k á tempó! Flestir ætluðu rólegt svona fyrsta hlaup eftir sumarfrí en það var sko ekki í boði!!!

Vonandi fara flestir að skila sér á æfingar eftir sumarfrí :o)

Kveðja,
Sigurgeir