Kæru félagar,
Núna styttist í 18. Icelandair hlaupið, það fer fram 3. maí nk. kl. 19:00.
Eins og alltaf þá er ekki hægt að halda svona flott hlaup án þess að fá gott starfsfólk til að vinna við hlaupið á hlaupadag. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í "comments" hér að neðan og þeir félagsmenn sem starfa við hlaupið fá niðurgreiðslu á hlaupafatnaði, sem verið er að semja um. Mikilvægt er að starfsmenn mæti kl. 17:00 á höfuðstöðvar félagsins.
Nánari upplýsingar síðar.
Með von um góð viðbrögð,
Stjórn IAC
föstudagur, apríl 13, 2012
Föstudagurinn þrettándi
Mættir:
Sér: Gunnur, Hekla, Gurrý, Pan, Þórdís,Erla og Bryndís.
Saman í bæjarferð-Huld, Óli, Oddgeir, Ívar, Dagur og Sigrún.
Fórum klassískan miðbæjarrúnt á rólegu nótunum og ræddum um háleit markmið ASCA keppninnar. Haft var á orði að aldrei myndi hafa verið sent sterkara lið karla á mótið. Ég sem leikmaður spyr á móti: Hefur einhvern tíman verið sent sterkt karlalið á þetta mót?
Kveðja,
Sigrún, secretarius emeritus
Sér: Gunnur, Hekla, Gurrý, Pan, Þórdís,Erla og Bryndís.
Saman í bæjarferð-Huld, Óli, Oddgeir, Ívar, Dagur og Sigrún.
Fórum klassískan miðbæjarrúnt á rólegu nótunum og ræddum um háleit markmið ASCA keppninnar. Haft var á orði að aldrei myndi hafa verið sent sterkara lið karla á mótið. Ég sem leikmaður spyr á móti: Hefur einhvern tíman verið sent sterkt karlalið á þetta mót?
Kveðja,
Sigrún, secretarius emeritus
fimmtudagur, apríl 12, 2012
Síðdegisæfing 12. apríl
Mættir: Dagur, Erla, Fjölnir og Sigurgeir.
Erla fór Hofs á meðan restin fór út á Nes/Gróttu í tempó skv. EDI.
Það var leiðinlegt að sjá hversu marga EDI-fara vantaði á æfingu og vonum við að þeir hafi ekki misst sjónar á markmiðunum og komi ferskir á næsta þriðjudag í spretti.
Við fréttum af Óla á hörku tempó í hádeginu.
Kv. Sigurgeir
Erla fór Hofs á meðan restin fór út á Nes/Gróttu í tempó skv. EDI.
Það var leiðinlegt að sjá hversu marga EDI-fara vantaði á æfingu og vonum við að þeir hafi ekki misst sjónar á markmiðunum og komi ferskir á næsta þriðjudag í spretti.
Við fréttum af Óla á hörku tempó í hádeginu.
Kv. Sigurgeir
miðvikudagur, apríl 11, 2012
Hádegisæfing 11. apríl
Mættir: Huld, Gunnur, Pétur, Guðni, Dagur, Þórdís, Sigurgeir, Óli, Ívar og Ársæll.
Það var rólegt í boði skv. EDI og var farið Skógræktarhringurinn. Eitthvað vafðist það fyrir Huld og hennar föruneyti hvernig Skógræktarhringurinn er og fór hún, Þórdís og Pétur einhverja furðulega útgáfu af leiðinni. Ársæll mætti seint en við mættum honum á heimleið.
Á morgun ætla EDI-farar að fara tempó kl. 17:08
Kv. Sigurgeir
Það var rólegt í boði skv. EDI og var farið Skógræktarhringurinn. Eitthvað vafðist það fyrir Huld og hennar föruneyti hvernig Skógræktarhringurinn er og fór hún, Þórdís og Pétur einhverja furðulega útgáfu af leiðinni. Ársæll mætti seint en við mættum honum á heimleið.
Á morgun ætla EDI-farar að fara tempó kl. 17:08
Kv. Sigurgeir
Síðdegisæfing 10. apríl
Mættir: Guðni, Dagur, Óli, Ívar, Huld, Fjölnir og Sigurgeir.
Þar sem sprett- og tempóæfingar eru farnar að taka 80-90 min hafa EDI-farar ákveðið að taka þessar æfingar kl. 17:08 á þriðjudögum og fimmtudögum til að geta klárað þær skv. æfingaráætlun. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir að mæta með okkur á þessum tíma og skemmta sér í góðum hóp :o)
Í dag voru 25wup/wdn + 7x800m sprettir í boði. Við fórum frá HRN að Kópavogsvelli þar sem sprettirnir voru teknir á braut. Allir voru ánægðir með að taka þetta á Kópavogsvelli nema Fjölnir sem fékk í magann og átti erfitt á heimavelli Breiðabliks! Vonandi mun hann taka völlinn í sátt og mæta ferskur næsta þriðjudag.
Kv. Sigurgeir
Þar sem sprett- og tempóæfingar eru farnar að taka 80-90 min hafa EDI-farar ákveðið að taka þessar æfingar kl. 17:08 á þriðjudögum og fimmtudögum til að geta klárað þær skv. æfingaráætlun. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir að mæta með okkur á þessum tíma og skemmta sér í góðum hóp :o)
Í dag voru 25wup/wdn + 7x800m sprettir í boði. Við fórum frá HRN að Kópavogsvelli þar sem sprettirnir voru teknir á braut. Allir voru ánægðir með að taka þetta á Kópavogsvelli nema Fjölnir sem fékk í magann og átti erfitt á heimavelli Breiðabliks! Vonandi mun hann taka völlinn í sátt og mæta ferskur næsta þriðjudag.
Kv. Sigurgeir
miðvikudagur, apríl 04, 2012
Hádegisæfing 4. apríl
Það var fámennt í dag, aðeins undirritaður og Ársæll.
Fórum rólega Hofs eins og EDI-planið gerir ráð fyrir.
Kv. Sigurgeir
Fórum rólega Hofs eins og EDI-planið gerir ráð fyrir.
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, apríl 03, 2012
Hádegisæfing 3. apríl
Mættir á 12:08 æfingu : Dagur, Sveinbjörn, Sigurgeir, Fjölnir, Guðni og Gunnur
Dagsskipunin hljóðaði uppá 6x800m með 400m/2mín rólegt á milli. Æfingin var tekin í Fossvogsdalnum og gekk vonum framar.
Einnig sást til Ársæls, Önnu Dísar og Þórdísar sem fóru fyrr.
Dagsskipunin hljóðaði uppá 6x800m með 400m/2mín rólegt á milli. Æfingin var tekin í Fossvogsdalnum og gekk vonum framar.
Einnig sást til Ársæls, Önnu Dísar og Þórdísar sem fóru fyrr.
Burrito - málsverður sigurvegara
Í framhaldi af umræðu um mataræði á hlaupunum vildi ég benda á hávísindalega grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um ágæti og árangur mexíkóskrar matarlistar á keppnisfólk í öllum íþróttagreinum.
Fyrstur með nýjan fróðleik.
Góðar stundir,
Dagur
föstudagur, mars 30, 2012
30. mars - Bæjarrúntur á föstudegi
Ágætis mæting í mildu veðri: Dagur, Ívar, Sigrún, Óli rakari, Oddgeir, Gunnur, Willy og Guðrún Ýr.
Bæjarrúnturinn hlaupinn, enda jú föstudagur, og ýmislegt skrafað á meðan. Vegalengd alls 8 km.
Bæjarrúnturinn hlaupinn, enda jú föstudagur, og ýmislegt skrafað á meðan. Vegalengd alls 8 km.
fimmtudagur, mars 29, 2012
"Oh Vienna" - Útlit fyrir hörkukeppni í ASCA
Útlit er fyrir hörkukeppni í ASCA-víðavangshlaupinu í lok apríl nk. Eins og áður hefur komið fram fer hlaupið fram í Vínarsnitseli og er í boði Austrian.
Þátttaka er með allra besta móti en 6 kvennalið og 7 karlalið hafa boðað komu sína. Stjórn Skokkklúbbs Icelandair hefur unnið hörðum höndum að því að koma saman sterku en jafnframt léttleikandi liði og er óhætt að segja að það verði valinn kven(maður) í hverju rúmi þegar lagt verður af stað til Vínar 27. apríl nk.
Hér að neðan má sjá þau lið sem nú þegar hafa staðfest þátttöku sína í ASCA-víðavangshlaupinu (staðfestur fjöldi þátttakenda er innan sviga).
Konur:
Austrian Airlines (5)
British Airways (4)
SAS (2)
Icelandair (4)
Lufthansa (6)
Iberia (3)
Menn:
DHL (6)
Iberia (7)
Lufthansa (6)
SAS (3)
Austrian (8)
Icelandair (6)
British Airways (6)
Lið Icelandair verður tilkynnt hér á bloggsíðunni á allra næstu dögum.
Þátttaka er með allra besta móti en 6 kvennalið og 7 karlalið hafa boðað komu sína. Stjórn Skokkklúbbs Icelandair hefur unnið hörðum höndum að því að koma saman sterku en jafnframt léttleikandi liði og er óhætt að segja að það verði valinn kven(maður) í hverju rúmi þegar lagt verður af stað til Vínar 27. apríl nk.
Hér að neðan má sjá þau lið sem nú þegar hafa staðfest þátttöku sína í ASCA-víðavangshlaupinu (staðfestur fjöldi þátttakenda er innan sviga).
Konur:
Austrian Airlines (5)
British Airways (4)
SAS (2)
Icelandair (4)
Lufthansa (6)
Iberia (3)
Menn:
DHL (6)
Iberia (7)
Lufthansa (6)
SAS (3)
Austrian (8)
Icelandair (6)
British Airways (6)
Lið Icelandair verður tilkynnt hér á bloggsíðunni á allra næstu dögum.
Tempo Thursday the 29th
Mættir í forstart: Dagur, Óli, Fjölnir, Johnny og við bættust Huld, Sigrún og Omen. Sóttir voru: Guðni, Gurrý og Pan. Strákarnir hituðu upp einhverja milljón hringi og síðan var haldið að HR og tekið 2* 12 mín. tempó með 3 mínútna hvíld. Frábært veður var og allir í stuði, eða því sem næst. Niðurskokk um Öskjuhlíð til baka.
Alls um 12-13k
Kveðja,
S
þriðjudagur, mars 27, 2012
Brekkusöngurinn hinn síðasti, 27. mars
Mættir: Gurrý, Peter Pan, aðeins sein, Ibenholt, Day, Omen, Gamle Ole ( á skilorði), Sbn úr fylgsni sínu. Eftir smá upphitun fórum við 3*3 brekkuspretti við viðvarandi hlátrasköll og glaum. Mikill söknuður verður af þessum æfingum, það er ljóst! Síðan smá niðurskokk og samskol á Natura Spa hjá drengjakórnum.
Lærdómur dagsins: Því verra, því betra!
Kveðja,
Fulltrúi ritara
mánudagur, mars 26, 2012
Mánudagsæfing 26. mars
Ókei, ókei.....
Mættir í roki og rigning: Íbbi, Day, Huld og SBN og fóru í skógarferð inn í Öskjuhlíð, til þess að leita skjóls. Rákumst á Cargókóngana, en þeir eru á séræfingum þessa dagana.
Alls um 8k
Ath. Síðasta K- ið er á morgun. Einhverjir kynnu að gleðjast yfir því.
Kveðja góð-
Sigrún
laugardagur, mars 24, 2012
ParkRun nr. 13 - 24.mars 2012
Góð mæting hjá okkur
22:59 Huld Konráðsdóttir fyrst kvenna, 71.21% age grade það hæsta í hlaupinu, fyrsta hlaup
21:09 Dagur Egonsson, 2. sæti, 68,09% age grade, 8. hlaupið í 2. sæti, sami tíma og í síðasta hlaupi þann 3. mars
21:58 Ívar Kristinsson, 60,77%, annað hlaupið, sami tími og í síðasta hlaupi þann 3. mars
25:12 Ólafur Briem, 58,08%, annað hlaupið en nokkuð hægar en síðast þegar hann hljóp á 22:38 þann 3. mars einnig
Hópurinn tók síðan gott 10k niðurskokk í vorblíðunni.
Kveðja,
Dagur
22:59 Huld Konráðsdóttir fyrst kvenna, 71.21% age grade það hæsta í hlaupinu, fyrsta hlaup
21:09 Dagur Egonsson, 2. sæti, 68,09% age grade, 8. hlaupið í 2. sæti, sami tíma og í síðasta hlaupi þann 3. mars
21:58 Ívar Kristinsson, 60,77%, annað hlaupið, sami tími og í síðasta hlaupi þann 3. mars
25:12 Ólafur Briem, 58,08%, annað hlaupið en nokkuð hægar en síðast þegar hann hljóp á 22:38 þann 3. mars einnig
Hópurinn tók síðan gott 10k niðurskokk í vorblíðunni.
Kveðja,
Dagur
föstudagur, mars 23, 2012
EDI 2012 - Æfing laugardaginn 24. mars
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er kominn linkur hér á síðuna (undir Hagnýtir hlekkir) í þá maraþon æfingaáætlun sem við erum að styðjast við sem erum að fara til Edinborgar í maraþonið í lok maí.
Á morgun laugardag verður lagt af stað frá Árbæjarlauginni klukkan 9:00.
Upphitun tæpur klukkutími fyrir ParkRun (5k - munið að skrá ykkur og prenta út strikamerki) og síðan niðurskokk annar klukkutími. Áætluð lok fyrir klukkan 11:30. Upp- og niðurskokk á rólegu tempói.
Allir velkomnir og möguleiki á að taka hvaða hluta þessarar æfingar sem er því hún brotnar svo skemmtilega uppí þrjá hluta.
Góðar stundir,
Dagur
Á morgun laugardag verður lagt af stað frá Árbæjarlauginni klukkan 9:00.
Upphitun tæpur klukkutími fyrir ParkRun (5k - munið að skrá ykkur og prenta út strikamerki) og síðan niðurskokk annar klukkutími. Áætluð lok fyrir klukkan 11:30. Upp- og niðurskokk á rólegu tempói.
Allir velkomnir og möguleiki á að taka hvaða hluta þessarar æfingar sem er því hún brotnar svo skemmtilega uppí þrjá hluta.
Góðar stundir,
Dagur
miðvikudagur, mars 21, 2012
ASCA fréttir
Samkvæmt síðustu upplýsingum verða 2 stórstjörnur í ASCA liðinu okkar í ár, að öðrum liðsmönnum ólöstuðum, en það er þau Arndís Ýr Hafþórsdóttir (Fjárvakri) og Kári Steinn Karlsson (ITS). Listi með keppendum verður birtur við fyrsta tækifæri ásamt frekari upplýsingum er varða keppnina.
Kveðja,
Upplýsingafulltrúi
þriðjudagur, mars 20, 2012
Isotonisch
Isotonic drinks or not...hver man ekki eftir þessu?
http://m.youtube.com/watch?v=06254FF0o10
SBN
Brekkan@8* 20. mars
Mættir í kirkjugarðinn á K-ið: Johnny, Day, Ivanhoe, O, Forerunner og Drykkjarstöðin hans O. Hituðum upp og fórum svo brekkuna 8* skv. hálandaleikaprógrammi í frábæru veðri. Seinni part dags fréttist af Le Kings, en þeir eru á séræfingum um þessar mundir, vegna spéhræðslu.
U.þ.b. 10k
Kveðja,
S
Óskalagið er: http://m.youtube.com/watch?v=8BGbeDb5VIk
mánudagur, mars 19, 2012
Mánudagurinn 19. mars - Réttsælis, ekki rangsælis
Eftirfarandi mættu í hádeginu: Degonsson, Gingolfsson, Örninn sast, Obriem, Oarnarson, Hulkonrads og Adis.
Ákveðið að brjóta upp formið og fara Hofsvallahringinn réttsælis, þ.e.a.s. ef tekið er mið af sólargangi. Sumir pínu lemstraðir eftir langhlaup helgarinnar (þ.m.t. "royal fall" og timburmenn), aðrir minna. Nokkuð pískrað um mögulega þátttöku í ASCA og hvort senda megi þátttakanda í hópnum sem telur sig falla undir flokk hreyfiskertra.
Ákveðið að brjóta upp formið og fara Hofsvallahringinn réttsælis, þ.e.a.s. ef tekið er mið af sólargangi. Sumir pínu lemstraðir eftir langhlaup helgarinnar (þ.m.t. "royal fall" og timburmenn), aðrir minna. Nokkuð pískrað um mögulega þátttöku í ASCA og hvort senda megi þátttakanda í hópnum sem telur sig falla undir flokk hreyfiskertra.
fimmtudagur, mars 15, 2012
Úrtökumót fyrir ASCA 2012
Í dag fór fram úrtökumót í Öskjuhlíð við fínar aðstæður, hægan andvara og sól. Stígar voru auðir og skógurinn ekki of gljúpur, jarðvegslega séð. ;)
Fín mæting var á vettvang, sumir vissu af þessu, aðrir ekki en létu sig þó hafa það að taka þátt. Konur hlupu 3* 1,76km hringi(alls 5,3k) og karlarnir 4*1,76km (alls 7,04k). (fengu niðurfelldan einn hring vegna góðrar hegðunar).
Tímarnir fara hér á eftir:
Oddgeir 29:25
Dagur 29:40
Ívar 31:40
Óli 32:16
Kvennatímum verða gerð skil í "comments" hér að neðan:
Kveðja,
SBN (This means nothing to me, oh...Viennahhh...)
Fín mæting var á vettvang, sumir vissu af þessu, aðrir ekki en létu sig þó hafa það að taka þátt. Konur hlupu 3* 1,76km hringi(alls 5,3k) og karlarnir 4*1,76km (alls 7,04k). (fengu niðurfelldan einn hring vegna góðrar hegðunar).
Tímarnir fara hér á eftir:
Oddgeir 29:25
Dagur 29:40
Ívar 31:40
Óli 32:16
Kvennatímum verða gerð skil í "comments" hér að neðan:
Kveðja,
SBN (This means nothing to me, oh...Viennahhh...)
þriðjudagur, mars 13, 2012
Þriðjudagur 13. mars - Brekkusprettirnir heilla
Mætt par excellence á æfingu í: Dag, Íbbi, Örninn er sestur, Sveinbjörn andaskoðandi, Mjölnir, Huls, Þórdís og Oddurinn.
Boðið upp á brekkuspretti í Ole Kirkegaard. 7 sprettir hjá flestum og frammistaða góð, svo góð að Mjölnir taldi góðan árangur hljóta að stafa af meðvindi upp brekkuna!
Boðið upp á brekkuspretti í Ole Kirkegaard. 7 sprettir hjá flestum og frammistaða góð, svo góð að Mjölnir taldi góðan árangur hljóta að stafa af meðvindi upp brekkuna!
laugardagur, mars 10, 2012
Powerade#6
Sl. fimmtudag fór fram lokahlaup Powerade seríunnar og var þátttaka af okkar félagsmönnum afar góð. Úrslit liggja ekki fyrir, enda er lokahóf hlaupsins í kvöld, og birtast úrslitin í kjölfarið og skömmu síðar hér á síðunni.
Þessir mættu, svo vitað sé:
Heildarúrslit
41:43 Arndís Ýr Hafþórsdóttir
45:00 Oddgeir Arnarson
45:09 Sigurgeir Már Halldórsson
45:34 Ívar S. Kristinsson
47:27 Huld Konráðsdóttir
48:24 Sigrún Birna Norðfjörð
52:34 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
Kveðja,
SBN
Þessir mættu, svo vitað sé:
Heildarúrslit
41:43 Arndís Ýr Hafþórsdóttir
45:00 Oddgeir Arnarson
45:09 Sigurgeir Már Halldórsson
45:34 Ívar S. Kristinsson
47:27 Huld Konráðsdóttir
48:24 Sigrún Birna Norðfjörð
52:34 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
Kveðja,
SBN
miðvikudagur, mars 07, 2012
Úrtökumót ASCA
ASCA víðavangshlaupið fer að þessu sinni fram í Vín helgina 27-29. apríl.
Úrtökumót Skokkklúbbs Icelandair fer hins vegar fram í hádeginu fimmtudaginn 15. mars nk. Hlaupinn verður hefðbundinn ASCA hringur í skógi Öskjuhlíðar (konur hlaupa nokkra hringi og karlar aðeins fleiri). Úrslit úrtökumótsins verða höfð til hliðsjónar við val á þátttakendum sem sendir verða út fyrir hönd klúbbsins í lok apríl.
Um leið fer stjórn Skokkklúbbs Icelandair þess á leit við þá félagsmenn sem hafa hug á því að keppa í Vín í apríl að þeir tilkynni slíkt í athugsemdakerfið sem fyrst. Munið að láta nafn ykkar fylgja með tilkynningunni. Þetta er mikilvægt þar sem stjórnin þarf að svara því innan skamms hvort Icelandair sendi lið í keppnina eða ekki.
Kveðja,
Stjórn Skokkklúbbs Icelandair
Úrtökumót Skokkklúbbs Icelandair fer hins vegar fram í hádeginu fimmtudaginn 15. mars nk. Hlaupinn verður hefðbundinn ASCA hringur í skógi Öskjuhlíðar (konur hlaupa nokkra hringi og karlar aðeins fleiri). Úrslit úrtökumótsins verða höfð til hliðsjónar við val á þátttakendum sem sendir verða út fyrir hönd klúbbsins í lok apríl.
Um leið fer stjórn Skokkklúbbs Icelandair þess á leit við þá félagsmenn sem hafa hug á því að keppa í Vín í apríl að þeir tilkynni slíkt í athugsemdakerfið sem fyrst. Munið að láta nafn ykkar fylgja með tilkynningunni. Þetta er mikilvægt þar sem stjórnin þarf að svara því innan skamms hvort Icelandair sendi lið í keppnina eða ekki.
Kveðja,
Stjórn Skokkklúbbs Icelandair
þriðjudagur, mars 06, 2012
Þriðjudagur 6. mars - Tekið á því í brekkusprettum
Mætt galvösk í brekkuspretti í Fossvoxkirkegaard:
Day in day out, Hulk ásamt fylgdarkonunni, Cargo 1 og 2, Oddur úr leyni, Gunnur og Katrín Spa.
Upphitun + 8 x 90 sec. brekkusprettir teknir við mikla ánægju aðstandenda + niðurskokk
Aðrir sem kunna að hafa hlaupið þennan dag, og er ekki getið hér að ofan, vinsamlegast komið ábendingum á framfæri í athugasemdakerfi.
Day in day out, Hulk ásamt fylgdarkonunni, Cargo 1 og 2, Oddur úr leyni, Gunnur og Katrín Spa.
Upphitun + 8 x 90 sec. brekkusprettir teknir við mikla ánægju aðstandenda + niðurskokk
Aðrir sem kunna að hafa hlaupið þennan dag, og er ekki getið hér að ofan, vinsamlegast komið ábendingum á framfæri í athugasemdakerfi.
Gott að vita fyrir maraþon
Ólyginn sagði mér að....
http://www.crampfix.com/
Tékkið á þessu.
Kveðja,
SBN
föstudagur, mars 02, 2012
Föstudagsæfing 2.3. 2012
Mættir: í forstarti voru Anna Dís, Þórdís og Ársæll. Tempóhlaup var hjá Degi, Cargokings og Huld, (3*5 mín@10k tempó).Sigrún í venjulegu og Gamle Ole var á ormagangaleið og skaust allt í einu upp úr jörðinni, veifandi Garmin tækinu sínu, hróðugur. Á morgun er Park Run hjá EDI og af því tilefni fá þeir óskalagið Park Life.
http://m.youtube.com/index?desktop_uri=%2F&gl=US#/watch?v=fSL0cwCCE8Y
Gôða helgi,
SBN
fimmtudagur, mars 01, 2012
Fimmtudagsæfing 01. 03. '12
Mættir: Gunnur Le Bon með Gurrý geimskutlu á sérleið. Skv. EDI plani voru Schweppes, Gamle Ole, O-man und SBN sem fóru Suðurgötu meðupphitun og síðan 3*5 mín. tempóköflum@10K pace. Niðurskokk heim á HL. Flott veður en loðið færi.
U.þ.b. 7K
Kveðja,
SBN
U.þ.b. 7K
Kveðja,
SBN
laugardagur, febrúar 25, 2012
föstudagur, febrúar 24, 2012
Föstudagur 24. feb.
Freaky Friday um miðbæinn með O, Huld, Johnny E, Ivanhoe, SBN en á sérleiðum voru Riverhappy, Katrín, Gurrý, Gunnur, Gamle Ole og að ég held Schweppes. Arndís Ýr var líka nýbúin á æfingu og var að teygja í sólinni. Bongóblíða og auðar götur en síamssystur voru ekki nógu ánægðar með litla athygli í miðbæjarferðinni, eða ekki. Meira að segja borgarstjórinn leit ekki tvisvar í áttina enda náttúrulega upptekinn við að vera sniðugur.
Alls 8,3k
SBN (var ég ekki annars hætt sem ritari?)
Þið sem eruð að fara á árshátíð, reynið að haga ykkur, svona einu sinni!
Alls 8,3k
SBN (var ég ekki annars hætt sem ritari?)
Þið sem eruð að fara á árshátíð, reynið að haga ykkur, svona einu sinni!
Fimmtudagsæfing 23. feb.
Tempóæfing skv. EDI:
Mættir Ársæll og Katrín, sér.
Sveinbjörn sér, Ívar sér.
Jón Örn, sér.
Oddgeir, Sigurgeir, Fjölnir og Sigrún tóku tempó inn í Fossvog, Kóp megin í fárviðri en á bakaleið um Fossvog, réttu megin var stafalogn og fuglasöngur. 2*8mín tempókaflar með 2 mín. ról. á milli plús upph. og niðurskokk.
Alls um 10k
Kv. SBN
Mættir Ársæll og Katrín, sér.
Sveinbjörn sér, Ívar sér.
Jón Örn, sér.
Oddgeir, Sigurgeir, Fjölnir og Sigrún tóku tempó inn í Fossvog, Kóp megin í fárviðri en á bakaleið um Fossvog, réttu megin var stafalogn og fuglasöngur. 2*8mín tempókaflar með 2 mín. ról. á milli plús upph. og niðurskokk.
Alls um 10k
Kv. SBN
fimmtudagur, febrúar 16, 2012
Samfélagið í nærmynd 16. feb.
Mættir: Óli, Sigurgeir, Sigrún en úr Frjálsa voru Gunnur le Bon og William the Conqueror, sem voru á sérleið. Þremenningarnir fóru Hofsvallagötu í ágætu veðri en síðan skall á með hagléli um miðjan tempókaflann (8 mín.). Í niðurskokkinu heim að hóteli helltum við úr skálum reiði okkar varðandi niðurfellingu skulda, erlend lán, óráðsíu, skattþrep og fleira óréttlæti samfélagsins. Höfum við því ákveðið að fimmtudagar verði samfélagslega reiðir dagar.
Fín æfing, 8,2k
Kveðja,
SBN
Fín æfing, 8,2k
Kveðja,
SBN
miðvikudagur, febrúar 15, 2012
Miðvikudagur 15. feb
Mættir: Gauja, Guðni, Jón Örn, Katrín og Villi. Jón Örn tók æfingu skv. EDI prógrammi. Aðrir fóru 7k hring inn í Skógrækt.
GI
GI
þriðjudagur, febrúar 14, 2012
Valentínusaræfing 14. febrúar
Strákarnir okkar, voru svo elskulegir að færa okkur Valentínusargjöf, eins og sönnum herramönnum sæmir, og gáfu okkur stelpunum 5 brekkur í K-inu í gjöf í kirkjugarðinum. Mættir: Hlújárn, Cargo kóngar, Eagle, vondu stjúpurnar, gamle Ole og hluti Frjálsa, eða fegurðardísirnar, Gauja, Gunnur og Hekla. Skokkuðum létt í garðinn og tókum brekkurnar hverja á fætur annarri við mikinn fögnuð. Síðan var rætt um að æfa þyrfti skoska hreiminn vel fyrir Edinborg og velja þyrfti bjór og viskí fyrir fögnuðinn eftir hlaupið, það væri aðalatriði.
Ljóst er að Eagle-inn er í sókn því hann stóð sig vel í brekkunum.
Bæjjjjjjjjjjjjj
SBN
500 miles
Ljóst er að Eagle-inn er í sókn því hann stóð sig vel í brekkunum.
Bæjjjjjjjjjjjjj
SBN
500 miles
mánudagur, febrúar 13, 2012
Mánudagsæfing 13. feb.
Mánudagar eru dissdagar. Þá mæta félagsmenn og hrauna yfir fjarstadda fjölskyldumeðlimi sína. Á hinum æfingadögunum er þetta bannað og þessvegna er kjörið að mæta og blása út eftir helgarnar á mánudagsæfingar. Fullkominn trúnaður ríkir og raddleynd er í boði.
Þeir sem mættu: Ívar (seinn), Jón Örn (sér),Sveinbjörn (sér), Huld, Sigurgeir og Sigrún sem fóru Hofsvallagötu í fínu veðri.
Kveðja góð,
SBN
miðvikudagur, febrúar 08, 2012
Hádegisæfing 8. feb
Mættir: Oddgeir, Jón Örn og Sigurgeir.
Suðurgata og Hofs var í boði í dag og æfing dagsins var að reyna hlaupa skv. Edinborgar-plani, þ.e. eins rólega og áætlun segir til um. Það gekk ekki alveg upp hjá okkur!
Kv. Sigurgeir
Suðurgata og Hofs var í boði í dag og æfing dagsins var að reyna hlaupa skv. Edinborgar-plani, þ.e. eins rólega og áætlun segir til um. Það gekk ekki alveg upp hjá okkur!
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, febrúar 07, 2012
Þriðjudagsæfing 7.feb.
Skv. Edinborgarsáttmála voru mættir:
Ívar, Sigurgeir, Fjölnir, Oddgeir, Huld, Jón Örn og Sigrún. Þjálfarinn var hinsvegar fjarri góðu gamni vegna slyss er hann varð fyrir á leið til vinnu. Hann hefur nú verið settur á sjúkralista og þjálfarastaðan hefur verið boðin út. Sá sem gefur fyrrverandi aðalritara flestar rauðvínsflöskur hreppir stöðuna.
Tókum: Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brekkur í beit og bættum við einni bónusbrekku að beiðni Huldar við MIKINN fögnuð.
Kveðja,
SBN
mánudagur, febrúar 06, 2012
Edinborg Maraþon 2012 - Vika 6.-12. febrúar
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Powerade Vetrarhlaup, tíminn er notaður til að stilla pace'ið inní áætlunina framundan
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 90 mín
Kveðja,
Dagur
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Powerade Vetrarhlaup, tíminn er notaður til að stilla pace'ið inní áætlunina framundan
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 90 mín
Kveðja,
Dagur
fimmtudagur, febrúar 02, 2012
Hádegisæfing skv. Edinborgarsáttmála 02.02.2012
Óskalagið
Mættir í slagviðri: Þórdís, Katrín, Sveinbjörn, Ársæll, Guðni, Dagur og vondu stjúpurnar. Ívar Hlújárn var á Guðs vegum.
Fórum frá HL inn í Fox með léttri upphitun og síðan voru teknir 2* 6mín. tempókaflar með smá labbi á milli og niðurskokki 2k í restina.
Séð og heyrt á æfingunni: "Djöfull hlakka ég til þegar ég verð orðinn ljótur og gamall og allir hætta að klípa mig (í rassinn)".
Alveg fínasta æfing.
Kveðja,
SBN
Ath. Myndin sýnir vondu stjúpurnar á góðum degi (Degi/deigi?)
miðvikudagur, febrúar 01, 2012
Heia Heia
Hér er eitthvað fyrir þá sem fá ekki fulla útrás á hlaup.com eða vilja ekki vera með þar en skrá samt sína hreyfingu http://www.heiaheia.com/
GI
GI
Hádegisjarðarför 31. janúar 2012
Kl. 12:11 lögðu 5 félagar (Formaðurinn, Ex, Brím,
Vinningssneið og Innri) í hlaupaklúbbnum
af stað í jarðarför. Fyrst var tekin
blaut upphitun niður á kirkjugarðsbotn.
Þaðan voru síðan þreyttir 4 sprettir um 90 sekúndur hver upp á grafarbakka. Að þessu loknu var blautað heim aftur í mislyndu
veðri. Blóm og kransar eru vinsamlega
afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast okkar er bent á að minningarhlaup eru
haldin í hverju hádegi á svipuðum tíma.
Formaðurinn.
Þá sáust bæði Ofurdís og Snemmglaður vera að liðka skanka
sína, en þau fóru víst hefðbundnari leiðir um vesturbæ Reykjavíkur. Gjaldkerinn hafði greinilega mikið að gera og var mest í
símanum þann tíma sem hann var meðal oss.
Hann leit nú samt út fyirr að hafa komist í sturtu og því að minnsta
kosti nýþveginn.
mánudagur, janúar 30, 2012
Hádegisæfing 30. jan.
Mættir: Jón Örn, Sveinbjörn (sér), Dagur, Guðni, Katrín (Öskubuska), Cargos, Huld og Sigrún. Farinn var rólegur Framnesvegur í boði Edinborgarfara en misjafnt var hvort menn upplifðu ferðina sem rólega eða ekki. Frábært veður var og góð skemmtun þangað til annar af Cargosniglunum (Les escargots) sá ástæðu til að endurskíra S1 og 2, eða síamstvíburana, "Vondu stjúpurnar", við lítinn fögnuð viðkomandi. Ljóst er því að áður aflýstu stríði milli síams og cargo er hérmeð framhaldið og engin leið að sjá fyrir hvernig það endar.
Það sem fyrst kom upp í huga hinna meintu vondu stjúpna var:"Et tu, Brute"?
Alls 10k
SBN f.h. aðalritara
sunnudagur, janúar 29, 2012
Föstudagur 27. janúar
miðvikudagur, janúar 25, 2012
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín.
Eftir því sem best er vitað komust allir til byggða á ný.
Kveðja góð, Huld
mánudagur, janúar 23, 2012
Mánudagsæfing skv. Edinborgarsáttmála
Mættir: Þórdís, Ívar, Dagur, Cargos, Sìams og Sveinbjörn sér. Allir fòru ròlega Hofsvallagötu ì loðnu færi og smá kulda. Athygli vakti að Cargòkòngarnir, sem lönduðu risasamningi fyrir Dressman ì Stokkhòlmi, eru nùna á mála hjá Primark, skosku verslunarkeðjunni, og sýna stoltir vetrarlínu fyrirtækisins.
Alls um 8k
Kveðja,
SBN
Edinborg Maraþon 2012 - Vika 3
Vikan 23.-29. janúar (þriðja vika í undirbúningi fyrir undirbúningstímabilið)
Óbreytt áætlun frá fyrri viku nema langi túrinn +2k.
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Tempóhlaup, 10-15 wup+wdn, 2(6t+2e)
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 16 km
Kveðja,
Dagur
Óbreytt áætlun frá fyrri viku nema langi túrinn +2k.
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec), 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Tempóhlaup, 10-15 wup+wdn, 2(6t+2e)
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 16 km
Kveðja,
Dagur
föstudagur, janúar 20, 2012
Hádegisæfing 20. janúar
Tveir ungir sveinar (Dagur og Oddgeir) leituðu skjóls í djimminu vegna ofsaveðurs sem geysaði í hádeginu. Dagsskipunin hljóðaði uppá easy 30-40mín.
Teknir voru 3x10mín jogg á vaxandi hraða með léttum Pilates æfingum á milli. Var gerður góður rómur að æfingum þessum og voru kapparnir ítrekað klappaðir upp.
Teknir voru 3x10mín jogg á vaxandi hraða með léttum Pilates æfingum á milli. Var gerður góður rómur að æfingum þessum og voru kapparnir ítrekað klappaðir upp.
Svör við getraunum sìðunnar
Vegna grìðarlegra viðbragða við liðnum Þekktu félagsmanninn hér á sìðunni hef ég ákveðið að birta svörin við getraunununum.
Á fyrstu myndum eru SBN og Bjöggi bjùtì við sìna fyrri vafasömu iðju en þau eiga það sameiginlegt að hafa leikið á milli stanganna ì handknattleik.
Á myndum 2 og 3 getur að lìta HUK og Bryndìsi hlaupa fagurlimaðar ì utanvegahlaupi ì ASCA keppni ì Oslò árið 2004. Sá sem heldur þvì fram að myndirnar séu 20 ára gamlar þarf ný gleraugu.
Þriðja myndbirtingin er augljòslega af GI á barnaskòlaárunum og á seinni myndinni má sjá Sveinbjörn, gönguklùbbsforkòlf, ì einni af göngum gönguklùbbsins. Þeir tveir eiga það sameiginlegt að vera giftir Sigrùnum, sem reyndar er rìkjandi heilkenni innan raða félagsmanna.
Ef félagsmenn luma á skemmtilegum myndum sem henta ì getraunina endilega birtið þær á sìðunni. Annars er bara að halda áfram að hlaupa og vera til!
Gòða helgi, :)
SBN
fimmtudagur, janúar 19, 2012
Fimmtudagur 19. janúar - "There ain´t no such thing as a free lunch"
Alls mættu 5 meðlimir á ráspól í hádeginu; Blondie #2, Scweppes, GI, Örnen og Omen. Tag og Íbbi voru eitthvað að sniglast í andyri hótelsins þegar meðlimir voru að gera sig klára fyrir Edinborgaræfingarprógramm dagsins. Þeir félagar voru hins vegar ekki á þeim buxunum að mæta, kusu þess í stað að setjast inn á veitingastað hótelsins og graðka í sig af hlaðborði dagsins.
Hefðbundinn rangsælis hringur um flugvöllinn. GI og Omen hlupu um Hofsvallagötu með tvo 6 mínútna spretti á Ægissíðunni (í samræmi við Edinborgaræfingarprógramm). Verður að segjast eins og er að GI kemur ansi vel undan vetri. Blondie #2, Scweppes og Örnen tóku enga áhættu og fóru um Suðurgötu. Vegalengdir frá 7 til rúmlega 8 km.
Omen
Hefðbundinn rangsælis hringur um flugvöllinn. GI og Omen hlupu um Hofsvallagötu með tvo 6 mínútna spretti á Ægissíðunni (í samræmi við Edinborgaræfingarprógramm). Verður að segjast eins og er að GI kemur ansi vel undan vetri. Blondie #2, Scweppes og Örnen tóku enga áhættu og fóru um Suðurgötu. Vegalengdir frá 7 til rúmlega 8 km.
Omen
miðvikudagur, janúar 18, 2012
Miðvikudagur 18. janúar - Hverjir eru menn með mönnum?
Undirritaður ákvað að mæta í hádeginu, þrátt fyrir rysjótt veður, m.a. til að athuga hverjir væru menn með mönnum. Því miður virðist nokkur skortur á mönnum með mönnum í hópnum sem stendur þar sem ekki einn einasti kjaftur lét sjá sig. Hefðbundinn hringur (réttsælis í þetta skipti) um Hofsvallagötu og Valsheimili, alls 8.6 km, sóló.
Ritarinn
Ritarinn
þriðjudagur, janúar 17, 2012
Hádegisæfing 17. janúar
Mættir: Dagur, Óli, Sveinbjörn, Jón Örn
Sprettir í kirkjugarðinum.
Þú er mikill jaxl Óli
að hlaupa upp á líf og von
það er ansi mikill skóli
að keppa við hann Egonsson
Höf.: Sveinbjörn
Sprettir í kirkjugarðinum.
Þú er mikill jaxl Óli
að hlaupa upp á líf og von
það er ansi mikill skóli
að keppa við hann Egonsson
Höf.: Sveinbjörn
mánudagur, janúar 16, 2012
Hádegi 16. jan '12
Þjálfarinn var með ákveðnar skoðanir um hlaupaleið dagsins þangað til Þórdís sagðist hafa hlaupið hringinn um helgina og þar væri 40m kafli sem væri alveg auður. Því var skoppað hringinn í kringum völlinn, Dagur, Guðni og Ívar Hofs en Anna Dís, Fjölnir, Katrín og Þórdís Suðurgötu. Auði kaflinn fannst eftir nokkuð langa leit. Á morgun brekkur í meiri hálku.
GI
GI
Edinborg Maraþon 2012 - Vika 2
Vikan 16.-22. janúar (önnur vika í undirbúningur fyrir undirbúningstímabilið)
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec) í kirkjugarði eða við Perlu, 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Tempóhlaup, 10-15 wup+wdn, 2(6t+2e)
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 14 km, staðsetning óljós
Kveðja,
Dagur
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Brekkusprettir (90 sec) í kirkjugarði eða við Perlu, 10 wup+wdn, 4 brettur í beit
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Tempóhlaup, 10-15 wup+wdn, 2(6t+2e)
Föstudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Laugardagur - Langt 14 km, staðsetning óljós
Kveðja,
Dagur
laugardagur, janúar 14, 2012
Þarf èg að segja e-ð meira?
http://mbl.is/frettir/taekni/2012/01/14/pylsuat_eykur_likur_a_krabbameini/
föstudagur, janúar 13, 2012
Úrslit félagsmanna í janúarhlaupi Vetrarhlaups Powerade
Janúarhlaup Vetrarhlaups Powerade fór fram fimmtudaginn 12 janúar við ágætis veðurskilyrði en frekar erfið brautarskilyrði. Eftirtaldir félagsmenn hlupu undir merkjum Icelandair í hlaupinu:
46:26 Oddgeir Arnarson
51:45 Sigrún Birna Norðfjörð
56:01 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
46:26 Oddgeir Arnarson
51:45 Sigrún Birna Norðfjörð
56:01 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
Hádegi, föstudaginn 13. jan - Ert´ekki að d(jóga)!
Undirritaður, Þórdís og Erla voru þau einu er treystu sér í mannskaða hálku á stígum borgarinnar, föstudaginn þrettánda. Aðrir félagsmenn læddust niður í kjallara Hótel Loftleiða til að (d)jóga. Undirritaður fór rangsælis hring via Valsheimili og Suðurgötu, 7.6 km, en er ekki með upplýsingar um afrek Þórdísar og Erlu.
Ritari stjórnar
Ritari stjórnar
Svör við getraunum sìðunnar
Félagsmenn sem hyggjast freista þess að svara hinum bráðskemmtilegu tvennutilboðsmyndbirtingum verða að birta svör sìn undir nafni ef þau eiga að teljast gild.
Með bestu kveðju.
Fulltrúi ritara
Með bestu kveðju.
Fulltrúi ritara
fimmtudagur, janúar 12, 2012
Þekktu félagsmanninn
Það sést greinilega hverjir þessir valinkunnu félagsmenn eru en spurningin er hinsvegar, hvar eru þessar myndir teknar, hvenær og við hvaða tilefni?
Kveðja,
fulltrúi ritara
Kveðja,
fulltrúi ritara
Hádegi 12. jan 2012
Mættir á æfingu skv. Edinborgarplani, Dagur, Guðni og Sveinbjörn. Hofs fóru Ársæll, Jón Örn og Þórdís. Treysti því að aðrir mæti í Powerade í kvöld.
GI
ps. Vegna umræðu um gistingu í Edinborg er þeim sem þekkja til tjaldsvæða í borginni beðnir um að gefa sig fram. Þarf að vera hægt að koma fyrir rúmgóðu tveggja manna tjaldi. Dagur, Ívar og Óli yrðu mjög fegnir.
GI
ps. Vegna umræðu um gistingu í Edinborg er þeim sem þekkja til tjaldsvæða í borginni beðnir um að gefa sig fram. Þarf að vera hægt að koma fyrir rúmgóðu tveggja manna tjaldi. Dagur, Ívar og Óli yrðu mjög fegnir.
Natura-frítt fyrir starfsmenn
Ókeypis aðgangur í Sóley Natura Spa 9.-13. janúar
Sjá stundaskrá á mywork.
Kv.
SBN
Sjá stundaskrá á mywork.
Kv.
SBN
miðvikudagur, janúar 11, 2012
Hádegi 11. jan '12
Í nokkuð þungu færi:
Hofs: Guðni, Ívar, Óli, Sigurgeir
Suðurgata: Anna Dís, Ársæll og Dagur
Eitthvað þar á milli: Jón Örn
Ekkert sást til kleinuhringjana með bleika glassúrinu sem sáust í nánd við Nauthól síðasta mánudag.
GI
Hofs: Guðni, Ívar, Óli, Sigurgeir
Suðurgata: Anna Dís, Ársæll og Dagur
Eitthvað þar á milli: Jón Örn
Ekkert sást til kleinuhringjana með bleika glassúrinu sem sáust í nánd við Nauthól síðasta mánudag.
GI
þriðjudagur, janúar 10, 2012
Jòga á Natura
Frìtt var fyrir starfsmenn ì dag og næstu daga.
Mættir:
SBN, HUK, Schweppes, Ivanhoe, Day, Riverhappy. Tòkum örninn, dùfuna, strìðsmanninn, kameldýrið o.fl.
Voða voða gjemen....
Knús,
SBN
mánudagur, janúar 09, 2012
Edinborg Maraþon 2012 - Æfingaráætlun
Fyrir þá sem undirbúa sig fyrir Edinborgar maraþon og aðrar sem áhuga hafa á að fylgjast með:
Ég legg til að fylgt verði "The Path to Marathon Success" by Benji Durden. Það sem mér hugnast best í þessu er hvernig reynt er hámarka árangur hvers og eins með útreikningum á 'workout pace' fyrir hverja tegund æfingar. Þess má einnig geta að reikniverkið sem er notað er þróað af Jack Daniels, en Kári Steinn undirbjó sig fyrir Berlín einmitt eftir hans forskrift.
Prógrammið (15 vikur) myndi byrja mánudaginn 13.febrúar og enda hlaupadaginn 27.maí.
Fram að því væri undirbúningur fyrir undirbúningstímabilið (9.janúar-12.febrúar) sem miðaði að því að ná góðum mælingum inní prógrammið (skýrist í prógramminu) og einnig að koma okkur uppí það að geta hlaupið langt hlaup (2 klst) tiltölulega áreynslulítið á eigin tempói.
Fyrsta vikan 9.-15. janúar
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Orkujóga í Spa kl. 12 mæta tímanlega
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Brekkusprettir í kirkjugarði, 15 wup+wdn, 5 brettur í beit og/eða Powerade Vetrarhlaupið um kvöldið
Föstudagur - Hatha jóga í Spa kl. 12:05 mæta tímanlega
Laugardagur - Langt 12 km, staðsetnig ólós
Allar æfingar eru frá Sóley Natura Spa nema annað sé tekið fram.
Kveðja,
Dagur
"Life is a marathon and you cannot win a marathon without putting on a few band-aids on your nipple. Right?" - Dave Harken, Horrible Bosses
Ég legg til að fylgt verði "The Path to Marathon Success" by Benji Durden. Það sem mér hugnast best í þessu er hvernig reynt er hámarka árangur hvers og eins með útreikningum á 'workout pace' fyrir hverja tegund æfingar. Þess má einnig geta að reikniverkið sem er notað er þróað af Jack Daniels, en Kári Steinn undirbjó sig fyrir Berlín einmitt eftir hans forskrift.
Prógrammið (15 vikur) myndi byrja mánudaginn 13.febrúar og enda hlaupadaginn 27.maí.
Fram að því væri undirbúningur fyrir undirbúningstímabilið (9.janúar-12.febrúar) sem miðaði að því að ná góðum mælingum inní prógrammið (skýrist í prógramminu) og einnig að koma okkur uppí það að geta hlaupið langt hlaup (2 klst) tiltölulega áreynslulítið á eigin tempói.
Fyrsta vikan 9.-15. janúar
Mánudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Þriðjudagur - Orkujóga í Spa kl. 12 mæta tímanlega
Miðvikudagur - Létt hlaup 30-45 mín
Fimmtudagur - Brekkusprettir í kirkjugarði, 15 wup+wdn, 5 brettur í beit og/eða Powerade Vetrarhlaupið um kvöldið
Föstudagur - Hatha jóga í Spa kl. 12:05 mæta tímanlega
Laugardagur - Langt 12 km, staðsetnig ólós
Allar æfingar eru frá Sóley Natura Spa nema annað sé tekið fram.
Kveðja,
Dagur
"Life is a marathon and you cannot win a marathon without putting on a few band-aids on your nipple. Right?" - Dave Harken, Horrible Bosses
Þekktu félagsmanninn
Flestir félagsmenn eiga sér vafasama fortíð. Hér eru myndir af tveimur þeirra við iðju sína. Þekkir þú þá eða veist við hvað þeir fengust á myndunum? Þessir 2 félagsmenn eiga a.m.k. eitt sameiginlegt.
Kveðja,
fulltrúi ritara
Kveðja,
fulltrúi ritara
föstudagur, janúar 06, 2012
Hádegisæfing föstudaginn 6. jan - Slabb og slor
Mættir Ársæll, Þórdís, Anna Dís. Asahláka og stórhættulegt færi. Allir með hálkuvarnir á skónum. Þjálfi mætti til að ræsa en þorði ekki með. Fórum vallarhring með krók um Val alls 7,8 km. Briem og Bjöggi innandyra hjá Val í stúlknadansi.
Sæli(nn)
Sæli(nn)
fimmtudagur, janúar 05, 2012
Hádegisæfing 5. janúar
Mættir : Dagur, Fjölnir, Sveinbjörn, Katrín, Þórdís og Jón Örn
Hlaupið var mislangt í góðu veðri.
Þeim sem nota Natura Spa aðstöðuna er bent á að fara í einu og öllu eftir þeim reglum sem þar gilda. Sjá hér að neðan hluta af þeim reglum. Reglurnar hanga á vegg við inngang í búningsklefa.
Hlaupið var mislangt í góðu veðri.
Þeim sem nota Natura Spa aðstöðuna er bent á að fara í einu og öllu eftir þeim reglum sem þar gilda. Sjá hér að neðan hluta af þeim reglum. Reglurnar hanga á vegg við inngang í búningsklefa.
miðvikudagur, janúar 04, 2012
Þriðja hádegisæfing ársins - Gengið til góðs
Ágætis mæting í dag, miðvikudaginn 4. janúar. Veður gott, færi frekar vont. Þessi mættu: Gunnur og Hekla (þær sögur ganga að þær hyggist segja skilið við Frjálsa á allra næstu dögum), Katrín úr Spa-inu, Guten Tag, Blondie 1 og 2, Örninn, hálfur Cargo Kings og O-maður.
Hefðbundinn hringur (rangsælis) um flugvöllinn með val um EXIT via Suðurgötu, Hofsvallagötu eða Kaplaskjól. Fólk skilaði sér mis markvisst í mark og kvarta margir undan eftirköstum reyk- og saltpæklunar jólahátíðarinnar.
Hefðbundinn hringur (rangsælis) um flugvöllinn með val um EXIT via Suðurgötu, Hofsvallagötu eða Kaplaskjól. Fólk skilaði sér mis markvisst í mark og kvarta margir undan eftirköstum reyk- og saltpæklunar jólahátíðarinnar.
þriðjudagur, janúar 03, 2012
Gamlárshlaup ÍR - Þessi tóku þátt
Eftirfarandi meðlimir skokkklúbbs Icelandair tóku þátt í gamlárshlaupi ÍR. Tími hvers og eins er á undan nafni þátttakanda:
40:56 Viktor Jens Vigfússon
47:56 Arnar Már Arnþórsson
50:03 Sveinbjörn Valgeir Egilsson
53:29 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
55:19 Ársæll Harðarson
56:40 Rúna Rut Ragnarsdóttir
Ef fleiri meðlimir klúbbsins tóku þátt, og er ekki getið hér að ofan, þá vinsamlegast gerið athugasemd og verður listinn uppfærður.
Ritari stjórnar
40:56 Viktor Jens Vigfússon
47:56 Arnar Már Arnþórsson
50:03 Sveinbjörn Valgeir Egilsson
53:29 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
55:19 Ársæll Harðarson
56:40 Rúna Rut Ragnarsdóttir
Ef fleiri meðlimir klúbbsins tóku þátt, og er ekki getið hér að ofan, þá vinsamlegast gerið athugasemd og verður listinn uppfærður.
Ritari stjórnar
Önnur hádegisæfing ársins
Eftirfarandi aðilar mættu á aðra hádegisæfingu ársins: Tag, Úle, Sæli(r), 3R, Þjórdís og O. Hlaupinn rangsælis hringur um flugvöllinn með lengingu um Valsheimili. Sumir beygðu af leið við Suðurgötu en aðrir lengdu í og fóru um Kaplaskjól. Færi var frekar erfitt fyrri hluta æfingar en skánaði til muna er komið var á göngustígana við Ægissíðu. Vegalengdir frá ca. 8 km til 9.5 km.
Sannreynt og staðfært af
O
Sannreynt og staðfært af
O
mánudagur, janúar 02, 2012
Fyrsta hádegisæfing ársins - allt í steik (eða þannig)
Gaman á fyrstu æfingu eftir áramót, mánudaginn 2. janúar. Hofsvallahringur að viðbættu Valsheimili. Sæli(r) lagði af stað með tvöfalda dísu. (Þórdís og Anna Dís). Fjölnir náði okkur á seinni hluta og við mættum Óla Briem sem var á sömu leið réttsælis. Erfið færð hjá Hertz og Val, en stígar góðir að öðru leyti, búið að sanda megnið. Maður finnur alveg fyrir steikinni. Alls 8,71 km.
Viðingarfyllst,
Sæli(r)
Viðingarfyllst,
Sæli(r)
What's underneath the kilt?
EMF Edinburgh Marathon
Staðan 2. jan. 2012
Heilt: Óli Karate Kid, Oddurinn, Der Trainer, Cargo Kings, Hlújárnið (Ívar), Örninn, Ása ungfrú Borgarnes.
Hálft: Síams, Sælir (???)
Ennþá er opið í bæði. Koma svo!!!! Eru fleiri?
There was a young man from Larkhall
Who went to a masquerade ball
Dressed up as a tree,
But he failed to foresee
His abuse by the dogs in the hall
Kveðja,
SBN
Staðan 2. jan. 2012
Heilt: Óli Karate Kid, Oddurinn, Der Trainer, Cargo Kings, Hlújárnið (Ívar), Örninn, Ása ungfrú Borgarnes.
Hálft: Síams, Sælir (???)
Ennþá er opið í bæði. Koma svo!!!! Eru fleiri?
There was a young man from Larkhall
Who went to a masquerade ball
Dressed up as a tree,
But he failed to foresee
His abuse by the dogs in the hall
Kveðja,
SBN
föstudagur, desember 30, 2011
Hádegisæfing 30. desember
Mættir: The Cargo Kings og Dagur.
Fórum Fossvoginn þar sem við vorum nokkuð öruggir að það væri búið að skafa brautina. Fórum samt ekki yfir í Kópavog þrátt fyrir að undirritaður reyndi að tæla þá yfir skítalækinn.
Vonandi eiga allir gleðileg áramót og sjáumst hress og kát á nýju ári :o)
Kv. Sigurgeir
Fórum Fossvoginn þar sem við vorum nokkuð öruggir að það væri búið að skafa brautina. Fórum samt ekki yfir í Kópavog þrátt fyrir að undirritaður reyndi að tæla þá yfir skítalækinn.
Vonandi eiga allir gleðileg áramót og sjáumst hress og kát á nýju ári :o)
Kv. Sigurgeir
fimmtudagur, desember 29, 2011
The Dawning of the Octopus
Æfingar standa nú yfir á stórmyndinni um kolkrabbann, sem fræg varð að endemum fyrir nokkrum misserum. Hér má sjá lokatöku dagsins en leikarar kröfðust þess að fá bónussprett sem fúslega var veittur af leikstjóra og tökuliði en þá var þegar búið að þysja inn 4 örmum af krabbanum plús einum 50 kvikindum af froskahoppum og armbeygjum í frábæru færi dagsins. Stefnt er að sýningu myndarinnar um miðbik árs 2012.
Kveðja,
SBN
Kveðja,
SBN
Hádegisæfing 29. desember
Mættir : Ívar, Óli, Dagur og Katrín
Fórum Hofs, snjórinn öslaður uppundir hendur á köflum.
Venni fyrir Óla.
Fórum Hofs, snjórinn öslaður uppundir hendur á köflum.
Venni fyrir Óla.
miðvikudagur, desember 28, 2011
Sælir eru þeir sem....
Hádegisæfing 27. desember
Undirritaður var sá eini sem hóf hlaup í dag frá Natura. Ákvað að fara rétt "Sæli´s" í kringum flugvöllinn um Hofsvallagötu. Einmana í þungum þönkum og þæfingi hljóp ég næstum á annan hlaupara sem ég mætti við HR. Þar var komin Þórdís sem hafði lagt af stað að heiman til að hlaupa sama hring en rang "Sæli´s" um sömu Hofsvallagötu. Tókust með okkur fagnaðarfundir og sneri ég samstundis við og elti Dísu. Við ræddum atburði liðinna daga, Jólamatinn og gjafirnar og margt fleira skemmtilegt. Nokkur snjóþæfingur víða og dálítil hálka á köflum. Bjartviðri annars.Fáir á ferli á stígnum. Kvöddumst á Ægissíðu þegar Dísa fór heim og ég til vinnu. Hreppti éljagang síðusta kílómeterinn. Dísa hefur farið ca 8,5 en ég endaði á 10, 4 með krullum. Ég hljóp á hálku gormum frá Afreksvörum, eins gott í hálkunni, okurverðið sem ég greiddi var samt enn að pirra mig.
kv.
Sæli
Undirritaður var sá eini sem hóf hlaup í dag frá Natura. Ákvað að fara rétt "Sæli´s" í kringum flugvöllinn um Hofsvallagötu. Einmana í þungum þönkum og þæfingi hljóp ég næstum á annan hlaupara sem ég mætti við HR. Þar var komin Þórdís sem hafði lagt af stað að heiman til að hlaupa sama hring en rang "Sæli´s" um sömu Hofsvallagötu. Tókust með okkur fagnaðarfundir og sneri ég samstundis við og elti Dísu. Við ræddum atburði liðinna daga, Jólamatinn og gjafirnar og margt fleira skemmtilegt. Nokkur snjóþæfingur víða og dálítil hálka á köflum. Bjartviðri annars.Fáir á ferli á stígnum. Kvöddumst á Ægissíðu þegar Dísa fór heim og ég til vinnu. Hreppti éljagang síðusta kílómeterinn. Dísa hefur farið ca 8,5 en ég endaði á 10, 4 með krullum. Ég hljóp á hálku gormum frá Afreksvörum, eins gott í hálkunni, okurverðið sem ég greiddi var samt enn að pirra mig.
kv.
Sæli
laugardagur, desember 24, 2011
Gleðileg jól!
Óska öllum meðlimum hlaupahópsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Lifið heil.
Heyr himna smiður
SBN
Lifið heil.
Heyr himna smiður
SBN
föstudagur, desember 23, 2011
Góð mæting í aðventuhlaupið
Góð mæting var í aðventuhlaupið. Alls mættu 16 hlauparar og var það mál elstu meðlima klúbbsins að aldrei í sögunni hefði verið eins góð mæting. Veður var ágætt þó færðin væri frekar erfið sökum hálku. Hlauparar létu það hins vegar ekkert á sig fá og hlupu 9 km hring þar sem m.a. var tekinn "dead-ari" í Tjarnargötu og dansað í kringum norska jólatréð á Austurvelli, börnum sem þar voru stödd til nokkurrar skelfingar.
Að hlaupi loknu létu menn líða úr sér í heitum potti, sjó-gufu og sauna á Sóley Natura Spa. Að lokum safnaðist hópurinn saman á veitingastað hótelsins þar sem niðurstöður skoðanakönnunar um keppnisnafn klúbbsins voru kynntar (flestir vilja að Icelandair verði notað) auk þess sem formaður fór yfir aðgerðaáætlun stjórnar á komandi tímabili.
Gleðileg jól
Að hlaupi loknu létu menn líða úr sér í heitum potti, sjó-gufu og sauna á Sóley Natura Spa. Að lokum safnaðist hópurinn saman á veitingastað hótelsins þar sem niðurstöður skoðanakönnunar um keppnisnafn klúbbsins voru kynntar (flestir vilja að Icelandair verði notað) auk þess sem formaður fór yfir aðgerðaáætlun stjórnar á komandi tímabili.
Gleðileg jól
þriðjudagur, desember 20, 2011
Fundargerð - 2. stjórnarfundur skokkklúbssins, haldinn 15. desember 2011
Stjórnarfundur FI-Skokk (2. fundur tímabilsins 2011-2012)
15. desember 2011, kl. 1200 á skrifstofu Icelandair
Mættir: Jón Örn - formaður, Ívar - gjaldkeri og Oddgeir - ritari
Annar fundur stjórnar tímabilið 2011-2012. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Jafnframt var lagt til að dagskrá komandi funda verði kynnt stjórnarmönnum í fundarboðinu. Eftirfarandi mál voru á dagskrá þessa fundar:
- Ákveðið var að félagsgjöld næsta árs verði óbreytt.
- Uppfæra þarf félagatal klúbbsins/netföng. Mál í höndum formanns og ritara.
- Uppfæra þarf lög félagsins til samræmis við ákvarðanir síðasta aðalfundar. Mál í höndum ritara.
- Formaður hyggst kynna hádegishlaupin fyrir starfsmönnum Icelandair á Mywork strax eftir áramót.
- Keppnisnafn klúbbsins: Skoðanakönnun verður útbúinn og birt á blogginu innan skamms og verða niðurstöður hennar síðan kynntar í aðventuhlaupinu 22. desember. Stjórnin mun hafa niðurstöður skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafn verður tekin.
- Formaður er búinn að hafa samband við Dag vegna þemadaganna en nánari útfærsla liggur ekki fyrir.
- Gjaldkera var falið að ganga frá prókúru-málum við fráfarandi gjaldkera klúbbsins eftir fyrsta stjórnarfund. Málið er enn í vinnslu en verður væntanlega klárað í næstu viku.
- Sturtuaðstöðumálin: Vel var tekið í málið að hálfu stjórnenda Icelandair. Þó er ljóst að sturtuaðstöðu verður ekki komið upp í höfuðstöðvum Icelandair við núverandi aðstæður m.a. vegna þess að nauðsynlegar frárennslislagnir eru ekki lengur til staðar. Gjaldkeri klúbbsins mun halda málinu áfram opnu gagnvart stjórnendum Icelandair.
- ASCA: Austrian mun halda ASCA Cross Country 2012 í Vín. Endanleg dagssetning er ekki komin frá þeim en gert er ráð fyrir að hlaupið fari fram einhverntíma á tímabilinu 27. apríl – 29. maí.
- Hlaupadagskrá FI-Skokk: Stjórn FI-Skokk hyggst birta lista yfir þau hlaup og atburði á árinu 2012 sem gaman væri fyrir meðlimi klúbbsins að sameinast um að mæta í. Dagskráin verður birt á blogginu fljótlega.
- Starfsáætlun tímabilsins 2011-2012 endanlega útfærð auk annarra áhersluatriða stjórnar (sjá nánar í fundargerðinni).
Endanleg starfsáætlun fyrir komandi tímabil liggur nú fyrir og er svohljóðandi:
- Næsti aðalfundur/árshátíð verði haldin(n) í október eða nóvember 2012.
- Almenningshlaup Icelandair fari fram fyrsta fimmtudag í maí 2012. Framkvæmdastjóri hlaupsins verður sá sami og undanfarin ár (Sigurgeir).
- Stefnt skal að þátttöku í ASCA víðavangshlaupi á næsta ári. Gert er ráð fyrir úrtökumóti í aðdraganda hlaupsins.
- Aðventuhlaup í desember á þessu ári. Verður með svipuðum hætti og síðustu ár.
- Ný stjórn hyggst leggja metnað sinn í að hvetja starfsmenn Icelandair Group til hlaupa. Verður sjónum einkum beint að þeim sem eru byrjendur eða hafa lítið hlaupið upp á síðkastið. Stefnt að því að setja þessa vinnu í gang með vorinu (2012). Hugmyndin er sú að fylgt verði 10 vikna æfingaáætlun fyrir byrjendur (frá mars og fram í maí). Formaður klúbbsins hefur lýst sig reiðubúinn til að halda utan um þetta verkefni (kynningu og framkvæmd æfingaáætlunar) með hjálp og aðstoð annara meðlima klúbbsins.
Auk starfsáætlunarinnar teljast eftirfarandi atriðið til sérstakra áhersluatriða stjórnar:
- Ný stjórn hyggst kanna hvort aðrir raunhæfir möguleikar séu til staðar hvað varðar sturtuaðstöðu félagsmanna. Verður m.a. athugað hvort hægt sé að koma upp sturtuaðstöðu í húsnæði Icelandair.
- Stjórn klúbbsins hefur áhuga á að viðhalda þeim góða sið að hver dagur vikunnar hafi sitt þema (mánudagur – rólegur, þriðjudagur – sprettir/ brekkur o.s.frv.). Stjórnin hyggst leita til eins af reyndari meðlimum klúbbins (Dagur) varðandi áframhaldandi útfærslu og viðgang þessa góða siðs. Þá er ekki útilokað að „gesta-þjálfarar“ fái að leika lausum hala öðru hvoru.
- Stefnt er að því, eftir því sem sjóðsstaða leyfir, að þeir meðlimir klúbbsins er taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta ári fái þátttökugjald að hluta eða öllu leyti endurgreitt. Þá verður möguleiki til þátttökukostnaðar í öðrum atburðum metinn hverju sinni (t.d. ASCA).
Þau verkefni sem liggur fyrir að vinna þurfi í fyrir næsta stjórnarfund:
- Kynna skokkklúbbinn á Mywork, þ.m.t. hádegishlaupin – formaður
- Útfærsla á þemadagsæfingunum – formaður, í samráði við Dag
- Ákveða endanlega keppnisnafn skokkklúbbsins – stjórnin
- Kynna starfsáætlun og sérstök áhersluatriði stjórnar fyrir tímabilið 2011-2012 á blogginu – ritari
- Koma jarðneskum eigum klúbbsins fyrir í geymslu hjá umsjónamanni fasteigna – gjaldkeri
- Birta hlaupadagskrá FI-Skokk - ritari
- Hefja forundirbúning Icelandairhlaupsins, m.a. útfærslu hlaupaleiðar – stjórnin
Næsti fundur áætlaður í janúar 2012
Fundi slitið 1330
mánudagur, desember 19, 2011
Hádegi 19. des
Tvær stúlkur, tveir karlar, tvær brýr, tvær kirkjur, einn almenningsgarður, tvenn undirgöng, 8.2k.
laugardagur, desember 17, 2011
Undir hvaða nafni vilt þú að meðlimir klúbbsins keppi?
Á síðasta aðalfundi var nýrri stjórn falið að ákveða nafn sem notað skal af meðlimum klúbbsins þegar þeir keppa á hans vegum. Stjórnin hefur nú efnt til skoðanakönnunar á blogginu þar sem félagsmönnum er boðið að kjósa um þau fjögur nöfn sem stjórnin hefur ákveðið að komi til greina. Skoðanakönnunin verður opin til kl 16, fimmtudaginn 22. desember og mun stjórnin kynna niðurstöðu hennar á aðventuhlaupinu, sem hefst klukkustund síðar.
Þeir meðlimir klúbbsins sem hafa skoðanir á þessu máli eru hvattir til þátttöku í könnuninni. Stjórnin mun síðan hafa niðurstöðu skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafnið verður tekin.
Kveðja,
stjórnin
Þeir meðlimir klúbbsins sem hafa skoðanir á þessu máli eru hvattir til þátttöku í könnuninni. Stjórnin mun síðan hafa niðurstöðu skoðanakönnunarinnar til hliðsjónar þegar endanleg ákvörðun um nafnið verður tekin.
Kveðja,
stjórnin
miðvikudagur, desember 14, 2011
Aðventuhlaupinu frestað til fimmtudagsins 22. desember
Allmargir félagsmenn hafa lýst því yfir að þeir eigi ekki heimangengt í áður auglýst aðventuhlaup fimmtudaginn 15. desember. Því hefur stjórn skokkklúbbsins ákveðið að fresta aðventuhlaupinu til fimmtudagsins 22. desember.
Lagt verður af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17. Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu þann dag en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.
Félagsmenn munu fá aðgang að sturtuaðstöðu, sauna og heitum potti á Sóley Natura Spa á Hótel Loftleiðum sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn þurfa hins vegar sjálfir að koma með handklæði og sundfatnað. Kann stjórn skokkklúbbsins stjórnendum Sóley Natura Spa bestu þakkir fyrir þetta rausnarlega boð.
Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.
Kveðja,
Stjórn skokkklúbbsins
Lagt verður af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17. Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu þann dag en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi.
Félagsmenn munu fá aðgang að sturtuaðstöðu, sauna og heitum potti á Sóley Natura Spa á Hótel Loftleiðum sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn þurfa hins vegar sjálfir að koma með handklæði og sundfatnað. Kann stjórn skokkklúbbsins stjórnendum Sóley Natura Spa bestu þakkir fyrir þetta rausnarlega boð.
Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.
Kveðja,
Stjórn skokkklúbbsins
Hádegisæfing miðvikudaginn 14. desember
Mætt voru: Sigrún, Katrín, Dagur, Oddgeir og Ðe kargó-primadonnas-kings.
Ðe kargó-primadonnas-kings létu að sjálfsögðu bíða eftir sér og brast hina er mættir voru að lokum þolinmæðin og lögðu rólega af stað með það fyrir augum að hægt yrði að ná þeim. Það reyndist rétt því ðe KKs náðu restinni, lafmóðir, nokkru síðar.
Farinn var hefðbundinn rangsælis Hofsvallagötu-hringur (KKs og Oddgeir) með lengingu um Kaplaskjól fyrir þá sem það vildu (Sigrún, Katrín og Dagur). Kaplaskjólsfólkið einsetti sér að ná Hofsvallagötuhópnum fyrir Kafarann og tókst það nokkurn veginn. Vel gert.
Alls voru hlaupnir 8,6 km annars vegar og 9,2 km hins vegar.
Ðe kargó-primadonnas-kings létu að sjálfsögðu bíða eftir sér og brast hina er mættir voru að lokum þolinmæðin og lögðu rólega af stað með það fyrir augum að hægt yrði að ná þeim. Það reyndist rétt því ðe KKs náðu restinni, lafmóðir, nokkru síðar.
Farinn var hefðbundinn rangsælis Hofsvallagötu-hringur (KKs og Oddgeir) með lengingu um Kaplaskjól fyrir þá sem það vildu (Sigrún, Katrín og Dagur). Kaplaskjólsfólkið einsetti sér að ná Hofsvallagötuhópnum fyrir Kafarann og tókst það nokkurn veginn. Vel gert.
Alls voru hlaupnir 8,6 km annars vegar og 9,2 km hins vegar.
þriðjudagur, desember 13, 2011
Hádegi 13. des
Í forstarti: Ársæll og Þórdís. Hlupu 10k, takk fyrir.
Í 12:08 starti: Formaðurinn á fyrstu æfingu fyrir Edinborgarmaraþon. Flugvöllur 6,3k
Í 12:11 starti: Frjálsi (Guðni, Hekla, Sigrún og Sveinbjörn). Skógrækt með 3 þrekæfingastoppum. 6,5k.
GI
Í 12:08 starti: Formaðurinn á fyrstu æfingu fyrir Edinborgarmaraþon. Flugvöllur 6,3k
Í 12:11 starti: Frjálsi (Guðni, Hekla, Sigrún og Sveinbjörn). Skógrækt með 3 þrekæfingastoppum. 6,5k.
GI
Vefur til að útbúa einstaklingsmiðað æfinga program.
Fannst þetta bara svo sniðugt að mér fannst ég þurfa að setja þetta hérna inn.
http://gainfitness.com/strength
Í Guðs friði lömbin mín.
Bjúti
http://gainfitness.com/strength
Í Guðs friði lömbin mín.
Bjúti
mánudagur, desember 12, 2011
Hádegisæfing 12. des.
Mættir á HL-Katrín, Hekla, Gunnur, Dagur, Guðni, Sigurgeir, Sveinbjorn, Huld, Sigrún og Ársæll (sér). Fórum Hofsvallagötu í loðnu færi og smá kulda. Greinilegt var á samkomunni að Símaseiningin á sér enn nokkra aðdáendur þrátt fyrir mikla og fagra nýliðun frá hótelbyggingunni og skrifstofunni, en þeim fer þó merkjanlega fækkandi.
Alls 8,6k
Kveðja,
SBN
föstudagur, desember 09, 2011
Aðventuhlaup FI Skokk
Nú líður senn að hinu marg rómaða aðventuhlaupi skokkklúbbsins. Hlaupið fer fram fimmtudaginn 15. desember nk. og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Lagt verður að af stað frá Hótel Loftleiðum kl 17. Lengd hlaupsins mun ráðast af veðrinu á fimmtudaginn en þó er ekki gert ráð fyrir lengra en 45 mín. hlaupi. Að hlaupi loknu mun skokkklúbburinn bjóða hlaupurum upp á hressingu á bar hótelsins.
Hádegisæfing 9. des.
Mættir í fimbulkulda: Gunnur og Pétur á sérleið, Sveinbjörn í sælustund í sundlaug, Ívar, Dagur, Oddgeir (nýr liðsmaður), Gauja og Hekla, Huld og Sigrún. Fór fylkingin hefðbundinn bæjarrúnt með Sæbraut og Hljómskálagarðsívafi. Allir undu glaðir við sitt og voru misvel klæddir til verknaðarins en einna mesta athygli vakti þó Gauja en hún var sérstaklega styrkt af jöklarannsóknafélaginu en þeir fá fólk til að prófa hlífðarfatnað við ýmsar voveiflegar aðstæður eins og t.d. útihlaup. Mikið var rætt um pylsur og blæti gagnvart þeim en einn félagsmaður er illa haldinn af fíkn í pylsur á meðan annar lifir á geli og gulrótum. Einnig var bandaríski matvælaiðnaðurinn krufinn sem og krosssmit E-coli og fleiri skemmtilegra gerla og baktería.
Kveðja góð-SBN
Kveðja góð-SBN
Powerade #3
Nokkrir félagsmenn mættu í þetta skemmtilega vetrarhlaup um Elliðaárdal í gærkveld og fara tímarnir hér á eftir:
54. Oddgeir Arnarson 45:43
105. Ívar S. Kristinsson 49:35
109. Huld Konráðsdóttir 49:53
128. Sigrún B. Norðfjörð 51:04
193. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 55:26
208. Ársæll Harðarson 58:03
Sérstaklega ber að geta þess að á leið tveggja keppenda á vettvang blótaði a.m.k. annar þeirra og hafði uppi gífuryrði um það að félagsmenn væru píndir í þetta hlaup og nytu svo engra fríðinda umfram aðra, þrátt fyrir innherjatengsl við hlaupshaldara. Þeir fengju a.m.k. adrei konfekt í desemberhlaupinu, það væri bara feita fólkið sem fengi það. Þessir sömu félagsmenn fengu síðan báðir forláta konfektkassa í markinu og eru strax farnir að íhuga stöðu holdarfars síns. Það hefði samt verið skemmtilegra að hafa konfektið í hlaupavænni umbúðum, en kærar þakkir samt! Þetta var frábært þrátt fyrir mínus 6 gráðurnar.
Kveðja,
leigupenninn (perrinn?)
54. Oddgeir Arnarson 45:43
105. Ívar S. Kristinsson 49:35
109. Huld Konráðsdóttir 49:53
128. Sigrún B. Norðfjörð 51:04
193. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 55:26
208. Ársæll Harðarson 58:03
Sérstaklega ber að geta þess að á leið tveggja keppenda á vettvang blótaði a.m.k. annar þeirra og hafði uppi gífuryrði um það að félagsmenn væru píndir í þetta hlaup og nytu svo engra fríðinda umfram aðra, þrátt fyrir innherjatengsl við hlaupshaldara. Þeir fengju a.m.k. adrei konfekt í desemberhlaupinu, það væri bara feita fólkið sem fengi það. Þessir sömu félagsmenn fengu síðan báðir forláta konfektkassa í markinu og eru strax farnir að íhuga stöðu holdarfars síns. Það hefði samt verið skemmtilegra að hafa konfektið í hlaupavænni umbúðum, en kærar þakkir samt! Þetta var frábært þrátt fyrir mínus 6 gráðurnar.
Kveðja,
leigupenninn (perrinn?)
fimmtudagur, desember 08, 2011
Skráning í Edinburgh Marathon
Mikill áhugi er meðal FI-skokkara fyrir ferð í Edinburgh Marathon og nú þegar hafa fjórir úr hinu alræmda sænska gengi; Oddgeir, Sigurgeir,Ólafur og Fjölnir skráð sig í heilt maraþon og vitað er um fleiri sem eru líklegir til að slást í hópinn á næstu dögum.
Það er ljóst að búast má við góðri stemmningu á Rose Street eftir hlaup og bindum við miklar vonir við sérþekkingu Óla Briem á malt viskíi og öðru skemmtilegu sem Skotarnir hafa upp á að bjóða. Þeir sem ekki treysta sér í hlaupið geta líka tekið skemmtilega áskorun "Rose Street Challenge" sem krefst annars konar úthalds.Nánar hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rose_Street
Hlauparar skrá sig aftur á móti hér: http://www.edinburgh-marathon.com/
FÞÁ
Það er ljóst að búast má við góðri stemmningu á Rose Street eftir hlaup og bindum við miklar vonir við sérþekkingu Óla Briem á malt viskíi og öðru skemmtilegu sem Skotarnir hafa upp á að bjóða. Þeir sem ekki treysta sér í hlaupið geta líka tekið skemmtilega áskorun "Rose Street Challenge" sem krefst annars konar úthalds.Nánar hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Rose_Street
Hlauparar skrá sig aftur á móti hér: http://www.edinburgh-marathon.com/
FÞÁ
Hádegi 8. des
Dagur, Fjölnir, Guðni, Katrín og Sveinbjörn í 12:11 starti frá IHRN. Hofsvallagata (8,6k) með lengingu (8,9k) fyrir ákafa. Þórdís fór fyrr og lengra (9,2k). Nennti ekki að hanga með rólega liðinu.
GI
GI
miðvikudagur, desember 07, 2011
Hádegisæfing 7. des. '11
Fjölnir og Sigurgeir á hlaupum, Þórdís að hlaupa og lyfta. Dagur, Ívar, Anna Dís, Huld 2 (Doppelgänger) og Sigrún í hádegisjóga og tóku inn mikið aðf hvítu ljósi í gegnum háhraðatengingu og fundu kærleikann í sér og öllu öðru.
Kveðja,
SBN
þriðjudagur, desember 06, 2011
Hádegi 6. des
Þrjár konur (Hekla, Katrín (ekki lengur nýliði) og Þórdís) og þrír karlar (Ársæll, Dagur og Guðni) skokkuðu upp í mót austan andvara, út í Kópavog, Skógrækt og til baka. Þá var tekinn fyrsti sprettur í Kolkrabba (í boði Þórdísar (takk Þórdís)). Sá tók frá 5 og upp í 6 mínútur. Safnað saman og rólega heim. Samtals 7,3K 45 mín.
Á morgun verður jógatími í boði Katrínar. Hefst 12:05 á Sóley Spa, Icelandair Hotel Reykjavík Natura.
GI
Á morgun verður jógatími í boði Katrínar. Hefst 12:05 á Sóley Spa, Icelandair Hotel Reykjavík Natura.
GI
mánudagur, desember 05, 2011
Edinborgarmaraþonið 2012
Einn félagsmaður hefur fengið fararleyfi að heiman (ótrúlegt en satt) til að taka þátt í þessu hlaupi. Nú þurfa hinir bara að standa við stóru orðin. Koma svo! Æfa svo þjóðsönginn eftir Robert Burns.
Edinborg 2012
Kveðja,
SBN
Einn félagsmaður hefur fengið fararleyfi að heiman (ótrúlegt en satt) til að taka þátt í þessu hlaupi. Nú þurfa hinir bara að standa við stóru orðin. Koma svo! Æfa svo þjóðsönginn eftir Robert Burns.
Edinborg 2012
Kveðja,
SBN
Hádegi 5. des
Í forstarti Anna Dís, Ársæll og Katrín (nýliði). Fóru rangsælis vesturfyrir Hlíðarenda og síðan Hofsvallagötu.
Í 12:08 starti Dagur, Guðni og Ívar. Fóru rangsælis suðurfyrir Hlíðarenda og síðan Suðurgötu. Náðu forstartshópnum við flugbrautarenda og síðan samhlaup heim á hótel, með viðeigandi yfirheyrslum Dags á nýliðanum.
Samtals um 7,5K
GI
Í 12:08 starti Dagur, Guðni og Ívar. Fóru rangsælis suðurfyrir Hlíðarenda og síðan Suðurgötu. Náðu forstartshópnum við flugbrautarenda og síðan samhlaup heim á hótel, með viðeigandi yfirheyrslum Dags á nýliðanum.
Samtals um 7,5K
GI
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)