föstudagur, nóvember 15, 2013

Vesalingarnir mæta ekki!

Naglarnir sem mættu á svæðið í dag voru Óli (King for a week), Inga og Sigurgeir.

Eins og svo oft á föstudögum þá var miðbærinn fyrir valinu. Við tókum þá djörfu ákvörðun að breyta leiðinni aðeins til að fá smá tilbreytingu í þetta og virkaði þessi nýja leið líka svona rosalega vel.

Á morgun er aðalfundur og árshátíð...PARTY

Aðalfundurinn
Aðalfundurinn verður haldinn á Hótel Natura (Hótel Loftleiðum).  Við ætlum fyrst að taka létta æfingu og verður lagt af stað klukkan 1108 frá hótelinu.  Munið að taka með ykkur handklæði.  Aðalfundurinn hefst svo að æfingu lokinni.  Léttar veitingar verða í boði.

Árshátíðin
Árshátíðin fer fram í Stélinu, sal STAFF í Síðumúla 11, og hefst hún klukkan 20 og mun standa fram eftir kvöldi.  Í boði verða veitingar í föstu og fljótandi formi.  Makar félagsmanna eru velkomnir.  Enginn aðgangseyrir er að árshátíðinni. Mæta svo og tjútta dálítið!!


Kv. Geiri CK

fimmtudagur, nóvember 14, 2013

Hver er þessi Sigrún???

Mættir: Óli, Huld og Geiri CK

Þegar það var orðið ljóst að Sigrún mætti ekki þá fórum við bara af stað. Fórum yfir í Kópavog í leit að skjóli en líklega var bara meira rok þar enda HK-hverfið sem við fórum í gegnum!

Allir spenntir fyrir Árshátíðinni og líklegt að Sigrún verði á staðnum.

Kv. Geiri CK

þriðjudagur, nóvember 12, 2013

Hverjir ætla að mæta á árshátíðina?

Skráið nafn ykkar í "ummælakerfið" hér að neðan og takið fram ef makinn kemur með.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir klukkan 12 á fimmtudag.

Koma svo!!


mánudagur, nóvember 11, 2013

ASCA í Madrid - Ferðasaga og myndir

Eins og við var að búast var það föngulegur hópur sem hélt af stað í ASCA ferð sl. föstudagsmorgun.  Flogið var til Madrídar í gegnum London og gekk það ferðalag að mestu áfallalaust fyrir sig.  Að vísu misstu nokkrir liðsmenn af vélinni sinni milli London og Madrídar vegna grunsamlegra hluta sem fundust við gegnumlýsingu á farangri þeirra við öryggisleit í London.  Til að fyrirbyggja allan misskilning þá fundust engin ólögleg fæðubótarefni í farangri okkar fólks, enda málið allt einn stór misskilningur!

Menn og konur urðu að rísa árla úr rekkju á laugardasmorgun þar sem hlaupið var ræst klukkan 10.  Voru fæstir Madrídarbúar komnir á stjá um það leyti.  Hlaupið var í San Blas garðinum í austurhluta borgarinnar.  Brautin í garðinum var 1,2 km að lengd og hlupu konur 4 hringi, alls 4,8 km, og karlar 7 hringi, alls 8,4 km.  Ræst var í karla- og kvennaflokki á sama tíma.  Okkar fólk reyndi sitt ítrasta en átti við ofurefli að etja að þessu sinni í formi klónaðra þríþrautargyðja frá Austrian (konur) og sólbrúnna hráskinkuhnakka frá Iberia (karlar).  Fór svo að kvenna- og karlalið Icelandair lentu bæði í 2. sæti í liðakeppninni.
Liðaúrslit:

Konur:
1)      Austrian
2)      Icelandair
3)      Sameinað úrvalslið SAS, Iberia og Austrian
Karlar:
1)      Iberia
2)      Icelandair
3)      SAS
4)      Lufthansa (DNQ)
Að málsverði og verðlaunaafhendingu lokinni hélt hópurinn á vit ævintýranna í miðborg Madrídar.  Heimför á sunnudegi gekk síðan vel ef frá er talin nokkur bið í flugvélinni eftir lendingu í KEF þar sem ekki var hægt að koma landgangi að vegna slæms veðurs.

Hér að neðan fylgja nokkrar myndir úr ferðinni.
 

Liðsmynd með hinum goðsagnakennda Paco

 
 
Verðlaunaafhending kvenna
 
 
 
Verðlaunaafhending karla
 
 

Bragðað á lystisemdum Madrídar

 
 
Báðir með dælulykilinn.  Þjónar eru óþarfir á svona stað!
 

Mánudagur 11. nóv - Í skóginum hljóp hlaupari einn.....

.....það var Oddur nýliði.

Síamskettirnir og Ingunn komu svo og hughreystu hann við höfuðstöðvarnar.  Rúmlega 7 km.


föstudagur, nóvember 08, 2013

Föstudagur 8.nóv

Mættir: Dagur, Fjölnir, Hilmar og Inga.
Hlaupið um Hofsvallagötu og Suðurgötu eftir smekk og "nennu" hvers og eins.

Baráttukveðjur til Madrid!

fþá

miðvikudagur, nóvember 06, 2013

Skógarhlaup 6.nóv

Margt um manninn í dag en dreifing hlaupara yfir meðallagi. Dagur, Ívar og Fjölnir ákváðu að halda í skóginn vegna næðings vindar og þar urðu á vegi okkar; Óli á heimleið, Þórdís sem var dreginn í hópinn en hvarf svo sjónum okkar, Ingunn á hlaupum og Jói á göngu. Á lokasprettinum við hótel hittum við svo Önnu Dís og Gróu. Samtals 8,3 km.

fþá

þriðjudagur, nóvember 05, 2013

Þriðjudagur 5. nóv - Nýr félagsmaður er eldri en tvívetra

Mætt í dag voru Síamskettirnir tveir, maraþonbræður, Oddur og nýr félagsmaður, Arnar Benjamín Ingólfsson.  Réttsælis hringur um flugvöllinn þar sem karlar lengdu aðeins í, fóru um Kaplaskjól í stað Hofsvallagötu.  Kvenþjóðin fór um Hofsvallagötu.  All mikið fart á karlpeningi á seinni stigum æfingar, þar sem Dagur færðist allur í aukana er hann áttaði sig á því að nýji félagsmaðurinn væri eldri en tvívetra í hlaupunum.

Karlar tæplega 10 km.  Konur aðeins minna.

fimmtudagur, október 31, 2013

Fimmtudagur 31.okt

Mættir: Huld, Inga, Óli, Jói Pilot, Fjölnir og Sveinbjörn á sérleið.

Hofsvallagata með hámarks D-vítamín inntöku. Kvennfólkið lagði á ráðin með fyrirhugaða ASCA keppni. Enn er laust sæti í karlaliðinu.

fþá CK

miðvikudagur, október 30, 2013

Árshátíðin - Hýsing óskast

Árshátíð Skokkklúbbs Icelandair verður haldinn laugardaginn 16. nóvember.  Aðalfundurinn verður haldinn fyrr um daginn.  Nánar um það síðar.

Stjórn skokkklúbbsins auglýsir eftir velviljuðum félagsmanni sem er tilbúinn að hýsa árshátíðina. Þeir sem eru tilbúnir, vinsamlegast setji sig í samband við undirritaðann sem fyrst.

Kveðja, f.h. Skokkklúbbs Icelandair,
Oddgeir
Ritari
s. 8619870

þriðjudagur, október 29, 2013

Þriðjudagur 29. okt - Fjórir kóngar

Fjórir kóngar mættu í dag:  Hinir lúnu Cargó Kíngs og hinir hressu GI og Oddur.  Rólegur hringur um flugvöllinn að beiðni Cargó Kíngs.

Fjörlegar umræður spunnust um hið margrómaða KSÍ og nýjustu uppátæki þeirra.

Alls 8,6 km.

mánudagur, október 28, 2013

Mánudagur 28.okt

Mættir: Cargo Kings, Sveinbjörn og Óli auk Jóa á göngu.

Kóngarnir fóru rólegan skógræktarhring rétttsælis öfugan. Sveinbjörn fór sér og Óli kom seint og um síðir í maraþon endurheimtur eftir flott hlaup um helgina.

fþá CK

föstudagur, október 25, 2013

Hver er meðlimurinn?

Nýlega voru tveir meðlimir skokkklúbbsins í staddir í bænum Fuengirola á Spáni.  Var þar dvalið í góðu yfirlæti í íbúð starfsmannafélags Icelandair.  Við lestur gestabókarinnar hnutu menn um nöfn annarra félagsmanna sem hafa verið duglegir að nýta sér íbúðina, enda íbúðin fín og bærinn huggulegur.

Kvöld eitt þegar umræddir meðlimir skokkklúbbsins sátu að snæðingi á ágætum veitingastað í bænum var þeim litið inn í eldhúsið.  Þeim til mikillar furðu sáu þau einn meðlima klúbbsins ljóslifandi í kokkabúningi, reiðandi fram girnilegar kræsingar af mikilli innlifun.  Náuðst nokkrar myndir af okkar manni við iðju sína.  Að vísu eru þær ekki í bestu gæðum en verða að duga.

Og nú er spurt:  Hver er meðlimurinn?  Tilgátur óskast sendar í "Comment-a-kerfið".  Önnur spurning:  Hvað er hann eiginlega að gera þarna?  Tilgátur óskast einnig sendar í  "Comment-a-kerfið".






miðvikudagur, október 23, 2013

Miðvikudagur 23. okt - Lokaundirbúningur í gangi fyrir FM-hlaupið

Mætt í undirbúning fyrir næstu helgi, þegar FM-hlaupið svokallaða fer fram, voru: Einhverfu bræðurnir Dagur og Úle, síamssystur, Sigurgeir og Oddur.  Þá mætti Jói einnig í nýrri gerð af hlaupaskóm.

Vegalengdir í boði í FM-hlaupinu verða 1/2 maraþon og heilt maraþon.

Af einhverfu bræðrunum er það að frétta að þeir eru í lokaundirbúningi sínum fyrir þriðja maraþonið á skömmum tíma, á meðan Sigurgeir og Oddur eru að gera sig klára fyrir 1/2 maraþon.  Huld er ennþá volg fyrir 1/2 en Sigrún segir pass.

Æfingaprógram einhverfu bræðranna virðist nokkuð sérstakt því á dagskránni í dag, 3 dögum fyrir maraþonhlaup, var ærlegt tempó.  Alls hlupu þeir 10 km.  Restin hljóp styttra og mun hægar, alls 8,5 km.

fimmtudagur, október 17, 2013

Fimmtudagur 17. október - Ekkert "junk"

Loks komu upp þær aðstæður að hægt var að knýja fram alvöru æfingu. Settir voru fram valkostir (les. afarkostir) þ.e. 6x800 eða tempó. Fyrri kosturinn varð ofan á og í æfingunni tóku þátt Dagur, Fjölnir, Ívar og Huld. Leystu allir verkefnið með sóma og hlupu á sama hraða og Dagur hljóp 37. kílómetrann í gegnum bjórstöðvarnar í Einhverframaraþoninu. Það var nb hraðasti kílómetrinn.
Auk áðurnefndra sást til Óla og Sveinbjörns.
Að leiðarlokum var stóra hlaupahanskamálið leyst farsællega, þökk sé FC og hans hirð.
Kveðja góð,
Huld

   

Miðvikudagur 16.okt

Mættir: Guðni og Fjölnir. Ársæll í forstarti

Rólegur hringur í góða veðrinu um Fossvog-Háaleiti-Safamýri-Hlíðar og heim. Samtals um 8km.

Kv, FÞÁ

miðvikudagur, október 16, 2013

Tapað / Fundið



Starfsmaður kom að máli við ábyrgan Cargo King og var með svarta hlaupahanska (líklega kvennmanns) sem fundust í gær við teygingaraðstöðu hlaupara undir gafli hótels.
Ef einhver telur sig eiga tilkall til þessara hanska getur viðkomandi sett sig í samband við undirritaðann.

Kv, Fjölnir

mánudagur, október 14, 2013

Þættinum hefur borist bréf.....

Ævareiður hlustandi hringdi inn vísukorn vegna Eindhoven uppákomunnar og var greinilega mikið niðri fyrir er hann söng þessar línur fyrir þáttastjórnanda:

"Hann drekkur bjór þrisvar í viku
og notar karate sem líkamsrækt.
Hann hleypur maraþon um helgar
með mynd af Degi í vasanum...
Með mynd af Degi í vasanum?"
                                        Lagið-tengist ekki þessari frétt og heldur ekki myndin!

Við þökkum þessum hlustanda fyrir sitt innlegg.
Góðar stundir!

Takið daginn frá - Aðalfundur og árshátíð Skokkklúbbs Icelandair verða haldin laugardaginn 16. nóvember

Aðalfundur og árshátíð Skokkklúbbs Icelandair verða haldin laugardaginn 16. nóvember nk. Nánari upplýsingar varðandi tíma og staðsetningu verða veittar er nær dregur.


Mánudagur 14. okt - Fjölnir CK er mættur

Hófleg mæting í dag þrátt fyrir frábært veður:  Fyrstur af stað (of snemma) var Fjölnir CK, já ég endurtek Fjölnir CK!  Á réttum tíma fóru Huld síams, ÞórdísÆ og Oddur.  Sveinbjörn mætti líka á réttum tíma en hvarf fljótlega inn í skóg.  Lestina ráku svo Íbbi og Matti.

Mismunandi áherslur og vegalengdir í dag, frá ca. 7 km og upp í 10 km.

Sigurgeir CK birtist í vinnufötunum í lok æfingar.  Var hann í leit að félaga sínum honum Fjölni CK og virtist nokkuð áhyggjufullur.  Þegar þetta er ritað hefur ekkert spurst til Fjölnis CK og eru þeir sem eitthvað vita um ferðir hans beðnir um að gefa sig fram við vallarstjóra.


sunnudagur, október 13, 2013

Skötuhjú í borgarferð

Svo virðist sem skötuhjúin Dagur og Úle hafi brugðið sér í helgarferð til Eindhoven í þeim tilgangi að taka þátt í skemmtiskokki sem haldið er árlega í borginni. Völdu félagarnir lengstu vegalengd í boði, alls 42,2 km.  Hér að neðan má sjá myndir af þeim kumpánum að hlaupi loknu, ásamt tímum.  Vel gert hjá þessu skemmtilega pari!


Dagur Egonsson, Hollendingurinn fljúgandi, á 3:28:01



Ólafur Briem, Europhiaman, á 3:28:20


 

föstudagur, október 11, 2013

Föstudagur 11. okt - Bæjarins besta hlaup

Mætt í dag: GI, Sigrún síams, Sigurgeir og Oddur.  Hópurinn fór bæjarrúnt í ágætu veðri.  Hlýtt en nokkuð vindasamt. Alls 7,5 km. 

Jakkafata-Úle mætti einnig en þó allt of seint.  Þar af leiðandi var ekki var hægt að bíða eftir honum og ekki er vitað hvað hann tók sér fyrir hendur.

P.s. Fín mæting í "Powder-aid" hlaupið hans Dags í gærkveldi.

miðvikudagur, október 09, 2013

Úrslit ASCA úrtökumótsins liggja fyrir

Úrslit ASCA úrtökumótsins sem fram fór þriðjudaginn 8. okt. liggja fyrir.  Það var fín mæting hjá konunum og boðið upp á hörkukeppni.  Mæting hjá körlunum var ívið lakari en fínir tímar hjá þeim sem hlupu.  Þátttökufjöldinn dugir til að manna kvenna- og karlasveit fyrir komandi ASCA hlaup í Madrid.

Konurnar hlupu alls tvo hringi í Öskjuhlíðinni en karlarnir hlupu fjóra.  Hver hringur var u.þ.b. 1,7 km að lengd.  Röð og tímar þátttakenda eru hér að neðan.  Lokatími kvennanna er í seinni dálki (feitletrað), sá fyrri er millitími eftir fyrri hring.  Sama gildir um karlana, síðasti dálkur (feitletraður) er lokatími en dálkarnir þrír á undan eru millitímar hringja 1-3.  Tvær konur og einn karl mættu að auki en luku ekki hlaupi.


Konur:
Inga   08:10 16:17
Huld 08:10 16:24
Sigrún Erle 08:10 16:29
Björg 08:15 16:54
Þórdís O
Anna Dís


Karlar:
 
Þórólfur 07:10 14:08 21:03 27:52:39
Oddgeir 07:10 14:22 21:48 29:09:05
Viktor 07:15 14:50 22:36         30:12:92
Klemens 07:30 15:13 23:03         30:47:69
Ívar


                                                                            

þriðjudagur, október 08, 2013

Miðvikudagur 9. okt - Nýja Dressman auglýsingin

Mættir í réttum "dresskóða" fyrir væntanlega Dressman-auglýsingu voru: Bjöggi B, Sigurgeir, Oddur, GI og Dagur.  Að auki mættu Síamssystur sem viðhlæjendur.  Hefðbundinn hringur um flugvöllinn via Hofsvallagötu, nema Bjöggi B sem fór í sér myndatöku á Suðurgötunni.  Þá sást til Jóa á góðu skriði í grennd við Dressmen og Síamssystur.

U.þ.b. 8,6 km hjá flestum.

Hádegisæfing 07.okt

Mættir: Huld. Inga, Óli, Ívar, Dagur, Fjölnir, Sveinbjörn, Jói.

Sveinbjörn og Jói á sérleiðum en aðrir fóru Hofs í rjómablíðu. Mikil spenna í mannskapnum vegna úrtökumóts ASCA

Kv, FÞÁ CK

mánudagur, október 07, 2013

Vika 41

Mánudagur: Rólegt 7-9 km.
Þriðjudagur: 4x1600 á keppnis-pace.
Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km
Fimmtudagur: 55 mín tempó.
Föstudagur: Rólegt 7-9 km.
Laugardagur: 2 klst. (3/1).

föstudagur, október 04, 2013

Föstudagur 4. okt - Skógurinn

Mætt:  Dagur, ÞórdísO, 1 síamssystir, Oddur, Úle og Íbbi.

Menn og konur leituðu í Öskjuhlíðarskóginn í dag, enda norðangarri og fremur svalt í veðri.  Dagur leiddi hópinn um skóginn enda maðurinn öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum.  Svo fór að lokum að einhverjir heltust úr lestinni, hvort sem það var af völdum hafvillu eða uppgjafar.

Af kargókóngum er það helst að frétta að annar þeirra sást laumast að krásum Hamborgarafabrikkunnar á meðan á æfingu stóð en hinn ók hring eftir hring á bílastæði aðalstöðvanna á sama tíma.

Fimmtudagur 3. okt - King for a day

Mætt:  Dagur, önnur síams systra, Oddur, Sigurgeir og Úle, sem fékk að vera "king for a day" í fjarveru Fjölnis.  Sæli og Sveinki fóru sér á undan.

Tempóæfing í þægilegri kantinum.  Veður svo gott að hægt hefði verið "að spila borðtennis við þessar aðstæður", að mati Úle.

miðvikudagur, október 02, 2013

Miðvikudagur 2. okt - The Boys

Það voru hinir geðþekku drengir í tríóinu The Boys sem mættu í dag en sá hópur samanstendur af Degi, Matta og Oddi.  Rólegt hlaup í rólegu veðri.  Sigrún Síams mætti svo í lokin og tók síðustu mínútu æfingarinnar.

Tempó á morgun.

Þriðjudagur 1. október

Það voru bara meistarar sem mættu í dag, enda meistaramánuður hafinn. Inga, Dagur, Matthías og Huld tóku æfingu dagsins samkvæmt æfingaáætlun sem flestum ætti að vera kunn. Karlpeningurinn ætlaði engu að síður að víkja sér undan æfingunni en Ingu tókst með harðræði að knýja fram hlýðni. Í sem stystu máli hljóðaði æfingin upp á 5x800 og hófust sprettirnir við bakarí og lá leiðin um Hofs, Ægisíðu að Nauthóli. Verkaskiptingin var þannig að Inga, Matti og Huld sáu um að hlaupa en Dagur reiknaði og hrópaði upp millitíma.
Allir hlutaðeigandi voru sáttir að leiðarlokum og uppskáru 8 km.
Kveðja góð, Huld

mánudagur, september 30, 2013

Vika 40

Mánudagur: 7-9 km rólegt.
Þriðjudagur: 5x800 m á 10 km pace
Miðvikudagur: 7-9 km rólegt.
Fimmtudagur: 30 mín tempó
Föstudagur: 7-9 km rólegt.
Laugardagur: 15 km keppnishlaup.

Mánudagur 30. sept - Nauðsynlegt að menn haldi ró sinni

Mætt í dag voru:  Huld, Ívar (hver er það aftur?), Dagur, Úle, Valli og Oddur.

Valli og Oddur voru svo spenntir fyrir tempóæfingu morgundagsins að þeir urðu bara að taka hana núna.  Restin hélt hins vegar ró sinni, lengdi aðeins í og hljóp sína leið.  Rúmlega 9 km hjá V&O en 10 km hjá hinum.

Að vísu skilaði Huld sér ekki til höfuðstöðvanna í lok æfingar og hér með lýst eftir henni.

föstudagur, september 27, 2013

Föstudagur 27. sept - Cul de sac

Fínt veður og ágæt mæting:  Dagur, Úle, Síams, Þórdís hin nýja, Valli og Oddur.  Sæli og ðe duckwatcher fóru prívat, sitt í hvoru lagi.

Óvissuferð í boði Úle og gekk á ýmsu.  Óvenju mikið af snörpum, skörpum og skyndilegum beygjum ásamt áður ókunnum húsasundum.  Leiðin sem var farin er svo flókin og ruglingsleg að hún verður ekki frekar tíunduð hér.

Þá bar það til tíðinda að öðrum síamstvíburanna tókst að strauja niður menntamann í bókstaflegri merkingu þegar hópurinn hljóp í gegnum yfirráðasvæði Háskóla Íslands svo lá við stórskaða fyrir háskólasamfélagið.

fimmtudagur, september 26, 2013

Hádegisæfing - TEMPÓ

Mættir: Matthías, Huld, Inga, Dagur, Óli og Sigurgeir

Óli var eitthvað tímabundinn og var mættur kl. 11:08. Við hittum hann á fyrsta km hjá okkur en þá var hann að klára á fljúgandi siglingu og hafði engan tíma til að tala við okkur.

Aðrir tóku æfingu dagsins sem var 50 min tempó. Það er ekki hægt að segja annað en að allir stóðu sig eins og hetjur. ALLIR fóru Meistaravelli og það var engin að skala þessa æfingu :o)

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, september 25, 2013

Miðvikudagur 25. sept - Gæðaúttekt búninga- og sturtuaðstöðunnar

Það voru aðeins þeir allra hörðustu sem treystu sér út í hádeginu, nebbilega Íbbi og Oddur.  Áttu þeir góða stund saman.

Það sást til Dags í búnings- og sturtuaðstöðu félagsmanna í hádeginu og er talið að hann hafi verið í árlegri gæðaúttekt og þar af leiðandi ekki komist út að hlaupa.

þriðjudagur, september 24, 2013

Þriðjudagur 24. sept - 3X1600

Í dag mættu Dagur, Úle, Huld, Ársæll, Matti og Oddur.

Nú skyldi taka 3X1600m spretti á áætluðum ½ maraþons keppnishraða hvers og eins.  Ársæll og Matti ákváðu reyndar að taka ekki þátt í þessari vitleysu og fóru um Suðurgötu.  Hin héldu áfram, byrjuðu tempósprettina eftir að komið var yfir Hofsvallagötu, og beygðu af Hringbraut við Meistaravelli.
Vegalengdir frá ca. 7km upp í ca. 9,5km.

mánudagur, september 23, 2013

Vika 39

Mánudagur: Rólegt 7-9 km.
Þriðjudagur: 3x1600 m á keppnis-pace.
Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km.
Fimmtudagur: 50 mín tempó
Föstudagur: Rólegt 7-9 km.
Laugardagur: 1:45

föstudagur, september 20, 2013

Föstudagur 20. sept - Ný cargó sending

Kargókíngs voru uppteknir í uppvaskinu í dag í kjölfar tilraunaeldhúss Bertels og sendu því fulltrúa sinn á æfinguna.  Fulltrúi þeirra var Inga, en hún hóf nýverið störf hjá kargóinu.  Auk hennar mættu HogS, Úlen, Bjöggi, Oddur, Sæli og Þórdís en þau tvö síðastnefndu fóru á undan.

Föstudagsbæjarrúntur með ormagöngum og öllu.

fimmtudagur, september 19, 2013

Hádegisæfing 19. sept

Mættir: Óli, Fjölnir, Dagur, Ársæll, Ívar og Sigurgeir.

Ársæll fór aðeins á undan og Ívar eitthvað á eftir.

Aðrir mættu á sinn stað kl. 12:08.

Í dag var 45 mín tempóæfing. Það var boðið upp á Hofs og Kapla-langt + perri.
Flestir fóru Kapla-langt en samt var einn sem fór Hofs en hann er búinn að lofa að lengja þegar næsta tempóæfing verður.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, september 18, 2013

Hádegisæfing 18. sept.

Ég þori ekki að skrifa neitt, ég mátti ekki vera á æfingunni.  Við GI skiptum dögunum á milli okkar en ég mætti óvart tvo daga í röð. Hinir voru Huld, Dagur, GI og B.Bjútí.  Síðan gat maður ekkert hlaupið eftir að maður frétti hverjir voru gestakokkar í starfsmannamötuneytinu í dag; CK.  Hjálp!  Þetta er náttúrulega fín afsökun fyrir þá sem nenna engu að þykjast vera að elda.
Frábært veður var í dag og fengum við Huld ávítur fyrir að vera í vitlausum buxum, þ.e. síðum.  Þetta mun aldrei gerast aftur og er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. 
Með vísan til fyrri umræðna hlaupahópsins eru til meðferðarúrræði fyrir þá sem vilja hætta að hlaupa:

1. Fá vinnu við vetrarraðhlaupsseríu Poweradehlaupsins.
2. Þykjast vera að elda í einhverju mötuneyti.
3. Láta vísa sér af æfingu fyrir rangan klæðaburð.
4. Gerast sendiherrafrú í útlöndum.
5. Trúa að maður geti hætt með hverri einustu frumu líkamans, ekki bara halda að maður geti það.

Ýmsir möguleikar eru greinilega í stöðunni sem áður voru ekki sýnilegir.

Æfingin í dag var skv. plani (sjá æfingaáætlun) en GI og Dagur tóku smá auka sprett til að sýna sig aðeins fyrir okkur.  Þeir kunna þetta strákarnir okkar.
Ókei, bæ.
SBN
Mynd úr tilraunaeldhúsi höfuðstöðvanna

þriðjudagur, september 17, 2013

Hádegisæfing 17. september

Núðlu grænmetissúpa með engifer og soja
Steiktar kjötbollur að hætti ömmu
Grænmetisbaka með jógúrtsósu

Björgvin var ekki svangur og æfði inni.

mánudagur, september 16, 2013

Vika 38

Mánudagur: 7-9 km rólegt.
Þriðjudagur: 4x800m sprettir á 10 km pace.
Miðvikudagur: 7-9 km rólegt.
Fimmtudagur: 45 mín tempó.
Föstudagur: 8-9 km (6,4 km á keppnishraða)
Laugardagur: 1:45 (3/1)

Hádegishlaup 16. sept 2013

Dagur, Guðni, Óli og Sveinbjörn í Öskjuhlíð.
GI

föstudagur, september 13, 2013

Föstudagurinn 13. sept - Engin óhöpp í dag

Bæjarrúntur í tilefni föstudagsins, föstudagsins þrettánda.  Hefðbundinn hringur á þægilegum spjallhraða þar sem þátt tóku: Dagur, Úle, GI, Óskar, Sigurgeir og Oddur.  Allir komust heilir frá æfingunni, engin óhöpp og engin hjátrú í gangi, sjö níu þrettán!

Þrátt fyrir almenn rólegheit og afslöppun sá Sigurgeir aftur ástæðu til þess að kvarta yfir því að menn framkvæmdu æfinguna ekki rétt, að of geyst væri farið (hann virtist sjálfur hálf lúinn að sjá eftir mikið æfingaálag að undanförnu).

fimmtudagur, september 12, 2013

Fimmtudagur 12. sept - Tempóæfing

Í dag var prógram í boði Sigurgeirs en það hljóðaði upp á hlaup í 30 mínútur sem skiptust í 10 mín. upphitun, 15 mín. tempó og 5 mín. niðurskokk.  Þeir sem kusu að mæta í þetta voru Þórólfur, Dagur, Úle, Sigurgeir, Oddur, Bjöggi, Síams 1 og Síams 2.  Þórdís kaus að fara á undan og sér.

Dagur krafðist þess að hlaupinn yrði réttsælis hringur um flugvöllinn, þrátt fyrir sterkan útsynning.  Það þýddi óhjákvæmilega að þegar komið var að tempókafla æfingingarinnar, við suðurenda N/S flugbrautar, var vindur í hámarki og óhagstæður með afbrigðum.  Menn héldu þó haus og tóku á því.  Reyndar virtist Þórólfur hlaupa í meðvindi allan tímann, slíkur var hraðinn á manninum.  Menn og konur skiluðu sér síðan að höfuðstöðvum á mismunandi tímum enda mishratt hlaupið og mislangar vegarlengdir farnar.

Sigurgeir var ekki alls kostar sáttur við hópinn í dag og hélt því fram að hann hefði verið sá eini sem framkvæmdi æfinguna rétt, þ.e. hélt sig nákvæmlega við 10, 15, 5 mínútna skiptinguna.

miðvikudagur, september 11, 2013

Hádegishlaup 11. september 2013

Mættir:  Björgvin, Dagur, Guðni, Huld, Matti og Óskar

Hlaupið inn í Fossvog og um Öskjuhlíðina.  Samtals 7k.

GI

Vika 37

Það gleymdist að setja æfingarplanið fyrir vikuna, seint er betra en aldrei!

Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km
Fimmtudagur: 30 mín tempó
Föstudagur: Rólegt 7-9 km
Laugardagur: 10 km keppnishlaup. Þeir sem tóku ekki langt um síðustu helgi eiga að taka 90 mín hlaup!

þriðjudagur, september 10, 2013

Hádegisæfing þriðjudaginn 10. sept - Hvert fóru allir?

Eftir fína mætingu síðustu daga var heldur fámennara yfir að líta, enda veður ekki gott.  Þó létu Fjölnir og Oddur það ekki slá sig út af laginu og tóku sína gæðaæfingu með vindinn og regnið í fangið.  Öfugur flugvallarhringur um Hofsvallagötu.  6x400m sprettir hófust á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og lauk við N/S braut flugvallarins.  Alls tæpir 9K í dag.

Í dag var komið að Sigrúnu að leysa Huld af og bíða við höfuðstöðvarnar og kasta kveðju á landann er hann lauk æfingu sinni.

mánudagur, september 09, 2013

Hádegisæfing mánudaginn 9. sept - Í hvaða átt er Súlnasalur?

Fín mæting í hádeginu.  Sveinbjörn lagði hálfnakinn af stað á undan hinum sem voru:  Þórólfur, Dagur, GI, Oddur, Úle, Bjöggi og mú....ég meina Fjölnir.  Rangsælis flugvallarhringur.

Allt gekk samkvæmt áætlun þar til menn nálguðust Bjössabakarí á Hringbraut.  Þá fór Bjöggi eitthvað að heltast úr lestinni og dró þá GI og Fjölni með sér í þann pakka.  Allt í einu beygði Bjöggi hart í bak og tók strikið beint á Súlnasal Hótel Sögu með þá GI og Fjölni í eftirdragi.  Tvennum sögum fer af því hvaða erindi hann og félagar hans áttu þangað en þeir voru þögulir sem gröfin þegar gengið var á þá að æfingu lokinni.  Þóróflur, Dagur, Oddur og Úle héldu sínu striki og beygðu ekki af Hringbraut fyrr en við Framnesveg.  Endaði þar af leiðandi í 10K hjá þeim.  Dagur hafði á orði að þessi æfing hefði verið "sköluð" upp á við hjá honum, Oddi og Úle, þökk sé Þórólfi.

Við höfuðstöðvarnar beið síðan Huld.  Hún hafði tekið séræfingu og ákvað að kasta kveðju á landann af því tilefni.

Lýst er eftir æfingaplaninu.  Það sást síðast í fórum Valla víðförla.  Ekkert hefur til þeirra spurst í nokkurn tíma.  Ekki gott þegar menn slá svona slöku við.

föstudagur, september 06, 2013

Hádegisæfing föstudaginn 6. sept - Ætlar þú að nota þetta vatn?

Mætt í dag: Dagur, Óskar, GI, Sigrún (núna í hlaupafötum), Valli og Oddur.  Músin sem var í aðalhlutverki á æfingunni í gær var hvergi sjáanleg.  Það fréttist víst af henni í kantínunni að gæða sér á steikarsamloku og bernaise.

Æfingin í boði GI sem þræddi miðbæ Reykjavíkur og sýndi meðhlaupurum sínum staði sem hann fór með gamlar kærustur á í den, þ.á.m. Hólavallakirkjugarð (hvað var í gangi þar?).  Endaði í alls 8K.

Í lok æfingar risu upp deilur meðal manna hvort menn hafi gefið nóg í æfinguna.  Dagur og Oddur viðurkenndu að þeir hefðu "skalað" æfinguna.  Það fannst Valla alger firra og sagðist aldrei "skala"sínar æfingar.  Annaðhvort færi hann "all in" í þær eða lullaði bara (lullaði s.s. í dag).

Þá er komið að því að skýra út fyrirsögn æfingarinnar.  Spurningin heyrðist í karlasturtunni eftir æfingu gærdagsins.  Bjöggi sem var nýbúinn að endurræsa vatnið í sinni sturtu, steig um stundarsakir úr sturtunni og var ekki alveg ljóst hvort hann hyggðist fara aftur undir vatnið eða ekki.  Þá kemur Dagur aðvífandi á leið til sturtu, staðnæmist hjá Bjögga og spyr: "ætlar þú að nota þetta vatn?".

fimmtudagur, september 05, 2013

Hádegisæfing fimmtudaginn 5. sept - Sigrún, af hverju ertu í svörtum ruslapoka?

Mætt(ir) í dag voru: Dagur, Valli, Bjöggi Bí, Bechmel, Oddur og músin, en hún hafði ákveðnu hlutverki að gegna.  Að auki mætti Sigrún til leiks en þegar búið var að hlaupa tæpan kílómeter áttaði hún sig á því að hún var í hversdagsfötunum, hafði gleymt að fara í hlaupagallann fyrir æfingu.  Við það kvaddi hún hópinn og sást ekki meir.  Degi var nokkuð brugðið er hann sá Sigrúnu leggja af stað í hversdagsfötunum og var honum sérstaklega starsýnt á svartan mittisregnjakka sem hún klæddist.  Spurði hann því fordómalaust, "Sigrún, af hverju ertu í svörtum ruslapoka?".

Í dag lá fyrir að taka æfingu með 25 mínútna innvöfðum tempókafla.  Hefðbundinn rangsælis flugvallarhringur, með möguleika á lengingu, varð fyrir valinu.  Bjöggi og Bechmel gáfu snemma til kynna að þeir hyggðust ekki þreyta þessa raun og kvöddu við Suðurgötu.  Restin, Dagur, Valli, Oddur og músin héldu áfram.  Við Björnsbakarí á Hringbraut var komið að því að hefja tempóhluta æfingarinnar.  Hlutverk músarinnar skal nú gert heyrikunnugt:  Músin skyldi fara um Hofsvallagötu á meðan Dagur, Valli og Oddur skyldu fara um Meistaravelli, Kaplaskjól langt og Perrann.  Músin var sem sagt agn sem hinir áttu að reyna að hlaupa uppi.  Er skemmst frá því að segja að þeim félögum mistókst ætlunarverk sitt herfilega enda umrædd mús mun sprækari en hún gaf til kynna þegar verið var að leggja henni lífsreglurnar við upphaf hlaups.  Það fauk nokkuð í Valla þegar hann áttaði sig á því að ekki myndi takast að hlaupa músina uppi og hafði á orði að hún hefði "skalað" æfinguna (þetta er língó sem Valli heyrði um daginn á x-fit æfingu).  Menn hittust að lokum sælir og glaðir við HLH þar sem teygt var og spjallað.

Spurning til þín lesandi: Hver var músin?

þriðjudagur, september 03, 2013

Hádegisæfing 3.sept

Mættir: Bertel, Huld, Guðni, Dagur, Jói og Sigurgeir.

Plan dagsins voru 8xbrekkur og tókum við það að sjálfsögðu í kirkjugarðinum.

Allir tóku vel á því með bros á vör.

Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, september 02, 2013

Hádegishlaup, 2. september 2013

Týnda kynslóðin mætti í hádegishlaup, Ársæll, Dagur, Guðni og Jói sem eyddu hádeginu í Öskjulíðinni og svo Sigurgeir sem náði ekki að hlaupa í gær af því hann var of upptekinn að horfa á bæði liðin sín tapa fótboltaleikjum (gengur betur næst), þannig að hann hljóp 13 í rokinu í dag sem refsingu.

GI

laugardagur, ágúst 31, 2013

Vika 36

Mánudagur: 7-9 km rólegt.
Þriðjudagur: 8 x brekkur.
Miðvikudagur: 7-9 km rólegt.
Fimmtudagur: 45 mín tempó
Föstudagur: 4,8 km pace. Hérna á að hlaupa á þeim hraða sem þú ætlar að hlaupa á í HM, gott að taka smá upphitun og niðurskokk. Þannig að þetta endar í ca. 7-8 km.
Laugardagur: 90 mín.

fimmtudagur, ágúst 29, 2013

Alvöru æfing fyrir alvöru fólk!

Mættir: Huld og Cargo Kings.

Í dag var 40 mín tempó. Það er gaman að segja frá því að met var slegið í tempó-kaflanum þar sem allir voru vel undir 3:30 pace. Það var virkilega gaman að sjá hversu vel allir tóku á því og eru með fókusinn í lagi fyrir HM.

Á morgun er rólegt 7-9 km og þ.a.l. líklegt að menn eins og Oddur, Guðni o.fl. láti sjá sig :o)

Cargo Kings komast ekki í hádeginu á morgun þar sem þeir þurfa að undirbúa sig fyrir Strandblaksmót Icelandair Group sem verður í Sporthúsinu kl. 17:00 á morgun (föstudag). Kings hafa æft af fullum krafti fyrir strandblakið og fylgir hér myndband sem var tekið á æfingu okkar í gær, http://www.youtube.com/watch?v=Zmfd9etbXGE

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, ágúst 28, 2013

Hádegisæfing miðvikudaginn 28. ágúst - Marathonman lætur á sér kræla

Honum var vel tekið á sinni fyrstu æfingu eftir RM-ið sl. laugardag.  Já við erum að tala um hann gode gamle Úle.  Hann mætti þrælsprækur, pinnstífur og til í tuskið.  Engum sögum fer hins vegar af hlaupafélaga hans, Degi, sem einnig hljóp heilt maraþon í RM.  Talið er líklegt að hann sé ekki eins vel á sig kominn eftir hlaupið og Úle og þurfi meiri hvíld áður en hann reimar aftur á sig hlaupaskóna.

Auk Úle Marathonman mættu: GI (búinn að hvíla eftir RM), báðir Síams, Valli (tekur léttu æfingarnar) og Oddur.  Rangsælis flugvallarhringur um Hofs hjá strákunum en Síams fóru um Suðurgötu.  8,6K hjá þeim sem fóru lengst.

Þegar menn voru að týnast af svæðinu eftir æfingu dúkkaði Matti Sveinbjörns allt í einu upp.  Enginn veit hvaðan hann kom en hann var í hlaupafatnaði, í hlaupaskóm, sveittur og glaður sem hlýtur að þýða að hann var að hlaupa.  Er hann hér með beðinn um að gefa sig fram við aðra hlaupara við upphaf æfinga svo hægt sé að fylgjast betur með honum.

þriðjudagur, ágúst 27, 2013

Klemenz lagður af stað hringinn í kringum landið


Klemenz Sæmundsson, félagi í Skokkklúbbi Icelandair, lagði í dag af stað í hringferð um landið á hjóli. Hann hyggst ljúka hringferðinni rétt um viku síðar eða miðvikudaginn 4. september, en þann dag verður kappinn fimmtugur. Strax í framhaldi af hringferðinni ætlar Klemenz svo að hlaupa "Klemmann" svokallaðan en hann liggur frá Reykjanesbæ um Sandgerði, Garð og aftur í Reykjanesbæ. Hann býður alla þá sem vilja hlaupa, hjóla eða ganga með honum þennan síðasta hluta ferðarinnar velkomna (hvort sem er öll vegalengdin eða hluti hennar). Með þrekraun þessari hyggst Klemenz safna áheitum til styrktar Blóðlækningadeild LSH.

Nánari upplýsingar um ferð Klemenzar og þátttöku í "Klemmanum" má finna hér á hlaup.is Einnig er hægt að fylgjast með ferðum hans á facebook hér. Stjórn Skokkklúbbs Icelandair hvetur félagsmenn til að fjölmenna í Reykjanesbæ seinnipartinn 4. september og samfagna Klemenz í "Klemmanum" hvort sem er hlaupandi, hjólandi eða gangandi og styrkja um leið gott málefni.

Hádegisæfing þriðjudaginn 27. ágúst - Gaman gaman

Þau sem mættu í dag voru:  Fjölnir (já hann mætti), Huld, Bjöggi og Oddur.  Einnig sást til Þórólfs vera að ljúka sinni æfingu þegar fyrrgreindir aðilar voru að leggja af stað.  Að auki fréttist af Úle maraþonfara í búningsklefanum en ekki er vitað hvort hann fór eitthvað lengra en það.

Valli víðförli hafði sett upp metnaðarfulla dagskrá fyrir daginn í dag.   Þegar á reyndi sá Valli sér hins vegar ekki fært að mæta (var hugsanlega í símanum).  Dagskráin frá Valla í dag hljóðaði upp á 8 x 400m spretti.  Fjölnir, Huld og Oddur fóru um Hofsvallagötu og hófu sína spretti á gatnamótum þeirrar götu og Hringbrautar.  Bjöggi ákvað að fara um Suðurgötu og hóf hann sína spretti við hringtorg þeirrar götu og Hringbrautar.  Var það samdóma álit manna að þessi æfing hefði verið hin besta skemmtun og gert mönnum og konum gott.  Alls 8,6K hjá þeim sem fóru lengst.

Frést hefur að Valli hyggist mæta á léttu æfinguna á morgun

mánudagur, ágúst 26, 2013

Hádegisæfing mánudaginn 26. ágúst - Valli og Oddur sameinast

Það urðu fagnaðarfundir hjá þeim köppum Valla víðförla og Oddi er þeir mættu loks báðir í hádegishlaup í dag.  Með þeim í för voru hinir rómuðu síamskettir.  Ívar sást á vappi fyrir utan hótelið með íþróttapokann sinn en virtist ekki alveg viss um hvað hann vildi gera, talaði loks um að hann myndi æfa í einrúmi í dag.

Farinn var réttsælis hringum um flugvöllinn via Hofsvallagötu.  Á þriðja kílómeter, við dælustöðina, rakst hópurinn á Bjögga Bronco og Þórdísi, en þau höfðu lagt fyrr af stað.  Þar norpuðu þau og virtust við fyrstu sýn vera í reykingapásu.  Svo reyndist ekki vera heldur voru þau að teygja af öllum lífs og sálarkröftum.  Menn köstuðu kveðju á landann og straujuðu svo burt.

Alls 8,6K hjá þeim sem lengst fóru.

Úrslit í RM maraþoninu

Eftirfarandi félagsmenn tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn og fara úrslit hér á eftir.  Byssutími er fyrri tími, flögutími sá seinni:

Maraþon
Dagur B. Egonsson 3:23:48/3:23:40
Ólafur Briem 3:31:29/3:31:23
Rúna Rut Ragnarsdóttir 4:11:26/4:09:15


1/2 maraþon
Kári Steinn Karlsson 1:07:40/1:07:37
 

10K
Þórólfur Þ. Þórsson 36:29/36:26
Arndís Ýr Hafþórsdóttir 38:37/38:34
Jakob Schweitz Þorsteinsson 43:24/43:14
Bertel Ólafsson 52:30/51:43
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 54:53/53:22
Matthías Sveinbjörnsson 57:26/56:00
Ársæll Harðarsson (hleypur undir nafninu Ingibjörg Kristjánsd.) 57:27/55:57
Ívar S. Kristinsson 57:28/55:53
Fjölnir Þ. Árnason 1:01:32/59:41
Inga Lára Gylfadóttir 1:02:00/1:00:48
Inga Rut Jónsdóttir 1:02:04/1:00:22

Ef einhver nöfn vantar í upptalninguna hér að ofan þá vinsamlegast sendið kvartanir og athugasemdir á oar@icelandair.is ásamt tímum.

Æfingarplan fyrir viku 35

Mánudagur: Rólegt 7-9 km
Þriðjudagur: 8*400 m sprettir á 5 km pace.
Miðvikudagur: Rólegt 7-9 km
Fimmtudagur: 40 mín tempó. Hérna er upplagt að mæta í Fossvogshlaupið, sjá á hlaup.is
Föstudagur: Rólegt 7-9 km
Laugardagur: 90 mín (3/1).

Kveðja,
Sigurgeir

sunnudagur, ágúst 25, 2013

Klemminn tekur hringinn - Þér er boðið að taka þátt

Góður félagi okkar í Skokkklúbbi Icelandair, Klemenz Sæmundsson, hyggst næstkomandi þriðjudag (27. ágúst) leggja upp í hringferð um landið á hjóli.  Hann hyggst ljúka hringferð sinni rétt um viku síðar, eða miðvikudaginn 4. september.  Þann dag verður Klemenz fimmtugur.  Eins og þetta allt sé ekki nóg þá hyggst Klemenz ljúka hringferðinni með því hlaupa "Klemmann".  Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar frá Klemenz um þetta allt saman:

"Nú fer að styttast í það að ég leggi af stað að hjóla hringinn. Fer af stað þriðjudaginn 27. ágúst og kem heim á afmælisdaginn minn 4. september en þá næ ég virðulegum aldri og verð fimmtugur. Í beinu framhaldi af hjólinu mun ég hlaupa „klemmann“ en hann er 23,5 km frá heimili mínu og er hlaupið til Sandgerðis og út í Garð og þaðan aftur heim. Þetta allt er til styrktar Blóðlækningadeild LSH. Er þetta ekki góð æfing fyrir okkar ágæta skokkhóp til að koma og taka þátt?"

 
 Hvað segja félagsmenn um að mæta á Reykjanesið á fimmtugsafmæli Klemenz og hlaupa "Klemmann" eða hluta hans og styrkja um leið gott málefni?   Nánari upplýsingar um "Klemmann" verða birtar er nær dregur 4. september.

föstudagur, ágúst 23, 2013

Hádegisæfing föstudaginn 23. ágúst - Hver var að lýsa eftir Oddi?

Oddur mætti í dag og hljóp um bæinn í hópi fagurra símassystra.  Nokkru áður hafði Ívar læðst af stað, hann ætlaði greinilega að láta lítið fyrir sér fara (það sást samt til hans).  Götur og stígar miðbæjar þræddir af kostgæfni og m.a. hlaupið fram hjá hópi útlendinga sem hvöttu okkur áfram og sögðust komnir hingað til að hlaupa í RM á morgun.  Alls 8K í dag.

Valli víðförli virðist hafa miklar áhyggjur af fjarveru Odds, enda skiljanlegt.  Af Oddi er það að frétta að hann er búinn að vera mjög upptekinn upp á síðkastið þar sem hann þarf að vinna fyrir kargóið.  Verður svo áfram næstu daga en svo mun vonandi rofa eitthvað til.

fimmtudagur, ágúst 22, 2013

Hádegisæfing 22. ágúst

Mættir: Dagur og Cargo Kings.

Æfing dagsins var 30 mín tempó sem allir tóku með bros á vör, fórum Hofs.

Það virðist ætla vera erfitt að halda öllum saman á æfingu. Núna þegar Fjölnir er kominn í leitinar þá erum við búin að týna öðrum í staðin! Heyrst hefur að Guðni sé ástfanginn af nýja mötuneytinu og getur ekki hætt að borða!

Oddur er týndur!



Oddur er mjög rólegur og hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu vikur. Hann er ekki mög hlýðinn þar sem hann var geltandi stanslaust síðast þegar hann mætti á tempó æfingu og svo sást í skottið á honum á rólegri æfingu á föstudeginum. Líklega varð hann viðskila við eiganda sinn í miðbænum og vonumst við til að hann sláist aftur í hópinn á morgun þegar það verður farið í miðbæinn.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, ágúst 21, 2013

Hádegisæfing 21. ágúst

Það var hrærður og stoltur þjálfari sem horfði á eftir þeim Sigrún B. og Fjölni vagga af stað í æfingu dagsins.  Sjálfur ákvað ég að taka hvíldardag enda stórverkefni framundan.

Ljóst má vera að eftir góða æfingu í gær hafa margir þurft á hvíld að halda enda heilsteikt grísafillet með kartöflubátum og dijon sinnepssósu á matseðlinum.

Yfirþjálfarinn
Dagur


 

þriðjudagur, ágúst 20, 2013

Hádegisæfing 20. ágúst

Mættir: Bjúti, Dagur, Óli, Jói, Guðni, Hr. Lemon, Huld, Sveinbjörn, Bertel og Valli.

Bertel og Jói fór sér á meðan aðrir tóku æfinguna skv. plani.

Planið í dag voru 7 brekkusprettir og þeir voru að sjálfsögðu teknir í kirkjugarðinum! Ekki verður rætt um tímana sem sáust í þessum sprettum nema að þeir voru aðeins lakari en þegar við vorum öll upp á okkar besta, en ég hef fulla trú á þessum hóp og veit að þetta á bara eftir að verða betra :o)

Formleg leit hefur verið hafin af Fjölni sem hefur verið saknað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Fjölnir var klæddur svörtum stuttbuxum og bláum bol merktum Edinborg maraþon síðast þegar það sást til hans. Hann er 183 cm á hæð, 110 kg og svarar nafninu Wheelie. Allir sem hafa upplýsingar um ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaðan á skrifstofu Icelandair Cargo.

Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, ágúst 19, 2013

Æfingaráætlun í viku 34

Ég biðst afsökunar á því hversu seint þetta kemur en treysti því að allir hafi áttað sig á því að það var rólegt 7-9 km í dag :o)

Vonandi eru allir búnir að fylgja planinu og tóku sitt annað langa hlaup um helgina og klárir í viku nr. 3.

Annars lítur vikan svona út:

Þriðjudagur: 7x brekkusprettir
Miðvikudagur: Rólegir 7-9 km
Fimmtudagur: 30 mín tempó
Föstudagur: Rólegir 7-9 km. Hérna má líka taka auka hvíldardaga fyrir þá sem þess þurfa.
Laugardagur: 5 km keppnishlaup.

Kveðja,
Sigurgeir

Hádegishlaup 19. ágúst 2013

Mættir voru Huld ásamt týndu sauðunum sem auglýst var eftir á föstudaginn var, en það voru Björgvin, Dagur, Guðni og Ólafur.  Óli fór Hofsvallagötu en aðrir Suðurgötu.

Nú er helst auglýst eftir hlaupaáætlun fyrir vikuna, en í síðustu viku var lofað brekkusprettum á æfingunni sem verður á sama tíma á morgun.

GI

föstudagur, ágúst 16, 2013

Föstudagur 16. ágúst - Þreytan segir til sín

Svo virðist sem þreytan sé farin að segja til sín eftir ágæta mætingu síðustu daga.  Menn eins og Valli, Guðni í Sunnu og Úle virðast alveg búnir á því og því hvergi sjáanlegir.  Hins vegar sást til Dags á bílaplaninu rétt áður en æfingin hófst.  Hann þóttist hins vegar ekkert þekkja hlaupafélaga sína þegar þeir ætluðu að kasta á hann kveðju. Honum virtist meira ummunað að vera kammó við nýju vini sína á fjórðu hæðinni, enda á leiðinni með þeim í frítt golf.

Aðeins þeir allra hraustustu mættu, þ.e. Huld, Sigrún, Oddur og Ársæll.  Ársæll fór snemma eins og svo oft áður og lá leið hans um Hofsvallagötu.  Restin fór hins vegar í bæinn við mikinn fögnuð borgarbúa.  Leiðin var gróflega þessi: Hlíðarnar - Klambratún - Laugavegur - Bankastræti - Austurstræti - Fischersund - Vesturgata - Bræðraborgarstígur - Sólvallagata - Hólavallagarður - Hljómskálagarður - Gamla-Hringbraut - HLL, alls 8,5K.

Enn og aftur undrast menn fjarveru Fjölnis.  Hann bloggaði í gær (eða var það hann sem bloggaði?) að hann myndi mæta í dag.  En viti menn, enginn fþá.

fimmtudagur, ágúst 15, 2013

Fimmtudagur 15. ágúst - Oddur kominn í leitirnar

Fín mæting í dag þrátt fyrir vætutíð: Dag-Úle kombóið, Valli og Oddur, GI, Bjöggi bjútí og hindin Huld.  Að auki mætti Sigrún en þó ekki fyrr en æfingin var yfirstaðin, en það er nú önnur saga.

Tempóhlaup í boði Valla sem þýddi ca. 15 mínútur í upphitun, 20 tempó og 10 í niðurskokk, alls ca. 45 mínútur.  Flestir fóru um Hofsvallagötu, nema Dag-Úle kombóið sem fór enn lengra og Bjöggi sem fræsti Suðurgötu.

Almennn ánægja með þetta allt saman.

Að lokum:  Lýst var eftir Valla og Oddi.  Nú eru þeir fundnir.  Nú er lýst eftir Fjölni.  Hann ku starfa hjá Icelandair Cargo.  Hann mætir iðulega til vinnu með íþróttatösku með sér.  Að öðru leyti er lítið vitað um ferðir hans.

miðvikudagur, ágúst 14, 2013

Hádegishlaup 14. ágúst 2013

Bertel, Dagur, Guðni og Ívar fóru Suðurgötu á 5:15 meðahraða (hraðar fyrst meðan menn voru að ná hvor öðrum og hægar eftir það).

Talið er að Óli hafi mætt og hlaupið langt.  Ekkert sást samt til hans.

Valli og Oddur báðir að sinna viðskiptavinum.

GI

þriðjudagur, ágúst 13, 2013

Valli er fundinn!

Mættir: Guðni, Óli, Dagur, Huld, Sveinbjörn og Cargo Kings (báðir...)

Sveinbjörn fór sér.

Skv. plani voru 7x400m sprettir og það tóku allir sprettina með bros á vör enda stór plön hjá flestum fyrir HM í október.

Það hefur mikið verið rætt og skrifað um mætingu ákv. aðila, en það hefur alveg gleymst að leita af Oddi. Oddur hefur komið með stórar yfirlýsingar um árangur í HM 26. okt. en ekkert sést til hans á æfingum síðustu daga!

Hvar er Oddur?



Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, ágúst 12, 2013

Hvar er Valli?

Hádegishlaup 12. ágúst 2013



Ársæll og Ívar hlupu Suðurgötuhring
Bertel, Dagur, Fjölnir, Guðni og Huld hlupu út á Granda og fylgdu þaðan línu út að Hörpu
Sveinbjörn var sér

Eftir hlaupið standa samt tvær spurningar.  1)  Hvaða lína er þetta eiginlega sem menn hlupu eftir og svo 2) Hvar er Valli? (eða öllu heldur Sigurgeir).

GI

laugardagur, ágúst 10, 2013

Æfingarplan fyrir viku 33

Það eru nokkrir í hópnum að hefja undirbúning fyrir 1/2 maraþon (haustmaraþon félags maraþonhlaupara) sem fer fram 26. okt n.k. Einnig eru tveir drengir að æfa sig fyrir maraþonveislu sem hefst í Rvk. maraþoninu og tekur einmitt enda í HM 26. okt.

Eftir umræður gærdagsins á æfingu var ákveðið að setja vikuplan á síðuna fyrir þá sem hafa áhuga á að fara 1/2 maraþon.

Vika 33 lítur svona út:
Mánudagur: 7-9 km á rólegu pace
Þriðjudagur: Upphitun - 7x400m sprettir á 5 km pace - niðurskokk
Miðvikudagur: 7-9 km á rólegu pace
Fimmtudagur: 45 mín tempó. Upphitun -10 km pace - niðurskokk
Föstudagur: 7-9 km á rólegu pace. Hér er stefnt á að hafa fyrsta Lemon hlaupið.
Laugardagur: Langt hlaup, 90 mín.
Sunnudagur: Hvíld

Fyrir áhugasama þá er æfingaráætlunin hér: http://www.halhigdon.com/training/51133/Half-Marathon-Advanced-Training-Program

Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir á æfingar kl. 12:08 hvort sem þeir hafa áhuga að fylgja þessu plani eða fara sínar eigin leiðir.

Sjáumst hress og kát kl. 12:08 á mánudaginn :o)

Kveðja,
Sigurgeir

föstudagur, ágúst 09, 2013

Hádegishlaup 9. ágúst 2013

Ársæll, Dagur, Guðni, Huld, Óli, Sigurgeir fór bæjarrúnt í þokkalegu veðri. 

Mæting í vikunni hefur verið fín og á bara eftir að batna. 

GI

fimmtudagur, ágúst 08, 2013

Hádegishlaup 8. ágúst 2013

Mættir:  Dagur, Guðni, Oddgeir, Ólafur.

Í símanum: Sigurgeir

Hlaupaleið:  Inn í Fossvog og yfir í Kópavog og til baka.

Veður:  Vott

GI

miðvikudagur, ágúst 07, 2013

Hádegishlaup miðvikudaginn 7. ágúst - Á tali hjá Guðna Ingólfs

Á tíma: Dagur, Odd- og Sigurgeir.
Á öðrum tímum: Laufey, Þórólfur og Úle.
Á tali: Guðni (komst ekki þar sem hann var í símanum).

DOS hlupu út að Eiðistorgi og til baka, alls 9K.
Úle hljóp á golfvöllinn á Seltjarnarnesi og til baka, alls 16K.
Þórólfur sagðist ætla að fara mjög hægt.
Laufey sást í skóginum og ekki vitað frekar um ferðir hennar.

Ritari

þriðjudagur, ágúst 06, 2013

Hádegishlaup 6. ágúst 2013

Bertel 7k
Odd- og Sigurgeir Hofs, 8,6k
Dagur og Guðni, Framnes, 10k
Sveinbjörn sér
María Rún sér

GI

föstudagur, júlí 26, 2013

Hádegishlaup 26. júlí 2013

Ársæll flugvallarhringinn rangsælis.  Guðni og Oddgeir Hofsvallagöru réttsælis.  Hittust á leiðinni við mikinn fögnuð.

GI

fimmtudagur, júlí 25, 2013

Fimmtudagur 25. júlí - Le Octopus

Oddur nýliði var sá eini sem sá sér fært að mæta í dag.  Hann hafði heyrt hjá reyndari hlaupurum skokkklúbbsins að æfingin Kolbrabbinn væri eitthvað sem væri vel þess virði að leggja á sig.  Oddur ákvað því að slá til í góða veðrinu.

Alls 8,5 km í hlíðum Öskjuhlíðar.

miðvikudagur, júlí 24, 2013

Hádegishlaup 24. júlí 2013

Mættir: Fjölnir, Guðni og Gunnur
Hlaupaleið:  Skógrækt.
Veður:  Eins og það verður best sumarið 2013

GI

P.s. Oddur nýliði lét líka sjá sig en fór sjer.

þriðjudagur, júlí 23, 2013

Hádegishlaup 23. júlí 2013

Í mjög góðu veðri:

Ársæll og Guðni - Hofsvallagata
Jói flugstjóri og frú - flugvallarhringur
Bryndís og Laufey- sér en þó ekki saman.

GI

fimmtudagur, júlí 18, 2013

Hádegishlaup 18. júlí 2013

Mættir: Guðni og Þorsteinn Egilsson.  Hittust ekki fyrr en í klefanum eftir hlaup.  Guðni hljóp 6 inn í Skógrækt og upp í gegnum kirkjugarðinn.  Þorsteinn á séræfingu.

GI

fimmtudagur, júlí 11, 2013

Hádegisæfing 11. júlí

Mættir: Dagur, Huld og Sigurgeir

Við byrjuðum á léttri upphitun og svo tóku við 5x800m (3:06 - 3:20) sprettir með 2 min á milli. Enduðum svo á þægilegu niðurskokki með bros á vör eftir frábæra æfingu.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, júlí 10, 2013

KópaCabana

Mættir: Dagur, Óli og Sigurgeir

Þrátt fyrir að veðrið leiki ekki við okkur þessa dagana var ákveðið að hlaupa meðfram ströndinni í Kópavogi aka KópaCabana.

Á morgun verður alvöru æfing, tempó eða sprettir! Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á átökum þá geta þeir haft samband við Fjölnir og skokkað með honum á ca. 7 min pace.

Það er við hæfi að enda þetta blogg á laginu KópaCabana með Kópavogsbúanum Blazroca!

http://www.youtube.com/watch?v=JjujD3g6qyU

Kveðja,
Sigurgeir

mánudagur, júlí 08, 2013

Hlaupið sem engin vissi...

Mættir: Dagur, Óli, Huld og Sigurgeir

Stefnan var tekin á Hofs en þegar það kom að því að beygja inn Hofs kom Dagur með smá twist og sagði okkur bara að elta sig. Allir reiknuðu með Kapla eða Meistaravelli en þá kom hann með annað twist og beygði til hægri inn Framnesveg. Svona var hlaupið, Dagur einn vissi hvert við vorum að fara. Læt fylgja kort af leiðinni fyrir áhugasama

Total 10,67 km.


Kveðja,
Sigurgeir

fimmtudagur, júlí 04, 2013

Fimmtudagur 4. júlí - Sex plús ein(n)

Það voru sex karlmenn og ein kona sem mættu í dag.

Dagur, Sigurgeir, Úl-inn, Jón 2G og Oddur lögðu glaðir og sjálfsmeðvitaðir af stað rangsælis flugvöllinn.  Reyndar mölduðu Kópavogsbúarnir eitthvað í móinn í upphafi hlaups þegar talað var um að taka aðeins á því í dag.  Slíkt rjátlaði þó fljótt af þeim, enda sjaldan hlustað á menn með slíka tilburði.  Á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu skildu leiðir eins og svo oft áður.  Úl-inn og 2G beygðu inn á Hofsvallagötu en Dagur, Sigurgeir og Oddur héldu áfram Hringbrautina og beygðu svo inn á Kaplaskjólsveginn.  Dagsskipun Dags til Sigurgeirs og Odds var að taka svokallaða fartleggi.  Fartleggirnir urðu þónokkrir.  Á einum af seinustu fartleggjunum stundi Sigurgeir: "Er ég sá eini hérna sem anda...það heyrist ekkert í ykkur!!".  Drengirnir söfnuðustu svo saman við Kafara og hlupu áfram glaðir og sjálfsmeðvitaðir til höfuðstöðva.

Anna Dís og Ársæll höfðu lagt fyrr af stað og sögðust ætla sex.  Síðar kom svo í ljós að þau höfðu í reynd farið um Hofsvallagötu þannig að sex varð að allt annari tölu.

þriðjudagur, júlí 02, 2013

Þriðjudagur 2. júlí - Cargo-bræður leysa Cargo Kings af hólmi

Mætt í dag voru Cargo-bræðurnir þeir Sigurgeir og Bertel (Wheelie hvergi sjáanlegur frekar en fyrri daginn), Dagur, Síams og Oddur nýliði.

Rangsælis hringur um flugvöllinn.  Farið um Suðurgötu í þetta sinn.  Sigurgeir, Dagur og Oddur lengdu í og tóku Perrann.  Markmið þeirra var síðan að ná Bertel og Síams við dælustöð.  En viti menn.  Síamssystur gerðu sér lítið fyrir, juku skyndilega ferðina, skildu Bertel eftir í reyk, og rústuðu markmiði drengjanna.  Þeir þurftu því að endurskoða markmið sitt og var ákveðið að ná þeim eigi síðar en við Kafara.  Tókst það tókst en þeir máttu hafa all verulega fyrir því.

Vegalengdir í dag frá ca. 7,5 til 8,0 km.

fimmtudagur, júní 27, 2013

Fimmtudagur 27. júní - Tími sumarleyfa er greinilega skollinn á

Það var fámennur en góðmennur hópur sem hljóp í hádeginu dag.  Hópurinn samanstóð af Síams og Oddi nýliða.

Réttsælis hringur um flugvöllinn via Hofsvallagata.  Gekk á með rigningu og smá vindgangi.  Hressandi hlaup á ágætu tempói, alls 8,6 km.

þriðjudagur, júní 25, 2013

Þriðjudagur 25. júní - Hvað er klukkan Úle?

Dagur, Huld, Bertel og Oddur nýliði mættu í dag.  Flugvallarhringurinn hlaupinn.  Bertel með rúma 7 km en hin með 8 km.

Þegar hópurinn nálgaðist höfuðstöðvarnar sást Gamle Úle á þeysireið í gagnstæða átt, þremur stundarfjórðungum eftir að aðrir lögðu af stað.  Ekki hefur enn náðst tal af Úle varðandi það hvert hann fór og af hverju klukkan hans er vitlaust stillt.

föstudagur, júní 21, 2013

Föstudagur 21. júní

Mættir: Ársæll, María, Dagur, Óli og Sigurgeir

Ekki er vitað um leiðir Maríu en Ársæll fór Hofs og skellti sér svo í sjóinn, vel gert hjá honum.

Three Amigos fór hefðbundin Miðbæ eins og venja er á föstudögum.

Kveðja,
Sigurgeir

Fimmtudagurinn 20. júní

Mættir: Dagur, Ársæll, Þórdís og Sigurgeir

Allir fóru einhverja útgáfu af Hofs.

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, júní 19, 2013

Miðvikudagur 19. júní - Sprækir félagsmenn

Huld, Dagur, Úle og Oddur nýliði hlupu í dag.  Langur rangsælis flugvallarhringur þar sem snúið var við á Eiðistorgi.  Góður gangur í mannskapnum og Úle og Huld spræk þrátt fyrir mikil hlaupaafrek síðustu dægrin.  Úle gerði sér lítið fyrir og hljóp tæplega 30 km í einum rikk um helgina og Huld lagðist til sunds í Gullsprettinum umhverfis Laugavatn.

Alls 11 km í frábæru veðri.

þriðjudagur, júní 18, 2013

Þriðjudagur 18. júní - Pólitískar U-beygjur

Dagur mætti pinnstífur á pinnann í hádeginu eftir sukk og svínarí í Þórsmörk nú um helgina.  Honum til skrafs og ráðagerðar var Oddur nýliði sem einnig var nokkuð pinnstífur og til í smá aksjón.  Ívar Buff ákvað að hvíla lóðin í dag og hlaupa þess í stað með þeim D&O, en lóðin virtust þó hefta för hans í búningsklefanum svo brottför hans tafðist nokkuð.

Dagur og Oddur nýliði hlupu allhart sem leið lá umhverfis flugvöllinn (rangsælis via Kaplaskjól).  U beygjur og aumt ástand í pólitíkinni var helst til umræðu, eftir því sem öndun og mæði leyfði.  Ívar hafði gefið til kynna að hann myndi fara via Suðurgötu og vonuðu D&O að þeir myndu sjá til kauða er þeir hlypu framhjá Suðurgötu við Ægisíðuna.  Á Ægisíðunni mætti þeim hins vegar aðeins (eins og oft áður í sumar) rigning og rok sem berjast þurfti í gegnum.  Ívar hafði greinilega haldið góðum dampi og var byrjaður eða teygja við höfuðstöðvar þegar D&O mættu þangað.

Vegalengdir frá ca. 7 km og upp í rúmlega 9 km.

föstudagur, júní 14, 2013

Föstudagur 14. júní - Bæjarrúntur

Meðlimir skokkklúbbsins lögðu af stað í fallegu veðri og var stefnan tekin niður í bæ.  Meðlimirnir voru Þórdís, Úle, Dagur, Oddgeir og Bertel, nei ég meina Sigurgeir (hlaupastíll Bertels og Sigurgeirs þykir áþekkur og blekkir marga eins og komið hefur fram).

Á gatnamótum á leið í bæinn skrúfaði snarruglaður maður niður rúðuna á bíl sínum og jós að því er virtist fúkyrðum yfir mannskapinn.  Menn áttuðu sig þó fljótt á því að þar var á ferð Hr. Lemon.  Komust menn um síðir að þeirri niðurstöðu að Hr. Lemon hafi verið að hvetja okkur til að kíkja fljótlega á sig á nýja staðnum sínum sem brátt verður opnaður á Laugavegi.

Aðrir meðlimir, þeir Sveinbjörn og "nýliðinn" Bertel, fóru sérleið.

fimmtudagur, júní 13, 2013

Hádegisæfing 13. júní

Mættir: Dagur, Jón Örn, Sigurgeir, Huld og Laufey.

Laufey er að læra á hvenær við byrjum, hún fór aðeins of snemma af stað!
Formaðurinn fór flugvallahringinn, er eitthvað að spá í leiðinni fyrir 2014...
Rest fór Hofs á þægilegu tempó-i og í brakandi blíðu.

Kveðja,
Sigurgeir

miðvikudagur, júní 12, 2013

Miðvikudagur 12. júní - Sterk innkoma "nýliða"

Dagur, Úle, Huld, 1/2 Cargo King, Oddgeir og Bertel mættu í hádeginu.

Rangsælis hringur um flugvöllinn þar sem Bertel fór um Suðurgötu, Huld og 1/2 Cargo King fóru um Hofsvallagötu og Dagur, Úle og Oddgeir fóru um Framnesveg.

Mikil ánægja var með framgöngu "nýliðans" Bertels en hlaupastíll hans minnir um margt á hlaupastíl Sigurgeirs Cargo King.  Sú spurning hefur vaknað hvort hann hafi mætt í æfingabúðir til Sigurgeirs áður en honum var sleppt á hádegisæfingarnar?

fimmtudagur, júní 06, 2013

Fimmtudagur 6. júní - Síams og ungarnir þeirra

GU þjófstartaði í dag og tók sína 10 kílómetra vestur í bæ á meðan Ársæll, sem þjófstartaði líka, lét sér nægja að beygja af inn á Hofsvallagötu og út á Ægisíðu.

Símas mættu svo á réttum tíma með ungana sína, þá Jón 2G og Oddgeir.  Þær pössuðu vel upp á drengina, svo vel að þeir fóru sér ekki að voða.  Ferningin fór sömu leið og Ársæll og náði honum á Ægisíðu.  Þar tjáði Ársæll þeim það að hann ætti að láta UG ná sér.  Því fór sem fór; ferningin skildi Ársæl eftir, og GU náði síðan Ársæli rétt fyrir höfuðstöðvar.

Svona í lokin.  Fréttst hefur að Dagur hafi dregið töluvert úr mætingu í hádeginu enda farinn að stunda aðra íþrótt af miklum móð.  Fréttaritara kom það nokkuð á óvart er hann frétti hvaða íþrótt þetta væri þar sem honum þótti hún ekki mjög "Dagsleg".  Umrædd íþrótt ku vera golf og ku Dagur bara vera nokkuð lunkinn eða "efficient" eins og talsmaður fréttarita komst að orði.

miðvikudagur, júní 05, 2013

Miðvikudagsæfing-Wheel of fortune


Þeir sem vildu njóta lukkunnar mættu í dag og fóru á lukkuhjólið með Síams, Fjölni og Óla.
Mikill fengur er að hafa þessa stráka sér til handargagns þegar allir aðrir karlmenn í lífi manns hafa yfirgefið mann.  Sumir vegna nennuleysis, aðrir vegna meintrar vinnu og enn aðrir vegna skorts á afsökunum.  En allavega var bálhvasst og nutum við félagsskapar gjaldkera KK en Gamle Ole þurfti að fara vestur fyrir Mela til þess að vindkælingin gæti náð hámarksvirkni á hárgreiðsluna.
Alls um 8K en GO með ca. 10
Kveðja góð,
SBN

mánudagur, júní 03, 2013

Hádegisæfing 03.júní

Mættir: Óli, Dagur og Fjölnir.

Leiðindaveður í dag og við leituðum skjóls í skógi. Samtals 7,4k

Kv, Fjölnir