þriðjudagur, nóvember 03, 2009

Mynd mánaðarins

Að horfa á myndband er góð skemmtun. Góða skemmtun!
Smellið hér:

mánudagur, nóvember 02, 2009

Hádegisæfing 2. nóvember

Undirrituðum var úthlutað að óvörum "gestaþjálfarastaða" þessa vikuna þegar í búningsklefa var komið. Dagskipunin var því brekkusprettir í kirkjugarði Fossvogsprestakalls. Ársæll var mættur snemma fullur af orku og hljóp sem eldibrandur inn Fossvog með bros á vör, enda ekki furða því meistarinn sá ber titilinn "Afi" frá og með deginum í dag og vilja allir FISKOKK meðlimir óska honum innilega til hamingju með það. Jói ljósamaður fór á eigin vegum í brekkuspretti í kirkjugarðinum. Guðni, Dagur, Huld, Óli, Sveinbjörn, Bangsamamma (S. Birna)og Bjútí fóru líka í brekkuspretti í kirkjugarðinum. Bjútíið kynnti "nýja" brekku fyrir megninu af hópnum. Brekkan sú er bæði löng og brött og svo erfið að hún er þegar farin að valda vinslitum. Allavegana lýsti "Bangsamamman" því yfir að vinskap hennar og Bjútí væri lokið hér með. Það er því ljóst að með þessu áframhaldi verður Bjútí ekki vinamargur í vikulok.
Á morgun verður boðið upp á þrekæfingu og skemmtilegar sprettaæfingar (stuttir sprettir og sprengja) og mannskapurinn hvattur til að vera með vettlinga þar sem það er þægilegra þegar teknar eru armbeygjur. Einnig verður "Tito" rifjaður upp.
Kv. Bjútí

föstudagur, október 30, 2009

Hádegisæfing 30. okt.

Mættir á mismunandi sérleiðum: Bryndís, Ársæll og Sveinbjörn (Fox), Jói á "Hlemmur/Fell" og Gnarr, Oddgeir, Bjútí og aðal á rólegum miðbæjartúr með tvisti.
Góða helgi! ;)
Sigrún

fimmtudagur, október 29, 2009

Hádegi 29. okt 09

Mættir: Ingunn, Jói steluþjófur og Hin fjögur fræknu, reyndar ekki þau sömu og á þriðjudag heldur höfðu Oddgeir og Anna Dís tekið yfir hlutverk Doksa og Dínu.

H4F tóku 5*kirkjugarðsspretti. Skilyrði að allir sprettir væru undir 60sek, annars yrði að endurtaka sprettinn. Enginn þurfti að endurtaka en ljóst að mörkin verða ekki svona rúm næst.

Þetta var síðast æfing gestaþjálfara þessara viku sem þakkar fyrir sig.

GI

miðvikudagur, október 28, 2009

Hádegi 28. okt 09

Ekki var góð mæting hjá gestaþjálfaranum í dag. Aðeins tveir, þeir Dagur og Guðni tóku Seltjarnarnesið, samtals 10,9K. Huld og Oddgeir misskildu skilaboðin vitlaust, mættu því og seint. Huld kom í leitirnar en Oddgeir ekki. Óli misskildi ekkert og mætti á venjulegum tíma eins og Björgvin og Sveinbjörn sem tóku samæfingu.

Þrátt fyrir slaka mætingu í aðalæfinguna var gestaþjálfarinn beðinn um að starfa út samningstímann sem er út vikuna. Hér kemur vikuáætlunin:

Fimmtudagur: Kirkjugarðabrekkur, lagt af stað frá röð K. Mæting 12:08 við HLL.
Föstudagur: Óvissuferð á léttu nótunum. Mæting 12:08 við HLL.
Laugardagur: Úlfarsfell. 12K, lagt af stað frá Sundlaug Árbæjar 7:45

Guðni I

ps Hver er svo gestaþjálfari næstu viku?

þriðjudagur, október 27, 2009

The Beckoning Silence

Ég mæli með þessari mynd (Youtube fyrsti partur af 8) sem var á RÚV á sunnudagkvöldið.

Dramatísk mynd um fjallgönguleiðangur í Ölpunum.

Kveðja,
Dagur

Hádegisæfing 27. okt 09

Hin 4 fræknu, Búffi, Lastik, Dína og Doksi (undir nöfnum Dags, Guðna, Ásu og Óla) hlupu móti vindi á nýjum óvígðum hjólastíg austur Fossvog. Við skólann var snúið við og tekinn 2,76K á 11:22 tempó (allir saman).

Sveinbjörn fór Skógræktarhring og Ingunn var með come back ásamt því sem hún gerði, að eigin sögn, kynþokkafullar æfingar í Öskjuhlíðinni.

Á morgun verður lagt af stað kl 12:01 og hlaupnir 10K út á Seltjarnarnes.

Dagurinn í dag og á morgun í boði gestaþjálfara klúbbsins.

Guðni I

mánudagur, október 26, 2009

Hádegisæfing 26. okt

Mættir: Dagur, Guðni, Ársæll, Sveinbjörn, Jói, Sigurgeir og JGG.
Það voru nokkrar leiðir í boði og frjálst val í tempó. Einhverjir fóru Hofs, sumir Suður og aðrir sér. Flestir voru á rólegu nótunum.

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, október 25, 2009

Um hvatningu í keppnishlaupum

Vegna nokkurra ábendinga og fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta lista yfir viðeigandi- og óviðeigandi hvatningarhróp/óp sem ber að fylgja eða varast hyggist viðkomandi stilla sér upp sem áhorfandi við keppnisbraut, þar sem fram fer hlaupakeppni. Best er að gefa út skýrar línur til viðmiðunar fyrir þá sem hyggjast sérhæfa sig í öðru en t.d. því að hlaupa sjálft keppnishlaupið, s.s. að standa við braut og hvetja. Tökum dæmi:

Óviðeigandi:
Flott, klára þetta. 1 km eftir!
Keyra svo, flott þetta!
Negla á þetta, þetta er að verða búið!
Láti félagsmaður þessi hvatningarhróp frá sér eða verði einhver vitni að því að hann geri slíkt er hinn sami orðinn sekur um algert kunnáttuleysi og vanhæfni í hvatningu. Þetta sér hver heilvita maður!

Viðeigandi:
Brostu, þú valdir þetta!
Þú ert flott/flottur-lítur vel út!
Flott þetta, þú rúllar vel!

Stundum er óþarfi að benda á hið augljósa en í þessu tilfelli reyndist það nauðsynlegt og verður vonandi öðrum félagsmönnum leiðbeining eða hið minnsta víti til varnaðar þegar kemur að hvatningu meðhlaupara í keppnishlaupi. Sá sem þetta ritar er hinsvegar búinn með sitt síðasta kall í braut og snýr sér óhindrað að öðrum uppbyggilegri verkefnum.

Góðar stundir,
Sigrún Birna Norðfjörð
ritari IAC

laugardagur, október 24, 2009

Haustmaraþon

Haustmaraþon félags maraþonhlaupara fór fram í morgun við kjöraðstæður, logn, milt veður og sólin kíkti fram úr skýjunum eftir sem leið á morguninn.

Skráðir til keppni voru Sigurgeir ásamt eiginkonu sinni Ásu, en þau tóku jafnframt þátt í parakeppninni og undirritaður. Gekk öllum vel. Einnig hljóp Jakobína nokkur á nýju persónulegu meti, en hún starfar hjá Iceland Travel og æfir dags daglega með Árbæjarskokki. Hún er nýjasti meðlimur klúbbsins.

1:40:41 Sigurgeir Már Halldórsson
1:40:43 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir
1:31:09 Dagur Egonsson
1:45:30 Jakobína Guðmundsdóttir

Hér ber einnig að nefna þau heiðurshjón Sigrún og Oddgeir (sem hljóp með) ásamt Huld sem fylgdust með hlaupinu og hvöttu þátttakendur með jákvæðum og hnitnum hvatningarorðum.

Kveðja,
Dagur, Formaður

föstudagur, október 23, 2009

Hádegisæfing 23. október

Mættir: Ársæll á eigin vegum um gróðurlendur Fox, Sveinbjörn á sérleið, Oddgeir og Sigrún á bæjarrúnti m.m. þar sem þau hittu Kanaríeyjabúa sem ólmir vildu fá þau til eyjanna að "chilla", ókeypis. Hver er svona vinsæll hjá útlendingum: "Essasú"? Jæja, en tókum samt 1k hraðaukningu (SB) en Odd tók tvær svoleiðis, enda einn af lykilmönnum í ASCA úrtaki. Rigningarúði en þokkalegt logn og allt að gerast.
Góða helgi,
Sigrún
P.S. Þeir sem ætla í haustþonið á morgun, í Guðs bænum reynið að standa ykkur, svona einu sinni!

fimmtudagur, október 22, 2009

Hádegisæfing 22. október

Mættir í yndislegu veðri: Dagur (sjóðheitur á kantinum), Fjölnir FH-ingur, Jói í Brekku, Óli umbi, Odd-gear, Bjöggi bjútí (með sítengt súrefni) og Sigrún aðalritari. Fórum rólega Suðurgötu en úrvalsdeildin fór að auki nokkra útúrdúra á töluverðum hraða. Jói var í brekkum en SB og BB voru í rólegu og rómantísku. Nú stefnir í fantagóða þátttöku í ASCA í Frankfurt og enn eru keppendur að tínast inn og algjört "deadline" er í fyrramálið , en þá tilkynnir ÓB liðið til staðarhaldara.
Alls um 8-8,5 K
Kveðja,
Sigrún

Hér eru fínar pöntunarsíður fyrir kaupfíkla á leið til USA, ef vill:

www.eastbay.com Íþróttir, fatnaður og fl.
www.rei.com Allar íþróttir, jaðar og fl. GPS, skíði og stuff
www.amazon.com Allt sem hugurinn girnist

miðvikudagur, október 21, 2009

Hádegisæfing 21. okt

Mættir: Dagur, Sigurgeir, Laufey, Sveinbjörn, Jói og Ása.
Það voru þrjár leiðir í boði í dag: Hofsvallagata, Suðurgata og Sérgata. Jói fór Suður, Laufey og Sveinbjörn Sér og rest Hofs. Það var rólegur dagur hjá flestum eftir erfiða æfingu í gær og svo getur verið að sumir ætli í haustmaraþon FM á laugardaginn. Ása þurfti að taka perrann þar sem hún var ekki á æfingu í gær.

Kv. Sigurgeir

KLM ROAD RUNNERS CHAMPIONSHIPS

Eftirfarandi tilkynning barst frá KLM gegnum félaga vor Jens Bjarnason. Spennandi tilboð, væri gaman að skjótast korter í jól og hlaupa á ströndinni í Zandvoort - einhverjir með?:

SATURDAY 19 December 2009 at beach and boulevard of Zandvoort.

Dear Colleagues,
You are hereby invited for the KLM Road Runners 2009 beach championships. The location of the beach run is beach restaurant Riche (www.richezandvoort.nl ) at the Zandvoort Boulevard about 20 km west of Schiphol airport.
The race distances this year are 5Km and 10Km. The start of our event is at 12:00 and the start of both races is at 13:00 at the F1 race-circuit of the Zandvoort. http://www.circuit-zandvoort.nl/
5Km route via this link: http://www.afstandmeten.nl/index.php?id=315890 10Km route via this link: http://www.afstandmeten.nl/index.php?id=315891 There are awards for male seniors and masters, female seniors and masters on both distances. Every finisher will receive a special KLM Road Runners souvenir.
Every runner takes part in a lottery with many fine prices. The award’s ceremony starts at 5 PM. After the ceremony there will be free pancakes for all runners and supporters.
Public transport from the Airport Schiphol will take you to the beach restaurant Riche (they have there own busstop) and it runs via the city of Haarlem trainstation. (see below), we will try to have people at the Airport to pick you up and escort to the beach restaurant on the beach.
Please register via http://www.klmrri.nl/index300509.php?pagina=Zandvoort2009
Met vriendelijke groeten / kind regards,
Frank Jegers KLM Road Runners WWW.KLMRRI.NL

þriðjudagur, október 20, 2009

ASCA cross country FRA

Fáir hafa skráð sig til leiks í ASCA keppnina í Frankfurt en ef einhverjir finna fyrir brennandi þrá og löngun til að slást í föngulegan hóp keppenda Icelandair eru hinir sömu beðnir um að hafa samband við Ólaf Briem á netfangið oli@icelandair.is hið fyrsta. Skráningarfrestur til mótshaldara rennur út 23. október, sbr. tengil. Ólafur Briem er nú tengiliður okkar í þessum málum, sem og fararstjóri.
Kveðja,
stjórn IAC

Hádegisæfing 20. október

Mættir á alþjóðlega beinverndardaginn: Sveinbjörn von And, Óli fararstjóri, Dagur nærbuxnaperri, Cargo-systurnar, Fjölnir og Geiri smart, Huld hin hógværa, Oddgeir five times, Hössi roadrunner og Sigrún, frá samtökum minnissjúkra og flensusmitaðra. Æfing dagsins var í höndum sérfræðings (Hössa) og er það vel, en það er einmitt eitt af metnaðarfullum markmiðum nýrrar stjórnar að fá gestaþjálfara til æfingastjórnunar. Farið var vestur í bæ (Kapla/Hofs) og teknir 4*4 mín. hraðakaflar með 1,5 mín. labbi á milli í afbragðsgóðu veðri. Einn úr hópnum þurfti að sanna tilverurétt sinn í ASCA úrtakinu og tók sá hinn sami 5 endurtekningar. Hann er því hér með kominn í liðið, hyggist hann gefa kost á sér í það.
Heildarvegalengd á bilinu 7,8-9,3 K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, október 16, 2009

Hádegisæfing 16. október

Guten tag. Í dag voru mættir Jói, Innri, Briem-arinn (þó ekki Gulli) og Bjútíð. Var boðið upp á brekkuhlaup í Öskjuhlíð og Fossvogskirjugarði þar sem veður var óhagstætt til bæjar-spretta og valhoppa á Austurvelli. Jói og Bjútí fóru í það, Innri var seinn fyrir og fór á séræfingu á svipuðum slóðum en meistari Briem tók 2000 "karate armbeygjur" og 3000 "Kung-fu" magaæfingar áður en hann fór á Meistaravelli og hljóp í lága drifinu með vindinn í fangið alla Ægissíðuna. Djöfuls dugnaður það.
Vegalengdir verða ekki uppgefnar að þessu sinni af því að allir voru uppgefnir eftir að hafa hlaupið sínar vegalengdir......

Yfir og út.
Bjútí

fimmtudagur, október 15, 2009

ASCA cross country í Frankfurt 7. nóvember

Ágætu félagar.
Ákveðið hefur verið að senda lið frá IAC til Frankfurt í ASCA keppnina sem fram fer þann 7. nóvember nk. að því gefnu að næg þátttaka fáist. Um er að ræða lið með 6 körlum (+ 1 varamanni) og 3 konum (+1 varamanni). Til hliðsjónar við val keppenda er úrtökumótið frá 1. október, síðasta Powerade vetrarhlaup (8. okt.) eða nýlegur opinber keppnistími. IAC styrkir hvern keppanda um kr. 100 evrur og hefur milligöngu með útgáfu farseðla sem STAFF greiðir að fullu. Að neðan eru upplýsingar frá mótshöldurum með nánari upplýsingum en við erum að horfa á "pakka" frá Lufthansa sem felur í sér 2ja nátta gistingu með öllu. (feitletrað að neðan)


Hér er ASCA tengill með dagskrár og hótelupplýsingum.


Þeir sem ætla í keppnina eru beðnir um að skrá sig í "comments" hér á síðunni með fullu nafni og kennitölu eigi síðar en 19. október. Einnig að tilgreina nafn og kennitölu maka/fylgdarmanns, hyggist hann fylgja viðkomandi keppanda. Keppandi greiðir að fullu allan kostnað fylgdarmanns.


Hér eru upplýsingar frá Paul Beck, Lufthansa:
"We are looking at a start time of 10 a.m. for the ladies, and 10:45 a.m. for the men. An earlier start is impossible because it will be too dark (to finish the preparations on time) and a later one will be a problem as we are planning a course in the forest, parts of which will be along public paths (not paved). I know my next suggestion is a toughie - our first 2 flights on the 7th arrive here at 8:55 and 9:40, another thing is that the FRA_LON vv flights usually have delays for whatever reasons and don't forget we also have foggy days in Nov. here. Aer Lingus have asked the same. What we are looking at are the following options for the package:


Hotel 2 nights - 'all inclusive' - plus roughly 120 EUR package (þetta er pakkinn)
Hotel 1 night Saturday - 'all inclusive' - hotel plus roughly 120 EUR package (for those that have very early flights on the 7th)
Hotel 1 night Friday - the race + snack + transport minus dinner - plus roughly 80-95 EUR package.

The package costs will be influenced by the no. of particpants. Hope that helps, we need to know who will be staying Sat. for dinner. At the moment IB and SK seem to have have full teams, EI are interested as are Finnair. OS are trying as well (Ulrike it may be an option for you as your flights are in very early). Attn. all: pls remember to book with the hotel directly, more infos regarding the package will follow shortly.

RegardsPaul"


Kveðja,
IAC

Hádegisæfing 14. október

Biðst afsökunar á því hversu seint þessi færsla berst, en undirritaður sagði að æfingin yrði blogguð þegar hjartsláttur og andardráttur kæmist í eðlilegt horf. Það var sem sagt að gerast í dag 15. okt um kl. 17:30. M.ö.o. Mættir voru Guðni, Hössi, Bjútí og Jói. Jói fór einn í öskjuhlíðina (á eigin ábyrgð) en Bjútí drattaðist á eftir Guðna og Hössa tvo hringi um Öskjuhlíð og Fossvogskirkjugarð en var þó ekki skilinn eftir þar sem einn af íbúum garðsins að þessu sinni.
Als hlaupnir einhverjir 7,5 Km.
Kv. Bjútí

Hádegisæfing 15. október

Mætt voru: Huld, Jens (af öllum mönnum), Jói, Oddgeir og Óli.

Jens og Oddgeir fylgdu Huld í Fossvoginn. Jói og Óli voru í skóginum, hvor á sínu rólinu þó. Fínasta veður þrátt fyrir sunnan goluna.

Kveðja, -jb

þriðjudagur, október 13, 2009

Hádegisæfing 13. október

Mættir: Sveinbjörn, Dagur, Kalli, Fjölnir, Huld og Laufey úr Cargo (komin aftur!)
Sveinbjörn og Laufey voru á sérleið en aðrir fóru hefðbundna Hofsvallagötu og sumir með tempóívafi, Huld hélt svo för áfram meðan aðrir beygðu heim við Nauthól. Eftir hlaup vöktu sérstaka athygli fjörugar umræður um kvennamál stuttbuxnakallsins :)

Fjölnir

mánudagur, október 12, 2009

Hádegisæfing 12. okt

Mættir: Sveinbjörn, Sigurgeir, JGG, Dagur, Ása, Bjútí og Jói. Í boði var Hofsvallagata, Suðurgata og sérgata. Þetta var rólegur mánudagur hjá öllum...skemmtun helgarinnar sat greinilega í sumum.

Kv. Sigurgeir

Ný stjórn

Á aðalfundi IAC sl. föstudag var kjörin ný stjórn skokkklúbbsins. Í henni sitja:
Ársæll (Icelandair), Dagur (Icelandair), Fjölnir (Icelandair Cargo), Sigrún (Icelandair) og Sigurgeir (Icelandair Cargo). Ný stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf og fagnar nýju starfsári, ásamt því að bjóða nýja stjórnarmeðlimi velkomna til starfa.
Kveðja.
IAC

sunnudagur, október 11, 2009

Eftirmáli

Gráðugur halur,
nema geðs viti,
etur sér aldurtrega.
Oft fær hlægis
er með horskum kemur
manni heimskum magi.
Hjarðir það vitu

Kveðja,
aðalritari

föstudagur, október 09, 2009

Hádegisæfing 9. október

Brjálað veður í dag og 4 mættir: Jói (að hluta á eigin vegum), Óli, Odd-gear og Sigrún. Fórum í skógarhlaup og þar fóru Óli og Oddurinn 4 tempóhringi á nýja bláa en Sigrún druslaðist hringina m.m. sem veikinda post-Powerade recovery. Sameinuðumst síðan öll í síðasta hring og heim á hótel.
Alls milli 6 og 7 K
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, október 06, 2009

Hádegisæfing 6. okt 2009

Þessir hlupu Suðurgötuna:

Fjölnir og Sigurgeir

Huld, Oddgeir, Höskuldur, Guðni og Björgvin

Sveinbjörn og Jóhann

Karl og Sigurður

í fjórum hollum. Sumir skiptu reyndar um holl á miðri leið.

GI

mánudagur, október 05, 2009

Hádegisæfing 5. október

Góð mæting í dag: Hössi, Dagur, Guðni, Sigurgeir (bikarmeistari), Huld, Siggi, Jói, og Sveinbjörn eða (3 Musketeers á sérleið) og Sigrún (á allt annari leið). Venjulegir fóru á Miklatún og tóku 3 tempóhringi á grasinu (sumir allavega) en óvenjulegir fóru eitthvað allt annað. Kalt var í veðri og segja fagaðilar að toppmæting verði á fimmtudag í 1. Powerade hlaupi vetrarins þrátt fyrir umtalsverða hækkun skráningargjalda, þvert á stöðu efnahagslífs þjóðarbúsins. Maður grætur sárt vegna þessa og fylgir þar fordæmi fyrrverandi bankastjóra nokkurs, sem hágrét (að eigin sögn) af svipuðu tilefni.
Alls 7,5 K
Kveðja,
Sigrún (núverandi aðalritari)

föstudagur, október 02, 2009

Hádegisæfing 2. október

Það voru Bjútí, Guðni, Dagur, Jói og Tommi Inga sem voru mættir í blíðunni í dag til að spretta úr spori. Jói og Tommi fóru í Öskjuhlíðina en IT-þrenningin (höfum allir unnið í IT-deild) fór undir leiðsögn Guðna í "freaky friday" áleiðis í Sóltún í Smith & Norland að ná í gorm fyrir sápuhólfið á uppþvottavél konunnar hans Guðna. Þaðan var farin mjög svo vafasöm leið um bakstíga bæjarins (engar aðalgötur) áleiðis á Skólavörðustíginn. Til að gera langa sögu stutta var hlaupið þangað sem sólin aldrei skín eða m.ö.o. þangað sem "Garmininn" missir samband....(sem er nánast freak-out moment hjá hlaupa-njörðum). Allt fór þetta nú vel að lokum þó svo að undirritaður hafi verið farinn að leita eftir gömlum strætómiðum í öllum vösum fyrir heimferð.
Hlaupnir voru svonahérumbil 7,5-8,0 Km.

í guðs friði,
Steypireyðurin(n)

Uppskeruhátíð

Ágætu viðtakendur! 
  
Smávægileg breyting er á skipulagningu 10. okt. 
Dagskrá er eftirfarandi: 

Kl. 13.00   Mæting á HL þaðan sem okkur verður ekið á Hellisheiðina.  Þar verður okkur hleypt út við Hverahlíð þar sem væntanlega verða tvær af þremur öflugustu borholum norðurhvels jarðar í fullum blæstri.  Þaðan göngum við yfir Hellisheiðina í átt að virkjun, skoðum á leiðinni fornan hlaðinn skíðastökkspall og rústir af bæjarstæði.  Göngum svo niður Hellisskarðið niður í virkjun.  Ekki gleyma að klæða sig eftir veðri og hafa góða skó.  Í virkjuninni fáum við leiðsögn, áður en við sökkvum okkur í léttar veitingar. 
Þaðan verður ekið til byggða. 


Kl. 13.30  - 15.00  Létt ganga, ein til ein og hálf klst. 

Kl. 15.00 - 16.00   Virkjun skoðuð 

Kl. 16.00 - 17.00   Léttar veitingar 

Kl. 17.00 - 17.30   Akstur á HL 

Kl. 19.00 mæting á Langholtsveg 170 þar sem FI - SKOKK býður í mat og drykk 
  
Aðalfundur með stjórnar - og lagabreytingum  verður að málsverði loknum. 
  
Vegna sætafjölda í rútu er nauðsynlegt að vita hve margir koma með á Hellisheiðina. Vinsamlega staðfestið í pósti til: anna.dis@simnet.is
Kv. Anna Dís 

Úrtökumót

ASCA úrtökumótið fór fram í gær í Öskjuhlíðinni. Þátttakendur voru 4 karlar og 1 kona. Karlar hlupu 4 hringi og konur 2 hringi, en vegalengd hvers hrings er 1,75 KM.

Sýndir eru tímar hvers hrings - Heildartími - og tími í úrtökumóti 2008.

Tímaverðir voru Jóhann Úlfarsson og Sveinbjörn Egilsson.

Úrslit - Karlar: heildartími (hringir) tími 2008
1. Dagur Egonsson 28:15 (07:01-06:58-07:14-07:02) 28:59
2. Klemenz Sæmundsson 29:57 (07:16-07:39-07:39-07:33) 29:00
3. Ólafur Briem 30:57 (07:31-07:53-07:56-07:37) 31:40
4. Sigurður A. Ólafsson 40:43 (09:10-09:50-10:46-09:57) NA

Úrslit - Konur
1. Anna Dís Sveinbj. 18:37 (09:10-09:27) 17:18

miðvikudagur, september 30, 2009

London Maraþon - Einhverjir áhugasamir?

Sælir félagar.
Það lítur allt út fyrir það að ég geti komið nokkrum hlaupurum inn í London Maraþonið sem fer fram 25. apríl nk., sjá www.virginlondonmarathon.com. Skilyrðin eru þau að við hlaupum fyrir góðgerðarsamtök sem verða að vera skráð hér í UK og myndum við eflaust geta komið því á framfæri í undirbúningnum. Þátttökugjald er líklega rétt um GBP25 per þátttakanda. Vildi minnast á þetta við ykkur núna þar sem ég hef verið beðinn um að láta vita sem fyrst um fjölda, en ég fékk ekki skýr svör um það hversa marga hægt væri að taka inn, en ég ímynda mér á bilinu 5-10 ef út í það er farið. Hefði viljað biðja um að koma þessu á framfæri við "hlaupaliðið" og kanna áhugann. Óska eftir svörum sem fyrst.
Kv.
Hjörvar

Setjið nöfn ykkar í comment ef þið hafið áhuga og Hjörvar sér um skráningarnar.

mánudagur, september 28, 2009

Úrtökumót fyrir ASCA keppni í Frankfurt

Ágætu félagar.
Úrtökumót fyrir ASCA keppnina í Frankfurt, sem haldin verður 7. nóvember nk. fer fram í Öskjuhlíð þann 1. október. Mæting kl. 17.15 við sundlaug hótels Loftleiða og hlaup ræst kl. 17.30. Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum. Allir hvattir til að mæta!
Þeir sem ekki komast í úrtökumótið fimmtudaginn 1. október geta tekið þátt í fyrsta Powerade hlaupinu viku síðar, fimmtudaginn 8. október. Tímarnir í því hlaupi verða einnig hafðir til viðmiðunar við val þátttakenda í ASCA keppnina í Frankfurt. Þeir sem geta ekki tekið þátt í úrtökumótinu en vilja gera tilkall til liðsins eru beðnir um að hafa samband við Sveinbjörn á netfangið segilson@icelandair.is
Með bestu kveðju,
IAC.

föstudagur, september 25, 2009

Hádegisæfing 25. september

Mættir í góðu veðri sem breyttist í slagviðrisrigningu: Jói á sérleið, Bryndís, Bjöggi, Dagur og Sigrún. Fórum inn í skóg til að leita skjóls undan náttúruöflunum og tókum þar nokkra vel valda stíga í boði hr. Egonssonar, sem villtist ekkert og fór á nýjar slóðir og var að auki með söguskýringar og málfarshorn. Veður var bara gott inni í skógarrjóðrinu og urðum við m.a. þess vísari að orðið "fíll" er eins í íslensku og arabísku, að sögn DE. "The elephant" myndi þá útleggjast "al-feel" á arabísku. Hver fílar það ekki?
Alls 7,2 K
Góða helgi,
Sigrún
Kíkið á þetta-hver hefur ekki verið að bíða eftir þessu?

fimmtudagur, september 24, 2009

Hádegisæfing 24. september

Mættir í dag: Jói og Sveinbjörn á rómantísku nótunum en Sigurgeir, Guðni og Sigrún fóru HL-Hlíðar-Kringla-Hvassó-Fox-skógrækt-Naut-skógur og HL en aðalritari treystir sér ekki nánar í að útfæra það af ýmsum ástæðum. Ákveðið hefur verið að gefa út "staðalþyngd" meðlima og komumst við að sameiginlegri niðurstöðu um að best væri að hafa hana 80kg, óháð aldri, kyni eða hæð. Þetta kemur sér einstaklega vel (e.v.) fyrir marga, verr (v) fyrir suma og afleitlega (a)fyrir þónokkra. Mun flokkunin vera eins og hér segir:

e.v.: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Gnarr og e.t.v. fleiri.
v: Jens, Oddgeir
a: Huld, Bryndís, Sigrún, Björgvin.

Ath. listinn er ekki tæmandi því nokkuð langt er síðan nokkrir meðlimir hafa sést og erfitt er að átta sig á í hvað flokk þeir falla.

Hlutaðeigendur eru beðnir um að reyna að nálgast "staðalþyngdina" hið fyrsta. Hún mun vera vottuð og skv. ISO staðli.

Í dag alls 8,42 þótt GI fengi bara 7, whatever
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, september 23, 2009

Hádegisæfing 23. september

Mættir í dag: Guðni, Hössi, Bryndís, Sigurgeir, Sigurður Anton og Sigrún. Jói fór Suðurgötuna en við hin Hofsvallgötu rólega en Guðni og Sigurgeir lengdu aðeins og fóru inn í skóg og svo að hóteli. (þeim var mikið í mun að þetta kæmi fram). Ausandi hliðarrigning skall á á leiðinni og skemmdi aðeins en síðan skein sól.
Alls milli 8,7 og 9K
Kveðja,
Sigrún
E.S. Fréttir hafa borist af því að Björgvin Harri (huldumaðurinn) hafi sést á þekktum bar nýlega í Lundúnum í vafasömum félagsskap. Hann er beðinn að snúa snarlega af villu síns vegar og fara að sýna sig í höfuðstöðvum IAC. Ekki með gulu markmannshanskana þó.

þriðjudagur, september 22, 2009

Hádegisæfing 22. september

Mættir í dag: Jói og Sveinbjörn á eigin vegum en Huld, Dagur, Guðni og Sigrún fóru kolkrabbann í frábæru veðri. Varðandi grein sem birtist á mywork undir "sögur starfsmanna" biður undirrituð hlutaðeigendur endilega um að taka þessa grein ekki sem umkvörtun um einelti heldur sem skemmtisögu og vonar að þetta muni ekki spilla fyrir skemmtilegum tilsvörum og hnippingum í framtíðinni.
Alls 8 K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, september 21, 2009

Hádegisæfing 21. september

Mættir í dag: Jói og Sveinbjörn fóru rómantísku leiðina, Óli, Dagur, Gnarr fóru Kaplaskjól og "perrann" en Sigurður "Tony" Anton (newbie), ásamt Sigrúnu fór Hofsvallagötu. Smá æði rann á þremenningana og 300m frá Aðal byrjuðu þeir að öskra: "ekki láta ná þér fyrir dælustöð" "áfram Latibær" og fleira og sprettaði undirrituð sem fætur toguðu að dælustöð þar sem Dagur rétt slefaði samsíða að markinu. Hinir komust að sjálfsögðu ekki framúr, enda alls ekki nóg að æfa einu sinni í viku og vera svo í fótbolta eða karate þess á milli. Telur undirrituð að Latabæjarumræðan sé nú loks tæmd og menn geti fundið nýjan flöt til að níðast á. Veður var með eindæmum gott og vonandi hræddum við nýliðann ekki of mikið til að láta ekki sjá sig aftur.
Alls 8,4 K
Kolkrabbinn á morgun í boði Aðal, aðrir geta farið smokkfiskinn.
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, september 18, 2009

Hádegisæfing 18. september

Mættir: Bryndís sem sagði "WARR-ir" sínar ekki alveg sléttar frá Kína, smá skortur á skipulagshæfileikum þar, Sigurgeir, Dagur og Oddgeir (sem fylgt hafa fordæmi Aðal og kepptu í 5K Latabæjarhlaupi í gær í Árbænum), Andrés og Sigrún. Fórum rólegan miðbæjarrúnt með viðkomu í skuggasundum á stöku stað. Það er til skoðunar innan hópsins að taka hart á því ef félagsmenn verða fyrir áreiti eða jafnvel einelti á æfingum og utan þeirra t.d. með háðsglósum og myndbirtingum, og e.t.v. hunsun þannig að skaði hljótist af. Nokkrir félagsmenn hafa upplifað þetta og ekki treyst sér á æfingar að undanförnu. Nokkrir af aðal gerendum hafa einnig verið frá keppni og æfingum en borið við meiðslum. Eru hlutaðeigendur beðnir um að taka til í sínum ranni og muna að "aðgát skal höfð í nærveru sálar". Ef hinsvegar er um utanfélagsmann að ræða, horfir málið allt öðruvísi við, enda engar reglur sem ná yfir slíkt.
Alls 7,3 K
Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina "In a tisko feeling".
Mæli með þessu í KEF, neðstu myndinni. Ramon Roqueta, vínrauður miði, gyllt net.
Kveðja,
Aðal

Aðalfundur/uppskeruhátíð og úrtökumót!

Ágætu hlauparar!

Lufthansa stendur fyrir árlegu ASCA cross country þann 7. nóv. næstkomandi. 
Úrtökumót vegna keppninnar verður haldið á vegum FI  - SKOKK 1. okt. í Öskjuhlíð.
Hist verður við sundlagina á Hótel Loftleiðum kl. 17.15.

Árleg uppskeruhátíð og aðalfundur FI - SKOKK verður haldin 10. okt. að Langholtsvegi 170.
Fyrirhugað er að fara í skoðunarferð um Reykjanes fyrr um daginn ef þátttaka og áhugi er fyrir hendi.
Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku rafrænt á netfangið: anna.dis@simnet.is  - sem fyrst eða 
eigi síðar en 1. okt.
Gert er ráð fyrir að leggja af stað frá Reykjavík um kl. 14.00 og enda á Langholtsvegi.
Fyrir þá sem hyggjast koma beint í mat og drykk er gert er ráð fyrir að hittast á Langholtsvegi um kl. 19.00.
Nánara fyrirkomulag mun verða sent um leið og þátttaka er ljós.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Anna Dís

miðvikudagur, september 16, 2009

Hádegisæfing 16. sept

Mættir: Jói, Dagur, Huld og Sigurgeir.
Jói fór smokkfiskinn. Aðrir fóru Hofsvallagötu. Dagur og Huld tókur spretti: 800-600-400-200m með 4-3-2 mín pásu á milli.

Kv. Sigurgeir

mánudagur, september 14, 2009

Hádegisæfing 14. sept

Mættir: Dagur, Guðni, Sigurgeir, JGG og Oddgeir.
Sökum veðurs var ákv. að fara í skógarhlaup. Guðni og undirritaður höfðu hægt um sig en aðrir tóku tempó.

Sagan segir að Aðal sé byrjuð að æfa skv. æfingaráætlun B - undirbúningur fyrir 5K-10K hlaup. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að sjá þessa áætlun á hlaup.is
http://www.hlaup.is/displayer.asp?cat_id=34&module_id=220&element_id=1319&nl=true

Nokkrir hafa verið að mæta í síðbuxum á æfingar en fyrir þá sem ekki vita þá er það bannað skv. lögum. Það má ekki hlaupa í síðbuxum frá 1. maí - 1. okt.

Kv. Sigurgeir

laugardagur, september 12, 2009

Hádegisæfing 11. sept

Mættir í rigningarsudda: Jói, Ársæll, Hössi og Fjölnir. Jói valdi skógarferð meðan hinir héldu vestureftir og fóru ýmist Suðurgötu eða Hofsvallagötu í rólegheitum.
Góða helgi, Fjölnir

fimmtudagur, september 10, 2009

Hádegisæfing 10. september

Gríðarlegt fjölmenni mætti á æfingu í dag. Þar voru Jói og ég og Óli og Huld og Ólafur og Jóhann og ég. Flestir fóru sína leið en aðrir fóru annað. Jói fór til dæmis Smokkfiskinn sem mun vera hálfdrættingur á við Kolkrabbann. Óli fór Meistaravelli og Perrann, frekar en Berjamó... Er ekki alveg búin að læra þessar frumlegu nafngiftir á mismunandi varíöntum Blaðburðarhringsins. Karlpeningurinn tók verulega á en Huld fór bara venjulega Hofs í rólegheitum.
Góðar stundir,
Huld

miðvikudagur, september 09, 2009

Hádegisæfing 9. sept

Mættir: Dagur, Sigurgeir, JGG og Hössi.
Byrjuðum á að fara Hofsvallagötu en þegar það átti að beygja "beint" þá plataði þjálfarinn okkur á Eiðistorgið og framhjá HÍ tilbaka.

Total 9,45 km

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, september 08, 2009

Hádegisæfing 8. sept

Mættir: Dagur, Óli, Fjölnir, Sigurgeir, Huld, Bjútí, Ársæll og Jói.
Það var bland í poka í boði. Flestir fóru Suðurgötu eða Hofsvallagötu + blaðburðarhringinn.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, september 04, 2009

Hádegisæfing 4. sept

Mættir: Bjúti, Óli, JGG, Sigurgeir og Fjölnir.
Fórum léttan bæjarrúnt eins og venja er á föstudögum. Athygli vekur að engin ljósmyndari var á staðnum þrátt fyrir að við fórum allir úr að ofan á Lækjargötunni!

Kv. Sigurgeir

fimmtudagur, september 03, 2009

Hádegisæfing 3. september

Mættir: Ársæll í forstarti og Jói líka, Huld, Fjölnir, Oddgeir og Sigrún fóru rólega Hofsvallagötu í smá úða, enda hafa verið 2 erfiðar æfingar í vikunni þótt aðeins einn viðstaddra hafi undirgengist þær báðar. Fréttst hefur af Glamúrnum með vin sinn (strípalinginn) sér við hlið á einu af veitingahúsum borgarinnar í hádeginu, gámandi í sig hamborgurum og frönskum, í fjólubláum krumpgalla, merktum Don Cano. Þetta þykir nú ekki beint falla að staðalímynd skokkklúbbsins og hljóta þeir báðir 5 refsistig hvor. Annars eru bara allir að gera armbeygjur og aðrar búkfettur eins og vera ber.
Alls 8,3 K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, september 02, 2009

Check this out-Frasier naked on the run!

Frétt
Kveðja,
Aðal.

Hádegisæfing 2. september



Mættir á meistaraflokksæfingu: Kalli, Erlendur, Oddgeir og Sigrún. Á dróttskátaæfingu: Hössi, Sigurgeir og Fjölnir. Fyrrnefndi hópurinn tók kolkrabbann af miklum móð en sá síðarnefndi fór rólega Hofsvallagötu og söng "Ging gang, gúlli gúlli..", "Kveikjum eld" og fleiri skemmtilega skátasöngva.

Alls um 8 K

Kveðja, Sigrún

þriðjudagur, september 01, 2009

Hádegisæfing 1. september

Mættir: Óli, Bryndís, Hössi, Dagur, Guðni, Jói og Sveinbjörn. Fórum Hofsvallagötu rólega ég og Guðni. Jói og Sveinbjörn fóru Suðurgötuna, Hössi, Bryndís og Óli fóru 20x200m spretti og Dagur fór 5000m tempó og e-a spretti. Frekar margar útgáfur í gangi í dag í fínasta veðri. Þess má geta að aðalritari prufukeyrði magaæfingarnar og þær eru bara skemmtilegar og ekki svo erfiðar.
Alls um 8,3 K
Kveðja,
Sigrún

Magaæfingarnar

Hér eru magaæfingarnar sem ber að taka á móti armbeygjunum:
Abs

Brekkuæfingar

Yasso sendi mér þetta og vill að við leggjum áherslu á brekkur:
How to run hills

Kveðja,
Sigrún

mánudagur, ágúst 31, 2009

Velvakandi

Einn félagsmaður hefur tekið að sér að vera "fúll á móti" á Mbl. Vegna fjölda áskorana birtist nú síðasta grein viðkomandi.

Eru hlaup íþróttir?
Um sl. helgi fór fram fjölmennasti íþróttaviðburður ársins á Íslandi er 11.487 hlaupararar öttu kappi við tímann í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og kepptu í mislöngum vegalengdum í hlaupi. Engin umfjöllun um þennan viðburð hefur verið á íþróttasíðum dagblaða og þess vegna velti ég fyrir mér hvernig hlaup eru skilgreind? Teljast þau ekki til íþrótta? Hefði ekki mátt birta úrslit í 10 kílómetra hlaupi, hálfu- og heilu maraþoni? Keppni í heilu maraþoni var t.d. Íslandsmeistaramót og því við hæfi að birta mynd og tíma nýrra Íslandsmeistara. Eða eru hlauparar bara, eins og konan sagði: "eitthvað óþolandi, sveitt lið, spriklandi út um allt í einhverjum spandexgöllum?."
Með hlaupakveðju,
Sigrún Birna Norðfjörð

Hádegisæfing 31. ágúst


Frábært veður í dag til æfinga. Mættir vóru með góðan ásetning: Ársæll (Suðurgata), Jói á sérleið en á óvæntri sprettæfingu: Dagur, Erlendur, Guðni (Hofsvalla), Sigurgeir og Sigrún. Tókum upphitun út að Ægisíðu og þá hófst óvænti hlutinn, þ.e. "Die Treppe", eða trappan sívinsæla: 400-800-1200-800-400 metra sprettir með þó sæmilegri hvíld, sem að jafnaði var jafnlöng og tími sprettsins. Síðan rólegt heim á hótel þar sem Erlendur sýndi Degi eina cross-fit æfingu sem verður e.t.v. endurtekin seinna. Ég minni félagsmenn á að í dag hefst armbeygjuprógrammið (fyrst gera initial test og svo staðsetja sig skv. töflunni) og verður hver og einn að skrá sig og skila inn vikulegum tölum á þar til gerðan hlekk. Bendi einnig á magaæfingu í boði Dags sem gott er að taka milli armeygjudaga, sér í lagi ef menn hyggja á landvinninga á alþjóðlegum hrútasýningum.
Í dag alls 8,5 K
Kveðja,
Sigrún
Ath. að um myndabrengl er að ræða með apamyndina. Hún átti að sjálfsögðu að birtast með fréttinni um það hvernig margur verður að apa við að reyna að láta héra sig og mistekst og vita þá væntanlega glöggir lesendur við hvurn er átt. Rétt mynd er þessi: (sjá að ofan)




föstudagur, ágúst 28, 2009

Nokkrir áhugaverðar krækjur...

Marathon Maniac Larry
Stuttmynd sem fylgist með Larry sem hleypur 3 marathon á einni helgi

Natural-Evolutionary-Situational
Ný kenning um hreyfingu og hvað það þýðir að vera í formi

Barefooted Ted's Adventures
Hentu hlaupaskónum og hlauptu berfættur

Hádegisæfing 28. ágúst

Mættir í dag: Andrés (nýr meðlimur), Bryndís, Oddgeir, Fjölnir, Dagur og Sigrún. Óli og Sveinbjörn voru sér og Jói líka, þó ekki um ormagöng. Fórum bæjarrúnt með neoklassísku ívafi um "Bospórussund" sem liggur bakvið Rauðarárstíg (hef aldrei komið í svona skuggasund áður, ekki einu sinni á pönktímabilinu) og þaðan niður á Sæbraut. Eftir æfingu gerðum við hnébeygjur í 2 mín. uppvið vegg, skv. forskrift Karls Thode Karlssonar, sem var þó fjarstaddur að þessu sinni. Á mánudag verður svo vikið aftur að armbeygjuprógramminu sem allir hafa beðið eftir, en það er þó sett fyrir sem heimaverkefni en hægt verður að skrá sig í það eins og venjulega. Læt fylgja hér vasaútgáfu fyrir áhugasama að bera í rassvasanum. Annars eru allar upplýsingar að finna á hundredpushups.com.
Alls í dag 7,4 K
Kveðja,
Sigrún

Aðalfundur/árshátíð-takið daginn frá

Árlegur aðalfundur/árshátíð IAC verður haldinn 10. október hjá Önnu Dís Sveinbjörnsdóttur, formanni klúbbsins. Á undan er ráðgert að fara í stutta ferð um Reykjanes en ítarlegri dagskrá verður auglýst síðar. Hefðbundinn aðalfundur með venjulegum aðalfundarstörfum, þ.m.t. kosningu stjórnar fer fram fyrir árshátíð.
Með von um góða þátttöku,
f.h. stjórnar IAC
Sigrún B.

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

Hádegisæfing 27. ágúst

Mættir á æfingu í boði Hössa: Hössi, Dagur, Huld, Bryndís, Óli, Sigrún. Tókum Daníels æfingu þar sem við hituðum upp 2K og tókum svo 15* 200m spretti með 30 sek. hvíld á milli nema 2 mín. á milli hvers setts. Gekk bara nokkuð vel hjá okkur utan í restina þegar aðal missteig sig og datt út í kant. Það verður örugglega orðið gott á morgun en ég hef útvegað mér tímabundið skírteini (að beiðni félagsmanna) sem heimilar mér að leggja í stæði fatlaðra. (Jói og Sveinbjörn voru sér).
Alls rúmir 7 K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Hádegisæfing 26. ágúst



Mætt í dag í frábæru hlaupaveðri: Sveinbjörn (sprettir), Sigurgeir, Jón Gunnar, Óli, Fjölnir, Oddgeir og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuna á ágætu tempói (rólegt fyrir suma) og gerðum upp RM. Ljóst er að Dagur, sem komið hefur að þjálfun flestra félagsmanna, hefur ekki náð viðunandi árangri með Jón Gunnar Geirdal í sinni þjálfun. Þessu til sönnunar má benda á að þegar félagsmaður biður um hérun í hlaupi er ætlast til að hann fylgi héranum all leið en hætti ekki í miðju hlaupi. Ekki verður eytt meira púðri í þjálfun þessa einstaklings fyrr en hann hefur lært þær reglur sem eru við lýði innan klúbbsins, enda er ekki um fullgildan meðlim að ræða. Annað sem vakið hefur athygli undanfarna daga eru tíðar sundferðir þjálfara í Nauthólsvík við annan og jafnvel þriðja mann og hefur hann ekki sinnt æfingum sem skyldi á meðan. Grunsemd vekur að frá þessum "Brokeback" fundum sínum kemur þjálfarinn skælbrosandi og segist hafa veitt tvo nýja tilvonandi meðlimi og hafi það tekið u.þ.b. 20 mínútur. Þá er það sérstaklega tímalengdin sem stingur í augu enda er Dagur þekktur fyrir að vera mun hraðari í öllum sínum athöfnum.

Í dag 8,3 K

Kveðja,

Sigrún

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Hádegisæfing 25. ágúst

Smá úði og vindur svo við fórum í skóginn og tókum 6* brekkuna í kirkjugarði í yndislegu hlaupaveðri. Þetta voru maraþonararnir Huld og Óli sem og Bryndís og Sigrún í endurreisnarprógrammi. Þetta var bara mjög gaman.
Alls 7,2 K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, ágúst 24, 2009

Hádegisæfing - 24. ágúst

Það er hefð fyrir því að hreinsa til í borginni eftir RM og til þess verkefnis mættu: Huld, Hössi, Oddgeir, Dagur og Sigrún. Hlupum Hofsvallagötu í smá vindi og hirtum upp gel-bréf á leiðinni, sem safnast höfðu saman í vegarkant Ægisíðu og Nauthólsvíkur. Töluvert meiri fjöldi var af bréfum en í fyrra en vinsælast virtist vera Energy Gel (HIGH5) alls 10 talsins, en önnur merki töldu aðeins 1-3 einingar. Eitt Kit-Kat bréf fannst og er Óli Briem grunaður. Ekki var þó allt hirt upp sem sást en við slepptum; a.m.k. einum hundaskít, 1 pk. af Winston og 1 notuðum ... sem enginn vildi taka upp. Þar sem töluvert var eftir í flestum bréfunum var ákveðið að kreista úr þessu í eina flösku og blanda með vatni og geta áhugasamir fengið sér sopa fyrir næstu æfingu. Bara þeir sem hlupu á laugardaginn samt. Lesa má niðurstöður rannsóknarinnar í fyrra hér.
Alls 8,4 K
Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, ágúst 20, 2009

Hádegisæfing 20. ágúst

Mættir á síðustu æfingu fyrir RM: Huld, Guðni, Dagur, Óli og Sigrún. Fórum rólegan Fossvogsrúnt í hlýju veðri en smá roki. Aðaláhyggjuefni félaga skokkklúbbsins fyrir laugardag er það að upp komist að Dagur er í raun kona og að Huld sé svartur karlkyns offitusjúklingur. Þetta tekur þó a.m.k. 2 vikur í rannsókn á RALA en niðurstöður verða birtar á bloogginu.
Alls 7,2 K
Kveðja,
Sigrún
Ath. Þeir sem lásu Valsblaðið vita hvað þeir þurfa að gera á laugardaginn.

miðvikudagur, ágúst 19, 2009

Hádegisæfing 19. ágúst

Mættir: Ársæll (fór 7 í forstarti í Fox), Oddgeir, Dagur (úr flokki frjálslyndra sem vilja lögleiða fíkniefni), Huld og Sigrún. "Það á að leyfa fíkniefni en banna fótbolta" var yfirskrift hlaupsins í dag, eða a.m.k. var tekin heit umræða um þessi málefni og menn voru alls ekki sammála. Komumst samt klakklaust í sýningarrúnt um miðbæinn og fórum krákustíg í gegnum grjótaþorp þar sem O-maðurinn virtist einkennilega kunnugur. Fórum síðan óhefðbundna leið frá bænum og heim undir forystu O.
Alls kláraðir 8,7 K og rólegt á morgun (alvöru).
Ath. að þar sem enginn hvítur maður hefur hlaupið 100m á undir 10 sek. er upplagt að fara í nokkra ljósatíma fyrir laugardaginn, eða a.m.k. að bera á sig slatta af brúnkukremi og sjá hvert það skilar manni. Thunder BOLT and lightning hvað...?
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Hádegi 18. ágúst 2009

Hlaupið í dag var sammerkt með Primera Air. Guðni og Oddgeir mættu fyrrum félögum okkar Guðrúnu Ýr og Jóni Mími ásamt þrijða manna í Fossvoginum, hlaupið upp að Hamraborg og niður í Kópavogsdal. Þar fór FI menn undir Reykjavíkurveginn og heim á leið en JX menn fóru austur Kópavogsdal. Samtals 9,3k. Sveinbjörn sér.

GI

mánudagur, ágúst 17, 2009

Hádegisæfing 17. ágúst

Þá er æfingum fyrir HM lokið en nú eru æfingar hafnar fyrir RM. Á hana mættu: Gnarr, Dagur, Huld og Sigrún. Jói var sér. Farið var tempó frá Hofs að kafara (not) en Gnarr og Dagur fóru Kapla á tempói að kafara. Heyrst hefur að aðal verði í sögulegu lágmarki á laugardag, Huld ætlar að starta með hjólastólum og sykursjúkum en hrikalegast af öllu er þó að Glamúr og frú ætla í hjónahlaup. Þau má þekkja í samsvarandi Don-Cano göllum "de los tvibbos", en þá hefur ekki verið hægt að kaupa nema í undirheimum eða í Kolaportinu. Þau leggja af stað hönd í hönd um kl. 8:40, en þá er flokkur hreyfihamlaðra ræstur út. Glamúr verður þessi í fjólubláa gallanum með gullbryddingunum á skálmum og hvítt svitaband við.
Alls 8.4-9,3K
Kveðja,
Sigrún

sunnudagur, ágúst 16, 2009

Reykjavíkurmaraþon

Ágætu skokkarar!

Nú styttist í RM. Heilt maraþon og hálft maraþon verða ræst kl. 8,40 á laugardagsmorgni 22. ágúst en 10 K kl. 9.30.  

Minni áhugasama skokkara á að skráningargjald í RM hækkar 19. ágúst.
Þeir félagsemenn sem hyggjast nýta sér endurgreiðslu FI - SKOKK á skráningargjaldi eru beðnir um að skrá sig fyrir 19. ágúst.
Skrái félagsmaður sig eftir 19. ágúst endurgreiðist verð skráningar fyrir 19. ágúst og félagsmaður greiðir mismun.

Minni á að senda Sveinbirni gjaldkera póst með upplýsingum um nafn, kennitölu, bankareikning og vegalend (upphæð) á:  segilson@icelandair.is

Minni jafnframt á skráningu á:   http://www.marathon.is/

Gangi ykkur vel!
Anna Dís

föstudagur, ágúst 14, 2009

M.Í. Öldunga í frjálsum um helgina á Varmá

Ef einhver hefur áhuga á að keppa til Íslandsmeistaratitils. Skráning á staðnum:
Upplýsingar um keppnisgreinar
Kv. Sigrún

Hádegisæfing 14. ágúst

Mættir: Ársæll (14K), Dagur, Hössi, Kalli, Sveppi, Huld, Oddgeir, Bjöggi og Sigrún. Fórum rólegan miðbæjarrúnt enda HM í Berlín á morgun. Bjöggi ætlar þó ekki að keppa þar heldur á Autopause mótinu í Þýskalandi en þar keppir hann í flokki breyttra og sérútbúinna og verður á ráspól seinni daginn. Ef menn eru ekki ákveðnir í hvaða vegalengd skal keppt í RM er hægt að bjóða sig fram sem héra í gegnum Laugaskokk (alveg satt).
Alls um 8K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, ágúst 12, 2009

Hádegisæfing - 12. ágúst

Þessi ofurfríði flokkur safnaðist saman í hádeginu og hljóp afmælishlaup til heiðurs Kalla (2. frá v.). Á myndinni má þekkja, Nonna Cross-fit, Kalla, Huld, Jóa, Ársæl, Sigrúnu og Geirdal. Sá sem ekki sést er hinn ofurspengilegi og vel brókaði Dagur Egonsson, en hann var svo elskulegur að taka myndina að þessu sinni, enda hefur hann fengið yfirum nóg af eigin frægðarsól.
Alls 8,5-K nema Huld og Gnarr tóku blaðburð að auki.
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Hálfkarlinn-úrslit

Einn keppandi frá okkur, Dagur Egonsson, tók þátt í þessari þríþraut um síðustu helgi og stóð sig vel. Úrslit má finna hér.
Kveðja,
IAC

Hádegisæfing 11. ágúst



Mættir í afmælishlaup aðal: Aðal, Dagur, Ársæll, Anna Dís, Huld, Jói og Sveinbjörn. Fórum rólega Suðurgötu í sól og blíðu og allir sammála um að það sé allt í lagi að ganga til góðs í RM, eins og Aðal og e.t.v. fleiri stefna á að gera.

Alls 7,4-K

Kveðja,

Aðal.

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Hádegisæfing - 6. ágúst

Mættir : Dagur

Stórskemmtileg æfing í rigningunni. Mikið spjallað og hlegið.
Í lokin var tekin Quadricep æfing frá Kalla.

p.s.
17:19 Jói var sér

miðvikudagur, ágúst 05, 2009

Hádegisæfing - 5. ágúst

Mættir : Dagur og Kalli (Hofs), Sveinbjörn og Ársæll (Suð) og Jói (Sér)

Sól skein í heiði og hlýtt í veðri. Hugur í mönnum fyrir RM.

Annars er nauðsynlegt að yngja í hópnum, gömlu mennirnir í hópnum eru farnir að heyra illa og þurfa aðskoð við að lesa á skápalyklana í búningsklefanum. Kalli reddaði málum í þetta skiptið.

Hádegisæfing - 4. ágúst

Mættir : Dagur, Sveinbjörn og Jói

Hver og einn á eigin vegum en mikill samhljómur og góður andi á æfingunni.

Stóru spurningunni er enn ósvarað. Sýnir vigtin í karlaklefanum of mikið eða og lítið?

föstudagur, júlí 31, 2009

Reykjavíkurmaraþon

Ágætu hlauparar!

Eftir ýtarlegar tilraunir til að halda óbreyttu því ferli sem verið hefur á aðkomu FI - SKOKK að þátttöku starfsmanna Icelandair Group í RM undanfarin ár neyðumst við til að lúta breyttu landslagi.
Ástæðan er að Icelandair Group er ekki lengur stuðningsaðili RM heldur systurfélagið Víta. Þrátt fyrir þeirra góða vilja og áhuga eru sparnaðarraddir háværari og við hlauparar gjöldum þess. 
Við erum engu að síður bjartsýn og stórhuga að eðlisfari og vonumst til að geta endurnýjað haldgóðan samning að ári.

Sjóðsstaða FI - SKOKK er hins vegar það góð að FI - SKOKK bíður félagsmönnum fría þátttöku í RM 2009.

Vinsamlega skráið ykkur á blogginu :   http://fiskokk.blogspot.com/
Bloggskráning auðveldar myndun sveita ef áhugi er fyrir hendi, því er nauðsynlegat að skrá vegalengd sem hlaupin er.

FI - SKOKK klúbbmeðlimir skrá sig á vef Reykjavíkurmaraþons : http://www.marathon.is/
líkt og aðrir þátttakendur í RM en fá síðan þátttökugjald endurgreitt inn á bankareikning sinn frá Sveinbirni gjaldkera FI - SKOKK.
Vinsamlega sendið Sveinbirni póst á :  segilson@icelandair.is
Nauðsynlegt er að taka fram reikningnúmer, kennitölu og upphæð þátttökugjalds (vegalengd).

Óska ykkur velgengni í RM
F.h. FI - SKOKK, Anna Dís

fimmtudagur, júlí 30, 2009

miðvikudagur, júlí 29, 2009

Hádegisæfing 29. júlí

Mættir: Glamúr, Guðni, Bjútí og Oddgeir.
Það voru tvær vegalengdir í boði í dag og fór það eftir því hvar upphafsstafur viðkomandi var í stafrófinu. Þeir sem áttu staf A-K máttu fara rólega Hofsvallagötu aðrir áttu að fara Kapla-langt. Undirritaður hljóp sem Glamúr í dag og slapp því við Kapla-langt ;o)

Heyrst hefur að Aðal stundi grimmar æfingar hjá sjúkraþjálfa eftir að hafa slasað sig við verslunarstörf í Boston!

Kv. Sigurgeir AKA Glamúr

þriðjudagur, júlí 28, 2009

Hádegisæfing 28. júlí 09

Björgvin, Briem og Guðni fóru Hofs/Meistaravelli með blaðburðarútúrdúr. Allir á röskri ferð. Endaði í 8,6 og 9,8.

GI

föstudagur, júlí 24, 2009

Úrslit hlaupa

Einn félagsmaður keppti nýverið í Óshlíðarhlaupinu í hálfu maraþoni:
15 Huld Konráðsdóttir (2. í flokki ) 01:35:45

Einn félagsmaður keppti í Ármannshlaupinu:
26 Oddgeir Arnarson (14. í flokki) 00:41:47

Glæsilegt hjá þeim báðum en ekki eru margir að keppa um þessar mundir fyrir FI SKOKK.
Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 24. júlí

Mættir: Oddgeir Ármaður, Guðni, Huld, Sigurgeir, Bjöggi og Sigrún. Fórum rólegan Fox í brakandi hita en þegar við nálguðumst Kópavog skullu á okkur kuldaskil og hiti fór niður í frostmark. Flýttum okkur þá aftur í blíðuna og hlupum framhjá nokkrum híbýlum útrásarvíkinga og fagfjárfesta, sem þó voru hvergi sjáanlegir, enda ýmist að koma úr eða að fara í kókaínmeðferð. Komið hafa að máli við mig félagsmenn og spurst fyrir um orðin valhopp og sporhopp, þ.e. merkingu þeirra. Síðar verður vikið að þessum fyrirspurnum, enda tilhlýtandi upplýsingar ekki aðgengilegar að svo stöddu.
Alls tæpir 8-K
Góða helgi,
Sigrún

fimmtudagur, júlí 23, 2009

Hádegisæfing 23. júlí



GI og SBN í kirkjugarðsbrekku 6*. GI@59-57sek, SBN@1:09-1:01.
Þar sem mánuður ljónsins er nú runnin upp bið ég hlutaðeigendur að sýna fyllstu varkárni og nærgætni í allri umgengni ellegar eiga á hættu að verða bitnir.
Alls um 7 -K
Kveðja, Leo

miðvikudagur, júlí 22, 2009

Hádegisæfing 22. júlí

Mætt á "recovery" æfingu: Sigurgeir, Guðni, Bjöggi og Sigrún. Óli fór séstvallaleið vestari um ormagöng. Fórum rólega Hofsvallagötu en skiptumst í 2 fylkingar. Fremri voru um 80kg á kjaft en aftari voru yfir 100, hvort um sig. Þeir tveir fyrstu í léttari flokknum fóru síðan og kældu sig í sjóðheitum sjónum á meðan hin þungu áðu við stein.
Alls 8-9K
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Hádegisæfing 21. júlí

Mættir á Yassoíska æfingu með Huldarívafi: Kalli, Guðni, Sigurgeir, Bjöggi, Huld og Sigrún. Fórum 6*800m spretti með ca. 1mín. á milli og smá upphitun og niðurskokk. Mikill hiti og töluverður sviti og allir berir að ofan nema aðal sem er örlítið meira vönd að virðingu sinni en hitt hvíta ruslið.
Alls 8-K
Ath. Fjölnir og hinir aumingjar, á morgun rólegt þannig að ykkur er óhætt.
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, júlí 20, 2009

Hádegisæfing 20. júlí

Mættir í brakandi sól: Fjölnir, Huld og Sigrún. Huld var ekkert þreytt enda leyfði hún Mörtu að vinna sig í hálfu um helgina (M var að gifta sig skiljú) en Fjölnir var líka óþreyttur en gamla var þung og þreytt enda ekkert búin að hlaupa í marga daga. Fórum rólega Hofsvallagötu en sammæltumst um að það yrði sprettæfing á morgun í boði Huldar. Það er þó á Huld-u hvernig æfingin útfærist. Þeir sem eru með pung mæti.
Alls 8,7
Kveðja,
Sigrún

Laugavegurinn 2009

Einn félagsmaður og tvö viðhengi hlupu Laugaveginn nú um helgina. Árangur mjög góður.

í 8. sæti á 5:13:58 Höskuldur Ólafsson (5. sæti í flokki)
í 25 sæti á 5:38:12 Baldur Úlfar Haraldsson (10. sæti í flokki)
í 174 sæti á 7:08:37 Úlfar Hinriksson (3. sæti í flokki)

Gaman væri að lesa ferðasögur frá ykkur.

GI

föstudagur, júlí 17, 2009

Hádegi 17. júlí

Bryndís og Guðni rólega 8,4 meðfram ströndinni.

GI

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Hádegi 16. júlí 09

Menn sem elska konur (Geirdal, Guðni, Kalli, Oddgeir og Óli) hlupu Meistaravelli í flottu veðri kvennmannslausir en berir að mestu. Óli var á einhverri sérkennilegri sérleið sem hann verður að gera grein fyrir. Hinir hittu hann tvisvar. Þrír fyrstu enduðu í sjónum. 9,6k

GI

miðvikudagur, júlí 15, 2009

Hádegisæfing 15. júlí



Rólegt miðbæjarhlaup með Le Frog og Beauty. Kolbeinn á morgun.
Alls 8-K
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, júlí 14, 2009

Hádegisæfing 14. júlí

Mættir í nokkru roki: Bjöggi, Fjölnir, Kalli, Sigurgeir, Oddgeir og aðal. Eftir nokkurt þref var ákveðið að fara í skóginn en þar villtist Glamúrinn þegar hann lét okkur fara "stóran" hring. Var þá komið að þeim tímapunkti að aðal tæki við stjórn hins villuráfandi hers og neyddi grátandi hjörðina inn í kirkjugarð til að taka 6*brekkuspretti þar. Aðal hélt sínu striki þrátt fyrir hótanir og líkamsmeiðingar á leiðinni og allir kláruðu með sóma. Sigurgeir hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps en hann réðst á aðal með garðslöngu í brekku kirkjugarðsins. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og þau hafa þegið áfallahjálp.
Alls 7,5-K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, júlí 13, 2009

Hádegisæfing 13. júlí

Mættir: Bjöggi (keppir fyrir neyðarlínuna 112), Sigurgeir (leikur í Lost), Geirdal (auglýsir nú Nivea self-tan for men, línuna), Kalli (keppir fyrir froskinn), Sigrún (tálbeitan) og Oddgeir (keppir í flokki sérútbúinna í endaspretti). Fórum saman áleiðis vestur í bæ og Bjöggi fór Suðurgötuna, Sigrún Hofs og restin Kapla og tókum tempóhlaup að kafara. Hiti var ólýsanlegur og hafði það nokkur áhrif á keppendur. Rætt hefur verið við aðal um að staðsetja sig á síðasta horni í næsta keppnishlaupi og spretta af stað þegar sést í Glamúr því hann getur ekki gefið í nema að aðal sé 2-300m fyrir framan hann, vegna vindkljúfandi áhrifanna. Þetta mál er í skoðun.
Alls lengri 9,2 en styttri 8,6 og 7,5-K
Kveðja,
Sigrún

laugardagur, júlí 11, 2009

Ræktun lýðs og lands

Í sönnum ungmennafélagsanda var risið árla úr rekkju á laugardagsmorguninn og haldið til Akureyrar til að keppa í 10 km götuhlaupi en hlaupið var hluti af dagskrá landsmóts UMFÍ.

Við Sigurður Óli flugum norður með fyrstu vél og var strax komið blíðskaparveður nyrðra fyrir kl. 9. Hlaupið var ræst kl. 11 á íþróttasvæði Þórs á Hamarsvelli. Hlaupið var til suðurs langleiðina að flugvellinum, þar var snúið við að hlaupin svipuð leið til baka. Þetta er svipuð leið og ég hljóp i 10 km hlaupi á Akureyri fyrir allnokkrum árum, nema hvað þá byrjaði og endaði hlaupið á gamla íþróttavellinum. Nýi Þórsvöllurinn liggur reyndar talsvert hærra og kallaði þetta á hlaup upp brekku síðasta kílómetrann sem reyndist sumum erfið.

Þegar hlaupið fór fram var komin nokkur hafgola að norðan. Þetta kom sér mjög vel fyrri hlutann en dró úr mönnum á bakaleiðinni inn í bæinn. Okkur Sigga gekk ágætlega, hann hljóp á 47:34 og bætti sig verulega. Ég hljóp á 45:54 sem er heldur lakara en í Miðnæturhlaupinu um daginn en vel ásættanlegt miðað við aðstæður.

Það var ágætis stemning eftir hlaupið, fólk að koma í mark í heilu og hálfu maraþoni á svipuðum tíma og við (ræst var á mismunandi tíma í þessum hlaupum) auk þess sem verið var að keppa í frjálsum á landsmótinu. Við sáum m.a. Kára Stein hlaupa 5 km á braut á innan við 14:56 sem mig grunar að sé besti tími í 5 k sem hlaupinn hefur verið hér á landi.

Þetta var skemmtilegt hlaup í frábæru veðri og gaman að upplifa sannan ungmennafélagsanda í leiðinni.

Íslandi allt !

Jens

föstudagur, júlí 10, 2009

Hádegisæfing 10. júlí

Fremur fámennt á æfingu í dag í miklu blíðviðri. Þeim fjórum sem þó mættu tókst engu að síður að farast á mis og var hlaupið í tveim tveggja manna hópum. Fjölnir og Huld fóru hefðbundna Hofsvallagötu en Bryndís og Harpa Suðurgötu. Farið var fremur rólega yfir og veðurblíðu notið.

Kv. Huld

fimmtudagur, júlí 09, 2009

Hádegisæfing 9.júlí

Vorum þrjú heljarmenni sem sigruðumst á freistingunum og slepptum útigrillinu í hádeginu. Það voru Kalli "coolmaster", Sigurgeir "svaðalegi" og undirritaður. Í fjarveru allra helstu kanónanna var ákveðið að breyta út af vananum, taka sénsa í lífinu - þ.e. "living on the edge!" og hlaupa bæjarrúnt á fimmtudegi. Coolmasterinn og sá svaðalegi hlupu þetta létt en Steypireyðurinn blés eins og Moby Dick. Það er hinsvegar gott til þess að vita að það er hægt að vinna sig upp úr líkamlegu gjaldþroti á skömmum tíma ef viljinn er fyrir hendi. Það er hinsvegar erfiðara ef gjaldþrotið er efnahagslegt.
Góðar stundir.
Bjútíið.

mánudagur, júlí 06, 2009

Hádegisæfing 6. júlí

Mættir: Glamúr, JGGnarr, Bjútí og Fjölnir.
Það voru tvær rólegar leiðir í boði: Suðurgata og Hofsvallagata. Einn fór suður og aðrir hofs.
Umræðuefnið á leiðinni voru kaup og sölur í enska boltanum.

Kv. Sigurgeir

föstudagur, júlí 03, 2009

Hádegisæfing - 3. júlí

Lengi er von á einum.

Mættir : Dagur, Ása, Sveinbjörn (á eigin vegum)

Ég hugsaði strax að nú væri tækifæri til að fara rólegan bæjarrúnt í fríðu föruneyti - en nei. Haldiði ekki að stúlkuskjátan hafi grátbeðið um kolkrabbann, hafði aldrei prófað og langaði þvílíkt.

Tókum kolkrabbann og stóðu hún sig með eindæmum vel, tók fantavel á, stynjandi og kveinandi eftir hvern sprett.

1375m á 6:09
428m á 2:08
475m á 2:15
721m á 3:25

Geriði betur!

Kveðja,
Dagur

fimmtudagur, júlí 02, 2009

Hádegisæfing 2. júlí

Mættir: Bogi, Dagur, Kalli og Sigrún. Fórum ofurrólegan miðbæjarrúnt í ódeildarskiptri æfingu. Bogi hljóp sitt fyrsta yfir 6 km hlaup og er greinilega kominn til að vera. Fámennt verður á næstunni á æfingum en félagsmenn eru eindregið hvattir til að stunda æfingar, heima eða að heiman og skrá þær samviskusamlega.
Alls 7,7 -K
Kveðja.
Sigrún

miðvikudagur, júlí 01, 2009

Á Norðurlandi

Ég er búinn að skrá mig í tvö hlaup fyrir norðan í júlí: Landsmótshlaup UMFÍ 11. júní (10k) og Jökulsárhlaup, frá Dettifossi niður í Ásbyrgi (33k), þann 25. júlí. Ég veit að Siggi Óli ætlar að hlaupa 10k á Akureyri, ef einhverjir fleiri verða þarna á ferðinni, endilega látið mig vita.
Kveðja, Jens

Hádegisæfing 1. júlí

Engin ástæða til að hanga í meðalmennsku alla vikuna: Kalli, Dagur, Bryndís, Guðni og Sigrún. Bryndís fór Hofsvallagötu á tempói en hinir fóru Kaplaskjól með 5 sprettvaríöntum sem ég treysti á að sérlegur tilsjónarmaður tölulegra upplýsinga komi fram með. Gengu þeir út á að GI og DE áttu að reyna að ná froskinum og prinsessunni, og fóru til þess arna alltaf aðeins lengri leið.
Dagur og Guðni fóru 10-K en hin tvö 8,9-K.
Kveðja,
Sigrún