föstudagur, ágúst 15, 2008
Freaky Friday
Oddgeir og Dagur fóru Hofsvallagötu á skriði, Sigrún og Bjöggi fóru Suðurgötuna á jöfnu "hjónatempói", Sveinbjörn var í 500m sprettum en restin fór flugvallarhringinn, með smá tvisti. Sérstaka athygli vakti búnaður Sveinbjörns, en hann bar sérstaka"hulsu" á fæti og velta menn því fyrir sér hvort hún sé notuð í vafasömum tilgangi. Einnig er ábending frá þjálfara um að félagar taki sig nú taki og "hristi" vitleysuna úr hausnum á sér fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Hvernig menn gera það er þó þeirra einkamál, aðalatriðið er að losna við innri röddina sem heldur aftur af árangri.
Capice? (Italian for "do you understand"?)
Helgarstuðkveðja,
Sigrún
Málfarshornið

fimmtudagur, ágúst 14, 2008
Hádegisæfing 14. ágúst
Lagt af stað í rólegu tempói niður að tjörn. Þar skiptist hópurinn, Sveinbjörn og Laufey tóku nokkra hringi kringum tjörnina á meðan restin fór öfugan bæjarrúnt. Lentum í úrhellisrigningu.
Gaman að fá kvennfólk í hópinn eftir hrútaæfinguna í gær.
miðvikudagur, ágúst 13, 2008
Hádegisæfing 13. ágúst
Ég vil benda kvenfólki FISKOKK á að það er að verða síðasti séns að sjá okkur folana hálf nakta á hlaupum áður en sumarblíðan verður á enda, lofa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum enda allir tanaðir í drasl.
Sigurgeir
Hádegisæfing - 12. ágúst
Á dagskránni voru sprettir kringum tjörnina. 3-5 x 1/2 Jónas sem allir kláruðu með glæsibrag og hlutu aðdáunarandvörp gangandi vegfarendi að launum.
Brakandi blíða og léttur andvari. Á morgun miðvikudag "No Whine Wednesday".
Dagur
mánudagur, ágúst 11, 2008
Hádegisæfing 11. ágúst
Hópurinn skiptist í þrennt: Sveinbjörn, Kalli og Ársæll fóru flugvallahringinn - Sigurgeir, Guðni og Björgvin fóru Hofsvallagötu - Dagur og Óli fóru Kaplaskjólið. Það var brakandi blíða og mátti sjá marga úr hópnum í dag hálf nakta á hlaupum...sex appeal-ið lak af okkur ;o) Á leiðinni varð hópurinn sem fór Hofsvallagötu var við furðulegt par sem faldi sig bakvið vegg á Ægisíðunni, þegar betur var að gáð reyndist þetta vera ritari FISKOKK og eiginmaður hennar! Þau hafa sjálfsagt verið að halda upp á daginn.
Kæri ritari FISKOKK...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ;o)
Sigurgeir
föstudagur, ágúst 08, 2008
Hádegisæfing 8. ágúst
Það er föstudagur og fínt veður = miðbæjarúntur. Sveinbjörn hélt sig við sitt prógram.
Þeir sem hafa mætt á föstudögum í góðu veðri þekkja leiðina og því óþarfi að telja hana upp. Að sjálfsögðu voru Ólympíuleikarnir ræddir og erum við núna formlega hætt að æfa fyrir Ólympíuleikana. Það komu upp hugmyndir um að við myndum reyna við tímana í 10 km daginn eftir að þeir fara fram á Ólympíuleikunum eða hlaupum jafn lengi og besti tíminn verður og sjáum hvað við náum langt, útfærum þetta betur í næstu viku. 10 km kvenna fer fram fös. 15. ágúst og karla sun. 17. ágúst, þannig að það er við hæfi að við tökum okkar hlaup mánudaginn 18. ágúst ;o)
Annars bara nokkuð gott hlaup í dag, ca. 8 km.
Sigurgeir
miðvikudagur, ágúst 06, 2008
Hádegisæfing 6. ágúst
Sveinbjörn fór á séræfingu og stúlkurnar ónefndu fóru að ég held skógræktarhringinn.
Restinn hitaði upp í ca. 2 km í átt að Fossvogsdalnum. Þá tóku við 4 x 800 m sprettir þar sem þjálfarinn fór fram á að allir væru undir 3:45. Það tókst flestum ef ekki öllum að vera undir þessum tíma og gott betur. Sumir voru undir 3:00 og aðrir rétt fyrir ofan. Á heimleið var smá óvæntur glaðningur og var þá ASCA brekkan tekin frá upphafi til enda en ekki hraðar en síðast maður sem var nú samt nokkuð hratt. Að lokum var haldið heim á leið á rólegu tempó.
Atvik dagsins er án efa þegar nýliðinn Kalli fór beint í sturtuna sem er merkt þjálfaranum og engin hefur þorað að nota ekki einu sinni þó þjálfarinn er ekki á æfingu!
Sigurgeir
föstudagur, ágúst 01, 2008
Hádegi 31. júlí 2008
Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að hádegishlaupahópurinn síðustu vikur er meira og minna kvenmannslaus, þrátt fyrir (eða vegna þess að) karlarnir séu alltaf að verða léttklæddari.
Guðni
fimmtudagur, júlí 31, 2008
Fréttir úr hlaupaheiminum eða þannig!
miðvikudagur, júlí 30, 2008
Hádegi 30. júlí 08
Ársæll fór hringinn í kringum völlinn en hinir fóru fram og til baka sunnan við flugbrautina þar sem útsýnið þótti betra þar enda 20 stiga hiti og fullt af fólki bæði á stígunum og í Nauthólsvík.
Guðni
þriðjudagur, júlí 29, 2008
Hádegisæfing 29. júlí 2008
Hann fór reyndar ekki með okkur Guðna Hofsvallagötuna (rétta í þetta skiptið), en tjáði okkur að mikill hugur væri í sér og hann fór stuttan flugvallarhring (Icelandair hlaupið).
Guðni var svo tjúnnaður eftir skróp gærdagsins að hann stakk upp á löngum spretti.......þ.e. að segja að hlaupa Hofsvalla-helvítið í spretti, eða svo gott sem. Hitastig dagsins minnti um margt á fræga Parísaferð undirritaðs þar sem aldraðar konur "snýttu" Bjútíinu í stigahlaupum. Þegar á ca. miðja Hofsvallagötuna var komið tjáði ég Guðna að ef hann ætlaði hraðar þá skyldi hann bara gera það því Bjútíið var gjörsamlega á innsoginu....(not so bjútí). Guðni hvarf við þau orð bara í reyk og hljóp uppi 3 hunda sem voru að reyna með sér á Ægissíðunni. Þegar undirritaður kom í lognmolluna og hitann á Ægissíðunni var ekki hjá því komist að rífa sig úr að ofan ef forðast ætti yfirlið. Fregnir herma hinsvegar að húsmæður í vesturbænum hafi fallið í yfirlið við uppátækið.
Tími undirritaðs var ekki upp á marga fiska enda farið all svaðalega geyst af stað með Guðna svoleiðis tjúnnaðann að sérútbúinn torfærubíll hefði dauðskammast sín.
Tími frá Loftleiðum að Þjóðminjasafni var svo lár að ákveðið hefur verið að birta það ekki af virðingu við aðra skokkklúbbsfélaga.
Í guðs friði.
Bjútíið
mánudagur, júlí 28, 2008
Hádegisæfing 28. júlí
Þetta var 5 æfingin af síðustu 8 sem ég er EINN!
Annað hvort er ég svona leiðinlegur að æfingatíma hefur verið breytt og gleymst að láta mig vita, eða þá að allir eru í fríi. Ég kýs að trúa hinu seinna þar til annað kemur í ljós.
Anyway, þar sem "Bjútí" nafni hefur verið klínt á mig þá hljóp ég náttúrulega "öfuga" Hofsvallagötu (fyrst út í Nauthól og heim framhjá Valsheimilinu). Þetta skeiðaði ég í helv....rokinu á 41:28, eða 4:49 í tempó. Var bara ánægður með það eftir ólifnað helgarinnar.
Ég hafði nógann tíma til að hugsa á leiðinni því að ég hafði engann til að TALA VIÐ.
Þá kom þetta.
Einn ég skeiðaði einmana og sár,
með örsmáa áverk' á hjarta.
Í mótvindi einstaka myndaðis tár,
ég magnvana verð bar' að kvarta.
Sign.
"Bjútíið"
föstudagur, júlí 25, 2008
Hádegi 24. júlí 08
Skiptist í 3 áttir. Ársæll skoðaði skemmtiferðaskipið við höfnina og lífið í miðbænum, Thelma Nauthólsvíkina og nágrenni og Bryndís og Guðni fóru aðeins stærri miðbæjarhring með viðkomu á Lindargötu, Veghúsastíg, Arnarhóli og Fjólugötu, m.m.
GI
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Hádegi 23. júlí 08
Guðni
þriðjudagur, júlí 22, 2008
Hádegisæfing 22. júlí
Kv. Sigrún
P.S. Guðni er ekkert rosalega úr sér genginn eftir Ameríkudvölina, mesta furða bara!
mánudagur, júlí 14, 2008
Reykjavíkurmaraþon
Hlauptu fyrir Vildarbörn - Run for Special Children
Icelandair er samstarfsaðili og einn af megin styrktaraðilum Reykjavíkur Maraþonsins sem í ár er haldið í 25 skipti laugardaginn 23. ágúst.
Við viljum hvetja alla starfsmenn til þess að taka þátt í hlaupinu og styrkja í leiðinni gott málefni. Icelandair Group hefur ákveðið að heita á alla þá starfsmenn sem taka þátt í hlaupinu með því að leggja fé til Vildarbarna. Vildarbörn er sjóður sem hefur það að markmiði að gefa langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður hér á Íslandi og í nágrannalöndum tækifæri til ferðalaga. Allar frekari upplýsingar um Vildarbörn eru á vef Vildarbarna.
Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt og langar að láta gott af þér leiða með skemmtilegri hreyfingu í góðum félagsskap þá skráir þú þig í hlaupið hér á Work. Icelandair Group mun svo gefa 1.000 punkta á hvern kílómetra sem þú hleypur, svo framarlega sem þér tekst að ná settu markmiði.
Hægt er að velja um fjórar mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni: 3 km skemmtiskokk, 10 km, 21 km hálft maraþon og 42 km maraþon. Icelandair býður starfsmönnum í hlaupið og þarft þú ekki annað en að skrá þig hér.
Allar frekari upplýsingar um hlaupið er að finna á vefsíðu hlaupsins.
Smelltu hér til að skrá þig í hlaupið.
Smelltu hér til að sjá hverjir hafa skráð sig.
Hádegisæfing 14. júlí
Alls 8,6K
Kv. Sigrún
Ath. Oddgeir var langt á undan okkur (hann fór líka styttri leiðina)
sunnudagur, júlí 13, 2008
Laugavegurinn

67 6:28:52 Huld Konráðsdóttir 1963 IS105 HISTH
20 5:37:36 Höskuldur Ólafsson 1965 IS110
159 7:22:05 Úlfar Hinriksson 1949 IS111
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, júlí 09, 2008
Hádegisæfing 9. júlí
Í dag var boðið upp á leikinn "kötturinn og músin". Dagur og Oddgeir fór Hofsvallagötu og Björgvin fór Suðurgötuna og eins allir vita þá er þetta keppni að kafaraskúrnum. Undirritaður mætti of seint og ákv. því að fara á móti þeim og snéri við þegar ég mætti Oddgeiri. Þeir sem hraðast fóru náðu niður á 3:38 tempó og total var þetta ca. 4 km á tempó. Þegar búið var að elta uppi bráðina var ákv. að láta nú loks verða að því að fara í sjósund eins og er búið að vera tala um hérna á síðunni. Þannig að fjórir gullfallegir karlmenn klæddu sig úr (hér er í lagi að láta hugann reika og velta fyrir sér...voru þeir naktir???) og skelltu sér til sunds í sjónum sem var +12,6 gráður. Í dag var árlega grillið fyrir starfsfólk á planinu við HLL og þurftu því sumir að labba í gegnum freistingarnar og passa sig að falla ekki. Dagur var að sjálfsögðu tilbúinn með svar ef hann yrði spurður af hverju hann ætlar að fara hlaupa í staðin fyrir að koma í grillið:
"Líkami minn er musteri og það vil ég ekki saurga með holdi dauðra dýra ... nýlagaðri sveppasósu, ljúffengu salati og brakandi bakaðri kartöflu með bræddu kryddsmjöri."
Niðurstaðan: skemmtileg æfing sem verður endurtekin fljótlega.
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, júlí 08, 2008
Hádegisæfing 8. júlí
Dagur, Bjöggi, Oddgeir og Sigrún.
Frábært veður og viðraði vel til loftárása. Fórum frá hóteli á þéttu tempói út á Eiðistorg og þar var skipt upp í diskó og metal. Diskógengið fór erfiðari leiðina (brekkuhringinn) en metallinn fór upp hinum megin, með 30 sek í forgjöf. Þessi hringur er ca. 1,8K og áttum við að sameinast aftur á upphafspunktinn, þið þekkið þetta. Mætti Degi og Oddgeiri í brekkunni, þeir á uppleið en ég niður. Bjöggi kom skömmu síðar. Spændi síðan flata kaflann eins og pumpan leyfði og horfði á þá diskógæja bíða eftir mér þar. Bjöggi kom svo skömmu síðar en hann er enn að vinna upp tímamismun frá París. Þær frönsku gengu líka alveg frá honum bæði í mat og drykk og murkuðu síðan lífið úr honum í einum af fjölmörgu tröppum Parísarborgar.
Æfingin í dag tók vel á en var í boði Hjartaverndar.
Alls 10,4K (pungsveittir)
Kv. Sigrún
mánudagur, júlí 07, 2008
Hádegisæfing 7. júlí
Karlpeningurinn á þessari æfingu þarf að bæta sig þegar kemur að mannasiðum! Við fórum af stað án þess að velta fyrir okkur hvort stúlkurnar vildu koma með okkur eða ekki. Fórum Suðurgötuna á fínu tempói. Við ræddum það hvort það truflar Dag að eiga ekki besta tíma ársins í 10 km hlaupi í FISKOKK.
Ágústa og Brynja fórum 5 km. Við lofum að skilja þær ekki eftir aftur.
Kv. Sigurgeir
föstudagur, júlí 04, 2008
Hádegisæfing - 4. júlí
Í örvinglan og svekkelsi yfir mætingarleysi svalaði hann sýningarþörfinni með rólegu hlaupi Sæbraut-Miðbær. Með þaninn brjóstkassann og bíspertur eins og graðhestur á hestamannamóti sást glitta í tár á hvarmi bak við sólgleraugun þar sem hann læddist aleinn á hægu tölti yfir Austurvöll í átt að Ráðhúsinu. Einmannleikinn heltist yfir hann þrátt fyrir mannmergðina og fjarlægar minningar um horfna tíma í glaðværum og hraðskreiðum hópi gerðust áleitnar.
Vonandi mæta fleiri næst.
Góðgerðarhlaup GI í Potomac
Hann er: 19:45 fyrir 5k
official:
58 7/92 468 Gudni Ingolfsson M 41 19:45 19:41 6:20
Flott hjá drengnum!
Kv. Sigrún
Hádegisæfing - 3. júlí
Fórum Skógræktina-Perlan (6,8k) á rólegheita tempói þar til við komum að göngubrúnni þá fór bráðin að ókyrrast og stytti ferðina upp Suðurhlíðina vitandi af rándýrunum fast á hæla sér. Þrátt fyrir slefan úr skoltunum tókst rándýrunum ekki að hremma bráðina og náði hún að griðlandinu vel á undan sprettfetunum enda hér tindilfætt hind á ferðinni.
Á morgun föstudag verður boðið uppá sjósund í góða veðrinu.
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Hádegisæfing - 2. júlí
Tókum Keilugrandann, 10k á 43:58. Óli setur hér persónulegt met í 10k, bæting um heila mínútu frá því fyrr í vetur. Drengurinn er á öskrandi siglingu undir 40mín.
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Guðni gerir góðverk
5K góðgerðarhlaup GI
Kveðja,
Aðalritarinn
Ath. hægt er að heita á hlaupara á síðunni
Hádegisæfing 1. júlí
Í dag alls 7,7 og fín æfing.
Kv. Sigrún
Astazan fyrir venjulega, eitthvað sterkara fyrir Guðna.
mánudagur, júní 30, 2008
Hádegisæfing 30. júní
Strákar alls rúmir 9km
Stelpa alls 8,6
Kveðja,
Sigrún
Bláskógaskokk - úrslit
1 1.17,38 Huld Konráðsdóttir 1963
Kveðja,
Sigrún
Úrslit
föstudagur, júní 27, 2008
Jazzað í hádeginu
Dagur hjólaði fram hjá og gaf góð ráð sem voru höfð að engu.
Tekinn hefðbundinn föstudagshádegisgóðveðurshringur, Sæbraut, miðbær, Tjörn. Ein jazzhljómsveit á Lækjartorgi og önnur á Austurvelli.
Samtals 8k. Sund verðu tekið þegar foringinn kemst með.
GI
fimmtudagur, júní 26, 2008
Hádgisæfing 26. júní
Hlaup alls 8,6K á ca.42 mín.
Langar samt að benda áhugasömum á að á morgun verður boðið upp á sjósund á æfingu. Semsé stutt hlaup og sjór. Það ku styrkja ónæmiskerfið og efla heilastarfsemi þ.e.a.s. ef menn fá ekki hjartaáfall við verknaðinn. Þá er það talið frekar óhollt.
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, júní 25, 2008
Hádegisæfing 25. júní
Þjálfarinn ákv. að við færum total 8 km og færum í vesturátt framhjá ylströndinni. Eftir mikla útreikninga var niðurstaðan sú að 4 x 2 km væru 8 km þó að flestir voru ekki að skilja hvert Dagur var að fara með þetta. Hann var auðvita að reikna út tempó-hlaup! Það var sem sagt hitað upp í 2 km og svo voru næstu tveir teknir á tempó-inu hans Guðna, þ.e. úr síðast hlaupi sem var rétt undir 4 min. Svo voru teknir 2 km rólegt og svo aftur 2 km tempó sem endaði að ég held bara í 1 km og svo 1 km rólegt. Til að gera langa sögu stutta þá tóku Dagur, Guðni og Óli vel á því og eiga hrós skilið. Undirritaður tók það bara rólega en skilaði sér alla leið. Sigrún...nei ég var ekki á séræfingu! Þessi æfing var deildarskipt og ég var bara í neðri deild í þetta skiptið ;o)
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, júní 24, 2008
Hádgisæfing 24. júní
Fórum yfir hlaupið í gær og talað var um að "hlaupa á gleðinni", það skilaði bestum árangri. Hefðum geta sagt okkur það sjálf svosem. Oddgeir og Dagur fóru Hofsvallagötuna (þurfa að ráða ráðum sínum) en restin fór Suðurgötuna á þéttu recovery tempói. Ef menn hyggjast bæta sig svona mikið á næstunni er nauðsynlegt að sækja um formlegt leyfi til stjórnar með a.m.k. 3ja daga fyrirvara. Annars telst bætingin ógild eða tvísýn, hið minnsta.
Kveðja,
Sigrún
Úrslit í Miðnæturhlaupi
7 39:52 Guðni Ingólfsson 1967
1 42:23 Huld Konráðsdóttir 1963 (sigraði sinn flokk)
19 44:20 Jakob Schweitz Þorsteinsson 1961
Frábær árangur, til hamingju!
Ath. Guðni-þú ert beðinn að mæta í lyfjapróf eftir æfingu í dag. Komdu bara með sama box og síðast.
Miðnæturhlaup
fimmtudagur, júní 19, 2008
Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst 2008
Langar að benda þeim á sem ekki vita að skráningargjaldið í RM hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Skráning klúbbmeðlima fer í gegnum skokkklúbbinn er nær dregur. Því er gott að fara að hugleiða hvaða vegalengd menn hyggjast hlaupa.
Nánar síðar.
RM
Bestu kveðjur,
Sigrún
Ath. Það er líka fín afsökun ef maður nennir ekki að segjast ekki hafa haft efni á því.
miðvikudagur, júní 18, 2008
Hádegisæfing 18. júní
Mætt í dag: Sveinbjörn (fór FL-hringinn), Óli (fór Kaplaskjólið) en Björgvin og Sigrún fóru Suðurgötuna.
Veður var gott en strekkingsvindur út en ýkt þægilegt heim. Bjöggi er allur að koma til, er ca. 3ja hora núna (var 10) og Sigrún er að losna við bakverkinn, enda langt síðan hún var á bakvakt.
Hvar eru aðaltöffararnir?..... Næsta hlaup er Miðnæturhlaupið
Kveðja,
Sigrún Birna
Bjarnar og birnuminning
föstudagur, júní 13, 2008
Hádegisæfing - 13. júní
Freaky Friday með viðkomu á eftirtöldum stöðum:
Stórholti, Hverfisgötu,Vitastíg, Veghúsastíg, Fishersundi, Mjóstræti, Grjótagötu, m.m.
Miljandi veður og flottir strákar á hlaupunum. Hefði toppað túrinn ef einhverjar klúbbskvísur hefðu látið sjá sig.
Hádegisæfing - 12. júní
Dagur fór ströndina inná Ægissíðu yfir Hagatorg og heim, hljóp uppi Veðurstofu menn sem sögðust kannsast við formanninn. Sveinbjörn byrjaði túrinn með Ágústu en leiðir skildu og fór hvort sína leið.
miðvikudagur, júní 11, 2008
Hádegisæfing - 11. júní
Laufey og Sveinbjörn fóru í skóginn og í kirkjugarðinn. Dagur og Sigurgeir fóru "beina" leið að Eiðistorgi og tilbaka í gegnum eitthvað hverfi í vesturbænum. Verð bara að viðurkenna að ég nenni ekki að læra hvað hverfin heita sem tilheyra KR! Allavega þá voru þetta fínir 8,9 km á 4:48 tempó í góðu veðri.
Heyrst hefur að Fjölnir sé á "séræfingum" og stefni á endurkomu í úrvalsdeild n.k. föstudag. Hvar eru Bjöggi Bjútí og Sigrún???
Kv. Sigurgeir
þriðjudagur, júní 10, 2008
Hádegisæfing - 10. júní
Fórum öfugan Suðurgötuhring á rólegheita tempói. Frábært veður og góður félagsskapur.
WARR 2008
Langar að benda á þessa keppni í Ottawa í haust og kanna áhuga ykkar á henni. Væri sjálf til í að fara. Látið vita í "comments" ef áhugi er fyrir hendi. Veit að Óli Briem er heitur líka.
Kveðja,
Sigrún
Subject: WARR 2008
Update Hello All, Hope you are keeping well and looking forward to a superb WARR 2008 this coming September. Everything is well on track and with your continued support, dedication and hard work, I know we can expect a fabulous, well attended WARR extravaganza in Canada's capital this year. Ottawa is a beautiful city - it is a great area for touring and, of course, our yearly "family reunion" will have the same high standards that you have come to expect at WARR. I look forward to seeing everyone in Ottawa! As per the TC meeting in Sydney a reminder that there will not be a WARR mail out this year. All the relevant WARR information can be obtained from the WARR website, http://worldairlineroadrace.org/ WARR needs you, as the elected, designated contact and liaison between WARR and the airlines of the world, to get the information about WARR 2008 to your team, airline, airline publication, notice boards and any possible vantage point to spread the WARR word. Get extra posters and entry forms to your flying crew to handout at counters, airline offices, crew hotels, busses, etc. on their flights and lay overs. Ask staff at check in counters to help distribute entry forms and posters, the more people that know about WARR the better. Headquarters Hotel. The HQ hotel is just about sold out but, the official overflow hotel can accommodate the rest of the WARRiors. World Airline Road Race The Crowne Plaza, WARR's 2008 Headquarters' Hotel, has a hand full of rooms left, but not to worry. WARR 2008 participants can also find accommodation in WARR's official overflow hotel. The Marriot is located right across the street and is joined to the Crowne Plaza underground by a shopping tunnel. Located in this convenient underground complex are a couple of lunch counters, coffee shops, and a few other stores and shops making it convenient for guests in both the Crowne Plaza and the Marriot! http://marriott.com/yowmc?groupCode=warwara&app=resvlink Another reminder about your contact information. If your TC status have changed, or any changes to your contact information send it to me enabling WARR to keep in contact with you regarding happenings for WARR 2008. That's about it for now, Rgds Barry
var wv=new Bl(window.document, "FldA");
wv.TC(false);
DBe();
if(BPX)
wv.hide();
DWx(window);
mánudagur, júní 09, 2008
Hádegisæfing - 9. júní
Laugin lokuð en náðum að ljúga okkur inn fyrir velvilja starfsmanna gestamótttökunnar.
Dagur rauk af stað á tilsettum tíma og kláraði Hofsvallagötu hringinn á 36:30, 8,67@4:14. Sveinbjörn byrjaði með Laufeyju en skildi síðan við og tók nokkra 500m spretti. Laufey hitti síðan Ágústu og Sigurborgu og kláraði með þeim í skóginum. Þar villtust þeir og gagnaðist lítið að standa upp þrátt fyrir að skógurinn væri íslenskur.
Guðni á sjúkralista með innvortis mar á líffærum eftir að hafa gefið sjálfum sér olnbogaspot.
föstudagur, júní 06, 2008
Hádegisæfing 5. júní
miðvikudagur, júní 04, 2008
Hádegisæfing 4. júní
Hlupum frá hóteli í hávaðaroki sem leið lá niður á Miklatún og þar tókum við 4 spretti, 2 á ská í gegn og 2 þvert á að Miklubraut með smá hvíld á milli. Fínt að byrja á þessu strax svo maður eigi þetta ekki eftir í restina. Allir náðu Ólympíulágmörkum í þessum sprettum, nema Sigrún en hún hljóp fyrir Hjartavernd. Kemur næst! Héldum síðan áleiðis upp Miklubraut og reyndi ég að skýla mér bakvið drengina, sem veita minna og minna skjól sökum hors. Verðið að snýta ykkur strákar... Yfirnjörður hópsins sagði sögur á leiðinni og kenndi önnur sagan okkur mikilvæga lexíu. Hún er sú að ekki er alltaf heillavænlegt að kaupa ódýrt bensín. Næstódýrasta bensínið er oft miklu dýrara en það dýra, sérstaklega ef ekki er rétt að farið.
Allt tæplega 8K og fínt veður
Ath. Ekkert hefur spurst til Fjölnis eftir ASCA keppnina en okkur til mikillar ánægju stundar hann nú séræfingar af miklum móð og hyggst taka þátt í Kvennahlaupinu um helgina (ætlar 3K)
Góðar stundir,
Sigrún
Fjölskyldumót á Flúðum 28. júní
Stjórn IAC
þriðjudagur, júní 03, 2008
Hádegisæfing 3. júní

Langar að benda strákunum á þetta
mánudagur, júní 02, 2008
Hádegisæfing 2. júní
Alls 6K hlaup plús Tító
Góðar stundir,
Sigrún
laugardagur, maí 31, 2008
Reported missing
fimmtudagur, maí 29, 2008
Hádegisæfing 29. maí
Hituðum upp frá hóteli ca. 1.3K og tókum síðan 5x400 m spretti út að Ægisíðu með 45 sek. hvíld á milli. Tókum síðan 5x400m tilbaka á ný eftir 2 mín. hvíld (vá!) Strákunum var illa heitt og rifu sig úr öllu að ofan og blasti þá við misfögur sýn, annarsvegar tanaðir í drasl og hinsvegar endurskin dauðans. Vildi aðalritarinn í engu skyggja á þá taðskegglinga og ákvað að halda sínum tanktop á sem þó er ekki búinn sérstökum frontpatch. Æfingin var nokkuð góð, enda þjálfarinn að reyna að lokka Höskuld inn aftur eftir langa fjarveru. Athygli vakti einnig að þjálfarinn er farinn að beita sálfræði á félagsmenn og hrósar þeim sem minnst mega sín en heldur áfram að henda sandi og drullu í hina, sem enda þola það vel. Niðurskokk að hóteli og æfingin endaði í um 8,5K.
Kveðja,
Sigrún
Þetta heyrðist úr karlaklefanum eftir æfinguna!
þriðjudagur, maí 27, 2008
Hádegisæfing 27. maí
Fórum í Fossvoginn og stoppuðum hjá Fossvogsskóla til að taka tempóhlaup tilbaka, að kirkjugarði. Byrjuðum ég og Bryndís og eftir 40 sek. fóru hýenurnar af stað. Markmiðið var að koma öll á sama tíma að boganum við kirkjugarðinn. Sama hvað hýenum kann að finnast um okkur þá var algert vanmat í gangi því þeir náðu okkur ekki, að sjálfsögðu. Skokkuðum síðan heim á hótel í súperfínu veðri. (vegalengd tempóhlaups ca 2,66).
Æfingin var hin besta og umræðan snerist um Leoncie og nýja myndbandið hennar. Ekki tókst að finna það að sinni en í staðinn er hér óskalag fyrir félagsmann, Óla Briem, fyrrverandi bæjarritara Kópavogsbæjar.
Alls 8K
Kveðja, Sigrún
Ást á pöbbnum
mánudagur, maí 26, 2008
Tískuhorn Bjögga Bjútí
Með hækkandi sól er vert að huga að klæðaburði klúbbmeðlima. Stuttar buxur og níðþröngar er það sem landinn vill sjá. Þröngur bolur í stíl og hvítu sokkarnir, strákar, þeir eru komnir aftur.
Á myndinni klæðist Bjöggi Bjútí, nýjustu línunni frá Nike. Svörtum Lycra shorts Dri-Fit með stillanlegum mjaðmastreng og að ofan bol úr sama efni í rauðbleiku með svörtum frontpatch.
Hádegisæfing 26. maí

föstudagur, maí 23, 2008
Upp komast svik...
Steypireyður
Latneska heitið er:Balaenoptera musculus.
Hún er skíðishvalur. Hún er dökkgrá eða blágrá á litinn, spengileg og grannvaxin.
Hún getur orðið 25-33 m á lengd og 110-190 tonn að þyngd. Kýrin er heldur stærri en tarfurinn. Hún er farhvalur.
Á sumrin heldur hún sig á norðurslóðum, en á veturna heldur hún til suðlægari slóða. Aðalfæðan er krabbasvifdýr, áta. Steypireyðurin þarf að eta um 4000 kg á dag, en það er þó aðeins yfir sumartímann, því yfir veturinn etur hún lítið. Hljóðið sem steypireyðurin gefur frá sér liggur fyrir neðan heyrnarmörk okkar, en hljóðið getur ferðast þúsundir mílna neðansjávar.
Hún var alfriðuð fyrir veiðum árið 1960. Hún er stærsta dýr jarðarinnar.
Ef þú heyrir þetta hljóð veistu að þú hleypur með steypireyði
Björgvin/a - komdu út úr skápnum!
fimmtudagur, maí 22, 2008
Hádegisæfing 22. maí
Hlupum inn í skóg, vegna vinds, og fórum bláa stíginn 5 sinnum. Skokkuðum heim á hótel þar sem sérleyfishafinn stjórnaði Tító æfingum af fingrum fram. Tókum alhliða styrktaræfingar fyrir maga , hendur, síðu, rass og fleira. Góður rómur var gerður að æfingunum og nauðsynlegt að gera þær reglulega að mati þátttakenda.
Hlaup alls 5,5K en með Tító hin fínasta æfing
Kveðja,
Sigrún
P.S. Þorðum ekki að kvarta neitt eftir að hafa séð The Crawl.
Kíkið á þessa mynd við tækifæri
miðvikudagur, maí 21, 2008
Þreyttur eða ekki
The Crawl
eða eins og Steypireiðurinn segir "Ælur eru merki um að upphitun sé lokið".
Kveðja, Dagur
þriðjudagur, maí 20, 2008
Hádegisæfing 20. maí
Alls var æfingin 9,7 km sem er í lengra lagi með allavega 6K í hraðaaukningu.
Kveðja,
Sigrún.
mánudagur, maí 19, 2008
Hádegisæfing 19. maí
Ákváðum að sannreyna hvort rétt væri að Björgvin hefði í síðustu viku hlaupið Hofsvallagötuhringinn einn á 42:33 sem mismikill trúnaður var lagður á innan hópsins. Niðurstaðan var sú að þetta er rétt því saman hlupum við þenna hring í dag á sléttum 42 mín.
Það verður að teljast nokkuð gott, sérstaklega ef öll lóð eru lögð á vogarskálarnar og málið skoðað af fullum þunga.
Frábært veður og sumar í lofti.
Kv. Sigrún
Úrslit í Kaupmannahafnarmaraþoni
756 03:21:10 (nr. í mark og lokatími).
Til hamingju með þetta!
Nánar
laugardagur, maí 17, 2008
föstudagur, maí 16, 2008
Hádegisæfing 16. maí
Alls 8K (Huld hélt áfram)
Kveðja,
Sigrún
fimmtudagur, maí 15, 2008
Hádegisæfing 15. maí
Alls 6,2K
Kveðja,
Sigrún
Hádegisæfing 14. maí
Kv. Steypireyðurinn.
þriðjudagur, maí 13, 2008
Hádegisæfing - 13. maí
Guðni og Sigurgeir fóru Suðurgötuna á tempó-i sem var mitt á milli tempó hlaups og rólegt hlaup. Vorum ekki með klukku og gátum því ekki séð hraðann en við áætlum að þetta hafi verið ca. 4:45 á km. Laufey fór að dælustöðinni og tilbaka.
Kv. Sigurgeir
sunnudagur, maí 11, 2008
Æfingar
Öllum FI-SKOKK klúbbmeðlimum er velkomið að hafa samband við Stefán Má Ágústsson þjálfara til að fá ráðgjöf eða æfingaprógramm á netfangi:
agustsson@gmail.com
Eftir sem áður verður hlaupið í hádeginu frá Hótel Loftleiðum eða kl. 12.07.
Góðar stundir,
Stjórn IAC
föstudagur, maí 09, 2008
Day after run
Tímarnir voru eftirfarandi:
Dagur 27:10
Guðni 28:25
Oddgeir 28:33
Sigurgeir 29:45
Huld 29:58
Björgvin 32:03
Sigrún 32:40
Höskuldur 32:45 (er í taperingu)
Einnig hlupu hringinn Sigurborg og Ásdís frá hótelum en voru undanþegnar tímatöku að sinni.
Tímar frá í fyrra: (úps!)
Dagur 26:14
Guðni 28:59
Huld 29:48
Ágúst 30:56
Sigrún 32:08
Sveinbjörn 33:01
Bryndís 33:31
Anna Dís 33:57
Kveðja, Sigrún
(Ath. hlaup á morgun frá Árbæjarlaug 07.15 á rólegu tempói, 20K)
Icelandair hlaupið
fimmtudagur, maí 08, 2008
Hádegisæfing 8. maí
Hlupum Flugleiðahringinn í blíðskaparverði. Svona til að kanna aðstæður. Á morgun verður "day after run" sömu leið með tímatöku. Allir meðlimir velkomnir og velunnarar. Sérstaka athygli æfingarinnar í dag vakti ferskleiki Björgvins, en hann er til alls líklegur á morgun.
Kveðja,
Sigrún
miðvikudagur, maí 07, 2008
Fimmtudagurinn 8. maí -Icelandair hlaupið
þriðjudagur, maí 06, 2008
Hádegisæfing 6. maí
Kveðja,
Sigrún
mánudagur, maí 05, 2008
Hádegisæfing 5. maí
Stefndum á Hofsvallagötuna og við Þjóðminjasafn skyldi hefjast tempóhlaup. 3 leiðir voru í boði; Suðurgata, Björns bakarí og Hofsvallagata. (ca. 3-4 km) Markmiðið var að ná og að vera ekki náð. Semsé ekki flókið. Menn hlupu eins og getan leyfði og söfnuðst síðan saman við kafarann, þaðan sem hlaupið var í hnapp heim á hótel, með 2 sprettum inní. Skyndilega breyttist róleg mánudagsæfing í æsilega þriðjudagsæfingu, enda þurfti að hreinsa "eiturefni" hratt og örugglega úr þeim félagsmönnum sem ekki kunna að ganga hægt um gleðinnar dyr. Lyfjapróf verða síðar á tímabilinu, án fyrirvara.
Kveðja,
Sigrún
laugardagur, maí 03, 2008
Morgunæfing - 3. maí
Fórum frá Árbæjarlauginni í Heiðmörkina. Ég veit ekki hvað þessi leið er kölluð en eitt veit ég að útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið frá hæðsta punkti var alveg þess virði til að leggja þetta á sig. Þegar komið var að Árbæjarlaug aftur vorum við búnir að leggja 20 km að baki og hélt Hössi áfram 10 km til viðbótar.
Sigurgeir
Hádegisæfing - 2. maí
Góð mæting í frábæru veðri. Eitthvað voru þó sumir ekki með klæðnaðinn á hreinu og mætti nokkrir í síðbuxum og einn nánast í kraftgalla. Eins og þjálfarinn fór yfir um daginn og aftur í gær þá er það regla FISKOKK að við æfum ekki í síðbuxum frá 1. maí til 1. október. Fórum í sýningarhlaup í miðbæinn með bland af Freaky Friday og fekk undirritaður smá refsingu fyrir drykkju síðustu daga en aðrir sluppu. Athygli vakti að Óli er kominn með sólgleraugu og þar með kominn í hóp þeirra svölu.
Sigurgeir
föstudagur, maí 02, 2008
1. maí hlaup

1. 23,04 Bryndís Magnúsdóttir 1950
þriðjudagur, apríl 29, 2008
Hádegisæfing 29. apríl
Lögðum upp frá HLL og hituðum upp í skógi. Vegna fjölda áskorana frá meðlimum hópsins voru teknir brekkusprettir í ASCA brekkunni og rólega niður malbiksmegin. Reyndir tóku 6 en nýir tóku 3, og þótti nóg um. Held samt að ekki hafi tekist að fæla þær burt í þessari atrennu, enda aðal svívirðingameistarinn ekki við! Vonandi koma þær aftur, enda eðal félagsskapur þar á ferð.
Tókum síðan nokkrar góðar Tito æfingar í grasinu undir stjórn umboðsaðilans.
Skemmtileg æfing í rokinu. :)
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, apríl 25, 2008
Úrslitin í víðavangshlaupi Í.R.
Heildarúrslit
3 19:18 Dagur Björn Egonsson 1964 Icelandair
4 20:02 Guðni Ingólfsson 1967 Icelandair
29 20:25 Oddgeir Arnarson 1970 Icelandair
18 21:52 Jens Bjarnason 1960 Icelandair
4 22:58 Sigrún Birna Norðfjörð 1966 Icelandair
1 23:29 Bryndís Magnúsdóttir 1950 Icelandair
60 27:09 Jón Mímir Einvarðsson 1970 (keppir nú fyrir Múmíuna)
Einnig keppti góðvinur hlaupahópsins og aufúsugestur, Höskuldur Ólafsson:
9 20:40 Höskuldur Ólafsson 1965
Talan fyrir framan sýnir röð í flokki en tíminn er þar á eftir. Sveitakeppni Icelandair fór vel og var liðið í 9. sæti með Dag, Guðna og Oddgeir í forsvari.
Að öðrum ólöstuðum á Bryndís Magnúsdóttir einna mest hrós skilið en hún sigraði í sínum aldursflokki og átti það fyllilega skilið.
Kveðja,
Sigrún
fimmtudagur, apríl 24, 2008
miðvikudagur, apríl 23, 2008
Hádegisæfing 23. apríl
Fín æfing, alls 8,6K.
Hvetjum alla til að mæta í hádeginu á morgun í sumardagsins fyrsta hlaupið í kringum tjörnina. Byrjar klukkan 12.
Kveðja,
Sigrún
Skráning hér:
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Hádegisæfing - 22. apríl
Sigurgeir
mánudagur, apríl 21, 2008
Hádegisæfing í Boston 21. apríl
laugardagur, apríl 19, 2008
Parísar maraþon 6. apríl
4944 Baldur Haraldsson ÍR Skokk 03:13:53
Nánar
föstudagur, apríl 18, 2008
Hádegisæfing 18. apríl
Fórum miðbæjarrúntinn í frábæru veðri og þægilegu taltempói. Á Austurvelli var gerður aðsúgur að hópnum og Dagur varð fyrir árás ástsjúkrar skólastúlku sem var við hóp ungmenna að dimmitera. Sá hún í honum föðurlega ímynd og heillaðist af teinréttum hlaupastílnum. Lét hún aðra í hópnum vera, enda yngri og ekki eins árennilegir. Komumst síðan klakklaust út úr þessu og héldum heim á hótel.
Fín æfing með sýningarelítunni. Alls 8K
Kveðja, Sigrún
fimmtudagur, apríl 17, 2008
Hádegisæfing 17. apríl
Fín æfing og sýnir glöggt hversu agaður hópurinn er orðinn.
Kveðja,
Sigrún
Hádegisæfing 16. apríl
Fórum nokkra blá stíga í hífandi roki en hlýju veðri. Björgvin bryddaði upp á þeirri nýjung að hlaupa með þyngingar á höndum, enda maðurinn orðinn fisléttur og allur að tærast upp. Hætta á að maður fjúki ef maður fjárfestir ekki í slíkum búnaði.
Kv. Sigrún
þriðjudagur, apríl 15, 2008
When in Rome, do as the Romans do
Fleiri skemmtilegar uppákomur voru í ferðinni eins og vera ber og voru sumir færðir "upp eða niður" um nafn, eftir því sem við átti. Aðrir héldu sínum nöfnum, enda búnir að ávinna sér sess innan hópsins. Hér eru nokkur af nýju viðurnefnunum, en hver og einn verður að para þau við rétta aðila.
Karlar:
The mummy attacker
Karate kid
Bambino bros.
Marlboro man
JB. Gubb
Catch me if you can smelltu hér
Konur:
The corner cutter
The scene stealer
Það ætti að vera nokkuð ljóst hver er hvað en endilega hafið samband ef um vafaatriði er að ræða. Eins ef fleiri eða betri tillögur að nöfnum detta inn.
Kveðja,
aðalritarinn
London maraþon
Anna Dís
mánudagur, apríl 14, 2008
ASCA Róm
Nánari upplýsingar um tíma og sæti verða settar hér á síðuna fyrir vikulok sem og myndir frá mótinu.
Minni keppendur á að skila umfram farseðlum til Sveinbjarnar Egilssonar. Það má líka skila þeim í umslag merkt Sveinbirni í afgreiðslu aðalskrifstofu. Keppnistreyjum má skila hreinum og fínum á sama stað. Þeir sem mæta á æfingu á fimmtudag geta skilað treyjum og farseðlum þá.
Góðar stundir,
Anna Dís
miðvikudagur, apríl 09, 2008
"Viltu leyfa mér að verða samferða..."
Endilega setjið inn ferðaáætlun í comment þannig að umræðan geti farið í gang...
Veðrið í Róm, smella hér
Hádegisæfing - 9. apríl
Það var róleg æfing í dag skv. reglunum fyrir Róm n.k. laugardag. Fórum Suðurgötu-hringinn á rólegum hraða. Guðni hefði sagt að við fórum rangsælis hring en samt réttan hring, nánari upplýsingar gefur Guðni ;o) Ræddum aðeins Róm og hvort að afsakanir fyrir hlaup væru teknar gildar!
Sigurgeir
þriðjudagur, apríl 08, 2008
Hádegisæfing - 8. apríl
Lagt var upp með 800m spretti á brautinni. Joggað út að minnismerkinu um veru breska hersins á Íslandi. Þaðan voru sprettirnir teknir með ströndinni rétt út fyrir kafarann (undan vindi niður slakkann) og síðan tilbaka eftir 60sek hvíld (uppí vindinn upp brekku).
Jói tók 6stk en stytti í 400m, Sveinbjörn tognaði í læri eftir 3 spretti, Bryndís tók 4 spretti og Dagur og Óli tóku 5 spretti (D: 3:01,3:08,2:52,3:01,2:42).
Góð æfing í dýrlegu veðri.
Rólegt á morgun og enn rólegra á fimmtudaginn fyrir þá sem enn eru á klakanum.
God bedring til þeirra sem liggja heima í aumingjaskap.
Herr Dagur
Hádegisæfing 7. apríl
Löng æfing (9,5K ca.)og fækkuðu menn fötum vegna góðviðris. Skemmst er þó frá því að segja að hlaupahjónin S og O lögðust í bælið um miðjan gærdag, með heiftarlega pest. Komum því ekki í bráð.
Kveðja,
Sigrún
föstudagur, apríl 04, 2008
Hádegisæfing 4. apríl
Fín æfing, 8K á 43 mín.
Kveðja,
Sigrún
fimmtudagur, apríl 03, 2008
Tito out of office 3/4
Sincerely-Tito
miðvikudagur, apríl 02, 2008
ASCA Osló 2004
Hádegisæfing 2. apríl
Sprinterinn var smá tíma á súrefni eftir æfinguna, þó ekki nema um hálftíma. Hann er vanur að vera einn og hálfan!
Á morgun má búast við skemmtilegri æfingu þar sem tekið verður létt "recovery" og einnig mun rússneskur kúluvarpari og steratröll mæta og leiða okkur í allan sannleika um styrktaræfingar, svokallaðar Tito-æfingar.
Smellið hér til að sjá hvað Tito er:
Kveðja, Sigrún
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Hádegisæfing 1. apríl
Alls ca. 7K
Kveðja,
Sigrún
Tímarnir úr Marsmaraþoni
17 01:36:08 Baldur Haraldsson
3 01:38:21 Huld Konráðsdóttir
13 01:52:16 Sigrún Norðfjörð
Pretty good!
Nánar:
Kveðja,
Aðalritarinn