fimmtudagur, apríl 02, 2009

Hádegisæfing 2.apríl

Mættir í dag: Sveinbjörn (sem valdi kirkjugarðinn), Dagur, Oddurinn, Náttriðillinn (uss, hann sagði þetta sjálfur, ekki ég) og Sigrún. Jói var í kraftgöngu. Skokkuðum útí kirkjugarð og tókum fantagóða æfingu eða 6*brekkuna (ca 300m) og létt skokk niður á milli. Augljóst var að Gnarrinn hefur lítið sem ekkert æft, hann var bara smá fyrstur en ekki langfyrstur. Einnig vakti athygli að Sveinbjörn er með stillingu, sem gott er að grípa til þegar mikið liggur við, en það er "accelerated speed control" takki sem ræsir varahreyfil. Gott að hafa þennan fídus. Skemmst er frá því að segja að aðal kjúlli hópsins sá sér ekki fært að mæta í dag, þurfti að fara í fermingarfræðslu og þaðan beint í klippingu.
Frábær æfing í logni en rokið blés utan kirkjugarðs.
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Hádegisæfing 1. apríl

Mættir í dag í smá súld: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Hössi, Bryndís og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar. Fórum Hofsvallagötu á þægilegu tempói en Sigurgeir vildi bæta fyrir æfingaleysi sitt með lengingu sem er gott, sérstakalega þegar 1. apríl er, þá nota kvikindin tækifærið og gefa í svo lengingin breytist í laaaangt tempóhlaup. Fórnarlambið hljóp því apríl, eins og það heitir, og kastaði sér niður við kafara, þar sem hann loks náði í hælana á strákunum. Þetta eru vinir í raun, það held ég. Á morgun er í boði að taka 24*200 (án hvíldar) eða að taka þátt í Háskólahlaupi kl. 15.00, þar sem FI skokkarar eru boðsgestir.
Alls 8,76k hjá öllum nema Geira smart
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, mars 31, 2009

Magnaður mars !

Þá er enn einn mánuðurinn að baki og í valnum liggja 218,3 km. Missti úr þrjá hlaupadaga (þar af tvo sunnudaga) sem heggur verulega í heildarmagnið. Hef samt náð að auka vegalengdirnar og stefni ótrauður á að hlaupa heilt maraþon í Mainz í Þýskalandi í maí. Gangi það eftir verða þó engin persónuleg met slegin, það er ljóst. Sem fyrr hef ég lagt aðaláhersluna á vegalengdir en hef þó tekið eina gæðaæfingu (tempo hlaup eða spretti) í hverri viku. Ég sakna þess mikið að geta ekki hlaupið með ykkur í hádeginu, það er oft erfitt að fara einn út í kuldann eftir langan vinnudag.

Í mánuðinum voru þetta alls 218,3 km á 15 hlaupadögum. Lengsta hlaup var 30,2 km. Þess má geta að ég náði að "hala inn stig" í fimm löndum utan heimalandsins í mánuðinum: Portúgal, Ítalíu, Bretlandi, Rússlandi og Lettlandi.

Hvernig gekk ykkur hinum?

Kveðja, Jens

Flóahlaup Samhygðar sl.laugardag

Úrslit í hlaupinu sem fram fór 28. mars má finna hér, þar kepptu 2 f'élagsmenn, Dagur og Baldur og viðhengi (Höskuldur) í 10 kílómetra hlaupi á fínum tíma. Ekki hafa mér þó borist til eyrna sögur af kökuáti þeirra félaga! Úrslit
Kveðja,
IAC

föstudagur, mars 27, 2009

Sjósund á föstudegi 27. mars



Mættir til sjósunds voru: Sigurgeir (klöppum fyrir því), Fjölnir, Geirdalinn, Huld, Guðmunda, Anna Dís og Sigrún en á eigin vegum Chuck-arinn úr innri endurskoðun (internal duckwatching). Skokkuðum mössuð í drasl út í Nauthólsvík, sviptum okkur spjörum og skelltum okkur í sjóinn, með mismiklum skrækjum. Sumir kölluðu á foreldra sína, aðrir bara syntu. Sátum svo í alsælunni í pottinum góða stund til að worka á taninu. Skrýtin tilviljun að aðaltöffari hópsins sá sér ekki fært að mæta og fylgisveinn hans komst heldur ekki, enda var hann á aðalfundi astmaveikra, en þar er hann gjaldkeri og formaður. Því miður strákar, þið dettið út úr lúppunni ef þetta heldur svona áfram! En hinir strákar, þið eruð bara geðveikir. Ýkt kúl á því og allt.

Kveðja,

Sigrún

fimmtudagur, mars 26, 2009

Hádegisæfing 26.mars

Mættum í góðri trú (haldandi að þjálfari hefði svalað fýsnum sínum í 5*800m í gær) en svo var ekki. Hverjum hefði dottið í hug að við værum leidd í sakleysi beint inn í tempóhlaup. Hlupum inn Fox og tilbaka (strákar um 5K og aðal 4,5K). Skokk á eftir og slúttað með einum skógarspretti með forgjöf. Þetta undirgengu: Dagur, Guðni, Oddgeir, Sigurgeir og Sigrún en Óli slóst síðan í för, en hann hafði áður farið fjallabaksleið um ormagöng, að vanda. Þetta samræmist hinni nýju hlaupakenningu "tempo is the new recovery". Alltaf eitthvað sníðúgt á Íslandi!
Alls 7,7K
Kveðja,
Sigrún

Sjósund 27. mars



Ágætu skokkfélagar.

Á morgun förum við í sjóinn. Takið með ykkur sundföt, vaðskó og handklæði. Létt skokk frá hóteli og tilbaka. Allir velkomnir. Síðast vorum við fimm, hvað gerist nú?

Kveðja,

Stjórn IAC

miðvikudagur, mars 25, 2009

Hádegisæfing 25. mars

Mættir voru: Hössi, Dagur, Huld, Sigrún og Sveinbjörn (að hluta til á sérleið). Fórum Hofsvallagötu á frekar þægilegu tempói nema Dagur, sem fór 5*800 á 90-100% hraða, með skokki á milli. Enginn er maður með mönnum nema sá sem vinnur eftir prósentukerfinu. Hlaupa á 90% hraða, borða 70% súkkulaði, hvíla 100% o.s.frv. Það tilkynnist hérmeð að hið mánaðarlega sjósund FI fer fram á föstudag, 27. mars, í hádeginu. Menn eru hvattir til að klæðast skóm eða ullarsokkumog taka með sér handklæði og sundföt, eða klæðast þeim undir hlaupagallanum. Síðan er vert að geta kökuhlaups Flóamanna, sem fram fer á laugardag en innifalið í skráningargjaldinu er hið víðfræga og glæsilega hlaðborð þeirra Flóamanna sem enginn verður svikinn af eftir hlaupið. Eru menn hvattir til þátttöku í þessu skemmtilega hlaupi og skrá sig hér fyrir neðan í comments, til að sameinast um bílferðir.
Flóahlaup UMF Samhygðar

Alls 8,7K
Kveðja,
Sigrún (100% teygja)

þriðjudagur, mars 24, 2009

Hádegi 24. mars 2008

Í forföllum þjálfara var undirritaður settur þjálfari. Hlaut sú setning góðar undirtektir þeirra sem mættir voru sem voru auk hans, Huld, Kalli, Óli, Sigurgeir og Sveinbjörn. Auk þeirra sáust Jói, Sirrý og Björg.

Æfingin var framhald af æfingu frá síðustu viku, þ.e. 5*800. Glöggir lesendur ættu að geta getið sér til um hvað verði gert í næstu viku. Hinir mæta bara eins og lömb til slátrunar.

GI

Hádegisæfing 23. mars

Mætt voru til leiks auk Jóa á sérleið: Dagur, Guðni, Höskuldur, Sveinbjörn og Huld. Sveinbjörn fór Suðurgötu en rest Hofsvallagötu. Þetta var svokallað 70% hlaup, þ.e. rólegt, og þurfti fólk svolítið að róa hvert annað. Umræður um kökuát félagsmanna og kökuhlaup í Flóanum voru aðallega notaðar til þess. Af því tilefni birtist hér kökuuppskrift (með 70% súkkulaði!):

Súkkulaðihrákaka
Botn
100g möndlur
100g kókosmjöl
200g döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
½ msk hreint vanilluduft eða vanillusykur
Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman.
Gott að byrja á að setja döðlurnar í volgt vatn til að mýkja þær og setja þær sér í blandarann. Blanda möndlurnar og allt hitt síðan saman og setja það svo saman við döðlurnar.
Súkkulaðikrem ef vill (má líka bræða 70% súkkulaði ofan á!!)
½ dl kaldpressuð kókosolía
1 dl hreint kakóduft
1/2 dl agavesýróp
Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi. Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft og agavesýróp í skál og hrærið saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið í frysti í 1-2 klst. Ber sett ofan á ef vill.

föstudagur, mars 20, 2009

Subway mótaröðin 20. mars

Fyrsta hlaup Subway mótaraðarinnar var haldið í dag. Mættir voru: Fjölnir Subwayfíkill, Sigurgeir, fv. rekstrarstjóri Subway, Dagur tempóbrjálæðingur, Huld bátaberi og Sigrún eldhnöttur. Oddgeir og Jói voru á eigin vegum en sá fyrrnefndi fór í öfugri röð á Subway staðina en missti af okkur samt. Alltaf aðeins á skjön við veruleikann drengurinn sá. Ljóst var að um ægilegt tempóhlaup yrði að ræða og byrjuðum við á Borgartúni, svo Lækjargötu og þá Subway við umferðamiðstöð, þar sem pantaðir vóru bátar á línuna. Eftir það rólegt heim á hótel með kafbátinn undir höndum, til að halda hita. Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið effort verið lagt í að fá sér einn sveittan. Ja, svei mér þá.
Alls 8,4K

Góða helgi,

Sigrún

fimmtudagur, mars 19, 2009

Hádegisæfing 19. mars



Mættir í frábæru veðri: Sigurgeir, Dagur, Sigrún nafna, Huld (kom á spretti), Oddgeir (líka), Sveinbjörn, Sigrún og Jói í kraftgöngu. Óli fór um ormagöng eins og síðast. Töluverð linkind ríkir í herbúðunum þessa daganaog því var tekið rólegt hlaup frá hóteli í Kópavog-Fox og Naut tilbaka í þessu líka fína veðri. Hugur nokkurra stefnir á hálfmaraþon í apríllok, aðrir eru á krossgötum. Á morgun fer hinsvegar fram 1. hluti Subway mótaraðarinnar þar sem kafbátastaðirnir verða þræddir einn af öðrum og keyptur einn sveittur á þeim síðasta. Munið að hafa pening í brók á morgunaf því tilefni. Einnig má nefna að hið mánaðarlega sjósund sýningarsamtakanna "Hlauparar gegn selspiki" fer fram þann 27. mars, á hádegisæfingu, og eru allir hvattir til þátttöku. Nánar um það síðar. Góður búnaður eru skór eða ullarsokkar og vettlingar, ef vill, ásamt handklæðaræmu til þerringar eftirá.
Alls 8K
Lifið heil,
Sigrún

miðvikudagur, mars 18, 2009

Hádegisæfing 18. mars

Mæting: Sveinbjörn, Jói (ekki á séræfingu), JGnarr, Fjölnir, Huld og Sigurgeir (dulbúinn sem Kalli). Sveinbjörn fór sínar leiðir. Restin fór Hofsvallagötu. Huld aka Dvergurinn tók að sér að héra Geiturnar þrjár! Það var tempó frá HLL að kafara.
Total 8,7 km @ 41:02

Það er ekki oft sem það vantar Guðna, Dag og Aðal á sömu æfinguna. Skv. þeim upplýsingum sem við höfum þá er Dagur veikur eða næstum því veikur, Guðni að lesa sig til á hlaup.com og Aðal liggur enn þá í brekkunni við Fylkisvöll eftir Powerade!

Kv. Sigurgeir

þriðjudagur, mars 17, 2009

Hádegisæfing 17. mars



F.Y.I. Yasso is back, alive and kicking. Í dag mættu til æfinga: Kalli (sem var 12 mánuði að klára 6 mánaða uppgjörið og hefur ekki sést lengi), Dagur, sem var fárveikur og lagði ekki í neitt erfitt, Guðni, sem er búinn að opinbera (sig) og Sigrún , sem er dauðfegin að keppnistímabilinu sé lokið svo hægt sé að fara að æfa eitthvað. Ingunn var á eigin vegum og Óli á sérleið, um ormagöng, að því er virtist. Guðni fékk þann eftirsótta heiður að stjórna æfingu dagsins og gerði það bara býsna vel. Hlupum frá hóteli nýja veg í Nauthólsvík og þaðan út á Ægisíðu, tókum 4*800m spretti (Yasso's), með ca. 200m hvíld á milli. Dagur var fljótur að gleyma veikindunum og var samferða Guðna en Kalli, sem hljóp með gervilið í hné, var sem eldhnöttur sem og Sigrún, sem var býsna spræk miðað við að Yasso er ekki besti vinur hennar. Veður var fagurt og milt en fannhvítir fjallanna tindar benda þó til að vorið sé ekki alveg komið enn.

Alls milli 8-9K (mælir datt út)
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, mars 16, 2009

Hádegisæfing 16. mars

Á ofurfallegum degi mættu á réttum tíma: Ása viðhengi, Sigurgeir, Fjölnir, Guðni, Huld, Sigrún og Jói á sérleið. Á vitlausum tíma: Dagur. Farin var róleg Hofsvallagata en Dagur fór stutt Kaplaskjól á "heart rate pace" -140 sem er það nýjasta fyrir þá sem eiga allt.
Alls 8,7K í sól og snjó.
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, mars 13, 2009

Freaky Friday the 13th



Tilvitnun dagsins:"Já, loksins. Það var kominn tími til að þið færuð að hreyfa ykkur!"*


Mætt á pinnan: Dagur ásamt 3 keppendum gærdagsins þeim; Guðna, Fjölni og Sigrúnu. Jói var á eigin vegum að vanda. Fórum óhefðbundið föstudagshlaup með viðkomu á Sólvallagötu, framhjá Ánanaustum, höfnin, þar fórum við svokallaða Járnbraut fram og tilbaka, framhjá Slippnum (strákarnir þurfa að komast í slipp fljótlega), Austurstræti, þar sem við urðum fyrir aðsúgi ræsisrottna, (*), Bankastræti (sem er eini bankinn sem hrundi ekki), Skólavörðustígur með Rocky, Egilsgata , Valsheimilin og heim á hótel. Miklar og örar framfarir hafa átt sér stað upp á síðkastið í hlaupaheiminum. Hér eru nokkrar þeirra:

Fast is the new slow

Tempo is the new recovery

Hills are the new flats

And last but not least-Silver is the new gold

Þakka þeim sem hlýddu,

Góðar stundir í kvöld! Alls 9,05K

Aðalritari


Ath. Það sást til Huldar í sparihlaupaBostonjúniforminu sínu með tilheyrandi taglsveiflum og ekki fór á milli mála að hún var í félagsskap karlkyns ofurhlaupara. Þetta er náttúrulega ámælisverð hegðun félagsmanns, að hlaupa yfir æfingasvæði hópsins og þar að auki með viðhaldi. Fussumsvei!

fimmtudagur, mars 12, 2009

My Brush with Greatness

Var staddur í bænum Acoteias í Portúgal sl. sunnudag. Ég ákvað að taka daginn snemma, var kominn út kl. 7:30 og nú skyldi hlaupið langt. Ég fann nokkra Breta sem voru í sömu hugleiðingum og slóst í hóp þeirra. Eftir stutta kynningu og spjall um veðrið barst talið að hlaupum - no surprise there - og gerði ég mér fljótt grein fyrir því að ég kom ekki að tómum kofanum hjá einum viðmælanda minna.

"Yes, a few", svaraði hann þegar ég spurði hvort hann hefði hlaupið heilt maraþon. Eðlileg næsta spurning var hvaða tíma hann ætti og ekki stóð á svarinu. "Two - O - Nine". Einmitt, 2:09. Þarna var á ferðinni Mike Gratton sem m.a. hefur unnið London maraþonið.

Rétt sem snöggvast fannst mér ég standa ótrúlega nærri frægð og frama áður en hinn ískaldi sannleikur rann upp fyrir mér; ég væri bara miðaldra kall sem væri að rembast við að hlaupa og hefði hitt kurteisan Breta sem var svo vinsamlegur að hægja á sér til að ég hefði félagsskap.

Í framhaldinu fór ég til Ítalíu til að rífast við framleiðendur flugvélasæta sem eru ekki að standa sig í stykkinu. Ég mun hlífa ykkur við þeirri sögu.

Kveðja, -jb

þriðjudagur, mars 10, 2009

Hádegisæfing 10. mars

Mættir voru: Sveinbjörn og Bjöggi á Suðurgötuleið, á Hofsvallagötu á "um og yfir 5" vóru: Guðni, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Huld og Sigrún (geitin, innsk. höf.). Rólegt og rómó í dag þrátt fyrir að kvalari hópsins sé í endurkomu, svalari en nokkru sinni. Allavega sló felmtursþögn á flokkinn þegar fyrirliðinn með fagurlimuðum fótum fetaði sig framhjá fimmmenningunum (hvað eru mörg eff í því?). Heyrst hefur að sumir telji sig ekki geta unnið aðra á fimmtudag, aðrir ætla sér sæti rétt á undan föðursystur Fjölnis, enn aðrir ætli að hrista vini sína af sér og einhverjir óttast vinslit geitar og dvergs. Svo eru einhverjir, skynsamir, sem eru bara í hægðum sínum að hvíla fyrir átökin, enda þurfa þeir bestu sáralítiðað æfa. í mesta lagi 2x í mánuði og málið er dautt. Ef einhver er aflögufær með dulargervi myndi aðalritari þiggja það til handargagns á ögurstundu.
Alls 8,7K
Kveðja,
S.geit (lesist: skeit)

mánudagur, mars 09, 2009

Hádegisæfing 9. mars



Kalt og sól, strekkingur á stöku stað. Hefðbundin Hofsvallagata á rólegum nótum. Mættir vóru fulltrúar sætiskeppenda í P.Aid + Sveinbjörn í skógi+ Jói á sérleið með Müllersæfingum í bland, eða; Hössi, Gnarr, Guðni, Huld og Sigrún (raðað í sætis- og virðingarröð án tillits til kynjakvóta). Heyrst hefur að nk. fimmtudag muni frasavélin fara mikinn á slefinu, hlaupadólgur muni beita drápskattareðli sínu í rafstöðvarbrekkunni, dagfarsprúður sláni muni sigra sinn flokk auðveldlega og að dvergur muni leiða taugabúnt til góðs í síðasta f. hlaupinu. Ekki þarf nema eitt kraftaverk að koma til svo að allir framantaldir gangi úr húsi á föstudagskvöld með verðlaunapening og eða grip undir höndum. Nú og svo má líka láta sér nægja að verða dreginn út með 12*12oz. af Burn eða Powerade orkudrykkjum. Sumir setja markið ekki endilega hærra en svo. Nema ef vera skyldi fótboltamark.

Alls 8,7K
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, mars 06, 2009

Hádegisæfing 6. mars

Mættum fá í dag en góð: Jói á séræfingu, Guðni, Hössi, Bryndís og Sigrún á sýningarrúnti niður í bæ, hefðbundinn. Þar glampaði sól og fögur fjallasýn gladdi hal og drós. Aðalritari biðst innilega forláts á þeirri hrappallegu yfirsjón sinni að hafa í skýringartexta gærdagsins látið hjá líða að nefna nafn staðgengils þjálfara, sjálfan Guðna Ingólfsson, matgæðing, bókmenntaáhugamann og hlaupara m.m. og er það einlæg ósk undirritaðrar að þetta atvik verði ekki til að rjúfa þau annars góðu tengsl og stuðningshópa sem byggst hafa upp á undanförnum misserum, í kringum hlaupaæfingar. Ljóst er að engum var betur treystandi í gær til að stjórna æfingu dagsins.
Góða helgi,
Alls 8,15K
Kv. Sigrún

fimmtudagur, mars 05, 2009

Hádegisæfing 5. mars

Frábært veður í dag, þjálfarafrí og allt. Mættir voru: Guðni, Gnarr, Sveinbjörn (Suðurgata), Jói (sérhlaup og armbeygjur), Óli, Huld og Sigrún og var farið rólegt Hofsvallagötuhlaup í glampandi sól og blíðu en köldu veðri. Greinilegt var á öllu að strákarnir þola illa við án okkar því gleðin var ósvikin er þeir sáu orginalinn og kópíuna mæta á svæðið í "matching" hlaupafötum.
Alls 8,7 K
Kveðja,
Sigrún

Hlaupafréttir

Geri ráð fyrir að þetta sé ástæðan fyrir því að stelpurnar hafa ekki látið sjá sig síðustu daga - sama vandamálið -> http://mbl.is/mm/folk/frettir/2009/03/04/brjostin_vekja_athygli/

miðvikudagur, mars 04, 2009

Hádegi 4. mars 2009

Kvaðratrótardagurinn (3/3/09) fór fram hjá mér í gær. Ófyrirgefanlegt. Kemur ekki fyrir aftur. Búinn að setja reminder á 4.4.2016

Í dag mættu Guðni og Geirdal. Báðir eru að berjast fyrir verðlaunasæti í Powerade, en síðasta keppni vetrarins fer fram eftir viku. Því var einboðið að taka kolkrabbann. Frábært veður og færið bærilegt miðað við árstíma. Flestir sprettir þannig að annar var á undan og hinn á eftir. Rólegt á morgun.

Guðni

þriðjudagur, mars 03, 2009

Hádegi 3. mars 2009

Fimm mættir í dag. Sveinbjörn með tempóæfingu en Óli og Guðni á léttu tölti með honum Skógræktarhring. Jói og Ingunn á séræfingu fyrir árshátíðina.



6,6k



GI

mánudagur, mars 02, 2009

Febrúar

Nýjar febrúartölur úr Suðvesturkjördæmi: Alls 14 hlaupadagar og samtals 184 km. Lengsta hlaup var 26k. Legg ennþá aðaláherslu á vegalengdir en hef náð að taka gæðaæfingu í hverri viku. Komið endilega með ykkar tölur. Kveðja, Jens

Hádegisæfing 2. mars

Mættir í dag til tækjavarðar: Bjútí, Dagur liðugi, Guðni sprettur (áður G. kjaftur), Sigrún hin, Huld sú sama, Sveinbjörn sér, Jói kraft og Sigrún aðal. Fórum hið klassíska tempóhlaup mánudaganna, þó með þeirri undantekningu að Sveinbjörn og Bjöggi fóru Suðurgötuna. Stelpur fóru Hofsvallagötu að kafara,með mismiklu efforti en Day & Night samsteypan fór Kaplaskjólið með tvisti og blaðburðardreng. Veður var fagurt og þrátt fyrir smá vind og snjó á braut var æfingin hin skemmtilegasta. Einhverjir voru með bölmóð og sögðust ekki mæta á morgun því "maður nennti ekki að æfa með svona liði sem hefði svona auðveldar æfingar", eða eitthvað svoleiðis og aðrir voru með fóbíurnar sínar uppi á borðum. Mánudagar leggjast greinilega misvel í fólk en af því að aðalritari brá sér af bæ til Akureyrar um nýliðna helgi kom þessi kætingskveðskapur upp í hugann og vonandi kætir hann fleiri. Þó ekki væri nema í smástund.
Alls tæpir 9,7K ca. hjá lávarðadeild en 8,7K hjá sýningarstúlkunum.
Kveðja,
Sigrún

föstudagur, febrúar 27, 2009

Hádegisæfing 27. febrúar

Mættir: Sveinbjörn, Dagur og Sigurgeir.
Sveinbjörn fór Suðurgötu, Dagur og undirritaður Hofsvallargötu. Átti að vera rólegt fös.hlaup sem endaði reyndar með að við fórum avg. 4:45 sem er kannski rólegt hjá sumum en ekki öllum ;o)

Total 8,72 km

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Hádegisæfing 25. febrúar - Sjósund - Hitastig 4°C

Ekki verður annað hægt að segja en að það hafi verið kjöraðstæður til sjósunds í dag. Þeir sem nutu veðurblíðu og sunds vóru: Dagur og Björgvin frá karlalandsliðinu og Huld, Anna Dís og Sigrún úr kvennalandsliðinu. Skokkuðum með okkar handklæði og aukabúnað (skór eru nauðsyn eða a.m.k. sjóbaðssokkar úr Europris) til Nauthólsvíkur þar sem fjöldi sjósundsiðkenda var við leik. Eftir baðið gengum við til heitrar kerlaugar og nutum góðrar samveru. Síðan var skokkað heim á hótel og allir gengu glaðir til sinna verka. Sveinbjörn var við séræfingar en var svo elskulegur að festa hópinn á mynd, fyrir og eftir. Ath. á eftir myndinni vantar Sigrúnu en hún sást ekki v. kulda því filman hjá Sveppa var ekki nema 200 ASA. Ástæða þykir að nefna við aðra félaga hópsins að ekki er til betri vellíðan en einmitt eftir sjósund, líkt og svifið sé á dúnmjúku ullarteppi inn í algleymið. Ekki er hægt að fara fram á meira í þessu samhengi. Allir eru því hvattir og skoraðir á hólm í næsta sjósund, í lok marsmánaðar.
Góðar stundir.
Aðalritari í alsælu


















þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Hádegisæfing 24. febrúar

Rólegur og fámennur þriðjudagur. Mætt voru Björgvin, Sveinbjörn, Sigurgeir og Huld. Ekki voru fleiri í augsýn en ef aðrir hafa mætt eru viðkomandi vinsamlegast beðnir að vekja athygli á því nú þegar. Ákveðið var að nýta fjarveru helstu kvalara hópsins og fara Suðurgötuhring á spjallhraða, líklega um 7,5 km. Minni á mánaðarlegt sjósund á morgun. Búningar eru leyfðir en sundföt e.t.v. heppilegasti búnaðurinn.

Kv. Huld

mánudagur, febrúar 23, 2009

Hádegisæfing 23. febrúar

Mættir í fínasta vorveðri voru: Höskuldur, Dagur, Guðni, Sigurgeir, Björgvin, Huld, Jói á sérleið, Sveinbjörn að hluta til líka og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar er hún gekk til baðklefa til að búast til séræfinga. Ég veit ekki hvort áhrifa konudagsins gætti ennþá hjá hópnum en aðalritari hafði fastlega gert ráð fyrir kolkrabbanum í dag í stað kellingalegrar tempóæfingar, sem varð ofaná. Sveinbjörn fór Suðurgötu ásamt markmanninum að austan en Sigrún fór Kaplaskjól stutt á meðan Huld fór langt og strákarnir fóru ýmsa króka; Meistaravelli, blaðburð m.m. og enduðu allir hjá kafara. Huld var á maraþonpace, enda augljóst að enginn vandi er að halda svona tempói í 3 tíma og rúmar 12 mínútur. Strákarnir voru á morðóða blóðhundahraðanum en aðalritari á sínum hraða í samstarfi við Hjartaheill. Skokkað var létt heim á hótel og rætt að fyrirhugað sjósund á miðvikudag virðist eitthvað í uppnámi, Dagur er að fara í saumó, Kalli í ljós, Sigurgeir er með öskupokauppboð í Cargo, Guðni þorir ekki, Bjöggi má það ekki, Hössi heldur að hann verði slappur, Óli er að fara að taka ljósbleika beltið, þannig að allt útlit er fyrir því að einungis strandvarðarskvísurnar með gula taglið mæti og beri merki hópsins. Eftir æfingu fóru strákarnir beint á vikt, enda opinber bolludagur í dag.
Alls um 9,6 hjá lengri
Kveðja,
Sigrún

sunnudagur, febrúar 22, 2009

Einföld áætlun til árangurs í þjálfun

Höskuldur bendir á þessa góðu grein af hlaup.is sem vert er að gefa gaum.
Kveðja.
Aðalritari

föstudagur, febrúar 20, 2009

Freaky Friday 20. feb.

"Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur" og þessvegna mætti aðalritari ásamt hlaupafélögum sínum á sína 9. æfingu í röð en hinir vóru: Dagur, Guðni, Hössi, Sigurgeir, Sveinbjörn og Jói , sem voru að mestu í sérprógrammi. Ætlunin var að Guðni sýndi okkur nýjar slóðir í vesturbæ og leysti hann verkefnið með sóma, en fæst okkar höfðu komið í þessar götur, allavega ekki allsgáð. Fórum vestureftir frá hóteli, framhjá Þjóðarbókhlöðu, Reynimel (vestan Hofsvallagötu), Álagranda, Lágholtsveg og fleira, síðan Seljaveg, miðbæ, ***ritskoðað og heim. Á leiðinni gerðist sá óvænti og um margt hroðalegi atburður að við urðum í tvígang fórnarlömb óviðurkvæmilegs athæfis ungs manns sem í barnaskap sínum beraði bakhluta sinn (afar illa skeindan) út um afturglugga fólksbíls og særði með því móti blygðunarkennd, a.m.k. einhverra úr hópnum. Óhroðinn var á því menningarstigi að ekki var annað hægt en að gefa athæfinu falleinkunn og krefjast skeiningar af lögreglu. Ráðaleysi félagsmanna var þó algert í slíku erindi og jafnvel í seinna skiptið, þega full tök voru á því að hripa niður bílnúmer, hljóp hópurinn fram á viðbjóðinn án aðgerða. Sumir innan hóps fóru jafnvel fram á jafnrétti í þessum efnum en svona heimskulegar aðferðir við að vekja á sér athygli eru auðvitað einungis bundnar við karlkynið, því kvenlíkaminn, eins og allir vita, er einungis útbúinn fagurlega skreyttum demöntum sem gleðja geð guma í hvívetna og henta því vitaskuld ekki í svona uppákomum.
Góða helgi,
Alls 8,885K I see you baby...
Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Hádegisæfing 19. febrúar



Mættir í dag: Jói og Óli fóru sér, Björgvin, Sveinbjörn, Gnarr, Sigurgeir, Guðni, Dagur, Huld og Sigrún. Meiningin var að taka rólega æfingu, vegna fjölda áskorana, og leit út fyrir að það myndi rætast ágætlega. Hinsvegar náði Dagur að hræða minnstu sálirnar (aðalritara og hr. Bernaise) þegar hann dró línu og sagði kunnuglega:"Jæja, hér er línan-þið þekkið þetta..." Sæll, gat manni brugðið aðeins meira? Þetta reyndist hinsvegar vera vinnustaðahrekkur og héldum við áfram göngu okkar til góðs í samvinnu við Hjartaheill í gegnum skóg inn í Fossvog og þaðan tilbaka í Öskjuhlíð og heim. Sjaldan hefur jafnrólega verið farið yfir og í dag en á morgun, fríkaða Frjádaginn verður eitthvað aðeins spýtt í lófana. Strákarnir fóru síðan á fund vigtunarráðgjafa eftir hlaupið en nokkrum var ráðlagt að leita á náðir hafnarvogar Reykjavíkuborgar.

Alls 7,10K

Kveðja,

Sigrún

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

No Whining Wednesday 18. feb.

Loforð um rólegan dag rann strax út í sandinn er brúðguminn mætti galvaskur á höfuðstöðvarnar. Þá var ljóst að ekki yrði neinum kápan úr því klæðinu. Fórnarlömb dgsins voru því: Jón Gnarr, Geiri Bernaise, Fjölnir, Erlendur, Björgvin, Guðni, Dagur, Höskuldur, Huld og Sigrún. Á eigin vegum voru Jói og Ingunn. Gengið var til góðs í upphitun inn í skóg og að lokum staðnæmst við upphaf blá stígs við rásmark. Fórum 3 svoleiðis hringi í interval starti þarsem maður átti að ná eins mörgum og frekast væri unnt, ellegar lúta í gras. Þetta gekk vel framan af en tvær blöðrur sprungu þó á síðasta hring, enda óvanar hringavitleysu. Gubbað var víðast hvar á leiðinni. Eftir þetta sá maður sæng og kodda í hillingum en allt kom fyrir ekki, þjálfarinn var hálfber sökum vanbúnaðar og vildi þessvegna hlaupa meira hratt. Fórum því sem leið lá upp ASCA brekku á Sigrúnar-hraða (virtist nú henta fleirum) og að steini þar sem "simulatorinn" var tekinn í botni. Þetta var gert til þess að Gnarrinn gæti með sýnidæmi kennt þjálfaranum á aðferðina "how to reach speed upphill and maintain it". Þetta reyndist brúðgumanum létt verk og er hann því ótvíræður brekkubani þótt erfitt sé að viðurkenna það. Eftir þetta var nú gott að á um stund og en jafnhendis var allt sett í botn á nýjan leik á síðasta kafla steypta stígsins, neðan Öskjuhlíðar, þarsem Fjölnir fór fyrir hópnum í hraðaaukningu.
Aðalritari vill því nota tækifærið og þakka fyrir 3 gæðaæfingar í röð í vikunni.
Lifið heil.
Alls 7,4K
Þetta lag passar best við æfingu dagsins. Draumurinn um rólegan dag er úti, það er ljóst.

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Hádegisæfing 17. febrúar


Mættir á pinnan kl. 12:08 í rigningarsudda og hvassviðri: Sveinbjörn, Höskuldur, Dagur, Guðni *****, Óli prik og Sigrún. Fórum skv. dagsskipan yfirliðsforingja rakleiðis inn í kirkjugarð til að taka æfinguna "dauðir rísa", eða "dead men walking" við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Ekki mundi einn undirliðsforingjanna hvort síðast hefðu verið teknir 5 eða 6 brekkusprettir (u.þ.b. 300m hver) en aðalritari upplýsti fúslega að þeir hefðu verið 6. Niðurskokk er ca. 400m milli spretta og var þetta gert í beit og stóðu herrarnir sig bara vel, svona séð aftanfrá. Skokkuðum svo heim á hótel í gegnum skóg þarsem allur snór er nánast horfinn og iðagræn grenitré gleðja augað. Talsvert drullusvað skemmir þó aðeins fyrir m.tilliti til stíls að neðan. Miðað við það veður sem var í upphafi æfingar var gott veður á æfingunni, hvernig sem á því stendur. Höskuldur með eitt stig kvartaði þó undan því að sprettbrautin væri aðeins of stutt en ég myndi frekar segja að hann væri aðeins of lappalangur, ætti að gera eitthvað í því. Guðni skýrði frá því að skv. mælingu í blóðbankanum í gær hefði hvíldarpúls hans mælst 47 og hefði starfsfólki bankans orðið um og ó og innt hann eftir því hvort hann væri annaðhvort blóðsuga eða hlaupari. Þarna er því greinilega um stökkafbrigði tegundarinnar Homo Extinctus að ræða, sem vart er lengur finnanleg í byggðu bóli manna, sérstaklega ekki á norðurslóðum.

Alls rúmir 7K

Kveðja,

Sigrún

mánudagur, febrúar 16, 2009

Hádegisæfing 16. febrúar

Mættir í dag í vorveðri: Jói speedwalker, Sveinbjörn og Björgvin sem fóru Suðurgötuna, Hössi, Dagur, Guðni, Geiri smart, Huld og Sigrún sem fóru Kaplaskjólið langt en þeir tveir fyrstnefndu tóku blaðburðarhring aukreitis. Gott veður og autt utan strekkings á köflum. Niðurstaða Powerade úrslita hefur leitt í ljós að allmargir FI meðlimir (líka áhangendur) eru í og við verðlaunasæti í sínum flokkum, nokkrir alveg öruggir en aðrir sjóðheitir. Greinilega vel staðið að uppbyggingar og þjálfunarmálum hjá þessu félagi og mættu fleiri taka sér slíkt til fyrirmyndar. Ef einhverjir hafa gleymt því hvert megininntak persónulegrar nálgunar í þjálfun er má heyra það hér. Þetta hefur skilað hópnum mælanlegum hámarksárangri svo ekki verður um villst.

Langt ca 9,8 en styttra 9,5K
Kveðja,
Sigrún

Fjölnir ath. þér er alveg óhætt að mæta í Powerade, það er líka flokkur fyrir Subway-fíkla.

laugardagur, febrúar 14, 2009

26.02.2009 - Inni-Þríþraut í Laugum

Inniþríþraut í Laugum verður haldin fimmtudaginn 26. febrúar
Kl. 20:45 - Konur
Kl. 21:15 - Karlar
Sund: 400 m í innilaug Laugardalslaugar.
Hjól: 10 km á spinninghjóli.
Hlaup: 2,5 km á hlaupabretti, enginn halli.
Skráning er á staðnum frá kl. 19:30 eða í tölvupósti: remisp50@hotmail.com
Þátttökugjald aðeins 1000 kr.Aðgangur í Laugum er innifalinn.
Mæting í veitingasal Lauga.
Upplýsingar í síma: 840-8652 (Rémi) / 894-6365 (Jens).

föstudagur, febrúar 13, 2009

Hádegisæfing föstudaginn 13.

Alþjóðlegi babe-dagurinn var í dag og þrjár pæjur og einn dólgur mættu: Þetta voru Huld, Anna Dís og Sigrún, allar í "post-Powerade" ásamt "der Trainer", sem sá til þess að allt færi siðsamlega fram. Farin var róleg Suðurgata í pollagöllum og klofstígvélum og ekki skemmdi tvöfalda spólvörnin á skónum fyrir. Ræddum við næsta sjósund, sem fer fram síðasta opnunardag mánaðarins, eða 25. feb. Þá er gott að vera búinn að fara í selshaminn a.m.k. 1 sinni og koma með aukaskópar til að nota þegar gengið er til sjávar. (ekki sveita) Sérstaka kátínu vakti að 4 af þeim sem pöntuðu múffur og höfðu enda greitt þær að fullu á reikninginn létu ekki sjá sig, en afhending fór fram í portinu hjá flugskýlunum. Strákar, kíkið á þennan tengil til að fá að vita næsta skref.
Alls 7,6K
Annars bara allt rólegt á vestur vígstöðvum og líka á Gaza.
Góða helgi,
Sigrún

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Hádegisæfing 12. febrúar

Mættir voru Dagur, Óli, Björgvin (The Pink Plaster)

Björgvin fór út að skítaröri og tilbaka (5,8k) á meðan Óla var boðið uppá 10k tímatökuhlaup á 44mín tempói (4:24 m/km). Farið var hratt af stað undan vindi, uppí vindinn hægði aðeins á en markmiðinu var náð, lokatími 44:06. Góður árangur hjá piltinum. Endaði í 10,68k.

Kveðja, Dagur

p.s.
Vetrarhlaupið fór fram í kvöld. Jón Gunnar gekk til góðs og þurfti að horfa í hnakkann á Hössa, Guðni kom léttfættur í mark, Huld stuttu síðar. Sigurgeir nokkuð á undan föðursystir hans Fjölnis, Sigrún á mögnuðum endasprett og Anna Dís tindilfætt í kjölfarið.

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Hádegisæfing - 11. febrúar

Mættir : Dagur, Sveinbjörn, Sigfús, Jói (á eigin vegum með bólgna hásin)

Farið var Suðurgötuna í köldu veðri. Gott hefði verið að hafa með sér múffu á hlaupunum til að halda hita í kroppnum. Beðið er eftir múffusendingu ritarans með eftirvæntingu.
Sjá hér mismunandi múffur og hvernig þær eru notaðar.

Kveðja,
Dagur

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Hvar er ritarinn?

Þín er sárt saknað.
Kveðja,
Aðdáendur

laugardagur, febrúar 07, 2009

Hádegisæfing 6. feb.

Mættum fríður flokkur í dag í frosti : Birna og Björg Stefanía úr flugdeild sem voru á sérleið, Ingunn á eigin vegum og restin: Kalli, Dagur, Guðni, Sigrún og Fjölnir sem fór á skjön við okkur en sameinaðist á bakaleið. Farin var Kapla short og strákar Kapla long með tvisti og blaðburði og var m.p. leiðar tempóhlaup, alveg óvænt. Allir strákarnir ætla að fá sér múffu v. fyrsta tækifæri, að sögn.
Allt um 9,4 og 9,7
Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

Hádegisæfing 5. feb.

Mættir á meistaraflokkssæfingu í dag: S.geir, J. Gnarr, D'gur, HUK og SBN. Í nánast alkuli
(-273,15°C ) fórum við Kaplaskjólið short með Sörlaskjóli sem tvisti og á heimleið Ægisíðu og hefbundið heim á hótel. Fallegt veður en Kári beit í vit og hlaupið var á þægilegu strákatempói. Umræðuefni dagsins var á mjög háu plani enda ekki nema von, allt fyrir ofan mitti var gaddfreðið og því einungis neðanbeltisumræða í gangi. Miklar vangaveltur voru um hina svokölluðu "múffu", notagildi, efnissamsetningu og hreyfanleika. Ætla þeir Geiri Smart og Hnakkinn að taka test á tækinu um helgina, þ.e. saman, og munu gera grein fyrir þeirri reynslu sinni eftir helgi. Má reikna með því að meðferðin jafnist á við gott pungspark, hið minnsta.
Alls um 9,4k
Kveðja,
Sigrún
Ath. Fjölnir komst ekki en hann stóð mótmælavakt við höfuðstövar Subway með "helvítis fokking fokk" skiltið sitt og mótmælti 6% hækkun á bát mánaðarins.

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Hádegisæfing 4. feb.


Í -9°C mættum við Guðni, Kalli og ég, en því miður missti Bryndís af okkur en fór sér. Hinir fóru rólegt og rómantískt vetrarhlaup frá hóteli, skógrækt, LSH (áður Borgarspítali), Efstaleiti, Kringlumýrabraut og gegnum suðurhlíðar inn í Öskjuhlíð og þaðan heim á hótel. Skítkalt en ekki amalegt með jafn myndarlega stráka sér við hlið, þótt annar sé hálfberrassaður og hinn hettuklæddur sem raðmorðingi. Drepið var á helstu þáttum samfélagsins, s.s. hækkun matarverðs, gámagramsi sem leið til sparnaðar og síðast en ekki síst greiðslustöðvun Baugs, því heyrst hefur að krafa Davíðs Oddssonar fyrir því að víkja úr Seðlabanka sé sú að Baugur verði lýstur gjaldþrota fyrst. "Allt he kurls have not come to the grave" í þeim efnum, eins og maðurinn sagði á útl"ensku". Túlki það hver á sinn hátt.
Alls tæpir 7k
Kveðja,
Sigrún

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Hádegisæfing 3. febrúar

Mættir í blíðviðri afmælisbarnsins Sveinbjarnar allsherjarendurskoðanda vóru: Hann sjálfur, Jói á sérleið, Dagur, Guðni, Síams, Huld, Óli og Sigrún. Fengum það verkefni að fara Suðurgötuna en einhver vantrú og efi sveif yfir vötnum. Þegar komið var áleiðis á vesturleið syðri var ljóst að um "fartlek" væri að ræða og var fórnarlömbunum stillt upp eftir hlaupastíl, asnalegastir fyrstir og svo koll af kolli. Skiptumst á að halda uppi "okkar" hraða á völdum köflum og hinir áttu að fylgja með, svona allt að því. Endað inni í skógi í landsfrægu "interval starti" þar sem meiningin var að bestir næðu lélegustu. Þrengsl á braut og ranglega reiknað interval hindraði hinsvegar að þetta yrði að veruleika og allflestir urðu að gera sér þrönga halarófu að góðu útúr skógi. Mikil hvít birta var inni í skóginum , v. snjós og blindaði aðalritara á köflum, en það breytti engu um framvindu hlaupsins svo þess er ekki getið nánar hér. Skemmst er frá því að segja að gefið hefur verið út að á morgun, vælulausa miðvikudaginn, verði farið dúnmjúkum höndum um félagsmenn og rómantík mun ráða ríkjum eða rækjum, eftir hvernig á það er litið. Síamstvíburarnir Fjölnir og Sigurgeir eru samt eindregið hvattir til að mæta og taka út sinn lögbundna hvíldardag, enda séu þeir komnir að fótum fram af ofþreytu og ofkeyrslu undanfarinna æfinga. Þeir vildu samt koma á framfæri að þetta er uppáhaldslagið þeirra um þessar mundir.
Alls 9 k
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, febrúar 02, 2009

Mánudagur 2. febrúar

Myndin er af síamstvíburasystrunum Fjölni og Sigurgeiri.
Mánudagar eru dagar fagurra fyrirheita eins og sást á æfingu dagsins. Mættir voru: Jói, Sveinbjörn og Ingunn á sérleiðum. Dagur, Guðni, Kalli, Sigurgeir, Fjölnir, Erlendur, Huld og Sigrún. Farið vestur í bæ og tekið tempóhlaup að kafara. Hofs fóru Huld, Fjölnir, Erlendur og Sigrún en lengri útgáfuna, sumir með blaðburðarhring og fl.: Dagur, Guðni, Kalli og Sigurgeir, sem er kominn í meistaraflokk. Sigurgeir vill endilega fá sem flesta FI meðlimi í liðið sitt á hlaupadagbókinni og hvetur alla til að skrá sig í liðið. Gaman er að sjá að þær Cargo-systur eru nú farnar að æfa fyrir opnum tjöldum, en það auðveldar allt aðgengi og eftirlit með þeim stöllum.

Alls 8,6 Hofs en 9,3 og uppúr á Kapla

Kveðja,

Sigrún

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Janúar

Var að taka saman hversu mikið ég hljóp í síðasta mánuði. Mér telst til að þetta séu 16 hlaupadagar og alls 186 km. Lengsta hlaup var 20k. Ekki mikið um spretti eða gæðaæfingar en markmiðum um vegalengd náð. Hvernig gekk ykkur hinum?
Kveðja, Jens

föstudagur, janúar 30, 2009

Hádegisæfing 30. jan.



Mættir: Jói (tók 6 kílómetrana létt), Guðni, Dagur, Huld, Kalli og Sigrún.

Æfing dagsins í dag var tileinkuð Guðna og sniðin að hans þörfum. Haldið var frá hóteli í gullfallegu sólskini og stillu vestur í bæ, Huld og kalli fóru Hofs, Guðni fór Kapla long + blaðburðar o.fl. á meðan Dagur dró aðalritarann á (asna)eyrunum í 2 tempókafla á Kaplaskjólsleið, sem gengu út á að láta Guðna ekki ná í skottið á asnanum. Færð var ágæt, þrátt fyrir snjó, enda rutt á brautum og hlýtt. Aðalritari reyndi eftir fremsta megni að gera sitt besta og gerðist hinn óvænti atburður að þjálfarinn sletti einu hrósyrði á flakið, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegt ef ekki eindæmi. Telst þá aðalritaranum til að 2ja ára niðurbrotstímabili hans sé formlega lokið innan skokkklúbbsins, enda benti koss á kinn hans, reyndar frá öðrum félagsmanni, til að nú ætti uppbygging og jákvæð meðul að ráða ríkjum. Ekki er annað hægt en að fagna því, ég verð að segja það.

GI vel á 10. K, SB og Day 9,3 en HK and Svale 8,7

Kveðja og góða helgi,

Sigrún

miðvikudagur, janúar 28, 2009

Hádegisæfing 28. janúar

Mæting: Þrjár stúlkur frá flugdeildinni, Fjölnir, Dagur, Kalli, Huld, Óli, Jói, Sveinbjörn, Ingunn og Sigurgeir. Guðnir og Sigurgeir fór Fossvogsdalinn eða total 8 km. Aðrir fór á séræfingar í mismunandi áttir.
Fjölnir, Dagur, Kalli, Huld og Óli skelltu sér í sjósund og skv. þeirra upplýsingum var sjórinn 1,8 gráða. Öll voru þau sammála um ágæti þess að skella sér í sjósund og verður þetta gert síðasta opnunardag hvers mánaðar.

Sigurgeir

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Hádegisæfing 27. janúar

Mæting: Þrjár stúlkur frá flugdeildinni og Fjölnir, Guðni, Sigurgeir, Dagur, Sveinbjörn, Baldur, Óli.
Það var ákv. að sýna Baldri hvernig við tökum sprettæfingar. Fórum í kirkjugarðinn og tókum 6 brekkuspretti. Við skiptumst á að reyna vinna Dag til að tryggja að hann tæki á því alla sprettina. Þegar við komum til baka að HLL fór Dagur að skoða úrið sitt og áttaði sig á því að skv. púlsmæli var þetta létt æfing hjá honum!

Samtals 7,4 km.

Kv. Sigurgeir

mánudagur, janúar 26, 2009

Mánudagsæfing 26. janúar

Mættir í kalsaveðri og rokrassgati: Jói á ráspól, hlaupandi, Ingunn á sérleið og kjarninn; Dagur, Guðni, Kalli, Huld og Sigrún ásamt Sigrúnu Erlends gestahlaupara, sem fóru Hofsvallagötuhring. Fínn vindur í bakið á útleið en heimleiðin vindasöm. Ákveðið að taka 2 tempókafla (annar var svo stuttur að aðalritari tók ekki eftir honum) en hinn var lengri og var frá dælu til kafara m. forgjöf. Þar gilti að éta eða verða étinn og var mikið lagt undir í þann sprett. Áttum svo von á 3ja spretti upp í Öskjuhlíð en tímamörk stóðust ekki svo haldið var heim á hótel.
Alls 8,7-k
Kveðja,
Sigrún
P.s. Hið fyrirhugaða sjósund er planað á nk. miðvikudag í hádeginu, en þá er opið í pottinn hjá sjósundfélaginu. Menn eru því beðnir um að klæða sig viðeigandi skýlur undir hlaupafötin og hafa meðferðis lítinn handklæðaræfil til þerringar eftirá.

laugardagur, janúar 24, 2009

Breyting á lokafresti á WARR skráningu

Skráningu fyrir WARR keppnina í Kína lýkur 31. mars. Ath. framlengdur frestur.
Bestu kveðjur,
IAC

Smellið hér

föstudagur, janúar 23, 2009

Fríkaður föstudagur 23. janúar


Frábær mæting var í blíðviðri dagsins í dag. Flugfreyjukvartettinn með þeim Sirrý, Björgu Stefaníu, Heklu og Birnu mætti galvaskur á flugvallarhring, Jói var á sérleið en fjöldinn fór fríkaða föstudaginn með brottfalli. Sveinbjörn og Anna Dís fóru rómantísku leiðina en Dagur, Guðni, Kalli, Fjölnir, Bryndís, Jón Gunnar, Óli, Huld og Sigrún fóru krækjur í Hlíðum, og stefndu síðan niður í Tjarnargötu, þar sem efna skyldi til sprettkeppni, því Dagur vildi ólmur af stallinum. Sprett var af stað um 300m kafla, niður Tjarnargötuna, sannkallaður dauðasprettur og varð þjálfara að ósk sinni með að missa konungdóminn. Stuttbuxnadrengurinn kom sá og sigraði og hrifsaði til sín valdastólinn. Hvort þetta er merki um hvað koma skal skal ósagt látið en þarna hafa klárlega orðið vatnaskil. Spurning hvort draga eigi úr þjálfun við unglingana á meðan ástandið er að jafnast út. Veit það ekki.
Hlupum síðan einn Rocky að hætti Laugaskokkara og skokkuðum síðan rólega heim í faðm helgarinnar.
Alls 8,4-K
Kveðja,Sigrún

KALLI Á HÓLI
Hvern þekkirðu í Flóanum kaldari karl en hann Kalla-Kalla-Kalla-Kalla á Hóli
Og hver finnst þér æstari í kvenfólk og svall en hann Kalli-Kalli-Kalli Kalli á Hóli
Hann syngur og drekkur og dansar og hlær,og dreymandi' hann þráir hver einasta mær
Því enginn á landinu' er konum eins kær og hann Kalli, (hvaða Kalli), hann Kalli (hvaða Kalli) hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli.

ASCA -keppnin 2009

Ágætu félagar.
Lufthansa hefur ákveðið að fresta ASCA-keppninni fram á haust og verður hún haldin annaðhvort í október eða nóvember. Nánari upplýsingar verða birtar um leið og þær berast.
IAC

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Hádegisæfing 22. janúar

Mættir í dag: Jói á sínum hring og kvartett Óla Briem með Degi, Guðna og Sigrúnu. Fórum nokkuð óhefðbundna leið frá hóteli, Snorrabraut, Grettisgötu, Alþingi að kíkja á mótmæli, Vesturgötu, Hofs og þaðan fóru ÓB og DB Kapla long en "morðinginn" og stripparinn fóru Hofs áfram og niður á Ægisíðu, þar sem þau vóru hirt upp af hraðlestinni og samferða hefðbundna leið tilbaka á hótel. Greiðfært var á götum en flughált á stíg þar sem frosið hafði yfir söndun. Mannskaðafæri semsagt. Þau válegu tíðindi bárust mér til eyrna að búið væri að hrinda sprettkónginum af stalli, það hefði gerst í gær í 6*300m sprettum í Tjarnargötu. Kemur þá upp í hugann að sjaldan launar kálfur ofeldið. Bregðast þarf við þessu með viðeigandi hætti.

Alls 9,5-K hjá styttri en 10-K hjá lengri.

Kveðja,
Sigrún

Reuters

Hvar endar þetta?

Mótmælin
Aðalritari brá sér af bæ í gærkvöldi og gekk yfir Austurvöll með viðkomu á Hverfisgötu og var verulega brugðið við þá sjón er við blasti. Eitthvað miklu meira en "helvítis fokking fokk" var í gangi þar.

mánudagur, janúar 19, 2009

Dulbúinn mánudagur 19. jan.

Mættir í fínu veðri, þó smá vindur í mót á bakaleið: Bjöggi (dnf), Kalli, Dagur, Guðni (hettuklæddi Breiðholtsmorðinginn), Huld, Sveinbjörn, Fjölnir og Sigrún. Jói var að hlaupa flugvallarhring með"pacer" á hjóli og Ingunn á sérleið. Það leit út fyrir að þjálfari léti undan aumingjaþrýstingi félagsmanna með léttan dag en sú von fjaraði út jafnskjótt og hópurinn kom að Háskólasvæðinu. Leggja átti upp 3 tempóhlaup inni í Suðurgötuleiðinni. 1. Blaðburðarhringur, rólegt. 2. Dælustöð að kafara, rólegt og 3. (einungis fyrir naglbíta) Brekka og í gegnum skóg, rólegt heim. Í gegnum þetta þræluðu félagsmenn sér, hver með sínum skrefstuttu eða -löngu fótum. Einungis 2 þreyttu síðustu raunina, enda hafði lífsþrótturinn verið illa murkaður úr lýðnum á tempókafla 2 er hettuklæddi Breiðholtsmorðinginn birtist óvænt og gerði aðsúg að þolendum. Mikil hræðsla greip um sig og hraðaaukning var merkjanleg.
Góður rómur var þó gerður að þessari æfingu og greinilegt að margir áttu inni fyrir meiru. Leiðinlegt er þó að geta þess að BB, sem loks er kominn í samlita skó,buxur og sokka, þurfti að hætta í upphafi æfingar v/meiðsla.
Alls tæpir 8-K og yfir.
Kveðja,
Sigrún

Limra dagsins:
Endalaus tempóhlaup
langar að leggja upp laup.
Í félagsskap frárra
er fjandanum skárra
að fá sér eitt Jäger-staup.

föstudagur, janúar 16, 2009

Ófríkaður frjádagur 16. janúar


Mæting í dag: Jói krafthlaupsgöngumaður, Fúsi, sem fór Erfðagreiningarhring, Kalli ("ég er ekkert að nenna að pína mig"), Hössi (ekki -Drekinn), Sigurgeir (sem er að manna sig upp í stóra bombu (b-o-b-u) á aðal, Huld hérastubbur og Sigrún í matarhorninu. Frábært veður og Hofsvallagata farin á þægilegu tempói. Fyrst ekki varð úr að gera final-test armbeygjanna í miðbæ eru menn eindregið hvattir til að framkvæma þær í friðhelgi heimilisins og skila inn tölum þar að lútandi. Nokkra athygli vakti aðkoma þjálfara að æfingu dagsins, en hann birtist á punktinum og bandaði höndum, jakkafataklæddur, og minnti helst á þjálfara úr enska boltanum. Menn eiga ekki að láta vinnu eyðileggja fyrir sér og slíta sundur daginn!
Alls 8,6-K
Góða helgi,
Sigrún

Final Test

Set upp vettvang fyrir final test, sem eins og menn muna á að gera í þessari viku.

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Hádegisæfing 15. janúar

Mæting: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Óli, Jói, Jón Gunnar, Huld.
Fín mæting í góðu veðri. Farið Hofsvallagötu nema Óli sem fór Frostaskjólið. Það var gaman að sjá helstu vonarstjörnu klúbbsins á ferðinni aftur ;o)

Því miður komst Aðal ekki en fréttir herma að hún sé í detox í Póllandi og komi sterk til baka á morgun!

Kv. Sigurgeir

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Kolkrabbinn 14. janúar


Það er bannað að koma brosandi í mark á kolkrabbanum, það er merki um að ekki hafi allt verið lagt undir. Undir þessum ströngu pyntingarformerkjum gengum við sjálfviljug inn í gin kolkrabbans; Dagur, Guðni, Kalli, Huld og Sigrún. Sveinbjörn tók "smokkfiskinn", en Ingunn og Jói voru á eigin vegum. Snjór var yfir öllu en frábært hlaupaveður. Fagaðili tók kolkrabbahópinn út og sagði að þar reyndist sýnishorn af fólki úr öllu litrófi þjóðfélagsins, þ.e. einn hommi, einn alki, ein fegurðardrottning, einn terroristi og einn geðfatlaður og verður nú hver að finna samsvörun í sínum manni. (innsk. höf. -birt án leyfis og án ábyrgðar). 'A föstudag, fríkaða frjádaginn, gefst meðlimum hópsin aftur á móti kostur á að sýna hvað í þeim býr er teknar verða svokallaðar "open-air push-ups", en það er lokaáfangi áskorunarinnar, eða "final-test".

Until then-keep smiling! :)

Alls 8K

Kveðja,

Sigrún

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Hádegisæfing 13. janúar

Góð mæting var í dag: Jói í krafthlaupsgöngu, Sveinbjörn á eigin vegum, Fúsi á sérleið, Björg Stefanía og Hekla á eigin hring en restin; Hössi, Dagur, Óli, Fjölnir og Sigrún fóru Kópavogshlaup með viðkomu í Fox-skógrækt-Öskjuhlíðarkolkrabbaarmur með "escape path" inn í skóg og heim á hótel. Kalt og alveg stillt veður og snjóföl. Athygli vakti að BB, sem slasaðist við módelstörf í undangenginni viku, sá sér ekki fært að mæta.

A "special request" for Óli as a part of the ASCA song contest program.
Alls, 7,8K
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, janúar 12, 2009

Næsta áskorun á eftir armbeygjum, upphífingar og magi

Vil benda gildum limum í FISKOKK á eftirfarandi myndband.
Þar tekur amerískur og vel "tanaður" dvelli vel á því og kynnir nokkrar skemmtilegar æfingar sem verða teknar upp hjá klúbbnum á næstu misserum.

http://www.youtube.com/watch?v=pfsTKfUT-RQ

P.s. Sigrún, þú verður að hætta að hlaupa með "diktafón" og taka upp óhljóðin í félögum þínum.

Kv. Bjútíið

Hádegisæfing 12. janúar

Fantagóð mæting í sólinni í dag: Jói í kraftgöngu, Sveinbjörn, Anna Dís og Fúsi fóru Suðurgötuna, Bjöggi fór Hofsvallagötu, Sigrún og Kalli voru pínd til að fara Kapla short og Huld strandleiðis en Dagur og Guðni fóru Kapla long with a twist. Tókum tempóhlaup frá okkar startstöð út að kafara þar sem aðalritari mátti þola háðuglega útreið á leiðinni. Söfnuðumst síðan saman fyrir niðurskokk heim á hótel. Nokkuð bjart var yfir mannskapnum eins og veður gaf til kynna og verður nú loks æfingafriður fyrir undangengnum keppnum sem hafa reynt nokkuð á geðslag og andlegt jafnvægi meðlima hópsins. Búið er að gefa út æfingaáætlun vikunnar og ætlunin er að taka Kolkrabbann á miðvikudag.
Alls frá 7-9,6 km.
Kveðja.
Sigrún
Svona var hljóðið úr BB þegar hann sá að Doris Day & Night nálguðust!

sunnudagur, janúar 11, 2009

Lokatölur úr ambeygjuáskorun viku 6



Ágætu armbeygjutröll.

Nú þarf að skila inn síðustu tölum. Maxtala x 3, vika, dálkur

Hvernig final-test fer fram verður leiðbeinandi hópsins að ákveða.

föstudagur, janúar 09, 2009

Hádegisæfing - 9. janúar

Mættir í dag í post Powerade recovery run og aðdáendur: Björgvin, sem á mynd sýnir nýju línuna í 2009 hlaupafatnaði. Línan samanstendur af dry-fit treyju úr teygjanlegu efni (fyrir ummálsbreytingar), tights (sem er skyldueign hlauparans) með bómullarskrefbót og punghlíf, endurskin á gluteus maximus, renndar skálmar á kálfum. Við þetta ber Björgvin þokkafulla gula markmannshanska (good grip) frá finnska vetrarstríðstímanum. Þetta telst vera tískulína hlaupahópsins í ár og öll frávik í klæðnaði meðlima verða skoðuð af glöggskyggni, annað hvort til samþykktar eða synjunar.
Aðrir á æfingunni voru: Sveinbjörn, Fjölnir, Óli, Guðni, Kalli (tanaður í drasl), Dagur vestisberi, Huld, Hössi, Jói á sérleið Bryndís og Sigrún.
Fórum hefðbundinn sýningarrúnt um Sæbrautog miðbæ, ráðhús og heim á hótel. Skiptust menn á sögum af afrekum Powerade í gærkvöld, þar sem keppt var við fínustu aðstæður og verða sumir að sætta sig við að hafa ekki hönd á Hnakka.
Alls um 8K í fínasta veðri.
Minni á að armbeygjuáskorun lýkur á sunnudag en þá þarf að skila inn síðustu tölum úr suðurlandskjördæmi vestra.
Góða helgi,
Sigrún





miðvikudagur, janúar 07, 2009

WARR - Skráningu á netinu lýkur í lok janúar

Þeir kínversku vilja greinilega hafa tímann fyrir sér. Frestur til að skrá sig rennur út í lok janúar, næstum átta mánuðum áður en keppnin á sér stað. Þeir þurfa sennilega þennan tíma til að gaumgæfa bakgrunn þátttakenda áður en þeim verður hleypt inn í helgidóminn. Ég er búinn að skrá mig á netinu og gekk það mjög vel fyrir sig. Slóðin er http://worldairlineroadrace.org/warr2009_race_registration.html

Hótelpöntun er reyndar ekki hluti þessarar skráningar en nánari upplýsingar eru um þau mál inni á heimasíðunni.

The largest airline industry sporting event dedicated to the fostering of friendship between airline personnel will take place in Hangzhou. At the event, you will have the chance to compete with participants from around the world in the 5.000m and/or 10.000m run and/or added this year the Sedan Chair Race.
The registration deadline is end of this month!

Kveðja, Jens

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Hádegisæfing 6. janúar

Frábært veður var í dag og fín mæting. Mættir voru Dagur, Guðni, Bryndís, Huld og Sigrún. Jói var í kraftgöngu og Ingunn á skógarleið. Fórum Hofsvallagötuna á rólegu stráka tempói (hratt f. suma) og rifjaði Guðni upp sokkabandsár aðalritara sem markmanns í Val. Sjaldan hefur aðalritara hlýnað jafn mikið um hjartarætur og á þeirri stundu er heyrinkunnugt varð að hans hefði verið getið í Valsblaðinu 1988. Frægðarsólin er reyndar ekki með öllu hnigin til viðar og má sjá neðangreinda frétt í Valsblaðinu 2008, einungis 20 árum síðar.
Alls 8,72K en Dagur tók blaðburðarhringinn aukreitis.
Kveðja,
Sigrún
Lengi lifir í gömlum... smellið á mynd til að stækka.

mánudagur, janúar 05, 2009

Hádegisæfing 5. janúar

Nokkrir strákar og ein stelpa mættu á æfinguna í dag. Þetta voru þau Sveinbjörn á sérleið, Bjöggi sem kom út úr skápnum (Suðurgata), sko í karlaklefanum, Fjölnir á frívaktinni, Guðni, Dagur, Hössi, Óli blaðburðardrengur og Sigrún. Farin var Hofsvallagata á rösku tempói og á Ægisíðu voru menn krafðir svara um hver væru þeirra markmið fyrir 2009. Hössi ætlar að bæta sig í öllum vegalengdum, Guðni og Dagur ætla að hlaupa 2009 Km á árinu (duh...), Fjölnir ætlar 10 km á 45 mín. á árinu en Óli var ekki til frásagnar og Sigrún ekki með neitt í hendi fyrir árið en er að vinna í því. Eftir Hofs var tekinn einn "simulator" í Öskjuhlíð af þeim sem eftir voru. Næsta fimmtudag er svo Powerade vetrarhlaupið sem síðast var háð við voveiflegar aðstæður. Síðast var það svona

Alls 9,44K
Kveðja,
Sigrún

sunnudagur, janúar 04, 2009

Armbeygjuáskorun vika 5



Gleðilegt ár!

Nýárstölur í viku 5 þurfa að berast í dag, þ.e. 3x maxtala og vika+dálkur.

föstudagur, janúar 02, 2009

Freaky Friday 2. janúar

Mættum í "Kallaveðri" (þ.e. stuttbuxna) og tókum góða æfingu , ég og Óli Briem. Sigurgeir tók Suðurgötuna, enda með fótboltameiðsl. Undirrituð og Óli voru staðráðin í að taka kolkrabbann, enda engin ástæða til að vera að hanga eitthvað inn í nýja árið. Brautir auðar og ekki mikill vindur og Óli ca. 15-20 sek. á undan í öllum sprettum. Sammæltumst um að halda áfram í armbeygjuprógrammi eftir að því lýkur formlega. Góð samviska inn í helgina.
Hvar voru hinir þegar þetta fór fram, mér er spurn?
Alls 7,74K
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, desember 31, 2008

Gamlárshlaup Í.R. 31.12. Anno 2008

Frábærar aðstæður voru til líkamsdýrkunar í dag, það sýndi metþátttaka 776 hlaupara (jólasveina og annarra búningabera og án) í dag. Ræsing var kl. 12.00 og var búið að nema á brott einu brekku leiðarinnar, við töluverðan fögnuð viðstaddra. Góð mæting var meðal FI SKOKK-meðlima og án. Einnig vóru nokkrir áhangendur hópsins og fóru sumir þeirra full mikinn. Úrslit þeirra sem til sást eru eftirfarandi, talan á undan sýnir röð í flokki. Heildarúrslit.
Karlar:
4 39:31 Dagur Björn Egonsson 1964 SK.FLUGL
7 40:23 Höskuldur Ólafsson 1965 ÍSÍ
26 41:36 Jón Gunnar Geirdal Ægisson 1974 ÍSÍ
10 42:29 Guðni Ingólfsson 1967 SK.FLUGL
31 47:42 Jens Bjarnason 1960 SK.FLUGL
190 53:48 Erlendur Svavarsson 1972 ÍSÍ
191 53:50 Jón Mímir Einvarðsson 1970 SK.FLUGL


Konur:
1 44:04 Huld Konráðsdóttir 1963 SK.FLUGL
5 47:10 Sigrún Birna Norðfjörð 1966 VALUR
2 51:42 Bryndís Magnúsdóttir 1950 SK.FLUGL
8 53:06 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 1960 SK.FLUGL
55 56:22 Rúna Rut Ragnarsdóttir 1976 ÍSÍ

Athygli vekur að menn og konur keppa undir ýmsum merkjum en innst slær hjarta skokkklúbbsins.

Aðalritari vill nota þetta tækifæri og óska öllum gleðilegs árs og friðar og þakkar allar sætar og súrar hlaupastundir á árinu sem er að líða, sérstaklega þær allra sveittustu.
Lifið heil!
Kveðja,
f.h. IAC
SBN
Annáll

mánudagur, desember 29, 2008

Hádegisæfing 29. desember

Mætt í dag: Sveinbjörn, Huld og Sigrún. Tókum Suðurgötuhringinn með 4x 400m sprettum á milli. Huld og Sveinbjörn gerðu æfinguna vel en þar sem ég tók þetta í gær var ég ekki á fullu gasi. Frábært veður og autt. Viðrar vel til gamlárshlaups ef heldur áfram.
Alls 7 -K rúmir
Kveðja,
Sigrún

sunnudagur, desember 28, 2008

Skil á maxtölum í armbeygjuáskorun viku 4


Sælinú.

Þá er komið að jólatölunum úr armbeygjuáskoruninni í viku 4.

Muna að tilgreina viku og dálk og eins taka fram ef maður er orðinn öryrki af þessu.

Dæmi: Stína stuð 25/30/33 Vika 4, dálkur 2/ Ö

föstudagur, desember 26, 2008

WARR - Upplýsingar

Nú eru upplýsingar farnar að berast um næsta WARR hlaup. Farið inn á http://worldairlineroadrace.org/warr2009_race_info.htm og kannið málið. Eins og áður hefur komið fram mun hlaupið fara fram í Hangzhou í Kína í september. Enn er beðið frekari upplýsinga, m.a. um væntanleg kostakjör á bókuðum farseðlum til Shanghai. Fylgist með á http://worldairlineroadrace.org/. Kveðja, Jens

þriðjudagur, desember 23, 2008

Buxur í óskilum

Hössi fann hjá sér svartar síðar tights Nike hlaupabuxur í stærðinni small. Væntanlega hefur hann tekið þær í misgripum eftir einhverja æfinguna eða ...

Ef einhver saknar þeirra þá látið vita.

Kveðja,
Dagur

mánudagur, desember 22, 2008

Hádegisæfing 22. desember

Myndin er af Kalla.
Mættir í dag í post-Powerade fíling: Gnarr, GI-2008, Odd, Huld forsíðustúlka og Sigrún Adelstein. Óli hafði sést við iðju sína í baðklefa nokkru fyrr. Fórum Kaplaskjólið í meðvirka hlaupinu hans Guðna þar sem hann þurfti að ná inn 2008 km fyrir ársuppgjörið sem hann og gerði. Óskum honum innilega til hamingju með það!!! Veður var nokkuð vott og hvasst og kom það skemmtilega við kauninn á fyrrum keppendum P-hlaupsins sem kennt er við ógeð þessa dagana. Sérstaklega má tilgreina ísnála-effektinn á bakaleið, sem þó var barnaleikur miðað við það sem þátttakendur eru vanir. Góður rómur var gerður að hressingu hlaupsins sem endaði í 9,35-K sem allir voru rennblautir.


Limra dagsins


Á hlaupum milli staura

með pungsveitta Giljagaura

var slabbað í dag

það er okkar fag

að fórn'okkur fyrir smáaura.


Góðar stundir.

Sigrún

sunnudagur, desember 21, 2008

Armbeygjuáskorun-skil á maxtölum í viku 3


Vinsamlega skilið inn tölunum elskurnar. Muna að tilgreina viku og dálk.

Dæmi: Bjössi bolla: 20/18/33, vika 3, dálkur 1.

Kveðja,

Adelstein the main writer

föstudagur, desember 19, 2008

Fríkaður frjádagur 19. des.

Fórum Suðurgötuna strandmegin ég og Dagur og var það ansi hreint fínt hlaup í sköfnu færi. Ekki oft sem tveir af helstu gæðingum hópsins fá næði til að sýna sig í sínu helköttaða ásigkomulagi. Góða helgi.
Alls 7,6-K
Kveðja,
Sigrún :)

fimmtudagur, desember 18, 2008

Jólakvöldæfing fimmtudag 18. des.


Frábær mæting var á jólaæfingu skokkklúbbsins í kvöld. Þar voru samankomin þau: Jens og tíkin (man ekki nafnið), Sibba, támarði ofurhlauparinn, Sveppi með veskið, Oddgeir "ég kem allsber fram ef ég þarf", Fjölnir froskagleypir, Sigurgeir (glamúr is my middle name), Anna Dís megabeib, Ársæll ambeygjumógúll, Huld the cover girl, Bryndís "you can leave your light on", Guðni RM-kerfisþræll og Sigrún, armbeygjukvíðasjúklingur. Sveppi vildi taka við stjórnartaumumog leiddi okkur á vesturleið á leið niður á tjörn. Þar mátti taka hringi að vild, kringum tjörnina og endaði æfingin í 2 góðum hringjum á sæmilegu tempói m.v. aðstæður og 3. hringur var tekinn að Jónasi og þaðan skokkað heim í samfloti. Áður hafði tík Jens lent á bráðastefnumóti og því þurfti Jens að hverfa á braut all snarlega og ekki í fyrsta sinn. Við hin fylgdumst að heim á hótel þar sem gengið var til baðklefa og ýmist farið í saunabað og/eða gengið til sameiginlegrar kerlaugar, þar sem neytt var veitinga af bakka. Æfingin var hin hressilegasta og þrátt fyrir þungt og "loðið" færi nutu þátttakendur ljúfrar samveru í hvívetna.
Alls tæpir 8-K og hverrar krónu virði.
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, desember 17, 2008

Hádegisæfing 17. desember

Allt vaðandi í Guggum í dag!

Mættir voru Kallinn (með buff), Oddurinn, Hössinn, Ólinn og Dagurinn ásamt formanns Guggunni og þremur flugdeildar Guggum á eigin vegum.

Karlhormónarnir æptu á átök og ráðist var í kolbrabbann. Eftir annan sprett laumaði Kalli út úr sér "...hvað vorum við velja þessa æfingu..." - en allir kláru æfingu með reisn þrátt fyrir erfitt færi, sleipt og þungt.

Fín æfing.

Kalli kveðjur með þessari æfingu klakann og heldur á vit ævintýranna - hann mun dvelja á Seychelleyjum um hátíðarnar - 'lucky bastard'. Seychelleyjar er eyjaklasi í Indlandshafi, norður af Madagascar. Hann mun halda áfram æfingum á ströndinni og gefa skýrslu þegar hann kemur tilbaka.

Einvígi virðist vera í uppsiglingu í næsta Powerade Vetrarhlaupi eftir ummæli Hnakkans í athugasemdum við lýsingu Guðna frá síðasta hlaupi, þar gerir hann stólpa grín að bæði Guðna og Hössa. Gaman verður að fylgjast með.

Næst - jólaæfingin á morgun - sjá hér að neðan.

Kveðja,
Dagur

Jólaæfing kl.17.15 á fimmtudag 18. des.


Munið eftir jólaæfingu morgundagsins, pottur/gufa og sælustund á eftir. Ekki gleyma sundfötunum.

Kveðja,

Stjórn IAC

þriðjudagur, desember 16, 2008

Hádegisæfing 16. desember



Orð dagsins: Að vera á sjávarréttakúrnum er "when I seafood, I eat it".

Fyrst er hér áríðandi tilkynning frá einum aðalaðstandanda Powerade vetrarraðhlaupsins:"Ef veður verður verra eða jafnslæmt og í ógeðshlaupinu sl. fimmtudag mun hlaup verða fellt niður. Ekki mun vera forsvaranlegt að ætla nokkrum starfsmanni hlaupsins að stunda sína vinnu við viðlíka aðstæður og mynduðust á keppnissstað."

Mættir í dag í fallegu veðri en snjó voru: Ingunn og Laufey á sérleið í skógi (hvað er svona spennandi þar í innviðum trjánna?), Sveinbjörn, Fjölnir (Suðurgata), Sigurgeir (Hvell Geiri/Flash Gordon) og Sigrún (Hofs) og Dagur, sem var sendur lengri leiðina í Kaplaskjól af því að við nenntum ekki að hafa hann hjá okkur alla leiðina. Samdóma álit 3jamannanefndar á Ægisíðu krefst þess að Gnarr nokkur Hnakki skili inn blóð og þvagprufusýnum til RALA sem allra fyrst. Grunur leikur á að um misnotkun kynbótaefna sé að ræða samkvæmt niðurstöðum úr síðasta keppnis. Gæti rannsókn þessi hæglega leitt af sér tafarlausa brottvikningu. Annað mál, sem ekki er síður visst umþóttunarefni, er að heyrst hefur að nokkrir meðlimir klúbbsins séu farnir að velja sælustund í jólahlaðborði framyfir auglýstan æfingatíma og er það athæfi nú til skoðunar hjá opinberum aðilum.
Suðurgatan 7,eitthvað
Hofs 8,6 eins og venjulega
Kapli 9,3-4
Munið eftir jólaæfingunni á fimmtudag kl. 17.15. Pottur og sæla á eftir.

Kveðja,
Sigrún






mánudagur, desember 15, 2008

Breaking News

Þjálfarinn hefur talað og létti þá allri heimsbyggðinni:

http://hundredpushups.com/what.html
"Remember, the main aim of the hundred push ups program is to improve your strength, fitness and general health. It really doesn't matter what style of push up you perform as long as you continue to make progress and keep challenging yourself. "

Good to know.
Aðalritarinn

Brúar- og kærustuhlaupið 15.desember


Mættir voru við hamarshögg: Sveinbjörn (fylgdi okkur fyrsta kaflann), Dagur, Hössi, Kalli með húfu, Óli, Huld og Sigrún. Fórum gegnum skóg frá hóteli og framhjá skógrækt, Háaleitisbraut, Fellsmúli með nýjum stíg, Ármúli, Safamýri, Hlíðar og heim á hótel. Strákarnir héldu sig í frontinum enda ræddu þeir gamla tíma þar sem menn áttu kærustu í hverri höfn, "já, þá var nú gaman að lifa", og bentu dreymnir á hvern heimasætugluggann á fætur öðrum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og andi einkvænis svífur yfir vötnum sem vissulega getur verðið andlega krefjandi. Ja, sei sei. Menn mega muna sinn fífil fegurri í þeim efnum. Við stelpurnar þurfum ekki að rifja upp svona fortíð sem engin er þannig að við héldum okkur bakatil. Veður var að mestu gott en snjór yfir öllu. Tekinn var status á því hvernig framkvæma á hina fullkomnu armbeygju og er ansi hætt við að margir fengju sínar ekki teknar gildar ef farið væri eftir þessum allsendis ofurfáránlegu viðmiðum.

Aðalritari lýsir yfir miklum áhyggjum af hinu meinta hvarfi Steypireyðar, vill að hann tilkynni til næsta strandstaðar strax ef hann hyggst halda á djúpsjávarmið og/eða ef hann er á Kolmunnaveiðum. Ellegar verður Hafró að fara í umfangsmikla leit að skepnunni með tilheyrandi fínkembingu á sjávarbotni.
Alls 8,3-K
Kveðja,Sigrún hvalavinur

sunnudagur, desember 14, 2008

Armbeygjuáskorun-skil á 3 maxtölum í viku 2

Vinsamlegast skilið inn maxtölum vikunnar skv. æfingaprógrammi í "comments", þ.e. nafn og 3x maxtala (sem er talan úr síðasta setti hvers æfingadags og tilgreinið viku og dálk).

Dæmi: Dagur Egonsson (3/45/100) vika 2/ dálkur 3.

föstudagur, desember 12, 2008

Freaky Friday 12. desember

Það sem er "freaky" er að einhverjir eftirlifendur hlaupsins í gær séu aftur mættir til leiks en annars var fantagóð mæting. Sveinbjörn og Anna Dís skelltu sér Suðurgötuna, Sigurborg og Ágústa fóru í tjarnar/miðbæjarhlaup og restin (Dagur, Óli, Kalli, Guðni, Huld og Sigrún) fór Hofsvallagötu eða Kapla/Granaskjól. Fallegt veður og stillt en snjór á braut og undirliggjandi hálka. Með þakklæti í huga eftir að hafa komist lífs af í gær bið ég fólk að njóta helgarinnar og ganga hægt eða hratt um gleðinnar dyr.
Alls á bilinu 5-7-8,6-9,3K

Í tilefni dagsins

Kveðja,
Sigrún
Ath. munið að klára armbeygjur og skila inn tölum á sunnudag.

fimmtudagur, desember 11, 2008

Ógeðshlaupið

Í stað þriðja vetrarraðhlaupsins var haldið ógeðshlaup í kvöld. Reyndar var það haldið undir merkjum Powerade og þetta voru sömu mennirnir sem stóðu fyrir þessu, en ég læt ekki blekkjast svo auðveldlega.

www.vedur.is segir að það hafi verið SA 18 m/sek kl 21 þegar hlaupinu lauk. Það er ekki ofmælt og fróðlegt að vita hvað vindurinn fór upp í kviðum. Eitt var að geta ekki staðið í lappirnar, verið rennblautur en hitt verra að ná ekki andanum.

Tímarnir mínir voru í besta falli áhugaverðir:
4:48, 6:05 (ath algjört flatlendi), 4:20 (fauk upp brekkuna), 4:36, 4:06
4:08, 4:02, 5:24, 6:59 (ekki prentvilla), 6:11 = 51:24, nýtt ekkimet, 37. í mark af ca 150 sem lögðu af stað.

Aldrei hef ég hlaupið á 10km hraða en farið samt fram út manni, eins og ég gerði á 10. km.

Hössi virtist sprækur þrátt fyrir meintan lasleika síðustu viku og fór sæmilega hratt af stað. Oddgeir og Gnarri byrjuðu fyrir aftan mig, en hafa líklegast farið framúr á öðrum k, tók aldrei eftir þeim og sá þá ekki koma í mark á eftir mér.

Ca. tímar þeirra sem komu á eftir mér: Huld (53:57), Sigurgeir (55:06), Sigrún (55:47), Ása (57:11).

Það er eins gott að við fáum einhver stig fyrir að klára, þó að röð í mark (í mínu tilfelli) gefi ekki tilefni til óhóflegrar bjarsýni.

Ágæt lýsing á veðrinu er að Dagur var inni í bíl með tímatökuna, en það hef ég ekki séð áður.

Fyrstu verðlaun í kvöld fá allir þeir sem mættu og hlupu. Sérstök aukaverðlaun fær Dagur fyrir að ná að plata okkur vitleysingana út.

Takk fyrir mig. Þetta verður ekki verra. Nú mun ALDREI vera hægt sleppa hlaupi vegna veðurs.

Guðni I

miðvikudagur, desember 10, 2008

Hádegisæfing - 10. desember

Mæting : Guðni, Dagur, Anna Dís, Kalli, Huld, Björg og var ekki Sveinbjörn þarna líka?

Kalli átti setningu dagsins þar sem hann stóð á stuttbuxunum í búningsklefanum og spurði: "...er húfuveður?". Var þetta spurning um að verða ekki kalt á hausnum eða átti að koma í veg fyrir að hárgreiðslan ruglaðist og hárgelið læki niður í augun?

Þar sem Powerade Vetrarhlaupið er á morgun var tvennt í boði. Annars vegar Suðurgata á stelpuhraða með Guðni fyrir þá sem voru að fara í Powerade eða treystu sér ekki í meira og hins vegar Hofsvallagata eða meira út að kafara á veiðihraða fyrir þá sem ekki voru að fara Powerade eða vildu meira.

Anna Dís vildi fara á kerlingarhraða en þar sem aðeins voru Guggur og Gaurar á æfingu var aðeins boðið uppá stelpuhraða á Suðurgötuna.

Góð æfing í 8 gráðu hita og greinjandi rigningu.

Kveðja,
Dagur

þriðjudagur, desember 09, 2008

Hádegisæfing 9. desember

Mæting í dag var góð: Ingunn og Laufey fraktskvísur vóru á eigin vegum, Sveinbjörn fór Suðurgötuhringinn (hefði klárlega átt að koma með okkur) en restin fór rólega Hofsvallagötu, eftir megni (sem þýðir að sumir eru rólegri en aðrir). Þetta vóru Guðni, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Bryndís og Sigrún. Snjór var á brautinni en sandað á stíg, sem er gott en ákveðinn kvíðbogi er samt í þeim hlaupurum sem hyggjast fórna sér í Powerade á fimmtudaginn, varðandi veður og færð. Annað, öllu alvarlegra mál er þó ofar í huga félagsmanna, en það er stóra vínsmökkunarmálið sem nú virðist í uppsiglingu og er á of viðkvæmu stigi til að hægt sé að greina frá því í smáatriðum. Spyrja verður að leikslokum um lúkningu þess máls og verða dæmin að tala sínu máli á fimmtudaginn. Munið: "Eftir einn, ei aki neinn" en hinsvegar minnir mig að einn góðkunningi lögreglunnar hafi sagt: "Eftir tvo, hlauptu svo". Glöggir lesendur vita eflaust við hvurn er átt.

Fínt veður og alls 8,75K

Veðurspáin fyrir fimmtudaginn

Kveðja,

Sigrún

mánudagur, desember 08, 2008

Hádegisæfing 8. des. "Simulatorinn"

Samkvæmt plani var "simulatorinn" tekinn í dag, Sveinbjörn var á eigin vegum en í herminn mættu: Guðni, Kalli, Oddgeir, Huld og Sigrún. Dagur kom svo inn eftir fyrsta hring en hann þurfti að bera út fríblöð í Múlahverfi fyrst og hljóp þaðan. Fyrir ókunna skal þess getið að hermirinn er braut sem er um 800m löng, liggur upp ASCA-brekku í skógi, áfram í átt að Perlu, 180° snúningur (mikilvægt að ná góðum möndulsnúningi), niður malarstíg (nú snævi þakinn) og áfram eftir vegi í gegn hjá keðju. Lenging brautar var grenjuð í gegn af ljósfextum kvenkyns þátttakendum og er það vel. Þessi leið var tekin 3x eftir um 2K upphitun, skokkað rólega á milli og niðurskokk eftir það. Alls var æfingin um 8K í snjó en fínu veðri. Enn eiga nokkrir, sem tóku áskorunina um armbeygjur alvarlega, eftir að skila inn sínum 1. viku tölum. Þar á meðal er upphafsmaður og sá sem er í forsvari æfinganna ásamt öðrum slúbbertum. Menn mega búast við dagsektum ef frekari tafir verða á birtingu talna.
Kveðja,
Sigrún

Running form - how to improve it.

sunnudagur, desember 07, 2008

Armbeygjuáskorun-skil á 3 maxtölum í viku 1

Vinsamlegast skilið inn maxtölum vikunnar skv. æfingaprógrammi í "comments", þ.e. nafn og 3x maxtala (sem er talan úr síðasta setti hvers æfingadags).

Dæmi: Jón Jónsson (8/12/16).

föstudagur, desember 05, 2008

Freaky Friday

Réttsæll flugvallarhringur í frosti. Spænt síðasta kaflann.
Alls 7,3K
Kveðja, Sigrún og Oddman
Ath. Gangið hægt um gleðinnar dyr í "The Ball"

Hlaupabuxur-Nýtt


Eiginkonur athugið.

Hér er jólagjöf hlauparans komin. Vinsamlega staðfestið ósóttar pantanir.

Rammagerðin- í samstarfi við íslenskan Heimilisiðnað.


fimmtudagur, desember 04, 2008

Thursday December 4th- Without Mercy

Skínandi veður í dag (fyrir utan smá rok) og mættir samkvæmt nafnakalli: Bjöggi, Guðni, Dagur, Sigurgeir og Fjölnir, Oddgeir, Huld og Sigrún. Þrátt fyrir kolkrabbann í gær voru sumir hungraðir í átök og því var stillt upp til stórátaka. Allir fóru Suðurgötuna og þaðan fóru Dagur, Bjöggi, Guðni og Oddgeir spretti í "blaðburðarhringnum" (1600m, 800m, 400m, og 200m). Mættumst síðan á Ægisíðu og slefuðum restina að 2 sprettum með þeim, Huld og ég en fyrr höfðu The Cargos stungið af inn í skóg og horfið. Fórum síðan restin inn að ASCA rótum og tókum brekkuna + möl með 180° twisti og niður (alls rúmir 700m) og fannst okkur alveg vanta síðasta kaflann til að um fullkomna Powerade eftiröpun væri að ræða. Ef á að kalla þessa æfingu "simulatorinn" verður að slútta í gegn hjá keðjunni, ekki satt? Þá erum við farin að tala saman um rafstöðvarbrekku, hæð, langan kafla og niður, ef glöggir lesendur kynnu að kannast við sig í þeim kringumstæðum.
Lengra holl rúmir 9K
Styttra 8,1K

Bjöggi this one is for you :)

Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, desember 03, 2008

No Whining Wednesday - Kolkrabbinn

Mættum í kalsaveðrinu í dag: Anna Dís og Ársæll í skógarhlaupi, Kalli (sokka og buxnalaus), Óli, Sigurgeir, Geirdal og Sigrún til að fara "kolkrabbann" undir stjórn Dags. Dagur er hinsvegar farinn í jólaköttinn og hefur ekkert til hans spurst en það aftraði ekki sjálfseyðingarhvatarhópnum sem gerði sína æfingu nokkuð skammlaust við hörð skilyrði, hálku og vind. Sýnu sprækastur var þó Geirdal, enda er hann svotil nýdansaður úr einhverju indjánasvetti og þ.a.l. laus við allar áhyggjur og þyngingar.
Alls 7,6-K

Minni lesendur á að sinna armbeygjuprógramminu samviskusamlega!
Kveðja,
Sigrún

Til minnis


Ágætu hlauparar.

Vert er að hafa þessar tvo fimmtudaga í huga:

11. desember er 3. Powerade jólavetrarhlaupið kl. 20.00

18. desember er jólaæfing FI-SKOKK með gufu/potti og drykk á eftir. Hefst 17.15 og hraði og vegalengd fyrir alla.

Bestu kveðjur,

stjórn IAC

þriðjudagur, desember 02, 2008

Testósterónslausi dagurinn 2. desember

Loksins, loksins!
Mættum tvær skvísur í dag, formaðurinn og aðalritarinn. Fórum réttan flugvallarhring (rómantísku leiðina), alls 7,3-K.
Geri orð W.H. Auden að mínum í dag:
"Stop all the clocks, cut off the telephone. Prevent the dog from barking with a juicy bone. Silence the pianos and with muffled drum, Bring out the coffin... let the mourners come. Let aeroplanes circle, moaning overhead, Scribbling on the sky the message: He is Dead. Put crepe bows 'round the necks of public doves, Let traffic policemen wear black, cotton gloves. He was my North, my South, my East, my West. My working week and my Sunday rest. My noon, my midnight, my talk, my song, I thought love would last forever: I was wrong. The stars are not wanted now, put out every one. Pack up the moon and dismantle the sun. Pour out the ocean and sweep up the wood, For nothing now can ever come to any good."

Strákar, ekki láta ykkur nokkurntíma aftur detta í hug að skrópa aftur. Ekki allir í einu, a.m.k.
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, desember 01, 2008

Hádegisæfing 1. desember


Í frosti og stillu lögðum við upp frá Loftleiðum: Dagur, Guðni, Kalli, Óli og Sigrún til þess að freista gæfunnar á Eiðistorgi. Anna Dís og Ársæll voru á hamingjunnar vegum en Jói fór öfugan flugvallarhring. Hardcorið, með hálfnakinn þátttakanda (Coolio), fór mikinn út á Eiðistorg og skiptumst þar í 2 fylkingar sem hlupu "hringinn" á tempóinu. Skipti þar engum togum að Dagur og Óli fóru sína leið en Guðni og Kaldi fóru reverse, með aðalritarann í eftirdragi, og þurfti G-ið að hafa sig allan við til að halda Cooli-óinu fyrir aftan sig. Þar sannast réttilega "less is more" eins og ég hef iðulega sagt, varðandi ytra atgervi. Stöldruðum svo við smástund við staurinn og héldum heim en alls slefar þessi æfing hátt í 10-K og þessvegna verður að hlaupa hana hratt.
Fín æfing en kalt.

Eftir æfingu tók aðalritarinn samviskusamlega vasabrotsarmbeygjurnar sínar og lét síðan 17 ára ökuvitleysing keyra á sig, vegna fjölda áskorana og hálku.
Þakka þeim sem stungu mig hrottalega af í dag.
Góðar stundir.
Sigrún :)


Armbeygjuáskorun

Þessir hafa tekið áskoruninni og hér eru niðurstöður úr initial test:

Sveinbjörn 20
Bryndís 20
Geirdal 40
Anna Dís 30
Ása 19
Sigurgeir 23
Dagur 35
Óli 40
Sigrún B. 20
Guðni 27
Kalli 42
Hössi 38
Matthías 22
Jens 12
Jói 20
Ársæll 17

Gott er að prenta út áætlunina í vasabroti og hafa á sér öllum stundum.
Deadline fyrir tölur (3 x max) fyrstu vikunnar er á sunnudaginn 7. desember - þeir sem ekki skila inn tölum teljast hafa skorast undan.

Kveðja,
Dagur