föstudagur, mars 14, 2008

Powerade Vetrarhlaupið - Mars

Hér eru tímar okkar fólks frá því í gærkvöldi:

44:34 Oddgeir Arnarson
44:42 Guðni Ingólfsson
44:45 Sigurgeir Már Halldórsson
45:44 Huld Konráðsdóttir
47:17 Fjölnir Þór Árnason
47:44 Sigrún Birna Norðfjörð
48:52 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir

Age-Graded Calculator

En er von fyrir gamalt fólk.

Í nýjasta tölublaði Runners World á vefnum er birt reiknivél þar sem hægt er að reikna út stöðu sína gagnvart öðrum hlaupurum þar sem tekið er tillit til aldurs.

Ef við tökum úrslitin frá í gærkvöldi og setjum í samhengi við 'Age-Graded Time' kemur eftirfarandi í ljós:

42:15 Guðni Ingólfsson
42:47 Huld Konráðsdóttir
43:04 Oddgeir Arnarson
44:14 Sigurgeir Már Halldórsson
44:21 Fjölnir Þór Árnason
45:46 Sigrún Birna Norðfjörð
48:44 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir

miðvikudagur, mars 12, 2008

Engin eftirmiðdagsæfing fimmtudag

Mættu í Powerade í staðinn!
Stjórn IAC

Hádegisæfing 12. mars

Í frábæru veðri mættum við til að taka rólega daginn, enda síðasta Powerade á morgun. Sveinbjörn fór á eigin vegum en Oddgeir, Hjörvar, Guðni, Dagur og Sigrún fóru skógræktarhringinn á frekar þægilegum hraða. Var haft á orði hversu diplómatísk vinnubrögð voru viðhöfð við val ASCA-hópsins og mikill hugur í mönnum um að standa sig við æfingar. Allir ASCA farar eru því eindregið hvattir til að sýna hvað í þeim býr í Powerade hlaupinu á morgun og fjölmenna. Þar gæti skilið á milli feigs og ófeigs.

Kveðja, Sigrún

þriðjudagur, mars 11, 2008

Hádegisæfing 11. mars

Mættir í dag á frekar snarpa æfingu: Bryndís, Anna Dís, Fjölnir, Sigurgeir, Hjörvar, Dagur og Sigrún. Einnig voru Jói og Ingunn á eigin vegum, þó ekki saman.
Tekin var "tröppuæfing" (Die Treppe-auf Deutsch), sem er alþekkt frá útrýmingarbúðum SS. Hituðum upp frá hóteli og fórum stíg í Nauthólsvík út á Ægisíðu. Á þessari leið kynntumst við tröppunni. Hún fól í sér spretti -1, 2, 3, 4, 3, 2, 1 mínútu með 30 sek. hvíld á milli. Öskrað var á lýðinn með reglulegu millibili og reyndu menn að hlýða skipunum eftir megni. Skokkað heim og hinn hefðbundni lokasprettur tekinn niður brekkuna af Sigurgeiri og Degi. Alls ca. 8,5 (Dagur lengra).
Sehr schön! Veður dásamlegt.
Kv. Sigrún

föstudagur, mars 07, 2008

Lengra um helgar

Er ekki málið að gyrða í brók og fara lengra um helgar?

Nánar hér:

Hádegisæfing 7. mars

"Freaky recovery Friday" í dag. Mættir voru í eftirkeppnihlaup í dag: Dagur, Fjölnir, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Fórum Suðurgötuhringinn á venjulegum hraða með viðkomu í Háskóla Íslands, mötuneyti. Héldum síðan áfram hefðbundna leið á átt að Loftleiðum. Veður var blítt og fagurt og fannhvítir fjallanna tindar. Leiðinlegt þótti mér þó að hlaupa í slettunum af undanförunum, kólnaði um loppurnar við það. Mál manna var að allir hefðu staðið sig með prýði í gær og að stjórnin ætti fyrir höndum erfitt verk með liðskipan karla. Niðurstöðu er að vænta eftir helgi. Hittum síðan Ingunni eftir æfinguna og hafði hún verið á hlaupum.

Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, mars 06, 2008

Úrtökumótið kl. 17.15

Veðurguðirnir ætla að skemmta okkur í dag en enginn sagði að lífið yrði auðvelt, bara að það yrði skemmtilegt. Mættu í dag tímanlega í hið æsispennandi úrtökumót fyrir ASCA Cross Country hlaupið í Róm. Verður þú einn af Rómarförunum í ár?

Stjórn IAC

miðvikudagur, mars 05, 2008

Hádegisæfing 5. mars

Í fallegu veðri mættum við á rólega æfingu:
Dagur (der trainer), Huld (special appearance), Anna Dís (heimsfari) og Sigrún (óbreytt) og fórum að kanna brautaraðstæður fyrir morgundaginn. Allt er á réttri leið, svolítil bleyta og slabb á köflum þó. Fórum 2 hringi og skokkuðum síðan aðeins í nágrenni Nauthólsvíkur. Alls 6,5 km.
Eftir æfingu sást til Björns Árna sem hafði skokkað 3 km en ætlar ekki að mæta á morgun. Ætlar að bíða með það þangað til hann verður eins "ungur" og Dagur.

Kv. Sigrún

ASCA - upplýsingar fyrir tilvonandi Rómarfara

Dear Team Captains, Please find enclosed the invitation for this year's ASCA Cross Country competition which will take place on Sat. 12th April in Rome.

http://www.asca.cc/04_Activities/01_Per_Sport_Type/CrossCountryRunning/2008_ROM/ASCA_12_aprile_08_ROM.pdfPlease pass this information onto your team mates. Don&#65533t forget to register your team via your delegate on the ASCA homepage:

http://www.asca.cc/05_Calender/D01_calender_list_teams.asp?IDE=168&sport=22&date=11.04.2008

Hope to meet all of you in Rome!
Best Regards,RalphRalph BehrensManager AthleticsLufthansa Sportverein Hamburg e.V.

þriðjudagur, mars 04, 2008

Minni á úrtökumótið fimmtudag kl. 17.15

Ágætu félagar.
Mætum tímanlega í úrtökumótið fyrir ASCA Cross Country. Hringurinn í Öskjuhlíð er ca. 1,7 km. Karlar hlaupa 4 hringi og konur 2. Stefán Már verður á klukkunni. Verum klædd eftir veðri því brautin er ekki sem best.

Sjáumst,
Stjórn IAC

Hádegisæfing 4. mars

Mér datt í hug lag Sigurrósar "Viðrar vel til loftárása" þegar ég lagði ein af stað á æfingu í dag. Veður afleitt, rigning og rok og færi allslæmt. Ákvað þó að "testa" ASCA brautina og hitaði upp smá og tók síðan tvo keppnishringi á hraða og náði góðu skriði á seinni. Það verður að segjast að brautin er afleit, snjór og slabb og hlákan sér um að þetta er pollahlaup. Kom veðurbarin en sæl að HLL og tók 30 armbeygjur og 60 maga. Hafði áður hitt Sigurgeir en hann fór 3 ASCA hringi og var slæptur eftir veðrið. Þeir Cargo bræður eru nú rétt í þessu að leggja lokadrög að bestu hugsanlegu nálgun á ASCA hringinn á fimmtudaginn og munu gefa út fréttabréf þar að lútandi á næstunni.

Kv. Sigrún

föstudagur, febrúar 29, 2008

Hádegisæfing 29. febrúar

Mættir í dag í blíðskaparveðri en lélegu færi: Stefán Viðar, Dagur, Hössi, Björgvin (bráðum kallaður Bjöggi), og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar.

Fórum Hofsvallagötuna á þægilegum hraða, samt ekki hægt, enda bara 2 stillingar í boði, þ.e. hratt eða rosa hratt. Björgvin var sendur í vinstri beygju á stefnu inn Suðurgötuna en við hin tókum "go around" inn Hofsvallagötuna. Dagur og Stefán héldu sig fremst og voru á eintali, enda sjaldan sem þjálfarinn fær einhvern annan en sjálfan sig til skrafs á æfingunum. Tel nokkuð öruggt að þeir hafi skipst á nokkrum góðum uppskriftum fyrir helgarmatinn. Við Hössi, sem tökum æfingarnar af fullri alvöru, ræddum bara hlaup allan tímann. Mikilvægi rólegu daganna og að ekki væri gott að hafa margar erfiðar æfingar í viku. Hm.....
Æfingin endaði í 8,6 K og þrátt fyrir að slegið hafi mikinn ótta að Bjögga, þurfti hann ekki að þola það í dag að við færum framúr honum. Hann gat því gengið sæll og glaður til búningsherbergja.

Góða helgi!
Kv. Sigrún

Mental note: Joan Benoit Samuelson On Running
January 26, 2008
Running is 80 percent mental.–Joan Benoit Samuelson

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Hádegisæfing - 28. febrúar (Generalprufa)

Mættir: Sveinbjörn, Sigurgeir, Fjölnir, Oddgeir og Dagur. Þjálfarinn gaf út í byrjun vikunar að í dag væri ASCA-hringurinn tekinn til að sjá hvar menn standa og til að fínpússa leikáætlun fyrir 6. mars n.k. Það er greinilegt á mætingunni að ekki voru allir tilbúnir að leggja spilin á borðið og slepptu því að mæta! Við sem mættum tókum létta upphitun áður en ráðist var í tvo ASCA-hringi. Ekki verða gefnir upp tímar hjá okkur né hvort menn gáfu sig 100% í þetta hlaup en það er alveg ljóst að við sem mættum í dag gerum harða atlögu að efstu sætunum á úrtökumótinu í næstu viku. Æfingin í dag endaði í 7 km.

Minni á æfingu hjá Stefáni kl. 17:15 í dag.

Sigurgeir

6. mars kl. 17.15 er úrtökumótið fyrir ASCA Cross Country

Svona var ASCA úrtökumótið í fyrra 2007:

Hvað gerist í ár? Mættu og taktu þátt!
Stjórn IAC

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

"Carboloading"

Nauðsynlegt er að nærast vel á undirbúningstímabilinu. Þess vegna hef ég ákveðið að verða við óskum nokkurra félagsmanna um góðan "carbo" rétt.

Spaghettí með ofnbökuðum tómötum og túnfiski

Hráefni:
1 askja kirsub. tómatar-skornir í tvennt
1 búnt vorlaukur-smátt skorinn
5-6 hvítlauksrif-smátt skorin
ca. 1/2 bolli extra virgin ólífuolía
salt og pipar úr kvörn, e. smekk
500 linguini (ítalskt úr Hagkaup)
ca. 8 sólþurrkaðir tómatar, skornir smátt (Sacla)
Túnfiskur í olíu (Callipo, Hagkaup) 1 krukka
1/2 bolli capers, stærri gerð
1 stór lúka steinselja
rifinn Parmesan ostur (ferskur)

Aðferð:
Látið kirsub.tómatana í eldfast mót, skorna
Strá vorlauk yfir og hvítlauk, saltið, hellið olíunni yfir og bakið v. 200°C í 20 mín.
Sjóða pasta "al dente"
Annað hráefni sett í skál og blandað saman
Bökuðu tómötunum blandað saman við og að lokum er öllu þessu blandað við pastað
Nauðsynlegt að setja smá soð af tómötum sem kemur úr fatinu saman við
Sáldra Parmesan osti og setja steinselju yfir réttinn
Pipra að vild

Frjálst drykkjarval!

Kveðja, SBN

Hádegisæfing 27.febrúar

Mættum í dag í endurnýjunarhlaup: Hössi, Dagur, Guðni, Fjölnir og Sigrún. Sveinbjörn hljóp sér og Óli einnig.
Í frábæru veðri fórum við óhefðbundna leið, frá hótelinu, Nauthólsvík, s-Hlíðar, Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut, Skipholt, yfir Miklatún og að hóteli. Rólegur andi var í hópnum enda lýkur þríleiknum á morgun í hádeginu. Samt var hraðinn ekkert rosalega lítill, enda speki dagsins/Dagsins: "You can recover when you're dead". Held samt að þá njóti maður þess ekki eins. Pæling.

Alls 8 K
Kv. Sigrún

Æfing kl. 17.15 á fimmtudag

Minni á eftirmiðdagsæfinguna á fimmtudag.
Kveðja,
Stjórn IAC

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Hádegisæfing 26. febrúar

"Beach of terror" nefnist annar hluti þríleiksins sem fór fram í sandinum við Nauthólsvík í dag. Nokkrir litlir negrastrákar mættu og ein negrastelpa. Það voru Sveinbjörn, Jói, Hjörvar, Guðni, Sigurgeir, Hössi, Dagur, Oddgeir og Sigrún. Síðan smá saxaðist úr hópnum eftir að æfingasettum fjölgaði.
Byrjuðum á upphitun frá hótelinu og hlupum rakleiðis niður á strönd. Þar merkti herforinginn línu og skyldi nú hlaupa í pörum sex spretti frá línu til línu í boga í sandinum. Nokkrir hurfu þar niður í kviksyndið og hefur ekkert til þeirra spurst. Ef maður tapaði datt maður niður um hóp en fór upp ef maður vann. Voru því hreyfingar milli para og var það vel, enda fjöllyndur hópur mjög. Eftir þetta var farið upp á búningsherbergi Nauthólsvíkurstrandarinnar og þaðan átti að hlaupa dágóðan hring, upp og niður börðin á ströndinni, hring og taka 10 armbeygjur hjá heitum potti í fjöru. Hlaupa síðan í stigann og skokka upp og niður hann þangað til allir væru komnir. Endað svo með 20 uppsetum uppi á þaki. Á þessum hluta æfingarinnar hurfu nokkrir sporlaust. Þessi æfing var gerð þrisvar, vegna fjölda áskorana og eru menn þakklátir í dag fyrir það.
Safnast var síðan saman og tekið niðurskokk að hótelinu en greinilegt að vorhugur og streita í mönnum veldur því að niðurskokkið er orðið að tempóhlaupi. Ekki ætlar neinn að láta hringa sig í úrtökumótinu, nema ef um hringtrúlofun skyldi vera að ræða. Þá horfir málið öðruvísi við.

Þetta var hin hressilegasta æfing og skemmtilegur félagsskapur. Hver þarf á Hasselhof og Anderson að halda í svona strandpartýi?
Treysti á "recovery" dag á morgun.

Kveðja, Sigrún

mánudagur, febrúar 25, 2008

ASCA Cross Country verður í Róm 11.-13. apríl

Hér er hægt að sjá hvaða lið hafa lýst yfir þátttöku:

Hádegisæfing 25. febrúar

Góð mæting var í dag í blíðskaparveðri en þó sérfræðingar hafi talið 11 manns, finn ég bara 10 nöfn (hjálp þegin-Sveinbjörn auðvitað, Jói hjálpaði mér). Óli var búinn með sína æfingu kl. 12, en hann fór flugvallarhring. Ingunn fór í skógarferð og Jói fór Suðurgötuhringinn. Við hin (Höskuldur, Dagur, Guðni, Oddgeir, Sigurgeir, Fjölnir og Sigrún) vorum mætt á upphafsæfingu þríleiksins en hann var að þessu sinni skírður "Guðjón bakvið tjöldin". Hituðum upp í góða stund og eftir að hafa tekið "status" á liðið ákvað "Guðjón" að hafa æfinguna þannig að þegar á Ægisíðu væri komið fengi hver að ráða hraðanum í 500 m. Skiptumst við svo á að leiða í ca. 3,5 km alls. Mikil ferð var á tilvonandi ASCA liðum, enda aðeins hársbreidd á milli allavega 4 keppenda um sæti þar. Fáir eru öruggir með sæti þó Guðjón sleppi eflaust inn léttilega. Tókum síðan létt hopp, hnélyftur, spörk og stutta spretti í lokin, til að brjóta upp æfinguna, sem heppnaðist prýðisvel. Þjálfarinn stýrir málum þannig að hann leggur æfinguna upp í hendurnar á lærisveinum sínum og "leyfir" þeim að ráða hraðanum en er sjálfur að anda ofan í hálsmálið á fyrsta manni, svo ekki er þorandi að slá af. Hann stjórnar því í raun hraðanum og er hinn eiginlegi "Guðjón bakvið tjöldin".

Kveðja,
Sigrún

föstudagur, febrúar 22, 2008

Kvöldæfing 21. febrúar

Að tillögu Stefáns þjálfara var haldið inn í Laugardalshöll og tekin æfing í hinni frábæru frjálsíþróttaaðstöðu sem þar er. Þegar við komum inn í Laugardal hittum við fyrir Sigurbjörn Árna, gamla þjálfarann okkar, og slógumst í hópinn með honum og nokkrum ungum og efnilegum piltum. Tókum rólega upphitun, ca. 3k á þægilegum hraða um stígana í dalnum.Þegar inn í hús var komið voru fyrst teknar drillæfingar og í framhaldinu nokkrar 60m hraðaaukningar á beinu brautinni. Eftir það tók alvaran við og eftirfarandi prógram sett í gang: 5 X 600m tempó og 200m hratt m/ einni mínútu á milli. Þriggja mínútna hvíld var á milli setta. Það reyndist sumum ofviða að klára öll settin en ekki orð um það meir. Aðalatriðið var að vera flottur á hlaupabrautinni enda landsliðsmenn eins og Björn Margeirs og Sveinn Elías að æfa á brautinni á sama tíma. Mjög skemmtilega en erfið æfing.

Jens

Hádegisæfing 22. febrúar

Að mæta eða mæta ekki á æfingu, þar er efinn...

Enginn skyldi hinsvegar efast um að ég hafi mætt í dag ein til að taka létt kellingahlaup í kringum flugvöllinn með smá tvist í skóginum. Yndislegt vetrarveður var og fjöldi manns á hlaupum.

Góða helgi!
Sigrún

Hádegisæfing 21. febrúar

Ólyginn sagði mér að þann 21. feb. hefðu mætt: Óli, Dagur, Oddgeir og Fjölnir á æfingu. Fóru þeir Hofsvallagötuhringinn með a.m.k 5 x 800m hraðaaukningu á 3.0 tempó. Hituðu upp 2km og hvíldu á milli spretta.

Mynd náðist af æfingunni.
Kíkið á hana hér:

Kveðja, Sigrún

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Hádegisæfing 20. febrúar

Mættir í dag á "recovery" æfingu: Björgvin, Oddgeir, Fjölnir, Dagur og Sigrún.
Fórum á hægu tempói skógræktarhringinn og Nauthólsvíkurstíginn tilbaka. Veður harla óskemmtilegt, slabb og vindur. Engar uppskriftir voru ræddar, enda annar matarfíklanna fjarstaddur. Menn höfðu það á orði að aðalritarinn ætti að færa sig framar í hópinn og hætta að ræða við hinar kellingarnar í hópnum um mat. Mun ég íhuga þetta og framkvæma í kjölfarið.
Alls 6,5 rólegir.

Einnig hvet ég þá sem vilja koma athugasemdum á framfæri á blogginu að hafa manndóm til að láta nafn fylgja með athugasemd, ef menn vilja láta taka sig alvarlega.

Kv. Sigrún

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

2008.02.21 - Inniþríþraut í Laugum

Inniþríþraut í Laugum verður haldin fimmtudaginn 21. febrúar um kvöldið. Tímasetning er eftirfarandi:
Kl. 20:30 - Konur
Kl. 21:00 - Karlar
Greinar
Sund: 400 m í innilaug Laugardalslaugar.
Hjól: 10 km á spinninghjóli.
Hlaup: 2,5 km á hlaupabretti, enginn halli.
Skráning og þátttökugjaldSkráning á staðnum frá kl. 19:30 eða í tölvupósti: vallarbraut7@simnet.is
Þátttökugjald aðeins 1000 kr. Aðgangur í Laugum er innifalinn. Mæting í veitingasal Lauga.
Nánari upplýsingarUpplýsingar á www.triceland.net - eða í síma: 840-8652 (Rémi) / 661-0606 (Helga).

Hádegisæfing 19. febrúar

Mættir á gæðaæfingu: Stefán Viðar, Dagur, Guðni, Höskuldur, Fjölnir og Sigrún. Einnig sást Sveinbjörn mæta og hljóp sér.
Hituðum upp í skógi og söfnuðumst saman í pörum neðan við Perlu. Tókum 5 spretti þar í brekku sem byrjaði sem flöt. Áttum að taka 4 en Guðni var svo góður að knýja fram eina enn. Gerðum þetta í pörum og skokkuðum síðan um Öskjuhlíð til að lengja í æfingunni. Söfnuðumst saman inni í skógi og tókum sprett í gegnum skóginn að rústum með forgjafar starti. Sjaldan eða aldrei hafa meðlimir skokkhópsins komist nær því að skilja merkingu orða bresku drottningarinnar sem á sínum tíma talaði um "annus horribilis" svo mögnuð var æfingin. Ef einhver á í vandræðum með að skilja samlíkinguna verður sá hinn sami bara að mæta á næstu svona æfingu. :=)

Æðisleg æfing í góðu veðri sem þó fór kólnandi.
Kv. Sigrún

mánudagur, febrúar 18, 2008

Powerade Vetrarhlaupið - Febrúar úrslit

Einungis þrír úr klúbbnum mættu að þessu sinni

46:51 Jens Bjarnason
47:23 Guðni Ingólfsson
49:19 Sigrún Birna Norðfjörð

Einnig hljóp Höskuldur Ólafsson á 43:32, hans fjórða hlaup í vetur og jafnframt besti tíminn.

Jens bætir sig enn frá 47:26 í janúar. Sigrún varð fyrst í sínum aldursflokki eins og endranær og hefur þegar tryggt sér sigurinn í aldursflokknum. Guðni var hér að hlaupa sitt 33. Vetrarhlaup og þrátt fyrir að tíminn sé ekki uppá marga fiska á hann mikið inni ennþá, Jens er skammt undan og það hlýtur að vera markmið að ná honum.

Kveðja, Dagur

Hádegisæfing 18. febrúar

Mættir í dag í afbragðsveðri:
Ingunn (fór í skóginn), Höskuldur, Már, Guðni, Dagur, Óli, Björgvin, Sigrún og Jói. Einnig mætti Sveinbjörn en ekki er ljóst hvert hann hljóp.
Guðni og Jói hittust á leiðinni og fóru saman Suðurgötuhringinn (Jói er semsagt hættur á séræfingum). Við hin fórum á meðaltempói Hofsvallagötu rangsæla og hentum Björgvini Suðurgötuna. Héldum áfram að Hofsvallagötu með hraðaaukningu í 1km (4.15 avg.). Yfirmaðurinn vildi meira og fór Kaplaskjólið en við hin 4 fórum okkar hring. Fljótlega hvarf Óli eins og blettatígur út í buskann en Már gaf líka í (sást þó betur, var í gulu). Prúða fólkið, Hössi og Sigrún héldu rólegu tempói tilbaka og fljótlega heyrðist hvinur í bak, en þar var kominn á blússandi siglingu yfirmaðurinn Dagur. Vorum samferða heim en í teygjum var fjallað um það að er Björgvin skynjaði Óla í bak gaf hann allt í botn, svo minnstu munaði að för kæmu í malbikið. Óli sá bara reyk og átti ekki séns. Það er því ljóst að ASCA liðar verða að gyrða í brók, ætli þeir að halda sínu sæti í liðinu. A.m.k. í karlaflokki.

Fín æfing en gæðin verða á morgun.

Kv. Sigrún

föstudagur, febrúar 15, 2008

Upplýsingar um MÍ öldunga

Meistaramót Íslands innanhúss öldunga er næsta laugardag og sunnudag. Gæti verið gaman að taka þátt, sérstaklega fyrir ykkur sem hafið verið að prófa að hlaupa á brautinni inni. Þetta er mjög afslappað mót. Settur tímaseðill sem samt er bara til viðmiðunar því margir keppa í öllum greinum og þá hefst ein er annari lýkur. Ég reikna með að þið myndu þá hafa mestan hug á 800 sem er á laugardag eða 3000 sem er á sunnudag. Ef þið takið 800 er bara að færa löngu æfinguna yfir á sunnudag. Ég held að Hafsteinn sé eini í hópnum sem skráði sig á Norðurlandamótið inni sem er síðan hálfum mánuði seinna. ÍR sér um mótið og ef einhver er tilbúinn til að starfa við mótið þá er Remi sem sum ykkar þekkja mótsstjóri og tekur við starfsmönnum á þetta netfang: vallarbraut7@simnet.isHér eru frekari upplýsingar og á meðfylgjandi skjölum.1. Aldursflokkar: Konur: 30-34, 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri Karlar: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri Miðað er við almanaksárið sem keppandi nær viðkomandi aldri. Þannig eru yngstu keppendur í kvennaflokki fæddir 1978 og í karlaflokki 1973.3. Skráningar: Skráningar fara fram á mótsstað báða dagana og hefst 30 mínútum áður en keppni hefst.Kveðja, Gunnar Páll

Hádegisæfing 15. febrúar

Í frábæru veðri beið ég vongóð eftir æfingafélögunum en þeir komu ekki. Rakst þó á Ingunni sem fór sér. Ætlaði mér að taka brekkuspretti í skóginum en ótrúlegt svell hindraði för. Hitaði upp í 5 mínútur á svellbunkunum og hugsaði um skemmtilegt Powerade hlaupið í gær. Ákvað síðan að taka nýja æfingu, 6X6 á sléttu. Fór á stíginn fyrir neðan Öskjuhlíð og tók töluverða hraðaaukningu (75%) milli 6 staura á stígnum. Sneri síðan við og skokkaði á fyrsta staur og gerði þetta 6 sinnum. Skokkaði síðan heim á hótel og hugsaði með mér að Björgvin hefði eflaust fílað þessa æfingu. Ákvað að þetta væri fín æfing fyrir mig því í gær endaði endaspretturinn minn nærri því inni í sendibíl við markið, svo mikill var hraðinn. Tvo karlmenn þurfti til að afstýra stórslysi.

Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Hádegisæfing - 14. febrúar

Mættir : Dagur, Oddgeir, Fjölnir

Eins og lagt var upp með í gær var 10k á planinu. Keilugrandinn, undan vindi á Ægissíðunni. Tímarnir voru 4:52, 4:28, 4:26, 4:21, 4:29 (Fjölnir fór Hofsvallagötun), 4:23, 4:32, 4:50, 5:03 (stekkingsvindur við nýju Hringbrautinni) , 4:28 (glæsilegur endasprettur) = 45:50. Stígarnir auðir, enginn klakki og fínt færi. Fyrir aðra er skyldumæting í kvöld í Vetrarhlaupið.

Engin kvöldæfing í dag kl. 17.15

Félagsmenn athugið að æfing fellur niður í dag vegna Powerade vetrarhlaupsins.

Kveðja,
Stjórn IAC

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Aleinn og yfirgefinn ...

Mætti einn í dag og fór ekki. Vafalaust eru margir að hvíla sig fyrir átökin í Vetrarhlaupinu á morgun. Sjáumst þá.

Annars geri ég ráð fyrir að taka 10k rösklega í hádeginu á morgun þar sem ég hleyp ekki Vetrarhlaupið, ef einhver vill koma með ...

Kveðja, Dagur

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Hádegisæfing 12.febrúar

Operation "Trail of Blood".

Mættir til átaka: Guðni, Fjölnir, Sigurgeir, Höskuldur, Stefán, Dagur og Sigrún.
Lagt var upp með gæðaæfingu sem fólst í því að hita upp ca. 1 km í Öskjuhlíð (veit ekki hvort það telst rétt- eða rangsælis). Síðan var safnast saman við brekkuna sem nær alla leið upp að Perlu frá Öskjuhlíðarrótum, gegnt HLL.
Hlupum upp brekkuna (400 m) á hraða og þegar við komumst á "level" (ekki 42 samt) áttum við að lengja skrefin og klára upp að Perlu. Þetta reyndist þrautin þyngri vegna glerhálku og slæmra skilyrða. Skokkuðum síðan restina af hringnum og tókum alls 3 hringi. Eftirtektarvert var að Guðni tók góðan sprett í síðasta hring og skaut öðrum hlaupurum ref fyrir rass á síðustu metrunum. Ljóst er að reynsla og styrkur sameinast í þessum liðsmanni. Skokkuðum síðan niður og héldum heim og mikil mildi þótti að enginn braut sig í hálkunni.
Sigrún

mánudagur, febrúar 11, 2008

Hádegisæfing 11. febrúar

Í umhleypingum mættum við og áttum von á "rassskellingu" að hætti hússins : Sigurgeir, Fjölnir, Guðni, Höskuldur, Dagur, Óli, Sigrún og einn nýr sem ég man ekki nafnið á (brá svo þegar ég heyrði PB-ið hans). Fórum réttan Hofsvallagötuhring á avg. 5.17 tempó. Biðum alltaf eftir að alvöru átök hæfust en Dagur virtist annars hugar, enda kom hann sokkalaus til byggða, eftir viku fjarveru. Skrýtið með Sigurgeir, ætli hann haldi að fituprósentan lækki ef maður tekur allt gull af sér? Býð eftir að fá tölulegar upplýsingar úr fitness keppni Cargo bræðra.
Æfingin var tíðindalítil en fín og grunar mig að á morgun munum við ekki fljóta sofandi að feigðarósi.
Alls 8,7 km í þungu og blautu færi.
Sigrún

föstudagur, febrúar 08, 2008

Einn í heiminum

Ekki mikil stemmning síðustu tvo daga. Enginn í hádeginu í gær og þegar ljóst var að þjálfarinn myndi ekki koma í gærkvöldi hætti ég við. Einn í hádeginu í dag. Hægt var að velja um djúpan blautan snjó eða skafna hála og blauta stíga ásamt SA hvassviðri. Tók sitt lítið af hvoru, samtals 5k.

Guðni

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Öskudagsferð um miðbæinn

Björgvin, Fjölnir og Guðni ásamt tveimur stúlkum sem reyndu að láta lítið fara fyrir sér og tóku séræfingu. Piltarnir hlupu vestur í bæ að Hofsvallagötu (smá freaky brá fyrir þegar komið var inn á Brávallagötu). Framhjá æskuslóðum Guðna og niðrí bæ í öskudagsstemmningu. Engin gaf okkur nammi enda vildi Elvis ekki taka lagið. Skólavörðustígurinn tekinn vegna fjölda áskorana og svo heim. Samtals 6,66k

Guðni

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

4 bláir taka 4 bláa

Fjórir bláklæddir, Björgvin, Fjölnir, Guðni og Hjörvar tóku gæðaæfingu undir stjórn Guðna. Farið var mjög rösklega 4 bláa hringi en sá blái er 850m hringur í Öskjuhlíðinni. Sprett var alla leið og hvílt á milli. Hitað upp og skokkað niður í hlíðinni. Samtals 7k.

Guðni

ASCA-fréttir og fleira

Ágætu skokkfélagar.
ASCA Cross Country 2008 verður á Ítalíu helgina 11.-13. apríl nk. Ákveðið hefur verið að senda bæði kvenna og karlalið til þátttöku og verður úrtökumót fyrir keppnina haldið í Öskjuhlíð þann 6. mars kl. 17.15. Svipað fyrirkomulag verður og undanfarin ár en nánari upplýsingar verða veittar er nær dregur.

Minnum á að í hádeginu á fimmtudögum fer Oddný (hópadeild) með byrjendur í létt skokk/göngu og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við hana eða mæta og njóta hollrar og góðrar útivistar.

Einnig er vert að geta æfinga á fimmtudögum kl. 17.15. Þá mætir Stefán þjálfari og býður meðlimum FI skokk upp á gæðaæfingar þar sem tekinn er fyrir hlaupastíll, tækni, hraði og fleira. Allir velkomnir.
Stjórn IAC

mánudagur, febrúar 04, 2008

Hádegisæfing - 4. febrúar

Mættir : Dagur, Guðni, Oddgeir, Björgvin, Anna Dís og Jói.

Sól, kalt og gjóla. Stefnan tekin inní Fossvogsdal og skógræktina í skjól. Anna Dís ákvað fljótlega að hægja á og hlaupa Jóa uppi enda á leiðinni í heimsreisuna og óþarfi að tefla heilsunni í tvísýnu í þessum kulda. Aðrir tóku skógræktina og síðan inn Fossvogsdalinn. Við ríflega 4km var snúið við og þeir sem vildu voru með í stuttum eltingaleik upp skógræktarbrekkuna. Samtals ríflega 8km á rólegu tempói.

Í tilefni dagsins :Hvað eiga rjómabolla, hreindýraskinn og arineldur sameiginlegt?

föstudagur, febrúar 01, 2008

Hádegisæfing - 1. febrúar

Mættir: Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Már, Björgvin, Anna Dís og Óli.
Það er föstudagur og eins og vanalega þá er farið Freaky Friday nema núna var það með smá krúsidúllum!
Eins og alltaf þegar sólin skín á föstudögum vildi Dagur fara í sýningarferð um bæinn. Stefnan var tekin á Sæbrautina og þegar þangað var komið sendi hann þá sem ekki æfðu gær auka 600m á meðan við hin sem æfðum samviskusamlega í gær stefndum á miðbæinn. Hópurinn sameinaðist við Geirsgötuna. Þá tók Anna Dís við og leiddi hópinn í gegnum bæinn þannig að allt look-aði vel ;o) Þegar við komum að tjörninni við Hljómskálagarðinn þá tók Dagur skyndikönnun á því hverjir hefðu hlaupið Jónas. Þá kom í ljós að aðeins undirritaður og Dagur höfðu reynslu af því. Þannig að Fjölnir fékk þá frábæru hugmynd að taka einn stóran Jónas sem flestir gerðu. Svo var skokkað rólega að HLL þar til ca. 150 m voru eftir þá "gabbaði" Dagur Björgvin í endasprett. Það verður að segjast eins og er að Björgvin er án efa ókrýndur meistari endaspretta hjá FISKOKK.

Sigurgeir

Lengra á laugardögum

Þeir sem ekki hafa fengið nóg af trampi á virkum dögum þá er ætlunin að bæta við lengri túrum á laugardagsmorgnum, snemma, 07:15 frá Árbæjarlaug. Förum rólega og byrjum stutt.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með láti vita hér í comment með gsm-númeri. Ætlunin er að nota smáskilaboð til að vekja menn að morgni og athuga stöðuna.

Stefnt er að fyrsta hlaupi í fyrramálið 2. febrúar.

Kveðja,
Dagur

ASCA

Ágætu skokkfélagar!
ASCA cross country verður í boði Alitalia þann 12. apríl 2008.
Úrtökumót vegna keppninnar verður auglýst fljótlega.
Anna Dís

Norðurlandamót Öldunga innanhúss

Norðurlandamót Öldunga innanhúss fer fram annað hvert ár. Nú í ár á Íslandi í fyrsta sinn (í nýju frjálsíþróttahöllinni). Það er sem sagt keppt í hinum ýmsu eldri aldurflokkum og hlaupagreinar í millivegalengdum og langhlaupum eru 800, 1500 og 3000 metrum. Þess má geta að Hafsteinn Óskarsson varð Norðurlandameistari á síðasta móti (Sigurjón á síðan titil á utanhúsmótinu). Þið eigið fullt erindi á þetta mót og þið sem hafið prófað að hlaupa innanhúss vitið að þetta getur verið ansi gaman. En það þarf að skrá sig í dag og eru allar upplýsingar á fri.is. Hafsteinn keppir og ég veit að hann hefur rætt við nokkra í hópnum um að vera með en Sigurjón verður víst á skíðum en það eru margir fleiri sem eru volgir.

Norðurlandamót öldunga - Skráning til 1. febrúar

Norðurlandamót öldunga í frjálsum innanhúss verður haldið á Íslandi dagana 29.2. - 2.3.2008.
Mótið fer fram í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Öldungaráð vekur athygli á umræddu móti og hvetur sem flesta til þátttöku.
Tæplega 200 erlendir keppendur hafa þegar skráð sig til þátttöku í mótinu.
Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 1. febrúar 2008 og á að skila skráningum inn til
skrifstofu FRÍ á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi þann dag.
Nánari upplýsingar um mótið eru að finna hér vinstra megin á síðunni undir:
NM Veteran 2008 - Registration - Invitation letter
(prenta út skráningarblaðið á síðu 2, filla út og senda til FRÍ í þessari viku.
Skráningargjald skal leggja inn á reikning: 0111-26-556016, kt.560169-6719 (skýring: nafn viðkomandi)).

Keppnisgreinar í karla- og kvennaflokki eru:
60 metra hlaup
200 metra hlaup
400 metra hlaup
800 metra hlaup
1500 metra hlaup
3000 metra hlaup
60 metra grindahlaup
3000 metra ganga
Hástökk
Stangarstökk
Langstökk
Þrístökk
Kúluvarp
Lóðkast
4x200m boðhlaup

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Kvöldæfing (Desert Storm) - 31. janúar

Mættir: Guðni, Jens, Sigurgeir og Stefán þjálfari.
Byrjuðum á þægilegri upphitum þar sem hlaupið var að göngubrúnni yfir Kringlumýrabrautina. Þaðan var haldið að Nauthólsvík þar sem tóku við 10 x 250 m sprettir á ströndinni. Í niðurskokkinu var tekin hringur í kirkjugarðinum og svo tilbaka að HLL. Æfingin endaði í 10 km.

Fyrir áhugasama þá var veðrið eftirfarandi á æfingunni: -9 gráður og 7 m/s. Mesti 10 mín vindur var 10 m/s og mesta hviða fór í 17 m/s. Vindkæling í -9 gráðum og 7 m/s er ca -24 gráður!

Sigurgeir

Hádegisæfing - 31. janúar.

Kalt veður í dag og smá rok sem góður félagsskapur bætti upp. Mættir voru: Björgvin Harri, Oddný, Oddgeir, Dagur og Sigrún.

Lögðum upp með að fara Fossvoginn en á vissum tímapunkti benti ákveðið "jæja" frá þjálfara til þess að nú tæki gæðaæfing við sem hún og gerði. Fórum 8x400m spretti með ca. 100 m hvíld á milli (skokk eða labb). Sérstaklega var til þess tekið hvað Björgvin hélt æfinguna vel út miðað við stærð og fyrri störf. Æfingin tók vel í í restina en menn réðu þó vel við sprettina, enda stuttir.

Síðasta spölinn að HLL "sprengdi" síðan Björgvin Harri af þvílíkum krafti að hvaða snjóruðningstæki sem er hefði fengið minnimáttarkennd. Hefur hann því hrifsað til sín titilinn um magnaðasta endasprettinn og á hann skuldlausan. :)

Skemmtilegasta æfing!
Sigrún

miðvikudagur, janúar 30, 2008

3 brýr og undirgöng

Hádegi 30 jan 08.
Mættir Bryndís, Guðni, Hössi, Ingunn og Jói. Undirritaður hafði fengið þá upphefð að vera beðinn að stjórna æfingunni í fjarveru Dags. Hin þrjú fræknu tóku æfingu sem ég taldi mig eiga höfundarrétt á og heitir 3 brýr og undirgöng. Brýrnar eru yfir Kringlumýrarbraut (fyrir í Fossvog), yfir Miklubraut (hjá Kringlu) og yfir Kringlumýrarbraut (hjá Klúbbnum). Undirgöngin hjá Hlíðarenda. Samtals 9,5k í flott veðri.

Guðni

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Hádegisæfing 29.- janúar

Gæðaæfing tekin í dag og frábær mæting: Jói (séræfingar í skógi), Björgvin Harri, Óli, Dagur, Oddgeir, Guðni, Höskuldur, Már (Hérinn), Anna Dís og Sigrún.

Hituðum upp í skóginum og síðan tóku við brekkuhlaup og gátu menn valið 4-6 spretti í brekkunni (þeirri malbikuðu). Skokkuðum síðan niður gömlu brekkuna rólega á milli og þeir hörðustu fóru 6 en hinir 5 eða 4. Söfnuðumst síðan saman í niðurskokki og fórum niður fyrir Öskjuhlíð á stíg þar sem hópurinn hljóp saman í hnapp þar til ca. 400 m voru eftir og áttu menn að gefa í af eigin afli og skapsmunum og klára upp á topp í brekkunni. Fældist þá einn gæðingurinn og hljóp undan sér, út úr brautinni, og hefur síðan fengið viðurnefnið "Hérinn". Sýndist þá og sannaðist að kapp er best með forsjá og stundum er betra að fara hægar yfir en fara þó. :)

Allir fengu þó góða æfingu út úr þessu og veðrið lék menn grátt á köflum með miklu hagléli. Skemmtileg æfing!
Sigrún

mánudagur, janúar 28, 2008

Hádegisæfing - 28. janúar

Mættir: Dagur, Sigurgeir, Fjölnir, Ingunn, Jói, Höskuldur og Már (kópavogsbúi). Ingunn fór nokkra bláa-hringi í Öskjuhlíðinni. Jói fór í átt að Fossvogi enda fallegt útsýni á hægri hönd, þ.e. Kópavogur ;o) Restin fór Hofsvallagötuna á góðu tempói. Árshátíðin bar á góma þó svo að menn mundu mismikið eftir henni eða hverja þeir hittu.

Minni á æfingu hjá Stefáni kl. 17:15 á fimmtudaginn.

Sigurgeir

föstudagur, janúar 25, 2008

Tómas hleypur maraþon

Tómas Ingason, Tekjustýringardeild gerði sér lítið fyrir og hljóp Walt Disney World Marathon þann 13. janúar síðastliðinn.
Hann var á staðnum, ákvað að skella sér með stuttum fyrirvara og taka hlaupið sem góða langa æfingu. Þátttakendur voru 18.000 og var þröngt á þingi alla leiðina þannig að hann komst ekki eins hratt yfir og hann vildi. Tómas á 3:47 frá Reykjavíkurmaraþoni síðan í ágúst 2007. Æfingatíminn hans í þessu hlaupi var 4:23.

Dagur

Hádegisæfing - 25. janúar.

Einungis tveir mætti á meistaraflokksæfingu í dag í miklum snjó og smáéljum á köflum. Þótt Reykjanesbraut loki og flugsamgöngur liggi niðri æfa skokkfélagar IAC og láta engan bilbug á sér finna. Dagur og Sigrún fóru í "sýningarferð" í bæinn. Frá HLL niður Snorrabraut, Laugaveg, Austurstræti, Ráðhús, Hljómskálagarður og yfir brýr og heim. Á köflum var færi þungt og djúpir skaflar sem gerðu það að verkum að undirritaðri leið eins og lítilli stelpu að elta pabba sinn. Stígar voru þó sæmilegir á köflum og náðum við um 6,4 km alls. Hittum svo Óla við HLL en hann hafði verið seinn og á eftir að skila vottorðinu og létum við hann því umsvifalaust taka 35 armbeygjur í beit, í refsingarskyni! Hann fór stutt í dag en fór þó. :=)
Sigrún

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Tenging á hlaupadagbókina

Ágætu skokkfélagar.
Langar að benda ykkur á hlaupadagbókina á hlaup.is. Þar er hægt að skrá allar æfingar og fylgjast með hvað hinir eru að gera líka. Ferlega sniðugt!

Kv. Sigrún

Af vef UFA:
"Rétt er að benda hlaupurum og í raun þolíþróttafólki öllu á hlaupadagbókina sem Stefán Thordarson hefur hannað og var opnuð nýlega. Hlaupadagbókin er opin internet-æfingadagbók, þar sem fólk færir inn æfingar sínar og fær yfirlit yfir eigin æfingar og æfingar annarra. Hlaupadagbókin, er ókeypis, og opin fyrir alla, fyrir fólk sem hleypur, gengur, hjólar og / eða syndir, bæði með hollustu og keppni sem markmið. Það er bæði gagnlegt og gaman að vera með í svona æfingadagbók - og því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegra. Hægt er að fá allar æfingar (eitt ár í einu) sýndar á Excel sniði"

Tengingin er: Hlaupadagbókin

Hádegisæfing - 24. janúar.

Góð mæting í dag: Már og Höskuldur (Gæslan), Hjörvar, Björgvin Harri, Óli, Dagur, Jói og Sigrún.

Jói fór sína leið en verður samskipa okkur áður en langt um líður. Björgvin og Hjörvar fóru saman aðeins stytta leið sem og Óli, sem ber við meiðslum. Hann þarf þó að sýna gilt vottorð. Dagur, Már, Höskuldur og Sigrún fóru skógræktarhringinn frá HLL á þægilegum hraða og það sýndi sig fljótlega að fyrrverandi formaður hefur eignast bandamann/jafningja á æfingunum í nýliðanum Má, sem var í engu eftirbátur Dags í brekkum. Höskuldur kaus að taka brekkurnar rólega með Sigrúnu, sem fer að eiga harla bágt í samneyti við þessa frísku öðlingspilta.
Snjór var nokkuð mikill, sérstaklega inni í skógi, en veður fallegt og stillt með sól á seinni hluta æfingar. Alls rúmir 7 km.
Sigrún

Fimmtudagsæfing kl. 17.15

Ágætu hlauparar!

Stefán Már er veikur í dag og á ekki heimangengt á æfingu. Hann er búinn að setja upp æfingu dagsins. Það er borgarstjóraæfing í dag. Hitað upp í átt að Ráðhúsi. Frá Ráðhúsi eru teknir hringir umhverfis tjörnina. 4 hringir með 2. mín. hvíld á 10K tempó fyrir þá sem sækjast eftir erfiði. 2-3 hringir með 2. mín. hvíld einnig á 10K tempó fyrir þá sem eru í rólegri gír. Niðurskokk að HL. Þessi æfing er nálægt 10K í heild.

Anna Dís

Skriðsundsnámskeið

5 vikna skriðsundsnámskeið
28.jan til 29.feb.
Kennari: Niklas Brix
Kennsla fer að mestu fram á ensku. Kennari bæði á bakkanum og ofan í lauginni eftir þörfum. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta skriðsundstækni sína.
Kennsla fer fram í innilauginni í Laugardal.
Mánudaga kl. 20:30-21:30
Föstudaga kl 07:00-08:00
Verð: 6.000 kr
Vinsamlegast áframsendið þennan póst til allra sem gæti haft áhuga.
Stjórn ÞRÍR

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Hádegisæfing - 23. janúar

Góð mæting í dag eftir óveður gærdagsins. Mættir voru: Björgvin, Jói, Ingunn, Dagur, Oddgeir, Höskuldur, Sigurgeir og Fjölnir.
Björgvin var á hraðferð og fór af stað nokkuð á undan öðrum út að dælustöð. Jói fór einnig fyrr af stað út fyrir dælustöð að kassa nokkrum og til baka, Dagur hafði gefið Jóa upplýsingar um að þetta væru um að væri 5 km en samkvæmt nýjustu útreikningum eru þetta um 6 km og Jói því kominn fram úr sínum áætlunum. Ljóst er að hann verður kominn á Hofsvallagötuna innan skamms ef fram fer sem horfir.
Restin af hjörðinni skokkaði í Nauthólsvík. Þar var ákveðið að taka gæðaæfingu 4 x 1.000m spretti og hverjum og einum var úthlutað tímamörkum miðað við aldur og fyrri störf. Ingunn sneri heim eftir fyrsta sprett (við Dælustöð). Fjölnir hálfmeiddur gat ekki beitt sér til fulls og var því sendur á undan vestur eftir til að vera í hlutverki héra/fórnarlambs. Dagur, Höskuldur, Oddgeir og Sigurgeir tóku fyrstu þrjá spretti af feikna krafti út að Hofsvallagötu þrátt fyrir mikla ófærð á stígum vegna grjóts og þara eftir óveðrið. Síðan var hægt á og hlaupið heim á leið þar til kom að Njarðargötu þar sem síðasti spretturinn var tekinn að Valsheimili, þar var hægt á í smástund þar til Sigurgeir rauk upp aftur og tók svokallaðan "eftirsprett" heim að HLL.
Sem sagt fín æfing fyrir alla!
Fjölnir

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Hádegisæfing - 22. janúar

Mættur : Dagur
Þar sem enginn annar mætti ákvað ég að sleppa æfingu í dag enda vonskuveður og fólki ráðlagt að vera ekki á ferli (er þetta léleg eða góð afsökun?).

Dagur

mánudagur, janúar 21, 2008

Hádegisæfing - 21. janúar

Mættir: Fjölnir, Sigurgeir, Dagur, Guðni, Höskuldur, Bryndís, Ingunn og Jói.
Boðið var upp á bland í poka. Jói fór á sína leynilegu "séræfingu", Ingunn fór í átt að Fossvoginum og restin stefndi á Hofsvallagötu-hring. Þegar kom að því að beygja inn Hofsvallagötu þá ákv. Dagur og Höskuldur að fara Frostaskjólið og reyna ná restinni. Þeir náður okkur (Fjölnir, Guðni, Sigurgeir) við dælustöðina eftir að við lengdum/styttum leiðina með því að fara Einarsnes/Skeljanes til að létta á færðinni sem var erfið á stígunum. Hópurinn skokkaði saman að kafarahúsinu þar sem Dagur ákv. að bæta aðeins í. Að lokum endaði þetta í hörku endasprett þar sem Dagur æsti upp Fjölnir og mig til að klára sig 100%. Til að gera langa sögu stutta þá kom Fjölnir á þvílíkum spretti í loka brekkuna einmitt þegar ég hélt að hann væri búinn, sem sagt vanmat að bestu gerð ;o)

Sigurgeir

föstudagur, janúar 18, 2008

Hádegisæfing - 18. janúar.

Mættir í dag í köldu veðri:
Jói (séræfing), Höskuldur, Fjölnir (kom frá Dubai en var að lækka heimsmarkaðsverð á olíu), Dagur, Oddgeir og Sigrún. Ákváðum að fara Hofsvallagötuhringinn rangsælis frá HLL en það varð nú eitthvað annað. Dagur vildi fara Kaplaskjólsveg og við fylgdum honum nema Fjölnir sem fór Hofsvallagötuna. Fékk þá hinn frái fyrrverandi formaður þá afbragðshugmynd að reyna að hlaupa Fjölni uppi og reyndu hinir félagsmenn að elta hann dágóða stund. Höskuldur fór mikinn og Oddgeir líka en minni sögum fer af Sigrúnu sem skilin var eftir í íséli á hjara veraldar. Tókst Degi svo með ævintýralegum hætti að hlaupa Fjölni uppi við hliðargirðingu suðurenda flugbrautar og mátti sjá glitta í vígtennurnar er hann nálgaðist saklaust fórnarlambið. Sameinuðumst síðan við Nauthólsvík (Kafarann) og flýttum okkur heim, enda klukkan að verða eitt. Þessi æfing breyttist því úr rólegri æfingu í tempó (4 km) og endaði alls í rúmlega 9,3 km.

Góða helgi!
http://www.youtube.com/watch?v=BgoOihBb78w
Sigrún

Dubai Maraþon

Fjölnir var í Dubai í síðustu viku. Væntanlega til að leggja Haile Gebrselassie línurnar fyrir maraþonið sem fram fór í dag. Haile hjó nærri sínu eigin heimsmeti, sjá fréttina á gulfnews.com

Dagur

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Kvöldæfing - 17. janúar

Mættir: Anna Dís, Guðni, Sigurgeir, Ása og Stefán þjálfari.
Byrjuðum með rólegri upphitun þar sem var skokkað í átt að kirkjugarðinum og niður brekkuna rétt áður en komið er að garðinum. Þá var farið til baka að Valsheimilinu. Við Valsheimilið voru teknir 2svar x 5 brekkusprettir upp hitaveitustokkinn í átt að Perlunni, ca. 130 m, og rólegt niður. Næst var rólegt niðurskokk að Nauthólsvík og til baka að HLL. Þurftum að hægja á Stefáni í niðurskokkinu þar sem hraðinn var frekar mikill eftir erfiða æfingu. Samtals endaði æfinginn í 9,6 km.

Stjórn IAC vonast til sjá fleiri á næstu fimmtudagsæfingu. Mælum með að fólk mæti og njóti handleiðslu Stefáns sem er mjög duglegur að fara yfir hlaupastílinn hjá okkur og hvernig má bæta hann.

Sigurgeir

Hádegisæfing - 17. janúar

Mættir í dag: Jói (fór sér), Oddný með stelpur úr hópadeild og Dagur og Sigrún.
Við Dagur fórum þægilegan hring (frá HLL og Kaplaskjólið) á rólegu tempói. Mikil ófæra var á köflum og var mál manna að ekki væri vel staðið að ruðningi á göngustígum borgarinnar.
Frábært veður og sólarglenna gladdi geðslagið sem og þeir 9,3 km sem afgeiddir voru.
Sigrún

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Fyrir byrjendur

Comment frá 10. janúar:

"ef e-h byrjendur vilja mæta á fimmtudgöum í hádegi, þá erum við, stór hluti Hópadeildar að stefna á hádegisskokk 1x í viku. hafið samband við mig, Oddný"

Hádegisæfing - 16. janúar

Mættir: Sveinbjörn, Fjölnir, Dagur, Guðni, Björgvin, Sigurgeir, Anna Dís og Ingunn.

Þrátt fyrir að það sé miðvikudagur ákv. þjálfarinn að hafa gæðaæfingu. Farinn var öfugur Hofsvallargötu-hringur. Hópurinn minnkaði þegar leið á hlaupið. Sumir fóru að dælustöð, aðrir Suðurgötuna og restin fór Hofsvallagötuna. Dagur bætti að sjálfsögðu við 5 sprettum í hlaupið en var sá eini sem gat klárað 5 spretti, aðrir kláruðu næstum því 4! Færðin var erfið en það stoppaði ekki hópinn.

Minni á æfingu á morgun kl. 17:15

Sigurgeir

Hádegisæfing - 15. janúar

Mættir : Huld, Jói, Sveinbjörn, Jón Mímir og Dagur (5).

Rólegt eftir sprettina í gær. Huld, Jón og Dagur gerðu tilraun til að fara fyrir flugbrautina en þar hafði fokið í skafla og var ekki búið að skafa, snéru þá við og fóru útað skógrækt. Á leiðinni mættu þau Jóa og Sveinbirni sem höfðu farið í þá áttina. Huld hélt síðan áfram eitthvað inní Fossvogsdal.

mánudagur, janúar 14, 2008

Hádegisæfing - 14. janúar

Mættir : Ingunn, Anna Dís, Huld, Jói, Sveinbjörn, Björgvin, Sigurgeir, Guðni og Dagur (9).

Í snjómuggu, vægu frosti og blíðum vindi var farið inní Öskjuhlíðina þar sem hópurinn tók brekkuspretti af mikilli elju og þrautseigju.

Runners World

Ágætu hlauparar!

Ég er með stafla af Runners World blöðum sem ég væri afar hamingjusamur að losna við. Datt í hug að bjóða þau félögum hlaupaklúbbsins. Lysthafendur vinsamlega sendið póst á: gigjajon@mi.is. Er annars á leiðinni á haugana ef ekki vill betur til, sem mér þætti miður.
Kær kveðja, Jón Hjartar

sunnudagur, janúar 13, 2008

Powerade Vetrarhlaup - Úrslit janúar

Góð þátttaka var frá okkur í síðasta vetrarhlaupi og mættu sex til leiks að þessu sinni:

47:26 Jens Bjarnason
48:45 Sigrún Birna Norðfjörð
49:56 Sigurgeir Már Halldórsson
51:22 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
53:36 Jón Mímir Einvarðsson
56:27 Helga Árnadóttir

Einnig hljóp Höskuldur Ólafsson á 43:42

Jens er að bæta sig frá því í október, Sigrún varð fyrst í sínum aldursflokki og sleppir ekki hendinni af bikarnum í stigakeppni aldursflokka, Sigurgeir og Anna Dís hægja aðeins á sér síðan í nóvember en eiga eftir að koma sterk inn með bættri ástundun, Jón Mímir er enn fjarri sínum bestu tímum frá seríunni 2002-2003 en hefur sýnt góðar framfarir síðustu vikurnar, Helga Árna er að bæta sig vel og nær nú 5mín betri tíma en í desember.

Kveðja, Dagur

föstudagur, janúar 11, 2008

Hádegisæfing - 11.desember.

Bjartur og fallegur dagur til æfinga og mættir voru: Sveinbjörn (var á séræfingu), Ingunn (Öskjuhlíðin) Dagur, Bryndís og Sigrún.
Tókum Suðurgötuhringinn rangsælis frá HLL á þægilegu "recovery" tempói, enda einn meðlimur klúbbsins orðinn langt leiddur af keppnisstreitu Powerade hlaupaseríunnar en hyggst þó standa við gefin loforð um að ljúka við 6 hlaup. Gaman væri ef fleiri meðlimir sýndu verkefninu sömu húsbóndahollustu.
Fín æfing í kuldanum, alls um 7,5 km.
Sigrún :)

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Hádegisæfing - 10. janúar

Góð mæting þrátt fyrir Powerade Vetrarhlaupið í kvöld.

Mættir : Jói, Sveinbjörn, Ólafur, Dagur og svo mætti Oddný með Ingu Dís og Unni úr hópadeildinni, við bjóðum þær velkomnar og vonumst til að sjá þær sem oftast í framtíðinni.

Oddný fór með Ingu og Unni 20mín skokk og göngu. Jói og Sveinbjörn fóru léttan hring á rólegu tempó og Ólafur og Dagur tóku Keilugrandann 10km/44:45 sem er PR hjá Ólafi og besti tími klúbbmeðlims á árinu.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Engin fimmtudagsæfing 10. jan. kl.17.15

Engar kvöld fimmtudagsæfingar eru sama dag og Powerade hlaup ber upp.
Kveðja,
stjórn IAC

Hádegisæfing 9.-janúar

Mættur fríður flokkur í dag í nokkuð köldu en fínu veðri: Anna Dís, Jói, Hjörvar, Björgvin Harri, Höskuldur, Ingunn, Dagur, Oddgeir og Sigrún.

Menn fóru mislangt. Ingunn hljóp hringi í Öskjuhlíð (3-4), Hjörvar var með leyniprógramm, Björgvin og Anna Dís fóru út að dælustöð og tilbaka, sem og Jói Úlfars. Restin fór Hofsvallagötuhringinn á þægilegu strákatempói, enda tóku menn fullt tillit til Sigrúnar sem var á 75% stelputempói með hósta. Alls 8,7km. Fín æfing!.

Sigrún

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Hádegisæfing - 8. janúar

Mættir : Hjörvar, Sveinbjörn, Jón Mímir, Sigurgeir, Dagur, Guðni og Höskuldur. Á dagskránni voru brekkusprettir í Öskjuhlíðinni, sem voru kláraðir með glæsibrag. Rólegt á morgun enda Powerade Vetrarhlaupið á fimmtudaginn.

Menn voru yfirlýsingaglaðir á nýju ári. Hjörvar ætlar að vera fljótari en Jón Mímir. Sigurgeir ætlar að hlaupa hraðar en eiginkonan eða 10km/42:23. Guðni ætlar að sá til þess að Jens muni ekki sigra sig afur í keppnishlaupi.

mánudagur, janúar 07, 2008

Hádegisæfing - 7. janúar

Fjölmenni mikið á björtum degi á nýju ári. Mikið testerón í loftinu enda allt karlmenn, hvar er kvenfólkið?
Mættir : Jói Úlfars, Sveinbjörn, Jón Mímir, Erlendur, Dagur, Ólafur og Björgvin.
Menn hlupu mislangt allt eftir ásigkomulagi og núverandi getu.

föstudagur, janúar 04, 2008

Hádegisæfing - 4. janúar

Mættir : Ólafur, Jón Mímir, Dagur
Rólegur 5km/29:30 túr á Miklatúni.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Fimmtudagsæfing kl. 17.15

Fríður og föngulegur hópur lagði af stað frá HL á slaginu 17.15. Hópurinn samanstóð af Stefáni Má, Guðna og undirritaðri. Veður aftraði ekki æfingu. Hitað var upp í skjóli Öskjuhlíðar. Síðan voru teknir sprettir í brekkunni okkar góðu sem við nýttum í ASCA hlaupinu, nema að nú var hringnum snúið við. Sprettur upp malbik og rólegt niðurskokk niður moldarveginn. Stefán fylgdi eftir hlaupastíl og ráðlagði okkur með breytingar til bóta. Sprettirnir voru 7 og síðan niðurskokk inn í kirkjugarð og upp að Perlu. Heildartími var 1 klst. og 10 mín. og vegalengd rétt rúmir 10 K.
Anna Dís

Hádegisæfing 3. jan.

Mætt í dag: Óli, Dagur og Sigrún.
Veður hundleiðinlegt en félagsskapurinn í sérflokki.
Hituðum upp í Öskjuhlíðinni en þar voru stígar gljúpir og skornir vegna vatnsveðurs. Sáum einnig fallið grenitré sem ráðist hafði á meðlimi hópsins í gær sem naumlega skutu sér undan. Hlupum síðan inn í kirkjugarð og Dagur reyndi að finna góðan stað fyrir brekkuspretti. Lét okkur taka einn "dummy" sprett en fann síðan betri stað (alveg óútreiknanlegur) og þar gerðum við 4 brekkur á hraða og skokk niður. Hlupum upp brekkuna að stórum grænum gámi merktum "lífrænn úrgangur" og töldum við þarna vera á ferðinni stórt safnduftker sem við vildum ekki enda í.
Þetta var fín æfing eftir jólaóhófið og í takt við markmiðasetningu hópsins um hámarksárangur. Skokkuðum síðan einn bláan hring og sáum í Ingunni Cargo og tókum auka hring til að ná henni.

Sigrún

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Fimmtudagur-kvöldæfing kl 17.15

Minni á kvöldæfinguna 17.15 fimmtudag undir leiðsögn Stefáns þjálfara. Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir þá sem eiga erfitt með að komast í hádeginu en eftir sem áður verða einnig æfingar hjá skokkhópnum kl. 12.08 í hverju hádegi. Allir eru velkomnir á þessar æfingar.
Kveðja,
Stjórn IAC

Hádegisæfing - 2. janúar

Nýju ári tekið opnum örmum, mættir voru Ólafur, Jón Mímir og Dagur. Farið var skógræktarhringinn á rólegu tempói og rætt um markmiðasetningu fyrir 2008 og eftirfylgni.
Við göngubrúnna yfir Kringlumýrarbraut var skipt liði, Jón Mímir fór styrstu leið tilbaka á meðan Ólafur og Dagur tóku léttan fartleik upp og í gegnum Öskjuhlíðina.

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gamlárshlaup Í.R.

Vaskir hlauparar úr FI SKOKK hlupu í Gamlárshlaupi Í.R. og stóðu sig prýðilega í rysjóttu veðri. Autt var að mestu og rok á köflum en bestur var síðasti km, vindur í bak og lokasprettur niður í móti.

30 41:07 Dagur Björn Egonsson 1964 SK.FLUGL 5. í flokki
48 43:40 Höskuldur Ólafsson 1965 ÍSÍ 8. í flokki
55 43:59 Huld Konráðsdóttir 1963 SK.FLUGL 1. í flokki
86 46:47 Jens Bjarnason 1960 SK.FLUGL 12. í flokki
92 47:04 Jakob Schweitz Þorsteinsson ÍSÍ 14. í flokki
103 47:55 Guðni Ingólfsson 1967 SK.FLUGL 19. í flokki
120 48:53 Sigrún Birna Norðfjörð 1966 SK.FLUGL 2. í flokki
287 57:14 Jón Mímir Einvarðsson 1970 SK.FLUGL 1o1. í flokki
290 57:25 Helga Árnadóttir 1971 SK.FLUGL 20. í flokki


Kveðja -Sigrún

föstudagur, desember 28, 2007

Hádegisæfing - 28. desember

Mættum tveir Höskuldur og Dagur, fórum bæjarrúntinn í þessu líka svakalega veðri, rjómalogni og sólskini.

Þar sem þetta var væntanlega síðasta hádegisæfingin óska ég öllum gleðilegs árs.

Munið eftir Gamlárshlaupi ÍR á mánudaginn. Allir sem vettlingi geta valdið að mæta.

Dagur

fimmtudagur, desember 27, 2007

Hádegisæfing - 27. desember

Mættir voru Ólafur, Höskuldur og undirritaður. Fórum Hofsvallagötun á frísku tempói, 8,71km, 44:22mín, 5:06 avg. Kaldur blástur úr norðri beit í andlitið á útleiðinni en fengum síðan skjól eftir að við beygðum inná Hofsvallagötu, við Öskjuhlíðina fórum við síðan inní skóginn aftur í skjól.
Ræddum myndina um Jón Pál Sigmarsson frá kvöldinu áður og mismunandi aðferðir við að ná sem flestum kaloríum út úr jólamatnum.
Allir ætlum við að mæta í hádeginu á morgun.

Dagur

sunnudagur, desember 23, 2007

Gleðileg jól!

IAC óskar félagsmönnum sínum og öllum velunnurum gleðilegra jóla og farsællar bætingar á nýju ári. Þökkum allar góðu hlaupastundirnar á árinu. :)

Brekkur eru oftast lægri
en þær sýnast neðan frá.
Hannes Hafstein.
Strá í hreiðrið, 1988.

Stjórn IAC

föstudagur, desember 21, 2007

Hádegisæfing - 21. desember

Fámennt í dag eftir vel heppnaða jólaæfingu í gær.

Dagur og Huld fóru Sæbraut-Miðbæjarhringinn á mjúku sub 5mín tempói. Kreistum túrinn uppí 10km með því að taka krók í Öskjuhlíðina.

Jólaæfing 20. des. 2007

Fríður hópur lagði af stað frá HL á slaginu 17.15 stundvíslega í átt að Fossvogi. Mætt voru: Stefán þjálfari, Bryndís, Huld, Sibba, Jens, Mímir, Sveinbjörn, Guðni, Ágúst, Fjólnir, Höskuldur og Anna Dís. Stefáni varð að máli að við tækjum eins konar æfingarlíki sem hjómar svo: við göngubrú inn í Fossvog var numið staðar og hlaupið til baka inn að brautarenda með mið að ljósastaurum. Tveir staurar hratt og síðan tveir hægt. Við brautarenda var snúið í átt að HL, teknar nokkrar "drill" æfingar, skokkað að Hlíðarenda og síðan beina leið á HL. Æfing tók um 42. mín. og spannaði 7K. Teknar voru góðar teygjur við sundlaugarinngang á undan sturtu og heitum potti í lok æfingar sem síðan endaði í sælustund á bar hótelsins.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Síðasta æfing fyrir jól er 20.des. fimmtudag kl 17.15

Minni á jólaæfinguna kl. 17.15 fimmtudag.
Allir að mæta.
Kv. FI SKOKK

Hádegisæfing - 19. desember

Nú er úti veður vott
verður allt að klessu.
Mikið átti Sigrún gott
að hlaupa ein í þessu.

Tók samviskusamlega einn rólegan upphitunarhring í skóginum. Síðan 3 brekkur í brautinni, hraði upp, rólega niður. Endaði síðan á einum löngum spretti í gegnum þveran skóginn út að rústum. Vantaði sárlega hrægammana sem vanir eru að glefsa í skottið á mér í sprettunum. Fín æfing í ruddalegu veðri.

Sigrún

þriðjudagur, desember 18, 2007

Hádegisæfing - 18. desember.

Mættir í góða veðrinu í dag:
Mímir, Höskuldur, Dagur og Sigrún.
Tókum þægilega æfingu í dag frá HL, Hlíðar, undirgöng undir Miklubraut, Nóatún, hluta Borgartúns, Sæbraut, Ráðhús framhjá Hljómskála og þaðan tilbaka að hótelinu eftir stíg. Rúmlega 8 km og engin sundrung var í hópnum sem skrafaði létt samhliða hreyfingunni.

Sigrún

Hádegisæfing - 17. desember

Mættir þann dag: Huld, Dagur, Guðni, Mímir, Höskuldur, Sigurgeir, Óli og Anna Dís

Lagt var af stað frá HL í átt að Hringbraut og stefnan tekin á Suðurgötu. Við horn Suðurgötu skiptist hópur í tvennt. Mímir og Anna Dís kláruðu rúma 7K. Við horn Hofsvallagötu skiptist hópur aftur í tvennt. Guðni og Sigurgeir kláruðu 9K. Þeir fótfráu hlaupara sem eftir voru fóru inn á Kaplaskjólsveg.
Mikill áhugi var í hópnum að Gamlárshlaupi.
Anna Dís

sunnudagur, desember 16, 2007

Powerade Vetrarhlaup - Úrslit Desember




Aðeins tveir kepptu undir merkjum Icelandair að þessu sinni:

50:08 Sigrún Birna Norðfjörð, önnur í aldursflokki
61:21 Helga Árnadóttir, fimmta í aldursflokki

Einnig tók þátt Höskuldur Ólafsson á 45:23 sem skilaði honum þriðja sæti í aldursflokki.

Hatröm barátta virðist í uppsiglingu hjá konum 40-44, Sigrún Birna leiðir keppnina með 27 stig en fast á hæla hennar fylgir Sigrún Barkardóttir, ÍR Skokk með 26 stig. Sigrún Birna var á undan Sigrúni Barkar í fyrstu tveimur hlaupunum, en nú sigraði Sigrún Barkar með aðeins 6 sek. mun. Huld var með fullt hús stiga í þessum flokki fyrir hlaupið en lét ekki sjá sig. Þrátt fyrir það er verðlaunasæti stutt undan. Verður spennandi að fylgjast með keppni þeirra í næstu hlaupum.

Leitt var að sjá ekki fleiri úr okkar hópi en þrátt fyrir slæma veðurspá og sérlega slæmt veður tímana á undan fór hlaupið fram í afbragsveðri.

Kveðja, Dagur

föstudagur, desember 14, 2007

Síðasta æfing fyrir jól er 20. des.- allir að mæta í stuði


Kæru skokkfélagar.
Á nýju ári hefjast æfingar á fimmtudögum hjá FI SKOKK undir stjórn Stefáns Más Ágústssonar. Lagt verður af stað frá sundlaug Hótel Loftleiða, á fimmtudögum kl. 17.15. Búið er að semja um vægt gjald fyrir nýtingu á aðstöðu í búningsklefa.
Við ætlum að taka forskot á sæluna og hittast 20. des. kl. 17.15 á æfingu. Á eftir verður boðið upp á sælustund í potti og hressingu. Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið og vilja hreyfa sig fyrir jól!

F.h. stjórnar,
Sigrún B. Norðfjörð

fimmtudagur, desember 13, 2007

Hádegisæfing - 13. desember.

Mættir í dag: Fjölnir, Mímir og Oddgeir.

Fjölnir fór skógræktarhringinn en flugverndar- og flugöryggisfulltrúar félagsins tóku 3 brekkuspretti í Öskjuhlíð, ásamt fleiru, að sögn. Engin vitni voru að æfingunni.

Sigrún

miðvikudagur, desember 12, 2007

Hádegisæfing - 12. desember.

Hálka í dag en þokkalegt veður. Mættir: Dagur, Sigrún og Guðni.

Æfingin var fullkomið "recovery" hlaup eftir þriðjudaginn, enda sumir að stefna á Powerade á morgun. Fórum frá HLL í gegnum Hlíðar og framhjá Menntaskólanum, svona til að sýna ungmennum hvernig bæri að stunda holla hreyfingu og þaðan upp í Kringlu. Guðni og Sigrún héldu síðan austur fyrir Útvarpshús og hring þar en Dagur hafði átt óskilgreint erindi í musteri Mammons, sem þau fyrrnefndu vildu alls ekki láta bendla sig við. Dagur kom síðan á móti okkur með poka (þó ekki brúnan) og sameinuðumst við í léttu skokki niður í Fossvogsdal, framhjá LSH og beina leið eftir stíg strandlengjunnar, Nauthólsvík og heim. Alls 7,3 km.
Þetta var ein léttasta æfing sem verið hefur lengi, enda mættu bara þeir sem ekki létu bugast á þriðjudeginum.

Sigrún

þriðjudagur, desember 11, 2007

Hádegisæfing - 11. desember.

Mættum einvala lið í dag:
Fjölnir, Sigurgeir, Guðni,'Oli, Dagur og Sigrún. Gott og milt veður til æfinga, snjólaust. Þar sem allir úr harðsnúna hópnum mættu var tekin rækileg gæðaæfing. Upphitun í Öskjuhlíð, svo 3svar blái hringur á hraða, með interval-starti. 2svar gegnum skóginn-sprettur og skokk tilbaka. Líka interval-start. Þá ASCA brekka á hraðaaukningu og rólega niður á stíg fyrir neðan skóg þar sem menn bættu aðeins í og kláruðu upp brekku og svo rólegt heim til HLL. Var góður rómur gerður að faglega útsettri æfingu, sem tók á flesta og þreytti þónokkra og hefði komið sér vel að hafa 3ja lungað á æfingunni eða a.m.k. risagervinýru með vasa.
Alls 7,3km afgreiddir í dag.

Sigrún

mánudagur, desember 10, 2007

Hádegisæfing - 10.desember.

Mættir á æfingu dagsins (Dagsins): Mímir, Fjölnir, Hjörvar (special appearance), Dagur og Sigrún.
Hjörvar fékk það verkefni að hlaupa út á dælustöð frá HLL og tilbaka, óskaddaður. Mímir fór "reverse" hring frá HLL og skar leiðina með Suðurgötunni og tók ströndina heim á HLL. Kennarasleikjurnar Sigrún og Fjölnir fóru með sínum yfirboðara sama hring og Mímir, nema skáru sína leið með Hofsvallagötunni og strandlengjuna tilbaka til HLL. Sáum Mími í smækkaðri mynd (v/fjarlægðar) hluta leiðarinnar en allar áætlanir um að hlaupa hann uppi brugðust, enda hvasst nokkuð og snævi lögð braut, sem gerði allan framúrakstur nokkuð óhentugan. Var það mál manna að ef menn ætla sér í ASCA-liðið í mars, dugir ekki að lifa á fornri frægð heldur verða verkin að tala. Það er því ljóst að ef Cargo-menn ætla sér í liðið verða þeir að sýna betra mætingarhlutfall og ekki sniðganga "erfiðu" dagana.

Sigrún

föstudagur, desember 07, 2007

Hádegisæfing 7. des

Það var sannkölluð cargo-æfing; mættir voru Fjölnir, Ingunn, Sigurgeir og Dagur. Farið var á jólabollu hraða skógræktarhringinn. Í bakaleiðinni var farið upp brekkuna að Perlunni þar sem farinn var rólegur hringur í kringum Perluna og útsýnisins notið í botn. Þaðan var hlaupið blái stígurinn með smá twist að HLL. Veðurblíðan var stórkostleg og sannkölluð jólastemning með snjóinn á öllum trjánum. Er ekki frá því að það heyrðist í nokkrum raula jólalög á bakaleiðinni.

Sigurgeir

fimmtudagur, desember 06, 2007

Hádegisæfing - 6. desember

Höskuldur mætti einn...

Fór skógræktina á rólegu tempói.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Hádegisæfing - 5. desember.

Mættir í dag í ágætu veðri:
Guðni, Dagur, Höskuldur, Fjölnir, Sigurgeir, Ingunn, Sigrún og nýliðinn Björgvin Harri.
Fjórar vegalengdir voru í boði, en Ingunn tók 5 hringi í Öskjuhlíð og Björgvin Harri fór út að dælustöð og tilbaka. Héldum hin af stað frá HLL og vorum samferða áleiðis vestur í bæ. Guðni tók Suðurgötuna með Cargo-genginu þeim Fjölni og Sigurgeiri, upp á Hringbraut og þaðan beina leið heim að HLL. Dagur, Höskuldur og Sigrún héldu áfram og tóku tempóhlaup áfram vestur en eftir smá tíma var Degi farið að leiðast þófið og vildi auka hring sem hann tók Höskuld með sér í. Þeir fóru því áfram út á Kaplaskjólsveg, en Sigrún beygði upp Hofsvallagötu og hafði það meginmarkmið að láta ekki langfetana ná sér. Þeir höfðu annað í huga og sigu jafnt og þétt á bráðina. Þegar horni Flugvallarvegar við Valsheimili var náð skynjaði Sigrún að líkur væru á að hún yrði hlaupin uppi og hófst þá hinn æðisgengnasti lokasprettur. Síðustu metrana var svokölluð "all-out" tækni notuð af öllum hlutaðeigandi en allt kom fyrir ekki, langfetarnir lutu í gras. Lauk þessari skemmtilegu æfingu því á hinn farsælasta hátt og allir gengu glaðir til búningsherbergja.

Sigrún

mánudagur, desember 03, 2007

Hádegisæfing 3. desember

Mættir í dag : Guðni, Mímir, Huld, Ingunn, Höskuldur, Dagur, Jói. Jói fór í kraftgöngu og Ingunn tók 6km í Öskjuhlíðinni. Restin varð samferða út að 3km eftir dælustöð, þá snéru Guðni og Mímir við en Huld, Höskuldur og Dagur fóru útá Keilugranda (9,6km).

Veðrið geggjað, blanka logn og sól.